SUMARDAGINN fyrsta, 23. apríl, kl. 14, fer fram hátíðar- og afmælismessa í Prestbakkakirkju í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Einnig verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Sr. Sigurður Sigurðsson, sr.
Meira
YFIR 550 umsóknir bárust um auglýst sumarstörf hjá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ráðið verður í um sextíu tímabundnar stöður framleiðslustarfsmanna og iðnaðarmanna. Umsóknir bárust hvaðanæva af landinu og flestar af höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Á MORGUN, laugardag, kl. 14-15, mun Sigursteinn Másson halda fyrirlestur um andlega sjálfsvörn, í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Í fyrirlestrinum er farið yfir andlega heilsu og leiðir til að verjast neikvæðu andlegu áreiti, hugsunum eða samskiptum.
Meira
FREMUR fámennt hefur verið við umræður á þingfundum Alþingis seinustu daga. Margir þingmenn hafa verið uppteknir við kosningabaráttuna, enda stutt í kjördag.
Meira
GERÐ hefur verið áætlun um að reisa 45.000 manna borg, Babcock Ranch, skammt frá Fort Myers á vesturströnd Flórída og framleiða allt rafmagn fyrir hana í 75 megavatta sólarorkuveri. Framkvæmdin öll kostar um tvo milljarða dollara.
Meira
GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar á máli eins af helstu pólitísku ráðgjöfum sínum, Damian McBride, sem sagði af sér eftir að birtir voru tölvupóstar frá honum þar sem hann kvaðst ætla að hefja rógsherferð gegn forystumönnum...
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TUGIR milljóna manna buðu vopnuðum hreyfingum birginn í gær með því að taka þátt í fyrsta áfanga þingkosninga á Indlandi, fjölmennasta lýðræðisríki heims.
Meira
SAMÞYKKT var sem lög breytingin á barnaverndarlögunum á Alþingi í gær og er þar lagt fortakslaust bann við því að foreldrar eða aðrir sem bera ábyrgð á umönnun og uppeldi barns beiti það ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi, þar með talið andlegum...
Meira
Dansmeyjar Tignarlegar voru þær ballerínurnar úr Listdansskóla Íslands sem dönsuðu Þyrnirós eftir Pjotr Tsjajkovskíj á sviði Háskólabíós við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærmorgun.
Meira
Vinnuslysum hefur fækkað talsvert síðastliðna mánuði, samkvæmt tölum Vinnueftirlitsins. Fækkunin er hlutfallslega meiri en sem nemur samdrætti á vinnumarkaði.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SNORRASTOFA í Reykholti hefur keypt Eddu-safn Eysteins Þorvaldssonar, íslenskufræðings og fyrrverandi prófessors við Kennaraháskóla Íslands.
Meira
Á ANNAÐ þúsund rúmmetrar af fyllingarefni fara í Landeyjahöfn í Bakkafjöru. Um helmingur er grjót sem tekið er úr námu í Seljalandsheiði, annað efni er tekið á Markarfljótsaurum.
Meira
EIGANDI kaskótryggðrar bifreiðar þarf sjálfur að bera tjón sem varð á bílnum í árekstri sem ökumaður bílsins varð valdur að í lok árs 2005. Ökumaðurinn hafði fengið bílinn að láni hjá eigandanum til reynsluaksturs vegna hugsanlegra kaupa.
Meira
Heildareignir lífeyrissjóðakerfisins til greiðslu lífeyris drógust saman um 1,4% í febrúar og hafa dregist saman um 12,7% frá því fyrir bankahrun.
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar, að loknum kosningum 25. apríl nk., verður að skipuleggja niðurskurð fyrir næsta fjárlagaár.
Meira
AÐEINS 22% íslenskra námsmanna erlendis eru ákveðnir í að snúa aftur heim að námi loknu, skv. könnun á heimasíðu Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). 38% segjast ekki ætla að koma aftur heim en 40% eru óákveðin.
Meira
Á MORGUN, laugardag, stendur Höfuðborgarstofa fyrir fjölda viðburða víða um land til að kynna ferðaþjónustu á Íslandi. Í boði eru allskonar viðburðir, ýmist ókeypis eða á vægu verði, t.d. útsýnisflug, lasertag, hestaferðir, hvalaskoðun og margt fleira.
Meira
STARFSMENN Suðurverks hafa unnið allan sólarhringinn alla daga ársins við undirbúning Landeyjahafnar. Verkið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum Dofra Eysteinssonar framkvæmdastjóra.
