Greinar miðvikudaginn 7. janúar 2009

Fréttir

7. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 193 orð

40% færri sjálfsvíg eftir árásir

SJÁLFSVÍGUM fækkaði í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London sumarið 2005 og það sama átti sér raunar stað þar í landi eftir árásir hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum 2001. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 47 orð

Aðgangur að lyfjum

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur með nýrri reglugerð opnað fyrir möguleikann á útgáfu markaðsleyfa fyrir lyf sem skortur er á og ekki hefur verið sótt um markaðsleyfi fyrir. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Aðsóknarmet í Bláa lóninu

ALDREI hafa fleiri gestir heimsótt Bláa lónið en á sl. ári en heildarfjöldi gesta var 407.958. Til samanburðar var heildarfjöldi gesta þessarar einstöku heilsulindar 406.183 árið 2007. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Aukið traust til Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐIÐ er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts lesenda samkvæmt nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna (MMR). Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

„Ég óttast að við sitjum uppi með rúst í miðborginni“

Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur og Helga Bjarnason ÓLAFUR Elíasson, sem hannað hefur glerhjúp tónlistarhússins, segir samningaviðræður um húsið nú á erfiðu stigi – mjög margt sé óljóst í stöðunni. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Breytingar á leigumarkaði

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Breyttur leigumarkaður

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Í GRAFARHOLTI leigja ung hjón 50,1 m² stúdentaíbúð sem hefur farið síhækkandi í verði og greiða þau nú 92 þúsund krónur á mánuði. Meira
7. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Deilt um Panetta

BARACK Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, vill að Leon E. Panetta, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, verði næsti yfirmaður leyniþjónustunnar CIA. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Eiga 650 m. evra inni

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 538 orð | 3 myndir

Ein heilbrigðisstofnun í hverju umdæmi

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnir í dag nýjar tillögur um endurskipulagningu og sameiningu heilbrigðisstofnana í landinu. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Erlend íbúðalán til ÍLS

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja erlend íbúðalán heimila, sem hafa hækkað mikið í kjölfar gengisfalls krónunnar á síðasta ári, frá viðskiptabönkunum til Íbúðalánasjóðs. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Falleg og góð síld í höfninni

„VIÐ fengum um 30 kíló af síld,“ sagði Jón Andrés Jónsson sem fór ásamt Kristjáni syni sínum til síldveiða í smábátahöfninni í Hafnarfirði í gær. Þeir lögðu 25 m langt silunganet á milli bryggna og létu liggja í 5-10 mínútur. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Fleiri stúdentaíbúðir

BYGGING þriggja húsa fyrir stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta er hafin við Skógarveg 18-22 í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsunum í gær. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Flugeldum hent

STARFSMENN hverfastöðva borgarinnar verða á ferðinni næstu daga og hirða upp flugeldarusl á opnum svæðum en ekki verður farið sérstaklega inn í húsagötur. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Flugfarþegum fækkaði á árinu

FARÞEGAR Flugfélags Íslands í áætlunarflugi í fyrra voru um 420.000 sem er 2% fækkun frá árinu á undan. Þar af voru um 22.000 farþegar til Færeyja og Grænlands. Meira
7. janúar 2009 | Evrópusambandið (gjaldmiðillinn) | 391 orð | 1 mynd

Flækir umsóknarferlið

Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB, er einarður í afstöðu sinni til einhliða upptöku evru án aðildar að ESB. „Afstaða ESB er mjög skýr. Við styðjum ekki eða samþykkjum einhliða upptöku evru. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð

Friðarfrímerki fékk brons

VEFMIÐILL frímerkjasafnara StampNews.com valdi nýlega frímerkið með friðarsúlunni í Viðey þriðja áhugaverðasta frímerki ársins 2008. Frímerkið skarar fram úr fyrir að vera óhefðbundið. Ef farið er með frímerkið inn í myrkur glóir á því fosfórinn. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 677 orð | 2 myndir

Fyrsta loðnan fannst í Langaneskantinum

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FAXI RE-9 fann fyrstu loðnu ársins kl. 3.30 í gærmorgun. Hún var í Langaneskantinum norður og norðaustur af Langanesi. Börkur NK fann einnig loðnu undir kvöld. Skipið var þá statt um 60 sjómílur ANA af Langanesi. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gat ekki sofið vegna tónlistar

LÖGREGLAN var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi nokkru eftir miðnætti í fyrrinótt. Kvartað var undan hávaða og sá sem kvartaði sagðist ekki ná að festa svefn. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð

Geðheilsa barna í hættu

NORRÆNU samtökin um félagslega og geðræna heilsu (NFSMH), hvetja íslensk stjórnvöld til að huga sérstaklega að geðheilsu barna og ungmenna í kreppunni. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Gjaldeyrishöft andstæð EES-samningnum

Gjaldeyrishöft krónunnar eru veruleg hindrun á frjálsum fjármagnsflutningum og stofnsetningarrétti og því andstæð EES-samningnum, að mati Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Hafísinn er víðsfjarri landinu

