Greinar laugardaginn 7. mars 2009

Fréttir

7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 232 orð | 7 myndir

500 milljarðar til eigenda

* Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum 478 milljarða samkvæmt lánabók * Lánin voru ýmist veitt til íslenskra félaga í þeirra eigu eða félaga í Hollandi og á Tortola-eyju * Skuldir Roberts Tchenguiz námu 230 milljörðum í júní, 278 milljörðum á gengi dagsins í dag Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Alls ekki fjölmiðlafundir ráðherra

STURLA Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, hafnar því algjörlega að skipulag á nefndafundum Alþingis hafi miðað að því að gera fundina að fjölmiðlafundum ráðherra, líkt og Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, sagði í Morgunblaðinu í... Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ataður eiturgrænni sósu

LEILA Deen, liðsmaður umhverfisverndarsamtakanna Plane Stupid, virðir fyrir sér fórnarlambið, Peter Mandelson, viðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 105 orð

Banna alla popptónlist

TALÍBANAR og ýmsir stuðningshópar þeirra í nokkrum landamærahéruðum í vestanverðu Pakistan, Swat-dalnum, hafa samið við stjórnvöld um að binda enda á bardaga við pakistanska stjórnarhermenn. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 733 orð | 7 myndir

„Í hverju tilviki þjóðnýt verkefni“

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EFLA á atvinnu og búa til ríflega fjögur þúsund ársverk með ýmsum og ólíkum aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

„Samfélagssátt náist með þessu“

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞETTA er sú leið sem við fulltrúar fjögurra þingflokka teljum [... Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 254 orð

BÍ gert að greiða sekt vegna samkeppnisbrota

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands hafi brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Bláfjalladagur í dag með blysför og allskonar fjöri

„OKKUR langaði bara til að gera eitthvað jákvætt og gott og hrista saman fjölskyldur í kreppunni, þess vegna fórum við í það að skipuleggja þetta,“ segir Sigurður Páll Sigurðsson en hann og Sunnefa Burgess standa fyrir Bláfjalladeginum í... Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 52 orð

Dagpeningar lækkaðir

STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lækkað dagpeninga um 10% og afnumið sérréttindi ráðherra, alþingismanna og annarra háttsettra embættismanna hvað varðar dagpeninga. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 138 orð

Flúði til Íslands undan þrældómi

HANN fæddist í Karíbahafinu, sonur dansks landstjóra og konu frá Ghana. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Fúlsa ekki við fiskinum sem er í boði alla daga

ALLA daga frá áramótum hafa nemendur í Hagaskóla átt kost á fiskmáltíð í hádeginu, til viðbótar við annað sem í boði er. Í gær var t.d. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 336 orð

Fækkar á biðlistunum

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BIÐLISTAR eftir hjartaþræðingum hafa styst mikið frá því á sama tíma í fyrra. Nú eru 43 manns að bíða, en á sama tíma í fyrra voru 123 manneskjur á biðlista eftir slíkri aðgerð. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 667 orð | 1 mynd

Góðar upplýsingar efla lýðræðið

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is „ÉG held að við horfum fram á nýja tíma þar sem opinber upplýsingagjöf verður miklu meiri og nákvæmari en verið hefur hingað til,“ segir dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Gránandi Obama?

BARACK Obama er 47 ára og nú er fullyrt að gráu hárunum hafi fjölgað talsvert á þeim 45 dögum sem hann hefur setið í embætti. Rakari í Chicago, Zariff að nafni, staðfestir orðróminn en hann hefur klippt Obama undanfarin 17 ár. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Hafa starfað að kristniboði í 80 ár

Kristniboðssambandið er 80 ára á þessu ári. Það hefur starfað að kristniboði, hjálpar- og þróunarstarfi til fjölda ára í Eþíópíu og Keníu, en þar eru nú Íslendingar að störfum. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 922 orð | 4 myndir

Hópnauðganir og sjálfsvígstilraunir

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ALDREI hafa jafnmargir leitað til Stígamóta vegna hópnauðgana, lyfjanauðgana, vændis eða kláms og árið 2008. Þar að auki hafa aldrei jafnmargir gert tilraunir til sjálfsvígs. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Hækkun að lögum

ÞINGMENN allra flokka sem viðstaddir voru atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær voru á einu máli um að samþykkja sem lög frumvarpið um hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 123 orð

Hættu við gæslu vegna kreppunnar

SPÆNSKI herinn hefur tilkynnt að hann muni ekki sinna loftrýmiseftirliti hér við land í sumarbyrjun líkt og samið hafði verið um. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 618 orð | 2 myndir

Höfðu eina þyrlu í 13 daga

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FRÁ því Landhelgisgæslan skilaði einni leiguþyrlu í apríl 2008 hefur hún haft þrjár þyrlur til umráða. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 36 orð

Konur í öllum hlutverkum

ÓVENJULEGIR tónleikar verða í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17 á morgun, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á tónleikunum verða eingöngu flutt kammerverk eftir íslensk kventónskáld. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

KR-ingar deildarmeistarar

KR tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla, Iceland Express deildinni í körfuknattleik. Liðið lagði Skallagrím auðveldlega að velli í Borgarnesi, 97:63. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 41 orð

LEIÐRÉTT

Sjóður frá Líbýu Í frétt um hugsanlega sölu á Kaupþingi í Lúxemborg var talað um að líberískur fjárfestingasjóður hefði áhuga á bankanum. Þarna var ekki rétt farið með. Hið rétta er að sjóður frá Líbýu hefur áhuga á að eignast... Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Lífleg helgi í pólitíkinni

MIKIÐ verður um að vera í stjórnmálum um helgina því að prófkjör og forval verður hjá Samfylkingu, Vinstrigrænum og Framsókn á nokkrum stöðum. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Mesta atvinnuleysi í 25 ár

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is UM 651.000 manns misstu atvinnuna í Bandaríkjunum í febrúar og 8,1% vinnufærra landsmanna eru án atvinnu. Þetta er mesta atvinnuleysi í landinu í 25 ár. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Naumt tap gegn sterkasta liði heims