Meira
Rachel Corrie var 23 ára þegar hún lét lífið á Gaza-svæðinu þegar jarðýta ók yfir hana er hún reyndi að aftra henni frá því að rífa niður heimili palestínskrar fjölskyldu.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FERÐIR á Hvannadalshnúk eru vinsælar sem aldrei fyrr og ljóst er að mörg hundruð Íslendingar munu klífa tindinn í vor og sumar.
Meira
NÝ lög um fjölgun í hópi þeirra sem fá greidd listamannalaun, voru samþykkt á Alþingi í gær með 21 atkvæði gegn fjórum. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Verður mánaðarlaunum listamanna fjölgað á þriggja ára tímabili um alls 400. Starfslaun verða 266.
Meira
Undanúrslitin á Íslandsmótinu í handknattleik karla, N1-deildinni, hófust í gær. Fram kom verulega á óvart með því að leggja Hauka, 32:28, á útivelli en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Meira
NÝLEGA var opnaður námsvefurinn framhaldsskoli.is. Um er að ræða vef sem unninn er með þarfir framhaldsskólanna í huga. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem kennslu- og þjálfunarvefur fyrir framhaldsskólanema.
Meira
Blönduós | Grágæsin SLN er komin heim á Blönduós. Nú eins og að minnsta kosti sl. 10 ár þá hefur þessi frægasta gæs Blönduóss skilað sér heim frá Bretlandseyjum í hagana við Héraðshælið ásamt maka. Gæsin skilar sér ætíð heim í kringum 14. apríl ár...
Meira
BORGARBÚAR þurfa sjálfir að fjarlægja úrgang eftir garðahreinsanir í vor því Reykjavíkurborg mun ekki sjá um að hirða garðaúrganginn upp líkt og verið hefur undanfarin ár. Með þessu áætlar framkvæmda- og eignasvið borgarinnar að spara 45 milljónir...
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FYRSTU úthafskarfaskipin birtust á Reykjaneshrygg fyrir nokkrum dögum og þegar Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug á þriðjudagskvöld voru fimm skip komin á miðin, tveir Spánverjar, tveir Portúgalir og einn Rússi.
Meira
STEINGRÍMUR J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segist ekki sjá fram á að gerðar verði breytingar á úthlutun aflaheimilda á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september.
Meira
SKÝRSLA nefndar ríkisstjórnarinnar um þróun Evrópumála verður kynnt á blaðamannafundi í dag. Nefndin fundaði í gær og á stuttan lokafund í dag, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, annar tveggja formanna nefndarinnar.
Meira
Sveitarstjórnir gera kjörskrár Ranghermt var í frétt í blaðinu s.l. miðvikudag, að Hagstofan gæfi út endanlegar kjörskrár vegna komandi alþingiskosninga.
Meira
KLEÓPATRA, drottning Egypta, og rómverski hershöfðinginn Markús Antoníus eru einir þekktustu elskendur sögunnar og nú standa vonir til að grafhýsi þeirra sé fundið.
Meira
NOTKUN MS-lyfsins Tysabri er hlutfallslega langmest hér á landi sé miðað við annars staðar á Norðurlöndum. Sé viðmiðið milljón íbúar fá 150 lyfið hér, 86 í Danmörku, 78 í Svíþjóð, 38 í Noregi og 29 í Finnlandi.
Meira
Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HÚSIÐ á Vatnsstíg 4 sem tekið var pólitískri hústöku er eitt af tugum gamalla húsa sem staðið hafa auð og ónotuð mánuðum saman í miðborg Reykjavíkur.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝ könnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýnir litlar breytingar frá síðustu könnun sem gerð var 1.-7. apríl. VG sækir á en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking dala.
Meira
EKKI náðist samkomulag í sérnefndinni um stjórnarskrármál, sem lauk umfjöllun sinni um stjórnarskrárfrumvarpið í gær. Sjálfstæðismenn skiluðu séráliti í nefndinni.
Meira
ENN er alls óvíst hvenær Alþingi lýkur störfum, þar sem ekki hefur náðst samkomulag um lokaafgreiðslu mála. Þingfundur er boðaður kl. 10 í dag. Í gær var dreift á þinginu þingsályktunartillögu forsætisráðherra um frestun á fundum þingsins frá 16.
Meira
MILLI 100 og 150 manns mættu í gærkvöldi á kynningarfund um áform hæstaréttarlögmannsins Björns Þorra Viktorssonar um að safna fólki saman að baki lögsóknar gegn bönkunum.
Meira
EKKI er eðlilegt, réttlátt eða jafnvel löglegt að neytendur beri einir skaðann af gengishruninu og verðbólgunni, segir talsmaður neytenda Gísli Tryggvason.
