VINNUMÁLASTOFNUN bárust fjórar hópuppsagnir í janúarmánuði þar sem sagt var upp 60 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. Ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, endurskipulagning og rekstrarerfiðleikar.
Meira
Fálkarnir frá Winnipeg í Kanada eru einu íþróttamennirnir af íslenskum uppruna sem hafa unnið til æðstu verðlauna á Ólympíuleikum og enn er verið að reyna að hafa það af þeim.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NÝLIÐINN janúar var sá kaldasti í Danmörku í 23 ár og spáir danska veðurstofan að kuldakastið haldi áfram í febrúar og mars vegna kalds lofts frá Rússlandi og Síberíu.
Meira
STEFÁN Skjaldarson skattrannsóknastjóri segir ljóst að ýmislegt hafi verið að varðandi hvernig bankarnir hafi staðið að framkvæmd skattalaga. „Það var ekki staðið að hlutum eins og átti að gera.
Meira
NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík frumsýnir í kvöld í Íslensku óperunni verkið Don Djammstaff . Um er að ræða óperu sem er samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tónskáld og er sungin á fjórum tungumálum.
Meira
TALSVERT minni umferð var í nýliðnum janúar en á sama mánuði í fyrra. Umferðin á 16 talningarstöðum á hringveginum var ríflega 3 prósentum minni, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann á áttræðisaldri í 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa tælt unga stúlku með gjöfum, m.a.
Meira
ERLING Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Garðabæjar, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fram fer þann 6. febrúar...
Meira
VÍS og Vinnueftirlitið hafa tekið upp samstarf sem miðar að því að efla forvarnir gegn vinnuslysum, en talið er að með einföldum og ódýrum aðgerðum megi fækka vinnuslysum verulega.
Meira
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA var heitt í hamsi á Alþingi í gær þar sem m.a. var rætt um hvort heppilegt hefði verið að fá vanan samningamann til að leiða viðræður um Icesave í stað Svavars Gestssonar.
Meira
GUÐMUNDUR G. Gunnarsson, verkefnisstjóri og bæjarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 6. febrúar...
Meira
ÞÓTT flestir vonist til að þurfa aldrei að reiða sig á björgunarbát, má segja að fáir hlutar skipsins séu jafn mikilvægir. Því er nauðsynlegt að sjá til þess að björgunarbáturinn sé í toppstandi ef á þarf að halda.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MAÐUR sem býr í fjölbýlishúsi við Fornhaga í Reykjavík hefur á rúmlega einu ári höfðað þrjú dómsmál á hendur nágrönnum sínum og húsfélaginu. Í einu málinu er Húseigendafélaginu og lögfræðingi hjá félaginu einnig...
Meira
HILDUR Dungal, lögfræðingur og fyrrum forstjóri Útlendingastofnunar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem fram fer þann 20. febrúar...
Meira
ÍSLENSKI dansflokkurinn frumflytur í kvöld verkið Endalaus, eftir Norðmanninn Alan Lucien Öyen. Á æfingum mátti sjá tilþrif dansara við að túlka þetta tilfinningaríka verk undir tónlist Ólafs...
Meira
„DAGSKIPUN Ögmundar virðist sú að aðeins megi halda því fram sem er í samræmi við hugmyndir hans. Þá sem það gera ekki virðist mega kalla öllum illum nöfnum.
Meira
TOYOTA-umboðið reiknar með að fyrir lok vikunnar verði ljóst hvaða bíla þarf að innkalla hér á landi vegna mögulegs galla í eldsneytisgjöf. Haft verður samband við eigendur þeirra bíla sem kallaðir verða inn.
Meira
UNGLINGAR fylgjast spenntir með hljómsveitinni Agent Fresco á árlegu hátíðinni Kærleikar í Laugardal. Hátíðin er samstarfsverkefni þriggja skóla, Langholtsskóla, Vogaskóla og Laugalækjarskóla, og þriggja félagsmiðstöðva, Þróttheima, Buskans og Laugó.
