Greinar fimmtudaginn 22. janúar 2009

Fréttir

22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 163 orð

350 þúsund gestir

ÞAÐ SEM af er janúarmánuði hafa um 350 þúsund gestir komið í verslunarmiðstöðina Kringluna, rúmlega prósenti fleiri en á sama tíma í fyrra. Svipaður fjöldi gesta sækir einnig Smáralindina og á sama tíma í fyrra. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

80 milljarðar fyrir fiskinn

HEILDARAFLAVERÐMÆTI íslenskra fiskiskipa nam 79,7 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði nýliðins árs. Á sama tíma árið áður, þ.e. janúar-október 2007, var verðmætið 68,9 milljarðar króna. Verðmætaaukningin er 15,6% á milli ára. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 1398 orð | 10 myndir

Aðsúgur gerður að ráðherra

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur og Rúnar Pálmason Mótmælt var í Reykjavík gær annan daginn í röð og var að þessu sinni meiri hreyfing á hópnum. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 101 orð

Aldrei fleiri ákærumál afgreidd í héraði á einu ári

RÚMLEGA 30 þúsund mál komu til meðferðar hjá héraðsdómstólum landsins á síðasta ári. Þeim fjölgaði um 25% frá fyrra ári, en þá komu inn 24.115 mál. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Alþingishúsið þrifið

STRAX í býtið í gærmorgun hófust hreinsunarstörf við alþingishúsið eftir mótmælaöldu þriðjudagsins. Hreinsa þurfti veggi og glugga sem mótmælendur höfðu látið dynja á matvæli og ýmislegt lauslegt. Nokkrar rúður voru brotnar og skipt um... Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

ASÍ vill nýja ríkisstjórn

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORYSTA Alþýðusambands Íslands vill fresta viðræðum um endurskoðun kjarasamninga á vinnumarkaðinum fram í júní. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 43 orð

Atvinnulausir að nálgast 12.200 á landinu öllu

SAMKVÆMT vef Vinnumálastofnunar voru 12.137 manns á atvinnuleysisskrá á landinu seint í gærdag. Þeim hefur farið stigfjölgandi síðustu daga. Sem fyrr eru karlmenn í meirihluta atvinnulausra, 7.656 talsins, en konur 4.481. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Ákæra Wilders vegna árása hans á íslam

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Hollandi hefur skipað saksóknurum að lögsækja hægri-þingmanninn Geert Wilders fyrir ummæli hans gegn íslam. Wilders er leiðtogi Frelsisflokksins. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 81 orð

Árétting

Í GREIN um sýslumenn og fjárnám í Morgunblaðinu í gær sagði að það væri ekki þeirra að gefa skuldurum frest. Taka ber fram að þegar um sýslumenn á landsbyggðinni er að ræða á það aðeins við um almenna kröfuhafa, þ.e. banka og fyrirtæki. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 464 orð | 1 mynd

„Ég er heppinn að vera á lífi“

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er í raun kraftaverk að ekki skyldi fara verr. Ég er þannig heppinn og þakklátur fyrir að vera á lífi og að hvorki hausinn né mænan skyldu skaddast. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

„Stjórnarslit fyrir helgi“

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 932 orð | 4 myndir

Beggja hagur að semja

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VIÐ reynum alltaf að leysa málin með samningum við viðskiptavinina og teljum okkur sýna þeim sanngirni enda er það okkur hagur að viðskiptavinurinn geti greitt af bílnum og staðið við sínar skuldbindingar. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Borga minna fyrir innheimtu skulda

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SKULDARAR eiga að fá innheimtuviðvörun sem ekki má kosta meira en 900 krónur áður en innheimta á gjaldföllnum reikningum hefst. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð sem Björgvin G. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Bush fagnað við heimkomu

GEORGE W. Bush lauk í fyrradag átta ára valdatíð sinn sem forseti Bandaríkjanna með því að kveðja fyrrverandi samstarfsmenn sína en að öðru leyti var til þess tekið hvað hann var hljóður síðasta hálfa daginn sinn í embætti. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Eftirlitsmyndavélar við Melaskóla til að efla forvarnir gegn einelti og eignaspjöllum

HVERFISRÁÐ Vesturbæjar veitti Melaskóla styrk til kaupa á eftirlitsmyndavélum við skólann. Markmiðið með að setja upp eftirlitsmyndavélarnar er að efla forvarnir gagnvart einelti, eignarspjöllum og óæskilegri umferð á skólalóðinni, segir í tilkynningu. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 705 orð | 2 myndir

Eiga að hjálpa sínu fólki

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SVEITARFÉLÖG, stór og smá, glíma nú við vaxandi atvinnuleysi. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Einn helsti bókmenntaþýðandi Íslendinga á 20. öld

HELGI Hálfdanarson, bókmenntaþýðandi, kennari og lyfjafræðingur, andaðist á heimili sínu að kvöldi 20. janúar, 97 ára að aldri. Helgi var fæddur 14. ágúst 1911 í Reykjavík, sonur hjónanna séra Hálfdanar Guðjónssonar og Herdísar Pétursdóttur. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 786 orð | 2 myndir

Einstakt verkefni

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is EFTIR tæpa tvo mánuði hefst á ný djúpborun við Kröflu. Áætlað er að holan geti orðið allt að 4.500 metrar og er um tímamótaverkefni að ræða. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Ekki rjúfa þjónustuna

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is TIL endurskoðunar er hjá framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) hvort mögulegt er að breyta framkvæmd sparnaðar frá því sem fyrirhugað var. Skv. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 571 orð | 2 myndir

Ekki öfundsverðir

Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAUTJÁN til tuttugu tíma vaktir undir grjót-, skyr- og eggjakasti, fúkyrðaflaumi og árásum. Þannig hljómar lýsingin á vakt þeirra lögreglumanna sem reynt hafa að halda aftur af mótmælendum undanfarna tvo daga. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 317 orð

Erlendir fjárfestar sýna rekstri Árvakurs áhuga

TVEIR erlendir fjárfestar, Steve Cosser og Everhard Vissers, hafa gert formlegt tilboð í Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Fjölbreytileg taflborð eftir kunna myndlistarmenn