Meira
GESTKVÆMT var hjá hreindýrskálfinum Líf og fóstru hans, Dagbjörtu Briem Gísladóttur, þegar bæði Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Karl Karlsson, dýralæknir hjá Umhverfisstofnun, heimsóttu þær á Sléttu utan við Reyðarfjörð í gær.
Meira
Íslenski fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir margs konar starfsemi. Meðlimir klúbbsins hafa síðustu tvö fimmtudagskvöld getað komið í klúbbhúsið að Brekkustíg 2 í Reykjavík og fengið námskeið í reiðhjólaviðgerðum, sér að kostnaðarlausu.
Meira
Í GÆR var undirritaður samningur milli Háskólans á Akureyri og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um stofnun Sjávarútvegsmiðstöðvar við Háskólann á Akureyri.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum vegna snjóflóðavarna ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ. Helstu niðurstöðurnar eru þær að fyrirhuguð snjóflóðamannvirki muni hafa jákvæð áhrif á öryggi íbúa.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra ætlar ekki að úthluta byggðakvóta í sumar, en í stað þess leggur hann til að heimilaðar verði strandveiðar. Aðeins bátar undir 15 brúttótonnum mega stunda þessar veiðar.
Meira
KONUR kveikja elda í kirkjugarði þorpsins Salcia í Rúmeníu. Venja er að fólk safnist saman í kirkjugörðum landsins og kveiki í spreki við hverja gröf til að „ylja hinum látnu“ á skírdag sem var haldinn hátíðlegur í Rúmeníu í gær.
Meira
BARÁTTA við sinu- og gróðurelda auðveldast til muna með nýjum slökkvibúnaði sem tekinn var í notkun í gær. Um er að ræða 2.000 lítra tunnu með sleppibúnaði sem flogið er með í þyrlu yfir eldsvæði.
Meira
SÆNSKA vampírumyndin Let the Right One In hefur vakið verðskuldaða athygli um heim allan vegna frumlegrar nálgunar við formið, en myndin verður frumsýnd hérlendis í dag.
Meira
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „FYRIRKOMULAG útboðsins var þannig að það voru boðnir út staðir, heimili eða vinnustaðir, með búsetu og starfsemi árið um kring utan markaðssvæða,“ segir Ottó V. Winther hjá Fjarskiptasjóði.
Meira
Eftir Jónas Erlendsson Fagridalur | Vegna slysahættu í Reynisfjöru í Mýrdal hefur verið sett upp skilti sem varar ferðamenn við að fara of nærri sjónum. Skiltið er á fimm tungumálum og myndskreytt.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í DAG taka nemendur í flestum grunnskólum landsins til við að móta framtíðarsýn þjóðarinnar í samvinnu við foreldra sína.
Meira
STEINGRÍMUR J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra gefur ekki vonir um aukningu þorskkvótans á næsta fiskveiðiári, þótt mælingar sýni að stofninn er að stækka.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MÆLINGAR á þorskstofninum í togararalli í síðasta mánuði benda til þess að hann hafi stækkað um 9% frá því á sama tíma í fyrra.
Meira
ALLS hafa á fjórða þúsund sótt um tæplega 1.400 sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Garðyrkja, eldhússtörf, heimaþjónusta og vinna við umferðarmerkingar eru meðal starfanna sem auglýst eru á vef Reykjavíkurborgar fyrir sumarið.
Meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sýndi lofsverða hreinskilni þegar hún lýsti því yfir á kosningafundi að lækka yrði laun ríkisstarfsmanna til að loka gatinu í ríkisfjármálum – auk þess að hækka skatta.
Meira
Sum af stærstu kosningamálunum virðast ekki vera til umræðu í kosningabaráttunni. Furðulega lítið þannig fer fyrir umræðum um hvernig flokkarnir hyggjast ná jafnvægi í ríkisfjármálunum.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Kevin Micka, sem gefur út undir listamannsnafninu Animal Hospital, heldur tónleika í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15, í dag. Animal Hospital hefur gefið út þrjár plötur í fullri lengd auk þess að hafa átt lög á fjölmörgum safnplötum.
Meira
BANDARÍSKA leikkonan Jennifer Aniston er sögð ósátt við að vera ekki gerð ellilegri með hjálp förðunarmeistara í sinni nýjustu kvikmynd, The Baster . Í myndinni leikur Aniston, sem er fertug, 48 ára gamla konu sem þráir ekkert heitar en að eignast barn.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „NÚ fer maður að koma undan vetri, og fer að losa sig við þetta,“ segir Björn Hlynur Haraldsson leikari sem hefur vakið mikla athygli fyrir vígalegan skeggvöxt að undanförnu.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „VIÐ fögnum komu farfuglanna á tónleikunum. Það er viðeigandi á þessum tíma þegar þeir flykkjast til landsins. Svo erum við erum eiginlega farfuglar sjálfar,“ segir Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari.
