Greinar laugardaginn 13. desember 2008

Fréttir

13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

18 milljarða sparnaður

FJÁRFRAMLÖG til ráðuneyta og undirstofnana þeirra verða rúmlega 18 milljörðum króna lægri á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Fjárlaganefnd skilaði áliti sínu á frumvarpinu í gær og fer önnur umræða um það fram á Alþingi á mánudag. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð

47 umsóknir í LHÍ

47 umsóknir bárust um kennaranám fyrir listamenn í Listaháskóla Íslands. Þetta eru miklu fleiri umsóknir en bárust í fyrra. Ljóst er að umsóknir eru nokkru fleiri en skólinn getur orðið við. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

8.635 manns án atvinnu

SAMTALS 8.635 manns höfðu skráð sig atvinnulausa samkvæmt vef Vinnumálastofnunar síðdegis í gær. Til samanburðar má nefna að í upphafi vikunnar voru 7.702 manns skráðir og því hafa 933 manns bæst við á sl. fimm dögum. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 485 orð | 2 myndir

Allt að 30% rýrnun

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is„ ÞAÐ ER þungbært fyrir stjórn og stjórnendur sjóðsins að færa sjóðfélögum slík tíðindi og boða jafnframt óhjákvæmilega skerðingu lífeyrisgreiðslna á næsta ári til þeirra sem hafa hafið útgreiðslu. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 222 orð

Auglýsa embætti sérstaks saksóknara

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti sérstaks saksóknara. Hann mun veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti, en lög um embættið voru samþykkt í vikunni. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Barnagetraun

HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Stefán Eiríksson lögreglustjóri árituðu hátt í 300 bækur á lögreglustöðinni í Reykjavík en bækurnar verða veittar í verðlaun í árlegri jólaumferðargetraun grunnskólabarna. Meira
13. desember 2008 | Erlendar fréttir | 221 orð

Bílarisarnir GM og Chrysler riða til falls

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKILL ótti ríkir nú í Bandaríkjunum um að milljónir manna muni missa vinnuna ef bílarisarnir General Motors og Chrysler fara á hausinn. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Evrópufræðin heilla

NÝJAR umsóknir um nám við háskólana eftir áramót hafa aldrei verið fleiri en nú eða um 2.000. Þá vekur athygli stóraukinn áhugi á námi í Evrópufræðum en tugir manna hafa sótt um það við Háskólann á Bifröst. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fá fullan lífeyri

EKKI þarf að skerða réttindi eða lífeyri sjóðfélaga í samtryggingahluta Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af eignastýringu Kaupþings. Sjóðfélagar eru rúmlega 40 þúsund. Sjóðurinn hefur lokið endurmati eigna í samráði við löggilta endurskoðendur. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Fylgjumst náið með

MENNTASVIÐ Reykjavíkurborgar fylgist náið með fjölda þeirra nemenda sem kaupa skólamáltíðir að sögn Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra í Reykjavík. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Gerðargluggar settir upp í Lindakirkju

VERIÐ var að leggja lokahönd á safnaðarsal Lindakirkju í Kópavogi í gær þegar komið var fyrir steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur listakonu. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Gullöld í uppsiglingu í handboltanum

WOLFGANG Gütschow, þýskur umboðsmaður handknattleiksmanna, segir í viðtali í blaðinu í dag að silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking geti verið upphafið að gullöld í íslenskum handknattleik. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Heitt kakó sötrað í Nóaborg

FORELDRUM og forráðamönnum barnanna á leikskólanum Nóaborg í Reykjavík var boðið í heitt kakó og kökur í gær. Að sjálfsögðu fengu börnin að sötra kakóið og gerðu það af bestu lyst. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Helgar nýja glugga í kór Áskirkju

Á MORGUN, sunnudag kl. 13 verður haldið upp á 25 ára vígsluafmæli Áskirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar við hátíðarmessu í kirkjunni og helgar nýjan steindan glugga í kór kirkjunnar. Meira
13. desember 2008 | Erlendar fréttir | 50 orð

Herferð gegn náttfötum

YFIRVÖLD í Sjanghæ í Kína hafa blásið til herferðar gegn þeim „ósóma“ að íbúar gangi um götur borgarinnar klæddir náttfötum. Meira
13. desember 2008 | Þingfréttir | 341 orð | 1 mynd

Hrunið rannsakað

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ALÞINGI samþykkti í gær lög um sérstaka þriggja manna rannsóknarnefnd sem á að fara yfir aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 784 orð | 3 myndir

Hækkanir hellast yfir

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HVER verðhækkunin rekur aðra þessa dagana. Fljótt verður vart áhrifa af nýjum lögum um 12,5% hækkun gjalda á áfengi, tóbaki, olíu og bifreiðum auk vörugjalds af ökutækjum og eldsneyti. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Ísland úr NATÓ

JAFNVEL hefði átt að vísa breska sendiherranum úr landi og Ísland átti þess vegna að segja sig úr NATÓ við þessar aðstæður, þá hefðu aðrar þjóðir áttað sig á því að næstum var verið að fremja á okkur þjóðarmorð. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 552 orð | 1 mynd

Íslenskt mál, áfengi og Stjörnustríð

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Þingvikan fór af stað með miklum látum þegar hópur fólks ruddist inn í þinghúsið og vildi á þingpalla. Þingverðir reyndu að varna þeim inngöngu og uppskáru marbletti og bólgnar hendur. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð

Jólaball á Ingólfstorgi

EFNT verður til jólaballs á Ingólfstorgi í dag kl. 16 á vegum Ölgerðarinnar. Ómar Ragnarsson, Helga Möller og Maggi Kjartans stjórna jólaskemmtun með söng og dansi við tréð á torginu. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Jólamarkaður með íslenska hönnun

DESEMBERMARKAÐUR Íslenskrar hönnunar, handverks og nytjalistar verður í dag og á morgun milli kl. 13 og 18. Markaðurinn verður að Laugavegi 172, við hliðina á Heklu hf. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Jólaskógurinn opnaður í dag

JÓLASKÓGURINN í Hjalladal í Heiðmörk verður opnaður í dag kl. 11:00. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, mun opna skóginn með því að höggva niður fyrsta tréð. Að venju verður mikið um að vera í skóginum. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Jólatréð frá árinu 1873 á jólasýningu í Húsinu

JÓLASÝNING Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, verður opin í dag, laugardag og á morgun, sunnudag milli kl. 14 og 17. Á sýningunni má sjá fjöldann allan af gömlum jólatrjám, það elsta smíðað í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi árið 1873. Meira
13. desember 2008 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Jólin mótuð í tré

ÞÝSKI tréskurðarmeistarinn Jürgen Weinrich vinnur að píramídaverki sínu í vinnustofunni í Glashütte, skammt sunnan við Dresden í austanverðu landinu, í gær. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 683 orð | 2 myndir

