ÞRETTÁN svæði á Íslandi verða friðlýst ef þingsályktunartillaga sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lagði fram á Alþingi í gær verður samþykkt.
Meira
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is AF þeim 2.124 fasteignum sem auglýstar voru á uppboði hafa 147 íbúðir verið seldar í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík. Aðrir hafa bjargað heimilum sínum á elleftu stundu.
Meira
UM TVÖ hundruð björgunarsveitarmenn munu í dag taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið síðan um síðustu helgi. Leitað er á Skáldabúðaheiði í uppsveitum Árnessýslu.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Áskrifendum með ADSL-nettengingu fjölgaði nánast ekkert frá áramótum og fram á mitt ár 2008. Í árslok 2007 var fjöldi áskrifenda að slíkri tengingu 94.630 talsins og hafði vaxið um ellefu prósent á einu ári.
Meira
FULLNÆGJANDI lagaheimildir virðast hafa verið fyrir aðgerðum sem lögreglan á Suðurnesjum greip til gegn hælisleitendum í september sl. Þetta er helsta niðurstaða úttektar LOGOS lögmannsþjónusta sem unnin var fyrir Rauða kross Íslands.
Meira
ÁRLEG aðventuhátíð hófst í Álftamýrarskóla í gær og lýkur í dag. Að vanda er dagskráin fjölbreytt, bæði inni og úti á lóð, m.a. ratleikur, sögustund í rjóðrinu, grill, piparkökugerð, vikivakar, tröllagerð og útispil.
Meira
ÖLL börn í leikskólum á Íslandi hafa fengið að gjöf nýjan tónlistardisk sem miðar að því að kenna lestur. Fær hver stafur sitt lag þannig að í gegnum söng og texta geti börn lært að þekkja stafina og aukið orðaforða sinn.
Meira
Elko auglýsti í Fréttablaðinu í gær, fimmtudag, að hægt væri að vinna DVD-disk með því að senda smáskilaboðin ESL DVD í símanúmerið 1900. Í auglýsingunni eru taldir upp sjö DVD-diskar, sem hægt er að vinna, og á öðrum stað segir að 9. hver vinni.
Meira
ÁFRAM halda friðsamleg mótmæli á Austurvelli. „Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyriseftirlitsins og nýrra kosninga,“ segir m.a.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist vera á góðri leið með að efna það loforð sitt að mynda ríkisstjórn og embættismannasveit í Hvíta húsinu sem endurspegli fjölbreytileika bandaríska samfélagsins.
Meira
BANDALAG háskólamanna beindi í gær þeim eindregnu tilmælum til ríkis og sveitarfélaga að kæmi til niðurskurðar í opinberum rekstri yrði allt gert til að forðast uppsagnir.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ tókum á sínum tíma þrjú lán til húsbyggingar og höfum nú þurft að greiða tugi þúsunda fyrir skilmálabreytingar vegna efnahagshrunsins.
Meira
TÆPLEGA sjötíu lóðum var skilað inn til Kópavogsbæjar í nóvembermánuði. Það hefur því hægt á lóðaskilum í bænum, en 125 skiluðu inn lóðum í októbermánuði, nær jafnmargir og samanlagt alla mánuði ársins á undan.
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SKULDIR sveitarfélaga jukust mikið, og lán þeirra einnig, á mesta þenslutíma sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf í sögunni, frá árslokum 2004 til 2008.
Meira
ENGAR tvær jólakúlur Sigrúnar Einarsdóttur eru eins. Þær eru blásnar í gler og prýða margan gluggann fyrir jólin. Sigrún rekur glerblástursverkstæði á Kjalarnesi og verður með opið hús um helgina.
Meira
MATTI Vanhanen, forsætisráðherra Finna, hefur beðið Evrópusambandið um að búa sig undir að heimila Íslandi að ganga í sambandið innan sex til átján mánaða frá því að landið óskar eftir inngöngu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar.
Meira
ÚTAFAKSTURSÓHÖPPUM erlendra ferðamanna á bílaleigubílum fækkaði um 31,5% á þessu ári miðað við árið í fyrra og á sama tíma fækkaði slösuðum um 74%. Sjóvá Forvarnahús upplýsir þetta.
