TÍMAMÓT urðu í sögu hvalveiða á Íslandi fyrir helgina. Þá kom á land í hvalstöðinni í Hvalfirði 15. þúsundasti hvalurinn sem veiðst hefur á skipum Hvals hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 en fyrsti hvalurinn kom á land 1948.
Meira
Auk um 250 meintra brotamála sem hafa komið til meðferðar Fiskistofu í ár, eru á þriðja hundrað mál tengd strandveiðum til skoðunar hjá stofnuninni. Afli virðist hafa verið rangt tilgreindur í þremur tilvikum.
Meira
Heiðursverðlaunahafi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, Milos Forman, sótti boð forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók þar við verðlaunagripnum. Margt var þar góðra gesta. Kvikmyndaunnandinn Thor Vilhjálmsson lét sig t.a.m.
Meira
„SIGLINGIN gengur vel, við erum að nálgast Eyjarnar,“ sagði Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við Morgunblaðið á ellefta tímanum í gærkvöld.
Meira
ÞÆR eru engin smásmíði ölkrúsirnar sem hífðar eru á loft í öltjöldunum í Bæjaralandi þessi dægrin. Þar fer nú í hönd hið árlega Oktoberfest en hátíðin, sem stendur yfir í 16 daga í München, dregur jafnan að sér um 6 milljónir manna.
Meira
STAÐA skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður metin í fyrstu viku októbermánaðar og í beinu framhaldi verður útgáfudagur skýrslunnar ákveðinn.
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is EKKI hafa borist merki frá steypireyðinni, sem var merkt í Skjálfandaflóa 23. júní, í tæpar tvær vikur eða frá 8. september.
Meira
ÞRÁTT fyrir að fátt bendi til að niðurstaða loftslagsráðstefnu 192 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember muni marka þau tímamót sem vonast var eftir gæti afrakstur hennar haft áhrif í framhaldi viðræðna á næsta ári, að mati Rajendra...
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORSVARSMENN Spalar og lífeyrissjóðanna bíða nú viðbragða ríkisstjórnarinnar við hugmyndum um tvöföldun Hvalfjarðarganga og tvöföldun Vesturlandsvegar frá Kollafirði, um Kjalarnes að göngunum.
Meira
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is FJÖLDI fólks samfagnaði Reykjavíkurmeynni Klöru Vemundsdóttur sem hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í gær. „Ég átti hamingjusamt líf. Við skulduðum aldrei neinum neitt.
Meira
INGIBJÖRG Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur að umtalsverð fjölgun þinglýstra kaupsamninga um fasteignir í liðinni viku miðað við það sem af er ári sé merki um að fasteignamarkaðurinn sé að hefja sig upp úr þeirri lægð sem hann hefur...
Meira
Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „OKKUR fasteignasölum hefur fundist að eftir verslunarmannahelgi hafi markaðurinn tekið talsvert við sér og það er að skila sér núna,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala.
Meira
PAKISTANSKA stúlkan Shumaila er stolt þegar hún sýnir fagurskreytta lófana. Tilefnið var Eid al-Fitr-hátíðin í Karachi en hún markar lok föstumánaðarins ramadan hjá múslímum. Í ramadan neita þeir sér um mat, drykk og kynlíf frá sólarupprás til...
Meira
GANGNAMAÐUR, sem var við smölun í Héðinsfirði á laugardaginn, varð fyrir meiðslum. Maðurinn hrasaði og féll við í brattri hlíð og meiddist á fæti auk þess sem talið var að hann hefði farið úr axlarliði. Björgunarsveitin í Siglufirði var þegar kölluð út.
Meira
GENGI íslensku krónunnar er meira en 30% of lágt miðað við langtímajafnvægisraungengi. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu.
Meira
NÝ veröld með óvæntum ævintýrum er það sem börn úr þorpum frá Austur-Grænandi hafa upplifað síðustu daga í heimsókn sinni hingað til lands. Hér hafa þau lært sund, skák, kynnst jafnöldrum og heimsótt skóla.