Landsbanki í Lúx fer í þrot

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir gag@mbl.is BÚAST má við því að innlánseigendur í Landsbankanum í Lúxemborg tapi gríðarlegum fjárhæðum við gjaldþrot bankans. Innlánin námu 700 milljónum evra eða tæpum 110 milljörðum króna. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Lánsloforð Rússa kom til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FORMLEGT loforð Rússa um gjaldeyrislán til Íslands hefur borist Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að sögn Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 38 orð

Leiðrétt

Gunnþór er sóknarprestur Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um þá hópa sem falla ekki undir viðmið félagslega kerfisins um aðstoð skal það tekið fram að Gunnþór Þ. Ingason er sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Lokaútskrift í metárgangi Lögregluskólans

GLÆSILEGUR hópur útskrifaðist úr Lögregluskólanum í gær, en athöfnin var haldin í Bústaðakirkju. Nú útskrifuðust 32 lögreglumenn eftir þriggja anna nám og hafa þá alls 77 lokið námi frá Lögregluskólanum í ár, sem er met. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lækka laun um 25%

ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna í gær að lækka laun forstjóra sjóðsins, Þorgeirs Eyjólfssonar, um 25%. Jafnframt var ákveðið að lækka laun stjórnarmanna og annarra lykilstjórnenda sjóðsins um 10%. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Markaður í Hinu húsinu

HITT húsið, miðstöð ungs fólks, heldur jólamarkað í dag, laugardag, milli kl. 13:00 og 18:00. Þar mun hópur ungs fólks selja handverk sitt og hönnun. Til sölu verður ýmiss konar handverk, föt, skartgripir og þar fram eftir götum. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 52 orð

Með ráðgjafarstofu

HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, stendur fyrir ókeypis ráðgjafarstofu. Félagið hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 696 orð | 3 myndir

Mikil atvinnuþátttaka en menntun í meðallagi

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur í langan tíma verið miklum mun meiri en þekkist meðal nágrannaþjóðanna. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Mjög bagalegt að fresta nýbyggingu á Litla-Hrauni

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ er auðvitað mjög bagalegt að það sé stefnt að því að fresta byggingunni,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, um frestun fyrirhugaðrar nýbyggingar við Litla-Hraun. Meira
13. desember 2008 | Erlendar fréttir | 295 orð | 3 myndir

Obama fari að dæmi ESB

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR ríkja Evrópusambandsins náðu í gær samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heiminum. Meira
13. desember 2008 | Erlendar fréttir | 174 orð

Páfi segir mannlegt líf vera heilagt

PÁFAGARÐUR sendi í gær frá sér 32 síðna yfirlýsingu þar sem m.a. er fjallað um helgi alls mannlegs lífs, stofnfrumurannsóknir, glasafrjóvgun og fóstureyðingar. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Páll Óskar skemmtir

UM helgina mætir jólabarnið Páll Óskar til þess að syngja fyrir gesti í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Ennfremur mæta kátu sveinkarnir í Jólasveinabandinu og sjá um eina alvöru jólaballið sem haldið er undir berum himni. Meira
13. desember 2008 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Réttindi í baráttu við ríkið

ÚTILOKAÐ er að mannréttindi séu ávallt helsta viðmiðið þegar utanríkisstefna ríkis er mótuð, segir utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Ræðir um nýsköpun

BJÖRK Guðmundsdóttir frumflutti lag sitt Náttúra á vinnufundi um íslenskt samfélag, sem hún skipulagði í október. Lagið var síðan selt á vef Nattura.info. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 201 orð

Skoða þarf aðstöðu

BJÖRG Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að verði mikil fjölgun nemenda í Háskólanum um áramótin þurfi að huga að aðstöðu þeirra. „Í stærstu kúrsunum er setið í tröppunum í Háskólabíói,“ segir hún. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 285 orð

Spariféð gæti fuðrað upp

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is VIÐSKIPTAVINIR Landsbankans í Lúxemborg óttast að þeir tapi gríðarlegum fjárhæðum við gjaldþrot bankans takist ekki samningar um skuldajöfnun. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Sumir gleyma að skafa af rúðunum

NOKKUÐ ber á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum en fyrir vikið setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni. Lögreglan hefur haft afskipti af mörgum ökumönnum fyrir áðurnefndar sakir í gegnum árin, m.a. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Tæp milljón laga sótt

RÍFLEGA 900.000 lög voru sótt inn á mbl.is í gær, á degi íslenskrar tónlistar. Í tilefni dagsins tóku íslenskir tónlistarmenn og útgefendur sig saman og gáfu þjóðinni tónlistargjöf er hægt var að nálgast í gegnum vefinn. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Um 2.000 vilja í skóla

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HÁTT í 2.000 umsóknir um að hefja nám um áramót hafa borist fjórum háskólum en umsóknarfrestur er víðast nýrunninn út eða rennur út á næstu dögum. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 368 orð | 2 myndir

Umræðan af stað

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FRÁ og með gærdeginum má segja að Sjálfstæðisflokkurinn og tæplega 50.000 skráðir flokksmenn hans séu að fara yfir og endurmeta hagsmunamat sitt gagnvart Evrópusambandinu. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Uppsagnir dregnar til baka á Skjánum

„ÞAÐ lá fyrir að við myndum hætta útsendingum um áramótin. Við áttum bara efni út desember en ekki fyrir janúar,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri SkjásEins. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Útför Guðmundar Rúnars Júlíussonar

ÚTFÖR Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns, sem lést af völdum hjartaáfalls í síðustu viku 63 ára að aldri, fór fram frá Keflavíkurkirkju í gær þar sem hvert sæti var skipað. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð

Veggjaldið mögulega hækkað

NÆSTU mánuðir skera úr um hvort hækka þurfi gjaldið í Hvalfjarðargöngin. Ef hækka þarf gjaldið verður það þó ekki fyrr en í vor, að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Það þarf fólk eins og þig, sungu synir Rúnars

BALDUR og Júlíus Guðmundssynir Rúnars Júlíussonar fluttu lagið „Það þarf fólk eins og þig“ við útför föður þeirra, sem gerð var frá Keflavíkurkirkju á degi íslenskrar tónlistar í gær. Meira
13. desember 2008 | Þingfréttir | 281 orð | 2 myndir

Þetta helst ...