Á LAUGARDAGINN verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Skáklist. Þar getur að líta sérhönnuð skákborð eftir marga kunnustu myndlistarmenn samtímans, þar á meðal Damien Hirst, Tracey Emin, Maurizio Cattelan og Chapman-bræður. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Fræðsluherferð um örugga netnotkun grunnskólabarna hrundið af stað

HEIMILI og skóli – landssamtök foreldra og SAFT, í samstarfi við Símann, fóru nýverið af stað með fræðsluherferð um örugga netnotkun barna. Kannanir SAFT gefa til kynna að 99% grunnskólabarna hafi netaðgang. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð

Heilsuhúsið 30 ára

VERSLUNIN Heilsuhúsið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. Staðið verður fyrir fjölmörgum viðburðum á árinu í tilefni tímamótanna. Margt verður í boði á afmælisárinu. Hefst það nú í janúar með vörutilboðum og margvíslegri útgáfustarfsemi. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Hong Kong er að kafna í sinni eigin græðgi

ÞAÐ er fjármálakreppa um allan heim og í Hong Kong líka. Þar er þó á ferðinni önnur kreppa enn illvígari, svo mikil mengun, að fólk er farið að flýja borgina í stórum stíl. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hvatning til góðra verka hjálpar líka

HREPPSNEFNDIR ættu líka að hvetja fólk og fyrirtæki áfram í atvinnumálum, að nýta sér þá möguleika sem í boði eru á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Ásahreppur hefur 182 íbúa, en þar eru þrír skráðir atvinnulausir. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Illa staddir vegna breyttra reglna LÍN

„ÞAÐ eru sumir nemendur mjög illa staddir. Þeir eiga ekki fyrir skólagjöldunum sem þarf að greiða núna í janúar vegna þess að þeir fá ekki lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna í kjölfar breyttra reglna sjóðsins. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 158 orð

Íslendingar með þeim svartsýnustu

TÆPLEGA 70% Íslendinga telja að efnahagsástandið muni versna hér á landi á næstu mánuðum. Á heimsvísu er hlutfallið tæp 50%. Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun um áhrif fjármálakreppunnar á almenning sem framkvæmd var í sautján löndum. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 197 orð

Ísraelar rannsaka hvort fosfór hafi verið misbeitt

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍSRAELAR luku í gær brottflutningi herja sinna frá Gaza-spildunni en ekki fóru hermennirnir langt með vígtól sín, þeir hafa sett upp bækistöðvar rétt utan við landamærin. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Japanshátíð í Háskóla Íslands

SENDIRÁÐ Japans og japönsk fræði við Háskóla Íslands standa að Japans-hátíð í hátíðarsal Háskóla Íslands nk. laugardag kl. 13-17. Gestum er boðið að upplifa japanska menningu af ýmsum toga. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Kanna lagalegan rétt sinn

ÖRYRKJABANDALAG Íslands hyggst láta lögmenn sína kanna lagalegan rétt félagsmanna sinna gangi ríkisstjórnin gegn lögum um verðbætur á greiðslur almannatrygginga til yfirgnæfandi meirihluta elli- og örorkulífeyrisþega. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 168 orð

Kínverjar ritskoðuðu ræðu Obama

KÍNVERSK stjórnvöld ritskoðuðu ræðuna, sem Barack Obama flutti við embættistökuna í Washington í fyrradag. Felldu þau út þá hluta hennar þar sem talað var um kommúnisma og yfirvöld, sem ekki leyfðu tjáningarfrelsi. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Landhelgisgæslan dregur uppsagnirnar til baka

SFR segir á heimasíðu sinni, að fyrirhugaðar uppsagnir hjá Landhelgisgæslu Íslands hafi verið dregnar til baka. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 553 orð | 3 myndir

Lánanefndir fjalla um stóra skuldara

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Skilanefndir bankanna gömlu, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, leita nú leiða til þess að koma útlánasöfnum í verð. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 135 orð

LEIÐRÉTT

Tillögunni var vísað frá TILLÖGU borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um róttæka eflingu sveitarstjórnarstigsins var vísað frá á borgarstjórnarfundi í fyrradag, líkt og segir í frétt í blaðinu í gær. Hún var ekki felld, eins og segir í undirfyrirsögn. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 116 orð

Lítil byggðarlög geta líka veitt hjálp

LÍTIL sveitarfélög hafa lítið bolmagn til að takast á við atvinnuleysi og afleiðingar þess upp á eigin spýtur. Ekki síst ef fjárhagsstaða þeirra er slæm eins og víða á við núna. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 100 orð

Meirihluti geti krafist kosninga

MEIRIHLUTI kjósenda getur krafist þess að efnt verði til kosninga, samkvæmt frumvarpi sem tíu þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram á Alþingi. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Miklar vonir en verkefnið risavaxið

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FJÖLMIÐLAR og frammámenn um allan heim fögnuðu í gær embættistöku Baracks Obama og létu í ljós vonir um, að með honum rynni upp nýr tími í samskiptum Bandaríkjamanna og annarra þjóða. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Mótmæla rangri forgangsröðun

BANDALAG háskólamanna lýsir andstöðu við þær fyrirætlanir stjórnvalda að skera niður í ríkisfjármálum sem bitna á börnum, ungmennum, fötluðu fólki, sjúklingum og öldruðum. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Nánast nóg af fræjum til skógræktar

Í HAUST söfnuðu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Suður- og Vesturlandi 80 kg af fullhreinsuðu fræi. Íslensk skógrækt er nú orðin að stórum hluta sjálfri sér næg um fræ til ræktunar. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Skellti sér í Fjölbraut

Í ÁRSLOK 2007 var Sigríður Margrét Gísladóttir í grunnmenntaskóla á vegum Símenntar, fyrir fólk sem ekki hafði lokið framhaldsnámi. Hún var þá atvinnulaus en var bent á þennan möguleika af starfsfólki Símenntar. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 220 orð

