Greinar sunnudaginn 23. nóvember 2008

Fréttir

23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 2139 orð | 1 mynd

Að gleyma áhyggjunum

Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í Íslensku óperunni í kvöld, glímir við sjálfa Vetrarferðina eftir Schubert. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Auður í hamingjubollum

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÉG VAR búin að ganga með það í maganum, eiginlega í mörg ár, að setja eitthvað í botninn á bollum,“ segir Auður Inga Ingvarsdóttir listamaður. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Axlar ábyrgð á kreppunni

ÞJÓÐINNI hefur þótt menn tregir til að gangast við ábyrgð vegna hruns fjármálakerfis landsins. Nú hefur Morgunblaðið hins vegar haft uppi á manni sem er reiðubúinn að axla ábyrgð á ósköpunum: Jóhanni Smára Sævarssyni bassasöngvara. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 107 orð | 1 mynd

Á þessum degi 23. nóvember 1954

23. nóvember 1954 komst í sögubækurnar í viðskiptalífinu, því þá náði Dow Jones-hlutabréfavísitalan í fyrsta sinn að klifra upp fyrir það mark sem hún náði rétt fyrir efnahagshrunið mikla árið 1929. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 341 orð | 2 myndir

„Þetta var mikill hvirfilvindur“

Fyrsta málverkið sem seldist á opnunarsýningu Opera-gallerísins í Dúbaí á dögunum er eftir Óla G. Jóhannsson. Seldist það áður en sýningin var formlega opnuð og var nýtt hengt upp í staðinn, líkt og tíðkast á sýningum gallerísins. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 210 orð | 1 mynd

Betri heilsa í boði hins opinbera

„Heilsuborgir eru bara byrjunin. Markmið okkar er að skapa heilsusamlegt England,“ sagði Alan Johnson, heilbrigðisráðherra Bretlands, þegar verkefninu Heilsuborgir var hleypt af stokkunum. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 453 orð | 2 myndir

Dansaði niður ólæti

Lögreglumaðurinn, rokkdansarinn og besti vinur Bobby Fischer, Sæmundur Pálsson, er nú kominn á bók. Ingólfur Margeirsson rithöfundur hefur skrifað sögu Sæma. Í bókinni, sem heitir Sæmi rokk, Lífsdans Sæmundar Pálssonar, er farið yfir ævi Sæmundar og margar skemmtilegar sögur raktar. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Ekki að setja sig í neyðarsnöru

Krónan magnaðist mikið upp áður en menn áttuðu sig á því að von væri á reiðarslagi utan frá, segir Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. „Það var nánast sama hvað menn gerðu, menn gátu ekki gert neitt við því. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 647 orð | 3 myndir

Ekki bend' á mig!

Bubbi Morthens söng eitt sinn skemmtilegan slagara þar sem inntak textans var að fría sig ábyrgð. Mér hafa oft komið upphafsorð textans í hug síðustu vikurnar: „ Ekki benda á mig, segir varðstjórinn. Þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 559 orð | 4 myndir

Engin norræn naumhyggja

Gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Inga Bachmann var að opna skartgripaverslun á Laugaveginum og lætur kreppuna ekki stoppa sig. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1473 orð | 1 mynd

Er hægt að læra af liðnum kreppum?

Eftir dr. Þorleif Friðriksson SAGNFRÆÐIN er ekki frekar en hagfræðin fær um að sjá fram í tímann, greina framtíð, nema að því marki sem hægt er að taka mið af reynslu fortíðar. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1678 orð | 2 myndir

Ferðalag krónunnar

Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Rökin með og á móti upptöku evru byggjast mjög á því, hvaða gildi menn telja að það hafi fyrir hagstjórnina í landinu að hafa þann sveigjanleika sem sérstök gengisskráning gefur. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 614 orð | 3 myndir

Fiðrildi nema land í hlýrra loftslagi

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Ýmsar breytingar eru farnar að koma fram á gróðurfari og dýralífi hér á landi, sem tengja má loftslagsbreytingum. Á Náttúrufræðistofnun Íslands fer fram skipulögð vöktun á stofnum fiðrilda. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 1103 orð | 6 myndir

