Greinar miðvikudaginn 3. febrúar 2010

Fréttir

3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Afleitt sleðafæri á Grænlandi

ÓVENJULEGT vandamál er komið upp á norðvesturhluta Grænlands. Vegna snjóleysis er mönnum ráðlagt að fara ekki um á hundasleðum. Liðna helgi gekk á með rigningu og slyddu og á slóðunum fyrir sleðana er íshella. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Afmælisterta úr íslensku byggi

Ríkisstjórnin hélt upp á eins árs afmæli sitt í gær. Við upphaf ríkisstjórnarfundar var boðið upp á afmælistertu, en í hana var m.a. notað íslenskt bygg. Á tertunni var eitt kerti og sáu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 61 orð

Álftanes enn hjá eftirlitsnefndinni

EFTIRLITSNEFND stefnir að því að ljúka umfjöllun um skýrslu um fjárhagslega endurskipulagningu bæjarsjóðs Álftaness á fimmtudag. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

„Ég bið fyrir þeim á hverjum degi“

SVO mælti eitt þeirra íslensku barna sem tóku þátt í samverustund hjá minnismerkinu Rósinni við Þvottalaugarnar í Laugardal í gær. Var stundin tileinkuð þeim börnum sem hafa látist eða eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftanna á Haítí. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 369 orð | 2 myndir

Beiti sér innan sjóðsins

Eftir Baldur Arnarson og Ómar Friðriksson SÓSÍALÍSKI vinstriflokkurinn, systurflokkur Vinstri grænna á norska þinginu, mun fara yfir Icesave-málið á þingflokksfundi í dag og í kjölfarið leggja fram yfirlýsingu um að stjórnin skuli vinna að því að... Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Bjartsýni á að finna starf hér á landi virðist aukast

ÞEIR sem eru atvinnulausir nú eru líklegri til að leita sér að starfi hér á landi, frekar en að fara í nám eða leita fyrir sér erlendis, heldur en þeir sem voru atvinnulausir fyrir ári síðan, samkvæmt könnun Alþýðusambands Íslands. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Bjóða eigendum að sinna viðhaldi bíla innanhúss

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM nýliðna helgi tók til starfa þjónustumiðstöð, Nú þú sjálfsþjónustan, í um 460 fermetra húsnæði við Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði, þar sem fólk getur sinnt viðhaldi og þvotti á bílum sínum gegn vægu... Meira
3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Blóðbað í Mexíkó

MEXIKÓ er í gíslingu glæpagengja, sem hafa viðurværi sitt af eiturlyfjum. Um helgina létu 46 manns lífið í landinu í átökum eiturlyfjagengja. Þessi átök hafa kostað 15 þúsund manns lífið frá því í desember 2006. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Boðið upp á veiðar við ströndina

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EINSTAKLINGAR og fyrirtæki í nokkrum sveitarfélögum búa sig nú undir það að taka við erlendum ferðamönnum til strandstangveiða, jafnvel í sumar. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 558 orð | 3 myndir

Eftirlitsnefnd hafi eftirlit með höfnum

Hafnir á Íslandi eru rúmlega 60 en margar þeirra eru með lítinn rekstur. Á næstu árum munu flestar hafnir lenda í erfiðleikum við að fjármagna framkvæmdir og viðhald og greiða af lánum að því er fram kemur í skýrslu um stöðu 36 stærstu hafnanna. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Ekki í þágu Íslands

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ hlýtur að vera sérlega kærkomið fyrir Breta og Hollendinga að fá svona innlegg í umræðuna. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Enginn sáttasemjari skipaður

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ er ekki á dagskrá að skipaður verði sáttasemjari í Icesave-deilunni. Hollendingar og Bretar hafa hafnað því, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Fáheyrð hlýindi og snjólaust í vetrarólympíuborg

JANÚAR mældist sá hlýjasti frá því mælingar hófust í Vancouver í Kanada þar sem Vetrarólympíuleikarnir hefjast 12. febrúar. Meðalhitinn var 7,2 gráður og ekkert snjóaði, en að jafnaði mælist jafnfallinn snjór 16,6 sentimetrar. Meira
3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Feng-shui-meistari fær ekki arf

DÓMARI í Hong Kong komst í gær að þeirri niðurstöðu að feng-shui-meistarinn Tony Chan ætti ekki tilkall til að erfa auð Ninu Wang, sem eitt sinn var auðugasta kona Asíu. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Foreldrar fylgjast með fimum afkvæmum

EKKI var stirðleikanum fyrir að fara hjá krökkunum sem æfðu fimleika hjá Ármanni á dögunum og svitnuðu ærlega við átökin. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Getur haft víðtæk áhrif

LENGI hefur tíðkast að landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar beri kostnað af undirbúningi breytinga á aðalskipulagi sem gerðar eru í þeirra þágu, sér í lagi hjá minni sveitarfélögum. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Hafró-afli hefur aukist á síðustu árum

