Greinar mánudaginn 4. janúar 2010

Fréttir

4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Arnór skoraði sigurmark FCK í danska bikarnum

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason átti virkilega góðan leik með danska handboltaliðinu FCK þegar liðið sigraði Bjerringbro/Silkeborg, 31:30, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar um helgina. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Áfram skrifað undir áskoranir á netinu

NÝ SÖFNUN undirskrifta hófst á netinu á laugardag þar sem skorað er á forseta Íslands að undirrita nýsamþykkt lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna svokölluðu. Hafði 1.371 skrifað nafn sitt undir áskorunina seint í gærkvöldi. Á sama tíma voru... Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

„Ekki mikið tilefni til biðleiks“

Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Hlyn Orra Stefánsson ENN er beðið eftir að forseti Íslands tikynni hvort hann staðfesti Icesve-lögin nýju, en aldrei hefur liðið jafn langur tími frá því forseti fær lög í hendur og þar til hann tilkynnir ákvörðun sína. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 770 orð | 1 mynd

„Það er ekki eftir neinu að bíða“

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,ÞETTA fer allt vel af stað. Meira
4. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Dulúð í ísborginni

HALLIRNAR sem reistar hafa verið á íslistahátíðinni í Harbin í Norðaustur-Kína eru eins og klipptar úr ævintýri. Vel fer um ísinn því miklir kuldar hafa verið í N-Kína um helgina. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 319 orð

Engar nýjar rekstrarheimildir

EKKI eru nýjar rekstrarheimildir fyrir hjúkrunarheimili á gildandi fjárlögum, þrátt fyrir áform um að opna hjúkrunarheimili með a.m.k. 154 rýmum á árinu. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Feðgar á flugi í vetrarfrostinu

FROSTIÐ hefur sennilega bitið hressilega í kinnar feðganna Ágústs Jóels Magnússonar flugstjóra og Magnúsar, sonar hans, þar sem þeir voru á flugi yfir Hafnarfirði á laugardag í 10 gráða frosti á um 100 kílómetra hraða. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Fjölmiðlalög biðu í sólarhring

FORSETI Íslands tók sér ekki nema tæpan sólarhrings umhugsunartíma þegar hann hafnaði staðfestingu fjölmiðlalaganna árið 2004. Ólafur Ragnar Grímsson fékk fjölmiðlalögin til staðfestingar síðdegis 1. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Fjölmörg blys tendruð á Bessastöðum

Nokkur hundruð manns komu saman við Bessastaði á laugardag þar sem talsmenn samtakanna InDefence funduðu með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru blys tendruð, og er engu líkara en eldar geisi á Bessastöðum. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Flugeldasala gekk misvel

„FLUGELDASÖLUNNI er ekki lokið því þrettándinn er ennþá eftir,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar innt eftir því hvernig flugeldasalan fyrir áramótin gekk hjá björgunarsveitunum. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 361 orð | 4 myndir

Getur sameinað þjóðina að baki sér

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MIKILVÆGT er að forseti Íslands nýti þann tíma sem hann tekur sér til umhugsunar vegna undirritunar Icesave-samningana og leiti álits erlendra lögmanna á innihaldi þeirra. Meira
4. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 532 orð | 2 myndir

Gróðrarstía hryðjuverka

Misheppnuð tilraun Nígeríumanns sem hlaut þjálfun í Jemen til að sprengja upp farþegavél á leið til Detroit hefur dregið athyglina að síðarnefnda ríkinu og auknum umsvifum al-Qaeda þar. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Hestamenn á hálum ís

VEL hefur viðrað til útivistar í froststillum og blíðviðri síðustu daga. Það hefur fólk líka nýtt sér; margir hafa gengið á fjöll, leikið sér á skautum eða farið í útreiðartúra. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 106 orð

Hlýnar seinni part viku fyrir vestan

KULDINN sem ríkt hefur á landinu virðist ætla að haldast enn um sinn því Veðurstofa Íslands spáir allt að 18 stiga frosti á landinu í dag og á morgun. Mest verður frostið inn til landsins en mildast við sjóinn. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Iceslave safna 800 þúsundum

NOKKUR hundruð manns hafa gefið samanlagt 800 þúsund krónur til að reisa minnisvarða um þá þingmenn sem samþykktu Icesave-frumvarpið. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 129 orð | 3 myndir

Í sjóinn undir frostmarki

UM 300 manns tóku þátt í sjósundi í Nauthólsvík á nýársdag. Hefur þátttakan aldrei verið meiri enda fer áhugi á sjósundi sívaxandi. Eftir sundið var stofnað Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur. Ermasundkappinn, Benedikt Hjartsson, er formaður. Meira
4. janúar 2010 | Innlent - greinar | 2077 orð | 6 myndir

Í tilefni af áttræðisafmæli Matthíasar Johannessen

Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skáld og rithöfundur, átti áttræðisafmæli í gær, 3. janúar. Af því tilefni hefur Bókafélagið Ugla, sem Jakob F. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Kammerkórinn Carmina lofaður af Gramophone

Gramophone, stærsta og virtasta blaðið á sviði klassískrar tónlistar í Evrópu valdi plötu kammerkórsins Carminu, Melodia , sem eina af plötum síðasta árs. Rýnir blaðsins, David Fallows, segir alla plötuna vera stórsigur frá upphafi til enda. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Kaupgleði og kjarakaup í Kringlunni

HEFÐINNI samkvæmt hófust janúarútsölur um helgina og var fjölmenni í verslunum. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

Kirkjubruninn er mikill missir

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „BRUNI Krýsuvíkurkirkju er missir fyrir þjóðminjavörsluna í landinu, enda ein af elstu timburkirkjum landsins í húsasafni okkar. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Klemmur í kuldanum

HELDUR voru þau skjóllítil klæðin sem klemmd voru utan á fyrirsætuna sem þurfti að sitja fyrir hjá ljósmyndara í Vatnsmýrinni í gær þegar frostið var um sjö stig. Meira
4. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Lestar í aðalhlutverki á ný

SAGAN getur farið í undarlega hringi. Á 19. öld byggði ódýrt vinnuafl, meðal annars frá Kína, upp lestarkerfið í Bandaríkjunum sem fjármagnað var með erlendu lánsfé. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 190 orð

Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokka

FYLGI Samfylkingarinnar minnkar um 2% á milli mánaða og mældist 24% í síðasta Þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar lítið eitt á sama tímabili, frá nóvember til desember, og fer úr 47% í 46%. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Lýst eftir Brynjari Loga Barkarsyni

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Brynjari Loga Barkarsyni sem strauk frá Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga í Reykjavík í gær. Brynjar Logi er 15 ára, 194 cm á hæð, ljóshærður, stuttklipptur og með blá augu. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Mamma Gógó Friðriks Þórs þykir afar vel heppnuð

Kvikmyndagagnrýnandi blaðsins, Hjördís Stefánsdóttir, fer fögrum orðum um nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar , Mamma Gógó , og gefur myndinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 33 orð

Margir leita á náðir framtakssjóðs lífeyrissjóðanna

,,Það hafa nú þegar margir sett sig í samband við mig og það er ósköp eðlilegt,“ segir Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. Lífeyrissjóðir leggja sjóðnum til 30 milljarða til fjárfestinga í fyrirtækjum. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Mikil stækkun fyrirhuguð

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is HUGMYNDIR eru uppi um að stækka verksmiðju Actavis á Íslandi um helming. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 603 orð | 3 myndir

Minna atvinnuleysi hér en víða erlendis

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París spáir að tölur um atvinnuleysi á evrusvæðinu verði um og yfir tveggja stafa fram í ársbyrjun 2012. Útlitið er einnig dökkt vestanhafs og í aðildarríkjum OECD. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins

Hrólfur Ölvisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og tók hann formlega til starfa 1. janúar. Hrólfur hefur verið virkur félagi í Framsóknarflokknum sl. 30 ár og verið fulltrúi í miðstjórn flokksins um árabil og var á árum áður... Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Ný tækifæri felast í niðurskurðinum

„ÍSLENSKA heilbrigðiskerfið er í mikilli gerjun þessa mánuðina vegna mikils niðurskurðar. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Reglur um astmalyf hertar

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TVÖFALDUR skammtur af algengu astmapústi hækkaði um áramót úr 1.000 krónum í 19.000 krónur, samkvæmt upplýsingum sem faðir drengs með astma fékk í apóteki á síðustu dögum ársins. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Strangara mat og minni bið

Biðlistar vegna hjúkrunarrýma töldu einungis 60-70 manns um mánaðamótin nóvember/desember sl. Þetta er kúvending frá því í árslok 2007 þegar 464 eldri borgarar voru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Tíu Íslendingar sæmdir fálkaorðu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum á nýársdag. Meira
4. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Tuktuð til og hefur vegnað betur í lífinu

NÝ bandarísk rannsókn bendir til að einstaklingum sem beittir eru líkamlegri refsingu í æsku gangi betur í lífinu og verði hamingjusamari en hinir sem aldir eru upp án kinnhesta, rassskellinga og þess háttar. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Undirskriftirnar vekja athygli víða

LESENDUR fréttavefjar breska útvarpsins, BBC , í Japan, Slóvakíu, Hollandi, Þýskalandi og víðar lýstu í gær yfir skoðun sinni á frétt þess efnis að um fjórðungur kosningabærra manna á Íslandi hefði léð nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsetinn... Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Undirskriftir vekja mikla athygli utan landsteinanna

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjölluðu í gær um undirskriftasöfnun Indefence-hópsins sem hvetur forseta Íslands til að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Stöðugt fjölgar á listanum og höfðu um 62. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 347 orð | 3 myndir

Þjóðin bíður ákvörðunar forseta

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is SLÆMT er að búa við það óvissuástand sem ríkir sökum þess að forseti Íslands hefur ekki skorið úr um hvort hann staðfesti Icesave-lögin, segja stjórnmálafræðingarnir Ólafur Harðarson og Eiríkur Bergmann. Meira
4. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Ætla að ganga á 52 fjöll á árinu

FERÐAFÉLAG Ísland hefur hrundið af stað verkefninu Eitt fjall á viku, sem hefst strax á nýju ári. Sett hefur verið upp skipulögð dagskrá þar sem til stendur að ganga á eitt fjall í viku hverri allt næst ár. Meira

Ritstjórnargreinar

4. janúar 2010 | Leiðarar | 339 orð

Lagaleg staða er skýr

Pistill sem Óli Björn Kárason birtir á vefsíðuni AMX í gær er athyglisverður og afar skýr. Hann fjallar um ríkisábyrgðarfrumvarpið, sem Alþingi samþykkti naumlega næstsíðasta dag liðins árs. Meira
4. janúar 2010 | Staksteinar | 245 orð | 2 myndir

Skúrkaskoðarar

Svavar Alfreð Jónsson á Akureyri skrifar oft eftirtektarverða pistla á vef sinn og virðist að auki listaljósmyndari. Meira
4. janúar 2010 | Leiðarar | 280 orð

Vinahagsmunir sagðir ráða

Ólafur Ragnar Grímsson afgreiddi Icesave-málið þannig 2. september sl. að engum ætti að geta komið í hug að hann myndi staðfesta gerninginn nú, óháð gríðarlegum fjölda áskorana. Meira

Menning

4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 85 orð | 2 myndir

Árið kvatt með helgum hljóm

SÍÐUSTU tónleikar ársins, Hátíðarhljómar, voru haldnir í Hallgrímskirkju á gamlársdag. Það var þá sem Listvinafélag Hallgrímskirkju bauð til slíkra tónleika í sautjánda sinn. Þeir félagar, trompetleikararnirÁsgeir H. Meira
4. janúar 2010 | Tónlist | 358 orð | 1 mynd

„Mjög óvænt en ánægjulegt“

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is MELODIA, plata Kammerkórsins Carmina er ein besta plata síðasta árs að mati Gramophone, stærsta og virtasta tónlistarblaðs Evrópu. Meira
4. janúar 2010 | Tónlist | 305 orð | 2 myndir

Bergnuminn

Á efnisskrá: Einleiksverk fyrir selló eftir Judith Weir, David Cucchiara og Kaiju Saariaho, Chopin og Jóhann Sebastian Bach. Flytjendur: Nicole Vala Cariglia á selló og David Cucchiara á píanó. Mánudaginn 28. des. kl. 20.30. Meira
4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Elton John aðstoðar Eminem í meðferð

