ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI gulldepluafurða er nú orðið um 800 milljónir króna að mati Stefáns Friðrikssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur á heimasíðu LÍÚ.
Meira
BÚIÐ er að selja um 80% af uppsettri flutningsgetu Farice-ljósleiðarastrengsins. Einnig hafa samningar náðst um sölu á um 80% af þeirri flutningsgetu Danice-ljósleiðarastrengsins, sem fyrirhugað er að taka í notkun í júní á þessu ári.
Meira
FRAMKVÆMDIR við Landeyjahöfn ganga samkvæmt áætlun. Suðurverk hóf vinnu þar í september með uppsetningu vinnubúða og byggingu námuvegar, en í vor verður hafist handa við brimvarnargarða. Við verkið starfa nú 89 manns á tólf tíma vöktum.
Meira
Musteri tónanna Í þessum sal í tónlistarhúsinu við Austurhöfn mun Sinfóníuhljómsveit Íslands spila og er salurinn að taka á sig mynd. Í salnum verða sæti fyrir 1.800 manns, að sögn Sigurðar R.
Meira
Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.
Meira
Eftir Sigrúnu Lóu Svansdóttur meistaranema í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum í HÍ Á Sólheimum í Grímsnesi hefur nýlega risið 560 fermetra hús. Um það bil 85% af efni í húsið fengust gefins og 34 sjálfboðaliðar vinna við að reisa það.
Meira
SIGRÍÐUR Á. Andersen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt á heimasíðu sinni www.sigridurandersen.is yfirlit yfir eignir og skuldir heimilis síns, en hún er gift Glúmi Jóni Björnssyni efnafræðingi.
Meira
FINNUR Árnason, forstjóri Haga, segir að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra verði að útskýra betur hvað hann átti við þegar hann sagði á Alþingi á þriðjudag að Íslendingar hefðu um margt búið við óeðlilega skipan mála hvað varðaði samkeppni í verslun og...
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BJARNI Benediktsson, alþingismaður og frambjóðandi til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, kveðst ekki fráhverfur hugmyndum Framsóknarflokksins um að allar húsnæðisskuldir og skuldir fyrirtækja verði færðar niður um 20%.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is TEKIST var á um það fyrir héraðsdómi í gærmorgun hvort lögmenn olíufélaganna ESSO (Kers), Olís og Skeljungs fái að dómkveða matsmenn til að vinna nýja undirmatsbeiðni í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu.
Meira
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ bar í gær til baka ummæli sem höfð voru eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra á vef Financial Times í gær um að ríkisstjórn Íslands hefði hætt við að höfða mál gegn bresku ríkisstjórninni fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna...
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is STARFSMENN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) komu hingað til lands í gær og funda með íslenskum stjórnvöldum um framgang sameiginlegrar efnahagsáætlunar fram til 10. mars.
Meira
BANDARÍSKA samgönguöryggisráðið (NTSB) hefur gefið út skýrslu um flugslys N60845 þegar flugvél fórst um 120 sjómílur suðaustur af Vík í Mýrdal 21. febrúar í fyrra.
Meira
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is NÝ LÖG um Seðlabankann gætu tekið gildi á morgun, verði fyrirliggjandi lagafrumvarp um breytingar á stjórn hans samþykkt á Alþingi í dag.
Meira
STARFSMENN banka og sparisjóða hér á landi eru ekki fleiri en voru í lok árs 2004. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MEGINREGLAN hjá gömlu viðskiptabönkunum var sú að samskipti starfsmanna þeirra við viðskiptavini áttu að vera hljóðrituð eða til í tölvupóstum eða faxsendingum, þegar um verðbréfaviðskipti var að ræða. T.d.
Meira
ÞRÍTUG kona sem grunuð er um milligöngu um vændi verður í gæsluvarðhaldi til klukkan 16 á morgun, þ.e. ef ekki verður farið fram á framlengingu varðhaldsins.
Meira
ÖLLUM landsmönnum verður tryggt háhraðanet fyrir árslok 2010, en Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu í gær samning þess efnis. Um er að ræða tæplega 1.800 heimili og verða þau fyrstu tengd innan mánaðar. Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi 1.
Meira
BÚAST má við miklum og heitum umræðum á Alþingi í dag þegar seðlabankafrumvarpið kemur til lokaumræðu eftir umdeilda afgreiðslu í viðskiptanefnd.
Meira
UM helgina stendur Hundaræktarfélag Íslands fyrir hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. Fleiri en 800 hundar af yfir 90 hundakynjum verða dæmdir á sýningunni. Dómar hefjast kl. 9:00 báða dagana og standa fram eftir degi.
Meira
FJÁRHÆÐIR styrkja og uppbóta vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðs fólks hækka um 20% og ýmis skilyrði fyrir styrkjum verða rýmkuð samkvæmt nýrri reglugerð sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur kynnt fulltrúum...
