FÍKNIEFNI fundust við húsleit í Breiðholti í gærmorgun. Efnin sem um ræðir voru neysluskammtar af amfetamíni og marijúana í takmörkuðu magni, en einnig var lagt hald á um 2.000 skammta af sterum.
Meira
VINNSLA hófst að nýju í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi á dögunum. Á vef HB kemur fram að sumarleyfistíminn hafi verið notaður til að setja upp nýjan lausfrystibúnað sem mun þrefalda afköstin í vinnslunni frá því sem var. Haft er eftir Torfa Þ.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞEGAR maður er einn í óbyggðum að kljást við sýkingu í fæti, þá kárnar gamanið fljótt,“ segir breski leiðangursmaðurinn Christopher Mike sem lauk 27 daga gönguleiðangri um Ísland á þriðjudag.
Meira
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is Björgun ehf. fékk bráðabirgðaleyfi fyrir vinnslu á Faxaflóa í síðustu viku. Landeigendur í Kjós segja námavinnslu í Hvalfirði valda landbroti. Björgun ehf.
Meira
RAGNAR Ólafsson lífverkfræðingur útskrifaðist á dögunum með doktorspróf frá University of Michigan, en doktorsritgerð sína varði Ragnar hinn 21. apríl.
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÞAÐ verður ekki auðvelt að fara héðan,“ segir Sigurður Guðmundsson, fráfarandi landlæknir, en 1. nóvember mun hann taka við stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (HÍ).
Meira
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið annan tveggja manna sem leitað var vegna líkamsárásar á Mánagötu í Reykjavík sl. sunnudag. Yfirheyrslur stóðu yfir í gærdag. Í gærkvöldi hafði ekki verið ákveðið hvort gæsluvarðhalds yrði krafist yfir...
Meira
Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞETTA er skúlptúr sem skoðar hreyfingu og það má eiginlega segja að þetta sé nokkurs konar kjurr hreyfing,“ segir Ólafur Þórðarson arkitekt og listamaður.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR telja víst, að bilun, sem varð þegar Sultartangavirkjun var gangsett á mánudagskvöld, megi rekja til annars af spennum virkjunarinnar. Er því ljóst, að engin raforkuframleiðsla verður í stöðinni á næstunni.
Meira
LEIKKONAN Anita Briem var viðstödd forsýningu á þrívíddarkvikmyndinni Journey to the Center of the Earth 3D í Laugarásbíói í gærkvöldi, en hún fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni.
Meira
YFIRVÖLD almannavarna á Indónesíu gáfu í nótt að íslenskum tíma út flóðbylgjuviðvörun eftir jarðskjálfta sem var áætlaður 7,6 á Richter-kvarðanum. Upptök skjálftans voru á um 10 km dýpi í Mólúkkahafi.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Á Alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna 10. september beindist athyglin sérstaklega að því sem verða má til að draga úr sjálfsvígum.
Meira
VEGAGERÐARMENN hafa lagt tengiveg milli gamla Gjábakkavegarins og að nýju vegstæði Lyngdalsheiðarvegar. Þeir vinna nú að gerð Lyngdalsheiðarvegar og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í gær eru verktakar komnir um 500-600 metra í austurátt.
Meira
Haustið ríkir nú í allri sinni dýrð, þó að vart megi sjá það á hitamælunum. Í gær fór hiti á einum mælinum í heilar sextán gráður í nokkrar mínútur.
Meira
GENGIÐ var fram á tvo hvalreka í gær, annan í Þernuvík í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi en hinn neðan Álftavers, austan Mýrdalssands. Fyrir sunnan var það búrhvalur, allstór og líklega karldýr. Böðvar Jónsson, bóndi á Norðurhjáleigu, fann hann.
Meira
RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað dómi yfir þremur karlmönnum sem ákærðir voru fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum á Laugavegi 11. janúar sl. Tveir þeirra voru sýknaðir en einn hlaut sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás.
Meira
HITAÐ var upp fyrir leik Íslands og Skotlands í knattspyrnu víðs vegar um bæinn í gærdag. Meðal annars mættu áhangendur skoska landsliðsins fótboltafélaginu Mannsa á Gróttuvelli á Seltjarnarnesi, en Mannsi keppir í utandeildinni.
Meira
NÝSTÁRLEG listsýning stendur nú yfir í Versalahöllinni í París og er óhætt að segja, að verkin, sem eru eftir bandaríska listamanninn Jeff Koons, stingi dálítið í stúf við þau, sem tíðkuðust á dögum Loðvíks XIV.
Meira
LANGI mann í heiðarlamb á diskinn eða kannski kjöt með lyngbragði er hægt að panta sér það á netinu. Austurlamb ehf. hefur tekið upp þá nýjung að fólk geti keypt austfirskt lambakjöt eftir uppruna þess.
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR ætlar allt lifandi að drepa, sagði Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær og taldi hvorki landbúnað né annað atvinnulíf geta þrifist við þessar aðstæður.
Meira
UNGUM manni, Össuri Pétri Össurarsyni, er enn haldið sofandi í öndunarvél, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild, en hann fannst lífshættulega slasaður við gatnamót Höfðatúns, Skúlagötu og Laugavegar snemma á laugardagsmorgun.
Meira
Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til félagsfundar í gærkvöldi að loknum enn öðrum árangurslausum fundi með samninganefnd ríkisins.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SALA á listaverkum í sölugalleríum gengur yfirleitt vel en erfiðara reynist að selja verk eldri meistara en áður.
Meira
FERÐALANGAR og ábúendur í afskekktari byggðum munu ekki geta notað NMT-síma frá og með næstu áramótum. Vonir standa til að GSM-kerfið verði búið að ná sambærilegri útbreiðslu innan skamms.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FRÁ og með 1. október verður starfræktur grunnskóli undir fána Hjallastefnunnar á Laufásborg við Laufásveg, sá fyrsti sinnar tegundar í Reykjavík. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓNÝTTAR nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru að minnsta kosti um 2.400 talsins. Séu teknar með í reikninginn úthlutaðar lóðir og byggingar, sem skammt eru á veg komnar, eru ónýttar íbúðir a.m.k. 5.
Meira
IMPREGILO fer fram á ríflega 1,2 milljarða króna greiðslu frá ríkinu vegna oftekinna skatta, að viðbættum vöxtum og málskostnaði. Þetta kom fram í svari Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í gær.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is LÖG um sjúkratryggingar sem afgreidd voru á Alþingi í gær fela m.a. í sér stofnun nýrrar Sjúkratryggingastofnunar, sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið.