Meira
SAGA Film vinnur nú að heimildamynd um ljósmyndarann Ragnar Axelsson, RAX, og ber hún vinnutitillinn Síðustu dagar heimskautsins . Margrét Jónasdóttir framleiðir og skrifar handrit en Magnús Viðar Sigurðsson leikstýrir.
Meira
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is TÆPLEGA 40% landsmanna hafa breytt ferðavenjum sínum að undanförnu, sem rekja má beint til efnahagskreppunnar.
Meira
„ÉG átti hamingjuríkt líf,“ segir Klara Vemundsdóttir sem er 100 ára í dag. Hún hélt upp á afmæli sitt í gær í hópi vina og ættingja, en afkomendur hennar eru tæplega fimmtíu talsins.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG HELD að okkur takist að fjölga störfum en það þarf 150.000 ný störf í hverjum mánuði aðeins til að halda í við mannfjölgunina. Þrátt fyrir að við séum aðeins að bæta við 50.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining segir að vísindamenn á vegum fyrirtækisins, auk vísindamanna í Finnlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Spáni, hafi fundið fjóra breytileika í erfðamengi mannsins, sem auka mjög líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Meira
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HELMINGUR landsmanna notar einkabílinn minna nú en fyrir efnahagskreppuna. Hafa um 40% breytt ferðavenjum sínum, fara frekar gangandi eða hjólandi og sjaldnar í bílferð út fyrir bæjarmörkin.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ og mbl.is njóta mests trausts þeirra sem lesa dagblöð og netmiðla. Bætir Morgunblaðið við sig 6,2 prósentustigum. Þetta er niðurstaða könnunar MMR á trausti almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla.
Meira
TALSVERT hefur fundist af spánarsniglum undanfarið og það jafnvel á stöðum sem hann hefur ekki fundist á áður. Flestir hafa spánarsniglarnir fundist í Kópavogi, en einnig á Hofsósi, Vestmannaeyjum og Mosfellsbæ.
Meira
Á ÞRIÐJA hundrað tilvik tengd strandveiðunum í sumar eru nú til skoðunar hjá Fiskistofu. Árni Múli Jónasson fiskistofustjóri segir að þessi tilvik séu ekki flokkuð sem brotamál, að svo stöddu að minnsta kosti.
Meira
FRAMKVÆMDIR hafa undanfarið staðið yfir við gerð nýrrar akreinar fyrir strætisvanga á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Kringlumýrarbrautar. Vegna framkvæmdanna hafa orðið nokkrar tafir á umferð austur Miklubraut og að gatnamótum Kringlumýrarbrautar.
Meira
VEFRITIÐ Húnahornið greinir frá því að 34 ára gamalt veiðimet sé nú fallið í Blöndu þar sem veiðin í sumar er komin yfir 2.400 laxa. Gamla metið er frá árinu 1975 en þá veiddust 2.365 laxar. Að meðaltali hafa veiðst í ánni um 1.
Meira
SKAFLINN í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem hefur verið kennimark um sólbráð og hita vetrar og sumars, er nær horfinn. Páll Bergþórsson veðurfræðingur, sem lengi hefur fylgst með stöðu mála í Esjunni, segir um viku síðan skaflinn hvarf sjónum manna.
Meira
SNÆRÓS Sindradóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi félagsins í gær. Fráfarandi formaður er Brynja Halldórsdóttir.
Meira
Sveitarstjórnarmenn sjá ýmsa ókosti við persónukjör og telja mikilvægt að skoða hvort aðrar leiðir séu jafn vel eða betur til þess fallnar að auka áhrif kjósenda í kosningum. Frumvarp um persónukjör er til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis.
Meira
Sveitarstjórnarmenn sjá ýmsa ókosti við persónukjör og telja mikilvægt að skoða hvort aðrar leiðir séu jafn vel eða betur til þess fallnar að auka áhrif kjósenda í kosningum.
