FRUMVARP til laga um umhverfis- og auðlindaskatta felur í sér að lagðir eru nýir skattar á bensín, olíu, rafmagn og heitt vatn. Samtals eiga þessi nýju gjöld að skila ríkissjóði um 4,7 milljörðum á ársgrundvelli.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÍU manna sendinefnd frá Íslandi hélt í gær til Noregs til að sitja aðalfund samtakanna Nei til EU sem eru systursamtök Heimssýnar hér á landi. Eru þrír þingmenn frá jafnmörgum flokkum í nefndinni.
Meira
Á MORGUN, sunnudag, verður haldin aðventuhátíð á Austurvelli og ljósin tendruð á Oslóartrénu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur jólalög undir stjórn Lárusar H. Grímssonar frá kl. 15.30. Athöfnin sjálf hefst kl. 16.
Meira
BERKLAVÖRN, sem er deild í SÍBS, heldur aðventuhátíð á morgun, sunnudag, kl. 15 á Grandhóteli við Sigtún í Reykjavík. Veitingar á boðstólum og ýmislegt til skemmtunar. Allir félagar...
Meira
„ANNAÐ hvort á að hækka sjómannaafsláttinn umtalsvert eða breyta honum þannig að hann fari í sambærilegt horf og skattfrjálsar greiðslur dagpeninga til ríkisstarfsmanna og annarra launþega,“ segir Friðrik J.
Meira
„ÞAÐ er geggjað að vera kominn í baráttuna aftur og fá tækifæri til að reyna að gera eitthvað í málunum inni á vellinum í stað þess að geta ekki gert neitt,“ sagði Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og...
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KÍNVERJAR hafa byggt upp útflutningsveldi sitt á framleiðslu varnings í verksmiðjum sem eru oft og tíðum knúnar með bruna jarðefnaeldsneytis í úreltum orkuverum.
Meira
Greiðslustöðvun eignarhaldsfélags furstadæmisins Dúbaí skók markaði í vikunni. Í kjölfarið mun kastljós fjárfesta án efa beinast að öðrum skuldsettum ríkjum.
Meira
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á kæru Hafnarfjarðarkaupstaðar til stofnunarinnar vegna opinbers fjárstuðnings Reykjavíkurhafnar, nú Faxaflóahafna, við rekstur Stáltaks hf.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 27 ára karlmann, Gunnar Viðar Árnason, til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna brota gegn fíkniefnalöggjöfinni.
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is AÐSÓKN í jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar, sem stendur yfir frá 15-18 desember er mikil. Þegar er byrjað að taka við umsóknum og verður það gert til 10. desember.
Meira
FORSETI Indlands, Pratibha Patil, og indversk stjórnvöld hafa boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn til Indlands 14.-18. janúar og taka um leið við Nehru-verðlaununum sem ákveðið var að sæma hann á liðnu ári.
Meira
Ljóstæknifélagið stendur að vöruþróunarverkefninu „Ljóstvistar“ sem hefur að markmiði að auka áhuga og styðja hönnuði til að þróa lampa úr ljóstvistum til innlendrar framleiðslu.
Meira
ÞAU hafa í nógu að snúast kínversku fyrirtækin sem selja brúðhjónum vörur og þjónustu. Það skortir heldur ekki viðskiptavini: Kínversk stjórnvöld áætla að um 11 milljónir hjóna hafi verið gefin saman í fyrra, um 10,8% fleiri en árið 2007.
Meira
KATRÍN Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, veitti sigurvegurum Snilldarlausna Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna verðlaun við athöfn í menntamálaráðuneytinu í gær.
Meira
Á NÆSTU mánuðum munu hundruð, ef ekki þúsundir hagsmunavarða þurfa að taka pokann sinn og víkja sæti úr opinberum nefndum sem veita Bandaríkjastjórn ráðgjöf á hinum margvíslegustu sviðum.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VERÐI frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun ríkissjóðs að lögum verður litið á hluta arðgreiðslna einkahlutafélaga sem launatekjur og þær skattlagðar sem slíkar. Indriði H.