Meira
SAMSTARFI hefur verið komið á milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ICEIDA) og Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um stuðning við mannauðs- og þjálfunarverkefni sem lýtur að rannsóknum á vistkerfi Benguela hafsvæðisins undan ströndum Namibíu,...
Meira
Reykjanesbær | Byrjað verður í dag að aka eftir nýju og endurbættu leiðakerfi Strætó í Reykjanesbæ. Tilgangurinn er að bæta þjónustu og auka þægindi farþega. Eldra kerfið var sprungið vegna þess hversu mikið bærinn hefur stækkað.
Meira
Stemningin í stúku stuðningsmanna skoska landsliðsins var eins og best varð á kosið í gærkvöldi enda hirtu þeir þrjú stig af spræku íslensku landsliði.
Meira
HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir fjármálin vera aðalverkefni nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, höfðu framsögu á hádegisverðarfundi í Valhöll í gær og greindu þar frá stefnu meirihlutans.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik karla hóf þátttöku sína í B-deild Evrópumóts landsliða með glæsibrag í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Dani að velli, 77:71.
Meira
Á NÆSTUNNI verður lögð meiri áhersla á notkun könnunarflugvélarinnar MQ-1 Predator við leitina að Osama bin Laden. Vélin, sem er mannlaus, getur borið tvö AGM-114 Hellfire flugskeyti.
Meira
UNDIRBÚNINGUR er nú að hefjast fyrir Evróvisjónkeppni næsta árs. Þeir sem hafa getu til að semja lög og langar til Moskvu á næsta ári geta nú sent lög í forkeppnina, sem hefst í Sjónvarpinu 10. janúar.
Meira
Eftir Ómar Friðrikssonog Önund Pál Ragnarsson FULLTRÚAR ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafa ræðst við að undanförnu í forsendunefnd vegna endurskoðunar kjarasamninganna og ástandsins í efnahagslífinu. „Við erum að horfa fram til 1.
Meira
Já við sjúkratryggingum Sjúkratryggingafrumvarp heilbrigðisráðherra var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær eftir talsvert þóf. Vinstri græn fluttu breytingartillögur í níu liðum en þær voru allar felldar.
Meira
ÞORBJÖRG Möller Leifs, ekkja Jóns Leifs heitins tónskálds, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 8. september síðastliðinn. Þorbjörg fæddist á Sauðárkróki 20. ágúst 1919, sú þriðja yngsta í 11 systkina hópi.
Meira
LEIKRITIÐ Fýsn verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann samdi verkið sem snýst um fýsn og þráhyggju, eins og nafn verksins ber með sér. „Fýsnir drífa fólk oft áfram í örvæntingu,“ segir Þórdís.
Meira
„ÞETTA var gargandi stress og læti en það tókst að bjarga málum,“ segir Helgi Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands, um vandræði sem sköpuðust vegna sviptingar rekstrarleyfis leiguflugfélagsins Futura.
Meira
KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra að skipa Guðna A. Jóhannesson í embætti orkumálastjóra hafi ekki brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Níu sóttu um starfið.
Meira
Hjallastefnan ehf. er að verða burðugt einkafyrirtæki á sviði menntamála. Í gær bættist þriðji grunnskólinn í rekstur fyrirtækisins, er samið var við Reykjavíkurborg um rekstur skóla á Laufásborg.
Meira
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á ríkisstjórnina að ganga til samninga um aðgerðir til að tryggja að sveitarfélögin geti staðið við sínar skuldbindingar.
Meira
Það var gott hjá Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, að vekja athygli á afdrifum þingmannafrumvarpa í ræðu á Alþingi í gær. Þau eru iðulega ekki tekin til umræðu eða svæfð í nefndum.
Meira
ALMANAK fyrir Ísland 2008 er hreinræktuð blúsplata sprottin undan rifjum Sigurðar Sigurðssonar sem er augljóslega metnaðarfullur tónlistarmaður og fjölhæfur hljóðfæraleikari.
Meira
QUANTUM of Solace, væntanleg kvikmynd um James Bond, verður frumsýnd á London Film Festival, LFF, hinn 29. október nk., í Odeon-kvikmyndahúsinu á West End. Sama kvöld verður myndin heimsfrum-sýnd. Bond-mynd hefur ekki áður verið sýnd á hátíðinni.
Meira
Það er ekki á hverjum degi sem maður sér ástæðu til þess að mæla sérstaklega með popp- eða rokktónleikum á Íslandi. Það er þó tilfellið nú, því breska hljómsveitin Tindersticks heldur tónleika á Nasa í kvöld.
Meira
FLINKIR lagasmiðir sem hafa áhuga á því að ferðast til Moskvu næsta vor geta nú sent lög í forkeppni Evróvisjón, en hún hefst í sjónvarpinu 10. janúar.
Meira
FIMM leirlistarkonur, þær Arnfríður Lára Guðnadóttir, Guðrún Indriðadóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir og Kristbjörg Guðmundsdóttir, opna í dag sýninguna Brot á efri hæð hönnunar- og listiðnaðarverslunarinnar Kraums í Aðalstræti 10.
Meira
HLJÓMSVEITIN REM býður nú hverjum þeim fundarlaun sem skilar sveitinni gítar Peters Bucks, en honum var stolið að loknum tónleikum sveitarinnar í Helsinki í Finnlandi í fyrradag.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Fólk getur þróað með sér þráhyggju gagnvart ýmsu: kynlífi, peningum, ást eða útliti. Fólk fær ýmislegt á heilann.
Meira
HÁTÍÐ tileinkuð aðdáendum og notendum tölvuleiksins EVE Online verður haldin í Reykjavík 6.-8. nóvember, EVE Online Fan Fest eins og hún heitir á ensku.
Meira
HLJÓMSVEITIN Bardukha heldur í kvöld tónleika á Café Rósenberg við Klapparstíg. Bardukha leikur sk.heims- tónlist og hafa nýir meðlimir bæst í hópinn, þeir Haukur Gröndal á klarínett og Matthías Stefánsson á fiðlu.
Meira
Verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Schumann, Pál Ísólfsson og Mendelssohn. Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Ari Þór Vilhjálmsson fiðla og Sigurgeir Agnarsson selló. Föstudaginn 5. september kl. 19:30.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HÚSFYLLIR var á listaverkauppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið, þar sem 133 verk voru boðin upp.
Meira
MAQBOOL Fida Husain, þekktasti núlifandi myndlistarmaður Indlands, er ekki talinn eiga afturkvæmt til Indlands þó svo að hæstiréttur þar í landi hafi vísað frá öllum ákærum á hendur honum, fyrir að svívirða hindúisma með málverkum sínum.
