Greinar þriðjudaginn 30. september 2008

Fréttir

30. september 2008 | Innlendar fréttir | 601 orð | 2 myndir

Afstýra þroti bankans

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „GLITNIR banki óskaði eftir því að ríkisvaldið kæmi til skjalanna og veitti aðstoð svo bankinn gæti mætt skuldbindingum sínum,“ sagði Geir H. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Alþingi sett á morgun

ALÞINGI Íslendinga, 136. löggjafarþingið, verður sett á morgun, miðvikudag. Þingsetningin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30, þar sem Anna Sigríður Pálsdóttir prestur við Dómkirkjuna predikar. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 1926 orð | 2 myndir

Atburðarásin hröð

Eftir Pétur Blöndal og Agnesi Bragadóttur „Hér eru allir hvítir í framan,“ sagði einn starfsmaður Landsbankans í gærmorgun. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Hvar ertu? Ráðherrarnir hafa verið önnum kafnir síðustu daga. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var hálfringlaður þegar hann kom úr þinghúsinu í gær því hann var búinn að týna ráðherrabílstjóranum sínum. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ást, kynlíf og hjónaband

MÁLÞING um kynheilsu og mannréttindi undir yfirskriftinni „Ást, kynlíf og hjónaband“ verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu nk. föstudag kl. 14-16, í tilefni af útkomu samnefndrar bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bjarthegri í Hamarsfirði

BJARTHEGRI sást í Hamarsfirði um helgina og sást hann m.a. gogga upp seiði meðfram Hamarsánni. Meira
30. september 2008 | Erlendar fréttir | 219 orð

Björgunaráætlun felld í fulltrúadeildinni

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings hafnaði í gær óvænt áætlun stjórnar George W. Bush forseta um að nota 700 milljarða dala til að bjarga fjármálakerfi landsins með ríkisaðstoð. 228 þingmenn sögðu nei en 205 sögðu já. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Boða hagræðingu í rekstri MS

ÞÓRÓLFUR Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og stjórnarmaður Mjólkursamsölunnar (MS), verður tímabundið annar forstjóri MS við hlið Magnúsar Ólafssonar. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 144 orð

Borun þarf ekki að fara í mat

SKIPULAGSSTOFNUN hefur tekið ákvörðun um að borun um 300 m djúprar holu fyrir hitaveitu Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Meira
30. september 2008 | Erlendar fréttir | 149 orð

Cadbury innkallar súkkulaði

BRESKI súkkulaðiframleiðandinn Cadbury hefur innkallað 11 súkkulaðitegundir framleiddar í Peking, að því segir á fréttavef breska dagblaðsins Times . Sú ákvörðun er tekin í ljósi melamíneitrunar í þurrmjólk sem uppvíst varð um í Kína og hefur orðið a.m. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 181 orð

Dagpeningar innanlands lækka

DAGPENINGAR ríkisstarfsmanna vegna ferðalaga innanlands hafa verið lækkaðir en akstursgjald ríkisstarfsmanna verið hækkað, samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ekki frítt

ERLENDIR nemar verða að eiga lögheimili í sveitarfélögum sem standa að Strætó bs. til að eiga rétt á nemakortinu. Ekki er nægilegt að hafa tímabundið aðsetur á Íslandi samkvæmt reglum Strætó um nemakortin. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 2 myndir

Fallvaltir fjármálarisar

Kaup ríkisstjórnar Íslands á 75% hlut í Glitni komu mönnum í opna skjöldu enda segja þeir fátt hafa bent til þess að lausafjárstaða bankans væri svo slæm. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Frá Hong Kong til Grímseyjar!

Grímsey | Stór sjónvarpshópur alla leið frá Hong Kong, alls ellefu manns, sótti Grímsey heim á dögunum. Með í för var „heimsfrægur“ leikari og sjónvarpskynnir í Asíu, Richie Jen að nafni. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Gekkst undir aðgerð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York í Bandaríkjunum í gær. Aðgerðin var gerð vegna veikinda sem upp komu fyrir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heilavökvahólfi. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 600 orð | 3 myndir

Gæti haft áhrif í Skandinavíu

Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur og Kristján Jónsson Mikið var fjallað um vanda Glitnis og kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum í erlendum fjölmiðlum í gær. Einkum var áhuginn mikill í norrænum fjölmiðlum enda umsvif Glitnis mikil í Noregi. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð

Hafna tillögu um Listaháskólann

TORFUSAMTÖKIN skora á skipulagsyfirvöld að hafna tillögu að nýbyggingu Listaháskólans á Frakkastígsreit í fyrirhugaðri mynd. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 570 orð | 9 myndir

Hengillinn heillar

Í Hengilssvæðið er stutt að sækja útivist og afþreyingu fyrir íbúa þéttbýlustu svæða landsins. Þangað er líka stutt að sækja gífurlega jarðvarmaorku. Skyldi einhvern furða að tekist væri á um nýtinguna? Meira
30. september 2008 | Erlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Henna á höndum

Pakistanskar stúlkur í borginni Multan sýna hendur sínar sem skreyttar hafa verið með henna-litum í tilefni Eid al-Fitr-hátíðar múslíma sem senn gengur í garð. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 150 orð | 2 myndir

Hetjuleg björgun úr eldsvoða

BÍLLINN sprakk og nánast lyftist að aftan og hentist til. Glerbrotum úr gluggum rigndi yfir bílinn minn og ég stöðvaði strax. Þegar ég kom að brennandi bílnum var hann aldelda að innan en eldurinn dróst aftur með bílnum. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hitar upp fyrir Air

ÍSLENSKA hljómsveitin Bang Gang mun hita upp fyrir frönsku hljómsveitina Air á tvennum tónleikum í Frakklandi dagana 10. og 11. október. Uppselt er á tónleikana, enda er Air ein fremsta hljómsveit Frakklands. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 408 orð | 8 myndir

Hluthafar tapa meira en 200 milljörðum

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EIGN hluthafa Glitnis í bankanum hefur rýrnað um 88% miðað við kaupgengi ríkisins á sínum hlut í bankanum. Ríkið setur inn í bankann nýtt hlutafé að verðmæti um 85 milljarða króna og fær fyrir það 75% hlut í Glitni. Meira
30. september 2008 | Erlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Hrun einveldisins

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is SÖGULEG kosningaúrslit urðu í þýska sambandsríkinu Bæjaralandi um helgina. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 445 orð | 2 myndir

Kaupin í Baugi í uppnámi

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GREIÐSLUSTÖÐVUN Stoða hf., áður FL Group, var samþykkt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gildir hún til næstu þriggja vikna, eða til 20. október. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð

LEIÐRÉTT

Guðni sýknaður Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hefur fyrir hönd ríkisins verið sýknaður af skaðabótakröfu umsækjanda um embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, en ekki núverandi líkt og lesa mátti út úr frétt Morgunblaðsins sl. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Leiðrétt orkutafla

MISTÖK urðu í Morgunblaðinu á laugardag í birtingu á töflum um rafmagnskostnað. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Með kuldahroll langt fram á kvöld

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is STUNDUM getur góðlátlegt grín farið öðruvísi en lagt var upp með. Því fékk Sandra Kristín Júlíusdóttir, nemandi í 10. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 433 orð | 2 myndir

Nútíma nágrannanjósnir?

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÉG kann ekki við að fólk sé með myndavélar sem ná langt út fyrir þeirra eigin lóð, það er beinlínis hægt að nota þetta í undirheimastarfsemi,“ segir íbúi í Reykjavík. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Nær til 60% nemenda

Dregið hefur úr einelti um allt að 70% í þeim skólum sem hafa innleitt Olweusaráætlunina, að sögn Þorláks H. Helgasonar, framkvæmdastjóra verkefnisins, sem ætlað er að vinna gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Oft erfitt að skilgreina ógnina

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Oft hefur gustað um Glitni í nítján ára sögu bankans

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SAGA Glitnis spannar tæp 19 ár. Bankinn varð til við sameiningu fjögurra banka og síðar sameinaðist hann banka, sem varð til við sameiningu fjögurra sjóða atvinnulífsins. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sátt náist um löggæsluna

FIMM yfirlögregluþjónar á Norðurlandi óttast að fagleg umræða um stefnumótun og framtíðarskipulag lögreglunnar verði undir í því umróti og umræðum sem verið hafa undanfarna daga. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Símhleranir í kalda stríðinu

Í DAG, þriðjudag, stendur Sagnfræðingafélagið fyrir fyrirlestri í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins frá kl. 12.05 til 12.55. Að þessu sinni flytur Guðni Th. Jóhannesson erindi sem nefnist Með því að óttast má... Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 608 orð | 7 myndir

Stíf fundahöld alla helgina

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Stærð húsnæðis dregst saman

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ORKUSTOFNUN hefur gefið út raforkuspá fyrir árin 2008-2030. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 466 orð | 2 myndir

Tíu ára barátta fyrir dóm

Eftir Andra Karl andri@mbl.is „EINHVERRA hluta vegna drap verksmiðjan á sér og þurftu þeir að sleppa 150° heitum ammoníaksgufum út í andrúmsloftið til þess að hægt væri að ræsa verksmiðjuna á ný. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tvöfaldur sigur í Serbíu

DANSPARIÐ Alex Freyr Gunnarsson og Katrine Nissen sigraði í flokki unglinga II standard og unglingar II latin í stórri alþjóðlegri danskeppni sem fór fram um helgina í Belgrad í Serbíu. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Undarleg ákvörðun

