Greinar laugardaginn 29. nóvember 2008

Fréttir

29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

350 manns í hópuppsögnum

ALLS hefur Vinnumálastofnun fengið í nóvember tilkynningar frá innan við tíu fyrirtækjum um hópuppsagnir. Taka þær til 300 til 350 starfsmanna. Eru þetta mun færri uppsagnir en í síðustu mánuðum þegar tilkynnt hefur verið um uppsagnir þúsunda. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Aðgerð sem dregur úr elliglöpum á við fáa

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri hvalrekar

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ALLS hefur 31 hvalreki verið skráður í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunarinnar það sem af er þessu ári. Þeir hafa aldrei verið fleiri frá því að stofnunin hóf reglulegar skráningar á hvalrekum um 1980. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Aukin misskipting í Finnlandi

PIA Backström, finnsk leirlistakona sem dvalið hefur hér á landi undanfarinn mánuð, segir Finna hafa samúð með Íslendingum vegna efnahagsástandsins. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Auratal

Folaldakjöt hefur einhverra hluta vegna ekki skipað veglegan sess í kjötborðum verslana til þessa, að minnsta kosti ekki ferskt kjöt. Yfirleitt hefur kjötið verið reykt eða saltað. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Áhrif uppsagna hjá Portus óljós

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÓLJÓST er hver áhrif uppsagnir allra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Portus, sem er í eigu Landsbankans og Nýsis, muni hafa á byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Á leið í Karíbahafið

ALMA Guðmundsdóttir, sem býr í Grindavík, ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar Morgunblaðið tilkynnti henni að hún hefði hlotið fyrsta, stóra vinninginn í nýstofnuðum Moggaklúbbi áskrifenda. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 508 orð | 3 myndir

„Góðar fréttir eftir að hafa beðið í fjögur ár“

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG er mjög ánægður. Þetta eru góðar fréttir eftir að hafa beðið hér í fjögur ár,“ segir íranski hælisleitandi Farzad Raahmanian. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

„Mig langar bara að deyja nógu helvíti hratt, það er mín eina ósk“

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „VIÐ erum þjáningarbræður. Við grátum saman nótt eftir nótt yfir þeim hlutum sem við höfum gert. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Beiting hryðjuverkalaganna

UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA um aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum bönkum og ummæli breskra stjórnvalda í fjölmiðlum í kjölfar neyðarlaga sem sett voru á Íslandi 6. október sl. fór fram á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í dag. Meira
29. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Cameron vill jafna lífeyriskjörin

KOMIST Íhaldsflokkurinn til valda í Bretlandi mun hann ráðast í að afnema í áföngum þá „aðskilnaðarstefnu“, sem birtist í miklu betri lífeyriskjörum hjá opinberum starfsmönnum en öðrum launþegum. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Dramtískri þingviku lauk með fundi fram á morgun

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ má með sanni segja að dramatísk þingvika sé nú að baki. Hún hófst með umræðum um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar sem var felld af meirihlutanum auk eins þingmanns Frjálslynda flokksins, Kristins H. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 626 orð | 1 mynd

Enn í einni stjórn

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson er í stjórn 365 miðla ehf., samkvæmt upplýsingum frá Hlutafélagaskrá og er það eina félagið sem hann situr í stjórn fyrir. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð

Fagna áfangasigri

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG er mjög ánægður. Þetta eru góðar fréttir eftir að hafa beðið hér í fjögur ár. Meira
29. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Ferðafólk flýr Taíland

ÞÚSUNDIR manna halda enn uppi mótmælum á tveimur helstu flugvöllunum í Bangkok, höfuðborg Taílands, og koma þannig í veg fyrir allt flug. Segist fólkið ekki munu láta af mótmælum fyrr en ríkisstjórnin segi af sér. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 33 orð

Fjöldatakmörkun

HÁSKÓLARÁÐ Háskólans á Akureyri hefur ákveðið með tilliti til efnahagsástandsins, að aflétta fjöldatakmörkunum í iðjuþjálfun þannig að allir nemendur á fyrsta ári sem standast lágmarkskröfur geti haldið áfram í námi á vormisseri... Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar á ný

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FRAMKVÆMDIR við Egilshöllina hafa hafist á ný en þeim var slegið á frest í lok október sl. þegar eigandinn, Borgarhöllin, gat ekki staðið í skilum með greiðslur til verktakans. Um er að ræða 7.400 ferm. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fundað um kjaramálin

SAMNINGANEFND launanefndar sveitarfélaga og stéttarfélaga mikils fjölda starfsmanna sveitarfélaganna luku fundum um tíuleytið í gærkvöld án niðurstöðu. Nefndirnar hittast aftur hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu um tíuleytið í dag. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fundu fíkniefni við húsleit

FÍKNIEFNI fundust við húsleit í Mosfellsbæ í fyrrakvöld en um var að ræða marijúana, samtals um 700 grömm. Húsráðandinn, karl á fertugsaldri, var handtekinn en hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Gluggi að ódýrum gjöfum

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÞAÐ getur verið erfitt að finna út úr því hvernig á að láta á krónurnar endast í jólagjafainnkaupunum sem fara nú í hönd. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Grunngildin standa enn

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞAÐ er ekkert nýtt að deilt sé um þýðingu Biblíunnar. Þannig urðu harðar deilur um Biblíuna sem lokið var við þýðingu á 1908 og sem nýja Biblían byggist að stórum hlut á. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Halda upp á fullveldið

HEIMSSÝN, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, býður alla velkomna á 90 ára afmælishátíð fullveldis Íslands sem haldið verður hinn 1. desember næstkomandi í Salnum í Kópavogi frá kl. 17-18.30. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Heilsuþorp á Flúðum

Flúðir | Heilsuþorp rís á Flúðum, samkvæmt viljayfirlýsingu sem fulltrúar Hrunamannahrepps og Heilsuþorpa ehf. undirrituðu í gær. Hrunamannahreppur leggur til átta hektara landsvæði á Flúðum og Heilsuþorp ehf. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Hópur fjárfesta undirbýr tilboð í útgáfufélagið Árvakur

HÓPUR áhugasamra einstaklinga undirbýr að gera tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Fyrirtækið er með erfiða lausafjárstöðu. Unnið er í þeim málum um helgina ásamt endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð

Hrafnista átti lægsta tilboðið

HRAFNISTA í Reykjavík átti lægsta tilboðið í rekstur skammtíma hjúkrunarrýma, en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Alls bárust þrjú tilboð. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 59 orð

Jólamarkaður á Hringbraut

Jólamarkaður verður opnaður á hádegi í dag í Byko-húsinu við Hringbraut. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Jólin koma í Heiðmörk

ÁRLEGUR jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatnsbæinn verður opnaður í dag, laugardag. Verkstæðið hefur verið undirlagt undanfarið við undirbúning en meðal þess sem í boði verður er margskonar handverk og hönnun. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Kanna ástand ökumanna

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir svokölluðu áhersluverkefni, sem hófst í síðustu viku, þar sem ástand ökumanna er kannað, með tilliti til áfengis-, fíkniefna- og lyfjaneyslu. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Kaupmenn ætla að þrauka fram yfir jól

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is KAUPMENN í miðborginni segjast klárlega finna fyrir minni verslun en áður. Nóvember hafi yfirleitt verið frekar daufur, eftir að ágæt sala hafi verið í október. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 169 orð

Lífeyrisþegar hafa áhyggjur

TRYGGINGASTOFNUN ritaði í byrjun mánaðarins bréf til allra systurstofnana sinna á Norðurlöndunum til að gera grein fyrir stöðu mála hér á landi og hugsanlegum vandræðum hjá íslenskum lífeyrisþegum sem þar búa. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ljósin kveikt á Akureyri

