Greinar mánudaginn 15. september 2008

Fréttir

15. september 2008 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

150 ár frá opinberun Bernadettu

BENEDIKT sextándi páfi söng messu í bænum Lourdes í Suður-Frakklandi í gær í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá því að María mey birtist fátækri stúlku, Bernadette Soubirous, samkvæmt helgisögum kaþólsku kirkjunnar. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 116 orð

560 á ferðakaupstefnu

UM 560 þátttakendur eru skráðir á 23. Vestnorden-ferðakaupstefnuna, sem hefst í dag í Reykjavík og lýkur á miðvikudag. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 195 orð

Alvarleg líkamsárás aðfaranótt sunnudags

UNGUR maður um tvítugt hlaut áverka á hálsi, höndum og efri hluta líkamans er ráðist var á hann með eggvopni í íbúð í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 141 orð

Álverið fær starfsleyfi

ÁLVER Norðuráls í Helguvík hefur fengið starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun og verður því heimilt að framleiða allt að 250.000 tonn af áli árlega. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 591 orð | 3 myndir

„Réttindi allra voru virt“

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is ENGAR ákvarðanir hafa verið teknar um hvaða afleiðingar aðgerðir lögreglu hjá hælisleitendum á Reykjanesi, síðastliðinn fimmtudag, munu hafa. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Bókaútgáfa er hafin á Hólum á nýjan leik

Eftir Björn Björnsson Hólar | Með útgáfu bókar um Jón Vigfússon, sem sat í biskupsembætti á Hólum í Hjaltadal frá árinu 1684 og til dauðadags 1690, er hafin á ný bókaútgáfa á Hólum, en þar var um langt skeið miðstöð bókaútgáfu á Íslandi. Jón Þ. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Brúðu- og leikfangasafn vantar heimili

„MÉR blöskrar hversu miklu er hent af leikföngum, vegna þess að þá hverfur sagan sem fylgir þeim. Mér finnst synd að börn fái ekki að sjá hvernig þetta var fyrir þeirra tíma,“ segir Sigurborg Sveinbjörnsdóttir sem hefur safnað um 1. Meira
15. september 2008 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Ekkert bendir til hryðjuverks

RANNSÓKNARMENN í Rússlandi sögðu í gær að hreyfilbilun kynni að hafa valdið flugslysi sem kostaði 88 manns lífið í grennd við bæinn Perm í Úralfjöllum. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Ekki ástæða til að óttast Rússa þrátt fyrir auknar ferðir um loftvarnarsvæðið

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 648 orð | 3 myndir

Ekki verði hvikað frá öryggiskröfum í flugi

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Á meðan það tengist ekki öryggismálum, þá er ekki til neitt sem heitir slæmt umtal,“ hefur Michael O'Leary, forstjóri lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair, látið hafa eftir sér. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð

Engar ákvarðanir teknar um afdrif hælisleitenda

Ekki er vitað hvort eða hve mörgum hælisleitendum verður vísað úr landi í kjölfar húsleitar lögreglu í híbýlum þeirra á Reykjanesi á fimmtudag. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Fiskverkun verður gámastöðin Enni

Vesturland | Gámaþjónusta Vesturlands ehf sem er í eigu Gámaþjónustunnar hefur reist nýja og fullkomna móttökustöð og gámastöð fyrir úrgang og endurvinnsluefni við Ennisbraut í Ólafsvík þar sem áður var fiskverkunarhús. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fjölmenn sveit skákmanna

TÍU íslensk ungmenni taka þátt í Evrópumóti ungmenna í skák. Það fer fram í Herceg Novi í Svartfjallalandi. Mótið var sett í gær og stendur til 26. september. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 241 orð

Flýti opinberum framkvæmdum

MIÐSTJÓRN Samiðnar skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt atvinnuleysi á næstunni og vill að verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði og forystu um að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Færri embætti

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri hefur viðrað þau sjónarmið að lögreglustjóraembættum verði fækkað enn frekar frá því sem nú er og að lögreglan verði ein heild undir stjórn ríkislögreglustjóra. Þetta kemur m. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð | 2 myndir

Gaman saman í Grafarvogi

GRAFARVOGSDAGURINN var haldinn hátíðlegur í 10. skipti á útivistarsvæðinu við gamla Gufunesbæinn á laugardag. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Harður árekstur á Breiðholtsbraut

SEX voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja jeppa á Breiðholtsbraut á móts við Vatnsendahæð í Reykjavík á laugardagskvöld. Tveir voru fluttir á sjúkrahús úr öðrum bílnum og fjórir úr hinum. Enginn mun hafa slasast... Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Hvenær skyldi fara að stytta upp?