Meira
EKKI er rétt sem fram kom í frétt að meðal þeirra starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem sagt var upp störfum um mánaðamótin séu nokkrir sem eigi þegar maka sem misst hafi vinnuna.
Meira
Janúar var snjóléttur um allt land. Lítil úrkoma. Spáin fyrir næstu daga lofar góðu. Mild veðrátta hefur verið ríkjandi á Staðarhóli í Aðaldal, þar sem er veðurathugunarstöð.
Meira
NORÐMENN ætla að beita sér fyrir því innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að önnur endurskoðun á efnahagsáætlun fyrir Ísland fari fram þótt Icesave-deilan við Breta og Hollendinga sé óleyst.
Meira
Eftir Hlyn Orra Stefánsson og Baldur Arnarson „VIÐ [í stjórnarflokkunum] höfum alltaf talið að sú aðstoð sem við fáum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eigi að vera óháð Icesave-málinu,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og...
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is NÝTT deiliskipulag fyrir austurhluta miðbæjarins á Akureyri verður auglýst einhvern næstu daga, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá því í fyrradag.
Meira
TALSMENN Hvíta hússins hvika í engu frá ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að eiga fund með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, og hafna þannig þrýstingi kínverskra stjórnvalda um að sniðganga leiðtogann.
Meira
„ÉG myndi svo sannarlega lýsa þessu sem óvenjulegu tilviki. Þeir sem sniðganga slíka fundi á ferð sinni um Brussel eru jafnan einræðisherrar frá Mið-Asíu.
Meira
Þjálfari Akureyringa og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, Rúnar Sigtryggsson , gagnrýnir fyrirkomulag N1- deildar karla í samtali við Morgunblaðið í dag.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STARFSMAÐUR við innritunarborð Icelandair í Leifsstöð meinaði manni sem var á leið til Bandaríkjanna á þriðjudag að taka með sér handtösku á hjólum, svokallaða flugfreyjutösku, í flugvélina.
Meira
Ríkisstjórnin talar um vexti, þegar stjórnarandstaðan talar um nýjan Icesave-samning. Óþreyja stjórnarandstöðunnar eykst með degi hverjum og líkur á þverpólitískri samstöðu minnka.
Meira
SÁ verklausnir ehf. munu byggja farþegaaðstöðu fyrir Landeyjahöfn. Í gær var undirritaður samningur þess efnis og er samningsupphæðin 91,8 milljónir kr. Verktakinn stefnir að því að hefja vinnu 8. febrúar en verklok eiga að verða 20.
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÓÁNÆGJA ríkir meðal íbúa nokkurra byggðarlaga á Norðvesturlandi með hugmyndir Vegagerðarinnar um styttingu hringvegarins.
Meira
Maður sem býr í fjölbýlishúsi í Vesturbænum hefur í þrígang á um einu ári stefnt húsfélaginu og nágrönnum sínum fyrir dóm. Tveimur málum hefur hann tapað og hefur hann verið dæmdur til að greiða samtals 820.000 krónur í málskostnað vegna þeirra.
Meira
STURLA Þorsteinsson, kennari og varabæjarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem fram fer þann 6. febrúar...
Meira
ÞURRT og kalt veður, eins og verið hefur undanfarið, eru góð skilyrði til svifryksmengunar og því hefur Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á að styrkur svifryks verði líklega yfir heilsuverndarmörkum...
Meira
Á laugardag nk. kl. 13:00, stendur UNIFEM á Íslandi fyrir fundi um réttindabaráttu kvenna, í húsnæði Miðstöðva Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 42.
Meira
BJARNI Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir sér ekki hafa verið kunnugt um að meðal þess sem eignarhaldsfélagið Vafningur lagði fram sem tryggingar vegna láns frá Glitni, voru eignir keyptar með fé úr bótasjóði Sjóvár og seldar Vafningi.
Meira
SKRIÐUR er kominn á kjaraviðræður vegna starfsmanna hjá álveri Norðuráls á Grundartanga skv. upplýsingum Verkalýðsfélags Akraness. 8 fundir um nýjan kjarasamning hafa verið haldnir hjá ríkissáttasemjara.
