Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EIGNIR Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hafa lækkað um 30 milljarða króna, frá því fyrir hrun bankanna. Þetta nemur 9-10% af eignum A- og B-deilda sjóðsins, að sögn Hauks Hafsteinssonar framkvæmdastjóra.
Meira
LANDVERND hefur beint því til Skipulagsstofnunar að gera Alcoa að meta umhverfisáhrif þeirrar orkuöflunar, sem þarf til þess að anna álveri á Bakka við Húsavík með allt að 350 þúsund tonna framleiðslugetu.
Meira
STJÓRN Angóla tilkynnti í gær að hún hygðist senda hermenn til grannríkisins Austur-Kongó og óttast er að fleiri Afríkuríki dragist inn í átökin í austanverðu landinu.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það fjölgar ört í hópi atvinnulausra þessa síðustu og verstu daga. Skráð atvinnuleysi í seinasta mánuði var 1,9% samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnulausu fólki fjölgaði um 1.447 í þeim eina mánuði.
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is STÖÐVUN lóðaskila til Reykjavíkurborgar í síðustu viku var tímabundin aðgerð sem er ekki hugsuð til að komast undan skuldbindingum við lóðahafana heldur til að gefa borginni tíma til að endurmeta reglurnar.
Meira
HEIMILI við Njálsgötu sem ætlað er karlmönnum með áfengis- og vímuefnavanda verður þar áfram, samkvæmt ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur í gær. Jákvæð skýrsla um fyrsta starfsár heimilisins var lögð fram í ráðinu.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓRIR Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, segir að enn hafi enginn getað sýnt fram á að hægt sé að spara fé með að láta aðra en Varnarmálastofnun sjá um ratsjáreftirlitið sem nú fer þar fram.
Meira
RÍFLEGA 200 kílóum af beitu var stolið úr frystigámi við beitningaskúr sem stendur á athafnasvæði fyrir smábátasjómenn á Breiðinni á Akranesi, líklega aðfaranótt sunnudags.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „ÞAÐ gekk vel, ég náði prófinu meira að segja,“ sagði Jón Einar Jakobsson sem í gærmorgun flutti sitt fjórða og síðasta prófmál fyrir Hæstarétti.
Meira
* BRYNJA Örlygsdóttir hjúkrunarfræðingur varði doktorsrannsókn sína við the University of Iowa, College of Nursing, í Bandaríkjunum síðasta sumar.
Meira
* ANDREAS Pedersen eðlisverkfræðingur varði doktorsritgerð sína „Dreifðir tölvureikningar á langtíma framvindu í föstum efnum“ frá raunvísindadeild Háskóla Íslands 31. október sl. Leiðbeinandi í verkefninu var dr.
Meira
* RÚNAR Unnþórsson varði doktorsritgerð sína „Notkun hljóðþrýstibylgna til að fylgjast með koltrefjastyrktum fjölliðublöndum sem verða fyrir lotubundnu margása álagi“ við verkfræðideild Háskóla Íslands nýverið. Leiðbeinendur voru dr.
Meira
ÞAU eru heldur kuldaleg að sjá þar sem þau drífa sig yfir götuna með barnavagninn, enda eins gott að vera ekki fyrir þegar heill strætisvagn fer af stað. Veðurspáin er áfram frekar hryssingsleg.
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is HRUN íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur haft umtalsverð áhrif á samskipti Íslands við aðrar þjóðir.
Meira
FUNDIST hafa í Egyptalandi undirstöður forns píramíta en talið er, að hann sé 4.300 ára gamall og hafi tilheyrt móður stofnanda 6. konungsættarinnar. Hann er því nokkrum hundruðum ára yngri en stóru píramítarnir þrír í Giza.
Meira
LÖGMAÐUR Jóns Ásgeirs Jóhannessonar krefst þess í bréfi til formanns viðskiptanefndar Alþingis að fallið verði frá fyrirætlunum um að krefja stjórnendur fjármálastofnana um upplýsingar um lán til hans vegna kaupa á fjölmiðlahluta 365 hf.
Meira
TIL að stemma stigu við notkun nagladekkja samþykkti framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkur í vikunni að leitað yrði eftir heimildum í vegalögum til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Meira
ENN fréttist af munum úr 200 ára gömlu bollastelli sem vakti fyrst athygli þegar rjómakanna og sykurkar úr því „hittust“ á Þjóðminjasafninu á dögunum.
Meira
ALEX Freyr Gunnarsson ásamt dansfélaga sínum Katrine Nissen náði þriðja sæti á heimsmeistaramóti unglinga í dansi sem haldið var í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 8. nóvember sl.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is GÓÐ viðbrögð voru við fyrstu auglýsingunni á Íslandi eftir eggjagjöfum um miðjan október, að sögn Þórðar Óskarssonar, læknis hjá tæknifrjóvgunarstofunni ART Medica.
Meira
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HELGA Sigrún Harðardóttir tók sæti á Alþingi á þriðjudag í kjölfar þess að Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku. Bjarni var þingmaður Framsóknarflokksins og 8. þingmaður Suðurkjördæmis.
Meira
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ beinir þeim tilmælum til viðskiptabanka í eigu ríkisins að höfð verði hliðsjón af samkeppni á markaði þegar teknar eru ákvarðanir um framtíð fyrirtækja.
Meira
OLÍS hækkaði í gær verð á eldsneyti og fylgdi þannig í kjölfar N1, sem hækkaði verðið á þriðjudag. Þá kvaðst Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, ekki sjá að grundvöllur væri til hækkunar bensínverðs.
