Á MORGUN sunnudag, verður haldið upp á 100 ára vígsluafmæli Stóra-Núpskirkju. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar. Dagskrá og kaffi í Árnesi að messu lokinni. Áður en athöfn hefst kl. 13.
Meira
SAMTÖKIN Heimili og skóli hafa formlega ýtt úr vör átaki gegn einelti með kynningu á fræðsluhefti fyrir foreldra um einelti. Í tilefni átaksins vill SAFT vekja athygli á rafrænu einelti með tilvísan í nýja könnun.
Meira
Uppboð hefjast í næstu viku á 56 íbúðum í fjölbýlishúsinu á Sjónarhóli 20 á Bifröst í Borgarfirði. Íbúðalánasjóður er gerðarbeiðandi uppboðanna sem eru tilkomin vegna langvarandi vanskila Selfells ehf., sem er þinglýstur eigandi byggingarinnar.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur.
Meira
„ÞETTA var ágætt kropp sem menn voru að fá og best virðist hafa gengið á Austfjörðum,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands.
Meira
ÞAÐ þarf að skoða myndina tvisvar til að átta sig á að hér er ekki allt sem sýnist. Í stað kommúnistaleiðtogans Maó Zedong hefur andliti Baracks Obama Bandaríkjaforseta verið komið fyrir á frægri ljósmynd.
Meira
Aðgerðir stjórnvalda henta fyrst og fremst þeim sem munar verulega um 15-17% lækkun á greiðslubyrði eins og fjárhagsstaðan er í dag, en er óráðleg fyrir aðra lántakendur.
Meira
Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Allt útlit var fyrir að Manuel Zelaya, sem var steypt af stóli forseta Hondúras fyrr á árinu, yrði settur í embætti að nýju í gær.
Meira
GRUNUR er um að eldur hafi verið borinn að húsinu Bergþórshvoli á Dalvík, sem brann í fyrrinótt. Slökkvilið var kallað út á fimmta tímanum um nóttina og tók nokkra stund að ráða niðurlögum eldsins.
Meira
ÞVÍ var harðlega mótmælt á aðalfundi LÍÚ, sem lauk í gær, að svokallaðar strandveiðar hefðu tekist vel í sumar. Þvert á móti hefðu þær verið eins misheppnaðar og efni stóðu til.
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FRAMUNDAN eru miklar breytingar á húsi Domus Medica við Egilsgötu. Samkvæmt tillögu að breyttu deiliskipulagi verður nýtt þjónusturými með aðalinngangi um 2.200 fermetrar og bílakjallari á tveimur hæðum verður 3.
Meira
ÚTGJÖLD sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar félagsþjónustunnar hafa aukist um 70% á þessu ári og húsaleigubætur eru póstur sem er 60% hærri en í fyrra.
Meira
Þórður Jón Jóhannesson , 14 ára fótboltamaður úr Haukum, vakti athygli útsendara hollenska fótboltaliðsins Ajax í fótboltaskóla Kristjáns Bernburgs í Belgíu sl. sumar.
Meira
FJÓRTÁN manns fengu uppsagnarbréf í hendurnar hjá Reykjalundi endurhæfingu í gær. Að sögn Birgis Gunnarssonar, forstjóra Reykjalundar, eru uppsagnirnar tilkomnar vegna þess niðurskurðar sem Reykjalundi er gert að ganga í gegnum.
Meira
Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Óvenjuleg fjölgun hefur verið í Höfðaskóla á undanförnum dögum. Ekki er þó um að ræða fjölgun nemenda eða í starfsliði skólans heldur hafa fimm hænuungar séð dagsins ljós í stofunni hjá 10. bekk.
Meira
Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞAÐ var svolítið hringt í mig og í mömmu líka, fólk man greinilega eftir þessu,“ segir Akureyringurinn Stefán Hallsson.