Meira
ÖRN Jónasson, viðskiptafræðingur, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 6. febrúar...
Meira
Það var út af fyrir sig gott framtak hjá Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að láta þýða spurningar og svör vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.
Meira
Viðtal við forsætisráðherra í Kastljósi Sjónvarps breyttist í undarlega uppákomu. Ekkert var sjálfsagðara en að hafa slíkt viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur í tilefni af ársafmæli ríkisstjórnar. Þess utan á hún fjölmörgum spurningum ósvarað.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar var haldin í lok janúar sl. og samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum var sett aðsóknarnet á hátíðinni.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is DON Djammstaff er óvenjuleg ópera; samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tónskáld og er sungin á fjórum tungumálum.
Meira
ÁSTRALSKI leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson endaði sjónvarpsviðtal með heldur skrautlegum hætti í gær, með því að kalla spyrjanda bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar WGN hálfvita.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Fancy Pants Global hannar þessa dagana leik fyrir iPhone eftir ævintýrinu um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús, eftir þau Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is POPPGOÐIÐ sáluga Michael Jackson hefur orðið mörgum innblástur í gegnum tíðina og í dag frumsýnir Nemendamót Verzlunarskóla Íslands söngleikinn Thriller , byggðan í kringum lög hans.
Meira
* Stuðsveitin FM Belfast mun leika á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Tvær íslenskar hljómsveitir hafa því verið kynntar til sögunnar, þ.e. FM Belfast og Sólstafir.
Meira
IRM er þriðja plata þessarar frönsku tónlistar- og leikkonu. Það mætti lýsa tónlistinni sem þjóðlagaskotnu rafpoppi, mjög frönsku og flottu. Plötuna vann Gainsbourg með tónlistarmanninum Beck, fingraför hans eru augljós og skemmir það ekki fyrir.
Meira
FRÖNSK kvikmyndahátíð er nýafstaðin í Reykjavík en nú hefur verið ákveðið að senda fimm þeirra tíu mynda norður á land, til Akureyrar, og halda þar franska kvikmyndahátíð í Borgarbíói. Hún hefst 6. febrúar og stendur í fjóra daga.
Meira
VANADÍSARSAGA, völvu og valkyrju – helgar ímyndir úr minni íslenskrar konu, er efni fyrirlesturs Valgerðar H. Bjarnadóttur í Reykjavíkurakademíunni í hádeginu á morgun, föstudag.
Meira
MÁLÞING um tónlist og hljóð í samtímalist verður haldið í dag, fimmtudag, í Listasafni Íslands í tengslum við sýninguna Carnegie Art Award 2010. Málþingið hefst klukkan 17 og stendur til kl. 19.
Meira
Bókin um Maxímús Músíkús , músina sem heimsækir sinfóníuhljómsveit, kom nýverið út í Suður-Kóreu og munu útgefendur þar hafa áhuga á að gefa einnig út næstu bók um músina sem væntanleg er í vor.
Meira
ÚT er komið ráðstefnurit sem inniheldur tólf fyrirlestra sem fluttir voru á ráðstefnunni Menntun og menning í Skálholtsstifti 1620-1730 . Umfjöllunarefni greinarhöfunda nær vel utan um menningarlíf tímabilsins í stiftinu. M.a.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FÉLAGARNIR úr Vaktaþáttunum; þeir Georg, Ólafur Ragnar og Daníel, sneru aftur í gærkvöldi á kunnuglegar slóðir, bensínstöðina við Laugaveg þar sem Vakta-ævintýrið hófst með Næturvaktinni.
Meira
Stærsti einstaki íþróttaviðburður hvers árs í heiminum er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl eða ofurskálin (sem hljómar hreint ekki vel í þýðingu). Allt við þennan leik kallar á efsta stig lýsingarorða.