LJÓSIN verða tendruð í dag á jólatrénu sem komið hefur verið fyrir á Ráðhústorginu á Akureyri. Tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin á torginu hefst kl. 15.45 með ýmsum skemmtiatriðum. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Ljósin tendruð í dag

LJÓSIN verða tendruð á Hamborgartrénu í fertugasta og þriðja sinn á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í dag kl. 17. Að lokinni athöfn bjóða Faxaflóahafnir upp á heitt súkkulaði og meðlæti í Listasafni Reykjavíkur. Meira
29. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 259 orð

Lofa Indverjum aðstoð

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Pakistan neituðu því í gær að þau væru viðriðin árásir sem hafa kostað að minnsta kosti 150 manns lífið í Mumbai á Indlandi. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lýst eftir vitnum

AÐFARANÓTT sunnnudagsins sl. um kl. 03:39 var ekið á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Meirihlutinn sakaður um spillingu

MIKIÐ var bókað á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudaginn og fór Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, þar fremstur í flokki. Hann sakaði m.a. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 169 orð

Meta þarf hvort ríkið komi að sölu

NÁNAST engar ákvarðanir um stórar gjörðir, til dæmis sölu eða niðurfellingu skulda, hafa verið teknar síðan nýju bankarnir voru stofnaðir og því koma verklagsreglur um viðskiptin ekki of seint. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 45 orð

Mótmæla lokun harðlega

STJÓRN Íbúasamtaka Bústaðahverfis mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 480 orð | 2 myndir

Niðurfelling skulda eða ölmusa yfirvalda

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is Greiðslujöfnun fasteignalána felur á engan hátt í sér eftirgjöf á skuldum, heldur er um að ræða frestun afborgana að hluta. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð

Niðurskurðarhnífurinn kemur við alla þætti RÚV

SPARNAÐARRÁÐSTAFANIR RÚV munu m.a. koma fram í því að ekkert verður af sérstökum jólaþætti í Góðu kvöldi, Káta maskínan verður felld niður frá áramótum og dregið verður úr kostnaði vegna Eurovision og Gettu betur. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Niðurskurður gæti bitnað á heilsu

STJÓRN Félags íslenskra heimilislækna segir í fréttatilkynningu að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægara en áður að standa vörð um heilsufar þjóðarinnar. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 128 orð

Niðurstöðu fagnað

DÓMUR féll fimmtudaginn 27. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem blaðamanni og útgáfufélagi var gert að greiða skaðabætur vegna ólöglegrar myndbirtingar. Ljósmyndarafélag Íslands fagnar þessari niðurstöðu. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Ný Krónuverslun

KRÓNAN opnaði í gær nýja verslun í Rofabæ 39 í Árbæjarhverfinu. Skv. upplýsingum frá versluninni verður kappkostað að þjóna Árbæingum og öðrum viðskiptavinum á sem bestan hátt. Meira
29. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Óttast að landið sökkvi í sæ

SAMTÖK kvenna á vinnumarkaði í Bangladesh efndu til fundar í Dacca, höfuðborg landsins, í gær til að krefjast tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. Meira
29. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Óttast skæruhernað

LEIÐTOGI uppreisnarsveita tamílsku tígranna, Velupillai Prabhakaran, sagði í gær að þær myndu halda áfram hernaði sínum þrátt fyrir stórsókn stjórnarhers Srí Lanka. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

RAX

Dansinn dunar Það var líf og fjör og mikil litagleði á danssýningu Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar um síðustu helgi í Kópavoginum. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ráðstefna um þingeftirlit

Á mánudag nk. kl. 14-17 verður haldin ráðstefna á Hótel Hilton Nordica um eftirlit þjóðþinga með framkvæmdavaldinu. Meira
29. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Sama kreppa í Róm 88 f.Kr.

Í ÞEIRRI kreppu, sem nú ríður röftum um allan heim, er Kreppan mikla á fyrri hluta síðustu aldar gjarnan rifjuð upp og þeir lærdómar, sem af henni voru dregnir. Breski sagnfræðingurinn Philip Kay leitar þó öllu lengra eða til Rómar árið 88 fyrir Krist. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Samhjálp opnar nytjamarkað

Á KAFFISTOFU Samhjálpar, þar sem boðið er upp á ókeypis máltíðir, hafa komið allt að 100 gestir á dag undanfarnar vikur en þeir voru að jafnaði 70 áður. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 654 orð | 1 mynd

Sjá sóknarfæri í kreppunni

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TÆKIFÆRI, ekki síður en hættur, liggja í þeim breytingum sem orðið hafa á samfélagi okkar síðustu vikur, að mati umhverfisfræðinga, sem segja sjálfbæra þróun mikilvæga í uppbyggingunni framundan. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 946 orð | 4 myndir

Skerðing á þjónustu RÚV

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ liggur í augum uppi að þjónustan minnkar. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 39 orð

Skvísur selja

„Trylltur flóamarkaður“ verður haldinn í dag kl. 11-18 í Lindargötu 6 (Leikarafélagshúsinu á bak við Þjóðleikhúsið). Yfirskvísurnar Helga Braga Jónsdóttir og Elma Lísa og Nína Björk Gunnarsdætur ætla að selja skvísufötin sín. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Skynfærin örvuð

VEL fór um Eydísi Öglu Hallbjörnsdóttur þegar hún fékk að prófa Örvar, nýja skynörvunarstofu, sem formlega var tekin í notkun í Safamýrarskóla í gær. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 349 orð

Skýrist eftir helgina

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN mun skýra frá þeim aðgerðum sem hún hyggst grípa til í því skyni að koma fyrirtækjum landsins til hjálpar eftir helgina, að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Starfsmönnum hjá Val sagt upp

ÖLLUM fastráðnum starfsmönnum sem starfa fyrir Knattspyrnufélagið Val – á skrifstofu og í húsvörslu – hefur verið sagt upp, eða níu manns. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Stórviðskipti borin undir bankaráð Landsbankans

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ÝMIS viðskipti bíða þess að bankaráð Landsbankans taki afstöðu til þeirra. Bankaráðið fjallaði um fyrirætlaða sölu Stoða á TM til Kaldbaks vegna þess hve stórt málið var. Bankastjórnin bar málið undir ráðið. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 884 orð | 3 myndir

Sönnunargagnið í sjóinn

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GRUNUR hefur leikið á því um langa hríð að færeyskir togarar hafi stundað ólöglegar veiðar í íslenskri lögsögu milli Íslands og Færeyja. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 689 orð | 1 mynd

Tveir fyrir einn í Þýskalandi

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is TIL að liðka fyrir sölu nýrra bíla þarf að festa gengið í samhengi við það á hvaða gengi þeir eru í upphafi keyptir af framleiðendum, að mati Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Um 500 manns í friðargöngu á Sauðárkróki

ÁRLEG friðarganga grunnskólans á Sauðárkróki, Árskóla, var farin í gær upp á Nafirnar yfir bænum. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ursula ráðin sóknarprestur

VALNEFND í Skagastrandarprestakalli, Húnavatnsprófastsdæmi, hefur ákveðið að leggja til að Ursula Árnadóttir verði ráðin sóknarprestur í prestakallinu. Umsóknarfrestur rann út 14. nóvember sl. Þrír umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Útifundur á Austurvelli

Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, Stefán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur verða ræðumenn á útifundi á laugardag á Austurvelli. Fundurinn hefst kl. 15. Yfirskrift fundanna, sem hófust 11. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð

Varðhald verði framlengt

LÖGREGLAN á Selfossi krafðist í gær framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir einum fjórmenninganna sem handteknir voru eftir að tilkynnt var um að maður hefði látist í sumarbústað í Grímsnesi. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Verðlaun fyrir bestu ferðamannabúðina

NJARÐARSKJÖLDURINN, sem er hvatningarverðlaun sem veitt eru fyrir bestu ferðamannaverslunina, voru afhent í í þrettánda sinn í fyrradag. Það eru Reykjavíkurborg og Íslensk verslun sem standa að verðlaununum. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 224 orð | 2 myndir

Vigdís talar til Breta 1. des.

