Greinar fimmtudaginn 22. október 2009

Fréttir

22. október 2009 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

24 prestar skrifa gegn sr. Gunnari

Kirkjunni ber að vera öruggt skjól og ákvörðun biskups að færa sr. Gunnar Björnsson á Selfossi til í embætti er óumflýjanleg. Þetta segir í opnu bréfi sem 24 prestar skrifa í Morgunblaðið í dag. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Atvinnuleysi eykst hægar en spáð var

Fjölgun fólks á atvinnuleysiskrá hefur verið minni í haust en spár gerðu ráð fyrir. Þá binda menn vonir við að mestu svartsýnisspár um atvinnuleysið í vetur muni ekki rætast. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Áætlun gegn mansali þegar í stað

FEMÍNISTAFÉLAG Íslands skorar á stjórnvöld að hefja markvissar aðgerðir gegn mansali og vændi nú þegar. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

„Tilviljun að þær flugu ekki saman“

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁREKSTRARHÆTTA myndaðist á milli tveggja flugvéla í um 1.500 metra hæð norður af Viðey skömmu eftir hádegi 30. september í fyrra, samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um atvikið. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 239 orð | 2 myndir

„Tónninn orðinn harðari“

Eftir Önund Pál Ragnarsson og Ómar Friðriksson HÆTTAN á að stöðugleikasáttmálinn slitni og Samtök atvinnulífsins segi einhliða kjarasamninga lausa um mánaðamótin vex dag frá degi. Viðræður í Karphúsinu hafa litlum árangri skilað. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

„Við erum að skerpa línurnar“

„VIÐ erum að skerpa línurnar í rannsókninni,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Suðurnesja, um rannsóknina á umfangsmikilli glæpastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem afbrotin eru talin varða mansal, fjársvik og þjófnað. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 231 orð | 2 myndir

Bjarni ætlaði í formannsframboð gegn Geir

HInn 22. janúar síðastliðinn skýrði Bjarni Benediktsson alþingismaður Geir H. Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins frá því að hann íhugaði að gefa kost á sér við formannskjör á landsfundi, sem þá stóð fyrir dyrum. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Bókunarglaður í borgarstjórn

ÓLAFUR F. Magnússon borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins var duglegur að bóka á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á þriðjudaginn. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Brown Baron Prins besti hundurinn

Hundaræktunarfélagið REX hélt árlega haustsýningu sína í Reiðhöll Gusts í Kópavogi helgina 17. og 18. október sl. 105 hundar af 17 tegundum voru á sýningarskrá. Meira
22. október 2009 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Eðlilegt málfrelsi eða hættulegt?

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Ekki meira pláss

Þegar öll fangelsi eru yfirfull er svigrúmið til að eiga við umfangsmikil glæpamál nánast ekkert, líkt og mansalsmálið sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu Suðurnesja er gott dæmi um. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Enn ein atlagan að hefjast

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flutti ávarp við setningu þings BSRB í gær að aflokinni ræðu Ögmundar Jónassonar. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 474 orð | 2 myndir

Eru líkur á að dómstólaleið verði farin?

Enginn veit hvort dómstólaleiðin kemur til kastanna í Icesave-málinu. Allur er varinn góður, en fátt virðist benda til þess að einhvern tímann reyni á þetta ákvæði í samningunum. Meira
22. október 2009 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

FALLINNA LÖGREGLUMANNA MINNST

INDVERSKIR lögregluþjónar búa sig undir að hleypa af byssum sínum til að votta minningu fallinna félaga virðingu sína við athöfn í indversku borginni Mumbai í gær, á árlegum minningardegi fallinna lögreglumanna. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fimmtán í prófkjöri á Seltjarnarnesi

FIMMTÁN einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Framboðsfrestur rann út síðasta sunnudag, en prófkjörið fer fram laugardaginn 7. nóvember. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Framlenging verði skoðuð

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra telur einboðið að skoða beri hvort framlengja eigi þann tíma sem sparifjáreigendur geti leyst út inneign sína af séreignarsparnaði og þannig notað féð til aðkallandi hluta. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Gaf börnunum góð ráð í leiðinni

GUNNAR Eyjólfsson leikari las brot úr bókinni Elsku besta Binna mín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fyrir nemendur 4. bekkjar Fellaskóla í gær. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Gulur möttull og hvítar hlíðar

EINS og stórskip dormar Hrísey á miðjum Eyjafirðinum, önnur stærsta eyjan við landið. Dökkgulir litlir haustsins hafa nú lagt möttul sinn yfir eyna sem er öll vel gróin og víða kjarri vaxin. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Helga Ingólfsdóttir

Helga Ingólfsdóttir semballeikari lést í gær, 21. október, 67 ára að aldri, eftir langa sjúkdómslegu. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 90 orð

Jafnt hlutfall kynja á framboðslistum

STARFSHÓPUR samgönguráðherra um aðgerðir til að jafna hlut kynjanna í sveitarstjórnum hefur skilað inn greinargerð sinni. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Kári fær norræn læknaverðlaun

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fær Anders Jahres-verðlaunin í læknavísindum sem afhent verða í Osló í næstu viku. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Kínverskir skipstjórar?

