VIGDÍS Finnbogadóttir afhenti í fyrradag styrk úr minningarsjóði bróður síns, Þorvaldar Finnbogarsonar. Styrkinn, 250.000 krónur, hlaut að þessu sinni Arnar Björn Björnsson, nemandi á þriðja ári í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands.
Meira
Í SÓL og skugga , saga Bryndísar Schram, er mest selda ævisagan um þessar mundir samkvæmt bóksölulistanum. Með því slær hún við Magneu og Sögu af forseta sem hafa barist um toppsætið í þeim flokki til þessa.
Meira
SÆNSKA bílafyrirtækið Volvo er að þróa bíl með ratsjá og sjálfvirka bremsu sem stöðvar bílinn ef hann telur að hætta sé á árekstri við bíl eða gangandi vegfaranda fyrir framan.
Meira
Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn í kvöld, á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.
Meira
Moskvu. AP. | Míkhaíl Fadkín, 63 ára heilari í Moskvu, segist geta læknað fjölmarga kvilla – til að mynda brisbólgu, lungnakvef, meltingartruflanir, jafnvel ófrjósemi – með því að handleika „lífsorkusvið“ sjúklingsins.
Meira
„VIÐ gerum ráð fyrir því að árið 2009 verði dýpsta ár kreppunnar og þess vegna hefur verið reynt að ganga varlega fram til þess að ríkið með sínum aðgerðum dýpki ekki kreppuna.“ Þetta sagði Árni M.
Meira
VERÐ skólamáltíða í grunnskólum Kópavogs hækkar úr 235 kr. í 280 kr. frá og með 1. janúar nk. Var ákvörðun þessa efnis tekin við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar á bæjarstjórnarfundi föstudaginn 19. desember sl.
Meira
ÞRÓUN HIV-smita á Íslandi hefur verið á þann veg síðustu ár að algengasta smitleiðin er kynmök milli karls og konu en smitum í hópi samkynhneigðra hefur fækkað.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Erfiðleikar í efnahagsmálum heimsins hægja á þróuninni í fiskeldi, ekki síst á dýrari tegundum eins og þorski.
Meira
VERKTAKAR innan Samtaka iðnaðarins munu fá verðbætur á óverðtryggða verksamninga sína samkvæmt drögum að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins (SI) sem voru samþykkt á borgarráðsfundi sl. laugardag.
Meira
TÖLUVERÐAR umferðartafir urðu í Ártúnsbrekku síðdegis í gær þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir götuna. Starfsmenn borgarinnar höfðu líka í nógu að snúast þar sem víða var asahláka með tilheyrandi vatnselg.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is STJÓRNENDUR og starfsmenn St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eru áhyggjufullir vegna hugmynda heilbrigðisyfirvalda um að flytja starfsemi frá sjúkrahúsinu til annarra sjúkrahúsa.
Meira
GÍSLI Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá störfum í borgarstjórn Reykjavíkur fram á sumar. Gísli Marteinn segir á bloggsíðu sinni að annir í námi eigi eftir að aukast og ferðalögin heim hafi tekið á.
Meira
60 ára mega taka út sparnað Fólk sem hefur náð 60 ára aldri getur nú tekið út lífeyrissparnað sinn í einu lagi og heimild til að fresta töku lífeyris verður ekki bundin við tiltekið aldursmark. Allir flokkar samþykktu frumvarp þessa efnis í gær.
Meira
SIR John Gieve, aðstoðarbankastjóri Englandsbanka, segir í viðtali við BBC , breska ríkissjónvarpið, að bankinn hafi ekki séð fyrir hve fjármálakreppan yrði alvarleg.
Meira
LÖGREGLUNÁM, fangavarðarnám og gæslunám kunna í framtíðinni að verða þrjár brautir innan Lögregluskóla ríkisins. Munu þeir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem það þurfa starfa sinna vegna, þá fá menntun og þjálfun í lögreglufræðum í skólanum.
Meira
HALLDÓRA Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, lést í gær, 85 ára að aldri. Halldóra fæddist 24. nóvember 1923 á Ísafirði og ólst þar upp, elst fjögurra systkina.