ÞAÐ er bara ekki ketti útsigandi hefur hann líklega verið hugsa þessi myndarlegi köttur þar sem hann leitaði skjóls í slagveðrinu í höfuðborginni. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Íslendingur kominn í naust

Reykjanesbær | Víkingaskipið Íslendingur er komið í naust sitt á Njarðvíkurfitjum. Þar á það að verða helsta aðdráttaraflið í sýningu um siglingar forfeðranna. Gunnar Marel Eggertsson smíðaði Íslending og hefur fylgt honum alla tíð eftir. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Kjörin hafa versnað

JAN Kaleta hefur ákveðið að hætta að vinna hjá Loftorku í Borgarnesi um næstu áramót og flytja aftur til Póllands ásamt Urzsulu, konu sinni. Jan hefur starfað hjá Loftorku frá því í mars 2005. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 477 orð | 2 myndir

Leikur að lífi án ljósmæðra

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VERKFALL ljósmæðra hefur víða sett strik í reikninginn og verði af boðuðum verkföllum á næstunni á staðan aðeins eftir að versna. Það á ekki síst við um mæðravernd og sónarskoðun. Meira
15. september 2008 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Livni spáð sigri í leiðtogakjöri í Ísrael

Skoðanakannanir benda til þess að Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, verði kjörin leiðtogi Kadima-flokksins á miðvikudag og verði þar með fyrsta konan í 30 ár til að gegna embætti forsætisráðherra Ísraels. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 281 orð | 2 myndir

Lögð verði rækt við grundvallargildi

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um framhalds- eða fullorðinsfræðslu. Verði það að lögum hefur verið sett ný heildstæð löggjöf um allt menntakerfið. Þetta kom m.a. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Málstofa um úrræði gegn atvinnuleysi

HUGRÚN Jóhannesdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Vinnumálastofnunar höfuðborgarsvæðisins, fjallar klukkan 12 í dag um atvinnuástand, atvinnuleysi og uppsagnir. Málstofan fer fram í stofu 101 í Odda. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Metþátttaka í Skrapatungurétt

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Metþátttaka var í stóðsmölun á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu á laugardaginn. Glöggir menn telja að sjaldan eða aldrei hafi fleiri komið til að taka þátt og fylgjast með réttarstörfum en á sunnudeginum. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Minjarnar hafa alþjóðlegt gildi

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Nýtt, ferskt og spriklandi

GRÆNMETISMARKAÐURINN við Dalsgarð í Mosfellsdal er enn í fullu fjöri. Opið verður næstu tvo laugardaga og jafnvel lengur, ef frost fellir ekki grænmetið, að sögn Jóns Jóhannssonar garðyrkjubónda. Meira
15. september 2008 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Nær 2.000 manns bjargað

BJÖRGUNARSVEITIR sögðust í gærkvöldi hafa bjargað nær 2.000 manns í Texas eftir að fellibylurinn Ike olli miklu tjóni þar um helgina. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Rannsókn hafin hjá Eimskip á atriðum í rekstri

Stjórn Eimskips hefur tilkynnt að á vegum stjórnarinnar sé þegar hafin rannsókn á tilteknum atriðum sem tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíð. Félagið kveðst ekki munu fjalla um þau atriði opinberlega fyrr en niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 56 orð

Reyk lagði frá íbúð

SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöld að Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur. Reyk lagði frá íbúð við götuna. Reykkafari óð inn í íbúðina og kom þá í ljós að reykurinn stafaði frá potti sem gleymst hafði á eldavélarhellu. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Rússneski björninn oftar hér en áður

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is RÚSSNESKAR sprengjuflugvélar hafa farið í 18 ferðir um loftvarnarsvæði Íslands síðan bandaríska varnarliðið fór héðan fyrir tæplega tveimur árum. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð

Siglingar til Ísafjarðar

EIMSKIP hefur ákveðið að hefja strandsiglingar á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eftir margra ára hlé. Þetta verður gert í samvinnu við viðskiptavini fyrirtækisins á Vestfjörðum. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Smáhundakynning

SMÁHUNDAR streymdu í Garðheima um helgina í fylgd eigenda sinna. Þar fór fram kynning á smáhundum af ýmsum tegundum. Kjölturakkarnir vöktu mikla hrifningu, ekki síst krakka sem vildu fá að klappa, knúsa og kjassa vel kembda og snyrta... Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Stjórn Eimskips rannsakar reksturinn

RANNSÓKN er í gangi á vegum stjórnar Hf. Eimskipafélags Íslands á tilteknum atriðum varðandi rekstur félagsins frá fyrri tíð, að því er segir í yfirlýsingu sem stjórnin gaf í gær. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Tölvur í löggubíla

LÖGREGLUBÍLAR eiga allir að vera orðnir tölvuvæddir árið 2011, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2007. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 564 orð | 1 mynd

Um tíma var gott að vera hér

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes | Frá því í mars 2005 hefur Jan Kaleta unnið hjá Loftorku í Borgarnesi. Nú hefur hann ákveðið að hætta frá og með næstu áramótum og fara aftur heim til Póllands. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík 80 ára

Ólafsvík | Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík verður 80 ára þann 14. október næstkomandi en síðasta föstudag var haldinn hluti af afmælishátíð félagsins. Meira
15. september 2008 | Erlendar fréttir | 445 orð | 2 myndir

Upphafið að endalokum alræðisins?