Meira
GUÐMUNDUR Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn þremur konum sem voru skjólstæðingar hans.
Meira
SUNNUDAGINN 7. desember klukkan 14 ætla Grímseyjarvinir að hlýða á messu hjá séra Pálma Matthíassyni í Bústaðakirkju og koma sér í jólaskap. Pálmi er fyrrverandi prestur Grímseyinga eins og mörgum er kunnugt. Þá mun Hulda Signý Gylfadóttir flytja ávarp.
Meira
BORGARGÆSIRNAR halda tryggð við Frón þótt flestar frænkur þeirra og frændur hafi nú haldið á vetrarstöðvar á Bretlandseyjum. Þeirra er aftur von í vor en þá hafa heimagæsirnar þurft að þreyja skammdegið og þorrann hér.
Meira
REKTORAR Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu í fyrradag samning um samstarf um mótun þverfræðilegra námsleiða á sviði náttúruvísinda, auðlinda- og umhverfisfræði, orkuvísinda, matvæla- og næringarfræði, jarðfræði, vistfræði og...
Meira
ÞAÐ er engu líkara en að kaþólski presturinn Piotr Gardon sé í beinu sambandi við almættið sjálft þar sem hann blessar líkneski heilagrar Barböru í Bolungarvíkurgöngunum í gær.
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðhera og Davíð Oddsson seðlabankastjóri hittust ekki í tæpt ár eða frá því í nóvember 2007 og þar til á ríkisstjórnarfundi í september sl.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR segja að hljóðmengunin í heimshöfunum hafi tvöfaldast á hverjum áratug síðustu 40 árin. Hljóðmengunin hafi orðið til þess meðal annars að boðskiptageta steypireyða hafi minnkað um...
Meira
EKKI aðeins hafa upplýsingar frá gervihnattasendum um ferðir hnúfubaks verið notaðar til að leiðbeina fólki í hvalaskoðun á vegum Eldingar um miðjan síðasta mánuð, heldur hafa upplýsingarnar einnig verið notaðar til að vísa skipstjórum á síldveiðibátum...
Meira
JÓN Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um opinber gjöld sem viðskiptabankarnir greiddu frá einkavæðingu sinni árið 2002 og þar til ríkið tók þá yfir nú í haust.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir hefur ákveðið að sitja ekki lengur sem formaður Framsóknarflokksins en til næsta flokksþings framsóknarmanna í janúar nk. Hún tók sem kunnugt er sæti Guðna er hann sagði af sér þingmennsku og formannsembætti.
Meira
HARPA Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, flytur erindið Íslenska jólaskeiðin, saga, stíll og hefðir, á annan í aðventu, næstkomandi sunnudag í Garðabergi á Garðatorgi 7 í Garðabæ.
Meira
ÁRLEGT jólaball og skemmtun fyrir fatlaða fer fram 9. desember n.k. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Verður húsið opnað kl. 19:15, en skemmtunin stendur frá 20 – 23.
Meira
NÚ á sunnudaginn, 7. desember, verður jólafrumsýning hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar. Þar ríkir sannkallað jólafjör og koma Grýla og Leppalúði fram ásamt jólakettinum, Leiðindaskjóðu og fleiri góðum gestum. Aðeins verða tvær sýningar, sunnudaginn 7.
Meira
EKKI var kennt í Valsárskóla á Svalbarðseyri við Eyjafjörð á mánudag og þriðjudag í þessari viku í kjölfar þess að hluti foreldra nemenda lýsti á sunnudag yfir vantrausti á skólastjórann. Hann er nú farinn í leyfi, ótímabundið, skv.
Meira
ÍSLENSKA krónan styrktist um rúm 8% eftir viðskipti gærdagsins og kostaði evran víða um 173 kr. Gengisvísitalan endaði í 229,6 stigum og hafði lækkað um 8,2%. Þetta mun vera mesta styrking krónunnar á einum degi frá því hún var fyrst sett á flot 2001.
Meira
BREYTINGAR sem orðið hafa á vísitölu launa sýna að laun í landinu hækkuðu að meðaltali um 2,2% á þriðja fjórðungi ársins, þ.e. í mánuðunum júlí-september frá næstu þremur mánuðum á undan.
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „Þetta þýðir að ríkið eða Seðlabankinn eigi mjög erfitt með að koma bönkunum aftur til hjálpar,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.