Meira
MÁLVERK eftir Pablo Picasso, sem sérfræðingar telja til meistaraverka síðasta tímabils ævi listamannsins, seldist á uppboði í fyrrakvöld fyrir ríflega tvöfalt matsverð.
Meira
Í SUMAR, þann 18. júlí, verða fjórar aldir síðan ítalski málarinn Caravaggio lést. Víða um heim hafa menningarstofnanir undirbúið sýningar og útgáfur í tilefni tímamótanna.
Meira
FOUNDLING-safnið í miðborg Lundúna, sem stofnsett var á sautjándu öld, á sér merka sögu, enda er það í húsnæði fyrsta munaðarleysingjahælis Englands og um leið aðsetur fyrsta listagallerís sem ætlað var fyrir almenning.
Meira
Besta mynd DÓMNEFND valdi Winter's Bone sem bestu mynd hátíðarinnar en hún þykir einstaklega raunsönn og áferðarfalleg. Myndin fjallar um unga stúlku sem fer að leita föður síns til þess að bjarga fjölskyldu sinni og heimili.
Meira
Eftir Ragnýju Þóru Guðjohnsen: "Í MÁLEFNUM eldri borgara hefur margt verið vel gert undanfarin misseri í Garðabæ. Nú er hins vegar brýnt að hjúkrunarheimilið í Sjálandi rísi hratt og sú þjónusta sem þar er ráðgerð, meðal annars útibú frá heilsugæslunni, taki til starfa."
Meira
Eftir Sigurgeir Guðmundsson: "Það var eitthvað sérstakt og séríslenskt sem einkenndi aðgerðina frá upphafi til enda og skilaði okkur svo góðum árangri."
Meira
Eftir Eggert Ketilsson: "Það hefur verið sorglegt að upplifa skilningsleysi og eyðileggingu stjórnmálamanna á þessari framsæknu grein á tímum yfirlýsinga um sprotafyrirtæki, þekkingariðnað og framsækna grasrót í atvinnulífi."
Meira
Bryndís Haraldsdóttir: "PRÓFKJÖR síðustu vikna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor hafa einkennst af lélegri þátttöku. Aðeins 30-40% hafa mætt til að kjósa en hinir sitja heima. Hverju veldur? Það má með sanni segja að ákveðinn doði ríki yfir áhuga almennings á stjórnmálum."
Meira
Eftir Sören Wibe: "Siðferðilega og lagalega er þetta spurning um hreina valdastefnu, þegar ESB sem stórveldi þvingar lítið og efnahagslega þjakað ríki til óréttlætanlegra eftirgjafa."
Meira
Eftir Kristínu Fjólu Bergþórsdóttur: "Í efnahagshruninu tapaði sveitarfélagið Álftanes um 1.000 milljónum króna, sem er nánast sama upphæð og árlegar tekjur þess."
Meira
Eftir Pál Hilmarsson: "Á LIÐNUM árum hefur Garðabær kappkostað að byggja upp sveitarfélag þar sem íbúarnir hafa notið góðrar og tryggrar þjónustu, þrátt fyrir lágmarksálögur á íbúa. Um þessa leið hefur ríkt almenn ánægja og sátt meðal bæjarbúa."
Meira
Heimskan ríður ekki við einteyming HEIMSKAN ríður ekki við einteyming er skemmtilegt orðatiltæki. Það á svo sannarlega við okkur Íslendinga núna.
Meira
Eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur: "ER LÍÐUR að lokum kjörtímabilsins er rétt að líta yfir farinn veg og meta hvernig gengið hefur að ná þeim markmiðum í skólastarfi sem að var stefnt. Að leiðarljósi var höfð skólastefna Akureyrarbæjar sem byggist á þekkingu, leikni, virðingu og vellíðan."
Meira
Gunnlaugur Nielsen fæddist á Seyðisfirði 19. júní 1953. Hann lést 22. janúar 2010. Foreldrar Gunnlaugs eru Hjalti Nielsen, f. 7. desember 1924, d. 2. ágúst 1967, og Áslaug Gunnlaugsdóttir Nielsen, f. 23. nóvember 1932.