„MARGIR Íslendingar hér í Lundúnum hafa mikinn áhuga á því að sýna samstöðu, þótt við séum erlendis, andspænis þeim vandamálum sem við þurfum að horfast í augu við, bæði hér í Bretlandi og heima á Íslandi. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð

Vottur um uppgjöf

FORSETI ASÍ óttast að gjaldeyrishömlur þær sem ákveðnar voru í gær leiði til þess að gengi krónunnar verði áfram veikt. Talar hann um þær sem vott um uppgjöf. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Þjáningarbræður á ystu nöf

„VIÐ höfum farið saman í gegnum súrt og sætt – þó aðallega súrt,“ segja þeir Sverrir Ólafsson og Svanur Elíasson, sem hafa komið sér fyrir í húsbílum undir Garðskagavita, yst á Reykjanesi. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Þjóðfundur

BORGARAHREYFINGIN hvetur allar landsmenn til þess að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og breytinga á stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á þjóðfund á Arnarhóli kl. 15 á mánudag nk. Meira
29. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Þörf er á vitundarvakningu

SJÓÐURINN Auðlind – Náttúrusjóður verður formlega stofnaður hinn 1. desember næstkomandi, en tilgangur sjóðsins er að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjölbreytni íslenskrar náttúru. Meira

Ritstjórnargreinar

29. nóvember 2008 | Staksteinar | 202 orð | 1 mynd

Að vera í sambandi

Þórólfur Gíslason og forkólfarnir sem stóðu að Gift gátu ekki hætt að sýsla með fé fjárfestingafélagsins eftir að ákveðið var að slíta því. Af hverju? Jú, þeir vissu ekki hve margir áttu að fá greiddan hlut! Meira
29. nóvember 2008 | Leiðarar | 249 orð

Óafsakanlegur launamunur

Launamunur kynjanna er föst stærð í landslagi íslensks atvinnulífs. Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands eru konur á höfuðborgarsvæðinu með 86% af heildarlaunum karla og konur á landsbyggðinni með 77% af heildarlaunum karla. Meira
29. nóvember 2008 | Leiðarar | 378 orð

Þetta kostar krónan

Hin víðtæku höft, sem Alþingi lagði í fyrrinótt á gjaldeyrisviðskipti með lögum, eru skref marga áratugi aftur í tímann. Ísland býr ekki lengur við frjálsa fjármagnsflutninga, sem komu til með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Meira

Menning

29. nóvember 2008 | Tónlist | 286 orð | 1 mynd

Adrenalínlegið pönkrokk

NÆSTUM því kvennarokksveitin Vicky (fjórar stúlkur, einn strákur) ríður hér á vaðið með fyrstu breiðskífu sína. Meira
29. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Allt í lagi

Þótt æskilegast sé að ganga bjartsýnn og glaður í gegnum lífið þá er ekki hægt að ætlast til að svo sé öllum stundum. Stundum reiðist fólk og stundum liggur illa á því. Við þessu er lítið að gera annað en að bíða eftir að fólk jafni sig. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Annað blómaskeið í uppsiglingu?

* Frammistaða Stefáns og félaga hans í Lúdó á dansleik, sem blásið var til á NASA eftir Sigur Rósar-tónleikana um síðustu helgi, þótti slík snilld að farinn er að heyrast sá orðrómur að annað blómaskeið sveitarinnar sé runnið upp. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 511 orð | 1 mynd

Atvinnumaður í rokki

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR nokkrum árum söng G. Rúnar Júlíusson sem Hr. Rokk í lagi Ununar „Hann mun aldrei gleyma henni“. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 200 orð | 1 mynd

Bara ef allar konur væru eins og Penelope

SAMBAND spænska leikaraparsins Penelope Cruz og Javier Bardem ku vera komið á vonarvöl. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Cervantes verðlaunin til Marsés

SPÆNSKI skáldsagnahöfundurinn Juan Marsé hreppti í vikunni Cervantes verðlaunin, helstu bókmenntaverðlaun á Spáni. Í mörgum bóka sinna lýsir Marsé fátæku fólki og jaðarhópum á dögum einræðisstjórnar Francos á mjög sósíalrealískan hátt. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Ekkert kynlíf í Ameríku

CHRIS Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, segir að það eina sem hann geti ekki fengið í Bandaríkjunum sé kynlíf. Coldplay hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin að undanförnu, og Martin segist hafa notið ferðarinnar mjög. Meira
29. nóvember 2008 | Myndlist | 348 orð | 1 mynd

Erótísk, fyndin, pólitísk og sækadelísk verk

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NOKKRIR listamenn opna jólabasar til styrktar sjálfum sér og Mæðrastyrksnefnd í kjallara Hljómalindar í dag. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 30 orð | 1 mynd

Glæpir Ævars Arnar vinsælir í Þýskalandi

* Þýska forlagið BTB sem tilheyrir Random House hefur keypt útgáfurétt á nýjustu bók Ævars Arnar Jósepssonar , Landi tækifæranna. Þetta er fjórða bók Ævars sem forlagið kaupir réttinn... Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 520 orð | 2 myndir

Gröndal í Greenwich

SENNILEGA eru um sex ár síðan ég fyrst heyrði Ragnheiði Gröndal syngja, þá með litlu djasskombói á knæpu einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 176 orð | 1 mynd

Hátíð í Hallgrímskirkju

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ hefst í Hallgrímskirkju á morgun með jólatónleikum Mótettukórs kirkjunnar og Drengjakórs Hallgrímskirkju. Það er komin hefð á það í kirkjunni að Mótettukórinn flytji aðventu- og jólatónlist með gestasöngvurum á aðventu. Meira
29. nóvember 2008 | Myndlist | 96 orð | 1 mynd

Heimkoma Hjördísar á Akureyri

HJÖRDÍS Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið Heimkoman og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 319 orð | 2 myndir

Kraumsverðlaun veitt í fyrsta sinn

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is KRAUMUR er sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðasjóðs og hefur að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn. Meira
29. nóvember 2008 | Myndlist | 82 orð | 1 mynd

Leirlist í Langholtskirkju

SEXTÁN félagar í Leirlistarfélagi Íslands opna sýningu á gólfkertastjökum í Langholtskirkju á morgun. Sýningin verður opnuð í messu kl. 11, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Meryl Streep hefur áhuga á að leika í Mamma Mia 2

LEIKKONAN Meryl Streep er meira en til í að taka að sér hlutverk í annarri Mamma Mia mynd en töluverður þrýstingur er á framleiðendur myndarinnar um gera aðra mynd. „ Grand Mamma Mia! Mér líkar við hugmyndina. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 709 orð | 1 mynd

Nálgumst tónlistina af virðingu og alúð

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ gerðum þetta einn, tveir og þrír. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 264 orð | 2 myndir

P. Diddy næsti James Bond?

TÓNLISTAR- og tískumógúllinn P. Diddy eyddi á dögunum rúmlega 100 milljónum króna í áheyrnar-myndband sem hann hyggst senda framleiðendum James Bond myndanna. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Rúmlega 200 söngkonur á tónleikum

HJARTANS hörpustrengir er yfirskrift aðventutónleika kóra Margrétar J. Pálmadóttur sem haldnir verða í Langholtskirkju í dag. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en þeir síðari kl. 16.30. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 437 orð | 3 myndir

Slúðurskjóður vilja stjörnubörnin

Án þess að hafa unnið sér neitt til frægðar nema vera börn foreldra sinna eru þau nú umsetin, stjörnubörnin. Afkomendur Hollywood-stjarnanna hafa alltaf verið vinsælt umfjöllunarefni hjá slúðurmiðlum en líklega aldrei eins og nú. Meira
29. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 266 orð | 1 mynd

