Greinar miðvikudaginn 21. janúar 2009

Fréttir

21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 47 orð

58 milljónir söfnuðust í jólasöfnun

Í JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar sem stendur út janúar hafa safnast 58 milljónir króna sem renna til aðstoðar innanlands og til vatnsverkefna í Eþíópíu, Mósambík, Malaví og Úganda. Sambærileg tala fyrir 2007 er 40 milljónir króna. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Áhyggjulausir íþróttamenn

MEÐAN fjöldi fólks safnaðist saman við þinghúsið í gær til að mótmæla voru nokkrir drengir komnir saman skammt frá en í allt öðrum tilgangi. Fótbolti átti hug þeirra allan en strákarnir eru í 6-X og 6-M í MR. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Baltasar í jólakúlulandi

„ÁÐUR en við skreyttum jólatréð okkar fylltum við rúmið hans af jólakúlum og lögðum hann svo í þær, og hrúguðum aðeins yfir hann,“ segir Guðjón Jónsson, sigurvegari í jólaljósmyndakeppni mbl. Meira
21. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

„Afl okkar vex ef við notum það varlega“

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BARACK Obama hvatti í gær Bandaríkjamenn til að horfast í augu við efnahagskreppu sem græðgi hefði valdið en einnig „þau sameiginlegu mistök okkar að taka ekki erfiðar ákvarðanir“. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

„Geri ekki athugasemdir við mótmæli“

„ÉG geri engar athugasemdir við mótmæli. Við þessar aðstæður sem við erum að berjast við, Íslendingar allir, þá er við því að búast að í tengslum við hinn pólitíska vettvang láti fólk í sér heyra. Meira
21. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

„Skömm fyrir Rússa“

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is STANISLAV Markelov, rússneskur lögfræðingur og baráttumaður fyrir mannréttindum, var myrtur í Moskvu í fyrradag. Ung blaðakona, sem var með honum í för, varð einnig fyrir skotum og lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 1495 orð | 13 myndir

„Þurfum nýtt lýðveldi“

Eftir Unu Sighvatsdóttur og Önnu Sigríði Einarsdóttur Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæf ríkisstjórn! Þeir voru ekki í vafa um hvaða skilaboð þeir vildu senda ríkisstjórninni mótmælendurnir sem söfnuðust saman við Alþingishúsið í gær. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Blómstrandi barnalán á Djúpavogi

Eftir Andrés Skúlason ÁRIÐ 2008 fæddust ellefu nýir Djúpavogsbúar en í hreppnum búa innan við 500 manns. Þegar hafa átta konur á staðnum staðfest að þær beri barn undir belti og þar sem árið er aðeins nýhafið er tími til að bæta um betur. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Ekki sýslumanna að gefa skuldurum frest

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ákvörðun sýslumannsins á Selfossi um að gefa út handtökuskipun á hendur 370 einstaklingum, sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embætti hans, vakti hörð viðbrögð meðal almennings. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 801 orð | 5 myndir

Erfitt samdráttarskeið

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ENDURSKOÐUÐ þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu í gærmorgun, gerir ráð fyrir því að djúp efnahagslægð sé framundan á næstu tveimur árum. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Fornleifauppgröftur á Lækjargötureitnum sem brann

BÚIÐ er að fjarlægja húsið að Lækjargötu 2 sem brann vorið 2007 og verið að vinna að fornleifauppgrefti á svæðinu. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Frummatsskýrsla um áhrif Hallsvegar

FRUMMATSSKÝRSLU vegna mats á umhverfisáhrifum vegna Hallsvegar, Úlfarsfellsvegar og mislægra gatnamóta við Vesturlandsveg er nú lokið. Kynning á frummatsskýrslunni og réttur til að skila inn athugasemdum er frá 20. janúar til 4. mars nk. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Færri á starfstengdu námskeiðin

AÐSÓKN að námskeiðum í menningu, tungumálum og sjálfsrækt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er meiri um þessar mundir en aðsókn í starfstengd námskeið. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 97 orð

Glitnir ASA mun meira virði

DÓTTURFÉLAG Glitnis í Noregi, Glitnir Bank ASA, sem var seldur á 300 milljónir norskra króna 21. október, 5,5 milljarða króna, er nú verðmetinn á um tvo milljarða norskra króna, eða um 36,5 milljarða króna. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 92 orð

Gæsluvarðhald framlengt

KARLMAÐUR um fimmtugt sem játað hefur að hafa borið eld að húsnæði við Tryggvagötu sætir varðhaldi til 16. febrúar nk. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hafa skilað frumtillögum

