Greinar föstudaginn 31. október 2008

Fréttir

31. október 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð

Auratal

Jæja, helgin framundan. Kannski maður fái sér kippu. Sötra einn í kvöld, aðeins með enska boltanum á morgun og afganginn um kvöldið. Best að grípa svo eina rauðvín handa okkur hjónakornunum með kvöldmatnum. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð

Bandaríkin og kosningarnar

Í DAG kl. 15 til 16.30 stendur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir pallborðumræðum um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í stofu 301 í Árnagarði. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 545 orð | 1 mynd

Bankahrunið afar dýrt

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BANKAKREPPAN mun setja opinbera geiranum þröng mörk og leggja byrðar á þjóðina á næstu árum. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efnahagsmál í gær. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

„Skelfilegt ástand“

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is UM 100 manns á Akureyri hafa fengið uppsagnarbréf í vikunni eða fá það í dag, allir í byggingariðnaði; smiðir, málarar og píparar. Meira
31. október 2008 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

„Það versta er afstaðið“

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ROBERT Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir, að erfiðasti hjalli í fjármálakreppunni sé að baki og viðsnúningur verði brátt í Bandaríkjunum. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 799 orð | 3 myndir

„Þetta er tímasprengja“

Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is ANDRÉS Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir deginum ljósara að mikill þrýstingur sé á verðlag í íslenskri verslun. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 232 orð

Blásið til sóknar á Suðurlandi

FJÖLBREYTTIR möguleikar til aukinnar framleiðslu og atvinnusköpunar á Suðurlandi voru umfjöllunarefni málþings sem haldið var í Skógum undir Eyjafjöllum í fyrrakvöld. Tæplega hundrað manns komu til málþingsins. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Fegurðin berst ekki frá föður til sonar

Mæður hafa í gegnum tíðina staðið í þeirri trú að synir þeirra erfi fegurð feðra sinna. Samanburður á andlitsdráttum föður og sonar ljúgi ekki. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fimm handteknir í húsleit

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð víðtækar fíkniefnaaðgerðir á þriðjudagskvöldinu, sem lið í því að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna. M.a. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 240 orð

Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KONUR hafa í auknum mæli hringt í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis af hálfu sambýlismanna eða eiginmanna og tengja þær það við álag vegna efnahagsþrenginganna, að sögn Hlífar Magnúsdóttur, starfskonu í Kvennaathvarfinu. Meira
31. október 2008 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Gefðu mér í gogginn

Í DAG er allra heilagra messa og kjötkveðjuhátíð meðal kaþólskra. Í tilefni af því var flóðhestunum í Bioparco-dýragarðinum í Róm boðið upp á grasker og má með sanni segja, að þeir hafi tekið vel á móti... Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Gerð að heiðursfélaga

Á aðalfundi Sögufélagsins nýverið var Sigríður Th. Erlendsdóttir gerð að heiðursfélaga. Hún er fyrsta konan í 106 ára sögu félagsins sem gerð er að heiðursfélaga. Meginverk Sigríðar er saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Háð velvilja þjóðarinnar

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HANN er lítill, örlítið bústinn og bæði í björgunarvesti og með björgunarhring. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum

„VIÐ erum náttúrlega búin að búast við þessu,“ segir Sigurjón Hjartarson, smiður hjá BYGG, sem sagt var upp í fyrradag. Hátt í 200 starfsmönnum fyrirtækisins hefur verið sagt upp. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hlé á viðræðum við Rússland

VIÐRÆÐUR við Rússa eru ekki dottnar upp fyrir en á þeim hefur verið gert hlé. Þetta kom fram í máli Geirs H. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Hugsa sér til hreyfings

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NIÐURSTÖÐUR könnunar sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Morgunblaðið gefa til kynna að 32,5% fólks á aldrinum 18-75 ára hafi leitt hugann að því að flytjast úr landi vegna efnahagsástandsins hér á landi. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Hugur í Íslendingum í Lúxemborg

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „STARFSMENN allra bankanna þriggja hér í Lúxemborg hafa hist reglulega til að styrkja hver annan,“ segir Friðjón Einarsson, sem er yfir markaðs- og sölumálum hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð

Hæfi rannsakenda á gráu svæði

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 586 orð | 2 myndir

Höfðu meiri áhyggjur af innrás en útrás

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Það sá enginn útrásina fyrir, en menn höfðu miklar áhyggjur af innrás á öllum sviðum,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Lánaskuldbindingar og barn á leiðinni

ÞJÓÐVERJINN Patrick Müller og Pólverjinn Norbert Kruk hafa búið á Íslandi í 2 ár og starfa hjá Formaco. Þeim var báðum sagt upp fyrir skemmstu. „Það var haldinn fundur þar sem fólki var tilkynnt um uppsagnirnar. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Röng mynd af höfundi Á umræðusíðu í blaðinu í gær birtist grein undir titlinum Ísland og alþjóða fjármálakreppan eftir Gústaf Adolf Skúlason, ritara Evrópska smáfyrirtækjabandalagsins og formann Sænska smáfyrirtækjabandalagsins. Meira
31. október 2008 | Erlendar fréttir | 146 orð

Lítið atvinnuleysi

AÐEINS 1,6% vinnufærra Dana voru án atvinnu í september og hafði þá raunar fækkað örlítið frá fyrra mánuði. Er þetta þvert á fyrri spár og kemur hagfræðingum á óvart. „Það er ástæða til að undrast þetta litla atvinnuleysi. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

LÍÚ vill fá meiri kvóta

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á það við sjávarútvegsráðherra að 20 þúsund tonnum verði bætt við aflamark þorsks á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Jóhannssonar á ársfundi LÍÚ í gær. Meira
31. október 2008 | Erlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Lokaði einnig móður sína inni

NÝJAR og heldur óhugnanlegar upplýsingar hafa spurst út um Austurríkismanninn Joseph Fritzl, sem lokaði dóttur sína inni í 24 ár, nauðgaði henni og átti með henni sjö börn. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Magnús nýr ríkissáttasemjari

JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráð herra, hefur skipað Magnús Pétursson til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð

Mikill þrýstingur á verðhækkanir í verslunum

Mikill þrýstingur er á hækkun verðlags í íslenskri verslun sem er mjög háð innflutningi hvers konar vöru. Verslanir og birgjar segjast þó halda að sér höndum með verðhækkanir en slíkt sé ekki hægt nema í nokkrar vikur. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

MS-ingar með Harry Potter

GALDRASTRÁKURINN Harry Potter mun koma Íslendingum fyrir sjónir með nýjum hætti í febrúar þegar leiklistarfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir frumsaminn söngleik um hann. Meira
31. október 2008 | Erlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Myndbandið með Obama helsta umræðuefnið vestra

HÁLFTÍMA löng auglýsing eða myndband um Barack Obama, forsetaefni bandarískra demókrata, sem sýnt var í fyrrakvöld, hefur vakið mikla athygli þótt ekki séu allir á einu máli um ágæti þessarar líklega lengstu og dýrustu kosningaauglýsingar sem um getur. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Möguleiki á landflótta?

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TÆPUR þriðjungur fólks hefur hugleitt að flytja til útlanda vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Morgunblaðið 27.-29. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Niðurskurður hins opinbera frekar en skattahækkanir

NIÐURSKURÐUR á útgjöldum ríkisins er vænlegri leið en skattahækkanir til að bregðast við efnahagskreppunni, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Opnun matvælasmiðju

MATÍS mun nk. miðvikudag kl. 13 opna matvælasmiðju að Álaleiru 1 á Hornafirði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra mun opna smiðjuna auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Rafmagnað andrúmsloft fyrir uppsagnirnar

ÓLAFUR Ásgrímsson hafði starfað í Landsbankanum í tæp 28 ár þegar honum var sagt upp um daginn. Hann viðurkennir að hafa orðið fyrir smá áfalli enda aldrei verið sagt upp störfum áður. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ríkisstjórn tekur dýfu

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina er minni en nokkru sinni fyrr, en hún nýtur fylgis minnihluta fólks, skv. þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. 46% aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórnina. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Rækjan er búbót á Bíldudal

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞETTA skiptir miklu máli fyrir þetta byggðarlag og sjálfur sé ég fyrir mér næg verkefni fram á næsta vor,“ segir Björn Magnús Magnússon, útgerðarmaður og skipstjóri á Bíldudal. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 435 orð | 3 myndir

Salan dregst saman um 40%

Eftir Rúnar Pálmason og Önund Pál Ragnarsson FERÐASKRIFSTOFUR sem selja Íslendingum utanlandsferðir finna verulega fyrir efnahagskreppunni. Á starfsmannafundi hjá Úrval-Útsýn í gærkvöldi var tilkynnt um 50% lækkun starfshlutfalls hjá öllum starfsmönnum. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 84 orð

Samið við SÁÁ

Borgarráð hefur samþykkt tillögu velferðarráðs um að gengið verði til samninga við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félaglegum stuðningi. Um er að ræða samvinnuverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð

Samráðsfundur

TALSMAÐUR neytenda hefur ákveðið að bjóða fulltrúum allra hagsmunaaðila vegna taps á peningarmarkaðssjóðum og sambærilegum sjóðum til samráðsfundar á skrifstofu talsmanns neytenda í Borgartúni 21, 2. hæð, kl. 11 nk. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Seðlabankinn sem blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar

ÞAÐ er makalaust að Seðlabankinn taki að sér að vera blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar, á Alþingi í gær og vísaði til athugasemdar frá Seðlabankanum þar sem vitnað er til þess að í samningsgerð... Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 162 orð

Sífellt fleiri leita aðstoðar Íbúðalánasjóðs

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is RÍFLEGA þrefalt fleiri umsóknir vegna greiðsluerfiðleika bárust Íbúðalánasjóði í þessum mánuði en í ágúst og tvöfalt fleiri sóttu um aðstoð sjóðsins í október en í september. Meira
31. október 2008 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Snyrtilegir víkingar

SÚ mynd hefur lengi verið gefin af norrænum víkingum, til dæmis í skáldsögum og kvikmyndum, að þeir hafi verið óþrifalegir og illa þefjandi og látið sig litlu varða hvaða leppum þeir íklæddust. Ekkert er fjær sanni segja enskir fræðimenn. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Stelpurnar okkar skrifuðu nýjan kafla í íþróttasöguna

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Írland 3:0 á Laugardalsvelli í gærkvöldi, samanlagt 4:1. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í úrslitum EM í Finnlandi í ágúst á næsta ári. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Syngja frítt fyrir þjóðina og Færeyinga

„OKKAR framlag til að lyfta fólki upp í árferðinu er að bjóða gestum og gangandi að líta inn í Tjarnarsalinn í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 15. nóvember, þar sem við ætlum að þenja okkur frítt fyrir þjóðina. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð

Söfnuðir hvattir til að veita hjálparstarfi fría aðstöðu

KIRKJUÞING samþykkti í gær ályktun vegna þeirra efnahagsþrenginga sem blasa nú við Íslendingum og hvatti söfnuði þjóðkirkjunnar til að vera vakandi fyrir þeim sem þurfa aðstoðar við. M.a. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 163 orð

Telja RÚV þurfa að fara út af auglýsingamarkaði

„ÞAÐ er ekki hægt að keppa við einn aðila, sem fær 3.000 milljónir í forgjöf umfram aðra, án takmarkana. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 315 orð

Telur 2-3 ára fangelsi hæfilegt

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Turninn klæddur en öðru frestað

LOKIÐ verður við að steypa turninn við Höfðatorg um miðjan nóvember og um áramót verður lokið við að setja glugga og gler í turninn og lægri byggingu sem honum tengist, að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, forstjóra Eyktar. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð

Uppsagnir í prentiðnaði tvöfölduðust í október

MIKILL samdráttur hefur verið í prentiðnaði undanfarna mánuði og hefur uppsögnum farið fjölgandi jafnt og þétt frá vorinu, en segja má að sprenging hafi orðið á síðustu tveimur vikum. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Vel veiðist af stórsíld í Smugunni

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is GÓÐUR gangur hefur verið í síldveiðum í Síldarsmugunni undanfarið þrátt fyrir brælu á köflum. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST ...