Flokkur sem er haldinn „sjálfseyðingarhvöt“

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Nú gengur tölvupóstur milli manna um Framsóknarflokkinn. Í honum segir, að þar sem tveir framsóknarmenn komi saman þar sé spegill. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 516 orð | 2 myndir

Frá örbirgð til auðæfa

„Ég þurfti að vinna fyrir mér og skapa mér tækifæri. En mér tókst það! Ekki sitja og bíða eftir að tækifærin komi upp í hendurnar á þér. Gríptu þau og nýttu þau!“ Svo mælti C.J. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 541 orð | 1 mynd

Heimspekingar í kreppunni

Ábyrgð einstaklingsins Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði er ný bók eftir Vilhjálm Árnason heimspeking. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1660 orð | 3 myndir

Hrikalega klár og skemmtileg

Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Helga Braga „Inga er einu og hálfu ári yngri en ég. Hún er er samt virðulegri og minna trippi! Hún er frábær manneskja, hrikalega klár, næm og skemmtileg. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 806 orð | 2 myndir

Hvenær er maður dauður?

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hvenær er maður dauður og hvenær er maður ekki dauður? Er hægt að vera hvorttveggja?“ spyr Helgi Guðmundsson rithöfundur í nýjustu bók sinni Til baka sem hann skilgreinir sem sannsögulega skáldsögu. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 185 orð | 1 mynd

Hver er tilgangur flokksins?

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „STUÐNINGUR forystunnar við innrásina í Írak var flokknum erfiður og fór illa í bæði flokksmenn og almenning. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1128 orð | 7 myndir

Hæ hó og rommflaskan með!

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Grimmir en litríkir sjóræningjar í anda Króks skipstjóra og hrottalegir söngvar hafa reynst þrautseigt yrkisefni en það á rætur að rekja til gullaldar-sjóræningjanna frá upphafi 18. aldar. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 155 orð | 3 myndir

Köflótt í kuldanum

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Köflótt kemur alltaf reglulega í tísku, auk þess að vera einkennismerki kaþólskra skólastúlkna og gruggrokks tíunda áratugarins. Köflótt efni eru oftast þykk og hlý og eiga því vel við á veturna. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lánabók opnuð

Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í Glitni, FL Group, brutu allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilvikum í fyrrahaust. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 949 orð | 2 myndir

Leiklistin stuðlar að nýsköpun

Hann hefur skrifað hátt á annan tug leikrita, sem flest hafa verið sýnd á sviði í Svíþjóð. Nú skrifar hann með íslenzkt leikhús í huga og er framleiðandi að öðru leikriti íslenzku, sem bróðursonur hans er höfundur að og annar bróðursonur leikstýrir. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 44 orð | 1 mynd

Loksins á skotskónum

Fótboltakappinn Nicolas Anelka hefur gefið mótlætinu undanfarið langt nef og raðar nú inn mörkum fyrir Chelsea. Hann hefur leikið með átta liðum á ellefu árum, þar af í tvígang fyrir eitt þeirra. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1003 orð | 4 myndir

Lúxus í litlu landi

Íslendingar eiga að einbeita sér að vel borgandi ferðamönnum, stefna að því að markaðssetja litla Ísland sem lúxusland og nota til þess ríkan mannauð og þjóðmenningu sem afl á erfiðum tímum. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Margir leita til útlanda

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞÚSUND manns mættu í starfskynningu Vinnumálastofnunar í ráðhúsinu á föstudag. Starfskynningin hélt áfram í gær, laugardag, og var búist við enn fleiri gestum í það skiptið. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 357 orð | 1 mynd

Mótvægi við skyndibitann

„Við reynum að láta sköpunargleðina, umhyggjusemina og ástina ráða ríkjum í eldhúsinu okkar enda erum við í þessum bransa af lífi og sál. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1838 orð | 1 mynd

