LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu mun á næstunni senda 25 ökumönnum sektarboð, en brot þeirra voru mynduð í umferðinni í gærdag. Meðal annars var fylgst með ökutækjum sem ekið var eftir Skógarseli í Breiðholti og á Borgarholtsbraut í Kópavogi.
Meira
ÞAÐ er ekki fyrir lofthrædda að vinna við stóra turninn, sem er að rísa við Höfðatún í Reykjavík. Verkamennirnir standa þarna við vinnu sína óhræddir að sjá og minna helst á frægt atriði úr kvikmyndinni...
Meira
*GUNNAR Einarsson , bæjarstjóri í Garðabæ, varði 15. september sl. doktorsritgerð sína við University of Reading og fjallar hún um stjórnun og forystu í menntamálum. Leiðbeinandi við verkefnið var Brian Fidler, prófessor við sömu stofnun.
Meira
KONA í Lopburi-héraði í Taílandi siglir báti sínum og þakklátum farþegum í öruggt skjól en mikil og skyndileg flóð hafa verið á svæðinu. Lopburi er um 150 km norðan við Bangkok.
Meira
Í DAG, þriðjudag, verður haldin ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu undir yfirskriftinni „Evran á Íslandi – hvort, hvenær og hvernig“ og mun ráðstefnan standa frá kl. 12.00-15.10.
Meira
STJÓRN Kvenfélagasambands Íslands fagnar því að samið hefur verið við ljósmæður og yfirvofandi verkfalli þeirra afstýrt. Stjórnin segir í ályktun að störf ljósmæðra skipti máli fyrir velferð mæðra og barna og því mikilvægt að þau séu metin að...
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær í níunda skipti farbann yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (sem var og hét). Maðurinn verður í farbanni til 11. nóvember nk.
Meira
Fáskrúðsfjörður. | Félagsheimili eldriborgara hér í bæ var formlega tekið í notkun á sunnudag. Hlaut það nafnið Glaðheimar. Húsnæðið er í gamla grunnskólanum, en þar var síðast rekið barnaheimili.
Meira
UM síðustu helgi voru fimm sparkvellir vígðir á Vestfjörðum og munu þeir án efa nýtast vel allt árið um kring, segir á heimasíðu KSÍ. Tveir vellir voru vígðir á Ísafirði og einn völlur í Hnífsdal, á Suðureyri og á Flateyri.
Meira
„Við teljum að þetta sé mikil traustsyfirlýsing fyrir félagið,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, um kaup sjeiks Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis á 5% hlut í bankanum fyrir tæpa 26 milljarða króna.
Meira
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar lát karlmanns á sjötugsaldri, en lík hans fannst í fjörunni í Fossvogi á sunnudagsmorgun. Gangandi vegfarendur komu auga á lík mannsins og létu lögreglu vita.
Meira
LANDHELGISGÆSLAN þarf að draga úr siglingum varðskipa sinna um 50% að minnsta kosti fram að áramótum til að spara olíu. Þetta þýðir að skipin verða aldrei bæði á sjó samtímis að sögn Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Gæslunnar.
Meira
TÍMAMÓT verða í íslenskri knattspyrnu næsta sumar, því þá mun lið í efstu deild karla í fyrsta sinn leika heimaleikina á gervigrasi. Það verður Stjarnan í Garðabæ sem ríður á vaðið, en félagið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Meira
„HELSTA breytingin í lífríkinu frá árinu 2007 tekur til útbreiðslu og magns loðnuseiða á fyrsta ári. Um fjórum sinnum meira mældist af loðnuseiðum í ár en í fyrra.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gera má ráð fyrir að framundan sé hrina samruna fyrirtækja, ekki síst á fjármálamarkaði, vegna rekstrarerfiðleika.
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NAUÐSYNLEGT er að Íslendingar láti á það reyna með aðildarviðræðum hverjir yrðu kostir þess og gallar fyrir þjóðina að ganga í Evrópusambandið (ESB).
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is AFAR líklegt þykir að gróðurskemmdir umhverfis jarðvarmavirkjanirnar í Svartsengi og á Hellisheiði séu af völdum brennisteinsvetnis úr gufu virkjananna.
Meira
Icelandair Group keypti Gullfaxa Ranghermt var í blaðinu á þriðjudaginn í síðustu viku, í frétt um að Arngrímur Jóhannsson og Hafþór Hafsteinsson, eigendur Avion Aircraft Trading, hefðu keypt gamla CL-44-flugvél og hygðust afhenda Flugsafni Íslands...
Meira
FJÖGUR fíkniefnamál komu upp á Akureyri um helgina. Lögreglan á Akureyri fór í þrjár húsleitir á föstudagskvöld og lagði hald á neysluskammta af kannabisefnum, kókaíni og amfetamíni. Hún lagði einnig hald á neyslutól.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is BUSLUGANGUR og hlátrasköll einkenndu andrúmsloftið í Salalaug í Kópavogi í gærmorgun en þar voru 32 ellefu ára börn frá Austur-Grænlandi að læra sund.
Meira
Gott ástand er á makrílstofninum, sem er heldur að stækka, og norsk-íslenski síldarstofninn stendur vel. Er hrygningarstofninn um 12 millj. tonna.
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is MAKRÍLSTOFNINN fer heldur stækkandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar. Stuðst var við rannsóknir frá mörgum þjóðum, m.a. frá Íslandi.
Meira
2.600 færri bifreiðar óku Ártúnsbrekku og Sæbraut milli 7 og 9 í gærmorgun miðað við mánudaginn 15. september og er það marktækur munur en í gær lauk evrópskri samgönguviku.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EIGA Bretar, Þjóðverjar, Japanar og önnur stór iðnveldi að feta í fótspor Bandaríkjanna og nota ríkissjóð til að bjarga fjármálastofnunum frá gjaldþrotum?
Meira
GEIR H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra munu tala fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York þessa vikuna. Þar fer nú fram svonefnd ráðherravika allsherjarþings SÞ, dagana 22.