VINNUHÓPAR heilbrigðisstarfsfólks, sem unnið hafa að því að útfæra breytingar á heilbrigðisstofnunum landsins að beiðni heilbrigðisráðherra, skiluðu ráðherra áfangaskýrslum sínum sl. mánudag. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð

Helgi í stórmyndum

HELGI Björnsson, leikari og tónlistarmaður, leikur í þremur stórmyndum á næstu mánuðum. Hann mun m.a. fara með hlutverk listaverkasala á frönsku rívíerunni í nýjustu mynd Rennys Harlins. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hreindýraveiðileyfi verða 1.333 talsins

HREINDÝRAKVÓTINN á þessu ári verður 1.333 dýr líkt og í fyrra, samkvæmt auglýsingu Umhverfisstofnunar. Nú verða leyfðar veiðar á 925 kúm en í fyrra voru kýrnar 750 sem leyft var að veiða. Meira
21. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 210 orð | 2 myndir

Ísraelar sakaðir um stríðsglæpi

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International saka Ísraela um að hafa framið stríðsglæpi á Gaza-svæðinu með því að beita sprengjum með hvítum fosfór á mjög þéttbýlum stöðum. Meira
21. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Kossaflens í kafinu

ÞJÁLFURUM tveggja mjaldra í sædýrasafninu í borginni Harbin í Norðaustur-Kína hefur tekist vel með tamninguna og geta þeir fengið hvalina til að leika hinar ótrúlegustu listir. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Kreppan bítur á Val eins og aðra

VALSMENN glíma við fjárhagsvanda af völdum kreppunnar eins og önnur knattspyrnufélög, enda þótt þeir hafi náð að semja við marga nýja leikmenn í vetur, eftir að kreppan skall á. „Það er samið á allt öðrum nótum núna heldur en áður. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 36 orð

Matarúthlutun

Í DAG, miðvikudag, hefst á ný matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands kl. 15 til 17 í Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. Tekið er á móti gjöfum, matvælum og fatnaði alla miðvikudaga kl. 13 til 17 á sama... Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 236 orð

Málinu vísað frá vegna formgalla

HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins á hendur Jóni Ólafssyni, Ragnari Birgissyni og Hreggviði Jónssyni. Þeir voru ákærðir fyrir meiri háttar skattalagabrot og vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur máli þeirra frá í desember. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 179 orð | 2 myndir

Mestu mótmæli frá 1949

MIKILL hiti var í mótmælum fyrir framan Alþingishúsið í allan gærdag og langt fram á nótt. Ætla má að nokkur þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum fyrstu tólf tímana sem þau stóðu. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Mótmæla uppsögnum hjá Gæslunni

TRÚNAÐARMANNARÁÐ SFR (Stéttarfélags í almannaþjónustu) mótmælir harðlega niðurskurði hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Nýr sóknarprestur vígður í Bíldudal

SÉRA Ásta Ingibjörg Pétursdóttir var sett inn í embætti sóknarprests Bíldudals- og Tálknarfjarðarpresta kalls, sl. sunnudag af sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, prófasti Vestfjarðaprófastdæmis. Meira
21. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 70 orð

Óttast fuglaflensufaraldur

SHU Yuelong, háttsettur starfsmaður kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar, segist óttast, að fuglaflensan breytist í faraldur. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Óvissa um Úlfarsárdal

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is FORSVARSMENN íþróttafélagsins Fram vita ekki á þessari stundu hvort borgin getur staðið við samninga um kaup á aðstöðu þeirra í Safamýri og uppbyggingu félagsins í Úlfarsárdal. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 51 orð

Réttlát uppgjör

Á MORGUN, fimmtudag, kl. 20 er boðað til fundar í Laugardalshöll af samtökunum Réttlæti.is sem berjast fyrir réttlátu uppgjöri á Peningabréfum Landsbankans. Á fundinum fer Hilmar Gunnlaugsson hrl. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Rýrnaði um rúman milljarð

HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipafélags Íslands rýrnaði um 1,1 milljarð frá 30. september til 31. desember. Þetta kemur fram í greinargerð, sem fráfarandi stjórn sjóðsins sendi frá sér í gær. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 656 orð | 2 myndir

Seldur á brot af raunvirði

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Dótturfélag Glitnis í Noregi, Glitnir Bank ASA, sem var seldur á 300 milljónir norskra króna 21. október, 5,5 milljarða króna, er nú verðmetinn á um tvo milljarða norskra króna, eða um 36,5 milljarða króna. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 123 orð

Sex vilja þjóna sem prestar í Laufási

SEX umsóknir bárust um starf prests í Laufási við Eyjafjörð. Séra Pétur Þórarinsson lést 2007 og síðan hefur séra Gylfi Jónsson, héraðsprestur í Þingeyjarprófastsdæmi, þjónað í Laufásprestakalli. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sparifé enn fryst hjá SPRON

