Greinar laugardaginn 9. janúar 2010

Fréttir

9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

28% raunlækkun á nautakjöti}

ÁRIÐ 1997 var verð á UN1 A, algengasta flokki nautgripakjöts, 324,50 kr/kg. Ef nautakjötsverðið hefði fylgt almennri þróun verðlags í samfélaginu væri það 640 kr/kg. Í dag er það hjá sama sláturleyfishafa 464 kr/kg og hefur verið svo í tæp 2 ár. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

300 milljónir aukalega leggjast á millilandaflug

Icelandair og Iceland Express áætla að hækkun eldsneytisreikninga vegna hins nýja kolefnisgjalds nemi samtals 300 milljónum. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Aldrei með kærustunni á afmælisdeginum

Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson verður þrítugur á mánudaginn. Hann er nú staddur í Ölpunum þar sem hann býr sig undir þrjú stórmót sem framundan eru í heimsbikarnum og Ólympíuleikana í Vancouver í næsta mánuði. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Alþingismenn sammála um nýja Icesave-spurningu

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FYRSTU lög um þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu íslenska lýðveldisins voru samþykkt á Alþingi í gær. Frumvarp þess efnis var lagt fram að morgni dags og tókst að ljúka málinu um kvöldmatarleytið. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ábyrgð hluthafa

LAGADEILD Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi á þriðjudag nk. kl. 12-13 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 462 orð

Áréttingar

Þrír borgarfulltrúar sendu athugasemdir vegna fréttar Morgunblaðsins um mætingar á borgarstjórnarfundi. Í fréttinni var fjallað um mætingu borgarfulltrúa á þá fundi sem þeir sátu í heild, frá upphafi til enda, en ekki að hluta. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

ÁTVR seldi áfengi fyrir 21 milljarð í fyrra

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÁFENGI var selt fyrir 21 milljarð og 134 milljónir í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í áfengissölu í fyrra er þetta mun hærri upphæð en árið 2008. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Berjast gegn banaslysum í umferðinni

FÉLAG Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vill útrýma banaslysum úr umferðinni fyrir árið 2015 og boðar til opins borgarafundar um þessi markmið í Haukahúsinu í Hafnarfirði á mánudag. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Ég eygi lægri leigu

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „VISSULEGA er upphæðin há en ég vissi vel að hverju ég gekk þegar ég flutti hingað inn. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Fjárhagur stefnir keppnisferðalögum í tvísýnu

„Þetta er sá harði veruleiki sem er að skella á okkur,“ segir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, um þá staðreynd að Körfuknattleikssamband Íslands mun ekki senda lið til leiks í Evrópukeppnum næstu tvö ár í sparnaðarskyni. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Flugumferðarstjórar krefjast aðgerða

FÉLAGSMENN í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) skoruðu á félagsfundi sem haldinn var í fyrrakvöld á samninganefnd félagsins að skoða aðgerðir til að knýja á um að gengið verði frá kjarasamningum við félagið sem fyrst. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Flugumferðarstjórar skora á samninganefnd félagsins að skoða aðgerðir

FÉLAGSFUNDUR Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sem haldinn var í fyrrakvöld, skoraði á samninganefnd félagsins að skoða aðgerðir til að knýja á að gengið verði frá kjarasamningum við félagið sem fyrst. Meira
9. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Frú Robinson og fjármálahneykslið

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Færri gistinætur

GISTINÆTUR á hótelum í nóvember sl. voru 71.800 en 77.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 45% miðað við nóvember 2008, úr 1.500 í 800. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Gæsluvarðhald staðfest vegna kynferðisbrota

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á þrítugsaldri, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum, skuli sæta í gæsluvarðhaldi fram til 3. febrúar. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hafís tafði leit að loðnu

HAFÍS tafði leit rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE 30 að loðnu í gær og gerði leit úti fyrir Vestfjörðum erfiða. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Hagsmunir neytenda meiri

HAGSMUNIR neytenda vega þyngra en hagsmunir svínaræktenda þegar kemur að því að veita upplýsingar um heilbrigði framleiðslunnar til smásala, þ.e. kjötvinnslna. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

HR flytur starfsemi sína í Nauthólsvík

HÁSKÓLINN í Reykjavík flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík nk. mánudag. Nemendur og kennarar skólans ætla að safnast saman við aðalbyggingu skólans í Ofanleiti 2, kl. 9. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Hver vakir yfir þér?