ÁRNI Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór mikinn í umræðum um stöðu landsbyggðarinnar á Alþingi í gær og fullyrti að skipstjórnarmenntun væri í uppnámi. Meira
22. október 2009 | Erlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

KVEIKIR ÓLYMPÍUELD

ÓLYMPÍUELDURINN fyrir Vetrarólympíuleikana í Vancouver á næsta ári verður kveiktur við hátíðlega athöfn í Ólympíu á Grikklandi í dag. Gríska leikkonan Maria Nafpliotou er hér í hlutverki hofgyðju og kveikir á ólympíukyndli á lokaæfingu fyrir... Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Launafólk yfirtaki stjórn

FJÓRIR stjórnarmenn í VR hafa samþykkt yfirlýsingu þar sem þeir skora á ársfund ASÍ, sem hefst í dag, að styðja tillögu Verkalýðsfélags Akraness á ársfundinum um stóraukið lýðræði við val á stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna, þar sem stjórnarmenn verði... Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 140 orð

Lánalínur opnast að öllum líkindum í næstu viku

FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, stefnir að því að taka endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands fyrir á fundi sínum miðvikudaginn 28. október næstkomandi, en uppfærð efnahagsáætlun var send framkvæmdastjóra AGS í gær. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Listagripur á Þingvöllum

NÝTT sáluhlið við Þingvallakirkju, sem nemendur í byggingardeild Iðnskólans í Hafnarfirði smíðuðu, var sett upp í gær. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 478 orð | 3 myndir

Lífeyririnn verji velferðina

Ögmundur Jónasson kvaddi félaga sína í BSRB eftir 21 árs formennsku í ítarlegri ræðu á þingi bandalagsins. Hann varaði við að verkalýðshreyfingin væri í verulegri hættu á að fjarlægjast rót sína. Meira
22. október 2009 | Erlendar fréttir | 480 orð

Líffæramiðlarar gera sér eymd að gróðavegi

Amman. AFP. | Jórdaninn Ali, þrítugur þriggja barna faðir, var atvinnulaus og örvinglaður. Vinur hans taldi hann á að selja annað nýrað til að bæta aðstæður fjölskyldunnar og bjarga um leið lífi annars manns. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 455 orð | 3 myndir

Lögð á ráðin með íbúum

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 verður undirbúið í nánu samráði við íbúa borgarinnar og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Í næstu viku hefjast fundir með íbúum um skipulagið. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Maginn fylltur

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ byrjuðum 5. september og hingað koma allt að 15 manns á morgnana,“ segir systir Piotra, ein Teresusystranna sem hafa nú aðstöðu á Sólvallagötu 27 til að taka á móti nauðstöddum. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Margir vilja komast til Kanaríeyja

HÁTT í eitt þúsund Íslendingar mættu í Hafnarhúsið í gærkvöldi en þar tóku um hundrað Spánverjar á móti þeim. Á næstu dögum verða eitt hundrað Íslendingar valdir til þess að fara í vikuferð til Kanaríeyja í boði þarlendra ferðamályfirvalda. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Margra ára töf ekki valkostur

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „SJÁLF átta ég mig ekki á því hvernig Suðvesturlína getur farið í heildstætt umhverfismat, vegna þess að það er svo mikil óvissa um allar framkvæmdir sem lúta að orkuöflun og orkuflutningi. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Mikil jarðvarmaorka er ónýtt á Íslandi

Jarðhitinn getur leikið mikilvægt hlutverk í sjálfbærri þróun á Íslandi og á heimsvísu. Þetta kom fram í erindi Guðna Axelssonar, deildarstjóra hjá ÍSOR, á opnum fundi um sjálfbæra nýtingu jarðhitans á Hilton Nordica. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Miklabraut er sem mengandi fljót

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HÓPUR íbúa í Hlíðunum lokaði Miklubraut á móts við Kjarvalsstaði í nokkrar mínútur síðdegis í gær. Með því vildu þeir vekja athygli á hávaða og svifryksmengun frá götunni, sem verður stöðugt meira vandamál. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Mörg er þingmanns raunin

ALÞINGISMENN voru bólusettir í gær vegna árlegu inflúensunnar. Mörg er þingmanns raunin og þó að nálastungur séu sárar er ekki annað í stöðunni en bíta á jaxlinn, eins og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Neyðaraðstoð í Kópavogi fyrir jólin

KÓPAVOGSDEILD Rauða krossins og mæðrastyrksnefnd úthluta matvörum, fatnaði og fleiri nauðsynjum vegna jólanna í húsnæði nefndarinnar í Fannborg 5 dagana 15.-17. desember kl. 16-17. Tekið er við umsóknum hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11 alla virka daga... Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ókeypis kjötsúpa

Í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, kl. 16.00 verður boðið upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum í Kópavogi. Tiltækið er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssambands sauðfjárbænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð

Óskaland og Eyraroddi til mikillar fyrirmyndar

VINNUEFTIRLITIÐ hefur veitt leikskólanum Óskalandi í Hveragerði og Fiskvinnslunni Eyraroddi á Flateyri viðurkenningu vegna fyrirmyndarvinnuverndarstarfs. Öryggistrúnaðarmannakerfi og áhættumat er til fyrirmyndar hjá leikskólanum. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 160 orð

Prófkjör í Reykjavík í janúar

SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavík efna til prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor 23. janúar nk. Nokkur nýbreytni verður í áherslum í framkvæmd þess. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 69 orð

Reykjavíkurborg vinnur að jafnrétti

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í fyrradag að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sandrokið skemmdi

ENN VERÐUR umtalsvert sandrok við Landeyjahöfn í miklum veðrum þrátt fyrir töluverða landgræðslu. Í roki fyrir nokkrum dögum mattslípaði sandurinn kúpul á vefmyndavélinni sem þar er staðsett. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Sáttmálinn á suðupunkti

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FIMM dagar eru til stefnu til að bjarga stöðugleikasáttmála hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins. Fyrir næsta þriðjudag þarf að ákveða hvort framlengja eigi kjarasamningana frá febrúar 2008, eða slíta þeim. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Sigurður afsalar sér stjórnarlaunum til Vildarbarna

Sigurður Helgason , stjórnarformaður Icelandair Group, hefur afsalað sér rétti sínum til stjórnarlauna. Stjórn félagsins samþykkti, að ósk Sigurðar, að styrkja Vildarbörn um fjárhæð sem svaraði til þeirra launa sem hann afsalar sér. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Stórtónleikar á 70 ára afmæli Johns Lennon?