LÖNGU og stuttu skuldabréfasjóðir SPRON hafa verið frystir frá bankahruninu. Björg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá SPRON verðbréfum, segir haft að leiðarljósi að hámarka eignir sjóðanna til að tryggja hag sjóðfélaga. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Sveitarfélög verði sameinuð

ÓLAFUR F. Magnússon borgarfulltrúi lagði til á fundi borgarstjórnar í gær að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu yrðu sameinuð. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Taka yfir ábyrgðina

„VIÐ höfum orðið varir við að neytendur hafi lent í erfiðleikum með raftæki sem hafa bilað, þar sem innlendur söluaðili hefur farið í þrot og nýr rekstraraðili hyggst ekki taka ábyrgð á vörunum. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Tvöfalt fleiri tekjulitlir fengu fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði

ÞEIR einstaklingar sem fengu fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar í desember síðastliðnum voru nær tvöfalt fleiri en á sama tíma árið áður, að sögn Sæmundar Hafsteinssonar, forstöðumanns stofnunarinnar. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð

Upprættu kannabisrækt

LÖGREGLAN stöðvaði kannabisræktun í húsi við Laugardalinn um miðjan dag í fyrradag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 10 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á sama stað var lagt hald á nokkra gróðurhúsalampa. Meira
21. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 269 orð

Vilja efla stöðu dönskunnar

MEIRIHLUTI er nú fyrir því á danska þinginu, að háskólum í Danmörku verði sett ákveðin málstefna og þeir skyldaðir til að tryggja, að danskan lúti ekki í lægra haldi fyrir ensku sem vísinda- og kennslumál. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

Vilja efla sveitarstjórnarstigið

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RÓTTÆK efling sveitarstjórnarstigsins var inntak tillögu sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram á borgarstjórnarfundi í gær. Meira
21. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Vongóður um að fá tjónið bætt

HÓPURINN sem stendur að rettlaeti.is, eigendur í peningamarkaðssjóðum Landsbankans, er vongóður um að fá tap sitt á sjóðunum bætt. Eigendurnir töpuðu þriðjungi sparnaðar síns. Meira
21. janúar 2009 | Þingfréttir | 354 orð | 1 mynd

Þingið nötraði undir hávaða og kröfum mótmælenda

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HÁVAÐINN frá mótmælunum í gær glumdi án afláts um allt Alþingishúsið klukkustundum saman. Andrúmsloftið var spennuþrungið á göngum og lögreglumenn við alla innganga. Meira

Ritstjórnargreinar

21. janúar 2009 | Leiðarar | 318 orð

Andóf við Alþingi

Fjöldi manns tók sér mótmælastöðu fyrir utan Alþingi í gær til að láta í ljósi andstöðu við stjórnvöld. Síðdegis fækkaði í hópnum, en í gærkvöldi fjölgaði á ný og stóðu mótmælin enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira
21. janúar 2009 | Staksteinar | 183 orð | 1 mynd

Hálfkveðnar vísur

Stundum reyna menn að fegra sannleikann aðeins án þess þó að fara beinlínis með rangt mál. Meira
21. janúar 2009 | Leiðarar | 320 orð

Nýr tónn frá Bandaríkjunum

Augu heimsins beindust í gær að Barack Hussein Obama þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Ræðu Obama hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hann flutti hana af öryggi og sannfæringu. Obama þakkaði George W. Meira

Menning

21. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 11 orð | 7 myndir

Aðdáendur Obama

Stjarna Oprah Winfrey og unnustinn, Stedman Graham, létu sig ekki vanta. Meira
21. janúar 2009 | Tónlist | 77 orð | 4 myndir

Afrit af Hjörvari

TÓNLISTARMAÐURINN Hjörvar hélt tónleika í Iðnó á föstudaginn, en tilefni þeirra var útgáfa plötunnar A Copy Of Me . Þar er á ferðinni önnur sólóplata hans, en þá fyrstu gaf hann út undir listamannsnafninu Stranger. Meira
21. janúar 2009 | Myndlist | 161 orð | 4 myndir

Barn í jólakúlubaði

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „NEI, ég bjóst nú ekki við þessu. Ég hef tekið þátt í svona keppnum áður en aldrei unnið. Meira
21. janúar 2009 | Tónlist | 237 orð | 1 mynd

„Þú ert bara allt of góður"

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞORLEIFUR flutti með fjölskyldu sinni til Stafangurs í Noregi stuttu fyrir jól. Hann er rétt liðlega átján ára og hefur getið sér nokkuð góðs orðs fyrir munnhörpuleik. Meira
21. janúar 2009 | Tónlist | 131 orð | 1 mynd

