Greinar mánudaginn 29. júní 2009

Fréttir

29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð

25% munur á krónugengi

HÆGT er á ný að kaupa og selja íslenskar krónur á flugvöllum í Bretlandi. Að sögn vefsíðunnar IceNews ætti að forðast að skipta við gjaldeyrisborð þar því mikill munur er á kaup- og sölugengi. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Baldur Jónsson prófessor

Baldur Jónsson prófessor og málfræðingur lést í gær í Reykjavík eftir fremur skammvinn veikindi. Baldur fæddist 20. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Barist við straum í blíðskaparveðri

HINN árlegi Tungufljótsróður Kayakklúbbsins fór fram um helgina. Sextán ræðarar tóku þátt að þessu sinni og var keppt í fjórum riðlum. Ragnar Karl Gústafsson sigraði, Aðalsteinn Möller lenti í öðru sæti og Thomas Altmann í því þriðja. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 74 orð

Bílvelta varð á Þingvallavegi

ÖKUMAÐUR kastaðist út úr bíl sínum eftir bílveltu á Þingvallavegi á Mosfellsheiði í gær. Slysið varð skammt vestur af Gljúfrasteini á sjöunda tímanum. Ökumaðurinn virtist ekki hafa verið í bílbelti og kastaðist því út úr bílnum. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Brák er og var mikil fyrir sér

ÞORGERÐUR brák var ambátt Skallagríms og fóstra Egils. Hún var mikil fyrir sér, sterk sem karl og fjölkunnug mjög. Skallagrímur reiddist henni ákaflega er hún varði son hans í deilum þeirra feðga. Meira
29. júní 2009 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Einn sá ljótasti

FRÖKEN Ellie keppti á dögunum um titilinn Heimsins ljótasti hundur og vann til verðlauna í flokki hunda af göfugum ættum. Ellie litla, sem er blind og orðin 15 ára gömul, er hárlaus kínverskur faxhundur. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 417 orð | 2 myndir

Ekki auðvelt að ná Al-Thani

Stjórnvöld í Katar taka sjálfstæða afstöðu til beiðni embættis sérstaks saksóknara um vitnisburð sjeiks Al-Thanis en hann er bróðir valdamesta manns landsins. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð

Eldur í jarðgöngum

ÓTTAST er að allt að fimm manns hafi látið lífið eftir að tveir bílar rákust saman í jarðgöngum undir Eiksund á Sunnmøre í Noregi í gærkvöldi. Eldur kviknaði í bílunum í kjölfarið og segir lögregla að enginn hafi komist lífs af. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Fjórfaldur Íslandsmeistari

VALDIMAR Bergstað úr hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík, sigraði um helgina í fimmgangi og gæðingaskeiði á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum, á hestinum Orion frá Lækjarbotnum. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 162 orð

Forgangur til lendingar vegna bilunar

FLUGVÉL Iceland Express frá Billund fékk forgang til lendingar á öðrum tímanum í fyrrinótt vegna gruns um bilun í bremsukerfi vélarinnar. Lendingin gekk áfallalaust fyrir sig samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn og engan sakaði. Meira
29. júní 2009 | Erlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Forseti Hondúras sendur í útlegð við valdarán hersins

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ hefur gagnrýnt harðlega valdarán hersins í Hondúras og hvatt til þess að innanríkisdeilur verði leystar á yfirvegaðan hátt. Stuðningsmenn forsetans, Manuels Zelaya, fóru út á götur og mótmæltu í nágrenni forsetahallarinnar í gær. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 545 orð | 3 myndir

Gífurlegt afl liggur ónýtt í fallvatninu

Hægt er að þrefalda núverandi raforkuframleiðslu með vatnsafli. Svigrúmið til að auka framleiðsluna er mest í Asíu þar sem rúmur fimmtungur mögulegs vatnsafls hefur verið nýttur. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 521 orð | 2 myndir

Göngin framar í röðinni en tvöföldun þjóðvega

Þar sem grunnvinnu vegna jarðganga og samgöngumiðstöðvar er lokið hafa þau verkefni forgang. Framlög til samgöngumála verða skorin niður um átta milljarða króna á næsta ári. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Handarbrotnaði og lunga féll saman við fall í sprungu