Meira
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur skipað starfshóp undir forystu embættisins til þess að gera drög að verklagsreglum um það hvernig lýst skuli eftir sakamönnum.
Meira
„ÞETTA viðhorf embættismanna ESB kemur okkur ekki á óvart og við vissum af því áður en við komum hingað,“ segir Illugi Gunnarsson, annar formanna Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar.
Meira
ÞÓ svo að hráolían hafi hækkað, er ekki víst að bensínið fylgi jafnóðum, því þarna á milli er ekki alltaf þétt fylgni,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, um horfur í verðlagsmálum á eldsneyti eftir methækkun á olíuverði á...
Meira
FLOTI rússneskra herskipa lagði í gær af stað frá Severomorsk-höfn í N-Rússlandi áleiðis til Venesúela. Er ætlunin að þau taki þátt í æfingum með Venesúelamönnum, að sögn BBC . Meðal skipanna er beitiskipið Pétur mikli sem er um 19.
Meira
„OKKUR var kunnugt um þetta. Það er gert ráð fyrir að þessi floti sigli í gegnum íslensku efnahagslögsöguna á leiðinni á æfinguna,“ sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í viðtali við mbl.is í gær.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SKÁLAÐ var með koníaksstaupi fyrir merkum áfanga í sögu Kárahnjúkavirkjunar þegar slegið var í gegn í Grjótárgöngum í gær.
Meira
SJÁLFBOÐALIÐAR úr röðum starfsmanna Alcoa Fjarðaáls unnu að samfélagsverkefnum á Austurlandi sl. laugardag undir kjörorðinu „Leggjum hönd á plóg“.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SNJÓSKAFLINN í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur líkir við hitamæli vegna þeirra upplýsinga sem hann gefur um hitastig, hvarf 18.
Meira
Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur jafnar við hitamæli, sem sýni árferðið mjög vel, hvarf með öllu 18. þessa mánaðar.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALSMENN leyniþjónustu Pakistana segja að pakistanskir hermenn hafi stuggað við tveim bandarískum þyrlum í landamærahéraðinu Norður-Waziristan á sunnudag og neytt þær til að snúa aftur yfir landamærin til Afganistans.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ höfum í okkar fjölskyldu- og jafnréttisstefnu bent á óheyrilegan vinnutíma, bæði karla- og kvenna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum hjá Alþýðusambandi Íslands.
Meira
ÍSLANDSPÓSTUR hefur sagt upp tímavinnufólki á höfuðborgarsvæðinu sem vinnur við að keyra út póstsendingar á kvöldin. Um er að ræða um tíu manns, aðallega skólafólk.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞÝFIÐ nánast flæðir út af skrifstofum fjármunabrotadeildar sem staðsettar eru á lögreglustöðinni við Hringbraut. Kassi á eftir kassa með tölvuskjám, flatskjám, leikjatölvum, vinnugöllum og verkfærum.
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri eru ekki hrifin af hugmyndum Landsnets um að 220 kílóvatta háspennulína verði lögð um Eyrarlandsháls ofan Kjarnaskógar en þar er fyrirhugað útivistarsvæði. Landsnet hf.
Meira
VEITINGASTAÐURINN Vox á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut hefur verið tilnefndur fyrir Íslands hönd til heiðursverðlauna í Norrænni matargerðarlist 2008.
Meira
EKKERT lát hefur verið á roki og rigningu að undanförnu og eru ýmsir orðnir þreyttir á veðrinu. Þykir fólki vætutíðin minna óþyrmilega á veðrið í fyrrahaust. Og þegar veðurspáin er skoðuð er ekki annað að sjá en að vætutíð ríki áfram út vikuna.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra er sérsveit allrar íslensku lögreglunnar og sinnir verkefnum innan íslenska ríkisins og refsilögsögu þess, að sögn Jóns F.
Meira
MALBIKA þarf þrjá vegkafla til að unnt sé að keyra hringinn í kringum landið á malbiki. Tveir vegkaflanna eru þegar í vinnslu, í Hamarsfirði sunnan Djúpavogs og hins vegar í Jökuldal en þar er vegagerð langt komin.
Meira
LÖGREGLAN á Akranesi stöðvaði í síðustu viku ökumann bifreiðar sem lögreglumenn grunuðu um aka undir áhrifum áfengis eða lyfja. Sá grunur reyndist á rökum reistur en maðurinn var með sannkallaða lyfjablöndu í blóðinu: kókaín, amfetamín og kannabis.
Meira
Um árabil var komið fram við heyrnarlaus börn á Íslandi eins og þau gætu ekki lært. Menntun þeirra var afar rýr, því þau máttu ekki læra á eigin forsendum.
Meira
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti,“ segir í 66. grein stjórnarskrárinnar.
Meira
Það var margt mjög fróðlegt sem fram kom í fréttaskýringu Péturs Blöndal í Morgunblaðinu á sunnudag, um að grundvallarskipulag löggæslu á Íslandi sé til endurskoðunar.
Meira
LEIKKONAN Eva Longoria Parker á varla orð yfir áhuga fjölmiðla vestanhafs á nýtilkomnum aukakílóum hennar eða pundum öllu heldur, sem eru fimm að hennar sögn. Það gera tæp 2,3 kg. Leikkonan sótti Emmy-verðlaunin í fyrradag og hló að öllu slúðrinu.
Meira
ÞAÐ hlaut að koma að því. Mamma Mia! , ABBA-söngleikurinn vinsæli í kvikmyndarformi, er búinn að slá Mýrinni við í tekjum. Mamma Mia! er orðin tekjuhæst allra kvikmynda sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum hér á landi, þ.e.
Meira
* Fjölmiðlaskæra Stuðmannanna Egils Ólafssonar og Jakobs Frímanns Magnússonar um stöðu þess fyrrnefnda í hljómsveitinni koðnaði á einhvern undarlegan hátt niður áður en niðurstaða fékkst í málið.