Meira
ILLUGI Gunnarsson, alþingismaður, verður gestur á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju á sunnudag nk. kl. 10. Illugi hefur kynnt sér guðfræði siðbreytingaaldarinnar í Evrópu og mun í erindinu tengja þær hugsanir við kirkju, trú og stjórnmál í nútímanum.
Meira
ÞEIM fjölgar sífellt sem synda í sjónum sér til heilsubótar enda er kuldinn talinn góður fyrir húðina sem er stærsta líffæri mannslíkamans. Og ekki er amalegt að geta sest í heita pottinn á eftir.
Meira
RÚSSNESK flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli með 27 tonn af sprengiefni í september. Íslensk flugmálayfirvöld vissu ekki hvað var um borð í vélinni fyrr en hún var lent, að því er greint var frá á mbl.is. Meðal þess sem var um borð voru jarðsprengjur.
Meira
MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, markadrottningin úr knattspyrnuliði Vals og íslenska landsliðinu, gengur að öllum líkindum til liðs við sænska liðið Linköping innan skamms.
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is GLÁMA Kím arkitektar voru höfundarnir að baki deiliskipulaginu sem Stykkishólmsbær hlaut nýlega skipulagsverðlaun fyrir.
Meira
NOREGUR er efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) yfir lönd þar sem kynjamisréttið er álitið minnst, samkvæmt árlegri skýrslu sem ráðið birti í gær. Noregur skaust upp fyrir Svíþjóð, sem var í efsta sæti í fyrra.
Meira
HUNDRUÐ fyrirtækja eiga nú von á sekt frá ríkisskattstjóra fyrir að skila ekki ársreikningi fram til ársins 2006. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki eru sektuð hér á landi fyrir að skila honum ekki.
Meira
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom erlendum sendifulltrúum í Reykjavík í opna skjöldu þegar hann gagnrýndi harðlega nágrannaþjóðir í hádegisverði á föstudag.
Meira
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FRAMBOÐ Baracks Obama og síðan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefur valdið sannkölluðu Obama-æði vestra og raunar víðar um lönd.
Meira
ÞEIR, sem telja, að lífið sé eitt stórt samsæri gegn þeim, geta huggað sig við, að þeir eru ekki einir á báti. Nýjustu rannsóknir sýna, að ofsóknarkennd á ýmsu stigi, sem hefur verið eignuð kleyfhugum einum, er miklu algengari en talið var.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „HAFA verður réttarríkið í heiðri. Þó að það hafi mátt ætla ríkisstjórninni eitthvert svigrúm í upphafi til að bregðast við og slökkva elda, þá eru núna liðnar fimm vikur.
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KÆRA bankanna á hendur Íbúðalánasjóði sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur til meðhöndlunar verður ekki dregin til baka, enda ber eftirlitsstofnuninni hvort eð er lögum samkvæmt að ljúka rannsóknarferlinu.
Meira
ATHYGLI margra hefur vakið að innistæður í séreignarsparnaði hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa rýrnað um 23,4% frá áramótum, en samtryggingarsjóðir einungis rýrnað um 9,6%, skv. tilkynningum frá sjóðnum.
Meira
ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að reyna til þrautar að ná samningum við Bretland og Holland á næstu dögum um hvernig íslenska ríkið muni bæta eigendum innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans skaðann sem þeir urðu fyrir er bankinn fór í þrot.
Meira
BÚ Samson eignarhaldsfélags ehf. verður tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni stjórnar félagsins um skipti. Samson eignarhaldsfélag keypti hlut í Landsbankanum af ríkinu fyrir sex árum.
Meira
„VIÐ hvöttum til þess að við uppfylltum markmið Sameinuðu þjóðanna eins og nágrannaþjóðir okkar, á meðan við vorum þjóð meðal þjóða,“ segir Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu.
Meira
JOSÉ Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í gær að íslensk yfirvöld yrðu að leysa deilumál við aðildarríki sambandsins áður en þau gætu fengið aðstoð úr sjóðum þess.
Meira
SMÆRRI fjármálafyrirtæki segja ríkisbankana neita að kaupa bréf úr peningamarkaðssjóðum þeirra á sama verði og þeir keyptu bréf úr eigin sjóðum. Glitnir hafi ennfremur gefið skriflegt afsvar um að kaupa nokkuð úr sjóðum þeirra.
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is STÆRSTUR hluti sparnaðaraðgerða utanríkisráðuneytisins kemur fram í fjárframlögum til þróunarsamvinnu eða sem nemur tæplega 1.700 milljónum króna.
Meira
SKORTUR á upplýsingum um líklega þróun efnahagsmála á næstu misserum vegna fyrirhugaðrar lánveitingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir vinnu við fjárlagafrumvarpið og áætlanir um útgjöld og tekjur á næstunni mjög erfiða.
Meira
STEINBOGI gegnt Skaftárdal í Skaftártungu, skammt sunnan við Árgilsá, er nú horfinn. Líklegast er talið að hann hafi farið í Skaftárhlaupinu í síðasta mánuði.
Meira
EFTIR þrálátar bilanir í spennum Sultartangastöðvar undanfarið ár er nú annar tveggja spenna stöðvarinnar kominn aftur í rekstur eftir bráðabirgðaviðgerð.
Meira
FINGRALANGIR Svíar stálu fyrir sem nemur tæpum hundrað milljörðum íslenskra króna úr sænskum búðum frá júlí 2007 til júní 2008. Samkvæmt nýrri skýrslu hafa Svíar nú stolið meira en íbúar nágrannaþjóða þeirra annað árið í röð.