Nám er besta vörnin

Háskólar landsins hafa brugðist við kreppunni með sveigjanleika og sprotahugsun, með því að opna fyrir umsóknir í meira nám en áður hefur tíðkast á vorönn og lengja umsóknarfrest enda streymir fólk í nám. Áherslan er á rannsóknir og nýsköpun og búast má við aukinni samvinnu háskólanna. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 71 orð

Ólína Þorvarðardóttir

Ólína Þorvarðardóttir er þjóðfræðingur, háskólakennari og fræðimaður, fimm barna móðir og eins barns amma. Eiginmaður hennar er Sigurður Pétursson. Þau eru búsett á Ísafirði. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð

Reynt að stýra ferjumálum í höfn

STÝRIHÓPUR um Landeyjahöfn hefur einkum rætt tvo möguleika til að bregðast við þeirri ákvörðun að kaupa ekki nýja ferju að sinni. Annars vegar að nota gamla Herjólf, hinsvegar að leigja tímabundið annars staðar frá ferju sem hentar aðstæðum betur. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð

SA vill fjárfestingasjóð

SAMTÖK atvinnulífsins mælast til þess að stofnaður verði einn stór fjárfestingarsjóður atvinnulífsins með lífeyrissjóðum og helst erlendum aðilum. Fjárfestingarsjóðurinn eigi að kaupa eignarhluti í fyrirtækjum. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 2581 orð | 3 myndir

Sé ekki eftir neinu

Hún þekkir tímana tvenna hún Guðbjörg Sigurðardóttir sem leikur m.a. smáhlutverk í Svörtum englum og íslensku kvikmyndinni Good Heart eftir Dag Kára. Hún lærði að lifa spart og stundaði lánastarfsemi á árum áður. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 3039 orð | 9 myndir

Sjónarspil og sýndarleikir Glitnis og FL

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Skemmtileg myndbönd verðlaunuð

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, afhenti í gærmorgun vinningshöfum í myndbandakeppni grunnskólanna verðlaun sín. 6. HHF í Háteigsskóla varð hlutskarpastur í yngri flokknum en þau gerðu klippimyndband um Björn sem kemur til Íslands. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 452 orð | 1 mynd

Skrautlegur og öðruvísi

Hönnuðurinn Stefán Pétur Sólveigarson er maðurinn á bak við Skrauta, kertastjaka sem ber nafn með rentu en hann er sérlega skrautlegur og glæsilegur. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Sprotahugsun háskóla

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is HÁSKÓLAR landsins hafa þurft að bregðast við kreppunni eins og aðrir en fólk sækir í nám á þessum óvissutímum. Sveigjanleiki og sprotahugsun eru lykilorð. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 811 orð | 6 myndir

Stjörnur í stjörnum

Hugmyndasmiður og hönnuður Frægðarstígsins svokallaða, eða Walk of Fame, í Hollywood er Oliver Weismuller, listamaður frá Suður-Kaliforníu. Los Angeles-borg réði hann til að fegra ásjónu Hollywood árið 1953 og var stígurinn frægi liður í þeirri áætlun. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1412 orð | 5 myndir

Stökkbreyting Stúra

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þegar aumingja Nicolas Anelka snerist á hæli á vítapunktinum þessa örlagaríku nótt í Moskvu hefur hann ugglaust átt þá ósk heitasta að jörðin gleypti hann. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 529 orð | 1 mynd

Trúi því að baslið skili sér í hverju verki

1. Hvaða þjóðlegu gildi eru þér mikilvægust? Íslenski fáninn eftir að herinn fór og náttúrlega svið, hákarl og hangiket að ógleymdum súrum hrútspungum. 2. Af hverju ert þú stoltastur á starfsferlinum? Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 285 orð | 1 mynd

Ummæli

Nei, ég held ekki að neitt slíkt hafi komið fram umfram það sem allur almenningur gat getið sér til um. Geir H. Haarde um hvort Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri hafi fengið upplýsingar um erfiða stöðu Landsbankans á fundi í London. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 649 orð | 6 myndir