UNGI pilturinn sem lenti ofan í sprungu í Geitlandsjökli á laugardag handarbrotnaði í slysinu og lunga féll saman. Hann liggur enn á sjúkrahúsi en er að jafna sig. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Handtekinn eftir áflog í Garði

KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í fyrrinótt eftir að lögreglu tókst að stöðva slagsmál. Maðurinn hafði þá sparkað í mann er lá í jörðinni. Atburðurinn átti sér stað á Sólseturshátíðinni í Garði. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 134 orð

Hundeigandi vanrækti hund sinn og réðst á lögreglu

LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók á laugardag karlmann sem hafði veist að lögreglumönnum eftir að þeir tóku hund úr hans vörslu. Eigandinn hafði farið í útilegu á föstudag og skilið hundinn eftir í bílskúr í Reykjanesbæ. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Hægara sagt en gert að yfirheyra sjeikinn Al-Thani

STJÓRNVÖLD í Katar munu taka sjálfstæða afstöðu til beiðni embættis sérstaks saksóknara um vitnisburð sjeiks Mohameds Bin Khalifa Al-Thanis í tengslum við rannsókn á kaupum á hlutabréfum hans í Kaupþingi fyrir bankahrunið. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 298 orð | 2 myndir

Kannast ekki við breytingar á frumvarpi til neyðarlaga

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ENGAR breytingar voru gerðar frumvarpi til neyðarlaga hvað varðar skilanefndirnar. Það að Seðlabankinn hafi verið strikaður út og FME sett í staðinn er einfaldlega rangt,“ segir Björgvin G. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Leggur jafna rækt við sál og líkama

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is HAFNFIRÐINGURINN Kristján Ómar Björnsson dúxaði á dögunum í einkaþjálfaranámi Keilis og kom það kannski ekki á óvart miðað við feril hans hingað til. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Leitar leiða til að stórbæta orkuvinnslu sólarsellna

„ÉG er að reyna nýjar aðferðir við að auka nýtingu sólarljóss,“ segir Róbert Magnússon, heiðursprófessor við University of Texas, en hann vinnur nú að því að auka orkunýtni sólarsellna um tugi prósenta. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 212 orð

Lífeyrissjóðir setja 100 milljarða í framkvæmdir

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru tilbúnir að setja 90-100 milljarða króna í fjármögnun opinberra framkvæmda á næstu fjórum árum, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóða. Meira
29. júní 2009 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Merkel vill lækka skattana

„VIÐ höfum kraftinn til að leiða landið okkar út úr kreppunni, sem er sú dýpsta sem Sambandsríkið hefur litið. Meira
29. júní 2009 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Mótmæli, handtökur og táragas í Teheran

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞÚSUNDUM mótmælenda lenti saman við óeirðalögreglu á götum Teheran, höfuðborgar Írans, í gær og hrópaði fjöldi þeirra: „Hvar er atkvæðið mitt? Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 606 orð | 2 myndir

Murrað á markaðinn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is NÝ verksmiðja er farin að mala í Súðavík. Framleiðslan er kattamatur sem ber viðeigandi heiti, Murr, eftir mali neytendanna. Meira
29. júní 2009 | Erlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Óttast óeirðir í Hondúras

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞINGIÐ í Hondúras útnefndi í gær Roberto Micheletti, forseta þingsins, nýjan forseta landsins eftir að Hæstiréttur hafði fyrirskipað að forsetinn, Manuel Zelaya, yrði sendur í útlegð. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 81 orð

Pirringur á Eyrarbakka og Hvolsvelli

MIKIL ölvun var í umdæmi Selfosslögreglu í fyrrinótt. Slagsmál brutust m.a. út á Eyrarbakka og Hvolsvelli og gistu tveir fangaklefa á Selfossi vegna þeirra en einn á Hvolsvelli. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 681 orð | 3 myndir

Prófessorsstaðan mikill heiður

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Orkunýtni venjulegrar sólarsellu er yfirleitt á bilinu 7-20%. Heimsmetið er um 40% en þá eru á ferð mjög flóknar sellur með 10 þunnflögum eða svo. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 46 orð

Röng mynd í grein í Morgunblaðinu

RÖNG mynd var birt með „Agnes segir“ á bls. 10 í Morgunblaðinu í gær. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Skipulag vegna virkjana verði staðfest

