Magnús Scheving er kominn til Albuquerque þar sem tökur á nýjustu kvikmynd hasarhetjunnar Jackie Chan, The Spy Next Door, hefjast á morgun. Magnús fer þar með hlutverk illmennisins. Hann segir þetta mikinn heiður en hafi meiri þýðingu fyrir Latabæ en sig persónulega.
Meira
Ný tegund bruggara hefur brugðist við auknum bjóráhuga landans. Smábrugghús landsins eru orðin þrjú talsins og eru þau bæði atvinnu- og menningarskapandi sprotafyrirtæki.
Meira
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is E nn einu sinni hafa konur skorað hátt á sviði þar sem karlar hafa að mestu ráðið lögum og lofum frá ómunatíð.
Meira
EKKI reyndist lagastoð fyrir gjaldtöku vegna stöðuleyfis fyrir hjólhýsi á spildu úr landi Úteyjar í Bláskógabyggð. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa áður vísað málinu frá.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EIN af þeim lausnum sem til umræðu eru til að veita börnum rafræna auðkennislyka til notkunar á netinu er að taka gömlu nafnskírteinin í notkun í nýju formi.
Meira
MIKILL erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og mannfjöldi í miðborginni. Fimm líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar, þar af voru fjórar í miðborginni og ein á bensínstöð í Ártúnsbrekku.
Meira
Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku.
Meira
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var 13 ára þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna í skák og um leið yngsti landsmeistari heims í viðurkenndri keppnisgrein. Alls hefur hún 11 sinnum hampað þeim titli.
Meira
„HVAÐA skilaboð er íslenskt réttarfarskerfi að senda út í samfélagið? Hversu alvarlegum augum lítum við þá meðvituðu hegðun sem ítrekað hefur leitt til dauða og örkumlunar fólks á vegum landsins?
Meira
„Ég finn fyrir því alls staðar að það kraumar mikil reiði í fólki vegna þeirrar spillingar sem er enn frekar að koma í ljós með þessu ofan á það sem menn sáu fyrir. Mér finnst þetta algjör óhæfa.
Meira
ÆTLI Jón Ásgeir Jóhannesson geti ekki sagt að dýrasta lexía lífs hans hafi verið sú, að hann hafi lært að hann á hvorki að efna til viðskiptasambanda við menn sem bera eiginnafnið Smári né föðurnafnið Smárason?
Meira
ÞRJÚ smábrugghús brugga ýmsar tegundir bjórs, en nöfnin koma upp um íslenskan uppruna. Jökull er undan rótum Snæfellsjökuls, Kaldi er frá Árskógsströnd og Skjálfti er auðvitað af Suðurlandsundirlendinu. Þaðan er líka Móri, sem hlýtur að vera göróttur.
Meira
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Það fer ymur um áhorfendasvæðið á Britannia-leikvanginum. Ókunnugir gætu haldið að heimamenn, Stoke City, hefðu verið að skora mark, alla vega fá dæmda vítaspyrnu. Svo er ekki. Það er innkast. Hvernig má það vera?
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Í upphafi liðinnar viku komu fram upplýsingar um að stjórn Kaupþings hefði ákveðið að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lánum sem þeir höfðu fengið til hlutabréfakaupa í bankanum...
Meira
Morgunblaðið birti um síðustu helgi niðurstöður skoðanakönnunar, sem Elías Héðinsson, rannsóknarstjóri Árvakurs, vann úr könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir blaðið í lok október. Ólafur Þ.
Meira
Guðný Hafsteinsdóttir er listakonan á bak við litla espresso-bolla sem ilma ekki síður af fortíðarþrá en kaffi. Guðný er leirlistarkona og kennari að mennt og rekur verkstæðið Skruggustein í Kópavoginum.
Meira
Heiða props hefur annast leikmuni í öllum sýningum LR í rúma fjóra áratugi. Leikhúsið er hennar vettvangur, eins og fram kemur í frásögnum hennar og ljósmyndum. Og allir eru leikararnir eftir-minnilegir!
Meira
Íslenska þjóðarsálin á bágt. Samkvæmið fór úr böndunum. Að áliti Bjartmars Guðlaugssonar söngvaskálds þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það.