Sólarkísill þarf ekki að fara í mat

SKIPULAGSSTOFNUN telur að breyting á verksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða framleiðslu á allt að 10. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Spar á mælskubrögðin

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 542 orð | 1 mynd

Stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir að slagorð mótmælenda, „vanhæf ríkisstjórn“, hafi hljómað ótt og títt í eyrum stjórnarþingmanna hafa sjálfstæðismenn ekki hug á því að slíta stjórnarsamstarfinu. Meira
22. janúar 2009 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Sungið af innlifun í Washington-borg

EIGINKONA Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, Michelle, forsetinn sjálfur, Joe Biden varaforseti, eiginkona hans, Jill, Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans og nýr utanríkisráðherra landsins, Hillary Clinton, syngja þjóðsönginn á... Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 211 orð | 2 myndir

Táragassprengjum beitt

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TVEIR lögreglumenn eru alvarlega slasaðir eftir að hafa fengið í sig gangstéttarhellur í átökum við mótmælendur á Austurvelli í nótt. Þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði a.m.k. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 46 orð

Vanhugsuð ákvörðun

STARFSMANNAFÉLAG Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja telur fyrirhugaða sameiningu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi hafa verið vanhugsaða ákvörðun. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Verja minnihlutastjórn

FRAMSÓKNARFLOKKURINN er reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli komi til þess að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Viðhald húsa og vinnumiðlun

HREPPSNEFND Kjósarhrepps, þar sem 196 manns búa og nokkrir eru atvinnulausir, hefur þá stefnu að verja peningum á árinu til að örva atvinnustig. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vill gjarnan leigja læknum

ÞORSTEINN Steingrímsson, eigandi Barónsstígs 47, þar sem Heilsuverndarstöðin var til húsa, leitar að leigjendum í húsið. Rúmur mánuður er síðan samningurinn við Heilsuverndarstöðina rann út. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð

Vopnað rán í Lyfju

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu leitaði í gærkvöldi að manni sem rændi verslun Lyfju við Lágmúla um áttaleytið. Ræninginn, sem huldi andlit sitt, hótaði starfsfólki með eggvopni. Meira
22. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Væntanleg heim

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er væntanleg heim í vikulokin, en hún hefur dvalist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi sl. viku. Þar gekkst hún undir aðgerð þar sem sýni voru tekin vegna heilaæxlis og hluti þess jafnframt fjarlægður. Meira

Ritstjórnargreinar

22. janúar 2009 | Leiðarar | 658 orð

Aðgerðir – fljótt

Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að horfast í augu við gífurlega óánægju almennings í landinu. Meira
22. janúar 2009 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Lýðræðisrónarnir

Rétt eins og rónarnir koma óorði á brennivínið hefur lítill hópur ólátabelgja spillt fyrir málstað þeirra fjöldamörgu, sem að undanförnu hafa tekið þátt í mótmælafundum. Meira

Menning

22. janúar 2009 | Tónlist | 509 orð | 3 myndir

Allir saman nú: Vanhæf ríkisstjórn!

Þannig hljómaði mantran sem langþreyttir Íslendingar sungu klukkustundum saman í fyrrakvöld á þeim sögulega degi sem kallaður hefur verið Fyrsti í byltingu. Undirleikur var í höndum pönnu- og pottaslagara og einstaka lúðurþeytari gerði líka vart við... Meira
22. janúar 2009 | Menningarlíf | 450 orð | 2 myndir

Alþjóðleg stuttmyndahátíð öðru sinni í Grundarfirði

Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | „Ég er fædd og alin upp í Grundarfirði en lærði kvikmyndaleikstjórn í Barcelona og útskrifaðist þaðan árið 2005,“ segir Dögg Mósesdóttir, stjórnandi Northern Wave – Alþjóðlegu... Meira
22. janúar 2009 | Bókmenntir | 202 orð | 1 mynd

Anton Helgi hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

LJÓÐSKÁLDIÐ Anton Helgi Jónsson hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör sem var afhentur í gærkvöldi. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 195 orð | 1 mynd

Á í ástarsambandi

LEIKKONAN Renée Zellweger á í ástarsambandi við MSNBC-blaðamanninn Dan Abrams um þessar mundir. Sást til þeirra njóta rómantískrar stundar saman á hóteli í New York um seinustu helgi. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Árið 0 er runnið upp

*Stemningin á Austurvelli í fyrradag var með miklum ólíkindum. Einstök, óraunveruleg, spennandi, hættuleg, styrkjandi og losandi. Allt þetta og meira til. Margir Íslendingar voru að upplifa eitthvað glænýtt og blað var brotið í sögu þjóðarinnar. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 684 orð | 1 mynd

„Hélt að þetta væri djók“

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞEGAR Leone Tinganelli ákvað að fagna 45 ára afmæli sínu með því að senda lag sitt „Hálfur Íslendingur“ til Rásar 2, átti hann eflaust ekki von á þeim viðbrögðum er lagið hefur fengið. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 124 orð | 2 myndir

Coldplay og Duffy með flestar tilnefningar

HLJÓMSVEITIN Coldplay og söngkonan Duffy hljóta flestar tilnefningar til BRIT-verðlaunanna eða fjórar hvor. Coldplay er tilnefnd í flokki bestu bresku hljómsveitarinnar, besta tónleikabandsins, bestu plötu og bestu smáskífu. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Draumur að kyssa McGregor

EINS og draumur sem varð að veruleika segir gamanleikarinn Jim Carrey um það að kyssa meðleikara sinn Ewan McGregor í myndinni I Love You Phillip Morris . Meira
22. janúar 2009 | Myndlist | 298 orð | 1 mynd

Fjallar um ástandið

ÞETTA verk er ekki beint viðbragð við ástandinu,“ sagði Ásmundur Ásmundsson á Miklatúni í gærmorgun. Hann beið þar eftir vörubíl með krana, og átti að reyna að lyfta úr holu sinni steypuskúlptúr. Meira
22. janúar 2009 | Menningarlíf | 487 orð | 1 mynd