Meira
EKKI kemur til greina að hætta tóbakssölu í fríhafnarverslunum hér á landi enda myndi meirihluti skattfrjálsra kaupa á tóbaki þá færast í aðrar fríhafnir. Þetta kom fram í svari Árna M.
Meira
FRÉTTIR af kreppunni geta verið gagnlegar en að þær nýtist til fatagerðar er nýmæli. Þessa vikuna eru þemadagar í Langholtsskóla þar sem endurvinnsla og náttúruvernd er í forgrunni.
Meira
SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur sigraði Björninn 3:2 í uppgjöri Reykjavíkurliðanna á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Skautafélag Akureyrar er enn á toppnum með 15 stig, þá kemur SR með 12 og loks Björninn með 3 stig.
Meira
Tilefni til bjartsýni Fastanefndir Alþingis funda stíft þessa dagana um ástandið í efnahagsmálum . Utanríkismálanefnd kom saman í gær og ræddi stöðu lánsumsóknar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Meira
Það er eftir því tekið þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur til máls um utanríkismál. Hádegisverðarfundur forsetans með erlendum sendiherrum og fulltrúum sendiskrifstofa sl. föstudag var engin undantekning þar á.
Meira
Fær það staðist að ekki sé unnið að því með öllum tiltækum ráðum að styrkja ímynd Íslands hjá öðrum þjóðum? Er ekki öruggt að stór hópur fagfólks starfi að því núna, þegar það hefur aldrei verið brýnna? Einn talsmanna Indefence.
Meira
Fátt annað ræður tíma íslenskra ráðamanna um þessar mundir en hrun stóru bankanna þriggja og efnahagskreppan, sem myndast hefur í kjölfar þess. Þrátt fyrir það eru Íslendingar orðnir óþreyjufullir og traust þeirra til stjórnvalda fer þverrandi.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hef aldrei þóst vita neitt um stjórnmál. Ólíkt flestum í hljómsveitinni minni og öðrum í kringum mig veit ég ekki hvað neinn heitir á Alþingi.
Meira
NICOLE Scherzinger, hin þrítuga söngkona bandarísku hljómsveitarinnar Pussycat Dolls, segist vera of ung til að ganga í það heilaga með unnusta sínum, Lewis Hamilton, heimsmeistara í Formúlu 1-kappakstrinum.
Meira
Magnús Scheving á að leika vonda karlinn í kvikmynd með Jackie Chan. Vá! Til hamingju Magnús, það er ekki á hvers manns færi að landa slíku djobbi! Þó svo Chan eigi margar afleitar kvikmyndir að baki, s.k.
Meira
BRESKA listakonan Tracey Emin kom við í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrradag, þar sem hún afhenti bænaskjal þar sem hún og fleiri myndlistarmenn hvetja Gordon Brown til að safna 50 milljónum punda, um tíu milljörðum króna, til...
Meira
ÞAÐ virðist vera alveg sama hvað gengur á í veröldinni – tónlist AC/DC breytist ekki. Black Ice er fimmtánda plata sveitarinnar, en hún er ekki mjög frábrugðin þeirri sjöundu, meistaraverkinu Back In Black frá árinu 1980.
Meira
ÞEIR sem lýsa fótboltaleikjum á Stöð 2 Sport eru eins misjafnir og þeir eru margir, sumir mjög góðir, aðrir alls ekki nógu góðir. Einn þeirra sem standa upp úr er klárlega FH-ingurinn og Poolarinn Hörður Magnússon.
Meira
Verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og Pál Pampichler Pálsson. Bergþór Pálsson barýton, Steingrímur Þórhallsson orgel/píanó, Stúlknakór Kársnesskóla u. stj. Þórunnar Björnsdóttur og Dómkórinn u. stj.
Meira
ALLA þessa viku hefur Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti ferðast á milli menntaskóla höfuðborgarsvæðisins og kynnt nemendum undraheima klassískrar tónlistar. Í dag og á morgun er röðin komin að háskólunum.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG var eiginlega ekki búinn að gera neitt í tónlist áður en ég byrjaði í Idolinu – hafði aldrei verið í hljómsveit eða komið opinberlega fram.
Meira
SUÐUR-OSSETÍA í ágúst er heiti ljósmyndasýningar er opnuð verður í húsakynnum MÍR, Hverfisgötu 105, í kvöld klukkan 19. Á sýningunni eru nær 40 fréttamyndir frá rússnesku fréttastofunni Itar-Tass.
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is FRÁ því í apríl hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir, er við þekkjum öll sem Diddú, verið með annan fótinn í Rússlandi.
Meira
DROTTNING sálartónlistarinnar, bandaríska söngkonan Aretha Franklin, hefur verið tilnefnd af tónlistartímaritinu Rolling Stone sem besti söngvari „rokktímabilsins.
Meira
Í GÆRKVÖLDI var þriðja undankeppni Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna. Það voru Laugalækjarskóli og Víkurskóli sem komust áfram í úrslitakeppnina sem verður haldin 18. nóvember næstkomandi, og verður í beinni útsendingu á Skjá einum.
Meira
VERÐ á myndlist á haustuppboðum stóru uppboðshúsanna heldur áfram að falla. Í fyrrakvöld bauð Sotheby's í New York upp 63 samtímaverk og seldust aðeins 43 þeirra.
