Greinar laugardaginn 21. febrúar 2009

Fréttir

21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

10 fyrir meistaraprófsritgerð

PÓLSKUR nemandi, Maciej Lukawski, hlaut einkunnina 10 fyrir meistaraprófsritgerð við RES Orkuskóla á Akureyri og meðaleinkunnina 9,45 á prófi. Þessi fyrsta brautskráning meistara í orkufræðum hér á landi var í gær, við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð

44 áfram í framboði en 11 hætta þingmennsku

ÞEGAR hafa 11 þingmenn tilkynnt að þeir ætli ekki í framboð í komandi alþingiskosningum en 44 þingmenn hafa staðfest eða tilkynnt að þeir gefi kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Fleiri þingmenn munu segja frá áformum sínum næstu daga. Geir H. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 260 orð

Afskrifa 1.500 milljarða

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is GAMLI Landsbankinn áætlar að afskrifa 1.452 milljarða króna að lokinni skuldajöfnun. Þetta kemur fram í yfirliti eigna og skulda bankans sem kynnt var kröfuhöfum hans í gær. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Alvarlega slasaðar eftir sprengingu í verksmiðju

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TVÆR konur slösuðust alvarlega þegar lok af mæjonestunnu þeyttist í andlit þeirra í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ í gær. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 31 orð

Alþingiskosningar 2009

Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.... Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Auratal

NÚ þegar matvælaverð hefur hækkað mikið á örfáum mánuðum er mikilvægt að vera á vaktinni gagnvart góðum tilboðum. Á miðvikudögum eru t.d. brauðdagar í bakaríinu Korninu, Hjallabrekku 2 í Kópavogi, þar sem öll brauð eru á 219 krónur. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 183 orð

Áfram unnið með tvö tilboð í Árvakur af þremur sem bárust

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur b en@mbl.is ÞRJÚ skuldbindandi tilboð bárust í nýtt hlutafé Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess rann út í gær. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð

Banki býður breytt kjör við greiðslu lána

LANDSBANKINN hefur nú fetaði í fótspor hinna ríkisbankanna og býður tímabundinn afslátt af uppgreiðslugjaldi vegna íbúðalána bankans og innborgunar á höfuðstól. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

„Kerfið virkar ekki“

„GRUNNSKÓLI skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna,“ segir í 13. grein nýrra grunnskólalaga. „Kerfið sem á að vera til staðar virkar ekki,“ segir móðir á Selfossi. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 89 orð

„Þegar ljúflingurinn veiktist“

GEÐHJÁLP stendur fyrir fyrirlestrum í dag, laugardag, í húsakynnum sínum á Túngötu 7. Fyrirlestrarnir, sem byrja kl. 13, fjalla um að taka ábyrgð á eigin lífi sem aðstandandi fólks með geðraskanir. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Best að sveitarfélög sjái um sína þjónustu

HÆTTUM að bjóða út velferðarþjónustuna og spörum stórfé. Sú er niðurstaðan í nýrri skýrslu frá dönsku verkalýðssamtökunum FOA, Fag og Arbejde. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Biðlar til miðjumanna

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi hægriflokksins Likud, kvaðst í gær vilja mynda ríkisstjórn með aðild allra stærstu flokka Ísraels og hvatti keppinauta sína úr röðum miðjumanna til að ganga til liðs við hana. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Dauðsföllum fækkaði

DAUÐSFÖLLUM af völdum slysa í farþegaþotum, smíðuðum á Vesturlöndum, fækkaði úr 692 á árinu 2007 í 502 á síðasta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Þótt dauðsföllunum hafi fækkað fjölgaði flugslysunum. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 72 orð

Drekkur kók á hverjum degi til að svíkja ekki mömmu

„MAMMA vildi ekki að ég drykki þegar ég var yngri því hún var mjög trúuð,“ segir Pero Ajtman, Króati á áttræðisaldri. Ajtman hefur ekki drukkið neitt annað en kók í fjörutíu ár til að halda loforð við nú látna móður sína. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 141 orð

Eignir „á góðu verði“

FASTEIGNASALA hefur fengið til sölu um það bil þrjátíu fasteignir frá banka. Sölumaðurinn segir í tölvupósti til samstarfsfólks að eignirnar fáist á góðu verði. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Enginn munur undir þrítugu

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ENGINN munur er á launum karla og kvenna undir þrítugu. Þetta er meðal niðurstaðna launakönnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og ParX sem gerð var í byrjun september í fyrra. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 508 orð | 2 myndir

Fái ekki að skjóta undan

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is STEINGRÍMUR J. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Fjögur veitingahús í þrot

FJÖGUR veitingahús í Reykjavík hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 6. febrúar sl. Veitingahúsin eru Iðusalir ehf. við Lækjargötu, Café Oliver ehf. við Laugaveg, Barinn ehf. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 542 orð | 3 myndir

Fleiri stela í kreppu

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „MEÐ versnandi efnahag grípa fleiri til þess óyndisúrræðis að stela úr verslunum,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar, á fundi um þjófnað úr verslunum. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Forstöðumaður Árnastofnunar

GUÐRÚN Nordal, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Skipunin er frá 1. mars nk. til fimm ára. Fjórar umsóknir bárust um embættið. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Fréttablaðið hagræðir

ÖLLUM starfsmönnum Fréttablaðsins verður gert að minnka starfshlutfall sitt niður í 90% um næstu mánaðamót. Sú ákvörðun gildir til 1. september. Þá var fjórum blaðamönnum sagt upp í gær í hagræðingarskyni. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um gammablossa

PÁLL Jakobsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur um gammablossa í Öskju, náttúrufræðihúsið HÍ, í dag, klukkan 14. Gammablossar verða til þegar stór stjarna springur og myndar svarthol. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 286 orð | 2 myndir

Góðærið hefur breyst í martröð

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is RÍKISSTJÓRN Lettlands lét af störfum í gær eftir að tveir af fjórum flokkum stjórnarinnar höfðu hvatt forsætisráðherrann, Ivar Godmanis, til að segja af sér. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þetta er mjög fornfáleg löggjöf frá árinu 1949 og alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum í dag til löggjafar af þessum toga. Hvað sem okkur annars finnst um hvalveiðar. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Hagnaður við erfiðar aðstæður

„VIÐ erum gríðarlega ánægð með þetta uppgjör. Við skilum góðum hagnaði á meðan rekstrarumhverfi bankans var mjög erfitt. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hefur ekki veruleg áhrif

EKKI er hægt að halda fram að hugsanleg full aðild Íslands að ESB myndi hafa veruleg áhrif á stöðu okkar og möguleika varðandi yfirráðarétt og nýtingu jarðrænna auðlinda. Þetta er niðurstaða Guðna A. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Hófaljón og knapar nutu góða veðursins í gærkvöldi

Í gærkvöldi voru margir á ferð í Víðidalnum, enda veðrið ekki amalegt fyrir þá sem eru svo lánsamir að eiga reiðskjóta og geta skellt sér í hnakk og látið gamminn geisa. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð

HR-ingar unnu hönnunarkeppni

Í GÆR fór fram í Háskólabíói hin árlega hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema Háskóla Íslands. Rétt eins og í fyrra unnu nemendur í vél- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 211 orð | 60 myndir

Hætta eða halda áfram?

