SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins, Emerald Princess, var væntanlegt til Reykjavíkur í morgun. Skipið kemur frá Belfast á Norður-Írlandi, á leið sinni vestur um haf. Hefur skipið bókað komu sína til hafnar klukkan 8,45.
Meira
Ákvæði stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins, um að engar hindranir verði gegn framkvæmdum í Helguvík og á fleiri stöðum, eftir 1. nóvember, verður ekki virt.
Meira
LANDSLIÐ Íslands í áströlskum fótbolta fer í dag til Króatíu þar sem það tekur þátt í EU Cup 2009. Keppt er í fjórum riðlum og er Ísland í riðli með Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. Mótið er hraðmót og leiknir stuttir leikir á litlum völlum.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÍF lítillar fjölskyldu úr Reykjanesbæ er enn úr skorðum eftir fyrirlitlega árás á yngsta meðliminn sunnudaginn síðastliðinn.
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is MANNI var bjargað úr brennandi húsi við Barmahlíð í Glerárhverfi á Akureyri um hálfníuleytið í gærkvöldi. Hann var með meðvitund en fluttur á slysadeild sjúkrahússins til rannsóknar.
Meira
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is REYKINGAR eru á undanhaldi, samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Lýðheilsustöð. Þetta er sama niðurstaða og verið hefur undanfarin ár, það er tíðni reykinga er í tröppugangi niður á við.
Meira
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is DUFTGARÐURINN í Sóllandi í Fossvogi verður vígður á morgun, föstudag. Gert er ráð fyrir því að garðurinn taki yfir 30 þúsund duftker og mun hann því endast út þessa öld og langt inn í 22.
Meira
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að úrskurður umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki verði sameiginlegt umhverfismat vegna suðvesturlínu og tengdra framkvæmda sé með öðrum hætti en hún hafi búist við.
Meira
SUMIR láta enn í ljós efasemdir um að fótur sé fyrir ásökunum vestrænna ríkja um að í leynilegri verksmiðju Írana við borgina Qom sé ætlunin að framleiða auðgað úran í sprengjur.
Meira
SUND ehf. fengu samtals 722 milljónir króna í þóknanir frá FL Group og Baugi fyrir viðskipti sem áttu sér stað í kringum sölu FL Group á flugfélaginu Sterling til Northern Travel Holding (NTH) í árslok 2006.
Meira
FILIPPUS drottningarmaður í Bretlandi harmar í viðtali við ritið Shooting Times að borgarbúar sem kaupi sér aukahús í gömlum, hefðbundnum sveitaþorpum séu að eyðileggja þau.
Meira
Forvarnadagurinn var haldinn í fjórða sinn um land allt í gær. Níundu bekkingar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri fengu af þessu tilefni heimsókn frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Meira
Kommúnistar hafa verið við völd í Kína í 60 ár en síðustu áratugi hefur skipulagið meira minnt á kapítalisma. Margir velta því fyrir sér hvernig væntanlegt risaveldi muni nota nýfengið afl sitt.
Meira
DAGANA 2.-4. október nk. fer fram ráðstefnan „Healing the healers“, sem fjallað um heilsu og heilun. Á ráðstefnuna mun koma fjöldi erlendra fyrirlesara, aðallega frá Bandaríkjunum. Ráðstefnan er öllum opinn og er skráning hafin.
Meira
Á morgun, föstudag, kl. 20 hyggst Heimsgangan standa fyrir friðargjörningi á Klambratúni í tilefni að upphafsdegi friðargöngunnar þennan dag. Gangan hefst á Nýja Sjálandi og endar þrem mánuðum seinna við rætur Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku.
Meira
Hinn eldhressi Hermann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn, er fyrir löngu orðinn að goðsögn í íslensku skemmtanalífi. Undanfarin ár hefur hann stýrt vinsælum útvarpsþáttum á Bylgjunni og snýr hann nú aftur þangað á sunnudaginn kl. 16.
Meira
RAUÐI kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904 1500 fyrir þá sem vilja styðja hjálparstarf meðal fórnarlamba flóðanna á Kyrrahafseyjum. Þá dragast 1.500 krónur frá næsta símreikningi.