Meira
*Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson er nú staddur í London með bresku sveitinni The Magic Numbers sem er á lokametrunum með sína þriðju plötu.
Meira
*Viðbrögð fólks við útgáfu Skjaldar Eyfjörð á „Fjöllin hafa vakað“ hafa verið blendin og í netheimum hafa myndast langir spjallþræðir um lagið. Annað þjóðfrægt lag hefur nú fengið yfirhalningu en úr gagnstæðri átt.
Meira
ÞJÓÐLAGA-pönkhljómsveitin Croisztans er komin til landsins frá Kaupmannahöfn og ætlar samkvæmt tilkynningu að styðja þjóðina á veginum til byltingar.
Meira
CAMERON Diaz mun líklega fljúga til Englands í næsta mánuði til að hitta tengdamömmu sína í fyrsta skipti. Unnusti Diaz, Paul Sculfor, er fæddur og uppalinn í Essex-héraði í Englandi en hann starfar sem fyrirsæta og býr í Bandaríkjunum.
Meira
ORÐIÐ lýðræði er eitt gagnsæjasta og fegursta orð íslenskrar tungu. Það þýðir að lýðurinn, þ.e. þjóðin, fólkið, ráði. Nýlegar stjórnarskrár margra landa í kringum okkur orða með beinum hætti þetta kjarnaatriði lýðræðisins, þ.e.
Meira
Arnþór Helgason | 12. nóvember Pirringiblandin örvænting Fréttin af hádegisverði danska sendiherrans á Íslandi ber vott um þá örvæntingu sem gripið hefur um sig á meðal íslenskra stjórnvalda.
Meira
HVAÐ fór úrskeiðis við efnahagsstjórnina og hverjir bera ábyrgðina? Að mínu mati er meginorsök ófaranna röð hagstjórnarmistaka á undanförunum árum og hef ég bent á það í fjölmörgum blaðagreinum (www.johannrunar.is).
Meira
FUNDURINN var þegar byrjaður og hátalarar endurómuðu orð Péturs Tyrfingssonar sálfræðings. Nokkur erill í kringum húsið. Inni í anddyri sá ég að ekki var hægt að komast inn í sal. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur tók til máls um ófarir Seðlabanka Íslands.
Meira
Haukur Nikulásson | 12. nóvember Ekki endilega sanngjörn gjaldtaka Það er ekkert sjálfsagt við það að vera með sérstaka gjaldtöku af nagladekkjunum sjálfum þegar við erum sum sem keyrum t.d. undir 8000 km á ári.
Meira
Þröstur Helgason: "Könnun sem gerð var á sóun Íslendinga fyrir ári er vonandi heimild um veröld sem var. Þar kemur fram að 61% svarenda taldi sig sóa peningum af ýmsum ástæðum. Einungis 20% svarenda sögðust verða örg eða fá samviskubit þegar þau sóuðu peningum."
Meira
NÚ ÞEGAR verið er að ríkisvæða gervallt bankakerfi veraldar held ég við getum verið sammála um að það var ekkert sem gat bjargað íslensku bönkunum. Þeir voru orðnir of stórir fyrir íslenska ríkið og enginn annar sem hafði minnsta áhuga á að bjarga þeim.
Meira
LJÓST er að ef það gengur eftir, að þjóðin fái hið langþráða lán frá IMF og einnig lán frá hinum og þessum þjóðum, sem við héldum að sumar hverjar væru óvinir okkar og aðrar væru betri vinir okkar en komið hefur á daginn, þá getur vel verið að þessar...
Meira
ÉG er orðinn þreyttur á þeirri umræðu, eins og ábyggilega mjög margir, að við þurfum að borga milljarða vegna innlána útibúa íslenskra banka á erlendri grund. Ég vil ekki trúa því að öll þau innlán og útistandandi lán séu gufuð upp!
Meira
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 12. nóv. Auðvitað á Alcoa að meta öll möguleg umhverfisáhrif Ég tek undir kröfur Landverndar til Alcoa og vísa í fyrra blogg mitt þar að lútandi.
Meira
Ívar Pálsson | 12. nóvember Reglur IMF: réttur hinna sterku Framkvæmdaháttur IMF er útskýrður á vef þeirra, með útdrætti og lauslegri þýðingu hér. Ljóst er að IMF fer inn í land til þess að fá það til þess að greiða skuldir sínar til meðlimanna.
Meira
Ragnar Sverrisson segir frá atvinnumálafundi á Akureyri: "...atvinnulífið á Akureyri og annars staðar á landinu á allt sitt undir því að starfsumhverfið sé sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum."
Meira
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir segir frá ævi og störfum Miriam Makeba: "Hún var ung gerð útlæg frá heimalandi sínu, Suður-Afríku, og söngvar hennar bannaðir þar. Hún lét ekki deigan síga..."
Meira
BORGARFULLTRÚINN Sigrún Elsa Smáradóttir ritar góða grein í Morgunblaðið sl. laugardag þar sem hún fjallar um afnám verðtryggingar og aðild að Evrópusambandinu.
Meira
Helga M. Ögmundsdóttir og Peter Holbrook skrifa fyrirspurn til borgarstjóra og fyrrverandi formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar: "Ekki verður lokið við Höfðatorg. Hvernig á að ganga frá þessu minnismerki um óstjórn undanfarinna ára í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?"
Meira
Eftir dr. Eric Stubbs og dr. Arnar Bjarnason: "Í grundvallaratriðum má segja að land sem á jafn mikið undir alþjóðlegum viðskiptum og Ísland geti aukið innlendan hagvöxt með tvennum hætti ..."