„YFIR hverjum vakir þú og hver vakir yfir þér?“ spyr Þorsteinn Guðmundsson í útvarpsleikriti sínu, Veggir með eyru , sem frumflutt verður í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 449 orð | 2 myndir

Hækkanir framundan vegna dýrara eldsneytis

Flugfélögin áætla að aukinn eldsneytiskostnaður vegna nýs kolefnisgjalds nemi á bilinu 100-200 milljónum króna og undirbýr Iceland Express nú hækkanir vegna þessa viðbótargjalds á reksturinn. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 513 orð | 3 myndir

Icesave enn víða rætt í erlendum fjölmiðlum

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÍSLAND og Íslendingar voru enn töluvert til umræðu í erlendum fjölmiðlum í gær og voru skoðanir skiptar. Meira
9. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ískalt bað á frostavetri í London

EDWARD Leigh, þingmaður breska Íhaldsflokksins, stekkur ofan í ískalt vatn í Hyde Park í London. Kuldaboli hélt áfram að herja á Breta í gær og frostið var allt að 22 gráður á Celsíus í skosku hálöndunum í fyrrinótt. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Kosning utan kjörfundar krefst tíma

UM 10.000 kosningabærir Íslendingar búsettir erlendis þurfa að fá tækifæri til þess að kjósa utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Með hag þessara kjósenda í huga er stefnt að því að kjördagur verði ekki síðar en 6. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Kraftmikill gjörningur í Listasafni Íslands

SÆNSKA listakonan Anastasia Ax flutti kraftmikinn gjörning við opnun norrænu nútímalistasýningarinnar Carnegie Art Award í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð

Landnemar 60 ára

Í dag, laugardag, er skátafélagið Landnemar í Reykjavík 60 ára. Af því tilefni fer fram hátíðardagskrá í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9, og í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Lánin ekki stöðvuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hitti í gær fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Noregs og fjármálaráðherra Danmerkur. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 96 orð

Margir vilja hanna nýtt sjúkrahús

MIKILL áhugi er hjá íslenskum hönnuðum á forvali vegna samkeppni um hönnun á nýjum Landspítala við Hringbraut. Um 60 hönnuðir, langflestir þeirra íslenskir, hafa nú þegar sótt forvalsgögn á vef Ríkiskaupa. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ný kvikmyndatónlist frá Jóhanni Jóhannssyni

Út er komin platan And In The Endless Pause There Came The Sound Of Bees , sem inniheldur tónlist Jóhanns Jóhannssonar við myndina Varmints , hálftíma teiknimynd af listrænum toga. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Óbreytt komugjöld í heilsugæslunni

Komugjöld í heilsugæslunni breytast ekki, komugjöld barna á slysa- og bráðadeildir falla niður og gjald vegna vitjana lækna til barna fellur niður frá áramótum. Þetta kemur fram í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 228 orð | 2 myndir

Reyndu að laumast um borð í fraktskip af fleka

Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is ÖRYGGISVERÐIR hjá Eimskip ráku upp stór augu um hálfsexleytið í gærmorgun þegar þeir sáu tvo menn á fleka róa í átt að gámaflutningaskipinu Reykjafossi, skipi Eimskipafélagsins. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 990 orð | 4 myndir

Rifist um sátt á Alþingi

Eftir Silju Björk Huldudóttur og Hlyn Orra Stefánsson FLJÓTT og vel gekk að afgreiða frumvarp til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ríkisábyrgðar á Icesave sem forseti synjaði nýverið staðfestingar. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Skíðað af miklum móð fyrir norðan en Bláfjöllin bíða

Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is TALSVERÐUR snjór, frost og logn er nú á Akureyri og skíðafæri í Hlíðarfjalli eins og best verður á kosið. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Skylda Íslands ekki skýr

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is BRETAR ættu ekki meira en 60% líkur á að vinna málið, færi Icesave-deilan fyrir dómstóla, að mati Michaels Waibels, doktors í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla á Englandi. Meira
9. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Stokkað upp í öryggiskerfinu

BARACK Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að breytingar verði gerðar á öflun, dreifingu og úrvinnslu upplýsinga um meinta hryðjuverkamenn til að hindra að þeir geti laumað sprengjum inn í farþegaþotur sem flogið er til Bandaríkjanna. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Synjun forseta trufli ekki ferlið

Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Sækja jólatré

NÝLEGA tilkynnti Reykjavíkurborg að ekki yrði safnað gömlum jólatrjám í borginni á þeirra vegum þetta árið. Gámaþjónustan hf. og Skógræktarfélag Reykjavíkur ætla því að taka höndum saman um söfnun jólatrjáa á Reykjarvíkursvæðinu. Meira
9. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Teikning Westergaards birt

NORSKA dagblaðið Aftenposten birti í gær skopmyndir af Múhameð spámanni, meðal annars teikningu sem talið er að hafi orðið til þess að 28 ára karlmaður reyndi að ráða danska teiknarann Kurt Westergaard af dögum. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Töldu nóg sagt um Icesave-málið

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FJÓRIR ráðherrar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tóku aldrei til máls á Alþingi í einu umdeildasta og umræddasta þingmáli sögunnar, Icesave-málinu. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Umferðin jókst á þjóðveginum í fyrra