Á síðasta fundi borgarstjórnar flutti Samfylkingin tillögu um að kanna möguleika á að haldnir verði alþjóðlegir stórtónleikar tileinkaðir friði í tengslum við tendrun ljóssins á friðarsúlu Yoko Ono á næsta ári, þegar 70 ár verða liðin frá fæðingu Johns... Meira
22. október 2009 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Telja að gengjastríði linni ekki á næstunni

ÁTTA af hverjum tíu Dönum telja að lögreglan geti ekki bundið enda á stríð sem geisað hefur í Kaupmannahöfn milli bifhjólagengja og ungmenna úr röðum innflytjenda, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem birt var í gær. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 386 orð | 2 myndir

Umfangsmestu bólusetningar heilsugæslunnar

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞAÐ er gríðarlegt álag vegna bólusetninganna og einnig vegna flensuveikinda í samfélaginu,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Þarf ekki mikið svo starfsemin raskist

SEX sjúklingar með svínaflensu lágu í gærkvöld á gjörgæsludeild Landspítalans. Á sjúkrahúsinu öllu eru svínaflensusjúklingarnir alls 33. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Þrestir styrkja MND

KARLAKÓRINN Þrestir hélt í september sl. ferna tónleika til styrktar MND-félaginu á Íslandi, en á undanförnum árum hefur sú hefð skapast hjá kórnum að hefja starfsárið á söngferð um landið þar sem sungið er til styrktar einhverju góðu málefni. Meira
22. október 2009 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Þurfa að velja og hafna

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

22. október 2009 | Leiðarar | 195 orð

ESB-aðild ekki á dagskrá í Noregi

Roy Hattersley, einn kunnasti stjórnmálamaður Breta, skrifar athyglisverða grein í Times í gær um afstöðu Noregs og Íslands til Evrópusambandsins. Meira
22. október 2009 | Leiðarar | 267 orð

Hvar er trúverðugleikinn?

Á fyrstu mánuðum ársins styrktist gengi íslensku krónunnar hægt en örugglega. Seðlabankinn tilkynnti að hann myndi um þær mundir hefja vaxtalækkunarferil. Meira
22. október 2009 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Vísvitandi ruglingur um Icesave

Hvers vegna skyldi Icesave-umræðan vera jafn löng og ruglingsleg og raun ber vitni? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að stjórnvöld hafa talað út og suður svo enginn sem hlustar veit sitt rjúkandi ráð. Hinn 29. júlí sl. Meira

Menning

22. október 2009 | Bókmenntir | 319 orð | 1 mynd

Aurastríð um bækur

Á bókamarkaði í Bandaríkjunum geisar nú verðstríð. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd

„Heppinn“ frítt á mbl.is

LAG úr væntanlegri kvikmynd Hilmars Oddssonar, Desembe r , er hægt að nálgast ókeypis til niðurhals á vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Ben Frost semur fyrir mynd með Sam Neill og Guy Pearce

Ástralinn Ben Frost hefur verið búsettur hérlendis lengi vel og hefur sinnt tónsköpun af ýmsu tagi. Hann á t.d. tónlistina í Hamrinum sem er nú sýndur á RÚV. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Cowell var erfitt barn

MÓÐIR Simons Cowells segir að hann hafi verið ákveðið og oft erfitt barn. „Eitt sinn er hann var lítill keypti ég nýjan hatt og spurði hann hvort ég væri ekki fín með hann. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Ekkert Bítlaæði

NÝI Bítla-tölvuleikurinn sem MTV og Electronic Arts gáfu út 9. september stendur engan veginn undir væntingum útgefendanna. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 140 orð | 2 myndir

Ennþá ástfangin

ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki í nokkurn tíma um að sambandi Justins Timberlakes og Jessicu Biel sé lokið. Hvorugt þeirra hefur staðfest þennan orðróm og til að hrekja hann tók Timberlake til sinna ráða á þriðjudaginn. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Ferð frá Putalandi til Parísar í kvöld

NORDIC Affect hópurinn heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20 undir yfirskriftinni Frá Putalandi til Parísar. Missagt var í blaðinu í gær, að tónleikarnir yrðu á miðvikudagskvöldi. Meira
22. október 2009 | Fjölmiðlar | 174 orð | 1 mynd

Horatio Caine er allur

Ég man ekki til þess að mér hafi nokkru sinni verið jafnhjartanlega sama um að persóna í leiknu efni geispi golunni. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 298 orð | 2 myndir

Hvað var undir yfirborðinu?

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Brahms, R. Strauss og Hauk Tómasson. Hljómsveitarstjóri: Eivind Aadland. Einleikari: Stefán Jón Bernharðsson. Fimmtudagur 15. október. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

Indian Summer frestað um óákveðinn tíma

Kvikmyndafyrirtækið Universal hefur frestað því að gera myndina Indian Summer , sem Cate Blanchett á að fara með aðalhlutverkið í. Samkvæmt Variety var hætt við myndina um óákveðinn tíma vegna fjárhagsörðugleika. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 233 orð | 2 myndir

Íslenskar plötur allsráðandi en erlend lög þó enn leikin

HJÁLMAR hljóta að fagna því að hafa rutt Bubba kóngi og félögum hans í Ego niður í annað sæti, með nýútkominni plötu sinni IV . Ego gaf út plötuna 6. október hinn 6. október sl. og má þar finna bæði ástarlög og önnur harðari um hrunið. Meira
22. október 2009 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Kistan gengur í endurnýjun lífdaga

MENNINGAR- og fræðavefritið Kistan gengur nú í endurnýjun lífdaga og lifnar að fullu við í dag með viðtali við leik- og söngkonuna Charlotte Gainsbourg, aðalleikkonu Antichrist, auk þess sem Þröstur Helgason tekur við kefli Kistulúðans. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 150 orð | 1 mynd