Hik gagnvart Bretum Of mikið hik hefur verið á stjórnvöldum hvað varðar mögulega málsókn gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn íslenskum fyrirtækjum, að mati Bjarna Benediktssonar , formanns utanríkismálanefndar. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 118 orð

Þingmaður gaf 500 þúsund krónur

ÞINGMAÐUR, sem ekki vill láta nafns síns getið, lagði í gær 500 þúsund krónur inn á reikning Mæðrastyrksnefndar. „Við erum óskaplegar þakklátar. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Þjóðarskútan afhent

STARFSMENN Víkurvagna ehf. afhentu í gær Mæðrastyrksnefnd svokallaða Þjóðarskútu sem þeir ákváðu að smíða til styrktar hjálparsamtökunum. Um er að ræða glerjaðan söfnunarkassa með raufum fyrir peninga sem verður í Smáralind fram yfir jól. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 232 orð

Þorskur sækir í sig veðrið

NÝ stofnmæling á þorski gefur bjartari mynd af ástandi stofnsins en áður. Heildarvísitala þorsks mældist mun hærri en undanfarin ár í stofnmælingu á vegum Hafrannsóknastofnunar í haust. Meira
13. desember 2008 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Örn Clausen

ÖRN Clausen, hæstaréttarlögmaður og einn mesti afreksmaður Íslendinga í frjálsum íþróttum á fyrstu árum lýðveldisins, lést í fyrrakvöld á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áttræður að aldri. Örn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. desember 2008 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Auður og áfengi

Enn sýnir ríkisstjórnin að hún ber hagsmuni þeirra sem verst hafa farið út úr kreppunni fyrir brjósti. Sú stétt á Íslandi sem orðið hefur fyrir hvað mestum lífsstílssifjum vegna bankahrunsins er auðmenn. Þeir hafa tapað mestu. Meira
13. desember 2008 | Leiðarar | 316 orð

Réttmætar ábendingar

Lögmenn hafa vakið athygli á að löggjöf um störf sérstakrar rannsóknarnefndar vegna bankahrunsins þurfi að vera vönduð, svo ekki sé hætta á að hugsanleg saksókn síðar spillist. Ábendingar lögmannanna eru réttmætar. Meira
13. desember 2008 | Leiðarar | 254 orð

Skólamatur í kreppunni

Morgunblaðið sagði frá því í gær að foreldrum barna í Hvassaleitisskóla hefði verið tilkynnt að greiddu þeir ekki fyrir skólamáltíðir fengju börnin þeirra ekki mat í skólanum. Við eðlilegar aðstæður þættu þetta kannski sjálfsögð vinnubrögð. Meira

Menning

13. desember 2008 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd

95 og enn að

BLÚSGOÐIÐ mikla, píanóleikarinn Pinetop Perkins sem hófst til frægðar í hljómsveit Muddys Waters, var meðal þeirra sem tilnefndir voru til Grammy-verðlaunanna í vikunni. Meira
13. desember 2008 | Bókmenntir | 206 orð | 1 mynd

Af druslubókum og doðröntum

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „Æ HVAÐ mig langar að skrifa um eitthvað sem mig langar til, þær bækur sem við viljum, eins og við viljum og þegar við viljum. Meira
13. desember 2008 | Tónlist | 511 orð | 1 mynd

Áhugamálið varð vinnan

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HÚN var lágstemmd, stemningin í Þjóðleikhúskjallaranum í hádeginu í gær þegar Bjarkarlaufið var afhent. Meira
13. desember 2008 | Tónlist | 91 orð

Baulað á listamann

ALLT fór úr böndum þegar mestu samtímaverðlaun Rússa, Kandinskí-verðlaunin, voru veitt í Moskvu í vikunni. Það var Aleksei Beliayev-Guintovt sem hreppti verðlaunin, 52 þúsund bandaríkjadali, fyrir myndröð sína Fósturjörð – Dóttir. Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 254 orð | 1 mynd

Bettie Page látin

EIN þekktasta „pin-up“-fyrirsæta sjötta áratugarins í Bandaríkjunum, Bettie Page, lést aðfaranótt föstudags. Betty var 85 ára að aldri og hafði legið inni á spítala í mánuð vegna krónískrar lungnabólgu. Meira
13. desember 2008 | Tónlist | 511 orð | 1 mynd

Eins og að sauma út risastórt teppi

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is APOCRYPHA, verk Huga Guðmundssonar tónskálds, hefur hlotið margvíslegan heiður. Það var kosið „verk ársins“ á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra, og nú á föstudag hlaut það Kraumsverðlaunin. Meira
13. desember 2008 | Fjölmiðlar | 182 orð | 1 mynd

Einstök lífssýn

Ríkissjónvarpið sýndi síðastliðið miðvikudagskvöld einstaka heimildarmynd um baráttu prófessorsins Randy Pausch við krabbamein. Meira
13. desember 2008 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Graduale nobili syngur jólatónlist

GRADUALE nobili-kórinn heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 22. Á efnisskránni eru tvö verk fyrir kvennakór og hörpu, hið fyrra, Dancing Day eftir John Rutter, er byggt á sex jólasöngvum við latneska og enska texta, m.a. Meira
13. desember 2008 | Tónlist | 175 orð | 1 mynd

Hátt í milljón lög voru höluð niður

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is DAGUR íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í gær og sérstaklega tileinkaður minningu G. Rúnars Júlíussonar. Meira
13. desember 2008 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Hefðbundin jólalög og nýir söngvar

KARLAKÓR Reykjavíkur syngur ferna aðventutónleika í Hallgrímskirkju í dag og á morgun; kl. 17 og 21 í dag, og 17 og 20 á morgun. Einsöngvarar að þessu sinni koma úr röðum kórmanna, þeir Ásgeir Eiríksson bassi og Sveinn Dúi Hjörleifsson tenór. Meira
13. desember 2008 | Myndlist | 577 orð | 2 myndir

Kannski var það lurkur

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Laddi 6-tugur uppseldur á Íslandi

* Fimmtán þúsund eintök hafa selst af mynddisknum Laddi 6-tugur sem kom út fyrir tæpum tveimur vikum. Að sögn útgefandans Bravo! Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 469 orð | 2 myndir

Lengi lifi Leno!

Í VIKUNNI bárust mér þær hughreystandi fréttir að spjallþáttastjórnandinn dáði, geðþekki en umfram allt hökustóri Jay Leno væri alls ekki á leiðinni út af sjónvarpsstöðinni NBC, þó hann væri að hætta með hinn geypivinsæla þátt The Tonight Show næsta vor... Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Michael Bolton á götunni

STÓRSÖNGVARINN, hjartaknúsarinn og Íslandsvinurinn Michael Bolton er heimilislaus þessa dagana eftir að hann hætti með unnustu sinni, hinni Aðþrengdu eiginkonu, Nicollette Sheridan. Meira
13. desember 2008 | Bókmenntir | 113 orð | 1 mynd

Skáldkonur sýna ljóð

MEÐ þinni skrift, heitir ljóðasýning sem opnuð verður í Galleríi Marló á Laugavegi 82 kl. 14 í dag. Meira
13. desember 2008 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Stekkjarstaur stikar um bæinn

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Kristján Valur Jónsson vélaverkfræðingur og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri. Þeir fást m.a. Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

Stjörnustríð á stóra sviðið

Á NÆSTA ári munu aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna fá tækifæri til að upplifa ævintýri Loga geimgengils og félaga á annan hátt en þeir eiga að venjast því þá verður tónlistin úr myndunum leikin í nýrri sýningu sem verður sett upp í O2-höllinni í Lundúnum... Meira
13. desember 2008 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Talar um heimilislist á Akureyri

ARNA Valsdóttir ræðir heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á morgun kl. 11-13 á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Tíu ára eyðimerkurganga

* Nú eru þeir búnir að fylla heilan áratug með myljandi, spikfeitu rokki, þeir fóstbræður í Brain Police . Meira
13. desember 2008 | Leiklist | 246 orð | 1 mynd

Umdeildasta leikrit seinni ára á svið Borgarleikhússins

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VERKIÐ er umdeilt vegna þess að það setur á svið ákveðinn raunveruleika sem hefur kannski ekki sést mikið í leikhúsi áður,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri leikverksins Rústað (e. Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Vill banna notkun á nektarmyndum af sér

FORSETAFRÚ Frakklands, Carla Bruni-Sarkozy, hefur nú gripið til lögsóknar til að stöðva tískuverslun í að dreifa töskum með svart/hvítri nektarmynd af sér. Meira
13. desember 2008 | Fólk í fréttum | 385 orð | 2 myndir

Þetta er næringin

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MEÐ seinni skipunum þetta árið kemur önnur breiðskífa tónlistarmannsins Hjörvars Hjörleifssonar sem áður kallaði sig Stranger. Meira

Umræðan

13. desember 2008 | Blogg | 188 orð | 1 mynd

Baldur Kristjánsson | 12. des. Þetta fólk á ekki pening! Margir...

