Greinar laugardaginn 17. október 2009

Fréttir

17. október 2009 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

1,2 milljarðar í aðstoðina

Margt er gert á vegum borgarinnar til að koma til móts við þá sem þurfa fjárhagsaðstoð. Því meiri stuðnings er þörf eftir því sem fólk þiggur fjárhagsaðstoðina lengur. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Arnaldur hlaut Barry-verðlaunin fyrir Kleifarvatn

Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason hlaut í fyrradag bandarísku glæpasagnaverðlaunin Barry-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Kleifarvatn . Verðlaunin voru veitt á glæpasagnaþinginu Bouchercon í Indianapolis. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 330 orð

Augljósir hagsmunir almennings að þekkja Benjamín Þór

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær þá Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kristinn Hrafnsson, 365 miðla og Ara Edwald af skaðabótakröfu Benjamín Þórs Þorgrímssonar vegna þáttarins Kompás á Stöð 2. Er Benjamín gert að greiða þeim sem hann stefndi 170.000 kr. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Áhersla á kannabis í vímuvarnarviku

VÍMUVARNARVIKA, er nefnd hefur verið Vika 43, hefst á morgun, sunnudag. Að verkefninu stendur Samstarfsráð um forvarnir, SAMFO, sem er vettvangur 18 félagasamtaka er vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um álver á Bakka reiðarslag fyrir Þingeyinga

FRAMSÝN – stéttarfélag lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar álvers á Bakka við Húsavík. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 94 orð

Banaslys varð á Haukadalsheiði

Erlendur karlmaður um sextugt lést þegar hann kastaðist af fjórhjóli á veginum upp á Haukadalsheiði skömmu fyrir kl. 15 í gær. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Bátur sökk á augabragði í Sandgerði

TRÉBÁTURINN Hólmsteinn GK sökk á augabragði í Sandgerðishöfn eftir að Ásdís GK sigldi á hann við bryggju í Sandgerðishöfn síðdegis í gær. Ásdís var að koma úr róðri og var ætlunin að leggja bátnum við bryggju framan við Hólmstein. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

„Einstakt verkefni“

TÓNLISTARMAÐURINN Skúli Sverrisson er sjaldséður gestur á Íslandi en hann er nú staddur hér á landi til að taka upp nýja plötu og verður með tónleika í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í kvöld. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

„Getum tekið fyrsta skrefið til afnáms hafta“

Eftir Önund Pál Ragnarsson og Sigurð Boga Sævarsson „VIÐ getum tekið fyrsta skrefið til afnáms haftanna fyrir 1. nóvember,“ segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra um gjaldeyrishöftin. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Beint frá býli hlaut Fjöregg MNÍ 2009

Beint frá býli hlaut Fjöregg Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, en eggið var veitt í 17. skipti í ár. Verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla og næringarsviði. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Besti tíminn til að sauma er snemma á morgnana

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÉG ÞÓTTI nú dálítið sérstakur unglingur því ég sat og saumaði á meðan aðrir unglingar gerðu... Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Drums tryllti lýðinn í Hafnarhúsinu

Iceland Airwaves er nú í algleymingi, hljómsveitin Drums tryllti lýðinn í Listasafni Íslands – Hafnarhúsi í gærkvöldi þar sem meðlimir sungu og léku á hljóðfæri sín af listfengi. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Ekki farið að lögum

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „MEÐ lögum skal land byggja sögðu þeir gömlu Íslendingar og óvíst hvar lendir ef ekki er farið eftir niðurstöðu dómstóla. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa tvenn lög í landinu. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Evrópumótið hefst í Laugardalslaug

ÞAÐ verður mikill buslugangur í Laugardalslauginni næstu dagana. Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hefst þar í fyrramálið og er sett í kvöld, en mótið stendur yfir í heila viku. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fjórðungur fyrirtækja hyggst fækka starfsmönnum en 14% ætla að fjölga

SEX af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum SA hyggjast ekki gera breytingar á starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum. 14% áforma fjölgun starfsmanna en 26% hyggjast fækka þeim. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Fjölmiðlafrumvarp kynnt öllum þingflokkum eftir helgi

KATRÍN Jakobsdóttir menntamálaráðherra kynnti frumvarp til fjölmiðlalaga á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Frumvarpið verður í framhaldi kynnt þingflokkunum eftir helgi, birt á vefsvæði ráðuneytisins og óskað umsagna hagsmunaðila. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 162 orð

Frekari sprungur í Ólafsfjarðargöngum hafa ekki fundist

STARFSMENN Vegagerðarinnar hafa lokið fyrstu yfirferð í Ólafsfjarðargöngum, eftir að steypuklæðning hrundi þar á dögunum á einum stað. Ekki hafa fundist frekari skemmdir en verið er að taka saman skýrslu um málið innan Vegagerðarinnar. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Gjaldeyrishöftum aflétt fyrir lok líðandi mánaðar

FYRSTU skref til afnáms gjaldeyrishaftanna verða stigin fyrir 1. nóvember, að sögn Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta skrefið felst í því opna fyrir innstreymi fjármagns. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Greiðsluverkfall

GREIÐSLUVERKFALLI Hagsmunasamtaka heimilanna lauk í fyrradag eftir að hafa staðið í tvær vikur. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Grunnur að húsbankakerfi að danskri fyrirmynd

ÁRNI Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra lagði gær fram á Alþingi frumvarp til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Götuvændi og mansal komið upp á yfirborðið

Litháíska konan sem flutt var hingað til lands á fölsuðum skilríkjum er sennilega fórnarlamb mansals á vegum erlendra glæpagengja. Þetta er aðeins ein hlið undirheimastarfsemi sem sækir í sig veðrið á Íslandi. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 499 orð | 2 myndir

Heilsugæsla á hjólum fyrir jaðarhópa samfélagsins

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „HUGMYNDIN kom upp vegna þess að við vitum af hópum í samfélaginu sem eiga hvergi höfði sínu að halla, eru í útigangi, og sum þeirra veigra sér við því að leita sér aðstoðar á heilsugæslum. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Hestamannagleði í Flóa

„Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að fólk þjappi sér saman í söng og gleði. Þetta verður skemmtileg kvöldstund,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Hlegið með forsetanum

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Rauðakrosshúsið við Borgartún í Reykjavík í gær og tók meðal annars þátt í hláturjóga. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hvatningarverðlaun

FYIRTÆKIÐ Léttitækni á Blönduósi fékk nýlega hvatningarverðlaun frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en þau verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 1999. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð

Íþróttir og vínveitingar fara ekki saman

„Að okkar mati fara umfangsmiklar vínveitingar ekki saman við uppeldisstarf og uppeldismarkmið íþróttahreyfingarinnar,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, en ráðið samþykkti á... Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 154 orð

Játaði á sig manndráp í Hafnarfirði

BJARKI Freyr Sigurgeirsson játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana í herbergi sínu að Dalshrauni í Hafnarfirði. 17. ágúst sl. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kennsl borin á manninn

BÚIÐ er að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í flæðarmálinu á Langasandi á Akranesi á fimmtudag. Um er að ræða 25 ára gamlan íslenskan karlmann sem búsettur var á höfuðborgarsvæðinu. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Konurnar trylltar í Geir Ólafs á árshátíð Olís

Tvær samkomur voru haldnar á Hótel Selfossi í gærkvöldi, annars vegar borgarafundur séra Gunnars Björnssonar og hins vegar árshátíð kvenna sem starfa hjá Olís. Þar skemmti Geir Ólafsson söngvari sem sló í gegn við mikinn fögnuð kvennanna. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 39 orð

Kröfuhafar Atorku gætu eignast félagið að fullu

KRÖFUHAFAR Atorku group munu eignast félagið að fullu ef nauðasamningar verða samþykktir. Allt hlutafé í Atorku verður fært niður skv. heimildum Morgunblaðsins. Stjórn Atorku hefur boðað til hluthafafundar nk. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 111 orð

LEIÐRÉTT

Ljóð misritaðist Í minningargrein um Sigrúnu Helgadóttur í blaðinu í gær eftir Ingunni Guðmundsdóttur misritaðist ljóð eftir Jakobínu Johnson sem kom út í ljóðabókinni Kertaljós 1939. Svona er ljóðið í bókinni: Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FME hefur sent mál er varðar allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til embættis sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Miðar í rétta átt hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TÓMAS H. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Mótmæla brottvísun flóttamanna

TUGIR tóku þátt í aðgerðum á Lækjartorgi í gær, þar sem mótmælt var að fjórum flóttamönnum sem hafa dvalist hér á landi var vísað til Grikklands. Þrír þeirra eru þegar farnir utan. Safnað var undirskriftum þar sem brottvísun var mótmælt. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Norræn stórhljómsveit með tónleika

Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Hátt í hundrað ungmenni frá Danmörku og Noregi eru nú á ferð um Ísland og halda hér fjölda tónleika. Meira
17. október 2009 | Erlendar fréttir | 749 orð | 3 myndir

Ráðþrota stjórn og vaxandi ógn í púðurtunnu Pakistans

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Pakistan virðast standa ráðþrota frammi fyrir hrinu mannskæðra sprengjuárása íslamskra öfgamanna í borgum landsins síðustu vikurnar. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Saga veitustofnana komin út í bókum

Í ÁR eru 100 ár frá því vatnsveita tók til starfa í Reykjavík og olli hún byltingu í lífsskilyrðum borgarbúa. Þessa hefur verið minnst með margvíslegum allt þetta ár. Í gær var lokahnykkur hátíðarhaldanna þegar haldið var málþing um vatns- og veitumál. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

SA vilja fjölga konum í forystu atvinnulífsins

SAMTÖK atvinnulífsins telja það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs og hvetja því fyrirtæki til að nýta betur kraft kvenna. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 270 orð | 2 myndir

Skjár 1 ekki lengur ókeypis

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SKJÁR 1 verður frá miðjum nóvember nk. áskriftarstöð og sent verður út í læstri dagskrá. Undantekningin er tíminn frá kl 18. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Skólabúðir vel sóttar eftir stutta lægð

NÁNAST er fullbókað út veturinn í skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem grunnskólanemendum gefst kostur á að dvelja í viku í senn við óhefðbundið skólastarf. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Skuldirnar breyttust í skrímsli

MEÐ gengishruni krónunnar breyttust skuldir sjávarútvegsfyrirtækja í hrein og klár skrímsli og ekki er eðlilegt að ríkisstjórnin fari svonefnda fyrningarleið aflaheimilda í kvótakerfinu nema taka skuldir fyrirtækja og einstaklinga einnig inn í breytuna. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Vegagerð í Héðinsfirði án leyfis

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FJALLABYGGÐ, sameinað sveitarfélag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, hefur stöðvað frekari vegaframkvæmdir í Héðinsfirði á meðan landeigendur hafa ekki aflað tilskilinna framkvæmdaleyfa. Meira
17. október 2009 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Vinnutími styttist um þrjá tíma við hrunið

Með hruni efnahagslífsins styttist vinnutími mikið. Styttingin er næstum þrjár stundir í viku. Þetta hefur áhrif á tekjur fólks og þar með skatttekjur ríkisins og sveitarfélaga. Meira

Ritstjórnargreinar

17. október 2009 | Leiðarar | 264 orð

Götuvændi í Reykjavík

Grunur leikur á að kona, sem kom hingað til lands fyrir viku, sé fórnarlamb mansals. Konan var ráðvillt við komuna til landsins og gat litlar skýringar gefið á ferðum sínum. Í upphafi þessarar viku hvarf konan, en fannst síðar að nýju. Meira
17. október 2009 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Mótmæli eða ofbeldi?