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Útisundlaug í miðbæinn

SAMTÖK íbúa í 3. hverfi; Hlíðum, Holtum og Norðurmýri, hafa í samvinnu við íbúasamtök miðbæjarins, sett á laggirnar undirskriftalista til stuðnings því að byggð verði útisundlaug við Sundhöllina við Barónsstíg. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Vantar listastefnu

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞETTA var eins og að taka Shakespeare á tólf mínútum,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. Meira
15. september 2008 | Innlendar fréttir | 525 orð | 2 myndir

Þróunarríkin ráði ferðinni sjálf

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is STEFNA í þróunarmálum hefur undanfarin ár í auknum mæli beinst að því að þróunarríki hafi sjálf meira um það að segja hvernig þau nýta þá aðstoð sem þeim berst. Meira
15. september 2008 | Erlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Þúsundir manna án ríkisfangs á Ítalíu

Róm. AP. | Þeir tala ítölsku, borða ítalskan mat og halda með ítölsku fótboltaliði, en þeir eru ekki ítalskir. Reyndar er erfitt að segja hverrar þjóðar þeir eru. Þeir eru á meðal þúsunda manna sem búa á Ítalíu án ríkisfangs og persónuskilríkja. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 2008 | Leiðarar | 326 orð

Eins og í kalda stríðinu?

Ummæli Geirs H. Haarde forsætisráðherra um að Evrópu stafi enn ógn af hernaði Rússa hafa vakið athygli. Þau bera – því miður – vott um raunsætt mat á stöðunni í alþjóðamálum. Meira
15. september 2008 | Leiðarar | 289 orð

Ofbeldi venjulega fólksins

Ofbeldi gegn lögreglumönnum var sett í nýtt ljós í grein Ragnhildar Sverrisdóttur ritstjórnarfulltrúa hér í blaðinu í gær. Meira
15. september 2008 | Staksteinar | 168 orð | 1 mynd

Ofurgreiðslur og lánsfjárkreppa

Stephen Green, stjórnarformaður bankasamsteypunnar HSBC, sat fyrir svörum hjá BBC um helgina og sagði að bankarnir gætu að hluta kennt sjálfum sér um yfirstandandi lánsfjárkreppu. Bankar um allan heim hafa tapað 300 milljörðum dollara í samdrættinum. Meira

Menning

15. september 2008 | Myndlist | 205 orð | 1 mynd

10 milljarða uppboð

FYRR á þessu ári seldist verk eftir Rachel Howard á tæpar tíu milljónir á uppboði í New York. Annað málverk eftir sömu konu seldist hins vegar á 240 milljónir í maí, en munurinn var sá að það verk var merkt myndlistarstjörnunni Damien Hirst. Meira
15. september 2008 | Tónlist | 390 orð | 1 mynd

548,4 metrar

Hljómsveitin Esja er eins konar ofurgrúppa þar sem tveir mestu töffarar landsins snúa bökum saman; þeir Krummi úr Mínus og Daníel Ágúst úr Nýdanskri og Gusgus. Meira
15. september 2008 | Tónlist | 400 orð | 1 mynd

Alvöru kántrí

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Thin Jim and the Castaways er á leiðinni til Liverpool og þegar er uppselt á tónleika þeirra á fimmtudaginn. Meira
15. september 2008 | Bókmenntir | 77 orð | 1 mynd

Brúðuleikhúsið komið á bók

BRÚÐUMEISTARINN Bernd Ogrodnik hóf reisu með brúðuleik sinn byggðan á sögunni um Pétur og úlfinn milli leikskóla landsins haustið 2006. Meira
15. september 2008 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Frumflutt á götunni

LÖG af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar Oasis verða frumflutt af götutónlistarmönnum í New York. Flutningurinn er samstarfsverkefni á milli ferðamálayfirvalda borgarinnar og Warner útgáfufyrirtækisins. Meira
15. september 2008 | Bókmenntir | 181 orð | 1 mynd

Fyndnustu bækurnar

TILKYNNT hefur verið um þær bækur sem keppa um Roald Dahl verðlaunin, en þau verða veitt höfundi fyndnustu barnabókarinnar sem kom út á Bretlandi á síðasta ári. Meira
15. september 2008 | Hugvísindi | 86 orð | 1 mynd

Hvað er að óttast og hvað er andóf?

HÁDEGISFYRIRLESTRAR Sagnfræðingafélagsins hefjast aftur eftir sumarfrí á morgun. Í vetur munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum „Hvað er að óttast?“ og „Hvað er andóf?“. Meira
15. september 2008 | Kvikmyndir | 924 orð | 6 myndir

Hvernig daðra skal við akademíuna

Sex kvikmyndir koma til greina sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Ásgeir H. Ingólfsson spáir í spilin og metur vinningslíkur þeirra. Meira
15. september 2008 | Kvikmyndir | 78 orð | 1 mynd

Kvikmynd um morðin í Katyn

PÓLSKA ræðismannsskrifstofan býður til sýningar á kvikmyndinni Katyn í Háskólabíói á miðvikudagskvöldið klukkan 19. Myndin er eftir einn fremsta leikstjóra Póllands, Andrzej Wajda, og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda. Meira
15. september 2008 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Lauk þríþrautinni

LEIK- og söngkonan Jennifer Lopez keppti í gær í þríþraut í Malibu í Kaliforníu og lauk keppni á tveimur tímum, 23 mínútum og 28 sekúndum. Meira
15. september 2008 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Laus við alla vitleysu