HAFRÓ-afli var á síðasta fiskveiðiári 4.254 tonn og hefur ekki áður verið svo mikill. Þessi afli, sem einnig er nefndur VS-afli, var fiskveiðiárið 2007/08 3.031 tonn, 1.965 tonn árið á undan, 1.750 tonn fiskveiðiárið 2005/06 og 2.139 tonn 2004/05. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Hart tekist á um boðaðar breytingar á stjórn fiskveiða

HART var tekist á um breytingar á fiskveiðistjórn við aðra umræðu um lagafrumvarp þess efnis á Alþingi í gær. Í frumvarpinu eru lagðar til átta meginbreytingar á núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Hádegisfundur um einkenni siðblindu

Í DAG, miðvikudag, stendur Háskólinn í Reykjavík fyrir fundi kl. 12:10-13:10 í stofu 101, Ofanleiti 2. Meira
3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Hefur lýsi áhrif á geðheilsu manna?

RANNSÓKNIR benda til þess að lýsi geti komið í veg fyrir geðræna sjúkdóma í helsta áhættuhópnum. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Hjólreiðar gerðar að betri valkosti

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær hjólreiðaáætlun fyrir borgina. Markmið áætlunarinnar er að gera hjólreiðar að betri valkosti fyrir borgarbúa. Það verður m.a. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Hvað ætli hann sé að hugsa, blíðlyndi kópurinn?

ÓNEITANLEGA eru þau blíðleg, augu litla kópsins sem synti um svo sæll og glaður í plássinu sem hann hefur í Húsdýragarðinum. Löngum hefur verið sagt að selurinn hafi mannsaugu og því hefur þessi skepna átt samúð manna ef kallað er eftir henni. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Ítrekar varnaðarorð

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 771 orð | 2 myndir

Kannaðist ekki við neitt

Farið er fram á fimm til sex mánaða fangelsi yfir Sophiu Hansen fyrir rangar sakargiftir, Þess er þó getið að binda megi refsinguna skilorði að hluta. Verjandi Sophiu krefst sýknu. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kostir sameiningar

Í DAG, miðvikudag, kl. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Lay Low boðið að hita upp fyrir Dave Matthews Band

Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að hita upp fyrir Dave Matthews Band í Kaupmannahöfn (Falconer Theatre) og Stokkhólmi (Arenan). Fara tónleikarnir fram 14. og 15. mars en um fimm þúsund manna staði er að ræða. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 152 orð

Leiti að olíu undan Norðausturlandi

HÓPUR þingmanna Sjálfstæðisflokks leggur til að Alþingi álykti að fela iðnaðarráðherra að tryggja að nú þegar verði hafnar markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ljósin verða óvirk

Í DAG, miðvikudag, kl. 9:30, verður hafist handa við tengingar umferðarljósa Nauthólsvegar við gatnamót Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar. Af þessum sökum verða ljósin gerð óvirk tímabundið og vinstri beygjur á þessum gatnamótum bannaðar. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Lögðu til risavarasjóð

STARFSMENN Fjármálaeftirlitsins gáfu þær upplýsingar um fjárhag Landsbankans sem þeir töldu réttar hverju sinni byggðar á fyrirliggjandi gögnum frá bankanum og hálfsársuppgjöri 2008, árituðu af endurskoðendum bankans. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Meta þarf hagsmuni birtingar í fjölmiðlum hverju sinni

EIRÍKUR Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að kaupi fjölmiðlar stolin gögn og birti þau standi þeir annars vegar frammi fyrir sjónarmiði um friðhelgi einkalífsins og hins vegar tjáningarfrelsinu en meta þurfi hagsmuni þegar... Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 395 orð | 2 myndir

Mikið áfall fyrir starfsfólk og bæjarfélagið

Suðurnesjamenn hafa áhyggjur af atvinnumálum og heilbrigðisöryggi eftir uppsagnir á HSS Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Mikil óánægja fólks með aðgerðaleysið

RÍKISSTJÓRNIN þarf að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna sögðu 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands í desember s.l. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Norrænir þingmenn illa upplýstir

Norrænir þingmenn eru illa upplýstir um Icesave-deiluna og telja margir hverjir hana snúast um að Ísland vilji einfaldlega ekki endurgreiða lán sín. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ný náttúruverndaráætlun

TILLAGA til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun fyrir árin 2009-2013 var samþykkt á Alþingi í gær með 32 atkvæðum meirihlutans gegn 19 atkvæðum minnihlutans. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Rússneskir náttsöngvar í Kristskirkju

Í GÆRKVÖLDI hljómuðu fagrir tónar um Kristskirkju í Landakoti þegar Kór Vox Academica flutti Vesper, eitt fegursta verk Rachmaninoffs, samið árið 1915. Náttsöngvar þessir eru samdir við hefðbundna messugjörð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Meira
3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Samkomulag um fækkun kjarnavopna í augsýn