Tíu ára nörd á DVD og framhald af Dagvaktinni

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er mjög gaman að gefa þetta út, enda hefur þetta ekki verið til lengi,“ segir leikarinn og grínistinn Jón Gnarr sem hefur sent frá sér uppistandið Ég var einu sinni nörd á DVD. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 219 orð | 1 mynd

Vildi leika verkin hér á landi

„ÉG vildi endilega spila þessi verk aftur, hér heima,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson, en hann kemur fram ásamt Gerrit Schuil píanóleikara, í dag klukkan 17.00 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í miðbæ Garðabæjar. Meira
29. nóvember 2008 | Tónlist | 514 orð | 1 mynd

Voru í einskonar mútum

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í DAG koma Gunnar Guðbjörnsson, tenór, og Auður Gunnarsdóttir, sópran, fram með Jónasi Ingimundarsyni á tónleikum í Salnum, sem eru kynntir sem „kaflaskipti í lífi söngvara“. Meira
29. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 222 orð | 1 mynd

Yndisleg aðventa

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Grétar Þórisson verkstæðisformaður og Kolfinna Baldvinsdóttir athafnakona. Á milli þess sem þau fást við m.a. Meira
29. nóvember 2008 | Hugvísindi | 24 orð

Þýsk-íslensk

Í umfjöllun um nýja þýsk-íslenska orðabók forlagsins Opnu í blaðinu í gær, kom ekki fram að Iðnú útgáfan gaf út þýsk-íslenska orðabók árið... Meira
29. nóvember 2008 | Leiklist | 324 orð | 1 mynd

Ætlaði aldrei að skrifa

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ER það ekki stórt orð að kalla sig skáld?“ spyr Starri Hauksson að bragði þegar blaðamaður spyr hann hreint út hvort hann sé skáld. Meira
29. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 40 orð | 1 mynd

Örfáir miðar eftir á Emilíönu í Háskólabíói

* Einungis 150 miðar voru eftir á seinni tónleika Emilíönu Torrini um klukkan 18 í gær. Miðasala fer fram á midi.is og á afgreiðslustöðum mida.is. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sér Lay Low um upphitun fyrir... Meira

Umræðan

29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 210 orð

11 ára meðgöngutími

Í NÝLEGRI skýrslu fjármálaráðuneytisins fær skattkerfið ágætiseinkunn, þar er loks viðurkennt að dregið hafi úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að hátekjuskattur hafi verið afnuminn og raunlækkun orðið á persónuafslætti umfram... Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Alýðuinnlit í Alþingishús

NÚ er tortryggni orðin rosaleg í þjóðfélaginu og ekki aðeins „heiðarleg kreppa“, heldur er í gangi óheiðarleiki og ósannindi á milli tveggja valdamestu stjórna landsins, Seðlabanka og ríkis. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Áskorun til Davíðs og Jóns Ásgeirs

SÍÐASTLIÐIN 20 ár eða svo, að kalla má einnar kynslóðar tímabil, hafið þið báðir verið áberandi í íslensku þjóðlífi. Hlýtur að mega fullyrða, að báðir hafið þið náð þeim starfsframa sem að var stefnt á þessum tíma. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Bylting liggur í loftinu

HROLLVEKJANDI fréttir berast úr Skuggamálaráðuneyti Davíðs. Yfirmaður skuggamála, Hannes Hólmsteinn, útilokar ekki endurkomu Davíðs í stjórnmálin. Meira
29. nóvember 2008 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Dýr sparnaður?

Mér varð hugsað til vinkonu minnar Guðrúnar heitinnar í Galtarey þegar ég las að nú ætti að leggja niður morgunleikfimi ríkisútvarpsins. Morgunleikfimin yfir árið kostar ef til vill ein mánaðarlaun útvarpsstjóra og fríðindi, eða hálf? Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd

Eldvarnaátak slökkviliðanna

Ólafur Ingi Jónsson fjallar um eldvarnir: "Fræðslan virkar. Foreldrar hringja og segja okkur frá því að börnin neiti að fara að sofa á kvöldin fyrr enn búið er að athuga með reykskynjarana." Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 363 orð | 1 mynd

Er „nýja“ fjármálakerfið enn allt of stórt?

SAMKVÆMT drögum að nýjum efnahagsreikningum ríkisbankanna eru heildareignir þeirra um 2.900 milljarðar króna og eigið fé um 385 milljarðar – þetta eru önnur drögin sem birt eru – í þeim fyrstu var gert ráð fyrir að heildareignirnar yrðu um... Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 565 orð | 2 myndir

Fjölgun farþega og ferða hjá Strætó

Jórunn Frímannsdóttir fjallar um rekstur Strætó bs.: "Þjónustuaðlögunin sem nú hefur verið samþykkt mun bæta þjónustuna á annatímum en gjaldskráin mun engu að síður ekki hækka." Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Fjöreggið og framtíðin – Frysting verðtryggingar er verðmæti

ÞEGAR allt kemur til alls er líklegt að stór hluti Íslendinga hafi einhverskonar „socialdemokratiska“ lífssýn. Þessi sýn á líf og samfélag virðist geta rúmast í flestum stjórnmálaflokkum landsins, þó með mismunandi skýrum hætti og áherslum. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Fólkið fyrst og fólkið svo

HAGKERFI þjóðarinnar er í rúst og orsakir þess eru ljósar, fyrirsjáanlegar og fyrirbyggjanlegar. Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans hefur beðið gjaldþrot. Þjóðarinnar, þeirra sem ekki tekst að flytja úr landi, bíða sömu örlög. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 1195 orð | 1 mynd

Fyrirbyggjanlegt?

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson: "Af öllum þeim mistökum sem leitt hafa til ríkjandi neyðarástands á Íslandi, eru þau mistök stærst og örlagaríkust að hafa ekki leitað inngöngu í Evrópusambandið meðan allt lék í lyndi og við gátum gengið þangað inn uppréttir." Meira
29. nóvember 2008 | Blogg | 172 orð | 1 mynd

Gunnlaugur B. Ólafsson | 28. nóv. Áfram morgunleikfimi á Gufunni! Það er...

Gunnlaugur B. Ólafsson | 28. nóv. Áfram morgunleikfimi á Gufunni! Það er ótrúlegt að Rás 1 ætli að skera niður nokkura mínútna morgunleikfimi í sparnaðarskyni. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Hæsta einkunn sem mælst hefur

Gunnar Einarsson segir frá viðhorfskönnun til búsetu í Garðabæ: "Íbúar Garðabæjar gefa sínu sveitarfélagi hærri einkunn en íbúar annarra sveitarfélaga skv. nýrri könnun Capacent Gallup." Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Klasasprengjur ógna óbreyttum borgurum, einkum börnum

John Holmes segir frá banni við notkun klasasprengna: "Þegar smásprengjurnar springa deyja börn eða særast og verða fyrir áfalli sem varir alla ævi." Meira
29. nóvember 2008 | Blogg | 117 orð | 1 mynd

Kristinn Jón Bjarnason | 28. nóv. Kominn tími til að texta allt innlent...

Kristinn Jón Bjarnason | 28. nóv. Kominn tími til að texta allt innlent efni Í dag tilkynnti Ríkisútvarpið að það ætlaði að segja upp starfsfólki og spara 700 milljón króna. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 839 orð | 2 myndir

Maturinn er málsvari - Sjálfbært Ísland 2020

Baldvin Jónsson hvetur Íslendinga til að þróa sjálfbæran búskap: "Við eigum skýlaust að stefna að því að allar okkar afurðir verði seldar undir merkjum Sjálfbærs Íslands, landsins sem markað hefur sér metnaðarfyllstu stefnu á sviði sjálfbærrar þróunar í veröldinni." Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin brýtur vísvitandi gegn stjórnarskránni

HINN 6. nóvember síðastliðinn mælti viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrir tiltölulega einföldu og ásættanlegu frumvarpi um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki nr. Meira
29. nóvember 2008 | Blogg | 119 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 28. nóv. Sorgardagur fyrir svæðisstöðvar...