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands frá 19. febrúar sl. þess efnis að karlmaður sem grunaður er um að hafa valdið dauða annars sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 18. mars nk.
Meira
„ÞETTA er mjög neyðarlegt. Þeir reyna að gefa okkur ráð eins og „þetta færi þér örugglega betur en hitt,“ en okkur finnst það ekki siðsamlegt,“ segir sádísk kona sem kaupir sér einungis undirföt utan heimalandsins Sádí-Arabíu.
Meira
Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÞRÍR af sex byggingakrönum við tónlistarhúsið við Austurhöfn eru þegar komnir í gang þótt vinnan, sem fór í gang á ný síðastliðinn laugardag, fari hægt af stað.
Meira
DANIEL Gross, sem kunnur er fyrir skrif sín um efnahags- og peningamál, segir í nýrri bók, „Dumb Money“, að það hafi ekki verið mannvonska, sem olli fjármálakreppunni, heldur heimska.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá máli manns sem kærði gæsluvarðhaldsúrskurð. Í dóminum segir að bókað hafi verið á dómþingi héraðsdóms að maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, en ekki hefði verið bókað í hvaða skyni kært væri.
Meira
OPNAÐUR hefur verið leiguvefur á mbl.is. Þar er að finna íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem boðið er til leigu. Notendur geta með auðveldum hætti valið að hverju skal leita með því að smella á viðkomandi flipa fyrir ofan leitarvélina.
Meira
Eftir Baldur Arnarson og Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur Níu létust og 31 særðist alvarlega, þar af sex lífshættulega, þegar flugvél með 127 farþega og sjö manna áhöfn brotlenti á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í gærmorgun.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vísitala neysluverðs í febrúar hækkaði um 0,51% milli mánaða, samkvæmt mælingu Hagstofunnar, sem er nokkru minni hækkun en flestir höfðu spáð.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ATVINNULAUSIR eru nú á sautjánda þúsund, eða 16.155 samkvæmt vef Vinnumálastofnunar í gær. Þar af eru um 20% í hlutastörfum á móti atvinnuleysisbótum.
Meira
BIRGIR Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undrast yfirlýsingar forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hafi afgreitt frá sér 24-25 lagafrumvörp, sem nú væru í höndum þingsins.
Meira
Eftir Helga Bjarnason og Þorbjörn Þórðarson TEKIST hafa samningar um kaup sjö fjárfesta undir forystu Óskars Magnússonar á Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblaðsins. Eignast þeir fyrirtækið með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé.
Meira
SAGA skipasmíða Marsellíusar Bernharðssonar er rakin í máli og myndum á sýningu í Safnahúsinu á Ísafirði. Farið er yfir skipasmíðar Marsellíusar og einskorðast sýningin við nýsmíðar hans á tímabilinu 1936 til 1977.
Meira
„Á undanförnum árum hafa grunnskólar í sveitarfélaginu Árborg unnið að því markmiði að útrýma einelti og nýtt til þess m.a. aðferð Olweusar gegn einelti,“ segir í yfirlýsingu til Morgunblaðsins frá fræðsluyfirvöldum í Árborg.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „FRAMAN af haustinu og fram yfir áramót var markið sett á að framlengja kjarasamningana þrátt fyrir mikla verðbólgu.
Meira
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „Samdráttaraðgerðir eru þannig að við reynum að skerða sem minnst í því sem lýtur að leit og björgun,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SAMNINGAR hafa tekist um að Þórsmörk ehf. eignist Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, með yfirtöku skulda og nýju hlutafé. Kaupverð er ekki gefið upp. Nýir eigendur taka við félaginu eftir nokkrar vikur.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „AÐ sjálfsögðu tekur [ríkisstjórnin] ekki ákvarðanir í skattamálum á öndverðu fjárlaga- og skattaári, sitjandi í 80 daga eða hvað það nú verður,“ sagði Steingrímur J.
Meira
ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að samhæfa starfsemi á Landspítala og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í nefndinni sitja m.a. forstjórar stofnananna og einnig fulltrúar almannasamtaka á svæðinu.
Meira
SKULDIR Spalar ehf., sem rekur Hvalfjarðargöngin, nema nú um fjórum milljörðum króna. Ragnheiður Ólafsdóttir, Frjálslynda flokknum, sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi hafa fengið þessar upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Spalar í gær.
Meira
IVAN, sex ára gamall sonur Davids Camerons, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, lést í gær en hann hafði verið mikið fatlaður frá fæðingu. Ivan þjáðist af krampalömun og var alvarlega flogaveikur og því þurfti hann að fá umönnun allan sólarhringinn.
