Greinar mánudaginn 7. september 2009

Fréttir

7. september 2009 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Akandi viku fyrir gangandi í miðborginni

GÓÐ stemning var á Laugaveginum á laugardag þegar gatan var lokuð fyrir akandi umferð og hún látin gangandi vegfarendum eftir. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 50 orð

Á hraðferð um íbúðargötu

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði ökumann sem mældist á 82 km hraða í íbúðargötu í bænum, en hámarkshraðinn í götunni er 30 km á klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum og má búast við hárri sekt. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Á Vestfjörðum tengist allt hafinu

FJÓRÐUNGSSAMBAND Vestfirðinga leggur áherslu á hafið í tengslum við mótun framtíðarsýnar og sóknaráætlunar fyrir Vestfirði. Þetta er meginniðurstaða 54. fjórðungsþings Vestfirðinga, sem lauk síðastliðinn laugardag. Meira
7. september 2009 | Erlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

BEÐIÐ FYRIR FRIÐI Í HEIMINUM

KONUR úr röðum fylgismanna jainisma á Indlandi taka þátt í bænasamkomu í Gandhinagar í vestanverðu landinu. Á samkomunni báðu þúsundir manna fyrir friði í heiminum. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Bestur í Svíþjóð

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is ÍSLENDINGURINN Pálmar Hreinsson landaði Svíþjóðarmeistaratitli í crossfitness á móti í Stokkhólmi á laugardag. Keppendur voru nær þrjátíu, allir sænskir utan sigurvegarinn íslenski. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 63 orð

Bíll valt í Arnarfirði

BÍLL valt í Arnarfirði síðdegis í gær. Erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu með minniháttar meiðsl en voru þó fluttir á sjúkrahús til frekara eftirlits. Þetta er þriðja bílveltan í firðinum á um hálfs mánaðar tímabili. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 30 orð

Borgarahreyfingin efnir til landsfundar

LANDSFUNDUR Borgarahreyfingarinnar verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 12. september. Fundurinn hefst klukkan níu og á dagskrá verður meðal annars aðalfundur, lagabreytingar, kjör í stjórn hreyfingarinnar og World... Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 484 orð | 2 myndir

Bragðast kindin betur beint frá bónda?

Sala á kindakjöti kann að hafa dregist saman. Þeir bændur sem selja kjöt sitt beint frá býli eru þó bjartsýnir og gera ráð fyrir svipaðri sölu og í fyrra. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 282 orð | 2 myndir

Bæjarstjóri dansaði inn hátíðardagskrá

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Segja má að Árni Sigfússon bæjarstjóri hafi dansað inn Ljósanótt þegar hann flutti ávarp við upphaf hátíðardagskrár á aðaldegi ljósahátíðar á laugardag. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans

NAFN Landsbankans verður um ókomna tíð tengt við hryðjuverkalög. Því verður erfitt fyrir Nýja Landsbankann að starfa undir því vörumerki. Jón Hákon Magnússon, eigandi og framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, segir að bankinn þurfi að byrja upp á nýtt. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Félög sem keyptu skuldsettar eignir vel möguleg

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is EKKERT kemur í veg fyrir að hugmyndir Starfsgreinasambandsins um fasteignafélög, sem tækju yfir skuldsettar íbúðir og leigðu þær áfram til fyrri eigenda, verði að veruleika. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Fleiri styrkir fyrir landsbyggð en höfuðborg

HJÁ Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru talsvert fleiri styrkir í boði fyrir þá frumkvöðla sem búa á landsbyggðinni þó að áhuginn sé meiri á höfuðborgarsvæðinu vegna atvinnuleysis, en mikil gróska hefur undanfarið verið í hvers kyns frumkvöðlastarfsemi. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 737 orð | 2 myndir

Fær seint fegurðarverðlaun

Á síðasta ári veiddist hér við land meira en nokkru sinni af skötusel eða um 3.400 tonn. Verðmæti aflans liggur ekki fyrir en líklegt er að það sé vel á þriðja milljarð króna upp úr sjó og útflutningsverðmætið talsvert meira. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Gengið fyrir rannsóknir

ÞESSAR rösku konur sem hér eru á ferð í Kjarnaskógi á Akureyri voru meðal þeirra sem tóku þátt í árlegri styrktargöngu styrktarfélagsins Göngum saman í gærmorgun. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Helgi Hóseasson

HELGI Hóseasson lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær, 89 ára að aldri. Helgi var fæddur 21. nóvember 1919 í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal. Hann var sonur Marsilíu Ingibjargar Bessadóttur og Hóseasar Björnssonar. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Henrik er efstur í 6. umferðinni

STÓRMEISTARINN Henrik Danielsen vann Dag Arngrímsson í 6. umferð í landsliðsflokki Íslandsmótsins í skák, sem fram fór í gær. Meira
7. september 2009 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hlýnunin getur leitt til eldgosa og annarra náttúruhamfara