Dónalegir orðaleikir bannaðir

SVO gæti farið að nýjasta smáskífa Britney Spears, er heitir „If You Seek Amy“, verði bönnuð á nokkrum stöðvum í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að heiti lagsins er orðaleikur er hefur í raun afar dónalega merkingu. Meira
21. janúar 2009 | Hönnun | 104 orð | 1 mynd

Flott tónlistarhús Dana

TÓNLISTARHÚS Danska útvarpsins, sem er hannað af Jean Nouvel, var vígt í Kaupmannahöfn um helgina. Meira
21. janúar 2009 | Kvikmyndir | 520 orð | 2 myndir

Helgi í þremur stórmyndum

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
21. janúar 2009 | Leiklist | 500 orð | 1 mynd

Hringleikahús samtímans

Höfundur: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson Gervahönnun: Ragna Fossberg og... Meira
21. janúar 2009 | Tónlist | 103 orð | 1 mynd

Iron Maiden í kvikmynd

FRAMLEIÐSLU nýrrar heimildarmyndar um þungarokkssveitina Iron Maiden er lokið og er myndin væntanleg í kvikmyndahús um allan heim í apríl. Myndin heitir Iron Maiden: Flight 666 og fylgir sveitinni á tónleikaferðalagi um heiminn á síðasta ári. Meira
21. janúar 2009 | Hugvísindi | 80 orð | 1 mynd

Ímyndir Íslands í mat og drykk

HILDIGUNNUR Ólafsdóttir, doktor í afbrotafræði, fjallar um vel þekktar ímyndir af áfengisneysluvenjum Íslendinga og tilhneiginguna til að skapa þeim sérstöðu á fyrirlestri í Reykjavíkurakademíunni í kvöld kl. 20. Meira
21. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Kira Kira spilar í fjölmörgum Evrópulöndum

* Tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Kira Kira , er á faraldsfæti um þessar mundir, en tónleikaferð hennar um Evrópu hófst hinn 14. janúar. Ferðalagið stendur til 7. Meira
21. janúar 2009 | Tónlist | 411 orð | 1 mynd

Leikhús slagverksins

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG held að það verði mikið leikhús í þessu,“ segir Áskell Másson um frumflutning á konsertinum Crossings á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. Meira
21. janúar 2009 | Bókmenntir | 84 orð | 1 mynd

Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur í kvöld

Í KVÖLD verður Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur við athöfn í Salnum í Kópavogi kl. 20. Ljóðstafurinn er árleg ljóðasamkeppni á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs. Meira
21. janúar 2009 | Bókmenntir | 515 orð | 1 mynd

Máttur breytinganna liggur hjá fólkinu

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BANDARÍKJAMAÐURINN Tim Dyk og Jeong Heon frá Suður-Kóreu kynntust á námskeiði um hvernig á að beita ljósmyndun til að vekja athygli á óréttlætinu í heiminum. Meira
21. janúar 2009 | Bókmenntir | 77 orð

Metsölulistar»

New York Times 1. Plum Spooky – Janet Evanovich 2. The Host – Stephenie Meyer 3. Black Ops – W. E.B. Griffin 4. Scarpetta – Patricia Cornwell 5. The Story of Edgar Sawtelle Meira
21. janúar 2009 | Tónlist | 467 orð | 1 mynd

Myrkir músíkdagar

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MYRKIR músíkdagar verða haldnir dagana 6.-13. febrúar. Það er Tónskáldafélag Íslands sem stendur að hátíðinni sem skartar fimmtán tónleikum auk fyrirlestra og annarra viðburða. Meira
21. janúar 2009 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Obama og Alþingi

SJÓNVARPIÐ sýndi okkur sögulega stund í gær þegar Barack Obama tók við forsetaembætti í beinni útsendingu. Meira
21. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Plata Benna Hemm Hemm til Japans

* Nýjasta breiðskífa Benna Hemm Hemm , Murta St. Calunga, kemur út í Japan 21. janúar. Útgáfufyrirtækið Afterhours gefur plötuna út í samstarfi við íslenska útgáfufyrirtækið Kimi Records. Meira
21. janúar 2009 | Menningarlíf | 772 orð | 2 myndir

Sést varla í vegginn

Afi, hver gerði þetta eiginlega?“ spurði lítil stúlka með undrun í röddinni og benti á stórt málverkið. „Það var hann Jóhannes Kjarval,“ sagði afinn rólega. Meira
21. janúar 2009 | Bókmenntir | 251 orð | 1 mynd

Snjallar tengingar

Hold Tight eftir Harlan Coben. Signet Book gefur út. 385 bls. kilja Meira
21. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