SVEITARSTJÓRN Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur ekki að fram hafi komið neinar upplýsingar á íbúafundi sem leiði til þess að taka þurfi upp ákvarðanir um breytingar á aðalskipulagi. Skipulaginu var breytt til að koma fyrir virkjunum í Þjórsá. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Styrkja rannsókn á sögu Dana á Íslandi

AUÐUR Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, fékk í gær 1,7 milljóna króna styrk til að rannsaka sögu Dana á Íslandi á fyrstu sex áratugum síðustu aldar. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Styrktarhátíð Eiðs Smára í Grindavík

EIÐUR Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona, gekkst í gær fyrir styrktarhátíð fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur í úrvalsdeild karla. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Sænskir bankar velja Applicon

APPLICON í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja, hefur gert samning við tvo af stærri bönkum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea, um innleiðingu á hugbúnaðinum Calypso sem var þróaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng

ÞUNG umferð og tilheyrandi umferðartafir voru á Suðurlandsvegi í átt að höfuðborgarsvæðinu allt frá því snemma síðdegis í gær og fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Umferð var einnig þung á Vesturlandsvegi en tafir voru ekki nándar eins miklar. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Um Mars í máli og myndum

Í DAG fer af stað alþjóðlegur sumarskóli í stjörnulíffræði á vegum NASA, NordForsk, Háskólans á Hawaii og Háskóla Íslands. Við skólann, sem ber heitið ,,Vatn, ís og uppruni lífs í alheimi“, kenna ýmsir af fremstu vísindamönnum heims á þessu sviði. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Umsókn berist hið fyrsta

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is BEATRICE Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá Íslendingum verði að berast eins fljótt og auðið er vilji þeir leita aðstoðar Svía í umsóknarferlinu. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 703 orð | 3 myndir

Umsóknin þarf að berast fljótt

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „SVÍAR eru jákvæðir gagnvart umsókn að Evrópusambandinu frá Íslandi. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 616 orð | 2 myndir

Veiðarnar ekki atvinnuskapandi

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Vilja ekki tjá sig um póstinn

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Þyrla lenti á kirkjuplani

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti á bílastæði kirkjunnar í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Að sögn talsmanns Gæslunnar tafðist þyrlan við vegaeftirlit og vegna slæms skyggnis yfir Hellisheiðina var ákveðið að lenda á bílastæði kirkjunnar um stund. Meira
29. júní 2009 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Öryggi á hafi í hættu

HJALTI Sæmundsson, aðalvarðstjóri á Vaktstöð siglinga, segir að strandveiðar muni hafa í för með sér mikið álag á hans fólk. Í stað þess að fjölga vaktmönnum þar sé fyrirhugað að fækka fólki. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 2009 | Leiðarar | 260 orð

Bæjarfulltrúar axli ábyrgð

Vandséð er hvernig bæjarfulltrúarnir í Kópavogi, þeir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, ætla að snúa sig út úr fullri þátttöku sinni í ákvörðunum um lánveitingar frá Lífeyrissjóði... Meira
29. júní 2009 | Staksteinar | 206 orð | 1 mynd

Í sárum eftir „pappírsgóðærið“

Skipaviðgerðir færast heim er fyrirsögn á frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær. Þar er rætt við Hilmar Kristinsson, verkstjóra hjá Stálsmiðjunni. Meira
29. júní 2009 | Leiðarar | 271 orð

Viðskipti í almannaþágu

Heilbrigðisráðherra getur verið maður röggsamur. Honum er hins vegar líka lagið að tefja mál og reyna að drepa þeim á dreif, hugnist honum ekki hvert þau stefna. Meira

Menning

29. júní 2009 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Danskur kór í Akureyrarkirkju

Á MORGUN heldur danskur kór úr Vor Frelsers-kirkju í Álaborg tónleika í Akureyrarkirkju. Það er danski organistinn Solveig Brandt Særkjær sem stjórnar. Kórinn er skipaður átta metnaðarfullum söngvurum sem syngja við allar guðsþjónustur safnaðarins. Meira
29. júní 2009 | Menningarlíf | 116 orð