Meira
KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir í kvöld kl. 20 kvikmyndina Belle du Jour efir Luis Buñuel frá árinu 1967, í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Myndin byggir á bók Joseph Kessel og er sögð sérkennileg blanda af raunveruleika og ímyndunum eða draumsýnum.
Meira
*Íslenskir tónlistarunnendur bíða margir hverjir spenntir eftir annarri plötu Sprengjuhallarinnar sem væntanleg er í verslanir um mánaðamótin október/nóvember, en fyrsta plata sveitarinnar, Tímarnir okkar, kom út í október í fyrra og sló rækilega í...
Meira
VEFSÍÐAN TMZ.com, sem helgar sig fréttum af fræga fólkinu, heldur því fram að ljósmynd hafi verið stolið af systur Britney Spears, Jamie Lynn, að gefa barni sínu brjóst.
Meira
Barnabókahöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir lýsti þeirri skoðun sinni í Lesbók Morgunblaðsins um helg-ina að henni þætti óþarfi að flokka bókmenntir í barnabækur, unglingabækur og fullorðinsbækur og stakk upp á því að talað yrði um barna- og...
Meira
Fyrstu þættir tveggja nýrra íslenskra sjónvarpsþáttaraða voru sýndir á sunnudagskvöldið. Jóhann Bjarni Kolbeinsson heyrði í nokkrum vel völdum einstaklingum og fékk álit þeirra á Svörtum englum og Dagvaktinni, þótt þeir hafi að vísu ekki allir séð síðarnefnda þáttinn.
Meira
MINNINGARTÓNLEIKAR verða haldnir um Úlrik Ólason organleikara í Kristskirkju í Landakoti við Túngötu á morgun kl. 20. Á tónleikunum leikur Gunnar Kvaran, einn fremsti sellóleikari landsins, þrjár einleikssvítur eftir Johann Sebastian Bach.
Meira
ANNAR af tveimur höfundum þáttanna Little Britain , þ.e. Litla-Bretland , Matt Lucas, segir kvikmynd á leiðinni sem hann og félagi hans úr þáttunum, David Walliams, ætli að leika í. Þeir muni fara með fjölda hlutverka, líkt og í Litla-Bretlandi.
Meira
FRÆÐIMAÐURINN, rithöfundurinn og blaðamaðurinn femíníski Germaine Greer vandar listrýninum Rob ert Hughes ekki kveðjurnar í grein sem birt var í breska dagblaðinu Guardian í gær.
Meira
GUNNLAUGUR Egilsson dansari og danshöfundur er nýkominn frá Búdapest þar sem hann kom fram á menningarhátíðinni Szhiget. „Það var svolítið öðruvísi að dansa fyrir drukkna unglinga á útihátíð með Iron Maiden nokkra metra í burtu,“ segir hann.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SEX íslensk tónverk verða leikin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói kl. 19.30 á föstudagskvöld.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BOYS in a band hafði æft í mánuð þegar þeir ákváðu að taka þátt í færeyskum riðli hinnar alþjóðlegu hljómsveitakeppni Global Battle of the Bands haustið 2006.
Meira
Sunnudagskvöld verða aðalsjónvarpskvöldin á næstunni. Bæði Sjónvarpið og Stöð 2 sýna þá splunkunýja, íslenska þætti. Í Sjónvarpinu eru sakamálaþættirnir Svartir englar. Stórfínt efni, ef marka má fyrsta þáttinn.
Meira
Ágúst H Bjarnason | 22. sept. Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag? Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægurs á hausti.
Meira
Jón Helgi Egilsson segir bann við skortsölu hugsanavillu: "Hækkun í kjölfar banns er ekki vegna betri stöðu fyrirtækja heldur að verkfæri þeirra sem telja verð enn of hátt er bannað."
Meira
Snorri Hilmarsson skrifar um Listaháskólabygginguna: "Þegar kemur að góðu borgarskipulagi gera hagsmunir LHÍ hann ekki að eylandi vegna eigin ágætis. Byggingarmagnið er einfaldlega of mikið."
Meira
Eftir Jón F. Bjartmarz: "Ein fjarskiptamiðstöð fyrir lögregluna á landsvísu var í reynd fyrsti vísir að því að sameina alla lögregluna í eina lögreglustofnun."
Meira
Guðni Stefánsson skrifar um skipulagsmál í Kópavogi: "Reyndar er ekki hægt að lesa annað úr skrifum fulltrúa Samfylkingarinnar á þessu kjörtímabili en að hún sé á móti húsbyggingum almennt sem og góðu gatnakerfi."
Meira
Sæunn Kjartansdóttir skrifar um uppbyggingu geðheilsu barna: "Fyrstu tvö til þrjú árin eru mikilvægasti tími ævinnar. Ábyrgð foreldra er aldrei meiri en margir þurfa meiri og sérhæfðari stuðning en nú stendur til boða."
Meira
Eftir Geir Ágústsson: "Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að missa stöðu sína sem hið eina mögulega athvarf hægrimanna í kosningum. Hvað verður nú um atkvæði þeirra?"
Meira
Kristján L. Guðlaugsson skrifar um nýfrjálshyggju: "Tíminn átti eftir að sýna að skammtímaúrræði Friedmans voru ekki nein varanleg lausn á vandamálinu."
Meira
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar um jafnrétti í skólum: "Á einhverjum tímapunkti læra börn hvað sé „eðlilegur“ leikur eða hegðun fyrir sitt kyn."
Meira
Lára Hanna Einarsdóttir | 22. sept. Afmælisbarn mánaðarins – að minnsta kosti Eitt besta einstaklingsframtak síðari ára held ég að sé Okursíða dr. Gunna.
Meira
Þórarinn Eyfjörð Eiríksson skrifar um laumamisrétti kynjanna: "Það væri grátlegt og aumkunarvert, ef helstu baráttujaxlar fyrir jafnrétti og kvenfrelsi nýttu sér ekki tækifærið til jafnréttis sem nú blasir við."
Meira
Kristján Kristjánsson segir frá samskiptum sínum við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar: "Þannig að byggingarfulltrúi getur valið úr hverjir eru beittir dagsektum og hverjir ekki fyrir sama brot í sama húsi. Þetta er merkileg stjórnsýsla."