Meira
KONUR sem hlupu maraþon á Landsmóti á Akureyri í júlí hafa fengið bréf um að þær verði hækkaðar um eitt sæti. Þær sem hlutu silfur og brons verða skráðar í 1. og 2. sæti hér eftir.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GREIÐSLUBYRÐI af íbúðalánum og bílalánum verður færð í svipað horf og hún var fyrir efnahagshrunið. Þannig munu verðtryggð lán taka mið af greiðslujöfnunarvísitölu 1. janúar 2008.
Meira
STJÓRN Stéttarfélags Vesturlands varar við því að gengið verði of langt í niðurskurði á opinberum framkvæmdum. Slíkt eykur einungis á atvinnuleysið. Stjórnvöld verði að hafa þor til að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir og viðhalda grunnþjónustu.
Meira
Brotthvarf Ögmundar úr ráðherraembætti og gagnrýni hans á málsmeðferð Icesave-málsins hefur valdið miklum óróleika innan ríkisstjórnarinnar. Talsmenn stjórnarflokkanna fullyrða að stjórnin njóti fulls stuðnings en Icesave veldur mikilli óvissu.
Meira
NÝTT leikrit eftir Kristján Þórð Hrafnsson verður frumsýnt annað kvöld. Verkið heitir Fyrir framan annað fólk og í því segir frá ástföngnu pari en maðurinn virðist smám saman missa taumhald á sjálfum sér.
Meira
BÆJARSTJÓRN Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega tillögum um iðnaðarsvæði við Bitru. Hún telur að fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu muni hafa veruleg skaðleg áhrif bæði á umhverfi og samfélag, einkum í Hveragerði og nágrenni.
Meira
Eftir hrun bankanna varð ljóst að efnahagslíf landsins stæði sárt eftir. Ríkissjóður yrði rekinn með miklum halla næstu árin og brúa þyrfti það bil með einhverjum hætti.
Meira
BJARNI Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef ríkisstjórnin ætli að reyna að ná samkomulagi um annað en það sem Alþingi samþykkti varðandi Icesave þá sé hún að fara gegn þingvilja í annað sinn í málinu.
Meira
ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir alþjóðlegum göngu- og stafgöngudegi í fimmta sinn laugardaginn 3. október. Gengið verður frá Reykjavík, Ísafirði, Bolungarvík, Varmahlíð, Egilsstöðum, Eskifirði og Reykjanesi.
Meira
Starfsfólk Landspítalans óttast enn meiri niðurskurð og uppsagnir á næsta ári. Mikil ólga meðal sjúkraliða. Fjárlög fyrir 2010 ekki talin boða góð tíðindi.
Meira
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is LEIKMENN í stjörnum prýddu liði Hollands í knattspyrnu ræddu það að spila ekki leikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM í Hollandi í fyrra til að sýna almenningi í Hollandi stuðning vegna Icesave-málsins.
Meira
Sjöunda skáldsaga Viktors Arnars Ingólfssonar kemur út í dag. Ber hún heitið Sólstjakar og er spennusaga eins og Flateyjargáta , Engin spor og Afturelding sem eru meðal þekktustu bóka Viktors.
Meira
Vinna við sameiningu sveitarfélaga fær mikið vægi í ráðuneyti sveitarstjórnarmála á næstu vikum. Nýrra leiða er leitað og stöðugt fleiri virðast telja brýnt að efla sveitarstjórnarstigið.
Meira
ÖRYGGISMÁL á hafinu er eitt stóru málanna sem rædd eru á aðalfundi Samtaka strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður-Atlantshafi (NACGF) sem hófst á Akureyri í fyrradag og lýkur á morgun.
Meira
ÍSLENSKAR fálkaorður ganga enn kaupum og sölum erlendis. Magni R. Magnússon safnari rakst nýverið á riddarakrossa og stórriddarakrossa með stjörnu sem boðnir eru upp hjá þýska uppboðsfyrirtækinu Künker í Osnabruck (www.kuenker.de).
Meira
FRIÐRIK J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, gagnrýnir strandveiðar á heimasíðu sambandsins. „Það sýnir best tilgangsleysi strandveiðanna í sumar, að veitt voru 554 leyfi til þess að veiða um 4.000 tonn af fiski.