BRESKI poppsöngvarinn Elton John segist hafa veitt bandaríska rapparanum aðstoð undanfarið ár við að reyna að losna undan lyfjafíkn. Sagði Elton John að Eminem væri að hafa betur í þessari baráttu. Meira
4. janúar 2010 | Kvikmyndir | 611 orð | 2 myndir

Frásagnarspegill Friðriks Þórs

Leikstjórn og handrit: Friðrik Þór Friðriksson. Aðalhlutverk: Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Gunnar Eyjólfsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pétur Einarsson. Kvikmyndataka: Ari Kristinsson. Meira
4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Fry setur niður æviminningar

LEIKARINN góðkunni Stephen Fry hefur boðað brotthvarf úr netheimum, og þá einkanlega af Twittersíðu sinni. Ástæðan er sú að hann þarf að skila handriti að síðari hluta ævisögu sinnar en sá fyrri kom út árið 1997, fyrir hartnær þrettán árum. Meira
4. janúar 2010 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Hákon Bjarnason leikur á Stokkalæk

FYRIR skömmu hlaut Hákon Bjarnason píanóleikari styrk að fjárhæð 1.500.000 kr. úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson apótekara. Þetta er 16. styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum frá því ekkja Birgis, Anna Egilsdóttir Einarsson, stofnaði sjóðinn 28. Meira
4. janúar 2010 | Fjölmiðlar | 253 orð | 1 mynd

Heldur veislan áfram?

Ljósvakaáramótin voru fín. Hið ómissandi skaup – áramótaskrautið, eins og lítill frændi í fjölskyldunni kallaði það einu sinni – stóð fyllilega undir nafni. Sannkallað skraut. Meira
4. janúar 2010 | Kvikmyndir | 214 orð | 2 myndir

Hvarf dropalaga demantsins

Í HOLLYWOOD er nú búið að smíða kvikmynd eftir löngu gleymdu handriti Tennessee Williams. Meira
4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 391 orð | 9 myndir

Kjánahrollur ársins

1 Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri, laug því að blaðamanni mbl.is að hann hefði séð ísbjörn í Skagafirði. Sigurður lýsti aðstæðum og sagðist hafa séð björninn ásamt hópi manna sem voru í skemmtiferð. Sigurður slapp við ákæru. Meira
4. janúar 2010 | Kvikmyndir | 511 orð | 2 myndir

Óskorað skotleyfi

Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson. Handritshöfundar: Gunnar Björn, Anna Svava Knútsdóttir, Ottó Geir Borg, Sævar Sigurgeirsson, Ari Eldjárn, ofl. Meira
4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Soundgarden kemur saman aftur

GRUGGSVEITIN góða og goðsagnakennda Soundgarden hyggst koma saman á nýjan leik eftir að hafa ekki leikið saman í tólf ár. Þetta er haft eftir söngspírunni Chris Cornell. Meira
4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 47 orð | 4 myndir

Sælu bundið svitakóf

ÞAÐ var við hæfi að fjörugustu tónleikasveitir norðan Alpafjalla slitu erfiðu ári með taumlausri gleði og fölskvalausu fjöri. Stuðsveitirnar FM Belfast og Retro Stefson troðfylltu Nasa miðvikudagskvöldið 30. Meira
4. janúar 2010 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Te og tónlist á Seltjarnarnesi

EINS og sést er lítið um að vera í skipulagðri menningarstarfsemi svona í upphafi árs – nú nema í tónlistinni. Þannig er fyrsti viðburðurinn á Bókasafni Seltjarnarness árið 2010 tónleikar í röðinni Te og tónlist. Meira
4. janúar 2010 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Vínartónleikar Sinfó að hefjast

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands byrjar nýtt ár að vanda með Vínartónleikum. Fernir tónleikar eru á dagskrá, þeir fyrstu á miðvikudagskvöld kl. 19.30, svo á fimmtudags- og föstudagskvöld á sama tíma og þeir síðustu á laugardag kl. 17. Meira
4. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Wacken hljómsveitakeppnin

Í FYRRA var alþjóðlega hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle haldin í fyrsta sinn hérlendis. Meira

Umræðan

4. janúar 2010 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Að fyrirbyggja ristilkrabbamein – engar forsendur

Eftir Ásgeir Theódórs: "Nú er illa komið fyrir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum, en þau virðast seinvirk, ráðvillt og getulítil." Meira
4. janúar 2010 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Dýr eru fátækra manna ráð

Eftir Ásbjörn R. Jóhannesson: "Í sumum tilfellum stendur rafverktakinn frammi fyrir því að þurfa að segja sig af verkinu eða verða gjaldþrota ella." Meira
4. janúar 2010 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Forseti undir feldi

Eftir Baldur Ágústsson: "Þjóðin treystir því að forseti láti ekki vini sína rugla sig í svo alvarlegu máli sem þetta er." Meira
4. janúar 2010 | Aðsent efni | 533 orð | 1 mynd

Frá Vaktarabænum til Þjóðmenningarhússins

Eftir Ara Trausta Guðmundsson: "Undanfarin ár hefur aftur verið staðfest hve viðgerð gamalla húsa, endurnýjun og jafnvel nýbyggingar í gömlum stíl skila miðborginni miklum sjarma." Meira
4. janúar 2010 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Velferð á viðsjárverðum tímum

Eftir Jórunni Frímannsdóttur: "Starfsfólk velferðarsviðs hefur markvisst gert breytingar á forgangsröðun verkefna og vinnufyrirkomulagi til þess að mæta breyttum aðstæðum." Meira
4. janúar 2010 | Velvakandi | 179 orð | 1 mynd

Velvakandi

Lágmarksframfærsla ellilífeyrisþega? Stjórnvöldum hefur víða reynst erfitt að skilgreina og ákveða fátæktarmörk í peningum, enda hagkvæmt að hún sé ekki ofgreidd. Sums staðar hefur verið notað viðmiðið 60% meðaltekna. Meira

Minningargreinar

4. janúar 2010 | Minningargreinar | 954 orð | 1 mynd

Grímur Bjarni Bjarnason

Grímur Bjarni Bjarnason fæddist í Ólafsfirði 13. apríl 1914. Hann lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, hinn 23. desember 2009. Foreldrar hans voru Bjarni Helgason og Jakobína A. Ingimundardóttir. Grímur er næstelstur fjögurra systkina sem eru: Ingólfur f. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2010 | Minningargreinar | 6603 orð | 1 mynd