Meira
Í HEIMSSTYRJÖLDINNI 1939 til 1945 sigldu þúsundir íslenskra sjómanna með fisk af Íslandsmiðum til Bretlands, sem þá var í herkví þýskra nasista. Er talið, að þessir fiskflutningar hafi bjargað lífi margra Breta og jafnvel haft áhrif á endalok stríðsins...
Meira
Frá Birni S. Stefánssyni: "SEYÐFIRÐINGAR njóta oft veðurblíðu, en sól sest þar snemma. Vegna hárra fjalla í vestri sest sól, þótt hún sé enn hátt á lofti. Þeir njóta því færri sólarstunda á sumrin að lokinni vinnu en flestir hér á landi."
Meira
Sigfús Ólafsson og Maríanna Traustadóttir gera athugasemdir við grein Sigurðar Kára Kristjánssonar: "Þetta er ansi köld kveðja til þeirra tuga og hundraða þúsunda sem njóta góðs af þróunarsamvinnustarfi okkar Íslendinga..."
Meira
Brynjar Kjærnested svarar grein Sighvats Arnarssonar um snjómokstur og sandburð: "Það er deginum ljósara að Reykjavíkurborg mismunar íbúum eftir því hvar þeir búa."
Meira
NÝLEGA var skipað í ráð nýju bankanna. Þar var horfið til baka til flokkspólitísks kerfis frá miðri síðustu öld. Er þetta Nýja Ísland? Mikil umræða hefur verið um að nú þurfi nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir.
Meira
Leitin að blórabögglinum Í ljósi atburða síðustu daga, hvort Gunnar Páll sé hæfur eða óhæfur og hafi ekki starfað af heilindum, verð ég að segja að ég hef þekkt og starfað með Gunnari undanfarin ár, í sambandi við VR-störf og einnig í félagsstarfi í...
Meira
RÍKISVALDIÐ þarf að spara eins og hægt er vegna þeirra miklu skulda sem á það falla. En ríkisvaldið þarf jafnframt að verja töluverðu fé til að örva efnahagslífið. Miklu skiptir hvernig þessu fé verður varið – í hverju við fjárfestum.
Meira
Elliði Vignisson skrifar um Evrópumál: "Tafarlaust þarf að ráðast í gerð vegvísis fyrir íslensku þjóðina þar sem tekið er á helstu álitamálum hvað þetta brýna úrlausnarefni varðar."
Meira
Broddi Björnsson fæddist á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit 4. maí 1938. Hann varð bráðkvaddur á Tenerife á Spáni 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 31. október.
MeiraKaupa minningabók
Guðný Hákonardóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1943. Hún lést á heimili sínu, Meðalholti 19 í Reykjavík, 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 28. maí 1921, d. 30. ágúst 1997 og Hákon Sumarliðason, f....
MeiraKaupa minningabók
Haraldur Ragnarsson fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1959. Hann andaðist á heimili sínu 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigrún Einarsdóttir frá Torfalæk, f. 1.4. 1929 og Ragnar Haraldsson frá Kolfreyjustað, f. 29.11. 1925.
MeiraKaupa minningabók
Herdís Björg Gunngeirsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1947. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 28. október síðastliðins og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 6. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
María Guðbjartsdóttir ljósmóðir fæddist 6. febrúar 1920 í Bolungarvík. Hún lést 30. október síðastliðinn. Útför Maríu fór fram frá Fossvogskirkju 6. nóvember sl.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Hjaltason fæddist í Hoffelli í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu 12. maí 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 22. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 31. október.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Jónsson fæddist í Sandfellshaga í Öxarfirði 10. nóvember 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, f. í Laxárdal í Þistilfirði 17.12. 1884, d. 1.2.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Þórisdóttir fæddist að Hnúki í Dalasýslu hinn 8. ágúst 1947. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Þórir Jakobsson sjómaður, f. 1. maí 1914, d. 8.
MeiraKaupa minningabók
Steini P og félagar í Hollvinum Húna II. láta ekki deigan síga. Þeir hafa nú ákveðið að opna kaffistofu í bátnum og verður opið alla virka daga kl. 16 til 18, svo og á laugardögum milli kl. 10 og 11. Boðið er upp á kaffi og allir velkomnir.
Meira
Steindór Andersen, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, yrkir ferskeytlu, sem Sveinbjörn segir að sé frambrugðin: Bankanna skal bjarga neyð burt með leiða skapið fátæklinga fylking breið fljótt mun greiða tapið.
Meira
Starfsemi Myndlistarskólans á Akureyri er komin á fullt eftir óvenjulegt sumarfrí. Húsnæðið skemmdist mjög illa af eldi og reyk í lok júní, auk þess sem tæki og listaverk eyðilögðust, en á 74 dögum tókst að koma öllu í lag á ný.
Meira
Bónus Gildir 13.–16. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Ks frosið lambalæri í sneiðum 1.155 1.359 1.155 kr. kg Ali-grísabógur 499 598 499 kr. kg Ali-grísabógur reyktur 698 798 698 kr. kg Ali-grísaskankar saltaðir 298 0 298 kr.
Meira
Stefán Stefánsson dúklagninga- og veggfóðrarameistari er fimmtugur í dag, 13. nóvember. Í tilefni dagsins tekur hann á móti ættingjum og vinum í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal milli kl. 19.30 og 22 á...
Meira
Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, fagnar sextugsafmælinu sínu í London í dag. ,,Ég ætla að hitta manninn minn, Eirík Örn Arnarson sálfræðing, sem er þar á námskeiði,“ segir Þórdís.