Meira
Í Miðausturlöndum snýst lífið ekki bara um kvennakúgun og stríð eins og ætla mætti af fréttum. Þar er stundum gaman og fólk gerir sér ýmislegt til dundurs og skemmtunar. Oft er meira að segja stutt í pjattið og glysgirnina – yst sem innst.
Meira
Efist einhver enn um að Bandaríkin séu staðurinn þar sem allt er mögulegt; efist um að draumar forfeðra okkar lifi meðal okkar; dragi í efa styrk lýðræðis okkar, þá veitir kvöldið í kvöld ykkur svarið. Barack Obama eftir að hann var kjörinn 44.
Meira
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Skór vetrarins og næsta sumars eru hærri en oft áður. Gleður það áreiðanlega þær fjölmörgu konur, sem eru heillaðar af skóm og þá ekki síst háhæluðum skóm.
Meira
Aðalheiður Jóhannesdóttir er jafnan kölluð Heiða „props“, enda hefur hún haft uppi á leikmunum og raðað þeim inn í leikmyndir Leikfélags Reykjavíkur frá því árið 1965.
Meira
Erla Bolladóttir hefur sent frá sér sögu sína, Erla, góða Erla. Í bókinni rekur Erla sögu Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en hún var einn sakborninga í því.
Meira
1. Af hverju ert þú stoltust á starfsferlinum? Ég er t.d. stolt af því að vinna hjá Ríkisútvarpinu, með frábæru, hæfileikaríku, greindu og hugmyndaríku fólki, svo er ég stolt af svo mörgu, sem gæti verið tekið sem grobb.
Meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sagði í Morgunblaðinu í gær að ekki væri hægt að útiloka hækkun á sköttum sveitarfélaganna á næstunni vegna bágrar fjárhagsstöðu.
Meira
Barack Hussein Obama tókst að yfirstíga margar hindranir í sókn sinni eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. Hann sigraði þrátt fyrir húðlit sinn og millinafnið. Sigur hans var ef til vill ekki stór þegar horft er á prósenturnar.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BLÚSSVEITIN Johnny and the Rest sendi á dögunum frá sér sína fyrstu breiðskífu en hljómsveitin hefur verið iðin við spilamennsku um allt land undanfarna mánuði.
Meira
LEIKARINN Russel Crowe hefur gert ýmsar breytingar á líkama sínum til þess að passa betur í þau hlutverk sem hann hefur tekið að sér í gegnum tíðina.
Meira
STEVEN Spielberg og Will Smith eru nú í viðræðum um að endurgera kóresku kvikmyndina Oldboy eftir Chan-wook Park frá 2003. Myndin segir frá manni sem er haldið föngnum í litlum klefa í fimmtán ár án skýringa.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞÓTT plötuútgáfa sé orðin nokkuð jöfn yfir árið er málum enn svo háttað að helsta vertíð plötuútgáfu er síðustu mánuðina fyrir jól; þá kemur obbinn af útgáfu ársins út og þá er salan aukinheldur mest.
Meira
NORSKA ríkissjónvarpið NRK1 sýndi áhugaverða heimildarmynd úr þáttaröðinni Panorama frá BBC fyrir skemmstu. Hún var um flöskuvatn og áhrif þess á heiminn. Þetta var einstaklega upplýsandi þáttur þar sem litið var á málið frá mörgum hliðum.
Meira
EF ÞÚ vilt vita hvar mögulega er hægt að kitla fólk svo það hlæi af öllu hjarta, hvað emúinn eða kondórinn segir eða hvað innipúkum finnst skemmtilegast að gera er platan Gilligill rétta platan til að hlusta á.
Meira
POPPDROTTNINGIN Madonna er kannski fimmtug í árum talið en líkami hennar gæti tilheyrt nokkuð yngri konu. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, sem voru teknar af Madonnu á föstudaginn, er hún „helköttuð“ eins og sagt er á líkamsræktarmáli.
Meira
JÆJA, goth-stelpur nú er að bara að pakka öllum korselettunum og kertastjökunum í ferðatöskuna, flytja til Los Angeles og næla sér í goth-höfuðpaurinn sjálfan.
Meira
LÍFIÐ er víst ekki alltaf eins og í bíómyndunum. Aðdáendur kvikmyndarinnar Notebook, er fjallar um ævarandi ást, hafa eflaust haft gaman af því að aðalleikarar þeirrar myndar þau Ryan Gosling og Rachel McAdams urðu ástfangin á meðan á tökum stóð.