VÍSINDAMENN telja að hlýnun jarðar geti leitt til hrinu náttúruhamfara í heiminum á borð við jarðskjálfta, flóðbylgjur, skriður og eldgos. Vísindamennirnir ætla að vara við þessari hættu á alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í London 15. þessa mánaðar. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hreyfiafl breytinga

UM mitt þetta ár var innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna 36 milljarðar króna, eða 2% af 1.736 milljarða heildareign þeirra. Til samanburðar nam hún rúmlega 150 milljörðum, eða 8% af heildareign þeirra, um mitt sl. ár. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Hvetja til öruggrar netnotkunar

Ungmennaráð SAFT – samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur skorað á skólastjórnendur að halda sérstaka þemaviku nú í haust um jákvæða og örugga netnotkun. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 551 orð | 2 myndir

Iðnaður jafn stór og olíuvinnsla

Íslendingar hafa alla burði til að verða leiðandi í kolefnisbindingu í basalti að mati erlendra sérfræðinga. Þeir telja iðnaðinn geta orðið jafn stóran olíuiðnaðinum í framtíðinni. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 221 orð

Íslendingar í forystu við bindingu koltvíoxíðs í berg

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÞEKKTIR erlendir sérfræðingar á sviði jarðefnafræði telja að Ísland geti orðið í forystu við bindingu kolefnis í basalt. Sá iðnaður geti orðið jafn stór og olíuiðnaðurinn í framtíðinni. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Kynntu býflugnabúskapinn

FJÖLMENNI var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í fyrradag þegar býflugnabændur kynntu búskaparhætti sína og buðu gestum og gangandi að smakka á hunangi sumarsins. Sýndar voru lifandi býflugur og útbúnaður tengdur býflugnarækt, svo sem bývax. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 162 orð

Landsbanki hafði ekki heimild til að taka áhættu

STYRKTARSJÓÐUR hjartveikra barna sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 64 orð

Leituðu ráða á sultukynningu

FJÖLMARGIR leituðu ráða Leiðbeiningastöðvar heimilanna sem hélt sultukynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. „Áhugi fólks á því að vinna úr jarðargróðri er mikill. Fólk spyr hvernig eigi að sulta, safta og fleira. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð

Liðum fjölgað á EM kvenna?

KVENNANEFND UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, hefur lagt fram tillögu um að liðum í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna verði fjölgað strax úr tólf í sextán, Nefnd sem skoðaði nýju liðin í keppninni í Finnlandi kvað upp þann úrskurð að þau veiktu hana alls... Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 295 orð

Lífeyrissjóðir þrýsta á stjórnvöld um verkefnaval

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ENN er unnið að því á vegum stjórnvalda að greina þau verkefni sem lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega fjármagnað til að stuðla að aukinni atvinnu í landinu. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Með háaldraðan „pabba“ í heimsókn

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Með plastflösku á hornsílaveiðum

ÞÆR nutu þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni þessar stúlkur, sem stikluðu á steinunum í tjörninni við Hólmasel í Breiðholti. Gerðu þær sér til gamans að reyna að góma hornsíli og var önnur þeirra tilbúin til að koma fengnum fyrir í plastflösku. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Mikill niðurskurður hættulegur

„Stiglitz varar við miklum niðurskurði og þar er ég sammála. Það er stíft að skera framlög í velferðarmálum niður um þriðjung á þremur árum,“ segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Meira
7. september 2009 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Milliríkjadeila um brúðu

BLOSSAÐ hefur upp ný deila milli grannríkjanna Bólivíu og Perú um menningararf þeirra – í þetta skipti um brúðu sem talin er færa fólki gæfu og velgengni. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 991 orð | 2 myndir

Notadrjúg úrræði fyrir nýsköpun

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is Vinnumálastofnun hefur umsjón með tveimur verkefnum tengdum nýsköpunarstarfsemi sem ætlað er að draga úr atvinnuleysi. Heitir annað þeirra Starfsorka og hitt Þróun eigin viðskiptahugmyndar. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Okkar bíða endalaus verkefni í Rjóðrinu

„ÞAU verkefni sem bíða styrktarsjóðsins í Rjóðrinu eru endalaus og allt sem við gerum þar kemur í góðar þarfir,“ segir Þorsteinn Lár, sem í gær kynnti stofnun styrktarsjóðs Grétars Rafns Steinssonar knattspyrnumanns. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Ráðuneytið skipti ekki um skoðun

Umboðsmaður Alþingis mæltist til þess að samgönguráðuneytið tæki til endurskoðunar úrskurð sinn um samning Flóahrepps og Landsvirkjunar við skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar, ef fram kæmi beiðni þar að lútandi, sem svo kom fram. Meira
7. september 2009 | Erlendar fréttir | 401 orð | 2 myndir

Réttlætinu fórnað fyrir peninga?