Tíðrædd kreppa Starf fastanefnda Alþingis þessa dagana er mjög litað af efnahagserfiðleikunum sem Ísland stendur frammi fyrir. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 445 orð

Þúsundir starfa tapast á næstunni

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Undanfarnar vikur hafa yfir 2.000 uppsagnir sem taka gildi á næstu þremur mánuðum verið tilkynntar Vinnumálastofnun, samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Meira
31. október 2008 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Þúsundir starfsmanna að missa vinnu

„VIÐ erum náttúrlega búin að búast við þessu,“ segir Sigurjón Hjartarson, smiður hjá BYGG, sem sagt var upp í fyrradag. „Menn eru hálfdofnir, samt mörgum létt á vissan hátt þar sem það ríkti mikil óvissa. Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 2008 | Staksteinar | 169 orð | 1 mynd

Óþarfa viðkvæmni

Það er undarlegt ef íslenskir stjórnmálamenn geta ekki viðurkennt að ákveðnar kvaðir fylgja samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Meira
31. október 2008 | Leiðarar | 262 orð

Palin og jafnréttið

Í hinni hatrömmu umræðu um Söruh Palin, varaforsetaefni Johns McCains, hefur farið lítið fyrir þeirri kaldhæðnislegu staðreynd að framgangur hennar markar ákveðin tímamót í sögu jafnréttis. Meira
31. október 2008 | Leiðarar | 340 orð

Stelpur í stuði

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu náði stórkostlegum áfanga á Laugardalsvelli í gærkvöld, þegar það tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins með því að leggja kvennalandslið Íra að velli, í orðsins fyllstu merkingu, með 3:0-sigri. Meira

Menning

31. október 2008 | Leiklist | 339 orð | 1 mynd

Afmæli er ekki alltaf gleðistund

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir stuttverkadagskrána Ó, þessi tæri einfaldleiki á morgun í Listasafni Reykjavíkur. Frumsýnd verða níu ný stuttverk sem öll eiga það sammerkt að hafa afmæli sem meginþema. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Allt uppselt hjá Kima

* Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var plötusala í október betri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir slæmt efnahagsástand þjóðarinnar. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Ásdís Rán tíður gestur í búlgörsku sjónvarpi

* Svo virðist sem Jay Leno þeirra Búlgara hafi hreinlega fallið fyrir Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu því eftir heimsókn hennar í þáttinn (The Slavi Show) í fyrradag var Ásdísi boðið að koma aftur í þáttinn í gærkvöldi og enn aftur í kvöld. Meira
31. október 2008 | Tónlist | 444 orð | 2 myndir

Bloggarar eru ekki blaðamenn

Á námskeiði fyrir rokkblaðamenn í Árósum í vor var meðal fyrirlesara David Fricke, hinn kunni blaðamaður Rolling Stone. Meira
31. október 2008 | Kvikmyndir | 77 orð | 5 myndir

Bond-brjálæði

Mikið var um dýrðir á heimsfrumsýningu nýjustu James Bond-kvikmyndarinnar, A Quantum of Solace , í Lundúnum á miðvikudagskvöldið. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Diaz í húsnæðisleit

BANDARÍSKA leikkonan Cameron Diaz mun vera að leita að nýju húsnæði um þessar mundir, en hún hyggst flytja inn með unnusta sínum, bresku fyrirsætunni Paul Sculfor. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 352 orð | 1 mynd

Hjalti Þór Ísleifsson

Aðalsmaður vikunnar er betur inni í þjóðmálaumræðunni en flestir jafnaldrar hans og ábyggilega betur að sér um efnahagsvandræði þjóðarinnar en margir honum helmingi eldri. Hann spáði bankakreppunni í sumar á bloggsíðu sem hann heldur úti. Meira
31. október 2008 | Tónlist | 185 orð | 1 mynd

Hver vill á Wacken?

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is WACKEN-þungarokkshátíðin í Þýskalandi er sú stærsta sinnar tegundar í heimi og ár hvert flykkjast þangað tugþúsundir flösuþeytara. Meira
31. október 2008 | Myndlist | 78 orð | 1 mynd

Innblástur úr mynsturbókum

INGIBJÖRG Styrgerður Haraldsdóttir opnar á morgun klukkan 15 sýninguna Sjónarbók úr Suðurgötu á Torgi Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni má sjá 27 myndir sem allar byggja á sama grunnforminu. Meira
31. október 2008 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Ísland á tímamótum

ÞESSA dagana er mikið rætt um íslenska efnahagshrunið í fjölmiðlum, sem ekki kemur á óvart. Frá því bankakerfið hrundi hefur fjölmiðlafólk keppst við að fá sérfræðinga til þess að tjá sig um atburði líðandi stundar. Meira
31. október 2008 | Tónlist | 168 orð | 1 mynd

Kirkjutónlist við kertaljós hjá Schola Cantorum

Á SUNNUDAGINN er allrasálnamessa og á þeim degi er hefð meðal kristinna manna að minnast látinna ástvina. Meira
31. október 2008 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Magnús Ragnarsson á Tónlistardögum

TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar standa nú yfir og á morgun klukkan 17 verða orgeltónleikar í Dómkirkjunni þar sem Magnús Ragnarsson, organisti í Áskirkju, leikur í boði Dómkórsins. Meira
31. október 2008 | Myndlist | 128 orð | 1 mynd

Ný og gömul verk frá Projekt Group

LISTAHÓPURINN Projekt Group varð til árið 1980 og samanstóð af nokkrum nemendum Dieter Roth í nýlistadeild Myndlista- og haldíðaskóla Íslands. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 240 orð | 1 mynd

Næsta kynslóð frumkvöðla kynnt

ÁRLEGA standa Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir samstarfsverkefni þar sem nemendur fá að kynnast því hvernig hugmynd getur orðið að sjálfstæðu fyrirtæki. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 43 orð | 1 mynd

