Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is HEIMSBYGGÐIN öll siglir hraðbyri í átt til alvarlegrar „vatnskreppu“ en eftirspurnin eftir þessari lífsnauðsyn er víða orðin miklu meiri en unnt er að verða við.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is OF hægt gengur að ljúka endurskipulagningu bankakerfisins. Fari þessi vinna ekki að ganga hraðar mun það tefja nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífsins.
Meira
GÍFURLEGIR hitar eru nú í Ástralíu, einkum í álfunni suðaustanverðri. Hafa þeir valdið kjarreldum, sem hafa tortímt fjölda húsa, og nokkrir tugir manna hafa látið lífið vegna svækjunnar. Þá eru samgöngu- og raforkumál í ólestri.
Meira
HINIR bandarísku Curtis Cheek og Joe Grue stálu sigrinum í tvímenningnum á bridshátíðinni sem lauk í gærkvöldi. Þeir voru aldrei í forystu nema þá er upp var staðið í mótslok. Guðmundur Sv.
Meira
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÞAÐ hefur ekki farið framhjá neinum að þingmenn Vinstri grænna og almennir flokksmenn hafa verið óvenju brosmildir undanfarið, enda flokkurinn að komast til áhrifa í ríkisstjórn í fyrsta skipti í 10 ára sögu...
Meira
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VÆNTANLEGIR oddvitar nýrrar ríkisstjórnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sátu saman í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1988 til 1991.
Meira
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur skrifað undir auglýsingu um friðun Vatnshornsskógar í Skorradal sem friðland. Athöfnin fór fram á Grund.
Meira
DRIFHVÍT mjöll hylur nú höfuðborgina og fennir í sporin jafnóðum og þau eru stigin, kannski til marks um nýtt upphaf eftir róstusama viku og hávær mótmæli.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Kjarni lýðræðisins felst í kosningum. En lýðræðið kostar og kosningarnar eru þar engin undantekning. Í vor verða fyrstu óreglubundnu kosningar í þrjátíu ár.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen stefnir að því að leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga á Spáni 11. febrúar.
Meira
ALGER einhugur kom í ljós á meðal starfsmanna á einkareknum skólum þegar niðurstöður lágu fyrir úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning. Samkvæmt upplýsingum Eflingar greiddu 123 atkvæði af 244 á kjörskrá. Já sögðu 122 og einn skilaði...
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ERU ekki til nein pólitísk orðatiltæki?“ spyrja skipverjar á Ásgrími Halldórssyni, SF 250, á heimasíðu sinni. „Þessir stjórnmálamenn eru alltaf að „stela“ okkar orðum.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is FARÞEGUM á helstu akstursleiðum Strætó hefur fjölgað um 20 til 30 prósent á ársgrundvelli frá því að kreppan skall á, miðað við sama tíma í fyrra.
Meira
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is BORGARRÁÐ hefur synjað ósk bílaumboðsins Brimborgar um að fá að skila atvinnulóð að Lækjarmel 1 á svokölluðum Esjumelum á Kjalarnesi.
Meira
SAMNINGAR um yfirtöku ríkis og borgar á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Reykjavíkurborg voru langt komnir um síðustu helgi en endanlegur frágangur þeirra frestaðist vegna óvissunnar í stjórnmálunum.
Meira
„ÞETTA er sýning fyrir fullorðin börn og ung börn,“ segir Ilmur Stefánsdóttir hlæjandi, þegar hún er beðin að segja frá sérstæðri sýningu sem hún er höfundur að.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NÚ þegar atvinnuleysi eykst og stefnir í um 10% með vorinu spyrja margir sig hvenær þróunin snúist við og atvinnutækifæri fari að bjóðast á nýjan leik.
Meira
Á LÆKNADÖGUM sem haldnir voru fyrir skömmu kynnti Þorvaldur Ingvarsson læknir nýjar rannsóknaniðurstöður á áhrifum Unloader One-spelkunnar frá Össuri hf., á verki og virkni sjúklinga með slitgigt í hné.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÍSLAND fengi hraðferð í gegnum umsóknarferlið að aðild að Evrópusambandinu ef það legði inn umsókn, sem yrði vel tekið í Brussel.
Meira
INDVERSKAR skólastúlkur í Punjab-ríki æfa þjóðdansinn Gidda fyrir hindúahátíðina Vasant Panchami sem er í dag. Hátíðin er helguð Saraswati, gyðju þekkingar og lista.
Meira
ÞEIR Egill Sigurðsson og Magnús Pétursson öttu kappi undir vökulu auga Úlfars Steindórssonar á hraðskákmóti skákdeildar Félags eldri borgara og Toyota í gær.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LÍKLEGT er að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, verði næsti forsætisráðherra Ísraels eftir þingkosningar 10. febrúar, ef marka má nýjustu skoðanakannanir.