Bandarísk og rússnesk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að fækka mjög kjarnorkuvopnum í sinni eigu, að því er dagblaðið Wall Street Journal greindi frá á vef sínum í gærkvöldi. Meira
3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Samkynhneigðir þjóni án hafta

Samkynhneigðir Bandaríkjamenn mega gegna herþjónustu svo fremi að þeir greini ekki frá kynhneigð sinni. Nú hyggst Bandaríkjastjórn breyta þessu og yfirmaður heraflans tekur undir. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 81 orð

Skildingur dæmdur til að greiða Glitni 1,1 milljarð

EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Skildingur ehf. var í gær dæmt til að greiða 1,1 milljarð til gamla Glitnis, en lán félagsins upp á samtals 1,5 milljarða króna voru gjaldfelld 10. febrúar 2009. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sóknarbrot í sviðsljósi dómara á EM

GUÐJÓN L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar Handknattleikssambands Íslands, segir að margt jákvætt hafi sést í dómgæslunni á Evrópumeistaramótinu í Austurríki, þrátt fyrir mikla gagnrýni þjálfara og leikmanna á störf dómara. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 98 orð

Stjórn læknaráðs HSS gagnrýnir niðurskurð

STJÓRN læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja átelur harðlega þá aðför að heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum sem felst í svæsnum niðurskurði á fjárframlögum til stofnunarinnar, eins og segir í ályktuninni og fréttavefur Víkurfrétta greindi frá. Meira
3. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Stúlka barði hákarl og flæmdi burt

FJÓRTÁN ára nýsjálensk stúlka, Lydia Ward, flæmdi burt hákarl, sem réðst á hana og beit um mittið á henni, með því að berja hann í höfuðið með sundbretti. Ward hlaut skurði eftir tennur hákarlsins, en sár hennar voru ekki alvarleg. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Styrki stöðu Íslands

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Stytta af Albert Guðmundssyni afhjúpuð

Stytta af Albert Guðmundssyni , fyrsta atvinnumanni Íslands í knattspyrnu, verður afhjúpuð við höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 13. febrúar nk. Styttuna gerði Helgi Gíslason myndhöggvari. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Tuttugu og fimm norsk loðnuskip í lögsögunni

TUTTUGU og fimm norsk loðnuveiðiskip leituðu í gær að loðnu í íslensku fiskveiðilögsögunni. Það er hámarksfjöldi norskra skipa sem mega vera að veiðum í einu. Þrjú norsk skip til viðbótar eru komin á miðin en bíða átekta. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 836 orð | 3 myndir

Úrskurður getur haft áhrif víðar

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÚRSKURÐUR umhverfisráðherra um að synja skipulagi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár staðfestingar getur haft áhrif víðar. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 132 orð

Útgáfufyrirtækið Kimi í sókn

TIL fyrirmyndar er, á þessum tíma bölmóðs og barnings, hvernig Baldvin Esra Einarsson og hans fólk hjá útgáfunni Kimi Records og tengdum merkjum tekur á hlutunum. Þar er engin kreppa, en hins vegar eru mýmörg tækifæri. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Verkið Munaðarlaus fer norður og víðar

Leikverkið Munaðarlaus hefur verið sýnt að undanförnu í Norræna húsinu við góðar undirtektir og uppselt hefur verið á nær allar sýningar. Leikfélag Akureyrar hefur nú boðið sýningunni að vera óvissusýning vetrarins hjá LA og hefjast sýningar 11.... Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 153 orð

Vill taka þátt í rekstri

BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar lýsir sig reiðubúna til viðræðna við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), að því er fréttavefur Víkurfrétta greinir frá. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Vorverkin hafin hjá garðyrkjumönnum

Jónas Freyr Harðarson garðyrkjumaður er byrjaður á vorverkunum þrátt fyrir að febrúar sé nýbyrjaður. Segir hann að nú sé besti tíminn til þess að klippa tré og runna fyrir sumarið en enn er of snemmt að fara að hreinsa beðin eftir veturinn. Meira
3. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Öryggi og forvarnir í Reykjavík

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samning um aukið samstarf á sviði öryggis- og forvarnamála í Reykjavík. Markmið hans er að stuðla að auknu öryggi almennings í borginni með markvissu samstarfi þessara aðila. Meira

Ritstjórnargreinar

3. febrúar 2010 | Leiðarar | 329 orð

Andstaða við frumvarp

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands ásamt Félagi skipstjórnarmanna sendi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis umsögn vegna fyrirliggjandi frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem tekið var til annarrar umræðu á Alþingi í gær. Meira
3. febrúar 2010 | Leiðarar | 261 orð

Björgunarafrek við hörmulegt slys

Hörmulegt slys varð á Langjökli s.l. laugardag. Og aðeins frækilegt afrek björgunarmanna bjargaði því að ekki færi enn verr. Meira
3. febrúar 2010 | Staksteinar | 297 orð | 1 mynd