Meira
FIMMTA árið í röð lesa alþingismenn og ráðherrar úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Hver lestur hefst kl. 18 og tengist stuttri helgistund í kirkjunni, sem tekur um fimmtán mínútur. Steingrímur J.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞINGFESTING í máli því sem nefnt hefur verið skattahluti Baugsmálsins var eftir hádegið í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghaldið var stutt og laggott.
Meira
AÐ meðaltali hafa um tveir útlendingar á dag samband við utanríkisráðuneytið til að koma á framfæri mótmælum gegn hvalveiðum. Flestir senda tölvupóst en tiltölulega fáir hringja, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa.
Meira
ENGU er líkara en þessar blómarósir séu annars heims, þar sem þær snerta ekki jörðina, kannski af einskærum fögnuði, þar sem þær skokka við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is GEIR H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segist vilja að upplýst verði hvaða einkahlutafélög hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu hjá íslensku bönkunum.
Meira
KREPPAN í Suðaustur-Asíu harðnar með degi hverjum og margt bendir til, að Japan, stærsta hagkerfið í þessum heimshluta, muni fara einna verst út úr henni.
Meira
RÆKJUSKIPIÐ Sigurborg frá Grundarfirði fékk í gærmorgun loðnu með rækjuafla á Strandagrunni, út af Húnaflóa. Talin er ástæða til að kanna frekar hvernig loðna er þarna á ferðinni og hversu mikið magn.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KRISTJÁN Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að um 30 manns verði til sjós við hvalveiðar á vegum fyrirtækisins í sumar og að reikna megi með að um 170 manns verði við störf í landi.
Meira
„SÚ niðurstaða, sem er fengin í málið, er jákvæð fyrir miðla Árvakurs, Morgunblaðið og mbl.is. Óvissu um reksturinn er eytt og öflugir fjárfestar komnir að félaginu,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins.
Meira
KÝRIN Örk á bænum Egg í Skagafirði var afurðahæsta kýrin á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna sem birtar voru í gærkvöldi. Örk mjólkaði 12.851 kg á árinu.
Meira
Ýmsar nýjar upplýsingar komu fram í viðtali Sigmars Guðmundssonar við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, sem full ástæða er til að rannsaka nánar og fylgja eftir.
Meira
Ekki er annað hægt en taka undir þegar nýjum tölum Barnahúss yfir börnin sem þangað leita vegna kynferðisofbeldis er líkt við faraldur. Myndi heilbrigðiskerfið skella skollaeyrum við því ef 323 börn leituðu til lækna vegna gruns um berkla?
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MILLJARÐAMÆRIN var einu sinni ung venjuleg stúlka sem var hrakin burt úr bænum sínum með skít og skömm.
Meira
BANDARÍSKA hljómsveitin Brian Jonestown Massacre, sem rekin hefur verið með síbreyttri mannaskipan af hinum litríka tónlistarmanni Anton Newcombe, hljóðritar nú nýtt efni í Sýrlandi.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Rachel Whiteread var þrítug þegar hún skapaði sitt frægasta verk og sló í gegn – þótt verkið væri æði umdeilt. Hún lauk við House haustið 1993.
Meira
SUMIR halda því fram að hljómsveitir hætti aldrei, heldur verði bara óstarfhæfar um tíma eða leggist í dvala. Faith No More er nýjasta dæmið, því hún hefur ákveðið að taka upp þráðinn að nýju eftir að flestir höfðu talið sveitina af.
Meira
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Stevie Wonder verður heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistarinnar í Hvíta húsinu síðar á þessu ári. Það verður forsetinn sjálfur, Barack Obama, sem mun veita Wonder Gershwin-verðlaunin við hátíðlega athöfn.
Meira
HÉR er mættur enginn annar en Black Francis úr Pixies (eða Frank Black eins og hann hét á sólóferli sínum) ásamt eiginkonu sinni í hljómsveit er heitir eftir fallegu héraði í Lúxemborg.
Meira
Heiðarleikinn á sér margar birtingarmyndir. Þetta verður deginum ljósara þegar bornar eru saman íslenska og bandaríska útgáfan af Idol stjörnuleit .
Meira
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is UNDANFARNAR tvær vikur hafa sex útskriftarnemendur úr LHÍ, auk tveggja gestanemenda frá Valand í Gautaborg, dvalið á Seyðisfirði til þess að verða fyrir áhrifum frá fólki og umhverfi bæjarins.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is PETE Rock er einn af sigldustu hipphopp-listamönnum Austurstrandarrappsins og líka einn sá fjölhæfasti, jafnvígur á rappið, endurhljóðblandanir, upptökutækni og skífuþeytingar.
Meira
ÞEGAR ég hlustaði fyrst á þessa plötu fannst mér hún hörmuleg, og bjóst ekki við að það myndi breytast. Við þriðju hlustun var hún þó farin að venjast sæmilega, en þó ekki þannig að ég fílaði hana almennilega.