Stjórn Gordons Browns er sökuð um að hafa stórskaðað þjóðarhagsmuni Breta með því að taka viðskiptahagsmuni fram yfir réttlæti í samningaviðræðum við stjórnvöld í Líbíu. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Röng mynd

Með grein Hreins Hreinssonar vefstjóra, Líf mitt sem hamstur, sem var í blaðinu á föstudag, birtist mynd af alnafna hans. Þeir nafnar eru beðnir velvirðingar á... Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Set kaupir röradeild á Reykjalundi

Stjórnendur plaströraverksmiðjunnar Sets hf. á Selfossi eru að ganga frá kaupum á vélum sem áður tilheyrðu Reykjalundi – plastiðnaði. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Sérútbúinn sokkaíklæðari í smíðum

Sérhannaður mjólkurtankur, fartölvuvörn sem hindrar að litlar hendur handfjatli lyklaborð, vekjaraklukka með púsluspili, tölvuleikur um hestarækt og vatnsrörsrafall fyrir batteríshleðslu eru meðal þeirra hugmynda sem 44 uppfinningamenn á aldrinum 8-15... Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Tárin voru þjóðernistár

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is STUTT sýnishorn úr heimildarmynd Helga Felixsonar, Guð blessi Ísland, um bankahrunið, afleiðingar þess og ástæður, sem frumsýnd var á mbl. Meira
7. september 2009 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Telja hlýnunina geta leitt til náttúruhamfara

LÍKLEGT er að loftslagsbreytingarnar í heiminum leiði til hrinu náttúruhamfara á borð við eldgos, jarðskjálfta, flóðbylgjur og skriður, að mati vísindamanna. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Vegmerkingar stórbættar með nýrri reglugerð Vegagerðarinnar

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGAGERÐIN hefur sett nýjar reglur um vinnusvæðamerkingar og er markmiðið að auka öryggi vegfarenda og starfsmanna við framkvæmdirnar. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 299 orð | 2 myndir

Verði drifkraftur í gjaldeyrisöflun

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÍSLENSK ferðaþjónusta hefur borið gæfu til að verða drifkraftur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og að komast hjá samdrætti,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Vilja jafnréttisstefnu innan Sjálfstæðisflokksins

LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna hyggst beita sér fyrir því að samþykkt verði jafnréttisstefna innan Sjálfstæðisflokksins sem fylgt verði í öllum störfum hans. Meira
7. september 2009 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Vogmey rekur að landi í Berufirði

Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Það var á útfalli síðastliðinn laugardag að Bragi Gunnlaugsson bóndi var á gangi við botn Berufjarðar þegar hann rak augun í torkennilegan fisk í sandinum. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 2009 | Leiðarar | 239 orð

Ekki rök fyrir afslætti

Nú er enn á ný rætt um afnám sérstaks skattaafsláttar, sem sjómenn hafa notið um árabil. Að þessu sinni vegna hinnar erfiðu stöðu í ríkisfjármálunum, en talið er að afslátturinn nemi rúmlega milljarði króna á ári. Meira
7. september 2009 | Staksteinar | 241 orð | 1 mynd

Er hrunið dómstólum ofviða?

Enn hafa engar kærur verið lagðar fram á Íslandi vegna bankahrunsins. En menn velta ekki aðeins fyrir sér framgangi réttvísinnar á Íslandi. Meira
7. september 2009 | Leiðarar | 379 orð

Tækifærin á Íslandi

Það er rétt, sem Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir í Morgunblaðinu í gær, að nú er nánast einstakt tækifæri fyrir erlenda aðila að fjárfesta á Íslandi vegna þess hvað krónan er veik og eignaverð lágt. Meira

Menning

7. september 2009 | Tónlist | 83 orð

33. hausttónleikar Harðar Torfasonar

HAUSTTÓNLEIKAR Harðar Torfasonar verða haldnir í Borgarleikhúsinu annað kvöld kl. 20 og eru þetta 33. tónleikarnir sem Hörður heldur að hausti. Hörður á 22 hljómplötur að baki og spannar tónlistarferill hans nú tæp 40 ár. Meira
7. september 2009 | Bókmenntir | 55 orð | 1 mynd

Bókmenntahátíð er hafin

Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett í Norræna húsinu í gær að viðstöddum fjölda þekktra innlendra sem erlendra rithöfunda. Það var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem setti hátíðina. Meira
7. september 2009 | Kvikmyndir | 119 orð | 1 mynd