KRISTINN H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að tillaga formanns flokksins um nýjan þingflokksformann komi verulega á óvart og hann hafi ekki samþykkt að verða varaformaður. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 134 orð | 2 myndir

Uppáhaldsféð fer í Hvítmögu

„LÖMBIN eru betri sem koma þaðan en þau sem ganga heima. Svo er þetta líka ævintýramennska,“ segir Ragnar Sævar Þorsteinsson, bóndi í Brekkum í Mýrdal. Hann smalaði fé úr Hvítmögu, afréttarlandi Sólheimabæjanna. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 688 orð | 2 myndir

Varð ekki aftur snúið

Eftir Pétur Blöndal og Agnesi Bragadóttur HEYRA mátti á stórum hluthafa í Glitni í gær að ef til vill hefðu forystumenn bankans hlaupið á sig þegar þeir leituðu eftir láni frá Seðlabankanum fyrir helgi. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vilja berja niður allt okur

UNGIR jafnaðarmenn standa fyrir nýrri herferð um neytendavitund undir yfirskriftinni „Hugsa fyrst, kaupa svo!“ Herferðin miðar að því að efla meðvitund fólks um neytendamál og kynna því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi. Meira
30. september 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Zimsen-húsið fær fastan samastað í Grófinni

ZIMSEN-húsið hefur loksins fengið framtíðarheimili, en það var í gær flutt af Granda og á Grófartorg við Tryggvagötu. Zimsen-húsið var reist sem pakkhús á árunum1884-89 og stóð þar til 2006 við Hafnarstræti og var númer 21. Meira

Ritstjórnargreinar

30. september 2008 | Staksteinar | 190 orð | 1 mynd

Ekki ennþá

Nú hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, valið á milli fylkinga í flokknum og gert að tillögu sinni að Jón Magnússon verði formaður þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar. Meira
30. september 2008 | Leiðarar | 744 orð

Hagur almennings

Vatnaskil urðu í íslensku efnahagslífi í gær þegar samkomulag náðist um að ríkissjóður eignaðist 75% hlut í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Meira

Menning

30. september 2008 | Tónlist | 447 orð

Afbragðstúlkun á afmælistónleikum

Einsöngs- og einleiksverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Camilla Söderberg tenórblokkflauta, Bergþór Pálsson söngur, Víkingur H. Ólafsson píanó, Eydís Franzsóttir óbó, Bryndís H. Gylfadóttir selló, Ágúst Ólafsson söngur. Þriðjudaginn 23. september kl. 20. Meira
30. september 2008 | Tónlist | 426 orð

Aftur til framtíðar

Gunnar A. Kristinsson: Hringitónstilbrigði 1a & 1b; verk eftir J. S. Bach, Sweelinck, Kapsberger, Geminiani og David Mell. Nordic Affect (Halla S. Stefánsdóttir barokkfiðla, Georgia Brown barokkflauta, Guðrún H. Meira
30. september 2008 | Tónlist | 242 orð | 1 mynd

Aldrei nóg af Brahms

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÁHERSLAN í vetur verður á Brahms og það er tilfallandi. Ég hef að leiðarljósi að spila verk sem mér finnst yndisleg og bið gjarnan flytjendur að leggja til það sem þeim finnst áhugavert að spila. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 222 orð | 1 mynd

Ástin og einfaldleikinn

Leikstjóri: Jing-jie Lin. Leikarar: Tz-yi Mo, Siao-guo Jia, Lunmei Kwai, Taívan. 110 mín. 2007. Meira
30. september 2008 | Hugvísindi | 85 orð | 1 mynd

Ástæður hlerana í kalda stríðinu

Í HÁDEGINU í dag stendur sagnfræðingafélagið fyrir fyrirlestri í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins frá kl. 12.05 til 12.55. Að þessu sinni flytur Guðni Th. Jóhannesson erindi sem nefnist „Með því að óttast má... Meira
30. september 2008 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

Bang Gang hitar upp fyrir Air

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BANG Gang, eins manns sveit Barða Jóhannssonar, mun hita upp fyrir hina frönsku Air á tvennum tónleikum 10. og 11. október. Meira
30. september 2008 | Fólk í fréttum | 179 orð | 1 mynd

Cohen truflar tískusýningu

LEIKARINN Sacha Baron Cohen, skapari karakteranna Alis G og Borats, er að vinna að nýrri kvikmynd. Hann hefur sett fyrrnefndu félagana inn í skáp en vinnur nú með samkynhneigða austurríska tískufréttamanninn Bruno. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 177 orð

Dularfull tilfinning

Leikstjóri: Sandro Aguilar. Leikarar: António Pedroso, Isabel Abreu, Cátia Afonso. Portúgal. 99 mín. 2008. Meira
30. september 2008 | Hönnun | 104 orð | 5 myndir

Ekki svo galin tíska á Indlandi

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is INDVERSKA tískuvikan, India Couture Week fór fram í Mumbai fyrr í mánuðinum. Meira
30. september 2008 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Fallega gulrótin snýr aftur

* Hin dularfulla sveit Fallega gulrótin, sem á varnarþing í Kópavogi, snýr aftur með látum nú á laugardaginn. Treður hún upp í Kling og Bang galleríi á Hverfisgötunni klukkan 18. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 211 orð | 1 mynd

Fólkið sem starir í strauminn

Heimildarmynd: Leikstjóri: Yung Chang. Viðmælendur: Jerry Bo, Yu Chen, Campbell Bung He, Cindy Shui Yu, o.fl. 90 mín. Kanada 2008. Meira
30. september 2008 | Myndlist | 90 orð | 1 mynd

Fundið málverk

ÍTALSKA lögreglan hefur haft uppi á málverki eftir franska impressjónistann Pierre-Auguste Renoir sem var stolið af heimili fyrir 33 árum. Gagnrýnandi hafði verið fenginn til að meta verkið fyrir galleríeiganda. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 77 orð | 4 myndir

Gamalt og nýtt í bland

ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík bauð borgarbúum upp á bílabíó á efri hæð bílastæðahúss Kringlunnar á sunnudagskvöld. Þar bauðst hátíðargestum að berja augum nýja og eldri klassík, næturlíf Reykjavíkur og dagvinnu á landsbyggðinni, þ.e.a.s. Meira
30. september 2008 | Myndlist | 377 orð | 1 mynd

Glæpur eða list?

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 84 orð | 1 mynd

Grimmileg ástarsaga í Hafnarfirði

Í KVÖLD kl. 20 sýnir Kvikmyndasafnið í Hafnarfirði Grimmilega ástarsögu (Zhestokiy romans) frá árinu 1984 í leikstjórn Eldars Ryazanovs. Myndin er háðsádeila á yfirstéttina í Rússlandi á 19. öld og byggist á leikriti Aleksanders Ostrovskís. Meira
30. september 2008 | Fólk í fréttum | 292 orð | 1 mynd

Hættir Viggo að leika?

FJÖLLISTAMAÐURINN Viggo Mortensen var áberandi í menningarlífinu hér á landi í sumar, en allar ljósmyndir hans á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur seldust og rann ágóðinn til Náttúruverndarsamtaka Íslands. Meira
30. september 2008 | Tónlist | 339 orð | 1 mynd

Kristjana blúsar

Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og hammond, Ómar Guðjónsson gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa, Scott McLemore trommur. Auk þess Sigurður Flosason altósaxófón, Ari Bragi Bragason trompet, Vignir Þór Stefánsson píanó og Gunnar Hrafnsson bassa. Dimma 2008. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 251 orð | 2 myndir

Mamma Mia! Er ekki komið nóg?

SAGAN endalausa um kvikmyndina Mamma Mia! heldur áfram því myndin er nú aftur komin í efsta sæti bíólistans, eftir að hafa gefið toppsætið eftir um stund. Meira
30. september 2008 | Tónlist | 190 orð | 2 myndir

McCartney semur við One Little Indian

PAUL McCartney hefur gert útgáfusamning við One Little Indian, sem er útgáfa Bjarkar Guðmundsdóttur í Bretlandi, en eigandi fyrirtækisins, Derek Birkett, er náinn samstarfsmaður hennar og Sykurmolanna í gegnum árin. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 197 orð | 1 mynd

Með Láka yfir Ameríku

Teiknimynd. Leikstjóri: Olivier Jean–Marie. Íslensk raddsetning. 105 mín. Frakklamd 2007. Meira
30. september 2008 | Myndlist | 56 orð | 2 myndir

Nýir forstöðumenn

BREYTINGAR verða á yfirstjórn nokkurra safna og sýningarstaða á haustmánuðum. Pétrún Pétursdóttir, sem verið hefur forstöðumaður Hafnarborgar í Hafnarfirði í 20 ár, lætur af störfum í vikunni. Ólöf K. Meira
30. september 2008 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Ný plata frá Langa Sela og Skuggunum

* Heyrst hefur að rokkabillísveitin ógurlega, Langi Seli og Skuggarnir sé að leggja lokahönd á upptökur að nýrri plötu. Meira
30. september 2008 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Óður eilífðar

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HINN 6. nóvember næstkomandi verða liðin tíu ár frá sviplegu fráfalli Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndlistar- og tónlistarmanns, kennara, skálds og allra handa lífskúnstners. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 188 orð

Ófrelsi nútímans

Leikstjóri: Ursula Meier. Leikarar: Isabelle Huppert, Oliver Gourmet, Adélaide Leroux. Sviss/ Frakkland/ Belgía. 95 mín. 2008. Meira
30. september 2008 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd

Ómótstæðilegur breyskleiki

COOL Hand Luke, eitthvert mesta karlmenni sem sést hefur á hvíta tjaldinu, er í mínum huga sá karakter sem gerði Paul Newman að stórstjörnu í kvikmyndaleik. Meira
30. september 2008 | Tónlist | 1051 orð | 2 myndir

Sakleysingjarnir Sid og Nancy

Hinn 12. október næstkomandi eru liðin 30 ár frá því að Nancy Spungen fannst látin í herbergi númer 100 á Chelsea-hótelinu í New York. Banamein hennar var blóðmissir sökum stungusárs á kviði. Meira
30. september 2008 | Tónlist | 355 orð | 1 mynd

Þetta er allsherjar kirkjutónlistarveisla

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is NORRÆNT kirkjutónlistarmót var haldið í Stafangri í Noregi nú fyrir skömmu. Það er Norræna kirkjutónlistarráðið sem stendur fyrir mótunum, en þau sækja þeir sem starfa að tónlist í kirkjum. Meira
30. september 2008 | Kvikmyndir | 92 orð | 1 mynd

Þétt dagskrá á RIFF í dag

ÞAÐ verður nóg að gerast á RIFF í dag. Framleiðandinn Gloria Fan mun flytja erindi um kvikmyndagerð í Hollywood í Norræna húsinu kl. 12. Meira
30. september 2008 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Ældi á Janet Jackson

BANDARÍSKA söngkonan Janet Jackson varð fyrir því óláni fyrir skömmu að unnusti hennar ældi á hana. Atvikið átti sér stað í 36 ára afmælisveislu kærastans, sem heitir Jermaine Dupri, en veislan var haldin á næturklúbbnum Tenjune í New York. Meira

Umræðan

30. september 2008 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Ábyrgð og áreiðanleiki

Halldór Ármannsson skrifar um aðferðafræði Hafró: "Þetta vita þeir hjá Hafró ekki því að þeir eru ekki fiskimenn eða veiðimenn, þeir eru bara að telja fiska." Meira
30. september 2008 | Aðsent efni | 439 orð | 1 mynd

Er íslenska lýðræðið blekking

Ólafur Hannesson skrifar um lýðræðið: "Ég vil að lýðræðið virki alla leið, ég vil ekki hafa eitthvert gervilýðræði." Meira
30. september 2008 | Blogg | 29 orð | 1 mynd

Halli | 29. september Hvað með Glitnis maraþonið??? Var að spá í að koma...

Halli | 29. september Hvað með Glitnis maraþonið??? Var að spá í að koma mér í form og hlaupa í næsta hlaupi [...] ætli Glitnir endist svo lengi??? halli-punktur-dk.blog. Meira
30. september 2008 | Blogg | 120 orð | 1 mynd

Hlini Melsteð Jóngeirsson | 29. sept. Þjóðnýting er orð dagsins Ég get...

Hlini Melsteð Jóngeirsson | 29. sept. Þjóðnýting er orð dagsins Ég get ekki betur séð en þjóðnýting sé einmitt það sem verið er að gera þó svo að Geir Hilmar vilji ekki kalla það réttu nafni. Meira
30. september 2008 | Pistlar | 420 orð | 1 mynd

Í miðju fjármálafárviðris

Þau stórtíðindi sem brustu á í bankaheiminum í gærmorgun, laust fyrir opnun Kauphallarinnar, eru með þeim hætti að menn standa á öndinni, eru opinmynntir, beinlínis gapandi og spurningar um framhaldið hrannast upp og enginn virðist gera sér nokkra grein... Meira
30. september 2008 | Blogg | 136 orð | 1 mynd

Jón Bjarnason | 28. september Stórmannlegar uppsagnir á Vestfjörðum! Þær...

Jón Bjarnason | 28. september Stórmannlegar uppsagnir á Vestfjörðum! Þær eru metnaðarfullar sparnaðaraðgerðir Sparisjóðs Keflavíkur sem birtast okkur þessa dagana. Meira
30. september 2008 | Aðsent efni | 208 orð | 2 myndir

Rofar til í Reykjavík

Einar Gunnarsson og Bergur Sigurðsson skrifa um förgun sorps og mengaðs jarðvegs: "Í stað þess að kviksetja skóga sem börn borgarinnar hafa hlúð að í Grænum trefli höfuðborgarsvæðisins mætti nýta malarkamba lágt á vatnasviði." Meira
30. september 2008 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Steypumenning

Guðmundur Páll Ólafsson svarar grein Jónasar Elíassonar: "Er lítil bæjarvirkjun þar sem bergvatni er miðlað sambærileg við risauppistöðulón jökulvatns í villtri öræfanáttúru? Örugglega, ef 1=50." Meira
30. september 2008 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Vandaríki Ameríku

Þórir S. Gröndal skrifar hugleiðingu frá Ameríku: "Bandaríkin eiga við svo margan vandann að glíma að ég hefi tímabundið breytt nafni landsins í Vandaríki Ameríku." Meira
30. september 2008 | Velvakandi | 139 orð | 3 myndir

Velvakandi

Týndur kettlingur HANN Stubbur er fimm mánaða kettlingur sem hvarf frá heimili sínu í Vesturbergi í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 893-8774 eða 842-5774. Meira
30. september 2008 | Aðsent efni | 918 orð | 1 mynd

Það, sem ekki var sagt

Eftir Þorbjörn Broddason: "Það eru harðir kostir að þurfa að verða vitni að því að öflugasti vettvangur hinnar lýðræðislegu baráttu um mikilvægasta starf í heimi sé lagður undir hnútukast um aukaatriði en djúpstæðum og knýjandi raunverulegum vandamálum sé sópað undir teppið." Meira
30. september 2008 | Aðsent efni | 391 orð | 1 mynd

Þreyttur meirihluti

Loftur Þór Pétursson skrifar um skipulagsmál í Kópavogi: "Ekkert sveitarfélag hefur átt í öðrum eins útistöðum við skipulagsyfirvöld, ráðuneyti, umhverfissamtök og sína eigin íbúa og Kópavogur." Meira

Minningargreinar

30. september 2008 | Minningargreinar | 279 orð | 1 mynd

Arnþrúður Gunnlaugsdóttir

Arnþrúður Gunnlaugsdóttir fæddist á Eiði á Langanesi 3. maí 1921. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að kvöldi þriðjudags 16. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Egilsstaðakirkju 27. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 657 orð | 1 mynd

Árni Ingvar Magnússon

Árni Ingvar Magnússon fæddist á Þóroddsstöðum í Grímsnesi 18. október 1928. Hann lést á Landspítalanum 12. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 18. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 1120 orð | 1 mynd

Bergþóra Þorbergsdóttir

Bergþóra Þorbergsdóttir fæddist á Jaðri í Gerðahreppi í Gullbringusýslu 1. maí 1925. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Útskálakirkju í Garði 27. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 2863 orð | 1 mynd

Eðvald Einar Gíslason

Eðvald Einar Gíslason fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1951. Hann lést á Landspítalanum 22. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir, f. 2.1. 1929, og Gísli Benjamínsson, f. 21.6. 1922, d. 18.5. 1991. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 563 orð | 1 mynd

Elís Kjaran Friðfinnsson

Elís Kjaran Friðfinnsson lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrarkirkju 20. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 491 orð | 1 mynd

Erla Einarsdóttir

Erla Einarsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 4. mars 1930. Hún lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Skagafjarðar fimmtudaginn 11. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 20. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 351 orð | 1 mynd

Gisela Halldórsdóttir

Gisela Halldórsdóttir fæddist í Þýskalandi 3. apríl 1934. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Reykhólakirkju 24. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 136 orð | 1 mynd

Guðmundur Valdimarsson

Guðmundur Valdimarsson fæddist í Fjalli á Skeiðum 24. mars 1942. Hann lést á heimili sínu á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum 17. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 26. september. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 5619 orð | 1 mynd

Kristín Sigríður Halldórsdóttir

Kristín Sigríður Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1966. Hún lést á líknardeild Landspítalans 19. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hanne Hintze, f. 4.8. 1937, og Halldór Sigurðsson, f. 11.7. 1934. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 278 orð | 1 mynd

Margrét Símonardóttir Muccio

Margrét Símonardóttir Muccio fæddist í Vestmannaeyjum 11. maí 1923. Hún lést á St. Jósepsspítala 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína J. Pálsdóttir húsmóðir, fædd 29. september 1890, látin 23. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 796 orð | 1 mynd

Stefán Einar Stefánsson

Stefán Einar Stefánsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 13. október 1931. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudaginn 22. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Þórðardóttir, f. á Fossi í Vopnafirði 27. ágúst 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 2737 orð | 1 mynd

Stella Auður Auðunsdóttir

Stella Auður Auðunsdóttir fæddist í Reykjavík 21. maí 1966. Hún lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Auðuns Auðunssonar skipstjóra, f. 25. apríl 1925, d. 8. janúar 2005 og Sigríður Stellu Eyjólfdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2008 | Minningargreinar | 2830 orð | 1 mynd

Örn Hólmar Sigfússon

Örn Hólmar Sigfússon (skírður Hólmar Örn) fæddist í Reykjavík 12. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigfúsar Sigfússonar málarameistara, f. í Reykjavík 24. október 1900, d. 2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Aldrei meiri lækkun

ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 4,8% í gær og hefur vísitalan aldrei áður lækkað svo mikið á einum degi, að því er fram kemur í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. Meira
30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Eftirliti ábótavant