Meira
AUK þess sem Bíódagar Græna ljóssins hefjast í dag með frumsýningu á sjö kvikmyndum verða tvær kvikmyndir frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FÉLAGARNIR Mickaël Téo og James Duncan skipa tvíeykið The Fancy Toys, en þeir eru staddir hér á landi í kynningar- og skemmtiferð.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is GALDRASTAFIR nefnist sýning sem opnuð verður klukkan 17 í dag í Gallery Turpentine að Skólavörðustíg 14, 2. hæð.
Meira
Rithöfundurinn Kurt Vonnegut lést árið 2007 en nú undirbýr útgefandi hans, Delacorte Press, útgáfu 14 áður óbirtra smásagna eftir höfundinn sem frægastur er fyrir skáldsöguna Sláturhús fimm .
Meira
* Nýjasta lag hljómsveitarinnar Hjaltalín var í fyrradag boðið til frís niðurhals á tónlistarbloggsíðu Árna Þórs Jónssonar kvikmyndagerðarmanns og tónlistarspekúlants (syrdurrjomi.blogspot.com).
Meira
THE BOSTON Symphony-Orchestra hefur blásið af tónleikaferð sem hljómsveitin hafði ráðgert um nokkur Evrópulönd á næsta ári, og þar á meðal tónleika í París og Vínarborg.
Meira
BRESKA söngkonan Amy Winehouse reykti svo mikið af kannabisefnum með bandaríska rapparanum Snoop Dogg að hún gat ekkert sungið þegar taka átti upp tvö lög með parinu.
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HEIMILDARMYNDIN Cocain Cowboys II: Hustlin' with the Godmother verður frumsýnd í dag á Bíódögum Græna ljóssins.
Meira
JAZZTRÍÓIÐ K-tríó heldur tónleika í kjallara Café Cultura, Hverfisgötu 18, kl. 21 í kvöld. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt efni. Um miðjan september tók K-tríó þátt í Young Nordic Jazz Comets fyrir Íslands hönd og stóð uppi sem sigurvegari.
Meira
NÁTTÚRUFEGURÐ Kína hefur notið sín vel í BBC þáttunum Villta Kína sem Sjónvarpið sýnir á mánudögum. Það er skemmtilegt að fá að fræðast um ótrúlegan fjölbreytileika og fegurð þessa lands sem jafnan er helst í fréttum fyrir mengun og mannréttindabrot.
Meira
*Leaves hélt tónleika á Sódómu Reykjavík í fyrradag og ekki var að sjá á frammistöðu hennar að hún væri að skríða úr híði. Leaves-liðar léku langt og gott sett og drógu fram lög af tveimur fyrri breiðskífum sínum og svo væntanlegri plötu.
Meira
UM þessar mundir er 250 ára ártíðar Georges Friderics Händels minnst víða um heim, en Händel, sem er eitt þekktasta tónskáld barokktímans, lést í Lundúnum 14. apríl 1759.
Meira
Í greinasafninu „ Due Considerations: Essays and Criticism “ ræðir John Updike sálugi bækur og mærir pappír eins og gamalla manna er siður; finnst það ferleg tilhugsun að hugsanlega eigi pappírinn eftir að fara sömu leið og papírusinn.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÓVENJULEGT lokunarpartí verður haldið í Kling og Bang galleríi á morgun. Sýningin „Opið-til eru hræ“ (ó)opnaði í gallerínu þann 21. mars og verður lokað um helgina loksins fullunnin.
Meira
LINDA, fyrrverandi eiginkona bandaríska fjölbragðaglímukappans Hulks Hogan, er afar ósátt við að kappinn hafi sagt að hann skilji menn sem myrði eiginkonur sínar. Linda sagði skilið við Hogan árið 2007 vegna meints framhjáhalds hans.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MYNDIN kallast á frummálinu Låt den rätte komma in og er að forminu til hryllingsmynd/vampírumynd. Inn í hana fléttast þó vel ígrundaðar samfélagslegar pælingar og sterk ástarsaga.
Meira
SPÆNSKI söngvarinn Enrique Iglesias segist ekki ætla að giftast unnustu sinni, tenniskonunni og fyrirsætunni Önnu Kournikovu, að minnsta kosti ekki í bráð.