Metnaðarlaus klisja

UM er að ræða þriðju stúdíóplötu Miley Cyrus undir hennar rétta nafni. Cyrus er Disney-barnastjarna og þekkt sem slík undir nafninu Hannah Montana. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 207 orð | 1 mynd

Múlinn heiðrar Mitchell

DJASSKLÚBBURINN Múlinn stendur fyrir nokkuð óvenjulegum tónleikum í kvöld, en útgangspunkturinn er plata söngkonunnar Joni Mitchell, Mingus, sem út kom fyrir þrjátíu árum. Meira
22. október 2009 | Kvikmyndir | 153 orð | 2 myndir

Óskað eftir stuttmyndum frá ungu fólki

LJÓSVAKALJÓÐ, stuttmyndahátíð ungs fólks, verður haldin 5. nóvember næstkomandi í Norræna húsinu og verður þar keppt um bestu stuttmyndina, besta frumsamda handritið og um bestu „pitch“-hugmyndina. Meira
22. október 2009 | Leiklist | 444 orð | 1 mynd

Ótrúlegur auður í Völuspá

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VÖLVA er rafrænn leikhússeiður sem miðlar hinum leymdardómsfulla spádómi Völuspár með nýrri gagnvirkri tækni. Verkið verður frumsýnt í kvöld kl. 20 í Kassanum, litla sviði Þjóðleikhússins. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Risarúm, risadýna og risapífa í Putalandi

* Og enn af íslenskri húsgagnahönnun fyrir risa! R.B. RÚM er að hanna rúm fyrir hæsta mann í heimi, Sultan Kosen , og er það hvorki meira né minna en 270 cm langt. Þá er verið að sauma sérstaklega langa pífu og lak á rúmið, púða og aðra fylgihluti. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 489 orð | 3 myndir

Rokktónleikar í lok sláturtíðar í Dölunum

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ verður svaka partí í Búðardal um helgina þegar Haustfagnaður Dalamanna fer fram. Meðal viðburða er rokktónleikahátíðin Slátur sem fer fram í Dalabúð annað kvöld. Þar koma fram ekki ómerkari bönd en Dr. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 156 orð | 1 mynd

Stóra stökkið

Eins og Limbo Panto, síðasta skífa Wild Beasts, var góð kom það mér í opna skjöldu hve sveitin hefur tekið stórt stökk fram á við með Two Dancers, bæði hvað varðar músíkina og flutninginn. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 507 orð | 2 myndir

Tónskreyttar bækur

Nú flæðir pappír um landið af fullum þunga, borð gagnrýnenda svigna undan ólesnum bókum og vongóðir verslunareigendur hlaða í kesti. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Tveir stólar fyrir risa í Byggðasafninu Hvoli

* Morgunblaðið greindi í gær frá því að verið væri að smíða stól fyrir hæsta mann í heimi, Sultan Kosen, í G.Á. húsgögnum, en Kosen kemur til landsins í kvöld. Meira
22. október 2009 | Kvikmyndir | 440 orð | 2 myndir

Tölvuleikjahetja af holdi og blóði

Leikstjórar: Mark Neveldine og Brian Taylor. Aðalleikarar: Gerard Butler, Michael C. Hall, Amber Valletta, Alison Lohman, Kyra Sedgwick. 95 mín. Bandaríkin. 2009. Meira
22. október 2009 | Myndlist | 184 orð | 2 myndir

Verk úr eigu Landsbankans hengd upp fyrir nemendur

SÝNING er nefnist Innistæða – verk úr eigu Landsbankans verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun, föstudag, klukkan 18.00. Á sýningunni verða 30 málverk frá tímabilinu 1900 til 1990, eftir marga helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Meira
22. október 2009 | Myndlist | 93 orð | 1 mynd

Væntumþykja í augnaráði hans

FRANSKI ljósmyndarinn Grégory Gerault kom fyrst til Íslands árið 2002. Sú heimsókn hafði slík áhrif á hann að hann hefur komið hingað í ein 20-30 skipti síðan. Meira
22. október 2009 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

X-ið 977 setur nýja tónleikaröð í gang

* Rokkrásin X-ið 977 hleypir nýrri tónleikaröð af stokkunum í kvöld og ber hún heitið Afleggjarar. Fer hún fram á Sódómu Reykjavík en röðin mun snúast um það allra besta sem er að gerast í íslenskri tónlist í dag. Meira
22. október 2009 | Tónlist | 148 orð | 1 mynd

Zizzlandi, bubblandi?

ÉG átta mig ekki alveg á þessu umslagi fjórðu plötu hins kanadíska krúnukalls Michaels Bublé. Hann stendur felmtri sleginn á bakvið lögreglulínur, líkt og það sé verið að ýja að því að innihaldið sé hættulegt, bítandi og eigi eftir að hrista upp í... Meira
22. október 2009 | Tónlist | 798 orð | 4 myndir

Þjóðartónskáld Bandaríkjanna

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands mun í kvöld og á morgun leika úrval af kvikmyndatónlist Johns Williams, sem er óhikað kunnasta kvikmyndatónlistarskáld allra tíma. Meira

Umræðan

22. október 2009 | Pistlar | 479 orð | 1 mynd

Að bjarga heiminum

Fólk sem telur sig berjast fyrir betri heimi grípur oft feginshendi til vafasamra aðgerða. Meira
22. október 2009 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Að skera á Suðvesturlínu

Eftir Árna Vilhjálmsson: "Það þarf býsna neikvæða nálgun við ofangreindan rökstuðning til þess að lýsa úrskurðinn ógildan vegna þess að málið sé ekki nægjanlega vel upplýst." Meira
22. október 2009 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