Meira
ÞRÍR bæjarfulltrúar E-lista sem haft hefur meirihluta í bæjarstjórn Blönduóss frá síðustu kosningum en klofnaði í vikunni, hafa leitað til fulltrúa minnihlutans um myndun nýs meirihluta eða breiðs samstarfs um stjórnun bæjarins.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fráfarandi utanríkisráðherra, kvaddi í gær þá Helga Ágústsson og Eið Guðnason, fyrrum sendiherra, sem láta nú báðir af störfum vegna aldurs.
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FYRIR hádegi í gær voru fylgismenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar byrjaðir að skipuleggja kynningarfund um ríkisstjórnarsamstarf flokkanna.
Meira
Harmleikur og farsi Rangt var farið með tilvitnun í Karl Marx í Staksteinum í gær. Vitaskuld átti að standa að sagan endurtæki sig, fyrst sem harmleikur, svo sem farsi. Tilvitnunin vísar til valdatöku stuðningsmanna Louis Bonaparte 1851.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Á MEÐAL keppenda á bridshátíð nú um helgina, sem fram fer á Hótel Loftleiðum í Reykjavík, er Lynn Deas, einn besti bridsspilari heims.
Meira
AÐ undanförnu hafa breskir launþegar nokkrum sinnum efnt til skyndiverkfalla til að mótmæla erlendu vinnuafli í Bretlandi. Hefur þessum aðgerðum verið að fjölga og nú verið gripið til þeirra við olíuhreinsunarstöðvar.
Meira
MINNIHLUTINN í borgarstjórn og nokkur kjara-og stéttarfélög hafa mótmælt harðlega þeim launalækkunaraðgerðum sem Reykjavíkurborg hefur nú gripið til.
Meira
Þó að ekki sé endanlega búið að mynda minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stefnir allt í að fimm verði ráðherrar sem ekki hafa tekið sæti í ríkisstjórn áður, þar af þrír þingmenn Vinstri grænna og tveir sérfræðingar úr Háskóla Íslands.
Meira
VERULEG fækkun varð í nýskráningum ökutækja frá 1.-23. janúar 2009 miðað við sama tímabil í fyrra. Samtals voru nýskráðir bílar nú 193 talsins en eftir jafn marga skráningardaga árið 2008 voru 1.
Meira
Minnihlutastjórnin sem nú er í fæðingu er á margan hátt ósambærileg við fyrri minnihlutastjórnir lýðveldisins, að mati Helga Skúla Kjartanssonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Meira
STEFÁN Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur beðið um framlengingu leyfis frá störfum sem borgarfulltrúi. Stefán Jón var í lok árs 2006 ráðinn verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu til tveggja ára.
Meira
Rauði krossinn á Íslandi kveðst engin tengsl hafa við Landsbankann í gegnum sjálfseignarsjóðinn Aurora, sem sagt var frá í gær. Hver sem er geti skráð „beneficial owner“ án þess að viðkomandi viti af því.
Meira
ÞINGMENN í Illinois í Bandaríkjunum ráku í fyrradag ríkisstjórann fyrir að hafa reynt að selja öldungadeildarsætið, sem Barack Obama lét laust er hann var kjörinn forseti.
Meira
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað tvo starfshópa. Annar á að hefja athugun á hugsanlegri sameiningu samgöngustofnana og verður hann undir formennsku Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Faxaflóahafna. Hinn mun kanna sameiningu Flugstoða ohf.
Meira
ÁLFTIRNAR búa sig til lendingar á Elliðavatni í kyrrlátri fegurð vetrarins. Stillur undanfarinna daga hafa gert það að verkum að drifhvítur snjórinn helst dúnmjúkur og léttur og þyrlast um fætur göngumanna.
Meira
ABC barnahjálp er að hefja árlegt söfnunarátak sitt Börn hjálpa börnum. Þetta er tólfta árið í röð sem íslensk grunnskólabörn liðsinna systkinum sínum sem minna mega sín í þróunarlöndum. Í ár var ákveðið að safna fyrir skólamáltíðum.
Meira
GÖGN fyrir hönnunarsamkeppni um nýtt háskólasjúkrahús eru nú tilbúin, en óvíst er um framhaldið. Áætlað er að samkeppnin tæki sjö til átta mánuði og hönnun gæti hafist í september næstkomandi, en beðið er eftir heimild til að setja vinnuna af stað.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is VINANET, spjall á netinu fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára sem hefur einangrað sig frá samfélaginu, verður formlega opnað á morgun.