Meira
Slæm póstþjónusta VINKONA mín var að senda mér ber frá Þingeyri og setti í póst á mánudaginn og greiddi 1.550 kr. fyrir, sem var sendingargjald pakkans sem var merktur með brothættu innihaldi.
Meira
Fanney Sigurbaldursdóttir fæddist á Ísafirði 4. nóvember 1924. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 16. september.
MeiraKaupa minningabók
Gissur Björn Eiríksson fæddist í Reykjavík 5.11. 1956. Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík föstudaginn 12.9. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Björnsson verkamaður, ættaður úr Jökulsárhlíð f. 30.10. 1914, d. 8. 3.
MeiraKaupa minningabók
Junya Nakano fæddist í Yamaguchi-fylki í Japan 10. febrúar 1969. Hann lést í bílslysi 16. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Yoshiko Nakano húsmóðir, f. 5. janúar 1941 og Satoshi Nakano fv. verksmiðjustjóri, f. 2. október 1940.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Elísabet Jónsdóttir læknir fæddist á Hafrafelli við Skutulsfjörð í Ísafjarðarsýslu 28. janúar 1927. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 7. september síðastliðinn. Foreldrar Kristínar voru Jón Guðmundsson, f.
MeiraKaupa minningabók
María Bára Hilmarsdóttir fæddist í Ólafsfirði 17. september 1965. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Ólafsdóttir og Hilmar Tryggvason. Systkini Maríu eru Kristín H.
MeiraKaupa minningabók
Þórey Bryndís Magnúsdóttir fæddist á Sandhólum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 28. júní 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Kristjánsson, f. á Kerhóli í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 7.
MeiraKaupa minningabók
Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins að umrót á fjármálamörkuðum og hrun bandarískra fjárfestingabanka sýni að ekki sé hyggilegt að skilja með boðvaldi milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi.
Meira
DANSKI seðlabankinn kom Ebh bank til aðstoðar í gær vegna lausafjárskorts. Bankinn tilkynnti í gærmorgun að hann ætti í verulegum lausafjárvandræðum og hefði fengið lán hjá seðlabankanum og öðrum viðskiptabönkum.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 3,21% og var lokagildi hennar 4.186,14 stig. Exista hækkaði um 7,60%, Glitnir um 4,60% og Bakkavör um 4,22%. Gengi bréfa Alfesca lækkaði hins vegar um 0,44% í gær.
Meira
JAPANSKI bankinn Mitsubishi UFJ (MUFG) ætlar að kaupa allt að 20% hlut í bandaríska bankanum Morgan Stanley . Er samningur bankanna metinn á allt að 8,5 milljarða Bandaríkjadala, 761 milljarð íslenskra króna.
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞAÐ er augljóst að við förum í þessar sameiningarviðræður með það að markmiði að ná fram hagræðingu í rekstri og styrkja stöðu bankanna enn frekar.
Meira
HRÁOLÍUVERÐ hækkaði gríðarlega á heimsmarkaði í gær, en miðlarar vonast til þess að aðgerðir bandarískra stjórnvalda til bjargar fjármálastofnunum muni leiða til aukinna umsvifa í hagkerfinu og þar með til aukinnar eftirspurnar eftir olíu og...
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GENGI krónunnar veiktist um 2,68% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 176,6 stig. Athyglisvert er að lengst af í gær leit út fyrir smávægilega styrkingu krónu, en upp úr klukkan hálfþrjú veiktist hún mjög hratt.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞRÁTT fyrir að skattalækkanir árið 2007 hafi verið skynsamlegar til lengri tíma litið var tímasetningin óheppileg.
Meira
VATNASKIL hafa orðið á Wall Street. Sú skipan mála sem þar hefur ríkt undanfarna tvo áratugi er liðin því að nú heyrir hrein fjárfestingabankastarfsemi sögunni til.
Meira
Foreldrastarfið er eitt það mikilvægasta í heimi en þó eru litlar sem engar hæfniskröfur gerðar til þeirra sem taka það að sér. Afraksturinn er enda misjafn. En skyldi kannski þurfa að kenna foreldrum uppeldi?
Meira
„Þriðji björninn á Hveravöllum?“ var fyrirsögn á mbl.is í sumar og þjóðin stóð á öndinni. Næsta fyrirsögn sýndi ísbjarnarfárið í hnotskurn: „Hálendisbjörn trúlega hross.Meira
Sameining sveitarfélaga er enn og aftur komin til umræðu. Fyrir tæpum þremur árum var kosið um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Niðurstöður úr þeirri kosningu voru vonbrigði.
Meira
Akureyri Lárus Sólon Biering fæddist 22. júlí kl. 23.39. Hann vó 4.215 g og var 53 cm lengur. Foreldrar hans eru Ottó Biering Ottósson og Hugrún Ósk...
Meira
DÓMARI í Los Angeles, vísaði í gær frá skaðabótakröfu ljósmyndara á hendur leikaranum Keanu Reeves þar sem engar sannanir þóttu fyrir meintri árás. Ljósmyndarinn Alison Silva, flokkaður sem s.k.
Meira
STAÐAN kom upp á Stórslemmumótinu í Bilbao á Spáni sem lauk fyrir skömmu. Vassily Ivansjúk (2781) hafði hvítt gegn Teimour Radjabov (2744) . 35. Rg4! tryggir hvítum einfalda leið að sigri. Riddarinn er friðhelgur vegna máts upp í borði: 35... fxg4 36.
Meira
BRAGI Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tók forskot á sæluna og hélt upp á afmæli sitt á sunnudag, þegar börnin og eina barnabarnið komu í heimsókn og sungu afmælissönginn.
Meira
Víkverji fór norður í land á dögunum og uppgötvaði þá að miklar breytingar eru að verða á þeirri fjölförnu leið. Nýr vegur er kominn um hraunið við Bifröst í Borgarfirði og nú er ekki lengur ekið um hlaðið við Hreðavatnsskála.
