Greinar fimmtudaginn 6. nóvember 2008

Fréttir

6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð

200 milljarðar fóru í sjóðina

NÝJU ríkisbankarnir settu 200 milljarða króna inn í peningamarkaðssjóði Landsbankans, Kaupþings og Glitnis áður en greitt var úr þeim. Í staðinn fengu þeir verðbréf sem sjóðirnir höfðu keypt og voru annaðhvort verðlaus eða verðlítil. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 113 orð

37 milljónir til Kongó

RAUÐI kross Íslands hefur sent 37 milljónir króna til leitarþjónustuverkefnis Rauða krossins í Kongó sem stuðlar að því að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna átaka. Rúmar 18 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð

Af erfiðleikum vex maður

ALHLIÐA mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin verða með málþing 12. nóvember nk. í Áskirkju, neðri sal, kl. 20.30. Frummælandi er Friðrik Pálsson, fyrrverandi forstjóri Símans og SÍF, og Eyjólfur Magnússon Scheving flytur ávarp. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Alþingi er alltof veikt

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ALÞINGI er alltof veikt og þarf að vera miklu öflugara, ekki síst til að takast á við þá erfiðleika sem nú steðja að í þjóðfélaginu. Um þetta var samhljómur í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

ASÍ vill tafarlausa rannsókn

Á FUNDI miðstjórnar Alþýðusambands Íslands í gær var fjallað um kaupréttarsamninga æðstu stjórnenda í bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 997 orð | 5 myndir

Áhrif á Evrópu og Ísland?

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VÆNTINGAR til Baracks Obama, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, eru miklar, bæði heima og heiman. Sú spurning vaknar hvort kjör Obama breyti einhverju fyrir Evrópuríkin? Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Áhugi á að leggja hluta Miklubrautar í stokk

NIÐURSTAÐA samráðs um framkvæmdir við Miklubraut og Kringlumýrarbraut er að leggja áherslu á stokk á Miklubraut frá gatnamótum Snorrabrautar og Rauðarárstígs og austur fyrir og undir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Lönguhlíðar. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 331 orð | 2 myndir

Ánægðir þegar vel gengur

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ á að vinna síldina í Eyjum ef við komumst með þetta óskemmt,“ sagði Jón Eyfjörð, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

„Það er enga vinnu að hafa“

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is LÍTIÐ er um laus störf á landsbyggðinni um þessar mundir og ennþá minna er um að þau krefjist sérmenntunar. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð

Borgarafundur

BORGARAFUNDUR verður haldinn í Iðnó nk. laugardag kl. 13:00-14:30. Fundurinn er öllum opinn og er tilgangurinn með honum sá að hinn almenni borgari geti komið skoðunum sínum og spurningum á framfæri og fengið skýr svör. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Brosað með hjartanu á Akureyri

RAUÐ hjörtu í ýmsum stærðum hafa verið sett upp á fjölförnum stöðum á Akureyri síðustu daga, meðal annars á Amtsbókasafninu þar sem myndin var tekin í gær. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Draga lærdóm af spönsku veikinni árið 1918

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is VIÐ gerð viðbragðsáætlunar íslenskra yfirvalda gegn heimsfaraldri inflúensu hefur lærdómur verið dreginn af spænsku veikinni sem geisaði 1918, að því er Haraldur Briem sóttvarnalæknir greinir frá. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Fer niður fyrir 40%

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Rauðsólar, sem nú heitir Ný sýn hf. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 125 orð | 4 myndir

Fjórföld Álfheiður

„ÞAÐ er eins gott ég tók vítamínin mín í morgun og lagðist ekki í rúmið vegna þess að þá hefði trúlega orðið að fella niður fundi hér á háttvirtu Alþingi í dag,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustóli Alþingis í... Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Flutti gestum ljóð

Eftir Unu Sighvatsdóttur og Helga Jónsson SIGRÍÐUR Gísladóttir í Ólafsfirði tók á móti fjölmörgum gestum í tilefni afmælis síns í gær enda um sannkallað stórafmæli að ræða. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð

Framkvæmdir auknar

Í ÞVÍ atvinnuástandi sem er að skapast á vinnumarkaði m.a. í bygginga- og mannvirkjagerð telur miðstjórn Samiðnar mikilvægt að farið verði í auknar verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélaga, ríkisins og orkufyrirtækjanna. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 82 orð

Glitnir mun innheimta

SKULDIR vegna hlutafjárkaupa starfsmanna og stjórnenda Glitnis verða innheimtar hjá bankanum í samræmi við almennar reglur, segir í tilkynningu frá Nýja Glitni í gærkvöldi. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Golli

Tröllaslagur Þær eru ekki smáfríðar grímurnar hjá þessum höndlara í Kolaportinu en þar er jafnan líf og fjör enda verðlag og vöruúrval í besta lagi. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hafa áhyggjur af Íslandi

„VIÐ fundum fyrir miklum samhug en einnig áhyggjum af Íslandi og almennt af stöðu alþjóðlega fjármálakerfisins,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 551 orð | 2 myndir

Háspennulínur rifnar

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SPENNISTÖÐIN við Hamranes í Hafnarfirði breytist í framtíðinni í hefðbundna aðveitustöð þegar lokið verður breytingum á tengingu Suðurnesja við raforkukerfi landsins. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 488 orð | 4 myndir

Héraðslögreglumenn yrðu jafnfjölmennir og varaliðið

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í LANDINU er nú 61 héraðslögreglumaður en eftir breytingu á reglugerð sem Morgunblaðið greindi frá í gær er hægt að fjölga þeim upp í 248. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hjákátleg gagnrýni á veiðar

MAKRÍLKVÓTI næsta árs, sem ákveðinn var á fundi í London í síðustu viku, er 30% hærri en heimilt var að veiða á yfirstandandi ári, samtals um 625 þúsund tonn. Áætlaður makrílafli í ár er um 600.000 tonn. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hlaut virt sænsk verðlaun

STEINUNN Sigurðardóttir fatahönnuður fékk á þriðjudaginn hin virtu sænsku Torsten och Wanja Söderberg-verðlaun fyrir árið 2008. Verðlaunin nema um sextán og hálfri milljón íslenskra króna. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Hlýrri Skólavörðustígur