Merkar fréttastofur slá um sig

Vinnubrögð á fréttastofum fara dagversnandi, þegar einmitt er svo þýðingarmikið að slá ekki feilnótur. Stöð 2 sló því upp að búið væri að ákveða og væntanlega með samþykki stjórnarandstöðu að fá kanadískan sáttasemjara í Icesave-málið. Meira

Menning

3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

100.000 gesturinn á Avatar

HÚN datt aldeilis í lukkupottinn, hún Anna Guðrún Birgisdóttir, þegar hún fór með manni sínum Stefáni Þór á Avatar síðastliðinn föstudag því það kom í ljós að hún var hundraðþúsundasti gesturinn á myndina – á 39. Meira
3. febrúar 2010 | Kvikmyndir | 117 orð | 1 mynd

414 verk frá 48 löndum

DIETER Kosslick, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, Berlinale, hefur nú tilkynnt hvaða kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni. Meira
3. febrúar 2010 | Kvikmyndir | 347 orð | 3 myndir

Avatar og The Hurt Locker með níu hvor

Í ÁR eru tíu kvikmyndir tilnefndar sem besta kvikmyndin á Óskarsverðlaununum og verður það fyrirkomulag haft á í framtíðinni. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 97 orð | 1 mynd

„Búið að setja startkapla á skrímslið og ræsa Kröflu“

HELGI Björnsson og félagar hans í SSSól munu leika á Spot n.k. laugardag en þeir hafa ekki áður leikið á þeim skemmtistað. „Það er búið að setja startkapla á skrímslið og ræsa Kröflu,“ segir um viðburðinn á vefsíðunni promo.is. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Bjarni syngur úr djúpunum

BJARNI Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari brugðu sér í hringferð um landið áður en Bjarni heldur utan að sinna söngverkefnum þar. Meira
3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 160 orð | 2 myndir

Coldplay í Simpsons

HLJÓMSVEITIN vinsæla og geðþekka Coldplay hefur nú fengið hlutverk í Simpsons, en það er eitthvað sem Chris Martin og félagar hafa látið sig dreyma um. Meira
3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Didda til umfjöllunar í grein um tískubyltingu

* Listakonan Didda sat fyrir í tískuþætti janúarheftis þýska kvennablaðsins Brigitte, eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, og er nú nefnd í langri grein breska blaðsins Times sem dæmi um ákveðna mótspyrnu sem greina megi gegn þvengmjóum fyrirsætum... Meira
3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Dordingull á Rás 2

ÚTVARPSÞÁTTURINN Dordingull hefur göngu sína á Rás 2 eftir miðnæturfréttir miðvikudaginn 3. febrúar (eða aðfaranótt fimmtudags). Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 769 orð | 3 myndir

Ekkert rassvasafyrirtæki

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BALDVIN býr nú utan við bæinn Ghent í Belgíu ásamt syni og konu, en kona hans er þar í námi. Síðan hann stofnaði Kimi Records eða Afkima ehf. Meira
3. febrúar 2010 | Hönnun | 137 orð | 6 myndir

Funheit flamenkó-fljóð

16. ALÞJÓÐLEGA flamenkó-tískuhátíðin Simof var haldin í Sevilla í Andalúsíu um helgina og var þar margt um dýrðir. Hátíðin er helguð flamenkó-tísku, eins og nafnið ber með sér, og var haldin í ráðstefnuhöllinni þar í borg. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 314 orð | 2 myndir

Hvað er þetta Grammy?

Helstu tónlistarverðlaun Bandaríkjanna eru Grammy-verðlaunin sem veitt voru í 52. sinn sl. sunnudag. Meira
3. febrúar 2010 | Myndlist | 115 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri KÍM

DOROTHÉE Kirch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, KÍM, til næstu fimm ára. Hún tekur við starfinu 1. mars næstkomandi. Meira
3. febrúar 2010 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Ólafur nýr pistlahöfundur

ÓLAFUR Stefánsson er nýjasti pistlahöfundurinn í morgunútvarpi Rásar 2. Ólafur er aðallega þekktur fyrir að spila handbolta en hefur síðustu ár verið áberandi með vangaveltur um lífið og tilveruna. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Óperettu- og söngleikjalög

ESKFIRSKI tenórinn Þorsteinn Helgi Árbjörnsson vakti fyrst athygli í Óperustúdíói Austurlands, en hélt síðan til Bandaríkjanna til náms. Meira
3. febrúar 2010 | Myndlist | 91 orð | 1 mynd

Samræður í Háskólabíói

PÓLSKI ljósmyndarinn Fiann Paul er Íslendingum að góðu kunnur, enda fór hann um landið með samstarfskonu sinni Anne Leoniak og tók andlitsmyndir af 3-6 ára gömlum börnum í íslenskum þorpum, en myndirnar héngu síðan á horni Lækjargötu og Austurstrætis um... Meira
3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 290 orð | 1 mynd