HAFÍSINN var víðsfjarri ströndum Íslands yfir hátíðarnar, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Á gervihnattamynd sem tekin var í byrjun vikunnar má sjá að hafísjaðarinn var næst landi um það bil 75 sjómílur norðvestur af Vestfjörðum. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Handboltastjarna ræðir uppeldismál

Á MORGUN, fimmtudag, mun Ólafur Stefánsson handboltastjarna bjóða upp á samræður við foreldra og áhugafólk um lífið og uppeldismál í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 20.30. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 1567 orð | 4 myndir

Hlutar tilbúnir í Kína

Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is ÓLAFUR Elíasson myndlistarmaður segir mikið í húfi varðandi framtíð Tónlistarhússins ef ekki tekst að halda byggingu þess áfram núna. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 174 orð

Hryðjuverkalög stöðva hlutabréfaviðskipti

VIÐSKIPTAVINIR Landsbankans sem eiga hlutabréf í Bandaríkjunum, Mið-Evrópu og Bretlandi hafa ekki getað selt bréfin sín frá því að bankinn fór í þrot. Það er vegna hryðjuverkalaganna sem bresk stjórnvöld beittu bankann. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Húsfyllir Heimismanna

Skagafjörður | Karlakórinn Heimir í Skagafirði troðfyllti íþróttamiðstöðina í Varmahlíð um liðna helgi á árlegri þrettándahátíð sinni. Meira
7. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Íbúar á Gaza hvergi óhultir

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is HART var barist á Gazasvæðinu í fyrrinótt og í gær og tölur um mannfall meðal Palestínumanna komnar vel á sjöunda hundraðið. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Jólin kvödd með brennum og söng

ÞRETTÁNDAHÁTÍÐ var haldin víða um land í gær með tilheyrandi brennum, flugeldasýningum og söng. Að venju fóru álfar, tröll og aðrar furðuverur á kreik og skutu Grýla og Leppalúði víða upp kollinum. Þau hjónin var m.a. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 530 orð | 2 myndir

Komugjöldin slæm þróun

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „OKKUR finnst það alveg skelfilegt að taka svona há komugjöld. Það er ekkert óeðlilegt við að hækka þau pínulítið, en að nota þetta sem féþúfu, það finnst mér ekki í lagi,“ segir Helgi K. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 266 orð

Landinn gerði vel við sig í jólamat

NORÐLENSKA á Akureyri hefur aldrei selt meira kjöt en í nýliðnum desember. Eftir bankahrunið í október breyttust neysluvenjur fólks; meira var keypt af ódýrari kjötvöru en áður en í jólamánuðinum var hinn hefðbundni íslenski jólamatur í fyrirrúmi. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 239 orð

Landsbankamenn í Lúx hafa ekki enn fengið laun

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is Sextíu fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg hafa ekki enn fengið greidd desembermánaðarlaun sín. Skiptastjórar í bankanum hafa þráast við að greiða út. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð

LEIÐRÉTT

Vernd auðlinda Í undirfyrirsögn fréttar um ræðu Styrmis Gunnarssonar á fundi auðlindahóps Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í gær, var ranglega greint frá efni ræðunnar. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Lést í slysi við Selfoss

MAÐURINN sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt austan við Selfoss að morgni mánudags hét Guðjón Ægir Sigurjónsson, til heimilis að Hrísholti 4 á Selfossi. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Loðnan fannst í gær norðaustur af Langanesi

LOÐNA fannst í kanti Langanesgrunns í gær. Loðnuskipið Faxi RE fann fyrstu torfuna um kl. 3.30 í gærmorgun og fann meira af loðnu eftir því sem norðar dró með kantinum. Meira
7. janúar 2009 | Evrópusambandið (gjaldmiðillinn) | 178 orð | 1 mynd

Með hverju borgum við?

Íslenskt efnahagslíf gekk í gegnum miklar hremmingar á liðnu ári og gengi krónunnar hrapaði. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Menningarhúsið í notkun á árinu

MENNINGARHÚSIÐ á Dalvík, sem Sparisjóður Svarfdæla er að láta reisa og ætlar að færa sveitarfélaginu að gjöf, verður tekið í notkun á þessu ári. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 490 orð | 2 myndir

Minni mokstur?