Meira
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MARGT bendir til að á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafi svínaflensufaraldurinn náð hámarki. Þetta er mat fulltrúa Almannavarna og heilbrigðisþjónustunnar sem héldu sinn reglulega fund í gærmorgun.
Meira
Sterkasta vopnið í baráttunni gegn vændi var að gera kaup á vændi refsiverð. Þetta sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, á fundi í gær.
Meira
KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við verðlaunum Anders Jahre sem veitt eru árlega í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir í læknavísindum á Norðurlöndum.
Meira
MARGIR vita fátt betra en að hjúfra sig inni við með góða bók í hendi þegar veturinn skellur á af fullum þunga, með tilheyrandi myrkri, kulda og snjó.
Meira
LÆKNIRINN Hadi Al-Jassim, sem starfar í Bretlandi, hefur þróað sprautumeðferð við hrotum sem hann fullyrðir að geti gert sama gagn og sársaukafull skurðaðgerð.
Meira
ÞAÐ var góður sprettur sem Hulda Bjarkar Gylfadóttir tók í Sporthúsinu í Kópavogi í gær þegar hún reri 103 km og sló þar með Íslandsmet. Enginn hefur áður róið svo langt og lengi, en hún var ellefu klukkustundir „undir árum“.
Meira
Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SAMANLAGÐAR skuldir Haga og móðurfélagsins, 1998 ehf., nema tæplega 60 milljörðum króna. Ljóst er að rekstri Haga er ætlað að standa undir bæði eigin skuldum og skuldum 1998 ehf.
Meira
Betlehem. AFP. | Það er af sem áður var þegar ungir Palestínumenn tóku virkan þátt í pólitískum fjöldahreyfingum þar sem heitar hugsjónir og útifundir voru í fyrirrúmi.
Meira
SEÐLABANKI Íslands kynnir í dag breytingar á reglum um gjaldeyrismál. Eru þær breytingar í samræmi við áður kynnta áætlun um afnám gjaldeyrishafta þar sem fyrsta skrefið verði tekið 1. nóvember með því að opna fyrir gjaldeyrisviðskipti inn í landið.
Meira
Sigmundur með 14,6% RANGHERMT var í blaðinu í gær að 4,6% aðspurðra í könnun Viðskiptablaðsins treystu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best til að leiða Íslendinga út úr efnahagskreppunni. Rétt tala er 14,6%.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember nk. Fresturinn átti að renna út í dag.
Meira
TOLLGÆSLAN stöðvaði í lok september íslenska konu á fertugsaldri í Leifsstöð. Konan, sem var að koma frá Kaupmannahöfn, reyndist við rannsókn vera með rúmlega 100 grömm af kókaíni falin innvortis.
Meira
NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í gær að hann og Angela Merkel, kanslari hefðu orðið ásátt um að styðja sama einstaklinginn til að verða fyrsti forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MB BANKI skoðar nú hvort eitthvað sé á bak við fréttir norsks dagblaðs af athafnamanninum Endre Røsjø, að sögn Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns bankans.
Meira
NOKKRIR Íslendingar virðast deila með sér titlinum þyngsti hvítvoðungurinn. Eftir að viðtal birtist í Morgunblaðinu við Kristínu Guðlaugsdóttur sem var 26 merkur við fæðingu árið 1962, og var talin hafa slegið öll þyngdarmet, hafa nokkrir gefið sig...
Meira
Sverrir Stormsker gefur út nýja plötu í næstu viku. Platan átti upprunalega að koma út um miðjan október en útgáfudagurinn var færður til, m.a. vegna tafa í framleiðslu.
Meira
BIÐLISTI fyrir hjartaþræðingar á Landspítala er svo gott sem tæmdur, að því er kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðistölfræði.
Meira
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is SAMKVÆMT nýlegri úttekt sem KPMG hefur unnið fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. (EFF), hafa sveitarfélög sparað töluvert á samstarfi við eignarhaldsfélagið.