Ungur og vinsæll að eilífu

Einu sinni þótti pilturinn David Cassidy bera af öðrum. Hann var snoppufríður og söng léttfreyðandi popplög veikri röddu, heldur lágvaxinn og pervisinn, en kjörinn í draumaheim unglingsstúlkna. Meira
23. nóvember 2008 | Innlent - greinar | 1445 orð | 4 myndir

Velkomin til Íslands

Bókin Velkomin til Íslands - sagan af Sri Rahmawati eftir Ragnhildi Sverrisdóttur blaðamann segir sögu indónesískrar konu, sem flutti til Íslands til að búa sér og börnum sínum betra líf. Meira
23. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 288 orð

Þekkja ekki málið

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HAUKUR Hilmarsson aðgerðasinni, sem dró Bónusfána að húni á þaki Alþingishússins fyrir tveimur vikum, var handtekinn á föstudagskvöld eftir heimsókn á vegum Háskóla Íslands í Alþingi. Meira

Ritstjórnargreinar

23. nóvember 2008 | Reykjavíkurbréf | 1599 orð | 1 mynd

Lýðræði á tímum neyðarástands og kreppu

Á hverjum laugardegi streyma nú þúsundir manna á Austurvöll til að mótmæla. Ástæðan blasir við. Íslensku bankarnir hafa hrunið og fjármálakerfið er í rúst. Við blasir kreppa og það mun kosta sitt að komast út úr henni. Meira
23. nóvember 2008 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Sjávarútvegur og ESB

Enn ein röddin bættist við í sjónvarpsfréttum á fimmtudag til notkunar í deilunni endalausu um það hvernig íslenskum sjávarútvegi muni reiða af komi til samninga um aðild að Evrópusambandinu. Meira
23. nóvember 2008 | Leiðarar | 235 orð

Úr gömlum leiðurum

26. nóvember, 1978: „Aumingjaskapur Alþýðuflokksins í stjórnarsamstarfinu er að verða eitt helzta umræðuefni manna á meðal. Meira
23. nóvember 2008 | Leiðarar | 440 orð

Viðsjárverður heimur

Birt hefur verið framtíðarspá, sem byggist á gögnum frá bandarískum leyniþjónustum, sem eru 16 talsins. Spáin er til næstu tuttugu ára og er þar dregin upp mynd af sundurleitum heimi. Meira

Menning

23. nóvember 2008 | Kvikmyndir | 247 orð | 1 mynd

Af jörðu ertu kominn...

Leikstjórn og handrit: Baldvin Z . Kvikmyndataka: Katrín Björk. Framleiðendur: Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp. Aðalleikarar: Kjartan Ragnarsson, Kristín María Brink, Sóllilja Baltasarsdóttir, Aron Brink o.fl. Kvikmyndafélag Íslands. Ísland. 2008. Meira
23. nóvember 2008 | Tónlist | 401 orð | 2 myndir

Af myndsynd en mögnuðu hljóði

Í FEBRÚARMÁNUÐI síðastliðnum mærði ég mikið og réttilega hinn íslenzka Þursaflokk á síðum þessa blaðs. Afmælisár þrítugra Þursa fór enda afar vel af stað með myndarlegri heildarútgáfu á verkum flokksins, svonefndum Þursakassa . Meira
23. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 177 orð | 1 mynd

Besta afþreyingarefnið

Fyrir manneskju eins og mig, sem á ekki afruglara, er ekki úr mörgum sjónvarpsrásum að velja. Meira
23. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 668 orð | 1 mynd

Djásn er konungum sæmir

Út er kominn safnkassinn Hér er draumurinn þar sem saga Sálarinnar hans Jóns míns er sögð í músík, máli og myndum. Tilefnið er tvítugsafmæli þessara konunga íslensks popps. Meira
23. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 386 orð | 1 mynd

Grátt gaman og græskulaust

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Gamanvefurinn The Onion, www.theonion.com, á rætur í samnefndu gamanriti sem birt hefur fáránlegar fréttir í mörg ár. Meira
23. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 42 orð | 4 myndir

Lúxuslífið lokkar

ÞÆR voru ófáar stórstjörnurnar sem mættu á opnun Atlantis, lúxusferðamannastaðar á hinni manngerðu eyju Palm Jumeirah í Dubai á fimmtudaginn. Atlantis býður meðal annars upp á hótel með 1. Meira
23. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 107 orð | 2 myndir