Eftir bankahrunið síðastliðið haust hafa mótmæli orðið tíðari og meira áberandi en áður var. Þetta hófst með mótmælum fyrir utan Alþingishúsið, sem urðu æ öfgakenndari og jafnvel ofbeldisfyllri eftir því sem leið á síðasta vetur. Meira
17. október 2009 | Leiðarar | 372 orð

Verði ljós

Hugmyndir um umhverfisskatt í nýju fjárlagafrumvarpi hafa víða valdið uppnámi. Það er ekki að furða því að um allt land berjast fyrirtæki í bökkum og mega ekki við því að rekstur þeirra verði gerður erfiðari. Meira

Menning

17. október 2009 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar „Papa Jazz“

GUÐMUNDUR Steingrímsson verður áttræður hinn 19. október. Af því tilefni og vegna útkomu bókarinnar Papa Jazz verður útgáfuhátíð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 15-17 sunnudaginn 18. okt. Meira
17. október 2009 | Tónlist | 398 orð

Eitt allsherjar partí!

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Mörgum er eflaust sorg í huga enda sér nú fyrir endann á Airwaves; fjölbreytt fjör í kvöld og svo heljarinnar partí á morgun. Meira
17. október 2009 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Elín Ey lét gott af sér leiða á Airwaves

*Airwavesútsendari blaðsins rakst á mann og annan að vanda á rölti sínu um hátíðina í fyrradag. Elín Ey tjáði honum t.d. að hún hefði fengið tvö spilapláss á hátíðinni en eftirlátið vinkonu sinni úr Trúbbatrix annað þeirra. Meira
17. október 2009 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Fullkomnar manneskjur

Börn hlæja tuttugu sinnum oftar en fullorðnir, sagði þulur í bresku heimildarmyndinni Aldamótabörn sem RÚV sýndi síðastliðið mánudagskvöld. Ósjálfrátt hrökk maður við við þessar upplýsingar. Meira
17. október 2009 | Fólk í fréttum | 49 orð | 1 mynd

Kalli og Sölvi kosta 550 krónur á viku

* SkjárEinn tilkynnti í gær að sjónvarpsstöðin yrði gerð að áskriftarstöð og send út í læstri dagskrá frá miðjum nóvember n.k. Mánaðaráskrift mun kosta 2.200 kr. Þetta eru slæmar fréttir fyrir aðdáendur Kalla Berndsen og Sölva Tryggva . Meira
17. október 2009 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Klassík í Kammermúsíkklúbbnum

HEIÐRÍKJA klassíska tímans verður við völd í Kammermúsíkklúbbnum í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Meira
17. október 2009 | Leiklist | 244 orð | 1 mynd

Leikur illmenni með bandarískum hreim

LEIKARINN Stefán Hallur Stefánsson dvelur nú í Frakklandi þar sem hann leikur í uppfærslu á Júlíusi Sesari eftir Shakespeare. „Leikstjóri verksins er Arthur Nauzyciel sem leikstýrði Sædýra-safninu í Þjóðleikhúsinu. Meira
17. október 2009 | Kvikmyndir | 449 orð | 2 myndir

Margsnúinn dagur hjá myndlistarkennara

Leikstjóri og handritshöfundur: Þorsteinn Gunnar Bjarnason. Tónlist: Kristján Viðar Haraldsson. Kvikmyndataka: Tómas Örn Tómasson. Klipping: Sigurður Kristinn Ómarsson. Meira
17. október 2009 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Menningarganga í Hveragerði

BÓKASAFNIÐ í Hveragerði og Listasafn Árnesinga efna til menningargöngu um Hveragerði á morgun kl. 13 undir yfirskriftinni Heitir þræðir í Hveragerði. Meira
17. október 2009 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Messað að Grallarasið í Langholti

HÁTÍÐARMESSA að hætti Grallarans, eða Graduale, frá 1594, verður sungin í Langholtskirkju í fyrramálið. Tilefnið er 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar, sem helguð er Guðbrandi biskupi Þorlákssyni. Meira
17. október 2009 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Miðasala hefst og jólaplata kemur út 30. okt.

* Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson , einnig nefndur Bo Hall, heldur jólatónleika í Laugardagshöll 5. desember næstkomandi með góðum gestum og hefst miðasala 30. október kl. 10. Meira
17. október 2009 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Norskir listamenn á Gljúfrasteini

RITHÖFUNDASETRIN Gljúfrasteinn og Skriðuklaustur stíga nú fyrstu skrefin í samstarfi sín á milli og efna til tónleika á Gljúfrasteini í dag kl. 16. Meira
17. október 2009 | Tónlist | 235 orð | 1 mynd

Ófeiminn við ómstríður

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar hefjast í dag í 28. sinn undir kjörorðinu Soli Deo Gloria, setningunni sem Jóhann Sebastian Bach skrifaði við mörg verka sinna og þýðir Guði einum til dýrðar. Marteinn H. Meira
17. október 2009 | Tónlist | 623 orð | 1 mynd

Saminn og útsettur spuni

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Tónlistarmaðurinn Skúli Sverrisson hefur dvalið erlendis undanfarna áratugi og unnið með mörgum heimsþekktum tónlistarmönnum á milli þess sem hann hefur unnið að eigin tónlist. Meira
17. október 2009 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Sookie leitar skýringa

ÞEIR sem sogast hafa inn í furðuheim True Blood og eru búnir með þær tvær þáttaráðir sem framleiddar hafa verið og gefnar út, hljóta að velta vöngum yfir því hvað taki við í þriðju þáttaröð sem verður frumsýnd næsta sumar. Meira
17. október 2009 | Bókmenntir | 104 orð | 1 mynd

Svanurinn minn syngur

DAGSKRÁ helguð Höllu Eyjólfsdóttur skáldi verður í Gerðubergi á morgun frá kl. 14 - 16. Tilefni óðsins til Höllu er opnun sýningarinnar Svanurinn minn syngur. Líf og ljóð skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. Guðfinna M. Meira
17. október 2009 | Kvikmyndir | 207 orð | 1 mynd

Vala er kvikmyndafyrirtæki með tilgang

NÝTT kvikmyndafyrirtæki hefur litið dagsins ljós. Vala-kvikmyndir sérhæfir sig í gerð heimildamynda og handrita. Fyrirtækið er í eigu leikstjórans Veru Roth og aðrir starfsmenn eru Guðný R. Hannesdóttir og Lína Thoroddsen framkvæmdastjórar. Meira
17. október 2009 | Fólk í fréttum | 147 orð

Vonbrigði í Amsterdam

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is EKKI er allt rokk Airwavesrokk eins og sannast í kvöld þegar Vonbrigði halda tónleika í Amsterdam í miðri Airwaves-veislu. Ókeypis er inn á tónleikana sem hefjast kl. 23:00. Þess má svo geta að Dýrðin hitar upp. Meira
17. október 2009 | Fólk í fréttum | 385 orð | 2 myndir

Þegar andaktin hefst...