Meira
Bridsfélagið Muninn og Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 10. nóvember hélt áfram þessi skemmtilega hraðsveitakeppni. Staðan er mjög jöfn og spennandi þegar keppnin er hálfnuð. Efstu 6 pörin 10. nóvember eru eftirfarandi: Jóhann Benediktss.
Meira
Siglufjörður Jörgen Jón fæddist 16. september kl. 9.10. Hann vó 2.935 g og var 50 sm langur. Foreldrar hans eru Jóna Guðný Jónsdóttir og Daníel Pétur...
Meira
Víkverji hefur aldrei gerst svo forframaður að læra á bensíndælu. Enda lítur hann svo á að það sé atvinnuskapandi að láta dæla fyrir sig. Nýlega vantaði bensín á kagga Víkverja og hann lagði því leið sína á bensínstöð.
Meira
13. nóvember 1973 Samningur við Breta um lausn landhelgisdeilunnar var samþykktur á Alþingi, rúmlega ári eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur. 13. nóvember 1984 Gullinbrú yfir Grafarvog í Reykjavík var formlega tekin í notkun.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÞAÐ stefnir allt í að ég semji við Linköping. Mér leist rosalega vel á félagið og allt sem snýr að því og þetta er bara mjög spennandi kostur.
Meira
CHELSEA lá óvænt fyrir Burnley í enska deildabikarnum í gærkvöldi eftir vítaspyrnukeppni, 5:4, en jafnt var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, 1:1. Didier Drogba kom heimamönnum í Chelsea yfir á 27. mínútu en Ade Akinbiyi jafnaði metin á 69.
Meira
DANSKA handknattleiksliðið GOG Gudme frá Svenborg tapaði í gærkvöldi sínum fyrsta heimaleik á keppnistímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni þegar það lá fyrir Århus GF, 26:35, að viðstöddum 3.250 áhorfendum í Fyn Aren í Svendborg.
Meira
HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekkst í gærkvöld undir læknisskoðun hjá enska 1. deildar liðinu QPR. Niðurstaða úr henni liggur fyrir í dag og þá verður að óbreyttu gengið frá samningum um skipti hans frá Bolton Wanderers yfir í QPR.
Meira
Einar Logi Friðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið vann öruggan sigur á Ystad IF , 35:28, á heimavelli.
Meira
Atli Heimisson knattspyrnumaður úr ÍBV kom til norska 1. deildar liðsins Haugasund í gær þar sem hann verður til reynslu næstu dagana. Á dögunum var Atli til skoðunar hjá norska 2. deildar liðinu Asker .
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta skipti á fjögurra þjóða móti sem fram fer á Jótlandi 9., 10. og 11. janúar nk.
Meira
HAMAR beið sinn fyrsta ósigur í 6. umferð Iceland Express-deildar kvenna þegar Keflavík sótti sigur í Hveragerði í gærkvöldi. Lokatölur voru 76:90. Hamar heldur þó toppsætinu og hefur 10 stig eins og Haukar en liðin mætast í næstu umferð. Keflavík er komið upp í 3. sæti.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson var markahæstur leikmanna Ciudad Real með 9 mörk þegar liðið lagði BM Antequera, 31:26, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Ciudad Real er eftir sem áður í 3.
Meira
SUNDSAMBAND Íslands hefur ákveðið að senda ekki keppendur á Evrópumótið sem fram fer í Króatíu í desember, vegna fjárskorts. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar, og Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, hyggjast þó sjálfar safna fé fyrir ferðinni.
Meira
Barcelona sigraði 3. deildar lið Benidorm naumlega í spænsku bikarkeppninni í gærkvöldi með vítaspyrnu Lionel Messi á 84. mínútu og sigraði því samanlagt 2:0.
Meira
SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur sigraði Björninn, 3:2, í uppgjöri Reykjavíkurliðanna á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HAGNAÐUR Icelandair Group eftir skatta var 4,4 milljarðar króna á þriðja fjórðungi ársins en var 2,1 milljarður króna á sama tíma í fyrra.
Meira
Dregist hefur að borga skuldabréf útgefin af Baugi síðustu tvenn mánaðamót. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði að um mánaðamótin september/október hefði hrun bankakerfisins tafið greiðslur. Tæknilegar orsakir hefðu orsakað þetta.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SKOSKI fjárfestirinn og milljarðamæringurinn Philip Green hefur keypt 28,5% hlut í herrafataverslanakeðjunni Moss Bros fyrir um 6,7 milljónir punda, eða um 1.400 milljóna íslenskra króna.
Meira
ÞEGAR seinni heimsstyrjöldin (1939-1945) stóð sem hæst dró verulega úr möguleikum fyrirtækis frumkvöðulsins Walt Disney til að selja teiknimyndir og annað afþreyingarefni til Evrópu. Þá sneri fyrirtækið sér að Suður-Ameríku.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MILESTONE, fjárfestingarfélag Karls og Steingríms Wernerssona, tapaði 15-20 milljörðum á fjárfestingu sinni í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie að sögn Guðmundar Ólasonar, framkvæmdastjóra Milestone.
Meira
HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu hefur ekki verið lægra í tæp tvö ár eða frá því í ársbyrjun 2007. Verðið á Brent-Norðursjávarolíu lækkaði í 54,37 dollara á tunnu á markaði í Lundúnum í gær.