Meira
„ÞAÐ er mikil gleði þessu fylgjandi,“ segir Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, um nýtt orgel sem Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, vígir í kirkjunni á sunnudag.
Meira
LOKASPRENGINGU í Óshlíðargöngum verður fagnað með ýmsum hætti um helgina. Fólki verður meðal annars boðið í rútuferð í gegn um göngin. Búið er að sprengja síðasta haftið í göngunum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.
Meira
NORSKIR fjáreigendur eru þessa dagana að sæða fé sitt með sæði úr íslenskum hrútum. Sauðfjársæðingastöð Suðurlands seldi nýlega 540 skammta af frystu sæði til Noregs og er það í fyrsta skipti sem hrútasæði er flutt til þangað.
Meira
Í DAG, laugardag, verður árlegur jólabasar haldinn á Grund, á A-gangi, 4. hæð, og stendur frá kl. 13.00-16.00. Á boðstólum verður fjöldi handunninna muna, vettlingar, sokkar, kerti, kort, púðar, dúkar og ýmislegt fleira.
Meira
Jólastjarnan heitir ný útvarpsstöð á netinu sem sendir út jólatónlist allan sólarhringinn. Stöðin fór „í loftið“ 22. nóvember sl. en slóðin á hana er jolastjarnan.net.
Meira
Í DAG, laugardag, verður haldin jólahátíð í Kópavogi á Hálstorgi og í nærliggjandi menningarstofnunum. Undanfarin ár hefur myndast sannkölluð fjölskyldustemning þennan dag. M.a. verður handverksmarkaður opnaður í Gjábakka kl. 13.
Meira
NÚ KVIKNAR á jólatrjánum einu af öðru um borg og bý og í dag kl. 14 verður kveikt á jólatrénu í Kringlunni. Sveppi tendrar ljósin og sprellar eitthvað í leiðinni. Við sama tækifæri hefst góðgerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð.
Meira
Forráðamenn þýska meistaraliðsins Kiel eru greinilega ánægðir með störf íslenska þjálfarans Alfreðs Gíslasonar . Hann samdi upphaflega til ársins 2011 og nú vilja forráðamennirnir að Alfreð skrifi undir nýjan samning sem gildir til ársins 2014.
Meira
Gunnar Ágústsson , rekstrarstjóri hverfastöðvar Reykjavíkurborgar á Miklatúni, lét af störfum í gær eftir 52 ára starf fyrir borgina. Árið 1957 var Gunnar ekki viss um hvaða ævistarf hann ætti að velja sér.
Meira
Í DAG, laugardag, verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Tréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Athöfnin hefst rétt fyrir kl. 16 á Garðatorgi í nýja miðbæjargarðinum. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur fyrir gesti.
Meira
Í DAG, laugardag, kl. 15 verður tendrað á jólatrénu við Flensborgarhöfnina. Tréð er gjöf frá Cuxhaven í Þýskalandi, vinabæ Hafnarfjarðar. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur nokkur lög auk þess sem jólasveinar líta í heimsókn.
Meira
NÝI Landsbankinn, NBI, færi langverst út úr fyrningarleið veiðiheimilda, sem stjórnvöld hafa áformað. Bankinn er með nærri helming allra skulda sjávarútvegsins í sínu bókhaldi, eða um 248 milljarða króna.
Meira
UM níu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að skerða ekki framlag til áfengismeðferðar SÁÁ. Vika er síðan söfnun undirskrifta hófst á vefnum www.saa.is.
Meira
Málþófið sem minnihluti þingheims beitir hér er bara hrein og klár kúgun. Það er skrumskæling á þingræðinu og lýðræðislegri umræðu þegar þinginu er haldið í gíslingu málþófs dögum saman.
Meira
ÞÓTT um 100 milljón ár séu liðin frá því að hún reikaði um slétturnar er hin 8 metra langa þorneðla ekki árennileg þar sem hún hvílir uppstillt á sýningu á steingervingum sem boðnir verða upp í París eftir helgi.