Meira
ENN berast fregnir af niðurskurði í bandarísku menningarlífi í kjölfar efnahagskreppunnar. Um helgina tilkynnti hið víðfræga Metropolitan-listasafn í New York, að grípa yrði til aðgerða strax. Stjórnarformaður safnsins, James R.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VERÐANDI, leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ, frumsýnir í dag revíuleikritið Chicago í sal skólans. „Verkið gerist á góðæristímum þriðja áratugarins í Bandaríkjunum.
Meira
VIÐFANGSEFNI fyrirlestrar Listasafns Reykjavíkur, sem haldinn verður í Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, er tengt hinu veraldlega valdi, innbyggðum táknmyndum í byggingum stjórnsýslu og valdhafa.
Meira
EFTIR að Tony Soprano lýkur ævidögum sínum á einni rásinni, rís hann upp á annarri, eins og Lazarus upp úr gröfinni. Ekki er langt síðan RÚV lauk við að sýna síðustu seríu The Sopranos en nú er Stöð 2 byrjuð að sýna þá fyrstu.
Meira
ÞÁ ER það staðfest að U2-liðarnir Bono og The Edge vinna nú að gerð söngleiks um ofurhetjuna Spider-Man sem verður sviðsettur á Broadway í New York í febrúar á næsta ári.
Meira
Kristján Marteinsson píanó, Pétur Sigurðsson bassa og Magnús Trygvason Elíassen trommur. Fimmtudagskvöldið 29.1.2009/diskurinn K-tríó tekinn upp í okt. 2008.
Meira
SVO virðist sem kreppan hafi dregið fram mjúku hliðina á fólki, a.m.k. miðað við hvaða plata trónir á toppi Tónlistans þessa vikuna. Safnplatan 100 íslenskar ballöður hefur selst platna mest á landinu undanfarna daga.
Meira
* Þórhallur Gunnarsson , ritstjóri Kastljóss, viðurkenndi í viðtali við DV að hann hefði gert mistök í inngangi að viðtalinu sem Sigmar Guðmundsson tók við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í fyrrakvöld.
Meira
Á UNDANFÖRNUM árum hefur ákveðinnar kreppu gætt í heimi strákasveitanna á Bretlandi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sveita á borð við Take That og fleiri hefur ekkert almennilegt æði gripið evrópsk ungmenni hérna megin Atlantsála.
Meira
Pálmi Guðmundsson skrifar um fréttaskýringarþáttinn Kompás: "Raunveruleikinn í fyrirtækjarekstri í dag er harður húsbóndi ... Stöð 2 hefur ekki ráð á því eins og sakir standa að halda Kompási úti"
Meira
Axel Jóhann Axelsson | 25. febrúar Eignaflutningar Ármann Þorvaldsson segir að engir „óeðlilegir eignaflutningar“ hafi átt sér stað frá Kapþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins.
Meira
NÚ STANDA margir foreldrar í þeim sporum að afkomendur þeirra eru á leið frá Íslandi vegna efnahagsástandsins. Vel menntuðum Íslendingum standa ýmsar dyr opnar í mörgum öðrum löndum vegna EES-samstarfsins og samninga Norðurlandanna á milli.
Meira
Dofri Hermannsson | 25. febrúar Sprotaþingmaður? Á meðan „gróðærið“ gekk yfir og fjöldinn allur af fólki og fyrirtækjum vann við að lána hvert öðru peninga til að kaupa hvert annað þá var umhverfið mjög óhagstætt fyrir sprotafyrirtækin.
Meira
Í ÖLLUM breytingunum sem á landi og þjóð skella er ýmislegt sem staldra þarf við, áður en niðurrifið eða uppbyggingin hefst. Það sem einna helst hefur beðið hnekki er sjálfsmynd okkar sem þjóðar og í leiðinni er ímynd okkar út á við orðin bagaleg.
Meira
Bjarni Harðarson skrifar um efnahagsmál og ríkisstjórnina: "Alþingi þarf á að halda frjálsum þingmönnum sem ekki eru rígbundnir af flokkakerfi. Gömlu flokkarnir munu seint geta af sér slíka stjórnmálamenn..."
Meira
Hallur Magnússon | 25. febrúar Samþykkir minnihlutastjórnin hryðjuverkalög á Ísland? Má skilja niðurstöðu minnihlutastjórnar Íslands þannig að ríkisstjórnin samþykki hryðjuverkalögin á Ísland?
Meira
ÞEGAR þetta er skrifað hinn 12. febrúar er Þorgerður Katrín að deila við Steingrím J. um hvort arðsemi álvera sé lítil eða mikil. Í gær var hins vegar mest tekist á um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar.