MIKILL meirihluti þingmanna hefur nú þegar staðfest eða tilkynnt að hann gefi kost á sér til áframhaldandi þingmennsku í alþingiskosningunum í apríl. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 92 orð

Höfðu ekki starfsleyfi

FYRIRTÆKIÐ í Grindavík þar sem eiturefni láku út úr gámi hafði ekki starfsleyfi til þeirrar starfsemi sem efnin tengdust. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kannar málið. Mikill viðbúnaður var í Grindavík sl. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 93 orð

Höfuðklútur bannaður

KNUT Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, sneri í gær við þeirri ákvörðun sinni, að múslímskar konur í norsku lögreglunni mættu bera „hijab“ eða höfuðklút, sem hylur hár og háls. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 244 orð

Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Í sínu fínasta pússi

BRESKA leikkonan Nicolette Sheridan og kaupsýslumaðurinn Richard Lugner skelltu sér á Óperuballið í Vín í gærkvöld. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Í Sólfari með sigurbros á vör

ÞEIR léku á als oddi, erlendu skólakrakkarnir sem tóku sér stöðu í Sólfarinu við Sæbraut í góðviðrinu í gær. Ef marka má látbragðið gefa þeir fleyinu hæstu einkunn og brosa sínu blíðasta til ljósmyndara Morgunblaðsins. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Kjötið kvatt í Andesfjöllum

BÓLIVÍUMAÐUR í hefðbundnum klæðnaði dansar þjóðdans á kjötkveðjuhátíð sem nefnist Anata Andina. Hundruð hópa indíána taka þátt í hátíðinni í Oruro-héraði í Andesfjöllum í vesturhluta Bólivíu. Hátíðin í Oruro stendur í tíu daga fyrir... Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Kynna tillögur að breyttum miðbæ

TILLAGA að nýju deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar liggur nú fyrir og bærinn býður af því tilefni til kynningar og samráðs um hugmyndir sem mótaðar hafa verið í framhaldi hugmyndasamkeppninnar Akureyri í öndvegi. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 90 orð

LEIÐRÉTT

Ekki fyrstu Íslendingarnir í hundasleðakeppni Í frétt um hundasleðakeppni í Alaska í Morgunblaðinu var fullyrt að þetta væri í fyrsta sinn sem Íslendingar tækju þátt í keppninni. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Margrét nýr formaður FÍS

MARGRÉT Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, var kjörin formaður Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) á aðalfundi félagsins í á fimmtudaginn síðastliðinn. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Málið var fellt niður

SAMKVÆMT tilkynningu sem Árna Johnsen hefur borist bréfleiðis frá ríkissaksóknara hefur mál vegna kæru Gunnars Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóri á hendur Árna fyrir ærumeiðingarbrot, verið fellt niður. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Mikið um dýrðir í Simbabve

ROBERT Mugabe, forseti Simbabve, heldur upp á 85 ára afmæli sitt í dag og verður ekkert til sparað við hátíðahöldin þótt hann hafi lagt efnahag landsins í rúst á 29 ára valdatíma sínum. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 665 orð | 3 myndir

Milljarðaverk í kreppunni

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Minnisvarði óráðsíu?

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 36 orð

Mjög margar umsóknir

MJÖG margir sóttu um tvær stöður skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu. Samtals sóttu 65 um stöðu skrifstofustjóra á samskiptaskrifstofu ráðuneytisins. Þá sóttu 59 um aðra stöðu skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Og þá var kátt í Höllinni

UM 4.000 unglingar skemmtu sér konunglega á árshátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, sem hófst í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Hátíðin hófst með miklu balli, en þar komu meðal annars fram Veðurguðirnir, Bloodgroup, Dr. Spock og Páll Óskar. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 134 orð

Reisa blokk í Fossvogi

STEFNT er að því að hefja framkvæmdir við fjölbýlishús á vegum Samtaka aldraðra við Sléttuveg í Fossvogi í næsta mánuði. Að sögn byggingarverktakans er engan bilbug að finna á verkkaupanum enda meirihluti íbúðanna þegar seldur. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Rónni raskað við matarborðið

DÚFURNAR í Laugardalnum fagna án efa snjóleysinu undanfarna daga því auðveldara er fyrir þær að komast að ýmiskonar matarmolum sem hægt er að hirða upp af gangstéttum og götum. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sambýlismanni sleppt úr haldi

MANNI sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir lát konu sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, að kvöldi 5. febrúar hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn var sambýlismaður hinnar látnu konu. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Segir fjölda starfa tapast

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is UM 250 störf á Íslandi eru í hættu þar sem bresk stórmarkaðskeðja hefur ákveðið að segja upp viðskiptum við íslenska fiskútflytjendur. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Sprengjur og brellur

ÓTRÚLEGAR litasjónhverfingar, óvenjulegar gastegundir á sveimi og sprengingar er meðal þess sem verður hægt að upplifa í Háskólabíói í dag klukkan 13. Þá stendur Sprengjugengið fyrir efnafræðisýningu á heimsmælikvarða. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 366 orð | 2 myndir

Stutt í stjórnarskipti við Arnarhól

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ALLT stefnir í að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans verði að lögum á mánudaginn, verulega breytt frá upphaflegri mynd við fyrstu umræðu. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Svanamót við Tjarnarbakkann

ÞAÐ var engu líkara en að svanir Tjarnarinnar hefðu ákveðið að halda ættarmót þar sem þeir hópuðust saman í eina hrúgu við göngubrúna að Ráðhúsinu. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Tíðir númeraþjófnaðir

„ÞETTA eru reyndar sömu bílnúmer og hafa alltaf verið. Þau eru sett í smelliramma og það er auðveldara að taka þau úr rammanum en að skrúfa númerin af. Þetta er fljótlegra. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Veiðileyfin verða dregin út í beinni

HINN árlegi útdráttur á hreindýraveiðileyfum fer fram á morgun, sunnudag. Mikil spenna ríkir meðal hreindýraveiðimanna, því alls bárust 3227 gildar umsóknir um þau 1333 dýr sem má fella í sumar og haust. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Verður Snæfellsjökull horfinn eftir 20 ár?