Deilt um óperuhús

FYRIRÆTLANIR The Royal Opera House í Bretlandi um að byggja útibú í Manchester eru nú í uppnámi. Óperan hefur verið í viðræðum við umsjónarmenn hinnar nýbyggðu Manchester Palace Theater um að koma starfsemi sinni þar inn. Meira
29. júní 2009 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Farrah færð til hinstu hvílu

ÚTFÖR leikkonunnar Farrah Fawcett sem lést á fimmtudaginn fer fram á morgun í Los Angeles og verður lokuð almenningi. Meira
29. júní 2009 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Flett ofan af bullinu

Á Skjá einum eru menn ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að fylla skarðið sem myndaðist þegar Jay Leno kvaddi. Skemmtilegir náungar eru nú komnir i stað Leno, Penn og Teller, sem koma víða við í umfjöllun sinni. Meira
29. júní 2009 | Kvikmyndir | 653 orð | 10 myndir

Flottustu klíkur kvikmyndasögunnar

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is AÐ TILHEYRA einhverjum hópi er hverjum manni mikilvægt. Meira
29. júní 2009 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Föðurlandið í Sjóræningjahúsinu

TÓNLEIKAFERÐALAGIÐ Hver á sér fegra föðurland heldur áfram í dag með tónleikum í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Þar munu hljómsveitin Árstíðir og trúbadúrarnir Helgi Valur og Svavar Knútur leika lög úr söngbókum sínum. Meira
29. júní 2009 | Tónlist | 192 orð | 10 myndir

Glastonbury lauk í gærkvöldi

GLASTONBURY-tónleikahátíðinni lauk í gær en það voru tónleikar „yfirmannsins“ Bruce Springsteen á laugardagskvöldið sem vöktu hvað mesta lukku. Þetta er í fyrsta skipti sem bandaríski rokkarinn kemur fram á tónleikahátíð í Bretlandi. Meira
29. júní 2009 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Havel gerir bíómynd

VACLAV Havel, fyrrum forseti Tékklands, hefur einbeitt sér að daðri við listagyðjuna eftir að störfum fyrir þjóð hans lauk. Hann var fyrsti forseti landsins eftir fall kommúnismans. Meira
29. júní 2009 | Tónlist | 321 orð | 2 myndir

Krútt hittir Peaches

Brak hljómplötur halda áfram gróskumikilli útgáfu með plötunni Rokk og róleg lög með DJ flugvél og geimskip, sem er þó ekki plötusnúður heldur listamannsnafn Steinunnar Harðardóttur. Meira
29. júní 2009 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Listamörk brotin niður

LISTAMAÐURINN Torfi Fannar Gunnarsson opnar aðra einkasýningu sína í Hugmyndahúsi háskólanna við Grandagarð á morgun, þar sem Saltfélagið var áður. Meira
29. júní 2009 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Megan særir ungan aðdáanda

UNGUR aðdáandi Megan Fox er miður sín eftir að hafa misst tvisvar af tækifæri til þess að hitta stjörnuna. Meira
29. júní 2009 | Tónlist | 397 orð | 2 myndir

Söngbók þjóðarinnar

Verk eftir Gunnar Þórðarson. Söngvarar: Dísella Lárusdóttir, Kristján Kristjánsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll Rósinkranz, Margrét Eir Hjartardóttir, Ragnar Bjarnason og Svavar Knútur Kristinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Benjamins Pope. Föstudaginn 25. júní kl. 19.30. Meira
29. júní 2009 | Tónlist | 391 orð | 2 myndir

Tónlistarsetur fyrir ungt fólk

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Tónlistarsetur hefur verið sett á stofn á Stokkalæk að frumkvæði hjónanna Ingu Ástu og Péturs Hafstein. Meira

Umræðan

29. júní 2009 | Pistlar | 485 orð | 1 mynd

Ástir og harmur togast á

Eftir Pétur Blöndal: "Konungsbók Arnaldar Indriðasonar er áminning um hvaða verðmæti eru Íslendingum dýrust – skrifuð þegar lífsgæðakapphlaupið stóð sem hæst. Lífið er lagt að veði fyrir nokkrar rifur úr Konungsbók; pappíra sem ekki missa verðgildi sitt á þúsund árum." Meira
29. júní 2009 | Aðsent efni | 180 orð

„Lektor í bóndabeygju“

ÞAÐ ER hlutverk fjölmiðla að halda uppi upplýstri og gagnrýninni umræðu byggðri á staðreyndum og þekkingu. Meira
29. júní 2009 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Er framhaldsskólinn fyrir alla nemendur?