Óli Palli syngur með Magnúsi í Bíóhöllinni

* Útvarpsmaðurinn og Akurnesingurinn Ólafur Páll Gunnarsson hyggst sýna það og sanna að ekki eru allir útvarpsmenn uppgjafa-tónlistarmenn. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 438 orð | 2 myndir

Potter á svið eftir áramót

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is Leiklistarfélag Menntaskólans við Sund hyggst setja upp söngleik byggðan á sögunum um Harry Potter í febrúar á næsta ári. Meira
31. október 2008 | Bókmenntir | 121 orð | 1 mynd

Steinar Bragi farinn frá Bjarti

NÝ skáldsaga Steinars Braga rithöfundar kemur ekki út hjá bókaútgáfunni Bjarti eins og til stóð. Meira
31. október 2008 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Tíu listnemar og þrír að auki

HÓPUR tíu nemenda Konunglegu listakademíunnar í Kaupmannahöfn, auk þriggja gestanemenda, hefur dvalið á Seyðisfirði í líðandi viku og unnið að uppsetningu sýningar í menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Meira
31. október 2008 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Umslagið tafði fyrir framleiðslu

ÁSMUNDUR Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, segir það rangt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær að tafir á framleiðslu nýrrar plötu Jeff Who? hafi verið vegna greiðsluörðugleika til handa Axel Árnasyni, upptökustjóra plötunnar. Meira
31. október 2008 | Fjölmiðlar | 90 orð

Útvarpsstjóri hjá BBC sagði af sér í gær

LESLEY Douglas, útvarpsstjóri Radio Two, einnar af rásum breska ríkisútvarpsins BBC , sagði af sér í gær vegna þess uppnáms sem orðið hefur í kjölfar móðgandi ummæla sem féllu í skemmtiþætti á rásinni. Meira
31. október 2008 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Vill vera súkkulaði-bitakaka

BANDARÍSKA söngkonan Mariah Carey hefur mikinn áhuga á að klæða sig sem súkkulaðibitaköku í dag, á hrekkjavöku. Meira
31. október 2008 | Kvikmyndir | 240 orð | 1 mynd

Vírusar, hryðjuverk og dans á rósum

ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í kvöld. Quarantine Kvikmyndin fjallar um unga sjónvarpskonu, Angelu, sem er send á slysstað þar sem gömul kona hefur lokast inni í húsi sínu. Meira
31. október 2008 | Dans | 237 orð | 1 mynd

Þjálfar vandræðaher í Danmörku

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is DANSARANUM Margréti Bjarnadóttur hefur verið boðið að flytja verk sitt „Strength Through Embarrassment“ á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum í nóvember. Meira
31. október 2008 | Tónlist | 367 orð | 1 mynd

Þú, sem eldinn átt í hjarta á Heklumóti

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÓHÆTT er að segja að veisla fyrir áhugafólk um kórsöng fari fram á Húsavík á morgun, laugardag. Meira

Umræðan

31. október 2008 | Bréf til blaðsins | 336 orð

„Hefurðu verki með þessu?“

Frá Birni Vigfússyni: "TIL er saga austur á Héraði af starfsmanni í byggingavörudeild Kaupfélags Héraðsbúa. Vel prúðum og laundrjúgum eins og títt er um slíka menn. Einu sinni sem oftar kom í naglabúðina stórbóndi úr sveitinni. Það var ekki siður bónda að heilsa sérstaklega." Meira
31. október 2008 | Blogg | 118 orð | 1 mynd

Björgvin Guðmundsson | 30. október Kjör aldraðra og öryrkja drógust...

Björgvin Guðmundsson | 30. október Kjör aldraðra og öryrkja drógust aftur úr í góðærinu Kjör lífeyrisþega, þ.e. Meira
31. október 2008 | Pistlar | 469 orð | 1 mynd

Ekki missa trúna

Gosdrykkurinn kók hefur verið seldur til íbúa heimsins í yfir 120 ár. Kók er drukkið á morgnana og kvöldin. Það sést á veisluborðum þjóðhöfðingja, fátæklinga, á spítölum og golfklúbbum. Meira
31. október 2008 | Aðsent efni | 1062 orð | 1 mynd

Getum við sameinast um Maastricht-skilyrðin?

Eftir Birgi Ármannsson: "Jafnvel hörðustu stuðningsmenn ESB-aðildar ættu að viðurkenna að það væri þýðingarlítið að kljúfa þjóðina niður í rót í deilum um aðildina ef ekki væri raunhæft að uppfylla Maastricht-skilyrðin." Meira
31. október 2008 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Hugsum í rétta átt

Matti Ósvald Stefánsson brýnir fólk til að finna hina sönnu lífsfyllingu: "En hefur „myndin“ sem „við“ búum til í höfðinu áhrif á hvernig við bregðumst við og þ.a.l. framkvæmum í þessu ástandi?" Meira
31. október 2008 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Menn í maníu?

Frá Katrínu H. Baldursdóttur: "ÞAÐ má með sanni segja að þeir menn sem staðið hafa fremstir í flokki í hinni svokölluðu útrás hafi hagað sér eins og menn í maníu. Manía er hluti af geðsjúkdómnum geðhvarfasýki og hefur fjöldi manns á Íslandi og í útlöndum greinst með þennan sjúkdóm." Meira
31. október 2008 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Niðurgreidd raforka til garðyrkjubænda

Gústaf Adolf Skúlason skrifar um raforkusölu og niðurgreiðslu raforkuverðs: "Engar viðskiptalegar forsendur eru fyrir því að bera saman raforkuverð til garðyrkjubænda annars vegar og til stóriðju hins vegar." Meira
31. október 2008 | Blogg | 88 orð | 1 mynd

Sigurður Jónsson | 30. október Ríkið á að selja viðbótarkvótann Ég tel...

Sigurður Jónsson | 30. október Ríkið á að selja viðbótarkvótann Ég tel að ráðmenn verði að taka það til alvarlegrar skoðunar að auka aflakvótann frá því sem var ákveðið. Meira
31. október 2008 | Blogg | 157 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 30. október Dökknar yfir Skjánum Þó að það...