Michael Jackson fyrir dóm

DÓMSTÓLL á Bretlandi var búinn undir að þurfa að sætta sig við að sérvitur sakborningur neitaði að mæta fyrir rétt. Meira
23. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 133 orð | 1 mynd

Sjortari hjá Madonnu og Ritchie

EFTIR átta ára hjónaband tók skilnaður þeirra Madonnu og Guy Ritchie fyrir dómi í London aðeins örfáar mínútur og kölluðu bresku miðlarnir dómsmeðferðina „sjortara“. Hvorugt þeirra var viðstatt. Meira
23. nóvember 2008 | Tónlist | 704 orð | 2 myndir

Sungið um óræða hluti

Juana Molina heldur áfram að feta sína frumlegu slóð á nýrri plötu sinni, Un dia, blandar saman ólíkum straumum og stefnum og vinnur að öllu leyti sjálf. Meira
23. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 195 orð | 6 myndir

Tíu tekjuhæstu stjörnupörin

HJÓNIN Beyoncé Knowles og Jay-Z hafa verið útnefnd tekjuhæsta parið í Hollywood. Það er tímaritið Forbes sem tók listann saman og reiknar út tekjur stjörnuparanna á tímabilinu 1. júní 2007 til 1. júní 2008. Meira

Umræðan

23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 659 orð | 2 myndir

Að leita hælis: Þau í dag, við á morgun?

„TIRED of giving in,“ sagði Rosa Parks og neitaði að víkja sæti fyrir hvítum og hypja sig aftast í strætó, þar sem svartir máttu standa. Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Að reka seðlabanka á Íslandi og grunnskóla á Haítí

VISSULEGA er kaldhæðnislegt að líkja saman grunnskóla sem nýverið hrundi yfir mörg hundruð börn á Haíti og efnahagshruninu á Íslandi. Mér er hins vegar ómögulegt annað en taka eftir ýmislegt er svipað í bakgrunni þessara atburða. Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Efnahagshrunið 2008 – útdráttur úr framtíðarskýrslum

Í ÖLLUM framtíðarskýrslum um efnahagshrun heimsins mun verða hægt að draga saman sjö meginskýringar. Þessar skýringar munu líka gilda fyrir íslenska hrunið og draga fram ástæður þess hvers vegna það varð algjört á eyjunni bláu. Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 476 orð | 2 myndir

Eru líkur á áframhaldandi góðæri í hafinu við Ísland?

Steingrímur Jónsson fjallar um ástand og hitastig sjávar hér við land: "Sveiflur í ástandi sjávar við Ísland hafa í gegnum tíðina verið tiltölulega miklar og veldur þar mestu mismunandi dreifing sjógerða við landið ..." Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 483 orð | 1 mynd

Fjárhagsleg heilsa – Svik og prettir

Eiður Guðnason fjallar um texta í auglýsingum: "Hversvegna talar íslenskur sparisjóður ekki íslensku við íslenska viðskiptavini sína? Er íslensk tunga ekki nógu fín?" Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra eða þjóðarleiðtogi

ÞAÐ dugir víst skammt fyrir dómi að afsaka lögbrot með heimsku eða fáfræði. En í stjórnmálum á Íslandi gegnir öðru máli. Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Hvað með smábátana?

Í HREMMINGUM undanfarinna mánaða hefur það komið skýrar í ljós en nokkru sinni hversu Reykjavíkur-miðað Ísland er. Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Konungskrýning í Bútan

Grétar H. Óskarsson segir frá smáríkinu Bútan í Himalayafjöllum er þar verður krýndur nýr konungur á morgun: "Sem einvaldur konungur hefur nú ríkt þar í 36 ár hans hátign Jigme Dorji Wangchuck. Hann á fjórar eiginkonur, allar systur, og 10 börn." Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Ógn íslensku þjóðfélagi