Baldur Kristjánsson | 12. des. Þetta fólk á ekki pening! Margir foreldrar eiga vart til hnífs og skeiðar. Það er algengt þar sem fyrirvinna er ein, veikindi hafa verið, ef um öryrkja er að ræða eða atvinnuleysi. Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Endurreisum Framsóknarflokkinn

Jónína Benediktsdóttir telur Framsóknarflokkinn hafa nýja sýn á siðferði og ábyrgð í stjórnmálum: "Enginn annar stjórnmálaflokkur er í breytingaferli og endurbótum, þrátt fyrir ástandið á Íslandi." Meira
13. desember 2008 | Blogg | 104 orð | 1 mynd

Hlini Melsteð Jóngeirsson | 12. des. Skólamáltíðir Hver er ávinningurinn...

Hlini Melsteð Jóngeirsson | 12. des. Skólamáltíðir Hver er ávinningurinn af skólamáltíðunum? Ávinningurinn er betri líðan grunnskólabarna, það eitt og sér er nægilegt að mínu mati en það er fleira. Börnin taka betur eftir í tímum og lærdómsgeta er... Meira
13. desember 2008 | Blogg | 45 orð | 1 mynd

Hrannar Björn Arnarsson | 12. des. Öfugmæli forseta ASÍ Hann sparar ekki...

Hrannar Björn Arnarsson | 12. des. Öfugmæli forseta ASÍ Hann sparar ekki stóryrðin, forseti ASÍ í umfjöllun sinni um fjárlögin. Ég skil hinsvegar ekki hvað honum gengur til enda virðist orðaflaumurinn í litlu samhengi við innihald fjárlaganna, a.m.k. Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 263 orð | 1 mynd

Kirkjugarðafrumvarpið

Þórsteinn Ragnarsson skrifar um framtíðaráform Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma: "Einkavæðing getur ekki átt rétt á sér einkavæðingarinnar vegna, ekki má setja hagsmuni örfárra fram yfir almannaheill." Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 194 orð | 1 mynd

Leiðréttingar um Seðlabanka Íslands

Stefán Jóhann Stefánsson gerir athugasemdir við bréf Finns Jónssonar: "Bankastjórnir seðlabanka á Norðurlöndum eru að jafnaði fjölskipaðar." Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Slíðrum sverðin

Í ÖLLUM hinum 50 ríkjum Bandaríkjanna (ásamt nokkrum öðrum óskildum ríkjum) er notaður sami „gjaldeyririnn“, (sama myntin), það er að segja bandaríski dalurinn (dollarinn). Meira
13. desember 2008 | Pistlar | 475 orð | 1 mynd

Til konunnar á götunni

Ég lofaði ókunnugri konu úti á götu í gær að ég mundi ekki skrifa um kreppu í dag. Sem dyggur lesandi bað hún mig að skrifa ekkert um fjármálahrun og erfiðleika heldur bara eitthvað væmið og skrítið um þakklæti sem kæmi henni í opna skjöldu. Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 687 orð | 1 mynd

Um fjárfestingar og stöðu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Þorgeir Eyjólfsson skrifar um Lífeyrissjóð verzlunarmanna: "Góð ávöxtun eigna sjóðsins hefur gert honum kleift að hækka lífeyrisréttindi um 21,1% umfram verðlagsbreytingar frá árinu 1997" Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 1068 orð | 2 myndir

Umfjöllun um sjálfsvíg og þjónustu geðdeildar

Eftir Halldóru Ólafsdóttur og Bjarna Össurarson: "Það getur skilið milli lífs og dauða fyrir þennan hóp fólks að umfjöllun um geðsjúkdóma og geðmeðferð sé ekki lituð af fordómum, fáfræði, neikvæðni og æsifréttamennsku." Meira
13. desember 2008 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Vanda þarf til eftirlits

ÞAÐ hefur enginn sérstakan áhuga á eftirliti og flest viljum við sem minnst af því vita. Meira
13. desember 2008 | Velvakandi | 616 orð | 1 mynd

Velvakandi

Þakkir KÆRAR þakkir og jólakveðjur til vegfarandans sem fann veskið mitt fyrir utan Tryggingastofnun, fimmtudaginn 4. des. rétt fyrir kl. 11. Vegfarandi kom því strax í afgreiðslu Tryggingastofnunar, þar sem ég gat nálgast það. Meira

Minningargreinar

13. desember 2008 | Minningargreinar | 194 orð | 1 mynd

Brynja Ragnarsdóttir

Brynja Ragnarsdóttir fæddist á Akureyri 14. apríl 1952. Hún lést á líknardeild LSH miðvikudaginn 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 31. október. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 3979 orð | 1 mynd

Böðvar Magnús Guðmundsson

Böðvar Magnús Guðmundsson fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi 8. nóvember 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnheiður Böðvarsdóttir frá Laugarvatni, f. 14.7. 1904, d. 27.3. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 869 orð | 1 mynd

Garðar Rafn Ásgeirsson

Garðar Rafn Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 15. janúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykholtskirkju 6. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 2654 orð | 1 mynd

Hallur Ólafsson

Hallur Ólafsson, fyrrverandi sjómaður og múrari, Dynskógum 22 í Hveragerði, fæddist á Þverá í Hallárdal í A-Hún. 3. október 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi,... Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 283 orð | 1 mynd

Helgi Magnús Arngrímsson

Helgi Magnús Arngrímsson fæddist á Borgarfirði eystri 12. júní 1951. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 22. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 29. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 493 orð | 1 mynd

Helgi Þorsteinsson

Helgi Þorsteinsson fæddist í Sauðlauksdal, Patreksfirði, 13. september 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 25. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 1943 orð | 1 mynd

Hilmar Friðþórsson

Hilmar Friðþórsson fæddist á Dalvík 8. september 1918. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn. Hilmar ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Sæbakka á Dalvík, Magnúsi Jónssyni sjómanni, f. 15.8. 1867, d. 6.1. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 1886 orð | 1 mynd

Jóna Ólafsdóttir

Jóna Ólafsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 31. desember 1946. Hún andaðist þar 29. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 6. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 1562 orð | 1 mynd