Forneskja og dulúð á Safnanótt

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VETRARHÁTÍÐ verður haldin í áttunda sinn í Reykjavík dagana 13. og 14. febrúar. Hátíðin klípur ekki í budduna, því frítt er inn á alla viðburði hennar. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 207 orð | 1 mynd

Friðrik Ómar og Regína Ósk sigruðu eftir allt saman

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er viss heimur, vist samfélag svona Evróvisjón-nörda,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir, annar helmingur Eurobandsins, sem var nýverið valið besta hljómsveitin í síðustu Evróvisjón-keppni. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Leiðinleg vinkona

SYSTIR Paris Hilton þolir ekki nýja vinkonu hennar og hefur Nicky Hilton gengið svo langt að neita að umgangast hana. Vinkonuna valdi Paris sér í raunveruleikaþættinum Paris Hilton's BFF [Ísl. Meira
22. janúar 2009 | Fjölmiðlar | 175 orð | 1 mynd

Myndrænir mótmælendur

MÓTMÆLIN í miðborg Reykjavíkur – og samstöðumótmælin á landsbyggðinni – settu svo sannarlega mark sitt á umfjöllun fjölmiðla undanfarna tvo daga. Reiðir mótmælendur eru enda mjög myndrænn hópur. Meira
22. janúar 2009 | Myndlist | 651 orð | 3 myndir

Nothæfir skákskúlptúrar

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÓHÆTT er að segja að þau séu óvenjuleg skákborðin á sýningunni Skáklist , sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Þar eru sýnd á annan tug skákborða eftir marga kunnustu myndlistarmenn samtímans. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Ógleðideildin

BBC setti þessa sveit í annað sæti á lista yfir helstu vonarstjörnur þessa árs. Ég skil það engan veginn. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 150 orð | 2 myndir

Palli snýr aftur

VINSÆLDIR Páls Óskars Hjálmtýssonar virðast ekkert ætla að minnka á nýju ári því safnplata hans, Silfursafnið , er aftur komin í efsta sæti Tónlistans eftir nokkra dvöl í neðri sætum listans. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 142 orð | 1 mynd

Prégardien og Malara-stúlkan best

ÞÝSKI Mozart-tenórinn Christoph Prégardien kom, sá og sigraði þegar klassísku Midem-verðlaunin voru veitt á Midem-tónlistarstefnunni í Cannes í Frakklandi í fyrrakvöld. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 232 orð | 1 mynd

Pýramídinn til Palestínu

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINS og fram kom í blaði gærdagsins hyggst myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson gera sitt til að fríska upp á Sjálfstæðisflokkinn, en nýverið tilkynnti hann um framboð sitt til formanns flokksins. Meira
22. janúar 2009 | Fjölmiðlar | 374 orð | 3 myndir

Sjálfstætt fólk í mótmælum

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Skyndibyltingarsöngur

*...og fleiri sættu lagi en vertarnir. Einn öflugasti mótmælandi og aðgerðarsinni landsins, Erpur Eyvindarson eða Blazroca, nýtti kvöldmatarpásu frá mótmælunum í að dúndra upp lagi; einn, tveir og þrír. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 107 orð | 1 mynd

Slæmar fyrirmyndir

LADY GaGa er listamannsnafn 22 ára gamallar stúlku frá New York sem spáð hefur verið töluverðum vinsældum. Og skal engan undra því hér er á ferðinni tónlist sem hreinlega er búin til með það eina markmið að verða vinsæl. Meira
22. janúar 2009 | Hugvísindi | 88 orð | 1 mynd

Spádómar og fyrirboðar í Laufási

MINJASAFNIÐ á Akureyri heldur kvöldvöku í kvöld í Gamla presthúsinu í Laufási. Þór Sigurðsson safnvörður og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Laufási, munu fjalla um ýmsa þætti sem forfeður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Meira
22. janúar 2009 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Sunnudagur með Bossi og Beethoven á Akureyri

EYÞÓR Ingi Jónsson, orgelleikari í Akureyrarkirkju, verður einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna er Orgelkonsert í a-moll op. 100 eftir Marco Enrico Bossi og Sinfónía nr. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Sú besta hingað til

GÍTARLEIKARINN snjalli úr Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, er hér á ferðinni með sína tíundu sólóplötu og líklega þá bestu á hans annars viðburðaríka ferli. Sér til halds og trausts á plötunni hefur hann m.a. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 158 orð | 2 myndir

Sæl fjölskylda

LEIKARINN Ben Affleck segir að nýfædd dóttir hans og Jennifer Garner hafi það mjög gott. „Hún er yndisleg og hún hefur það mjög gott,“ sagði Affleck þar sem hann var staddur við embættistöku Obama í Washington í fyrradag. Meira
22. janúar 2009 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Söknuður Eyjólfs í Reykjanesbæ

Á LAUGARDAG kl. 18 verður opnuð sýning á nýjum málverkum Eyjólfs Einarssonar í Listasafni Reykjanesbæjar og ber sýningin heitið Söknuður/Wistfulness. Meira
22. janúar 2009 | Fólk í fréttum | 202 orð | 3 myndir

Tom Cruise mætir í úlfagrenið

NÝJASTA kvikmynd leikstjórans Brians Singers, Valkyrie , sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki, var frumsýnd í Berlín í fyrradag. Meira
22. janúar 2009 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Tónleikar Áslaugar Helgu á Rósenberg

TÓNLISTARKONAN Áslaug Helga Hálfdánardóttir og hljómsveit spila á Rósenberg á Klapparstíg 25 í kvöld. Flutt verða lög af nýútkomnum diski Áslaugar, Lögmálið , ásamt vel völdum amerískum negrasálmum í rokkuðum útsetningum. Meira

Umræðan

22. janúar 2009 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Á allra ábyrgð

Auðólfur Gunnarsson fjallar um stríðsátök fyrr og nú: "Þessir ungu menn höfðu margir misst útlimi og kynfæri við að stíga á jarðsprengju. Aðrir höfðu misst sjón, voru lamaðir, afskræmdir, andlega skaddaðir." Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Á Ísland á hættu að einangrast líkt og Nýfundnaland?