Meira
HLJÓMSVEITIN Café Tacuba hlýtur flestar tilnefningar til rómansk-amerísku Grammy-verðlaunanna í ár, eða sex alls. Verðlaunahátíðin verður haldin níunda sinni þann 13. nóvember næstkomandi í borginni Houston. Sveitin er m.a.
Meira
EITT af sextíu sellóum sem til eru í heiminum eftir hljóðfærasmiðinn Antonio Stradivari verður selt á netuppboði á vefnum Tarisio í næsta mánuði.
Meira
FYRIR sjö árum var ég nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hinn 11. september árið 2001 sat ég í tíma hjá Gunnari Helga Kristinssyni í Háskólabíói þegar vinur minn sendi mér sms og sagði mér að verið væri að gera árás á Bandaríkin.
Meira
*Nú þegar styttast fer í Iceland Airwaves hátíðina má búast við því að fjöldi bílskúra á höfuðborgarsvæðinu með sveitta rokkara innandyra, muni fjölga allgríðarlega með tilheyrandi hávaða.
Meira
FYRSTA rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á nýju starfsári verður haldið í kvöld í húsi Sögufélagsins við Fischersund, með fyrirlestri Jóns Hilmars Jónssonar, „Tekist á við orðaforðann: Íslenskt orðanet, gerð þess og grundvöllur“.
Meira
*Þær fregnir berast nú úr herbúðum hljómsveitarinnar Motion Boys að hinn góðkunni trommuleikari Þorvaldur Gröndal hafi verið ráðinn bassaleikari sveitarinnar.
Meira
EKKERT lát virðist ætla að verða á ótrúlegum vinsældum hljómsveitarinnar ABBA hér á landi, jafnvel þótt 26 ár séu síðan sveitin lagði formlega upp laupana. Ástæða þessara miklu vinsælda nú er auðvitað kvikmyndin Mamma Mia!
Meira
Embla Ágústsdóttir veltir fyrir sér áherslum RÚV á sýningar frá íþróttaleikjum: "Það er nokkuð ljóst að Ólympíuleikar fatlaðra þykja mun ómerkilegri en Ólympíuleikar ófatlaðra. Hvernig stendur á því í þessu jafnréttissamfélagi?"
Meira
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir morðið enn eina sönnunina á algjöru tilgangsleysi ofbeldis: "Framkoma hennar og málefnaleg afstaða hreif flesta og átti hún auðvelt með samskipti, bæði við almenning og fjölmiðla."
Meira
Guðríður Arnardóttir svarar Gunnari Birgissyni: "Sem bæjarfulltrúa berast manni ýmsar sögur úr bæjarlífinu, sumar sannar, aðrar ýktar og margar hreinn uppspuni."
Meira
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 10. sept. Endist jarðhitinn að eilífu? Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að jarðhitavirkjanir endast takmarkaðan tíma.
Meira
Í STAKSTEINUM Morgunblaðsins þriðjudaginn 9. september er því blákalt haldið fram að BSRB gangi erinda VG þar sem bandalagið hafi staðið fyrir fyrirlestrum erlendra sérfræðinga á heilbrigðissviði.
Meira
Eftir Bjarna Harðarson: "Staðreyndin er að mikið af þeim óförum sem íslenskt hagkerfi hefur ratað í á undanförnum árum tengist röngum ákvörðunum og aðgerðaleysi sömu stofnunar."
Meira
Fólki verður tíðrætt um frumkvöðla og hugsjónarmenn. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mjög á frumkvöðlum í viðskiptalífinu og fjármálakerfinu. Menn hafa talað um athafnaskáld og útrásarvíkinga.
Meira
Bjarni Hannes Ásgrímsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 21. apríl 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgrímur Ingibjartur Jónsson, vélamaður á Suðureyri, f. 19.2. 1905, d. 2.12.
MeiraKaupa minningabók
Edda Sigrún Jónsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 13. febrúar 1985. Hún lést á heimili sínu 11. september 2007 og var jarðsungin frá Laugarneskirkju 25. september.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Jónsdóttir fæddist í Austurkoti í Flóa 6. mars 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Guðmundsdóttir frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi, f. 27.9. 1876, d. 26.12.
MeiraKaupa minningabók
Jón Sturluson fæddist á Fljótshólum í Flóa 28. júlí 1925. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sturla Jónsson frá Jarlsstöðum í Bárðardal, f. 1888, d.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Müller fæddist í Essen í Þýskalandi 14. október 1933. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ernst Müller og Agnes Müller, f. Morsbach.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Kjartan Brynjólfsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1942. Hann lést á Landspítalanum 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1921, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Þ. Gústafsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1939. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gústaf Adolf Ágústsson endurskoðandi, f. 31.5. 1908, d. 29.9.
MeiraKaupa minningabók
Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til Leikfélags Akureyrar; Egill Arnar Sigurþórsson. Hann er 26 ára og útskrifast senn sem lögfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Egill er þegar kominn til starfa.
Meira
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Þeir eru ófáir sem hafa hug á að eitt fjallalambanna sem renna fagurlega af fjalli þessa dagana rati á sín borð.
Meira
Bónus Gildir 11.-14. september verð nú verð áður mælie. verð Bónus kjarnabrauð, 500 g 129 0 258 kr. kg KS frosin lambalifur 100 199 100 kr. kg KF lambasaltkjöt, 1 fl. 698 898 698 kr. kg KF kofareyktur hangiframpartur 679 719 679 kr. kg Kraft frosnar...
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Við erum að prófa þetta í fyrsta sinn og völdum Mexíkó vegna þess að ég hef átt heima þar og er vel kunnug staðháttum. Auk þess tala ég spænsku reiprennandi, þannig að það eru hæg heimatökin að öllu leyti.
Meira
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Full ástæða er til að fylgjast grannt með kortareikningum til að tryggja að ekki séu dregin af þeim gjöld sem ekki á að borga.
Meira
Steinar Sigurðsson arkitekt, Ljárskógum 10, Reykjavík, verður fimmtugur laugardaginn 13. september. Bróðir hans Sigurður Páll Sigurðsson ljósmyndari í Kaupmannahöfn, varð fertugur 10. september síðastliðinn.
Meira
STOFNENDUR Dogma-kvikmyndahreyfingarinnar dönsku, Sören Kragh-Jacobsen, Kristian Levring, Lars von Trier og Thomas Vinterberg, verða heiðraðir á Evópsku kvikmyndaverðlaununum, EFA, fyrir framlag sitt til evrópskrar kvikmyndagerðar, hinn 6.