Meira
ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráðherra opnaði í gær nýjan samskiptavef Barnaheilla á slóðinni www.heyrumst.is. Þar er börnum gert kleift að koma skoðunum sínum framfæri auk þess að veita þeim stuðning og upplýsingar.
Meira
Í TILEFNI frétta af skýrslu Ríkisendurskoðunar um að Háskólinn á Hólum sé í hópi þeirra ríkisstofnana sem hafi ekki brugðist við rekstrarvanda sínum á þessu ári, vill skólinn koma því á framfæri að umfangsmikil hagræðing hefur átt sér stað í rekstri...
Meira
Hljómsveitin sívinsæla Þursaflokkurinn, með Egil Ólafsson í fararbroddi, ætlar að slá botninn í vel heppnaða endurkomu sína með tónleikum á Nasa laugardaginn 14. nóvember. Hljómsveitin kom saman í byrjun síðasta árs, eftir áratuga hlé.
Meira
SKJÁREINN býður nú upp á SkjáFrelsi, nýjung sem felur það í sér að áskrifendur SkjásEins á Sjónvarpi Símans geta horft á dagskrána þegar þeim hentar.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands munu kæra til umhverfisráðherra þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að umhverfisáhrif suðvesturlína skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum sem tengjast fyrirhuguðu álveri í Helguvík á Reykjanesi.
Meira
ÞAÐ var ekki að sjá á þessum stelpum, sem gengu vasklega niður Laugaveginn í gær, að veturinn væri kominn en hitinn á hádegi í Reykjavík var 10 stig sem er heldur óvenjulegt á þessum árstíma. Heitt var fram eftir degi og náði hitastigið 11 gráðum kl.
Meira
NÚ standa yfir framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. við ýmis verkefni við frágang hafnarkanta á Slippasvæðinu. Um er að ræða frágang á undirstöðum fyrir göngubrautir við sjó og bygging á útivistar- og setpöllum við Sjóminjasafnið að Grandagarði 8.
Meira
GRÍMUR Sæmundsen, læknir og forstjóri Bláa lónsins, fékk í fyrradag viðurkenningu frá Samtökum psoriasis og exemsjúklinga, fyrir ómetanlegt framlag til psoriasis-meðferðar hér á landi.
Meira
ÞRÍR hjólreiðakappar, þeir Árni Davíðsson, Árni Vigfússon og Morten Lange, stóðu í gærdag fyrir uppákomu á Lækjartorgi í þeim tilgangi að vekja athygli á hjólreiðum og að þær teljist fullgildur samgöngumáti.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG sé mig tilneyddan til þess að höfða skaðabótamál gegn KÍM [Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar] eftir næstum tveggja ára þref.
Meira
Endurbygging Domus Medica er á teikniborðinu og gæti kostnaður við framkvæmdir orðið einn milljarður króna. Byggt verður nýtt þjónusturými með aðalinngangi og bílakjallari á tveimur hæðum.
Meira
Fjölskylda Mörtu Thors og Péturs Benediktssonar afhenti nýverið Borgarskjalasafni skjalasafn Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, til varðveislu.
Meira
Til er hundakyn, sem menn rekast stundum á í útlöndum, sem hefur það sérkenni helst að vera svo loðið að ekki sést nema við nákvæma skoðun hvað snýr fram og hvað aftur á dýrinu. Dýrið sjálft getur þó auðveldað lausn gátunnar með því að hreyfa sig.
Meira
Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna velti því upp á aðalfundi sambandsins í vikunni hvort núverandi stjórnvöld þekktu ef til vill ekki sögu fiskveiðistjórnunar hér við land.
Meira
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heldur tónleika með sænska klarinettuleikaranum Martin Fröst, sem hann telur einn fremsta hljóðfæraleikara Evrópu.
Meira
*Sigurvegarar Músíktilrauna, rokkrappsveitin Bróðir Svartúlfs , heldur útgáfutónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld í tilefni af útkomu sinnar fyrstu plötu, sex laga stuttskífu sem er samnefnd sveitinni. Einnig leika Múgsefjun og Agent Fresco.