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is UNDANFARIN ár hefur myndast halli á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og nemur hann nú liðlega 700 milljónum króna. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 82 orð

Mun færri ný ökutæki

NÝSKRÁNINGUM ökutækja fækkaði um 42% milli áranna 2007 og 2008 eða úr 30.034 fyrra árið í 17.509 árið í fyrra. Eigendaskipti ökutækja á síðasta ári voru 83.589 en þau voru 105.545 á árinu á undan. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 87 orð

Mörg skip á Grundartanga

SKIPAKOMUR á Grundartanga árið 2008 voru fleiri en nokkru sinni fyrr. Flutningar um höfnina eru um 1,3 milljón tonn, en fjöldi skipa á árinu var 271, sem er nokkur aukning frá því sem best þekktist áður. Elkem hefur m.a. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Níu ára bið eftir lóð undir mosku

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ENN hefur Félag múslima á Íslandi ekki fengið lóð úthlutaða frá Reykjavíkurborg undir mosku (bænahús), þrátt fyrir að hafa farið þess á leit við borgina síðustu níu árin, eða síðan árið 2000. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Nærtækast að LÍ höfðaði mál fyrir breskum dómi

„ÉG hefði talið nærtækast að Landsbankinn höfðaði mál fyrir breskum dómstólum og byggði málareksturinn á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu sem gilda í Bretlandi og þá fyrst og fremst ákvæðinu um skerðingu á eignarrétti,“ segir Björg... Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Ólafur Marel Ólafsson

Ólafur Marel Ólafsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar sunnudaginn 4. janúar. Ólafur fæddist 30. apríl 1925 í Vestmannaeyjum en ólst upp á Hánefsstaðaeyrum á Seyðisfirði. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Ósáttur við ríkisstjórnina

„ÉG er ósáttur við ríkisstjórnina og hef talið að atburðarás undanfarinna mánaða hafi verið með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki átt að skrifa undir hana. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Óvenjumargir Framsóknarmenn

„Þetta byrjaði líflega en það náðist sátt að lokum,“ sagði Guðlaugur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að loknum fundi félagsins í Þjóðleikhúskjallaranum. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

Óvíst að MDE tæki við kæru

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að höfða ekki mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum „á þessu stigi“ vegna beitingar hryðjuverkalaganna gegn Landsbankanum í október sl. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Óvænt aðkoma læknis skipti sköpum

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÞÓTT ég segi sjálfur frá þá var gott að ég kom að og ég var ánægður að geta hjálpað manninum. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Rætt um fjárhagsáætlun fram á nótt

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BORGARSTJÓRN Reykjavíkur ræddi í gær fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 og var það síðari umræða um hana. Fundinum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Skapar ekki ný störf

ENGAR uppsagnir flugmanna eða flugfreyja verða dregnar til baka í kjölfar þess að Icelandair var valið í útboði danska fjármálaráðuneytisins til að sjá um flug milli Kaupmannahafnar og New York með danska ríkisstarfsmenn næstu tvö árin. Meira
7. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Skautaskemmtun í kuldanum

NÚ er brunagaddur í Evrópu og víða eru öll síki og skurðir ísi lögð. Þá er bara að taka fram skautana og skemmta sér á svellinu eins og hér er gert á Kinderdijk skammt frá Rotterdam. Meira
7. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Skrúfað fyrir gasið

GASFLUTNINGAR til sex Evrópuríkja frá Rússlandi um leiðslur í Úkraínu stöðvuðust í gær vegna deilu landanna tveggja um verð á rússnesku jarðgasi og meintra skulda Úkraínumanna við Rússa. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Sömu reglur um skotvopnaeign gilda fyrir alla

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LÖGREGLUMENN eru í sömu stöðu og almenningur gagnvart núgildandi lögum og reglum, ef þeir vilja fá leyfi til að eiga óvenjuleg skotvopn, t.d. skammbyssur. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Vildu hefta fjármagnsflutninga

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl. Meira
7. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 215 orð

Þykir leitt að menn standi ekki við orð sín

FORRÁÐAMENN Nýja Glitnis hafa lofað því að standa við bakið á Þorbirni í Grindavík ef fyrirtækið lendir í vandræðum vegna þess að Deutsche Bank er farinn að innheimta greiðslur af lánum sem eru með veði í kvóta fyrirtækisins. Meira

Ritstjórnargreinar

7. janúar 2009 | Leiðarar | 254 orð

Engin stjarna á fánanum

Síðasta ár var fyrsta árið sem enginn mannskaði varð á sjó við Ísland í margar aldir, hugsanlega allt frá landnámsöld, að því er fram kom í fréttaskýringu Sigtryggs Sigtryggssonar, fulltrúa ritstjóra, hér í blaðinu í gær. Meira
7. janúar 2009 | Leiðarar | 339 orð

Skotvopn á glámbekk

Lögregla þurfti fyrir helgi að leita manns, sem gekk laus með byssu á lofti. Vitað er til þess að hann hafi einu sinni hleypt af byssunni. Á mánudagsmorgun fannst gat eftir byssukúlu í vegg í leikherbergi barnanna í leikskólanum Jörfa í Hæðargarði. Meira
7. janúar 2009 | Staksteinar | 181 orð | 1 mynd

Þreklitlir baráttumenn

Það fór vonandi ekki framhjá mörgum að Alþingi hækkaði tekjuskatt um áramótin. Nú greiða launþegar ekki 22,75% af launum sínum til ríkisins heldur 24,1%. Því til viðbótar var sveitarfélögum heimilt að hækka sinn skatt um 0,25%, í 13,28%. Meira

Menning

7. janúar 2009 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Afsláttur af nefskattinum?