Meira
VEL gæti svo farið að markvörðurinn Árni Gautur Arason dustaði rykið af landsliðstreyjunni fyrir leiki Íslands við Holland og Makedóníu í undankeppni HM í knattspyrnu í næsta mánuði en Árni lék síðast með liðinu fyrir tæpu ári.
Meira
BJARKI Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem þjálfar lið ÍA og leikur með því ásamt Arnari bróður sínum, segir að undirbúningur fyrir næsta tímabil sé þegar hafinn á Akranesi.
Meira
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Enn hefur ekki verið gengið frá félagaskiptum Magnúsar Stefánssonar handknattleiksmanns frá Akureyri handboltafélagi yfir í raðir Framliðsins.
Meira
Björgvin Páll Gústafsson , landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti stórleik þegar lið hans TV Bittenfeld lagði Leichlinger , 34:28, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik um helgina. Björgvin Páll lék í 45 mínútur og varði 17 skot.
Meira
KNATTSPYRNUKAPPINN Gylfi Einarsson virðist vera að komast í sitt gamla form hjá Noregsmeisturum Brann en hann skoraði í gær skallamark annan deildaleikinn í röð þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Lilleström á útivelli.
Meira
KNATTSPYRNA Noregur Lilleström – Brann 1:1 *Gylfi Einarsson, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru allir í byrjunarliði Brann en Birkir Már Sævarsson var á bekknum. Gylfi skoraði mark Brann.
Meira
KVENNALIÐ Fylkis í handknattleik fær á næstu dögunum rúmensku handknattleikskonuna Eriki Gagyi í sínar raðir. Hún lék í næstefstu deild á Spáni á síðustu leiktíð. Gagyi er 21 árs gömul og á að baki leiki með 18 og 20 ára landsliði Rúmeníu.
Meira
SIGMUNDUR Einar Másson, kylfingur úr GKG, er búinn að tryggja sér þátttökurétt á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir PGA-mótaröðina bandarísku. Sigmundur komst áfram í forkeppni sem lauk síðastliðinn föstudag.
Meira
Á LAUGARDAGINN kemur leikur íslenska kvennalandsliðið síðasta leik sinn í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en liðið er þar efst ásamt Frökkum.
Meira
DENNIS Siim, leikmaður FH, hefði að öllu eðlilegu átt að taka út leikbann í leik FH og Keflavíkur í Landsbankadeildinni á sunnudaginn. Einhver mistök voru gerð þannig að mál hans kom aldrei fyrir fund aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn var.
Meira
UNDANRIÐILL í Evrópukeppni drengjalandsliða í knattspyrnu, U17 ára, verður leikinn hér á landi á næstu dögum. Þar mætast Ísland, Sviss, Úkraína og Noregur og komast tvö efstu liðin áfram í milliriðil keppninnar.
Meira
CASPER Jacobsen, aðalmarkvörður knattspyrnuliðs Breiðabliks, fór meiddur af velli í leiknum við Fylki í fyrradag og verður að öllum líkindum ekki með í leiknum mikilvæga gegn FH á morgun. „Þetta er tognun í hné.
Meira
Gríðarlegur áhugi er á störfum í nýrri byggingavöruverslun Bauhaus sem opnuð verður í Grafarholti í desember. Að sögn talsmanns verslunarinnar sóttu alls um 650 manns um stjórnunarstöður í versluninni. Þá segir hann að yfir 1.
Meira
Gamanþátturinn 30 Rock, sem franleiddur er hjá NBC og sýndur hérlendis á Skjá 1, fékk fern verðlaun á Emmy-verðlaunaafhendingunni á sunnudagskvöldið.
Meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í Silfri Egils á sunnudag að það væri hlutverk Seðlabanka að auka trúnað og traust á gjaldmiðlinum. Ég er honum hjartanlega sammála.
Meira
Fyrir nokkru tröllriðu fregnir af styttugerð fjölmiðlum. Borgaralegir stjórnmálamenn og sjónvarpskverúlantar vildu láta steypa ljóðskáld í brons.
Meira
„Af því að lagið hans What is Love var í 52 vikur á vinsældalistum á tíunda áratugnum,“ útskýrir Kiki-Ow sem stendur fyrir innflutningi danspopparans Haddaways frá eyjunni Trínídad í Karíbahafinu.
Meira
Nágranni konu sem handtekin var á Sauðárkróki í tengslum við fíkniefnamál um síðustu helgi segir að engum hafi komið á óvart að fíkniefnum væri dreift úr húsi...
Meira
Travis Barker, trommari Blink 182, er alvarlega slasaður eftir flugslys á föstudag. Vél er hann var í brotlenti skömmu eftir að kviknaði í henni í flugtaki.
Meira
Bókin Andi Reykjavíkur eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt er komin út hjá JPV-útgáfu. Í bókinni er fjallað um byggingarsöguleg einkenni Reykjavíkur.
Meira
Samdráttur í verklegum framkvæmdum hlýtur að leiða til þess að auðveldara verði að fá iðnaðarmenn til viðhalds, að mati Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu.
Meira
Sigrún Erna Geirsdóttir sigrunerna@24stundir.is Bjórflaska merkt Snæfellsás, takkaskór og fiðrildasafn eru meðal þeirra hluta sem hægt er að bjóða í á uppboðsvefnum selt.is sem opnaði gáttir sínar í lok ágúst.
Meira
Vika símenntunar er nýhafin en markmið hennar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Sérstök áhersla er lögð á fræðslu í fyrirtækjum og að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.
Meira
Ekki veit ég hver mánaðarlaunin eru hjá þeim á efstu hæðinni hjá Glitni. Hitt veit ég að það er ekki einkamál fjárfesta hvernig þeir hafa skuldsett íslenskt efnahagskerfi.
Meira
Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, vill einnig láta endurskoða lögin. „Það er á annan áratug síðan lögin voru samþykkt og það er full ástæða til að endurskoða ýmis ákvæði þeirra laga eða fella þau úr gildi.