Stefán Friðrik Stefánsson | 28. nóv. Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 239 orð | 1 mynd

Stefnan er á skjön við réttlæti og frið

Sveinn Rúnar Hauksson biður fólk að gefa mannréttindbaráttu palestínsku þjóðarinnar gaum: "Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum." Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Til varnar sendiherrum

Eiður Guðnason veltir fyrir sér ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar um skýrslu norska sendiherrans á Íslandi þar sem segir af ummælum forseta Íslands í hádegisverðarboði fyrir skömmu: "Það er óneitanlega sérkennilegt, að forseti, fræðimaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson, skuli tjá sig svo ítarlega um skýrslu, sem hann hefur ekki séð." Meira
29. nóvember 2008 | Aðsent efni | 690 orð | 1 mynd

Vangaveltur

NÚ hafa stjórnvöld fengið lán til að bjarga sökkvandi skipinu. Þessu áður fallega fleyi með þessa afbragðs áhöfn! Því miður voru einvörðungu þeir hrokafyllstu og gráðugustu skipstjórar við stýrið sem skipið lumaði á og þeir fengu að sigla skipinu á... Meira
29. nóvember 2008 | Velvakandi | 453 orð | 2 myndir

Velvakandi

Skólinn í skammdeginu SKYLDI einhver vera þarna úti sem hugsar eins og ég? Mikið væri gott ef skólarnir byrjuðu hálf níu í stað átta á morgnana? Það myndi muna svo miklu í skammdeginu. Börn og unglingar þurfa mikinn svefn og meiri í skammdeginu. Meira
29. nóvember 2008 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Þorsteinsson | 28. nóv. Ný lög um gjaldeyrisviðskipti vekja...

Vilhjálmur Þorsteinsson | 28. nóv. Ný lög um gjaldeyrisviðskipti vekja spurningar Loks verður athyglisvert að sjá hvort stjórnvöld komast yfirleitt upp með þessa lagasetningu þegar á reynir fyrir dómstólum, innlendum og erlendum. Meira

Minningargreinar

29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 465 orð | 1 mynd

Ásmundur Aðalsteinsson

Ásmundur Jóhannes Aðalsteinsson fæddist á Þinghóli í Glæsibæjarhreppi 20. des. 1921. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 623 orð | 1 mynd

Helga Björnsdóttir Árdal

Helga Björnsdóttir Árdal fæddist á Karlskála við Reyðarfjörð 20. ágúst 1909. Hún lést 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 25. nóvember. Minningargreinar um Helgu birtust í Morgunblaðinu 25. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 7317 orð | 1 mynd

Helgi Magnús Arngrímsson

Helgi Magnús Arngrímsson fæddist á Borgarfirði eystri 12. júní 1951. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Helga voru Arngrímur Magnússon frá Másseli í Jökulsárhlíð, f. 22. mars 1925, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 2811 orð | 1 mynd

Steingrímur Þorsteinsson

Steingrímur Þorsteinsson fæddist á Dalvík 13. október 1913. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Steingríms voru María Eðvaldsdóttir húsfreyja, f. 12.1. 1878, d. 11.10. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 2749 orð | 1 mynd

Vigfús Þorsteinsson

Vigfús Þorsteinsson, fyrrverandi verkstjóri, fæddist í Litluhlíð á Barðaströnd 3. júní 1930. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði 22. nóvember síðastliðinn. Vigfús var sonur hjónanna Guðrúnar Jónu Margrétar Finnbogadóttur ljósmóður, f. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 1067 orð | 1 mynd

Vilborg Bjarnadóttir

Vilborg Bjarnadóttir fæddist á Skáney í Reykholtsdal 31. október 1915. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Hannesdóttir frá Deildartungu, f. 5.5. 1878, d. 3.8. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 5297 orð | 1 mynd

Þorvaldur Halldórsson

Þorvaldur Halldórsson fæddist í Vörum í Garði 17. ágúst 1920. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Þorsteinsson, skipstjóri og útvegsbóndi frá Melbæ í Leiru, f. 22.2. 1887, d. 3.1. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2008 | Minningargreinar | 836 orð | 1 mynd

Þóra Helgadóttir

Þóra Helgadóttir fæddist í Merkigarði 11. apríl 1924. Hún andaðist 16. nóvember síðastliðinn. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, Helga Jónssyni, f. á Þröm 31. janúar 1877, d. 28. apríl 1954 og Ingigerði Halldórsdóttur, f. 14. nóvember 1891, d. 24. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Gengislækkun krónu verður skammvinn

SEÐLABANKINN segir í sérstakri stefnuyfirlýsingu að ekki sé útilokað að gengi krónunnar lækki fyrst í stað eftir að hömlur á almenn gjaldeyrisviðskipti verða afnumdar. Líkur standi þó til að slík lækkun standi stutt. Meira
29. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 145 orð | 1 mynd

Hætt við sölu á hlut Kaupþings í Storebrand

HÆTT hefur verið við sölu á 5,49% eignarhlut Kaupþings í norska tryggingafélaginu Storebrand, sem boðuð var á fimmtudag. Í ljós kom að bústjóri Kaupþings í Noregi var andvígur sölunni. Gengi bréfa Storebrand hækkaði um 9,16% í kauphöllinni í Ósló í gær. Meira
29. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 877 orð | 1 mynd

Nauðsynleg aðgerð en ekki sársaukalaus

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞAU höft sem felast í nýjum lögum um gjaldeyrismál og nýjum reglum Seðlabankans eru mun harðari lending en sérfræðingar Seðlabankans áttu upphaflega von á. Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær. Meira
29. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Spölur tapar 336 milljónum

TAP Spalar ehf., rekstraraðila Hvalfjarðarganga, á síðustu tólf mánuðum nam kr. 366 milljónum króna, á sama tíma fyrir ári var 282 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Tap Spalar ehf. eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins sem er 1. Meira
29. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 216 orð | 1 mynd

Tap SPRON nemur 16,5 milljörðum króna

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TAP SPRON á fyrstu níu mánuðum ársins nam 16,5 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra var 9,3 milljarða króna hagnaður á rekstri bankans. Meira
29. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 246 orð | 1 mynd

Viðskiptaráðherra vill að bankar birti uppgjör sjóða

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill að Landsbanki, Kaupþing og Glitnir birti uppgjör peningamarkaðssjóða sinna. Meira

Daglegt líf

29. nóvember 2008 | Daglegt líf | 102 orð

Af berholda mótmælum

Davíð Hjálmar Haraldsson rýndi í mótmæli tveggja berrassaðra kvenna á Lækjartorgi, sem vildu fremur vera berholda en að klæðast loðfeldum. Honum varð að orði: Kona hljóp um kuldablá, klæddist eigin skinni. Vörtu hafði væna á vinstri rasskinninni. Meira
29. nóvember 2008 | Daglegt líf | 459 orð | 2 myndir

Auðvelt á aðventu

Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur sibba@mbl.is Það er gott að fá smá sýnikennslu í því hvernig best er að bera sig að við að líta sómasamlega út á aðventunni. Meira
29. nóvember 2008 | Daglegt líf | 2327 orð | 2 myndir

Gamla kerfið er hrunið

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Hörður Torfason söngvaskáld hefur undanfarnar vikur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli vegna efnahagsástandsins. Yfirskrift mótmælanna er Breiðfylking gegn ástandinu. Meira
29. nóvember 2008 | Daglegt líf | 921 orð | 1 mynd