Meira
Auglýsing frá ráðuneyti Í myndatexta með frétt um auglýsingar um nýja reglugerð um skoðun ökutækja sagði ranglega í myndatexta að um væri að ræða auglýsingar Umferðarstofu.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG veit ekki hvort menn vilja líta á þetta sem loforð eða hótun, það fer sjálfsagt eftir smekk manna.
Meira
LAGT hefur verið til, að ástralskir þingmenn verði látnir blása í blöðru áður en þeir greiða atkvæði á þingi. Það yrði gert til að tryggja, að þeir væru allsgáðir þegar þeir settu landslýðnum lög.
Meira
MARÞONSÖNGUR verður í Hafnarborg á morgun, laugardag, þegar fjöldi kóra og sönghópa í Hafnarfirði tekur þátt í Syngjandi jólum. Dagskráin hefst kl. 09.40 og stendur fram undir kvöld.
Meira
KOSTNAÐUR skattgreiðenda vegna þrifa á Alþingishúsinu sökum eggjakasts á húsið að undanförnu fer að nálgast eina milljón króna. Þetta segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis.
Meira
STJÓRNVÖLD í Simbabve lýstu í gær yfir neyðarástandi í landinu vegna kólerufaraldursins og fóru fram á alþjóðlega aðstoð. Samkvæmt opinberum tölum hafa hátt í 600 manns fallið fyrir kólerunni og nærri 13.
Meira
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skoraði í gær á fjármálaráðherra að fara að fordæmi aðila vinnumarkaðarins þannig að ríkisstofnanir byðu sem flestum hlutastörf frekar en að segja þeim upp.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ALLS biðu 895 eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn og höfðu 150 bæst á listann frá því um mitt síðasta ár.
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR telja líklegrar skýringar á mikilli útbreiðslu sýkingar í síld að leita í hrygningartíma síldarinnar síðsumars. Þá sé stofninn á tiltölulega afmörkuðu svæði og einnig við fæðuöflun í kjölfar hrygningar.
Meira
NÝR kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins fyrir starfsmenn hjá járnblendiverksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga felur í sér allt að 22% launahækkun næstu tvö árin fyrir þá sem náð hafa tíu ára starfsaldri.
Meira
BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær uppgjör við KSÍ vegna byggingar stúku á Laugardalsvelli. „Ég er ánægður með að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands og aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba hafa verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir fyrstu plötu sína af fjórum með verkum eftir franska tónskáldið Vincent D'Indy.
Meira
STJÓRNIR Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs sparisjóðs og SPRON hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að hefja undirbúning og vinnu sem miðar að því að sameina sparisjóðina.
Meira
Á SÍÐUSTU árum hafa yfirvöld í Moskvu breytt Rauða torginu í skautasvell fyrir hver jól og óhætt er að segja að vandfundin sé fegurri sviðsmynd en um þetta svell.
Meira
VLADÍMÍR Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hélt árlegan símafund í útvarpi og sjónvarpi með rússnesku þjóðinni í gær. Til umræðu voru m.a. jólatré „þau eru góð hugmynd,“ sagði Pútín, „gervitré njóta líka vaxandi vinsælda.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórarni Gíslasyni um að hann sæti 16 ára fangelsisvist fyrir manndráp í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október í fyrra.
Meira
AÐSTANDENDUR vettvangs sem hefur fengið heitið „Koma svo“ ætla næstu laugardaga kl. 10-12 að gera nýstárlega tilraun til að leiða saman fólk til að mynda teymi um viðskiptahugmynd eða fyrirtækjarekstur.
Meira
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu öll verð á eldsneyti í gær. Má rekja verðbreytingarnar til lækkunar á heimsmarkaðsverði auk þess sem gengi íslensku krónunnar styrktist í gær.
Meira
Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Um þriðjungur fanga í íslenskum fangelsum er á skólabekk og 68% þeirra sem ekki eru í námi hefðu hug á að hefja nám.
Meira
BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nýlega nýjan Cleopatra bát til Vardø í Finnmerkurfylki í Noregi. Kaupandinn er Birger Sørstrand sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Veronica.