VERIÐ er að ganga frá stýrikerfi hitalagna vegna snjóbræðslu á efri hluta Skólavörðustígs. Allar snjóbræðslulagnir voru lagðar í sumar og stendur til að gangsetja kerfið hinn 17. nóvember nk. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Hugað að undirstöðum íslensks sjálfstæðis

UNDIRSTÖÐUR styttunnar af sjálfstæðishetju Íslendinga, Jóni Sigurðssyni, sem stendur utan við fylkisþingsbygginguna í Manitoba-fylki í Kanada voru farnar að springa og skemmast þannig að dytta þurfti að þeim og styrkja þær. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Kaupmátturinn étinn upp til agna

Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „ÞAÐ gengur ekki að þurfa að draga fram lífið á yfirdrætti,“ sagði Pétur Georg Markan, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands í gær. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 312 orð | 2 myndir

Keypti í matinn með aðstoð Davíðs

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sérstætt peningafölsunarmál. Maður kom inn í matvöruverslun sl. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Kjarabreytingar séu innan samninga

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur b en@mbl.is ÓHEIMILT er að lækka laun niður fyrir kjarasamninga í breytingum á ráðningarkjörum fólks. Allar kjarabreytingar þarf að tilkynna með uppsagnarfresti enda jafngilda þær í raun uppsögn. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 727 orð | 1 mynd

Koma upp vegvísi og vinna heimavinnuna

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FÆRA þarf umræður um Evrópusambandsaðild yfir í vitrænt form, koma upp vegvísi og ljúka heimavinnunni áður en teknar verða upp aðildarviðræður við ESB. Meira
6. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 2182 orð | 7 myndir

Kynþáttamúrinn rofinn

Eftir Karl Blöndal | kbl@mbl.is SIGUR Baracks Obama í forsetakosningunum markar tímamót í bandarískri sögu, sem um langan aldur hefur markast af togstreitunni milli svartra og hvítra. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Kökur Hringskvenna klárast á hálftíma

Á sunnudaginn verður stór dagur hjá Hringskonum en stærstan hluta ársins koma þær saman í hverri viku til að prjóna og útbúa muni sem þær selja á jólabasar. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 563 orð | 3 myndir

Landsyfirréttur snýr aftur eftir 90 ára hlé

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Verði tillögur nefndar sem nýlega skilaði skýrslu til dómsmálaráðherra að veruleika munu miklar breytingar verða á dómskerfi landsins. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Lesturinn hefur aukist

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is MEÐALLESTUR á Morgunblaðinu hefur aukist talsvert síðasta hálfa árið samkvæmt nýrri fjölmiðlamælingu Capacent Gallup. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 301 orð

Nánast eins og fjárkúgun

Eftir Guðna Einarsson og Agnesi Bragadóttur SUM ríki Evrópusambandsins (ESB) hafa látið að því liggja að afstaða þeirra í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til láns til Íslands geti ráðist af því hvort niðurstaða fáist í deilum Íslendinga við... Meira
6. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 216 orð | 2 myndir

Ný byrjun á erfiðum tímum

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 45 orð

Nýjasta nýtt frá Baggalúti

FJÖLLISTAHÓPURINN Baggalútur hefur sent frá sér nýja hljómplötu sem nefnist Nýjasta nýtt. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Nýtur trausts stjórnar

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG fékk persónulegan stuðning í þessu máli, en stjórn VR hafði vissulega áhyggjur af orðspori félagsins í þessu. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 141 orð

Óvíst að lánið verði tekið

EKKI hefur enn verið tekin endanleg ákvörðun um það hjá Kópavogsbæ hvort lánsloforð hjá Bayerische Landesbank verður nýtt, að sögn Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 67 orð

Persónuleg skeyti

Á VEF Póstsins www.postur.is gefst fólki nú kostur á að hanna sín eigin frímerki á einföldu viðmóti og panta síðan. Pósturinn tekur við pöntuninni, prentar út arkir með 24 sérhönnuðum en fullgildum frímerkjum og sendir í hús. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Samvera mikilvæg

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is JÓEL Pétursson, sem gengur í Húsaskóla í Grafarvogi, er einn af 9. bekkingum grunnskólanna sem taka þátt í forvarnadeginum í dag. Hann nýtur í ríkum mæli þess sem var efst á óskalista 9. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 73 orð

Skurðgrafa í árekstri

ÓVENJULEGUR árekstur varð um kl. 18 í gær þegar grafa og fólksbíll lentu í árekstri á mótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar sem liggur upp að gamla varnarsvæðinu. Ökumaður bifreiðarinnar hlaut lítils háttar meiðsli á hálsi. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Smuga á leiðinni

SMUGA nefnist nýtt vefrit sem nú er í burðarliðnum og líta mun dagsins ljós á næstunni. Ritstjóri ritsins er Björg Eva Erlendsdóttir fréttamaður sem vinnur að uppsetningu miðilsins við annan mann. „Þetta er breytingamiðill fyrir hinar raddirnar. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Stefna á fjöldaframleiðslu

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STEFNT er á að koma nýrri íslenskri uppfinningu í fjöldaframleiðslu á næsta ári. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Taplausar eftir fyrstu fimm umferðirnar

HAMARSSTÚLKUR blómstra þessa dagana í Iceland Express-deildinni í körfubolta. Þær unnu Val, sem var í öðru sæti fyrir fimmtu umferð deildarinnar, í Hveragerði í gær og eru með fullt hús stiga. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Uppboð jafnmörg og allt árið 2007

NAUÐUNGARSÖLUR fasteigna í umdæmi Sýslumannsins í Reykjavík voru 49 talsins í októbermánuði, sem er nærri fimmföldun frá sama mánuði á síðasta ári. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Varagljái notaður til góðra verka

YFIR 50.000.000 króna söfnuðust í styrktarátakinu Á allra vörum, sem fram fór í sumar. Átakinu var ætlað að safna fé til að styrkja kaup á nýjum tækjabúnaði á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Verður alltaf íslensk rannsókn