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is VINNA við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga er farin að knýja á og vegna óvissu í efnahagsmálum er ráðstefna um fjármál sveitarfélaga haldin sex vikum fyrr en venjulega.
Meira
BÆJARRÁÐ Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða í gær að leggja fyrirhuguðu verkefni Prima Care til fimm hektara lands undir sjúkrahús og heilsumiðstöð. Landið er í eigu Garðs.
Meira
BANDARÍSKA geimferðastofnunin, NASA, hefur búið til lista yfir jurtir sem staðfest hefur verið að geta eytt eða bundið í sér eiturefni í loftinu, að sögn Jyllandsposten. Ýmis algeng stofublóm geta t.d. innbyrt óholl efni frá lakki á húsgögnum.
Meira
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is TINNA Gunnlaugsdóttir var í gær skipuð þjóðleikhússtjóri til næstu fimm ára. Hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2004 og mun að óbreyttu sinna því út árið 2014.
Meira
BJÖRN Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að með fjárlögum fyrir árið 2010, en frumvarpið á að kynna í dag, þurfi væntanlega að stokka upp á spítalanum og fara út í umræður um hvaða starfsemi geti farið þar fram.
Meira
GUÐRÚN Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, seldi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrstu bleiku slaufuna í árveknisátaki ársins um brjóstakrabbamein skömmu fyrir hádegi í gær, en söfnunarátakið hefst formlega í dag og stendur til...
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STAÐFEST er að minnst 75 manns hafa farist í öflugum jarðskjálfta sem varð undan strönd eyjarinnar Súmötru í Indónesíu í gærmorgun.
Meira
Afsögn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra kom vissulega á óvart og margt er enn á huldu um ástæður hennar. Annað er ósagt en ekki endilega óljóst.
Meira
Nú er rétt ár síðan hreyft var hugmyndum um hvort ógnvekjandi horfur í efnahagsmálum réttlættu ekki þjóðstjórn. Átökum, sérsjónarmiðum og krytum yrði ýtt til hliðar og allir legðust á eitt, því þjóðarnauðsyn og þjóðarsómi gerði kröfu um það.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „VIÐ erum bara að bíða eftir grænu ljósi,“ segir Sævar Guðmundsson, leikstjóri sakamálaþáttanna Réttur sem sýndir voru liðinn vetur á Stöð 2 við góðar undirtektir og áhorf.
Meira
NÝI Muse-diskurinn, The Resistance , byrjar mjög vel. Fyrsta lagið, „Uprising“, helst í hendur við það sem Muse hefur áður sent frá sér, hart rokk sem mann langar bara að marsera við.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÝMIS möguleikar eru tiltækir fyrir menn til að kynna músík nú orðið, þar á meðal vefsíðan Gogoyoko sem gefur kost á að henda inn músík með litlum fyrirvara.
Meira
Guð má vita hvað rekur Pearl Jam áfram í dag. Sjálfur á ég í mjög skringilegu sambandi við þessa hljómsveit - einhvers konar ástar-/haturssamband líklega.
Meira
Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommur, Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Eyþór Gunnarson píanó og hljómborð, Ómar Guðjónsson gítar og Johan East rafbassa. Reykjavík 2009.
Meira
MICHELLE Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, mun verða gestur í þáttunum Sesamstræti (e. Sesame Street). Nú er verið að fagna því að 40 ár eru liðin frá því þátturinn hóf göngu sína og mun forsetafrúin vera gestur í fyrsta þættinum í vetur.
Meira
LEIKARINN og tónlistarmaðurinn Will Smith mun vera kynnir á tónleikum sem verða haldnir í tengslum veitingu friðarverðlauna Nóbels ásamt Jada Pinkett Smith, eiginkonu sinni. Hjónin segjast vera full tilhlökkunar.
Meira
SLÁTUR, Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, óskar eftir frumsömdum íþróttum og íþróttaflytjendum fyrir keppnina um Keppinn 2009, farandbikar samtakanna sem veittur er á tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin verður 15.-17. október.