STJÓRNARFORMAÐUR bandaríska fjármálaeftirlitsins, SEC, Christopher Cox, hefur viðurkennt að skortur á eftirliti með bönkum og fjármálastofnunum hafi stuðlað að því hvernig komið er fyrir fjármálamörkuðum. Meira
30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Erlendir bankar í miklum vanda

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SÍFELLT fjölgar þeim bönkum og fjármálafyrirtækjum sem lotið hafa í lægra haldi fyrir fjármálakreppunni sem óneitanlega ríkir í heiminum nú og bættust fjórir við hópinn í gær. Meira
30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 894 orð | 2 myndir

Glitnir stefndi í þrot

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Samkomulag hefur náðst um að ríkissjóður leggi Glitni banka til hlutafjárframlag að jafnvirði 600 milljóna evra, eða um 84 milljarða króna. Með því eignast ríkissjóður 75% hlut í Glitni. Meira
30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 72 orð | 1 mynd

Króna veiktist mjög

KRÓNAN veiktist um 3,9% í viðskiptum gærdagsins. Lokagildi gengisvísitölunnar var 186,6 stig. Meira
30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 463 orð | 1 mynd

Ringulreið á erlendum mörkuðum

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓHÆTT er að segja að hlutabréfamarkaðir um heim allan hafi tekið með eindæmum illa fréttum af því að ekki tókst að koma í gegnum bandaríska þingið frumvarpi um björgunaraðgerðir í efnahagsmálum. Meira
30. september 2008 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Seðlabankar auka útlán til banka

SEÐLABANKAR heimsins héldu áfram að spýta fé inn í fjármálamarkaði í gær í þeirri von að hægt væri að koma í veg fyrir algert frost á lánamörkuðum. Meira

Daglegt líf

30. september 2008 | Daglegt líf | 752 orð | 4 myndir

Ber í lautu?

„Þessi krækiberjasaft er laus við allan sykur og hún er stútfull af járni og vítamínum, af því ég kaldpressaði berin,“ segir Jón Hálfdanarson eðlisfræðingur og skálar stoltur við Kristínu Heiðu Kristinsdóttur í eðaldrykknum. Meira
30. september 2008 | Daglegt líf | 166 orð

Eins og ég

Hallmundur Kristinsson orti limru í orðastað fimmtugrar konu: Eitt sinn var ég ung og fögur, ekki feit en varla mögur. Af mér voru sagðar sögur sannar eða lognar. Ekki eru allar fjaðrir af mér flognar. Meira
30. september 2008 | Daglegt líf | 391 orð | 1 mynd

Hólmavík

Eins og vænta má á þessum árstíma er skólastarf komið í fullan gang og þetta haustið hófu um hundrað börn nám í grunnskólunum fjórum á Ströndum – á Borðeyri, Hólmavík, Drangsnesi og Finnbogastöðum. Meira
30. september 2008 | Daglegt líf | 624 orð | 3 myndir

Naflastrengur inn í samfélagið

Um 90 íslenskir skólar hafa innleitt Olweusaráætlunina svokölluðu sem miðar að því að koma í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga. Meira

Fastir þættir

30. september 2008 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

Akranes Bjartmari Pálmasyni og Margréti Steingrímsdóttur fæddist sonur...

Akranes Bjartmari Pálmasyni og Margréti Steingrímsdóttur fæddist sonur 9. september kl. 12.40. Hann vó 5.235 g og var 60 sm... Meira
30. september 2008 | Fastir þættir | 158 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Látlaus millileikur. Norður &spade;D10742 &heart;63 ⋄Á5 &klubs;KG104 Vestur Austur &spade;Á &spade;G9 &heart;KG84 &heart;972 ⋄D107643 ⋄K982 &klubs;96 &klubs;ÁD83 Suður &spade;K8653 &heart;ÁD105 ⋄G &klubs;752 Suður spilar 4&spade;. Meira
30. september 2008 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Grikkland Elena Birna fæddist 9. júlí í Aþenu. Hún vó 3.580 g og var 52...

Grikkland Elena Birna fæddist 9. júlí í Aþenu. Hún vó 3.580 g og var 52 sm löng. Foreldrar hennar eru dr. Snorri Björn Rafnsson og dr. Efrosyni Argyri búsett í... Meira
30. september 2008 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Kolka Máney og Salka Arney Magnúsdætur og Bryndís Dís Muller voru með tombólu og sölu á berjum o.fl. í Húsahverfinu í Grafarvogi nýlega. Þær söfnuðu 11.192 kr. sem þær gáfu til Rauða... Meira
30. september 2008 | Fastir þættir | 519 orð | 1 mynd

Kína er hið nýja stórveldi skákarinnar

18.-27. september 2008 Meira
30. september 2008 | Í dag | 16 orð

Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum...

Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3. Meira
30. september 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Agla Rán fæddist 20. september kl. 20.54. Hún vó 3.210 g og...

Reykjavík Agla Rán fæddist 20. september kl. 20.54. Hún vó 3.210 g og var 50 sm löng. Foreldrar hennar eru Elísabet Iðunn Einarsdóttir og Georg... Meira
30. september 2008 | Fastir þættir | 83 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

STAÐAN kom upp í fyrstu skák úrslitaeinvígisins á heimsmeistaramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Nalchik í Rússlandi. Sigurvegari einvígisins og heimsmeistari kvenna 2008, hin rússneska Alexandra Kosteniuk (2. Meira
30. september 2008 | Árnað heilla | 212 orð | 1 mynd

Töfrar hjálpa lítið í golfi

TÖFRAMAÐURINN og athafnamaðurinn Baldur Brjánsson fagnar í dag sextugsafmæli sínu. Meira
30. september 2008 | Fastir þættir | 278 orð

Víkverjiskrifar

Er þungarokkið kannski dautt?“ spurði Morgunblaðið síðastliðinn fimmtudag. Meira
30. september 2008 | Í dag | 136 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

30. september 1949 Stjörnubíó við Laugaveg í Reykjavík tók til starfa. Það taldist til tíðinda að loftræsting var í salnum og að gólfið var hallandi. Sýningum var hætt vorið 2002, húsið rifið og bílastæðahús reist á lóðinni. 30. Meira

Íþróttir

30. september 2008 | Íþróttir | 63 orð

Aðsóknin

KR (11) 21.2431.931 Keflavík (11) 17.7751.616 FH (11) 13.8161.256 Breiðablik (11) 12.0561.096 Fjölnir (11) 11.3551.032 Valur (11) 11.2861.026 Fylkir (11) 11.2131.019 ÍA (11) 11.0371.003 HK (11) 9.740885 Þróttur R. (11) 8.972816 Fram (11) 8. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd

Áfram stál í stál

ENGIN niðurstaða varð í deilu handknattleikssambands Evrópu (EHF) og stærstu félagsliða Evrópu á þingi EHF í Vínarborg um helgina. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

„Stefni á að komast í landsliðið“

VALSMÖNNUM barst í gær góður liðsstyrkur þegar þeir sömdu við Harald Björnsson, markvörð U21 landsliðs Íslands í knattspyrnu, til þriggja ára. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Bestu markverðir

Gunnleifur Gunnleifsson, HK 19 (21) Hannes Þór Halldórsson, Fram 13 (22) Ómar Jóhannsson, Keflavík 13 (22) Zankarlo Simunic, Grindavík 10 (18) Bjarki Guðmundsson, Þrótti 9 (20) Stefán Logi Magnússon, KR 8 (18) Þórður Ingason, Fjölni 8 (20) Fjalar... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Bestu miðjumenn

Scott Ramsay, Grindavík 18 (21) Jónas Guðni Sævarsson, KR 18 (22) Davíð Þór Viðarsson, FH 17 (21) Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 15 (20) Dennis Siim, FH 14 (20) Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 14 (22) Paul McShane, Fram 14 (21) Sigmundur Kristjánsson,... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Bestu sóknarmenn

Guðjón Baldvinsson, KR 19 (21) Tryggvi Guðmundsson, FH 18 (21) Guðmundur Steinarsson, Keflavík 16 (21) Jóhann Berg Guðmundss, Breiðab 16 (22) Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 15 (20) Hjálmar Þórarinsson, Fram 15 (22) Atli Viðar Björnsson, FH 11 (18) Patrik... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Bestu varnarmenn

Tommy Nielsen, FH 15 (20) Guðjón Á. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

Einkunnagjöfin

Þessir urðu efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins, leikjafjöldi í sumar í svigum: Leikmenn Guðjón Baldvinsson, KR 19 (21) Gunnleifur Gunnleifsson, HK 19 (21) Scott Ramsay, Grindavík 18 (21) Tryggvi Guðmundsson, FH 18 (21) Jónas Guðni Sævarsson, KR 18... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 299 orð

Eitt af mínum fallegustu mörkum

JÓHANNES Karl Guðjónsson, leikmaður enska 1. deildar liðsins Burnley, var valinn maður leiksins hjá nokkrum enskum fjölmiðlum, meðal annars í blaðinu Guardian , eftir sigur Burnley á Preston, 3:1, um nýliðna helgi. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 335 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður á viðureign rúmenska liðsins CFR Cluj og Chelsea sem mætast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Rúmeníu annað kvöld. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 447 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Camilo Villegas frá Kolumbíu sigraði á Tour-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi um helgina. Hann hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Spánverjanum Sergio Garcia . Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 114 orð

Fyrsti bikardrátturinn

DREGIÐ var í gærkvöldi í 32 liða úrslitum karla í Eimskipsbikarkeppninni í handknattleik og verður um allnokkra skemmtilega slagi að ræða strax í fyrstu umferð. Leikirnir fara fram hinn 7. og 8. október. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 319 orð | 2 myndir

Gunnleifur og Guðjón efstir

ÞEIR Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK, og Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður úr KR, urðu jafnir og efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Hvað gera meistararnir í Álaborg?