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SÖFNUN gagna er hætt í bili vegna rannsóknar á viðskiptabönkunum á síðustu vikum starfsemi þeirra. Meira
6. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 2046 orð | 9 myndir

Veröldin bíður spennt

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 680 orð | 3 myndir

Við létum draumalóðina

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is 125 skiluðu lóðum til Kópavogsbæjar í októbermánuði. Kópavogsbær þarf því að greiða út jafnmargar lóðir og hann greiðir samtals út fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Vilji til að vera edrú og bæta líf sitt eina skilyrðið fyrir búsetu

„Þetta er hugsað sem stuðningsheimili þar sem hver einstaklingur sjái um sig sjálfur,“ segir Ásta Kristmannsdóttir, forstöðukona á áfangaheimilinu Svaninum sem opnað var á Vatnsstígnum nú í nóvemberbyrjun. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Vill ná sáttum

JÓN Ásgeir Jóhannesson kveðst skilja áhyggjur ráðamanna af því að eignarhald á fjölmiðlum í einkaeign safnist á eina hönd. Meira
6. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 241 orð | 2 myndir

Þetta helst...

Fleiri fundi Fastanefndir Alþingis koma reglulega saman þessa dagana en þó ekki nógu oft að mati sumra stjórnarandstöðuþingmanna . Meira

Ritstjórnargreinar

6. nóvember 2008 | Staksteinar | 242 orð | 1 mynd

Rétt ákvörðun Boga

Bogi Nilsson tók hárrétta ákvörðun þegar hann sagði sig frá því verkefni að vinna skýrslu um starfsemi Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. Hann gerir sér grein fyrir, að til slíkra verka hljóta að veljast menn sem njóta almenns trausts. Meira
6. nóvember 2008 | Leiðarar | 664 orð

Sögulegur sigur

Langt er síðan kjör á forseta Bandaríkjanna hefur vakið jafnmikla athygli og hrifningu og kjör Baracks Obamas. Sigur hans markar tímamót í bandarískri stjórnmálasögu af þeirri einföldu ástæðu að í fyrsta skipti hefur blökkumaður verið kosinn forseti. Meira

Menning

6. nóvember 2008 | Tónlist | 273 orð | 1 mynd

Bubbi þarf tvær milljónir

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er að bíða eftir svari frá borgarráði. Það er fundur hjá þeim á fimmtudaginn [í dag]. Meira
6. nóvember 2008 | Dans | 244 orð | 1 mynd

Danstvenna aftur á svið

SÝNINGIN Dans-andi var sýnd við góðar viðtökur á síðasta starfsári Íslenska dansflokksins og nú hefur verið ákveðið að bæta tveimur sýningum við. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Draumkennt og flott

ÍRSKI tónlistarmaðurinn David Holmes hefur komið víða við, samið tónlist fyrir kvikmyndir á borð við Out of Sight og Ocean's Eleven , unnið sem plötusnúður og gefið út nokkuð margar sólóplötur. Sú nýjasta í þeim flokki, The Holy Pictures , er býsna góð. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Einu marktæku tónlistarlistarnir

* Vinsældarlistar yfir mest seldu plöturnar og mest spiluðu lögin á Íslandi er að finna á blaðsíðu 44 í Morgunblaðinu í dag. Tónlistinn hefur verið fastur liður í blaðinu undanfarin ár en á síðasta ári bættist Lagalistinn við. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Ekki fleiri konur takk!

IDOL-dómarinn Simon Cowell segist vera búinn að fá sig fullsaddan á konum, og hann ætlar að halda sig fjarri hinu kyninu á næstunni. Cowell hætti nýverið með unnustu sinni til sex ára, bresku sjónvarpskonunni Terri Seymour. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 421 orð | 2 myndir

Fyrirmyndar víkingur

ÞAÐ þarf ekki að fara í neinn launkofa með þá staðreynd að á sínum tíma hafi hljómsveitin Botnleðja verið ein allra besta rokkhljómsveit landsins. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Gott að búa í hjólhýsi

PAMELA Anderson býr í hjólhýsi um þessar mundir og líkar það vel. Meira
6. nóvember 2008 | Menningarlíf | 599 orð | 2 myndir

Handrit að óskilgreinanlegri tilverunni

Hvað eiga Shakespeare, Jean-Paul Sartre, Samuel Beckett, Michel Foucault, Caryl Churchill og jafnvel Aristofanes sameiginlegt í íslenskum samtíma? Jú, áhrif þeirra allra hafa ratað inn í nýjasta leikrit Sigurðar Pálssonar, Utan gátta . Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Hefner tekur tíma

PLAYBOY-kóngurinn Hugh Hefner krefst mikils af sínum nánustu, og tekur mikinn tíma frá þeim. Meira
6. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Hlutverk almennings

Raunveruleikaþættir í sjónvarpi eru rangnefni því þeir eru yfirleitt eins fjarri raunveruleikanum og hugsast getur. Fólk er nefnilega sett í tilbúnar aðstæður en ekki raunverulegar, þótt það hafi engar rullur nema að vera það sjálft. Meira
6. nóvember 2008 | Hönnun | 252 orð | 1 mynd

Horfum til nýsköpunar

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is STEINUNN Sigurðardóttir fatahönnuður tók á þriðjudaginn við hinum virtu Torsten och Wanja Söderbergs-verðlaunum fyrir árið 2008. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 102 orð | 1 mynd

Hæfilega fjölbreytt

Á SÍNUM langa ferli hefur Aimee Mann jafnan farið eigin leiðir og stundum hlotið bágt fyrir. Hún sló loks í gegn fyrir átta árum með tónlistinni í kvikmyndinni Magnolia og hefur sent frá sér fínar plötur síðan. Meira
6. nóvember 2008 | Hugvísindi | 56 orð | 1 mynd

Ímyndir Íslands eftir bankahrunið

FALLVALTAR ímyndir Íslands er yfirskrift pallborðsumræðna í Reykjavíkurakademíunni í kvöld þar sem ímyndir Íslands eftir bankahrunið verða til umfjöllunar. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Kórtónlist og kaffihlaðborð