Meira
„Klukkan hálftvö í gær þegar málefnasamningurinn var kynntur fyrir þingflokknum fannst okkur skorta að skilgreint væri hvað ætti að gera og hvernig,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í viðtali.
Meira
Gleði þingmanna Vinstri grænna yfir að vera komnir í ríkisstjórn er fölskvalaus og einlæg eins og fangað hefur verið á myndum. Morgunblaðið ræddi við sálfræðing sem líkir viðbrögðunum við sigurgleði í íþróttum.
Meira
ÞESSI bílferð hér til hliðar endaði ekki vel þegar árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar um hádegisbil í gær.
Meira
Framsóknarmenn hafa sett óvænt strik í reikninginn í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þegar betur er að gáð er hins vegar heilmikið vit í nálgun Framsóknarflokksins.
Meira
Ný ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur virðist ætla að verða um margt sérstök. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur verið boðið að kynjahlutföll í ríkisstjórn landsins verði jöfn.
Meira
*Nýi tónleikastaðurinn á horni Tryggvagötu og Veltusunds hefur hlotið nafnið Reykjavík Rokk bar. Staðurinn verður á efri hæð hússins er hýsti áður skemmtistaðina Tunglið og Gauk á Stöng og opnar föstudaginn 6. mars.
Meira
NEW York Times benti á það í gær hversu mjög bókmenntagagnrýni á undir högg að sækja í dagblöðum. Tilefnið var ákvörðun Washington Post að leggja niður Book World, sérblaðið um bókaumfjöllun.
Meira
LEIKKONAN Faye Dunaway er ekki par hrifin af þeim hugmyndum að endurgera kvikmyndina Bonnie & Clyde frá 1967 er var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna á sínum tíma og vann tvenn.
Meira
Þóra Arnórsdóttir hefur undanfarið átt sterka innkomu í Kastljós. Hún tekur góð viðtöl og hefur þann ótvíræða kost að missa aldrei stjórn á sér eða sýna að hún sé pirruð.
Meira
* Anna Hildur Hildibrandsdóttir og samstarfsfólk hennar í ÚTÓN hafa á undanförnum mánuðum haldið kynningarfundi fyrir íslenska tónlistarmenn þar sem innviðir „bransans“ svokallaðs eru útskýrðir.
Meira
ÞEIR eru eflaust ekki margir sem horfa reglulega á kvikmyndina Masters of the Universe frá árinu 1987 er skartaði Íslandsvininum og vöðvafjallinu Dolph Lundgren í hlutverki He-Man.
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is NOKKRUM mánuðum fyrir síðustu Iceland Airwaves-hátíð hætti Eldar Ástþórsson sem framkvæmdastjóri og sagði opinberlega að hann óttaðist um framtíð hátíðarinnar vegna fjárhagsörðugleika Hr. Örlygs.
Meira
MYND frá gullöld japanskrar kvikmyndagerðar verður sýnd í Bæjarbíói í dag kl. 17. Um er að ræða endurgerð japanska leikstjórans Yasujiro Ozu, frá árinu 1959 á einni af hans vinsælustu myndum Sögu af fljótandi illgresi [A Story of Floating Weeds].
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is „ÉG verð Geri Halliwell,“ segir Skjöldur Eyfjörð er býr sig nú ásamt fjórum öðrum þekktum dragdrottningum bæjarins undir að fara með hlutverk Kryddstúlknanna á sérstakri sýningu á Q-bar í kvöld.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „MIG langaði til að gera listina snertanlega,“ segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona og höfundur mjög sérstæðrar sýningar sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 11 í dag.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞEGAR ég var barn að aldri var vinsæll leikur að gramsa í skáp í kjallaranum þar sem móðir mín geymdi gömlu fötin sín.
Meira
Í DAG kl. 9 hefst 23. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Er hún kennd við Rasmus Kristian Rask.
Meira
Í kvöld fer fram fjórða og síðasta undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins og þá ræðst hvaða tvö lög bætast í hóp þeirra fjórtán sem þegar eru komin í úrslitakeppnina sem fer fram laugardaginn 14. febrúar næstkomandi.
Meira
„SAGT hefur það verið um Suðurnesjamenn...,“ segir í laginu og sagt hefur það verið um Umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, að hann sitji ekki lengi með hendur í skauti.
Meira
ÓVÍST er nú hvort spjallþáttur Dr. Phils eigi sér langa framtíð því samkvæmt nýjustu könnunum í Bandaríkjunum hefur áhorf á þáttinn minnkað verulega.
Meira
GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Bryndís Schram og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. Þau fást m.a. við „gleraugnaost“ og „að ítreka“. Fyrriparturinn er svona: Aftur skal hún þorrann þreyja, þjóðin út við nyrsta haf.