Eftir Oddnýju Sturludóttir: "Hvernig mældu samræmdu prófin skapandi þætti, félagslegan styrk nemandans og frumkvæði?" Meira
29. júní 2009 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Hárrétt forgangsröðun

Eftir Þröst Ólafsson: "Rekstrarfé til skóla skerðist ekkert vegna byggingar tónlistarhússins og myndi ekkert aukast þótt byggingunni yrði frestað." Meira
29. júní 2009 | Aðsent efni | 805 orð | 1 mynd

Hvers konar skólakerfi?

Eftir Bryndísi Schram: "Er líkt komið fyrir skólakerfinu og efnahagskerfinu?" Meira
29. júní 2009 | Aðsent efni | 461 orð

Vanþekking eða áhugaleysi?

Í SL. viku var tilkynnt að forsætisráðherra hafi skipað nýtt Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk skv. Meira
29. júní 2009 | Velvakandi | 385 orð | 1 mynd

Velvakandi

Hamingjuleit í hamrandi einelti einverunnar Í MORGUNBLAÐINU á dögunum var grein frá manni sem lýsti sínum langvarandi vanda út af einelti sem leiddi fljótlega til félagslegrar einangrunar. Meira
29. júní 2009 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Þér hafið brugðist vonum vorum

Eftir Grétar H. Óskarsson: "Kjörnir forystumenn Sjálfstæðisflokksins síðustu fjölmörg ár: Þér hafið brugðist vonum vorum." Meira

Minningargreinar

29. júní 2009 | Minningargreinar | 2954 orð | 1 mynd

Birkir Rúnar Sigurhjartarson

Birkir Rúnar Sigurhjartarson fæddist á Akureyri 2. nóvember 1974. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 13. júní 2009 og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 24. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2009 | Minningargrein á mbl.is | 697 orð | 1 mynd | ókeypis

Fanney Magnúsdóttir

Fanney Magnúsdóttir fæddist 7. október 1924 í Miðhúsum í Naustahvammi á Norðfirði og ólst þar upp. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 22. júní 2009. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson frá Fannadal, f. 18. maí 1890, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2009 | Minningargreinar | 5702 orð | 1 mynd

Guðmundur Halldór Atlason

Guðmundur Halldór Atlason fæddist í Reykjavík 2. janúar 1958. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sif Áslaug Johnsen húsmóðir, f. 25. ágúst 1926, d. 12. maí 2006 og Atli Helgason skipstjóri, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1653 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðmundur Halldór Atlason

Guðmundur Halldór Atlason fæddist í Reykjavík 2. janúar 1958. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sif Áslaug Johnsen, húsmóðir, f.25.ágúst 1926, d.12.maí 2006 og Atli Helgason, skipstjóri, f.7. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2009 | Minningargreinar | 713 orð | 1 mynd

Lýdía Bergmann Þórhallsdóttir

Lýdia Bergmann Þórhallsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1921. Hún lést á Landakotsspítala 18. júní 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Bergmann Magnúsdóttir frá Fuglavík á Miðnesi, f. 1. mars 1892, d. 23. sept. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2009 | Minningargreinar | 2479 orð | 1 mynd

Reynir Bergmann Pálsson

Reynir Bergmann Pálsson fæddist í Austurhlíð í Blöndudal 16. janúar 1929. Hann andaðist á Landspítalanum 21. júní 2009. Foreldrar hans voru Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24. apríl 1899, d. 26. júní 1988 og Páll Sigurðsson, f. 4. apríl 1880, d. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Seðlabankastjóri í kröppum dansi

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is NEFNDARMENN í aðaleftirlitsnefnd Bandaríkjaþings (e. House Oversight Committee) þjörmuðu mjög að Ben Bernanke seðlabankastjóra þegar hann sat fyrir svörum nefndarinnar í síðustu viku. Meira
29. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 484 orð | 2 myndir