Meira
Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.
Meira
Svíþjóð Katrín Jenný Ingólfsdóttir fæddist 17. maí. Hún vó 3.440 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingólfur H. Geirdal og Theódóra Björg...
Meira
Sársvangur fór Víkverji í bakarí í gær með það í huga að fjárfesta í einhverju sem satt gæti hungrið. Í bakaríinu var verið að afgreiða eldri hjón, sem varlega röðuðu keyptum kræsingunum í poka sem þau höfðu meðferðis.
Meira
GAUKUR Úlfarsson, dagskrárgerðarmaður og kvikmyndatökumaður í Kastljósinu, fagnar í dag 35 ára afmæli sínu. Hann segist vonast til þess að þegar hann mæti í vinnuna verði honum fagnað með veglegri afmælisveislu með tilheyrandi pakkaflóði.
Meira
11. september 1963 Byrjað var að steypa hvolfþakið á Laugardalshöll. Verkið tók þrjá sólarhringa og voru notuð 1.250 tonn af steypu. Þetta þótti stórvirki á sínum tíma. 11.
Meira
DANSKA úrvalsdeildin í handbolta hófst í gær og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Arnór Atlason var næstmarkahæstur hjá meistaraliðinu FCK með 6 mörk þegar lið hans marði eins marks sigur á Viborg, 30:29, á heimavelli.
Meira
„VIÐ fengum stigin þrjú sem við sóttumst eftir og um það snerist leikurinn eftir tapið í Makedóníu á laugardag,“ sagði George Burley, landsliðsþjálfari Skota, þegar hann hitti fjölmiðlamenn glaður í bragði eftir sigurinn, 2:1, á...
Meira
„ÉG er fúll yfir að hafa tapað leiknum en ég er að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, frekar daufur í bragði eftir tapið fyrir Skotum á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Meira
Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is EFTIR frægðarför til Noregs varð íslenska landsliðið í knattspyrnu að bíta í það súra epli að tapa 2:1 fyrir því skoska á Laugardalsvelli í gærkvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Meira
ADAM Darboe, fyrrum leikmaður Grindvíkinga, sneri aftur til Íslands með landsliði Dana en varð að játa sig sigraðan gegn baráttuglöðum Íslendingum: ,,Það var mjög góð tilfinning að koma aftur til Íslands enda spilaði ég tvö tímabil hérna en þetta er...
Meira
Michelle Wie frá Bandaríkjunum verður á meðal keppenda á 1. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku kvennamótaröðina í golfi og er þetta í fyrsta sinn sem hún fer í úrtökumótið.
Meira
Þær fregnir berast frá Detroit að íshokkílið borgarinnar, Red Wings , hafi gert eins árs samning við varnarjaxlinn Chris Chelios , sem ekkert virðist bíta á og er aftur og aftur í hópi bestu varnarmanna í greininni.
Meira
JÓN Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik á heimavelli í tæp tvö ár og gerði Dönum lífið leitt: ,,Það er geðveikt að spila aftur á Íslandi. Ég er þreyttur en sáttur. Vonandi verður formið betra með fleiri leikjum.
Meira
ÖNNUR tíðindi úr riðli Íslands í undankeppni HM 2010 voru þau að Holland sem telst eiga sterkasta lið riðilsins vann nauman 2:1-sigur á Makedóníu í leik sem spilaður var í Skopje.
Meira
,,HELGI Már Magnússon kom afar sterkur inn á varamannabekknum gegn Dönum og setti niður fjögur þriggja stiga skot úr aðeins fimm tilraunum: ,,Við lögðum upp með að keyra á þá og spila hraðan leik.
Meira
KOBE Bryant, leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers, hefur ákveðið að fresta því að fara í aðgerð á fingri vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í marga mánuði.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði gegn Írum í vináttuleik sem fram fór á Írlandi í gær. Leikurinn endaði 2:0, en þetta var annar tapleikur Íslands gegn Írum í þessari æfingaferð.
Meira
KRISTINN Jakobsson milliríkjadómari í knattspyrnu mun dæma síðari viðureign franska liðsins St. Etienne og ísraelska liðsins Hapoel Tel Aviv í 1. umferð UEFA-bikarsins sem fram fer í Frakklandi í byrjun október.
Meira
ÍSLENDINGAR höfðu í nógu að snúast í handboltanum í Þýskalandi í gær. Að þremur umferðum loknum er Lemgo, lið Hafnfirðinganna Loga Geirssonar og Vignis Svavarssonar, á toppi deildarinnar, með fullt hús stiga og besta markatölu.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik lagði Dani í fyrsta leik sínum í B-riðli Evrópukeppninnar í Laugardalshöll í gærkvöldi. Lokatölur urðu 77:71 eftir að íslenska liðið hafði verið yfir nær allan leikinn, 40:37 í leikhléi.
Meira
ÓLÖF María Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, verður á meðal keppenda á UNIQA-meistaramótinu í golfi sem hefst í dag í Austurríki. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna og verða leiknar 72 holur eða fjórir hringir.
Meira
SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr Kili í Mosfellsbæ lék frábært golf á öðrum keppnisdegi á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í gær. Sigurpáll lék á 6 höggum undir pari á Fleesensee vellinum í Þýskalandi en hann er í 19.-25.
Meira
STÓRLEIKUR Helenu Sverrisdóttur dugði ekki til fyrir íslenska landsliðið í körfuknattleik kvenna í gærkvöld þegar liðið tapaði á útivelli gegn Svartfjallalandi 92:72 í B-deild Evrópumótsins.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt 10. mark fyrir Ísland í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þegar hann minnkaði muninn gegn Skotum í 1:2 á Laugardalsvellinum í gærkvöld.
Meira
VÆNTINGAR og vonbrigði hafa á undanförnum misserum verið fylgifiskar íslenska knattspyrnulandsliðsins. Eftir 2:2-jafnteflið gegn Norðmönnum í Osló um s.l. helgi í 9.
Meira
GAMLA góða sagan endurtók sig hjá íslenska landsliðinu. Eftir góð úrslit í Osló og í kjölfarið miklar væntingar og stemningu meðal íslensku þjóðarinnar varð niðurstaðan kunnugleg.
Meira
SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Zlatan Ibrahimovic, er með hærri árslaun hjá ítalska liðinu Inter frá Mílanó en samanlögð laun allra félaga hans í sænska landsliðinu. Samkvæmt frétt sænska dagblaðsins Aftenposten fær Zlatan um 1,8 milljarða kr.