Mmmm... Airwaves. Tónlistarveisla ársins en eiginlega meira eins og himnaríki fyrir menn í minni stöðu. Ég hef í gegnum tíðina náð að breyta Airwavesrölti í Airwaveshlaup, hef þann háttinn á að fara tíðum á milli staða, tvö lög á kjaft og málið er... Meira

Umræðan

17. október 2009 | Aðsent efni | 150 orð

Að grípa tækifærið

RÁÐNING nýrra ritstjóra á Morgunblaðið réð ekki ákvörðun minni að segja starfi mínu lausu á Morgunblaðinu. Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Af hvaða hvötum tala menn svona?

Eftir Birnu Lárusdóttur: "...skipa ég mér tafarlaust í lið með Suðurnesjamönnum, sem þurfa að glíma við jafn hrokafull viðhorf og einkenna málflutning Dofra." Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

AGS og Landspítalinn okkar

Eftir Gunnar Skúla Ármannsson: "Rætt er um 9% niðurskurð á LSH árið 2010 og það gæti þýtt að segja þyrfti upp 4-500 manns um leið og fjárlög landsins öðlast gildi." Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 604 orð | 3 myndir

Eiga hjúkrunarfræðingar erindi við framhaldsskólanemendur?

Eftir Þóreyju Rósu Einarsdóttur, Sonju Maggýju Magnúsdóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur: "Þannig þarf að efla tengsl milli heilsugæslu og framhaldsskólanna og marka samræmda stefnu og markmið fyrir starfsemi skólahjúkrunar innan framhaldsskóla..." Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Einelti – eða hvað?

Eftir Hauk Ágústsson: "Mál sr. Gunnars Björnssonar á Selfossi hefur þvælst allt of lengi. Er ekki mál til komið að linni?" Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 478 orð | 1 mynd

Hagræðing sem skilar árangri

Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur: "Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel, er í samræmi við áætlanir og gott betur. Ytri skilyrði eru hins vegar erfið sem hefur áhrif á heildarniðurstöðuna." Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 392 orð | 1 mynd

Íslenskar erfðaauðlindir og framtíð landbúnaðar

Eftir Áslaugu Helgadóttur: "Brýnt er að varðveita erfðafjölbreytni eigi landbúnaður að geta lagað sig að breyttu veðurfari og tryggt fæðuöryggi til framtíðar." Meira
17. október 2009 | Pistlar | 448 orð | 1 mynd

Liljur vígvallarins

Hvað er sannleikur og hvað tilbúningur? Hvað er list og hvað er ólystilegur veruleiki? Hvernig getur maður verið viss? Er nema von að saklaus sveitadrengur spyrji eftir að hafa farið í leikhúsið sitt og síðan fylgst með fréttum rétt eins og venjulega? Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Meinloka eða lýðskrum?

Eftir Kára Arnór Kárason: "Að þetta bæti hag ríkisins án þess að valda almenningi „sársauka“ er því í besta falli meinloka." Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 317 orð | 1 mynd

Ráðherra hrósað

Eftir Gústaf Adolf Skúlason: "Íslensk raforkufyrirtæki geta ekki verið skotmörk athugasemda við áhrif gildandi laga" Meira
17. október 2009 | Bréf til blaðsins | 468 orð

Skerðing örorkubóta

Frá Dagrúnu Sigurðardóttur: "HVERNIG má það vera að ég, einstaklingur sem hef örorkubætur frá lífeyrissjóðum og að hluta frá Tryggingastofnun fæ nú skertar bætur um nær 20% frá lífeyrissjóðnum sem þar að auki hafði skert tekjur mínar um 10% fyrr á árinu vegna stöðu sjóðsins?" Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Starfsfélög

Eftir Bjarna Pétur Magnússon: "Í starfsfélagi verði starfsöryggi manna tryggara en er í dag." Meira
17. október 2009 | Velvakandi | 542 orð | 1 mynd

Velvakandi

Um útvarp að gefnu tilefni SÚ var tíðin að það var mikið hlustað á útvarp á Íslandi. Það starfaði metnaðarfullt fólk við útvarpið og dagskráin var menningarlega þjóðleg og þjóðlega menningarleg. Meira
17. október 2009 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Þjóðremba gagnvart Impregilo?

Eftir Guðmund Gunnarsson: "Hér eru talinn einungis nokkur atriði sem trúnaðarmenn glímdu við. Þessi listi er ekki síður áfellisdómur yfir við komandi ráðuneytum" Meira

Minningargreinar

17. október 2009 | Minningargreinar | 2222 orð | 1 mynd

Arnfríður Þorsteinsdóttir

Arnfríður Þorsteinsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum á Langanesi 7. nóvember 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 11. október 2009. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Guttormur Einarsson, f. 9.1. 1865 í Krossavík í Vopnafirði, d. 10.4. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargrein á mbl.is | 607 orð | 1 mynd | ókeypis

Arnfríður Þorsteinsdóttir

Arnfríður Þorsteinsdóttir fæddist á Syðri- Brekkum á Langanesi Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargreinar | 5945 orð | 1 mynd

Hjalti Gestsson

Hjalti Gestsson fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 10. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 6. október 2009. Foreldrar hans voru Margrét Gísladóttir húsfreyja og organisti, f. 30.9. 1885, d. 7.6. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1422 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjalti Gestsson