„KALDLYNDUR, bitur, einmana,“ voru orðin sem nokkrir samferðamenn Herbert von Karajans notuðu til að lýsa honum í upphafi heimildarmyndar sem RÚV sýndi um þennan merka hljómsveitarstjóra. Manni leist ekki alveg á blikuna. Meira
15. september 2008 | Kvikmyndir | 434 orð | 2 myndir

Margbrotinn og áhugaverður

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á ALÞJÓÐLEGU kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem hefst 25. september, verður frumsýnd ný heimildarmynd Hilmars Oddssonar, Dieter Roth Puzzle . Meira
15. september 2008 | Fjölmiðlar | 371 orð | 1 mynd

Póstmódernískur bíóbrandari

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „Á UNDAN þrumunni kemur geðveikin.“ Þannig er Rain of Madness kynnt á vefsíðu helgaðri myndinni, en um er að ræða heimildarmynd um Tropic Thunder sem hægt er að hala niður á rainofmadness.com. Meira
15. september 2008 | Tónlist | 65 orð | 3 myndir

Rafmagnað á Tunglinu

ICELAND Music Festival var haldin í fyrsta skipti á Tunglinu um helgina, en hugmyndin með henni er að gefa fólki undir tvítugu tækifæri til þess að upplifa svipaða stemningu og á Airwaves-hátíðinni og er aldurstakmarkið því aðeins þrettán ár. Meira
15. september 2008 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Ramsey í klandri

GORDON Ramsey, sjónvarpskokkurinn sem segir öðrum veitingahúsaeigendum til syndanna á Skjá einum á miðvikudagskvöldum er nú lentur í vandræðum með einn af sínum eigin stöðum. Meira
15. september 2008 | Fólk í fréttum | 86 orð | 5 myndir

Silverman átti besta lagið

AÐALHÁTÍÐ Emmy-verðlaunanna er um næstu helgi, en síðastliðinn laugardag voru veitt verðlaun í nokkrum flokkum sem vilja stundum falla í skuggann, þar á meðal fyrir gestahlutverk og ýmis störf bakvið tjöldin. Meira
15. september 2008 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Slumdog Millionaire verðlaunuð

BRESKI leikstjórinn Danny Boyle hreppti áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk um helgina. Verðlaunin þykja hafa ágætis forspárgildi fyrir Óskarsverðlaunin og því eru væntingar til myndarinnar Slumdog Millionaire orðnar miklar. Meira
15. september 2008 | Bókmenntir | 646 orð | 1 mynd

Sprell og draugagangur í Norræna húsinu

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is FJÓRÐA alþjóðlega barna- og unglingabókmenntahátíðin sem kennd er við Vatnsmýrina verður haldin hér á landi 19. – 23. september. Yfirskrift hátíðarinnar er Draugar úti í mýri . Meira

Umræðan

15. september 2008 | Aðsent efni | 555 orð | 1 mynd

Almenningssamgöngur í almennilegum borgum

Orri Árnason skrifar um skipulagsmál og samgöngur: "Bæjaryfirvöld, þau sömu og gera út almenningssamgöngukerfið, skekkja svo innviði þess að engin leið er að reka það með sæmandi hætti." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

„Kostar ekki nema neitt – Jú mig!

Tryggja þarf námsmönnum jafnan rétt segir Telma Magnúsdóttir: "Nýjar reglur um Nemakortin hjá Strætó bs ná ekki til okkar sem komum utan af landi. Námsmönnum utan af landi er ekki fagnað á höfuðborgarsvæðinu." Meira
15. september 2008 | Blogg | 133 orð | 1 mynd

Birgitta Jónsdóttir | 13. september „Vel heppnuð&ldquo...

Birgitta Jónsdóttir | 13. september „Vel heppnuð“ lögregluaðgerð? 1. Meira
15. september 2008 | Bréf til blaðsins | 297 orð

Einkennilegir viðskiptahættir og verðlag hjá ELKO

Frá Ingunni Sigmarsdóttur: "HAUSTIÐ 2005 keyptum við fjölskyldan ágætan UPO-ísskáp í ELKO. Í vor brotnaði plasthandfang á skápnum og höfðum við samband við ELKO." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 861 orð | 1 mynd

Ferðasumar – leiðsögumaður segir frá

Úrsúla Jünemann skrifar um þjónustu við ferðamenn á Íslandi: "Mínir túristar gáfu landinu okkar flestar stjörnur fyrir það að allt sé svo opið og allir alls staðar velkomnir" Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Greiðar samgöngur og græn hverfi

Dofri Hermannsson skrifar um samgöngur í borginni: "Umferðarspár geri ráð fyrir sívaxandi umferðarþunga í borginni og því eigi skilyrðislaust að samþykkja breiðari götur og fleiri umferðarslaufur." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 664 orð | 1 mynd

Hvernig er það í þínu fagi?