EVRÓPUMEISTARAR Manchester United, Arsenal og nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid eru meðal þeirra liða sem verða í eldlínunni í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem hefst í kvöld með átta leikjum. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 259 orð

KNATTSPYRNA Evrópukeppni U17 ára pilta Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda...

KNATTSPYRNA Evrópukeppni U17 ára pilta Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda: Ísland – Noregur 0:0 Grindavíkurvöllur: Úkraína – Sviss 0:0 Lokastaðan: Noregur 31204:05 Sviss 31202:15 Úkraína 31112:54 Ísland 30122:31 *Noregur og Sviss halda áfram í... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 385 orð

Komnir í hóp þeirra stóru

VEIGAR Páll Gunnarsson og félagar í norska liðinu Stabæk halda áfram að gera garðinn frægan. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

KR með 130 skotum meira en Fram en endar samt neðar

ÝMISLEGT kyndugt kemur í ljós þegar tölfræði úr Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar er skoðuð. Morgunblaðið hefur haldið nákvæma skráningu yfir markskot liðanna í Landsbankadeild karla og birt eftir hverja umferð. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Leifur ætlar sér að vekja hinn „dormandi risa“

„MÉR líst bara mjög vel á Víking. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 117 orð

Markahæstir

Guðmundur Steinarsson, Keflavík 16 Björgólfur Takefusa, KR 14 Tryggvi Guðmundsson, FH 12 Helgi Sigurðsson, Val 10 Gunnar Már Guðmundss, Fjölni 10 Atli Viðar Björnsson, FH 9 Guðjón Baldvinsson, KR 9 Pétur Georg Markan, Fjölni 9 Nenad Zivanovic,... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 41 orð

Markskotin

Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: KR 323(161)38 FH 285(148)50 Keflavík 264(147)54 Þróttur R. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Ný kvennadeild í Englandi

ENSKA knattspyrnusambandið hefur gefið út að ný úrvalsdeild kvenna verði sett á laggirnar árið 2010 og á hún greinilega að vera svar Englendinga við samskonar deild sem fer af stað í Bandaríkjunum næsta vor. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 235 orð

Næstbesta aðsóknin frá upphafi í efstu deild

AÐSÓKN á leiki efstu deildar karla í knattspyrnu í ár var sú næstbesta í sögunni, ef litið er til meðaltals. Áhorfendur voru að sjálfsögðu fleiri en nokkru sinni fyrr, enda leikirnir 42 fleiri en áður, 132 í stað 90. Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 41 orð

Spjöldin

Gul Rauð Stig Keflavík 21229 Breiðablik 30342 Fram 38142 FH 35347 Fjölnir 41249 HK 39351 KR 36556 Grindavík 33657 Valur 33657 Þróttur R. 54262 Fylkir 52676 ÍA 44980 * Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt... Meira
30. september 2008 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Þrjár komnar í hópinn hjá Los Angeles

LOS Angeles, eitt af liðunum sjö sem munu skipa hina nýju atvinnudeild kvenna í knattspyrnu á næsta ári, er komið með þrjá leikmenn fyrir næsta tímabil. Meira

Annað

30. september 2008 | 24 stundir | 133 orð | 1 mynd

140 ára yngismeyjar

Á þessum degi árið 1868 kom út í fyrsta skipti sagan Yngismeyjar eða Little Women eins og hún kallast á frummálinu. Bókin sló fljótt í gegn og aflaði höfundinum, Louisu May Alcott, mikilla vinsælda. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

54 vilja stýra Landsvirkjun

Alls höfðu borist 54 umsóknir um starf forstjóra Landsvirkjunar í gær. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns eru mjög hæfir umsækjendur meðal þeirra sem hann hefur séð á listanum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 527 orð | 2 myndir

Að hreykja sér á hæsta steini

Flestir kannast við að leikir stráka og stelpna eru gjarnan ólíkir. Oft er meiri keppni hjá drengjum, svo sem hver getur hlaupið hraðast eða sparkað tuðru af mestri snilld. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Afhenti verk eftir Erró

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) verk eftir listamanninn Erró á föstudaginn en verkið er gjöf íslensku ríkisstjórnarinnar. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

Alex dansar

Alex Freyr Gunnarsson og Katrine Nissen unnu tvöfaldan sigur á alþjóðlegri danskeppni í Serbíu um helgina. Þetta er 5. keppnin sem Alex vinnur á þessu ári, en um næstu helgi fara þau Katrine til London og taka þátt í fimm... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Athugið! Snurða hefur hlaupið á þráðinn hjá listahópnum The Weird Girls...

Athugið! Snurða hefur hlaupið á þráðinn hjá listahópnum The Weird Girls, en gjörningur hópsins verður uppistaðan í nýju myndbandi við lag Emilíönu Torrini, Heard it all before. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 365 orð | 2 myndir

Ást í meinum og brostnar vonir

Nýstofnaður leikhópur, Leikhús andanna, æfir nýtt íslenskt leikverk þessa dagana. Verkið byggist á tveimur einleikjum sem fara fram samtímis. Sýningin fer fram í návígi við áhorfendur í Iðnó við Tjörnina. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Bannað verk á forsíðunni

Bannað listaverk og ævintýraleg ferðalög eru meðal efnis í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Jónas Sen fjallar um ferðalag með Björk um heiminn og birt er bréf eftir Gylfa heitinn Gíslason myndlistarmann. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Baráttudagur

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga, ITUC, hefur ákveðið að gera 7. október næstkomandi að baráttudegi launafólks um allan heim fyrir mannsæmandi vinnu. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

„Ekki um annað að ræða“

„Þetta eru erfiðir tímar fyrir hluthafa,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í samtali við 24 stundir, en „úr því sem komið var ekki um annað að ræða en að koma bankanum til bjargar. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 261 orð | 1 mynd

„Guðjón Arnar lét undan hótunum“

Jón Magnússon var kjörinn þingflokksformaður Frjálslynda flokksins að tillögu Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns flokksins, á þingflokksfundi í gær. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður, segist ekki vera sáttur við þetta. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 740 orð | 1 mynd

„Helgin hefur verið eitt stórt ævintýri“

„Helgin hefur verið eitt stórt ævintýri. Atburðarás laugardagsins var með ólíkindum en ég hafði alltaf trú á því að við í FH myndum landa titlinum,“ segir framherjinn Atli Viðar Björnsson sem lék stórt hlutverk á lokasprettinum með Íslandsmeistaraliði FH . Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 42 orð

„Kemur ekki akandi framhjá mér (fyrrverandi) stjórnarformaður...

„Kemur ekki akandi framhjá mér (fyrrverandi) stjórnarformaður Glitnis í nýja blæjubílnum sínum. .../...með derhúfu .../...og sneri derið aftur. .../...var með græjurnar í botni. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 53 orð

„Ríkið kaupir Glitni. Nei hver fjandinn, núna á ríkið endanlega...

„Ríkið kaupir Glitni. Nei hver fjandinn, núna á ríkið endanlega ALLA mína peninga! Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 47 orð

„Þá er Gamli Svalur genginn. .../...keyrir kappakstursbíl á himnum...

„Þá er Gamli Svalur genginn. .../...keyrir kappakstursbíl á himnum með aðra hendi á stýri og hina í poppkornsskál. Paul Newman var í svala hópnum af gömlu gullaldarkempunum og það eru fáir eftir af þeim hópi; they don't make 'em like they used... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 253 orð | 1 mynd

Beið í einn mánuð

Bið eftir nettengingu tók hátt í 30 daga. Viðskiptavinur gafst upp og leitaði annað. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 145 orð

Bessastaðaskóla minnst

Hátíðin Bessastaðaskóli – vagga íslenskrar menningar, verður haldin í annað sinn laugardaginn 4. október. Meginviðfangsefni hátíðarinnar að þessu sinni er áhrif og arfur dr. Hallgríms Schevings. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 37 orð | 1 mynd

Björgunaráætlun felld

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að nota 700 milljarða dala til að bjarga fjármálakerfi landsins. Í atkvæðagreiðslu um frumvarpið sögðu 228 þingmenn nei en 205 sögðu já. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Branagh í ofurhetjumyndirnar

Leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh er nú í samningaviðræðum við Marvel-kvikmyndaverið um að hann taki að sér leikstjórn myndarinnar um ofurhetjuna Thor, sem er byggður á hinum norræna þrumuguð. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 337 orð | 1 mynd

Brjóstamjólk góð í eftirrétt?