Skammarverðlaunatilnefningar kynntar

ÞANN 6. mars næstkomandi verður þrítugasta Golden Raspberries hátíðin haldin, eða Razzie-verðlaunahátíðin eins og hún er kölluð, og hafa tilnefningar verið kynntar. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 225 orð | 1 mynd

Stökkbreytingar og slagverk

HJÖRLEIFUR Jónsson, slagverksleikari og nú skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar sá um slagverk á nýrri plötu sænsku danssveitarinnar The Knife, Tomorrow, in a Year , sem kemur út á næstunni, en platan hefur að geyma tónlist úr samnefndri óperu sem byggð... Meira
3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 155 orð | 2 myndir

Sængaði hjá kærustu vinar síns

KNATTSPYRNUMAÐURINN John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með kærustu fyrrverandi liðsfélaga síns og vinar, Wayne Bridge, frönsku undirfatafyrirsætunni Vanessu Perroncel. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 180 orð | 1 mynd

Tenórinn og aríur um ástina í Hafnarborg

UNDANFARIÐ hefur Antonia Hevesi stýrt hádegistónleikum í Hafnarborg og næstkomandi fimmtudag syngur þar tenórinn Snorri Wium við undirleik Antoniu. Á efnisskránni eru léttar aríur um ástina. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 827 orð | 1 mynd

Tónlist frá hjartanu

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TROMMULEIKARINN Þorvaldur Þór Þorvaldsson hefur fengist við tónlist frá því hann tók upp blokkflautuna fimm ára gamall vestur á Seltjarnarnesi . Meira
3. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Tvífaravikan tröllríður Fésbókinni

*Nýjasta æðið á Facebook er að skipta út andlitsmyndinni á síðunni sinni í stað einhvers sem er talinn vera líkur þér. Á ensku heitir þetta „Doppelgänger Week“ og breiðist iðjan eins og eldur í sinu út um Fésið. Meira
3. febrúar 2010 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Vampíran Don Djammstaff í Óperunni

* Nemendaópera Söngskólans mun á fimmtudaginn frumsýna óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr 17 atriðum úr 14 óperum eftir níu tónskáld og sungin á 4 tungumálum, almennilegur óperukokkteill á ferð. Meira
3. febrúar 2010 | Fjölmiðlar | 534 orð | 2 myndir

Vantar vettvang fyrir Einar Einarsson

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HINIR grínaktugu og fréttaþyrstu Baggalútsmenn hafa nú tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í Heimsljósi , sjónvarpsfréttaþætti sínum sem finna má á myndbandavefnum YouTube. Meira

Umræðan

3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 150 orð

Borðleggjandi úrskurður?

SVANDÍS Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilkynnti á mánudag þá ákvörðun sína að synja staðfestingar skipulagsbreytingum sem snúa að virkjunum í neðri Þjórsá með þeim rökum að þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu hafi... Meira
3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 621 orð | 1 mynd

Fyrningarleiðin er óleysanlegt verkefn

Eftir Pétur Hafstein Pálsson: "Með fyrningarleið þurfa fyrirtækin að treysta á sitt eigið tekjustreymi. Það mun minnka árlega og þorna upp á fáum árum, allt eftir því hve skuldir þess eru miklar vegna fyrri fjárfestinga." Meira
3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Hagfræðingur á hálu svelli

Eftir Tómas Inga Olrich: "Grunnurinn, sem hagfræðingar gera útreikninga sína á, er ekki aðeins háður duttlungum markaðarins og mannlegra tilfinninga. Hann er einnig háður pólitískum ákvörðunum." Meira
3. febrúar 2010 | Pistlar | 410 orð | 1 mynd

Hættum að prenta dagblöð

Eigendur dagblaða standa nú frammi fyrir einhverjum merkilegustu tækniframförum sem orðið hafa í greininni langan tíma. Meira
3. febrúar 2010 | Bréf til blaðsins | 150 orð

Íslenskir byggingamenn til Haítís?

Frá Halldóri Jónssyni: "ÉG VAR að tala við gamlan samstarfsmann í byggingabransanum. Hann á helling af kerfismótum. Ég á tölvur og forrit til að hanna allt frá hundakofum í háhýsi. Og hellingur af tæknimönnum kann þetta betur en ég. Íslendingar eiga allan fjandann og geta..." Meira
3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 468 orð | 1 mynd

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkur

Eftir Arndísi Björnsdóttur: "Hver eru launakjör borgarstjóra, borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa? Hvað með bruðlferðir borgarstjóra í „kreppunni“? Er siðblinda orðin dyggð?" Meira
3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Óstjórn á Álftanesi

Eftir Þór Saari: "Ef Álftnesingar taka ekki af skarið sjálfir gerir það enginn fyrir þá..." Meira
3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 480 orð | 1 mynd

Staðlausir stafir um Siðmennt

Eftir Sigurð Hólm Gunnarsson: "Annað hvort er hann ótrúlega fáfróður um efnið sem hann skrifar um eða hann er beinlínis að segja ósatt málstað sínum til framdráttar." Meira
3. febrúar 2010 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Um ákæru á hendur mótmælendum