Einvígi með undirleik

FRANSKI tónlistarmaðurinn Olivier Mellano hefur getið sér gott orð fyrir að semja nýja tónlist við ýmis meistaraverk kvikmyndasögunnar. Meira
7. september 2009 | Fólk í fréttum | 444 orð | 4 myndir

Fallegar og einstakar flíkur

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is EINSTAKAR ostakökur er ekki sælkerabúð í þeim skilningi orðsins þótt það sé eins og að ganga inn í litskrúðuga sælgætisverslun að koma þar inn. Meira
7. september 2009 | Tónlist | 384 orð | 1 mynd

Feðgar á fullum dampi

Schubert/Liszt: Wanderer-fantasía. Tsjækovskíj: Manfreð-sínfónían. Vovka Ashkenazy píanó og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Föstudaginn 4. sept. kl. 19.30. Meira
7. september 2009 | Menningarlíf | 603 orð | 1 mynd

Ferskir straumar

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÍSLENSKI dansflokkurinn er að hefja nýtt sýningarár. Dansviðburður þess árs verður á Listahátíð í Reykjavík næsta vor. Meira
7. september 2009 | Myndlist | 197 orð | 1 mynd

Íkonamálari í Háteigskirkju

ÍKONAMÁLARINN Michael Galovic opnar fimmtudaginn nk. sýningu á verkum sínum í Háteigskirkju kl. 20 og mun auk þess halda fyrirlestur í safnaðarheimili kirkjunnar um verk sín. Galovic er ástralskur Serbi og lærði íkonamálun af stjúpföður sínum. Meira
7. september 2009 | Tónlist | 76 orð | 4 myndir

Í minningu Rúnars

SAFN til minningar um einhvern þekktasta son Keflavíkur, Rúnar Júlíusson, var opnað föstudaginn síðastliðinn á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Safnið ber nafnið Rokkheimur Rúnars Júlíussonar og er í viðbyggingu að Skólavegi 12, þar sem Rúnar átti heima. Meira
7. september 2009 | Myndlist | 70 orð

Jan Van Woensel fjallar um störf sín

BANDARÍSKI sýningarstjórinn, listgagnrýnandinn og ritstjórinn Jan Van Woensel heldur hádegisfyrirlestur um störf sín í Opna listaháskólanum, í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, í dag kl. 12.30. Meira
7. september 2009 | Kvikmyndir | 225 orð | 1 mynd

Kvikmyndagerð fyrir unga fólkið

ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur það að markmiði að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni, ungir sem aldnir. Því verður boðið upp á sérstakan flokk á hátíðinni, Mínus 25, fyrir fólk á aldrinum 5-25 ára. Meira
7. september 2009 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Nammi, namm!

Það er ansi margt í þessari veröld sem manni hættir til að vanmeta. Eins og til dæmis krydd. Þetta vanmat varð manni þó ekki með öllu ljóst fyrr en Ríkissjónvarpið sýndi ágætan þátt um aldalanga baráttu ríkja um yfirráð yfir kryddjurtum. Meira
7. september 2009 | Fólk í fréttum | 98 orð | 3 myndir

Sigurmyndir í ljósmyndasamkeppni

LLJÓSMYNDASAMKEPPNI mbl.is og Canon lauk um mánaðamótin og bárust alls um 19.000 myndir frá ljósmyndurum. Sigurvegarar í keppninni fengu vegleg verðlaun, Canon-myndavélar og ljósmyndaprentara. Meira
7. september 2009 | Tónlist | 155 orð | 4 myndir

Til varnar Ingólfstorgi og Nasa

FYRIRHUGUÐUM framkvæmd-um á Ingólfstorgi og niðurrifi á tónleikasal Nasa var mótmælt í tali og tónum á torginu í fyrradag undir yfirskriftinni „Björgum Ingólfstorgi & Nasa“. Fjöldi tónlistarmanna mætti til mótmælanna og lét í sér heyra, m.a. Meira
7. september 2009 | Bókmenntir | 94 orð | 1 mynd

TMM helgað Bókmenntahátíð

ÞRIÐJA hefti Tímarits Máls og menningar er komið út og að þessu sinni er það að stórum hluta helgað Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett var í gær. Heftið er sagt gott undirbúningsrit fyrir þá sem vilja kynna sér ýmsa af erlendum höfundum hátíðarinnar. Meira
7. september 2009 | Fólk í fréttum | 300 orð | 2 myndir

Valið milli góðs og ills

ALLT frá því Playstation 3, sem heitir nú PS3, kom á markað hafa menn beðið leikja sem reyna almennilega á vélbúnaðinn, nýta græjuna rækilega. Meira
7. september 2009 | Leiklist | 82 orð | 1 mynd

Verzló setur upp Thriller

VERZLUNARSKÓLI Íslands frumsýnir söngleikinn Thriller í Loftkastalanum 4. febrúar nk. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út hjá nemendum fimmtudaginn sl. Meira
7. september 2009 | Kvikmyndir | 135 orð | 1 mynd