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SNÆFELLSJÖKULL hefur þynnst og hopað meira á síðustu árum en áður hefur gerst. Ef allt fer á versta veg gæti jökullinn verið horfinn eftir um 20 ár. Snæfellsjökull er um 12,5 km 2 að flatarmáli. Meira
21. febrúar 2009 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Vilja ekki myndun gettóa

DANSKI þjóðarflokkurinn, sem oft er sakaður um andúð á innflytjendum, hefur lýst yfir stuðningi við tillögur jafnaðarmanna um aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 94 orð

VR með sömu launataxta og áður

GUNNAR Páll Pálsson, formaður VR, segir það ekki rétt sem haft var eftir framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins í fréttaskýringu í gær um markaðslaun og kauptaxta, að VR hafi valið þá leið að vera eingöngu með tvo launataxta. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl. Meira
21. febrúar 2009 | Innlendar fréttir | 107 orð

Þrír bílar í árekstri

EINN var fluttur á slysadeild eftir árekstur rútu, pallbíls og fólksbifreiðar á Hafnarfjarðarvegi um miðjan dag í gær. Atvikið varð með þeim hætti að pallbíllinn lenti aftan á fólksbifreiðinni þar sem hún beið á aðrein að Hafnarfjarðarveginum. Meira

Ritstjórnargreinar

21. febrúar 2009 | Staksteinar | 222 orð | 1 mynd

Endurnýjun Framsóknar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum í apríl. Meira
21. febrúar 2009 | Leiðarar | 383 orð

Meðvitund í matinn

Kaupir þú pasta á 578 krónur í 10-11 þegar þú getur keypt það á 129 krónur í Kasko? Verðmunurinn í verðkönnun ASÍ er sláandi. Á þessum pastaskrúfum er munurinn 348 prósent. Meira
21. febrúar 2009 | Leiðarar | 273 orð

Ofbeldi í skólum

Skólayfirvöld hafa unnið markvisst að því að koma í veg fyrir andlegt ofbeldi eins og einelti í skólum. Unnið er eftir ákveðnum ferlum sem hjálpar fólki að sjá einkenni eineltis og bregðast tímanlega við. Meira

Menning

21. febrúar 2009 | Fjölmiðlar | 304 orð | 1 mynd

Átján vetra yngismær

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Jóhann Hauksson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Þau fást m.a. við „flosalegur“ og „ramakvein“. Fyrriparturinn er svona: Átján vetra yngismey til Evrópu við sendum. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 178 orð | 1 mynd

Bellman sunginn í Tónskóla Sigursveins

ER það ekki víst, að allir kunni lagið um Gamla Nóa? Höfundur lagsins hét Carl Michael Bellman og var Svíi. Dagskrá tileinkuð söngvaskáldinu góða verður flutt í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1, á morgun kl. 15. Meira
21. febrúar 2009 | Myndlist | 77 orð | 3 myndir

Besta plakatið?

Í DAG opna nemendur á fyrsta ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands sýningu á tillögum fyrir plakat Unglistar, listahátíðar ungs fólks, sem haldin verður í nóvember. Sýningin verður í Gallerí Tukt, Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 251 orð | 1 mynd

Bjössi hættir í Motion Boys og flytur til Danmerkur

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is TROMMULEIKARINN Björn Stefánsson hefur ákveðið að flytjast til Danmerkur í næsta mánuði ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann stefnir á að fara í nám. Meira
21. febrúar 2009 | Hönnun | 88 orð | 1 mynd

Búið til öskupoka og bolluvendi

KRÖKKUM á öllum aldri er boðið í Gerðuberg á morgun, sunnudag, á milli 14 og 16. Þar á að kenna gestum að búa til ekta öskupoka og bolluvendi. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Fékk leyfi hjá sjálfum Clint Eastwood

* Hinn 6. mars nk. verður stuttmynd Braga Þórs Hinrikssonar , „Aldrei stríð á Íslandi“, frumsýnd og verður hún sýnd á undan frumsýningu nýjustu og jafnframt síðustu kvikmyndar Clints Eastwood sem leikara, Gran Torino . Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 308 orð | 1 mynd

Frjálslegt, létt – og á dönsku!

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞÆR eru fjórar og sprækar og annað kvöld kl. 20 koma þær fram sem einsöngvarar með Gradualekór Langholtskirkju. Meira
21. febrúar 2009 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Hetja á skjánum

ÞAÐ er alltaf jafngaman að sjá hetjur að verki. Það er reyndar fátt af þeim í hinum nöturlega raunveruleika en nóg er af þeim í kvikmyndum og bókum. Kóngulóarmaðurinn mætti til leiks í kvikmynd sem RÚV sýndi síðastliðið laugardagskvöld. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Hilton að deyja úr afbrýðisemi

HÓTELERFINGINN og kokteilkænan Paris Hilton er í öngum sínum eftir að hún sá myndir af fyrrv. kærasta sínum, rokkaranum Benji Madden, og söngkonunni Katy Perry í Las Vegas þar sem þau eyddu Valentínusardeginum saman. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 373 orð | 2 myndir

Hjartveikum ögrað

Verk eftir Zemek, Stochl, Graham, Jónas Tómasson og Atla Ingólfsson. Flytjandi: Kammersveit Reykjavíkur ásamt einleikurum. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Sunnudagur 8. febrúar. Meira
21. febrúar 2009 | Myndlist | 177 orð | 1 mynd

Innra líf skrímslis og móralskar spurningar

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG las Frankenstein eftir Mary Shelly fyrst fyrir um 20 árum og málaði málverk út frá sögunni. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Í hópslagsmálum

BANDARÍSKA rokksveitin Kings of Leon átti að öllum líkindum upptök að hópslagsmálum sem brutust út baksviðs að loknum Bresku tónlistarverðlaununum á miðvikudaginn. Meira
21. febrúar 2009 | Hugvísindi | 73 orð | 1 mynd

Jörundarþing í Þjóðarbókhlöðunni

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur í dag, laugardag, málþing í tilefni þess að liðnar eru tvær aldir frá valdaskeiði Jörundar hundadagakonungs. Málþingið er í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð, og hefst kl. 13.30. Flutt verða fjögur erindi. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 490 orð | 2 myndir

Kyrrstaða tízkunnar

Ný og eldri verk eftir Ragnhildi Gísladóttur og Hilmar Örn Hilmarsson. Pétur Grétarsson slagverk, Borgar Magnason kontrabassi, Ásgerður Júníusdóttir söngur, Kjartan Óskarsson klarínett, Ívar Ragnarsson hljóðleikur [„sound production“]. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 173 orð | 1 mynd

Lagalistinn: Toppaði Elektra of snemma?