Meira
Ágúst Kárason mótmælir lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði: "Skurðstofum á St. Jósefsspítala sem undirritaður veit að eru góðar og vel nothæfar í langan tíma á ekki að farga heldur á að friðlýsa þær sem mikilvæg þjóðarverðmæti og sameign þjóðarinnar."
Meira
Kristinn Pétursson skrifar um úttekt á þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á Drekasvæðinu: "Fátt af því sem hér er talið upp getur flokkast undir hreppapólitík. Skýrslan er fyrsta flokks vinna fagmanna verkfræðistofa."
Meira
Jóhann Tómasson skrifar um viðbrögð við grein sem hann skrifaði í Læknablaðið árið 2005: "Nefndin vann sitt verk á umbeðinni einni viku og með siðlausu vottorði Sigurðar Guðmundssonar landlæknis var ég dæmdur og léttvægur fundinn."
Meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um stjórnsýsluna: "Ég er eindregið þeirrar skoðunar eftir langa reynslu bæði í stjórn og stjórnarandstöðu á Alþingi að veik staða þingmanna sé stór galli sem þurfi að lagfæra."
Meira
Í NÝLEGRI grein „Framtíðin er okkar áskorun“ ritaði ég um mikilvægi menntunar og þann lærdóm sem við getum dregið af Finnum og Írum að byggja upp þekkingarþjóðfélag og arðsaman hátækniiðnað á Íslandi.
Meira
Hallur Magnússon | 30. janúar Ríkisstjórnin taki 100 milljarða lán hjá lífeyrissjóðum Það er brýnt að verðandi ríkisstjórn samþykki haldbæra aðgerðaráætlun í efnahagsmálum til að vinna fram að kosningum, en veifi ekki lausbeislaðri kosningastefnuskrá.
Meira
Guðrún Jónsdóttir gefur hér þær upplýsingar sem hægt er að veita innan þess lagaramma sem FME starfar: "Fjármálaeftirlitinu bárust niðurstöður endurskoðendateymanna um tvo af bönkunum í kringum áramótin. Þær eru mjög umfangsmiklar en niðurstöðurnar eru mörg hundruð blaðsíður..."
Meira
Á SÍÐUSTU mánuðum hefur mikill fjöldi fólks misst vinnuna. Mikil áhersla er lögð á að bæta gjaldeyrisstöðuna með auknum útflutningi og minni innflutningi þannig að krónan styrkist, verðbólga minnki og vextir lækki. Þetta myndi efla atvinnulífið.
Meira
Ivan R. Tubez og Einar M. Rikardson skrifa um gjaldmiðilssamstarf á milli Íslands og Noregs: "Norsk-íslensk króna er miklu betri valkostur fyrir Ísland en evra eða bandaríkjadollari."
Meira
Guðmundur Unnþór Stefánsson skrifar um fiskveiðistjórnun: "Breytum kvótakerfinu þannig að útgerðarmenn leigi kvóta af ríkinu og leigutekjurnar renni til þjóðarinnar en þær tekjur verða umtalsverðar."
Meira
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir skrifar í tilefni lokunar á dagdeild geðdeildar á Akureyri: "Að skera niður meðal gamalmenna og geðfatlaðra er skammarlegt því það eru einstaklingar sem eiga einmitt erfitt með að svara fyrir sig og láta í sér heyra."
Meira
HAFNARFJARÐARBÆR rekur fyrir dómstólum innheimtumál gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Í málinu er tekist á um hvort fyrirhuguð kaup OR á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eigi að ganga eftir eða ekki.
Meira
Sigurður Grétar Guðmundsson skrifar um stofnstærð ísbjarna: "Aðallega að benda á að hvítabjörnum fjölgar en fækkar ekki og að ísinn á norðurskautinu er að aukast þó hann hopi við austurströnd Grænlands"
Meira
Jón Gerald Sullenberger skrifa rum ráðningu bankastjóra: "Hvaða hagsmuna var verið að gæta með því að fastráða Tryggva Jónsson til nýja Landsbankans?"
Meira
GREIN fjórmenninganna í Morgunblaðinu í gær er ómerkilegt yfirklór dæmalausrar stjórnsýslu. Órökstuddum fullyrðingum og dylgjum í lok þessarar greinar gagnvart bæjarfulltrúum Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi er algerlega vísað á bug.
Meira
Idol í stað Kompáss KOMPÁS, fréttaskýringarþátturinn, var nýlega lagður niður hjá Stöð tvö. Að sögn fréttastjóra stöðvarinnar var það vegna þess að stöðin hefur ekki bolmagn til að standa undir tugmilljóna króna rekstri þáttarins.