Meira
MATTHÍAS Johannessen er einn þeirra fjölmörgu sem nú velta Evrópusambandsaðild fyrir sér. Á vefsíðu sinni Matthias.is segir hann: „Ég hef verið að hugsa um Evrópusambandið og aðildina að því.
Meira
ÍSLENDINGUM fjölgaði um 6.884 á síðustu 12 mánuðum. Þetta er óvenjulega mikil fjölgun. Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.756 hinn 1. desember síðastliðinn en 312.872 ári áður. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 2,2% á einu ári.
Meira
SÆNSKA fjármálaeftirlitið [FI] gaf út tilmæli til þarlendra fjármálafyrirtækja í lok október sl. sem fólu í sér að allar íslenskar eignir yrðu að fullu frádráttarbærar frá eiginfjárútreikningum þeirra.
Meira
ÍSLISTAVERKIÐ „Kópernikus“ eftir þá Bogoslav Zen og Gosha Korenkyewicz hefur vakið verðskuldaða athygli á sýningu íslistamanna, sem nú er haldin í Rövershagen í Norður-Þýskalandi.
Meira
BJÖRN Bjarnarson dómsmálaráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur um skuldaaðlögun, þ.e. breytingar á nauðungarsamningskafla gjaldþrotaskiptalaga.
Meira
The Islander en ekki The Icelander Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í tilefni af hugvekju Bjarna Bjarnasonar rithöfundar í Morgunblaðinu í gær er rétt að taka fram að ensk útgáfa bókar minnar um...
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FJÁRLÖG fyrir næsta ár voru loks samþykkt á Alþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum stjórnarþingmanna en vinnan hefur dregist vegna erfiðra aðstæðna í efnahagslífinu.
Meira
Finnska lögreglan telur sig hafa komið upp um bílþjóf með því að greina DNA-erfðaefni í hræi moskítóflugu. Bílnum var stolið í júní í borginni Lapua og fannst hann nokkrum vikum síðar.
Meira
Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er opinn allan sólarhringinn allt árið. Konukot, Eskihlíð 4, sími 511 5150, athvarf fyrir heimilislausar konur er opið allan sólarhringinn frá Þorláksmessu til nýársdags.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KALL Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), eftir stórauknum ríkisútgjöldum til að örva hagvöxt hefur vakið athygli.
Meira
Siglufjörður | Síldarminjasafn Íslands stendur fyrir málverkasýningu í afgreiðslusal Sparisjóðs Siglufjarðar. Höfuðverk sýningarinnar er myndin Konur í síldarvinnu eftir Gunnlaug Blöndal sem hann mun hafa málað á Siglufirði árið 1934.
Meira
HAMAS-hreyfingin á Gaza lýsti í gær yfir sólarhringsvopnahléi í átökum sínum við ísraelska herinn en ísraelsk stjórnvöld boða stórárás á Gaza vegna flugskeytaárása á Ísrael.
Meira
SJÚKRATRYGGINGASTOFNUN og heilbrigðisráðueytið munu bjóða tannlæknum áframhald á „litla samningnum“ út árið 2009 (forvarnarskoðun 3ja og 12 ára barna).
Meira
FULLTRÚAR Strætó bs. og bæjarstjórna Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar skrifuðu í gær undir samninga um akstur Strætós milli bæjarfélaganna og höfuðborgarsvæðisins. Aksturinn hefst 2. janúar nk.
Meira
VEGNA efnahagsástandsins og vaxandi atvinnuleysis hefur eftirspurn eftir matarmiðum eða matarkortum í Bandaríkjunum aldrei verið jafnmikil og nú. Um 30 millj. manna, 10. hver Bandaríkjamaður, þiggur nú þessa aðstoð hins opinbera við að komast af.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FYRRVERANDI framkvæmdastjóri Landsvaka, dótturfyrirtækis Landsbankans gamla, Stefán H. Stefánsson, segir að með neyðarlögunum 6.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is VERÐBÓLGAN eykst enn og mælist nú 18,1% miðað við undanfarna 12 mánuði en hún mældist 17,1% í nóvember. Verðbólgan er núna jafnmikil og hún var í maí árið 1990 og hefur ekki verið hærri í tæp nítján ár.