Kristinn G. Karlsson

Kristinn G. Karlsson fæddist á Eskifirði 8. desember 1928. Hann lést þriðjudaginn 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Súsanna Guðjónsdóttir, f. 4. júlí 1895, d. 23. desember 1928, og Guðmundur Þórarinsson, f. 16. júní 1892, d. 5. febrúar 1978. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 2389 orð | 1 mynd

Oddur Gunnarsson

Oddur Gunnarsson fæddist á Dagverðareyri við Eyjafjörð 4. janúar 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 1985 orð | 1 mynd

Páll Helgason

Páll Helgason fæddist í Kaldárholti í Holtum 24. ágúst 1935. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 9. desember sl. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, bóndi í Kaldárholti, Holtahreppi, Rang., f. 6.7. 1897 í Holtsmúla í Landsveit, Rang., d. 3.8. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 209 orð | 1 mynd

Sigurður Heiðar Þorsteinsson

Sigurður Heiðar Þorsteinsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 2. mars 1988. Hann lést 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 2690 orð | 1 mynd

Sigurjón Guðbjartur Jónasson

Sigurjón Guðbjartur Jónasson fæddist á Lokinhömrum í Arnarfirði 30. nóvember 1925 . Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði að morgni mánudagsins 8. desember síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Jónasar Magnúsar Sigurðssonar, f. 11.1. 1890, d. 10.1. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 1210 orð | 1 mynd

Steingrímur Þorsteinsson

Steingrímur Þorsteinsson fæddist á Dalvík 13. október 1913. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 19. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dalvíkurkirkju 29. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 2659 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Veturliðason

Sveinbjörn Veturliðason fæddist á Lækjarmótum á Ísafirði 18. desember 1928 og bjó þar öll sín æviár. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 8. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 3499 orð | 1 mynd

Tómas Þorvaldsson

Tómas Þorvaldsson fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2008 | Minningargreinar | 418 orð | 1 mynd

Yoshihiko Tsuchiya

Yoshihiko Tsuchiya, fyrrverandi fylkisstjóri í Saitama-fylki í Japan, er látinn og fór minningarathöfn um hann fram í Saitama í gær, 12. desember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 65 orð | 1 mynd

Kauphallarforstjóri stofnar einkahlutafélag

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, stofnaði í september sérstakt einkahlutafélag, TF Investment ehf . Í tilkynningu til Fyrirtækjaskrár segir að aðalstarfsemi félagsins sé „eignaumsýsla og eignaumsjón“. Meira
13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 364 orð | 1 mynd

Kröfuhafar eiga síðasta orðið

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Mál forstöðumanns enn í rannsókn

MEINT efnahagsbrot forstöðumanns verðbréfamiðlunar hjá Virðingu hf . og meints samverkamanns hans er enn til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Forstöðumaðurinn er grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Meira
13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 132 orð | 1 mynd

Spalarmenn stjórni Íslandi

Á aðalfundi Spalar, rekstraraðila Hvalfjarðarganganna, síðastliðinn þriðjudag var samþykkt tillaga um að stjórn félagsins yrði fengin til að stjórna Íslandi. Meira
13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 866 orð | 3 myndir

Sterling-flétta FL Group og Fons

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FÁ MÁL sem varða viðskipti tengdra aðila hafa vakið jafnmikla athygli á síðustu mánuðum og endurtekin viðskipti FL Group og Fons með danska flugfélagið Sterling. Meira
13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 57 orð

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkaði lítillega í gær, eða um 1,2% og lokagildi hennar var 660 stig. Bréf í Bakkavör hækkuðu mest, eða um 8,01% í viðskiptum sem námu 21,3 milljónum króna. Alfesca hækkaði um 5,25% í viðskiptum sem námu þó aðeins 135. Meira
13. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Vilja að bankinn borgi fyrir sérstakan ráðgjafa

ERLENDIR kröfuhafar Landsbankans vilja að bankinn kosti sérstakan fjármálaráðgjafa þeim til handa á meðan unnið er að úrlausn málefna þeirra. Meira

Daglegt líf

13. desember 2008 | Daglegt líf | 114 orð

Af forseta og hetjum

Forsetabók Guðjóns Friðrikssonar og ummæli forsetans: „You ain't seen nothing yet“ urðu tilefni brags, sem þættinum barst. Tómas Tómasson samdi fyrriparta og Jónas Frímannsson botnaði: Ólafur mun enn sem fyrr efstur meðal bragna. Meira
13. desember 2008 | Daglegt líf | 530 orð | 1 mynd

„Búið að slökkva á Guði!“

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Á þessum síðustu dögum fyrir jól magnast spennan hjá mörgu smáfólkinu. Auðunn Torfi Sæland, fjögurra ára, er einn af þeim sem fljúga um á tánum og syngja jólalög daginn út og inn. Meira
13. desember 2008 | Daglegt líf | 2295 orð | 2 myndir

Genginn af vettvangi

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Það er ein ástæða fyrir því að ég hætti í stjórnmálum mjög snögglega. Meira
13. desember 2008 | Daglegt líf | 196 orð | 1 mynd

Grímseyjarbörnin fagna Lúsíu

„Grímseyjarbörnin birtuna bera!“ Svona hljómar fyrsta línan í Lúsíusöng skólabarnanna í Grímsey. Það er alltaf gleðilegt og einstaklega gaman að undirbúa Lúsíuhátíð grunnskólans. Meira
13. desember 2008 | Daglegt líf | 515 orð | 2 myndir

Hvolsvöllur

Veðurfar aðventunnar hefur verið heldur rysjótt hér um slóðir eins og reyndar víðar. Um síðustu helgi var veðrið hér eins fagurt og jólalegt og hægt er að hugsa sér. Meira
13. desember 2008 | Daglegt líf | 113 orð | 1 mynd

Stekkjarstaur kom fyrstur

„Stekkjarstaur kom fyrstur, / stinnur eins og tré.“ Þessi alræmdi grallari kom til byggða í gær og heimsótti að sjálfsögðu Þjóðminjasafnið þar sem hann hitti börn og sagði sögur. Meira
13. desember 2008 | Daglegt líf | 164 orð | 1 mynd

Trúin dvínar í fermingarfræðslu

Trú unglinga dvínar í fermingarfræðslunni. Þetta kemur fram í könnun sem nær til 20 þúsunda fermingarbarna í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, Sviss og Austurríki sem ljúka á á næsta ári. Meira

Fastir þættir

13. desember 2008 | Árnað heilla | 12 orð | 1 mynd

75 ára

Sigríður Atladóttir, Laxamýri, er sjötíu og fimm ára í dag, 13.... Meira
13. desember 2008 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

85 ára

Guðrún Halldórsdóttir, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, er áttatíu og fimm ára í dag, 13. desember. Hún er að heiman á afmælisdaginn, en verður með heitt á könnunni á heimili sínu sunnudaginn 14.... Meira
13. desember 2008 | Fastir þættir | 153 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Líflína slitin. Norður &spade;32 &heart;832 ⋄102 &klubs;ÁKDG62 Vestur Austur &spade;KD765 &spade;G1098 &heart;KG54 &heart;1096 ⋄6 ⋄975 &klubs;854 &klubs;1097 Suður &spade;Á4 &heart;ÁD7 ⋄ÁKDG843 &klubs;3 Suður spilar 7⋄. Meira
13. desember 2008 | Fastir þættir | 327 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Aðalsveitakeppni í Hafnarfirði Aðalsveitakeppni félagsins er í fullum gangi og eftir fjórar umferðir af ellefu eru 4-5 sveitir sem gera sig líklegar í toppbaráttunni en mikið er eftir af mótinu og nægur tími til að hala inn fleiri stig. Meira
13. desember 2008 | Fastir þættir | 489 orð | 3 myndir

Jón Viktor efstur í Belgrad

25. nóvember til 5. desember 2008 Meira
13. desember 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Keflavík Emelía Rut fæddist 16. júlí kl. 21.02. Hún vó 4.350 g og var 51...