Meira
ÍTALINN Gianfranco Zola hefur samþykkt að gera þriggja ára samning við West Ham um að taka við knattspyrnustjórastarfi hjá félaginu. Zola kemur til London í dag frá Ítalíu og mun skrifa undir samning við Íslendingaliðið.
Meira
Eftir Guðmund Sverrir Þór sverrirth@mbl.is Björgun bandarísku ríkisstjórnarinnar á íbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hefur áreiðanlega valdið einhverjum af frjálshyggjumönnum heimsins töluverðu hugarangri.
Meira
KREM blandað snákaeitri rennur út eins og heitar lummur ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph. Snyrtivöruframleiðandinn Planet Skincare hefur sett á markað andlitskrem blandað eitri úr asískum snáki.
Meira
NÝJUSTU fréttir úr tækniheiminum ættu að fá brúnina á farsímaþjófum til að þyngjast. Maverick Secure Mobile, fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisbúnaði fyrir farsíma, hefur þróað búnað sem gerir fólki kleift að eiga við stolna símann úr fjarlægð.
Meira
HALLI á fjárlögum Bandaríkjanna stefnir í að verða 438 milljarðar dollara, eða tæplega 40 þúsund milljarðar króna, á næsta ári samkvæmt spá fjárlaganefndar bandaríska þingsins.
Meira
Skyndilegur skortur á erlendu lánsfé neyðir rússneska banka til að skera niður lánveitingar. Hernaður Rússa í Georgíu hefur haft þau áhrif að erlendir fjárfestar sniðganga rúbluna og rússneska markaðinn.
Meira
Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg hefur verið stór hluti af lífi Svövu Eyjólfsdóttur. Steinþór Guðbjartsson skyggndist á bak við tjöldin hjá konunni sem rekur verslunina án titils.
Meira
Útherji var svo heppinn að fá ábendingu frá Jóni Gerald Sullenberger, Flórídabúa, um að FL Group part 2 myndbandið væri komið á youtube vefinn. Hann hafði skemmt sér konunglega yfir FL Group part 1 enda prýðilega vel gert myndband.
Meira
Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is GLITNIR á 4,61% í sjálfum sér, Landsbankinn á 3,04% í sjálfum sér, Kaupþing er skráð fyrir 0,65% af eigin bréfum. En hvað þýða þessar tölur?
Meira
HB-Grandi er lang kvótahæsta útgerð landsins, sem fyrr, með 22.673 þorskígildistonna kvóta, sem eru 8,97% af heildarkvótanum. Útgerðarfélagið Brim kemur þar á eftir með 15.994 tonn eða 6,33% af heildarkvótanum, Samherji er með 15.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BANDARÍSKI fjárfestingarbankinn Lehman Brothers hefur sagst munu selja hluthöfum sínum mikinn meirihluta þess hluta eignasafns bankans sem tengdur er fasteignum og fasteignalánum.
Meira
Í KJÖLFAR þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar frá því fyrr í sumar að veita Íbúðalánasjóði 5 milljarða króna lánsfjárheimild vegna leiguíbúða mun framboð á leiguhúsnæði aukast á næstu vikum.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Þeir fjárfestar sem hafa tiltölulega litla kunnáttu og reynslu af fjárfestingum njóta mestrar mögulegrar verndar á grundvelli nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um markaði með fjármálagerninga.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 1,07% í gær og var lokagildi hennar 3.968,29 stig. Eimskipafélagið hækkaði mest, eða um 7,89%, en félagið hafði lækkað umtalsvert fyrr í vikunni. Þá hækkaði gengi Marels um 0,71%.
Meira
HAGVÖXTUR á evrusvæðinu árið 2008 verður helmingi minni en hann var árið áður og verðbólga umtalsvert meiri. Joaquin Almunia, framkvæmdastjóri efnahags- og peningamála í framkvæmdastjórn ESB kynnti í gær bráðabirgðaspá fyrir evrusvæðið.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BRETLAND er að verða uppiskroppa með orku og eru myrkvunartímabil nær óhjákvæmileg á næstu árum, að mati þarlendrar stofnunar, Renewable Energy Foundation (REF).
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Ónýttar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru að minnsta kosti um 2.400 talsins. Séu teknar með í reikninginn úthlutaðar lóðir og byggingar, sem skammt eru á veg komnar, eru ónýttar nýjar íbúðir a.m.k. um 5.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „EINS og margir aðrir, sem stóðu í fjárfestingum og rekstri í hátæknigeiranum, lentum við í hremmingum þegar netbólan sprakk,“ segir Páll Kr. Pálsson, verkfræðingur og athafnamaður.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FARI svo að XL Leisure Group takist ekki að endurfjármagna 27 milljarða króna lán frá Landsbankanum mun breska félagið væntanlega fara í þrot, að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins.
Meira
LIÐLEGA 400 manns hafa skráð sig á árlega haustráðstefnu Skýrr á morgun. Að sögn Stefáns Hrafns Hagalín, markaðsstjóra Skýrr, hafa aldrei fleiri sótt haustráðstefnu félagsins. Tveir lykilræðumenn sækja ráðstefnuna að þessu sinni. Það eru þeir dr.
Meira
FRANSKI bílaframleiðandinn Renault hefur tilkynnt að 6.000 starfsmönnum verði sagt upp á næstunni vegna samdráttar í iðnaðinum. Á fréttavef BBC segir að fækkað verði um 4.900 stöður í verksmiðjum fyrirtækisins í Frakklandi og um 1.
Meira
Eftir Alexander Þórisson Íslenskt viðskiptalíf hefur gengið í gegnum mikla uppsveiflu síðastliðin ár. Á þessum tíma hefur innheimtuárangur innlánsstofnana og fyrirtækja verið mjög góður. Nú hafa skilyrðin gjörbreyst á stuttum tíma.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VERÐBÓLAN er sprungin, það er nokkuð ljóst,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Úrvalsvísitalan er komin niður fyrir 4.
Meira
VERÐBÓLGA í Danmörku hefur aukist um 4,3 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri í 19 ár. Verð á almennum neysluvörum í Danmörku hefur rokið upp og hefur matvaran hækkað mest, eða um 10,4 prósent. Það er mesta hækkun í 24 ár.
Meira
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ er enn að skoða viðskipti Landsbanka Íslands með íbúðabréf stuttu áður en ríkisstjórnin kynnti umfangsmiklar aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði 19. júní sl.
Meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Alice in Chains munu vera í hljóðveri þessa dagana til að taka upp nýja plötu. Meira en 13 ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar kíktu síðast í hljóðver en þetta er fyrsta plata sveitarinnar með nýjum söngvara.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Íslenskir fangar voru rúmlega fjórðungi fleiri 10. ágúst síðastliðinn en þeir voru að meðaltali þann sama dag átta ár þar á undan.
Meira
„Ég fór víða um Bandaríkin til að skoða svona velli og fylgdist meðal annars með æfingum hjá bandaríska hernum,“ segir Eygló Rós Agnarsdóttir, markaðsstjóri og einn eigenda Herþjálfunar, en þau tóku nýlega í notkun nýtt útisvæði fyrir utan...
Meira
Fyrsta Hollywood-mynd Anitu Briem, Journey to the Center of the Earth, er fyrsta kvikmynd sögunnar sem tekin er með nýrri tækni sem hönnuð var fyrir þrívíddarbíó.
Meira
Tveir karlmenn af Suðurnesjum hafa verið ákærðir fyrir að svipta mann frelsi sínu við Garðskagavita og færa hann nauðugan í bifreið þeirra hinn 8. febrúar 2007. visir.is greindi frá.
Meira
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari eru sérlegir gestir Tríós Reykjavíkur á tónleikum í Hafnarborg sunnudaginn 14. september.
Meira
Einn þekktasti tuskubangsi Bretlands seldist á uppboði í síðustu viku. Um er að ræða bangsann sem hinn óviðjafnanlegi Mr. Bean rökræddi við í samnefndum þáttum. Bangsinn tilheyrði Bangsasafninu fyrir söluna, en menn neyddust til að loka því.
Meira
„Ég vaknaði einn morguninn í hláturskasti, en í draumi um nóttina var ég að borða inni á veitingastað sem hét Hungry and the Burger,“ segir tónlistarmaðurinn Árni Rúnar Hlöðversson, einnig þekktur sem Árni plús 1, en hans fyrsta sólóplata,...
Meira
„Ég er ekki frá því að leiðinlegasta útvarpsefni sem er í boði, sé efni þar sem verið að fara yfir í þaula hvað á að vera í næsta þætti. Ég kvarta svo sem ekki undan því að menn kynni næsta þátt en 10-15 mínútna dagskráliðir!
Meira
Skyndilega hafa Íslendingar eignast stjörnu í Hollywood. Það er hin 26 ára gamla Aníta Briem sem leikur eitt aðalhlutverkið á móti Brendan Frasier í einni tekjuhæstu kvikmynd Hollywood í ár.
Meira
„Með morgunvinnunni hef ég spænt í mig kíló af gulrótum úr Öxarfirði. Gulmetið æsti svo upp í mér majóneshungrið að rétt áðan þurfti ég nauðsynlega að borða sjö hrökkbrauðssneiðar með túnfisksalati.“ Þórdís Gísladóttir thordis.blogspot.
Meira
Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „ Staða landbúnaðar á Íslandi er mjög erfið og undir það tóku allir sem tóku þátt í umræðunni. Engin atvinnugrein hefur fengið annað eins högg og landbúnaðurinn á síðustu misserum, það er óumdeilt.
Meira
„Heim“ er yfirskrift sýningar Birtu Guðjónsdóttur sem opnuð verður í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Á sýningunni veltir Birta fyrir sér hugtakinu heima og því sem í því felst. Sýningin stendur til 27. september.
Meira
Bláber eru ekki einungis falleg og gómsæt heldur eru þau afar holl. Þau innihalda mikið af andoxunarefnum, eins og antósýaníni sem gefur berjunum sinn sterka lit.
Meira
Nú þegar vetur gengur í garð fer að verða tímabært að huga að inflúensubólusetningum. Bóluefnið er þó ekki enn komið til landsins að þessu sinni en það er væntanlegt á næstu vikum.
Meira
Íslenskir dansáhugamenn ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð um helgina því dansarinn Kenny Wormald mun þá vera gestakennari á dansnámskeiði hjá Dansstúdíói World Class.
Meira
Vísindamenn við Sussex-háskóla hafa komist að því að drykkjufólk fælist flöskuna síður vegna þess hve valkvæð minningin um síðasta drykkjutúr er.
Meira
Það var ekki annað að skilja en að Mark Cumara, 23 ára Þorlákshafnarbúi, yrði sóttur eftir 16. september og settur upp í flugvél. Í bréfi til hans stóð að ef hann færi ekki sjálfur gæti það þýtt 3 ára endurkomubann, jafnvel ævilangt.
Meira
„Heimsendi sem vera átti í gær hefur verið frestað.“ Verð að viðurkenna að í gær beið ég með að greiða námslánin, svona ef ske kynni að endalokin væru í nánd.
Meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, og Halldór Jóhannsson, stjórnarformaður bankans, sendu 24 stundum yfirlýsingu í gær þar sem tekið er fram að þeir harmi það sem haft er eftir ónafngreindum heimildarmönnum í blaðinu að fjárhagsstaða...
Meira
Töluverð óánægja hefur verið með þá ákvörðun Akraneskaupstaðar að draga sig út úr verkefninu frítt í strætó en námsmenn á Akranesi fengu frítt í strætó síðasta vetur.
Meira
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þeir sem mig þekkja vita það að ég er voðaleg reglustika. Það er lífsnauðsyn fyrir listamann að vinna eftir ákveðnum reglum.
Meira
Enn er deilt á Ögmund Jónasson þingmann VG og formennsku hans í BSRB. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Staksteinar telja hann nota samtökin gegn ríkisstjórninni. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður segir Ögmund fara með 19.
Meira
Er ekki að kveðja „Ég er ekki að kveðja flokkinn. Ég mun halda áfram að starfa innan hans, bara á öðrum vettvangi,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir , fráfarandi formaður Heimdallar. „Síðustu tvö ár hafa verið frábær.
Meira
Offita er vaxandi vandamál á Íslandi en samkvæmt stöðlum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar er hægt að tala um faraldur. Bandarískir sérfræðingar á þessu sviði eru staddir hér á landi til að miðla reynslu sinni.
Meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið 2008. Þá var því enn fremur haldið fram að spáin fyrir hagvöxt á næsta ári mundi sennilega lækka í nóvembermánuði.
Meira
Forkólfar nokkurra verkalýðsfélaga fyrtust við fréttir um þreifingar milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ um aðgerðir til að ná aftur tökum á efnahagslífinu. Talað var um nýja þjóðarsátt.