Meira
BANDARÍSKI ljósmyndarinn Roy DeCarava er látinn, 89 ára gamall. Hann var sonur fátækrar einstæðar móður í Harlem í New York, og öðlaðist frægð fyrir að skrásetja mannlíf stórborgarinnar í myndum, einkum þó helstu djassleikara sinnar kynslóðar.
Meira
STÓRLEIKARINN Dennis Hopper greindist nýverið með blöðruhálskirtilskrabbamein og þurfti því að aflýsa öllum ferðaáformum sínum og einbeita sér að krabbameinsmeðferðinni. Fyrr í mánuðinum var Dennis Hopper lagður inn á spítala.
Meira
PAUL Newman var sá sem gaf mest í góðgerðarmál árið 2008 af þekktu fólki í Bandaríkjunum. Leikarinn, sem lést í september í fyrra gaf meira en nokkur önnur Hollywood-stjarna eða rúmlega 2,5 milljarða ísl. kr.
Meira
* Jólagjafir fyrir unnendur íslenskrar tónlistar ættu ekki að vera vandfundnar í ár. Sjaldan hefur komið út jafn mikið af bókum um tónlist og tónlistarmenn og fyrir þessi jól.
Meira
SÉST hefur til leikkonunnar Lindsay Lohan í faðmlögum við karlkyns fyrirsætu. Lohan hitti Petey Wright í myndatöku í Hollywood á miðvikudaginn og kom þeim mjög vel saman.
Meira
* Stanslaust stuð er ekki eitt af boðorðum kristinnar trúar þó að guðshús séu æ oftar notuð undir skemmtanahald. Þannig er Fríkirkjan í Reykjavík orðin eitt aðalmenningarmekka höfuðborgarinnar.
Meira
LEIKSÝNINGIN Rúi og Stúi sem Leikfélag Kópavogar frumsýndi síðastliðið vor hefur verið tekin upp að nýju. Þriðjungur af miðaverði mun renna til Barna- og ungmennastarfs Rauða krossins.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ erum ennþá að vinna á fullu við að klippa,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson, spurður út í stöðuna á næstu mynd sinni, Brimi .
Meira
SÍÐAN tilkynnt var að Sir Ridley Scott myndi leikstýra annarri Alien -mynd, hafa aðdáendur beðið spenntir að vita hvort hún komi til með að upplýsa hvernig þessar ógeðfelldu furðuskepnur enduðu á plánetunni LV-426.
Meira
HAUKUR Sigurðsson, fyrrverandi menntaskólakennari, frumflytur í kvöld klukkan 20.00 einleikinn Kynngi og kærleikur í Eyrbyggju á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi.
Meira
Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen eru engir nýgræðingar í tónlist. Óskar er meðlimur í Inferno 5 og hefur eins starfað undir listamannsnafninu Jafet Melge, sonurinn er hins vegar þekktastur sem Beatmakin' Troopa.
Meira
Í FYRSTA þætti af nýrri bandarískri spennuþáttaröð sem RÚV sýnir á fimmtudagskvöldum, Framtíðarleiftur, missti allt mannkynið meðvitund í rúmlega tvær mínútur og einhver hluti þess fór í draumkennt ástand og sá í einni svipan lífi sitt hálfu ári seinna.
Meira
Eftir Emilie Ekeberg og Árna Daníel Júlíusson: "Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS og veita frekar tvíhliða stuðning."
Meira
Einhverju sinni tilkynnti ég kunningja mínum hátíðlega að ef veitingastaður í nafni ákveðinnar erlendrar skyndibitakeðju, sem ég nenni ekki að nefna, yrði opnaður í höfuðstað Norðurlands flytti ég samstundis þaðan á brott.
Meira
Eftir Elínu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Erlu Guðrúnu Sigurðardóttur: "Rannsóknin byggist á stefnumótun í málefnum utangarðsfólks og sambærileg rannsókn hefur aldrei verið gerð hérlendis."