Meira
„MÉR er sagt að strákarnir hafi dansað uppi á þessum stólum þegar fjörið var sem mest á Borginni,“ segir Sonja Schmidt. Sonja á í fórum sínum tvo upprunalega stóla úr Gyllta salnum á Hótel Borg, sem hún er tilbúin að selja.
Meira
DAVÍÐ Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hefur bikarinn á loft eftir að FH-ingar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla annað árið í röð og í fimmta sinn á síðustu sex árum.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RAJENDRA Pachauri, formaður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, tekur daginn snemma fjórum tímum eftir að hann lenti í Keflavík.
Meira
Að geyma lykla í hanskahólfi jafngildir því að skilja þá eftir á glámbekk samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli vegna þjófnaðar á bifreið sem var eyðilögð.
Meira
Margt smátt gerir eitt stórt segir orðtækið. Þetta hafa mörg fyrirtæki og stofnanir nýtt sér svo um munar. Eitt dæmi um það eru svokölluð seðilgjöld.
Meira
Þetta gengur vel hjá okkur og hefur ekki verið neitt vesen,“ var haft eftir Halldóri Nguyen, túlki og þýðanda, í Morgunblaðinu á laugardag í tilefni af því að í gær voru þrjátíu ár frá því að þrjátíu og fjórir flóttamenn komu til landsins frá...
Meira
Leikstjóri: João Pedro Rodrigues. Aðalleikarar: Fernando Santos, Alexander David, Gonçalo Ferreira De Almeida, Chandra Malatich. 135 mín. Portúgal. 2009.
Meira
Kvæðamannafélagið Iðunn hélt upp á 80 ára afmæli sitt með stæl í Gerðubergi um helgina. Tónleikar og umræður voru í forgrunni og skáld á borð við Guðmund Andra Thorsson og Þórarin Eldjárn ræddu um afstöðu sína til rímnaformsins.
Meira
Hinn mikilvirki píanisti Jónas Ingimundarson stýrði opnunartónleikum í Salnum, Kópavogi, vegna vetrardagskrár hússins síðasta fimmtudag. Gerði hann það af myndarbrag eins og hann á eðli til og var gestkvæmt í Salnum þetta ljúfa haustkvöld.
Meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF, hófst síðastliðinn fimmtudag en opnunarmyndin var Ég drap mömmu mína eða Jai Tué Ma Mère eftir undrabarnið Xavier Dolan. Kunnugleg andlit úr íslenskri
kvikmynda menningu létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Meira
Leikstjóri: Neill Blomkamp. Aðalleikarar: Sharlto Copley, David James, Jason Cope, Vanessa Haywood, Louis Minnaar. 111 mín. Bandaríkin/Nýja Sjáland. 2009.
Meira
Haukur Snorrason ljósmyndari sýnir nú verk sín í Forsal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Haukur Snorrason, fæddur 1968, hefur um árabil tekið ljósmyndir af Íslandi úr lofti, af svæðum sem venjulega eru ekki aðgengileg almenningi.
Meira
DAGSKRÁRÞÆTTIR í útvarpi þurfa ekki að vera flóknir til að maður hafi ánægju af þeim. Einn daginn kemur maður heim, kveikir á Rás 1 og er alveg tilbúinn að stilla á aðra rás ef dagskráin er ekki við hæfi manns. En hver slekkur á Mozart?
Meira
Tónlistarmennirnir og hjónakornin Pawel og Agnieszka Panasiuk koma fram í Salnum í tónleikaröðinni TÍBRÁ annað kvöld kl. 20. Þau flytja verk eftir Schnittke, Chopin, Rachmaninoff, Schumann, Þorkel Sigurbjörnsson og Sigfús Halldórsson.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is REYKJAVÍKIN er nú blessunarlega undirlögð af kvikmyndaræmum af öllum stærðum og gerðum, en Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, er í fullum gangi sem aldrei fyrr þegar þetta er lesið.
Meira
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is SAGA FILM er með nýja heimildarmynd í þróun og fjármögnun. Myndin ber vinnutitilinn Síðustu dagar heimskautsins og fjallar um ljósmyndarann Ragnar Axelsson eða RAX, eins og hann er oftast kallaður.