UMFERÐIN á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Þetta sýna mælingar á 16 völdum talningastöðum. Umferðin var hinsvegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Var ljóst að leiguverðið gæti þróast á þennan veg

ÞAÐ kostar álíka mikið að búa á íburðarlitlu hóteli í Reykjavík í heilan mánuð með morgunverði og leigja þjónustuíbúð fyrir aldraða. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Vegabréf hækka um helming í verði

VEGABRÉF hækkuðu um nær 50% í verði um áramótin. Hækkunin stafar af breytingum á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól. Frá 1. janúar kostar því almennt vegabréf 7.700 krónur í stað 5.100 króna áður. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Þingritarinn hnippti í forsætisráðherrann

Skondin uppákoma varð við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun. Ásta R. Jóhannesdóttir forseti sló í bjölluna og setti fundinn en fyrst í stað gerðist ekki neitt. Meira
9. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Æ fleiri lýsa efa um að okkur beri að borga

Raddir þeirra sem halda því fram með rökum að Íslendingum beri ekki skylda til að greiða Icesave-skuldina verða sífellt háværari. Frásögn Evu Joly styrkir skoðun þeirra sem halda því fram að Bretar og Hollendingar eigi ekki lögbundna fjárkröfu á íslenska skattborgara. Meira

Ritstjórnargreinar

9. janúar 2010 | Staksteinar | 197 orð | 1 mynd

Hinn óopinberi vettvangur

Það getur verið óþægilegt að þurfa að standa fyrir máli sínu. Ekki síst rituðu máli. Meira
9. janúar 2010 | Leiðarar | 263 orð

Ónýtt hagræðingartækifæri

Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og þar er mikilvægt að ganga fram af varfærni þegar kemur að niðurskurði. Þó er það svo að stjórnvöld verða að hafa kjark og þor til að hagræða, ekki síst á tímum sem nú. Meira
9. janúar 2010 | Leiðarar | 359 orð

Þau gáfu taflið

Þótt opinber umræða erlendis hafi orðið miklu minni við synjun laga um ríkisábyrgð en Íslendingar bjuggust hugsanlega við segir hún eitt og annað nýtt. Meira

Menning

9. janúar 2010 | Myndlist | 69 orð | 1 mynd

5.218 fallnir hermenn á sýningu

SAATCHI-galleríið í London sýnir um þessar mundir teikningar listakonunnar Emily Prince af 5.218 föllnum bandarískum hermönnum. Allir létust þeir í Írak og Afganistan. Teikningarnar gerði Prince með blýanti og litaði. Meira
9. janúar 2010 | Leiklist | 249 orð | 1 mynd

Allir hafa hlerað og hafa verið hleraðir

„ÉG er hérna að labba í vinnuna með hundinn. Það er að segja ég er að fara að vinna, hann kemur með mér,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, grínisti og leikskáld með meiru, þegar blaðamaður spyr hvort hann hitti nokkuð illa á hann. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 73 orð | 2 myndir

Arndís og Maríus syngja fyrir 100.000 manns

TVEIR ungir íslenskir söngvarar, Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran og Maríus Hermann Sverrisson barítón, syngja fyrir 100.000 manns um helgina Ólympíuhöllinni í München. Meira
9. janúar 2010 | Tónlist | 386 orð | 5 myndir

Ballöður, popp og fiðla

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞRJÁR lítið þekktar dökkhærðar söngkonur og tveir kunnir karlkyns söngvarar taka þátt í fyrsta undanúrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Meira
9. janúar 2010 | Myndlist | 363 orð | 1 mynd

„Fer í efniskaup“

BALDUR Geir Bragason myndlistarmaður hlaut í gær hæsta styrkinn úr Listasjóði Dungals, en þá voru veittir styrkir úr sjóðnum í átjánda sinn. Þrír listamenn hlutu styrk að þessu sinni. Baldur Geir hlaut kr. 500. Meira
9. janúar 2010 | Kvikmyndir | 88 orð | 1 mynd

Blomkamp vill heldur forsögu en framhald

Kvikmyndaleikstjórinn Neill Blomkamp, sá sem leikstýrði District 9 , segist heldur vilja gera forsögu heldur en framhaldssögu, verði önnur mynd gerð um átök hinna innilokuðu geimvera við menn. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Brúðkaup og barn hjá Jörundi og Dóru

* Leikaraparið Jörundur Ragnarsson og Dóra Jóhannsdóttir eiga von á barni og þá hafa þær fréttir einnig borist að þau hafi trúlofað sig. Fréttirnar af trúlofuninni bárust með öldum Fésbókar um áramót og rigndi yfir parið hamingju-óskum. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 120 orð