Meira
HVORT það var mikil fylgisaukning Vinstri grænna í skoðanakönnunum eða einhver nýr brandari sem gladdi flokkssystkinin Kolbrúnu Halldórsdóttur og Jón Bjarnason á Alþingi á dögunum er óvíst.
Meira
ÍSLENSKT brennivín hefur nú lækkað í verði um rúm 6% að meðaltali í verslunum ÁTVR. Segist Ölgerðin, sem framleiðir brennivín, hafa lækkað verð á öðru sterku íslensku áfengi í verslunum ÁTVR.
Meira
Mál málanna Utanríkismálanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um þingsályktunartillögur þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að leiða til lykta annars vegar samning um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hins vegar Icesave-deiluna .
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um þriggja ára fangelsisvist yfir Robert Dariusz Sobiecki, fyrir að nauðga stúlku á salerni Hótels Sögu í Reykjavík í mars á síðasta ári. Sobiecki var upphaflega sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Meira
MÚRBRJÓTAR ársins eru dr. Guðrún V. Stefánsdóttur, sem varði doktorsritgerð sína um lífssögur Íslendinga með þroskahömlun á 20. öld, og Guðbrandur Bogason, fyrir að auðvelda fólki með þroskahömlun ökunám.
Meira
A tvinnuleysi. Alls voru 7.415 skráðir atvinnulausir í gær, 4.514 karlar og 2.901 kona. Efnahagslægðin leikur landann grátt og svo margir hafa ekki verið án atvinnu síðan 1994, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Uppsagnir.
Meira
Davíð Oddsson sagði í viðtali við danskt blað að ef hann yrði þvingaður úr starfi seðlabankastjóra myndi hann snúa aftur í stjórnmálin. Hinir og þessir, sem tjáðu sig um ummæli Davíðs, sáu í þeim einhverja ógurlega hótun. Er það nú örugglega svo?
Meira
Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Slík ráðstöfun er skynsamleg og tímabær.
Meira
JOHN Paul Jones, bassaleikari hinnar goðsagnakenndu rokksveitar Led Zeppelin mun leika með tilraunarokkurunum í Sonic Youth í vor, í verki eftir tónskáldið Takehisa Kosugi.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HVAÐ er það að lesa bók? Renna augum yfir stafi og orð, málsgreinar og síður; meðtaka upplýsingar – fletta? Já, en kannski hefði spurningin átt að snúast um grundvallaratriðið, sögnina „að lesa“.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er í senn ægilegt og ægilegur léttir að vera kominn heim,“ segir ljóðskáldið Eiríkur Örn Norðdahl sem kom til landsins í vikunni.
Meira
ALÞJÓÐLEG ráðstefna á sviði þvermenningarlegra fræða, sem haldin er á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, var sett í Háskóla Íslands í gær og stendur fram á laugardag.
Meira
GALLERY Turpentine, sem hefur verið til húsa í Ingólfsstræti, opnar á nýjum stað í dag. Er það nú til húsa gegnt SPRON á Skólavörðustíg 14, 2. hæð. Samhliða flutningnum opnar galleríiið sína árlegu jólasýningu klukkan 18. Á jólasýningunni verða m.a.
Meira
VERSTU bíómyndir ársins 2008 hafa verið valdar af dagblaðinu The New York Post . Það er Mike Myers með kvikmynd sína The Love Guru sem hreppir toppsætið á þessum lista sem ekki þykir eftirsóknarvert.
Meira
Aðalsmaður vikunnar hefur vakið athygli fyrir beittar myndasögur sem hann birtir á bloggsíðu sinni, henry thor.blogspot.com. Þar gagnrýnir hann ráðamenn þjóðarinnar og sýnir að ástandið er bara eitt skrípó.
Meira
LEIKKONAN Kirsten Dunst er komin með nýjan mann upp á arminn. Sá heitir Jacob Soboroff og er leikstjóri. Samband þeirra hófst er þau unnu saman að heimildarmynd um kosningakerfi forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Meira
ÞAÐ er ekki á neinn hallað þótt ég fullyrði að tónleikar Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur í septemberbyrjun, á fimmtugsafmælisdag hennar sjálfrar, hafi verið magnaðasta tónlistarupplifun ársins.