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega, 1:0, fyrir ólympíumeistaraliði Bandaríkjanna í Portúgal í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir er hér í baráttu við varnarmann í leiknum. Ísland lagði Noreg í fyrsta leiknum og mætir Dönum á mánudag. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Nemarnir eru nú færir í flestan reyk

HÚSIÐ að Framnesi við Reyðarfjörð brann í gær, þegar slökkvilið Fjarðabyggðar æfði reykköfun með níu útskriftarnemum í slökkviliðsstörfum. Kveikt var í húsinu fimm sinnum og slökkt aftur, en því svo leyft að brenna til kaldra kola undir lokin. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

N-Kórea hótar að granda farþegavélum

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is HÓTUN stjórnvalda í Norður-Kóreu um að skjóta niður farþegaflugvélar hefur kallað fram hörð viðbrögð í Suður-Kóreu. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Reyna sjálfsvíg

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is TÆPUR fjórðungur þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra sagðist hafa gert tilraun til að fremja sjálfsvíg. Þetta kemur fram í nýútgefinni ársskýrslu Stígamóta. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Réttlætismál sem velkst hefur í kerfinu

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Náist þverpólitísk sátt um breytingar á skaðabótalögunum frá 1993, með síðari tíma breytingum, væri hægt að samþykkja þær sem lög frá Alþingi innan tveggja vikna. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ríflega 56 milljónir til ráðgjafa

FÉLAGS- og tryggingamálaráðuneytið varði alls rúmlega 56 milljónum króna í aðkeypta þjóustu og verktakagreiðslur á tímabilinu frá 1. júní 2007 til og með 31. janúar 2009. Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu við fyrirspurnum fjölmiðla. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 100 orð

Samfylking eykur fylgið

FYLGI Samfylkingar eykst og mælist 30,5% samkvæmt könnun, sem MMR hefur gert á fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgi Sjálfstæðsflokks mælist 29,3% og fylgi VG 22,7%. Rétt yfir helmingur svarenda segist styðja ríkisstjórnina. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 118 orð

Skjálftar í Íshafinu

HARÐUR jarðskjálfti, 6,5 stig á Richterkvarða, varð á hafsbotni á milli Svalbarða og Grænlands í gærmorgun. Er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu, að sögn Aftenposten . Jarðskjálftinn olli engum skemmdum enda upptökin langt frá landi. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Slys eða tilræði?

MORGAN Tsvangirai, nýr forsætisráðherra Simbabve, var fluttur á sjúkrahús í gær eftir árekstur sem varð eiginkonu hans að bana. Hjónin voru í jeppa á leiðinni til heimabæjar síns í Buhera-héraði þegar þau lentu í árekstri við flutningabíl. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Sætir kiðlingar í Húsdýragarðinum

HUÐNAN Perla bar í vikunni tveimur kiðlingum í Húsdýragarðinum, hafri og huðnu. Perla er gráflekkótt á litinn en faðirnn sem heitir Brúsi er hvítur á litinn. Brúsi virðist láta burðinn lítið á sig fá en Perla sinnir móðurhlutverkinu af kostgæfni. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 44 orð

Taka á hraðakstri

LÖGREGLAN á Reykjavíkursvæðinu boðar aukið umferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi. Hraðamælingar á veginum í vikunni sýndu að 17% ökumanna óku of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 95 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 88 orð

Umferð eykst á þjóðvegum

UMFERÐ á þjóðvegum landsins var heldur meiri í janúar og febrúar 2009 en hún var í sömu mánuðum árið 2008. Mjög dró úr umferð seinni hluta árs í fyrra. Á landinu jókst umferðin um 3,5% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 510 orð | 4 myndir

Unga fólkið flykkist til VG

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is RÚMLEGA 40 prósent þeirra sem eru undir þrítugu, og tóku afstöðu í nýjustu skoðanakönnun Capacent, segjast styðja Vinstri græn. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Velta sér ekki upp úr eftirlitinu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÓLF boðsgestum vélhjólaklúbbsins Fáfnis var meinuð landganga við komuna til landsins í gær. Í Leifsstöð beið fimmtán manna móttökunefnd klúbbsins. Meira
7. mars 2009 | Erlendar fréttir | 187 orð

Vilja banna fyrirtækjum að nota svarta lista

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UPPLÝSINGAR eru mikil verðmæti og nú getur svo farið að yfir 40 fyrirtæki í Bretlandi verði ákærð fyrir að kaupa leynilegar upplýsingar um mörg þúsund manns. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 52 orð

Vilja sumarannir við Háskóla Íslands

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hvetur rektor skólans til að hefja sumarannir við skólann. Nú þegar atvinnuhorfur eru svartar er ljóst að margir þeirra 13.500 stúdenta í skólanum standa frammi fyrir atvinnuleysi. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 262 orð | 2 myndir

Vill skattkerfið í mörgum þrepum

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SAMFYLKINGIN ætti að beita sér fyrir því að tekið verði upp þrepskipt skattkerfi á Íslandi. Meira
7. mars 2009 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Vöðvarnir lamdir

Á suðvesturhorninu hefur verið einmuna blíða sl. daga og um leið og sólin lætur sjá sig flykkist landinn í laugarnar. Þessi gestur Árbæjarlaugar nýtti sér vatnsfoss til að lemja á, kannski aumum,... Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 2009 | Leiðarar | 300 orð

Framkvæmd lýðræðisins

Fulltrúar frá kosningaeftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hafa verið hér á landi til að athuga hvort ástæða sé til þess að vera með eftirlit á Íslandi í kosningunum 25. apríl. Meira
7. mars 2009 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Kreppa? Hvaða kreppa?