Meira
Það sannast á þeirri ágætu sveit Mudhoney að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Þess var minnst fyrir skemmstu að fyrir tuttugu árum kom út stuttskífa sem boðaði mikil tíðindi í rokksögunni.
Meira
SYNGJANDI og dansandi uppvakningar eru væntanlegir á svið á Broadway, ef marka má fréttir þess efnis að til standi að gera söngleik byggðan á frægu myndbandi við lag Michaels Jacksons „Thriller“.
Meira
BEYONCÉ Knowles kemur sterklega til greina í hlutverk Undrakonunnar (e. Wonder Woman) í samnefndri kvikmynd sem unnið er að. „Ég get ekki ímyndað mér betra hlutverk,“ sagði hún í samtali við Los Angeles Times.
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is HEFURÐU gefist upp á að leita að útvarpsstöð sem spilar einungis tónlist að þínum smekk? Eða þá bara viljað hafa þann möguleika að skipta yfir á næsta lag þegar þú ert komin með nóg af laginu sem er í gangi?
Meira
HVAÐ er maður eiginlega að gera á þessu landi,“ er spurning sem kunningi minn bar upp við mig um daginn þegar við ræddum um efnahagsástandið og kreppuna sem nú knýr dyra.
Meira
Bindumst vinaþjóðum okkar í Evrópu nánari böndum segir Andrés Pétursson: "Það er karlmannlegt að hafa sterkar skoðanir og þora að standa við þær. En það þarf stórmenni til að þora að skipta um skoðun."
Meira
Frá Ragnheiði Gestsdóttur: "PÍNULITLIR rollingar sem varla standa út úr hnefa príla upp á píanóbekkinn þrjú og þrjú saman og hamra litla lagið sitt með ákafa."
Meira
Frá Ólafi Jóhannssyni: "Á ALLRAHEILAGRAMESSU var sr. Hjörtur Pálsson vígður til prestsþjónustu í Þjóðkirkjunni, sá elsti sem hlýtur vígslu en sr. Hjörtur er fæddur 5. apríl árið 1941 og var því 67 ára, sex mánaða og 27 daga á vígsludaginn. Fram til þessa hafði sr."
Meira
Íris Erlingsdóttir fylgist úr fjarlægð með ástandinu á Íslandi: "... íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir tómum sparibauk."
Meira
Ragnar Gunnarsson skrifar um margþætt starf kristniboðsins: "Kristniboð er biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja í verki. Góður árangur hvetur okkur til enn frekari dáða."
Meira
Einar Magnús Magnússon skrifar í tilefni af nýföllnum dómi í Hæstarétti: "Þessu fólki væri nær að hlaupa aðeins hugsar hann með sér. Hann treður skotum í bæði hlaup byssunnar, beinir henni upp í loft og hleypir af."
Meira
Frá Borghildi Símonardóttur: "Kaupmenn við ofanverðan Laugaveg eru farnir að leiða hugann að jólum og undirbúningi þeirra. Það hefur verið góður íslenskur siður að skúra í hólf og gólf og hampa því besta fyrir jólin."
Meira
Endilega sparaðu peninginn, Ingibjörg Sólrún! MIG langaði til að lýsa ánægju minni með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar um að spara þær 50 milljónir, sem eiga að fara í uppihald breska hersins hér í desember, og hvet hana eindregið til þess.
Meira
Frá Láru Óskarsdóttur: "EINHVERS STAÐAR stendur skrifað: „Það er ekki hvað þú segir heldur hvað þú gerir sem hefur áhrif.“ Þetta ber að hafa í huga svo við gleymum okkur ekki í efnahagskreppunni og leggjum þannig grunn að annarri kreppu, tilvistarkreppu."
Meira
Agnes Guðrún Ingólfsdóttir fæddist á Akureyri 1. ágúst 1930. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingófur Árnason, f. á Auðbrekku í Hörgárdal 1. mars 1904, d. á Akureyri 21.
MeiraKaupa minningabók
Ásdís Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1952. Hún lést að heimili sínu, Víðimel 56, sunnudaginn 26. október. Foreldrar hennar voru Vilborg Kristófersdóttir, fædd á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal 30.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Salvar Sigurðsson fæddist á fæðingardeild Landspítalans 18. desember 2007. Hann lést á Barnaspítala Hringsins hinn 23. október síðastliðinn. Útför Bjarna Salvars fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 31. október sl.