Snorri kemur Sjálfstæðisflokknum til bjargar

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður hefur tilkynnt framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsþingi flokksins sem hefst 29. janúar næstkomandi. „Það er rétt. Meira
21. janúar 2009 | Bókmenntir | 455 orð | 1 mynd

Stjarna eftir dauðann

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÁRATUGUM eftir dauða sinn í Auschwitz er Irene Némirovsky orðin hluti af bókmenntasögu 20. aldar. Bækur hennar hafa verið endurútgefnar víða um heim og fengið mikla athygli og lof. Meira
21. janúar 2009 | Hugvísindi | 74 orð | 1 mynd

Tjörnin í fortíð, nútíð og framtíð

Á MORGUN heldur dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, fyrirlestur undir yfirskriftinni „Reykjavík Pond – a Dirty Jewel in the Capital Central. Meira
21. janúar 2009 | Bókmenntir | 146 orð

Vondir bókartitlar

GUARDIAN hefur tekið saman lista yfir bókartitla sem nokkrum þekktum bókum voru gefnir upprunalega á sínum tíma en útgefendur höfnuðu. Efst á listanum trónir First Impressions eftir Jane Austen sem varð síðar Pride and Prejudice . Meira

Umræðan

21. janúar 2009 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Áramótaspjall undan Jökli

LÍKLEGT er að ársins 2008 verði lengi minnst fyrir það að þá lagðist á þjóðir heims manngerð kreppa sem afleiðing falls frjálshyggjunnar. Hér áður fyrr var sagt að kreppan væri eins og vindurinn, það vissi enginn hvaðan hún kæmi og hvert hún færi. Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Dettifossar daðurssveitanna

EINSTÖK fegurð íslenskrar náttúru verður aldrei of mikið í umræðunni. Fegurð sem oft er hrikaleg og storkar okkar tilfinningum sem í besta falli framkallar samkennd á vettvangi og þar með verður tilefni til daðurs. Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Dvergríkið Ísland

Í NÝLEGU viðtali við Íslending búsettan í Kaupmannahöfn vitnaði hann í leigubílstjóra sem sagði eitthvað á þá leið að hann skildi ekki hvers vegna þessi 320 þúsund gætu ekki lifað góðu lífi hér á þessari eyju sem er þrisvar sinnum stærri en Danmörk og... Meira
21. janúar 2009 | Blogg | 107 orð | 1 mynd

Gísli Gíslason | 20. janúar Mikilvægt mál Upphaflega ráku...

Gísli Gíslason | 20. janúar Mikilvægt mál Upphaflega ráku umhverfisverndarsamtök þann áróður að það þyrfti bjarga hvölum frá útrýmingu. Í dag snýst þetta um eitthvað allt annað, s.s. Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Hreppapólitík iðnaðarráðuneytisins

Rúnar Sigtryggsson segir Akureyri álitlegan kost til að þjónusta Drekasvæðið: "Ef þetta eru vinnubrögð sem á að bjóða þeim olíuleitarfyrirtækjum sem vilja stunda rannsóknir á Drekasvæðinu, er eins líklegt að þau sigli bara til Noregs..." Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 1190 orð | 1 mynd

Hrokafullt upphaf hrunsins eða... aldrei andlega virk þjóð?

Eftir Herdísi Þorgeirsdóttur: "Þegar neyðarlögin voru sett var staðfest að hér ríkir neyðarástand – afleiðing langvarandi spillingar. Hví að kalla hlutina öðrum nöfnum?" Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

Íslenska þjóð, nú er tækifærið

ÞEGAR bankarnir hrundu hefði strax átt að stofna þjóðstjórn því neyðarástandið varðaði alla þjóðina en það var þjóðin sem upphaflega kaus mennina sem sitja á þingi. Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Líf á Íslandi í sátt og samlyndi?

HVENÆR er nóg komið? Ríkisstjórn okkar sá engan veginn að nóg væri komið. Hún leit undan og naut glæsileikans, upphafningarinnar og glansins eins og svo mörg okkar. Ríkisstjórnin varð svo sjálfstæð að hún sá ekki nauðsyn þess að stjórna landinu. Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Norður-Íshafið, olíuvinnsla og Drekasvæðið

Hjörleifur Guttormsson skrifar um loftslagshlýnun og minnkun hafíss í Norður-Íshafi: "Ísland ætti að beita sér fyrir því að öll áform um olíu- og gasvinnslu í Norður-Íshafi verði stöðvuð og samkomulag gert um verndun þessa svæðis." Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd

Nýja Ísland

UMRÆÐAN um ráðleysi Íslands og íslenskra hagsmuna heldur áfram og engin fyrirsjáanlegur endir á því. Meira
21. janúar 2009 | Bréf til blaðsins | 525 orð