Hrafnkell Kristjánsson

Hrafnkell Kristjánsson, fæddist í Reykjavík 18. janúar 1975. Hann lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi 25. des. 2009 af afleiðingum umferðarslyss. Foreldrar hans eru Bryndís Guðmundsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi, f. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 2353 orð | ókeypis

Hrafnkell Kristjánsson

A Ð F A R A R O R Ð. Hrafnkell Kristjánsson, fæddist í Reykjavík þann 18. janúar 1975. Hann lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi þann 25. des. 2009. Kona Hrafnkels er Guðríður Hjördís Baldursdóttir, starfsmannastjóri NORVIK, fædd 16. júlí 1968. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2010 | Minningargreinar | 1802 orð | 1 mynd

Ingibjörg Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Ingibjörg Jóhanna Vilhjálmsdóttir fæddist á Brekkustíg 7, í Reykjavík 25. mars 1930. Hún lést 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Ragna Ólafsdóttir, f. 22. júlí 1905, d. 14. mars 1981, og Vilhjálmur Hannesson, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1515 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingibjörg Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Ingibjörg Jóhanna Vilhjálmsdóttir fæddist að Brekkustíg 7, í Reykjavík 25.mars 1930. Hún lést 18.desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Ragna Ólafsdóttir, f.22.júlí 1905, d. 14.mars 1981 og Vilhjálmur Hannesson f.18.október 1895, d.16. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2010 | Minningargreinar | 1709 orð | 1 mynd

Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir

Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 9. desember 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Sigurðsson, f. 25.7. 1885, d. 25.9. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 552 orð | 1 mynd | ókeypis

Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir

Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 9. desember 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 27. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 1 mynd

CCP fær Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ CCP hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2009. Hilmar Veigar Pétursson , forstjóri CCP, veitti verðlaununum móttöku 30. desember úr hendi Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra . Meira
4. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

FSA hafði áhyggjur af KSF 2007

BRESKA blaðið Sunday Telegraph greindi frá því í gær að breska fjármálaeftirlitið, FSA, hefði látið afskiptalaust þegar Kaupþing setti upp Edge-innlánsreikninga sína þar í landi átta mánuðum fyrir hrun, þar sem það hefði talið að um væri að ræða jákvætt... Meira
4. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Skuldabréf hækkuðu í verði í desember

VÍSITALA GAMMA yfir skuldabréf, GAMMA: GBI, hækkaði um 1,65% í desembermánuði. Vísitalan náði hámarki sínu hinn 14. desember, þegar gildið náði 177,6 stigum, en hún endaði mánuðinn í 177,4 stigum. Meira
4. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 666 orð | 2 myndir

Skuldadagar á evrusvæðinu

Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is GRÍSK STJÓRNVÖLD munu kynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tillögur sínar um hvernig þau ætla að koma böndum á ríkisfjármálin sem eru í miklum ólestri. Meira
4. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 131 orð

S&P breytir horfum ríkisins í stöðugar

MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor‘s (S&P) tilkynnti á gamlársdag að það hefði breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar . Meira

Daglegt líf

4. janúar 2010 | Daglegt líf | 399 orð | 2 myndir

Handverksfólk fær inni í litlum búðum á netinu

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ef ég hefði haft hugmynd um það þegar ég byrjaði, hvað þetta væri mikið mál, þá hefði ég frekar varið tímanum í að reyna að læra golf. Meira
4. janúar 2010 | Daglegt líf | 185 orð | 2 myndir

Nýr heimur fyrir álfaskó

„ÞETTA skapar alveg nýjan markað fyrir handverksfólk, getur náð til allra þeirra sem eru tölvuvæddir en það er víst megnið af þjóðinni,“ segir Ragnheiður Jóhannsdóttir, handverkskona í Mosfellsbæ, einn framleiðendanna sem selur framleiðslu... Meira
4. janúar 2010 | Afmælisgreinar | 331 orð | 1 mynd

Sigurður Sigurðsson

Í dag er níræður mikill sómamaður og sannkallaður brautryðjandi, Sigurður Sigurðsson á Geirseyri við Patreksfjörð. Sigurður fæddist 3. janúar 1920 á Geirseyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans voru Svandís Árnadóttir og Sigurður A. Meira
4. janúar 2010 | Daglegt líf | 105 orð | 1 mynd

Verðlaun fyrir tölvuleiki

Á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf., Atvinnuþróunarfélags Eyjarfjarðar bs, og Icelandic Gaming Industry (IGI), verða veitt sérstök aukaverðlaun í keppni IGI á sviði hönnunar og smíði tölvuleikja, IGI Awards. Meira

Fastir þættir

4. janúar 2010 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

85 ára

Róbert Róbertsson, fyrrverandi vörubifreiðarstjóri, varð áttatíu og fimm ára í gær, 3. janúar. Róbert bjó lengst af á Brún í Biskupstungum, en býr nú í Grænumörk 2 á Selfossi. Meira
4. janúar 2010 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

90 ára

Jóna Jóhanna Þórðardóttir frá Innri-Múla á Barðaströnd, nú til heimils á Hrafnistu í Hafnarfirði, áður á Bjarkargötu 6, Patreksfirði, er níræð í dag, 4.... Meira
4. janúar 2010 | Fastir þættir | 154 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Á röngunni. Norður &spade;G642 &heart;KD6 ⋄Á76 &klubs;G83 Vestur Austur &spade;K9853 &spade;D7 &heart;G82 &heart;10943 ⋄1054 ⋄G982 &klubs;Á7 &klubs;K64 Suður &spade;Á10 &heart;Á75 ⋄KD3 &klubs;D10952 Suður spilar 3G. Meira
4. janúar 2010 | Fastir þættir | 248 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Jólamót Bridsfélags Reykjavíkur Jólamót BR var haldið með þátttöku 58 para. Sigtryggur Sigurðsson og Gísli Steingrímsson sigruðu á mótinu með miklum yfirburðum. Lokastaðan var þessi. Sigtryggur Sigurðss. – Gísli Steingrss. 63,4% Páll Valdimarss. Meira
4. janúar 2010 | Í dag | 177 orð

Fyrsta vísa ársins

Aðalsteinn Valdimarsson bóndi á Strandseljum í Ísafjarðardjúpi, yrkir á jólum undir yfirskriftinni: „Anno 2009“: Hvað varð um þig ár sem eitt sinn varst ungt í heimi með óskum og vonum, draumum og þránum heitum, heilsaðir okkur sem hjer... Meira
4. janúar 2010 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú...

Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú heldur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5. Meira
4. janúar 2010 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4 d5 4. Rc3 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. e3 O-O 7. Bd2 a6 8. Dc2 He8 9. a3 Bd6 10. h3 h6 11. cxd5 exd5 12. Bd3 Bd7 13. b4 Ra7 14. Ra4 b6 15. Rc3 Rb5 16. Re2 Re4 17. a4 Ra7 18. O-O Rc6 19. b5 axb5 20. axb5 Rxd2 21. Dxd2 Rb4 22. Rc3 Rxd3 23. Meira
4. janúar 2010 | Árnað heilla | 182 orð | 1 mynd

Spilar og syngur og semur

NÝTT almanaks- og aldursár leggst vel í Gunnar Þórðarson, tónlistamann, en hann á í dag 65 ára afmæli. Hann er bjartsýnn á að árið verði skemmtilegt. Meira
4. janúar 2010 | Fastir þættir | 233 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji hefur verið þeirrar skoðunar síðustu vikur að enginn kveðskapur eigi betur við nú um stundir en Íslandsljóð Einars Benediktssonar. Rifjum upp hendingar: Þú fólk með eymd í arf! Meira
4. janúar 2010 | Í dag | 79 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

4. janúar 1984 Stórviðri með snjókomu olli miklum samgönguerfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjöldi fólks lenti í hrakningum. „Annasamasti dagur í starfi lögreglunnar í Reykjavík. Meira

Íþróttir

4. janúar 2010 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Arenas þarf að svara fyrir sig

Liðsfélagarnir Gilbert Arenas og Javaris Crittenton hjá NBA liðinu Washington Wizards voru helsta fréttaefnið í NBA deildinni. Afrek þeirra á körfuboltavellinum voru þó ekki umfjöllunarefnið. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

Arnór tryggði sigurinn

Arnór Atlason fagnaði bikarmeistaratitlinum í handknattleik karla í Danmörku ásamt félögum sínum í FCK Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn í stuttri sögu FCK þar sem liðið landar bikarmeistaratitlinum en FCK var stofnað árið 2002. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Chelsea burstaði Watford og Eduardo tryggði Arsenal sigur

LUNDÚNALIÐIN Chelsea og Arsenal tryggðu sér bæði farseðilinn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Leikmenn Chelsea sýndu 1. deildar liði Watford litla gestrisni á Stamford Bridge. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Eiður Smári orðaður við Blackburn

BRESKA blaðið News of the World heldur því fram að Sam Allardyce knattspyrnustjóri Blackburn Rovers horfi hýrum augum til Eiðs Smára Guðjohnsen og vilji fá hann til liðs við Blackburn nú í janúarglugganum. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Einbeittir badmintonspilarar í TBR

MEISTARAMÓT TBR fór fram um helgina og þar fögnuðu Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir sigri í einliðaleik. Helgi sigraði Rasmus Mangor frá Danmörku í úrslitaleik. Tinna og Rakel Jóhannesdóttir léku til úrslita í einliðaleik kvenna. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 234 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Íþróttamaður Vals var útnefndur á gamlársdag í 18. sinn og að þessu sinni varð knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir fyrir valinu. Dóra hefur verið algjör lykilmanneskja undanfarin ár í kvennaliði Vals, sem varð Íslands- og bikarmeistari 2009. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 402 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Jón Arnór Stefánsson skoraði 4 stig fyrir Granada sem tapaði stórt, 112:87, gegn Unicaja á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær. Jón Arnór lék í 15 mínútur og skoraði hann úr fjórum vítaskotum. Granada er í 14. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Leeds gegn Manchester United á Old Trafford í 29 ár

LEIKMENN Leeds United komu knattspyrnuheiminum til að skjálfa í gær þegar þeim tókst að slá Englandsmeistara Manchester United úr leik í bikarnum og það á Old Trafford. Leeds hrósaði 1:0 sigri og skoraði Jermain Beckford sigurmarkið á 19. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Góð byrjun hjá Guðmundi með Warta

GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, byrjaði vel með sínu nýja liði, BTK Warta frá Gautaborg í Svíþjóð. Guðmundur og félagar hans öttu kappi við Sparvagen og höfðu betur, 3:2. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 117 orð

Guðjón Finnur aftur til Framara

Handboltamaðurinn Guðjón Finnur Drengsson er genginn til liðs við Fram að nýju en hann hefur leikið með þýska neðri deildar liðinu Kassel síðustu mánuðina. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Haukur Páll til liðs við Valsmenn – samdi til tveggja ára við félagið

VALSMENN fengu góðan liðsstyrk á síðasta degi ársins þegar Haukur Páll Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 122 orð | 2 myndir

Kári Steinn og Arndís sigruðu

KÁRI Steinn Sigurðsson sigraði í karlaflokki í gamlárshlaupi ÍR sem fram fór á síðasta degi ársins 2009. Kári hljóp á 31 mínútu og 20 sekúndum. Metþátttaka var í hlaupinu í ár, 937 hlauparar. 13 ára stúlka lenti í þriðja sæti í kvennaflokki. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 805 orð

KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 3. umferð: Manchester United &ndash...

KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 3. umferð: Manchester United – Leeds 0:1 – Jermaine Beckford 19. Chelsea – Watford 5:0 Daniel Sturridge 5., 28., Eustace 15. (sjálfsmark), Florent Malouda 22., Frank Lampard 64.. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Spænsku risarnir töpuðu stigum

REAL Madrid mistókst í gærkvöld að skjótast á topp spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu en nífaldir Evrópumeistarar urðu að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Osasuna í Pamplona. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Stuttur en snarpur undirbúningur

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÞAÐ eiga allir að skila sér á æfingu á morgun (í dag) og ég hlakka bara mikið til. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 405 orð | 1 mynd

Taka tvö hjá Hermanni og Aroni í bikarnum

Hermann Hreiðarsson og Aron Einar Gunnarsson verða að mætast aftur en leik Portsmouth og Coventry í 3. umferð ensku bikarkeppninnar lyktaði með 1:1 jafntefli. Aðeins rúmlega 11. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 123 orð

Tvísýn staða hjá GOG

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik og þjálfari danska liðsins GOG segist vera áhyggjufullur með stöðu félagsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 25 orð

Útför Hrafnkels í dag

ÚTFÖR Hrafnkels Kristjánssonar íþróttafréttamanns á RÚV, sem lést á jóladag eftir umferðarslys hinn 18. desember, verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag klukkan... Meira
4. janúar 2010 | Íþróttir | 607 orð | 2 myndir

Yrði gaman að skemma tímabilið fyrir Liverpool

„Það er ekki slæmt að gera jafntefli á móti Liverpool og ég tel alveg möguleika á að vinna Liverpool á Anfield. Meira

Ýmis aukablöð

4. janúar 2010 | Blaðaukar | 275 orð | 1 mynd

Að komast á leiðarenda

Flestir eiga sér ákveðna dagdrauma þar sem þeir láta sig dreyma um allt sem þeir vilja áorka, hvort sem það er að verða framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki, í góðu formi eða jafnvel í betri samskiptum við fjölskylduna. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 92 orð | 1 mynd

Að líða sem sigurvegara

Það er mjög algengt að fólk gefist upp á markmiðum sínum eftir mistök. Kannski var borðað of mikið í afmælinu, drukkinn hitaeiningaríkur bjór í vinnupartíinu og svo framvegis. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 142 orð | 1 mynd

Að njóta þess að vera til

Góð heilsa skiptir afar miklu máli, eins og allir sem hafa einhvern tímann misst heilsuna vita. Það er ekki nóg að borða vel og hreyfa sig reglulega heldur þarf líka að huga að andlegu heilsunni. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 108 orð | 1 mynd

Að setja sér markmið

Það er talað um að flestir þeir sem nái markmiðum sínum hafi þau skrifleg. Og að þeir sem hafi skrifleg markmið nái þeim yfirleitt. Í alls kyns heilsurækt er því mjög mikilvægt að setja sér markmið og þá sérstaklega að hafa þau skrifleg. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 149 orð | 1 mynd

Að standa sig

Á þessum árstíma eru margir sem ætla að taka sér tak og breyta lífsháttum sínum. Oft eru breytingarnar á þann veg að fólk ætlar að borða minna og hollara og hreyfa sig meira. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 119 orð | 1 mynd

Aftur í ræktina

Það eru margir sem ætla sér að byrja í ræktinni í byrjun árs og er það vel. Það er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að ekki er gott að byrja of hratt því það getur bæði verið hættulegt og orðið til þess að viðkomandi gefst fljótt upp. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 470 orð | 1 mynd

Algengir höfuðverkjasjúkdómar

Mígreni er algengur sjúkdómur sem herjar mun meira á konur. Meðferðarúrræðum hefur fjölgað síðastliðin ár og umræða um sjúkdóminn um leið orðið meiri. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 142 orð | 1 mynd

Auðveldar aðhaldið

Fyrir þá sem eru í aðhaldi er mikilvægt að borða reglulega til að halda blóðsykrinum jöfnum. Um leið og líkaminn fer að finna fyrir hungri kviknar löngun í mat sem er óhollur og ekki í anda við aðhaldið. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 131 orð | 2 myndir

Aukið sjálfstraust og aukin hæfni

Hvort sem er í einkalífi, vinnu eða skóla, þá getur sjálfstraust skipt gríðarlegu miklu máli. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 453 orð | 1 mynd

Árangur eftir nokkrar vikur

Skokk er þægileg líkamsrækt til að stunda heiman frá sér. Best er að fara rólega af stað en samt setja sér markmið. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 479 orð | 2 myndir

Djúpvöðvakerfi líkamans styrkt

Djúpvöðvakerfi líkamans gleymist oft þegar líkamsrækt er stunduð. Mikilvægt er að gera styrkjandi æfingar fyrir kerfið til að undirbúa það fyrir hreyfinguna. Þetta á sérstaklega við um þá sem eiga við bak- og mjaðmagrindarvandamál að stríða. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 107 orð | 1 mynd

Engin flækja

Það hefur hent okkur flest að vakna með hárið í einni flækju, svo ekkert virðist hægt að gera. Slík vandamál má í fyrsta lagi fyrirbyggja með þægilegri klippingu sem hentar hárinu þínu vel. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 313 orð | 1 mynd

Er alltaf að reyna að bæta mig

„Mín reglulega heilsurækt snýr aðallega að geðinu,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari . „Ég reyni að skynja frá stund til stundar hvernig mér líður og bregðast við því eins fljótt og auðið er. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 206 orð | 1 mynd

Fiskkökur með engifer

Gott er að borða nóg af fiski og lax má elda á ýmiss konar máta. Lax og engifer má nota saman til að búa til auðveldar fiskkökur að taílenskum hætti. Ýmiss konar svona uppskriftir má nota til að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 338 orð | 3 myndir

Fonda lætur til sín taka

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Frægðarsól leikkonunnar og eróbikkdrottningarinnar Jane Fonda reis hvað hæst undir lok sjötta áratugarins en þá lék hún í myndum á borð við Barbarellu og Cat Ballou. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 482 orð | 1 mynd

Fólk ber ábyrgð á eigin neyslu

Margir vilja breyta mataræði sínu til betri vegar og þá getur verið gott að leita ráða hjá sérfræðingi. Hjá Næringarsetrinu starfa fjórir næringarfræðingar, hver og einn sérhæfður á sínu sviði. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 92 orð | 1 mynd

Frískandi safar

Til að borða nóg af grænmeti og ávöxtum yfir daginn er góð hugmynd að eiga safapressu til að ná öllum safanum fullum af vítamínum úr þeim. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 85 orð | 1 mynd

Frískandi sundferð

Sund er frískandi og góð heilsurækt sem hægt er að stunda allt árið um kring. Það er alltaf gott að synda nokkrar góðar ferðir og slappa svo af í heita pottinum á eftir. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 616 orð | 1 mynd

Fyrirbyggjandi meðferð við kvillum

Óhefðbundnar lækningar má nota til meðferðar við ýmsum kvillum, bæði líkamlegum og andlegum. Í heilun er reynt að koma jafnvægi á orkubrautir líkamans. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 666 orð | 2 myndir