* Listinn yfir vinsælustu lög landsins sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag vakti töluverða athygli því mörgum til mikillar undrunar reyndist lagið „Got No Love“ með stúlknasveitinni Elektru mun vinsælla en sigurlag Söngvakeppninnar,... Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 151 orð | 1 mynd

Landsliðið heiðrar minningu Rúnars

LANDSLIÐ íslenskra tónlistarmanna ætlar að koma fram á tónleikum sem haldnir verða í minningu Rúnars Júlíussonar í Laugardalshöll laugardaginn 2. maí næstkomandi. Rúnar lést aðfaranótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Meira
21. febrúar 2009 | Bókmenntir | 391 orð | 1 mynd

Lausar stundir nýttar í ljóðaskrif

Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur Nemi í blaða- og fréttamennsku „MIG langaði að gera eitthvað úr því þegar bók kemur út, svipað og þegar myndlistarsýningar eru opnaðar, og slá upp góðu partíi,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason sem gefur út... Meira
21. febrúar 2009 | Myndlist | 143 orð | 1 mynd

Listirnar njóta líka stuðnings

LISTASTOFNANIR í Bandaríkjunum fagna því að helsti styrktarsjóður listanna þar í landi, The National Endowment for the Arts, NEA, fær þrátt fyrir allt brot af 787 milljarða dala stuðningi ríkisstjórnar Baracks Obama við atvinnulífið. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 813 orð | 2 myndir

Litli bróðir tekur völdin

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Með 20 milljóna dala hálsmen

SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum blaðsins OK! mun Angelina Jolie skarta 20 milljóna dala hálsmeni þegar hún mætir til Óskarsverðlaunahátíðarinnar á sunnudaginn. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 752 orð | 1 mynd

Nú gilda önnur lögmál

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SIGURJÓN Kjartansson lét sér ekki nægja að taka þátt í umbyltingu íslensks gríns og gamanmála heldur hefur og látið til sín taka í framleiðslu á dramaefni. Og það heldur betur. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 518 orð | 1 mynd

Pink Floyd í Færeyjum

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TRAUSTATAK það sem hljómsveitin Dúndurfréttir hefur á öndvegisverkum Pink Floyd hefur vakið aðdáun margra og er svo komið að Floyd-þyrstir utan landsteina hafa sælst eftir þessum kröftum. Meira
21. febrúar 2009 | Myndlist | 263 orð | 1 mynd

Samtal milli þriggja

Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur Nemi í blaða- og fréttamennsku Í HAFNARBORG verður opnuð í dag sýning á verkum Helga Gíslasonar myndhöggvara undir heitinu Verund. Orðið er í raun samheiti yfir grunneiginleika og kjarna tilverunnar. Meira
21. febrúar 2009 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Síðasta nektarsena Kate Winslet

KATE Winslet segir að hún sé hætt að koma nakin fram í kvikmyndum. Síðasta nektaratriði leikkonunnar er að finna í verðlaunamyndinni The Reader sem nú er sýnd á Íslandi en þar fyrir utan hefur hún komið nakin fram í 10 kvikmyndum, þ.ám. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 86 orð | 1 mynd

Tríó Sunnu Gunnlaugs í Salnum

SUNNA Gunnlaugs djasspíanisti er að senda frá sér nýjan disk með New York-kvartett sínum, þeim sama og lék á disknum Mindful . Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 207 orð | 1 mynd

Tækjabúnaður NASA uppfyllti ekki kröfurnar

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞÝSKI plötusnúðurinn Stephan Bodzin starfar af mikilli nákvæmni og gerir gífurlegar kröfur þegar kemur að hljóð-, ljósa- og skjákerfi á tónleikum hans. Meira
21. febrúar 2009 | Tónlist | 399 orð | 1 mynd

Vöktu Norðmenn með lagi ársins

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hjaltalín vekur mikla lukku á By:Larm-hátíðinni er fer fram þessa dagana í Osló. Meira

Umræðan

21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Er verðmæti grunnsævis gulls ígildi?

Ingvar Hallgrímsson skrifar um efnistöku á hafsbotni: "Hvað snertir okkar grunnsævi ber okkur að fara fram af fullri skynsemi og ábyrgð og láta náttúruna njóta vafans þá hætta er á ferð." Meira
21. febrúar 2009 | Blogg | 113 orð | 1 mynd

Felix Gunnar Sigurðsson | 20. febrúar Hvar er aðstoðin frá yfirvöldunum...

Felix Gunnar Sigurðsson | 20. febrúar Hvar er aðstoðin frá yfirvöldunum? Nú fjölgar þeim tilfellum á hverjum degi þar sem við heyrum af fólki sem er að missa eða er búið að missa húsnæðið sitt vegna kreppunnar. Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni.

Ingiveig Gunnarsdóttir leggur til að við skoðum hvali en skjótum þá ekki: "Látum ekki fáfræði varða leiðina til glötunar. Tökum ákvarðanir byggðar á upplýstum rökum." Meira
21. febrúar 2009 | Pistlar | 450 orð | 1 mynd

Förum vinsælu leiðina

Í vikunni fór fram umræða um heilbrigðismál á Alþingi. Viðfangsefnið var niðurskurður. Hvernig spara ætti þúsundir milljóna í heilbrigðiskerfi sem þegar hefur verið tálgað inn að beini. Meira
21. febrúar 2009 | Blogg | 72 orð | 1 mynd

Gestur Guðjónsson | 20. febrúar 2009 Vandasöm forgangsröðun Það er rétt...

Gestur Guðjónsson | 20. febrúar 2009 Vandasöm forgangsröðun Það er rétt og göfugt markmið að ætla sér að reyna að fækka banaslysum í umferðinni og með til þess að gera litlum tilkostnaði mætti ná miklum árangri... Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Glámskyggn heimildarýni Hæstaréttar

Tómas Ísleifsson skrifar um dóm Hæstaréttar um eignarhlutföll á Sólheimatorfu í Mýrdal: "Brot Hæstaréttar er stórt að byggja dóm sinn á falsrökum sem eru rekjanleg í málsskjölum." Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Húsið er að gráta

Pétur Grétarsson fjallar um tónlistarhúsið á hafnarbakkanum: "Hvort þurfum við? Lifandi vettvang fyrir tónlist og fjölbreytta menningu, eða minnisvarða um aumingjaskap?" Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 555 orð | 1 mynd

Hvernig verndum við börnin fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Kolbrún Baldursdóttir skrifar um kynferðisofbeldi: "Fræðsla sem þessi er þó vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja óþarfa áhyggjur hjá barninu." Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Konur og karlar

Eftir Gullveigu Sæmundsdóttur: "Ef hér verður ekki viðhorfsbreyting er ég hrædd um að við munum áfram sitja uppi með svipaða ráðamenn og verið hefur." Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 440 orð

Liggja því þeir...áfram undir grun um refsiverða háttsemi

Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir sendu 2. Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Lýðræðið og endurreisn Alþingis

Magnús Ingi Erlingsson fjallar um lýðræði, breytingu á stjórnarskrá og mögulega endurreisn Alþingis.: "Breyting á stjórnarskrá þar sem ríkisvaldinu eru sett eðlileg mörk og skýrari aðgreining valdaþátta og eftirlit hver með öðrum er forsenda bættra stjórnarhátta." Meira
21. febrúar 2009 | Blogg | 110 orð | 1 mynd

Ransu | 20. febrúar 2009 Fyrst þarf að sigta Kristján og Kjarval frá...