Stefán Friðrik Stefánsson | 30. október Dökknar yfir Skjánum Þó að það séu ömurlegar fréttir að Skjár 1 sé að stoppa um mánaðamótin og hafi sagt öllum starfsmönnum upp var það mjög fyrirsjáanlegt. Meira
31. október 2008 | Velvakandi | 366 orð | 1 mynd

Velvakandi

Hvað er frelsi – hvað er helsi? ÞEIR gera það ekki endasleppt frjálshyggjupiltarnir. Mottó þeirra hefur verið: „Allt frjálst, engin höft og eftirlit í lágmarki.“ Árangur af slíkum vinnubrögðum er þjóðin að upplifa nú. Meira
31. október 2008 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Vistvernd í verki allra hagur

Þórður Ingi Bjarnason skrifar um umhverfismál: "Með góðri flokkun og virkri umhverfisstjórnun höldum við landinu okkar hreinu og snyrtilegu og stuðlum um leið að betri lífsgæðum fyrir komandi kynslóðir" Meira

Minningargreinar

31. október 2008 | Minningargreinar | 989 orð | 1 mynd

Auður Vigfúsdóttir Welding

Auður Vigfúsdóttir Welding fæddist í Gimli á Hellisandi 16. janúar 1926. Hún andaðist á Landspítalanum, Landakoti 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jensdóttir frá Bjarneyjum í Breiðafirði og Vigfús Jónsson frá Elliða í Staðarsveit. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 1822 orð | 1 mynd

Bjarni Salvar Sigurðsson

Bjarni Salvar Sigurðsson fæddist á fæðingardeild Landspítalans 18. desember 2007. Hann lést á Barnaspítala Hringsins hinn 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurður Þór Björgvinsson, f. í Hafnarfirði 21.7. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 1248 orð | 1 mynd

Broddi Björnsson

Broddi Björnsson fæddist á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit hinn 4. maí 1938. Hann varð bráðkvaddur á Tenerife á Spáni hinn 14. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Björns Jóhannssonar bónda á Syðra-Laugalandi, Eyjafjarðarsveit, f. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 2581 orð | 1 mynd

Brynja Ragnarsdóttir

Brynja Ragnarsdóttir fæddist á Akureyri 14. apríl 1952. Hún lést á líknardeild LSH miðvikudaginn 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnar Sigurðsson, bifreiðastjóri og sölumaður, f. 27. júní 1916, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 1436 orð | 1 mynd

Elín Sigurðardóttir

Elín Sigurðardóttir fæddist í Skaftárdal í Skaftártungu 2. september 1928. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigurðsson, f. á Ljótarstöðum í V-Skaft. 25. júní 1879, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 2277 orð | 1 mynd

Guðfinna B. Ólafs

Guðfinna Bjarnadóttir Ólafs fæddist á Akureyri 15. janúar 1913. Hún dó 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólveig Einarsdóttir húsmóðir, f. 1876, d. 1960, og Bjarni Jónsson, lögfræðingur og bankastjóri á Akureyri, f. 1872, d. 1948. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 2643 orð | 1 mynd

Gunnar Bergsteinsson

Gunnar Kristinn Bergsteinsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1923. Hann lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 20. nóv. 1879, d. 27. des. 1935 og Bergsteinn Jóhannesson, f. 6. jan. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 2568 orð | 1 mynd

Inga Ásta Eiríksdóttir

Inga Ásta Eiríksdóttir fæddist á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 30. október 1930. Hún lést á Landspítalanum 23. október sl. Hún var níunda barnið í 15 dætra hópi hjónanna Sigrúnar B. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 2532 orð | 1 mynd

Margrét Guðnadóttir

Margrét Guðnadóttir fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 9. janúar 1930. Hún lést á blóðlækningadeild Landspítalans 24. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Markússon, trésmiður, bóndi og prédikari, frá Kirkjulækjarkoti f. 23.7. 1893, d. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 345 orð | 1 mynd

Margrét Sveinbjörnsdóttir

Margrét Sveinbjörnsdóttir fæddist í Noregi 31. október 1951. Hún lést á Landspítalanum 13. nóvember 2007 og fór útför hennar fram frá Skálholtsdómkirkju 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 2172 orð | 1 mynd

Sigurður Hjaltason

Sigurður Hjaltason fæddist í Hoffelli í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu 12. maí 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 22. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Önnu Þórunnar Vilborgar Þorleifsdóttur húsfreyju, f. 13.11. 1893, d. 7.6. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2008 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd

Unnur Pétursdóttir

MIG langar í nokkrum orðum að minnast föðurömmu minnar sem hefði í dag orðið 100 ára. Amma mín, hún Unnur Pétursdóttir, var fædd á Rannveigarstöðum í Álftafirði 31. október 1908 og lést 6. júlí 1994 . Amma er jarðsett á kirkjustaðnum Hofi í Álftafirði. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. október 2008 | Viðskiptafréttir | 99 orð | 1 mynd

Birna gerir hreint fyrir sínum Glitnisdyrum

BIRNA Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, segir að einkahlutafélag hennar hafi aldrei eignast nein hlutabréf í Glitni hf . þar sem samningur, sem hún gerði við bankann um hlutabréfakaup árið 2007, hafi aldrei tekið gildi. Meira
31. október 2008 | Viðskiptafréttir | 369 orð | 2 myndir

Ekki smeykir við FME

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÉG kannast ekki við það að TM sé í nákvæmri athugun hjá FME,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar [TM]. „Við höfum svarað fyrirspurnum frá þeim, en ekkert meira. Meira
31. október 2008 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Hækkun í samningi

SEÐLABANKINN birti í gær athugasemd þar sem segir að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi undrast vaxtahækkun í 18%, og að ekkert ákvæði sé um slíka gjörð í samningsgerð (e. Meira
31. október 2008 | Viðskiptafréttir | 265 orð | 1 mynd