Mæðurnar rjúfa þögnina

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is Þótt hljótt hafi verið um starfsemi mæðrafélagsins Satt að segja hafa tugir mæðra komið á fundi þess frá því að það var stofnað í fyrra. Meira
29. nóvember 2008 | Daglegt líf | 318 orð | 1 mynd

Nútímalegur vinnuþjarkur

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is UM LEIÐ og fartölvur verða sífellt minni og nettari þá færist líka ýmisleg fartölvutækni inn í símana. Meira
29. nóvember 2008 | Daglegt líf | 351 orð | 1 mynd

Sex börn í nýja leikskólanum í Bárðardal

Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | „Ég er mjög ánægð hérna í sveitinni og sérstaklega ánægð með nýja leikskólann,“ segir Sigrún María Olsen og undir þetta tekur Ásta Hrönn Hersteinsdóttir en þær stöllur tóku að sér leikskóladeildina sem... Meira

Fastir þættir

29. nóvember 2008 | Árnað heilla | 189 orð | 1 mynd

Á hjólaskautum á Strikinu

Anna Lyck Filbert hyggst eiga huggulega stund með fjölskyldunni á fimmtugsafmælisdaginn. „Við ætlum út að borða, en síðan verður deginum eytt í jólaföndur með Skógræktarfélagi Kjalarness. Meira
29. nóvember 2008 | Fastir þættir | 155 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Ábyrgð sagnhafa. Norður &spade;ÁD &heart;97542 ⋄D92 &klubs;G64 Vestur Austur &spade;G10764 &spade;K8 &heart;D83 &heart;G106 ⋄K4 ⋄753 &klubs;1082 &klubs;D9753 Suður &spade;9532 &heart;ÁK ⋄ÁG1086 &klubs;ÁK Suður spilar 3G. Meira
29. nóvember 2008 | Fastir þættir | 228 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

Bridsfélagið Muninn og Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 24. nóvember hófst 4 kvölda tvímenningur þar sem 3 bestu kvöldin verða látin ráða, sem þýðir það að þeir sem misstu af fyrsta kvöldinu geta komið inn næsta mánudag. Meira
29. nóvember 2008 | Fastir þættir | 684 orð | 1 mynd

Gullið til Armeníu og Georgíu

12. – 25. nóvember 2008 Meira
29. nóvember 2008 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Marta Frímannsdóttir, Lilja Margrét Ómarsdóttir og Hvönn Haraldsdóttir sem eru í Grunnskólanum á Hellu héldu hlutaveltu við Kjarval á Hellu. Þær söfnuðu rúmum 6.875 kr. sem þær gáfu Rauða krossi... Meira
29. nóvember 2008 | Í dag | 2620 orð | 1 mynd

(Matt. 21)

ORÐ DAGSINS: Innreið Krists í Jerúsalem. Meira
29. nóvember 2008 | Í dag | 28 orð

Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut...

Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. Meira
29. nóvember 2008 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 Rd7 7. O-O h5 8. c4 cxd4 9. Rxd4 Bxb1 10. Hxb1 Rxe5 11. cxd5 exd5 12. Bb5+ Rd7 13. He1 Be7 14. Rf5 Kf8 15. Dxd5 Rgf6 16. Dxb7 Hb8 17. Dc6 Hc8 18. Df3 Bc5 19. Hbd1 Bxe3 20. Dxe3 Hc7 21. Dg5 Hh7 22. Meira
29. nóvember 2008 | Fastir þættir | 310 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er svo heppinn að þrátt fyrir að hafa tekið fyrsta yfirdráttinn 18 ára, til að fara til Parísar með kærastanum, þá hefur hann aldrei tekið lán síðan. Meira
29. nóvember 2008 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

29. nóvember 1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti lést, um 56 ára. Hann var sonur Jóns Loftssonar og varð biskup árið 1195. Steinkista Páls fannst árið 1954. 29. Meira

Íþróttir

29. nóvember 2008 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Alfreð fundar með Aroni Pálmarssyni

Aron Pálmarsson ungi Handknattleiksmaðurinn hjá FH, , er í sigtinu hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska meistaraliðsins Kiel. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 453 orð | 1 mynd

Badmintonsambandið búið að draga uppsögn Árna Þórs til baka

BADMINTONSAMBANDIÐ hefur dregið uppsögn á Árna Þór Hallgrímssyni landsliðsþjálfara til baka samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu sambandsins. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 589 orð | 2 myndir

„Ertu ekki að grínast í mér?“

ÁÐUR en ég sótti fjármálaráðstefnu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í gær hafði ég gert ráð fyrir því að fulltrúar ríkisvaldsins og samtaka sveitarfélaga myndu nota tækifærið til þess að leggja fram áherslur sínar í þessum málaflokki. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

„Sjáum hvar við stöndum“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,ÞETTA verður mjög krefjandi en það er frábært að vera í efri hlutanum í mótinu. Þetta verður aðalundirbúningur liðsins fyrir Evrópukeppnina. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 632 orð | 1 mynd

Beckham nær ekki að auka áhuga vestanhafs

FYRIR tveimur árum ákvað þekktasti knattspyrnumaður heims, David Beckham, að semja við bandaríska liðið LA Galaxy. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Birgir Leifur komst ekki áfram

BIRGIR Leifur Hafþórsson er úr leik á ástralska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 73 höggum á öðrum keppnisdegi eða 1 höggi yfir pari. Hann var því samtals á 4 höggum yfir pari og endaði hann í 100.-114. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

Dagur á leið til Berlínar?

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is DAGUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, verður næsti þjálfari þýska 1. deildar liðsins Füchse Berlin. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 287 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Linköping , sænska knattspyrnufélagið sem Margrét Lára Viðarsdóttir samdi við í vikunni, hefur fengið mikinn liðsauka til viðbótar. Dönsku landsliðskonurnar Cathrine Paaske Sörensen og Julie Rydahl Bukh hafa samið við Linköping fyrir næsta tímabil. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 367 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Heiðar Helguson verður í fyrsta sinn í leikmannahópi QPR í dag þegar liðið sækir Crystal Palace heim í ensku 1. deildinni. Heiðar gekk í raðir liðsins í vikunni, en hann er í láni frá Bolton fram að áramótum. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 436 orð | 2 myndir

Hermann Hreiðarsson á betra skilið

,,ÞAÐ er nánast öruggt að Hermann fer frá Portsmouth í janúar. Ég get staðfest að það hafa lið bæði úr úrvalsdeildinni og úr 1. deildinni borið víurnar í hann. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Jóhann Berg æfði með Coventry

JÓHANN Berg Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn ungi úr Breiðabliki, æfði í gær með enska 1. deildar liðinu Coventry. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 478 orð | 11 myndir

Kjarni landsliðsins leikur í Svíþjóð á næsta ári

KJARNINN úr íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu leikur í Svíþjóð á næsta ári. Sex leikmenn eru þegar samningsbundnir sænskum liðum og tveir til viðbótar fara utan í næstu viku til skrafs og ráðagerða. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 227 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Hamar – Haukar 78:74 Ármann...