MeiraKaupa minningabók
Gylfi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1936. Hann lést 22. janúar 2010. Gylfi var sonur hjónanna Sesselju Einarsdóttur, f. 26.11. 1904, d. 31.5. 2000, og Guðmundar Ólafssonar, f. 26.12. 1893, d. 5.12. 1989. Systkini Gylfa eru: Ólafur, f. 30.12.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Alda Eyjólfsdóttir fæddist í Laugardal í Vestmannaeyjum 19. mars 1930. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt 20. janúar sl. Útför Öldu var gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 27. janúar 2010.
MeiraKaupa minningabók
Börn og tengdabörn Bjarna Rafnar, fyrrverandi yfirlæknis fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Bergljótar konu hans, komu færandi hendi á dögunum og afhentu kvennadeild sjúkrahússins peningagjöf auk ljósmynda af þeim...
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞAÐ er líf og fjör í íþróttatíma stúlkna í 4. bekk Víkurskóla. Stúlkurnar eru á fleygiferð í boltaleik og allar taka þær þátt í Lífshlaupinu sem nú stendur yfir.
Meira
Bónus Gildir 4. - 7. febrúar verð nú áður mælie. verð E.S maískorn í dós 340 g 39 85 114 kr. kg Ali ferskur heill kjúklingur 698 898 698 kr. kg Bónus ferskar kjúklingalundir 1.598 1.798 1.598 kr. kg KF frosið nautahakk, 620 g 598 798 598 kr.
Meira
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Esjan er yrkisefni margra hagyrðinga, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Jón Ingvar Jónsson orti að morgni: Fagnar degi foldar skart og fer á stjá í einum rykk. Æðislega er Esjan smart, en Akrafjallið dáldið sikk.
Meira
Sveit Iceland Express-sigurvegarar Sænsku meðlimirnir sem spiluðu í boði Iceland Express sigruðu sveitakeppninni á Bridshátíð. Þeir eru Peter Berthau, Arvid Wikner, P.G. Eliasson og Thomas Magnusson, allt þekktir bridsspilarar á heimsvísu.
Meira
MARGT verður um manninn á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi í dag þegar Sigríður Guðmundsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu með kaffiboði fyrir ættingja og vini.
Meira
Snjókoma veldur usla í Danmörku og Danir mega búast við köldu veðri næstu vikurnar. Í Vancouver var hins vegar svo hlýtt í janúar að það á sér engin fordæmi frá því mælingar hófust.
Meira
4. febrúar 1956 Verslunarbanki Íslands var stofnaður. Hann varð hluti af Íslandsbanka árið 1990. 4. febrúar 1968 Fárviðri gekk yfir Vestfirði og var verst á Ísafjarðardjúpi. Heiðrún II frá Bolungarvík fórst með sex mönnum.
Meira
Björgvin Björgvinsson skíðamaður, frá Dalvík, er nafntogaðasti skíðamaður landsins um þessar mundir. Björgvin verður á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada dagana 12.-28. febrúar næstkomandi. Björgvin er fæddur 11.
Meira
BJÖRGVIN Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík er fullur tilhlökkunar að reyna sig í brekkunum í Vancouver í Kanada, þar sem Vetrarólympíuleikarnir hefjast 12. febrúar nk. Björgvin tjáði Morgunblaðinu að hann væri vel stemmdur fyrir verkefnið og sagði æfingar hafa gengið sérlega vel undanfarnar vikur.
Meira
SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur og Björninn léku á Íslandsmótinu í íshokkí í fyrrakvöld í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 5 mörk gegn 4 mörkum SR-inga. Bjarnarmenn voru fyrri til að skora en þar var á ferðinni Róbert Freyr Pálsson.
Meira
England Úrvalsdeild: Fulham – Portsmouth 1:0 Jonathan Greening 75. *Hermann Hreiðarsson var ekki í liði Portsmouth vegna meiðsla. Staðan: Chelsea 24174358:2055 Man.