Mér finnst mikil þægindi að plúsrásunum, þar sem hægt er að horfa á sjónvarpsefni klukkutíma á eftir aðalrásinni. Það er gott að vera ekki svo rígbundinn við sjónvarpsdagskrána að allt verði undan að láta. Meira
7. janúar 2009 | Hönnun | 274 orð | 2 myndir

Arkitektúr á bók

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
7. janúar 2009 | Myndlist | 93 orð | 1 mynd

Árni og Sveinbjörg sýna í Start Art

START Art listamannahús opnar fyrstu sýningar nýs árs á morgun kl. 17. Árni Bartels sýnir verk á báðum hæðum og Sveinbjörg Jónsdóttir sýnir í Vestursal á neðri hæðinni. Listamenn Start Art sýna einnig valin verk. Meira
7. janúar 2009 | Bókmenntir | 794 orð | 2 myndir

Chabon og góleminn

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is NÝTT ritgerðasafn Michaels Chabons, Maps and Legends, er eins og öll ritgerðasöfn rithöfunda – hann er sífellt að skrifa um sjálfan sig sama hvert viðfangsefnið er. Meira
7. janúar 2009 | Bókmenntir | 56 orð

Costa-verðlaun

SEBASTIAN Barry hreppir Costa-bókaverðlaunin í ár fyrir skáldsögu sína The Secret Scripture . Diana Athill, 91 árs, fær verðlaun fyrir bestu ævisöguna Somewhere Towards the End . Meira
7. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Elton aftur til Watford

SIR Elton John var lengi vel ekki bara frægur fyrir söng, píanóleik og ástríðufulla ljósmyndasöfnun, heldur var hann eigandi og síðar heiðursforseti knattspyrnufélagsins Watford FC. Meira
7. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Familjen treður upp á NASA í febrúar

* Sænski raftónlistarmaðurinn Johan T. Karlsson sem Íslendingar þekkja eflaust betur undir nafninu Familjen er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar næstkomandi. Mun hann troða upp á skemmtistaðnum NASA. Meira
7. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Fellur frá áfrýjun

BRESKA vandræðapían Amy Winehouse mun stefna að því að losa sig undan valdi fíkniefna og áfengis. Hún vill ekki láta nein leiðindi trufla sig og hefur því fallið frá því að áfrýja sekt sem hún og sambýlismaðurinn Blake Fielder-Civil fengu í Noregi. Meira
7. janúar 2009 | Tónlist | 383 orð | 1 mynd

Florian Schneider yfirgefur Kraftwerk

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í VIKUNNI spurðust út mikil tíðindi – Florian Schneider er hættur í Kraftwerk eftir ríflega fjörutíu ára samstarf við Ralf Hütter. Meira
7. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Flýgur milli barnanna og Beckhams

Knattspyrnukappinn húðflúraði David Beckham er kominn á lánssamning hjá AC Milan-liðinu. Hann segist verða einn í Mílanóborg því Victoria eiginkona hans muni sjá um heimili þeirra í Los Angeles og synina þrjá, Brooklyn, Romeo og Cruz. Meira
7. janúar 2009 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Hvar eiga listaverk heima?

LÍTA listaverk eins út þegar þau hanga innan um föt eða samlokur? Er auglýsingaskilti á safni orðið að listaverki? Leitað verður svara við spurningunum í listaverkagöngu annað kvöld kl. Meira
7. janúar 2009 | Tónlist | 218 orð | 1 mynd

Hvernig á maður að meika það?

ÚTFLUTNINGSSKRIFSTOFA íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) stendur fyrir fræðslukvöldi í Norræna húsinu í kvöld frá kl. 19.30-22. Meira
7. janúar 2009 | Tónlist | 510 orð | 2 myndir

Hvorum megin sem er?

Morgunblaðið birti tvo lista yfir bestu plötur síðasta árs í ársuppgjöri venju samkvæmt. Annars vegar lista yfir sígilda tónlist/klassík og hins vegar yfir dægurtónlist/ popp. Meira
7. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Ísland í dag gefst upp fyrir Kastljósinu

*Brottrekstur Sölva Tryggvasonar úr Íslandi í dag á Stöð 2 skömmu fyrir áramót kom eflaust mörgum mjög á óvart, enda þótti Sölvi hafa staðið sig með miklum ágætum. Meira
7. janúar 2009 | Myndlist | 141 orð | 1 mynd

Má ekki selja O'Keeffe

Dómstóll í Nashville, Tennessee, hefur fellt þann dóm að Fisk-háskólinn þar í borg skuli opna aftur sýningarsali sína þar sem verk eftir myndlistarkonuna Georgiu O'Keeffe og fleiri fræga listamenn hafa verið til sýnis lengi. Meira
7. janúar 2009 | Fjölmiðlar | 498 orð | 1 mynd

Sjónvarpsstöðvar halda sjó

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
7. janúar 2009 | Tónlist | 86 orð | 1 mynd