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Hamar – Haukar 78:74 Ármann – KFÍ 62:77 Þór Þ. – Hrunamenn 97:83 Valur – Fjölnir 92:93 Staðan: Hamar 770668:54714 Haukar 761635:54712 Valur 752630:58710 Fjölnir 743664:6218 Þór Þorl. Meira
29. nóvember 2008 | Íþróttir | 105 orð

Pétur lá í Hveragerði

PÉTUR Ingvarsson, þjálfari Hauka, sem þjálfaði Hamar í áratug, hafði ekki erindi sem erfiði er hann fór með lið sitt í heimsókn austur fyrir fjall í 1. deildinni í körfu karla. Meira

Barnablað

29. nóvember 2008 | Barnablað | 111 orð | 1 mynd

Aðventan hefst

Við kveikjum einu kerti á, Hans koma nálgast fer, sem fyrstu jól í jötu lá og jesúbarnið er. (S. Muri/Lilja Kristjánsdóttir) Á morgun er fyrsti í aðventu sem þýðir að það eru fjórir sunnudagar til jóla. Orðið aðventa þýðir koma Krists. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd

Allir eiga að vera vinir

Allir eiga að vera vinir Að vera ég er frábært, og að vera annar er líka gott. Allir eiga að vera vinir, hoppa og skoppa, jibbí. Allir eiga að vera góðir og þakka fyrir sig. Allir eiga að vera vinir. Höf.: Bryndís Sara Hróbjartsdóttir, 9... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 77 orð | 1 mynd

Ástföngnu fuglarnir

Saga eftir Guðbjörgu Heiðu Einarsdóttur, 4. AG, Fellaskóla Einu sinni voru tveir fuglar sem hittust úti og urðu strax ástfangnir hvor af öðrum en þorðu ekki að viðurkenna það hvor fyrir öðrum. Einn góðan veðurdag bauð annar fuglinn hinum út á stefnumót. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 633 orð | 4 myndir

Dýr eru ekki mjög áreiðanlegir mótleikarar

Leikarinn Halldór Gylfason er mörgum börnum kunnur. Hann lék meðal annars í stuttum ævintýrum sem voru sýnd í Stundinni okkar fyrir nokkrum árum, svo lék hann í Gosa, Ronju Ræningjadóttur og Línu langsokk. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Dýr í feluleik

Litaðu reitina sem eru með svörtum punkti og finndu út hvaða dýr er í... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 285 orð | 3 myndir

Eldvarnargetraun

Við biðjum foreldra og forráðamenn vinsamlega um að ræða efni hverrar spurningar við barnið og setja í samhengi við aðstæður þess um leið og spurningunum er svarað. 1. Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 6 orð

Ferningar 3 og 6 eru eins...

Ferningar 3 og 6 eru... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 31 orð | 1 mynd

Fótboltastelpan

Elín Bryndís, 9 ára, teiknaði þessa frábæru mynd af sjálfri sér í fótbolta. Elín Bryndís æfir fótbolta með KR og við sjáum hana nálgast markið í svarta og hvíta KR-búningnum... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Hvaða tveir ferningar eru eins? Lausn aftast...

Hvaða tveir ferningar eru eins? Lausn... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 64 orð | 1 mynd

Hæ, hæ! Ég heiti Elísa Egilsdóttir og ég er 9 ára. Ég óska eftir...

Hæ, hæ! Ég heiti Elísa Egilsdóttir og ég er 9 ára. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 8-10 ára. Áhugamál mín eru skautar, hestar og kettir. Ég svara öllum bréfum. Kveðja, Elísa Egilsdóttir Fossgötu 5 710 Seyðisfirði Hæ hæ! Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 48 orð | 1 mynd

Í bíltúr á blæjubíl

Kristján Ingi, 8 ára, teiknaði þessa frábæru mynd af gulum blæjubíl. Það væri nú óskandi að hægt væri að keyra svona bíla á Íslandi á hverjum degi. Okkur yrði nú ansi kalt ef við færum í bíltúr í dag með blæjuna niðri á flotta bílnum hans Kristjáns... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 64 orð | 1 mynd

Leitar að bréfum

Nú er mikill annatími að ganga í garð hjá Bjarna bréfdúfu. Hann vinnur nú dag og nótt við að safna saman jólakortum og undirbýr flug til að koma þeim til skila fyrir jólin. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 154 orð | 2 myndir

Mjög spennandi bók

Ritdómur um bókina „Garðurinn“ eftir Gerði Kristnýju. Bókin segir frá stelpunni Eyju sem flytur með foreldrum sínum á Ljósvallagötu. Hún uppgötvar að við hliðina á húsinu er kirkjugarður og líst ekkert svo vel á það. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 93 orð | 1 mynd

Nýtt Jóladagatal í Sjónvarpinu

Næsta mánudag frumsýnir Sjónvarpið nýtt Jóladagatal. Þættirnir eru sýndir dagana 1.-24. desember klukkan 18:45 og stytta þeir vonandi biðina fram að jólum. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 51 orð | 1 mynd

Ógurlegir ránfiskar

Hákon Jan, 6 ára, er mikill listamaður en hann teiknaði þessa glæsilegu mynd af ránfiskum í sjónum. Það væri nú ekki fýsilegt að synda með þessum litríku fiskum hans Hákons. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 423 orð | 1 mynd

Pabbi prófessor – 4. hluti

Á Þjóðminjasafninu: En þegar Lína sýndi engan áhuga á mununum í leikherberginu héldu þau upp á næstu hæð. Þar voru sex tölvur á stigapallinum en Lína komst fljótt að því að þær voru ekki nettengdar. Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Töframaður

Arnar teiknaði þessa teiknimyndasögu af töframanni sem gleymir sér örlítið á sýningu... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 173 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að finna eftirfarandi orð í stafasúpunni: DÚFA GEIT GÆS HESTUR HREINDÝR HÆNA KANÍNA KIND KÝR KÖTTUR MINKUR NAGGRÍS REFUR SELUR SVÍN ÖND Þegar þið hafið fundið öll orðin standa eftir nokkrir ónotaðir stafir og mynda þeir lausn... Meira
29. nóvember 2008 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Þríhyrningaþraut

Klipptu út 5 þríhyrninga eftir þessum bleika. Aðeins einn er klipptur í sundur þar sem línan er. Reyndu svo að búa til ferning úr heilu þríhyrningunum fjórum og þeim eina sundurklippta. Lausn... Meira

Lesbók

29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 2743 orð | 2 myndir

Að tengjast kvenhataranum í sér

„Fyrir hverja konu sem sest inn á þing, eða ógnar völdum karlmanna á einn eða annan hátt, eru þúsundir niðurlægðar eða sviptar valdi í klámmyndum,“ segir Steinar Bragi sem hefur sent frá sér skáldsöguna Konur . Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 488 orð | 3 myndir

Af orði og blóði

Ljóð Þorsteins frá Hamri koma ævinlega á óvart. Það er svo sem hægt að benda á „fasta liði“ í bókunum hans – knappur stíll, fyrnt orðalag, vísanir í íslenska menningararfleifð og sagnir. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 288 orð | 1 mynd

Andsetinn Antony

Enski söngvarinn Antony Hegarty er Íslendingum að góðu kunnur eftir tvenna tónleika hér á landi og eins eftir magnað samstarf við Björk Guðmundsdóttur á síðustu breiðskífur hennar, en á henni syngur Antony dúett með henni í tveimur lögum. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 331 orð

Athugasemd við rangfærslu

Eftir Guðmund Pál Ólafsson gpo@simnet.is Í Lesbókargrein eftir Tómas Vilhj. Albertsson laugardaginn 22. nóvember sl. „Fánar í íslenskum mótmælum“ koma fram alvarlegar rangfærslur sem ekki er hægt að sitja undir. Tómas Vilhj. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð | 1 mynd

Enginn lífsháski

Þessi plata Alexanders Arons er einkar fagmannlega unnin, hljómur góður og hljóðfæraleikur til fyrirmyndar; sérstaklega er gítarleikur fínn. Söngurinn er líka tæknilega góður en óneitanlega litlaus. Lögin eru og þokkaleg en textar óþægilega klisjulegir. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

Enginn sauður

Við fyrstu hlustun á annarri sólóplötu Geirs Harðar datt mér í hug Megas og Bjartmar Guðlaugsson. Rödd Geirs er ekki sú fegursta en líkt og hinir tveir ofangreindu hefur hann eitthvað við sig. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | 2 myndir

Ég á mér tröð...