Ransu | 20. febrúar 2009 Fyrst þarf að sigta Kristján og Kjarval frá áhugamönnum Auðvitað var það furðulegt á sínum tíma þegar listaverkin fylgdu með bönkunum í kaupbæti. En nú eru bankarnir aftur komnir í ríkiseigu og listaverkin með. Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 648 orð | 1 mynd

Úr vörn í sókn

Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur: "Ný ríkisstjórn hefur sagt þessu ástandi stríð á hendur undir merkjum verkgleði og samstöðu." Meira
21. febrúar 2009 | Velvakandi | 551 orð | 1 mynd

Velvakandi

Ferðaþjónusta í björgunarliðinu SÍÐUSTU vikurnar hefur mikið verið rætt um hvernig styrkja mætti atvinnuvegi okkar Íslendinga til að koma okkur út úr kreppunni. Meira
21. febrúar 2009 | Aðsent efni | 357 orð

Þorskeldi með varúð

FYRIRHYGGJULAUS framtakssemi varð banabiti laxeldis á Íslandi og milljarðar króna töpuðust í mörgum umferðum. Því hef ég áhyggjur af ákefð Karls Steinars Óskarssonar (Mbl. Meira

Minningargreinar

21. febrúar 2009 | Minningargreinar | 1980 orð | 1 mynd

Guðmundur Ólason

Guðmundur Ólason húsasmíðameistari fæddist á Ísafirði 1. september 1927. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óli Pétursson fisksali, f. 14.4. 1901, d. 21.10. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2009 | Minningargreinar | 759 orð | 1 mynd

Halldóra Jónsdóttir

Halldóra Jónsdóttir fæddist á Grýtu í Öngulsstaðahreppi 10. apríl 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þorleifsson bóndi á Grýtu og kona hans Rósa Jónasdóttir. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2009 | Minningargreinar | 3427 orð | 1 mynd

Helgi Ívarsson

Helgi Ívarsson fæddist í Vestur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi 2. júní 1929. Hann lést 13. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2009 | Minningargreinar | 1475 orð | 1 mynd

Snæbjörn Ármann Björnsson

Snæbjörn Ármann Björnsson fæddist á Nolli í Grýtubakkahreppi 14. maí 1917. Hann lést á Grenilundi á Grenivík 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jóhannesson bóndi á Nolli, f. 1. febrúar 1877, d. 10. des. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2009 | Minningargreinar | 3340 orð | 1 mynd

Valdís Þórðardóttir

Valdís Þórðardóttir fæddist á Klúku í Miðdal í Strandasýslu, 27. júní 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, f. 9.12. 1883, d. 17.8. 1954, og Guðrún Finnbogadóttir, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2009 | Minningargreinar | 1608 orð | 1 mynd

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard og Richard Anthony Conolly Tunnard

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard fæddist 30. júní 1917 í Reykjavík og lést 7. desember 2008 á heimili sínu í London. Móðir hennar var Halldóra Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 1892, d. 1968, dóttir Ólafs Finnssonar prests í Kálfholti í Holtum. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 103 orð

2.017 milljarða skuld

SKULDIR heimilanna hafa aukist hratt undanfarin ár og mun hraðar en ráðstöfunartekjur samkvæmt fréttabréfi greiningar Íslandsbanka. Skuldir heimilanna voru þannig um 2.017 milljarðar króna samkvæmt áætlun greiningar Íslandsbanka í lok síðastliðins árs. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 281 orð | 1 mynd

Álver í Helguvík enn háð óvissu

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Í UPPGJÖRI Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem birt var í fyrrakvöld kemur fram að bygging nýs álvers í Helguvík sé enn í endurskoðun. Framkvæmdum á svæðinu sé haldið í lágmarki. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 159 orð | 1 mynd

Birting á bréfi hörmuð

Hilmar Ragnarsson, og Þórhallur Guðlaugsson, sem Samkeppniseftirlitið skipaði í stjórn Teymis í byrjun febrúar, sendu á miðvikudag bréf til Teymis þar sem þeir harma birtingu annars bréfs frá þeim í fjölmiðlum. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 390 orð

Dæmdir fyrir að senda ranga tilkynningu

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is TVEIR menn voru í gær sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa vísvitandi sent hlutafélagaskrá ranga tilkynningu vegna einkahlutafélagsins FS13. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 196 orð | 1 mynd

Icesave kostar um 72 milljarða

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SKILANEFND Landsbankans reiknar með því að um 72 milljarðar króna muni falla á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave-reikninga bankans í Bretlandi og Hollandi. Eignir bankans eftir afskriftir eru taldar nema 1. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 329 orð | 3 myndir

Íslenskir peningar flæddu í miklu magni til Hollands

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Stjórnandi í Byr hættur

SAMKOMULAG hefur orðið um að Ingólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Byrs verðbréfa, láti af störfum hjá fyrirtækinu frá og með deginum í gær. Samkomulagið er gert í fullri sátt á milli aðila, að því er segir í tilkynningu frá Byr. Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 1 mynd

Tap á rekstri Icelandair

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Icelandair Group tapaði samtals 7,5 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2008 og þar af tapaði félagið 10,6 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi. Icelandair Group skilaði 300 milljóna króna hagnaði á árinu... Meira
21. febrúar 2009 | Viðskiptafréttir | 753 orð | 2 myndir

Útilokar ekki sameiningu

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is NAFNABREYTING á Glitni í Íslandsbanka í gær útilokar ekki að bankinn verði sameinaður öðrum banka, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri. Meira

Daglegt líf

21. febrúar 2009 | Daglegt líf | 1203 orð | 2 myndir

Ekkert feiminn við að prófa nýtt

Launin voru rófupoki, lambsskrokkur og kartöflur eftir sumarlanga vinnu í sveit þar sem engar voru vélarnar. Fyrrverandi skósmiður og flautuleikari situr nú við tölvu og spjallar við börnin sín í útlöndum á Fésbókinni. Meira
21. febrúar 2009 | Daglegt líf | 1795 orð | 2 myndir

Ég hef engu að tapa

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Það vakti mikla athygli þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til formanns Samfylkingar viki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki úr sæti formanns. Meira
21. febrúar 2009 | Daglegt líf | 482 orð | 1 mynd

Grundarfjörður

Kreppu er ekki að finna innan veggja Fjölbrautaskóla Snæfellinga – þar var í mörgu að snúast hjá nemendum í vikunni. Meira
21. febrúar 2009 | Daglegt líf | 824 orð | 2 myndir

Lögbundið að börn njóti bernskunnar

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Ég á þá ósk heitasta að hér sé upprætt mein sem er falið og viðgengst í samfélaginu,“ segir móðir sem lifað hefur þá martröð að barnið hennar hefur orðið fyrir einelti árum saman í grunnskóla á Selfossi. Meira

Fastir þættir

21. febrúar 2009 | Fastir þættir | 165 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Kaldar konur. Norður &spade;ÁK108 &heart;G76 ⋄D73 &klubs;987 Vestur Austur &spade;97632 &spade;5 &heart;4 &heart;K983 ⋄K10654 ⋄G8 &klubs;52 &klubs;ÁKDG63 Suður &spade;DG4 &heart;ÁD1052 ⋄Á92 &klubs;104 Suður spilar 4&heart;. Meira
21. febrúar 2009 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Hjónin Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir og Ingólfur Kristjánsson klæðskerameistari eiga í dag, 21. febrúar fimmtíu ára brúðkaupsafmæli. Þau halda upp á daginn í faðmi... Meira
21. febrúar 2009 | Árnað heilla | 173 orð | 1 mynd

Hjónin slá saman í fögnuð

„HUGMYNDIN er að hafa bollukaffi á sunnudaginn fyrir systkini og fjölskyldu,“ segir Thomas Möller, forstjóri Rekstrarvara, aðspurður hvernig hann ætli að fagna 55 ára afmæli sínu. Meira
21. febrúar 2009 | Í dag | 2368 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Skírn Krists. Meira
21. febrúar 2009 | Í dag | 31 orð

Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur...

Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14. Meira
21. febrúar 2009 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Reykjanesbæ r Logi Þór fæddist 23. nóvember kl. 12.12. Hann vó 3.715 g...

Reykjanesbæ r Logi Þór fæddist 23. nóvember kl. 12.12. Hann vó 3.715 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir og Ívar Þór... Meira
21. febrúar 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Rökkvi Freyr fæddist 13. nóvember kl. 12.26. Hann vó 3.740 g...

Reykjavík Rökkvi Freyr fæddist 13. nóvember kl. 12.26. Hann vó 3.740 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sunna Björk Haraldsdóttir og Eiríkur Örn... Meira
21. febrúar 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Tumi fæddist 5. desember kl. 14.18. Hann vó 3.630 g og var 52...

Reykjavík Tumi fæddist 5. desember kl. 14.18. Hann vó 3.630 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Jón Aðalsteinn... Meira
21. febrúar 2009 | Fastir þættir | 122 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. g3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg2 Be7 6. d3 0-0 7. Bg5 c6 8. Rf3 Db6 9. Ra4 Da6 10. 0-0 Rbd7 11. a3 h6 12. Be3 c5 13. Hc1 b6 14. d4 c4 15. Re5 Bb7 16. Rc3 Hfd8 17. Dd2 b5 18. Bf4 Db6 19. Hfe1 a5 20. a4 b4 21. Rb5 Hac8 22. De3 Bf8 23. Meira
21. febrúar 2009 | Fastir þættir | 279 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji dagsins notaði strætisvagna töluvert í síðustu viku, en hefur ekki gert það um nokkurra ára skeið. Ekki frá því hann var sjálfur á ungdómsárum. Út á strætisvagnana sjálfa er ekki margt hægt að setja. Meira
21. febrúar 2009 | Í dag | 109 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

21. febrúar 1599 Leikmannabiblía var gefin út á Hólum í Hjaltadal. Aðeins tvö heil eintök eru nú til af henni, annað í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar, hitt í Íþöku í Bandaríkjunum. 21. febrúar 1630 Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi. Meira

Íþróttir

21. febrúar 2009 | Íþróttir | 535 orð | 1 mynd

„Ekki gaman á bekknum“

VEIGAR Páll Gunnarsson gekk í raðir franska knattspyrnuliðsins Nancy í lok síðasta árs en liðið keypti hann frá Stabæk fyrir rúmlega 200 milljónir kr. um miðjan desember. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

„Klaufar ef við vinnum ekki deildina“

„VIÐ erum vissulega í kjörstöðu eftir þennan sigur og það má segja að úr þessu værum við miklir klaufar ef við ynnum ekki deildina og færum þar með beint upp í úrvalsdeildina,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, við Morgunblaðið í... Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

„Rúrik er sá besti í þessari deild“

„ÉG hef áður fullyrt að Rúrik væri besti leikmaðurinn í þessari deild og það er því stórkostlegt að hafa náð að framlengja samninginn við hann,“ sagði Steffen Höjer, formaður danska knattspyrnufélagsins Viborg, á vef félagsins í gær eftir að... Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 75 orð

Blakmenn fara á flakk

STJÓRN Blaksambands Íslands hefur ákveðið að íslenskir blakarar taki þátt í ólympíumóti smáþjóða sem fram fer á Kýpur í sumar. Þangað verða send fjögur lið til keppni, karla- og kvennalið bæði í hefðbundnu blaki og strandblaki. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 386 orð

,,Ég er leiðinlegasti þjálfarinn“

Eftir Kristján Jónsson NÝLIÐAR FSu í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik karla, lönduðu mikilvægum sigri á Breiðabliki í Smáranum í gærkvöldi 96:77. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 289 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Reading og Cheltenham komust ekki að samkomulagi í gær um að Gylfi Þór Sigurðsson myndi leika sem lánsmaður með Cheltenham í ensku 2. deildinni í knattspyrnu út þetta tímabil. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Sigurpáll Geir Sveinsson hefur tekið við formennsku hjá PGA á Íslandi , samtökum atvinnukylfinga hér á landi, en nýkjörin stjórn skipti með sér verkum nýverið. Hann tekur við af Arnari Má Ólafssyni. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 503 orð | 1 mynd

Góður vinnusigur hjá Snæfelli í Hellinum

SNÆFELL krækti sér í tvö dýrmæt stig er liðið heimsótti ÍR í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og bara þó nokkuð skemmtilegur og urðu gestirnir svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 430 orð | 1 mynd

Grindvíkingar fögnuðu sigri í spennuleik

GRINDVÍKINGAR mega telja sig nokkuð heppna að hafa sloppið frá Keflavíkinni með sigur í farteskinu í gærkvöldi eftir gríðarlega spennandi og skemmtilegan leik liðanna í Iceland Express-deild karla. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 389 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deild Haukar – Fylkir 42:26...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deild Haukar – Fylkir 42:26 Mörk Hauka : Hanna G. Stefánsdóttir 17, Erna Þráinsdóttir 5, Nína B. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

Hanna með 47 mörk gegn Fylki í vetur

HANNA G. Stefánsdóttir var í miklum ham í gærkvöld þegar Haukar unnu Fylki, 42:26, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, N1-deildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 87 orð

Hermann frá vegna flensu?