Meira
Á ÍSLANDI býr 7 manna fjölskylda. Hún hefur mátt þola margt gegnum tíðina en alltaf komist út úr öllum erfiðleikum af sjálfsdáðum, líka þeim erfiðleikum sem hún hefur skapað sér sjálf. Þess vegna hefur hún verið hamingjusamasta fjölskylda í heimi.
Meira
ÞAÐ er magnað að hugsa til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er fallin. Einnig að það er verið að reyna að gera róttækar breytingar í fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum.
Meira
Haraldur Benediktsson skrifar um merkingar á afurðum íslenskra bænda: "Bændasamtök Íslands hafa unnið að undirbúningi upprunamerkinga á framleiðsluvörum bænda og afurðastöðva þeirra"
Meira
VIÐ stöndum frammi fyrir verkefnum af áður óþekktri stærðargráðu og þurfum að taka ákvarðanir í samræmi við það. Ákvarðanir sem eru erfiðar og ekki líklegar til vinsælda. Nú reynir á að ráðamenn víki sér ekki undan því að taka slíkar ákvarðanir.
Meira
Hvað eiga þeir sameiginlegt, Ben Bernanke í Bandaríkjunum og Mervyn King í Bretlandi, með Davíð Oddssyni? Allir eru seðlabankastjórar í löndum sem eiga í gríðarlegum efnahagsvanda vegna hruns fjármálakerfisins. Hvað skilur á milli?
Meira
ÞAÐ kom ekki á óvart að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar skyldi springa. Mótmælin að undanförnu hafa greinilega sett Samfylkinguna úr jafnvægi eins og við var að búast af flokki sem er samsettur úr mörgum ósamstæðum fylkingum.
Meira
HVER var tilgangurinn með stofnun lýðveldisins Íslands árið 1944? Höfðum við það ekki ágætt með danskan konung? Áður var myntin sameiginleg með Dönum – dönsk króna, en síðar vorum með okkar eigin mynt. Danir voru okkur ekki slæmir. Hvað var þá að?
Meira
Kári Gautason skrifar um landbúnaðarmál: "Það er óþolandi, ósanngjarnt og hreinlega ósatt þegar það er látið líta út fyrir að íslenskir bændur standi í vegi fyrir framþróun þriðja heimsins eins og stundum er látið líta út fyrir."
Meira
Eftir George Soros: "Stofnun sameiginlegs ríkisskuldabréfamarkaðar á evrusvæðinu myndi hafa tafarlausan ávinning í för með sér, auk þess sem kerfisgalli yrði lagfærður."
Meira
Árni Páll Árnason gerir athugasemdir við leiðara Morgunblaðsins: "Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem reynst hafa nágrannalöndum okkar afar vel."
Meira
„Einræðisherra“ Íslands fallinn JÆJA, húrra, fyrsti og eini „einræðisherra“ Íslands fyrr og vonandi síðar orðinn valdalaus eftir 27 ára valdatíð.
Meira
FRAMUNDAN er uppgjör okkar Íslendinga, þar sem við verðum að horfast í augu við tímabil útrásarvíkinganna og einnig okkar, sem tókum þátt í útrásinni, annaðhvort með fjárfestingum, samþykki eða þögn gagnvart skýrslum og aðvörunarorðum.
Meira
Anna Fríða Winther Ottósdóttir fæddist á Akureyri 25. ágúst 1946. Hún lést á líknardeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss 17. febrúar síðastliðinn þar sem hún naut einstaklega góðrar umönnunar.
MeiraKaupa minningabók
Garðar Hlíðar Guðmundsson blikksmiður fæddist í Túngarði á Fellsströnd í Dalasýslu 16. maí 1962. Hann varð bráðkvaddur 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Esther Kristjánsdóttir, f. 11. júní 1938 og Guðmundur Jónsson, f. 9. maí 1932.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Ívarsson fæddist í Vestur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi 2. júní 1929. Hann lést 13. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju 21. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Jóhanna Jóhannesdóttir fæddist á Þorleifsstöðum í Skagafirði 9. júlí 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Miklabæjarkirkju 17. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Jón Magnússon fv. flugvélstjóri fæddist að Laugahvoli í Reykjavík 15. júlí 1932. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Stefánsson frá Heiðarseli í Hróarstungu, fv.
MeiraKaupa minningabók
Sigurgeir Þorvaldsson fæddist í Huddersfield á Englandi 31. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 20. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Ebenezer Valur Kristjánsson fæddist á Blómsturvöllum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. janúar 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. febrúar síðastliðinn. Útför Vals fór fram frá Digraneskirkju 9. febrúar sl.
MeiraKaupa minningabók
Vilborg Kristín Stefánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. mars 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Anika Jakobsdóttir, f. 13.11. 1895, d. 5.11. 1960 og Stefán Hannesson, f. 30.10. 1896, d. 31.12.