Hjalti Gestsson fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 10. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 6. október 2009. Foreldrar hans voru Margrét Gísladóttir húsfreyja og organisti, f. 30.9. 1885, d. 7.6. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargreinar | 1271 orð | 1 mynd

Kjartan Ólafsson

Kjartan Ólafsson bóndi fæddist á Skriðnesenni, Bitru í Strandasýslu 1. nóvember 1917. Hann lést á Sjúkrahúsinu Selfossi 3. október 2009. Foreldrar hans voru Ólafur Indriðason frá Hvoli í Saurbæ, f. 9.11. 1862, d. 7.7. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargrein á mbl.is | 2868 orð | 1 mynd | ókeypis

Soffía Felixdóttir

Soffía Felixdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1935. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 1. október 2009. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 8.6. 1906, d. 29.9. 1982 og Felix Ottó Sigurbjarnason, f. 1.10. 1 Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargreinar | 689 orð | 1 mynd

Soffía Felixdóttir

Soffía Felixdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1935. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 1. október sl. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 8.6. 1906, d. 29.9. 1982 og Felix Ottó Sigurbjarnason, f. 1.10. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargreinar | 2921 orð | 1 mynd

Þorgerður Benediktsdóttir

Þorgerður Benediktsdóttir, húsfreyja á Grænavatni í Mývatnssveit, var fædd á Grænavatni hinn 5. apríl 1916. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík 8. október, á nítugasta og fjórða aldursári. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2009 | Minningargreinar | 3428 orð | 1 mynd

Þóranna Hansen

Þóranna Hansen fæddist á Dalvík 18. apríl 1936. Hún lést á gjörgæsludeild FSA 7. okt. sl. Foreldrar hennar voru Hans Herluf Hansen, f. 18.7. 1901, d. 4.5. 1936, og kona hans Þuríður Jóna Magnúsdóttir, f. 2.9. 1906, d. 5.7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. október 2009 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Bú Samsonar deilir við Kaupþing um innstæðu

ÞROTABÚ Samsonar ehf. hefur höfðað mál gegn Nýja Kaupþingi vegna innstæðu sem bankinn tók upp í fimm milljarða króna skuld Samsonar við bankann. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
17. október 2009 | Viðskiptafréttir | 535 orð | 3 myndir

Grunur um falsaða eftirspurn hlutabréfa

Grunur leikur á að Kaupþing banki hafi sent röng og villandi skilaboð til markaðarins um verð á eigin hlutabréfum. Bankinn hafi kerfisbundið reynt að halda verði og eftirspurn í hámarki. Meira
17. október 2009 | Viðskiptafréttir | 311 orð | 2 myndir

Hlutafé í Atorku fært niður

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Allt hlutafé í Atorku Group verður fært niður og kröfuhafar félagsins munu eignast það að fullu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stjórn Atorku hefur boðað til hluthafafundar næsta miðvikudag, 21. Meira
17. október 2009 | Viðskiptafréttir | 305 orð | 1 mynd

Reikna með betri endurheimtum

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞAÐ eru tvær meginástæður fyrir því að við teljum að endurheimtuhlutfall á skuldabréfum Kaupþings verði hærra en lesa má út úr reikningum skilanefndar bankans. Meira

Daglegt líf

17. október 2009 | Daglegt líf | 188 orð

Að draga vestanölduna

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðrún Kristinsdóttir prófessor og Svanhildur Hólm Valsdóttir frkv.stj. þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þær fást m.a. við „þjófaleit“ og „að draga vestanölduna“. Meira
17. október 2009 | Daglegt líf | 1461 orð | 4 myndir

Hetjudáðir hinna fátæku

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður og bóksali á Selfossi, sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína um þessi jól. Hún nefnist Svo skal dansa og er að sögn höfundar saga um kvenréttindi og hetjudáðir hinna fátæku. Meira
17. október 2009 | Daglegt líf | 545 orð | 4 myndir

Síðasta kvöldmáltíðin tók tvö ár

Útsaumur er líf og yndi Olgu Guðmundsdóttur í Silfurtúni á Flúðum. Hún er lömuð í vinstri handlegg en það kemur ekki í veg fyrir að úr höndum hennar spretti listaverkin hvert af öðru. Meira
17. október 2009 | Daglegt líf | 601 orð | 2 myndir

Vestmannaeyjar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á kennslu í Fab Lab-smiðjunni í Eyjum fyrir breiðan hóp fólks. Boðið er upp á sérnámskeið fyrir hópa og fyrirtæki og kennslu fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur. Meira

Fastir þættir

17. október 2009 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

80 ára

Skafti Einarsson varð áttræður 13. október síðastliðinn. Af því tilefni ætla hann og fjölskylda hans að bjóða vinum og vandamönnum að hitta sig og þiggja veitingar í Félagsheimili Karlakórs Selfoss, Eyrarvegi 67 á Selfossi í dag, laugardaginn 17. Meira
17. október 2009 | Fastir þættir | 158 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sviti og grátur. Norður &spade;ÁG7654 &heart;K75 ⋄2 &klubs;K85 Vestur Austur &spade;2 &spade;KD98 &heart;D432 &heart;986 ⋄109 ⋄43 &klubs;D109732 &klubs;ÁG64 Suður &spade;103 &heart;ÁG10 ⋄ÁKDG8765 &klubs;-- Suður spilar 6⋄. Meira
17. október 2009 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

Bridsfélag Hafnarfjarðar Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson/Jón Alfreðssson sigruðu í A-Hansen tvímenning félagsins nokkuð örugglega. Hrafnhildur Skúladóttir og Alda Guðnadóttir fengu hæsta skor kvöldsins. Efstu pör: 976 Guðbr.... Meira
17. október 2009 | Árnað heilla | 216 orð | 1 mynd

Ekki slæmt að eldast

„ÉG er alltaf glöð og ánægð með að geta fagnað afmæli. Meira
17. október 2009 | Í dag | 1691 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Jesús læknar hinn lama. Meira
17. október 2009 | Í dag | 17 orð

Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum...

Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56. Meira
17. október 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Aron Freyr fæddist 4. júní kl. 7.39. Hann vó 4.005 g og var...

Reykjavík Aron Freyr fæddist 4. júní kl. 7.39. Hann vó 4.005 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Margrét Þráinsdóttir og Davíð Þór... Meira
17. október 2009 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. Be3 b6 9. Dd2 e5 10. Bh6 Dd6 11. O-O-O b5 12. Bxg7 Kxg7 13. Re2 a5 14. g4 a4 15. Rg3 Rg8 16. Hdg1 Kh8 17. Rf1 f6 18. Re3 Be6 19. Kb1 Bf7 20. h4 De6 21. c4 Had8 22. De2 Be8 23. Meira
17. október 2009 | Fastir þættir | 302 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er áhugasamur um konur og hefur í laumi sterkar skoðanir á klæðaburði þeirra, þótt enginn sé hann Karl Lagerfeld. Um hríð hefur mikið verið í tísku meðal kvenna að klæðast hnjásíðum pokum. Meira
17. október 2009 | Í dag | 137 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

17. október 1946 Úrsmiðir afhentu Sjómannaskólanum turnklukku, þá stærstu sinnar tegundar hér á landi. Morgunblaðið sagði að „hin mesta bæjarprýði væri að þessari klukku“. 17. október 1975 Svarta skýrslan svonefnda var afhent alþingismönnum. Meira

Íþróttir

17. október 2009 | Íþróttir | 531 orð | 2 myndir

„Helmingslíkur á að komast áfram“

Möguleikar Íslandsmeistara Hauka á að komast áfram í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik verða að teljast ágætir, en Haukarnir taka í dag á móti pólska liðinu Wisla Plock í síðari viðureign liðanna í 2. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

„Mætum alveg bandbrjálaðar gegn Austurríki“

„MÖGULEIKAR okkar á sigri gegn Austurríki eru mjög góðir,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik, spurð um hverjir séu möguleikar íslenska landsliðsins gegn Austurríki í undankeppni Evrópumeistaramótsins þegar... Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

„Stefán á enn mikið inni“

„STEFÁN hefur sýnt sig og sannað sem traustur maður, bæði innan og utan vallar. Hann er 29 ára gamall en við vitum að hann á samt mikið inni. Ferill hans hefur verið upp og ofan og það er meiri vinna eftir. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

„Það er töluverð pressa á mér“

GUNNAR Berg Viktorsson kemur inn í Haukaliðið á nýjan leik og verður með í Evrópuleik Hauka gegn Wisla Plock í dag. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Evrópumót fatlaðra í sundi hefst á morgun

KEPPNI á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi hefst í Laugardalslauginni í fyrramálið. Þetta er langstærsta verkefni sem Íþróttasamband fatlaðra hefur tekið að sér en mótið stendur yfir samfleytt í viku og lýkur næsta laugardag, 24. október. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 408 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Guðmundur Þórður Guðmundsson , landsliðsþjálfari í handknattleik karla, verður á meðal fyrirlesara á ráðstefnu um handknattleik sem norska handknattleikssambandið stendur fyrir í Vínarborg samhliða Evrópumeistaramóti karla í handknattleik 26. - 28. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 300 orð | 1 mynd

Góð vörn er helsti styrkur Snæfells

SNÆFELL hefur á undanförnum árum skipað sér í hóp bestu körfuknattleiksliða landsins. Stykkishólmsbúar hafa með markvissum vinnubrögðum náð að halda flestum af sínum bestu leikmönnum og stöðugleiki hefur einkennt félagið. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Grindvíkingar fara af stað af miklum krafti

„Mínir menn voru einfaldlega yfirspenntir í þessum leik, sagði Karl Jónsson þjálfari Tindastóls, eftir að lið hans tapaði stórt á heimavelli, 95:64, fyrir Grindavík í úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla í gærkvöldi. Kári tók við liðinu í sumar. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 291 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla Iceland Express-deildin: Keflavík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla Iceland Express-deildin: Keflavík – Breiðablik 96:74 Tindastóll – Grindavík 65:94 Stjarnan – Fjölnir 90:67 Staðan: KR 11098:632 Snæfell 11090:582 Grindavík 11095:642 Stjarnan 11090:672 Keflavík... Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 614 orð | 2 myndir

Meiri hraði og fleiri góðir leikmenn

„Við ætlum okkur að vera í baráttunni um efstu sætin í öllum mótum og ef okkur tekst að fá útlending þá setjum við upp boxhanskana og berjumst af krafti um allt sem er í boði,“ segir Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells þegar hann var... Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 123 orð

Pólverjar fjölmennir?

HAUKARNIR reikna með að nokkur hundruð Pólverjar mæti á Ásvelli í dag til að styðja við bakið á Wisla Plock í síðari leik Hauka og pólska liðsins í EHF-keppninni í handknattleik en liðin mætast á Ásvöllum klukkan 16 í dag. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Rakel Dögg er ósátt við stöðu sína

RAKEL Dögg Bragadóttir, landsliðskona í handknattleik, er ósátt við þá stöðu sem hún er í hjá danska úrvalsdeildarliðinu KIF Vejen. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 56 orð

Stjörnur hvíldar

STEVEN Gerrard og Fernando Torres verða ekki með Liverpool þegar liðið sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 336 orð

Útlendingar sáu um tilþrifin í Keflavík

Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

Verra en ég reiknaði með

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG reikna ekki með að spila með GOG fyrr en eftir landsleikjafríið. Eins og staðan er nú þá gæti heimaleikurinn við Bjerringbro 5. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 287 orð | 2 myndir

Það eru talsverðar breytingar á leikmannahópnum hjá Snæfelli

Það eru talsverðar breytingar á leikmannahópnum hjá Snæfelli fyrir þetta tímabil. Snæfell endaði í þriðja sæti í deildinni í fyrra en liðið lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn árið 2004 þar sem Keflavík hafði betur. Meira
17. október 2009 | Íþróttir | 163 orð