Meira
Danir sem stunda ólöglegt niðurhal gætu átt á hættu takmarkaða bandvídd. Þetta er ein af tillögunum á ráðstefnu sem danska menntamálaráðuneytið stendur fyrir með dönskum símafyrirtækjum og rétthafasamtökum.
Meira
„Er nú svo komið að ég er farin að kvarta undan málfari í íslensku sjónvarpi. Ég veit að það er voðalega miðaldra af mér en sem sé, á Skjá einum er sjónvarpsþáttur sem stjórnendur stöðvarinnar hafa ákveðið að kalla Singing bee...
Meira
„Húsráð. Ef þú gleymir að læsa bílnum og ert of langt frá honum til að fjarstýringin virki – prófaðu þá að beina henni að gagnauganu og smella á hnappinn. Svínvirkar.
Meira
Forsvarsmenn Óslóarháskóla hafa fyrirskipað að brenna skuli mikið safn norrænna og erlendra dagblaða frá 19. öld til þess að rýma til fyrir antikhúsgögnum. Frá þessu er greint í norska dagblaðinu Aftenposten.
Meira
Berlingske Tidende opnar nýjan vef þann 1. október, dinby.dk. Hver einasti bær og gata í Danmörku fær þar sitt eigið svæði. Þar verður safnað saman upplýsingum um verslun og þjónustu í nágrenninu, fréttum sem tengjast hverfinu og fleira.
Meira
„Það koma nýjar tölur á miðvikudaginn. Ég er jákvæð því ég veit að það voru tekin inn töluvert mörg börn í dag,“ segir Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi íþrótta- og tómstundaráðs, um þá stöðu sem er á frístundarheimilunum núna.
Meira
Sportbar sem opnaður var í Austurstræti hefur verið nefndur eftir ástsælasta íþróttafréttamanni landsins. Bjarna fannst hugmyndin fáránleg í fyrstu en gaf svo blessun...
Meira
Herdís Anna Jónasdóttir er ungur Ísfirðingur sem nemur óperusöng við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Hún glímir þar við verk gömlu meistaranna sem og að feta ótroðnar slóðir í spennandi heimi óperunnar.
Meira
Ýmsir muna eftir landsþingi Frjálslynda flokksins fyrir tæpum tveim árum, þegar algjört öngþveiti varð í kringum kosningar um varaformann flokksins.
Meira
„Mér fannst ummæli Seðlabankastjóra ekki sanngjörn og í ódýrari kantinum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Vísað er til ummæla Davíðs Oddssonar um lýðskrumara í viðtali á Stöð 2 sem lagt hefur verið út af síðan.
Meira
At og aðrar sögur er ný bók sem Mál og menning hefur gefið út. Þar eru samankomnar sextán nýjar og spennandi draugasögur fyrir börn frá níu ára aldri.
Meira
Nú geta ferðamenn sem stefna til Bandaríkjanna sótt um tímabundið dvalarleyfi rafrænt á vef bandaríska sendiráðsins. Áður þurfti að fylla út I-94 eyðublað um borð.
Meira
Björn Bjarnason telur eðlilegt að auglýsa stöðu lögreglustjórans suður með sjó. Hún sé að renna út. Hann taldi samt ekki eðlilegt að auglýsa stöðu ríkislögreglustjóra, þegar hún rann út í sumar.
Meira
Í gegnum aldirnar hefur tíðkast að nota ýmiskonar blóm í matargerð ýmissa þjóða í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum svo nokkrar séu nefndar. Nýverið hefur komist aftur í tísku að nota æt blóm í eldamennsku bæði til að elda úr og nota sem skraut.
Meira
Þegar rútínan fer aftur af stað eftir sumarfrí getur verið erfitt að koma sér í gang. Hjá mörgum eru þyngsli og leiði tímabundið ástand en hjá sumum getur ástandið orðið alvarlegra.
Meira
Enn eru 38 þúsund ferðamenn strandaglópar víða um heim vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar XL Leisure. Samkvæmt upplýsingum frá breskum flugmálayfirvöldum hafa tæplega 47 þúsund farþegar verið fluttir heim eftir að flugvélar XL voru kyrrsettar hinn 12.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Samkvæmt heimildum 24 stunda eru boðaðar byggingarframkvæmdir í fangelsismálum ekki inni í drögum að fjárlögum sem verða lagðar fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag.
Meira
Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttir sibb@24stundir.is Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, sagði af sér á sunnudag og þykir allt stefna í að Jakob Zuma, formaður Afríska þjóðarráðsins, verði kjörinn næsti forseti landsins í upphafi næsta árs.
Meira
Mannræningjar í Egyptalandi hafa tekið höndum hóp erlendra ferðamanna. Samkvæmt AP-fréttastofunni eru fimm ítalskir ríkisborgarar meðal þeirra, ránið framið nærri landamærum Súdans.
Meira
Hjón sem grunuð eru um fólskulega árás í Þorlákshöfn í síðustu viku hafa verið úrskurðuð í farbann til 1. desember. Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar á Selfossi um að þau sætu áfram í gæsluvarðhaldi.
Meira
Nú er um að gera að rífa sig upp úr haustlægðardoðanum og byrja að æfa af fullum krafti. Á Fusion Fitness-hátíðinni gefst tækifæri til að prófa fjölda mismunandi líkamsræktartíma og verður gleðin sett í fyrsta sæti.
Meira
Yfirmaður kínverska matvælaeftirlitsins, Li Changjiang, hefur sagt af sér í kjölfar þurrmjólkurhneykslis. Alls hafa nærri 53 þúsund kínversk ungbörn veikst í kjölfar þess að hafa drukkið melamínmengaða þurrmjólk.
Meira
Rannsókn á fíkniefnasmyglinu sem kom upp 10. júní síðastliðinn er enn í gangi. Í þar síðustu viku voru framkvæmdar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Fundust í þeim frekari sönnunargögn sem tengjast málinu.