Meira
Myndhöggvarinn Teddi er iðinn við kolann að vanda og hefur nú opnað tvær nýjar sýningar á verkum sínum; í Perlunni og í anddyri Seltjarnarneslaugar. Um er ræða verk sem hann hefur unnið á síðastliðnum tveimur árum.
Meira
ÓVISSA þótti einkenna tískuvikuna í New York sem lauk á fimmtudaginn. Þar var vortískan 2010 kynnt og þótt áhuginn hjá tískugúrúum og almenningi hafi verið mikill og borgin iðað af tísku-lífi þessa einu viku þótti þungt óvissuský hvíla yfir.
Meira
Eftir Jónas Guðmundsson: "Efnahagssamdrátturinn sem orðið hefur gæti hæglega undið upp á sig. Við getum varla látið dragast frekar að grípa til áhrifaríkra kreppuaðgerða."
Meira
Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: "Þeir sem báru ábyrgð á bankamálunum þegar Icesave-reikningarnir blésu út og þeir sem báru ábyrgð á hinum hrikalegu samningum við Breta og Hollendinga ættu að sjá sóma sinn í því að kannast við krógann."
Meira
Fátt hefur skýrst frá hruninu fyrir tæpu ári. Reyndar hefur verið ákveðið að setja tugi milljarða í tónlistarhús sem síðan mun kosta hundruð milljóna að reka á hverju ári.
Meira
Birna Björnsdóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði þann 17. nóvember 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 8. september sl. Foreldrar: Sigríður Ögmundsdóttir, húsmóðir og veitingakona, f. 1.7. 1886 að Svínahólum í Lóni, d. 1.1. 1969.
MeiraKaupa minningabók
Erla Sveina Jórmunds fæddist í Reykjavík 19. des. 1924 og lést á Landspítalanum 3. sept. 2009. Útför Erlu Sveinu fór fram frá Fossvogskapellu 10. september sl.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Georg Sigvaldason fæddist í Reykjavík 4. september 1949. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 10. september sl. Útför Gunnars fór fram frá Fríkirkjunni 18. september 2009.
MeiraKaupa minningabók
Helga Sigríður Eysteinsdóttir fæddist 2. júlí 1916. Hún lést 9. september sl. Foreldrar hennar voru Eysteinn Björnsson frá Skárastöðum í V-Hún., f. 1895, d. 1978, og Guðrún Gestsdóttir frá Björnólfsstöðum í Langadal, f. 1892, d. 1970.
MeiraKaupa minningabók
21. september 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 509 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Hjördís Kristín Hjörleifsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1929 en lést á líknardeild Landakotsspítala 9. sept. sl. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Kristmannsson skósmiður, f. á Akranesi 21.9. 1896 og kona hans Kristín Ingveldur Þorleifsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is MÉR er sagt að strákarnir hafi dansað uppi á þessum stólum þegar fjörið var sem mest á Borginni. Þetta hljóta því að vera sterkir stólar fyrst þeir þoldu það.
Meira
Góð þátttaka í Gullsmáranum Glæsileg þátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 17. september. Spilað var á 13 borðum. Úrslit í N/S: Páll Ólason-Elís Kristjánsson 367 Tómas Sigurðss.-Sigtr.Ellertss. 302 Guðrún Hinriksd.-Haukur Hanness. 294 Jón Jóhannss.
Meira
Vinkonurnar Eva Huld Dagsdóttir, Silja Jónsdóttir og Ásdís Lóa Erlendsdóttir héldu tombólu á Eiðistorgi og söfnuðu 5.610 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn...
Meira
21. september 1918 Fyrsta konan fékk ökuskírteini hér á landi. Það var Áslaug Þorláksdóttir Johnson. Þá voru áttatíu karlar komnir með ökuréttindi. 21. september 2000 Örn Arnarson varð í fjórða sæti í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney.