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Fyrirtækið Ben & Jerry's, sem þekkt er fyrir ýmsar nýstárlegar bragðtegundir í ísframleiðslu sinni, hefur verið hvatt til að ganga skrefi lengra og hefja framleiðslu á ís úr brjóstamjólk. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

C20 vísitalan féll um rúm 5%

Danska hlutabréfavísitalan C20 lækkaði um 5,3% í gær. Það er fjórða mesta fall á einum degi í sögu vísitölunnar. Hlutabréf þriggja fyrirtækja í vísitölunni lækkuðu um meira en tíu prósent. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Dagpeningarnir lækka í haust

Dagpeningar til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna lækka frá og með 1. október. Dagpeningar fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring verða 17.200 krónur en voru 19.700 krónur. Dagpeningar fyrir gistingu í einn sólarhring verða 10. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 133 orð | 1 mynd

Dannon mótmælir líka

Fyrirtækið Dannon, sem er leiðandi í jógúrtframleiðslu í Bandaríkjunum, hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem mótmæla auglýsingum sem auglýsa ruslfóður fyrir börn. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 292 orð | 1 mynd

Dauðadans krónunnar

Hrun krónunnar, óðaverðbólga, okurvextir og ólíðandi verðtrygging lána eykur skuldabyrði heimila í landinu og er sá veruleiki sem blasir við þjóðinni ásamt auknu atvinnuleysi nú í byrjun vetrar. Þessari óstjórn verður að linna. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Dönskustyrkir

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði dönskukennslu. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Ef það er einhver hljómplata sem á eftir að seljast líkt og heitar...

Ef það er einhver hljómplata sem á eftir að seljast líkt og heitar lummur fyrir jólin er það væntanlega safnplata diskókóngsins Páls Óskars Hjálmtýssonar . Þar munu öll hans bestu lög, sem þjóðin elskar og dáir, fá að njóta sín. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 53 orð

Ekkert strætókort án lögheimilis

Erlendir nemar verði að eiga lögheimili í sveitarfélögum sem standa að Strætó bs. til að eiga rétt á nemakortinu. Ekki er nægilegt að hafa tímabundið aðsetur á Íslandi skv. reglum Strætó um nemakortin. Strætó bs. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 100 orð | 1 mynd

Eldur í tveimur bifreiðum

Karlmaður var fluttur á slysadeild í gær með brunasár en sprenging varð í bíl hans í Laugardalnum. Lögregla fékk síðdegis í gær tilkynningu um eld í tveimur bifreiðum á Reykjavegi við Laugardal í Reykjavík og hafði kviknað í báðum bílunum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 298 orð | 1 mynd

Enn beðið eftir úrræðum

Eftir Elías Jón Guðjónsson eliasa@24stundir.is Velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur enn ekki tekist að koma á fót búsetuúrræði fyrir 20 vímuefnasjúklinga sem upphaflega var gert ráð fyrir að stæði til boða í ágúst síðastliðnum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 285 orð | 1 mynd

Er viðbót við kerfið í kringum neytendur

„Starf mitt er viðbót við allt kerfið sem er í kringum neytendur og ég aðstoða fólk við að finna lausnir,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um það embætti sem hann gegnir. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 686 orð | 1 mynd

Fab lab er smiðja ótal tækifæra

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@24stundir.is Útskorin stofuborð, kubbar og húslíkön eru meðal þeirra hluta sem hafa litið dagsins ljós í Fab lab-smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum en hún opnaði dyr sínar í júlí. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 125 orð | 1 mynd

Fannst loks í kofa

Fjölmennt lið lögreglumanna á fimm bílum leitaði árangurslaust að manni á stolnum bíl um fáfarna fjallavegi og hjáleiðir í uppsveitum Borgarfjarðar síðastliðinn föstudag. Á fréttavefnum skessuhorn. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

FED hækkar lán til seðlabanka

Bandaríski Seðlabankinn hefur hækkað fjárhæð sem hann býður seðlabönkum nokkurra annarra landa til útlána. Sem dæmi hækkar fjárhæðin sem danska Seðlabankanum býðst úr 5 milljörðum dollara í 15 milljarða. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 102 orð | 1 mynd

Ferðalangar frelsaðir í Súdan

Ellefu evrópskir ferðamenn sem rænt var í suðurhluta Egyptalands 19. september voru leystir úr haldi ræningja sinna í gær. Engan gíslanna sakaði, en yfirvöld segja að sex mannræningjar hafi fallið í átökum við súdanskar hersveitir. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 53 orð

Finna njósnara á Facebook

Breska leyniþjónustan MI6 leitar sífellt nýrra leiða við ráðningu njósnara sinna. Fyrrum hvíldi mikil leynd yfir ferlinu – þar sem alla jafna var haft samband við vænlega umsækjendur þegar þeir útskrifuðust úr háskóla. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Fjölmörg knattspyrnulið gerðu upp tímabilið á laugardaginn og brugðu sér...

Fjölmörg knattspyrnulið gerðu upp tímabilið á laugardaginn og brugðu sér í bæjarferð. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 321 orð | 3 myndir

Frelsi og fallegar byggingar

Síðastliðin níu ár hefur Félag múslima á Íslandi beðið eftir því að borgaryfirvöld afgreiði umsókn um byggingarlóð vegna mosku og menningarmiðstöðvar. Á sama tíma hafa umsóknir allra annarra trúfélaga verið afgreiddar. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 33 orð | 1 mynd

Frystir

Norðan 10-18 m/s, hvassast austantil, en heldur hægari um kvöldið. Snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum og þurrt að mestu. Hiti -3 til +4 stig, kaldast fyrir... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Fyrir alla „Trumbusláttur er fyrir alla, jafnt vana tónlistarmenn...

Fyrir alla „Trumbusláttur er fyrir alla, jafnt vana tónlistarmenn sem algjöra byrjendur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson , leikari og einn helsti hvatamaður svokallaðra trommuhringja á Íslandi. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 400 orð | 2 myndir

Fyrst komu 100% lán bankanna síðan 90% lán Íbúðalánasjóðs!

Það virðist útbreiddur misskilningur að íslenskir bankar hafi ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum íbúðalán á lágum vöxtum í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður hóf að veita almenn 90% lán. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 144 orð | 1 mynd

Gamanþættir gagnrýndir

Bandarískir sjónvarpsáhorfendur hafa löngum átt í mestu erfiðleikum með að meðtaka breskan húmor. Svo gæti einnig orðið raunin með gamanþáttaröð BBC, Little Brittain, sem notið hafa feikilegra vinsælda á breskri og íslenskri grundu. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Greiða fyrirfram

Viðskiptavinur BM Vallár varð hissa þegar honum var sagt að greiða vöru fyrirfram sem síðan yrði sérpöntuð. Fyrirtækið segist vera að tryggja... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Grimmileg ástarsaga

Kvikmyndasafnið sýnir myndina Grimmileg ástarsaga (Zhestokiy romans) í leikstjórn Eldar Ryazanov í kvöld kl. 20. Grimmileg ástarsaga er frá árinu 1984 og er háðsádeila á yfirstéttina í Rússlandi á 19. öld sem byggð er á leikriti Aleksandr Ostrovsky. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Haustið tími til torfvinnu

Fyrr á tímum var haustið hefðbundinn tími til torfvinnu og hleðslustarfa. Hleðsluskólinn og Torf og grjót munu standa fyrir námskeiði í íslenskri hleðslutækni dagana 4. til 5. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Helgarnámskeið

Guðni Gunnarsson, hönnuður Rope Yoga-kerfisins, stendur fyrir helgarnámskeiði í lífsfærni dagana 3. til 5. október. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Herbert predikar

Sóknarprestur Keflavíkurkirkju hefur leitað til Herberts Guðmundssonar um aðstoð við messu í byrjun nóvember. Herbert syngur þar lög sín og boðar... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 339 orð | 3 myndir

Herbert predikar í Keflavíkurkirkju

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Hinn 9. nóvember næstkomandi mun Herbert Guðmundsson halda uppi guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Hert eftirlit

Umferðarslys í Ölfusi hafa verið nokkuð tíð. Því kemur vel til greina að lækka hámarkshraða þar. Annar möguleiki í stöðunni er að efla eftirlit á þessum slóðum, hvort heldur er með sýnilegri löggæslu eða hraðamyndavélum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 373 orð | 1 mynd

Hluthafar tapa á hamförunum

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@24stundir.is Hluthafar eru afar óhressir með samning ríkisins við Glitni sem kynntur var í gær. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 130 orð | 1 mynd

Holskeflan skellur á Evrópu

Neyðarfundir hafa verið haldnir víða í Evrópu undanfarna daga til að bjarga bönkum í kreppu, tveimur vikum eftir hrunið á Wall Street í New York. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Hundur fann amfetamín

Fíkniefnahundur fangelsisins á Litla-Hrauni fann í síðustu viku bakpoka utan girðingar fangelsisins. Í bakpokanum voru tveir litlir plastpokar með hvítu efni. Við prófun kom í ljós að í öðrum pokanum var amfetamín en íblöndunarefni í hinum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 468 orð | 2 myndir

Hvað er undir í Stoðum Group?

Stoðir Group fengu í gær heimild til greiðslustöðvunar til 20. október. Í kjölfarið var hluthafafundi sem átti að fara fram í dag aflýst. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Hvað gerist?

Það hefur miklar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf og athafnalíf ef stórt fyrirtæki með krosseignatengsl víða í bönkum og öðrum fyrirtækjum verður gjaldþrota eða stefnir í gjaldþrot. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 136 orð | 1 mynd

Hvatning í kreppu

Markaðssetning í niðursveiflu er yfirskrift hádegisfundar Ímarks – félag markaðsfólks. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hilton Reykjavík - Nordica í dag og hefst kl. 12. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Í fótspor Stevens Spielbergs

Leikstjórinn Zack Snyder hefur nú fetað í fótspor Stevens Spielbergs en Snyder hefur gert samning við tölvuleikjarisann Electronic Arts um að hann muni vinna þrjá tölvuleiki með fyrirtækinu. Það er kvikmyndaritið Variety sem greinir frá þessu. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Í miklum vanda

Nú er um 15% verðbólga. Gjaldmiðillinn íslenska krónan í frjálsu falli og nauðsyn hefur borið til að mati ríkisstjórnarinnar að taka yfir einn stærsta viðskiptabankann. Vogunarsjóðirnir eru í miklum vanda og einn bað um greiðslustöðvun í dag. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Kaffibarinn var troðfullur og mikið stuð var þar á laugardagskvöldið...