Börn í sigti óperuhúsa

THOMAS Scheler er virtur óperusöngvari, en engu að síður á hann því að venjast um þessar mundir að honum mæti kröftugt baul í sýningarlok í Komische Oper í Berlín. Ástæðan er einföld. Meira
9. janúar 2010 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Draumaheimurinn

MAÐUR á ekki að taka raunveruleikann of hátíðlega. Ef manni líkar hann ekki þá á maður að skapa sinn eigin innri veruleika sem byggist á skemmtun og fegurð og gleyma sér í honum. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Ellie Goulding vonarstjarna BBC

BBC hefur sett saman lista sinn yfir helstu vonarstjörnur ársins, lista sem kallast The Sound of 2010. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Gaga í samstarf við Polaroid

TÓNLISTARKONAN Lady Gaga hefur gengið til liðs við Polaroid fyrirtækið. Gaga mun gegna hlutverki listræns stjórnanda við hönnun á nýrri línu af stafrænum Polaroid-myndavélum sem prenta myndirnar út um leið og þær eru teknar. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Jónsi og félagar halda í tónleikaheimsreisu

* Jónsi , oftast kenndur við Sigur Rós, heldur brátt í tónleika-heimsreisu til að kynna efni af væntanlegri plötu sinni, Go . Meira
9. janúar 2010 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Kristinn syngur í beinni á Rás 1

BASSASÖNGVARINN Kristinn Sigmundsson verður í beinni útsendingu á Rás 1 í kvöld þegar hann syngur í sýningu Metrópólitan-óperunnar í New York á óperu Richards Strauss, Rósariddaranum . Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Kría Brekkan gefur út plötu

KRÍA Brekkan er listamannsnafn Kristínar Önnu Valtýsdóttur, sem er þekktust fyrir að hafa verið í múm ásamt systur sinni Gyðu. Meira
9. janúar 2010 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Leiðsögn um Carnegie

BOÐIÐ verður upp á sunnudagsleiðsögn um Carnegie Art Award-myndlistarsýninguna í Listasafni Íslands á morgun kl. 14. Það er Rakel Pétursdóttir safnfræðingur sem leiða mun gesti um sýninguna. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

List verður leikur

AUSTURRÍSKUR listahópur, Gold Extra, hefur sett saman tölvuleik, sem á að sýna hvernig landamæri Evrópu blasa við ólöglegum innflytjendum. Hópurinn er þekktastur fyrir gjörninga og innsetningar. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Númi Fannsker með puttann á púlsinum

HINN geðugi og grínaktugi rýnir Baggalúts, Númi Fannsker, hefur tekið sig til og birt lista yfir bestu plötur ársins. Kennir þar ýmissa grasa en aðallega óþekktra og kannaðist Árni Matthíasson ekki einu sinni við eitt einasta nafn – utan eitt. Meira
9. janúar 2010 | Tónlist | 307 orð | 1 mynd

Ný tónlist á ný hljóðfæri

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is S.L.Á.T.U.R, Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, fara aldrei troðnar slóðir, svo mikið er víst. Í kvöld kl. Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Óður til holdsins og líkamlegs atferlis

BJARNI Sigurbjörnsson opnar í dag kl. 16 sýningu á málverkum sínum í Reykjavík Art Gallery. Meira
9. janúar 2010 | Myndlist | 407 orð | 1 mynd

Rómantískur Aðaldalur

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞETTA er rómantíska útgáfan af Aðaldalnum. Meira
9. janúar 2010 | Menningarlíf | 461 orð | 2 myndir

Sannleikurinn heldur áfram að vera til

Lygin er eitt af viðfangsefnum George Orwells í ritgerðunum, sem komu út í þýðingu Ugga Jónssonar í lærdómsritaröð Bókmenntafélagsins undir heitinu Stjórnmál og bókmenntir nú fyrir jólin. Meira
9. janúar 2010 | Kvikmyndir | 143 orð | 1 mynd

Tekjur kínverskra kvikmyndahúsa jukust um 44% milli ára

TEKJUR af miðasölu í kínverskum kvikmyndahúsum jukust um heil 44% í fyrra, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í frétt á vefnum Screen Daily. Þær náum í fyrra 910 milljónum dollara. Meira
9. janúar 2010 | Kvikmyndir | 33 orð | 1 mynd

Tilnefnd til fernra verðlauna

SÆNSKA kvikmyndin Män som hatar kvinnor er tilnefnd til fernra Guldbagge-kvikmyndaverðlauna í Svíþjóð, fyrir bestu kvikmynd, leikkonu, aukaleikara og myndatöku. Þá fengu tvær aðrar jafnmargar tilnefningar, Flickan og I taket lyser stjärnorna... Meira
9. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Tvær íslenskar sveitir koma fram á Ja Ja Ja