Mistök að flytja ekki höfuðstöðvar Kaupþings

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is „NÚ þegar litið er til baka eru þó stærstu mistök okkar þau að beita okkur ekki fyrir því að höfuðstöðvar Kaupþings yrðu fluttar úr landi. Meira
31. október 2008 | Viðskiptafréttir | 304 orð | 1 mynd

Sjóður 9 rýrnaði um fimmtung

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SJÓÐSFÉLAGAR í peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, fengu greitt út í gær. Útgreiðsluhlutfallið var 85,12 prósent af þeirri stöðu sem sjóðurinn var í þann 6. Meira
31. október 2008 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Veruleg orka sparast með nýrri tækni

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MARORKA er að þróa nýtt flotastýringarkerfi sem gefur kost á að bera saman árangur í orkustjórnun skipa. Meira

Daglegt líf

31. október 2008 | Daglegt líf | 217 orð | 2 myndir

„Var þetta Glerárskóli?“

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HÁTÍÐ er í dag haldin í Glerárskóla á Akureyri. Tilefnið er að á morgun, 1. nóvember, eru liðin 100 ár frá því formlegt skólahald hófst í Glerárþorpi og fyrsta skólahúsnæðið var tekið í notkun. Meira
31. október 2008 | Daglegt líf | 675 orð | 4 myndir

Furulyktin af pabba heillaði

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég verð að viðurkennar að furulyktin af pabbi heillaði mig alltaf þegar ég var lítil stelpa. Mér fannst æðislegt þegar hann kom heim á kvöldin, angandi af trélykt. Meira
31. október 2008 | Daglegt líf | 227 orð | 1 mynd

Heitir drykkir verma vináttuna

VILJI maður að einhver kunni vel við mann er ráðið að gefa viðkomandi heitan drykk, samkvæmt bandarískri rannsókn sem greint var frá á fréttamiðli BBC . Meira
31. október 2008 | Daglegt líf | 203 orð

Síðasta sjóferðin

Ólafur Halldórsson tók sig til, lagfærði og staðfærði rúmlega hálfrar aldar gamalt kvæði, sem nefnist „Síðasta sjóferð frá Bakka“: Ennþá skal róið út á mið ægir þó gerist þrútinn og helkaldur vindur harðni um svið, höku við laumum í... Meira

Fastir þættir

31. október 2008 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

90 ára

Guðlaugur Eyjólfsson, Árskógum 8, Reykjavík er níræður á morgun, 1. nóvember. Af því tilefni vill hann gleðjast og taka á móti gestum í safnaðarheimili Seljakirkju á afmælisdaginn frá kl. 15 til 18. Guðlaugur og kona hans, Margrét S. Meira
31. október 2008 | Árnað heilla | 197 orð | 1 mynd

Búin að hlakka til í ár

„MÉR finnst þetta frábært. Ég er búin að hlakka til í ár,“ sagði Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir hársnyrtimeistari um þrítugsafmælið. Hún á og rekur Unique hár og spa í Borgartúni 29 ásamt Jóhönnu Maríu Gunnarsdóttur hársnyrtimeistara. Meira
31. október 2008 | Í dag | 28 orð

Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala...

Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50. Meira
31. október 2008 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

Reykjavík Jóhann Már fæddist 6. júní kl. 24. Foreldrar hans eru...

Reykjavík Jóhann Már fæddist 6. júní kl. 24. Foreldrar hans eru Clarivelle Rocca Rosento og Guðjón Bragi... Meira
31. október 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Óðinn Geirdal fæddist 9. mars kl. 4. Hann vó 3.595 g og var 52...

Reykjavík Óðinn Geirdal fæddist 9. mars kl. 4. Hann vó 3.595 g og var 52 sm langur. Foreldrar hans eru Harpa Hermannsdóttir og Jón Gunnar Geirdal... Meira
31. október 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Tómas Aron fæddist 19. ágúst kl. 20.17. Hann vó 3.840 g og var...

Reykjavík Tómas Aron fæddist 19. ágúst kl. 20.17. Hann vó 3.840 g og var 50 sm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigga Húnadóttir og Emil Helgi... Meira
31. október 2008 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. exd5 exd5 5. Bd3 Rc6 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Rge7 8. Df3 0-0 9. Re2 Be6 10. 0-0 Dd7 11. Rf4 g6 12. Rxe6 fxe6 13. De2 Hae8 14. Hb1 b6 15. Bb5 Rf5 16. g3 Rd6 17. Ba4 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga í Grikklandi. Meira
31. október 2008 | Fastir þættir | 255 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er eins og landar hans ráðvilltur, hræddur og reiður. Þegar hnípin þjóð á í vanda ríður á að forystumenn tali þannig til hennar að fólki sé bæði huggun og styrkur að. Meira
31. október 2008 | Í dag | 125 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

31. október 1931 Strætisvagnar Reykjavíkur hófu akstur. Fyrsta leiðin var Lækjartorg-Kleppur og farkosturinn Studebaker. 31. október 1932 Ford-vörubíll kom til Reykjavíkur frá Höfn í Hornafirði eftir þriggja daga ökuferð, þá fyrstu sunnan jökla. Meira

Íþróttir

31. október 2008 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Alexander verður frá fram í mars

ALEXANDER Petersson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Flensburg, leikur ekki með liði sínu fyrr en í fyrsta lagi í byrjun mars á næsta ári. Hann hefur þegar verið frá keppni í sjö vikur vegna meiðsla í hægri öxl. Meira
31. október 2008 | Íþróttir | 2048 orð | 4 myndir

„Til hamingju“

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu skráði sig í sögubækurnar í gærkvöldi þegar það tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópukeppninnar á næsta ári í Finnlandi. Meira
31. október 2008 | Íþróttir | 351 orð

Hannes í óvissu: Finn fyrir verkjum eftir nokkur skref

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „ÉG vil náttúrlega ekki vera með neinar svona svartsýnishugsanir um að ferillinn sé í hættu. Á meðan ég veit ekki nákvæmlega hvert vandamálið er lít ég bara jákvæðum augum fram á við. Meira
31. október 2008 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Hannes Jón og Kári fara ekki til Noregs

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, ákvað í gær að taka þá Rúnar Kárason úr Fram og Sturlu Ásgeirsson, leikmann HSG Düsseldorf, með til Noregs ásamt þeim fjórtán leikmönnum sem hann tefldi fram gegn Belgíu í fyrrakvöld... Meira
31. október 2008 | Íþróttir | 139 orð

ÍR án stiga í körfunni eftir tap gegn Njarðvík

LIÐ ÍR og Njarðvíkur mættust í gærkvöldi í Iceland Express-deild karla en fyrir leikinn voru bæði lið í neðri hluta deildarinnar: ÍR án sigurs á botninum og Njarðvík aðeins sigrað einn leik af þremur. Meira
31. október 2008 | Íþróttir | 399 orð

Körfuknattleikur Þór Ak – FSu 99:89 Íþróttahöllin Akureyri...