Snorri Magnússon skrifar um launakjör lögreglumanna: "Staðan er því, er kemur að grunnlaunum, má segja óbreytt frá því árið 1875." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 630 orð | 3 myndir

Loftslagsvernd á okkar valdi

Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þorbergur Hjalti Jónsson og Þröstur Eysteinsson skrifa um kolefnisbindingu hérlendis og erlendis: "Bent er á að nær væri að gera eitthvað annað en setja niður tré á Íslandi. En það sem á er bent er ekki á okkar valdi heldur annarra." Meira
15. september 2008 | Bréf til blaðsins | 475 orð

Nokkur orð til ráðsmanna búsýslu okkar

Frá Sigurði H. Jóhannssyni: "HYGGINN maður sem tekur við búi kynnir sér ástand þess og hvort hagsýni hafi verið gætt eða hvort einhverju þurfi að breyta." Meira
15. september 2008 | Blogg | 165 orð | 1 mynd

Ólína Þorvarðardóttir | 13. september Brot á mannréttindum Er það...

Ólína Þorvarðardóttir | 13. september Brot á mannréttindum Er það eitthvert skilyrði að þeir sem hingað leita eftir pólitísku hæli séu eignalaust fólk? Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Ríkið stefnir ljósmæðrum

Eftir Kristinu Ingibjörgu Tómasdóttur: "Ljósmæður hafa alltaf verið láglaunastétt, hver sem lengd námsins hefur verið, en það hefur alltaf verið barátta ljósmæðra að auka og bæta nám sitt." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Slysagildra í stað jarðganga

Guðmundur Karl Jónsson skrifar um veg yfir Öxi: "Með uppbyggðum Axarvegi verður 80% erfiðara að losna við öll snjóþyngslin í stað þess að grafa tvenn veggöng inn í Breiðdal ..." Meira
15. september 2008 | Pistlar | 424 orð | 1 mynd

Stjórnmálamenn á listabraut

Kolbrún Bergþórsdóttir: "Málfar hins dæmigerða stjórnmálamanns er iðulega svo ópersónulegt og laust við sjarma að erfitt er að greina alvörumanneskju bak við orðaflauminn. Þess vegna virka of margir stjórnmálamenn eins og þeir hafi verið forritaðir á flokksskrifstofunni." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Stórátak í aðbúnaði aldraðra

Ásta Möller skrifar um bættan hag eldri borgara: "Stjórnvöld hafa svarað hugmyndum um bættan aðbúnað aldraðra og nýjar hugmyndir í þjónustu við aldraðra með kröftugum hætti á síðustu árum." Meira
15. september 2008 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Stýrivextir og verðbólga

Gunnar Tómasson skrifar um stýrivexti: "Andstaða Seðlabanka Íslands gegn lækkun stýrivaxta byggist á rangtúlkun á orsakasamhengi stýrivaxta og heildareftirspurnar við núverandi aðstæður." Meira
15. september 2008 | Velvakandi | 418 orð | 1 mynd

velvakandi

Dæmdir glæpamenn EINS og þjóðin veit hefur gríðarlegur fjöldi útlendinga komið til landsins á umliðnum árum og þó nokkrir þeirra flutt aftur til síns heima. Meira

Minningargreinar

15. september 2008 | Minningargreinar | 871 orð | 1 mynd

Guðrún Jóna Jónsdóttir

Guðrún Jóna Jónsdóttir fæddist á Öndverðarnesi 13. febrúar 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þ. Sigurðsson, f. 1893 og Guðrún Jóhannesdóttir, f. 1888. Systkini Guðrúnar Jónu eru Gunnar, f. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2008 | Minningargreinar | 1130 orð | 1 mynd

Halldór Jósepsson

Halldór Jósepsson fæddist á Patreksfirði 19. maí 1925. Hann lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar sunnudaginn 7. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósep Guðjónsson verkamaður á Vatneyri, f. 17.12. 1893, d. 12.8. 1976 og Guðbjörg Þórðardóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
15. september 2008 | Minningargreinar | 1623 orð | 1 mynd

Jónína Pálsdóttir

Jónína Kristjana Pálsdóttir fæddist 9. ágúst 1908. Hún lést 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Jónsson, f. 9. okt. 1870, d. 26. jan. 1956, og Þorbjörg Hallgrímsdóttir, f. 8. apríl 1876, d. 8. des. 1915. Systkini Jónínu: Jón, f. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2008 | Minningargreinar | 509 orð | 1 mynd

Soffía Ólafsdóttir

Soffía Ólafsdóttir fæddist í Tandraseli í Borgarfirði 11. október 1911. Hún lést á Grund 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 9. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2008 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

Þuríður Samúelsdóttir

Þuríður Samúelsdóttir fæddist í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði 19. júní 1903. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík laugardaginn 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. september 2008 | Viðskiptafréttir | 109 orð | 1 mynd

Barclays hljóp á brott

Viðræður héldu áfram í gær undir stjórn bandaríska fjármálaráðuneytisins og bandaríska seðlabankans við fjármálastofnanir, sem gætu hugsað sér að kaupa stærstan hluta fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Meira
15. september 2008 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd

Norskt hugvit gerir það gott

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ erum með 100% markaðshlutdeild í Noregi, öll dagblöð í Noregi nota Fotoware með einum eða öðrum hætti og það eru meira en 100 dagblöð,“ segir Øystein Syversen, markaðsstjóri Fotoware. Meira
15. september 2008 | Viðskiptafréttir | 424 orð | 1 mynd

Sjálfsprottið skipulag hjá Google

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SKIPULAGI og starfsmannahaldi tölvurisans Google svipar um margt til skipulags netorðabókarinnar vinsælu Wikipedia, að mati dr. Trausta Kristjánssonar sem starfar hjá Google í New York. Meira

Daglegt líf

15. september 2008 | Daglegt líf | 643 orð | 2 myndir

Atvinnutækifæri á óvissutímum: hunda- og kattapíur

Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Mikið er talað um ný atvinnutækifæri. Helst þurfa þau víst að færa tekjur í þjóðarbúið en margir gætu vel hugsað sér smáaukatekjur bara til að bæta eigin hag. Meira
15. september 2008 | Daglegt líf | 556 orð | 6 myndir

Brúðuheimili óskast

Það er ekki mikið pláss eftir heima hjá Sigurborgu Sveinbjörnsdóttur, því þar er allt undirlagt af brúðum og leikföngum sem hún hefur safnað í áratugi. Meira
15. september 2008 | Daglegt líf | 332 orð | 1 mynd

Stóðhestar trufla samskipti hrossa

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Hross í stóði með stóðhesti innanborðs á færri vini en ef enginn væri stóðhesturinn. Þó kljást trippi meira en þau fullorðnu og eiga fleiri vini. Meira

Fastir þættir

15. september 2008 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tvær leiðir. Norður &spade;107 &heart;Á9743 ⋄ÁK4 &klubs;G96 Vestur Austur &spade;K62 &spade;3 &heart;D108 &heart;KG65 ⋄G95 ⋄D1063 &klubs;ÁK53 &klubs;D1082 Suður &spade;ÁDG9854 &heart;2 ⋄982 &klubs;74 Suður spilar 4&spade;. Meira
15. september 2008 | Árnað heilla | 214 orð | 1 mynd

Heldur upp á það með skírn

„ÆTLI VIÐ eldum okkur ekki eitthvað gott,“ segir Fanney Davíðsdóttir aðspurð um hvað hún muni gera sér til hátíðabrigða á 20. afmælisdaginn, sem er í dag. Meira
15. september 2008 | Í dag | 24 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Vinkonur Anna Brynhildur Hermannsdóttir, Valdís Bæringsdóttir, Kristín Marja Ómarsdóttir og Ólöf Sunna Jónsdóttir héldu tombólu við Grímsbæ. Þær færðu Rauða krossinum ágóðann, 15.929... Meira
15. september 2008 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni...

Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8. Meira
15. september 2008 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rbd7 8. Bg5 Da5 9. Dd2 Be7 10. O–O–O Rc5 11. Hhe1 O–O 12. Kb1 Dc7 13. f4 b5 14. e5 dxe5 15. fxe5 Re8 16. Re4 Rxb3 17. cxb3 Bb7 18. Hc1 Bxg5 19. Dxg5 Bxe4+ 20. Meira
15. september 2008 | Fastir þættir | 270 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji dagsins getur nú loksins státað sig af því að teljast maður með mönnum og sannur Íslendingur. Ástæðan er sú að hann er nýkominn með bílpróf eftir að hafa verið án ökuleyfis í 49 ár og sjö mánuði. Meira
15. september 2008 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

15. september 1947 Þórunn S. Jóhannsdóttir hélt sína fyrstu píanótónleika hér á landi, en hún var þá aðeins átta ára. Í gagnrýni í Morgunblaðinu var sagt: „Þórunn er undrabarn; á því leikur enginn vafi. Meira

Íþróttir

15. september 2008 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Áfram þar sem frá var horfið

STJARNAN endurtók leikinn frá því í bikarúrslitaleiknum í vor þegar liðið lagði Fylki að velli á laugardaginn í meistarakeppni kvenna í handknattleik á laugardaginn. Stjarnan hafði yfirhöndina í leiknum lengst af en hann var þó jafn framan af. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Ágætur árangur íslenskra á ÓL

ÍSLENSKU keppendurnir fimm hafa allir lokið keppni á ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Peking. Árangurinn var með miklum ágætum. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1223 orð | 2 myndir

Bakslag í baráttu HK

LAUGARDAGURINN var slæmur dagur fyrir HK sem heyja lífróður í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. HK hafði unnið þrjá leiki í röð áður en kom að landsleikjahléinu og hafði minnkað forskot Fylkis niður í eitt stig. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

„Stundin öll stórkostleg“

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@mbl.is MARKAHRELLIRINN Dóra María Lárusdóttir er líkleg til að taka við keflinu af Margréti Láru Viðarsdóttir hjá Val þegar sú síðarnefnda ákveður að fara utan í atvinnumennsku. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 463 orð | 1 mynd

Bikarsöfnun Hauka hafin þetta tímabilið

HAUKAR höfðu betur gegn Val í gær þegar KFUM liðin leiddu saman hesta sína í meistarakeppni HSÍ í Laugardalshöll, 25:21. Eru það Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir sem mætast í þessari keppni og var framkvæmd og umgjörð leiksins til sóma fyrir HSÍ. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Ernir Hrafn frá keppni í sex til átta mánuði