Eftir Patriciu Önnu Þormar: "Það skiptir engu máli þótt brot séu framin í þágu sérstaklega göfugs málstaðar. Lögin hafa enga samúð með málstað manna." Meira
3. febrúar 2010 | Velvakandi | 321 orð | 1 mynd

Velvakandi

Úti í kuldanum ÞAÐ eru þung spor fyrir fólk sem þarf að leita til hjálparstofnana reglulega og þessi hópur fer stækkandi. Fólk verður að standa úti í hvaða veðri sem er, jafnvel í tvo tíma. Meira

Minningargreinar

3. febrúar 2010 | Minningargreinar | 992 orð | 1 mynd

Björgvin Ómarsson

Björgvin Ómarsson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1971. Hann lést í Reykjavík 25. janúar 2010. Foreldrar hans eru Jóhanna Kristín Friðgeirsdóttir, f. 7.3. 1954, og Ómar Jónsson, f. 5.12. 1952. Systur Björgvins: Kristín Fönn Ómarsdóttir, f. 17.11. 1978, d. 24.10. 1994 Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2010 | Minningargreinar | 575 orð | 1 mynd

Guðríður Lilja Guðmundsdóttir

Guðríður Lilja Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 13. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu 22. janúar sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónas Helgason og Guðrún Torfhildur Helgadóttir. Systkini Guðríðar eru Helga, f. 1927, d. 2007, Helgi Ingvar, f. 1929 Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2010 | Minningargreinar | 4216 orð | 1 mynd

Jóhann Vilhjálmsson

Jóhann Vilhjálmsson fæddist á Akureyri 4. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 24. janúar 2010. Kjörforeldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Svan Jóhannsson, f. 3. október 1907, d. 9. apríl 1990, og Ólöf Þórðardóttir, f. 27. maí 1905, d. 8. janúar 1989. Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2010 | Minningargreinar | 1965 orð | 1 mynd

Jónína Jónsdóttir

Jónína Jónsdóttir fæddist á Akureyri 20. júní 1951. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún S. Gunnarsdóttir, f. 16.5. 1933, og Jón Guðmundsson, f. 26.6. 1931. Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2010 | Minningargreinar | 994 orð | 1 mynd

Sigurður Heiðar Stanleysson

Sigurður Heiðar Stanleysson fæddist í Vestmannaeyjum 9. október 1931. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigrún Finnsdóttir, Gömlu-Heiði, og Stanley Alexander Guðmundsson, Blönduósi. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 73 orð | 1 mynd

Actavis og Teva berjast um Ratiopharm

ÍSRAELSKA lyfjafyrirtækið Teva og Actavis , sem nýtur stuðnings sænska fyrirtækisins EQT, virðast ætla að berjast um þýska samheitalyfjaframleiðandann Ratiopharm en frestur til að skila lokatilboðum í þýska fyrirtækið rennur út í vikulok. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 277 orð | 2 myndir

Gert að greiða Glitni milljarð

Skildingur ehf. var upphaflega stofnaður af fyrrverandi stjórnendum Icelandair um eignarhlut í FL Group. Félagið seldi þau bréf með hagnaði og sneri sér í kjölfarið að öðrum fjárfestingum. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 194 orð | 1 mynd

Getur styrkt stöðu verjenda

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BROT gegn lögum um gjaldeyrismál eru refsinæm, hvort heldur sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Almennt eru refsingar fyrir gáleysisbrot þó vægari en fyrir ásetningsbrot. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 74 orð | 1 mynd

Höfða ekki mál gegn Bernard Madoff

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er ekki með nægjanlega mikil sönnunargögn um brot félags Bernards Madoff í Bretlandi svo hægt sé að lögsækja það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFO. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 140 orð | 1 mynd

Réttarstaðan hafði ekki áhrif

Réttarstaða Ólafs Ólafssonar sem grunaðs manns í víðtæku markaðsmisnotkunarmáli hafði ekkert vægi í viðræðum um framtíðareignarhald Samskipa. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Samþykkt að auka hlutafé 365 um milljarð

SAMÞYKKT var að auka hlutfé í 365 miðlum á hluthafafundi í gær. Hlutafjáraukningunni verður skipt í tvo flokka: 400 milljónir verða í a-hluta og 600 milljónir í b-hluta. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Verðbólga á uppleið vegna orkuverðs

Verðbólga í þróuðustu hagkerfum heims fór vaxandi undir lok síðasta árs. Samkvæmt mælingu Efnahags- og framfarastofnunarinnar mældist verðbólga að meðaltali 1,9% á ársgrundvelli í 30 aðildarríkjum stofnunarinnar í desember í fyrra. Meira
3. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Verðtryggt lækkar