Gervitennur eru ekki þvegnar með sápu lengur

Það er nauðsynlegt að endurnýja gervitennur á 6-10 ára fresti því tannholdið rýrnar með árunum og tennurnar losna. Eins þarf að kaupa sérstök hreinsiefni til að halda tönnunum hreinum því það má alls ekki nota tannkrem. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 369 orð | 1 mynd

Gott morgunsnarl fyrir alla

Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins en margir verða leiðir á því að borða yfirleitt eða alltaf það sama og sleppa því þá kannski frekar að borða. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 710 orð | 1 mynd

Góðar breytingar gerast hægt

Vani og venjur eru sennilega það sem erfiðast er að breyta þegar fólk ákveður að breyta lífi sínu. Flestir hafa vanið sig á allt mögulegt í gegnum ævina og sérstaklega á það við um alls kyns mataræði. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 247 orð | 1 mynd

Góðar í máltíðir

Linsu- og belgbaunir hljóma kannski ekki sérlega freistandi í eyrum sumra en þær eru notaðar við ýmiss konar matargerð. Það er til dæmis hægt að búa til mjög hollar og góðar súpur úr linsubaunum og einnig er hægt að hafa þær í salöt. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 522 orð | 1 mynd

Góðar styrktaræfingar fyrir konur

Á Gravity-námskeiðum í Baðhúsinu getur hver kona stjórnað því hve erfið æfingin er þar sem hver og einn vinnur með sína eigin þyngd. Það eru mest tíu manns saman í tíma og kennarinn getur því einbeitt sér að hverjum og einum nemanda. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 347 orð | 2 myndir

Góð hreyfing og mikil átök

Það eru mikil hlaup og töluverð átök í skvassi enda segir Hilmar Hafsteinn Gunnarsson í Veggsporti að það sé ein besta hreyfing sem fólk fær. Þá sé skvassið mjög skemmtilegt, ekki síst þegar þeir sem spila saman eru álíka góðir. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 108 orð | 1 mynd

Góð húðumhirða

Það er algjör óþarfi að verða stressaður, þó svo að maður ætli beint út að borða eða út á lífið eftir vinnu. Þú þarft ekki endilega að dragnast með stóra snyrtiveskið þitt með þér heldur hafa nokkur einföld ráð í huga. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 310 orð | 1 mynd

Góð salöt í hádegismat

Hádegismatinn borða margir nærri á hlaupum og finnst þeir ekki geta tekið sér góðan tíma til að borða. Ýmiss konar auðveld salöt má búa til heima fyrir og taka með sér í vinnuna eða skólann. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 423 orð | 2 myndir

Guðsgjöf að hafa eitthvað til að hrista

Margrét Erla Maack segir að öllum líkömum sé fagnað í magadansi en hún hefur kennt magadans í Kramhúsinu í nokkur ár. Hún segir dansinn vera mjög skemmtilegan auk þess sem brennslan sé mikil. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 76 orð | 10 myndir

Hlutir til heimaþjálfunar

Margir hafa líklegast strengt áramótaheit um nýliðin áramót og ákveðið að nú skyldi farið á fullt í líkamsrækt. Það þarf ekki endilega að þýða að skrá sig hjá næstu líkamsræktarstöð því ýmsar æfingar má líka gera heima. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 566 orð | 1 mynd

Hvatning og aðhald

Fyrir þá sem kjósa frekar að stunda sína líkamsrækt heima fyrir getur verið ráð að gera svo undir styrkri handleiðslu fjarþjálfara. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 105 orð

Jákvæður hugsunarháttur

Það getur verið erfitt að taka sig á í byrjun árs og ætla að hefja nýtt og heilbrigðara líferni, sérstaklega ef það hefur verið reynt oft áður. Jafnvel þótt vel gangi í byrjun þá kemur oft vonleysi yfir fólk með tilheyrandi neikvæðum hugsunarhætti. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 189 orð | 1 mynd

Kverkarnar vættar

Vatn er líkamanum afar mikilvægt og flestir hafa margoft heyrt hversu mikið á að drekka af vatni á dag. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 464 orð | 1 mynd

Lausnir sem eiga að vera við höndina

Starfsfólk á ekki að þurfa að eyða miklum tíma í að velta fyrir sér hvað það eigi að borða og hvar, að sögn Hauks Magnússonar, eiganda Ávaxtabílsins, sem býður fyrirtækjum upp á matarlausnir. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 98 orð | 1 mynd

Leitin að hamingjunni

Margir eyða allri ævinni í leit að hamingju en best er að átta sig sem fyrst á því að hamingjan er hugarástand en ekki áfangastaður sem maður kemst á einn daginn. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 237 orð | 1 mynd

Létt kartöflusalat

Oft hefur fólk lítinn tíma til að búa sér til kvöldmat eða vill frekar borða eitthvað létt eftir að hafa borðað stóra máltíð í hádeginu. Þá er gott að eiga eitthvað girnilegt, hollt og gott í ísskápnum. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 713 orð | 2 myndir

Líkaminn er ein formúla

Á námskeiðinu Lifðu lífinu lifandi er lögð áhersla á að fólk borði sig grannt. Unnið er að því að koma brennslu líkamans af stað og stuðla þannig að heilbrigðri líkamsstarfsemi. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 162 orð | 1 mynd

Líkamsrækt úti við

Það eru ekki allir sem nenna að fara inn á líkamsræktarstöð til að æfa og því tilvalið að nýta náttúruna. Ef það er snjór úti þá er enn betra að æfa sig úti því öll hreyfing reynir þeim mun meira á þar. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 219 orð | 1 mynd

Ljúffengt ástaraldinfrauð

Eftirréttir þurfa ekki að vera svo ýkja óhollir né þungir í maga. Ástaraldin eru mjög góð til að nota í eftirrétti eða bara til að fá sér á milli mála. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 188 orð | 1 mynd

Ljúffengur hindberjaís

Ís er ljúffengur og gott að nota hann í eftirrétti eða eiga í frystinum til að gæða sér á eftir kvöldmatinn. Ísinn þarf ekki að vera fullur af rjóma. Einnig má búa til frískandi ís úr jógúrt og hvers kyns frosnum ávöxtum. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 81 orð | 1 mynd