Körfuknattleikur Þór Ak – FSu 99:89 Íþróttahöllin Akureyri, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, fimmtudaginn 30. okt. 2008. Meira
31. október 2008 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Æðislegur draumur rættist

„ÞETTA var æðislegt. Meira

Bílablað

31. október 2008 | Bílablað | 91 orð

Austfirskt ál í Audifelgum?

Þýski bílsmiðurinn Audi hefur falið Alcoa-fyrirtækinu að sjá sér fyrir sérsteyptum álfelgum fyrir 2009-árgerðina af A6-bílnum. Verður yfirborð þeirra meðhöndlað með svonefndri Dura-Bright tækni. Gefur hún bílnum ákveðna ímynd. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 150 orð | 1 mynd

Bensínhákar á útleið í Bretlandi

Bretar hafa ekki farið varhluta af fjármálakreppunni frekar en við Íslendingar og eru ýmis einkenni hennar farin að líta dagsins ljós hjá bíleigendum. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 106 orð | 1 mynd

Blindur Belgi á 308 km/klst. hraða

Blindur maður að nafni Luc Costermans er kominn í sögubækur fyrir hraðakstur. Hefur hann sett heimsmet í hraðakstri blindra en afrekið vann hann á flugbraut í Suður-Frakklandi. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 193 orð

Ekki er allt í þessu fína í Kína

Það er ekki einvörðungu að bílasala hafi dregist saman í Evrópu og Norður-Ameríku. Hið sama hefur átt sér stað í Kína, í fyrsta sinn um margra missera skeið. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 747 orð | 1 mynd

Framleiðir bílinn og rafmagnið sem knýr hann

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Frá árinu 1975 hefur þýski bílaframleiðandinn RUF tekið Porsche-bíla og betrumbætt þá svo hægt sé að mæta hörðustu kröfum. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 684 orð | 1 mynd

Hamilton yrði yngsti meistari sögunnar

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Þriðja árið í röð ræðst keppnin um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti vertíðarinnar sem fram fer um helgina í Sao Paulo í Brasilíu. Er það í 25. sinn í 59 ára sögu formúlu-1 að úrslit ráðast í lokamóti. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 226 orð | 1 mynd

Hönnun Lotus dregur stórlega úr CO 2

Hinn smái en knái breski bílaframleiðandi Lotus hefur í gegnum áraraðir verið framarlega í nýstárlegum lausnum í bílaframleiðslu. Á þeim bænum er gjarnan litið til kennisetninga stofnanda fyrirtækisins, Colin Chapman, en hann hafði ofurtrú á léttleika. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 240 orð | 1 mynd

Kjölturakkar mega leika lausum hala í Kaliforníu

Frelsisunnandi íbúum þótti að sér þrengt þegar fyrst var bannað að tala í farsíma undir stýri og síðar einnig að senda textaskilaboð. Stefndi í að hið eina sem bílstjórar hefðu að gera á vegum Kaliforníu væri að sinna akstrinum. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 132 orð | 1 mynd

Milljarðar í meðgjöf með notuðum bílum

Allt er hægt að reikna út og nú hafa aðstandendur breskrar netbílasölu reiknað út að árleg meðgjöf með notuðum bílum í formi eldsneytis sé 112 milljónir sterlingspunda. Jafngildir það 21,8 milljarði króna skv. opinberu gengi seðlabankans. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 580 orð | 1 mynd

Vegurinn handan kreppunnar

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Því hefur stundum verið haldið fram að samdráttur í neyslu á öðru en nauðsynjavörum geti gefið góðar vísbendingar um þá tíma sem fram undan eru og hvort kreppa sé í vændum. Meira
31. október 2008 | Bílablað | 657 orð | 1 mynd

Þrír sem ekki fara í fjórhjóladrifið

Leó M. Jónsson vélatækni-fræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt www.leoemm.com. Hyundai Starex 4x4 Spurt: Ég er með Hyundai Starex 4x4 árgerð 2000. Meira

Ýmis aukablöð

31. október 2008 | Blaðaukar | 158 orð | 1 mynd

Allir á sleða

Það er jafnan ungviðið sem sést í görðum og brekkum að draga á eftir sér sleða eða poka, sælt og rjótt eftir útiveruna. Ef einhverjir fullorðnir sjást nálægt brekkum er það frekar til að huga að börnunum en til að fá sér salibunu. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 476 orð | 2 myndir

Alvara í bland við léttleika og fjör

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Á veturna er nóg um að vera í listalífinu og kjörið að sjá eitthvað skemmtilegt og fá sér síðan gott að borða í skammdeginu. Hér má lesa um það helsta á fjölunum í vetur. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 422 orð | 1 mynd

Ástand húðarinnar versnar með röngum vörum

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þegar kuldinn bítur kinn fara margir að huga að kremum og smyrslum þar sem húðin á það til að þorna upp á veturna. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 378 orð | 2 myndir

Best að klippa trén á haustin

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það er meira en nóg að gera á haustin og veturna hjá Brynjari Kjærnested, eiganda Garðlistar, þó hann viðurkenni að margir gleymi garðinum sínum eftir sumarið. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 260 orð | 1 mynd