Meira
LOKATÓNLEIKAR í röðinni Íslenskt – já takk! verða í Salnum í dag kl. 17.30. Röðinni var ýtt úr vör í tilefni af tíu ára afmæli Salarins og er ókeypis á tónleikana.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is STÓRSÖNGVARINN, leikarinn og athafnamaðurinn eini og sanni, Helgi Björns, hefur nú tekið undir sig Sýrland og er í þessum skrifuðu orðum að taka upp nýja plötu sem kemur út í enda þessa mánaðar.
Meira
Fabrizio Corona stendur kviknakinn í sturtunni með raksköfuna í annarri hendi en sjampóbrúsann í hinni. Aðstoðarmaðurinn og viðstaddur myndatökumaður fylgjast með folanum raka af sér bringuhárin. Hann þarf að líta óaðfinnanlega út.
Meira
JENNIFER Aniston fylgir fastri hefð í hvert skipti sem hún flýgur. Leikkonan, sem þarf að fljúga ansi mikið, er hjátrúarfull og gerir alltaf það sama áður en hún fer um borð.
Meira
RÚSSNESKI fiðlusnillingurinn Ilya Gringolts leikur einleik í fiðlukonserti Dvoráks á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Gringolts vakti heimsathygli árið 1998 þegar hann hlaut fyrstu verðlaun í Paganini-keppninni.
Meira
ORÐ eins og ljúflegheit og þægindi koma ósjálfrátt upp í hugann þegar hlustað er á þessa nýjustu plötu Mark Knopfler sem leiddi sveitina Dire Straits hér í eina tíð.
Meira
* Nýtt rokktríó Bigga, kennt við Maus, Króna , hefur verið að gera það gott í tónleikalífi landans að undanförnu. Sveitin hefur nú lætt frá sér nýju lagi, „Þinn versti óvinur“ sem hægt er að nálgast á myspace.
Meira
MÖRGUM eru eflaust eftirminnilegir frábærir tónleikar Fuck Buttons á Airwaves á síðasta ári þar sem tvíeykið fór á kostum í magnaðri tilraunasýru.
Meira
LEIKKONAN Scarlett Johansson ráðgerði ekki að gifta sig. Johansson, sem giftist leikaranum Ryan Reynolds í óvæntri athöfn í september, viðurkennir að hjónabandið hafi komið sér pínulítið á óvart.
Meira
ÞAÐ eru Hjálmarnir hrynheitu sem sölsa undir sig toppsæti Tónlistans með fjórðu plötu sinni, sem heitir einmitt því nafni, bara upp á rómversku, IV . Platan var að hluta til tekin upp á fæðingarstað reggísins, á hinni sólbökuðu eyju Jamaíka.
Meira
* „Ég verð með uppistand í Rauðakrosshúsinu á föstudaginn kl. 13. Ókeypis inn, pælið í því, alveg fáránlegt,“ segir grínistinn og leikarinn Þorsteinn Guðmundsson á Facebook-síðu sinni.
Meira
Bandaríska leikkonan Tori Spelling var lögð inn á sjúkrahús á mánudagskvöldið vegna magaverkja. Fékk hún að fara heim fljótlega en var lögð aftur inn í gær til frekari rannsókna þar sem líðan hennar var enn slæm.
Meira
HÁDEGISTÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum halda áfram göngu sinni í vetur. Fyrstu tónleikar vetrarins verða í dag kl. 12.
Meira
Spurningakeppnir eru oftast nær skemmtilegt og vinsælt sjónvarpsefni. Útsvarið á RÚV er ágætlega heppnaður sjónvarpsþáttur. Stjórnendurnir taka sig mátulega hátíðlega og fyrirkomulag keppninnar kallar á spennu.
Meira
* Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves . Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að þeir viðbótarmiðar sem var bætt við í síðustu viku séu að verða búnir og því fari hver að verða síðastur að tryggja sér miða.
Meira
Eftir Hjörleif Stefánsson: "Samfélagið á ekki að bæta lóðaeigendum brostnar hagnaðarvonir þegar nauðsyn ber til að breyta skipulagi og draga úr hámarksbyggingarmagni."
Meira
ENDURREISN íslenska efnahagskerfisins gengur hægar en vonir stóðu til. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu Sjónvarpsins við leiðtoga ríkisstjórnarinnar, Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, síðastliðinn mánudag.