Meira
SIMBABVESKA leikskáldið Cont Mdladla Mhlanga hlaut fyrir helgi sköpunarfrelsisverðlaunin Freedom to Create sem mannúðarsamtökin Art Venture veita árlega. Mhlanga hefur samið 21 leikrit og gefið út þrjár bækur.
Meira
ÞVÍ er nú haldið fram að ofurfyrirsætan Kate Moss sé að skipuleggja partí þar sem hún ætlar að tilkynna að hún sé þunguð. Partíið verður haldið á heimili hennar í Cotswold í Englandi þann 18. desember og aðeins nánustu vinum og fjölskyldu er boðið.
Meira
HIN nýeflda framlína Nýju Stuðmanna hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún kom fyrst fram á Kreppu-tónleikunum í Höllinni á dögunum og var þá fylgd fríðs hóps flugfreyja sem dönsuðu í takt við tóna og takt sveitarinnar.
Meira
Tvær kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum landsins í dag. Twilight (Ljósaskipti) Kvikmyndin Twiligth hefur undanfarnar vikur verið ein umtalaðasta kvikmyndin vestanhafs enda telja margir að hér sé loks kominn arftaki Harry Potter-myndanna.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er algjör blessun að þetta skuli ganga svona vel,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um hina miklu velgengni safnplötunnar Silfursafnsins .
Meira
Fyrirtækið Kimi Records ætlar ekki að taka þátt í Íslensku tónlistarverðlaununum í ár þar sem þeim hugnast ekki að „keppa í tónlist þar sem þátttökugjalds er krafist“.
Meira
VESTFIRÐINGAR á Suðurlandi boða til bókakynningar í Bókakaffi á Selfossi í dag, föstudag, 20:30. Kynntar verða og lesið úr þremur af þeim bókum sem Vestfirska forlagið gefur út fyrir þessi jól.
Meira
* Eins og dyggir lesendur Morgunblaðsins kannast við hafa menningarblaðamenn og gagnrýnendur Morgunblaðsins sest á rökstóla í lok árs og komið sér saman um lista yfir bestu íslensku plötur ársins.
Meira
ÞAÐ er óhætt að segja að krónan hafi siglt í strand. Tilraunin til að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli mistókt algerlega. Um þetta þarf ekki að deila. En hvað skal gera? Svo virðist sem stefnan sé að setja krónuna aftur á flot.
Meira
Fyrsta boðorð áfallahjálpar er að bjarga viðkomandi út úr áfallinu. Gæta þess að hann lokist ekki inni í því sem átti sér stað. Að hjálpa þeim sem fyrir áfallinu varð til að fjarlægja sig atburðinum.
Meira
MARGIR telja ráðlegt að stefna að því að evran verði gjaldmiðill hér á landi. Aðrir kostir eru reyndar einnig nefndir en raunhæfir eru líklega þeir tveir að halda krónunni eða ganga í Evrópusambandið og stefna í myntbandalagið.
Meira
Óskar Bergsson kveður Guðna Ágústsson: "...því var það vandasamt fyrir formanninn að halda hópnum saman undir endalausum þrýstingi um breytta afstöðu til Evrópusambandsins."
Meira
Steindór J. Erlingsson segir frá geðfræðsluverkefni Hugarafls: "Geðfræðslan er tilraun Hugarafls til þess að koma með nýja nálgun að fræðslu unglinga um geðheilbrigði, með aðaláherslu á að draga úr fordómum."
Meira
Örlygur Steinn Sigurjónsson hvetur fólk til að gefa blóð: "Daglega þurfa um 70 manns að gefa blóð til að mæta þörfum samfélagsins og öll hljótum við að þekkja til einhverra sem hafa þurft að fá blóðgjafir."
Meira
Hlynur Hallsson | 4. desember 2008 Góð ákvörðun Það er ánægjulegt þegar menn sjá að sér. Þetta var ekki fyrsta atlagan sem gerð er að Svæðisútvarpinu og sem betur fer hefur þeim öllum verið hrundið.
Meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar: "Meginmarkmið þess að loka vinstri beygju af Bústaðavegi er að greiða fyrir umferð á stofnbrautum og minnka óþarfa gegnumstreymi í íbúðarhverfi"
Meira
Eftir Bubba Morthens: "Krónan er dauð. Samt notið þið milljarða til þess að reyna að halda henni á lífi með því að setja á höft. Er ekki nóg að þið leyfðuð bönkunum að setja okkur á hausinn? Ætlið þið að horfa á það fólk ganga burt með milljarð í vasanum?"