Á ráðstefnu í Bláa lóninu í liðinni viku var blaðamaður frá bresku tímariti, sem sagðist, þegar spurt var hvað væri hægt að segja meira um ástandið á Íslandi, vera að skrifa grein undir vinnuheitinu „Kreppa? Hvaða kreppa? Meira
7. mars 2009 | Leiðarar | 370 orð

Loforð um skattpíningu

Gríðarleg stemning var fyrir skattahækkunum á fundi, sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, efndi til á Hótel Borg í fyrrakvöld. Meira

Menning

7. mars 2009 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Afmælisgjöf til allra

Í TILEFNI af áttræðisafmæli hollenska hljómsveitarstjórans Bernards Haitinks 4. mars, ætlar Hollenska útvarpið – Rás 4, að bjóða tónlistarunnendum frítt þrjár upptökur þar sem Haitink stjórnar, til niðurhals á vef rásarinnar. Meira
7. mars 2009 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Bassakonsert frumfluttur

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands heldur tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun kl. 16. Þar verður frumfluttur Konsert fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Óliver Kentish. Einleikari er Þórir Jóhannsson og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
7. mars 2009 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Bjartsýni á Bylgjunni

Útvarpsstöðin Bylgjan er sögð vera björt og brosandi og þar á bæ hafa menn sýnt síðustu daga að það er töluvert til í því. Á útvarpsstöðinni hafa menn lagst í bjartsýnisátak og bölmóður og neikvæðni eru á bannlista. Meira
7. mars 2009 | Kvikmyndir | 66 orð | 1 mynd

Butterfly í uppfærslu Minghellas

ÞAÐ er uppfærsla leikstjórans og óskarsverðlaunahafans Anthonys Minghella á Madama Butterfly sem sýnd verður beint frá Metropolitanóperunni í Kringlubíói kl. 18 í dag. Meira
7. mars 2009 | Leiklist | 352 orð | 2 myndir

En að lifa í friði langar jú alla til

Kardemommubærinn eldist vel. Ég sá hann fyrst fjögurra ára, aftur átta ára, og svo á tíunda áratugnum. Um daginn stóðst ég ekki boð um að sjá verkið einu sinni enn. Meira
7. mars 2009 | Fjölmiðlar | 230 orð

Ertu vinur í raun?

Gestir þáttarins Orð skulu standa í dag eru Árni Geir Pálsson og Kristján Hreinsson. Þeir fást m.a. við „smugubeit“ og „hókus pókus“. Fyrriparturinn er svona: Viltu ekki, vinur minn, velja mig á lista? Meira
7. mars 2009 | Menningarlíf | 690 orð | 1 mynd

Fjölbreytt kventónlistarveisla

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Á ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi kvenna á morgun, sunnudaginn 8. mars, verða tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu þar sem eingöngu verða flutt kammerverk eftir íslensk kventónskáld. Meira
7. mars 2009 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Frá trúarljóðum til gleðiláta

ÁSTRÍÐUR Alda Sigurðardóttir píanóleikari spilar á einleikstónleikum í Salnum í dag kl. 17. Meira
7. mars 2009 | Tónlist | 542 orð | 1 mynd

Helgi Hrafn hinn víðförli

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
7. mars 2009 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Jóhanna hamrar járnið meðan það er heitt

*Þrátt fyrir ungan aldur virðist söngkonan Jóhanna Guðrún vera eldri en tvævetur þegar kemur að markaðsmálum. Meira
7. mars 2009 | Fólk í fréttum | 444 orð | 1 mynd

Leggur niður mótmæli eina kvöldstund

Eftir Guðrúnu Dís Emilsdóttur meistaranema í blaða- og fréttamennsku „TÓNLEIKARNIR verða blanda af leikhúsi og tónlist,“ segir Hörður Torfason um kertaljósatónleikana sem verða í Borgarleikhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld. Meira
7. mars 2009 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Möttulssaga kynnt í Snorrabúð í dag

„ÞAÐ er hálf öld síðan ég var gestkomandi hjá bróður mínum suður í Garði. Mig vantaði eitthvað til að lesa mig í svefn og tók ég fram það eina sem mér fannst lestrarhæft, en það voru Riddarasögurnar. Meira
7. mars 2009 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Ódauðleg listaverk á haugana

*Smekkleysubúðin nýja að Laugavegi 28 hefur víst gengið vonum framar og segir kjaftasagan að búðin sé ein af örfáum plötubúðum í Reykjavík sem stendur almennilega undir sér. Meira
7. mars 2009 | Fólk í fréttum | 219 orð | 1 mynd

Spilaði Sigur Rós á settinu

BRESKIR fjölmiðlar hafa fylgst grannt með kvikmyndinni The Young Victoria sem væntanleg er í kvikmyndahús þar ytra í þessum mánuði. Meira
7. mars 2009 | Leiklist | 70 orð | 1 mynd

Stundum og stundum ekki

LEIKFÉLAG Hörgdæla efnir til styrktarsýningar á leikritinu Stundum og stundum ekki fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í minningu Hólmfríðar Helgadóttur sem lést fyrr í vetur eftir langa baráttu við krabbamein. Meira
7. mars 2009 | Tónlist | 206 orð | 1 mynd

Þetta liggur mér á hjarta

VAR hún bara vinkona Wagners, eða kannski ástkona líka? Mathilde Wesendonck var tónskáldinu í það minnsta innblástur, skáld, listagyðja og einstakur félagi. „Hún kom eins og lífsfylling í líf hans og hafði margvísleg áhrif á hann. Meira

Umræðan

7. mars 2009 | Aðsent efni | 197 orð | 1 mynd

2008 og 2009: Innflytjenda- og flóttamannamál, þá og nú

Eftir Paul F Nikolov: "AÐ MÖRGU leyti hefur árið 2008 borið með sér mikinn árangur í innflytjenda- og flóttamannamálum." Meira
7. mars 2009 | Bréf til blaðsins | 821 orð | 1 mynd