Meira
NOKKRUM vikum áður en Barack Obama tekur við sem forseti Bandaríkjanna hafa meira en 300.000 manns sótt um vinnu á vegum nýju stjórnarinnar. Um er að ræða algert met og sýnir vel þær væntingar, sem Bandaríkjamenn gera til Obama.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Vilji er til þess á meðal fulltrúa Geysis Green Energy (GGE) og Reykjanesbæjar í stjórn HS-Orku að afnema forkaupsrétt eigenda í félaginu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Staða sveitarfélaganna í landinu hefur versnað verulega þar sem erlend lán hafa á einu ári hækkað um 100%.
Meira
Líf í þinghúsinu Mikið líf var í Alþingishúsinu í gær á lokadegi þingsins fyrir jól . Atkvæðagreiðslur fóru nokkrum sinnum fram yfir daginn og þingmenn og ráðherrar voru því oftast í góðu göngufæri við þinghúsið.
Meira
EKKI var laust við að þingmönnum væri létt þegar þinglok nálguðust í gær. Eins og oft þegar þreytumerki eru farin að sjást á fólki var boðið upp á kærkomið konfekt. Síðustu vikuna hafa margir spáð því hvenær þingstörfum lyki.
Meira
FÆKKA mætti fastanefndum Alþingis úr tólf í sjö í sparnaðarskyni og til hagræðis. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, við lok síðasta þingfundar ársins í gær.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson og Silju Björk Huldudóttur HALLDÓR Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að staða sveitarfélaga sé misjöfn en öll þurfi þau með einhverjum...
Meira
Íslendingar hafa sofnað á verðinum. Forvarnarstarf vegna alnæmis virðist hafa legið í láginni og ungt fólk gerir sér ekki grein fyrir hættunni sem af sjúkdómnum stafar. Enn smitast einn Íslendingur á mánuði af veirunni.
Meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mælti fyrir frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í gær. Áætlunin tekur verulegt mið af hinum nýja veruleika, sem blasir við í efnahagsmálunum.
Meira
Verðtryggingin bítur. Og hún bítur fast. Háværar kröfur hafa komið fram um afnám verðtryggingarinnar, en ríkisstjórnin hefur látið þær sem vind um eyru þjóta.
Meira
ÞAÐ er vel við hæfi að jólamyndin Four Christmases sé á toppi seinasta Bíólistans fyrir jól. Tæplega tvö þúsund bíógestir skelltu sér á myndina um síðustu helgi og er því heildarfjöldi gesta kominn upp í 12.
Meira
SJALDAN hefur verið jafn djúpt á strákasveit og Take That en popplagasmíðar Gary Barlow risu giska hátt upp fyrir þá meðalmennsku sem er iðulega stunduð í þeim geiranum.
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SVO gæti farið, vegna niðurskurðar hjá RÚV, að tónlistaratriði yrðu fjarlægð úr Kastljósi. Þar myndi hverfa eitt besta kynningarpláss íslenskra tónlistarmanna í sjónvarpi í dag.
Meira
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Jólasýning Þjóðleikhússins er Sumarljós, byggð á hinni rómuðu skáldsögu Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson. Verkið er safn tengdra sagna og brota.
Meira
BRESKA leikskáldið Adrian Mitchell, sem þekktur var fyrir ádeiluljóð sín um kjarnorkustríð, Víetnam, fangelsi og kynþáttahatur, er látinn í Bretlandi 76 ára að aldri.
Meira
82 ÁRA mexíkönsk kona kom hinum myndarlega leikara Matthew McConaughey til bjargar þegar bíllinn hans bilaði. Hann var á fjórtán daga ferðalagi í Mexíkó með vini sínum þegar atvikið átti sér stað.
Meira
UPPLESTUR á jólakveðjum er siður sem mörgum landsmönnum þykir afar vænt um. Um leið eru kveðjurnar einkennandi fyrir það hlutverk sem ríkisútvarp getur haft í litlu samfélagi við að þjappa fólki betur saman á hátíðastundum.