Meira
Atvinnuleysistölur síðustu mánuði endurspegla ekki fjölda hópuppsagna sem tilkynnt var um í sumar. Það er mat Landsbankans og bent á að það sé vegna langs uppsagnarfrests. Atvinnuleysið mældist 1,2 prósent í ágúst en 1,1 prósent í júlí.
Meira
Friðargæslulið Evrópusambandsins í Afríkuríkinu Tsjad á fullt í fangi með að tryggja öryggi flóttamanna frá Darfúr, sem flúið hafa yfir landamærin við Súdan.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Ákvörðun um hvort fimmtungur sorphirðu í Reykjavík verður boðinn út til einkaaðila hefur verið frestað að minnsta kosti fram til sjöunda október næstkomandi.
Meira
Fyrirhugað Tungnaárlón verður nálægt 50 ferkílómetrum að stærð en ekki um 30 ferkílómetrar eins og sagt var í 24 stundum síðasta laugardag. Ástæða þessara mistaka var handvömm hjá Landsvirkjun.
Meira
Claude Nyamugabo, aðstoðardómsmálaráðherra Austur-Kongó, hefur leyst tylft geita úr fangelsi í Kinshasa. Geiturnar voru hnepptar í varðhald fyrir að láta selja sig ólöglega.
Meira
Grillmanninum og fyrirliða knattspyrnuliðs Fjölnis, Magnúsi Inga Einarssyni, finnst maturinn oftast bestur ef hann er grillaður og myndi ekki hika við að bjóða forsetanum í grillaðar kjúklingabringur.
Meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem handtekinn var á sunnudag, grunaður um að hafa ráðist inn í íbúð við Mánagötu í Reykjavík, sæti gæsluvarðhaldi til 12. september.
Meira
Í Silfrinu á sunnudaginn var talaði Egill við Jónas Haralz hagfræðing með meiru. Þeir sem þekkja til Jónasar vita sem er að þar fer einhver okkar skarpasti hugsuður í efnahagsmálum.
Meira
Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri var neikvæður um 75,6 milljónir á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhallinn er 3,8 prósent umfram áætlun. Langstærstu orsakaþættir hallans eru gengishækkanir og hækkandi verðlag.
Meira
„Heilinn breytist hreinlega. Hann sækir í þessar matartegundir jafnvel þegar hann þarfnast þeirra ekki. Og það er fíkn,“ segir Phil Werdell, sérfræðingur um...
Meira
Fyrir skömmu greindi leikarinn Michael Caine frá því að Phillip Seymour Hoffman myndi fara með hlutverk mörgæsarinnar í næstu Batman mynd. Nú hefur Hoffman sagt að þetta sé hreinlega ekki rétt því enginn hafi minnst á þetta við hann.
Meira
Hörður Torfason heldur uppi árlegri hefð sinni, í 33. skipti, og heldur hausttónleika í kvöld. Þeir hafa vaxið í vinsældum með hverju ári og eru því nú í...
Meira
Umhverfismál eru ekki lengur jaðarmál í stefnumörkun stjórnvalda og í almennri umræðu segir í skýrslu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.
Meira
Jón Atli klippari hjá Gel hefur ákveðið að einbeita sér meira að tónlistinni og innflutningi hennar eftir að stofunni verður lokað núna á föstudag.
Meira
Tvífararnir að þessu sinni eru þær Julie Christie leikkona og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Julie er þekkt leikkona og hefur leikið í myndum á borð við Doctor Zhivago, McCabe & Mrs.
Meira
„Þetta er frábær íþrótt sem samtvinnar hreyfingu og fallega náttúru,“ segir Ólafur B. Einarsson, Íslandsmeistari í sjókajakróðri. Ólafur hefur stundað róður síðan í byrjun árs 2006. Sama ár tók hann sig til og smíðaði sinn eigin bát sem hann notar til að æfa sig.
Meira
Lífskjör íslensku þjóðarinnar byggjast á því hvernig hún nýtir auðlindir sínar, bæði þær auðlindir sem landið býr yfir og þann mannauð sem í fólkinu býr.
Meira
Ö gmundur Jónasson var í „feiknalegum ham í þinginu“ í gær þegar rætt var um sjúkratryggingafrumvarp Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra, ritaði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á heimasíðu sína í gær.
Meira
„Á bak við seðilgjöldin er 20 til 30 ára fordæmi. Það er þetta fordæmi sem viðskiptaráðherra vill afnema með tilmælum sínum frá því í febrúar á þessu ári.
Meira
Í niðursveiflu efnahagslífsins, þegar fólk heldur fastar um budduna en áður, fara ýmsir að líta á það sem óþarfa lúxusvöru að fá endalausar gosáfyllingar á uppsprengdu verði á veitingastöðum og krefjast jafnvel minni matarmagns í hverjum skammti.
Meira
Miðbær Reykjavíkur var í gær fullur af fullvaxta karlmönnum í pilsum. Ástæðan var auðvitað landsleikur Íslands við Skotland en fjöldi skoskra fótboltaunnenda mætti hingað til þess að fylgjast með leiknum.
Meira
Breti fannst vant við látinn við eldamennsku í yfirgefinni lest á lestarstöðinni í London fyrir skömmu. Hann var á Preston stöðinni og var að elda sér morgunverð í vagni í mannlausri lestinni.
Meira
„Þetta er svo frábær íþrótt því það er hægt að stunda hana úti í fersku lofti og fallegu umhverfi,“ segir Guðný Aradóttir, einkaþjálfari og stafgöngukennari. Féll fyrir stafgöngu „Þetta er fjórða starfsárið okkar.
Meira
Fyrir sjö árum breyttist allt saman með einni mögnuðustu beinu útsendingu er ég hef upplifað á minni ævi. Það var annar dagurinn minn á nýjum vinnustað er ég hafði mætt tregur á eftir uppsögn á gamla staðnum sem ég tók afar persónulega.
Meira
Sex ára skólabörn hefja skólagöngu undir merkjum Hjallastefnunnar í Laufásborg í Reykjavík 1. október. Þetta verður þriðji grunnskóli stefnunnar, en hún rekur einnig skóla í Hafnarfirði og Garðabæ.
Meira
Ólympíumót fatlaðra stendur sem hæst í Peking í Kína. Tveir íslenskir keppendur hafa lokið keppni en Jón Oddur Halldórsson keppir 13. september í 100 m hlaupi í T 35...
Meira
Fyrrverandi strandvörðurinn Pamela Anderson hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og neitað því að hún sé í sambandi með poppviðundrinu Michael Jackson. Pamela mætti í spjallþátt Ellen DeGeneres þar sem hún þvertók fyrir sambandið.