Af félagsmönnum í VR

Frá Kristni Erni Jóhannessyni: "ÉG VIL þakka Stefaníu Magnúsdóttur, varaformanni VR, fyrir þá viðleitni að vekja athygli á fyrstu allsherjarkosningum um fólk til trúnaðarstarfa hjá félaginu sem nú standa yfir." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 316 orð | 1 mynd

Fáum botn í Evrópuumræðuna

Eftir Jón Rúnar Halldórsson: "Í KJÖLFAR efnahagshrunsins hefur farið fram þörf umræða um Evrópusambandsaðild, stöðu íslensku krónunnar og hagkerfisins í heild." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 304 orð | 1 mynd

Framsóknarmenn – mætið og veljið í prófkjörinu

Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur: "Í DAG, 7. mars, velja framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi frambjóðendur í 1.-5. sæti framboðslista flokksins sem boðinn verður fram við alþingiskosningarnar sem framundan eru." Meira
7. mars 2009 | Blogg | 169 orð | 1 mynd

Friðrik Þór Guðmundsson | 6. mars „Fótalausi Pólverjinn&ldquo...

Friðrik Þór Guðmundsson | 6. mars „Fótalausi Pólverjinn“ kominn með tennur! Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Furðuleg mótsögn

Eftir Birgi Ármannsson: "RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á stjórnarskránni og fengið í lið með sér formann Frjálslynda flokksins og varaformann Framsóknarflokksins." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Geðlyf við efna(hags)ójafnvægi

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um meðferð við geðsjúkdómum: "Lýðræði, tjáningarfrelsi, jafnrétti, réttlæti og þjóðfélagsgerð hefur áhrif á heilastarfsemina." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Harmleikur eða skrípaleikur?

Stefán Erlendsson skrifar um starfsferil Davíðs Oddssonar: "Þarna sat þessi fyrrverandi stjórnmálaskörungur sem hafði borið ægishjálm yfir andstæðinga sína í sporum fórnarlambsins og virtist einangraður og veruleikafirrtur." Meira
7. mars 2009 | Blogg | 96 orð | 1 mynd

Inga Jessen | 6. mars 2009 Súper form eftir kreppu Það mættu sumir taka...

Inga Jessen | 6. mars 2009 Súper form eftir kreppu Það mættu sumir taka Ísafjarðarbæ til fyrirmyndar. Meira
7. mars 2009 | Blogg | 55 orð | 1 mynd

Katrín Snæhólm Baldursdóttir | 6. mars 6 krákur fyrir utan Melabúðina...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir | 6. mars 6 krákur fyrir utan Melabúðina boða kuldakast! Þær voru 6 saman og kolsvartar, krunkandi í hóp og kjagandi fyrir utan Melabúðina í morgun. Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 1058 orð | 1 mynd

Lýðræðisumbætur – vald til fólksins

Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur: "Það þarf kjark og þor til þess að ráðast í breytingar af þessu tagi en yfir þeim kjarki og því þori býr núverandi ríkisstjórn." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

Með bjartsýni og kjark að vopni

Eftir Önnu Margréti Guðjónsdóttur: "EITT brýnasta verkefni stjórnmálamanna um þessar mundir er að sjá til þess að fólk hafi atvinnu. Það má ekki láta þjóðina festast í gildru atvinnuleysis og því er nauðsynlegt að bregðast við hratt og skynsamlega." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Rannsóknarstyrkir til blaðamanna

Þorgerður Katrín Gunnardóttir vill að blaðamenn fái styrk til rannsóknarblaðamennsku: "Við aðstæður þær sem nú eru uppi ættum við að ræða af fullri alvöru hvort ekki sé rétt að úthluta tímabundið sambærilegum styrkjum til fjölmiðlamanna..." Meira
7. mars 2009 | Bréf til blaðsins | 204 orð | 1 mynd

Skattur á Íslandi

Frá Guðbjörgu Þórðardóttur: "SKATTHEIMTA lýðræðisþjóðfélaga er hugsuð sem tæki til jöfnunar og samneyslu í þjóðfélögum sem vilja vera tekin alvarlega í samfélagi þjóðanna. Samneyslan byggist á að jafna út tekjur þegnanna." Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 328 orð | 1 mynd

Staða eldri borgara í dag

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "EKKI er langt síðan margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins." Meira
7. mars 2009 | Velvakandi | 641 orð | 2 myndir

Velvakandi

Kvörtun/ábending til Strætó ÉG vona að þessar ófarir mínar kalli fram bros á andliti þeirra sem finnst það „ömurlegt að þurfa að hanga í bílnum í umferðinni á morgnana“. A.m.k. þurfið þið ekki að taka strætó! Meira
7. mars 2009 | Pistlar | 469 orð | 1 mynd

Þjálfaðir varamenn á bekknum

Fólk á valdastólum má ekki verða allt of öruggt með sig, það er ávísun á vandræði. Líklega er best að stóllinn sé með harða setu og mislanga fætur, svolítið valtur, þannig gæti hann stöðugt minnt á fallvaltleika lífsins. Og ótryggð kjósenda. Meira
7. mars 2009 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Þráhyggjan um Davíð

Gísli Freyr Valdórsson skrifar um Davíð Oddsson og andófsmenn hans: "Stjórnendur umræðuþátta halda sjálfir úti harðskeyttum heimasíðum þar sem Seðlabankanum og bankastjóra hans eru send skeytin dag eftir dag." Meira

Minningargreinar

7. mars 2009 | Minningargreinar | 2414 orð | 1 mynd

Arnór Karlsson

Arnór Karlsson fæddist í Efstadal í Laugardal í Árnessýslu 9. júlí 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Karl Jónsson, f. 1. júlí 1904, d. 4. júní 1979, og Sigþrúður Guðnadóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2009 | Minningargreinar | 629 orð | 1 mynd

Hulda Regína Jónsdóttir

Hulda Regína Jónsdóttir fæddist í Lambanesi í Fljótum 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristjánsson frá Lambanesi, f. 21.4. 1890, d. 26.6. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2009 | Minningargreinar | 3284 orð | 1 mynd