Breytingar eða brotthvarf AGS

Eftir Lilju Mósesdóttur: "Það er því ekki hægt að túlka tafir AGS á lánagreiðslum öðruvísi en þannig að hann hafi einhliða sagt upp samkomulaginu." Meira
22. október 2009 | Bréf til blaðsins | 626 orð

Kirkjunni ber að vera öruggt skjól

Frá prestum: "Í BRÉFI til biskups Íslands, dagsettu 12. september 2009 frá sex starfandi prestum og fjórum prestum sem hættir eru störfum, er gagnrýnd sú ákvörðun að færa sóknarprestinn á Selfossi til í starfi." Meira
22. október 2009 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Orkunýting er forsenda endurreisnar

Eftir Björgvin G. Sigurðsson: "Brýnt er að leggja mikla áherslu á grænu stoðina undir hagkerfinu sem meðal annars felst í hátækniiðnaði og endurnýjanlegum orkulindum." Meira
22. október 2009 | Bréf til blaðsins | 675 orð

Sáttaboð á Selfossi

Frá Birgi Ásgeirsssyni, Herdísi Einarsdóttur og Sigfinni Þorleifssyni: "OKKUR verður öllum á í lífi og starfi. Við bregðumst trausti og tiltrú og þurfum þess vegna á hvert öðru að halda til að bæta fyrir það sem aflaga fer, byggja upp og eflast í sátt og samstarfi til allra góðra verka." Meira
22. október 2009 | Bréf til blaðsins | 239 orð | 1 mynd

Umferðarómenning

Frá Skúli Baldurssyni: "ÉG FÓR þrisvar út á land í sumar akandi á mínum einkabíl. Það er því miður orðið lífshættulegt að aka á vegum landsins vegna umferðarómenningar landans." Meira
22. október 2009 | Velvakandi | 307 orð | 2 myndir

Velvakandi

Lög og ólög „ÞIÐ Evrópubúar talið í sífellu um mannréttindi. En það er bara innantómt tal. Þegar allt kemur til alls vitið þið ekkert um mannréttindi,“ sagði Írakinn Nour Al-din Al-azzawi í viðtali við Morgunblaðið 11. apríl 2009. Meira

Minningargreinar

22. október 2009 | Minningargreinar | 3237 orð | 1 mynd

Guðjón Magnússon

Guðjón Magnússon fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1944. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kaupmannahöfn 4. október sl. og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 15. október. Meira  Kaupa minningabók
22. október 2009 | Minningargreinar | 739 orð | 1 mynd

Guðjón Sigurðsson

Guðjón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1921. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. október sl. og fór útför hans fram frá Garðakirkju á Álftanesi 19. október. Meira  Kaupa minningabók
22. október 2009 | Minningargreinar | 3004 orð | 1 mynd

Guðný Erla Jónsdóttir

Guðný Erla Jónsdóttir fæddist á Skeggjastöðum á Jökuldal 13. júlí 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. október sl. Meira  Kaupa minningabók
22. október 2009 | Minningargreinar | 1759 orð | 1 mynd

Gunnar Jakobsson

Gunnar Jakobsson fæddist á Akureyri 23. mars 1943. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Jónsson skipstjóri á Akureyri, f. 17. febrúar 1900, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
22. október 2009 | Minningargreinar | 700 orð | 1 mynd

Halldór Heiðar Jónsson

Halldór Heiðar Jónsson fæddist í Reykjavík 18. október 1935. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 10. október sl. og fór útför hans fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 19. október. Meira  Kaupa minningabók
22. október 2009 | Minningargreinar | 911 orð | 1 mynd

Pétur Björnsson

Pétur Björnsson fæddist á Akranesi 30. júní 1954. Hann lést 12. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Björn Viktorsson, f. 1925, d. 1990, og Sigríður Pétursdóttir, f. 1928. Systkini Péturs eru Viktor, f. 1946, Helga, f. 1948, og Björn Vignir, f.... Meira  Kaupa minningabók
22. október 2009 | Minningargreinar | 955 orð | 1 mynd

Ævar Sigfússon

Ævar Sigfússon fæddist í Bergholti á Raufarhöfn 26. ágúst 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans 10. október sl. og var jarðsunginn frá Garðakirkju 19. október. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

22. október 2009 | Daglegt líf | 242 orð

Af ferðum Tótu

Matthías Johannesson skáld lærði kvæðastúf Hannesar Hafsteins, sem birt var pistli umsjónarmanns á mánudag, í vegavinnunni á Vatnsskarði og þá var það svona: Þarna tifar Tóta tekur á milli fóta eina alin rétta yfir grundu slétta. Meira
22. október 2009 | Daglegt líf | 623 orð | 2 myndir

Akureyri

KA-menn eiga skilið hrós vikunnar hér fyrir norðan. Þeir kynntu nefnilega spennandi samstarf við enska félagið Arsenal um knattspyrnuskóla hér í höfuðstað Norðurlands næsta sumar. Verst að maður er ekki enn barn. Meira
22. október 2009 | Daglegt líf | 525 orð

Bleiur og blautþurrkur

Bónus Gildir 22.-25. október verð nú áður mælie. verð Pampers bleiur midi, 60 stk. 1698 28 kr. stk. Pampers bleiur maxi, 50 stk. 1698 34 kr. stk. Pampers bleiur junior, 44 stk. 1698 39 kr. stk. Pampers blautþurrkur, 72 stk 259 3 kr. stk. Meira
22. október 2009 | Daglegt líf | 954 orð | 6 myndir

Með söfnunaráráttu á háu stigi

Hún segist halda að hún hafi verið þjóðbúningadúkka í fyrra lífi, svo heilluð er hún af slíkum brúðum.Guðný Þórarinsdóttur kaupir og selur gamla hluti með sál. Meira

Fastir þættir

22. október 2009 | Fastir þættir | 156 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Gefið greiðlega. Norður &spade;86 &heart;KD3 ⋄ÁKG6 &klubs;KD107 Vestur Austur &spade;G54 &spade;ÁD10732 &heart;G107 &heart;984 ⋄D32 ⋄10974 &klubs;Á983 &klubs;– Suður &spade;K9 &heart;Á652 ⋄85 &klubs;G6542 Suður 3G. Meira
22. október 2009 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Jón Hákon Jónsson Íslandsmeistari í einmenningi Jón Hákon Jónsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenningi. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Jóns Hákons. Hann er vel að sigrinum kominn en 64 einstaklingar tóku þátt í mótinu. Meira
22. október 2009 | Í dag | 28 orð

Orð dagsins: En Jesús sagði við þá: „Gjaldið keisaranum það, sem...