Þríeykið skoraði 72 af 90 stigum Stjörnunnar gegn Fjölni

NÝLIÐAR Fjölnis í Iceland Express deild karla fengu verðugt verkefni í 1. umferð og heimsóttu bikarmeistara Stjörnunnar í Garðabæinn. Þrátt fyrir góða baráttu og mikinn vilja þá tókst Fjölnismönnum ekki að veita Garðbæingum nægilega keppni. Meira

Barnablað

17. október 2009 | Barnablað | 77 orð | 1 mynd

Eins hljóðfæraleikarar

Málmblásturshljóðfæri eru úr langri málmpípu sem er beygð svo að hún verði meðfærilegri. Tónarnir eru myndaðir með því að blása í munnstykki sem er tengt pípunni. Flest hljóðfæranna eru með ventlum. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 1 orð | 1 mynd

Finndu fimm villur

17. október 2009 | Barnablað | 131 orð | 1 mynd

Geta ljóðskáld verið skemmtileg?

Börn og unglingar sem fara að sjá leiksýninguna um Bólu-Hjálmar eru mörg hver með blendnar tilfinningar áður en leiksýningin hefst. Jú, það er ágætt að fá smá frí í skólanum og sjá leiksýningu en leiksýning um ljóðskáld, getur það verið skemmtilegt? Meira
17. október 2009 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Lausnir

Hljóðfæraleikarar númer 2 og 8 eru eins. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Nammi namm

Aðeins ein mús er heppin og hittir hina músavini sína í ostinum. Hver er heppna músin? Lausn... Meira
17. október 2009 | Barnablað | 32 orð | 1 mynd

Órækt hjá Ólafi

Ólafi óðalsbónda brá heldur en ekki í brún þegar hann sá að það fannst arfi í garði hans. Getur þú hjálpað honum að finna réttu rótina svo hann geti slitið arfann... Meira
17. október 2009 | Barnablað | 203 orð | 1 mynd

Pennavinir

Hæ! Ég heiti Thelma Líf og mig langar að eignast pennavin á aldrinum 10-12 ára, stelpu eða strák. Sjálf er ég 10 ára. Áhugamálin mín eru dýr, að prjóna og að syngja. Ég vona að póstkassinn fyllist fljótt. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 676 orð | 2 myndir

Rappari sem ropaði út úr sér ljóðum

Sýningin um Bólu-Hjálmar var upphaflega sett á svið til að fræða unglinga um þetta merka íslenska skáld sem virðist þó mörgum gleymt. Áhorfendahópurinn hefur þó verið að breytast því yngri börn virðast hafa mjög gaman af sýningunni og eins fullorðið fólk. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 169 orð

Skemmtilegt skop

Kennaranum hafði gengið illa að útskýra tíðir sagna fyrir Nonna litla, en gafst þó ekki upp. „Hvaða tíð er ég borða,“ spurði kennarinn vonglaður um að eitthvað væri að rofa til í kollinum á Nonna. „Máltíð,“ svaraði Nonni glaður. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 121 orð

Smakk smakk

Þessi leikur getur verið sniðugur í afmælum. Fjöldi: 3-10 leikmenn Aldur: +6 ára Áhöld: sósur, krydd, diskar og treflar Völlur: borð og svæðið í kringum það. Leiklýsing: Stjórnandi leiksins setur nokkrar tegundir af kryddi og sósum á diska. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 137 orð | 1 mynd

Sætir snjóboltar

Þessi uppskrift er góð fyrir nammidaginn. Þú getur búið til þitt eigið sælgæti en mundu samt að fá leyfi hjá einhverjum fullorðnum áður en þú hefst handa í eldhúsinu. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 89 orð

Vinningshafar í verðlaunaleik

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa dulmál í verðlaunaleik vikunnar og var rétt svar; Hvar ertu Villi? Dregið var úr réttum innsendum lausnum og fá hinir heppnu stórbókina um Línu langsokk. Meira
17. október 2009 | Barnablað | 43 orð | 1 mynd

Það vantar eitthvað

Í fyrstu lítur ef til vill út fyrir að á neðri og efri mynd sé að finna sömu smáteikningarnar. Það er þó ekki alveg þannig. Á neðri myndina vantar þrjá hluti sem eingöngu eru á þeirri efri. Hvaða hlutir eru það? Lausn... Meira

Lesbók

17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð | 1 mynd

Alveg að koma

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í byrjun viku um að 90% fengjust upp í Icesave-skuldbindinguna úr þrotabúi Landsbankans var grunsamlega bjartsýn fyrir mörg okkar sem erum orðin vön vondum fréttum. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 461 orð | 3 myndir

Andófsmáttur staðreyndanna

Fáir standa breska sagnfræðingnum Timothy Garton Ash á sporði í að fjalla um og greina atburði samtímans. Ash gat sér orð fyrir skrif sín um málefni Austur-Evrópu. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 625 orð | 2 myndir

Ástaróður til borgarinnar sem vakir

Þá hefur önnur myndin í röð um „borgir ástarinnar“, litið dagsins ljós og kemur ekki á óvart að í þetta skipti fjalla nokkrir úr hópi virtra leikstjóra um New York. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð | 1 mynd

Á strandvegum Perú

Skrítin, lítil vegamynd frá Perú fylgir eftir ferðalagi sem Santi (Jason Day), leggur upp í eftir sjálfsmorð föður síns. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 341 orð | 2 myndir

Draugagangur og döbb

Andrew Weatherall hafði getið sér orð fyrir lipra endurvinnslu á tónlist annarra áður en hann tók til við eigin verk, en það gekk líka bráðvel eins og sannast af skífunni klassísku Haunted Dancehall með Sabres of Paradise. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 245 orð | 1 mynd

Endaði vel

Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Giancarlo Scarvaglieri, Mariu Cederborg, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson. Flautukórinn lék undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Einleikari: Melkorka Ólafsdóttir. Sunnudagur 11. október. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð | 1 mynd