VERÐTRYGGÐA skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,5% á markaðnum í gær á meðan óverðtryggða vísitalan hækkaði um 0,04%. Heildarveltan nam 6,35 milljörðum króna. Meiri velta var með óverðtryggð ríkisbréf og nam hún tæpum fjórum milljörðum. Meira

Daglegt líf

3. febrúar 2010 | Daglegt líf | 435 orð | 2 myndir

Draumurinn er að verða hestamaður

Eftir Atla Vigfússon „ÉG hef mjög gaman af hestum og þeir eru líka svo góðir. Þess vegna eru þeir skemmtilegir og gott hvað þeir eru gæfir. Meira
3. febrúar 2010 | Daglegt líf | 92 orð | 1 mynd

Í kínverskum klæðum í hundakofa

TÍGRISHVOLPAR eyða dögunum í dýragörðum á Taílandi líklega á allt annan hátt en þeir myndu gera í sínu náttúrulega umhverfi í norðausturhluta Mongólíu, suðausturhluta Rússlands, norðausturhluta Kína og á Kóreuskaganum. Meira
3. febrúar 2010 | Daglegt líf | 564 orð | 2 myndir

Íslenskur aðall og Ofvitinn meðal þátttakenda í Lífshlaupinu

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Nöfn rithöfundanna Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar eru ekki endilega það fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við hreyfingu og útiveru. Meira

Fastir þættir

3. febrúar 2010 | Í dag | 161 orð

Af birni og þorra

Fregnir bárust af því að ísbjörn hefði verið felldur í Þistilfirði. Meira
3. febrúar 2010 | Fastir þættir | 145 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sveitakeppni Bridshátíðar. Meira
3. febrúar 2010 | Árnað heilla | 196 orð | 1 mynd

Eldist án þess að vera gömul

ATHAFNAKONAN Andrea Róbertsdóttir fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Mér finnst ægilega gaman að fara í afmæli og knúsa önnur afmælisbörn en er ekkert sérstaklega sjúk í athyglina sem fylgir því að vera afmælisbarnið, svona í seinni tíð. Meira
3. febrúar 2010 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér...

Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16. Meira
3. febrúar 2010 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Bd3 Bd6 5. Rf3 Re7 6. O-O O-O 7. c4 dxc4 8. Bxc4 Bg4 9. h3 Bh5 10. b3 c6 11. a4 Rd7 12. Bb2 Rf6 13. Rc3 Da5 14. Hc1 Df5 15. Be2 Had8 16. Dd3 Da5 17. Rh4 Dg5 18. Bxh5 Rxh5 19. Rf3 Dh6 20. Re2 Rd5 21. g3 Hfe8 22. Meira
3. febrúar 2010 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Söfnun

Agnes Sara Ingólfsdóttir og Jóhann Kröyer Þorsteinsson gengu í hús og söfnuðu til styrktar Rauða krossinum. Þau söfnuðu 5.557 kr. sem þau færðu Rauða... Meira
3. febrúar 2010 | Fastir þættir | 296 orð

Víkverjiskrifar

Málfar í fjölmiðlum er mörgum hugleikið og iðulega hringja lesendur Morgunblaðsins á ritstjórnina til að benda á það sem aflaga fer. Meira
3. febrúar 2010 | Í dag | 120 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. febrúar 1975 Gunnar Þórðarson hlaut listamannalaun, fyrstur popptónlistarmanna. Þá höfðu áttatíu lög eftir hann verið gefin út á plötum. 3. febrúar 1981 Síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn. Þetta var Litla-Brekka við Suðurgötu. 3. Meira

Íþróttir

3. febrúar 2010 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Átti íslenska liðið boltann?

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is GUÐJÓN L. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 440 orð | 2 myndir

Bryant þokast upp stiga listann í NBA deildinni

Kobe Bryant hefur frá árinu 1996 leikið með LA Lakers og er hann á 14. tímabili sínu með félaginu. Bryant hefur ávallt verið á meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar og hann er nú stigahæsti leikmaður meistaraliðs Lakers frá upphafi. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Eiður með tvennu

EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk óskabyrjun með Tottenham í gærkvöld en hann skoraði tvö mörk í 4:1 sigri á Dagenham & Redbridge í æfingaleik. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 326 orð

England Úrvalsdeild: Hull – Chelsea 1:1 Steven Mouyokolo 30...

England Úrvalsdeild: Hull – Chelsea 1:1 Steven Mouyokolo 30 – Didier Drogba 41. Staðan: Chelsea 24174358:2055 Man. Utd 24172556:2153 Arsenal 24154560:2849 Tottenham 24126645:2542 Liverpool 24125742:2641 Man. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 346 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Svisslendingurinn Didier Cuche , heimsmeistari í risasvigi í alpagreinum á skíðum, er bjartsýnn á að ná góðum árangri á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada þrátt fyrir að hafa brotið hægri þumalfingur í keppni í Slóveníu sl. föstudag. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 453 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þorri Björn Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Team Sydhavsøerne þegar liðið vann kærkominn sigur á TM Tønder , 28:21, í næstefstu deild danska handknattleiksins á sunnudag. Team Sydhavsøerne eru í 10. sæti af 13 liðum með 12 stig að loknum 14... Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 85 orð

Fylkir – FH 21:17 Fylkishöllin, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin...