Orð dagsins: En Jesús sagði við þá: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Og þá furðaði stórlega á honum. (Mark. 12, 17. Meira
22. október 2009 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Reykjavík Finnrós Helga Vattnes fæddist 14. apríl kl. 9.19. Hún vó 4.880...

Reykjavík Finnrós Helga Vattnes fæddist 14. apríl kl. 9.19. Hún vó 4.880 g og var 56 cm. Foreldrar hennar eru Magnea Vattnes Hallgrímsdóttir og Sigur jón Már... Meira
22. október 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Katrín Eva Vattnes fæddist 11. september kl. 14.02. Hún vó...

Reykjavík Katrín Eva Vattnes fæddist 11. september kl. 14.02. Hún vó 4.430 g og var 51 cm. Foreldrar hennar eru Sædís Bára V. Hallgrímsdóttir og Hallgrímur... Meira
22. október 2009 | Fastir þættir | 115 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 g6 2. d4 d6 3. Rc3 Bg7 4. f4 Rf6 5. Rf3 O-O 6. Bd3 c6 7. O-O Rbd7 8. e5 dxe5 9. fxe5 Rd5 10. De1 Rxc3 11. bxc3 Rb6 12. Rg5 Rd5 13. e6 fxe6 14. Hxf8+ Dxf8 15. Dh4 Bh6 16. Bd2 Bd7 17. He1 Dg7 18. Rxe6 Bxe6 19. Bxh6 Df7 20. Hf1 Rf6 21. Dg5 Hd8 22. Meira
22. október 2009 | Árnað heilla | 177 orð | 1 mynd

Tónsmíðar og fótbolti

„ÉG er hræddur um ekki,“ segir Stefán Hannesson spurður hvort halda eigi upp á 11 ára afmælið hans sem er í dag. Meira
22. október 2009 | Fastir þættir | 305 orð

Víkverjiskrifar

Berfættir hlaupagikkir hafa ekki verið áberandi á Íslandi, en erlendis er kominn fram nokkuð hávær hópur málsvara þess að skilja skóna eftir heima þegar farið er út að skokka. Meira
22. október 2009 | Í dag | 192 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

22. október 1253 Flugumýrarbrenna. Sturlungar brenndu bæinn á Flugumýri í Skagafirði, en þar stóð brúðkaup. Í brennunni fórust 25 manns. Gissur Þorvaldsson leyndist í sýrukeri, komst undan og hefndi fyrir verknaðinn. 22. Meira

Íþróttir

22. október 2009 | Íþróttir | 269 orð

Allir hafa staðið sig vel

„MÓTIÐ hefur gengið mjög vel til þessa. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 63 orð

Andri samdi við Eyjamenn

ANDRI Ólafsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Eyjamenn. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 232 orð

„Maður fær smáfiðring“

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÞAÐ er rosalega gaman að fá svo stórt mót hingað heim. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Eyþór bætti 13 ára gamalt Íslandsmet

EYÞÓR Þrastarson hélt áfram að gera það gott á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Laugardalslaug. Í gær bætti hann 13 ára gamalt Íslandsmet í 50 m skriðsundi í S11 flokki blindra þegar hann kom í mark á 30,86 sekúndum í undarásum. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Fimleikamaður í fremstu röð lést

EINN besti fimleikamaður heims, Juri Ryazanov, lést í bílslysi í Rússlandi í fyrradag. Ryazanov var 22 ára gamall. Hann vann til bronsverðlauna í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í fjölþraut fyrir tæpri viku í London á Englandi. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 220 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Alexander Petersson skoraði 6 mörk og var markahæstur í liði Flensburg sem sigraði Ahlener , 35:23, á útivelli í 3. umferð þýsku bikarkeppninnar í handbolta í gær. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 2 mörk fyrir Ahlener . Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 119 orð

Grindavík – KR 58:77 Grindavík, úrvalsdeild kvenna, Iceland...

Grindavík – KR 58:77 Grindavík, úrvalsdeild kvenna, Iceland Express-deildin, miðvikudaginn 21. október 2009. Gangur leiksins : 10:15, 20:27, 33:55, 58:77. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 114 orð

Haukar – Snæfell 70:43 Ásvellir, úrvalsdeild kvenna, Iceland...

Haukar – Snæfell 70:43 Ásvellir, úrvalsdeild kvenna, Iceland Express deildin, miðvikudaginn 21. október 2009. Gangur leiksins : 19:17, 39:24, 55:35, 70:43. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 170 orð

KR með fullt hús stiga eftir þrjá sigurleiki

Bikarmeistaralið KR byrjar vel undir stjórn Benedikts Guðmundssonar á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik. Í gær lagði KR lið Grindavíkur örugglega í Röstinni í Grindavík, 77:58, og var þetta þriðji sigurleikur KR í röð. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 239 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE deildin: Grindavík – KR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE deildin: Grindavík – KR 58:77 Haukar – Snæfell 70:43 Njarðvík – Hamar 83:61 Staðan : KR 330243:1646 Haukar 321200:1734 Snæfell 321175:1924 Njarðvík 312197:2292 Valur 211138:1382 Grindavík... Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

Margrét þarf í aðgerð

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á Kristjáni Gauta

HINN stórefnilegi Kristján Gauti Emilsson úr FH er undir smásjá erlendra liða og verður hann á ferð og flugi næstu vikurnar þar sem hann verður til reynslu hjá nokkrum liðum. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 101 orð

Njarðvík – Hamar 83:61 Njarðvík, úrvalsdeild kvenna, Iceland...