Meira
*Norræna húsið hefur staðið fyrir skemmtilegum uppákomum nú í desember; svokölluðu jóladagatali sem fram hefur farið á hverjum degi. Dagatalið hefur verið þannig að alla daga kl. 12.34 hafa ýmsir listamenn verið með uppákomu í 15 til 20 mínútur.
Meira
Nú fer hver að verða síðastur að klára jólagjafainnkaupin og eins og oft vill verða raðast þeir síðast á listann sem maður...elskar „minnst“, skulum við segja. Hér að neðan má sjá lista sem gæti auðveldað einhverjum innkaupin.
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is AUGLÝSINGALAG Coca Cola frá árinu 1971, sem hefst á ljóðlínunum „I'd like to buy the world a home and furnish it with love,“ er ábyggilega með þekktustu lagstúfum sjónvarpssögunnar.
Meira
TÍUNDU árlegu tónleikarnir til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna verða haldnir í Háskólabíói laugardaginn 27. desember kl. 16.00. Einar Bárðarson átti hugmyndina að þessum árlega viðburði. Lið valinkunnra listamanna kemur fram.
Meira
ÞAÐ er ekki hægt að segja að landinn velji sér léttmeti til að lesa eða gefa um þessar mundir því þrjár mest seldu bækur landsins þykja nokkuð svartar.
Meira
* Fyrsta upplag af fyrstu plötu hljómsveitarinnar Retro Stefson , Montaña , er uppselt hjá útgefanda. Annað upplag af plötunni kom í búðir í gær en þó með örlítið breyttu sniði.
Meira
SÝNING Kiru Kiru, Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur, í Suðsuðvestur lýkur sunnudaginn 28. desember, svo nú fara að verða síðustu forvöð að skoða hana. Sýningin „Spilar út“ er hljóðverk ásamt 16 mm filmu og verður opið á milli kl.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINN af þeim sem troða upp á tónleikum á NASA næsta laugardag er myndlistarmaðurinn og tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson. Haustið 2000 kom út plata hans, Tonk of the Lawn sem kom mörgum í opna skjöldu.
Meira
HLÍN Pétursdóttir sópransöngkona ætlar að syngja í Gallerí Marló á Laugaveginum í dag á milli kl. 16 og 17, gestum og gangandi til yndisauka á Þorláksmessu. Hún syngur m.a. ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur við lag Atla Heimis Sveinssonar.
Meira
PÁLL Óskar með Silfursafnið og diskur með upptöku frá minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmsson hafa barist hart um toppsæti Tónlistans seinustu vikur.
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is AÐDÁENDUR bresku sjónvarpsþáttanna Sugar Rush er sýndir eru á Skjá 1 og fjalla um táningslesbíur í Brighton hafa líklegast einhverjir tekið eftir því að eitt helsta þemalag þáttanna er íslenskt.
Meira
ÞAÐ er táknrænt, nafnið á nýjustu plötu poppprinsessunnar Britney Spears, enda hefur líf hennar verið algjör sirkus undanfarin ár. Hið sama má e.t.v. segja um þessa plötu, hún er hálfgerður sirkus (í neikvæðum skilningi þess orðs).
Meira
Söngur þessi er mjög merkilegur, ekki aðeins fyrir það, hve gamall hann er, heldur einkum fyrir hitt, að hann er orktur á Íslandi, eftir íslenzkum rímreglum og undir íslenzkum bragarháttum.
Meira
Birna Þórðardóttir gerir athugasemdir við skrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur: "...vita má Kolbrún Bergþórsdóttir – sem og aðrir er hrokans njóta – að fallið getur borið brátt að..."
Meira
Stefán Jóhann Stefánsson skrifar um Samfylkinguna og Evrópumál: "Samfylkingin hefur ekki lokið undirbúningi í samræmi við lýðræðislegar samþykktir og getur því ekki skrifað undir umsókn um aðild að ESB."
Meira
Sigurbjörn Sveinsson | 22. des. Verðlögð út af markaðnum Ég fór í bæinn í gær, sunnudag, með fjölskyldunni. Ég leit inn í ýmsar búðir og athugaði verðið á veitingastöðunum. Allt hafði hækkað eins og við var að búast.