Meira
ÉG VIL koma á framfæri innilegu þakklæti til ríkisstjórnarinnar frá okkur hátekju- og stóreignafólkinu. Þegar þessa ágætu ríkisstjórn vantaði pening í kassann nú um áramótin átti hún þess auðvitað kost að leggja á stóreignaskatt og hátekjuskatt.
Meira
Eftir Sigurð Kára Kristjánsson: "Einhliða upptaka skapar stöðugleika í peningamálum. Hún tengir landið inn á efnahagssvæði þess gjaldmiðils sem valinn er."
Meira
Bjarni B. Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1937. Hann lést 24. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Neskirkju 30. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Björn Eyjólfur Auðunsson fæddist í Reykjavík 4. mars 1955. Hann lést á líknardeild Landspítala 21. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Einarína Einarsdóttir fæddist í Keflavík 29. ágúst 1941. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 23. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 30. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundína Kristín Vilhjálmsdóttir fæddist á Hálsi á Ingjaldssandi 21. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Sveinbjörnsdóttir, f. á Botni í Súgandafirði 11.2. 1893, d.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Marinó Sigurðsson fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 14. apríl 1927. Hann lést á Egilsstöðum 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Rebekka Ólafsdóttir f. 1. sept. 1880, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Sigurjóna Jóhanna Júlíusdóttir fæddist á Hofi í Hjaltadal, Skagafirði, 22.12. 1912. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Hulduhlíð, á Eskifirði þriðjud. 20. janúar sl. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Júlíus Jónsson, f. 15.7. 1870, d. 24.6.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Björgvin Guðmundsson og Þórð Snæ Júlíusson Félag á eyjunni Tortola geymdi hlutabréf í Landsbankanum fyrir bankann sjálfan og seldi honum þau síðan aftur nokkrum árum síðar þegar starfsmenn sem áttu kauprétti nýttu þá.
Meira
FME hefur lagt stjórnvaldssektir á tæplega 30 aðila frá miðju ári 2007 til ársloka 2008. Hæsta sekt sem lögð var á lögaðila er 20 milljónir króna en ein milljón króna á einstakling. Þremur málum var vísað til lögreglu .
Meira
GÓÐGERÐARSAMTÖK hafa á stundum verið fengin til að vera skráð eigendur (beneficial owner) félaga eða sjálfseignarsjóða í skattaskjólum. Það er líka þekkt að slík félög hafi verið skráð eigendur án vitneskju forsvarsmanna félaganna.
Meira
EF LAGT er mat á nýsköpun í hagkerfinu eru Íslendingar í 14. sæti ríkja í Evrópu og er það svipuð frammistaða og síðastliðin fimm ár þar sem Ísland hefur verið í 13.-15. sæti.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 0,56% í viðskiptum gærdagsins og stendur í 904,4 stigum. Ekkert félag hækkaði í verði, en Bakkavör lækkaði um 3,63% og Marel um 1,23%.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TAP Eimskipafélagsins á síðasta rekstrarári, sem lauk þann 31. október síðastliðinn, nam um 648 milljónum evra. Það svarar til um 95 milljarða íslenskra króna, miðað við núverandi gengi.
Meira
BAUGUR hefur sagt upp öllum 15 starfsmönnum sínum á Íslandi og ætlar að loka skrifstofu sinni við Túngötu í Reykjavík. Þá verður starfsmönnum félagsins í Bretlandi fækkað um helming, úr 29 í 16.
Meira
Davíð Hjálmar Haraldsson veltir tilverunni og tilhugalífinu fyrir sér í fimm línum: Þeir unnvörpum eltast við Láru, þá ástleitnu jungfrú og kláru. Hún þiggur boð út, þambar af stút en vantar þá borð fyrir báru.
Meira
Nú er þorrinn hafinn og sól farin að hækka á lofti og fyrsta þorrablót af þremur í Mýrdalnum er afstaðið og þó að kreppa ríki í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið fjölmennara á blóti í Leikskálum í Vík.
Meira
Hjálmtýr Baldursson og Baldvin Valdimarsson eru mestu stríðsmenn okkar Bridshátíð hófst sl. miðvikudagskvöld með keppni sem kölluð er Stjörnustríð – Star wars. Í mótið voru skráð 20 stjörnupör og 20 almenn pör.
Meira
Holland Álfhildur Edda fæddist í Amsterdam 30. október kl. 8. ágúst. Hún vó 3.620 g og 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Þorsteinn Már Þorsteinsson og Vala...
Meira
Magnús Árni Skúlason hagfræðingur fagnar fertugsafmælinu í dag. Í tilefni dagsins kveðst hann ætla að hafa opið hús fyrir vini sína og vandamenn í kvöld og vonast til að sjá sem flesta.
Meira
Reykjavík Brynhildur Daðína fæddist 27. september kl. 14.31. Hún vó 4.430 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Iðunn Elsa Kristinsdóttir og Sverrir Örvar...