Keflavík Emelía Rut fæddist 16. júlí kl. 21.02. Hún vó 4.350 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórunn Jóna Þórarinsdóttir og Gunnar Karl... Meira
13. desember 2008 | Í dag | 2274 orð | 1 mynd

(Matt. 11)

ORÐ DAGSINS: Orðsending Jóhannesar. Meira
13. desember 2008 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi...

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10. Meira
13. desember 2008 | Árnað heilla | 196 orð | 1 mynd

Rauðvín frá Kínverjum

LÍSA Pálsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, fagnar 55 ára afmæli sínu í dag. Meira
13. desember 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Arndís Magna fæddist 17. september kl. 0.55. Hún vó 4.000 g og...

Reykjavík Arndís Magna fæddist 17. september kl. 0.55. Hún vó 4.000 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Arndís Pétursdóttir og Hálfdán Ólafur... Meira
13. desember 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Ásdís Mist fæddist 23. ágúst kl. 15.35. Hún vó 3.020 g og var...

Reykjavík Ásdís Mist fæddist 23. ágúst kl. 15.35. Hún vó 3.020 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Margrét Pétursdóttir og Magnús Harri... Meira
13. desember 2008 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 e6 2. c4 d5 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bf4 0-0 6. a3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. cxd5 Rxd5 9. Rxd5 exd5 10. Hc1 Bb6 11. e3 Rc6 12. Bd3 Bg4 13. h3 Bh5 14. 0-0 Df6 15. g4 Bg6 16. Bxg6 hxg6 17. Dxd5 Dxb2 18. Dd7 Ra5 19. Be5 De2 20. Dd1 Db5 21. a4 Db3 22. Meira
13. desember 2008 | Fastir þættir | 306 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er á fullu í jólahreingerningu og nýtur þess í botn. Á hverri aðventu heyrast háðskar raddir gagnrýna jólahreingerningar, sem sumir telja vera olíu á eld jólastressins. Meira
13. desember 2008 | Í dag | 116 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. desember 1922 Hannes Hafstein lést, 61 árs. Hann var ráðherra frá 1904 til 1909 og aftur frá 1912 til 1914. Meðal ljóða hans eru Sprettur (Ég berst á fáki fráum) og Stormur. Útförin var gerð með mikilli viðhöfn. Meira

Íþróttir

13. desember 2008 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

„Vissi að Aron væri góður en reiknaði ekki með svona miklu af honum“

CHRIS Coleman, knattspyrnustjóri enska fyrstudeildarliðsins Coventry, er í skýjunum yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar en landsliðsmaðurinn ungi hefur fest sig í sessi hjá liðinu á sínu fyrsta tímabili með því. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Björgvin skíðar í dag

Björgvin Björgvinsson keppir í dag á heimsbikarmótinu í stórsvigi, sem fram fer í Val d'Isere í Frakklandi. Hann keppir einnig í svigkeppninni, sem fram fer á sunnudag. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 777 orð | 1 mynd

Bý mig undir að spila

,,ÞAÐ kemur bara í ljós rétt fyrir leikinn hvort ég verð með eða ekki en ég undirbý mig eins og ég verði í byrjunarliðinu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið í gær en í kvöld er sannkallaður rislaslagur á Camp Nou en þá fer... Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 211 orð

Fimm karlar og fimm konur tilnefnd í kjöri FIFA á leikmanni ársins

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær hvaða fimm leikmenn koma til greina í vali á knattspyrnumanni ársins en valið verður kunngert í hófi í Sviss hinn 12. næsta mánaðar. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 281 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum fær auka samkeppni um stöðu í framlínu danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg . Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 440 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH , bætti sinn fyrri árangur í 100 m fjórsundi um 3/100 úr sekúndu og setti um leið stúlknamet á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug í gær þegar hún synti á 1.03,24 mínútum. Hrafnhildur varð í 25. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 1027 orð | 3 myndir

Gullöld í uppsiglingu í íslenskum handknattleik

„SILFURVERÐLAUNIN á Ólympíuleikunum í Peking í sumar geta verið upphafið að gullöld í íslenskum handknattleik,“ segir Wolfgang Gütschow, þýskur umboðsmaður handknattleiksmanna, í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 378 orð

Handboltinn á hausnum

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is Handknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur greint leikmönnum sínum frá því, að ekki verði unnt að efna þá samninga sem gerðir hafa verið við leikmenn. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

ÍR vann toppslag 1. deildar

AFTURELDING lagði Selfoss í fyrstu deild karla í handknattleik í gær, 27:21. Markahæstur í liði Aftureldingar var Vlad Trufan með sjö mörk. Hjá Selfossi var það Mickal Dostalik sem var markahæstur með sex mörk. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 200 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla Subwaybikarinn, 16-liða úrslit...

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla Subwaybikarinn, 16-liða úrslit: Njarðvík – Þór Ak. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 90 orð

Njarðvíkingar unnu Þór Ak

Njarðvík vann Þór frá Akureyri í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleikí gærkvöldi, en keppt var í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur urðu 94:75. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 179 orð

Skin og skúrir hjá Birgi í Suður-Afríku

BIRGIR Leifur Hafþórsson er úr leik á Alfred Dunhill-meistaramótinu í golfi í Suður-Afríku og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. Meira
13. desember 2008 | Íþróttir | 213 orð

Valskonur verða þátttakendur í nýrri Meistaradeild kvenna

MEISTARADEILD Evrópu í kvennaflokki í knattspyrnu verður hleypt af stokkunum á næsta ári en framkvæmdastjórn evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, ákvað á fundi í Nyon í Sviss í gær að breyta nafni og fyrirkomulagi í Evrópukeppni kvenna og verður keppt... Meira

Barnablað

13. desember 2008 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Áfram Ísland

Halldóra er 6 ára stelpa sem hefur gaman af að því að teikna smámyndir. Hún teiknaði þennan fallega íslenska fána á pínulítið blað. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 208 orð | 2 myndir

„Segja oft, hæ Skrítla, við mömmu“

Bjartur Jörfi Ingvason er 6 ára nemandi í Ísaksskóla. Hann fer með lítið hlutverk í myndinni Skoppa og Skrítla í bíó og stendur sig með stakri prýði. Þessi hógværi og prúði drengur settist niður með okkur í Smárabíói og spjallaði við okkur. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 80 orð | 2 myndir

Dálítið dónaleg en mjög skemmtileg

Ég las bókina Hver er flottastur eftir Mario Ramos. Sagan er um úlf sem fór í sparifötunum út að spyrja alla hver sé flottastur. Aðalpersónan er úlfurinn en hann hittir Rauðhettu, grísina þrjá og fleiri í skóginum. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 378 orð | 1 mynd

Ef þið viljið æfa ykkur í ensku, krakkar, er tilvalið að skrifa...