Meira
Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson: "Sú hugsun sem bjó að baki fyrirvörunum má segja að hafi fyrst og fremst lotið að því að tryggja réttarstöðu Íslands."
Meira
Eftir Kristínu Dýrfjörð: "Flestir þekkja skilgreiningu á lýðræði sem byggist á því að meirihlutinn ráði í skjóli þess að vera meirihluti. En dugar hún ein og sér?"
Meira
ÞAÐ er mikill misskilningur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins þegar hann fjallar um rekstrarþrengingar fjölmiðla að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft „...að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og keppinautar komast ekki hjá“.
Meira
LAUGARDAGINN 24. október síðastliðinn birtust tvær greinar hlið við hlið á bls. 28 í Morgunblaðinu; líklega fyrir skemmtilega uppstillingu starfsmanns með kímnigáfu.
Meira
Eftir Árna Sigfússon: "Samkvæmt Árbók sveitarfélaga eru skuldir og skuldbindingar bæjarins á íbúa 1,3 milljónir kr. en meðaltalið á landinu á íbúa er 1,5 milljónir kr."
Meira
Launhálka – akstur um hringtorg NÚ þegar vetur er genginn í garð og allra veðra von þarf að huga vel að akstri í umferðinni. Varúð við hálku á heiðum uppi er nauðsynleg og gerð góð skil í fjölmiðlum.
Meira
Flosi Gunnlaugur Ólafsson fæddist í Reykjavík 27. október 1929 og hefði því orðið áttræður sl. þriðjudag. Hann lézt á Landspítalanum 24. október sl., í kjölfar umferðarslyss.
MeiraKaupa minningabók
Gísli Búason fæddist á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd 4. mars 1928. Hann lést á heimili sínu á Ferstiklu 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét X. Jónsdóttir, f. 4.7. 1893, d. 7.4. 1993 og Búi Jónsson, f. 9.2. 1897, d. 30.8. 1973.
MeiraKaupa minningabók
Ingigerður Karlsdóttir (Irmgard Antonia Meyer) fæddist í Rechterfeld í Niedersachsen-héraði í Þýskalandi 14. mars 1926. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 19. október 2009. Foreldrar hennar hétu Johann Carl og Bernardine Meyer.
MeiraKaupa minningabók
31. október 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 579 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Ingigerður Karlsdóttir (Irmgard Antonia Meyer) fæddist í Rechterfeld í Niedersachsen-héraði í Þýskalandi 14. mars 1926. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 19. október 2009. Foreldrar hennar hétu Johann Carl og Bernardine Meyer.
MeiraKaupa minningabók
Jódís Stefánsdóttir fæddist á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfirði 31. október 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 27. september 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Þorvaldsson, bóndi á Norður-Reykjum, f.
MeiraKaupa minningabók
Jódís Stefánsdóttir fæddist á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfirði 31. október 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 27. september 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Þorvaldsson, bóndi á Norður-Reykjum, f.
MeiraKaupa minningabók
Klara Sveinsdóttir fæddist í Gerði á Barðaströnd 21. júlí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 18. október sl. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jóhannesdóttir, f. 30. maí 1893, d. 18. júlí 1966, og Sveinn Ólafsson, f. 15. október 1882, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
31. október 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 1097 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Klara Sveinsdóttir fæddist í Gerði á Barðaströnd 21. júlí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 18. október sl. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jóhannesdóttir, f. 30. maí 1893, d. 18. júlí 1966, og Sveinn Ólafsson, f. 15. október 1882, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Tryggvi Jónasson fæddist á Ísafirði 4. október 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 17. október sl. Foreldrar hans voru Jóna Petólína Sigurðardóttir verkakona frá Ísafirði, f. 19. júní 1902, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Ingadóttir fæddist á Akranesi 18. febrúar 1935. Hún lést 25. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin María Sveinfríður Sveinbjörnsdóttir frá Laugum í Súgandafirði og Ingi Guðjón Eyjólfsson skósmiður frá Kaldrananesi á Ströndum.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Þorbjörn Þórðarson og Örn Arnarson ÞAÐ virðist vera á reiki hver staða 1998 ehf. er en það er móðurfélag Haga sem meðal annars rekur verslunarkeðjurnar Hagkaup, Bónus og 10-11 auk fleiri verslana.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NORSKI athafnamaðurinn Endre Røsjø hefur kært dagblaðið Dagens Næringsliv (DN) til lögreglu fyrir umfjöllun þess um viðskipti Røsjø og norska olífyrirtækisins DNO.