Meira
* Sprengjuhöllin og Sin Fang Bous troða upp á Grand Rokk í kvöld undir merkjum Grapevine og Gogoyoko en á undan þeim hyggst Haukur Heiðar söngvari Diktu leika nýtt sóló-efni sem hann hefur verið að undirbúa fyrir fína og fræga fólkið í Hollywood, en...
Meira
Eftir Ingifríði Rögnu Skúladóttur: "AF HVERJU er sú staða komin upp í íslensku samfélagi að fullorðið fólk má horfa á eftir sparifé sínu í sukk fjárglæframanna?"
Meira
Eftir Ólaf Þór Gunnarsson: "UNDANFARIN ár hefur farið fram mikil umræða um hvernig eigi að taka á þeim „vanda“ sem hljótist af því að þjóðin eldist."
Meira
UNDANFARNA daga hefur mikið verið rætt um ofurstyrki FL-Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins síðla árs 2006, augnabliki áður en leidd var í lög 300.000 kr. hámarksupphæð styrkja af þessu tagi. Það viðmið hefur varla verið sett að...
Meira
Ef einhver stelur frá þér hlut getur þú brugðið á eitt gamalt ráð. Það felst í að gefa þjófnum kost á að skila hlutnum án þess að upp um hann komist.
Meira
Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur: "SAMFYLKINGIN leggur höfuðáherslu á það í störfum sínum að brúa tímabil erfiðleika fyrir heimili og fyrirtæki með ábyrgum og markvissum hætti. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða allar að því aðstoða þá sem eiga í fjárhagserfiðleikum með skipulegum hætti."
Meira
Eggert Þór Aðalsteinsson | 16. apríl 2009 Borgun lætur aðra borga brúsann Borgun brýst fram á sjónarsviðið þessa dagana með auglýsingar sem lýsa ágætlega því viðhorfi sem gömlu greiðslukortafyrirtækin hafa haft gagnvart seljendum.
Meira
Eftir Aðalstein Kjartansson: "ÉG ER hluti af menntakerfi í samfélagi sem predikar stöðugt að mennt sé máttur. Það er því skýrt að menntunin sem ég hlýt í menntakerfinu eigi að vera stökkpallur minn út í lífið."
Meira
Eftir Ólaf Elíasson, Agnar Helgason, Jóhannes Þ. Skúlason og Torfa Þórhallsson: "Hvernig ætli landhelgisdeilurnar hefðu endað ef „mjúka leiðin“ hefði verið farin í samningum við Breta?"
Meira
Ágúst Sindri Karlsson fjallar um viðskipti Exeter Holdings: "Á síðustu dögum hefur Exeter Holdings ehf. verið í umræðunni. Greinin leiðréttir rangfærslur og leggur nýjar línur fyrir framtíð Byrs sparisjóðs."
Meira
Eftir Fannýju Gunnarsdóttur: "LANDSMENN hafa nú árum saman rætt fram og til baka um Ísland, Evrópubandalagið og upptöku evru. Sitt sýnist hverjum, ólíkir hagsmunir togast á en það er á engan hátt óeðlilegt þegar horft er til þeirra skuldbindinga sem fylgja."
Meira
EÐLILEGA brá mörgum, þegar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir nú í vikunni, að gera ætti hvort tveggja í senn að lækka laun opinberra starfsmanna og hækka skatta.
Meira
Eftir Ástu Hafberg Sigmundsdóttur: "STÆRSTA verkefnið fram undan er atvinnuleysið í landinu. Því miður er það svo að ekki er bara kreppa skollin á. Staðreyndin er sú að stjórnvöld hafa ekki verið með markvissa atvinnu-uppbyggingu á landsvísu."
Meira
Baldur Ágústsson kallar eftir svörum frá forsætisráðherra: "Kosning án nákvæmrar lýsingar á því neyðarástandi sem ríkir og valkosta í lausnum gerir lítið annað en festa valdaglaða menn og konur á þingi til fjögurra ára."
Meira
Guðlaugur G. Sverrisson skrifar um málefni Orkuveitu Reykjavíkur: "Íslenskir vísindamenn ásamt verk- og tæknifræðingum hafa náð einstökum árangri við að finna, meta og yrkja jarðhitasvæði á Íslandi."
Meira
Sóley Tómasdóttir | 15. apríl 2009 Heimafæðingar Í Hollandi eru konur hvattar til að fæða heima, ef móður og fóstri heilsast vel. Þar fer fólk nefnilega bara á spítala ef það veikist og þarf á lækningu að halda.