Meira
Eftir Guðbjart Ellert Jónsson: "Það er alveg ótrúlegt að ríkisstjórnin skuli ekki hafa tekið því fegins hendi og nýtt það tækifæri að ljúka verkefninu um álver á Bakka með einu sterkasta fyrirtæki sem völ er á í heiminum."
Meira
Eftir Þorgrím Gestsson: "Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa þvælst fyrir og þæft málin í nafni lýðræðis en hin raunverulega ástæða var harðvítug valdabarátta."
Meira
Eftir öll villuljósin sem við höfum verið að eltast við síðustu mánuði, brostnu vonirnar um að nú sé kannski ljóstíra við enda ganganna, við séum að komast á rétta braut, er svolítið erfitt að fyllast aftur von.
Meira
Eftir Hólmfríði B. Þorsteinsdóttur: "Niðurskurður á sviði sjúkraþjálfunar hefur í för með sér aukinn heildarkostnað og óvissu í meðferðarúrræðum. Í því felst ekki raunverulegur sparnaður."
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "Blessuð Þyrnirós svaf í eitt hundrað ár, það gerði ekkert til. Þetta eina ár sem Össur hefur sofið er hins vegar dýrkeypt, fyrir Ísland."
Meira
Eftir Matthías Imsland: "Hagsmunir fyrirtækjanna eru miklir en enginn einn á þó meiri hagsmuna að gæta þar en ríkið. Og kannski aldrei meiri en einmitt nú."
Meira
Eftir Axel Kristjánsson: "Á grundvelli ólöglegra lánaskilmála eru bankarnir því að sölsa undir sig milljónir og í sumum tilfellum tugi milljóna..."
Meira
Eftir Hákon Hrafn Sigurðsson: "Fjármálastjóri einkaskóla misskilur einka-hugtakið skelfilega. Menntamálaráðherra skilur það hinsvegar en sýnir það ekki í verki. Þar liggur bruðlið."
Meira
Eftir Magnús Jónsson: "...að með þegar ákveðnum aðgerðum í tengslum við Kjararáð og í fyrirhuguðu miðlægu inngripi stjórnvalda í laun starfsmanna sinna felist bæði skammsýni og skaðsemi."
Meira
Háskalegar hugmyndir ÞAKKA leiðarann í Morgunblaðinu 29. september sl. um háskalegar hugmyndir. Hvert orð er satt. Fólk er hvatt til að spara til elliáranna eða ef eitthvað kæmi upp á hjá því og svo er hirtur af því stór hluti sparnaðarins.
Meira
Benedikt Sigurjónsson fæddist á Brunnhóli á Mýrum í A-Skaft. 12. apríl 1922. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. september 2009. Hann var næstelstur barna hjónanna Sigurjóns Einarssonar, f. á Odda á Mýrum 17. október 1895, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Gyða Grímsdóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 19. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Grímur Grímsson, f. 1893, d. 1959, og Guðrún Guðbjartsdóttir, f. 1897, d. 1973. Systur Gyðu eru Kristín María, f.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Oddur Magnússon fæddist í Reykjavík 20. mars 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 11. september síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Sú hugmynd mun hafa kviknað að sýna söngleikinn Rocky Horror, sem Leikfélag Akureyrar setur upp í vetur, í Hofi, menningarhúsinu nýja. Það yrði þá í „hráum“ salnum og ef stólarnir verða komnir til bæjarins í tæka tíð. Gæti verið spennandi.
Meira
Bónus Gildir 1. til 4. október verð nú áður mælie. verð Bónus kjarnabrauð, 500 g 159 198 318 kr. kg Bónus ferskar kjúklingabringur 1.498 1.798 1.498 kr. kg NV ferskt nautahakk 898 998 898 kr. kg NV nautaborgarar, 4 stk. m/brauði 498 598 124 kr. stk.
Meira
Þorsteinn Ólafsson verður níræður 6. október næstkomandi. Einnig eiga Þorsteinn og Ólöf Pétursdóttir, eiginkona hans, sextíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 1. október.
Meira
Frá Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 27/9 var spilað á 12 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 261 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 244 Árni Hanness.