Meira
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Skólum landsins er skylt samkvæmt lögum að sinna jafnréttisfræðslu. Þar sem það er svo margt sem skólum er skylt að gera hefur þessi fræðsla því miður setið á hakanum.
Meira
„Það er alltaf mikilvægt að vita fjölskyldusögu sína þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjartaverndar.
Meira
Lögregla sem kölluð var til vegna óþefs í blokk í Prokuplje í Serbíu fann hestshræ fast í loftræstistokki á 12. hæð. Var óþefurinn orðinn slíkur að blokkin var rýmd og eiturefnasveit var kölluð út.
Meira
Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Við hlið Hressingarskálans í Austurstræti hefur verið opnað nýtt íþrótta-öldurhús, Bjarni Fel að nafni.
Meira
Hjátrúarverk „Jú það er rétt, ég er að leika í skoska leikritinu eftir William Shakespere,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, en sú hjátrú ríkir í leikarastéttinni, að ekki mega nefna nafnið Macbeth á nafn.
Meira
Frá tímum Hippókratesar, föður læknisfræðinnar, hafa verið uppi tvær kenningar um leiðir til lækninga; leið andstæðna og leið hliðstæðna. Læknisfræðin byggist að mestu á þeirri fyrri en hómópatía á þeirri seinni.
Meira
„Það er verið að taka viðtöl og skoða mál þeirra,“ segir Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar, um hælisleitendurna sem gerð var húsleit hjá á Suðurnesjum í næstsíðustu viku.
Meira
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Formaður Frjálslynda flokksins kom heim frá Rússlandi í gær til að takast á við mestu innbyrðis deilur sem orðið hafa í flokknum frá stofnun, segja menn sem starfað hafa í Frjálslynda flokknum frá...
Meira
Á Íslandi var stærri hluti þjóðarinnar innritaður í formlegt nám en í nokkru öðru landi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), eða 30,3%, árið 2006. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu stofnunarinnar um menntamál.
Meira
Hæstiréttur úrskurðaði í gær að Viggó Þórir Þórisson skuli sæta farbanni til 11. nóvember næstkomandi. Að þeim tíma liðnum hefur hann verið í farbanni í 19 mánuði, eða lengur en nokkur annar en dæmi eru um í íslenskri réttarframkvæmd.
Meira
Íslandsmótið í handknattleik kvenna hófst á laugardaginn. Stórleikur fyrstu umferðar var á milli Hauka og Stjörnunnar og myndirnar eru þaðan. Stjarnan hafði betur, 29:26, en þessi lið eru talin líkleg til að berjast um titilinn ásamt Val og Fram.
Meira
Aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að spyrna fótum við kreppunni sem ríkir á fjármálamörkuðum hafa haft góð áhrif á fjármálamarkaði heims, þar á meðal þann íslenska segir í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í gær.
Meira
Karlar sem líta svo á að konur eigi að vera heima og hugsa um heimilið eru að jafnaði tekjuhærri en karlar sem aðhyllast jafnrétti kynjanna á heimili og á vinnumarkaði.
Meira
Að þessu sinni er birt brot af bloggsíðu Jóns Sigurðarsonar, eiganda og forstjóra Löðurs. Hann er á ferðalagi um Mið- og Suður-Ameríku og sendir færslur af ferðum sínum á jonhaukur.blog.is.
Meira
Ný hljómsveit Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, The Viking Giant Show, hefur lokið við fyrstu breiðskífu sína. Sveitin byrjaði sem sólóverkefni hjá Heiðari en hefur nú þróast í fulla hljómsveit hafnfirskra hljóðfæraleikara.
Meira
Erlend lögreglulið hafa enn ekki haft hendur í hári Ivans Konovalenko frá Litháen, sem eftirlýstur er af íslensku lögreglunni vegna hnífstunguárásar á Mánagötu fyrir hálfum mánuði.
Meira
Holly Madison, aðalkærasta kvennabósans Hugh Hefner, þvertekur fyrir að eiga í ástarsambandi við sjónvarpstöframanninn Criss Angel eftir að ljósmyndarar náðu myndum af þeim saman.
Meira
Stjörnurnar úr Little Britain þáttunum, þeir Matt Lucas og David Williams, hyggja nú á Hollywoodmynd. „Við munum báðir leika 5-6 persónur, líkt og Mike Myers og Eddie Murphy eru þekktir fyrir,“ sagði Matt.
Meira
Harpa Einarsdóttir fatahönnuður flytur til Boston á næstunni og tekur við starfi hönnuðar og teiknara í fyrirtækinu Harmonix sem er í eigu MTV games. Þar mun hún hafa yfirumsjón með hönnun á búningum tölvuleiksins Rockband.
Meira
Friðrik Jón Arngrímsson segir að fjárveitingar hljóti að verða auknar til Landhelgisgæslunnar til þess að mæta auknum olíukostnaði. Olíukostnaður hefur aukist um 120 milljónir á árinu...
Meira
„Þetta er matar- og menningarferð þar sem hápunkturinn er vegleg þakkargjörðarmáltíð,“ segir Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri Gestgjafans, um helgarferð á vegum Icelandair til Boston þann 28.
Meira
Lækkanir voru í öllum helstu kauphöllum Evrópu í gær þrátt fyrir að bankar og hrávörufyrirtæki hefðu hækkað umtalsvert í viðskiptum dagsins. Breska FTSE vísitalan lækkaði um 1,41%, þýska DAX um 1,32% og franska CAC vísitalan lækkaði um 2,79%.
Meira
Lögregla þurfti að skakka leikinn þegar slagsmál brutust út í miðbæ Akureyrar seinnipartinn í gær meðal átta áhafnarmeðlima bresks togara sem lá þar við festar. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir mjög drukknir en togarinn lagðist að bryggju í gær.
Meira
Lík karlmanns sem fæddur er árið 1947 fanns í fjörunni í Fossvogi í gærmorgun og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Mjög mikilvægt er að gleyma ekki morgunmatnum áður en haldið er af stað í skólann eða vinnuna. Hrein jógúrt með hunangi er góður kostur fyrir þá sem vilja ekki innbyrða of mikinn sykur. Einnig má bæta út á jógúrtina fræjum eins og t.d.
Meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnir nýja menntastefnu á fundi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20. Fundurinn markar upphaf fundaraðar um land allt þar sem stefnan verður kynnt.
Meira
„Ég er ekki í vafa um að þessi kaup munu skipta miklu máli fyrir Kaupþing. Bankar og fjármálafyrirtæki út um allan heim hafa legið utan í mönnum í Katar með það fyrir augum að fá þá inn sem hluthafa.
Meira
Nágranni konu sem handtekin var í tengslum við fíkniefnamál á Sauðárkróki segist ekki hissa á handtökunni. Mikil umferð hafi verið heim til konunnar um langt skeið, bílar komið og stoppað stutt fyrir utan.
Meira
Ég ætla ekki að þykjast skilja hvað er í gangi á fjármálamörkuðum heimsins. Hugtök eins og skuldatryggingarálag og stýrivextir eru óskiljanleg orðskrípi í mínum eyrum og gætu alveg eins verið á einhverju illskiljanlegu tungumáli.
Meira
Listaháskóli Íslands efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu um rannsóknir í listum dagana 3.-4. október næstkomandi. Þar munu lykilfyrirlesarar flytja erindi um mismunandi sjónarhorn sem hugmyndafræði listrannsókna byggist á.
Meira
Það ætti reyndar að auglýsa öll embætti alltaf. Sumir verða samdauna starfi sínu eftir örfá ár, aðrir haldast ferskir endalaust. Fyrirkomulagið eins og það hefur tíðkast er nánast eins og æviráðning. Það er ekkert aðhald í því.
Meira
Adolf Ingi Erlingsson dvaldist sjö vikur í Kína vegna Ólympíuleikanna og upplifði margt nýtt og spennandi. Hann varð þó glaður þegar eiginkonan kom í...
Meira
Skipulagsbreytingar eiga sér stað innan leikhópsins Vesturports en Rakel Garðarsdóttir , systir Gísla, er að byrja í lögfræðinni í Háskólanum og hefur því ákveðið að hverfa frá framkvæmdastjórastöðu sinni þar.
Meira
Karlmaður og kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald á Akureyri síðasta föstudag sökum þjófnaðar og húsbrota. Á föstudag voru þau handtekin vegna stuldar á bifreið og í kjölfarið kom í ljós að þau hefðu framið ýmis önnur brot.
Meira
Stutt Öll börn á leikskóla Aldurstakmark á leikskóla Hafnarfjarðar verður lækkað í tveimur áföngum næstu fjögur ár miðað við tillögu formanns fræðsluráðs frá fundi í gær. Fyrst verður það lækkað í 18 mánuði, eftir tvö ár í 15 og árið 2012 í 12 mánuði.
Meira
Tónlistarstjóri Fjallabræðra, Halldór G. Pálsson, sannaði í eitt skipti fyrir öll á Vagninum á Flateyri á dögunum, að karlmenn gætu sannarlega gert tvo hluti í einu.
Meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er nú að fara í hönd og hefst 25. september næstkomandi og stendur til 5. október. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og fer hún vaxandi ár hvert. Á heimasíðu hátíðarinnar www.riff.
Meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 3,21% í viðskiptum gærdagsins og var lokagildi vísitölunnar 4.186,14 stig. Atlantic Petroleum hækkaði mest félaga á aðallista, eða um 11,26%, en Exista hækkaði um 7,60%.
Meira
Ung kona, ökumaður bíls, slapp með skrekkinn þegar hún missti stjórn á bíl sínum ofan við Ártúnsbrekku í gær. Að sögn lögreglu eru bílveltur fátíðar á þessum slóðum enda vegurinn bæði beinn og breiður og engin hálka komin enn.
Meira
Hlutirnir gerast nú hratt á Íslandi. Sjeik Mohammed frá Qatar er kominn. Hann á nú 5% í Kaupþingi og þjóðin fagnar. Vonir glæðast þegar arabísk olíuinnspýting kemur inn í efnahagslífið og bankakerfið. Olíuríkið Qatar er vellauðugt.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Við sögðum allan tímann að það væri mjög varhugavert vegna þess að með þessu móti væri verið að setja menn í lykilstöðum undir duttlungavald yfirvalda.
Meira
Glitnir og Byr sparisjóður hafa ákveðið að hefja samrunaviðræður. Í því felst einnig að stjórnir félaganna hafa skuldbundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sameiningar á meðan.
Meira
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari ætlar að koma Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi á óvart þegar hann flytur verk hans Gloríu á tónleikum í Listasafni Íslands í kvöld.
Meira
Vísindavaka RANNÍS verður haldin föstudaginn 26. september í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu kl. 17-22. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.
Meira
Það var mikið tilfinningaflæði hjá Guðjóni Davíð Karlssyni , eða Góa, leikara á laugardag. Hann átti afar viðburðaríka helgi. Tveimur tímum fyrir sýningu Flóar á skinni á laugardag eignaðist hann sitt fyrsta barn en það var tekið með keisaraskurði.
Meira
Allir starfsmenn skóla Garðabæjar sóttu á dögunum fræðslufund um samskipti starfsfólks og nemenda. Þar var meðal annars fjallað um gildi góðrar samskiptahæfni og hvernig best sé að taka á ágreiningsmálum.
Meira
Ekki liggur endanlega fyrir hversu miklu fé var safnað fyrir Mænuskaðastofnun Íslands í söfnun sem náði hámarki með sjónvarpsþætti á Stöð 2 á föstudag. Þegar þættinum lauk höfðu safnast 65 milljónir en endanleg upphæð liggur fyrir í vikunni.
Meira
Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður lagði af stað til Kína þann 1. ágúst síðastliðinn og var ekki kominn aftur til Íslands fyrr en sjö vikum seinna. Veran í Kína reyndist ein mest spennandi fréttavertíð sem Adolf minnist og reis hæst velgengni íslenska landsliðsins í handbolta.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.