Meira
Björn Dagbjartsson fjallar um skattamál: "Hversu oft sem við segjumst vera á móti skattahækkunum eru þær að mínu viti algerlega óhjákvæmilegar núna. En það er ekki sama hvernig það er gert."
Meira
Þakklæti til þeirra sem fundu Brand ÉG vil koma á framfæri þakklæti til þess heiðursfólks sem fann köttinn minn, Brand, dáinn niðri í Tjarnargötu og fór með hann upp á dýraspítala til þess að finna út hver væri eigandinn.
Meira
Anna Andrésdóttir fæddist 21. desember 1919 að Bæ í Kjós. Hún lést á Landspítalanun við Hringbraut þann 8. apríl sl. Foreldrar hennar voru Andrés Ólafsson bóndi, f. 1868, d. 1931, og kona hans Ólöf Gestsdóttir, f. 1883, d. 1966.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 1180 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Björg Jónsdóttir fæddist á Rauðabergi á Mýrum þann 14. september 1922. Hún lést á Hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands Hornafirði þann 8. apríl s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Guðmundsdóttir húsmóðir, f. í Hoffelli 1.6. 1901, d.
MeiraKaupa minningabók
Björg Jónsdóttir fæddist á Rauðabergi á Mýrum þann 14. september 1922. Hún lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, Hornafirði, þann 8. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Guðmundsdóttir húsmóðir, f. í Hoffelli 1.6. 1901,...
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 744 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Eggert Þór Steinþórsson fæddist í Stykkishólmi 4. janúar 1945. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Eggert Þór Steinþórsson fæddist í Stykkishólmi 4. janúar 1945. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Steinþór Viggó Þorvarðarson og Halldóra Jónsdóttir, búsett í Stykkishólmi.
MeiraKaupa minningabók
Erlingur Ottósson (Albrektsen) fæddist í Borup á Sjálandi í Danmörku 12. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. apríl 2009. Foreldrar hans voru Inger Marie Albrektsen og Otto Anton Albrektsen.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 373 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Erlingur Ottósson (Albrektsen) fæddist í Borup á Sjálandi í Danmörku 12. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Frans Magnússon fæddist í Búdapest í Ungverjalandi 27. maí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magyar Ferenc og Magyar Emelia, þau eru bæði látin. Frans kom úr stórum systkinahóp, þau voru 11 talsins.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 1010 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Frans Magnússon fæddist í Búdapest í Ungverjalandi 27. maí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magyar Ferenc og Magyar Emelia, þau eru bæði látin. Frans kom úr stórum systkinahóp, þau voru 11 talsins.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Helga Högnadóttir fæddist 18.3. 1931 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún lést á Elliheimilinu Grund 9.4. 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Högni Eyjólfsson rafvirki, f. í Reykjavík 19. júní 1905, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Inga Torfhildur Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 28.6. 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 11. apríl sl. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson verkamaður í Reykjavík f. 30.9. 1874 á Arnarstöðum í Hraungerðishreppi, d. 25.3.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Jónsdóttir var fædd 31. mars 1914 í Tungukoti í Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 5. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Ósk Bjarnadóttir, fædd á Harastöðum, Breiðabólstaðarsókn, V-Hún., f. 7.11. 1875, d....
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 457 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Ingibjörg Jónsdóttir var fædd 31. mars 1914 í Tungukoti í Kirkjuhvammshreppi V- Húnavatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimilu Grund 5. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Ósk Bjarnadóttir, fædd á Harastöðum, Breiðabólstaðarsókn, V-Hún. 7.
MeiraKaupa minningabók
Ingólfur Guðbrandsson fæddist á Kirkjubæjarklaustri 6. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum 3. apríl sl. Foreldrar hans voru Guðrún Auðunsdóttir húsmóðir, f. 1895, d. 1973 og Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Prestbakka á Síðu, f. 1892, d. 1981.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 2334 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Ingólfur Guðbrandsson fæddist á Kirkjubæjarklaustri 6. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum 3. apríl sl. Foreldrar hans voru Guðrún Auðunsdóttir húsmóðir, f. 1895, d. 1973 og Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Prestbakka á Síðu, f. 1892, d. 1981.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Ögmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. ágúst 1925. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, f. 17.5. 1899, d. 16.3. 1992 og Ögmundur Ólafsson, f. 6.6. 1894, d. 29.9. 1995.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Helgi Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði, fæddist á Þambárvöllum í Bitrufirði, Strandasýslu, þann 11. desember 1913. Hann andaðist á Vífilsstöðum 5. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 2218 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Ólafur Helgi Kristjánsson, fyrrverandi skólasjóri Reykjaskóla í Hrútafirði, fæddist á Þambárvöllum í Bitrufirði, Strandasýslu þann 11. desember 1913. Hann andaðist á Vífilsstöðum 5. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 2269 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Æviágrip Sigurðar Þorleifssonar frá Karlsstöðum.