Meira
Búlgarska geimrannsóknastofnin fullyrðir að geimverur fylgist grannt með mannlífinu hér á jörð og reyni að koma boðum til mannfólksins, meðal annars með hringjunum frægu á ökrum.
Meira
INGA Dóra Björnsdóttir hefur ritað ævisögu Ásu Guðmundsdóttur Wright. Ása hélt ung til Englands og lærði þar hjúkrun, tók þátt í aðgerðum kvenréttindakvenna, giftist breskum lögfræðingi og varð hefðarfrú í Cornwall.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FRÁ bankahruninu í fyrra hafa átta fyrirtæki eða samtök fyrirtækja verið sektuð af samkeppnisyfirvöldum og nema sektirnar samtals 460 milljónum króna.
Meira
Álftanesdeild Rauða krossins og Félag eldri borgara á Álftanesi hafa unnið að því að útbúa ungbarnapakka sem senda á með gámi til Hvíta-Rússlands nú í desember.
Meira
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir ekki ljóst hvort sveitarfélögin fái bætt það tekjutap sem þau verða fyrir með hækkun tryggingagjalds.
Meira
Ríkisstjórnin vill draga úr þeim mun sem er á skattlagningu einyrkja í atvinnurekstri. Þetta verður m.a. gert með því að hluti arðgreiðslna einkahlutafélaga verður skattlagður eins og laun.
Meira
Bankastjóri Arion banka, Finnur Sveinbjörnsson, vill ekki staðfesta að 30 milljarðar hafi verið afskrifaðir af lánum 1998 við yfirfærslu lánsins til nýja bankans.
Meira
Tveir ofursportbílar frá Porsche verða frumsýndir hér á landi í dag, laugardaginn 28. nóvember. Bílarnir sem um ræðir eru Porsche 911 GT3 og Porsche 911 Turbo. Þessar nýju útgáfur af bílunum hafa tekið miklum breytingum.
Meira
UM 8.500 manns höfðu seint í gærkvöldi skráð nafn sitt á vef InDefence-hópsins og með því skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave staðfestingar.
Meira
„VIÐ erum mjög ánægðir með þann stuðning sem lífeyrissjóðirnir og íslenskir og erlendir fagfjárfestar hafa sýnt okkur,“ segir Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels á Íslandi, en hlutafjárútboði á meðal fagfjárfesta lauk í gær.
Meira
ÞINGFUNDI á Alþingi var frestað á níunda tímanum í gærkvöldi. Enn hefur ekki tekist að ljúka annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga og verða sex þingmenn á mælendaskrá þegar fundur verður settur kl. 10.30 í dag.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í gær starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Í ár hlutu mörg öflug fyrirtæki og fræðsluaðilar tilnefningu.
Meira
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Önnu Sigríði Einarsdóttur TOR-AKSEL Busch, ríkissaksóknari Noregs, telur mikilvægt að allt sé gert til að halda sjálfstæði ákæruvaldsins við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi.
Meira
AFMÆLISFUNDUR Auðlindar-Náttúrusjóðs verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands þann 1. desember, kl. 16:00-17:00. Fundurinn er öllum opinn. Fundurinn hefst á ávarpi verndara sjóðsins, frú Vigdísar Finnbogadóttur.
Meira
Æðibunugangurinn í tengslum við aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu var dapurlegur í upphafi og daprast enn. Nú þegar Ísland þarf á öllu sínu að halda vilji þjóðin halda sínu er stór hluti stjórnkerfisins bundinn við draumóra annars stjórnarflokksins.
Meira
Utanríkisráðherrann, sem sagðist ætla að slá met í aðlögunarumræðu-hraða, hefur fengið nýjar fréttir frá Brussel. Eins og allar fréttir sem sá góði maður fær þaðan þá voru það sannkallaðar gleðifréttir.