* Íslensku hljómsveitirnar Leaves og Sudden Weather Change munu leika á norrænu tónlistarkvöldi á skemmtistaðnum Lexington í London, 21. janúar n.k. Meira
9. janúar 2010 | Tónlist | 666 orð | 2 myndir

Þegar þögnin er rofin

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HEITI þessarar plötu Jóhanns er And In The Endless Pause There Came The Sound Of Bees , setning tekin úr myndasögunni Varmints sem myndin byggir svo á. Um er að ræða hálftíma teiknimynd eftir Marc Craste. Meira

Umræðan

9. janúar 2010 | Pistlar | 466 orð | 1 mynd

Draumarnir geta ræst

Mig hefur lengi dreymt um að vinna við snyrtilegt skrifborð. Eina áramótaheitið að þessu sinni, fyrir utan það að elska áfram fjölskylduna af fremsta megni, er því að taka til á borðinu. Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd

Fordæmi Íslendinga, brotið blað

Eftir Guðmund G. Þórarinsson: "Afstaða Íslendinga til beins lýðræðis mun vafalítið verða viðfangsefni bóka um þróun lýðræðis í framtíðinni." Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Icesave: skorpulifur annarra en drykkjumannsins

Eftir Gunnlaug Jónsson: "Þannig snertir Icesave-málið kjarna bankahrunsins." Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 231 orð

Lítil saga um skoðanakönnun

Á ÞRIÐJUDAG og miðvikudag lét ríkisútvarpið Capacent Gallup gera skoðanakönnun um afstöðu fólks til Icesave-laganna og synjunar forsetans á því að staðfesta þau. Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd

Málsvarar Íslands

Tómas I. Olrich: "Hvers vegna var skýrslan rangtúlkuð af aðstoðarmanni utanríkisráðherra sl. sumar og notuð til að styðja sjónarmið Breta og Hollendinga?" Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 687 orð | 3 myndir

Rafrænt lýðræði á opinberum vefjum

Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur: "Undanfarin misseri hefur verið mikil þróun hvað varðar rafrænt lýðræði..." Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 989 orð | 3 myndir

Skuldastaða þjóðarbúsins – óvissa sem aðeins tíminn getur eytt

Eftir Arnór Sighvatsson, Þórarin G. Pétursson og Tómas Örn Kristinsson: "Seðlabankinn hefur gert sitt besta til að rýna út í sortann og greina það sem framundan er. Því starfi er haldið áfram, en nokkur ár munu líða þar til staðan skýrist að fullu. Það væri óheiðarlegt að láta eins og óvissan sé ekki til." Meira
9. janúar 2010 | Velvakandi | 214 orð | 2 myndir

Velvakandi

Skransölur í Perlunni. Perlan á Öskjuhlíðinni er ein fallegasta byggingin í Reykjavík og bezt nýtur hún sín núna í blá skammdeginu, fallega upplýst og minnir á nýlent geimskip. Meira
9. janúar 2010 | Aðsent efni | 215 orð

Össur og Miliband

DAVID Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, fullvissaði utanríkisráðherra Íslands í símtali á fimmtudaginn um að þrátt fyrir stöðuna í Icesave-málinu myndi Bretland áfram styðja ESB-umsókn Íslands. Meira

Minningargreinar

9. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 831 orð | 1 mynd | ókeypis

Anna Sigurlásdóttir

Anna Sigurlásdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. jan. 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. jan. síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 562 orð | 1 mynd

Anna Sigurlásdóttir

Anna Sigurlásdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. jan. 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. jan. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlás Þorleifsson verkamaður í Vestmannaeyjum, fæddur á Miðhúsum í Hvolhreppi þann 13. ág. 1893, d. 27 nóv. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

Áslaug Böðvarsdóttir

Áslaug Böðvarsdóttir fæddist í Borgarholti í Stokkseyrarhreppi 28 júní 1929. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þann 2. janúar síðastliðin. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson frá Rifshalakoti á Rangárvöllum, f. 13. sept 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1330 orð | ókeypis

Ásta Sigríður Gísladóttir

Ásta Sigríður Gísladóttir fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 17 desember 1935,hún lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 22 desember sl. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

Ásta Sigríður Gísladóttir

Ásta Sigríður Gísladóttir fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 17. desember 1935. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 22. desember sl. Foreldrar hennar voru Gísli Einar Jóhannesson f. 1. september 1901, d. 27. janúar 1984 og Sigurborg Ólafsdóttir f. 26. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1126 orð | 1 mynd

Dóra Hjörleifsdóttir

Dóra Hjörleifsdóttir fæddist í Unnarholtskoti 12. september 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnum Suðurlands föstudaginn 25. desember sl. Foreldrar Dóru voru Hjörleifur Sveinsson, f. 19.2. 1887 í Efra Langholti Hrunamannahreppi, d. 20.12. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1613 orð | 1 mynd