Í KVÖLD verða haldnir tónleikar í Bústaðakirkju þar sem fram koma Glæðurnar, kór kvenfélags Bústaðakirkju og Litli kórinn. Stjórnendur á tónleikunum eru Inga Backman og Arnhildur Valgarðsdóttir. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Kærastinn kominn fram

BANDARÍSKA leikkonan Anne Hathaway hefur loks greint frá því hver kærasti hennar er. Hathaway viðurkenndi í viðtali í síðasta mánuði að hún ætti í ástarsambandi, en neitaði að gefa upp frekari smáatriði. Meira
6. nóvember 2008 | Myndlist | 575 orð | 2 myndir

Landslag er meiri háttar

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞÓTT verkin þurfi mörg fjarlægð þurfa þau öll nálægð. Þá breytast þau flest eftir því hvernig þú kemur að þeim, og eftir því hvernig lýsingin er. Loks breytir tíminn verkunum. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 98 orð | 1 mynd

Ljós og skuggar

RAZORLIGHT var í upphafi ein af þeim fjölmörgu sveitum sem skriðu úr skugga The Libertines. Höfuðpaurinn, Johnny Borrell, var gleiðmynntur í meira lagi og sparaði sig hvergi í yfirlýsingum um eigið ágæti. Meira
6. nóvember 2008 | Bókmenntir | 185 orð | 1 mynd

Michael Crichton látinn

BANDARÍSKI rithöfundurinn Michael Crichton lést í Los Angeles á þriðjudag, 66 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 54 orð | 1 mynd

Nú fer hver að verða síðastur!

* Forsala á lokatónleika Sigur Rósar á árinu í Laugardalshöll hinn 23. nóvember er hafin á midi.is. Skemmst er frá því að segja að nú þegar er uppselt í stúku á tónleikana en forsala aðgöngumiða í stæði stendur sem hæst. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 176 orð | 1 mynd

Óður til eilífðar

TÍU ár eru liðin frá sviplegu fráfalli Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndlistar- og tónlistarmanns, kennara, skálds og allra handa lífskúnstners. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Romo bjargaði Simpson

BANDARÍSKA söngkonan Jessica Simpson segir að unnusti sinn, fótboltakappinn Tony Romo, hafi bjargað sér. Hjónabandi söngkonunnar og Nicks Lacheys lauk fyrir nokkru, og segir hún að sér hafi aldrei liðið eins vel og í sambandinu við Romo. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 414 orð | 2 myndir

Sena með yfirburði í sölu á tónlist

ÞAÐ verður seint sagt um Lay Low að hún sé óforbetranleg popp-stjarna sem keppist við það að sjást í sem flestum glanstímaritum á milli þess sem hún lætur frægðina stíga sér til höfuðs á skemmtistöðum borgarinnar. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 419 orð | 1 mynd

Séríslenskt þjóðlagapopp

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ var fyrir tíu árum sem þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson hittust fyrst á Álftanesi með það fyrir augum að leika sér við að djassa upp íslensk þjóðlög. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 272 orð | 1 mynd

Síðasta góðærisplatan

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „VIÐ borguðum svo mikið fyrir þessar myndir að við urðum að nota þær allar,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, einatt kenndur við vefsíðuna, hljómsveitina og fjöllistahópinn vinsæla Baggalút. Meira
6. nóvember 2008 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Tilfinningaþrungnir hádegistónleikar

HÁDEGISTÓNLEIKAR verða í Hafnarborg í dag kl. 12 þar sem Edda Austmann sópransöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

UNICEF selur bestu boli í heimi

* Í dag hefst sala á „bestu bolum í heimi“ sem hannaðir eru af Kron Kron og Herði Kristbjörnssyni. Í tilefni af útgáfu bolanna mun hljómsveitin Hjaltalín halda órafmagnaða tónleika á Kaffi Hljómalind kl. Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 258 orð | 1 mynd

Vigdís Finnbogadóttir snýr aftur

FRÚ Vigdís Finnbogadóttir verður gestur Jóns Ársæls Þórðarsonar í næsta þætti af Sjálfstæðu fólki . Meira
6. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 377 orð | 1 mynd

Það nýjasta beint í æð

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is UNGLIST, Listahátíð ungs fólks, hefst á morgun og stendur til 15. nóvember. Þetta er í sautjánda sinn sem hátíðin er haldin og er margt um að vera sem fyrr. Meira
6. nóvember 2008 | Myndlist | 418 orð | 4 myndir

Önnur sýn og í nýju samhengi

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÚT/INN nefnist sýning Hlyns Hallssonar sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag. Meira

Umræðan

6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Af landvættum og heimildaskráningu prests

Óli Gneisti Sóleyjarson kýtir við Þórhall Heimisson um skjaldarmerki Íslands: "...ef Þórhallur ætlar að reyna fyrir sér á fræðasviðinu ætti hann að tileinka sér verklag fræðimanna." Meira
6. nóvember 2008 | Blogg | 137 orð | 1 mynd

Bjarni Harðarson | 5. nóvember Skuggaleg skuggabankastjórn... Ég er...

Bjarni Harðarson | 5. nóvember Skuggaleg skuggabankastjórn... Ég er sammála skuggabankastjórn Seðlabankans sem skipuð er af ritstjórum Markaðarins að þjóðin þarf nýja menn í Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Meira
6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 858 orð | 2 myndir

Björgum fyrirtækjum og heimilum

Eftir Gylfa Zoëga og Jón Daníelsson: "...það getur ekki verið þjóðfélagslega hagkvæmt að allir verði gjaldþrota við þessar aðstæður." Meira
6. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 329 orð

Bréf til viðskiptaráðherra

Frá Nönnu Gunnarsdóttur: "KÆRI Björgvin. Ég er nú frekar seinþreytt til vandræða en nú er mér nóg boðið. Fyrir um 2 vikum fengu landsmenn af því fregnir að Finnur Sveinbjörnsson, nýráðinn bankastjóri Nýja Kaupþings, hefði 1950 þúsund krónur í mánaðarlaun." Meira
6. nóvember 2008 | Blogg | 113 orð | 1 mynd

Guðrún Jónína Magnúsdóttir | 5. nóv. Hugsa upp á nýtt og burt með...