Ef þið viljið æfa ykkur í ensku, krakkar, er tilvalið að skrifa krökkunum í Disnard-skólanum í Claremont í Bandaríkjunum. Nokkrir nemendur skólans höfðu samband við Barnablaðið og óskuðu eftir pennavinum. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 82 orð | 1 mynd

Falleg og einföld jólagjöf

Þið getið búið til falleg fiðrildi og gefið mömmu og pabba í jólagjöf. Fiðrildi þessi er hægt að hengja í glugga eða líma þau á vegg. Notaðu frekar þykkan pappír en gættu þess þó að hafa hann ekki of þykkan. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Fótboltafærni

Kolbrún æfir fótbolta með Ungmennafélagi Kjalnesinga en hún teiknaði þessa skemmtilegu mynd. Sjáið hvað Kolbrún er glæsileg á fótboltavellinum í pilsi með... Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 73 orð | 1 mynd

Hirðakertið

Við kveikjum þremur kertum á því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. (S. Muri/Lilja Kristjánsdóttir.) Á morgun kveikjum við á þriðja kertinu á aðventukransinum. Það kerti heitir hirðakertið og er kerti gleðinnar. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 52 orð

Jólagrín

Af hvaða þjóðerni er jólasveinninn? Norð-pólskur! Hvað færð þú ef þú mætir snjókarli sem er vampíra? Frostbit! „Mamma, má ég fá hund á jólunum?“ „Nei, elskan mín, við ætlum að hafa kalkún eins og allir aðrir. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Kertalausa Kata

Kata er nýbúin að kaupa glæný jólakerti og finnur þau nú hvergi. Hana grunar fastlega að Kertasníkir hafi læðst inn til hennar og nappað nýju kertunum. Getur þú hjálpað Kötu að finna 10 kerti á síðum... Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Kveikjum kertum á

Þessa fínu mynd teiknaði hún Hildur eða dró hana upp eins og hún sagði okkur. Þið getið gert það líka. Ef þið sjáið fallega mynd þá leggið þið blað yfir og teiknið eftir myndinni sem undir er. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 7 orð

Lausn

Grautarskálar númer 5 og 6 eru... Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 554 orð | 1 mynd

Pabbi prófessor - 6. hluti

Á þjóðminjasafninu: Skyndilega rak Lína sig í eitthvað í myrkrinu. Hún hafði ekki hugmynd um hvað þetta var, enda gafst enginn tími til að hugsa. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 187 orð | 1 mynd

Skemmtu sér með Skoppu og Skrítlu

Sex strákar úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík fóru í bíó í vikunni til að sjá nýju Skoppu og Skrítlu-myndina. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 84 orð | 1 mynd

Skoppa og Skrítla í bíó

Þann 26. desember næstkomandi frumsýna gleðigjafarnir, þær Skoppa og Skrítla, nýja bíómynd. Við vorum svo heppin að fá að líta á þessa nýju mynd og fengum að fylgjast með þeim stöllum lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 27 orð | 1 mynd

Snæfinnur snjókarl

Þennan sæta snjókarl teiknaði hún Bertha Lena, 8 ára. Hún hefur rammað hann inn í dásamlegar jólagreinar skreyttar með piparkökuhjörtum og rauðum jólakúlum. Myndir gerast varla... Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 54 orð | 1 mynd

Svangur jólaálfur

Þessi sæti litli jólaálfur veit fátt betra en gæða sér á gómsætum jólagraut yfir hátíðarnar. Hann getur ekki beðið eftir að fá að smakka. Hann lenti þó í smávandræðum því mamma hans sagði að hann mætti bara borða þær tvær skálar sem eru nákvæmlega eins. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 187 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku þurfið þið að setja jólasveinanöfnin á réttan stað inn í krossgátuna. Þegar þið hafið gert það fáið þið lausnarorðið sem þið skrifið á blað og sendið inn fyrir 20. desember næstkomandi. Meira
13. desember 2008 | Barnablað | 168 orð | 1 mynd

Vinningshafar í Jólasögukeppninni

Í Jólasögukeppnina bárust fleiri sögur en nokkru sinni áður í slíkri samkeppni hjá Barnablaðinu. Það var því úr ansi vöndu að ráða þegar kom að því að velja vinningssögurnar. Meira

Lesbók

13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 685 orð | 3 myndir

Af skuggum og hryðjulistaverkum

Þegar Eva snýr aftur til Íslands eftir langa dvöl í útlöndum mætir henni ókunnugt land, einhvers konar nýfundnaland ofurhagsældar og flottræfilsháttar þar sem allir vinna í banka og kampavín flæðir á VIP-börum. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 397 orð

Athugasemd

Í grein í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag fjallar Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt um byggingararfleifð uppsveiflunnar og tekur þar mörg góð dæmi um hvernig menn fóru fram úr sér í byggingarframkvæmdum á síðustu árum. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 362 orð | 2 myndir

Áfram stelpur!

Kórverk eftir Báru Grímsdóttur, Önnu S. Þorvaldsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Jórunni Viðar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Þóru Marteinsdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Guðrúnu Böðvarsdóttur. Hymnodia, Kammerkór Akureyrarkirkju. Kórstjóri: Eyþór Ingi Jónsson. Tekið upp í Akureyrarkirkju 4/2008. Upptökustjórn: Håkan Ekman og EIJ. Lengd: 66:51. ITM 908, 2008. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 280 orð | 1 mynd

Blágresislegt popp

Það er ekki allt fengið með því að ná plötusamningi við stórfyrirtæki. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð | 1 mynd

...blessuð jólin

Evrópskar jólamyndir eiga ekki greiða leið í íslensk kvikmyndahús, framboðið hefur heldur ekki verið umtalsvert. Á þessu ári hefur hin franska Catherine Deneuve, Jean-Paul Roussillon og Mathieu Amalric, í aðalhlutverkunum. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 269 orð | 1 mynd

Blygðunarleysi

Manngerðir eftir Þeófrastros kom út á síðasta ári í Lærdómsritum Bókmenntafélagsins. Hér er birtur textinn um hinn blygðunarlausa sem er viðeigandi um þessar mundir. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð | 2 myndir

Bráðum koma...