Sjóvá í níu löndum

Sjóvá seldi íslensk hlutabréf og hóf að fjárfesta í fasteignum um víða veröld. Nokkur óvissa er um þróunarverkefni en leigueignir eru í góðri útleigu. Meira

Daglegt líf

29. júní 2009 | Daglegt líf | 1007 orð | 2 myndir

Úr tónlistinni í fótboltann

Áhugamálin hans hafa alla tíð verið tónlist, íþróttir og mannslíkaminn og hann hefur lagt rækt við allt þrennt. Er með meistaragráðu í tónlistarfræðum, stundar knattspyrnuþjálfun og leggur mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl. Meira

Fastir þættir

29. júní 2009 | Fastir þættir | 164 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Að segja sögu. Norður &spade;ÁK5 &heart;85 ⋄ÁDG76 &klubs;G74 Vestur Austur &spade;3 &spade;D4 &heart;K974 &heart;DG1063 ⋄1093 ⋄8542 &klubs;ÁKD52 &klubs;106 Suður &spade;G1098762 &heart;Á2 ⋄K &klubs;983 Suður spilar 4&spade;. Meira
29. júní 2009 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Einkalæknir Jackson yfirheyrður í þrjá tíma

LÖGREGLAN í Los Angeles yfirheyrði einkalækni Michaels Jackson í fyrradag en hann var vitni að dauða poppkóngsins. Lögreglan segir hann þó ekki vera grunaðan um neinn glæp heldur hafi vantað upplýsingar við frekari rannsókn málsins. Meira
29. júní 2009 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

,,Grilla eitthvað gott“

,,ÉG er nýbúinn að gera svo fínt í bílskúrnum að mig dreymir um að fá borðtennisborð í afmælisgjöf,“ segir Viggó. ,,Ef konan gefur mér það ekki getur verið að ég kaupi það bara sjálfur. Annars er konan mjög nösk á að finna eitthvað fallegt. Meira
29. júní 2009 | Í dag | 18 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Dagný Garðarsdóttir og María Halldórsdóttir frá Akranesi héldu tombólu og söfnuðu 4.000 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra... Meira
29. júní 2009 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Eyrún Embla og Anton Bragi Andrabörn og Rakel Ösp Gylfadóttir héldu tombólu í Mosfellsbænum og söfnuðu 3.100 kr. og færðu Rauða krossinum... Meira
29. júní 2009 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur...

Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. Meira
29. júní 2009 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. a4 d6 8. a5 Rf6 9. O-O O-O 10. Rc3 e5 11. Be3 Be6 12. Rd5 Rc6 13. c4 Rd7 14. Dd2 Rc5 15. Bc2 Bxd5 16. exd5 Rxb3 17. Bxb3 Rd4 18. Ba4 b6 19. Bxd4 exd4 20. Dxd4 bxa5 21. Hae1 Bf6 22. Meira
29. júní 2009 | Fastir þættir | 298 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er himinlifandi með þjónustuna sem hann fékk í reiðhjólaversluninni Markinu í Ármúla nýlega. Víkverji keypti sér forláta hjól þar fyrir rúmu ári og hefur fengið afbragðsþjónustu upp frá því. Meira
29. júní 2009 | Í dag | 71 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

29. júní 1944 Leyndardómar Snæfellsjökuls, skáldsaga Jules Verne, kom út í íslenskri þýðingu, einni öld eftir að hún var samin. 29. júní 1980 Vigdís Finnbogadóttir, 50 ára leikhússtjóri, var kjörin forseti Íslands. Meira

Íþróttir

29. júní 2009 | Íþróttir | 943 orð | 4 myndir

„Ég er alls ekki hættur að skora“

Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is ÞAÐ vantaði svo sem ekki baráttuna þegar Keflavíkingar komu í heimsókn til Grindavíkur í gærkvöldi. Það vantaði frekar að menn hefðu sjálfstraust til að ljúka sóknum, sem voru margar ágætar, með skoti á markið. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

„Við náðum að sýna styrk eftir magalendinguna í síðustu umferð“

„ÞETTA var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur og ég er ánægður með að við skyldum ná að sýna styrk eftir magalendingu í Breiðholtinu í síðustu umferð,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Selfyssinga, eftir að lið hans hafði lagt... Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 220 orð