BIKARMEISTARAR Vals í handknattleik karla hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en í ljós hefur komið að meiðsli vinstri handarskyttunnar Ernis Hrafns Arnarsonar voru alvarlegri en haldið var í fyrstu. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1375 orð | 1 mynd

Evrópudraumurinn lifir

ÞAÐ var á þungum velli við rok og úrkomu sem Breiðablik vann 3:0-sigur á Fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu um helgina á Kópavogsvelli. Skoraði Marel Jóhann Baldvinsson tvö mörk fyrir heimaliðið í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason bætti þriðja markinu svo við í þeim síðari. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 321 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaðurinn ungi var hvíldur í liði Coventry í leiknum gegn Preston í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 284 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 5 af mörkum GOG þegar liðið sigraði Álaborg, 29:28, í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Snorri Steinn Guðjónsson lék ekki með GOG en hann er sem kunnugt er frá vegna meiðsla. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Gianfranco Zola sá West Ham lúta í gras

GIANFRANCO Zola, nýráðinn knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins West Ham, fylgdist með sínum mönnum úr áhorfendastúkunni á The Howthorns og sá þá tapa fyrir WBA, 3:2, í fjörugum leik. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

Haukar – Valur 25:21 Laugardalshöllin, Meistarakeppni HSÍ...

Haukar – Valur 25:21 Laugardalshöllin, Meistarakeppni HSÍ sunnudaginn 14. september 2008. Gangur leiksins : 0:1, 3:1, 4:4, 7:7, 7:9, 10:10 , 10:11, 15:15, 19:19, 21:19, 22:21, 25:21. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Holland – Ísland 84:68 Holland, B-riðill Evrópukeppninnar...

Holland – Ísland 84:68 Holland, B-riðill Evrópukeppninnar, laugardaginn 13. september 2008. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

Jeppinn stöðvaði ekki Valdísi

VALDÍS Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í fyrsta skipti á Kaupþingsmótaröðinni í gær þegar síðasta stigamót sumarsins fór fram á Urriðavelli. Það gekk þó ekki áfallalaust hjá Valdísi því hún lenti í umferðaróhappi á leið sinni á... Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1501 orð | 2 myndir

Kapphlaupið heldur áfram

FH-ingar halda ótrauðir áfram að elta Keflavíkinga í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1397 orð | 3 myndir

Keflvíkingar óstöðvandi?

KEFLVÍKINGAR virðast ekkert ætla að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla, og með 2:1-sigri á Fjölni á laugardag færast þeir enn nær takmarki sínu. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1910 orð | 1 mynd

Landsbankadeild karla FH – Valur 3:0 Tryggvi Guðmundsson 64., 76...

Landsbankadeild karla FH – Valur 3:0 Tryggvi Guðmundsson 64., 76., Matthías Guðmundsson 72. Breiðablik – Fram 3:0 Marel J. Baldvinsson 9., 34., Alfreð Finnbogason 63. Fjölnir – Keflavík 1:2 Gunnar Már Guðmundsson 35. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 196 orð

Leið eins og skylmingaþræli inni á vellinum

„ÞETTA gekk mjög vel og í raun bara eins og ég átti von á. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 566 orð | 2 myndir

Leikur kattarins að músinni

KVENNALIÐ Vals í knattspyrnu sýndi svo um munaði um helgina að enginn kemst með tærnar þar sem þær hafa hælana. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1615 orð | 1 mynd

Léttleikinn allsráðandi hjá Fylki í Grindavík

KOMNIR hættulega nálægt fallsæti í deildinni tóku Fylkismenn loks við sér er þeir sóttu Grindavík heim á laugardaginn og unnu sannfærandi 3:1 en mótstaðan var ekkert til að hrópa húrra fyrir því heimamenn fengu litlu sem engu að ráða í leiknum. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 627 orð | 1 mynd

Loksins gat Benítez fagnað sigri gegn meisturunum

LIVERPOOL og Chelsea fara best af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og eftir fjórar umferðir deila þau efsta sætinu með 10 stig hvort lið. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 174 orð

Níu mörk Guðjóns gegn meisturunum dugðu ekki

NÍU mörk frá Guðjóni Vali Sigurðssyni dugðu Rhein-Necker Löwen ekki til sigurs gegn meisturum Kiel þegar liðin mættust í Mannheim að viðstöddum 9.500 áhorfendum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar höfðu betur í hörkuleik þar sem 82 mörk litu dagsins ljós. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Ólafur með 9 mörk fyrir Ciudad

ÓLAFUR Stefánsson var atkvæðamikill þegar Spánarmeistararnir í Ciudad Real hófu titilvörn sína í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ciudad Real tók á móti Alcobendas í 1. umferðinni og vann stórsigur, 40:27. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Ólöf bætti stöðu sína verulega

ÓLÖF María Jónsdóttir atvinnukylfingur náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni í ár þegar hún hafnaði í 37. - 39. sæti á opna austurríska mótinu sem lauk í gær. Ólöf lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og lék því holurnar 72 samtals á pari. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Ronaldo er klár í slaginn