Ingibjörg Finnbogadóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 29.8. 1947. Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði þriðjudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Ólafsson, f. 31.3. 1920, d. 28.11. 1968, og Hulda Bjarnadóttir, f. 5.10. 1918. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2009 | Minningargreinar | 3856 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Hrauni í Tálknafirði í Barðastrandarsýslu hinn 24. október 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 26. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2009 | Minningargreinar | 1812 orð | 1 mynd

Sjöfn Halldórsdóttir

Sjöfn Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 7. september 1932. Hún lést 24. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Lilja Guðrún Kristjánsdóttir frá Reykjavík og Halldór Magnússon frá Hafnarfirði. Albróðir hennar er Magnús. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 257 orð | 1 mynd

Erfið vika á mörkuðum

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓHÆTT er að segja að vikan sem leið hafi verið hlutabréfamörkuðum heimsins erfið. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 276 orð | 1 mynd

Evrópskir seðlabankar töpuðu á íslensku bönkunum

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SEÐLABANKAR Þýskalands, Lúxemborgar og Hollands töpuðu samanlagt um 5,7 milljörðum evra, jafnvirði um 810 milljörðum íslenskra króna, vegna hruns fimm banka í Evrópu á síðasta ári. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 149 orð | 1 mynd

Formlegur samdráttur hafinn hér á landi

VÆNTANLEGA kemur fáum á óvart að lesa að samdráttur einkenni nú íslenskt efnahagslíf. Nýjar tölur frá Hagstofunni sýna hins vegar að samkvæmt formlegum skilgreiningum hefur samdráttarskeið ríkt í hagkerfinu frá miðju síðasta ári. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 371 orð | 2 myndir

Hundraða milljarða lán til eigenda

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Í LOK júní 2008 voru útistandandi lán Kaupþings til eigenda og tengdra aðila rúmlega 478 milljarðar króna, samkvæmt lánabók Kaupþings, en Morgunblaðið hefur hluta hennar undir höndum. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Íslensk Verðbréf í mál við Nýja Kaupþing

ÍSLENSK Verðbréf (ÍV) hafa höfðað mál á hendur Nýja Kaupþingi til að fá greitt um 50 milljónir króna sem fyrirtækið á inni á reikningi hjá bankanum en fær ekki greiddar út. Málið var tekið fyrir í gærmorgun. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 71 orð

MP vill Hansa ehf. í þrot

BEIÐNI Hansa ehf., eiganda enska knattspyrnuliðsins West Ham United , um áframhaldandi greiðslustöðvun var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

Tveir fyrrverandi starfsmenn ákærðir

MÁL gegn tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings banka var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
7. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 281 orð | 1 mynd

Úr útrásarbanka í hefðbundinn viðskiptabanka

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞÆR breytingar sem eru að eiga sér stað hjá Nýja Kaupþingi eru eðlilegur hluti af því ferli þegar banki breytist úr stórum alþjóðlegum banka í útrás í hefðbundinn íslenskan viðskiptabanka. Meira

Daglegt líf

7. mars 2009 | Daglegt líf | 97 orð

Aldrei of seint að taka sig á

AUKIN hreyfing eftir fimmtugt eykur lífslíkur karlmanna jafnmikið og það að hætta að reykja, samkvæmt rannsókn sem birt var á vefsíðu læknatímaritsins British Medical Journal í gær. Meira
7. mars 2009 | Daglegt líf | 467 orð | 1 mynd

Á plánetunni Sarasín

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Verzlunarskólanemar sýna nú á Brodway frumsaminn söngleik, Stardust, sem byggist á plötu Davids Bowies, The rise and fall of Ziggy Stardust. Meira
7. mars 2009 | Daglegt líf | 422 orð | 5 myndir

Í minningu hversdagshetju

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Jórunn, hjörtu sem Andrea Róberts hóf framleiðslu á fyrir skemmstu, hafa svo sannarlega fallið í frjóan jarðveg. Meira
7. mars 2009 | Daglegt líf | 565 orð | 2 myndir

Leikið og spunnið með orðum

Hún ætlar að virkja mæður í fæðingarorlofi. Hvetja þær til sköpunar, vinna út frá spuna og liðka skrokkinn í leiðinni. Meira
7. mars 2009 | Daglegt líf | 1968 orð | 2 myndir

Lullandi húmanisti

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Kjartan Ragnarsson leikstjóri leikstýrir í Borgarleikhúsinu hinu þekkta verki Milljarðamærin snýr aftur. Meira
7. mars 2009 | Daglegt líf | 377 orð | 2 myndir

Sandgerði

Aukið umferðaröryggi Nú er lokið við að setja upp 34 götuljósastaura við Byggðaveg sem er nýr vegur sem liggur fyrir ofan byggðina í Sandgerði. Vegurinn tengist inn á fjögur íbúðahverfi. Þessi ágæti vegur er lagður samkvæmt nútíma hönnun. Meira

Fastir þættir

7. mars 2009 | Fastir þættir | 152 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Yfirkötturinn. Meira
7. mars 2009 | Fastir þættir | 383 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Uppsveitabrids Flúðum Aðaltvímenningskeppni vetrarins er nýlega lokið og fór svo að bændurnir úr Gnúpverjahreppi, Gunnar og Viðar, höfðu nokkra yfirburði og voru öryggið uppmálað frá fyrsta kvöldi. Meira
7. mars 2009 | Fastir þættir | 700 orð | 2 myndir

Magnús Carlsen eygir sigurvon

18. febrúar-8. mars 2009 Meira
7. mars 2009 | Í dag | 2137 orð | 1 mynd

(Matt. 15)

ORÐ DAGSINS: Kanverska konan. Meira
7. mars 2009 | Árnað heilla | 193 orð | 1 mynd

Oft átt afmæli í vonskuveðri

„ÉG er búin að bjóða vinum og fjölskyldu til hádegishressingar í safnaðarheimili Vídalínskirkju,“ segir Anna Nilsdóttir, aðalbókari Garðabæjar, um hvernig hún ætlar að fagna sextugsafmæli sínu í dag. Meira
7. mars 2009 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá...