Hallur Hallsson fjallar um reynslu Nýfundlendinga af inngöngu í kanadíska ríkjasambandið: "Sextíu árum eftir inngöngu í Kanada hefur Nýfundnaland einangrast frá umheiminum. Geta Íslendingar lært af reynslu Nýfundlendinga?" Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 355 orð | 1 mynd

Baráttugleði og bjartsýni í byggðum Suðurkjördæmis

Árni Johnsen segir frá opnum fundum í bæjarfélögum í Suðurkjördæmi: "Væri ekki hollt að segja líka jákvæðar fréttir, það er bæði fréttnæmt og til góðs." Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 509 orð

„Að standa saman“

AÐ STANDA saman finnst okkur flestum hið besta mál. Sjálfsagður hlutur. Ég tel mig líka almennt bæði jákvæða og bjartsýna. Hafi hamfarir geisað, hvort heldur innanlands eða utan, þá stöndum við Íslendingar saman, það er aldrei spurning um annað. Meira
22. janúar 2009 | Pistlar | 464 orð | 1 mynd

Fegurð augnabliksins

Í fyrrakvöld sá ég mann skunda yfir Austurvöll með marga kaffibolla á bakka. Hann gekk að lögreglumönnum sem staðið höfðu sína vakt um langa hríð og bauð þeim að hressa sig á heitum drykk. Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Framtíðin er okkar áskorun

SJALDAN hefur verið jafnmikilvægt að standa sterk saman og gefast ekki upp þótt á móti blási. Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 444 orð | 1 mynd

Hagfræði, hvað?

MENN eru hópdýr eins og aðrir apar og eðlishvöt þeirra er að lifa í hópum og lúta þar foringja. Þegar hætta steðjar að hópi, sem hefur misst foringja sinn, verða einstaklingarnir ráðvilltir og hræddir. Meira
22. janúar 2009 | Blogg | 82 orð | 1 mynd

Hjálmtýr V. Heiðdal | 21. janúar Salt í grautinn og pipar í augun Ég...

Hjálmtýr V. Heiðdal | 21. janúar Salt í grautinn og pipar í augun Ég held að stjórnin falli brátt. Piparúðabirgðir lögreglunnar eru á þrotum og fólkið fær minna salt í grautinn. Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Lausn án töfra

Árni Árnason gerir athugasemdir við grein 32 hagfræðinga: "Evran er ekki töfralausn. Upptaka hennar krefst aga í hagstjórn sem Íslendingar hafa ekki áður þurft að undirgangast." Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 551 orð | 1 mynd

Nokkur orð til Morgunblaðsins

Bragi Ásgeirsson skrifar um starfslok manna á Morgunblaðinu: "Hefði viljað sjá blaðið þróast öðruvísi, á safaríkan jarðbundinn og heimsmenningarlegri hátt..." Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 1144 orð | 1 mynd

Réttarstaða Íslands vegna Icesave – frysting Breta á íslensku fjármálalífi

Eftir Magnús Inga Erlingsson: "Nauðsynlegt er fyrir orðspor Íslendinga og íslenskra fyrirtækja að málstað Íslendinga sé til haga haldið í nánustu framtíð í máli þessu og að stjórnvöld semji ekki um að falla frá þeim rétti að fá dómstóla, breska og/eða alþjóðlega, til þess að fjalla um málið..." Meira
22. janúar 2009 | Blogg | 103 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Sveinsson | 21. janúar Áfall og uppörvun sunnudagsins ... Í...

Sigurbjörn Sveinsson | 21. janúar Áfall og uppörvun sunnudagsins ... Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn velji nýja forystu á landsfundi

Steinþór Jónsson skrifar um Sjálfstæðisflokkinn: "Á heildina litið hefur tíð Geirs ekki reynst happadrjúg og við sjálfstæðismenn berum ábyrgð á því að bjóða Íslendingum upp á öflugri leiðtoga." Meira
22. janúar 2009 | Aðsent efni | 626 orð | 1 mynd

Ungt fólk með í ráðum

Í ÞVÍ þjóðfélagsumróti sem nú gengur yfir eftir fall bankanna er í sífellu rætt um framtíðina og þá óvissuna sem í henni býr. Hæst ber umræðuna um atvinnu og efnahagslegt öryggi ásamt tryggri afkomu heimilanna. Meira
22. janúar 2009 | Velvakandi | 166 orð | 1 mynd

Velvakandi

Týndur erfðagripur GYLLTUR ermahnappur týndist í nágrenni við flugvöllinn á Egilsstöðum, Reykjavíkurflugvöll eða um borð í Fokker 50 á vegum Flugfélags Íslands. Ermahnappurinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Meira

Minningargreinar

22. janúar 2009 | Minningargreinar | 2476 orð | 1 mynd

Anna Georgsdóttir

Anna Georgsdóttir fæddist á Laugarbökkum í Ölfusi hinn 20. febrúar 1928. Hún lést á Landspítalanum, Landakoti, hinn 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Kjartansdóttir, f. á Efri-Húsum í Önundarfirði 2. ágúst 1896, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

Elísabeth Bjarnarson Buch

Elísabeth Bjarnarson Buch fæddist á Tvøroyri í Færeyjum 7. september 1948. Hún lést á heimili sínu 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elberg Bjarnarson, f. 31.11. 1918, d. 19.3. 1993, og Poula Joella Bjarnarson, f. 24.9. 1925, d. 9.12. 1983. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 252 orð | 1 mynd

Fríða Valdimarsdóttir

Fríða Valdimarsdóttir fæddist á Krossi á Barðaströnd 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 18. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 3865 orð | 1 mynd

Helgi Kristján Halldórsson

Helgi Kristján Halldórsson fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 17. apríl 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 13. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Halldórs Kristjáns Júlíussonar sýslumanns, f. 29.10. 1877, d. 4.5. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 4177 orð | 1 mynd

Hjördís Karlsdóttir

Hjördís Karlsdóttir ljósmóðir fæddist í Vitanum í Reykjavík hinn 13. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl H. Ó. Þórhallason vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 25. febrúar 1896, d. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 804 orð | 1 mynd