MeiraKaupa minningabók
Jón Gissurarson á Víðimýrarseli orti þegar sólin náði að skína á bæinn í fyrsta sinn á þessu ári, en það var í kringum 20. janúar: Vakna gleði, von og þrá vinnst því margt í haginn. Fegurð glæsta fæ að sjá fyrsta sólardaginn.
Meira
Það er alltaf jafngaman á öskudaginn á Akureyri. Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður í gær; vind, kulda og smávegis snjókomu, flykktust krakkarnir út í bítið. Oddur Helgi Halldórsson og hans menn í Blikkrás hafa árum saman tekið vel á móti...
Meira
Bónus Gildir 26. feb. - 1. mars verð nú verð áður mælie. verð Bónus ferskur heill kjúklingur 489 629 489 kr. kg Bónus ferskir kjúklingabitar 359 539 359 kr. kg Bónus fersk pitsa, osta 400 g 398 498 995 kr.
Meira
Íslenskir fjölmiðlar sýndu baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í suðurhluta Afríku mismikinn áhuga á sínum tíma, allt eftir því hvaða stjórnmálastraumum þeir fylgdu.
Meira
Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir er níræð á morgun, föstudaginn 27. febrúar. Í tilefni afmælisins er vinum og ættingjum boðið í kaffi í Hæðagarði 31, laugardaginn 28. febrúar kl...
Meira
„ÉG er alæta á bækur og les hvað sem er, hef alltaf verið hrifin af bókum. Guð er svo góður að ég les gleraugnalaust og hef góða heyrn þótt ég sé orðin svona gömul. Ég lít líka bara vel út, en það eru náttúrlega komnar hrukkur í andlitið.
Meira
Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20.
Meira
Reykjavík Heiðar Ingi fæddist 17. nóvember kl. 9.04. Hann vó 4.125 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Fe Galicia Isorena og Þórður Ingi...
Meira
Reykjavík Sindri Lúðvík fæddist 28. nóvember kl. 18.31. Hann vó 4.190 g og var 53,5 cm langur. Foreldrar hans eru Sigrún Bergsdóttir Sandholt og Sigurður...
Meira
Staðan kom upp á ofurmótinu í Linares á Spáni sem stendur yfir þessa dagana. Heimsmeistarinn í skák, Viswanathan Anand (2791) frá Indlandi, hafði hvítt gegn hinum azerska Teimour Radjabov (2761) . 55. g5+! Kxg5 56.
Meira
Víkverji hefur alvarlega velt fyrir sér framboði til Alþingis. Víkverji kemur óspjallaður að pólitíkinni og honum verður ekki kennt um hrunið. Síðast en ekki síst telur Víkverji að hann hafi svo margt fram að færa.
Meira
26. febrúar 1930 Stóra bomban, grein eftir Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, birtist í Tímanum. Þar var greint frá ásökunum yfirlæknisins á Kleppi um slæma geðheilsu ráðherrans. Miklar deilur fylgdu í kjölfarið. 26.
Meira
„ÞETTA var virkilega erfitt val og það eru margir leikmenn sem komast ekki í hópinn að þessu sinni; leikmenn sem hafa lagt hart að sér og aldrei verið í betra líkamlegu ástandi.
Meira
LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltaliðinu Kiel héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöld. Kiel tók á móti danska liðinu GOG í milliriðli Meistaradeildarinnar og hafði betur, 37:29, eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 20:20.
Meira
Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Evrópumeistara Ciudad Real þegar liðið sigraði Arrate , 30:26, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld.
Meira
Rasmus Hansen , danski knattspyrnumaðurinn sem lék með Val síðasta sumar, er orðinn samherji Sigmundar Kristjánssonar , fráfarandi fyrirliða Þróttar, í dönsku 2. deildinni.
Meira
LIVERPOOL gerði sér lítið fyrir og lagði nífalda Evrópumeistara Real Madrid, 1:0, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin áttust við á Santiago Bernabeu-vellinum í Madríd í gær.
Meira
KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, fyrri leikir: Real Madrid – Liverpool 0:1 Yossi Benayoun 82. Chelsea – Juventus 1:0 Didier Drogba 12. Villarreal – Panathinaikos 1:1 Giuseppi Rossi 67. (víti) - Giorgias Karagounis 59.
Meira
MIDDLESBROUGH tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn Íslendingaliðinu West Ham, 2:0, í endurteknum leik sem háður var á Riverside-vellinum í Middlesbrough.
Meira
EKKERT verður af því að Zvonimir „Noka“ Serdarusic taki við þjálfun þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen í sumar eins og tilkynnt var skömmu fyrir jólin.
Meira
Staðan: Haukar 161204464:40024 Valur 16934437:38321 Fram 16835445:43919 FH 16826478:47018 HK 16736426:43417 Akureyri 16718412:43715 Stjarnan 163310393:4349 Víkingur R.