Blakarar fengu brons á EM smáþjóða í Lúxemborg

ÍSLENSKA karlalandsliðið endaði í þriðja sæti á Evrópumóti smáþjóða í blaki sem lauk í Lúxemborg um helgina. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Brasilía meistari

BRASILÍUMENN urðu í gærkvöldi Álfumeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Bandaríkjamann 3:2 í úrslitaleik þar sem Bandaríkin komust í 2:0 í fyrri hálfleik. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 1289 orð | 6 myndir

FH allt of gott fyrir ÍBV

Eftir Júlíus G. Ingason sport@mbl.is ÍBV reyndist lítil hindrun fyrir Íslandsmeistara FH sem unnu sinn níunda sigur í efstu deild þegar þeir lögðu Eyjamenn á Hásteinsvelli í gær. Lokatölur urðu 3:0 og var sigur Hafnfirðinga mjög sannfærandi. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 1267 orð | 5 myndir

Fimmta tap Fjölnis í röð

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is RÓÐUR Fjölnismanna í Pepsi-deild karla þyngist enn eftir að botnliðið tapaði jöfnum leik gegn Fram í Grafarvoginum í gærkvöldi. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 444 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sagt var frá því um helgina að Manchester City hafi rætt við kamerúnska landsliðsmanninn Samuel Eto'o , en sá er á mála hjá Barcelona . Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 295 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þóra Björg Helgadóttir og samherjar í Kolbotn héldu áfram sigurgöngunni í norsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þær burstuðu botnliðið Fortuna Ålesund , 8:1, og eru áfram á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Röa sem vann Sandviken , 2:1. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Björn Þór Hilmarsson, kylfingur úr GR , byrjaði mjög vel á Urriðavelli í gær því hann gerði sér lítið fyrir og fékk örn á fyrstu holuna, sem er par fjórir. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Fram spilar á gervigrasi í Englandi

FRAMARAR spila á gervigrasi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA þegar þeir sækja velska liðið The New Saints heim hinn 9. júlí. Splunkunýr leikvangur velska liðsins, Park Hall, er lagður gervigrasi. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 1324 orð | 5 myndir

Fylkismenn unnu stríðið á Valbjarnarvellinum

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is LEIKUR Þróttar og Fylkis minnti á tíðum frekar á stríð en fótboltaleik þegar liðin mættust á Valbjarnarvelli í gær í níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 19 orð

í kvöld KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Kópavogsvöllur...

í kvöld KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur 18 Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: KR-völlur: KR – Breiðablik... Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 193 orð

Magnús og Signý efst á mótaröðinni

EFTIR þrjú mót á Íslensku mótaröðinni í golfi er staðan nokkuð jöfn, bæði hjá körlum og konum, en fjórða mótið verður Íslandsmótið í höggleik sem hefst á Grafarholtsvelli 23. júlí. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Mike Riley kvaddi í Eyjum

MIKE Riley, einn kunnasti knattspyrnudómari Englendinga, mætti annað árið í röð á Shell-mót 6. flokks drengja í Vestmannaeyjum og dæmdi úrslitaleikinn á laugardaginn. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 808 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 9. umferð: ÍBV – FH 0:3 Þróttur...

Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 9. umferð: ÍBV – FH 0:3 Þróttur R. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 705 orð | 2 myndir

Tveir sigrar

SIGNÝ Arnórsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, sigraði með eins höggs mun á þriðja mótinu á íslensku mótaröðinni í golfi sem fram fór á Urriðavelli um helgina. Signý lék holurnar 36 á einu höggi undir pari en Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR lék á parinu, 142 höggum. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Tvö met eru í sigti Jóhönnu

JÓHANNA Ingadóttir úr ÍR hjó nærri Íslandsmeti Sunnu Gestsdóttur í langstökki kvenna á Gautaborgarleikunum á laugardaginn. Jóhanna stökk 6,16 metra og sigraði í langstökkskeppninni. Í gær gerði hún sér lítið fyrir og sigraði líka í þrístökkskeppni mótsins og stökk þar 12,84 metra. Meira
29. júní 2009 | Íþróttir | 646 orð | 2 myndir

Vallarstjórinn fór á kostum á Urriðavelli

ÞAÐ má með sanni segja að vallarstjórinn á Bakkakotsvelli hafi kunnað vel við sig á Urriðavelli um helgina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.