Opið bréf til Ástu Möller alþingismanns

Frá hjúkrunardeildarstjórum á St. Jósefsspítala Sólvangi: "ÁSTA Möller alþingismaður, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, skrifar á heimasíðu sína 13. jan. sl. um St." Meira
21. janúar 2009 | Pistlar | 506 orð | 1 mynd

Skríllinn er þeir

Það var nokkuð sérstakt að hugsa til þess í gær að á sömu stundu og þorri jarðarbúa fagnaði embættistöku Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna, skyldu nokkur þúsund íslensk hjörtu berjast ótt og títt fyrir utan Alþingi Íslendinga í fjöldamótmælum sem... Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

St. Jósepsspítali

Guðrún Jónsdóttir segir betri og persónulegri þjónustu veitta á St. Jósefsspítala: "Heilbrigðisráðherra birti 7. janúar nýjar áherslur í heilbrigðismálum. Hann boðar niðurskurð og segist vera að hagræða í heilbrigðiskerfinu." Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Sveitarfélögin í Evrópusamstarfinu

Kristján L. Möller skrifar um sóknarfæri sveitarfélaga í ESB: "Það er hins vegar ánægjuleg þróun að íslensk sveitarfélög hafa með markvissari hætti en áður unnið að því að styrkja stöðu sína í Evrópusamstarfinu." Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Undir pilsfaldi stjórnvalda

Ragnar Önundarson skrifar um sjálfstýringu og handstýringu í hagstjórn, skattamál, peningaprentun o.fl.: "Svo undarlegt sem það virðist keppa margar Vesturlandaþjóðir um þessi eyðileggingaröfl með skattaívilnunum, blindar eins og nýfæddir kettlingar." Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 381 orð | 1 mynd

Uppgjör gjaldeyrisafleiðusamninga

ENN deila menn um uppgjör gjaldeyrisafleiðusamninga. Lífeyrissjóðir hafa tapað á þessum samningum og vilja gera þá upp á hagfelldu gengi til að minnka eigin skaða. Meira
21. janúar 2009 | Velvakandi | 188 orð | 1 mynd

Velvakandi

Nagladekk menga ÉG hef barist lengi gegn nagladekkjum og nú eru níu ár liðin frá því að margar þjóðir bönnuðu nagladekk, þ.e.a.s. þær þjóðir sem hafa notað nagladekk. Fyrir einstaka tilfelli voru þau leyfð og þá skattlögð. Meira
21. janúar 2009 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Verðtrygginguna verður að endurskoða

HVERGI í heiminum mun þekkjast verðtrygging lána – nema á Íslandi. Þetta óvenjulega fyrirbæri hefur í áratugi hækkað höfuðstól og afborganir lána, þ.m.t. íbúðarlána, gert lántakendum erfitt að skipuleggja fjármál sín. Meira

Minningargreinar

21. janúar 2009 | Minningargreinar | 3641 orð | 1 mynd

Auður Kristmundsdóttir

Auður Kristmundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1951. Hún andaðist á líknardeild Landspítala 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristmundur Jakobsson loftskeytamaður, f. 4.7. 1923 og Ástdís Gísladóttir, húsmóðir, f. 24.4. 1926, d. 30.9. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2009 | Minningargreinar | 1697 orð | 1 mynd

Ásbjörg Guðgeirsdóttir

Ásbjörg Guðgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu, sambýlinu Roðasölum 1, 13. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur og Guðgeirs Jónssonar bókbindara. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2009 | Minningargreinar | 3475 orð | 1 mynd

Birgir Axelsson

Birgir Axelsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Axel Gunnarsson kaupmaður í Reykjavík, f. 21. febrúar 1901, látinn 6. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2009 | Minningargreinar | 1598 orð | 1 mynd

Sigurjóna Steingrímsdóttir

Sigurjóna Steingrímsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnhildur Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2009 | Minningargreinar | 4703 orð | 1 mynd

Sverrir Heiðar Júlíusson

Sverrir Heiðar Júlíusson fæddist að Skógum í Hörgárdal 1. maí 1967. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Soffía Sverrisdóttir, f. 21.9. 1943 og Hjalti Arnarsson, f. 13.8. 1946. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Leiðbeiningar samþykktar

BANKARÁÐ Landsbankans, NBI, hefur samþykkt leiðbeiningar um aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækja. Þær segja til um hvernig staðið verður að endurskipulagningu fjárhags fyrirtækja í erfiðleikum. Meira
21. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 511 orð | 1 mynd

Sigurður Einarsson segir engin lög brotin

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl. Meira
21. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 146 orð | 1 mynd