Meira
Í FYRSTA skipti í 46 ára sögu sinni hefur norska fjármálastofnunin Exportfinans þurft að afskrifa lán í ársreikningi sínum. Um er að ræða lán sem stofnunin veitti fyrir milligöngu Glitnis.
Meira
Bankastjóri bandaríska seðlabankans, Ben Bernanke, sagði á fundi hjá bankanefnd öldungadeildar þingsins í fyrradag að bankinn notaði öll þau tæki sem hann hefði yfir að ráða til að freista þess að örva fjármálakerfið og bæta aðstæður á...
Meira
Dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss í Finnlandi, eQ, hefur selt fyrirtækið Xenetic Ltd til fyrirtækisins Elisa Oj Corporation þar í landi fyrir 8 milljónir evra, jafnvirði um 1.150 milljónir íslenskra króna.
Meira
„Þótt verðið hafi lækkað eitthvað virðist það ekki vera til þess að hægja á smábátasjómönnum eða stöðva þá,“ segir Bjarni Áskelsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða.
Meira
TM Software og Icelandair hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um þróun og þjónustu á upplýsingatæknikerfum hjá Icelandair Group. Segir í tilkynningu frá TM Software að fyrirtækin hafi átt farsælt samstarf um árabil.
Meira
Lausnin róttæka fólst síðan í því að skilja frá allar eignir, sem ekki snertu grunnstarfsemi bankans, aðallega fasteignafélög en einnig framleiðslu-, byggingar- og þjónustufyrirtæki.
Meira
Hópur smærri fjármálafyrirtækja hefur sent skilanefnd Landsbankans bréf þar sem óskað er formlega eftir að hún falli frá greiðslustöðvun BG Holding í Bretlandi. BG Holding er ein dýrmætasta eign Baugs Group.
Meira
YFIR tuttugu innlánseigendur hjá dótturfélagi Landsbankans á Ermarsundseyjunni Guernsey kröfðust þess í gær að stjórnvöld á eyjunni beittu sér fyrir því að þeir fengju inneignir sínar greiddar.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is GUNNAR Örn Kristjánsson, lét af starfi sem stjórnarformaður Nýja Kaupþings síðdegis í gær, en hann var kjörinn stjórnarformaður bankans á mánudaginn sl.
Meira
ÚTFLUTNINGUR frá Japan í janúarmánuði síðastliðnum dróst saman um 46% frá sama mánuði árið áður. Munar þar mest um tæplega 70% minni tekjur af bílaútflutningi.
Meira
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,3% í gær og hefur vísitalan þá lækkað um 20,3% frá síðustu áramótum. Lokagildi vísitölunnar er nú 797 stig en var 1.000 stig á áramótum.
Meira
DANSKIR atvinnurekendur hafa áhyggjur af því að samskiptavefurinn Facebook, sem nýtur sífellt meiri vinsælda eins og þekkt er, taki orðið allt of mikinn tíma frá fólki í vinnunni.
Meira
EKKERT hefur enn komið fram um hver fær að kaupa Senu, afþreyingarfyrirtæki, sem er í eigu Íslenskrar afþreyingar. Tilboð í Senu voru opnuð hinn 10.
Meira
Fjölmiðlar lögðu mikið á sig í síðasta mánuði til að grafa upp nöfn forstjóra og framkvæmdastjóra sem afsöluðu sér hlutdeild í húseign sinni á síðasta ári. Um það leyti var íslenska hagkerfið að fara á hliðina vegna bankahrunsins.
Meira
ÞEIR sem tóku við í stjórn hins danska FIH Ervhervsbank eftir að Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson viku úr stjórn bankans voru skipaðir af skilanefnd Kaupþings.
Meira
Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Fíton sem er tilnefnd til sextán verðlauna á Ímark-hátíðinni. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Ragnar um vinnu og áhugamál.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Uppgjör gömlu bankanna þriggja við kröfuhafa sína verður líklega með öðrum hætti en með útgáfu skuldabréfs, líkt og upphaflega var stefnt að.
Meira
VERÐBÓLGAN er á niðurleið. Samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar er tólf mánaða verðbólga nú 17,6% en var 18,6% fyrir mánuði. Verðbólgan síðastliðna þrjá mánuði færð yfir á heilt ár er 10,9%. Á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var ársverðbólgan 16,8%.
Meira
BEN Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, sló á áhyggjur fjárfesta af því að líkur væru á víðtækri þjóðnýtingu banka. Þetta sagði hann á fundi þingnefndar í fyrradag.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÞRÝSTINGUR á þau ríki sem veita skattaskjól hefur aukist gríðarlega að undanförnu og allt útlit er fyrir að hann muni aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er eðlilega rakin til fjármálakreppunnar.