Guðrún Jónína Magnúsdóttir | 5. nóv. Hugsa upp á nýtt og burt með spillingarliðið! Ár skapandi hugsunar og nýsköpunar, það er eiginlega alveg augljóst að það verður það, því allar hversdagshetjurnar okkar eru að hugsa upp á nýtt þessa dagana. Meira
6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 289 orð | 1 mynd

Hafa þau ekki gert nóg?

Hilke Jakob skrifar um eftirlaun almennings og ráðamanna.: "Þrjú hundruð þúsund manna úthverfi í þýskri borg þarf ekki 63 sveitarstjórnarmenn, sérstakan forseta eða seðlabankastjóra." Meira
6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 241 orð

Hófsamar og ábyrgar rjúpnaveiðar

UNDANFARIN ár hafa rjúpnaskyttur brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Veiði síðasta árs var til að mynda nokkuð nærri áætluðu veiðiþoli rjúpunnar. Góð vísa er hins vegar aldrei of oft kveðin. Meira
6. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 225 orð

Hvetjum frekar

Eftir Rafn Sigurðsson: "MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um það ástand sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna falls bankanna og þess sem á eftir kom." Meira
6. nóvember 2008 | Pistlar | 446 orð | 1 mynd

Nei takk

Á þetta engan enda að taka; spurði mig maður nokkur í gær. Eigum við að sitja uppi með ríkisbanka og hálfgerð ríkisfyrirtæki? Þarf að lesa um það í Berlingske Tidende að nú sé frægasta hótel Dana nátengt íslenska ríkinu? Meira
6. nóvember 2008 | Blogg | 111 orð | 1 mynd

Páll Vilhjálmsson | 5. nóvember Viðskipti, réttlæti og traust...

Páll Vilhjálmsson | 5. nóvember Viðskipti, réttlæti og traust Viðskiptalegt sakavottorð er lykilhugtak umræðunnar um hvernig þjóðin vinnur sig úr þeim vandræðum sem kennd eru við útrásina og bankagjaldþrotið. Meira
6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 760 orð

Sala hefði leitt til ofsaótta

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR: „Eins og fram hefur komið í fréttum samþykkti stjórn Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna... Meira
6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Samvera fjölskyldunnar – besta forvörnin

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar um gildi þess að fjölskyldur eigi tíma saman: "Við ættum öll að leggja okkur fram um að eyða meiri tíma með okkar nánustu..." Meira
6. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 163 orð

Silfrið fægt

Eftir Ólaf M. Jóhannesson: "FYRIR skömmu birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir undirritaðan þar sem hann fann að afar ómálefnalegum efnistökum Egils Helgasonar í einum þættinum." Meira
6. nóvember 2008 | Velvakandi | 309 orð | 2 myndir

Velvakandi

Stöndum saman, kaupum innlent NÚ á þessum erfiðu tímum, þegar allir þyrftu að leggjast á eitt til að halda verðhækkunum niðri, er hörmulegt að lesa um hversu fólskulega ýmsir innflytjendur hækka vörur sínar og nægir þar að nefna nærri 80% verðhækkun á... Meira
6. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Viðskiptasiðferði Ríkisins

Eftir Ara Kr. Sæmundsen: "Í KREPPUBYRJUN upplýsti heilbrigðisráðherra að nægar lyfjabirgðir væru til staðar í landinu. Hann hafði kannað málið. Það var ánægjulegt og í raun staðfesting þess að lyfjabirgjar rækja skyldur sínar." Meira
6. nóvember 2008 | Aðsent efni | 383 orð | 1 mynd

Þjóð í þoku

Eftir Baldur Vigni Karlsson: "ÞAÐAN sem ég bý í Brighton á suðurströnd Englands hef ég fylgst með skelfingarástandi heimahaganna síðastliðnar vikur." Meira

Minningargreinar

6. nóvember 2008 | Minningargreinar | 2624 orð | 1 mynd

Ásgeir Beck Guðlaugsson

Ásgeir Beck Guðlaugsson fæddist 18. desember 1929 í Hafnarfirði. Hann lést á hjúkrunardeild Grundar á Landsspítala, Landakoti, 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Ásgeirsson, f. í Bolungarvík 27.6. 1904, d. 30.10. Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2008 | Minningargreinar | 493 orð | 1 mynd

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson fæddist í Litluhlíð á Barðaströnd 11. maí 1918. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 11. október og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 20. október. Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2008 | Minningargreinar | 4584 orð | 1 mynd

Herdís Björg Gunngeirsdóttir

Herdís Björg Gunngeirsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1947. Hún lést aðfaranótt þriðjudagsins 28. október sl. á heimili sínu og var banamein hennar heilablæðing í svefni. Foreldrar hennar voru Gunngeir Pétursson, fæddur 28. janúar 1921, dáinn... Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2008 | Minningargreinar | 2805 orð | 1 mynd

María Guðbjartsdóttir

María Guðbjartsdóttir ljósmóðir fæddist 6. febrúar 1920 í Bolungarvík, hún lést 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjartur Sigurðsson, f. 13.4. 1886, d. 15.8. 1960 og Halldóra Margrét Sigurðardóttir, f. 3.5. 1886, d. 9.12. 1965. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

6. nóvember 2008 | Daglegt líf | 448 orð | 2 myndir

Akureyri

Þeim brá í brún hjá SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, þegar stóru grýlukertin af þakskegginu komu fljúgandi gegnum rúðuna á dögunum. Heppni var að enginn var þar fyrir innan akkúrat þegar þetta gerðist því glerbrot þöktu gólfið. Meira
6. nóvember 2008 | Daglegt líf | 157 orð | 1 mynd

B vítamín gegn alzheimer

SJÚKLINGAR sem þjást af alzheimer hafa öðlast aukna von eftir að vísindamenn uppgötvuðu að B-vítamín hægir á framgangi sjúkdómsins. Frá þessu er greint vísindatímaritinu Journal of Neuroscience . Meira
6. nóvember 2008 | Daglegt líf | 211 orð | 1 mynd