Meira
Mörg þeirra fyrirtækja, sem voru í það góðum rekstri að þau gátu með herkjum staðið af sér hrunið þrátt fyrir að afborganir færu upp úr öllu valdi og aðrar hremmingar, standa nú frammi fyrir nýrri vá – samkeppni við gjaldþrota fyrirtæki.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ hafa margir heyrt Ásu Guðmundsdóttur Wright getið, ekki síst í tengslum við Minningarsjóðinn í hennar nafni sem styrkt hefur margvísleg verkefni á liðnum árum. En hver var Ása Guðmundsdóttir Wright?
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞÓTT megnið af helstu plötum ársins sé komið út þá eru plötur enn að detta inn (eða út eftir því hvernig á það er litið).
Meira
Verk eftir Buxtehude, Sjostakovitsj og Brahms. Flytjendur: Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Sigurður Halldórsson. 22. nóvember.
Meira
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika á Kjarvalsstöðum í dag kl. 17 í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tékkneska tónskáldsins Franz Krommer.
Meira
Við sem höfum ekki verið áskrifendur að Stöð 2 árum saman og höfum nú misst aðgang að Skjá einum sættum okkur við einfalt sjónvarpslíf. Við eigum enga aðra kosti en að horfa bara á RÚV.
Meira
Á MORGUN kl. 14 mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, fjalla um verk Svavars Guðnasonar, á Gljúfrasteini. Samhliða því verður kynning á nýrri bók Kristínar G. Guðnadóttur listfræðings um Svavar.
Meira
Leikstjórn: Brandon Camp. Handrit: Brandon Camp og Mike Thompson. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Jennifer Aniston, Judy Greer, Martin Sheen, Dan Fogler, John Carroll Lynch og Francis Conroy. 109 mín. Bandaríkin, 2009.
Meira
Þættirnir QI með Stephen Fry og félögum eru með því allra skemmtilegasta sem finna má í bresku sjónvarpi um þessar mundir, og full ástæða til að kynna þessa spaugilegu spurningaþætti BBC fyrir Íslendingum, nú þegar sjöunda þáttaröðin er nýfarin af stað.
Meira
ESTA gítarsóló allra tíma var valið nýlega af yfir fimm þúsund lesendum tónlistarsíðunnar MusicRadar.com. Það var gítarsóló Jimi Hendrix í „Voodoo Child (Slight Return)“ sem bar sigur úr býtum.
Meira
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur, heldur hausttónleika sína í Neskirkju í dag kl. 17. Sveitina skipa 50 hljóðfæraleikarar en stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson. Á dagskrá eru m.a.
Meira
* Lítið hefur farið fyrir sýningum í hinni gamalgrónu menningarstofnun Nýlistasafninu síðustu mánuði. Unnið hefur verið að ritun sögu safnsins og skráningu á safneigninni í húsnæðinu sem Nýló hefur verið í síðustu árin, á annarri hæð við Laugaveg.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Mugison og Björgvin Gíslason gítarleikari voru með opnar upptökur í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar í Mosfellsbæ, miðvikudagskvöldið sl. Voru þær liður í tónleikaferð sem þeir hófu um landið 12.
Meira
„ÞETTA eru tónskáldin sem mér finnst gaman að spila,“ segir Peter Maté píanóleikari, hálfundrandi, spurður að því hvers vegna verk eftir tékknesku tónskáldin Dvorák og Suk urðu fyrir valinu fyrir tónleika Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg annað...
Meira
* Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð stóð um miðjan nóvembermánuð fyrir góðgerðarviku til styrktar Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL.
Meira
Eftir Hall Hallsson: "Sjálfsagt telur Egill sig ekki skussa og hann þurfi því ekki að vernda en maðurinn er vænisjúkur. Hvorki Egill né RÚV-arar sjá bjálkann í eigin auga."
Meira
Eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur: "Rannsóknir hafa það að markmiði að finna bestu lausnina fyrir sérhvert vandamál. Væntingar til rannsókna eru að þær gefi einföld og skýr svör."
Meira
Frá Reyni Þór Eggertssyni: "Í DAG fer fram prófkjör Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Einar Skúlason sækist eftir 1. sætinu á lista flokksins."