Meira
HEIMILD héraðsdómara til að veita fjármálafyrirtæki greiðslustöðvun mun lengjast ef frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem viðskiptaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi, verður að lögum, eins og það er nú eftir breytingartillögur meiri...
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Skattyfirvöld vilja frekari skýringar á nokkrum kostnaðarliðum í rekstri FL Group á árunum 2005-2007 til þess að ganga úr skugga um að hlunnindi starfsmanna félagsins hafi ekki verið skráð sem rekstrarkostnaður.
Meira
FÉLAGI Útherja, sem nú stundar nám í Svíþjóð, fékk fyrir skömmu sent stúdentakort í pósti. Kort sem þessi veita sænskum stúdentum afslátt af ýmissi opinberri þjónustu og þá er algengt að einkafyrirtæki bjóði handhöfum slíkra korta afslátt sömuleiðis.
Meira
Farmers Market beitir nýjum aðferðum í framleiðslu á tískufatnaði úr íslenskri ull. Þorbjörn Þórðarson ræddi við eiganda fyrirtækisins, Bergþóru Guðnadóttur.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is RÆTUR yfirstandandi kreppu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eru margar. Flestir eru þó sammála um að upphafið á niðursveiflunni megi rekja til hruns á bandarískum fasteigna- og fasteignalánamarkaði.
Meira
HLUTABRÉF í Marel hækkuðu um 5% í gær og við lokun viðskipta var gengi bréfanna 80,60 krónur. Þá hækkaði Össur um 3,81%, en Atorka lækkaði um 10,71% og Bakkavör um 4,88%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% og var lokagildi hennar 658 stig.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Bankarnir þrír sem ríkið hefur yfirtekið neita að kaupa skuldabréf úr peningamarkaðssjóðum smærri fjármálafyrirtækja á sama verði og þeir keyptu út úr sjóðum sínum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Meira
„Þetta er dugnaðarstrákur. Hann nýtti sér sínar gáfur,“ segir Dagný G. Albertsson sem kenndi Gylfa Zoëga til tólf ára aldurs í Melaskóla. Gylfi hefur verið áberandi í umræðum um efnahagsmál undanfarið.
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Agnar Hansson, bankastjóri Sparisjóðabanka Íslands, sem áður hét Icebank, segir viðræður í gangi um að kröfuhafar, þar á meðal ríkið, eignist Sparisjóðabankann.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Nýju ríkisbankarnir neita að kaupa skuldabréf úr peningamarkaðssjóðum smærri fjármálafyrirtækja á sama verði og þeir keyptu þau út úr sjóðum sínum fyrir skemmstu.
Meira
ÁRDEGI, sem á og rekur verslanir BT, fór fram á gjaldþrotaskipti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Árdegi hefur glímt við verulega rekstrarerfiðleika í nokkurn tíma. Auk BT á Árdegi og rekur verslanir undir nöfnum NOA NOA og NEXT.
Meira
HELSTU hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu lækkuðu í gær. Það sama var einnig uppi á teningnum vestanhafs við opnun markaða þar. Reyndar lækkuðu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð.
Meira
VÍSINDAMENN við Washington-háskóla hafa þróað augnlinsur með innbyggðum rafrásum. Vonast vísindamennirnir til að þessi nýja tækni muni m.a. gera notendum kleift að draga það að, sem horft er á.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna ætlar að lækka vexti af íbúðalánum og lengja lánstímann hjá þeim íbúðaeigendum sem eru í verulegum greiðsluerfiðleikum.
Meira
EVRÓPUSAMBANDIÐ stefnir að því að taka upp strangari reglur en hingað til hafa verið lagðar til grundvallar um starfsemi matsfyrirtækja við mat á virði fjárfestinga.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það getur verið erfitt að velja eina jólagjöf sem hentar fjölda ólíkra einstaklinga og því bregða mörg fyrirtæki á það ráð að kaupa gjafakort. Gjafakort eru góð gjöf því þá hefur viðkomandi ákveðið val.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Hildur Ástþórsdóttir hjá Fitt ehf. segir misjafnt hvernig gjafir fyrirtæki kaupi fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það verður sífellt vinsælla að gefa bækur með ákveðnum skilaboðum,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Sölku.
Meira
Þegar kemur að jólum er venjan að sýna þakklætisvott fyrir góða vináttu eða samskipti á liðnu ári. Fyrir þá sem hafa aðstoðarmanneskju í starfi er til dæmis einkar mikilvægt að sýna þakklæti sitt með fallegri jólagjöf.
Meira
Það er gott fyrir okkur mannfólkið að hafa lifandi verur í kringum okkur og plöntur eru þar engin undantekning. Vinnustaðir með plöntum og blómum verða heimilislegri og andrúmsloftið heilnæmara.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Það er fátt notalegra en að sitja á dimmu vetrarkvöldi og gera eitthvað kósí saman. Að fara saman á námskeið í skemmtilegri dægradvöl er tilvalin jólagjöf til starfsmanna.
Meira
Í flestum fyrirtækjum er keypt sama gjöfin fyrir alla enda getur verið erfitt að velja gjöf fyrir hvern og einn. Þótt allir fái sömu gjöfina er auðvelt að gera hverja og eina sérstaka.