Meira
Erla Bótólfsdóttir og Guðmundur Kristleifsson, Rofabæ 47, eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 1. október. Erla og Guðmundur eiga fjögur börn, sjö barnabörn og tíu barnabarnabörn og ætla að dvelja í faðmi þeirra í...
Meira
JESSICA Alba mun væntanlega leika í framhaldi kvikmyndarinnar Meet the Fockers . Hin 28 ára leikkona á í samningaviðræðum um að leika í myndinni Little Fockers sem er þriðja myndin í hinum vinsæla Meet the Parents -flokki.
Meira
Víkverji komst að því fyrir mörgum mörgum árum að dýr bæta manninn. Á sínum yngri árum var Víkverji þó helst kattaaðdáandi, en þegar hann var orðinn fullorðinn kom hundur inn á heimilið.
Meira
1. október 1975 Djúpvegur, vegurinn sunnan Ísafjarðardjúps, var formlega tekinn í notkun. Þar með opnaðist hringvegur um Vestfirði. Dagar Íslands | Jónas...
Meira
TVEIR leikmenn úr úrvalsdeildarliði Breiðabliks í knattspyrnu fara til skoðunar hjá liðum á Norðurlöndum eftir tímabilið en Blikarnir ljúka því á laugardaginn þegar þeir mæta Frömurum í úrslitaleik Visa-bikarkeppninnar.
Meira
MANUEL de los Santos er ekki þekktasti kylfingur heims en hann vekur athygli hvar sem hann leikur. Santos er með 3 í forgjöf en hann er einfættur og notar ekki gervifót þegar hann leikur golf.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Vals eiga erfitt verk fyrir höndum að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir 4:1-tap gegn ítalska liðinu Torres Calcio í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitunum.
Meira
GUÐMUNDUR Benediktsson skrifaði í gær undir þjálfarasamning við Selfoss. Samningurinn er til tveggja ára og mun Guðmundur jafnframt leika með liðinu en Selfoss leikur í fyrsta skipti í sögu félagsins í efstu deild á næsta ári.
Meira
ÓLAFUR Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur valið leikmannahópinn sem mætir Suður-Afríkumönnum í vináttuleik sem fram fer á Laugardalsvellinum 13. október.
Meira
Í kvöld stendur handknattleiksdeild Stjörnunnar fyrir góðgerðarleikjum í Mýrinni í Garðabæ . Leikirnir eru til styrktar Stjörnumanninum Þórarni Sigurðssyni og fjölskyldu, vegna erfiðra veikinda hans. Fyrri viðureign kvöldsins hefst kl. 18.
Meira
Formlega var gengið frá samkomulagi á milli KSÍ og Ólafs Jóhannessonar , landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla, um að hann stýri landsliðinu áfram næstu tvö ár.
Meira
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur farið afar vel af stað með svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen en Björgvin gekk í raðir þess frá þýska 2. deildarliðinu Bittenfeld í sumar og gerði við það tveggja ára samning.
Meira
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Njarðvíkinga frá því á síðustu leiktíð. Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson samdi við franska liðið Saint-Etienne á dögunum en Logi lék stórt hlutverk í liði Njarðvíkur á síðustu leiktíð.
Meira
„Það er engu líkara en Giggs sé að hefja feril sinn, svo vel leikur hann um þessar mundir,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United um framgöngu Ryan Giggs eftir að hann átti stóran þátt í að Manchester United vann...
Meira
GRINDAVÍK og Njarðvík leika til úrslita í fyrirtækjabikarkeppni KKÍ í körfuknattleik, Powerade-bikarkeppni karla. Grindavík lagði Snæfell á heimavelli í gærkvöldi, 95:89, en Snæfell hafði titil að verja í þessari keppni.
Meira
NJARÐVÍKINGAR hafa á undanförnum áratugum verið í fremstu röð í körfuknattleik karla og ávallt er gerð sú krafa að liðið geri atlögu að þeim titlum sem eru í boði.
Meira
Vöruskipti Íslendinga í ágústmánuði voru hagstæð um 12,6 milljarða króna samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær. Alls voru fluttar út vörur fyrir 44,1 milljarða króna en inn í landið fyrir tæpa 31,5 milljarða króna.