Njarðvík – Hamar 83:61 Njarðvík, úrvalsdeild kvenna, Iceland Express deildin, miðvikudaginn 21. október 2009. Gangur leiksins : 10:8, 34:24, 51:37, 83:61. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Óvæntur sigur Njarðvíkinga gegn Hamri

KVENNALIÐ Njarðvíkur kom verulega á óvart í gær í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik í gær með 83:61 sigri gegn Hamri í Hveragerði. Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkinga. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 93 orð

Undrast fjölda sjálfboðaliða

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í sundi fatlaðra fer fram í Eindhoven í Hollandi eftir ár og næsta Evrópumót í Berlín að tveimur árum liðnum. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 478 orð | 1 mynd

United braut ísinn á Luzhniki-vellinum í Moskvu

MANCHESTER United og Chelsea eru í góðum málum í Meistaradeildinni en bæði unnu þau góða sigra í gærkvöld og hafa 9 stig eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

Veigar Páll og Ólafur Örn í sér launaflokki í Noregi

Í gær voru skattalistar fyrir tekjuárið 2008 birtir í Noregi og þar kemur fram að Veigar Páll Gunnarsson, fyrrverandi leikmaður Stabæk, var launahæsti íslenski fótboltamaðurinn í Noregi. Veigar var með um 55 milljónir kr. í árslaun eða 4,5 milljónir kr. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 507 orð | 2 myndir

Það stærsta hér á landi hingað til

„Mótið hefur gengið einstakalega vel til þessa en umfang þess er mikið því hér eru á milli 700 og 800 keppendur, þjálfarar og aðstoðarmenn,“ segir Gústaf Adólf Hjaltason, mótsstjóri Evrópumeistaramótsins í sundi og formaður Sundfélagsins... Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 63 orð

Æfa með liði Ipswich Town

TVEIR ungir íslenskir knattspyrnumenn eru þessa dagana við æfingar hjá enska 1. deildar liðinu Ipswich Town. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 472 orð | 1 mynd

Ætla að bæta mig eins og ég mögulega get

„Mér hefur gengið mjög vel. Ég tvíbætti eigið Íslandsmet í 50 m skriðsundi,“ sagði Hjörtur Már Ingvarsson þegar Morgunblaðið hitti hann að máli við sundlaugarbakkann í Laugardal í gærmorgun. Meira
22. október 2009 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Öruggur sigur meistaraliðs Hauka

ÍSLANDSMEISTARALIÐ Hauka átti ekki í vandræðum með Snæfell úr Stykkishólmi í þriðju umferð Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik kvenna. Lokatölur 70:43. Haukar hafa unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Meira

Viðskiptablað

22. október 2009 | Viðskiptablað | 226 orð | 1 mynd

183 milljarða gjaldeyrisforðalán til greiðslu 2011

RÍKISSJÓÐUR þarf að greiða einn milljarð evra, eða sem nemur rúmlega 183 milljörðum króna, þann 1. desember 2011 vegna skuldabréfaútboðs sem bankinn réðst í á Evrópumarkaði síðla árs 2006. Samkvæmt frétt Seðlabanka Íslands, sem birt var 22. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 451 orð | 3 myndir

Allar upplýsingar aðgengilegar

Ljóst er að stórir kröfuhafar eru ósáttir við skilanefnd Kaupþings. Spurningin er hvort óánægjan sé viðruð einungis til að skapa þeim betri stöðu í væntanlegum málaferlum gegn íslenska ríkinu. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 308 orð | 2 myndir

Atorka óskar eftir nauðasamningum

Á´KVEÐIÐ var á hluthafafundi fjárfestingafélagsins Atorku í gær að leggja fram beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að leita nauðasamninga. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 1230 orð | 8 myndir

Ábyrgð stjórnarmanna er einstaklingsbundin

Mat dómstóla á ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja er einstaklingsbundið. Það þarf að skoða hvort skilyrði skaðabóta séu fyrir hendi hvað varðar hvern og einn. Það er ekki þannig að það sé nóg að sýna sök hjá einum og allir hinir beri líka ábyrgð. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 327 orð | 4 myndir

Einu þrepi frá ruslinu og lausnarorðið er Icesave

Erlendu matsfyrirtækin bíða eftir því að lokið verði við mikilvæga áfanga í íslensku efnahagslífi áður en þau endurskoða lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 53 orð | 1 mynd

Ekkert til sparað um borð

Nýju lúxusfarþegaskipi, Carnival Dream, var hleypt af stokkunum í gær. Er skipið óvenjulegt að því leyti að um borð eru geysistórar vatnsrennibrautir sem liggja um fjögur þilför á skipinu. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 858 orð | 1 mynd

Eldri tölvur gangi í endurnýjun lífdaga með Windows 7

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NÝJASTA útgáfa Windows stýrikerfisins frá Microsoft, Windows 7, kemur út í dag og segir Halldór Jörgensson, forstjóri Microsoft á Íslandi, að eftirspurnin um allan heim sé slík að erfitt sé að anna henni. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 207 orð | 1 mynd

Englandsbanki heldur stýrivöxtum í 0,5%

Peningastefnunefnd Englandsbanka ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5%. Verðbólga mælist nú 1,1% í Bretlandi. Samhljómur var meðal nefndarmanna að halda vöxtum óbreyttum, en breska pundið hefur styrkst nokkuð að undanförnu. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 264 orð | 1 mynd