Meira
Víkverji er einn þeirra sem kallað hafa eftir endurnýjun í stjórnmálum og kosningum á þessu ári. Kosningum fylgir margvísleg stjórnmálahegðun sem áhugavert er að skoða í sögulegu samhengi.
Meira
31. janúar 1948 Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, var stofnað til að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar. 31.
Meira
ENSKA fyrstudeildarliðið Coventry, sem Aron Einar Gunnarsson leikur með, birti í gær yfirlýsingu á vef sínum þar sem félagið biður Breiðablik afsökunar vegna ummæla knattspyrnustjórans Chris Colemans, en á dögunum var haft eftir Coleman að Coventry...
Meira
KR-INGAR héldu áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland-Expressdeildinni, í gærkvöld þegar þeir lögðu Snæfell að velli í Stykkishólmi, 80:75. KR hefur þar með unnið alla 15 leiki sína í deildinni í vetur og tryggðu sér tvö stig á einum af erfiðustu útivöllunum.
Meira
„VIÐ tökum vel á móti uppöldum KR-ingum þegar þeir ákveða að snúa heim á nýjan leik og lítum á það sem viðurkenningu fyrir unglingastarfið hjá félaginu,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs KR í körfuknattleik, sem...
Meira
SÖMU þjóðir og áttust við í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik hér á Íslandi fyrir 14 árum leiða saman hesta sína í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Zagreb í Króatíu á morgun. Um er ræða Króata og Frakka.
Meira
HÚSVÍKINGURINN Ásmundur Arnarsson er að hefja sitt fimmta tímabil sem þjálfari Fjölnis. Liðið, sem er nú á öðru ári í efstu deild, hefur misst nokkra af lykilmönnum frá síðustu leiktíð en stefnir að því að festa sig í sessi í efstu deild.
Meira
ÞRÍR fastamenn úr liði Fjölnis frá síðasta tímabili eru farnir og hugsanlega fjölgar í þeim hópi eins og sjá má á kortinu hér til hliðar. Báðir miðverðirnir gætu farið en Ásgeir Aron Ásgeirsson færir sig af miðjunni í stöðu miðvarðar.
Meira
FJÖLNIR var á sínu fyrsta ári í efstu deild í fyrra og kom liðið svo sannarlega á óvart. Byrjunin var góð og liðið var langt fram eftir sumri meðal efstu liða en endaði í sjötta sæti með 31 stig en var í þriðja sæti með 21 stig þegar mótið var hálfnað.
Meira
Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is EFTIR fjóra tapleiki í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland Express-deildinni, náðu ÍR-ingar loksins sigri í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna.
Meira
„ÞETTA leggst þokkalega í okkur hérna í Grafarvoginum, en það er ennþá samt ákveðin óvissa hjá okkur varðandi nokkra leikmenn,“ sagði Einar Hermannsson, formaður meistaraflokksráðs Fjölnis, spurður um komandi sumar hjá félaginu sem er að...
Meira
FJÖLNISMENN standa frammi fyrir því að vera með nokkuð mikið breytt lið frá síðustu leiktíð. Miðvörðurinn Kristján Hauksson var í láni frá Val síðasta sumar og er farinn til Hlíðarendaliðsins á nýjan leik.
Meira
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Stjarnan bar í gær sigurorð af Tindastóli í viðureign 15. umferðar í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik, 86:82.
Meira
ÞEIR eru margir sem álíta að lið Barcelona sé það besta í veröldinni í dag og að Eiður Smári og félagar muni sanka að sér titlum í vor en Börsungar eru í baráttu á þrennum vígstöðvum og eru ekki árennilegir um þessar mundir.
Meira
„DANIR voru alltaf skrefi á eftir, þeir höfðu ekkert í okkur að gera,“ sagði franski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Jerome Fernandez, eftir að Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitum heimsmeistaramótsins í Króatíu hvar þeir mæta heimamönnum...
Meira
Karen Dís, 8 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af fiðluleikara sem spilar fyrir dýrin. Fiðlan er strengjahljóðfæri en strengir hennar titra þegar þeir eru stroknir með boganum og þannig myndast tónarnir.
Meira
Það marraði í gólffjölunum þótt hann tiplaði varlega á tánum. En nú heyrðist ekkert hljóð frammi. Þetta hlaut að hafa verið ímyndun. Eða þá að timbrið í húsinu hafði bara verið kólna.
Meira
Þessa flottu mynd teiknaði Júlíus Viggó, 7 ára. Hann er greinilega aðdáandi Stjörnustríðsmyndanna enda er ævintýraheimur þeirra ákaflega spennandi. Fyrsta Stjörnustríðsmyndin var frumsýnd árið 1977 og sú síðasta árið 2005.