Svefnherbergissamfélagið spilar

BEDROOM Community hefur undanfarið staðið fyrir tónleikum á Kaffibarnum fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar. Útgáfan heldur uppteknum hætti og fagnar nýju ári með tónleikum í kvöld kl. 21. Meira
7. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 758 orð | 3 myndir

Svona hljómar árið 2009

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ekki er hægt að segja annað en að þéttingsfast sé haldið um spaðana í hinu háa breska ríkisútvarpi, BBC. Meira
7. janúar 2009 | Tónlist | 216 orð | 1 mynd

Vicky á leið í svaðilför til stórveldanna tveggja

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ROKKHLJÓMSVEITIN Vicky [áður Pollard] er gaf út plötuna Pull Hard fyrir síðustu jól undirbýr nú tvær tónleikaferðir erlendis. Fyrst verður haldið til St. Meira
7. janúar 2009 | Tónlist | 533 orð | 2 myndir

Villi gerði þá að viðburði

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HANN var kallaður Villi og gat spilað á fiðlu og stjórnað hljómsveit um leið. Ár eftir ár kom hann með nýja árið inn í stofu, og þegar hann kom og spilaði vissi maður að það var bjart framundan. Meira
7. janúar 2009 | Kvikmyndir | 118 orð | 2 myndir

Will Smith í Berlín

KVIKMYNDIN Seven Pounds með Will Smith í aðalhlutverki var frumsýnd í Þýskalandi á dögunum. Meira
7. janúar 2009 | Kvikmyndir | 569 orð | 2 myndir

Þegar kvikmyndir fara í þrot

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var í Lögbirtingablaðinu að eignarhaldsfélag sem stofnað var utan um kvikmyndina A Little Trip to Heaven hefði farið í þrot. Meira

Umræðan

7. janúar 2009 | Aðsent efni | 644 orð | 2 myndir

Bjarmalundur – Einkaframtak

Hanna Lára Steinsson og Dögg Káradóttir segja frá starfsemi Bjarmalundar: "Starfsfólk Bjarmalundar er líkt og umferðarlögregla sem leiðir fólk í gegnum flókið velferðarkerfi og bendir á rétta veginn." Meira
7. janúar 2009 | Aðsent efni | 1523 orð | 32 myndir

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Hagfræðingar skrifa um einhliða upptöku evru: "Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum." Meira
7. janúar 2009 | Pistlar | 407 orð | 1 mynd

Ekkert fyrir barnabörnin

Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, hinar þrjár stoðir íslensks hagkerfis, hrundu árið 2008. Allir milljarðarnir eru horfnir. Meira
7. janúar 2009 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd

Formaður Fiskifélagsins skammar sjómenn

Sigurjón Þórðarson er ósáttur við skoðanir formanns Fiskifélags Íslands: "Væri ekki nær að Fiskifélagið færi málefnalega og með opnum hug í gegnum þá gagnrýni sem fiskveiðiráðgjöfin hefur sætt?" Meira
7. janúar 2009 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Kínverjarnir eru komnir

Jónas Bjarnason skrifar um það nýjasta í framleiðslu rafbíla: "Bílaframleiðendur leita að nýjum rafgeymum til að knýja bíla. Toyota Príus kom með tvinnkerfi. Kínverjar hafa nú sett á markað byltingakenndan rafbíl." Meira
7. janúar 2009 | Velvakandi | 364 orð | 2 myndir

Velvakandi

Mannréttindi MAÐUR sem ég þekki hátt á níræðisaldri keypti sér íbúð fyrir eldri borgara í nýbyggingu Suðurlandsbraut 58 (Mörkinni) þar eru 78 íbúðir en enginn íbúi nema þessi eini maður. Mér skilst að Landsbankinn hafi yfirtekið bygginguna. Meira

Minningargreinar

7. janúar 2009 | Minningargreinar | 664 orð | 1 mynd

Einar G.V. Þóroddsson

Einar Guðráður Vestmann Þóroddsson fæddist á Akranesi 13. desember 1936. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi föstudaginn 26. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 1513 orð | 1 mynd

Freyr Magnússon

Freyr Magnússon fæddist í Reykjavík 28. september 1932. Hann andaðist á Landspítalanum 1. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Stefánssonar stórkaupmanns, f. 6. nóvember 1897, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 1045 orð | 1 mynd

Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir

Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, jafnan kölluð Lúlú, fæddist á Siglufirði 23. febrúar 1935. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli á aðfangadag jóla, 24. desember, síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 750 orð | 1 mynd

Guðrún J. Haraldsdóttir

Guðrún Jóna Haraldsdóttir fæddist 4. febrúar 1932. Hún andaðist 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Jónsson, f. 19.5 1893, d. 27.6. 1977, og Herbjörg Andrésdóttir, f. 20.7. 1906, d. 20.12. 1978. Systkini Guðrúnar eru Ágúst, f.... Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 1110 orð | 1 mynd