Meira
FTSE-vísitalan hækkaði um 21% á frá júlíbyrjun og fram til septemberloka og er það mesta hlutfallslega hækkun á einum ársfjórðungi í sögu hennar. Við lokun markaða í gær stóð hún í 5133,9 stigum.
Meira
FIMM stærstu bankar á Bretlandseyjum hafa gert samkomulag við bresk stjórnvöld um að fara eftir þeim viðmiðunum um bónusa og aðra launaauka sem samþykktar voru á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Pittsbourgh í síðustu viku.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Fjármálastofnanir víðsvegar um heiminn eiga enn eftir að kunngera um helming þess taps sem þær urðu fyrir í heimskreppunni.
Meira
Í dag hefst hin árlega hátíð CCP og þeirra sem spila tölvuleikinn EVE Online og voru þau Natasha Bryant-Raible, Oddur Örn Halldórsson og Kelley Barnes önnum kafin við undirbúning í gær. Gert er ráð fyrir því að gestir hátíðarinnar verði um 1.
Meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, sem eitt sinn var eitt stærsta fyrirtæki í heimi, hefur endað tilraun sína til að selja nýja bíla í Kaliforníu í gegnum markaðstorg eBay á veraldarvefnum.
Meira
FL GROUP (nú Stoðir) seldi Tryggingamiðstöðinni húsgögn hinn 6. apríl 2008 fyrir 60 milljónir króna, en sömu húsgögn höfðu verið bókfærð hjá FL Group á 523,3 milljónir króna og var það verðmæti þeirra í árslok 2007.
Meira
Tékkneska leiguflugfélagið Travel Service og tékkneska fjármálafyrirtækið Unimex hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines. Icelandair Group á 50,1% hlut í Travel Service.
Meira
Viðbótarútgáfa ríkisbréfa er gagnrýnd og sögð leiða til þess að virkir vextir hækki. Séu lánskjör nú hagstæð geri Seðlabankinn ekki ráð fyrir vaxtalækkun. Þetta er í andstöðu við lýstan vilja forystu ríkisstjórnarinnar.
Meira
Nú er fundað í hverju horni. Stjórnmálamenn ráða ráðum sínum í misstórum hópum og ræða framtíð stjórnarsamstarfsins í ljósi nýjustu frétta. Lögfræðingar og fjárfestar ræða framtíð fyrirtækja og hvað eigi að gera við gjaldþrota félög.
Meira
Hver hefur ekki velt því fyrir sér hvað gaman væri að eiga gæludýr þegar hvolpar og kettlingar eru auglýstir til sölu eða fást gefins? Slík stundartilfinning er samt oftast kveðin fljótt niður þegar rökvísin tekur yfirhöndina.
Meira
Stella Rósenkranz Hilmarsdóttir stýrir flestu sem viðkemur Dansstúdíói World Class og kennir auk þess ungum dönsurum að meta dansspor Michaels Jacksons.
Meira
Hagkerfi Danmerkur dróst saman um 7,2 prósent frá miðju ári 2008 og fram til loka júní 2009. Samdrátturinn varð töluvert meiri á öðrum ársfjórðungi ársins en hagfræðingar höfðu búist við.
Meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt sig úr stjórn viðskiptaráðs Bandaríkjanna (U.S. Chamber of Commerce) vegna mismunandi skoðana á loftslagsbreytingum. Nike ætlar þó áfram að vera meðlimur í ráðinu.
Meira
Þrátt fyrir fullkomið efnahagshrun og að margar stærstu viðskiptasamsteypur á Íslandi séu gjaldþrota stýra eigendur þeirra enn stórum fyrirtækjum í íslensku viðskiptalífi og hafa þar með haldið vopnum sínum þrátt fyrir áfallið.
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson og Steinþór Guðbjartsson KRÖFUM 23 erlendra banka á hendur Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytinu, FME og SPRON var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Meira
Ferðamálasamtök Wisconsinríkis í Bandaríkjunum, Wisconsin Tourism Federation, hafa tekið þá ákvörðun að skipta um nafn þar sem skammstöfun samtakanna, WTF, þótti ekki tilhlýðileg.
Meira
Alls eru 43 mál til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Embættið hefur ekki gefið út neina ákæru enn sem komið er. Töluvert hefur bæst við af málum að undanförnu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.