Guðmundur Bergmann Magnússon

Guðmundur Bergmann Magnússon fæddist að Dvergasteini á Skagaströnd 24. júlí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun A-Hún., Blönduósi sunnudaginn 3. janúar 2010. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4. 1881, d. 25.7. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1952 orð | 1 mynd

Guðríður Elísabet Níelsdóttir

Guðríður Elísabet Níelsdóttir (Bebí) fæddist á Valshamri í Álftaneshreppi, Mýrasýslu 10.10. 1922. Hún lést á dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi 31. desember síðastliðinn, 87 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Soffía Hallgrímsdóttir, f. 21.3. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1852 orð | 1 mynd

Halldór Magnússon

Halldór Magnússon frá Hnífsdal fæddist 26. nóvember 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 30. desember 2009. Foreldrar hans voru Margrét Halldórsdóttir húsmóðir í Hnífsdal, f. 8.8. 1905, d. 13.9. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 2911 orð | 1 mynd

Haraldur Árnason

Haraldur Árnason fæddist í Lambanesi í Fljótum 4. maí 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 29. desember sl. Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir f. 3.10. 1898, d. 1983 og Árni Kristjánsson skipstjóri á Siglufirði f. 29.9. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1071 orð | ókeypis

Haraldur Árnason

Haraldur Árnason fæddist í Lambanesi í Fljótum 4. maí 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 29. desember sl. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1366 orð | 1 mynd

Ingibjörg Kristjánsdóttir

Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir, Bárustíg 6, Sauðárkróki, fæddist 11. september 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Ingibjargar voru Kristján Árnason, f. 1885, d. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1930 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Guðnadóttir

Sigurbjörg Guðnadóttir fæddist á Melum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu þann 26.7. 1925. Hún lést þann 27.12. 2009. Foreldrar hennar voru Guðni Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 2.7. 1883 í Jarlsstaðaseli í Bárðardal, d. 18.6. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1282 orð | 1 mynd

Svanur Hjartarson

Svanur Hjartarson fæddist í Fremri-Vífilsdal, Dalabyggð 25. júní 1940. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Kjartansson f. 2. janúar 1918, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 784 orð | 1 mynd | ókeypis

Svanur Hjartarson-ævi

Svanur Hjartarson fæddist í Fremri-Vífilsdal, Dalabyggð 25. júní 1940. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1553 orð | 1 mynd | ókeypis

Ursula Hermannsson

Ursula Frieda Juliana Hermannsson fæddist í Berlín þann 18. Febrúar 1923 og lést þann 27. Desember 2009. Ursula var dóttir hjónanna Friedu (fædd Beckmann) og Richard Funk póstfulltrúa þar. Eiginmaður hennar var Svavar Hermannsson f. 16.janúar 1914 d. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 919 orð | 1 mynd | ókeypis

Þorkell Sigmundsson

Þorkell Sigmundsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 11. janúar 1925. Hann lést í sjúkraskýlinu í Bolungarvík 28. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2010 | Minningargreinar | 1392 orð | 1 mynd

Þorkell Sigmundsson

Þorkell Sigmundsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 11. janúar 1925. Hann lést í sjúkraskýlinu í Bolungarvík 28. desember síðastliðinn. Foreldrar Þorkels voru Sigmundur Ragúel Guðnason, f. 13. desember 1893, d. 6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

10% atvinnuleysi í Bandaríkjunum

BANDARÍSK hlutabréf lækkuðu í verði í gær, við þær fréttir að fleiri störf hefðu tapast vestan hafs í desember en búist hafði verið við. Meira
9. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd

Afgangur í lægri kantinum

AFGANGUR á vöruskiptum í desember er, að mati IFS-greiningar, heldur í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. Segir greiningin að ástæða þess liggi að mestu í minni útflutningi sjávarafurða, en aflabrögð séu misjöfn milli mánaða. Meira
9. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 211 orð | 2 myndir

Endurskipulagningu FÍ lýkur á mánuda

Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is FJÁRHAGSLEGRI endurskipulagningu Ferðaskrifstofu Íslands (FÍ) mun að öllum líkindum ljúka eftir helgi. FÍ er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar í gegnum félagið Feng. Fengur er jafnframt eigandi Iceland Express. Meira
9. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Jane Norman til RBS

TÍSKUVERSLANAKEÐJAN Jane Norman er nú að mestu leyti komin í hendur kröfuhafa . Skuldir félagsins námu tæplega 136 milljónum punda, en meðal stærstu lánardrottna félagsins er Royal Bank of Scotland. Meira