Kaffibarinn var troðfullur og mikið stuð var þar á laugardagskvöldið síðasta þegar hljómsveitin Retro Stefson spilaði flest lögin af væntanlegri plötu sinni. Nokkrir liðsmenn, sem eru þónokkuð undir lögaldri, voru í fylgd með foreldrum sínum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 297 orð | 1 mynd

Klassískir tónar með hádegisverðinum

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að klassískir tónlistarmenn blási til hádegistónleika að sögn Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara. „Þetta er mjög algengt tónleikaform erlendis og hefur verið að aukast hérlendis líka. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 300 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

M argir urðu agndofa þegar þeir heyrðu fyrstu fréttir gærdagsins. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 152 orð | 1 mynd

Knútur kemur til hafnar

Nýtt varðskip Dana, Knud Rasmussen, er þessa dagana í sinni fyrstu ferð um norðurslóðir. Fjölmargir skoðuðu skipið sem lá við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um helgina. Skipið er nefnt eftir danska landkönnuðinum Knud Rasmussen. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 509 orð | 1 mynd

Komið í veg fyrir hrun

Ekki er hægt annað en hrósa ríkisstjórn og Seðlabanka fyrir hve hratt var brugðist við aðsteðjandi vanda Glitnis banka. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Kostir og gallar verðtryggingar

Það er einkennileg umræða þegar fólk kvartar yfir þeim viðskiptasamningum sem það gerir af fúsum og frjálsum vilja. Var það blekkt? Var það þvingað? Er um óeðlilega viðskiptahætti að ræða? Nei. [... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 28 orð | 1 mynd

Krónur til Kongó

Rauði krossinn stendur um helgina fyrir söfnunarátakinu Göngum til góðs og þarf til þess 2500 sjálfboðaliða. Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 39 orð | 1 mynd

Laganemar gefa ráð

Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, hefst aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 2. október. Almenningi gefst þar kostur á lögfræðilegri aðstoð sér að endurgjaldslausu í síma 5511012 klukkan 19.30 til 22.00. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 68 orð | 5 myndir

Ljósmyndari þjóðarinnar

Viðamikil sýning á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, var opnuð í Þjóðminjasafninu á laugardag. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 170 orð | 2 myndir

Lokast inni í lyftu í þrjá tíma

Ég verð seint talin með þeim sem hafa mjög töff tónlistarsmekk. Eins og mörgum finnst mér skemmtilegast að hlusta á tónlist sem ég get sungið með og þekki. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 288 orð | 1 mynd

Lægstu laun ljósmæðra

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Átta ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja treysta sér ekki til að taka aftur uppsagnir sínar nema kjör þeirra verði leiðrétt sérstaklega. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 18 orð

Magni kominn í þagnarbindindi

Magni Ásgeirsson má ekkert syngja næstu sex vikurnar. Útgáfu á nýrri plötu Á móti sól hefur verið... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 251 orð | 1 mynd

Má ekki syngja að læknisráði

Hljómsveitin Á móti Sól hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri plötu sinni fram yfir áramót og jafnvel til næstu jóla. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Melamín finnst í súkkulaði

Sælgætisframleiðandinn Cadbury's telur sig hafa fundið efnið melamín í súkkulaði sem framleitt var í verksmiðju fyrirtækisins í Kína. Ellefu súkkulaðitegundir fyrirtækisins voru innkallaðar víða í Asíu af ótta við að efnið leyndist í þeim. Um 50. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 112 orð | 1 mynd

Mikil hækkun

Samkvæmt síðu Neytendasamtakanna, ns.is, hringdi neytandi og kvartaði yfir hækkun á salatboxi í Krónunni úr 399 kr. í 579 kr., sem er hækkun upp á 45%. Neytendastofa sendi Krónunni bréf. Tveim dögum seinna kom svar og þar kom útskýring á þessari hækkun. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 193 orð | 2 myndir

Minna mas og meiri hasar með super 8

„Þetta er bara minna mas og meiri hasar,“ segir tónlistarmaðurinn ástsæli Páll Óskar Hjálmtýsson en hann mun á fimmutdagskvöldið standa fyrir sérstöku super 8 kungfúkvöldi í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 134 orð | 1 mynd

Minni hraði yki hættu á framúrakstri

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður Árnesinga, varpaði fram þeirri hugmynd á dögunum, í kjölfar alvarlegs umferðarslys í Ölfusi milli Selfoss og Hveragerðis, að rétt kynni að vera að minnka hraða á þeim slóðum niður í 70 km úr 90 km með tilliti til... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 60 orð | 3 myndir

Naumt tap gegn Frökkum en EM-draumurinn lifir enn

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega, 2:1, á útivelli gegn Frökkum í lokaleiknum í riðlakeppni Evrópumótsins á laugardag. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Námskeið um trúartákn

Þriðja fræðslunámskeið haustsins á vegum Fullorðinsfræðslu Hafnarfjarðarkirkju hefst næstkomandi fimmtudag, 2. október, klukkan 20. Á námskeiðinu ætlar Þórhallur Heimisson prestur að fjalla um heim kristinnar táknfræði og talnaspeki. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 219 orð | 1 mynd

Níu af hverjum tíu gæsluvarðhaldsúrskurðum

Um 90 prósent allra gæsluvarðhaldsúrskurða sem fallið hafa á þessu ári hafa komið eftir beiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og lögreglunni á Suðurnesjum. Alls hafa fallið 115 gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu 2008 yfir 110 einstaklingum. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Norskir gestir

Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur fengið tvo gesti frá Noregi í heimsókn, þær Evu Maagerø, dósent í norsku, og Grethnu Holtan Folkestad Folkestad, lektor í bókmenntum og bókmenntakennslu við Háskólann á Vestfold í Túnsbergi Noregi. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 798 orð | 3 myndir

Nýr heimur og forn frægð

Tæplega 20 manna hópur úr MBA-námi Háskólans í Reykjavík hélt í tveggja vikna ferð til Kína til þess að kynnast uppbyggingu landsins, viðskiptum, samfélaginu og sögu þess. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 361 orð

Ofurbótaþegar

Sannleikur síðustu ára hefur umhverfst í ljóta lygi á undraskömmum tíma. Glæframenn nýfrjálshyggjunnar leituðu heim í ríkisskjólið um miðja nótt og báðu um hjálp. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Og nú á ríkið 75% í Glitni

Forstjóri Glitnis, Lárus Welding, situr hér og hlustar á seðlabankastjóra, Davíð Oddsson, tilkynna á blaðamannafundi að ríkið hefði keypt 75 prósenta hlut í Glitni. Hefði það ekki verið gert hefði bankinn orðið gjaldþrota. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 77 orð

Óhress með niðurstöðuna

Stjórnarformaður Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, er ósáttur við kaup ríkissjóðs á 75% hlut í bankanum. Í samtali við 24 stundir sagði hann að vel hefði verið hægt að koma bankanum til bjargar ef menn hefðu haft til þess meiri tíma. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 271 orð | 1 mynd

Óttast um líf hælisleitanda

„Þarna var 17 ára drengur sem er að okkar mati svo illa staddur að hann er í hættu. Það slær mann,“ segir Þorleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 309 orð | 1 mynd

Óvíst með Baugshlut

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Stoðir Group, sem óskuðu eftir greiðslustöðvun í gær, eru byggðar á félaginu sem áður hét FL Group. Stoðir Group urðu til í byrjun júlí síðastliðins þegar tilkynnt var um nafnbreytinguna. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 113 orð | 1 mynd

Plant túrar ekki með Zeppelin

Söngvari Led Zeppelin, Robert Plant, hefur blásið á allar sögusagnir um að hann sé að fara í tónleikaferðalag og taka upp plötu með hinni goðsagnakenndu hljómsveit sinni, en dagblaðið The Sun hafði birt frétt þess efnis í síðustu viku. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 115 orð | 1 mynd

Ratsjárkerfi í Ísrael

Bandaríkin hafa látið Ísraelum öflugt ratsjárkerfi í té, sem ætlað er að vara við mögulegum eldflaugaárásum frá Íran. Ratsjánni fylgdu um 120 bandarískir starfsmenn. Ratsjáin nýtir upplýsingar frá gervitunglum sem eru í eigu Bandaríkjanna. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 340 orð | 1 mynd

Reynsla fyrir lífið

Það er auðgandi reynsla fyrir ungt fólk að hleypa heimdraganum, fara á framandi slóðir og kynnast ólíkum háttum. Ekki síður skapar það aðstæður til að kynnast sjálfum sér betur og auka víðsýni. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Rigning eða slydda

N- og NA 5-10 m/s, en bætir heldur í vind á morgun, einkum norðvestantil. Dálítil rigning eða slydda af og til norðan- og austantil á landinu, annars skýjað með köflum. Rigning S- og V-lands fram eftir degi. Hiti 2 til 9... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 207 orð | 3 myndir

Rofar til í Reykjavík

Nýverið bárust þau jákvæðu tíðindi frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar að flytja ætti mengaðan jarðveg, af urðunarstað á Hólmsheiði, í trygga meðhöndlun hjá SORPU í Álfsnesi. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 221 orð | 1 mynd

Safna varahlutalager fyrir borðspil

„Ég reyni að eiga teninga, tímaglös, aukakalla og sitt lítið af hverju til að laga spil. Oft bendi ég fólki líka á hvernig það getur bætt spilið,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir, annar eigandi Spilavina. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Sameina fjölskyldur „Við erum að leita til allra landsmanna...