Meira
Eftir Björn Zoëga: "Það er ljóst að slíkar upphæðir verður ekki unnt að spara eftir það sem á undan er gengið nema með því að gera breytingar á þjónustu spítalans."
Meira
Eftir Þorvald Þorvaldsson: "Hver og einn skuldari má sín lítils gagnvart fjárkúgunarvaldinu en með virkri samstöðu með greiðsluverkfallið að vopni getur staðan breyst."
Meira
Yfir okkur neysluglaða Íslendinga hefur mörg vitleysan dunið í auglýsingum og markaðsherferðum. Við höfum hlaupið á eftir öllum tilboðum, án þess að ganga úr skugga um hvort yfirhöfuð sé verið að veita einhvern afslátt frá fyrra verði.
Meira
Stórkostleg sýning Ég fór á tískusýningu í Fjölbraut í Breiðholti hjá nemendum sem eru að útskrifast af textíl- og handmenntakjörsviði. Sýningin var haldin í hátíðarsal í nýju byggingunni og á móti manni tók kertaljós og upplýst svið.
Meira
Árni Magnús Jónsson fæddist í Geldingaholti í Skagafirði 15. júlí 1922. Hann lést 18. nóvember síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson, f. 18. mars 1897, d. 28. janúar 1994, og Margrét Jóhannsdóttir, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
Ásgeir Ingibergsson fæddist 17. janúar 1928 á Álafossi í Mosfellssveit. Hann lést á sjúkrahúsi í Edmonton í Kanada 18. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Ingibergur Runólfsson, f. 30.5. 1896, d. 20.10. 1981, og Sigríður Olga Kristjánsdóttir, f. 22.12.
MeiraKaupa minningabók
28. nóvember 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 751 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Birgir Magnússon (Helgi Gunnar Birgir Magnússon) fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1934. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Ásgeirsson, fæddur á Eiði í Hestfirði, N-Ís.
MeiraKaupa minningabók
Hlín Stefánsdóttir fæddist í Haganesi í Mývatnssveit 21. október 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 5. nóvember sl. Útför Hlínar fór fram frá Akureyrarkirkju 16. nóvember sl.
MeiraKaupa minningabók
Hugrún Bylgja Þórarinsdóttir fæddist á Akranesi 13. nóvember 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 4. október sl. Hugrún var jarðsungin frá Akraneskirkju 26. október sl.
MeiraKaupa minningabók
Jón Þorgrímsson fæddist á Húsavík 23. júlí 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 24. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Þorgrímur Jóelsson, f. 2. júní 1908, d. 24. apríl 1981 og Kristín Jónsdóttir, f. 26. október 1908, d. 8. apríl 1992.
MeiraKaupa minningabók
Magnea Thomsen fæddist 17. maí 1941 á Siglufirði og ólst þar upp til átta ára aldurs. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. nóvember 2009. Foreldrar hennar voru Thomas Thomsen frá Skarvanesi í Færeyjum, f. 9. maí 1901, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
28. nóvember 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 639 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Magnea Thomsen var fædd 17. maí 1941 á Siglufirði og ólst þar upp til átta ára aldurs. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. nóvember 2009.
MeiraKaupa minningabók
28. nóvember 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 658 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Ragnar Ingi Tómasson fæddist á Blönduósi 8. september 1946. Hann lést á líknardeild Landsspítalans á Kópavogi 18. nóvember 2009. Foreldrar Ragnars Inga voru hjónin Tómas Ragnar Jónsson frá Blönduósi, f. 8. júlí 1903, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Ragnhildur Fanney Þorsteinsdóttir fæddist á Ólafsfirði 14. mars 1961. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 17. nóvember sl. Hún var fimmta barn hjónanna Þorsteins S. Jónssonar, f. 13.5. 1928, d. 29.9. 2003, og Hólmfríðar S. Jakobsdóttur, f. 20.11. 1929.
MeiraKaupa minningabók
28. nóvember 2009
| Minningargrein á mbl.is
| 967 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Stefán Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 30. desember 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. nóvember sl. Útför Stefáns fór fram frá Dómkirkjunni 16. nóvember sl.