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2. Meira
7. mars 2009 | Fastir þættir | 125 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. c4 Rf6 4. e3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. a3 Bd6 7. d3 O-O 8. Rf3 f5 9. Rbd2 Rf6 10. Dc2 De8 11. Rc4 b5 12. d4 bxc4 13. Bxc4+ Kh8 14. Bb5 Rxd4 15. Rxd4 Dg6 16. Bc6 Hb8 17. Rf3 e4 18. Re5 Bxe5 19. Bxe5 Ba6 20. O-O-O Bd3 21. Dc3 Rg4 22. Meira
7. mars 2009 | Fastir þættir | 268 orð

Víkverjiskrifar

Víkverja finnst stundum að ekkert sé nýtt undir sólinni. Honum finnst ekki ólíklegt að það þannig sé það raunar. Ekkert sé nýtt undir sólinni. Mögulega sé það þess vegna sem til er málsháttur sem heldur því sama fram. Meira
7. mars 2009 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

7. mars 1902 Sögufélagið var stofnað til þess að „gefa út heimildarrit að sögu Íslands í öllum greinum frá því á miðöldum og síðan“. Fyrsti forseti þess var Jón Þorkelsson. 7. mars 1922 Ríkisstjórn Sigurðar Eggerz tók við völdum. Meira

Íþróttir

7. mars 2009 | Íþróttir | 397 orð

19 ára bið KR-inga er á enda

Eftir Ragnar Gunnarsson sport@mbl.is KR-INGAR tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær þegar þeir heimsóttu Skallagrím í Borgarnes. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 297 orð | 2 myndir

„Besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn“

„AUÐVITAÐ var svekkelsi að fá á sig markið undir lokin, en ég er samt virkilega ánægður með leik liðsins. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 528 orð | 3 myndir

„Drullusvekkjandi“

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði í gær naumlega fyrir því bandaríska, 1:0, í öðrum leik sínum á Algarve-mótinu í Portúgal. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

David Beckham lét ítalska drauminn rætast og verður áfram hjá AC Milan

ENSKI landsliðsmaðurinn David Beckham leikur með AC Milan út þessa leiktíð en samkomulag er nú í höfn á milli AC Milan og bandaríska liðsins LA Galaxy þar sem Beckham er samningsbundinn. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Finnur Orri til Heerenveen

FINNUR Orri Margeirsson, hinn 17 ára varnarmaður Breiðabliks í knattspyrnu, heldur á morgun utan til Hollands hvar hann verður á reynslu hjá Heerenveen í viku. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 306 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þórir Hergeirsson segir í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að hann hafi ekki áhuga á því að vera aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 416 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Fanndís Friðriksdóttir , leikmaður Breiðabliks , var í gærmorgun kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem nú tekur þátt í Algarve-cup mótinu í Portúgal . Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með FSu

GRINDAVÍK átti ekki í miklum erfiðleikum með nýliða FSu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær. Grindavík skoraði 107 stig gegn 85 stigum skólaliðsins frá Selfossi. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 410 orð

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Selfoss – ÍR 29:26 *Selfoss...

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Selfoss – ÍR 29:26 *Selfoss sigraði ÍR í 1. deild karla í handknattleik í kvöld og skoraði Bjarki Már Elísson 11 mörk fyrir Selfoss og Ragnar Jóhannsson skoraði 5. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Sama lið og í Liverpool

ÁRNI Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í badminton, hefur valið landslið Íslands sem tekur þátt í heimsmeistaramóti liða í Kína í maí. Landsliðið er eins skipað og það var á Evrópumótinu í Liverpool á Englandi fyrr í vetur. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 454 orð | 1 mynd

Spennandi barátta Hamars og Hauka

ÞAÐ er mikil spenna í toppbaráttunni í 1. deild karla í körfuknattleik en Hamar var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í gær. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 673 orð | 1 mynd

Tindastóll sá aldrei til sólar gegn Keflavík

LEIKMENN Tindastóls léku sinn síðasta heimaleik á móti Keflvíkingum á þessari leiktíð í úrvalsdeild karla, Iceland Express deildinni í körfuknattleik. Meira
7. mars 2009 | Íþróttir | 203 orð

U18 ára íshokkíliðið keppir á HM í Tyrklandi

SERGEI Zak þjálfari U18 ára landsliðsins í íshokkí hefur valið hópinn sem keppir í 3. deild á heimsmeistaramótinu í Erzurum í Tyrklandi. Mótherjar Íslands verða Búlgaría, Írland og Tyrkland. Ísrael hætti við þátttöku á HM. Meira

Barnablað

7. mars 2009 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Álfaverðir

Kolbeinn, 9 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af álfum sem standa vörð um... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Bjart bros

Þessa glaðlegu andlitsmynd teiknaði Harpa, 9... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 54 orð | 1 mynd

Dulbúinn spæjari

Kona ein átti fund með spæjara nokkrum. Einu upplýsingarnar sem hún fékk til að finna hann voru; hann er með hatt, skegg, svört sólgleraugu, mynstraðan trefil og er í svörtum skóm. Getur þú hjálpað konunni að finna spæjarann? Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 328 orð | 1 mynd

Fjalar fer á taugum 8. hluti

Lítil stelpa var búin að heimsækja Fjalar á hverri nóttu og spyrja hann um hring systur sinnar. Fjalar var orðinn ærið þreyttur vegna þessara heimsókna og þá loks fóru foreldrar hans að hlusta á hvað hann var að segja. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Fjóli litli

Þennan krúttlega fjólubláa kall teiknaði hún Birna Kristín, 4... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 36 orð | 1 mynd

Getur kýrin óskað sér?