PORTÚGALINN snjalli Cristiano Ronaldo mun væntanlega spila með Englands- og Evrópumeisturum Manchester United á miðvikudaginn þegar þeir hefja titilvörnina í Meistaradeildinni með því að taka móti spænska liðinu Villareal. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 177 orð

Silfurdrengur til Düsseldorf

„ÉG er að fara út og ef allt stenst eins og talað hefur verið um þá skrifa ég undir samning við Düsseldorf á morgun[í dag],“ sagði landsliðsmaðurinn í handknattleik og einn silfurdrengjanna frá Peking, Sturla Ásgeirsson, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 165 orð

Tryggvi með 100. markið

„ÉG náði skemmtilegum áfanga í dag sem ég setti stefnuna á fyrir leikinn,“ sagði FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson, eftir að hafa skorað 99. og 100. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 454 orð | 1 mynd

Töpuðu á lokasprettinum

„LEIKURINN var í járnum alveg fram í lokin en þá misstum við þá fram úr okkur á þremur mínútum. Meira
15. september 2008 | Íþróttir | 1349 orð | 2 myndir

Þróttur loks á sigurbraut

ÞRÓTTARAR stigu stórt skref í átt að áframhaldandi veru í deild þeirra bestu þegar þeir lögðu lánlausa Skagamenn á Valbjarnarvelli, 4:1. Akurnesingar eru með tapinu svo gott sem fallnir í 1. deild en lánleysi þeirra er algjört og ekki bætti úr að vafasamir dómar féllu þeim í óhag. Meira

Fasteignablað

15. september 2008 | Fasteignablað | 148 orð | 3 myndir

Álakvísl 66

Reykjavík | Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í sölu 114,5 fm fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu þríbýli innarlega í botngötu. Góður sameiginlegur garður. Húsið hefur nýlega verið málað og viðgert. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 155 orð | 2 myndir

Álfaskeið 31

Hafnarfjörður | Fasteignamarkaðurinn er með í sölu fjórar nýjar 4-5 herbergja lúxusíbúðir með bílastæði í bílageymslu. Íbúðirnar eru í fjórbýlishúsi og eru tvær íbúðir á hæð, á grónum stað í Hafnarfirði. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 844 orð | 4 myndir

Er tími víðitegunda sem limgerðisplöntu að verða liðinn?

Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Ryðsveppur, sem leggst á ýmsar tegundir af víði og aspir, hefur verið óvenjuaðgangsharður í sumar. Sveppurinn hefur t.d. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 289 orð | 2 myndir

Gagnleg öryggisatriði fyrir sumarhúseigendur

Nú þegar veturinn nálgast óðfluga er rétt að fara að huga að öryggi sumarhússins yfir veturinn. Ef þau standa mannlaus í lengri tíma þarf að huga sérstaklega vel að öryggismálum í þeim og hvernig skilið er við þau. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 721 orð | 2 myndir

Gífurleg sóun á orku og óhjákvæmileg mengun

Ríkustu og voldugustu ríki heims, hin svokölluðu G8-lönd, komu saman til fundar í Japan á þessu sumri. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 180 orð | 1 mynd

Gulaþing 4–8

Kópavogur | Fasteignsalan Lundur er með til sölumeðferðar parhús og sérhæðir við Gulaþing í Kópavogi. Byggingaraðili er Kastor. Parhúsið er 205 fm á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Íbúðarrými um 180 fm og bílskúr um 25 fm. Verð frá 42,5 milljónum. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 56 orð | 1 mynd

Haustið gengur í garð

Haustið er gengið í garð og því rétt að huga að þeim haustverkum sem nauðsynleg eru í garðinum svo sem að hreinsa lauf úr þakrennum til að koma í veg fyrir stíflu og raka lauf af grasflötunum því grasið vill kafna þar sem mikið lauf liggur. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 95 orð | 2 myndir

Markbakkabraut 3

Kópavogur | Fasteignasalan Híbýli er með parhús nærri botni Fossvogs á sölu. Húsið er á tveim hæðum og er 135 fm. Að sögn fasteignasala er húsið fallega og sérkennilega hannað. Húsið hefur verð endurhannað að innan. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 683 orð | 3 myndir

Stikilsber – vannýttur berjarunni

Nú eru allar brekkur berjabláar,“ er auglýsing sem heyrist oft í útvarpinu. Þegar ég heyri þetta fæ ég stundum fiðring í fingurna því mér finnst svo gaman að tína ber. Á mínu svæði vaxa „aðeins“ krækiber en það er líka nóg af þeim. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 287 orð | 2 myndir

Telur skortsölu fýsilegan kost fyrir íslenskan markað

Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Hingað til hefur svokölluð skortsala (e. short sale) verið bundin við hlutabréf hérlendis. Meira
15. september 2008 | Fasteignablað | 403 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST ...

Ónýttar íbúðir 2.400 Ónýttar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru að minnsta kosti um 2.400 talsins. Framboðið myndi duga í tvö ár þótt ekkert yrði byggt á höfuðborgarsvæðinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.