Meira
Á TÍMUM tómlætis ráðamanna sem eiga engin svör við beinskeytum spurningum almennings,væri ef til vill ráð fyrir þá að taka verulega til í eigin ranni og segja bara sannleikann því hann er alltaf bestur til árangurs, en það er eins og það sé vettlingur...
Meira
Borgarfundurinn Í okkar fámenna samfélagi var hér áður fyrr mikil stéttaskipting. Alþýðan leit upp til þeirra sem höfðu tækifæri til að menntast og gegndu oft opinberum stöðum. Margt hefur breyst en enn heyrir maður samt fólk tala um hina háu herra.
Meira
Þór Eysteinsson segir frá starfi Vísindafélags Íslands: "Vísindi eru ekki föndur karla og kvenna með fínar prófgráður, heldur aðferð til að afla áreiðanlegrar þekkingar og ekkert skilar vænlegri leið til þess en hin vísindalega aðferð."
Meira
Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 5. desember 1908. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, fæddur á Holti á Barðaströnd 11. júlí 1869, d. 1. mars 1929, og Anna Margrét Þorgrímsdóttir, f. á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi 18. okt. 1883, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Auðbjörg Jónsdóttir var fædd á Skeiðflöt í Mýrdal 8.8. 1907 og ólst þar upp. Auðbjörg lést 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Markúsdóttir f. 1868 að Syðra-Velli í Gaulverjabæ, d.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Andrésson fæddist á Hamri á Múlanesi í Austur-Barðastrandarsýslu 3. mars 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 22. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Andrésar Gíslasonar, f. 20. apríl 1888, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
Björn Guðjónsson fæddist á Bjarnastöðum á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík hinn 11. nóvember 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík hinn 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason, útvegsbóndi og grásleppukarl, f.
MeiraKaupa minningabók
Einar Sigurðsson fæddist 1. maí 1936 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur 27. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Einarsdóttir, f. 22.6. 1900 í Garðahverfi, d. 30.5. 1985, og Sigurður Magnússon skrifstofustjóri, f. 27.9.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Hjaltested fæddist í Reykjavík 25.4. 1935. Hann andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður S. (Lóa) Hjaltested, f. 26.4. 1909, d. 23.4. 2003, og Erlingur E. Hjaltested bankamaður, f. 10.1.
MeiraKaupa minningabók
Helga Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 17. september 1926. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Ketill Jónsson og Jenný Friðriksdóttir Welding.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri, framkvæmdastjóri, bæjarritari á Dalvík og menntaskólakennari, fæddist í Sauðlauksdal, Patreksfirði, 13. september 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 25. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jón Jónsson frá Setbergi fæddist á Bjarmalandi í Hörðudal 18. mars 1928. Hann lést á líknardeild St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bergmann Jónsson, f. í Hlíð í Sauðafellssókn í Dölum 2.2. 1893, d.
MeiraKaupa minningabók
Jón Nordquist fæddist í Reykjavík 20. apríl 1950. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 27. nóvember síðastliðinn. Faðir hans var Jónas Eiríkur Nordquist, f. 11. ágúst 1925, d. 10. nóvember 2002.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 29. janúar 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Sigrúnar eru Magnús K. Geirsson, f. 18. september 1931, og Bryndís Magnúsdóttir, f. 16. febrúar 1936.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Guðmundsson, fæddist 3. júní 1938 í Reykjavík. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Filippusson málarameistari frá Gufunesi, f. 15.12. 1891, d. 28.7.
MeiraKaupa minningabók
Þórir Árni Jónsson fæddist í Reykjavík 8. júlí 1991. Hann lést 24. nóvember sl. Þórir var sonur hjónanna Kolbrúnar Þórisdóttur, f. 3.7. 1958, og Jóns B. Guðlaugssonar, f. 31.12. 1959. Systkini Þóris eru þau Axel Helgi, f. 1.10. 1992, og Herdís Brá, f....