Skulda föllnu bönkunum 100 milljarða

EKKI kom fram krafa um að Stoðir yrðu teknar til gjaldþrotaskipta í dómsölum Héraðsdóms Reykjavíkur í gær, að sögn talsmanns Stoða, Júlíusar Þorfinnssonar. Þar fóru Stoðir fram á framlengda greiðslustöðvun. Dómari hefur sjö daga til að ákveða... Meira
21. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 54 orð

Tímasetningar í viðræðum nást ekki

TÍMAÁÆTLANIR sem gerðar voru í upphafi viðræðna um sameiningu Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON , sem staðið hafa yfir frá því í byrjun desember í fyrra, munu ekki nást. Meira
21. janúar 2009 | Viðskiptafréttir | 42 orð | 1 mynd

TM selur Nemi í Noregi

GENGIÐ hefur verið frá samningi um sölu á Nemi, dótturfélagi TM í Noregi, til norska tryggingafélagsins Protector Forsikring ASA . Samningurinn er með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki opinberra aðila, þ.m.t. Meira

Daglegt líf

21. janúar 2009 | Daglegt líf | 76 orð

Af limruleik og forseta

Jóna Guðmundsdóttir heldur áfram limruleik sínum á Moggablogginu á nýju ári. Eftir ræðu forsetans og forsætisráðherrans orti hún: Tími flottheita og framfara var fjármálabullinu samfara. Nú kemur ár með trega og tár og tímabil efnahagshamfara. Meira
21. janúar 2009 | Daglegt líf | 1081 orð | 3 myndir

Barnabærinn Djúpivogur

Íbúum á Djúpavogi fjölgaði mest af öllum sveitarfélögum á Austurlandi á síðasta ári enda virðist barneignaræði hafa gripið unga fólkið á staðnum. Ellefu börn komu í heiminn á síðasta ári og áreiðanlegar heimildir herma að a.m.k. átta hafi staðfest komu sína á þessu ári. Meira

Fastir þættir

21. janúar 2009 | Fastir þættir | 163 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tapslagatalningin. Norður &spade;62 &heart;ÁK62 ⋄K6 &klubs;G10965 Vestur Austur &spade;ÁD97543 &spade;KG108 &heart;G &heart;985 ⋄Á10 ⋄G97 &klubs;K87 &klubs;D32 Suður &spade;-- &heart;D10743 ⋄D85432 &klubs;Á4 Suður spilar 6&heart;. Meira
21. janúar 2009 | Árnað heilla | 182 orð | 1 mynd

Mest að gera í miðri brekku

„Ég ætla að bjóða mínum nánustu ættingjum í léttar veitingar,“ segir Ásgeir Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem fagnar fimmtugsafmælinu í dag. Meira
21. janúar 2009 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar...

Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jb. 36, 15. Meira
21. janúar 2009 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Re1 Rd7 10. f3 f5 11. g4 Kh8 12. h4 c6 13. Kg2 Rf6 14. Rd3 b5 15. b3 Hb8 16. Rf2 b4 17. Ra4 Bb7 18. Bg5 Dd7 19. Dd2 cxd5 20. cxd5 Reg8 21. Hac1 Ba8 22. Dc2 Hf7 23. Meira
21. janúar 2009 | Í dag | 144 orð | 1 mynd

Victoria er ekki aðdáandi afturendans á sér

FYRRVERANDI Kryddpían, Victoria Beckham, sat nýlega fyrir í nærfataauglýsingu fyrir Emporio Armani. Meðan á myndatökunni stóð bað hún ljósmyndarann ítrekað um að beina athyglinni frá óæðri endanum á sér. Meira
21. janúar 2009 | Fastir þættir | 293 orð

Víkverjiskrifar

Barack Hussein Obama er mikill lestrarhestur og kveðst hafa uppgötvað mátt orðsins til að umbreyta þegar hann var í háskóla. Í blaðinu International Herald Tribune birtist grein um bóklestur Obama. Meira
21. janúar 2009 | Í dag | 177 orð | 2 myndir

Þetta gerðist...

21. janúar 1918 Mesta frost hér á landi, -38° C, mældist á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum. Þessi vetur hefur verið nefndur frostaveturinn mikli. 21. janúar 1918 Mesta frost í Reykjavík, -24,5° C, mældist þennan dag, en logn var og bjartviðri. Meira

Íþróttir

21. janúar 2009 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

Alfreð skammar Storm

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ALFREÐ Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, sendir Thorsten Storm, framkvæmdastjóra Rhein Neckar Löwen, tóninn í dagblaðinu Kieler Nachrichten. Storm er sagður hafa borið víur sínar í leikmenn Kiel og m.a. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Arnór lagði upp mark