Meira
Daníel Jakobsson skrifar um niðurskurð á íþróttafréttum: "Sú staða er uppi að síðasti íþróttaþátturinn á RÚV hefur farið í loftið. Vegna niðurskurðar verða engir íþróttaþættir á dagskrá."
Meira
Jórunn Frímannsdóttir skrifar um strætisvagnasamgöngur nokkurra helstu nágrannasveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins: "Með þessari stórauknu þjónustu hefur Strætó opnað kraftmikla lífæð milli nokkurra helstu byggðarkjarna í nágrenni höfuðborgarinnar"
Meira
VEGNA greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær vil ég taka fram að ég hef aldrei á ævi minni tjáð mig um viðskipti Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns, enda veit ég ekki neitt um þau.
Meira
Hvar er fyrirmyndarstofnunin? STARFSMENN Ríkisskattstjóraembættisins kusu stofnunina bestu ríkisstofnunina. En hvað um viðskiptavinina? Væntanlega hefðu útrásarvíkingarnir kosið eins.
Meira
Gylfi Guðjónsson skrifar um mótmæli fyrr og nú: "Ungar stúlkur úr Æskulýðsfylkingunni voru mjög aðgangsharðar, bæði þarna og síðar. Þær bitu og slógu lögreglumenn og spörkuðu í punginn á þeim ef færi gafst."
Meira
Jóhannes Vilhjálmsson fæddist í Sveinskoti á Álftanesi 6. apríl 1936. Hann andaðist á Landspítalanum 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halla Bjarnadóttir frá Leiðólfsstöðum í Flóa, f. 17. ágúst 1900, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Jón Halldórsson fæddist á Skálmarnesmúla í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu 28. okt. 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. desember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Guðmundsson fæddist á Mýrum í Skriðdalshreppi í S-Múl. 30. apríl 1943. Hann lést á Landspítalanum þriðjudaginn 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson og Pálína Fanney Stefánsdóttir. Systkini Stefáns eru Jónína Salný, f.
MeiraKaupa minningabók
Sveinbjörn Veturliðason fæddist á Lækjamótum á Ísafirði 18. desember 1928 og bjó þar öll sín æviár. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 8. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 13. desember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Vigfúsína Bjarnadóttir, eða Sína, eins og hún var jafnan kölluð, fæddist á Fjallaskaga, ysta bæ við Dýrafjörð norðanverðan, 2. nóvember 1918. Hún lést á Hrafnistu að morgni 10. desember síðastliðins og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 18. desember.
MeiraKaupa minningabók
Farsímafyrirtækið Nova hyggst fara að tilmælum Neytendastofu og bjóða viðskiptavinum sínum áfram að hringja sín á milli á 0 kr. í allt að 1.000 mínútur á mánuði.
Meira
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,5% í gær og var lokagildi hennar 350 stig . Mest lækkun varð á hlutabréfum Exista, um 33%, og á bréfum Straums-Burðaráss , um 6,7%.
Meira
Ákvörðun menntamálanefndar Alþingis um að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið ohf. var afar misráðin að mati Viðskiptaráðs. Nefndin ákvað fyrir helgi að fresta afgreiðslu frumvarpsins, sem fól m.a.
Meira
Forsætisráðherra segist ekki hafa vitað, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands , um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu.
Meira
MEIRIHLUTI þeirra, sem áttu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi, hefur fengið þær greiddar út. Þetta kemur fram í frétt á bresku fréttaveitunni The Press Association.
Meira
SKRIFAÐ hefur verið undir viljayfirlýsingu um sölu á mestum hluta af Kaupþingi í Svíþjóð til finnska bankans Ålandsbanken , að því er segir á fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri. Þá segir að gengið verði endanlega frá sölunni í byrjun næsta árs.
Meira
AÐ SÖGN Júlíusar Þorfinnssonar talsmanns Stoða, áður FL Group, hafa fjárfestingar- og umbreytingarfyrirtækin Blackstone og Lion Capital sýnt eignarhlut Stoða í hollenska drykkjarvörufyrirtækinu Refresco áhuga, en eignarhlutur félagsins hefur verið í...