Meira
Það getur verið mjög erfitt að finna gjafir handa starfsfólki sínu, sérstaklega ef vinnustaðurinn er mjög stór. Fyrirtæki falla því oft í þá gryfju að gefa sömu jólagjöfina ár eftir ár, til dæmis bók, vínflösku, geisladisk eða gjafakort.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Íslendingar eru með eindæmum ferðaglöð þjóð og því ekki að furða að gjafakort frá Icelandair og Iceland Express hafi verið vinsæl jólagjöf undanfarin ár.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Undanfarin ár hafa alls kyns matarkörfur verið vinsælar gjafir handa starfsfólki og viðskiptavinum en þær eru jafnan yfirfullar af alls kyns góðgæti.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Jólagjafir til starfsmanna má útfæra á margvíslegan og í mörgum tilfellum hagstæðan hátt. Best er að láta sér detta í hug eins margar og ótrúlegar hugmyndir og hægt er. Síðan má velja þær bestu úr.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Lárus Halldórsson er mikill sælkeri sem hefur gaman af því að elda en hann byrjaði fyrir nokkrum árum að útbúa ýmis konar matarjólagjafir handa viðskiptavinum sínum í eldhúsinu heima fyrir.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það er oft talað um að markmiðasetning sé hverjum einstaklingi mikilvæg og það á ekki síst við á vinnustaðnum.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Lífræn fæða er holl og góð fyrir okkur öll en í versluninni Súkkulaði & Rósum er ferskleiki og lífræn lífsorka höfð að leiðarljósi fyrir þessi jól.
Meira
„Við finnum að í þessu árferði sækir fólk meira í íslenskt en það hefur gert áður,“ segir Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lín Design. „Fólk horfir frekar á það sem er að gerast hér heima en að leita út fyrir landsteinana.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Matarkörfur, sama hvaðan þær eru, verða örugglega vinsælar jólagjafir í ár,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Það er alltaf gott að eiga ost í ísskápnum, sérstaklega yfir jólin þegar fólk vill fá sér þægilegt snarl heima við í rólegheitum.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Það finnst öllum gott að eiga konfekt og sælgæti á jólunum til að gæða sér á með kaffi eða mjólk, eða til að eiga þegar gesti ber að garði. Eins hafa börnin mjög gaman af að næla sér í súkkulaðimola.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Það er mikilvægt að efla hópstemningu á vinnustöðum og eitthvað sem stuðlar að slíku er sniðugt í jólapakka starfsmanna.
Meira
Það reynist mörgum erfitt að velja jólagjöf handa yfirmanninum. Ef þér líkar mjög vel við viðkomandi og vilt vekja aðdáun hennar eða hans er ekki ólíklegt að þú veltir fyrir þér hugmyndum að hinni fullkomnu gjöf.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það er mikið um að fyrirtæki kaupi jólakort UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og gefi viðskiptavinum sínum.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Fólkið í landinu virðist samstiga um að snúa bökum saman í kreppunni og láta hana ekki buga sig. Styrkur við ýmis samtök og nefndir er ómetanlegur, sérstaklega á tímum sem þessum.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur m aria@mbl.is Til að þakka gott samstarf á liðnu ári gefa fyrirtæki viðskiptavinum sínum og starfsmönnum jólagjafir og þá er mikilvægt að vanda vel til verka.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Mennt er máttur og hefur fólk bæði gagn og gaman af því að sækja námskeið ýmist sér til fróðeiks eða skemmtunar.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þemað í ár er íslensk jól,“ segir Eva Rós Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Valfoss, sem sérhæfir sig í markaðs- og gjafavörum fyrir fyrirtæki.
Meira
Í árferði eins og nú er ekki úr vegi að bæta perlum í bókasafn viðskiptavina og starfsmanna. Setja eins og eina Laxness-bók í pakkann eða skemmtileg ljóð eftir einn af okkar mörgu rithöfundum.
Meira
Í árferði sem þessu er tilvalið fyrir fyrirtæki að gefa persónulegar jólagjafir. Þetta er mun auðveldara í minni fyrirtækjum en stærri þó vissulega sé það hægt.
Meira
Í minni fyrirtækjum má skapa notalega og skemmtilega jólastemningu með því að hóa starfsmönnum saman í smáköku- eða konfektgerð. Fyrirtækið borgar hráefniskostnað og síðan er afrakstrinum pakkað fallega í sellófan eða lítil box.
Meira
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Fastmótaðar reglur um gjafir fyrirtækja til viðskiptavina sinna þekkjast ekki hér á landi. Í árferði líkt og nú ríkir má þó ætla að viðmið stjórnenda verði á skynsamlegum nótum þegar kemur að jólagjöfum.
Meira
Sérmerktar gjafir til viðskiptavina og starfsmanna eru persónulegar og skemmtilegar. „Það sem hefur verið einna vinsælast hjá okkur eru konfektkassar þar sem fyrirtækjamerkið eða skilaboð eru sett upphleypt á sjálft konfektið.
Meira
Það eru ekki bara orðin tóm, að sælla sé að gefa en þiggja. Það eru því margir sem hafa gaman af þessum árstíma enda gott tækifæri til að gefa vinum og samstarfsmönnum góðar gjafir.
Meira
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Nytsamlegar gjafir eru alltaf vel þegnar í jólapakkann, ekki síst ef þær eru skemmtilegar og fræðandi.
Meira
Mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því að hafa ekki efni á veglegum jólagjöfum fyrir starfsfólk sitt þetta árið og jafnvel alls engum jólagjöfum.
Meira
Heilsan er eitt það dýrmætasta sem við eigum og mikilvægt að hugsa vel um líkamann til að halda honum heilbrigðum. Hreyfing er sérlega mikilvæg þeim sem vinna mikla kyrrsetuvinnu en slíkt getur dregið til muna úr vöðvabólgu og öðrum kvillum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.