ÓVÍST er hvort Hermann Hreiðarsson getur spilað með Portsmouth í dag þegar liðið mætir nýliðum Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 338 orð

Löng og flókin leið á HM

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er í öðrum styrkleikariðli í Evrópu þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í höfuðstöðvum UEFA í Sviss hinn 17. mars. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 97 orð

Staðan

Úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin KR 181711740:133534 Grindavík 181621759:145232 Snæfell 181261493:131324 Keflavík 181171547:138522 Njarðvík 181081471:152720 Stjarnan 188101541:156316 ÍR 187111490:150814 Breiðablik 187111404:157314 FSu... Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 298 orð | 2 myndir

Stórslagur Alfreðs og Ólafs

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is TVÖ bestu handboltalið heims, Kiel, lærisveinar Alfreðs Gíslasonar, og Evrópumeistarar Ciudad Real, með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, leiða saman hesta sína í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Kiel á morgun. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Þrjú í lokin og FH lagði ÍA í 8 marka leik

DEILDABIKARKEPPNIN í knattspyrnu hófst með miklum látum í Akraneshöllinni í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar FH lögðu 1. deildar lið Skagamanna að velli, 5:3, í bráðfjörugum leik. FH náði að tryggja sér sigurinn með þremur mörkum á lokakafla leiksins. Meira
21. febrúar 2009 | Íþróttir | 608 orð | 1 mynd

Öldungarnir dregnir fram

NÚ á laugardaginn fer fram bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands innanhúss, en þetta er sú þriðja frá upphafi. Keppt er í 12 greinum karla og 12 greinum kvenna og er búist við spennandi keppni, en ÍR-ingar eru núverandi bikarmeistarar; unnu FH með einu stigi í fyrra. Meira

Barnablað

21. febrúar 2009 | Barnablað | 391 orð | 1 mynd

Fjalar fer á taugum – 6. hluti

Fjalar hafði hitt litla stúlku, Bryndísi, heima hjá sér um miðja nótt en eftir að hafa rætt við fjölskyldu sína var hann sannfærður um að þetta hefði eingöngu verið draumur. Hann varð því heldur betur hissa þegar hann hitti Bryndísi næstu nótt á eftir. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 189 orð | 1 mynd

Færum ferhyrninga

Byrjaðu á því að klippa út úr hörðum pappa ferhyrning sem er 13x16 sentímetrar að stærð. (Þú getur t.d. notað kassa af morgunkorni.) Því næst klippir þú út tvær lengjur sem eru 2x13 sentímetrar að stærð og aðrar tvær lengjur sem eru 2x16 sentímetrar. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 21 orð

Ha, ha, ha!

„Ég sagði lækninum að ég hefði fótbrotnað á tveimur stöðum og hann sagði mér að hætta að fara á þá staði. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Hjálpaðu fílsunganum

Litli sæti fílsunginn er búinn að týna mömmu sinni. Geturðu hjálpað honum að finna hana með því að fylgja svörtu... Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 51 orð | 1 mynd

Hæ, hæ! Ég heiti Thelma Kristín og ég óska eftir pennavini á aldrinum...

Hæ, hæ! Ég heiti Thelma Kristín og ég óska eftir pennavini á aldrinum 9-10 ára. Sjálf er ég 10 ára. Áhugamál mín eru djassballett, dýr og mér finnst voðalega gaman að teikna og lita. Ég vonast til að fá sem flest bréf. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Káti kringlubakarinn

Hversu margar kringlur er káti kringlubakarinn búinn að baka í dag? Lausn... Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 96 orð | 3 myndir

Ógnvekjandi eftirlíking

Helga Einarsdóttir safnfræðslufulltrúi fylgdi Regínu Sjöfn Sveinsdóttur, 6 ára, um Þjóðminjasafnið og fræddi hana um hina ýmsu muni. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Skuggalegur náungi

Hvaða skugga á þessi skuggalegi þjófur sem hér læðist um Barnablaðið með pokann sinn? Lausn... Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 210 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að finna eftirfarandi orð í orðasúpunni: BÓNDI BRYNJA FORNMINJAR HEIÐNI HJÁLMUR ÍSLAND KNÖRR KYRTILL REIPDRÁTTUR RÚNIR SKIP SKUTULL SPJÓT SÚRMATUR SVERÐ TAFL VAÐMÁL VINNUKONA ÞRÆLL Þegar þið hafið fundið öll þessi orð standa... Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 276 orð | 1 mynd

Verðlaun voru afhent á 112-daginn

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til árlegs eldvarnaátaks í nóvember 2008 í samstarfi við TM, Brunamálastofnun, slökkviliðin, 112 og fleiri aðila. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 82 orð | 1 mynd

Við stækkum í svefni

Þótt okkur þyki ekki alltaf skemmtilegt að hlusta á foreldra okkar þegar þeir tala um mikilvægi svefnsins neyðumst við víst til að hlusta á þá. Svefninn er okkur bráðnauðsynlegur og meðal annars vegna þess að við stækkum þegar við sofum. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 16 orð

Víkingahöfuð E og H eru eins. Þjófurinn á skugga B. Það eru 12 kringlur...

Víkingahöfuð E og H eru eins. Þjófurinn á skugga B. Það eru 12 kringlur hjá... Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 78 orð | 1 mynd

Víkingar

Fornnorrænir vígamenn sem voru uppi á árunum 800-1050 voru kallaðir víkingar og er þessi tími kenndur við þá og ber heitið víkingaöld. Hér á myndinni sjáum við tvo víkinga berjast með sverðum og annar þeirra notar skjöld sér til varnar. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 204 orð | 1 mynd

Ævintýraheimur í Þjóðminjasafninu

Fyrsti bekkur í Mýrarhúsaskóla heimsótti Þjóðminjasafnið í vikunni og fengum við að slást í hópinn. Áberandi var hversu einbeitt og prúð börnin voru þegar Helga Einarsdóttir fræddi þau um gamla tíma. Meira
21. febrúar 2009 | Barnablað | 73 orð | 1 mynd

Ævintýraleg ljóðakeppni

Við minnum á ljóðakeppni Barnablaðsins. Þemað að þessu sinni er hvers kyns ævintýri. Við hvetjum alla krakka til að vera með, hvort sem þið hafið ort mikið af ljóðum áður eða ekki. Skilafrestur er til 28. Meira

Lesbók

21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 617 orð | 2 myndir

Andrúmsloft morðsins

Um síðustu mánaðamót rak ritstjóri Morgunblaðsins tvo af nafntoguðustu blaðamönnum sínum í nafni skipulagsbreytinga. Ég hef engan hitt sem tekur mark á þeirri skýringu. Fremur hafa menn velt vöngum yfir hvort málfrelsið sé enn virkt á Morgunblaðinu. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 288 orð | 1 mynd

Auðlegðarhús

Í bókinni Tötra í glettingi, sem kom út hjá Ljóðhúsum 1973, er að finna lýsingu höfundarins Málfríðar Einarsdóttur á Auðlegðarhúsi, þar sem „engum manni er líft, nema hann gætti sín og sökkti sér niður í gleðilega útreikninga um auð sinn og gróða... Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð | 1 mynd

Djúpfrysting sálna

Rétt eins og Van Damme í JCVD leikur Paul Giamatti hér sjálfan sig. Þegar myndin hefst er Giamatti í mikilli sálarkreppu vegna þess að hann er að fara að leika aðalhutverkið í Vanja frænda og á erfitt með að finna kjarna persónunnar. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 280 orð | 1 mynd

Einfaldlega stórkostlegt!