Nightmare Alley eftir Edmund Goulding öðlaðist goðsagnalegt költ-gildi eftir að deila á milli framleiðandans George Jessel og kvikmyndaversins Fox kom í veg fyrir sýningar og síðar meir almenna útgáfu á verkinu áratugum saman. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 473 orð | 3 myndir

Gítarhetjan mikla

Ryland Peter Cooder, sem þekktur er sem Ry Cooder, sendi á dögunum frá sér tvöfalda breiðskífu, The Ry Cooder Anthology: The UFO Has Landed, þar sem hann rekur tónlistarsögu sína í 34 lögum. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 208 orð | 1 mynd

Glataðar sálir

Draugasagan hefur ekki verið mikið iðkuð bókmenntagrein síðari ár. Það er því skemmtileg tilbeyting að fá í hendur safn nýrra draugasagna sem ætlað er krökkum sem þora, eins og sagt er í káputexta bókarinnar Ats . Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 539 orð | 2 myndir

Græjur og gott sánd

Ég er farinn að nota Podcast ansi mikið, þegar ný plata fer inn á i-podinn laumast sjálfkrafa inn á hann útvarpsþættir sem ég hef einhvern tíma valið að gerast áskrifandi að. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 783 orð | 3 myndir

Hart í ári hjá Jóni og séra Jóni

Undanfarnar vikur hafa dagblöðin tvö, Morgunblaðið og Fréttablaðið , birt margar greinar frá borgurum landsins. Það hefur oft verið skemmtileg lesning þó sjaldan séu þær upplýsandi um þróun mála. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 247 orð | 2 myndir

(H)ljóðrænt flæði, færeyskt reggae

Opið daglega 10:00-18:00, laugardaga 11:00-16:00 og sunnudaga 14:00-16:00. Sýningu lýkur 30. nóvember. Aðgangur ókeypis. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð | 1 mynd

Hringvegarljóð

Lokaljóð bókarinnar, Íslenskt landslag, er einfalt: að hálfu leyti himinn//hinn helmingurinn/ minning . Það dregur engu að síður saman margt úr þessari áhugaverðu bók, þar sem minningar og upplifanir móta íslenskan ljóðheiminn. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 390 orð | 3 myndir

Í gangi

LEIKLIST Steinar í djúpinu Lab Loki í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið „ Að þessu sögðu er maður þó fullur aðdáunar á vinnu Rúnars Guðbrandssonar, hvernig hann á skondinn hátt skeytir saman hinum ólíku þráðum og hvað hann dregur upp fyrir... Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð | 1 mynd

Kaldrifjuð saga

Það er óhætt að segja að í allri glæpasagnaflórunni sem nú breiðir úr sér yfir íslenskt skáldsagnasvið, sé Yrsa Sigurðardóttir sér á báti. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 532 orð | 2 myndir

Kom þessi plata út í gær?

Sitthvað hefur verið ritað um þýska súrkálsrokkið í þessum dálki að undanförnu, eða „kraut-rock“ eins og enskir poppfræðingar nefndu það í skilgreiningarkrafsi á sínum tíma. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1346 orð | 2 myndir

Land tækifæranna

Land tækifæranna nefnist nýr krimmi eftir Ævar Örn Jósepsson en hann gerist í október og nóvember á þessu ári, á tíma hrunsins. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð | 1 mynd

Latneskur léttleiki

Verk eftir Boccherini, Paganini, Granados, Albéniz og Piazzolla. Kristinn H. Árnason gítar, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Zbigniew Dubik fiðla, Helga Þórarinsdóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Olivier Manoury bandoneon, Kjartan Valdemarsson píanó og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassi. unnudaginn 23. nóvember kl. 20. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1052 orð | 2 myndir

Leikarar og áhorfendur

Hvernig standa leikhúsin í breyttum heimi? Segir brosandi hópafneitun leikara og leikhúsfólks á Eddunni eitthvað um það? Verður komið til móts við hrædda leikhúsgesti? Greinarhöfundur rýnir í verkefni Borgarleikhúss og Þjóðleikhúss framundan. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 242 orð | 2 myndir

LESARINN | Sveinn Birkir Björnsson

Sem stendur er ég að lesa Generation Kill , sem fjallar um fyrstu daga innrásarinnar í Írak. Evan Wright, blaðamaður Rolling Stone , fylgdi fremstu sveitum landgönguliða Bandaríkjahers frá landamærum Kúveits, alla leið til Bagdad. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð | 1 mynd

Listrænir slagsmálahundar

Þessi fyrsta mynd Ridleys Scotts er uppáhald margra kvikmyndagerðarmanna vegna þess hversu listilega leikstjóranum tókst að skapa stórmynd með litlum fjárráðum, fyrst og fremst vegna glæsilegrar myndatöku og ótrúlegra sviðsetninga sem líta á köflum út... Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 257 orð | 1 mynd

Myrk dramatík

Cecilia Bartoli er ekki bara ein fremsta og vinsælasta söngkona heims nú um stundir heldur er hún líka sífellt að rifja upp gleymda tónlist fyrri tíma. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 2651 orð | 3 myndir

Nýja Ísland: Vonsvikin þjóð í leit að sjálfri sér

„Annars vegar eru gömul gildi um skyldurækni og þjóðhollustu höfð í heiðri. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð | 1 mynd

Of mikið

Þessi ljóðabók Þorgerðar Mattíu er fyrsta bók hennar, en hún hefur birt nokkuð af ljóðum á vefsetrinu ljod.is. Bókinni er skipt eftir geðhvörfum sem er bæði rökrétt og skemmtileg skipting. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð | 1 mynd

Prinsessan á bauninni

Geirlaugur Magnússon fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1944. Fyrsta ljóðabók Geirlaugs, Annaðhvort eða , kom út 1974 en eftirfarandi ljóð er úr ljóðabókinni Undir öxinni sem kom út 1980. Ljóðið á þó ekki síður við nú um stundir. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 401 orð | 1 mynd

Sá vonlausi og Mr. Iceman

Jóhann Smári Sævarsson og Kurt Kopecky fluttu Vetrarferðina eftir Schubert. Sunnudagskvöld 23. nóvember. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 284 orð | 2 myndir

Sköpunarkraftur neyslunnar

Samruni myndlistar, hönnunar og tísku er viðfangsefni Andreu Maack í D-sal Hafnarhússins, sjálfstætt framhald sýningar hennar SMART sem vakti athygli í Gallerí Ágúst fyrr á þessu ári. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 218 orð | 1 mynd

Smáheimur æskunnar

Í minningabók Finnboga Hermannssonar, Í húsi afa míns , er lesandinn leiddur inn í horfinn heim. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

Spor í Útvarpsleikhúsinu

Nýtt leikrit eftir ungan höfund, Starra Hauksson, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á morgun, sunnudag kl. 14. Leikritið heitir Spor og segir frá Andra sem er að verða þrítugur og býr einn. Verkið gerist á afmælisdegi móður hans. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 427 orð | 2 myndir

Varnarhættir kerfisins

Ef það er verið að reyna að segja okkur eitthvað þá er verið að reyna að telja okkur trú um að kerfið sem við búum við – það er kallað ýmsum orðum eins og lýðræði, markaðshagkerfi, frjálshyggja, nýfrjálshyggja – sé í raun gott og réttlátt. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð | 1 mynd

Veruleg vonbrigði

Það hefur löngum þótt ágæt leið til að halda klassískum perlum við, að færa þær í annan búning. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 185 orð | 1 mynd

Yfirgengilegur ósómi

Erfitt er að lýsa þessari ógurlegu b-mynd sem líklega hefði aldrei átt að líta dagsins ljós. Meira
29. nóvember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð | 3 myndir

Ævintýri feðga

Þekktasta skáldsaga ítalska rithöfundarins Niccoló Ammaniti heitir Ég er ekki hræddur og kom út í íslenskri þýðingu fyrir þremur árum í Neonklúbbi Bjarts. Bókin vakti mikla athygli og var gerð kvikmynd eftir henni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.