Arnór Smárason og félagar í Heerenveen gerðu góða ferð á De Kuip í Rotterdam í gærkvöldi þegar þeir lögðu lið Feynoord á útivelli, 3:0 í 16 liða úrslitum hollensku bikarkeppninnar. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

„Við eigum fullt erindi í efstu deild“

LIÐ KA/Þórs, sem leikur í 2. deild kvenna í handknattleik, gerði sér lítið fyrir og lagði efstudeildarlið Gróttu í gær, í 8 liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna, með 22 mörkum gegn 21. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

„Við erum með jafnmörg stig og Manchester United“

RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ennþá hafa fulla trú á að hans leikmenn verði enskir meistarar í vor þótt þeir hafi tapað tveimur mikilvægum stigum gegn Everton í fyrrakvöld. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 337 orð

Bjargaði Kaká knattspyrnunni frá glötun?

BRASILÍUMAÐURINN Kaká hefur afráðið að vera áfram í herbúðum AC Milan, í stað þess að láta freistast af gulli og grænum skógum olíupeninganna hjá Manchester City. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Fjórir meiddust hjá Manchester United

Sigur Manchester United á Derby í undanúrslitum deildabikarsins í gær reyndist liðinu dýrkeyptur, því fjórir leikmenn urðu fyrir meiðslum í leiknum. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 438 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Enski útherjinn Jermaine Pennant gekk í gær til liðs við Portsmouth frá Liverpool , en um lánssamning út leiktíðina er að ræða. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 302 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Guðmundur Steinarsson , knattspyrnumaður ársins 2008, lék í gær fyrsta leik sinn með FC Vaduz frá Liechtenstein , sem hann samdi við fyrir helgina. Vaduz tapaði, 0:1, fyrir þýska liðinu Köln í æfingaleik sem fram fór í Tyrklandi . Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Hægur bati hjá Hreiðari

HREIÐAR Levy Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur enn ekki jafnaði sig eftir að hann sneri sig illa á hægri ökkla í viðureign Íslands og Túnis á handknattleiksmóti í Svíþjóð fyrir nærri hálfum mánuði. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 316 orð

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, undanúrslit, seinni leikur...

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Manchester United – Derby 4:2 Nani 16., John O'Shea 22., Carlos Tévez 34., Cristiano Ronaldo 89. (víti) – Giles Barnes 80. (víti), 90. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Ný vörn hjá Valsmönnum á komandi keppnistímabili

ÞAÐ blasir við að Valsmenn stilla upp nýrri vörn á komandi leiktíð en þrír af varnarmönnunum sem léku mikið með liðinu á síðustu leiktíð eru farnir frá liðinu, Rasmus Hansen, Barry Smith og René Carlsen. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 669 orð | 1 mynd

Petrache skaut Val á kaf í bikarnum

STJARNAN er komin í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handknattleik eftir 28:23 sigur á Val í Vodafonhöllinni í gærkvöldi. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Samningar á allt öðrum nótum

,,ÞAÐ segir sig nokkuð sjálft að það mun draga verulega úr veltunni á þessu ári miðað við í fyrra. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 314 orð | 1 mynd

Tíu farnir en sjö komnir í þeirra stað

GRÍÐARLEGAR mannabreytingar hafa átt sér stað hjá Valsmönnum. Hvorki fleiri né færri en tíu leikmenn sem komu við sögu hjá Hlíðarendaliðinu á síðasta ári eru horfnir á braut. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

United komið í úrslitin á Wembley

ENGLANDS- og Evrópumeistarar Manchester United tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum deildabikarsins enska eftir 4:2 sigur á Derby í síðari leik liðanna. Derby hafði betur, 1:0, í fyrri leiknum og náði að gera leikinn í gær spennandi í síðari hálfleik. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 635 orð | 1 mynd

Willum að móta nýtt lið

,,NEI þessi breyting á þjóðfélaginu hefur ekki haft nein áhrif á faglegu þættina í þjálfuninni. Við höldum alveg sjó en þetta er gamla íslenska sagan. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 97 orð

Willum Þór vill breyta tímabilinu

WILLUM Þór Þórsson, þjálfari Valsmanna, vill breyta keppnistímabilinu í fótboltanum að vetrarlagi. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 236 orð

Þrír Brannmanna með lausa samninga

ÞRÍR af Íslendingunum fimm sem leika með norska knattspyrnuliðinu Brann renna út á samningi eftir tímabilið. Meira
21. janúar 2009 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Ævintýri í bikarnum á Akureyri

LIÐ KA/Þórs frá Akureyri, sem leikur í 2. deild, gerði sér lítið fyrir og vann lið Gróttu í gær í 8 liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 22:21 og var þjálfari norðanstúlkna að vonum ánægður með sigurinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.