Fylkir – FH 21:17 Fylkishöllin, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin, þriðjudaginn 2. febrúar 2010. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Fylkir upp að hlið FH í N1-deildinni

FYLKISKONUR komust upp að hlið FH í N1-deild kvenna þegar liðin mættust í Árbænum í gærkvöldi. Fylkir hafði betur 21:17 en staðan í hálfleik var 11:8 fyrir heimaliðið. Bæði lið eru með 14 stig í 5.-6. sæti deildarinnar. Þau eru þó nokkuð langt frá 4. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Haukar fá ekki tilboð frá Flensburg

Forráðamenn þýska handknattleiksliðsins Flensburg Handewitt ætla ekki að fá Sigurberg Sveinsson, stórskyttu Íslandsmeistaraliðs Hauka, í sínar raðir. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 20 orð

Haukar – Víkingur 39:11 Ásvellir, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin...

Haukar – Víkingur 39:11 Ásvellir, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin, þriðjudaginn 2. febrúar 2010. Engar upplýsingar bárust um tölfræði leiksins í... Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 344 orð | 1 mynd

Havang óttast sterka varnarmenn varðandi þróun handknattleiks

ØYSTEIN Havang, fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í handknattleik, segist óttast þá þróun sem átt hafi sér stað í handknattleiknum síðustu ár þar sem landslið hafi lagt aukna áherslu á að koma sér upp sérstökum varnarmönnum. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Heiðar skoraði

HEIÐAR Helguson skoraði eitt marka Watford þegar liðið sigrað Sheffield United, 3:0 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Heiðar skoraði annað mark leiksins á 55. mínútu en hann lék fyrstu 82 mínútur leiksins. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Isom og Visockis í raðir Tindastóls

TINDASTÓLL mætir líklega með tvo nýja leikmenn til leiks gegn Hamri þegar liðin eigast við á föstudaginn í Iceland Express-deildinni í körfubolta karla. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Íslenskt skíðafólk á leið til keppni í Vancouver

FULLTRÚAR Íslendinga á Vetrarólympíuleikunum og Vetrarólympíumótinu í Vancouver voru kynntir í ráðherrabústað kanadíska sendiráðsins í gær. Íslendingar senda fimm keppendur á leikana og keppa þeir allir í alpagreinum. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

John Daly segist ekki vera hættur

ROKKSTJARNA golfsins, John Daly, hefur verið talsvert í fjölmiðlum síðustu daga og frá honum hafa komið heldur misvísandi skilaboð. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 99 orð

KA/Þór– Valur 20:31 KA-heimilið, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin...

KA/Þór– Valur 20:31 KA-heimilið, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin, þriðjudaginn 2. febrúar 2010. Mörk KA/Þórs : Martha Hermannsdóttir 9, Arna Valgerður Erlingsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Steinþóra Heimisdóttir 2, Sunnefa Níelsdóttir 1. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Nína að stimpla sig inn hjá Val

VALSKONUR héldu sigurgöngu sinni í N1-deild kvenna í handknattleik áfram í gærkvöldi þegar þær heimsóttu Akureyringa norður yfir heiðar. KA/Þór átti litla möguleika gegn gestunum og Valur sigraði 31:20 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 19:10. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 194 orð

Níu félög vilja breytingar

ÁRSÞING Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og liggja nokkrar áhugaverðar breytingatillögur fyrir þinginu. Tillaga frá níu félögum úr efstu deild karla um breytingar á bikarkeppninni er án efa sú tillaga sem vekur mesta athygli. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 18 orð

Staðan

Valur 161420515:30130 Fram 161312474:34327 Stjarnan 161213520:35825 Haukar 161105479:38622 FH 16709405:44014 Fylkir 16709384:37314 KA/Þór 163112372:4767 HK 162113359:4985 Víkingur... Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Starfsfólkið efst í huga Hermanns

Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson sagði forsvarsmönnum og eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth til syndanna í gær í enskum fjölmiðlum. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 87 orð

Stjarnan – HK 37:19 Mýrin, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin...

Stjarnan – HK 37:19 Mýrin, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin, þriðjudaginn 2. febrúar 2010. Gangur leiksins : 22:6, 37:19 Mörk Stjörnunnar : Þorgerður Anna Atladóttir 7, Anna Tamasan 7, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Esther V. Meira
3. febrúar 2010 | Íþróttir | 779 orð | 1 mynd

Tóku hart á leikaraskap

„Ég held að það hafi verið dregin nokkuð skörp lína fyrir dómara fyrir mótið og því miður hafi ekki allir náð að vinna á réttan hátt út frá þeirri línu,“ segir Guðjón L. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.