Meira
Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is EF Arnar Grétarsson hefur í hyggju að hætta að þessu tímabili loknu, skora ég á hann að endurskoða þá afstöðu sína.
Meira
Eftir Júlíus G. Ingason sport@mbl.is FYLKIR eygir enn möguleika á öðru sæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á ÍBV í Eyjum á laugardaginn, 3:2.
Meira
Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is LENGI vel leit út fyrir rólegheit í Grindavík í gær þegar Fram kom í heimsókn en það rættist þó úr því – þó á kostnað heimamanna.
Meira
„ÞAÐ var náttúrlega smábónus að skora þessi mörk en það skiptir mig litlu máli,“ sagði Atli Guðnason hógvær eftir að hafa tryggt FH endanlega Íslandsmeistaratitilinn með báðum mörkunum í 2:0-sigri á Val, en Atli hefur verið hreint út sagt...
Meira
„ÉG held að leikmennirnir eigi bara stærstan þátt í þessu því þeir stóðu sig virkilega vel í sumar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfarinn ungi hjá FH, eftir sigurinn á Valsmönnum í gær sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í...
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sér ekki almennilega á strik síðustu tvo hringina á Opna austurríska mótinu í golfi sem lauk í gær.
Meira
„Eins og allir vita vorum við í vandræðum á síðasta keppnistímabili, sem meðal annars varð til þess að nokkrir leikmenn yfirgáfu okkur á meðan keppnistímabilið stóð yfir.
Meira
„ÞAÐ áttu allir leikmenn mínir fínan leik í dag. Síðari hálfleikurinn var fremur þægilegur fyrir okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir að lið hans hafði lagt Tottenham, 3:0.
Meira
Ryan Giggs sýndi enn og aftur og sannaði hve magnaður leikmaður hann er þegar Manchester United lagði granna sína í Manchester City í gær, 4:3, í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik.
Meira
England Úrvalsdeild: Man. United – Man. City 4:3 Wayne Rooney 2., Darren Fletcher 49., 80., Michael Owen 90. – Gareth Barry 16., Craig Bellamy 52., 90. Wolves – Fulham 2:1 Kevin Doyle 18., David Edwards 50. – Danny Murphy 66.
Meira
Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is KEFLVÍKINGAR misstu endanlega af fjórða sætinu í gærkvöldi þegar liðið gerði enn eitt jafnteflið á útivelli. Að þessu sinni 2:2 jafntefli við Þrótt á Valbjarnarvelli.
Meira
Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar , vann yfirburðasigur á Dormagen á útivelli, 34.22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Kiel hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína, rétt eins og Hamburg, Lemgo og Flensburg.
Meira
Bjarni Þór Viðarsson , leikmaður með Roeselare í Belgíu , fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins við Mechelen í belgísku 1. deildinni á laugardaginn. Bjarni Þór, sem lék annan leik sinn með liðinu, fékk sitt annað gula spjald á 77.
Meira
Spánverjar urðu í gær Evrópumeistarar í körfuknattleik karla er liðið lagði Serba 85:63 í úrslitaleiknum í Póllandi . Pau Gasol var maður leiksins, og raunar mótsins, en hann gerði 18 stig og tók 11 fráköst í leiknum.
Meira
HEIÐAR Helguson skoraði tvö mörk fyrir Watford er liðið gerði 3:3 jafntefli við Leicester í ensku 1. deildinni og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað marka Reading sem tapaði 2:3 á útivelli fyrir Peterborough.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is KR-ingar gerðu sitt besta til þess að halda spennu í titilbaráttunni með 7:3 stórsigri á Stjörnunni í mesta markaleik deildarinnar í sumar.
Meira
Stjörnuliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar á þessu ári. Nokkrir leikmenn yfirgáfu herbúðir liðsins snemma á þessu ári og fleiri hafa fylgt í þeirra fótspor í sumar. Enginn hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá síðustu leiktíð.
Meira
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is KARLALIÐ Stjörnunnar í Garðabæ hefur nær alla tíð staðið í skugganum af kvennaliði félagsins í handknattleik.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.