Hulda Sigurjónsdóttir

Hulda Sigurjónsdóttir, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, fæddist á Sogni í Kjós 1. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Ingvarsson og Gróa Guðlaugsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 1916 orð | 1 mynd

Jason Jóhann Vilhjálmsson

Jason Jóhann Vilhjálmsson fæddist á Ísafirði 21. janúar 1932. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sesselja Sveinbjörnsdóttir, f. á Botni í Súgandafirði 11. febrúar 1893, d. á Ísafirði 10. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 1068 orð | 1 mynd

Jenný Haraldsdóttir

Jenný Haraldsdóttir fæddist á Eskifirði í Suður-Múlasýslu hinn 9. október 1927. Hún lést 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Víglundsson tollvörður og lögreglumaður á Seyðisfirði, f. í Mjóafirði 9. júlí 1905, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 845 orð | 1 mynd

Sigríður G. Jónsdóttir

Sigríður Guðmunda Haukdal Jónsdóttir fæddist í Höll í Haukadal í Dýrafirði 23. júní 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin í Höll, þau Ástríður Jónína Eggertsdóttir, f. 18. júní 1888, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 386 orð | 1 mynd

Vigfúsína Bjarnadóttir

Vigfúsína Bjarnadóttir, eða Sína, eins og hún var jafnan kölluð, fæddist á Fjallaskaga, ysta bæ við Dýrafjörð norðanverðan, 2. nóvember 1918. Hún lést á Hrafnistu að morgni 10. desember síðastliðins og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 18. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2009 | Minningargreinar | 4469 orð | 1 mynd

Vigfús Tómasson

Vigfús Tómasson fæddist í Árbæjarhjáleigu í Rangárvallasýslu 30. október 1920. Hann lést á Landspítalanum 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Halldórsson, f. 28. febrúar 1860, d. 24. júní 1935, og Vigdís Vigfúsdóttir, f. 14. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

22. janúar 2009 | Daglegt líf | 152 orð

Af hugsjón og Bakkabræðrum

Valgeir Sigurðsson segir kveðskap hafa verið sína „bölvun og einustu huggun“ síðan hann var krakki. Meira
22. janúar 2009 | Daglegt líf | 681 orð | 2 myndir

Akureyri

Arnaldur Bárðarson, prestur í Glerárkirkju, íhugaði að sækja um Laufásprestakall en hætti við. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið. Meira
22. janúar 2009 | Daglegt líf | 104 orð | 1 mynd

Ánægðari án barnanna

Sérfræðingar hafa lengi haldið því fram að foreldrar, aðallega mæður, upplifi margir hverjir þunglyndi og tilgangsleysi eftir að börnin eru flogin úr hreiðrinu. En nú er talið að þetta sé á misskilningi byggt. Meira
22. janúar 2009 | Daglegt líf | 810 orð | 2 myndir

Reynir að skilja fæðuvefinn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Það er tilviljun að ég er hér. Þegar ég sá starfið hjá Vör auglýst í byrjun árs 2006 var ég hér heima á milli starfa í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það sótti ég um. Meira
22. janúar 2009 | Daglegt líf | 633 orð | 2 myndir

Undirbúningur á lokastigi

Lengsta og erfiðasta vélsleðakeppni í heimi hefst 6. febrúar. Meðal keppenda eru íslensku hjónin Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir. Meira
22. janúar 2009 | Daglegt líf | 446 orð | 1 mynd

Þorramaturinn á tilboði

Fjarðarkaup Gildir 22. jan. – 24. jan. verð nú verð áður mælie. verð Hamborgarar 2x115 g m/brauði 298 376 298 kr. pk. Nauta T-bone 2498 2998 2498 kr. kg Folaldagúllas 1098 1478 1098 kr. kg Móa ferskur kjúklingur 698 998 698 kr. Meira

Fastir þættir

22. janúar 2009 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

60 ára

Magnús Einarsson, Kjarnholtum I, Biskupstungum, verður sextugur laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Í tilefni þess býður hann frændfólki, vinum, kunningjum og sveitungum til afmælisfagnaðar, í félagsheimilinu Aratungu, kl. 20 á... Meira
22. janúar 2009 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

70 ára

Hafsteinn Guðnason skipstjóri, til heimilis að Víkurbraut 15, Keflavík, er sjötugur í dag, 22. janúar. Hann og eiginkona hans, Eydís B. Eyjólfsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn í sal Oddfellowa, Grófinni 6, Keflavík, í dag milli kl. 18 og... Meira
22. janúar 2009 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Breyttar forsendur. Norður &spade;G873 &heart;K76 ⋄97632 &klubs;K Vestur Austur &spade;96 &spade;D1054 &heart;32 &heart;10984 ⋄ÁG ⋄KD8 &klubs;DG109632 &klubs;74 Suður &spade;ÁK2 &heart;ÁDG5 ⋄1054 &klubs;Á85 Suður spilar 3G. Meira
22. janúar 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Demantsbrúðkaup

Heiðurshjónin Jónsteinn Haraldsson kaupmaður og Halldóra Helga Kristjánsdóttir sjúkraliði eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 22. janúar. Þau halda upp á daginn í faðmi fjölskyldu... Meira
22. janúar 2009 | Árnað heilla | 175 orð | 1 mynd

Gjafir afhentar að morgni

SIGURÐUR Flosason saxófónleikari gerir ráð fyrir því að fá betri morgunverð í dag en aðra daga í tilefni afmælisins. „Við höfum reynt að hafa eitthvað skárra á morgnana fyrir þá sem eiga afmæli í fjölskyldunni. Meira
22. janúar 2009 | Í dag | 147 orð | 1 mynd

Krydd, kærasti og hundur á eyðieyju

EVA Mendes getur ekki lifað án krydds. Leikkonan vill sterkan mat og myndi taka með sér mulinn rauðan pipar og kærastann sinn ef hún yrði strandaglópur á eyðieyju. Meira
22. janúar 2009 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér...

Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20. Meira
22. janúar 2009 | Fastir þættir | 128 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir nokkru í Elista í Rússlandi. Fyrrverandi heimsmeistari FIDE, Rustam Kasimdzhanov (2.672) frá Úsbekistan, hafði svart gegn Rússanum Ernesto Inarkiev (2.669) . 63.... Rxg3! 64. Meira
22. janúar 2009 | Fastir þættir | 288 orð

Víkverjiskrifar

Nú er farið að hitna í kolunum. Þá slær í brýnu milli mótmælenda og lögreglu. Tvennt er vitað um svona mótmæli. Lögreglan er að gera skyldu sína og fólk á rétt á því að mótmæla. Tvennt til viðbótar er einnig vitað. Meira
22. janúar 2009 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

22. janúar 1988 Paul Watson, leiðtoga Sea Shephard, var vísað úr landi en hann hafði komið daginn áður. Samtökin sögðust hafa sökkt hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn rúmu ári áður. Dagar Íslands | Jónas... Meira

Íþróttir

22. janúar 2009 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Arnar yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK?

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ARNAR Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks, gæti tekið við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá gríska knattspyrnuliðinu AEK Aþena á næstunni. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 210 orð

Átta lið komin í milliriðla á HM

LÍNUR skýrðust mjög í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Króatíu í gær en þá var leikin fjórða umferðin af fimm. Átta lið eru komin áfram í milliriðla, Frakkland, Ungverjaland, Svíþjóð, Króatía, Þýskaland, Pólland, Danmörk og Noregur. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

„Ég held ennþá í vonina“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 519 orð | 1 mynd

FH náði fram sætri hefnd gegn Fram

EFTIR fimm marka tap á heimavelli fyrir Fram fyrr í mánuðinum mætti FH einbeitt til leiks gegn Fram í gærkvöld í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna í handknattleik. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 281 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í gærkvöld þegar liðið sótti nágranna sína í Espanyol heim í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitunum. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 242 orð

Fylkir gerði Haukum erfitt fyrir

HAUKAR eru komnir áfram í 4 liða úrslit Eimskipsbikars kvenna í handknattleik, eftir sigur á Fylki í gær, 33:27, í Fylkishöllinni. Haukar voru ekki sannfærandi til að byrja með og var jafnt á öllum tölum þar til í lok fyrri hálfleiks. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 76 orð

Fyrsti leikur Haraldar

Haraldur Freyr Guðmundsson, sem er nýgenginn til liðs við Appollon Limasol á Kýpur frá Aalasund í Noregi, lék í gær sinn fyrsta leik fyrir félagið, í 2:1 tapi gegn Anorthosis í fyrri leik liðanna í bikarnum. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Gamli þjálfarinn fékk Kára til Esbjerg

KNATTSPYRNUMAÐURINN Kári Árnason hefur verið lánaður á milli félaga í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Esbjerg hefur fengið hann á leigu frá AGF í Árósum út þetta keppnistímabil. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 403 orð

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Burnley...

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Burnley – Tottenham 3:2 Robbie Blake 34., Chris McCann 72., Jay Rodriguez 90. – Roman Pavluychenko 118., Jermain Defoe 119. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 1458 orð | 4 myndir

Nærri óbreytt lið Fram

„BREYTT fjármálaumhverfi hefur ekki haft áhrif á undirbúning okkar til þessa. En það er ljóst að menn líta öðrum augum á samninga. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Óli stefnir til Noregs

ÓLI Stefán Flóventsson, knattspyrnumaðurinn reyndi úr Fjölni, fór til Noregs í gær og æfir með 2. deildarliðinu Flöy frá Kristiansund fram að helgi. Hann hefur fullan hug á að breyta til og spila í Noregi í ár. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 875 orð | 1 mynd

Signý með stórleik sem dugði þó ekki til fyrir Val

„ÆTLI stelpurnar hafi ekki verið með hugann við leikinn á sunnudaginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir að liðið hafði unnið Val, 80:74, í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 99 orð

Wembley var í augsýn

ÞAÐ munaði aðeins tveimur mínútum að Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley næðu að slá Tottenham út úr enska deildabikarnum í knattspyrnu í gærkvöld. Þá hefðu þeir mætt Manchester United í úrslitaleik keppninnar á Wembley. Meira
22. janúar 2009 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

Þóra fer til Kolbotn

ÞÓRA B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur tekið tilboði norska félagsins Kolbotn og leikur með því á komandi keppnistímabili. Meira

Viðskiptablað

22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 272 orð

Allir alvöru útrásarvíkingar áttu símafyrirtæki, banka, prentmiðil og íslenskt fótboltafélag

Útrásarelíta Íslendinga var mikið fyrir reðurtákn. Sú þörf kom mjög skýrt fram í þorsta þeirra í sportbíla, einkaþotur og yfirgengilegt skemmtanahald. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Auknar tekjur vegna lögreglubúningasölu

„ÞETTA er allt saman þvegið á lögreglustöðinni svo við erum ekki í viðskiptum við neina efnalaug,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 121 orð

Bakkavör nær ekki í 26 milljarða kr.

Bakkavör hefur ekki enn getað notað 140 milljónir punda sem félagið lagði inn í Kaupþing áður en bankinn féll. Það jafngildir um 26 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Bakkavör hefur þetta ekki haft afdrifarík áhrif á reksturinn. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 73 orð

Breskt blað til fyrrverandi KGB-manns

RÚSSNESKI auðkýfingurinn og fyrrverandi KGB-maðurinn Alexander Lebedev og sonur hans hafa keypt meirihluta í Lundúnablaðinu Evening Standard af félaginu Daily Mail & General Trust. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 336 orð | 2 myndir

deCODE ræðir við 8 fjárfesta

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 233 orð | 1 mynd

ESB samþykkir finnskar aðgerðir

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur samþykkt að stjórnvöld í Finnlandi tryggi innstæður viðskiptavina Kaupþings þar í landi. Frá þessu var greint í tilkynningu í gær. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 527 orð | 1 mynd

Fyrsti trefjabáturinn var smíðaður í frístundum

Auðun Óskarsson er stofnandi og forstjóri Trefja, sem framleiða m.a. vinnu- og fiskibáta fyrir innlenda sem erlenda aðila. Bjarni Ólafsson bregður upp af honum svipmynd. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 85 orð