MeiraKaupa minningabók
Vigdís Bjarnadóttir fæddist á Skáney í Reykholtsdal 9. maí 1910. Hún andaðist 18. nóvember síðastliðinn á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin á Skáney, Helga Hannesdóttir frá Deildartungu, f. 5. maí 1878, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
ORKUVEITA Reykjavíkur tapaði 11,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þrátt fyrir þetta mikla tap er viðsnúningurinn umtalsverður því að tapið á sama tíma í fyrra nam tæpum 40 milljörðum.
Meira
ÍSLENSKI fataframleiðandinn 66¨Norður opnar nýja verslun í Ósló í dag, sem er fyrsta verslun fyrirtækisins í Noregi. Vörur undir merkjum 66°Norður fást nú í ríflega 300 verslunum í 16 löndum og að sögn Halldórs G.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALLS voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í október sl., borið saman við 78 í sama mánuði í fyrra.
Meira
SLITASTJÓRN Sparisjóðabankans hefur tekið afstöðu til ríflega fimmtungs krafna í þrotabú Icebank. Í heild var kröfum upp á 370 milljarða lýst í þrotabú Icebank, en þar af nema kröfur frá Seðlabanka Íslands og ríkissjóði um 200 milljörðum.
Meira
NBI er með tæplega helming allra skulda sjávarútvegsins á sínum bókum. Ef af fyrningarleið stjórnvalda verður er hætta á að verðmæti veða í aflaheimildum rýrni og efnahagur banka einnig.
Meira
NÝR upplýsingavefur, vdb.is , er stendur fyrir Visual Data Base, hefur verið settur á laggirnar. Að honum standa íslensku félögin Icestat og Cipher ehf.
Meira
SMÆRRI leikfangaframleiðendur í Bandaríkjunum horfa nú fram á að þurfa að fækka starfsfólki eða jafnvel hætta starfsemi vegna harkalegra öryggisreglna, sem taka fljótlega gildi þar í landi.
Meira
SPÖLUR, rekstrarfélag Hvalfjarðarganga , tapaði 129 milljónum króna á nýliðnu rekstrarári, frá 1. október 2008 til 30. september 2009. Hagnaður varð á síðasta ársfjórðungnum upp á 54 milljónir.
Meira
VILLA í tölvukerfi kauphallarinnar í London gerði það að verkum að stöðva þurfti í gær öll viðskipti með bresk hlutabréf í kauphöllinni í þrjá tíma.
Meira
Staða og þróun í atvinnumálum er áhyggjuefni margra í Borgarbyggð. Fyrir nokkru var skipaður sérstakur vinnuhópur um atvinnumál í Borgarbyggð til vinna að þessum málaflokki.
Meira
Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Það var fullt út úr dyrum í listasmiðjunni í Þórsmörk þegar nemendur á hársnyrtibraut Verkmenntaskóla Austurlands héldu þar sýninguna „Hár og tíska í 50 ár“ í síðustu viku.
Meira
Hann segir rakhníf vera tóla bestan til að skafa skeggjaða kjálka. Kristján Jóhannesson rakarameistari þekkir réttu handbrögðin og kenndi körlum að brýna og skerpa rakhnífa sína með steini, pastól og slípól.
Meira
Gestir þáttarins Orð skulu standa í dag eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Steinunn Knútsdóttir leikstjóri. Þau fást m.a. við „vaðhorn“ og „mikið í húfi“.
Meira
Lára Hammer Sigvardsdóttir, hjúkrunarheimilinu Eir, verður hundrað ára á morgun, sunnudaginn 29. nóvember. Lára fæddist á Ísafirði en fluttist ung til Reykjavíkur. Eiginmaður hennar var Guðmundur Steindórsson, sem lést árið 1979.
Meira
Bridsfélag Reykjavíkur Þriggja kvölda hraðsveitakeppni lauk með sigri Grant Thornton. Í sveitinni spiluðu Sveinn R. Eiríksson, Ómar Olgeirsson, Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason og Ragnheiður Nielsen. Lokastaðan var þessi: Grant Thornton 1.