Vondur kapítalismi

BANDARÍSKI heimildarmyndasmiðurinn Michael Moore kemst að þeirri niðurstöðu í nýjustu mynd sinni, Capitalism: A Love Story , eða Kapítalismi: ástarsaga , að kapítalismi sé af hinu illa, hreinasta böl. Meira

Umræðan

7. september 2009 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Hnegg á heiði

Eftir G. Pétur Matthíasson: "Og helst mátti halda að þarna væri enginn vegur, hefði aldrei verið og að fólk hefði hreint ekki komist leiðar sinnar liðna áratugi." Meira
7. september 2009 | Blogg | 64 orð | 1 mynd

Hólmfríður Bjarnadóttir | 6.9. 2009 Hið nafnlausa níð! Netheimar eru...

Hólmfríður Bjarnadóttir | 6.9. 2009 Hið nafnlausa níð! Netheimar eru bæði góðir og slæmir. Að halda fram hvers kyns fullyrðingum um málefni hefur ekki vafist fyrir mörgum bloggaranum eða notendum Facbook-síðunnar. Auðvitað er það bæði siðlaust og... Meira
7. september 2009 | Blogg | 99 orð | 1 mynd

Jón Baldur Lorange | 6.9. 2009 Fífldirfska og fávitaskapur Það er nú...

Jón Baldur Lorange | 6.9. 2009 Fífldirfska og fávitaskapur Það er nú varla hægt að hafa önnur orð um þessa stefnu Netanyahus í Ísrael. Meira
7. september 2009 | Blogg | 84 orð | 1 mynd

Kristbjörg Þórisdóttir | 6.9. 2009 Opnunartími verslana Ég skil ekki...

Kristbjörg Þórisdóttir | 6.9. 2009 Opnunartími verslana Ég skil ekki þessa menningu sem hér hefur skotið rótum, að það þurfi að vera opnar verslanir allan sólarhringinn. Jafnvel í bæjarfélagi eins og Garðabæ eru tvær verslanir opnar allan sólarhringinn. Meira
7. september 2009 | Pistlar | 459 orð | 1 mynd

Sagan og höfundurinn

Pétur Blöndal: "Þó að ævi Óskars Wao hafi verið stutt og hamingjurík, eins og segir í bókartitlinum, þá tók það Junot Díaz ellefu ár að skrifa hana og það var síst hamingjuríkur tími." Meira
7. september 2009 | Aðsent efni | 896 orð | 1 mynd

Sóknarfæri á hlutabréfamarkaði

Eftir Þórð Friðjónsson: "Við þær aðstæður sem nú ríkja er nauðsyn að nýta hlutabréfamarkaðinn sem hreyfiafl breytinga." Meira
7. september 2009 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Tillag Íslands til fæðuöryggis í heiminum

Eftir Matthías Eggertsson: "... að hugsa þurfi fyrir möguleikum Íslands, sem annarra landa, til matvælaframleiðslu, þ.e. að ræktunarlandi sé ekki spillt með annars konar notkun." Meira
7. september 2009 | Velvakandi | 425 orð | 1 mynd

Velvakandi

Dónaskapur á bókasafni ÉG STUNDA nám við HÍ. Undanfarin ár hef ég nýtt mér aðstöðu aðalsafns Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu bæði til gagns og gamans; þ.e. Meira

Minningargreinar

7. september 2009 | Minningargreinar | 1098 orð | 1 mynd

Jón Þorsteins Hjaltason (Glói)

Jón Þorsteins Hjaltason var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal þann 16. maí 1929 og lést á dvalarheimilinu Hlíð þann 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru þau Helga Magnea Kristjánsdóttir, f. 19.12. 1909 og Hjalti Eðvaldsson, f. 4.10. 1901. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2009 | Minningargreinar | 3376 orð | 1 mynd

Margrét Þorsteinsdóttir

Margrét Þorsteinsdóttir fæddist á Reyðarfirði þann 12. febrúar 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þann 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru hjónin Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf, húsfreyja í Hermes, fædd 25. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. september 2009 | Viðskiptafréttir | 125 orð | 1 mynd

Airbus mátti ekki fá lán frá stjórnvöldum

ALÞJÓÐAVIÐSKIPTASTOFNUNIN, WTO, hefur komist að þeirri niðurstöðu að lánveitingar stjórnvalda í sumum Evrópuríkjum til evrópsku flugvélaverksmiðjanna Airbus hafi stangast á við reglur stofnunarinnar. Meira
7. september 2009 | Viðskiptafréttir | 193 orð | 1 mynd