Hafa heimild til uppgreiðslu

HAGSTÆÐ uppgreiðsluákvæði skýra ásamt öðru háa vexti á 400 milljóna króna láni , sem Hafnarfjörður mun taka hjá Nýja Kaupþingi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu verða vextir af láninu 9,8%, en lánið er verðtryggt og til fimm ára. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 677 orð | 2 myndir

Með fingurna í mörgu

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓLAFUR Ólafsson hefur lengi verið í hópi áhrifamestu manna í íslensku viðskiptalífi. Hann hóf ferilinn innan Sambandsins sáluga og var ráðinn forstjóri Samskipa árið 1990. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 326 orð | 1 mynd

Mið- og Austur-Evrópa koma einna verst út

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÁRIÐ hefur byrjað illa á hlutabréfamörkuðum út um allan heim og eru fá ríki þar undanskilin. Nýmarkaðsríki svokölluð, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu, þ.e. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Milljarður í skattskuld

TEKJUSKATTSSKULD gamla Glitnis vegna tekjuársins 2007 var um 4,3 milljarðar og var rúmur milljarður ógreiddur þegar bankinn fór í þrot, að sögn Árna Tómassonar formanns skilanefndar Glitnis. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Minni möguleikar fyrir ferðamenn

EKKI er bjart framundan fyrir þá sem dreymir um að ferðast út í geiminn. Rússar hafa ákveðið að bjóða ekki upp á laus sæti fyrir ferðamenn með geimförum þeirra eftir þetta ár. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

Nýi Glitnir lækkar vexti

NÝI Glitnir tilkynnti í gær um lækkun á óverðtryggðum útláns- og innlánsvöxtum bankans. Hafa kjörvextir útlána þá lækkað um 2,85 prósentustig frá 28. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 648 orð | 1 mynd

Reiðufé Kaupþings flaug út

Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Það vekur athygli viðmælenda Morgunblaðsins hversu viljugir stjórnendur Kaupþings voru að gera samninga vikurnar fyrir fall bankans sem fólu í sér mikið útstreymi á lausafé bankans í ágúst og september 2008. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 1150 orð | 6 myndir

Róa lífróður á sama tíma og birgðirnar safnast upp

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki glíma við fjárhagserfiðleika. Nýlega hefur orðið verðfall á sjávarafurðum erlendis og um leið endurspeglar mikil birgðasöfnun samdrátt í útflutningi. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 241 orð | 3 myndir

Ræða á við krónueigendur

SETJA ætti saman aðgerðateymi nokkurra skuldabréfasérfræðinga, sem gengi í það að ræða við útgefendur og eigendur helstu krónubréfa og staða í íslenskum krónum, kortleggja vandann og leggja til lausnir á honum. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 78 orð | 1 mynd

Samdráttur á Norðurlöndum

ÖLL hagkerfi Norðurlandanna dragast saman á þessu ári, en ekkert þó eins og það íslenska. Er Ísland reyndar í sérflokki. Þessu spáir norræni bankinn Nordea. Samkvæmt spá Nordea mun hagkerfið á Íslandi dragast saman um 12% í ár. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 73 orð | 1 mynd

Samstarf er beggja hagur

SAMSTARF bandaríska bílaframleiðandans Chrysler og hins ítalska Fiat, sem náðist í fyrradag og felur í sér að Fiat eignast 35% hlut í Chrysler, er beggja hagur. Þetta er mat sérfræðinga sem rætt er við í erlendum vefmiðlum. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 199 orð | 1 mynd

Stjórnendur fá enga bónusa vegna 2008

FRANSKIR bankar þurfa að ganga að stífum skilyrðum til að fá sinn skerf af öðrum hluta 10,5 milljarða evra fjárhagsaðstoð, sem ríkisstjórn landsins hefur samþykkt. Í fyrsta lagi þurfa bankarnir að skuldbinda sig til að auka útlán sín árlega um 3-4%. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 98 orð

Toyota seldi flesta bíla

JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota er stærsti bílaframleiðandi í heimi, miðað við sölu á nýjum fólksbílum og vörubílum á síðasta ári. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 71 orð

Uppsögnum fjölgar enn

EKKERT lát er á uppsögnum stórfyrirtækja á starfsfólki. Í gær tilkynnti sænski símaframleiðandinn Ericsson um uppsagnir fimm þúsund manna vegna verri afkomu félagsins. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 256 orð | 1 mynd

Útvegurinn skuldar rúmlega 500 milljarða

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÍSLENSKU sjávarútvegsfyrirtækin skulda rúmlega 500 milljarða króna, að sögn sérfræðings á sjávarútvegssviði Glitnis banka. Á sama tíma er verðfall á sjávarafurðum í helstu markaðslöndum. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 245 orð

Vanræksla LÍ sögð stórfelld

LANDSBANKINN var hinn 15. janúar sl. dæmdur til að greiða íslenskum viðskiptavini sínum 3.970. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 387 orð | 1 mynd

Vextir gætu orðið 150 milljarðar kr.

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is AFKOMA ríkissjóðs á næsta ári er áætluð neikvæð um 187 milljarða króna, sem er 12,3% af landsframleiðslu. Er ástæðan sögð aukin vaxtagjöld og minni vaxtatekjur vegna hruns bankanna. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 1003 orð | 5 myndir

Vilja skaðabætur vegna Glitnis

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Stjórnendur Stoða, áður FL Group, telja líklegt að hægt sé að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna yfirtöku þess á 75 prósenta eignarhlut í Glitni í september síðastliðnum. Meira
22. janúar 2009 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd

Vondir viðskiptajöfrar í bíó

VIÐSKIPTAJÖFRAR eru vinsælir sem „vondi kallinn“ í bíómyndum, sérstaklega í Hollywood. Nýlegt dæmi þar um eru stjórnendur olíufélaganna í bíómyndinni Syriana, sem stórleikarinn George Clooney lék aðalhlutverkið í árið 2005. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.