Daglegt líf

9. janúar 2010 | Daglegt líf | 446 orð | 2 myndir

Djúpivogur

Nýtt ár heilsaði íbúum Djúpavogshrepps með einstöku blíðviðri eftir mikla flugeldafimleika um áramót. Þrettándabrenna var síðan á sínum stað þar sem jólahátíðin var kvödd að sinni með flugeldasýningu í boði Björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi. Meira
9. janúar 2010 | Daglegt líf | 384 orð | 3 myndir

Engin kreppa hjá Gassanum

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ég er Púlari en þetta var besti kosturinn í stöðunni,“ segir Guðmundur R. Meira
9. janúar 2010 | Daglegt líf | 194 orð

Frost og fönn

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Jóhann Alfreð Kristinsson laganemi og Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Þau fást m.a. við „monsaralegur“ og „hasla sér völl“. Meira
9. janúar 2010 | Daglegt líf | 180 orð | 1 mynd

Vinnur farsímanotkun gegn Alzheimer?

NÝJAR rannsóknir benda til þess að notkun farsíma kunni að vera heilsusamleg því rafsegulbylgjur sem síminn sendir frá sér gætu unnið gegn áhrifum Alzheimersjúkdómsins og hugsanlega unnið bug á honum. Meira

Fastir þættir

9. janúar 2010 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

80 ára

Unnur Arngrímsdótttir danskennari og framkvæmdastjóri Módelsamtakanna verður áttræð á morgun, 10. janúar. Hún ætla að fagna afmælinu með fjölskyldu sinni og vinum á afmælisdaginn kl. 16 í Árskógum 4... Meira
9. janúar 2010 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

90 ára

Guðríður O. Egilsdóttir verður níræð á morgun, 10. janúar. Hún var lengi kennari við Hagaskólann. Guðríður var gift Adolf Guðmundssyni yfirkennara, hann lést 1965. Þau eignuðust tvo syni. Friðrik, sem er látinn og Þórð. Meira
9. janúar 2010 | Fastir þættir | 156 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Forvitni. Norður &spade;ÁKG653 &heart;8 ⋄Á94 &klubs;964 Vestur Austur &spade;D10 &spade;-- &heart;63 &heart;ÁDG1097542 ⋄DG652 ⋄108 &klubs;K1073 &klubs;85 Suður &spade;98742 &heart;K ⋄K73 &klubs;ÁDG2 Suður spilar 5&spade;. Meira
9. janúar 2010 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Corgan orðinn forstjóri

BILLY Corgan, söngvari Smashing Pumpkins, er búinn að stofna plötuútgáfu sem hann stýrir en fyrirtækið er enn ónefnt. Corgan hyggst gefa út tónlist Electric Prunes, Strawberry Alarm Clock og Germs, svo eitthvað sé nefnt. Meira
9. janúar 2010 | Í dag | 141 orð

Farinn í ferðina miklu

Sigmundur Benediktsson orti fallegt kvæði á árinu til að kveðja mætan hagyrðing: HÁKON AÐALSTEINSSON (Farinn í ferðina miklu) Vesturöræfin stormur strýkur stynjandi sorgarróm, tregablandin þar fönnin fýkur í fjallamanns sporin tóm. Meira
9. janúar 2010 | Árnað heilla | 190 orð | 1 mynd

Helgarferð með konunni

SIGURÐUR Fannar Sigurjónsson, húsasmíðameistari á Selfossi, hyggur ekki á stór veisluhöld í tilefni þrítugsafmælis síns í dag. „Þetta verður bara lítið, svona fyrir nánustu fjölskyldu,“ segir Sigurður Fannar. Meira
9. janúar 2010 | Í dag | 1550 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Þegar Jesús var tólf ára. Meira
9. janúar 2010 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi...

Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6. Meira
9. janúar 2010 | Fastir þættir | 118 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Bb4 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 O-O 8. O-O d5 9. exd5 cxd5 10. Bg5 c6 11. Ra4 h6 12. Bh4 He8 13. c3 Bd6 14. c4 dxc4 15. Bxc4 He4 16. Bxf6 Dxf6 17. Bb3 Bh3 18. Dd3 Bf5 19. Df3 Hae8 20. Hac1 Be5 21. Hc5 Hf4 22. Meira
9. janúar 2010 | Fastir þættir | 281 orð

Víkverjiskrifar

Víkverja finnst stundum notalegt að fara í kirkju og það gerði hann síðast á aðfangadag. Jólamessan var hátíðleg að vanda en þó var eitt sem truflaði Víkverja mjög og sneri það reyndar ekki að kirkjunni heldur að kirkjugestum. Meira
9. janúar 2010 | Í dag | 62 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

9. janúar 1964 Tunnuverksmiðjan á Siglufirði brann til ösku og fjörutíu manns misstu atvinnu sína. Tjónið nam milljónum króna. 9. janúar 2006 Íslendingar urðu 300.000, að mati Hagstofu Íslands. Íbúafjöldinn náði 100.000 árið 1925 og 200.000 árið 1967.... Meira