Kýrin leitar að fjögurra laufa smára svo hún geti óskað sér. Á myndinni má finna nokkra, en hversu marga? Skoðaðu myndina vel og þegar þú telur þig hafa rétta svarið getur þú kíkt á lausnina... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 42 orð

Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha!

„Ég segi ekki að maðurinn minn sé grindhoraður, en þegar hann fór með dóttur okkar niður að tjörn á laugardaginn þá hentu endurnar brauði til hans.“ „Mamma! Er Gunna systir með mislinga?“ „Nei, Jói minn. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 8 orð

Lausnir

Kötturinn heitir Keli. Fjögurra laufa smárarnir eru... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 186 orð | 1 mynd

Meistarar í myndasögum

Barnablaðið heimsótti Myndlistaskólann í Reykjavík í vikunni og fékk að fylgjast með nokkrum afar hæfileikaríkum krökkum á námskeiði í myndasögugerð. Augljóst var að áhuginn var mikill því börnin höfðu vart tíma til að taka sér matarhlé. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Orðasúpa

Skoðaðu myndirnar vel og finndu svo réttu orðin í orðasúpunni. Orðin geta verið skrifuð bæði aftur á bak og áfram, á ská, lárétt og lóðrétt. Gangi þér... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 151 orð | 1 mynd

Segðu sögur

Skemmtilegt er að leika þennan leik í fjölmennum hópi og jafnvel sniðugt fyrir kennarann ykkar að taka hann upp í íslenskutímum. Byrjið á því að klippa út fullt af litlum pappírsmiðum. Á hvern miða teiknið þið eina einfalda mynd eins og t.d. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 252 orð | 3 myndir

Simpsons og manga í uppáhaldi

Þau Guðbjörg Mist Gautsdóttir, 10 ára og Guðjón Viðarsson, 11 ára, sækja bæði myndasögunámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Kennari þeirra, Baldur Björnsson, segir þau einstaklega hæfileikarík og eiga þau framtíðina fyrir sér í myndasögugerð. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 86 orð | 1 mynd

Sinn er siður í landi hverju

Innan nokkurra ættbálka í Brasilíu tíðkast ævaforn brúðkaupssiður enn í dag. Er hann þannig að brúðguminn þarf að bera stóran og þungan trjádrumb tiltekna vegalengd til að sýna fram á að hann sé nægilega sterkur til þess að veiða og vinna. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Sjóræningjabangsi

Berglind Birta, 9 ára, teiknaði þennan sæta bangsa. Það er nú örugglega gott að knúsa þennan sjóræningja og seint getur hann talist... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 144 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnarorðið skrifið þið á blað og sendið inn fyrir 14. mars næstkomandi. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 38 orð

Vissir þú...

...að þú getur ómögulega sleikt á þér olnbogann. ...að rúmlega 50% af öllu mannfólki í heiminum hefur aldrei hringt úr síma. ...að Eiffel-turninn í París vegur meira en 1.000 fílar. ...að hjarta rækjunnar er í höfðinu á... Meira
7. mars 2009 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Þarfasti þjónninn

Þennan glæsilega hest teiknaði listakonan Katrín, 8... Meira

Lesbók

7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | 2 myndir

Angurvært og tregablandið rokk og rólegheit

Árið 1994 ákvað Jay Farrar, annar aðallagahöfunda Uncle Tupelo, að segja skilið við hljómsveitina. Ástæðan var ágreiningur við hinn aðallagahöfundinn, Jeff Tweedy. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 225 orð | 1 mynd

„Whole lotta love“

Það var fyrirboðinn sem dró mig af stað. Ég sá enga ástæðu til að tilkynna foreldrum mínum þessi plön sérstaklega, enda ellefu ára, – þó alveg að verða tólf, en mjög fullorðinsleg, stór og þroskuð í útliti. Ég hlyti að komast inn. Ef ég þyrði. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 250 orð | 1 mynd

Delg jó dárni

Létt var yfir dagskránni hjá Kammerkór Norðurlands í Langholtskirkju um helgina. Bæði var stjórnandi kórsins, Guðmundur Óli Gunnarsson, hress í bragði þegar hann kynnti lögin, og svo var tónlistin sjálf ljúf og notaleg áheyrnar. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 782 orð | 2 myndir

Eastwood ygglir brún

Það er engan bilbug að finna á gamla, góða Eastwoood í Gran Torino , hvorki sem leikara né leikstjóra. Hann er að sjálfsögðu farinn að krumpast, eigandi ár í áttrætt. En frá hálsi og niður úr er hann fallegur eins og þrítugur heilsuræktarþræll. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 277 orð | 1 mynd

Enginn flýr örlög sín

Það er svo notalegt að finna plötur sem leika um eyrun á þér aftur og aftur en þú bara nærð ekki að pinna þær niður. Þær minna einhvern veginn ekki á neitt, eða á of mikið af einhverju sem þú kannast við. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1410 orð | 3 myndir

Er allt á leið í listagraut?

Er mönnum ekkert heilagt? Boléro og Myndir á sýningu er orðið að house-tónlist, Bryndís Halla Gylfadóttir djassisti og Finnbogi Pétursson tónskáld. Þetta er þriðja og síðasta grein um líf tónlistarinnar. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 394 orð | 3 myndir

Eymd og auður

Þegar skoðaðir eru erlendir listar, þar sem gagnrýnendur völdu bestu ljósmyndabækur liðins árs, sést að oft er minnst á bókina 101 Billionaires eftir hollenska ljósmyndarann Rob Hornstra. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 543 orð | 2 myndir

Ég sá það á YouTube!

Það er enginn vafi á því að veraldarvefurinn er einhver stórkostlegasta uppgötvun 20. aldarinnar. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 292 orð | 1 mynd

Fjárlög Sunnu

Sunna píanó og Scott McLemore trommur ásamt Þorgrími Jónssyni bassa. Kópavogi 22.2. sl. Sunna, Scott, Tony Malaby tenorsaxófón og Drew Gress bassa. New York 1999. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð | 2 myndir

GLÁPARINN | Bjargey Ólafsdóttir

Ég er ekki mikill sjónvarpsglápari en ég fer mikið í bíó. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 453 orð | 3 myndir

Halló Hálönd!