Sigurður Þorleifsson fæddist 18. nóvember 1930 að Fossgerði í Beruneshreppi og lést þann 5. apríl 2009 að heimili sínu Boðahlein 22 í Garðabæ.
MeiraKaupa minningabók
Sjöfn Jóhannsdóttir fæddist í Fremri- Langey á Breiðarfirði 25. október 1919. Hún lést á Sólvangi 6. apríl síðastliðinn. Sjöfn var dóttir Jóhanns Garðars Jóhannssonar, verkamanns og smiðs í Reykjavík, f. í Öxney á Breiðafirði 15.11. 1884, d. 21.2.
MeiraKaupa minningabók
Ævar Rögnvaldsson fæddist á Blönduósi 26. apríl 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. apríl sl. Foreldrar Ævars voru Helga Sigríður Valdimarsdóttir, f. 1913, og Rögnvaldur Sumarliðason, f. 1913, þau eru bæði látin.
MeiraKaupa minningabók
17. apríl 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 649 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Ævar Rögnvaldsson fæddist á Blönduósi 26. apríl 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. apríl sl. Foreldrar Ævars voru Helga Sigríður Valdimarsdóttir, f. 1913, og Rögnvaldur Sumarliðason, f. 1913, þau eru bæði látin.
MeiraKaupa minningabók
SAMSON, eignarhaldsfélagi Björgólfsfeðga, hefur ekki verið birt stefna vegna fimm milljarða skuldar við Nýja Kaupþing, að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, talsmanns Samson. Í Fréttablaðinu hinn 9.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HREIN eign lífeyrissjóðakerfisins til greiðslu lífeyris minnkaði um 1,4% í febrúar, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum, sem lífeyrissjóðirnir veita Seðlabankanum.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson t hordur@mbl.is KRÖFUHAFAR fasteignafélagsins Landic Property hf. hafa tekið yfir stjórn þess og vinna nú að endurskipulagningu ásamt stjórnendum félagsins.
Meira
Landic Property seldi finnskt fast eignasafn sitt og skrifaði undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum sínum skömmu áður en félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í gær.
Meira
SAMKVÆMT tölum vinnumálaráðuneytisins bandaríska um atvinnuleysi er það nú komið í 8,5%. Þegar horft er hins vegar til þeirra, sem hættir eru að leita sér að vinnu, eða hafa þurft að minnka við sig vinnu nemur atvinnuleysið 15,6%.
Meira
FULLNAÐARÚTGÁFU skýrslu Olivers Wymans um samhæft endurmat á Nýja Landsbankanum (NBI), Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka hefur enn ekki verið skilað inn til Fjármálaeftirlitsins (FME).
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÍSLENSKAR auglýsingastofur fóru í naflaskoðun í sínum rekstri í haust í kjölfar bankahrunsins þegar stórir auglýsendur hurfu af markaðnum.
Meira
Embætti sérstaks saksóknara er með nokkra tugi mála í sigtinu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins . Nokkrir hafa fengið réttarstöðu grunaðra en ekki fæst uppgefið hversu margir þeir eru.
Meira
Víðar er verðhjöðnun en í Bandaríkjunum. Nýlega hófst hin fornfræga árlega forsala á Bordeaux-vínum. Árgangurinn 2008 þykir sambærilegur við þá sem framleiddir voru 2006 og 2007, en þrátt fyrir það er hann seldur á mun lægra verði. St.
Meira
Það hefur aldrei tíðkast að Íslendingar sitji heima á kjördag. Einar Sigurðsson bóndi á Reykjarhóli orti fyrir rúmri öld um mann sem lét það henda sig: Keyptur var að kúra heima á kjörfundinn vildi'ei sveima, sjálfum sér til mæðu' og meins.
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Ef þú flytur í nýtt samfélag þá skaltu endilega ganga í kvenfélag því þá kynnist þú strax fólki á öllum aldri og af breiðum þjóðfélagsgrunni.
Meira
Í HEIMI hárgreiðslunnar er allt leyfilegt. Sérstaklega þegar um sýningar fyrir framan áhorfendur er að ræða. Þá ganga hárgreiðsluhönnuðir oft lengra en þeir myndu gera á stofunum sínum. Hártískusýning fór nýverið fram í Rúmeníu.