Íþróttir

9. janúar 2010 | Íþróttir | 428 orð

Alltaf verið á skíðum erlendis á afmælinu

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is BJÖRGVIN Björgvinsson verður ekki á meðal keppenda á heimsbikarmótinu í svigi sem fram fer í Adelboden í Sviss á morgun. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

„Fer með sterkasta liðið til Kýpur“

„ÉG reikna með því að verða með sterkasta liðið á Kýpur 3. mars. Þetta er alþjóðlegur dagur og því ekkert því til fyrirstöðu,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, við Morgunblaðið. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 590 orð | 2 myndir

„Þetta var stór og erfið ákvörðun“

„Það fer ekkert landslið frá KKÍ í Evrópukeppni á þessu ári og A-landsliðs karla og kvenna keppa ekki fyrr en árið 2012 í fyrsta lagi,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í gær. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 154 orð

Bradford styrkir sveit Njarðvíkur

„VIÐ höfum ekki skrifað undir samkomulag ennþá og þangað til að það hefur verið gert er ekkert fast í hendi. Ég reikna hinsvegar ekki með að neitt komi óvænt upp sem komi í veg fyrir að við gerum samning við Bradford á morgun [í dag]. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Sænski handknattleiksþjálfarinn Magnus Andersson , sem þjálfar nú FCK í Kaupmannahöfn sem Arnór Atlason leikur með, stýrir ekki hinu nýja liði sem til verður í sumar þegar FCK og AG Håndbold ganga í eina sæng. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 235 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kim Andersson leikmaður Kiel og sænska landsliðsins, var markahæstur hjá Svíum þegar þeir unnu Portúgali, 36:24, í vináttulandsleik í handknattleik í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þjóðirnar mætast á nýjan leik í dag. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Fyrirkomulag keppninnar er slæmt

„ÞAÐ má horfa á þessa ákvörðun KKÍ frá mörgum hliðum. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 228 orð

Heiðar í Watford til vors

HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er aftur genginn í raðir Watford. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

Hvernig náði Hönefoss í Kristján Örn?

NORSKIR fjölmiðlar furða sig á því hvernig lítið félag á borð við Hönefoss fór að því að krækja í Kristján Örn Sigurðsson, landsliðsmiðvörð Íslands í knattspyrnu. Mann sem næststærsta félag Noregs, Brann, hafði ekki efni á að semja við. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

ÍSÍ heiðraði 62 íþróttamenn

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands heiðraði íþróttamenn úr sérsamböndum ÍSÍ í hófi sem fram fór á Grand Hótel í Reykjavík þriðjudaginn 5. janúar s.l. Alls fengu 62 íþróttamenn viðurkenningu fyrir árangur sinn á árinu 2009 . Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 420 orð

KNATTSPYRNA Norðurlandsmót karla A-riðill: Völsungur – Þór 2:1...

KNATTSPYRNA Norðurlandsmót karla A-riðill: Völsungur – Þór 2:1 Hrannar B. Steingrímsson, Gunnar S. Jósteinsson – Trausti Þórðarson. *Í A-riðli eru einnig Draupnir, Samherjar og KA-2. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

Pascal Hens og Johannes Bitter ekki með gegn Íslendingum

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is AFAR sterkt, en e.t.v. um leið ekki mjög reynt, þýskt landslið mætir því íslenska í tveimur vináttulandsleikjum í handknattleik í Þýskalandi um helgina. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 131 orð | 2 myndir

Sverre Andreas Jakobsson

SVERRE Jakobsson er varnarmaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni EM í Austurríki 19.-31. janúar. Sverre er 32 ára, fæddur 8. febrúar 1977. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Sýnir ákvörðun KKÍ skilning

„ÞAÐ er afar slæmt að vera í þeirri stöðu að geta ekki sent landslið til leiks í Evrópukeppninni af fjárhagsástæðum og haldið þar með þeirri siglingu sem haldið hefur verið undanfarin ár. Meira
9. janúar 2010 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Verður Woods með á Mastersmótinu?

MARGIR sérfræðingar sem skrifa um golfíþróttina í Bandaríkjunum telja það líklegt að Tiger Woods taki ekki þátt í Mastersmótinu á Augusta-vellinum í apríl. Og margir þeirra telja að Woods taki sér frí frá keppni allt árið 2010. Meira

Sunnudagsblað

9. janúar 2010 | Sunnudagsmoggi | 71 orð

Zoolander

Föstudagur 15.01: kl. 21:20. Stöð 2 Derek Zoolander var útnefndur besta karlfyrirsætan þrjú ár í röð. En það er kalt á toppnum og nú hefur annar hrifsað af honum hásætið og Zoolander þarf svo sannarlega að taka á honum stóra sínum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.