Framúrskarandi sími

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞEIR SEM vanist hafa á að nota BlackBerry vilja ekkert annað nota og reyndar finnst þeim mörgum sem erfitt sé að lifa yfirleitt ef þeir eru ekki með BlackBerry í hendinni eða skammt undan í það minnsta. Meira
6. nóvember 2008 | Daglegt líf | 173 orð

Ísland og hryðjuverk

PS hringdi með stöku undir yfirskriftinni: „Húsráð - þjóðráð - heimsráð!“ Fjárhagsvandinn varað getur varð því skjótt hér lausn að ná; Spyrjum oss: Hvar spörum betur? Spörum útgjöld HVAR SEM MÁ. Meira
6. nóvember 2008 | Daglegt líf | 648 orð | 6 myndir

Kjólar með sál og sögu

Hún er veik fyrir gamaldags kjólum sem varð til þess að hún stofnaði óvenjulega kjólaverslun í gömlu húsi á Selfossi. Konan heitir Elín Guðmundsdóttir og verslunin Hosiló. Nafnið merkir kósí kompa og er mjög vel viðeigandi. Meira
6. nóvember 2008 | Neytendur | 321 orð | 1 mynd

Kjúklingur á tilboði

Bónus Gildir 6. - 9. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Holta ferskar kjúklingbr., piri piri 1.699 2.038 1.699 kr. kg Sambands hangilæri, útbeinað 1.575 1.575 kr. kg Ali ferskar grísakótelettur 1.070 1.426 1.070 kr. Meira
6. nóvember 2008 | Daglegt líf | 175 orð | 1 mynd

Lögunin fylgir efnahagslægðunum

AÐDÁENDUR kvenlegra lína í karlablöðum á borð við Playboy ættu að venja sig við að fyrirsæturnar sem þar ber fyrir augu grennist í takt við megurri efnahag. Þetta sýnir rannsókn vísindamannanna Terrys F. Pettijohns og Brians J. Meira

Fastir þættir

6. nóvember 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Akranes Þórkatla Þyrí fæddist 1. júlí kl. 21.40. Hún vó 3.655 g og var...

Akranes Þórkatla Þyrí fæddist 1. júlí kl. 21.40. Hún vó 3.655 g og var 53 sm löng. Foreldrar hennar eru Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir og Sturla Már... Meira
6. nóvember 2008 | Fastir þættir | 162 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Krókur á móti baðbragði. Norður &spade;92 &heart;ÁDG10 ⋄ÁD10 &klubs;KDG3 Vestur Austur &spade;KD10765 &spade;83 &heart;K7 &heart;8642 ⋄G543 ⋄962 &klubs;7 &klubs;Á984 Suður &spade;ÁG4 &heart;953 ⋄K87 &klubs;10652 Suður spilar 3G. Meira
6. nóvember 2008 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Þessir krakkar á Blönduósi héldu hlutaveltu og söfnuðu 21.700 kr. sem þau færðu Rauðakrossdeildinni í Austur-Húnavatnssýslu. Meira
6. nóvember 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Hong Kong Saga fæddist 15. október kl. 16.20. Hún vó 15 merkur og var 52...

Hong Kong Saga fæddist 15. október kl. 16.20. Hún vó 15 merkur og var 52 sm löng. Foreldrar hennar eru Hulda Þórey Garðarsdóttir og Steindór... Meira
6. nóvember 2008 | Árnað heilla | 193 orð | 1 mynd

Mætir í annars afmæli

„DAGSKRÁIN er nánast full allan daginn,“ segir Einar um afmælisdaginn. Fundir taka allan hans tíma fyrir hádegi og svo tekur við afmælisráðstefna Samtaka ferðaþjónustunnar en Einar er einn stofnendanna. Meira
6. nóvember 2008 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í...

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18. Meira
6. nóvember 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Freydís Helen fæddist 2. september kl. 10.04. Hún vó 3.200 g...

Reykjavík Freydís Helen fæddist 2. september kl. 10.04. Hún vó 3.200 g og var 51 sm löng. Foreldrar hennar eru Edda Þöll Kentish og Bjarni Freyr... Meira
6. nóvember 2008 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Bd3 dxc4 8. Bxc4 0-0 9. 0-0 e5 10. a3 De7 11. h3 Bc7 12. Ba2 h6 13. Rh4 Kh8 14. Rf5 Dd8 15. Hd1 g6 16. Rxh6 Kg7 17. e4 exd4 18. Re2 De7 19. Meira
6. nóvember 2008 | Fastir þættir | 285 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er svo heppinn að hafa lengi verið bíllaus og er því vanur að athafna sig án slíkra tryllitækja. Hann hvetur þá sem draga þurfa seglin saman á þessum tímum til að íhuga þann kost að leggja bílnum, eða a.m.k. Meira
6. nóvember 2008 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

6. nóvember 1921 Minningarhátíð var haldin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík vegna þess að 800 ár voru liðin frá andláti Jóns Ögmundssonar biskups á Hólum. 6. Meira

Íþróttir

6. nóvember 2008 | Íþróttir | 318 orð

„Erum að læra að vinna leiki“

GRINDAVÍKURKONUR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimaliðið í Keflavík í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld, 78:75. Grindavík var það lið sem mætti til leiks með því markmiði að sigra á meðan heimakonur voru lengi í gang og náðu aldrei takti í leiknum. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 612 orð | 1 mynd

„Erum nú stóra liðið í Firðinum“

FH-INGAR stigu stríðsdans á fjölum íþróttahússins í Kaplakrika eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Hauka í N1-deildinni í gærkvöldi þar sem á þriðja þúsund manns fengu svo sannarlega einn leik með öllu. Leikmenn FH réðu sér ekki af kæti en með sigrinum eru þeir einir á toppi deildarinnar. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 743 orð | 1 mynd

Ekta handboltaleikur

FH-INGAR hrósuðu sigri í slagnum við erkióvini sína og sveitunga í Haukum, 29:28, að viðstöddum 2.600 áhorfendum í Kaplakrika í gærkvöldi eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 17:13. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Ferguson talar ekki við Sky

SIR Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er þekktur skapmaður, líkt og takkaskórinn sem endaði í snoppufríðu andliti Davids Beckhams um árið, fékk að kenna á. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 410 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kristján Örn Sigurðsson , landsliðsmiðvörður í knattspyrnu og leikmaður Brann , er öllu betur metinn í einkunnagjöf Nettavisen heldur en hjá Adressavisen , sem valdi hann í úrvalslið lökustu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 125 orð

Hamar – Valur 67:51 Íþróttahúsið í Hveragerði, úrvalsdeild kvenna...