Meira
Cindy og Craig Corrie eru nú stödd hér á landi til að sjá íslenska uppfærslu leikritsins Ég heiti Rachel Corrie sem fjallar um líf dóttur þeirra sem lést voveiflega fyrir sex árum á Gazasvæðinu.
Meira
GERÐUR Steinþórsdóttir er 65 ára í dag og er í tilefni dagsins boðið í mat hjá frænku sinni Guðrúnu Eggertsdóttur: „Við erum systradætur.“ Hún hyggur einnig á að hitta sína nánustu á kaffihúsi.
Meira
Víkverji sá á dögunum kvikmyndina um Baader Meinhof hryðjuverkahópinn þýzka. Margt var þar vel gert og gaf að mati Víkverja nokkuð glögga mynd af raunveruleikanum.
Meira
17. apríl 1298 Árni Þorláksson biskup lést, 61 árs. Hann var Skálholtsbiskup frá 1269 og átti í deilum við leikmenn (staðamál). Árni setti fram kristnirétt sem við hann er kenndur. 17.
Meira
HEIMAMAÐURINN Andri Steindórsson varð Íslandsmeistari í sprettgöngu á fyrsta degi Skíðamóts Íslands á Akureyri í gær, eftir mjög harða keppni við Sævar Birgisson frá Ísafirði. Í kvennaflokki sigraði gullstúlkan Elsa Guðrún Jónsdóttir úr Ólafsfirði.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ELVAR Erlingsson er hættur að þjálfa karlalið FH í handknattleik en hann hefur stýrt Hafnarfjarðarliðinu undanfarin tvö ár. Liðið vann 1.
Meira
ÞÓRIR Hergeirsson var í gær ráðinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Marit Breivik frá árinu 2001. Þar með eru tveir íslenskir þjálfarar við störf sem landsliðsþjálfarar erlendis.
Meira
Arnar Grétarsson , fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks , hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir komandi keppnistímabil. Hann mun jafnframt leika áfram með liðinu.
Meira
KEVIN Garnett er einn af lykilmönnum í meistaraliði Boston Celtics í NBA-deildinni en hann hefur misst af rúmlega 20 leikjum á lokaspretti deildarinnar vegna hnémeiðsla.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í lokaumferðinni: Phoenix – Golden State 117:113 Portland – Denver 104:76 LA Clippers – Oklahoma City 85:126 Orlando – Charlotte 98:73 San Antonio – New Orleans 105:98 *Eftir...
Meira
NBA-deildakeppninni í körfuknattleik lauk í fyrrinótt með fjórtán leikjum og þar varð endanlega ljóst hvaða lið myndu mætast í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Meira
„ÉG ætla að gefa ökklanum eina til tvær vikur til viðbótar. Ef hann batnar ekki við meðferð á þeim tíma verður sennilega ekki komist hjá aðgerð,“ segir Sturla Ásgeirsson, handknattleiksmaður hjá þýska 2.
Meira
BIKARMEISTARAR Vals voru svo sannarlega klárir í slaginn þegar úrslitakeppnin hófst í gær. Þeir voru á tánum frá fyrstu mínútu á meðan leikmönnum HK brast þor og kjarkur þar sem reynslumenn brugðust í sókninni.
Meira
Einn af ríkustu mönnum veraldar sem og bílaáhugamaður, Bill Gates stofnandi Microsoft, hefur sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á frumlegri vélarhönnun eða rafsegultækni sem nýtir hreyfingar á vélarstimpli til að breyta vélrænu afli í rafrænt, fram og...
Meira
Bílaiðnaðurinn í Evrópu hefur átt undir högg að sækja vegna heimskreppunnar. Það er þó ekki mikið miðað við hvað hann á í vændum, ef marka má nýja skýrslu ACEA, samtaka evrópskra bílsmiða.
Meira
Mbl.is/Bílar: Spurt og svarað nr. 134 Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Olíuleki í Pajero 3.2 DID Spurt: Er að vandræðast með kælikerfið í Pajero árg. 2001 með 3.2 DID-vélinni (með forðagrein). Smurolía fer út í kælivökvann.
Meira
Kappakstur verður í fyrirrúmi í þriðja móti formúlu-1 sem fram fer í Sjanghæ í Kína um helgina. Lokið er þrætumáli um loftdreifi keppnisbíla þriggja liða, Brawn, Toyota og Williams.
Meira
Peugeot hefur lengið höfðað til jaðarhópa með furðulegum hugmyndum og nú virðist sem fyrirtækið hafi farið skrefi lengra með eins manns hylki fyrir ævintýrafólk. Þetta er torfærutæki með svipaða eiginleika og fjórhjól en yfirbyggt.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.