Það er eitthvað sköpunarvænt farið að streyma um ferskvötnin í Hálöndum Skotlands og niður til borganna. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 2419 orð | 11 myndir

Hans Jónatan: karabískur þræll gerist íslenskur bóndi

Eftir Gísla Pálsson gpals@hi.is Síðla sumars árið 1812 er norskur landkönnuður og kortagerðarmaður, Hans Frisak að nafni, á ferð um Austfirði. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð | 2 myndir

HLUSTARINN | Sigurður Sævarsson

Þar sem ég er að ljúka við óperuna mína, Hel, þessa dagana, hlusta ég nú lítið á annað en hljóðin sem koma úr píanóinu mínu. Ég er að vísu með í bílnum tvö verk sem ég hlusta reglulega á við aksturinn. Annað er Das wohltemperierte Klavier eftir J.S. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð | 1 mynd

Hvað felst í nafni?

Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig,“ orti Eggert Ólafsson fyrir rúmlega 200 árum og hélt síðan út á land með nestispoka, göngustaf og skrifblokk og nefndi fjöll og firnindi eins og hann ætti lífið að leysa. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 263 orð | 1 mynd

Illkvittnislegur leikur

Sjálfum finnst mér platan hljóma eins og blanda af „Blue Moon“ með Elvis Presley og „Wicked Game“ með Chris Isaak en það er örugglega bara eitthvert rugl í mér! Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 774 orð | 2 myndir

Í bullandi afneitun

Eftir Kristján Bjarka Jónasson kbj@crymogea.is Innlendi fjölmiðlaviðburður vikunnar stökk eins og skuggavera út úr háhýsi á horni 42. götu og Broadway. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 475 orð | 3 myndir

Í gangi

Leiklist Milljarðamærin snýr aftur Borgarleikhúsið „Sigrún Edda átti stórgóðan leik og sýndi mjög vönduð vinnubrögð. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1329 orð | 2 myndir

Íslenskt gras – sælasta hvílan

Vestur-íslenski rithöfundurinn Bill Holm lést á dögunum, 65 ára að aldri, og fer útför hans fram á morgun. Síðasta bók hans, The Windows of Brimnes – An American in Iceland, fjallar meðal annars um hús Holms á Hofsósi. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð | 2 myndir

LESARINN | Sigurlaugur Elíasson

Milli bóka eða til hliðar við lestur annarra bóka getur verið gott að eiga í frjálsara sambandi við bók, lengra lestrarsambandi sem ekki gerir kröfu um samfelldan lestur en fyllist og auðgast við lengri kynni. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

Lestin

Lestinni sem þú misstir af fyrir margt löngu hefur verið lagt. Þú stendur ein á brautarpallinum horfir á vagnlausa teinana. Og veist að ævintýrið stóra sem þú hugðist höndla hefur runnið þér úr greipum. Heiður Gestsdóttir Höfundur er... Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð | 1 mynd

Nolsey í ágúst

Hannes Pétursson skáld var tvo mánuði í Færeyjum árið 1965. Tveimur árum síðar gaf Menningarsjóður út bók hans Eyjarnar átján – Dagbók úr Færeyjaferð 1965, bók sem má telja með klassískum ferðabókmenntum. Hér lýsir Hannes útsýninu frá Þórshöfn til Nolseyjar. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 223 orð | 1 mynd

Páfuglar og fordómar

A Life of Flannery O'Connor er fyrsta stóra ævisagan sem út kemur um þennan merka suðurríkjahöfund, sem lést fyrir 44 árum, aðeins 39 ára að aldri, en hefur notið mikillar hylli fyrir sérstakan söguheiminn og frásagnarháttinn. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð | 1 mynd

Píanistinn og passinn hans

Það eru ekki margir sem eru bæði með ísraelskt og palestínskt vegabréf. Einn þeirra er hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Daniel Barenboim, sem í átaki sínu við að sameina þessar tvær stríðandi fylkingar, hefur nýtt tónlistina til góðs. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð | 1 mynd

Ráðgátan Tom Waits

Bandaríska söngvaskáldið Tom Waits er þekkt fyrir að fara sínar leiðir, og bók Hoskyns, Lowside of the Road: A Life of Tom Waits sýnir að raunverulegt líf hans er jafnframt afskaplega vel varðveitt leyndarmál. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð | 1 mynd

Rússneskur djöfladans

Viy (1967) er ein af fáum hryllingsmyndum sem prýða rússneska (sovéska) kvikmyndasögu og er vert að nefna, ekki aðeins vegna þess að um er að ræða afar áhugaverða og sérstæða gotneska fantasíu, heldur einnig í ljósi þess að von er á splunkunýrri... Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 159 orð | 1 mynd

Tvíhöfði kapítalista og kommúnista

Richard E. Grant er í essinu sínu sem harðsvíraður auglýsingahönnuður í þessari súrrealísku ádeilu á taumlausa neysluhyggju og peningagræðgi okkar tíma. Grant leikur Denis Dimbleby Bagley, sem er að reyna að finna upp á slagorði fyrir glænýtt bólukrem. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Versta landkynningin

Vanity Fair er lesið af allri elítu hins þróaða heims. Tímaritið hefur um langt skeið verið lýsandi dæmi um vandaða rannsóknarvinnu og frábæra ritfærni. Meira
7. mars 2009 | Menningarblað/Lesbók | 508 orð | 2 myndir

Ævintýri Indiana Jones í Perú

Leyndardómur Inkanna (1954) er bandarísk ævintýramynd sem ekki margir þekkja, enda illfáanleg á vídeómarkaðinum enn sem komið er og sjaldgæft að rekast á hana á sjónvarpsstöðvum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.