Sigurður Árni Jónsson vill nýja fiskveiðistefnu.: "Þegar nýja Ísland verður endurreist þarf að breyta miklu frá fyrri stefnu sem hefur nú rústað þjóðfélaginu." Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Rétt skal vera rétt

Gunnar Jóhannesson svarar grein Brynjólfs Þorvarðarsonar: "Það sem fólki kann að þykja um guðstrú, kirkju og presta breytir hvorki sögulegum staðreyndum né því sem rétt er í þessum efnum." Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin og almannatengslin

Bolli Valgarðsson telur að ríkisstjórnin sinni kynningarmálum ekki nægilega vel: "Er kostnaðurinn meiri en sem nemur verðmæti ímyndar Íslands, sem sumir telja að hafi nú þegar verið sturtað í klósettið?" Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Sömu markmið – ólík nálgun

Álfheiður Steinþórsdóttir skrifar um starf klínískra sálfræðinga og geðlækna: "Svokallaður hefðarréttur virðist ráða því að heimsóknir til geðlækna eru niðurgreiddar en ekki heimsóknir til klínískra sálfræðinga." Meira
23. nóvember 2008 | Pistlar | 451 orð | 1 mynd

Tilætlunarsemin olía á eld?

Auglýsing N1 þar sem skjaldarmerkið kemur við sögu hefur vakið töluvert umtal. Væntanlega þó ekki af því tagi sem lagt var upp með. Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 616 orð | 1 mynd

Uppgjör og ný tækifæri

ÞÆR hremmingar sem íslensk þjóð gengur í gegnum er nauðsynlegt að gera upp og grafast fyrir um orsakir og samspil hinnar alþjóðlegu kreppu og þeirrar séríslensku. Meira
23. nóvember 2008 | Velvakandi | 471 orð | 1 mynd

Velvakandi

Leiðtogar og merkismenn ÞAÐ óhætt að segja að þjóðin hafi verið í spennu undanfarnar vikur, bæði vegna hruns alls efnahagskerfis okkar, sem er þyngra en tárum taki, og svo jafnframt vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum þar sem styrinn stóð um svartan... Meira
23. nóvember 2008 | Aðsent efni | 361 orð | 1 mynd

Vísitölu breytt

ÁHYGGJUR og úrræði vegna skuldugra heimila, einkum þeirra sem skulda í verðtryggðum lánum, eru eðlilega mikið til umfjöllunar um þessar mundir. Eftirfarandi er skrifað m.a. Meira

Minningargreinar

23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 907 orð | 1 mynd

Ásrún Erla Valdimarsdóttir

Ásrún Erla Valdimarsdóttir var frá Teigi í Vopnafirði, sú fjórða í röðinni af níu systkinum, fædd 14. janúar 1923. Ásrún lést hinn 7. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 455 orð | 1 mynd

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir fæddist á Sjávarborg í Skagafirði 15. maí 1926. Hún lést í Reykjavík 11. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Eiríkur Björnsson, fæddur 14.10. 1895 á Skeggstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, dáinn 3.9. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 683 orð | 1 mynd

Guðmundur Karlsson

Guðmundur Karlsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1946. Hann lést hinn 11. nóvember sl. Útför Guðmundar fór fram frá Kópavogskirkju 17. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 397 orð | 1 mynd

Halldór Þorsteinn Gestsson

Halldór Þorsteinn Gestsson, fæddist á Siglufirði 15. apríl 1917, hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 3. nóvember 2008. Útför Halldórs var gerð frá Siglufjarðarkirkju 15. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 420 orð | 1 mynd

Haukur Ásmundsson

Haukur Ásmundsson fæddist í Reykjavík 9. september 1949. Hann lést á heimili sínu 3. nóvember síðastliðinn. Útför Hauks var gerð frá Neskirkju í Reykjavík 11. nóv. sl. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 407 orð | 1 mynd

Kristín Jónsdóttir Swan

Kristín Jónsdóttir Swan fæddist á Akureyri 27. febrúar 1929. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 28. september síðastliðinn. Kristín var jarðsungin frá Höfðakapellu á Akureyri í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 310 orð | 1 mynd