Meira
Matthías Birgisson, nemandi í 4. bekk í Lindaskóla, og Helga Mikaelsdóttir, nemandi í 5. bekk í Digranesskóla, eru bæði í A-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs. Þau settust niður með okkur og ræddu við okkur um hvernig það er að vera í hljómsveit.
Meira
Þú getur hannað þitt eigið armband eða hálsmen ef þú átt fallegt band heima hjá þér. Prófaðu að binda hnúta á bandið hér og þar, stundum tvöfaldan og stundum þrefaldan og þá er komið hið fínasta...
Meira
Halló! Við heitum Elín og Sandra. Við ákváðum að setja drykkinn okkar í blaðið svo þið getið prófað hann. Krakkadrykkurinn okkar er hollur og góður fyrir unga jafnt sem aldna. Hann er mjög góður þegar þið frystið hann og líka þegar hann er venjulegur.
Meira
Þessa sætu mynd teiknaði Nanna, 7 ára, af þremur litlum andarungum. Endur skiptast í tvo meginhópa, buslendur og kafendur. Buslendur eins og t.d. stokkönd, afla sér ætis á landi, á yfirborði vatns eða í mjög grunnu vatni. Kafendur, t.d.
Meira
Hæ hæ allir! Mig hefur lengi langað í pennavin. Ég heiti Anna Sigríður en er alltaf kölluð Anna Sigga. Ég er 10 ára og óska eftir pennavini á aldrinum 10-12 ára.
Meira
Anna Katrín, 7 ára, teiknaði þessa fínu mynd og henni fylgdi þessi texti: „Sólin er að koma.“ Sólin er nauðsynleg öllu lífríki jarðar þar sem hún sendir frá sér bæði ljós og...
Meira
Barnablaðið fékk að fylgjast með æfingu A-sveitar Skólahljómsveitar Kópavogs í vikunni sem samanstendur af yngstu börnum hljómsveitarinnar, þ.e. börnum í 4.-6. bekk.
Meira
Þrautin felst í því að komast frá 1 og upp í 50. Þú verður alltaf að færa þig á hærri tölu í gegnum völundarhúsið. Það má ekki fara á ská, einungis lárétt og lóðrétt.
Meira
Fáir gera sér grein fyrir hversu mörg tré fara á lífsleið hvers og eins til eigin nota. Við vitum að tré nýtast í byggingar, húsgögn, pappír og fjöldann allan af öðrum hlutum en hver einstaklingur notar að meðaltali um 400 stór tré um ævi sína.
Meira
Í þessari viku eigið þið að svara nokkrum spurningum. Rétt svör skrifið þið á blað og sendið inn fyrir 7. febrúar næstkomandi. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn heimilisfang og aldur.
Meira
Lesbók
31. janúar 2009
| Menningarblað/Lesbók
| 1314 orð
| 2 myndir
Helgi Hálfdanarson lést 20. janúar. Hann var einn merkasti og afkastamesti þýðandi Íslands. Greinarhöfundur segir hann einstakan túlkanda Shakespeares og margra annarra höfuðskálda. Hann fjallar hér um list Helga og velur brot úr þýðingum hans.
Meira
31. janúar 2009
| Menningarblað/Lesbók
| 1951 orð
| 2 myndir
Hið grimma auðvald kom óorði á frelsið „með misnotkun og spekúlasjónum og án þess aðhalds sem frjáls markaður svo nefndur þarf, eins og nú er ljóst“, segir greinarhöfundur sem skoðar hrunadans síðustu vikur og mánuði í ljósi minninga og sögu.
Meira
Hvað voru þeir að meina? Hvert voru þeir að fara? Ég varð undrandi, steinhissa og undrandi þegar ég setti Clash-plötuna Sandinista! fyrst á fóninn.
Meira
Maður gekk að mér rétt áður ég gekk inn í Krónuna á Granda þar sem ég hugðist gera helgarinnkaupin. Þarna var kominn sjálfur Halldór Bragason, blúsgítarleikari með meiru og einatt kenndur við sveit sína, Vini Dóra.
Meira
Skömmu fyrir jól kom út þýðing Ingunnar Ásdísardóttur á skáldsögunni Hálf gul sól eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie. Heiti bókarinnar vísar í fána hins skammæja Bíafraríkis en bókin gerist í Bíafrastríðinu.
Meira
Tékkneska tónskáldið Janacek er ekkert oft á dagskránni hérlendis. Það er synd, því tónlist hans er einstaklega litrík og falleg, þótt hún sé afar sérstæð og stundum torskiljanleg.