MeiraKaupa minningabók
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ERLEND staða þjóðarbúsins versnaði um 184 milljarða króna, eða um 8,6 prósent, á þriðja fjórðungi ársins 2008 samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði um 0,7% í gær og er lokagildi hennar 644 stig. Mest hækkun varð á bréfum Atorku , 30,9%. Bréf Bakkavarar hækkuðu um 6,1%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Føroya banka , 1,5%.
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is GETA ríkissjóðs til að tryggja innistæður í íslenskum bönkum hefur minnkað til muna eftir að bankarnir féllu.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SPÁR ýmissa aðila um að krónan myndi veikjast í gær þegar Seðlabankinn hóf á ný millibankamarkað með gjaldeyri gengu ekki eftir. Þvert á móti styrktist krónan um rúm 8% og er gengisvísitalan 229,6 stig.
Meira
HÚSGAGNA- og búsáhaldakeðjan The Pier í Bretlandi, sem er í eigu Lagersins ehf ., eignarhaldsfélags Jákups Jacobsen í Rúmfatalagernum, hefur fengið greiðslustöðvun. Reuters greinir frá þessu.
Meira
BEN Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hvatti stjórnvöld þar í landi í gær til að verja meiri fjármunum af skattpeningum til að stuðla að því að koma í veg fyrir nauðungaruppboð á íbúðum.
Meira
Fullvissa um að eignir íslensku bankanna fari ekki á brunaútsölu kom of seint og líkur erlendra lánardrottna þeirra á að endurheimta virði eigna sinna eru taldar litlar samkvæmt nýrri skýrslu frá Credit Sights.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Jólahelgin hér hjá mér hefur verið fyrstu helgina í desember frá því okkar saga hófst fyrir tuttugu og sex árum.
Meira
Í tilmælum til foreldra og forráðamanna, sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur útbúið í samvinnu við fræðsluyfirvöld sveitarfélaga, segir að mikilvægt sé að foreldrar fylgist sjálfir með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju...
Meira
Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, óttast að foreldrar fari í auknum mæli að kaupa útrunna barnabílstóla vegna verðhækkunar á nýjum stólum í kjölfar gengisbreytinga. „Fólk hefur hringt hingað í örvæntingu.
Meira
María K. Guðjónsdóttir er fimmtug í dag, föstudaginn 5. desember. María og eiginmaður hennar, Pétur Ingólfsson, taka á móti gestum á heimili sínu, Ekrusmára 2, Kópavogi frá kl....
Meira
Þórhildur Halldórsdóttir kennari er áttræð í dag, 5. desember. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í safnaðarheimili Langholtskirkju milli kl. 16 og 18 í...
Meira
FJÖGURRA barna fjölskyldufaðirinn Sigfús Bjarni Sigfússon er fertugur í dag. Hann ver afmælisdeginum með fjölskyldunni í sumarbústað. „Svo á laugardaginn ætla ég að bjóða allri stórfjölskyldunni með mér í rútu upp í Haukadal.
Meira
Reykjavík Einar Úlfur Beck og Óskar Alfreð Beck fæddust 4. febrúar kl. 13.42. Þeir voru alveg jafnstórir, 1.710 g og 43 cm að lengd. Foreldrar þeirra eru Margrét Beck og Sverrir Kristján...
Meira
Víkverji er mjög hugsi yfir framvindu endurreisnar Íslands. Það er sama hvert litið er; á mörgum póstum sitja sömu menn og þar voru fyrir fallið og þeir eiga að leiða okkur inn í nýja tíma.
Meira
5. desember 1948 Fyrsti hluti Hallgrímskirkju í Reykjavík var tekinn í notkun. Þetta var neðri hluti kórbyggingarinnar, en þar voru sæti fyrir 250 manns. 5. desember 1954 Íslenska brúðuleikhúsið hóf sýningar í Alþýðuhúsinu í Reykjavík.
Meira
HAUKAR virðast vera búnir að jafna sig eftir ævintýri sitt í meistaradeild Evrópu í handbolta, því í gær bar liðið sigurorð af HK í 10. umferð N1-deildar karla, 33:28.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ENSKA knattspyrnusambandið hefur komist að samkomulagi við KSÍ um að veita íslenskum þjálfurum aðgang að æðsta stigi þjálfaramenntunar þar í landi.