Meira
TÓNLISTARGAGNRÝNANDI breska dagblaðsins Independent fer heldur hörðum orðum um hljómplötu hinnar skosku Susan Boyle sem sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Britain's Got Talent í apríl sl.
Meira
Fáir gamanþættir í sjónvarpssögunni hafa haft þau áhrif á áhorfendur að láta þá hlæja stjórnlaust langtímum saman. Flestir gamanþættir eru í raun ekkert mjög fyndnir. Í besta falli sniðugir.
Meira
28. nóvember 1942 Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis opnaði svonefnda sjálfskiptibúð á Vesturgötu 15 í Reykjavík. Þetta mun hafa verið fyrsta kjörbúðin hérlendis.
Meira
„Ég lækkaði forgjöfina í sumar og það er bara fínt. Ég byrjaði með -2,5 í upphafi ársins og er núna með -2,8,“ segir Örn Ævar Hjartarson kylfingur úr GS en grunnskólakennarinn er forgjafarlægsti kylfingur landsins.
Meira
Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is „ÞAÐ kom í raun ekkert annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Reading,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, sem í gær samdi að nýju við enska 1.
Meira
Eftir Skúla Sigurðsson skuli@mbl.is LIÐ Njarðvíkur og Snæfells mættust í gær í botnslag Iceland Express deildarinnar. Fyrirfram var búist við hörkuviðureign þessara liða.
Meira
„Það er geggjað að vera kominn í baráttuna aftur og fá tækifæri til að reyna gera eitthvað í málunum inni á vellinum í stað þess að geta ekki gert neitt,“ sagði Hermann Hreiðarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður...
Meira
EINAR Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik út leiktíðina. Einar var aðstoðarmaður Viggós Sigurðssonar en Viggó var látinn taka poka sinn í síðustu viku vegna slaks gengis liðsins á tímabilinu.
Meira
Rúrik Gíslason , leikmaður OB í Danmörku , var í fyrrakvöld valinn leikmaður síðasta keppnistímabils hjá danska knattspyrnuliðinu Viborg . Rúrik lék með Viborg frá 2007 þar til í sumar að OB keypti hann.
Meira
Umboðsmaður Tiger Woods sagði í gærkvöld að bandaríski kylfingurinn væri við góða heilsu eftir bílslys fyrir utan heimili sitt í Flórída . Mark Steinberg hjá IMB umboðsskrifstofunni staðfesti þetta í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today .
Meira
UM helgina fer fram alþjóðlegt skylmingamót fyrir 17 ára og yngri en mótið ber nafnið Reykjavík Cup 2009. Keppt er í kvenna- og karlaflokki auk liðakeppni.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÞÝSKA meistaraliðið Kiel vill framlengja samninginn við Alfreð Gíslason en Alfreð tók við þjálfun Kiel fyrir síðustu leiktíð og samdi til ársins 2011.
Meira
ÍRARNIR Rory McIlroy og Graeme McDowell eru efstir á heimsmótinu í golfi sem fram fer í Kína en í þeirri keppni eru 28 tveggja manna lið frá 28 löndum.
Meira
ENSKA 1. deildarliðið Reading vonast til að geta samið við framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson og fengið hann til liðs við sig þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar.
Meira
Knattspyrnufíklar út um víða veröld bíða með öndina í hálsinum eftir ,,El Clasico“ þar sem risarnir Barcelona og Real Madrid leiða saman hesta sína í uppgjöri toppliðanna í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.
Meira
Árlegur Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands fer fram laugardaginn 12. desember í Dalhúsum í Grafarvogi. Þjálfarar efstu liðanna í karla- og kvennaflokki í Iceland Express-deildinni völdu liðin á fimmtudag í höfuðstöðvum KKÍ.
Meira
Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Santos, er komin í bikarúrslitin í Brasilíu með liði sínu, annað árið í röð.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.