Guðrún M. Sigfúsdóttir

Guðrún M. Sigfúsdóttir fæddist á Galtastöðum ytri í Hróarstungu 13. júní 1923. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Magnússon bóndi á Galtastöðum, f. 14.6. 1874, d. 19.10. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd

Hilmar Biering

Hilmar Biering fæddist í Reykjavík 23. desember 1927. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Moritz Biering, f. 10.6. 1877, d. 26.10. 1945, og Þorbjargar Sæmundsdóttur, f. 17.6. 1886, d. 29.12. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 783 orð | 1 mynd

Hreinn Kristjánsson

Hreinn Kristjánsson fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 1583 orð | 1 mynd

Ólafía Sigurbjörg Ólafsdóttir

Ólafía Sigurbjörg Ólafsdóttir fæddist á Álftarhóli í Austur-Landeyjum 25. febrúar 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. janúar. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 1896 orð | 1 mynd

Sigurður Klemenzson

Sigurður Klemenzson fæddist 31. ágúst 1926. Hann andaðist að kvöldi 28. desember síðastliðins. Foreldrar hans voru Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 5.5. 1888, d. 14.12. 1977, og Klemenz Jónsson bóndi, skólastjóri og oddviti á Vestri-Skógtjörn, f. 1.4. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2009 | Minningargreinar | 1424 orð | 1 mynd

Þórunn Magnúsdóttir

Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur fæddist í Vestmannaeyjum 12. desember 1920. Hún lést 24. desember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur saumakonu, f. á Kúludalsá í Akraneshreppi 6.4. 1889, d. 4.11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 62 orð | 1 mynd

Eitt stærsta gjaldþrot Danmerkur um árabil

KRÖFUR í þrotabú danska flugfélagsins Sterling nema nú um 870 milljónum danskra króna, jafnvirði um 19,8 milljarða íslenskra króna og er gjaldþrot Sterling sagt eitt stærsta gjaldþrot Danmerkur í mörg ár. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Enn hækkar heimsmarkaðsverð á olíu

VERÐ á olíu hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í viðskiptum gærdagsins eins og verið hefur frá áramótum. Verð á Brent norðursjávarolíu hækkaði um tæp 6% í gær og fór í 50,7 bandaríkjadali á fatið. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Halli á vöruskiptum nam 29 milljörðum

FYRSTU ellefu mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 413,1 milljarð króna en inn fyrir 442,0 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofu. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Minni verðbólga

VERÐBÓLGAN á evrusvæðinu var minni í desembermánuði síðastliðnum en hún hefur verið í rúm tvö ár. Verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu er helsta skýringin, að því er fram kemur í frétt Bloomberg -fréttastofunnar. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 64 orð

MP Banki fær bankanúmerið 700

MP BANKI hefur samið um aðgang að kerfum Reiknistofu bankanna og fengið úthlutað bankanúmerið 700. Fjármálaeftirlitið veitti bankanum viðskiptabankaleyfi hinn 10. október sl. Leyfið var í fyrstu veitt til 31. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 309 orð | 1 mynd

Rannsóknarnefndin mun skoða þátt Icesave

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞÁTTUR Icesave-reikninga Landsbankans í falli íslenska bankakerfisins verður tekinn til rannsóknar hjá nýlega skipaðri rannsóknarnefnd Alþingis. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 120 orð | 1 mynd

Reykjavík á þriðjung inni

PENINGAR sem Reykjavík átti í peningamarkaðssjóði Landsbankans, 4,1 milljarður króna, hafa enn ekki verið innheimtir að fullu. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 348 orð | 1 mynd

Stefnt að lausn um miðjan janúarmánuð

GERT er ráð fyrir að það skýrist um miðjan þennan mánuð hvernig staðið verður að endurfjármögnun Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Þetta kom fram í máli Einars Sigurðssonar, forstjóra Árvakurs, í viðtali við fréttavefinn mbl.is í gær. Meira
7. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 48 orð

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði

ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,5% í gær og er lokagildi hennar 981 stig. Viðskipti með hlutabréf námu um 173 milljónum . Mest lækkun varð á hlutabréfum Bakkavarar , eða 7,3%. Þá lækkuðu bréf Alfesca um 4,8%. Meira

Daglegt líf

7. janúar 2009 | Daglegt líf | 92 orð

Gamalt ár og nýtt

Hjálmar Freysteinsson lítur björtum augum á árið framundan: Árið leið í alda skaut, eftirmæli bölvuð hlaut. Nú er komið annað ár sem örugglega reynist skár. Eitt er víst að varla mun verða mikið bankahrun. Meira
7. janúar 2009 | Daglegt líf | 75 orð | 1 mynd

Grease í Félagsheimilinu

Blönduós | Krakkarnir í 10. bekk Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu sýndu söngleikinn „Grease“ í Félagsheimilinu á Blönduósi fyrir skömmu. Meira
7. janúar 2009 | Daglegt líf | 535 orð | 1 mynd