Mataræði og heilsa

Ýmislegt í mataræði okkar og lífsháttum getur haft áhrif á andlega heilsu og skap. Of mikið af koffíni, sama í hvaða drykkjum það er, getur orðið of mikið fyrir taugakerfið. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 362 orð | 1 mynd

Mataræðis- átaksnámskeið

Curves líkamsræktarstöð hefur nú flutt í nýtt og stærra húsnæði í Mjódd. Stöðin er í sama húsnæði og meðferðar- og snyrtistofur þannig að viðskiptavinir stöðvarinnar geta gert vel við sig að lokinni heilsurækt. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 249 orð | 2 myndir

Missi nær aldrei af æfingu

Sigurpáll Örn Birgisson er einn af þeim sem æfa fimleika í GGG en það stendur fyrir Gamlir góðir Gerplufélagar. Hann segist þó ekki hafa stundað fimleika sem barn. „Ég var í öllum öðrum íþróttum en fimleikum. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 769 orð | 2 myndir

Nauðsynlegt að hafa gaman af matnum

Auður Ingibjörg Konráðsdóttir hefur verið grænmetisæta í um 17 ár en í fyrstu þótt henni erfitt að hætta að borða fisk. Núna telur hún það vera blessun að borða ekki kjöt eða fisk enda líður henni miklu betur. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 97 orð | 1 mynd

Of stórir skammtar

Undanfarin ár og áratugi virðist sem matarskammtarnir hjá flestum hafi stækkað töluvert. Það má sjá þegar farið er út að borða þar sem hver skammtur hefur nær tvöfaldast. Hefðbundin brauðsneið er líka orðin stærri en hún var fyrir nokkrum árum. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 1179 orð | 3 myndir

Orðið megrun er strikað út

Byrjun nýs árs boðar bót og betrun þegar margir ætla sér að rífa sig upp úr jólasleninu, borða bara hollt og hreyfa sig af krafti. Þá er ráðlegt að hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt og rifja upp það sem við vitum öll en gleymum oft. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 106 orð | 1 mynd

Orka á orku ofan

Það verður að muna að borða vel í dagsins önn og bæta hollustu ofan á hvar sem maður getur. Fái maður sér skyr er til dæmis tilvalið að brytja ofan í það banana eða bæta við það nokkrum blá- eða jarðarberjum. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 90 orð | 1 mynd

Skór sem henta vel

Eitt af því mikilvægasta sem þarf að huga að áður en farið er að hreyfa sig að nýju eru skórnir. Það er nauðsynlegt að vera í góðum skóm, sem henta þeirri hreyfingu sem viðkomandi stundar. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 78 orð | 1 mynd

Slökun borgar sig

Í amstri dagsins er mikilvægt að finna eitthvað sem hentar fólki til að slaka á. Gott er að finna sér eitthvað slíkt eftir langan vinnu- eða skóladag. Slökunin þarf ekki að taka svo ýkja langan tíma en hún mun margborga sig. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 904 orð | 2 myndir

Sóst eftir varanlegri breytingu á hugarfari

Það er mikilvægt að breyta hugarfarinu varanlega ef ætlunin er að léttast til langframa að sögn Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur, sérfræðings hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 386 orð | 3 myndir

Staðgóður morgunverður

Morgunverðurinn er ein mikilvægasta máltíð dagsins og slæmt að fara út í daginn án þess að vera saddur og sæll. Það er um að gera að hafa morgunverðinn fjölbreyttan og fá sér ekki alltaf það sama. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 957 orð | 2 myndir

Sundgarpar í sjóvímu

Benedikt Hjartarson er einn helsti sjósundsgarpur Íslands. Hann hefur synt sjósund í ein fimm ár en stundar líka fimleika og fótbolta ásamt því að fara á skíði. Benedikt segist vera mikill íþróttaáhugamaður þó hann hafi engan áhuga á að horfa á íþróttir, bara taka þátt í þeim. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 569 orð | 1 mynd

Sveiflast um dansgólfið

Hressileg hreyfing er holl og góð fyrir líkama og sál. Eins er fátt skemmtilegra en að stíga nokkur góð dansspor og sveiflast um í hröðum dansi. Fyrir þá sem vilja sameina þetta tvennt er Háskóladansinn rétti félagsskapurinn. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 89 orð | 1 mynd

Sætt og hollt

Þótt margir ætli að byrja á heilsusamlegra líferni á nýju ári er þó alltaf þessi löngun í sætindi. Henni má eyða með því að búa sér til eitthvað hollt sem er sætt en möguleikarnir eru margvíslegir. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 494 orð | 1 mynd

Tekist á við hræðslu við fæðingu

Heilsumiðstöðin 9 mánuðir var í upphafi ætlað einungis barnshafandi konum en tekur nú á móti öllum, enda segir Guðlaug María Sigurðardóttir ljósmóðir, sem stofnaði miðstöðina, að hún hafi mikið af góðu og hæfileikaríku fólki með sér á miðstöðinni. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 684 orð | 2 myndir

Tengsl á milli hugsunar og líkamlegra viðbragða slitin

Það eru margir sem þjást af alls kyns kvíða, þráhyggju eða hræðslu en Jóhanna Harðardóttir segir að hægt sé að lækna slíkt á einfaldan hátt með TFT-meðferð. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 352 orð | 3 myndir

Unnið með eigin líkamsþyngd

TRX böndin eru æfingakerfi sem upprunnið er frá Navy Seals en er núna kennt í Heilsuakademíunni. TRX eru bönd þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd þannig að hver og einn getur unnið út frá sínu erfiðleikastigi. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 140 orð | 6 myndir

Vegurinn til betri heilsu

Líkamsrækt og hollt mataræði eru nærandi bæði fyrir líkama og sál. Eftir veisluhöld hátíðanna er gott að draga dálítið úr sykurneyslu og borða minna af feitum mat en samt að leyfa sér eitthvað gott inn á milli. Allt er jú gott í hófi. Meira
4. janúar 2010 | Blaðaukar | 436 orð | 2 myndir

Öðruvísi heilsurækt fyrir fólk á öllum aldri

Hópur fullorðins fólks stundar fimleika þrátt fyrir að hafa aldrei æft fimleika sem börn en hópurinn er á aldrinum 14-50 ára. Í fimleikunum er mikið um styrktaræfingar og þjálfarinn segir hópinn tilbúinn að leggja mikið á sig. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.