MeiraKaupa minningabók
Guðríður Guðrún Jónsdóttir Chitow, eða Stella, eins og hún var kölluð allt frá barnæsku, andaðist í Norður Karólínu í Bandaríkjunum 29. september síðastliðinn. Hún var fædd í Reykjavík 23. desember 1944.
MeiraKaupa minningabók
Guðríður Guðrún Jónsdóttir Chitow, eða Stella, eins og hún var kölluð allt frá barnæsku, andaðist í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 29. september síðastliðinn. Hún var fædd í Reykjavík 23. desember 1944. Foreldrar hennar voru Steinunn Þorbjörnsdóttir,...
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Aðalbjarnardóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1928. Hún lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörn Stefánsson prentari f. á Garðsá í Eyjafirði 28.12. 1873, d. 18.6.
MeiraKaupa minningabók
Ólafía Kristín Gísladóttir húsfreyja fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
Dóms-mála-ráðherra hefur heimilað að ráða samtals hátt í 250 héraðs-lög-reglu-menn til starfa í lög-reglu-umdæmum landsins sam-kvæmt ný-gerðri breytingu á reglu-gerð um héraðs-lögreglu-menn.
Meira
Hamars-stúlkur blómstra þessa dagana í Iceland Express-deildinni í körfu-bolta. Þær unnu Val, sem var í öðru sæti fyrir fimmtu umferð deildarinnar, í Hveragerði síðast-liðinn miðviku-dag og eru með fullt hús stiga.
Meira
Magnús Geir Þórðarson, leikhús-stjóri Borgar-leikhússins, var valinn markaðs-maður ársins 2008 og fyrirtækið Össur hf. var valið markaðs-fyrirtæki ársins 2008 þegar markaðs-verðlaun ÍMARK voru veitt í 18. sinn.
Meira
Barack Obama var kjörinn 44. forseti Banda-ríkjanna síðast-liðinn miðviku-dag. Þetta var ljóst eftir að kjör-stöðum var lokað í Kali-forníu á vestur-strönd Banda-ríkjanna.
Meira
Þótt meiri-hluti lands-manna búist ekki við breytingum á atvinnu-horfum sínum er uggur í mörgum. Fólk er í óvissu, sumir eru reiðir, aðrir kvíðnir eða dofnir. Afstaða kjósenda til stjórn-mála- flokkanna hefur breyst í um-róti síðustu vikna.
Meira
„Ég er bara 55 ára í dag. Ég hef hins vegar verið að hugsa um stöðu eldra fólks sem mér finnst hafa gleymst í þessum hvirfilbyl sem gengið hefur yfir,“ segir Pjetur Stefánsson myndlistarmaður.
Meira
Víkverji, sem er annálaður matgæðingur, fékk fallega gjöf frá vinum sínum í vikunni. Var það óvenju vegleg matreiðslubók sem bókaforlagið Bjartur gefur út. Silfurskeiðin heitir hún og er sannkallaður atlas ítalskrar matargerðar.
Meira
9. nóvember 1930 Reykjavíkurbréf birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu, á sunnudegi. Það var stílað á gamlan vin í sveitinni og flutti einkum stjórnmálafréttir.
Meira
Hvað svo sem segja má um ábyrga afstöðu stjórnenda körfuknattleiksdeilda félaganna hér á landi virðist allt benda til þess að innan ekki svo langs tíma verði erlendir leikmenn komnir í flest lið á nýjan leik – og það frekar fleiri en færri.
Meira
Liðin sem leika í 1. deild karla virðast leggja mikið kapp á að komast upp í úrvalsdeildina ef marka má þann fjölda erlendra leikmanna sem þar leika.
Meira
Flestir virðast vera á því að deildarkeppnin í körfubolta sé ekki eins sterk og hún var í fyrra enda hafi liðin jafnan fengið til sín erlenda leikmenn sem sett hafa mark sitt á leik sinna liða.
Meira
Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is FORSVARSMENN körfuknattleiksliða landsins brugðust snaggaralega við fjármálakreppunni sem nú skekur landið, missnaggaralega þó.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.