Bíllinn tilbúinn fyrir veturinn

Það er nauðsynlegt að taka bílinn aðeins í gegn fyrir veturinn, hvort sem það er gert í bílskúrnum heima eða á verkstæði. Sérstaklega er nauðsynlegt að huga að eldri bílum, að sögn Dómalds Leó Burknasonar, bifvélavirkja hjá Bílaáttunni. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 427 orð | 1 mynd

Draumatíminn er í harðfenni

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Áhugafólk um mótorhjólaakstur lætur vetur konung ekki stöðva sig og stundar sportið reglulega þó jörð sé orðin snævi þakin. Vetrarferðir á mótorhjólum eru tíðar og hafa menn jafnvel keyrt upp á fjöll að Fjallabaki. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 118 orð | 4 myndir

Fegurðin býr í vetrinum

Það er kominn vetur. Enn og aftur bregður okkur þegar kaldar krumlur vetrarins leggjast yfir landið og sveipa það hvítum klæðum. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 240 orð | 1 mynd

Finndu þér lausan sófa

Það hefur verið vinsælt meðal Íslendinga að halda í vetrarferðir til útlanda. Margir hafa haldið í skíðaferðir í ítölsku og austurrísku Alpana svo og til Frakklands. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 346 orð | 3 myndir

Fjölbreyttir barnadagar í bókasafninu

Eftir Svanhvít Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það er oft lítið um að vera fyrir börn á veturna, sérstaklega á mjög köldum vetrardögum. Þá getur komið sér vel að fara í bókasafnið en sunnudagar eru barnadagar í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 707 orð | 2 myndir

Flestir finna fyrir breytingum á skapi

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Í augum margra er svartasta skammdegið yndislegur árstími, kertaljós, kuldi og kósíheit, en sumir upplifa kvíða og vanlíðan þegar myrkrið hellist yfir. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 261 orð | 1 mynd

Frískleg og sæl í vetur

Nú þegar vetur er genginn í garð eru flestir farnir að fölna og brúnka sumarsins smám saman að leka af. Ekki þarf þó að örvænta því til ótal aðgerða má grípa til að halda við hraustlegum lit. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 798 orð | 4 myndir

Góður matur á vetrarkvöldum

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Það er alltaf gaman að bjóða góðum vinum heim og hafa það huggulegt yfir ljúffengum mat og spjalli. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 476 orð | 1 mynd

Handþvottur mikilvægur

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Á hverju ári koma tugþúsundir manna á Heilsugæslu höfuðborgar-svæðisins í bólusetningu enda eru inflúensur og kvefpestir fylgifiskur vetrarins. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 57 orð | 9 myndir

Hlý og góð vetrarföt

Þegar kuldinn bítur í kinnarnar og vindurinn rífur í mann er mikilvægt fyrir alla aldurshópa að eiga hlý og góð vetrarföt. Það er ekkert notalegra en að eiga hlýja yfirhöfn til að hlaupa í út í bíl eða þegar beðið er eftir strætó. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 487 orð | 1 mynd

Hlæjum til að gera lífið léttara

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það er ekki á allra valdi að vera með góðan húmor,“ segir Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari sem hefur kennt landsmönnum hláturjóga undanfarin ár. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 73 orð | 12 myndir

Hugið að húðinni í vetur

Það er nauðsynlegt að huga að húðinni allt árið en á veturna er það sérstaklega mikilvægt. Kuldi, rok og raki á veturna getur valdið breytingum á húð sem lýsir sér gjarnan í þurru og hrjúfu yfirborði húðarinnar. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 329 orð | 2 myndir

Jólagjöfin í ár verður handgerð

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir margvíslegum námskeiðum í þjóðlegu handverki. Eins hefur félagið staðið fyrir prjónakaffihúsi á Amokka fyrsta fimmtudag í mánuði og hefur það verið einstaklega vinsælt. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 92 orð | 1 mynd

Kósí við kertaljós

Það er alls ekki svo að ekkert sé hægt að gera þó veturinn gangi í garð. Hann er einmitt tíminn til að nota hugmyndaflugið til að skemmta sjálfum sér. Njóttu þess að ganga um borgina þína á kyrrum og köldum helgarmorgni. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 261 orð | 3 myndir

Náttúrulegar skreytingar

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Fallegar borðskreytingar má gera á auðveldan hátt og sækja sér eitthvað í þær út í garð. Elva Björk Jónatansdóttir blómaskreytir gefur hér góðar hugmyndir að skreytingum þar sem hráefnið er sótt út í náttúruna. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 132 orð | 1 mynd

Notalegur ævintýraheimur

Á veturna er gott að hafa það notalegt heima hjá sér og njóta þess að vera innandyra í vondu veðri. Teppi og púðar eru ómissandi í sófann fyrir framan sjónvarpið með ilmandi, heitan drykk í fallegum bolla. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 511 orð | 3 myndir

Ómetanleg útivera sem gefur lífinu gildi

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 149 orð | 1 mynd

Skautaferð með kakóbrúsa

Margir eiga skemmtilegar æskuminningar frá því að vera á skautum allan liðlangan daginn og koma heim með ískaldar tær og fingur. Að skauta er góð og skemmtileg æfing fyrir fólk á öllum aldri og tilvalið fjölskyldugaman. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 117 orð | 1 mynd

Skórnir skipta máli

Það er alltaf mikilvægt að hlúa vel að fótunum og vera í góðum skófatnaði, ekki síst á veturna þegar kuldinn bítur tær. Skórnir þurfa þá fyrst og fremst að vera hlýir en auk þess er gagnlegt að þeir séu vatnsheldir. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 476 orð | 5 myndir

Ullin er hlý en létt

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Á köldum og vindasömum vetrarkvöldum er gott að hjúfra sig inn í hlýja peysu og þá er fátt betra en íslenska ullin. Meira
31. október 2008 | Blaðaukar | 105 orð | 1 mynd

Þægilegt á vetrarmorgni

Að búa sér til gott snarl fyrir vinnu eða seint að kvöldi þegar hungrið sverfur að þarf ekki að vera mikið mál. Allt sem þú þarft að eiga er brauð í frystinum, ostur, skinka og egg í ísskápnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.