Áfram þörf á aðgerðum til að örva efnahagslífið

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR og seðlabankastjórar G20-ríkjanna voru sammála um það, eftir tveggja daga fund þeirra í London sem lauk síðastliðinn laugardag, að nauðsynlegt væri fyrir ríkin að halda áfram að styðja áfram við bakið á efnahagslífinu. Meira
7. september 2009 | Viðskiptafréttir | 693 orð | 3 myndir

Hryðjuverkalögin munu alltaf fylgja Landsbankanum

Föllnu bankarnir þrír fóru allir í það að endurskoða eigin ímynd og vörumerki eftir bankahrunið. Nýja Kaupþing kynnir senn nýtt nafn og Glitnir tók upp að nýju nafn Íslandsbanka. Meira
7. september 2009 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Kreppan hafði mikil áhrif á skattaskjólin

ÍSLAND var eitt helsta fórnarlamb fjármálakreppunnar og framtíð Kaupþings var óviss, skrifar Nick Mathiason , dálkahöfundur breska blaðsins Observer í gær. Meira
7. september 2009 | Viðskiptafréttir | 167 orð | 1 mynd

Líftryggingar í stað húsnæðislána

Í bandarísku kvikmyndinni Bigger Than the Sky frá árinu 2005, sem sýnd hefur verið á Bíórásinni öðru hverju undanfarna mánuði, seldi ein persóna myndarinnar líftryggingu sína til að fá peninga til að framkvæma endurbætur á húsnæði sínu. Meira
7. september 2009 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Samtals 89 bönkum lokað á árinu

BANKAR í Bandaríkjunum halda áfram að fara á hliðina. Um helgina var frá því greint að fimm bönkum hefði verið lokað. Þeir eru í Illinois, Iowa, Missouri og Arizona. Þar með hafa samtals 89 bankar í Bandaríkjunum farið á hausinn bara á þessu ári. Meira

Daglegt líf

7. september 2009 | Daglegt líf | 119 orð

Næturbitinn fitar mest

NÝ rannsókn bendir til þess að holdafarið ráðist ekki aðeins af því hversu mikið borðað er, heldur einnig af því hvenær sólarhringsins matar er neytt. Þeir sem borða seint á kvöldin eða á nóttunni eru líklegri til að fitna, ef marka má rannsóknina. Meira
7. september 2009 | Daglegt líf | 178 orð | 1 mynd

Reykingamenn blekktir með vöruheitum og litum

RANNSÓKN hefur leitt í ljós að tóbaksfyrirtæki geta villt um fyrir reykingamönnum með útsmognum vörumerkingum og talið þeim trú um að sumar sígarettur séu hættuminni en aðrar. Meira
7. september 2009 | Daglegt líf | 892 orð | 2 myndir

Reynum að verða betri manneskjur

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það er alls ekki eins erfitt að fasta og margir halda, maður venst þessu strax á fyrstu dögunum. Meira
7. september 2009 | Daglegt líf | 206 orð | 1 mynd

Verðlaunaður fyrir uppbyggingu á laug Grettis

Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Nýverið veitti Sveitarfélagið Skagafjörður veglegar viðurkenningar þeim sem fram úr þóttu skara varaðandi umgengni og umhverfismál. Athöfnin fór fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Meira

Fastir þættir

7. september 2009 | Fastir þættir | 158 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hundrað í hónórum. Meira
7. september 2009 | Árnað heilla | 219 orð | 1 mynd

Fínt að vera í Þýskalandi

„ÉG er ekki einn af þeim sem eru eitthvað að stressa sig yfir því að verða eldri. Það er í það minnsta betra að fá að vera lifandi en ekki,“ segir Alfreð Gíslason sem fagnar hálfrar aldar afmæli í dag. Meira
7. september 2009 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Kristborg Sæunn Helgadóttir, Ásthildur Kjerúlf og Margrét Ása Helgadóttir héldu tombólu, seldu uppskriftir og gerðu garðverk í Hvassaleitishverfinu. Með þessu söfnuðu þær 14.905 krónum sem þær gáfu Rauða krossi... Meira
7. september 2009 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið...

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7. Meira
7. september 2009 | Í dag | 19 orð | 1 mynd

Rebekka Sól Jóhannsdóttir og Íma Fönn Hlynsdóttir héldu tombólu fyrir...