Fiðrildasafnari færist í aukana

Ein síðasta mynd Wylers er byggð á fyrstu skáldsögu Johns Fowles og mikilli metsölubók. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1504 orð | 2 myndir

Gott að hafa eldinn í sér

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Ég vona að röddin mín sé ég. Það er hrikalega erfitt að vera beðinn að lýsa henni. Ég get það ekki. En ég er mjög ánægður með hana. Áhugi minn á tónlist er meðfæddur. Ég veit ekkert hvernig það gerist. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 245 orð | 1 mynd

Hékk ekki iðjulaus

Eitt er það þó, sem fáa hefur órað fyrir, að fyrir augu þeirra ætti að bera hér á Íslandi, en það er kona við hjólbarðaviðgerðir. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð | 1 mynd

Hvenær kemur platan?

Massive Attack á eina þá glæstustu fortíð í raftónlistarheimum sem um getur; með fyrstu plötu sinni, Blue Lines (1991) bjó hún til hið svofellda trip-hop, með annarri plötunni, Protection (1994) hnykkti hún enn betur á því og enn var fersk- og... Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 558 orð | 3 myndir

Í gangi

Kvikmyndir Listasafn ASÍ Ásmundarsalur Guðjón Ketilsson ****½ Skúlptúrar á gólfi eru samsettir úr notuðum húsgögnum sem listamaðurinn sníður til og búa þeir við einhverskonar þvingun, samanpressaðir og fá lítið svigrúm til að anda. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 449 orð | 2 myndir

Lesarinn | Magnús Guðmundsson

Nú þegar uppskerutíð íslenskra bókmennta er handan við hornið, verð ég að játa að ég hef ekki verið neitt allt of duglegur við lestur. Hef reyndar átt það til að leita á slóðir þeirra sem eru í sérstöku uppáhaldi. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 362 orð | 1 mynd

Listin – skjól eða sannleikur?

Um daginn sat ég á fundi þar sem haft var orð á því, að í þessum heimi, þar sem ráðaleysið í pólitískri umræðu og áhyggjur af ástandinu væru að ræna fólk allri ró, væri gott að geta leitað skjóls í listinni. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

Ljóð

Þegar skuldaholskeflan skellur á bakinu á þér þar sem þú stendur við útidyrnar að húsinu, sem þú hélst til skamms tíma að þú ættir, finnur þú til einhvers furðulegs léttis. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1683 orð | 2 myndir

Múrinn fellur í Berlín

Tuttugu ár eru síðan andóf jókst í Austur-Þýskalandi. Lyktir þess urðu fall Berlínarmúrsins 9. nóvember. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð | 1 mynd

Ósungnir meistarar

Stundum finnst manni sú gnótt gæðaplatna sem út kemur, lát- og linnulaust, nær því að vera bölvun en blessun. Er maður kannski að missa af plötu sem á eftir að breyta lífi manns? Hvernig á ég að innbyrða þetta allt? Arrrgh!!! Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 561 orð | 2 myndir

Samkeppni í brennidepli

Skortur á virkri samkeppni á Íslandi hefur verið til skoðunar hjá fréttastofu RÚV og Kastljósinu að undanförnu. Þetta er afar brýn umfjöllun því lykilforsenda þess að markaðshagskerfi virki er að til staðar sé raunverulegur markaður; þ.e.a.s. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð | 3 myndir

Sá fjórtandi: Skáldrámur

Jólaplata frá Bob Dylan. Já, ég endurtek: Jólaplata frá Bob Dylan. Fréttir af þessu tiltæki hafa að vonum vakið athygli og hugur margra er blendinn. Er hann endanlega búinn að missa það? Orðinn of mjúkur í ellinni? Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð | 1 mynd

Selshaus upp úr gólfinu

Í Eyrbyggja sögu er greint frá Fróðárundrum, einhverjum magnaðasta draugagangi íslenskrar bókmenntasögu. Hér dregur til tíðinda, er selurinn birtist. Textinn er úr útgáfu Hins íslenska fornritafélags frá 1965. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð | 1 mynd

Skóhorn og ástkonur

GÍSLI Þór Ólafsson skáld á Sauðárkróki hefur gefið út nýja ljóðabók, Hér var eitt sinn annað skóhorn . Þetta er fjórða ljóðabók Gísla Þórs, en síðustu þrjú ár hafa komið út eftir hann bækurnar Harmonikkublús, Aðbókin og Ég bið að heilsa þér. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 265 orð | 3 myndir

Stóri sýningahringurinn

LAUGARDAGUR Menningarvitinn lætur sig dreyma um að koma víða við þessa helgina. Kjörið er að vakna við Rás 1 klukkan 8.05, þegar fluttur verður einn hinna klassísku þátta Jökuls Jakobssonar, Gatan mín. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð | 1 mynd

Stravinskíj fyrir yngstu hlustendur

Sinfóníuhljómsveitir um allan heim leggja nú æ aukna áherzlu á kynningarstarf, ekki sízt gagnvart verðandi hlustendum, þ.e. börnum og ungmennum. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1527 orð | 2 myndir

Sögulaus þjóð mun glatast

Harmur englanna er önnur bókin í þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar um strákinn í Plássinu fyrir vestan. Strákurinn er sendur í háskalega för á Vetrarströndina þar sem snjókoman tengir saman himin og jörð. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð | 1 mynd

Sögur af samferðafólki

Birgitta H. Halldórsdóttir hefur skrifað bókina Haukur á Röðli – Í fúlustu alvöru . Í bókinni segir Haukur Pálsson, bóndi á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu, frá lífshlaupi sínu og fjölbreytilegum upplifunum. Meira
17. október 2009 | Menningarblað/Lesbók | 764 orð | 2 myndir

Úr sjóðum bankanna

Á Listasafni Íslands stendur yfir sýningin „Falinn fjársjóður. Gersemar í þjóðareign? Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.