Meira
Veitingastaður Gordons Ramsay, hins viðskotailla en metnaðarfulla kokks, bar höfuð og herðar yfir aðrar veitingastofur í árlegri könnun Zagat. Listinn var settur saman eftir að ríflega 5.
Meira
Rannsókn á fjármálamisferli í tengslum við meðferðarheimilið Byrgið er lokið hjá lögreglu og hefur málið verið sent ríkissaksóknara. Dómur var kveðinn upp í kynferðisbrotamáli á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrv. forstöðumanni Byrgisins, í maí á þessu...
Meira
Stjórnarandstæðingar telja að ríkisstjórnin sé nær einráð um störf þingsins. Stjórnarfrumvörp fljúgi í gegn en vart nokkurt þingmannamál. Guðni Ágústsson Framsókn telur ríkisstjórnina hafa lengi verið of valdamikla á þinginu og jafnvel alltaf.
Meira
Ofurölvi karlmaður gerði það að leik sínum í fyrrakvöld að skemma bíla sem var lagt við Snorrabraut í Reykjavík. Gekk maðurinn á röð bíla, reif af þeim loftnet, spegla og rispaði þá. Alls skemmdi maðurinn sex bíla.
Meira
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Sjúkratryggingafrumvarp ríkisstjórnarinnar varð að lögum gær. Deilt er um hvort nýja frumvarpinu sé stefnt gegn velferðarkerfinu eða sé liður í að efla það.
Meira
Allt er látið vaða á súðum og íslenska stjórnmálmenn skortir alla ögun og vilja til þess að leggja fram langtímaáætlanir og láta þær standast. Hér snýst pólitíkin um glundroða, upphrópanir, valdabaráttu og klíkumyndanir....
Meira
Ögmundur Jónasson veit jafn vel og ég, og raunar allir þeir sem lesið hafa frumvarpið, að þar er ekki að finna nein áform um að einkavæða heilbrigðisþjónustuna eða heilbrigðiskerfið. En Ögmundur lætur slík smáatriði ekki þvælast fyrir sér.
Meira
Spilar ekki með „Ég býð ekki upp á það þó svo ég kunni nú flest lögin,“ segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, en hann stendur fyrir tónleikum Tindersticks í kvöld á NASA.
Meira
stutt Húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti í gær. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á umtalsvert magn af sterum. Kona á fertugsaldri var handtekin í þágu rannsóknar málsins.
Meira
stutt Skaftahlíð lokað Ákveðið var á fundi umhverfis- og samgönguráðs síðastliðinn þriðjudag að loka Skaftahlíð í Reykjavík tímabundið við skóla Ísaks Jónssonar.
Meira
Stóraukinn framleiðslu- og dreifingarkostnaður á súkkulaði hefur í för með sér að framleiðendur þurfi að hækka verð um 15-18%, segir Patrick de Maeseneire, framkvæmdastjóri Barry Callebaut, stærsta súkkulaðiframleiðanda heims.
Meira
Hernaðarafskipti Rússlands innan landamæra Georgíu hafa fengið sænsk stjórnvöld til að endurskoða varnaráætlun landsins. Áætlun fyrir árin 2010 til 2014 var samþykkt 14. ágúst síðastliðinn, þegar erjur Rússa og Georgíumanna höfðu staðið í viku.
Meira
Það er ekki tekið út með sældinni að standa í skugga systkina sinna. Það veit Solange Knowles, systir Beyoncé Knowles, sem kýs þó að vera metin að verðleikum.
Meira
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er að jafna sig eftir heilablóðfall, að sögn suðurkóreskra yfirvalda. Grannar þeirra í norðri neita öllum fregnum af slæmri heilsu leiðtogans.
Meira
Þrátt fyrir álag þessa dagana, þá er höfuðverkurinn lítill miðað við það sem verður í október til desember. Allir fjárlaganefndarmenn verða aðframkomnir á aðventu, lítið hvíldir.
Meira
Popphljómsveitin Motion Boys hefur ráðið til sín nýjan bassaleikara til þess að fylla í skarð Vidda úr Trabant er hætti í fússi fyrir nokkrum mánuðum.
Meira
Fyrirtaka verður í tíu eignarréttarmálum í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Öll málin eru höfðuð á hendur íslenska ríkinu vegna þjóðlenduúrskurða á svokölluðu svæði sex á austanverðu Norðurlandi.
Meira
Á föstudaginn næsta, 12. september, hefst tónlistarhátíðin Iceland Music Festival sem er ætluð 13-18 ára unglingum, en skipuleggjandi hátíðarinnar er hinn 16 ára gamli Steinar Jónsson.
Meira
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@24stundir.is Sarah Palin hefur lítið rætt um trúmál sín eftir að hún hlaut útnefningu varaforsetaefnis repúblikana fyrir tæpum tveimur vikum.
Meira
Úrvalsvísitalan lækkaði um rúmlega eitt prósent í gær og fór í fyrsta skipti í nokkurn tíma niður fyrir 4.000 stig. Endaði í 3.968 stigum. Eimskip hækkaði mesta allra félaga, eftir að hafa lækkað um 25 prósent á tveimur dögum.
Meira
Ung vinstri græn telja frumvarp um Sjúkratryggingastofnun sýna að jafnaðarhreyfingu þurfi innan Samfylkingarinnar. Ungliðarnir vísa til mótmæla Ungra jafnaðarmanna við ný sjúkratryggingalög.
Meira
Victoria Beckham er orðin stutthærð. Þykir þetta nýja útspil hennar bera vott um dirfsku, því samkvæmt Glamorous Gill, blogg-tískuráðgjafa í Hollywood, „klúðrast það í hvert skipti sem síðhærð stjarna klippir sig stutt.
Meira
Sigrúnu Sigurðardóttur og Katrínu Elvarsdóttur langaði til að draga fram sögu fólks sem hefur neyðst til að yfirgefa heimkynni sín og sest að á Íslandi. Afraksturinn má sjá á sýningunni Heima – heiman sem verður opnuð á laugardag.
Meira
Það er kunnuglegt stef að virkjanir stækki, þenjist út og kalli á fleiri virkjanir. Byggjendur Múlavirkjunar á Snæfellsnesi laumuðust til dæmis til að hafa hana mun stærri en fyrirfram var látið í veðri vaka....
Meira
Formaður samvinnunefndar um skipulag miðhálendisins, Óskar Bergsson, virðist því miður enn ekki hafa skilið hvað er í húfi í Þjórsárverum ef marka má ummæli hans á vef nefndarinnar þar sem hann segir Norðingaöldu grænan og góðan virkjunarkost sem ekki...
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.