Rebekka Sól Jóhannsdóttir og Íma Fönn Hlynsdóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborg og færðu Rauða krossinum... Meira
7. september 2009 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 O-O 5. Bg2 d6 6. O-O Rbd7 7. Rc3 e5 8. h3 exd4 9. Rxd4 Rb6 10. b3 He8 11. e4 c5 12. Rc2 a6 13. Hb1 Be6 14. Re3 Rfd7 15. Rcd5 Bxd5 16. Rxd5 Rxd5 17. Dxd5 Dc7 18. Bf4 He6 19. Hbd1 Re5 20. h4 Bf8 21. Kh1 Hb8 22. Meira
7. september 2009 | Fastir þættir | 255 orð

Víkverjiskrifar

Við ættum einnig að huga að tvítyngdri stjórnsýslu, íslenskri og enskri, sem myndi gera Ísland að enn álitlegri kosti fyrir erlenda fjárfesta og auðvelda samskipti. Meira
7. september 2009 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

7. september 1973 Mósaíkmynd Gerðar Helgadóttur á Tollstöðinni í Reykjavík var afhjúpuð. Myndin er 142 fermetrar og í henni eru milljónir marglitra mósaíksteina. 7. Meira

Íþróttir

7. september 2009 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd

1. deild karla Víkingur Ó. – Leiknir R. 2:2 Brynjar Kristmundsson...

1. deild karla Víkingur Ó. – Leiknir R. 2:2 Brynjar Kristmundsson 15., Þorsteinn Már Ragnarsson 69. – Einar Örn Einarsson 49., Kári Einarsson 55. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 320 orð | 2 myndir

Andri fórnaði sér fyrir félagana og fór í bann

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ANDRI Stefan og samherjar hans í norska meistaraliðinu Fyllingen tryggðu sér í gær sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 220 orð

„Ánægjulegt að fá tækifæri með þessu liði“

„ÉG held að Óli [Ólafur Jóhannesson þjálfari] viti alveg nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann valdi mig í þetta skiptið og þó að ég hafi alltaf verið tilbúinn í slaginn var þetta kannski bara réttur tímapunktur. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 610 orð | 2 myndir

„Besti landsleikur okkar allra í langan tíma“

„Þó að við kveðjum riðilinn ekki sáttir er þessi leikur eitthvað sem við getum sett í bakpokann og tekið með okkur. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 795 orð | 3 myndir

„Betri en Norðmenn í fótbolta“

ÓLAFUR Jóhannesson tjáði blaðamönnum að hann væri ánægður með spilamennsku íslenska liðsins gegn Norðmönnum í lokaleik liðsins í undakeppni HM. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 159 orð

„Drillo“ viðkvæmur fyrir gagnrýni Eiðs

EIÐUR Smári Guðjohnsen skaut föstum skotum á Egil „Drillo“ Olsen, þjálfara norska landsliðsins í knattspyrnu, eftir leik Íslands og Noregs á laugardaginn og gagnrýndi leikaðferð Drillos sem virðist ganga að miklu leyti út á að senda langar... Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 161 orð

„Verðum áfram vinaþjóðir“

MORTEN Gamst Pedersen, leikmaður Blackburn og norska landsliðsins í knattspyrnu, var vitaskuld ósáttur eftir jafnteflið við Ísland á laugardag sem dró verulega úr vonum Norðmanna um að komast í lokakeppni HM. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

„Við höfum ekkert til Suður-Afríku að gera“

„ÉG er furðu lostinn og svekktur yfir því að við skulum ekki einu sinni komast í umspil. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

„Þarf að spila seinni leikinn“

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is FRAMARAR eru næsta öruggir með sæti í 2. umferð EHF-bikarsins í handknattleik eftir sigur á hollensku meisturunum FIQAS Aalsmeer á útivelli í gær, 30:23, í 1. umferðinni. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 560 orð | 1 mynd

„Þetta mót er vonandi komið til að vera“

Úrvalslið landsbyggðarinnar hafði betur gegn úrvalsliði höfuðborgarsvæðisins í fyrsta einvígi liðanna um Bikarinn í golfi um helgina. Þetta er ný keppni í anda Ryder-bikarsins fræga þar sem lið Evrópu og Bandaríkjanna eigast við. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Brasilíumenn viðhalda hefðinni

BRASILÍUMENN tryggðu sér sæti í nítjándu úrslitakeppni HM í knattspyrnu aðfaranótt sunnudags með sigri á Argentínu og viðhalda þar með hefðinni en þeir eru eina þjóðin sem komist hefur í allar úrslitakeppnir mótsins frá upphafi. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Enginn Cristiano Ronaldo á HM?

SVO gæti farið að einn allra besti knattspyrnumaður heims, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, leiki ekki á sjálfu heimsmeistaramótinu sem fram fer í Suður-Afríku næsta sumar. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

England í úrslitaleikinn

ENGLAND er komið í úrslitaleik í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti eftir sigur á Hollandi, 2:1, í framlengdum leik í undanúrslitunum sem fram fór í Tampere í Finnlandi í gær. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd

Fimm stjarna framlag

Evrópumeistarar Spánverja sýndu og sönnuðu með fimm stjarna frammistöðu sinni gegn Belgíu á laugardaginn að þeir ætla sér stóra hluti í Suður-Afríku næsta sumar þegar úrslitakeppni HM í knattspyrnu fer fram. Þeir hafa nú unnið alla sjö leiki sína í 5. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 334 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ítalir standa vel að vígi í riðli sínum í undankeppni HM í knattspyrnu eftir 2:0-sigur á Georgíu á laugardag. Svo einkennilega vill til að Kakha Kaladze , leikmaður Georgíu, gerði bæði mörkin en hann skoraði þau með skömmu millibili í seinni hálfleik. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 265 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Arnór Atlason skoraði 4 mörk fyrir FCK á laugardaginn þegar lið hans vann Skjern , 27:24, í síðasta leiknum í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 305 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Björgvin Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili hlaut um helgina Júlíusarbikarinn við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll þar sem uppskeruhátíð GSÍ fór fram. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 60 orð

Framarar fara til Slóvakíu

FRAM mætir slóvakíska meistaraliðinu Tatran Presov í 2. umferð EHF-bikarsins í handknattleik, svo framarlega sem Framarar klúðra ekki seinni leiknum á heimavelli gegn Aalsmeer frá Hollandi, en þeir unnu þann fyrri, 30:23, í gær. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 442 orð | 1 mynd

Geir – fundaðu strax með Ólafi og Pétri

GEIR Þorsteinsson, formaður KSÍ: Drífðu nú í því að boða Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson á þinn fund og gakktu frá ráðningu þeirra til næstu tveggja ára. Þú ert kannski búinn að því. En ef ekki, þá er ekki eftir neinu að bíða. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Haukar hrepptu titilinn

HAUKAR fögnuðu sigri í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær er þeir sigruðu erkifjendurna í Hafnarfirði, 1:0, á grasvellinum á Ásvöllum. Það var Ellen Þóra Blöndal sem skoraði sigurmark Hauka eftir hálftímaleik. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

John Carew: Þetta var vítaspyrna

ASTON Villa-maðurinn John Carew, framherji norska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki sáttur við dómara leiksins við Ísland á laugardag en þar fór hann tvívegis fram á að fá vítaspyrnu dæmda, sérstaklega þegar hann féll eftir viðskipti við Kristján Örn... Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 230 orð

Norðmenn og Skotar eygja enn von

SKOSKA landsliðið í knattspyrnu eygir enn von um að komast í úrslitakeppni HM í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Makedóníu í 9. riðli undankeppni Evrópuþjóða á laugardaginn. Scott Brown og James McFadden skoruðu mörkin. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 126 orð

Sex ekki með gegn Georgíu

BALDUR Sigurðsson úr KR, Davíð Þór Viðarsson úr FH og Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val hafa verið valdir í íslenska landsliðshópinn sem mætir Georgíu í vináttulandsleik í knattspyrnu á miðvikudagskvöld. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 432 orð | 1 mynd

Stjörnurnar í Löwen í basli með nýliðana

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÓLAFUR Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson léku sinn fyrsta deildaleik með Rhein-Neckar Löwen á laugardaginn. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 403 orð

Stærri EM-keppni næst?

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is FLEST bendir til þess að sextán lið leiki í næstu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu, eftir fjögur ár. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 152 orð

Umdeilt sigurmark Frakka undir lokin

ÍSLENSKA stúlknalandsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Frökkum, 1:2, á umdeildu marki á síðustu mínútu þegar liðin mættust í undanriðli Evrópukeppninnar í Grindavík í gær. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 825 orð

Undankeppni HM 1. RIÐILL: Danmörk – Portúgal 1:1 Nicklas Bendtner...

Undankeppni HM 1. RIÐILL: Danmörk – Portúgal 1:1 Nicklas Bendtner 42. – Liedson 87. Ungverjaland – Svíþjóð 1:2 Sszabolcs Huszti 79. (víti) – Olof Mellberg 8., Zlatan Ibrahimovic 90. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 504 orð | 1 mynd

Þetta viljum við sjá

Strákar, þetta viljum við sjá. Íslenskt landslið sem spilar sem ein heild, þorir að sækja af krafti, spilar með hjartanu og gefur allt sitt í leikina. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Þrír Fylkismenn í úrvalsliði sautjándu umferðarinnar

SAUTJÁNDU umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, lauk loksins síðasta fimmtudagskvöld. Grindavík og ÍBV skildu þá jöfn, 1:1, í leik sem var frestað á sínum tíma þegar svínaflensan herjaði á Grindavíkurliðið. Meira
7. september 2009 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Þýskaland Melsungen – Kiel 25:35 Gummersbach – Düsseldorf...

Þýskaland Melsungen – Kiel 25:35 Gummersbach – Düsseldorf 31:18 RN Löwen – N-Lübbecke 29:23 Minden – Füsche Berlín 21:26 Burgdorf – Balingen 28:27 Grosswallstadt – Hamburg 24:27 Meistaradeild Evrópu Forkeppni,... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.