Meira
Setjið á ykkur hjálmana og takið inn próteintöflurnar“ heyrist í kallkerfi geimstöðvarinnar – vélarnar eru ræstar og rennt af stað. Þannig hefst langhlaupið, drifið áfram af þrumandi tónlist úr iPod-heyrnarsnúrum.
Meira
LEIKLIST Heiður, Joanna Murray-Smith Þjóðleikhús „Ég held að skemmtilegur púslgólfflötur Axels Hrafnkels, laus við öll húsgögn, hefði nægt góðum leikstjóra til að tefla persónum (leikendum) gegn hverri annarri og til að byggja upp þann hraða sem...
Meira
Notkun Erlu Huldu Halldórsdóttur á grein minni til þess að koma fróðleik um sögu kvenréttindabaráttunnar áleiðis er hins vegar umdeilanleg og byggð á mjög hæpnum dæmum, segir greinarhöfundur sem svarar gagnrýni á skrif sín um sjónvarpsþáttinn Mad Men í Lesbók .
Meira
Bandaríski rithöfundurinn John Updike lést á þriðjudaginn 76 ára að aldri. Hann var tvímælalaust einn fremsti núlifandi rithöfundur Bandaríkjanna, að minnsta kosti sá þeirra sem var hvað afkastamestur og fjölhæfastur.
Meira
Og úr því að við erum í Kanada. Sú sveit sem gerir sig hvað líklegasta til að fleyta téðri bylgju eitthvað áfram er hin skemmtilega nefnda sveit Women sem fær hér með sæmdarheitið tor-gúglaðasta rokksveit samtímans.
Meira
Skemmtilegasta bókin sem ég er að lesa þessa dagana er Outliers eftir Malcolm Gladwell sem er besta bókin sem kom út á síðasta ári að mínu mati. Outliers fjallar um hvaða þættir búa að baki góðum árangri og þá ekki þeir sem oftast er litið til, þ.e.
Meira
Man einhver þá tíð þegar Egill Helgason byrjaði þátt sinn Silfur Egils á stöð sem fáir horfðu á í þá daga? Þar fékk hann til viðtals við sig marga sem tóku þátt í stjórnmálunum.
Meira
Hrafnkell Sigurðsson hefur um árabil unnið ljósmyndaverk sem sýna nánasta umhverfi okkar á persónulegan og ferskan hátt. Nýbyggingar, tjöld á fjöllum, snjóskaflar í byggð, rusl af ýmsum stærðum og gerðum, vinnufatnaður, t.d.
Meira
Sölumaður Almanök, ný almanök; dagatöl. Vantar yður almanak, herra? Vegfarandi Almanak fyrir nýja árið? Sölumaður Já, herra. Vegfarandi Haldið þér að þetta nýja ár verði hamingjuríkt? Sölumaður Ó, yðar æruverðugi, já, auðvitað.
Meira
31. janúar 2009
| Menningarblað/Lesbók
| 1538 orð
| 3 myndir
Næstkomandi fimmtudagskvöld flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands Turangalîla-sinfóníuna eftir Olivier Messiaen, en þess er nú minnst að öld var liðin frá fæðingu hans 10. des-ember sl.
Meira
Hin svokallaða kanadíska bylgja nýbylgjurokks reið yfir af miklum krafti fyrir nokkrum árum en í fararbroddi voru sveitir eins og Arcade Fire, Broken Social Scene og The New Pornographers.
Meira
Horfi ég um Ísland allt um þó leiki veður kalt, hnjúkar hvítir, feykist fönn; Frelsi lands míns el ég önn. Nú er farin fyrri tíð, féð er urið, kreppuhríð. Á ég þó í elsku rann afla þann er aldrei brann.
Meira
Viltu vinna milljarð? nýtur vinsælda í íslenskum bíóhúsum. Hugljúft ævintýrið er flóttaleið Íslendinga í kreppunni. Í því felst þó ákveðin kaldhæðni.
Meira
Um daginn spurði fimm ára sonur minn hvort Davíð Oddsson væri vondur. Ég taldi það af og frá og velti fyrir mér hvernig honum hefði komið það í hug. Reyndar þurfti ekki að leita lengi að skýringu.
Meira
Það er til róttækni af ýmsu tagi þó að orðið hafi lengi verið notað fyrst og fremst um harðdræga vinstristefnu. Kannski er það arfur hins atkvæðamikla en jafnframt athyglisfreka sjöunda áratugar. Þá þóttu vinstriróttæklingar kræfastir allra.
Meira
Áhugafólki um menningarrýni og bandarískar bókmenntir er rétt að benda á að í desember kom út fyrsta bindi dag- og nótubóka Susans Sontag, Reborn: Journals and Notebooks, 1947-1963 . Bindin munu verða þrjú þegar upp verður staðið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.