Meira
Þennan dag fyrir 815 árum dó Þorlákur Þórhallsson helgi, biskup í Skálholti, maður sem Jóhannes Páll II. páfi útnefndi verndardýrling Íslands árið 1985.
Meira
Ekki er allt sem kemur fyrir í textum jólalaganna gegnsætt og vel skiljanlegt. Fimm ára sérfræðingar Morgunblaðsins rýndu í þá og áttu ekki í vandræðum með að útskýra hin undarlegustu atriði í jólasöngvunum.
Meira
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd var að hugsa um yfirstandandi erfiðleika: Þegar kvelst í máli meins og mæðu þjóðarbú, hvað mun annað hjálpa eins og himingefin trú?
Meira
Reykjavík Berta María fæddist 3. júní kl. 22.15. Hún vó 3.375 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Þóra Magnea Helgadóttir og Guðmundur Þorkell...
Meira
Reykjavík Fjóla Dís fæddist 18. maí kl. 16.58. Hún vó 4.165 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Helgi Björn...
Meira
GÚSTAV Arnar, fyrrverandi forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, ætlar að reyna að ljúka jólainnkaupunum fyrripart dagsins því að í kvöld ætlar hann að fagna sjötíu og fimm ára afmælinu sínu.
Meira
Víkverji lét loksins verða af því að höggva sitt eigið jólatré fyrir hátíð ljóss og friðar. Hingað til hefur hann látið sér nægja að festa kaup á því í búð.
Meira
23. desember 1878 Í Ísafold birtist auglýsing sem samkvæmt Sögu daganna markar upphaf jólaauglýsingaflóðsins. Hún var svohljóðandi: „Jóla- og nýársgjafir.
Meira
JACOB Landtved, íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG, lýsti í gær yfir mikilli ánægju með að hafa fengið Guðmund Þ. Guðmundsson til starfa sem þjálfara karlaliðs félagsins frá og með sumrinu 2009.
Meira
MEISTARALIÐ Boston Celtics virðist óstöðvandi í NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið vann sinn 18. leik í röð í fyrrinótt á heimavelli gegn New York Knicks, 124:105, og er það jöfnun á félagsmeti.
Meira
„ÞAÐ hefur gengið mjög vel hjá okkur í vetur, því er ekki að neita,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans.
Meira
Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona skoraði sjö stig fyrir bandaríska háskólaliðið TCU í fyrrinótt þegar liðið tapaði gegn Texas A&M 64:50. Þetta var annar tapleikur TCU í röð í NCAA-deildakeppninni.
Meira
Albert Capellas, yfirþjálfari barna- og unglingastarfs spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona , verður hér á landi á milli jóla og nýárs á vegum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Hann heldur tvo fyrirlestra í Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 28.
Meira
HEIÐAR Helguson er í liði vikunnar í ensku 1. deildinni í knattspyrnu hjá opinberri síðu deildakeppninar, The Football League, fyrir frammistöðu sína með QPR gegn Preston á laugardaginn.
Meira
ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 2008 verður útnefndur í hófi á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 2. janúar. Þetta verður í 53. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, standa að kjörinu frá stofnun þeirra árið 1956.
Meira
ÍSLAND er tólfta fremsta handknattleiksþjóð Evrópu, sú tíunda besta í karlaflokki og sautjánda besta í kvennaflokki, samkvæmt styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu fyrir árið 2008 sem gefinn hefur verið út.
Meira
KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Everton – Chelsea 0:0 Rautt spjald : John Terry (Chelsea) 35. Staðan: Liverpool 18116127:1239 Chelsea 18115236:738 Aston Villa 18104430:2034 Man.
Meira
LÆRISVEINUM Luiz Felipe Scolari hjá Chelsea mistókst í gær að tryggja sér toppsætið í ensku úrvalsdeildinni, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Everton á Goodison Park í Liverpool.
Meira
TÍU efstu íþróttamennirnir í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2008 eru kunngjörðir í dag. Sá sem efstur varð í kjörinu verður útnefndur í hófi á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 2. janúar. Þetta er í 53.
Meira
Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „ÞAÐ eru orðin sex ár síðan ég lék síðast með Keflavík,“ sagði Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumaður, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.