Hamar – Valur 67:51 Íþróttahúsið í Hveragerði, úrvalsdeild kvenna, Iceland Express-deildin, miðvikudaginn 5. nóvember 2008. Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 5:8, 9:12, 19:14, 19:18 , 25:22, 38:24, 42:27 , 45:31, 47:38, 52:38 , 55:41, 61:43, 66:45,... Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Hamar virðist óstöðvandi

HAMAR virðist óstöðvandi í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik. Liðið lagði Val, sem var í öðru sæti fyrir leikinn, 67:51 í gær og situr eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Valur féll hins vegar niður í fimmta sætið við úrslit kvöldsins. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 365 orð

HANDKNATTLEIKUR N1 deild karla FH – Haukar 29:28 Staðan: FH...

HANDKNATTLEIKUR N1 deild karla FH – Haukar 29:28 Staðan: FH 7421208:19910 Akureyri 6402158:1538 Valur 6321171:1488 Fram 5311139:1307 HK 6303156:1666 Haukar 7304196:1886 Stjarnan 5113120:1313 Víkingur R. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 119 orð

Haukar – Fjölnir 71:60 Ásvellir, Hafnarfirði: Gangur leiksins...

Haukar – Fjölnir 71:60 Ásvellir, Hafnarfirði: Gangur leiksins: 25:11, 42:25, 57:41, 71:60. Stig Hauka : Kristrún Sigurjónsdóttir 18, Slavica Dimovska 15, Guðbjörg Sverrisdóttir 14, Telma B. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

Juventus vann á Bernabeu

JUVENTUS varð í gær þriðja liðið til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslit meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en í fyrrakvöld urðu Barcelona og Sporting Lissabon fyrstu liðin til að komast áfram. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 571 orð | 2 myndir

Karfan í miklum blóma í Hveragerði

„ÞETTA er bara gaman svona eins og þetta er og við stefnum auðvitað að því að halda þessu áfram,“ sagði Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Hamars í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik, eftir sigurinn á Val í gærkvöldi. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Kiel áfram, naumt tap FCK

LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu í gærkvöld öruggan sigur á Drammen frá Noregi, 40:28, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Það tók þó þýsku meistarana nokkurn tíma að hrista Norðmennina af sér en staðan var 18:13 í hálfleik. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Ólafur einn sá besti

ULRIK Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, segist vera undrandi yfir þeirri staðreynd að AG Håndbold hafi tekist að gera samning við Ólaf Stefánsson. „Ólafur er einn þriggja mestu sóknarmanna heims í handknattleik. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Risasigur Ciudad Real á Portland

ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Ciudad léku Portland San Antonio grátt í stórleik í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Lokatölurnar voru ótrúlegar, 42:23, og sérstaklega þar sem staðan í hálfleik var aðeins 17:15, Ciudad Real í vil. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Stabæk hirti verðlaunin

NORSKU meistararnir í Stabæk héldu áfram sigurgöngu sinni í gærkvöld þegar verðlaunum fyrir knattspyrnutímabilið var úthlutað við mikla viðhöfn. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 16 orð

Staðan

Hamar 550404:28910 Haukar 541352:3018 Grindavík 532359:3356 Valur 532284:2706 Keflavík 532384:3146 KR 523327:3374 Snæfell 505280:3810 Fjölnir... Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Þrír öflugir á einu bretti

MAGNUS Pehrsson, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins GAIS, hrósaði happi í gær eftir að þrír íslenskir leikmenn höfðu skrifað undir samning við félagið til næstu fimm ára. Meira
6. nóvember 2008 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

Ætlar í sterkari deild

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÞÓRA B. Meira

Viðskiptablað

6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 173 orð | 1 mynd

Afgangur vöruskipta aldrei meiri

AFGANGUR á vöruskiptum við útlönd nam 10,6 milljörðum í október og er það mesti afgangur í einum mánuði síðan Hagstofan tók að birta mánaðarlegar tölur um vöruskipti árið 1989. Næstmesti afgangurinn var í september síðastliðnum. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 58 orð

Atvinnuleysi yfir 11%

ATVINNULEYSI á Spáni mælist nú 11,3% og hefur ekki verið meira í tólf ár. BBC -fréttastofan segir að mikill samdráttur í byggingariðnaði sé helsta ástæðan fyrir auknu atvinnuleysi. Þeir sem fá atvinnuleysisbætur eru nú um 37% fleiri en fyrir ári. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd

Auknar líkur á tilvist Guðs

BRESKUR veðmangari hefur hækkað til muna líkur á því að tilvist Guðs verði vísindalega sönnuð. Fyrir tveimur mánuðum opnaði veðstofan Paddy Power fyrir veðmál um tilvist Guðs og nema veðmál nú 5.000 pundum, andvirði um 10 milljóna króna. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Áhrifin á mörkuðum í Evrópu voru komin fram

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is KJÖR Baraks Obama í embætti forseta Bandaríkjanna er talið hafa haft jákvæð áhrif á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu í gær, þar sem hlutabréfavísitölur hækkuðu nokkuð. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 320 orð | 2 myndir

Ánægður með Obama

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ að þessi gæfulegi blökkumaður skyldi komast í Hvíta húsið stendur upp úr í mínum huga,“ segir Stefán Máni rithöfundur þegar hann er spurður um frétt vikunnar. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 511 orð | 4 myndir

Erfiðir tímar hjá auglýsingastofum

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FORSVARSMENN íslenskra auglýsingastofa hafa ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsárferði. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Erfiðleikar hjá SAS

SKANDINAVÍSKA flugfélagið SAS stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvernig það ætlar að taka á miklum vanda í rekstrinum. Þetta er mat sérfræðinga í flugrekstri samkvæmt fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri . Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 78 orð | 1 mynd