Meira
SAMBLAND af öfund og fyrirlitningu hefur ráðið afstöðu stjórnvalda í Abú Dhabí til stjórnvalda í Dúbaí, en ríkin eru saman í sjöríkjasambandinu Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Meira
Segja má að sjónvarpsþáttur auglýsingafólksins sé þátturinn Mad Men sem nýlega var byrjað að sýna hér á landi en hann var verðlaunaður sem besti dramatíski sjónvarpsþátturinn á Emmy-verðlaunaafhendingunni í september síðastliðnum.
Meira
Helga Valdís Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir kynningarefni fyrir prentmiðla á hátíð Félags íslenskra hönnuða sem haldin var fyrir skömmu. Verðlaunin hlaut Helga Valdís fyrir auglýsingar um námsmannaþjónustu Sparisjóðsins.
Meira
Dröfn Þórisdóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hvíta húsinu. Hún segir starfið margbreytilegt og gaman sé að vinna með skapandi fólki. Sem markaðsráðgjafi er hún milliliður við viðskiptavininn og reynir að koma því í framkvæmd sem hann óskar eftir.
Meira
George Bryant flytur erindi á ÍMARK-hátíðinni um hvernig megi bæta ímynd Íslands erlendis. Hann er einn stofnenda The Brooklyn Brothers auglýsingastofunnar í Lond-on. Hún hóf starfsemi sína fyrir hálfu ári en þar er leitast við að finna nútímalegri leiðir til að ná til neytandans.
Meira
Auglýsingar á síðum eins og Facebook og Google verða sífellt vinsælli því auðvelt er að mæla árangur auglýsinga á netinu. Þar er líka hægt að sérsníða auglýsingu að ákveðnum markhópi.
Meira
Össur var valið markaðsfyrirtæki ársins árið 2008 en hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á að sinna faglegu markaðsstarfi. Helstu markaðssvæði fyrirtækisins eru ytra þar sem mikil samkeppni ríkir á markaðnum og skiptir náið samband við viðskiptavini miklu máli.
Meira
Engan skyldi undra að í árferði eins og nú dragi mörg fyrirtæki saman seglin og reyni að minnka auglýsingakostnað. Athyglisvert er að bera saman tölur um birtingar í fjölmiðlum síðastliðin þrjú ár.
Meira
Hugmyndin að verðlaunagripnum var sú að hann myndi líkjast gjallarhornunum sem menn notuðu fyrrum þegar þeir kölluðu auglýsingar til fólks á götum úti, en það var ódýrasta auglýsingaaðferðin allt frá fornu fari.
Meira
Dr. Gunna finnst auglýsingar í sjónvarpi nýtast vel til að poppa eða fara á klósettið en man þó eftir nokkrum áhugaverðum auglýsingum. Hann segist þó ekki hlaupa út og kaupa allt sem vekur áhuga hans.
Meira
Opið markaðsnám hófst nú á vorönn í Háskólanum á Bifröst. Námið er sérhæft markaðsnám og gerðu háskólinn, SÍA – Samband íslenskra auglýsingstofa og ÍMARK með sér samkomulag um slíkt nám á háskólastigi.
Meira
Samkeppni á auglýsingamarkaði mun sennilega harðna á næstu mánuðum en Daníel Freyr Atlason hugmyndasmiður lítur björtum augum á framtíðina þar sem hann telur að gæði auglýsinga eigi eftir að aukast.
Meira
Markpóstur er sterkur og persónulegur auglýsingamiðill en kannanir sýna að tæplega 76 prósent markaðsstjóra nota markpóst í sinni markaðssetningu. Markpóstur er sívaxandi leið til að ná betur til viðskiptavina, sérstaklega í árferði eins og nú.
Meira
Neikvæðar tilfinningar taka mikið pláss innra með hverjum og einum sem gerir það að verkum að erfiðara getur verið að sjá ný tækifæri. Árelía Eydís Guðmundsdóttir stingur upp á að búa sér til sérstakan tíma dag hvern til að hafa áhyggjur en sleppa því þess á milli.
Meira
Á morgun verður íslenski markaðsdagurinn haldinn hátíðlegur með tilheyrandi veisluhöldum en íslenskur auglýsingamarkaður hefur gjörbreyst undanfarna mánuði. Formaður stjórnar ÍMARK segir þó markaðsfólk ekki örvænta heldur verður haldið áfram að finna hagstæðari lausnir fyrir kúnnana.
Meira
Íslenskir markaðsstjórar eru almennt svartsýnni en danskir starfsfélagar þeirra. Rösklega helmingur svarenda í árlegri könnun sem gerð er á meðal markaðsstjóra 400 stærstu auglýsenda landsins áætlar að auglýsingakostnaðurinn muni dragast saman um 30 prósent eða meira.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.