Meira
FJÓRIR nýir starfsmenn bætast í hópinn eftir helgi hjá embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar . Þrír þeirra koma frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og einn frá embætti ríkislögreglustjóra .
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is ÓHÆTT er að halda því fram að tölvupósturinn sé ein af þeim uppfinningum síðustu áratuga sem hvað mest hafa bætt okkar daglega líf, jafnt innan sem utan vinnu.
Meira
ÞAÐ HLAUT að koma að því að skrifað yrði um Rubiks-kubbinn í leikfangahorni Atvinnublaðsins. Hér er á ferð klassískt skrifstofuleikfang sem hægt er að grípa í milli verkefna til að róa taugarnar og skerpa á heilasellunum.
Meira
FYRSTU níu mánuði ársins hefur verið afgangur á vöruskiptum við útlönd upp á tæpa 44 milljarða króna. Fluttar hafa verið út vörur fyrir 341 milljarð króna en inn fyrir 297 milljarða króna.
Meira
AÐ NÁMI loknu, jafnt sem í upphafi náms og á miðjum starfsferlinum segir Hildur Katrín Rafnsdóttir mikilvægt að leggjast í góða sjálfsskoðun. „Leitin að því sem framundan er verður ekki markviss nema maður byrji á þesu skrefi.
Meira
EF marka má frásögn breska blaðsins Daily Mail í gær er efnahagsbrotaskrifstofa bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO) að hefja rannsókn á viðskiptum þriggja kunnra kaupsýslumanna á Bretlandseyjum, sem allir hafa með einum eða öðrum hætti...
Meira
FRESTUR til að lýsa kröfum í þrotabú gamla Landsbankans rann út á miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans í gær verður ekkert upplýst um kröfurnar fyrr en á fundi með kröfuhöfum bankans 23.
Meira
Að gefnu tilefni reikaði hugur Hallmundar Kristinssonar aftur til heitra sumra í sveitinni upp úr miðri síðustu öld: Vinsælar frásagnir verða ekki hraktar um veðrið í eyfirskri sveit, heimasæturnar næstum því naktar og nautgripahjörð á beit.
Meira
GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Hlín Einarsdóttir bókmenntafræðingur. Þau fást m.a. við nafnorðið „góna“ og lýsingarorðið „sverðlítill“.
Meira
Það má sannarlega segja að það sé búinn að vera mikill kraftur í atvinnulífinu á Djúpavogi það sem af er hausti og eiga höfnin, útgerðir stórar sem smáar og fiskvinnslustöðvarnar á staðnum þar stærstan hlut að máli.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Í DAG, laugardag, verða íslensk-suðurafrísku hjálparsamtökin Enza með dagskrá í Smáralind frá kl. 14-16.
Meira
Hún söng án undirleiks fyrir fjögur þúsund manns þegar hún fyrst Íslendinga tók þátt í alþjóðlegri söngkeppni í Tyrklandi í sumar. Hún þurfti að svara mörgum og stundum skrýtnum spurningum um Ísland.
Meira
Elsa Pétursdóttir, húsmóðir og saumakona, og Steinarr Guðjónsson, fv. bóksali, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 31. október. Elsa og Steinarr halda upp á daginn með fjölskyldunni í...