Meira
„ÉG sagði það við stelpurnar í hálfleik að við værum að spila rússneska rúllettu hérna, það væru 50% líkur á að við myndum vinna þennan leik," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir rafmagnaðan leik gegn Hamri í gærkvöldi.
Meira
Danski landsliðsmaðurinn í handknattleik og fyrrverandi lærisveinn Guðmundur Þórðar Guðmundssonar hjá GOG , Kasper Nielsen , leikur með Faaborg það sem eftir er leiktíðar.
Meira
Paul Pierce , ein helsta stjarna Boston Celtics í NBA-körfuboltanum, er ekki fótbrotinn eins og stuðningsmenn félagsins óttuðust eftir fréttir fjölmiðla í fyrradag.
Meira
AVRAM Grant, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir mjög slæmt fyrir liðið að vera án Hermanns Hreiðarssonar en landsliðsfyrirliðinn er meiddur í hásin og var ekki með Portsmouth í gærkvöldi þegar það mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Meira
GUNNAR Þór Halldórsson endaði í 33. sæti í svigi á þriðjudag á heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum á skíðum sem fram fer í Mont Blanc í Frakklandi. Og er það besti árangur hjá keppanda frá Íslandi síðan Kristján Uni Óskarsson endaði í 15.
Meira
Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is KVENNALIÐ Grindavíkur tapaði í gærkvöldi gegn nágrönnum sínum úr Keflavík 91:77, þegar liðin mættust í 16. umferð Iceland Express-deildarinnar í Keflavík.
Meira
„ÞAÐ felst mikil áskorun í þessu sem ég vil gjarnan takast á við,“ sagði Viggó Sigurðsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik, í gær. „Forráðamenn ÍR höfðu samband og spurðu hvort ég vildi taka liðið að mér fram á vor.
Meira
DANNY Butterfield er ekki þekktasti fótboltamaður heims en enski hægri bakvörðurinn í liði Crystal Palace er án efa vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum liðsins.
Meira
„Það er svo sannarlega kominn tími til að byrja aftur eftir að hafa æft í fimm og hálfan mánuð en aðeins leikið í tvo mánuði af þeim,“ segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar handknattleiksfélags í N1-deild karla.
Meira
NJARÐVÍKINGAR þurftu ekki erlendan leikmann til þess að landa tuttugu stiga sigri gegn Val þegar liðin áttust við í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka áttu ekki í vandræðum með Snæfell þegar liðin mættust í Stykkishólmi í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu fimmtán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta 23:8 og annar leikhluti fór á sama veg.
Meira
Tryggingarisinn AIG, sem bandarísk stjórnvöld þurftu að bjarga á síðasta ári frá gjaldþroti, hóf greiðslur á bónusum til starfsmanna í gær. Um er að ræða greiðslur upp á 100 milljónir Bandaríkjadala, 12,7 milljarða íslenskra króna.
Meira
RÁÐSTEFNA um markaðssetningu á netinu, Reykjavik Internet Marketing Conference, verður haldin 12. mars næstkomandi í sölum Smárabíós. Áherslan þetta árið verður lögð á farsíma og vefverslun.
Meira
*Hækkun á vaxtaálagi erlendra lána Landsbankans kemur í beinu framhaldi af fjármögnunarkjörum bankans *Margt bendir til þess að bankinn hafi ekki gengið nægilega langt í hækkuninni miðað við núverandi aðstæður og að fjármögnunarkjör íslenskra fyrirtækja fari að óbreyttu versnandiMeira
UMHVERFISSTOFNUN hefur gefið út starfsleyfi fyrir Carbon Recycling International ehf., sem hyggst reka verksmiðju í Svartsengi þar sem tilraun er gerð til að framleiða metanól úr koldíoxíði.