Fengu ekkert fyrir Kepler

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 204 orð | 1 mynd

Fjölda mála vísað til yfirvalda

SKILANEFND Kaupþings hefur frá falli bankans rannsakað fjölda mála sem lúta að viðskiptum með hlutabréf bankans, útlán hans o.fl. Hefur skilanefndin sent nokkur slíkt mál til Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Formfast í eina sæng með Odda

FORMFAST, sem sérhæfir sig í formhönnun, framleiðslu á umbúðum úr kartoni og bylgjupappa, hefur sameinast prentsmiðjunni Odda. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 163 orð | 1 mynd

Gervivörn blekkir milljónir

ALLT að því 43 milljónir manna gætu hafa fallið í gildru tölvuþrjóta eftir að hafa látið blekkjast af hugbúnaði sem leit út fyrir að vera vírusvarnarforrit. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 316 orð | 1 mynd

Góður skóli að reka 12 manna fyrirtæki

Gunnar Hólmsteinn Gunnarsson er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Clara. Hann segir fyrirtækjarekstur góðan skóla fyrir unga menn. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Greiðum tvo milljarða til AGS

GREIÐSLUR Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því að gengið var frá láni sjóðsins í febrúar nema alls tæpum rúmum 1,9 milljörðum króna. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 103 orð | 1 mynd

Hraunar yfir stjórana

HELSTI ráðgjafi ríkisstjórnar Baracks Obama í málefnum bílaiðnaðarins vandar forstjórum bílafyrirtækjanna frá Detroit ekki kveðjurnar í nýrri grein í Fortune. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 387 orð | 1 mynd

Hvert nýtt starf kostar Bandaríkin 66 milljónir króna

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LÖG um efnahagslegar björgunaraðgerðir í Bandaríkjunum, sem sett voru í byrjun ársins, hafa aðeins bjargað eða skapað um 30.000 störf. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 91 orð

Kaupþingsmenn í Armani fá ekki málningu á húsin í Lúxemborg

Þrír fyrrverandi lykilstjórnendur Kaupþings sem stóðu í framlínunni þegar útrásin stóð sem hæst eru nú fluttir til Lúxemborgar til að starfa fyrir ráðgjafafyrirtækið Consolium. Þetta eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, dr. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 430 orð | 4 myndir

Leðurjakkaútlitið setti strik í reikninginn

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ALÞJÓÐLEG verslunarkeðja, Reitangruppen, gerði samning um kaup á 20% eignarhlut í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, í október 1998 en greint var frá sölunni á síðum Morgunblaðsins hinn... Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 104 orð

Madoff stýrði svallveislum á skrifstofunni

Fullyrt er í málskjölum, sem fylgja málshöfðun á hendur kaupsýslumanninum Bernard Madoff, að hann hafi stýrt skrifstofu þar sem fíkniefna var oft neytt og gjarnan haldin samkvæmi á síðkvöldum með fáklæddum dansmeyjum. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 160 orð | 1 mynd

Mikið tap hjá Boeing

Flugvélarisinn Boeing kennir hækkandi framleiðslukostnaði og erfiðum markaðsskilyrðum um 1,6 milljarða dollara tap á þriðja fjórðungi þessa árs. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 214 orð | 1 mynd

MP banki leiðir í miðlun á skuldabréfum í kauphöll

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MP Banki var leiðandi í miðlun skuldabréfa í Kauphöllinni fyrstu níu mánuði ársins með 30,3 prósent markaðshlutdeild. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 1210 orð | 2 myndir

Nýju boðorðin níu

Ragnar Gunnarsson fjallar um nokkrar leiðir til að ná betri árangri á erfiðum tímum Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 514 orð | 3 myndir

Óvissa upp á hundruð milljarða

Fleiri og veigameiri þættir geta á næstu árum verkað til veikingar krónunnar en styrkingar. Veikist gengið mun vaxtabyrði ríkissjóðs vegna Icesave-samkomulagins aukast í samræmi við það. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 65 orð

Ríkisbréf hækkuðu

VIÐSKIPTI með skuldabréf í Kauphöll Íslands í gær námu 11,7 milljörðum króna, en velta á hlutabréfamarkaði nam hins vegar 140 milljónum. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

SEB: Mikil tækifæri Össurar hf.

GREININGARDEILD sænska bankans SEB spáir miklum framlegðarvexti hjá Össuri hf. á næstu árum. Fram kemur í greiningunni að hlutabréf í Össuri séu nú undirverðlögð um 30-40% sé miðað við hagnað á hlut. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 125 orð

Seðlabankinn stöðvaði ekki greiðslu til KSF

SEÐLABANKI Íslands frysti engar greiðslur til Kaupþings Singer & Friedlander (KSF) hinn 7. október 2008, daginn áður en Kaupþing var tekinn yfir af FME á grundvelli heimildar í neyðarlögunum, að sögn fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

Uppvask heyrir sögunni til

ÍTALINN Tiziano Vicentini hefur fundið lausn sem bindur enda á uppvask diska um alla eilífð. Um er að ræða æta diska úr brauðdeigi. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 248 orð | 1 mynd

Vogunarsjóðir voma

Vogunarsjóðir eru taldir eiga allt að 40 prósent af skuldabréfum Kaupþings og Glitnis. Þeir telja ákjósanlegast að taka bankana yfir, sameina og selja í framhaldinu. Meira
22. október 2009 | Viðskiptablað | 86 orð | 1 mynd

Vopnarisi á markað

NÝR vopnaframleiðslurisi, Freedom Group, hyggur á 200 milljón dollara hlutafjárútboð á næstunni. Á þriggja ára tímabili hafa sjö stórir framleiðendur vopna og skotfæra runnið saman í Freedom Group. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.