Ragnhildur Gíslína Ársælsdóttir

Ragnhildur Gíslína Ársælsdóttir fæddist í Reynishólum í Mýrdal, V-Skaft., 5. janúar 1929 og lést 11. nóvember 2008 á Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík. Útför Rögnu var gerð frá Víkurkirkju í Vík 15. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

Rósalinda Helgadóttir

Rósalinda Helgadóttir fæddist á Kirkjubóli við Stöðvarfjörð 13. nóvember 1921. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 14. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju 24. október. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 330 orð | 1 mynd

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason fæddist á Kletti í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu 2. mars 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 464 orð | 1 mynd

Svala Guðmunda Sölvadóttir

Svala Guðmunda Sölvadóttir fæddist á Bakka á Siglufirði 4. apríl 1933. Hún andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 23. október síðastliðinn. Útför Svölu fór fram frá Kópavogskirkju 30. okt. sl. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 937 orð | 1 mynd

Sveinn Sveinsson

Sveinn Sveinsson fæddist í Stardal á Stokkseyri hinn 21. mars árið 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru Sveinn Pétursson, f. 9.4. 1893, d. 21.8. 1962, og Guðfinna Finnsdóttir, f. 20.5. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 623 orð | 1 mynd

Sverrir Sigurjónsson

Sverrir Sigurjónsson fæddist á Molastöðum í Fljótum 5. júní 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, laugardaginn 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Sverris voru Sigurjón Jóhannes Kristjánsson frá Steinsstöðum í Öxnadal, f. 23.6. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2008 | Minningargreinar | 240 orð | 1 mynd

Valgerður Jónsdóttir

Valgerður Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 24. júlí 1935. Hún lést á Landspítalanum 25. október síðastliðinn. Útför Valgerðar fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 4. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 386 orð | 1 mynd

Ekki of seint að sækja um lán

ÞEGAR þrengingar eru á markaði og erfitt að fá vinnu er kjörið tækifæri til að setjast aftur á skólabekk. Háskólarnir hafa margir auglýst lengdan umsóknarfrest fyrir nám á því misseri sem hefst í janúar og eflaust nýta margir sér tækifærið. Meira
23. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 113 orð | 1 mynd

Íburður í fundarherberginu

ÞAÐ gengur ekki að vera með samningana, ljósritin, minnisbækurnar, pennana og nafnspjöldin í ódýrum plastmöppum eða klunnalegum skjalatöskum. Meira
23. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 173 orð | 1 mynd

Leynist kannski framtíð flugiðnaðarins í kollinum á þér?

FRESTUR er til 1. desember að skila tillögum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni sem flugvélaframleiðandinn Airbus efnir til. Meira
23. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 370 orð | 2 myndir

Samskiptin tekin föstum tökum

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl. Meira
23. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 226 orð | 1 mynd

Vinnuföt sem hæfa Hvíta húsinu

ÞAÐ verður ekki af honum Barack Obama skafið að hann er huggulega til fara. Meira

Fastir þættir

23. nóvember 2008 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

60 ára

Jakobína Óskarsdóttir er sextug í dag, 23. nóvember. Í tilefni af afmælinu er hún stödd í Taílandi ásamt eiginmanni... Meira
23. nóvember 2008 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

80 ára

Jón Bryntýr Zoëga Magnússon prentari er áttræður í dag, 23. nóvember. Hann mun verja deginum með börnum og barnabörnum... Meira
23. nóvember 2008 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

90 ára

Elín Jónsóttir þjóðbúningasaumakennari, Furugrund 40, Kópavogi, verður níræð í dag, sunnudaginn 23. nóvember. Í tilefni dagsins er opið hús fyrir vini og vandamenn á afmælisdaginn milli kl. 16 og 18 í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, Reykjavík. Meira
23. nóvember 2008 | Fastir þættir | 154 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Spurning um útspil. Norður &spade;105 &heart;KD1092 ⋄KG84 &klubs;Á7 Vestur Austur &spade;97542 &spade;ÁKDG63 &heart;753 &heart;Á8 ⋄D ⋄10 &klubs;DG42 &klubs;K1053 Suður &spade;-- &heart;G64 ⋄Á976532 &klubs;986 Suður spilar 6⋄. Meira
23. nóvember 2008 | Auðlesið efni | 124 orð