Það voru komin jól, líka hjá þeim Porta, Lilla og hvað þeir nú hétu, gárungarnir í Hersveit hinna fordæmdu . Þeir voru staddir á afskekktum slóðum á austurvígstöðvunum í seinna stríði, allfjarri aðalátökunum. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1759 orð | 2 myndir

Eins og alvöru fólk

Dyggir lesendur Guðrúnar Evu Mínervudóttur hafa beðið þolinmóðir í þrjú ár eftir nýrri skáldsögu frá rithöfundinum. Ef marka má þær viðtökur sem skáldsagan hefur þegar fengið virðist biðin hafa verið vel þess virði. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð | 1 mynd

Ekki nógu gott

Hljómsveitin Miðaldamenn hefur sent frá sér samnefndan geisladisk. Á honum er að finna sextán lög, allir textarnir eru eftir Bjarka Árnason við eigin lög og erlend. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1167 orð | 1 mynd

Ferðin til Fordlândiu

Hinn mikilvirki og mikilhæfi tónlistarmaður Jóhann Jóhannsson gaf nýverið út plötuna Fordlândia , þemabundið verk sem hefur verið hlaðið lofi að undanförnu. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 275 orð | 1 mynd

Fjölbreytt fjör

Sagan af Mariam Doumbia og Amadou Bagayoko er ævintýraleg; þau kynntust í blindraskóla í Bamako fyrir þrjátíu árum og felldu hugi saman. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð | 1 mynd

Fortíðin vitjar tvíburasystra

Þessi frumraun höfundarins er íslensk samtímasaga. Efnistökin minna á verk hinna kunnari spennusagnahöfunda; beinafundur strax í upphafi bókar, mannshvarf og síðan myrkt leyndarmál úr fortíð sem skapar ógn og spennu. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 957 orð | 2 myndir

Hamast að helgimyndum

Franski rithöfundurinn Benoît Duteurtre skar upp herör gegn stofnanavæddri menningu og heldur upp vörnum fyrir miðaldra karlmenn. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð | 1 mynd

Hvað var Henry Ford að spá?

Sú hugmynd Henrys Fords að vinna eigið gúmmí og koma sér þannig undan dýrum kaupum var auðvitað snilld á pappírnum. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð | 3 myndir

Í gangi

LEIKLIST Fólkið í blokkinni Borgarleikhúsið „Leikendur eru að vísu misgóðir og það er ekki fyrr en Halldóra Geirharðsdóttir fær stærra hlutverk í framvindunni sem erlenda farandverkakonan Valery að sýningin fer á skrið. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 516 orð | 4 myndir

Ímynd íslenska bankamannsins

Á síðastliðnum árum höfum við séð ímynd hinnar nýju íslensku þjóðhetju verða til: Bankamannsins. Núna virðist ímynd íslenska bankamannsins vera að breytast, hann er orðinn einn af okkur. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1715 orð | 3 myndir

Í skógi þversagnanna

Jean-Marie Gustave Le Clézio tók við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum 2008 við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi á miðvikudag. Greinarhöfundur segir hann skáld hins mennska anda sem býr í okkur öllum. Einnig er birt upphafið að nýrri skáldsögu Le Clézios. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 230 orð | 1 mynd

Klassísk Capra-jól

Það eru örugglega margir sammála um að It's a Wonderful Life sé ein, ef ekki albesta jólamynd allra tíma. Hún er komin til ára sinna, gerð af meistara Capra árið 1946, en hefur ekki elst hætis hót. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð | 1 mynd

Krimmaþunglyndið

Morð er framið á útvarpsstöðinni FM957 og allar aðstæður eru nákvæmlega eins og í skáldsögu eftir Arnald Indriðason. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 393 orð | 2 myndir

Lyklar að góðum bókum

Ef rithöfundur getur lokið við bók án þess að láta sig dreyma um það hvernig kápan á að vera er hann vitur, reyndur og fullmótaður einstaklingur, en hann hefur líka glatað sakleysinu sem gerði hann að rithöfundi. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 731 orð | 3 myndir

Lögfræðingur krimmanna

Jens Lapidus er í góðri aðstöðu til þess að skrifa reyfara um undirheima Stokkhólmsborgar, hann starfar nefnilega sem verjandi glæpamanna sem þrífast í þeirri veröld. Lapidus hefur skrifað tvær glæpasögur sem segja frá skuggahlið Stokkhólms. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 538 orð | 2 myndir

Meistaraverk...eða einn langur brandari?

Ef gagnrýnendur vilja konsept-plötu skulum við láta þá hafa hana,“ sagði hinn ægisjarmerandi leiðtogi Jethro Tull þegar hann var að fara á límingunum yfir því að síðasta plata sveitarinnar, Aqualung (1971) var í sífellu sögð vera hugmyndafræðileg... Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 209 orð | 1 mynd

Misskilinn fáni

1. desember, á níutíu ára afmæli fullveldis Íslands, kom út bók sem sýnir tillögur almennings að hönnun íslenska fánans árið 1914. Í bókinni, sem heitir einfaldlega Fáninn , eru 28 teikningar af tillögum almennings að íslenska fánanum. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 511 orð | 2 myndir

Netskynjanir

Ég hef heyrt því fleygt að netið stuðli að gagnkvæmum skilningi meðal manna og þar með heimsfriði. Sumir ganga svo langt að segja að netið hefði getað komið í veg fyrir seinni heimsstyrjöldina. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 193 orð | 1 mynd

Nýtt upphaf

Af heiti fjórðu plötu Singapore Sling að dæma mætti ætla að hér væri um að ræða þyngstu og þunglyndislegustu plötu sveitarinnar til þessa. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 216 orð | 1 mynd

Rétt og rangt

Alla daga ársins streða foreldrar þessa lands og kennarar í grunnskólum við að ala upp börn. Á síðustu árum hefur þeim borist liðsinni frá Noregi. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð | 1 mynd

Síkvik klassík

Höfundurinn hitti naglann á höfuðið í viðtali í Lesbók á dögunum þegar hann sagði að „okkur hættir til að líta á klassískan texta sem arf fremur en síkvikt innlegg í tilveru okkar“. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 202 orð

Skrýtnara en skáldskapur

Mæla má með einni mynd á dagskrá Ríkissjónvarpsins um helgina. Í kvöld kl. 23.15 er sýnd mynd Marc Fosters, Skrýtnara en skáldskapur ( Stranger than Fiction ) sem er bandarísk frá 2006. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð | 3 myndir

Spilagleði

Ungmennahljómsveit frá Venesúela komst á allra varir fyrir þremur árum þegar spurðist að Placido Domingo hefði brostið í grát eftir að hafa hlustað á hana, svo mjög hreifst hann af leik sveitarinnar. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

Til batnaðar

Veikt er í spori eitt vesalings barn sem veraldar láni finnst rúið, það fellur í gloppur og fýkur á hjarn og finnur sig vanmegna, búið. Vart er í heimi þó alltaf svo hart að ástand þitt líða skalt lengur. Meira
13. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 521 orð | 2 myndir

Æsér gjöf til gjalda

Líklega má orða ástandið á íslenskum fjölmiðlamarkaði þannig að allt sé að fara til fjandans. Skjár einn ber sig aumlega, bað fyrir nokkru fólk um að velja milli þess að Skjár einn legði upp laupana eða RÚV færi af auglýsingamarkaði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.