Fimmta frestun

BOEING-flugvélaverksmiðjurnar bandarísku hafa enn einu sinni frestað fyrsta flugtaki Draumfarans nýja, 787 Dreamliner-flugvélarinnar. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 271 orð | 1 mynd

FME vill að hlutafélög geri grein fyrir stöðu sinni

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 291 orð | 1 mynd

Hugsa ber hlutina upp á nýtt

KREPPA er móðir tækifæra og nýsköpunar – því í kreppu gefst færi á að hugsa hlutina upp á nýtt og beita skapandi hugsun. Þetta segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í hugvekju á vef samtakanna. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 437 orð | 2 myndir

Magnús Geir markaðsmaður ársins

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MAGNÚS Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, var valinn markaðsmaður ársins 2008 og Össur hf. var valinn markaðsfyrirtæki ársins 2008 þegar markaðsverðlaun ÍMARK voru veitt í gær í 18. sinn. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 51 orð

Marel hækkar um 5,52%

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,5% í Kauphöll Íslands og er lokagildi hennar 647,38 stig. Veltan með hlutabréf nam 77 milljónum króna. Marel hækkaði um 5,52% og Century Aluminum hækkaði um 1,01%. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 518 orð | 2 myndir

Mikill innri vöxtur Marels á árinu

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HAGNAÐUR Marels á fyrstu níu mánuðum ársins nam 15,3 milljónum evra, andvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður Marels 2,7 milljónum evra. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 217 orð

Minni samdráttur í smásölu en spáð var

SAMDRÁTTUR í smásölu á evrusvæðinu í septembermánuði síðastliðnum var minni en margir hagfræðingar höfðu spáð, að því er fram kemur í frétt BBC -fréttastofunnar. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 225 orð | 1 mynd

Neikvæðar upplýsingar frá evrópskum bönkum

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TILKYNNINGAR frá evrópskum bönkum að undanförnu hafa ekki verið uppörvandi fyrir efnahagslífið í álfunni. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 111 orð | 1 mynd

Nordea tekur yfir hluta Glitnis í Lúxemborg

NORDEA Bank Luxembourg hefur tekið yfir einkabankaþjónustu Glitnis í Lúxemborg. Hefur Fjármálaeftirlit Lúxemborgar samþykkt yfirtökuna, en eftirlitið lokaði fyrir öll viðskipti Glitnis í Lúxemborg í síðasta mánuði. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 430 orð | 1 mynd

Nýju bankarnir keyptu bréfin úr peningamarkaðssjóðunum

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Nýju bankarnir keyptu út skuldabréf sem voru í peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka og Kaupþings áður en greitt var úr þeim. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 100 orð

Olíuverð hækkar og lækkar

VERÐ á Brent-Norðursjávarolíu hækkaði í um 66 dollara fyrir tunnuna í gær. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 167 orð

Plottað í góðum félagsskap í hádeginu á Ruby Tuesday

ÚTHERJI man eftir því hvað hann hafði gaman af vangaveltum bandaríska hagfræðingsins Roberts Z. Alibers þegar hann kom hingað til lands í maí á þessu ári. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 152 orð

Rannsókn hafin á hlutabréfaviðskiptum

RANNSÓKN er hafin á því hvort vikið hafi verið frá lögum, reglum eða innri reglum viðskiptabankanna í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið tók bankana yfir í síðasta mánuði. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 81 orð

Raunlækkun kortaveltu

SAMTALS jókst innlend greiðslukortavelta heimila á fyrstu níu mánuðum ársins um 4,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 9,8% sem þýðir að raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu nemur 4,6%. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 455 orð | 1 mynd

Sigtúnshópurinn og misgengið

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Ef verðbólgan verður mikil hér á landi á komandi mánuðum munu verðtryggðar skuldir íbúðaeigenda hækka mikið eins og gengistryggð lán hafa gert að undanförnu. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 427 orð | 1 mynd

Skatturinn rannsakar viðskipti starfsmanna

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is RÍKISSKATTSTJÓRI hefur nú til rannsóknar hugsanleg skattalagabrot sem tengjast m.a. viðskiptum með hlutabréf í einkahlutafélögum starfsmanna. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 944 orð | 2 myndir

Skuggalegar horfur fyrir íslensk heimili

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is AÐ UNDANFÖRNU hefur varla liðið sá dagur að ekki hafi borist fréttir af uppsögnum starfsfólks hjá fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 467 orð | 1 mynd

Skuldlaus og kaupir ekkert nema eiga fyrir því

Nú er mikil skuldsetning að koma mörgum fyrirtækjum í koll, en Stjörnublikk hefur forðast slíkar freistingar. Bjarni Ólafsson ræddi við forstjórann, Finnboga Geirsson. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 1163 orð | 5 myndir

Starfsmenn áttu ekki að borga lán

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Stjórn Kaupþings ákvað hinn 25. september síðastliðinn að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lánum sem þeir höfðu fengið til hlutabréfakaupa í bankanum. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 74 orð | 1 mynd

Syngja fyrir klinkinu

BÚÐAREIGANDI í Sviss er orðinn svo þreyttur á bifreiðaeigendum, sem biðja hann um klink í stöðumæla, að hann krefst þess nú að þeir syngi fyrir hann áður en hann afhendir féð. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 855 orð | 2 myndir

Um bókhaldsgjaldmiðil og áhrif hans

Eftir Stefán Svavarsson, Í umræðum á síðustu dögum hefur verið gefið í skyn að sú ákvörðun Ársreikningaskrár að hafna erindi banka um að halda bókhald og birta reikningsskil í erlendri mynt hafi haft áhrif á þá stöðu sem bankarnir eru komnir í. Meira
6. nóvember 2008 | Viðskiptablað | 226 orð | 1 mynd

Þrýst á bankafólk

Þessir fjárfestar þrýsta nú fast á um aðgerðir sér í hag. Og þá er mikilvægt að starfsfólk bankanna og stjórnvalda hygli ekki neinum og hafi allt uppi á borðum. Meira

Veldu dagsetningu

PrevNext
November 2008
SuMoTuWeThFrSa
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.