Hegðunarbreyting hefst með góðum áformum

Heilsunnar vegna íhuga margir að breyta lifnaðarháttum sínum til hins betra, og á það t.a.m. við um reykingar. Meira
7. janúar 2009 | Daglegt líf | 244 orð | 1 mynd

Líkamsræktartækið í geymslunni

HVER kannast ekki við að kaupa æfingatæki til heimabrúks, ætla sér að nota það daglega, en sitja svo uppi með rykfallinn og oft rándýran grip inni í geymslu eða undir stiganum? Meira
7. janúar 2009 | Daglegt líf | 541 orð | 3 myndir

Notkun loðfelda frá Kína algeng

Margir eiga hlýjar útivistarflíkur með feldi. Hjá flestum íslensku fyrirtækjanna er notast við alvöru feld sem fenginn er frá Kína. Ekki eru allir sáttir við staðarvalið og segja illa farið með dýrin í Kína. Meira
7. janúar 2009 | Daglegt líf | 207 orð | 1 mynd

Ný byrjun hjá dansfélaginu Hvönn

Dansfélagið Hvönn í Kópavogi, elsta starfandi dansfélag bæjarins, heldur upp á 15 ára starfsafmæli sitt á haustmánuðum. Félagið fékk þá ánægjulegu jólagjöf frá Kópavogsbæ að komast lokst í fast húsnæði eftir 14 ár í bænum. Meira

Fastir þættir

7. janúar 2009 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

50 ára

Kristján Ellert Arason varð fimmtugur 29. desember síðastliðinn. Af því tilefni tekur hann á móti gestum á Sólheimum í Grímsnesi laugardaginn 10. janúar milli kl. 15 og 17, í... Meira
7. janúar 2009 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Talið upp í þrettán. Norður &spade;D753 &heart;ÁG ⋄8653 &klubs;ÁD4 Vestur Austur &spade;ÁK1096 &spade;842 &heart;87 &heart;532 ⋄ÁD109 ⋄742 &klubs;K2 &klubs;9876 Suður &spade;G &heart;KD10964 ⋄KG &klubs;G1053 Suður spilar 4&heart;. Meira
7. janúar 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Danmörk Sigfús Viðar fæddist í Horsens 7. ágúst kl. 22.45. Hann vó 3.508...

Danmörk Sigfús Viðar fæddist í Horsens 7. ágúst kl. 22.45. Hann vó 3.508 g og var 52 sm langur. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Viðarsdóttir og Magnús... Meira
7. janúar 2009 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Danmörk Yngvi Snær fæddist 16. október í Árósum kl. 10.11. Hann vó 3.420...

Danmörk Yngvi Snær fæddist 16. október í Árósum kl. 10.11. Hann vó 3.420 g og 52 sm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ragna Yngvadóttir og Ingiber Freyr... Meira
7. janúar 2009 | Árnað heilla | 176 orð | 1 mynd

Jólin hans enda 7. janúar

Í TILEFNI sextugsafmælisins er Bjarni Reykjalín arkitekt staddur á Tenerife „í sól og blíðu, æðislegu veðri og umhverfi“, eins og hann lýsir því sjálfur, með sambýliskonu sinni Dagnýju Harðardóttur. Meira
7. janúar 2009 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: En snúið yður nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta...

Orð dagsins: En snúið yður nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini. (Jl. 2, 12. Meira
7. janúar 2009 | Fastir þættir | 123 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp í B-flokki skákhátíðarinnar í Reggio Emilia á Ítalíu sem lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2.430) hafði svart gegn heimamanninum Alex Rombaldini (2.334) . 28.... Meira
7. janúar 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Stokkhólmur Áslaug Margrét fæddist 29. október kl. 7.52. Hún vó 3.880 g...

Stokkhólmur Áslaug Margrét fæddist 29. október kl. 7.52. Hún vó 3.880 g og var 51 sm löng. Foreldrar hennar eru Björk Áskelsdóttir og Alfreð... Meira
7. janúar 2009 | Fastir þættir | 291 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji tók þátt í gamlárshlaupi ÍR að þessu sinni og tók þar upp þráð, sem legið hafði niðri um nokkurt skeið. Víkverji vildi vera viss um að komast í mark og fór því nokkuð rólega yfir, skokkaði fremur en hljóp. Meira
7. janúar 2009 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

7. janúar 1730 Árni Magnússon handritasafnari og prófessor lést, 66 ára. Ásamt Páli Vídalín sá hann um manntalið 1703 og samningu jarðabókar en þekktastur er hann fyrir söfnun og vörslu handrita. 7. Meira

Íþróttir

7. janúar 2009 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

„Hvíti hákarlinn“ ætlar að æfa sig

Greg Norman kom sjálfum sér á óvart í fyrra með því að blanda sér í baráttuna um sigurinn á Opna breska meistaramótinu í golfi þar sem hann endaði í þriðja sæti. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 407 orð | 1 mynd