Meira
FSu og Grindavík buðu upp á frábæra skemmtun í Iðu í gærkvöldi. Grindvíkingar voru skrefi á undan allan tímann en regluleg áhlaup FSu héldu þeim inni í leiknum.
Meira
Árni Þór Sigtryggsson lék ekki Akureyri í gær þegar liðið sótti Stjörnuna heim í N1 deild karla í handknattleik. Hann gekkst undir aðgerð á vinstri öxl í síðustu viku og verður frá keppni fram í lok janúar.
Meira
FRAMARAR minntu á sig í N1 deild karla í gærkvöldi þegar þeir lögðu topplið Vals 29:26 á heimavelli sínum í Safamýri. Hart var barist eins og venjan er þegar þessi Reykjavíkurfélög mætast og mátti litlu muna að upp úr syði á tímabili.
Meira
HELGI Jóhannesson úr TBR er úr leik í einliðaleik á alþjóðlegu badmintonmóti sem hófst í gær á Írlandi. Helgi, sem er Íslandsmeistari í greininni vann Kevin Kerrigan, 21:6 og 21:6 í 1. umferð.
Meira
SKALLAGRÍMSMENN voru keyrðir í kaf þegar þeir sóttu KR heim í Vesturbæinn í gærkvöldi. Vesturbæingar réðu strax lögum og lofum, skiptu síðan út reynsluboltunum en það skipti engu máli því mótspyrna gestanna þvarr snemma svo KR vann 117:50.
Meira
SIGURÐUR Eggertsson, hinn fjölhæfi leikmaður Vals, meiddist í leiknum gegn Fram í gærkvöldi og þurfti að yfirgefa völlinn. Sigurður fékk högg á hægri höndina þegar hann skaut að marki Fram.
Meira
Valur 10532278:24313 Akureyri 10604267:27412 FH 10523302:29312 Fram 9522254:24512 Haukar 9504263:23810 HK 10424267:27810 Stjarnan 9225225:2376 Víkingur R.
Meira
SNÆFELL sigraði Stjörnuna með 87 stigum gegn 83 í tíundu umferð Iceland Express-deildarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi. Staða Stjörnunnar breyttist því ekkert en liðið er í næstneðsta sæti með 4 stig en Snæfell er með 10 stig í 6. sæti.
Meira
ÞJÓÐVERJAR og Rússar eru í góðri stöðu í sínum riðlum Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir sigurleiki í gær. Báðar þjóðir eru komnar með tvo vinninga og eiga sæti í milliriðlakeppninni næsta víst.
Meira
BALDVIN Þorsteinsson, vinstri hornamaður Vals, missti af öðrum leiknum í röð þegar liðið mætti Fram í gærkvöldi. Baldvin á við meiðsli að stríða í öxl og er ólíklegt að hann verði leikfær á næstunni.
Meira
Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Evrópskir framleiðendur fólks- og vörubíla hafa gripið til þess ráðs að draga úr afköstum vegna þverrandi bílasölu. Verksmiðjuðum verður lokað tímabundið og jólaleyfi lengd.
Meira
Ágúst Ásgeirsson Er Porsche með áform um að bjóða upp á 911-bíl sem rafknúinn er að öllu leyti? Blaðamenn breska bílablaðsins Autoexpress hafa lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri niðurstöðu.
Meira
Evrópusambandið (ESB) hefur komist að samkomulagi við evrópska bílaframleiðendur sem gera mun þeim auðveldara að uppfylla lög sambandsins um takmörkun á losun gróðurhúsalofts frá bílum.
Meira
Óvenjulegur og þvengmjór bíll var meðal gripa á Parísarsýningunni. Við fyrstu sýn virtist um yfirbyggða skellinöðru að ræða. Svo var ekki, heldur bíl sem hlotið hefur lof þótt ekki verði hann fáanlegur fyrr en í byrjun næsta árs.
Meira
Bandarísku bílarisunum þremur hefur mistekist að laða til sína unga bílakaupendur sem fremur hafa hallast að bílum frá Toyota og Honda. Ástæðan er sú þráhyggja GM, Ford og Chrysler frá því á síðasta áratug að leggja ofuráherslu á jeppasmíði.
Meira
* Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Spurt: Er með Nissan Frontier '98 með 2,4 lítra bensínvél.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.