Sameina fjölskyldur „Við erum að leita til allra landsmanna, annaðhvort til að ganga eða gefa,“ segir Sólveig Ólafsdóttir , sviðssjóri hjá Rauða krossi Íslands, um landssöfnunina Göngum til góðs . Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 19 orð | 1 mynd

Sex hundruð sýna

Sex hundruð manns sýna vörur sínar og kynna þjónustu á Sjávarútvegssýningu í Smáranum um helgina. Sýningin þykir á... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 365 orð | 1 mynd

Sex hundruð sýna í Smára

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Um 600 aðilar kynna vörur og þjónustu á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi sem hefst á fimmtudag og stendur til laugardags. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 80 orð

Sextán innbrot í sumarhús

Hrina innbrota í sumarbústaði hefur gengið yfir í Árnessýslu en í síðustu viku var tilkynnt um sextán innbrot í sumarbústaði í Árnessýslu. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Sérstök lega eykur áhrifin

Sérstök lega Íslands kann að gera það viðkvæmara fyrir loftslagsbreytingum að mati Rowans Douglas, sérfræðings á þessu sviði. Hann flytur erindi á málþingi um loftslagsbreytingar á morgun. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 123 orð | 1 mynd

Sigldur en særður

Það þykir ekki tiltökumál í dag að fara út fyrir landsteinana en hér á öldum áður voru fáir sem áttu þess kost. Einn víðförlasti Íslendingur fyrri alda var Jón Ólafsson fæddur 1593, betur þekktur sem Jón Indíafari. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Skil sýslumann

Ég hef skilning á því þegar sýslumaður varpar fram svona hugmyndum. Hins vegar væri ankannalegt ef spottinn á milli Hveragerðis og Selfoss væri sá eini á hringveginum þar sem hámarkshraði væri 70. Slíkt yki hættu á framúrakstri. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 365 orð | 1 mynd

Skortir okkur vit til að skilja?

Þeir keppast við að segja okkur að vera alveg róleg – viðskiptavinir Glitnis þurfi engu að kvíða, innistæður almennings í bankanum séu tryggar. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Springsteen á Ofurskálinni

Rokksöngvarinn Bruce Springsteen mun koma fram í hálfleik úrslitaleiks Ofurskálar NFL í bandarískum fótbolta í Flórída hinn 1. febrúar næstkomandi. Leikurinn er einn stærsti sjónvarpsviðburður heims, en á síðasta leik horfðu um 148 milljónir manna. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 39 orð | 1 mynd

Starfsfólk banka óttast uppsagnir

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja óttast uppsagnir í Glitni og fleiri bönkum. Hann sagði í samtali við RÚV að fólki væri brugðið. Félagar í samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja eru um 5.000 en ríflega 7. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 84 orð | 5 myndir

Stórsókn í Pakistan

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 20.000 óbreyttir borgarar hafi flúið til Afganistans undan átökum í norðvesturhluta Pakistans undanfarna daga. Tugþúsundir til viðbótar eru taldar hafa farið til annarra hluta Pakistans. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Stórtíðindi

Þjóðnýting Glitnis er stórtíðindi, hin mestu í íslensku viðskiptalífi síðan ríkisbankarnir voru einkavæddir og markar þáttaskil í bankaheiminum hérlendis. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Strandflutningar styrktir

ESB vinnur að því að létta á vegakerfi álfunnar með því að styðja við bakið á uppbyggingu strandflutninga. Verkefnið kallast „þjóðvegir á hafi“ og miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Strípibann

Hollensku nektarsamtökin Edengarðurinn aflýstu nektarmessu sem þau höfðu auglýst um helgina, eftir hávær mótmæli frá kappklæddari sóknarbörnum. Talsmaður hópsins segist ekki skilja fjaðrafokið. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 74 orð

Stutt Rottugangur Loka þurfti Sundlauginni á Akureyri á föstudaginn í...

Stutt Rottugangur Loka þurfti Sundlauginni á Akureyri á föstudaginn í tvær klukkustundir vegna rottugangs. Gestir sáu rottu spígspora á laugarsvæðinu og var í kjölfarið ákveðið að loka og kallað var á meindýraeyði en þá var rottan á bak og burt. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 13 orð

Super 8 kungfúmyndir í fyrirrúmi

Páll Óskar opnar myndasafn sitt á fimmtudagskvöldið og sýnir gamlar kungfúmyndir í... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 430 orð | 1 mynd

Tapið milljarður á tveimur árum

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Telja misbrest á talningu atkvæða

Þingkosningar í Hvíta-Rússlandi stóðust ekki alþjóðlega staðla, að mati eftirlitsmanna. Segja þeir að stjórnvöld hafi stýrt allri umræðu í aðdraganda kosninganna og að gallar hafi verið á talningu atkvæða. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Til heiðurs Ólafi

Alþjóðleg ráðstefna í steinsteypufræðum, Our World in Concrete & Structure, sem haldin verður í Singapúr árið 2011, verður helguð dr. Ólafi H. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 233 orð | 10 myndir

Tískuveislan heldur áfram í Parísarborg

Nú eru jólin fyrir tískuunnendur því hin árlega tískuvika í París hófst með nokkrum glæsilegum sýningum á sunnudag. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 24 orð | 1 mynd

Tískuvikan í París hefst

Tískuvikan í París hófst á sunnudag með nokkrum glæsilegum sýningum. Við stiklum á stóru og sjáum brot af því besta sem var í... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Toppar í Evrópu tali um fjármál

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hyggst kalla leiðtoga innan Evrópusambandsins til fundar á næstunni til að ræða uppbyggingu nýrrar fjármálastefnu sambandsins. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 127 orð | 1 mynd

Tveir módernískir meistarar

Sýningin Sigurjón Ólafsson og Þorvaldur Skúlason – tveir módernistar verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 4. október. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 162 orð | 1 mynd

Töfrabrögð ekki bara fyrir börnin

Tvöfaldur heimsmeistari töframanna, Argentínumaðurinn Henry Evans, mun leika listir sínar á hinu árlega töfrakvöldi Hins íslenska töframannagildis. Þar kemur einnig fram rjómi íslenskra töframanna. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 13 orð

Töfrandi kvöldstund í Kópavogi

Hið íslenska töframannagildi verður með töfrakvöld á fimmtudaginn. Meðal gesta er tvöfaldur... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Um verk Péturs Gunnarssonar

Af jarðarinnar hálfu er heiti ritgerðasafns sem gefið var út í tilefni sextugsafmælis Péturs Gunnarssonar rithöfundar á síðasta ári. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 354 orð | 2 myndir

Uppfinningamenn framtíðarinnar

Uppfinningamenn framtíðarinnar kepptu um bestu hugmyndirnar í fjórum flokkum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í ár. Metfjöldi þátttakenda var að þessu sinni. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 105 orð

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 4,82% í gær og var lokagildi...

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 4,82% í gær og var lokagildi hennar 4.70,98 stig. Gengi bréfa hins færeyska Eikar banka hækkuðu um 3,53% og voru þau ein bréfa fyrirtækja á aðallista til að hækka. Lokað var fyrir viðskipti með bréf Glitnis. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 264 orð | 1 mynd

Veislan er komin í gjaldþrot

Jæja, þá er allt á leið til andskotans. Allt í bullandi mínus í heiminum og bankarnir falla hver á eftir öðrum eins og dóminókubbar. Með þessu áframhaldi er ljóst að við þurfum að herða sultarólina. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 334 orð | 2 myndir

Vilja staðgreiðslu við pöntun á vöru

Komið hafa upp mál þar sem byggingarfyrirtæki vilja láta greiða vöru að fullu þurfi að panta hana. Neytendasamtökin vara fólk við því sökum efnahagsástandsins. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 241 orð | 2 myndir

Vin Diesel klikkar – enn og aftur

Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Þrátt fyrir ágæta leikhæfileika, stóra vöðva og mörg húðflúr hefur Vin Diesel ekki leikið í góðri mynd síðan hann var í Pitch Black árið 2000. Það breytist ekki með nýjustu mynd hans, Babylon A.D. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 102 orð | 1 mynd

Vopnaður maður með hótanir

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku í gær erlendan karlmann á dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem var vopnaður hnífi, lét ófriðlega og hótaði meðal annars að skaða sjálfan sig. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 71 orð | 2 myndir

Walken og Eiríkur Jónsson

Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð & heyrt, og leikarinn geðþekki, Christopher Walken, eru tvífararnir að þessu sinni. Töluverður svipur er með þeim félögum, en báðir eru á virðulegum aldri, Eiríkur fæddur 1952 en Walken 1943. Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Ævintýri í Kína

Gísli Þorsteinsson fór með 20 manna hóp úr Háskólanum í Reykjavík til Kína á dögunum og segir hann ferðina hafa verið algjört... Meira
30. september 2008 | 24 stundir | 376 orð | 1 mynd

Öryggi Öryggismál á nýjum tímum í Evrópu er heiti á fyrirlestri sem...

Öryggi Öryggismál á nýjum tímum í Evrópu er heiti á fyrirlestri sem Chris Donnelly flytur á fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála á Hótel Sögu í dag. Fundurinn hefst klukkan 17:00. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.