„Loksins tókst þetta hjá mér“

BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðakappi frá Dalvík, náði í gær sínum besta árangri á móti í heimsbikarnum í svigi, sem fram fór í Zagreb í Króatíu. Björgvin endaði í 24. sæti, en 75 keppendur tóku þátt í mótinu, sem þykir eitt það glæsilegasta í mótaröðinni. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 635 orð | 1 mynd

„Mér líður vel í KR“

JAKOB Sigurðarson leikmaður KR var í gær útnefndur besti leikmaður Iceland Express deildar karla í körfuknattleik á fyrri hluta tímabilsins. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 575 orð | 1 mynd

„Öll orkan fer í körfuboltann“

KRISTRÚN Sigurjónsdóttir úr Haukum var í gær valin besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Bjarni bætist í b-liðið

BJARNI Fritzson var í gær kallaður inn í b-landsliðið, svokallaðan 2012 hóp, í handknattleik sem tekur á næstunni þátt í alþjóðlegu móti í París. Hann kemur í stað Guðmundar Árna Ólafssonar frá Selfossi sem á ekki heimangengt vegna meiðsla. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

Björgvin var auðvitað stórkostlegur í markinu

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „MÉR fannst Egyptarnir einhvern veginn gefa eftir fljótlega í leiknum. Þeir mættu okkur mjög grimmum og það virtist einhvern veginn fara alveg með þá. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Daly gríðarlega vinsæll í Ástralíu

JOHN Daly var á dögunum úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hann hefði skaðað ímynd golfíþróttarinnar með slæmri hegðun sinni á undanförnum mánuðum. Daly er sem stendur í 734. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Defoe til Redknapps í þriðja sinn

JERMAIN Defoe, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er orðinn leikmaður Tottenham á nýjan leik en Tottenham gekk í gær frá kaupum á framherjanum og keypti hann á 15 milljónir punda. Ári eftir að hafa selt hann til Portsmouth fyrir 9 milljónir punda. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 133 orð

FH-ingar í viðræðum við Bjarna

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is FH-ingar eru í viðræðum við landsliðsmanninn Bjarna Fritzson um að ganga til liðs við félagið en eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum vinnur Bjarni að því að fá sig leystan undir samningi við franska liðið... Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 295 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Einar Jóhannsson úr Breiðabliki var kjörinn besti þjálfarinn í fyrri hluta Íslandsmóts karla í körfuknattleik í gær og Ari Gunnarsson úr Hamri sá besti í fyrri hluta Íslandsmóts kvenna. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 317 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

David Beckham , enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, lék í fyrsta skipti í búningi AC Milan í gær þegar ítalska liðið gerði jafntefli, 1:1, við Hamburger SV í æfingaleik í Dubai . Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

GOG er í fjárhagsvanda

DANSKA handknattleiksliðið GOG, sem þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson leika með, á í nokkrum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir, að sögn Fyens Stifttidende í gær. Illa hefur gengið að greiða reikninga. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Guðmundur til FC Vaduz?

GUÐMUNDUR Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga og besti og markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu 2008, er staddur í Liechtenstein þar sem hann á í viðræðum við FC Vaduz, sem leikur í svissnesku úrvalsdeildinni. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

Gulldrengurinn Giggs íhugar að hætta í vor

RYAN Giggs, einn af gulldrengjum sir Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United, hefur gefið það í skyn að hann kunni að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir tímabilið. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Isom er bjartsýnn

„ÉG vonast til þess að geta leikið með Þór á ný eftir 4-5 vikur. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 301 orð

KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Tottenham...

KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Tottenham – Burnley 4:1 Michael Dawson 47., Jamie O'Hara 52., Roman Pavlyuchenko 65., Michael Duff 67. (sjálfsmark) – Martin Paterson 15. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 110 orð

Meiðslin ekki alvarleg

JÓHANNES Karl Guðjónsson fór meiddur af leikvelli strax á 15. mínútu í leik Tottenham og Burnley í enska deildabikarnum í gær. Hann segist þó ekki alvarlega meiddur. „Ég held ég sé nú ekki illa tognaður eða með rifinn vöðva. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Nokkur í myndinni

,,ÞAÐ eru nokkur félög inni í myndinni hjá Hermanni og það hafa komið fyrirspurnir frá liðum en það er ekkert komið á hreint í þessum málum. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 67 orð

Stórsigur hjá Tottenham

TOTTENHAM lagði Burnley í enska deildarbikarnum í gær, 4:1, í fyrri leik liðanna á White Hart Lane í Lundúnum. Burnley komst yfir á 15. mínútu með marki Martin Paterson. Meira
7. janúar 2009 | Íþróttir | 636 orð | 1 mynd

Voru algjör hamskipti

„ÞETTA var allt annar leikur hjá okkur núna en í fyrsta leiknum og ég er mjög ánægður með leik strákanna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, eftir öruggan sigur, 29:17, á Egyptum á Staffan Holmqvist-mótinu... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.