Fleiri þúsund listaverk verða aftur þjóðareign. Einfaldlega stórkostlegt! Á tímum þar sem að þjóðinni er þrengt og almenningur er undir mikilli pressu vegna vanda sem hann átti lítinn þátt í að skapa er ekki lítils virði að fá eitthvað verðmætt til... Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð | 4 myndir

Eru djassistar mannætur í þriðja lið? Erum við enn að spyrja...

Eru djassistar mannætur í þriðja lið? Erum við enn að spyrja spurninganna: klassík eða rokk? Bítlarnir eða Stones? Beethoven eða Mozart? Eru tónskáld tónskáld, sama hvað þau semja? Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð | 1 mynd

Fimm mínútna gálgafrestur

Eftir að hafa hlotið mikið lof fyrir Das Experiment og tekist á við sjálfan Adolf Hitler í Der Untergang (auk þess náttúrlega að leikstýra þremur þáttum af Lögregluhundinum Rex) þá virtist sem þýska leikstjóranum Oliver Hirschbiegel væru allir vegir... Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 469 orð | 1 mynd

Gagnvirkni og merkingardrög

Steingrímur Eyfjörð hefur verið áberandi í sýningarsölum borgarinnar á undanförnum misserum. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 233 orð | 2 myndir

Gláparinn | Edda Björg Eyjólfsdóttir

Um síðustu jól ákvað ég að setja saman fullkomna blöndu af góðum myndum svo ég leigði Fanny og Alexander eftir Ingmar Bergman og The Party með Peter Sellers. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 3322 orð | 2 myndir

Heilög Jóhanna og Evrópusambandið

Höfundur veltir hér vöngum yfir hugtakinu „goðsögn“ og hvernig það hefur verið notað í pólistískri umræðu sem og hugmyndafræðilegri. Tilefnið er grein Guðna Th. Jóhannessonar um þorskastríðin er birtist í Skírni nýverið. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 297 orð | 2 myndir

Hlustarinn | Benedikt Freyr Jónsson

Eftir að hafa pælt í nokkrum plötum sem ég ætlaði að taka fyrir með ákveðnum tónlistarmanni þá gat ég ekki gert upp á milli þeirra. Þess vegna tek ég fyrir tónlistarmann og fæ því að segja aðeins meira frá manninum á bak við meistaraverkin. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 235 orð | 1 mynd

Hrollvekjandi endurminningar

Mínir mennsku bræður, leyfið mér að segja ykkur hvernig það var.“ Þannig hefst frásögn Maximilien Aue af þætti sínum í heimsstyrjöldinni síðari í skáldsögunni Hinir velviljuðu eftir Jonathan Littell. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 226 orð | 1 mynd

Hversdagsleiki hins illa

Hannah Arendt fór til Jerúsalem fyrir tímaritið The New Yorker til að fjalla um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann árið 1961 og upprunalega birtust þær greinar, sem síðar urðu að bókinni Eichmann í Jerúsalem , þar. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 470 orð | 3 myndir

Í gangi

DANS Velkominn heim Íslenski dansflokkurinn Borgarleikhúsið„Tónlistin spilar afar mikilvægt hlutverk í þessari sýningu og virðist ráða mörgu hvað varðar spennu og hraða. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1194 orð | 2 myndir

Landsmenn girntust gamlar historiur

Fáheyrt er að sex bækur úr Skálholtsprentsmiðjunni gömlu séu boðnar til sölu í einu. Allar eru þær um veraldleg efni. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 197 orð | 2 myndir

Lesarinn | Kolbeinn Bjarnason

Ég les nú reyndar aðallega nótur þessi dagana. En það liggja samt nokkrar lesnar bækur á náttborðinu; Tanguy – Barn vorra tíma eftir fransk/spænska skáldið Michel del Castillo. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 561 orð | 2 myndir

Losnað úr viðjum sjálfsvorkunnar

Eftir að hafa legið í eymd í tæpan áratug með stöðugum vangaveltum um lífið, ástina og visnuð kynlífssambönd breytti tónlistarmaðurinn Bill Callahan skyndilega um stefnu á áttundu breiðskífu sinni, Knock Knock. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 242 orð | 1 mynd

Með sænskum gæðastimpli

Það er svo merkilegt með blessaða Svíana að þó að þeir séu höfundar að einum áhrifamesta öfgarokkshljómi sögunnar (Gautaborgarhljómurinn) og flippuðu, skringilegu poppi (Cardigans, Ray Wonder) ná þeir samt að vera rúðustrikaðir í geðveikinni. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 455 orð | 3 myndir

Mexíkóskur hornablástur...og fleira

Það er merkileg lenska í samtíma dægurtónlist að ef menn eru sæmilega iðnir við sköpun á milli ca tvítugs og upp í tuttugu og fimm ára er gjarnan talað um þá sem undrabörn. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1768 orð | 4 myndir

Munurinn á tónskáldi og tónskáldi

Í grundvallaratriðum eru öll tónskáld að fást við það sama – að semja tónlist. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 919 orð | 2 myndir

Réttarhöldin

Hversu djúp er heimskreppan eiginlega orðin þegar sjálfur Jean-Claude Van Damme fær höfnun á greiðslukortið sitt? Vandræði belgíska vöðvatröllsins rista þó mun dýpra en það og hófust löngu fyrir kreppu. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

Rósin

Rósin eilífa rósin að baki ljóða minna, blómstrandi og ilmandi af svörtum görðum í djúpi nætur, af öllum görðum og öllum nóttum og fæðist í sífellu aftur úr einskisverðri ösku og gullgerðarlist. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð | 1 mynd

Rödd að handan

Hljómar eins og áttræður appalísusöngvari sem hefur séð tímanna tvenna.“ „Með rödd eins og endurholdgaður gospel-prestur frá millistríðsárunum. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 679 orð | 2 myndir

Svart með rauðu ívafi

Þeir sem kunnugir eru myndum Alfreðs Flóka Nielsen (1938-1987) vita að þar er á ferð óræður og annarlegur heimur, hlaðinn dulspekilegum táknum. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 224 orð | 1 mynd

Sælir eru fátækir í anda

Margar mikilvægar lexíur má læra af umræðu síðustu ára. Ein er sú að sýna reisn í sigri sem ósigri. Þá lexíu kennir hugleiðingin hér að neðan öllum skynsömum mönnum, hvar í flokki sem þeir kunna að vera. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 884 orð | 3 myndir

Vítisvélar og réttleysi

Vakning hefur orðið gagnvart verkum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt. Ævi hennar markaðist af hildarleikjum 20. aldarinnar. Hún fæddist í Þýskalandi og gekk þar í háskóla, naut leiðsagnar Karls Jaspers og ásta með Martin Heidegger. Meira
21. febrúar 2009 | Menningarblað/Lesbók | 509 orð | 2 myndir

Þar sem vaðallinn er skorinn burtu

Vel hannaðar og prentaðar bækur eru besti miðillinn til að kynnast, upplifa og njóta vandaðra ljósmyndaverka. Sýningar geta einnig verið góðar, en áhorfandinn getur ekki dvalið með þeim eins og bókinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.