Fullt á borgara-fundi

Troð-fullt var á Nasa sl. mánu-dag þegar haldinn var þar opinn borgara-fundur um ástandið í þjóð-félaginu. Fundar-gestir sögðu hann hafa verið stórkost-legan og mikil sam-heldni var í salnum. Meira
23. nóvember 2008 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Þórunn Pálsdóttir, fyrrverandi skrifstofumaður og Albert Kemp, fyrrverandi umdæmisstjóri Siglingastofunar Íslands á Austurlandi, og fréttaritari Morgunblaðsins til fjölda ára, Skólavegi 14 á Fáskrúðsfirði, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag,... Meira
23. nóvember 2008 | Auðlesið efni | 142 orð | 1 mynd

Ísland fær lán frá IMF

Alþjóða-gjaldeyris-sjóðurinn (IMF) samþykkti á miðviku-dag að veita Íslendingum 2,1 milljarð að láni. Nokkrar aðrar þjóðir munu jafn-framt lána Íslendingum allt að 3 milljarða. Meira
23. nóvember 2008 | Auðlesið efni | 82 orð | 1 mynd

Leyst úr Icesave-hnút?

Í upphafi vikunnar náðist samkomulag við Evrópu-sambands-ríki um viðmið fyrir frekari samninga-viðræður varðandi deiluna um Icesave-reikninga Lands-bankans í Bretlandi og Hollandi. Meira
23. nóvember 2008 | Auðlesið efni | 97 orð

Margir óttast gjaldþrot

Flest inn-flutnings-fyrirtæki á Íslandi eru með lán í japönskum jenum og sviss-neskum frönkum. Þessi lán hafa hækkað um 150% á einu ári. Meira
23. nóvember 2008 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið...

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7. Meira
23. nóvember 2008 | Auðlesið efni | 110 orð

Rætt um sameiningu

Geir H. Haarde forsætis-ráðherra er þeirrar skoðunar að sam-eining Fjármála-eftirlitsins og Seðla-banka Íslands sé góður kostur. Lúðvík Bergvinsson, for-maður þing-flokks Sam-fylkingarinnar, deilir þessari skoðun með forsætis-ráðherra. Meira
23. nóvember 2008 | Fastir þættir | 126 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. d3 Rc6 3. f4 d5 4. Be2 e6 5. Rf3 Bd6 6. O-O Rge7 7. c3 O-O 8. Ra3 c4 9. Rc2 cxd3 10. Bxd3 dxe4 11. Bxe4 Dc7 12. Rfd4 Bd7 13. Rb5 Db6+ 14. Be3 Bc5 Staðan kom upp fyrir skömmu í þýsku deildakeppninni. Meira
23. nóvember 2008 | Árnað heilla | 220 orð | 1 mynd

Stærsta og besta gjöfin

GLAÐLEGA gengst Herder Anderson við því að eiga stórafmæli í dag. Árin 75 eru orðin að staðreynd. „Ég verð heima framan af deginum og systir mín og eiginmaður hennar koma frá Svíþjóð og verða hjá mér mér viku. Meira
23. nóvember 2008 | Fastir þættir | 280 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji fagnar því mjög að sagan um Pollýönnu hefur verið gefin út aftur. Víkverji á margar fallegar minningar um Pollýönnu frá æsku sinni. Þá meðtók hann heimspeki Pollýönnu af mikilli gleði enda á móttækilegum aldri. Meira
23. nóvember 2008 | Auðlesið efni | 162 orð | 1 mynd

Völli Snær eldaði á Íslandi

Ís-lenski sjónvarps-kokkurinn Völli Snær eldaði fyrir milljónir manna í beinni út-sendingu í banda-ríska sjónvarps-þættinum The Today Show á þriðju-daginn. Hann upplýsti að 6-8 milljónir manna horfðu á þáttinn að jafnaði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.