Meira
BJÖRN H. Jónsson fornbókasali hyggst eiga afslappaðan og áhyggjulausan 88 ára afmælisdag. „Ég segi bara að ég hverfi á bak við fjöllin,“ segir Björn og hlær, en bætir svo við að þar eigi hann við andleg fjöll frekar en íslenska hálendið.
Meira
Víkverji vill hrósa þeim sem reka Krambúðina á Skólavörðustíg. Þar er alltaf gott viðmót og gott að versla. Það skiptir ótrúlega miklu máli hvernig starfsmenn í svona hverfisbúðum taka á móti viðskiptavinum. Ef þeir eru fámálir og umla bara...
Meira
31. október 1964 Aldarafmælis Einars Benediktssonar var minnst með ýmsum hætti. Meðal annars var afhjúpuð stytta af skáldinu á Miklatúni í Reykjavík, við hátíðlega athöfn. Frummynd styttunnar gerði Ásmundur Sveinsson þrjátíu árum áður. 31.
Meira
Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HOLLENSKA stórliðið Ajax hefur boðið Þórði Jóni Jóhannessyni, 14 ára gömlum fótboltastrák úr Haukum í Hafnarfirði, til æfinga hjá sér. Hann fer utan annan sunnudag og æfir í viku með unglingaliði félagsins í Amsterdam.
Meira
Rakel Dögg Bragadóttir, landsliðskona í handknattleik, fékk sig í gær lausa frá danska félaginu KIF Vejen og er gengin til liðs við Levanger í Noregi. Þjálfari þar er Ágúst Jóhannsson en hann tók við liðinu í sumar. Levanger er í 9.
Meira
INGVAR Þór Ólason knattspyrnumaður hefur lokið störfum fyrir Framara, en Safamýrarliðið upplýsti í gær að samningur hans við félagið yrði ekki endurnýjaður.
Meira
Keflvíkingar sigruðu gesti sína frá Stykkishólmi í gær með 90 stigum gegn 76 í fjórðu umferð Iceland Express-deildarinnar. Leikurinn var í járnum framan af og liðin skiptust á forystu í leiknum. Keflvíkingar skiptu hins vegar um gír í seinni hálfleik og kláruðu leikinn nokkuð örugglega.
Meira
Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik karla byrja leiktíðina vel í Iceland Express-deildinni þrátt fyrir miklar mannabreytingar í sumar. Í gærkvöldi tóku KR-ingar á móti meistaraefnunum í Grindavík og sigruðu 84:82 eftir hörkuleik þar sem KR hafði yfir í hálfleik, 56:48.
Meira
,,Við erum að fá besta miðjumann landsins,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Atli Jóhannsson hafði ritað nafn sitt undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær.
Meira
FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, mun krýna besta knattspyrnufólk heimsins í mikilli galaveislu sem haldin verður í Zürich í Sviss hinn 21. desember.
Meira
Karlalið Snæfells í körfubolta fær leikstjórnanda frá Bandaríkjunum á næstu dögum. Sean Burton heitir leikmaðurinn en hann er 22 ára gamall og hefur leikið með háskólaliðinu Ithaca í New York -ríki.
Meira
MARVIN Valdimarsson skoraði 25 stig fyrir Hamar í gær þegar liðið sigraði Tindastól í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Hamar skoraði 80 stig gegn 68 stigum Tindastóls sem er án stiga eftir fjórar umferðir. Hamar er með fjögur stig.
Meira
Fannar Ólafsson og félagar hans úr Íslandsmeistaraliði KR sýndu oft á tíðum fín tilþrif í 84:82 sigri liðsins gegn Grindavík í gær í úrvalsdeild karla í körfubolta. KR er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Þrír leikir fóru fram í gær.
Meira
KVENNALIÐ Fram í handknattleik leikur tvo leiki gegn tyrkneska liðinu Anadolu University í 16 liða úrslitum Áskorendabikarkeppninnar nú um helgina.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.