Meira
*Afkomuspá IFS Greiningar fyrir stoðtækjaframleiðandann Össur á síðasta fjórðungi ársins er bjartari en stjórnendur félagsins reikna með * IFS reiknar jafnframt með að fjórðungurinn verði „þokkalegur“ fyrir Marel Food Systems * Marel komið hálfa leið að ná sömu pantanastöðu og fyrir hrun, pantanir stórra kerfa ganga hægtMeira
SAMKVÆMT nýrri könnun sem Miðlun ehf. hefur unnið fyrir ýmsa aðila á netmarkaði eru tæplega 23% fyrirtækja með Facebook-síðu til að kynna starfsemi sína.
Meira
Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Ragnar Gunnarsson, eða Raggi sót eins og hann er gjarnan kallaður, rekur fiskbúðina Bryggjuhúsið uppi á Höfða.
Meira
Samgönguráðherra Bandaríkjanna, Rey LaHood, þurfti að draga til baka ummæli, sem hann lét falla í gær þar sem hann hvatti eigendur Toyota bifreiða til að hætta að keyra þær og fara með þær aftur í umboðið.
Meira
GISTINÆTUR á hótelum í desember síðastliðnum voru 55.700, en voru 58.800 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi, segir í frétt frá Hagstofu Íslands.
Meira
Þrátt fyrir að utanlandsferðum landsmanna hafi fækkað mikið í kjölfar gengisveikingar krónunnar og mikillar kaupmáttarskerðingar frá hruni bankakerfisins hafa heildargjaldeyrisúttektir vegna ferðalaga erlendis nokkurn veginn staðið í stað.
Meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styður áætlun grískra stjórnvalda um meiriháttar niðurskurð í ríkisfjármálum en segir að stjórnvöld verði að ganga enn lengra þegar kemur að launalækkunum hjá opinberum starfsmönnum og nauðsyn sé að hraða umbótum á...
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SÍÐUSTU misseri og ár hefur töluvert borið á því að Íslendingum sé boðið að taka þátt í svokölluðum forex-viðskiptum, eða gjaldeyrisviðskiptum.
Meira
Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, er ekki sammála skoðun Vilhjálms Bjarnasonar, formanns félags fjárfesta, um að ekki sé tímabært að taka til stórtækra skráninga fyrirtækja á hlutabréfamarkað hér á landi.
Meira
Hluti af skuldum, sem Manchester United tók á sig eftir yfirtöku árið 2005, bar gríðarháa vexti. Rekstur félagsins rétt stendur undir vaxtagreiðslum, en ekki greiðslum af höfuðstóli.
Meira
Samþykkt var að auka hlutafé 365 miðla um einn milljarð króna á hluthafafundi í fyrradag. Ekki liggur fyrir hverjir munu fjárfesta í félaginu. Áætlað er að ljúka hlutafjáraukningunni fljótlega.
Meira
GENGIÐ var frá kaupum bandaríska matvælafyrirtækisins Kraft Foods á breska sælgætisfyrirtækinu Cadbury í fyrradag. Ekki eru allir sáttir við kaupin í Bretlandi, enda óttast ýmsir að þetta geti þýtt uppsagnir hjá Cadbury í Bretlandi.
Meira
HAGNAÐUR stærsta lyfjafyrirtækis heims, Pfizer, jókst um 7% á milli ára, en á fjórða ársfjórðungi nam hagnaður þess 767 milljónum Bandaríkjadala, 97 milljörðum króna. Hagnaður ársins nam 8,6 milljörðum dala.
Meira
SHERLOCK Holmes og aðrar vinsælar kvikmyndir komu bandaríska fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækinu Time Warner til hjálpar hvað varðaði afkomu félagsins á fjórða fjórðungi síðasta árs.
Meira
Merkilegar umræður áttu sér stað á Alþingi í vikunni. Þar hélt Ólína Þorvarðardóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, því fram að skötuselur væri nýbúi við strendur landsins.
Meira
Ronald Reagan sagðist ekki hafa áhyggjur af fjárlagahallanum; hann væri nógu stór til þess að sjá um sig sjálfur. Í dag er hann orðinn það stór að hann mun sennilega taka völdin. Ekki bara í Bandaríkjunum.
Meira
VÍSITALA GAMMA yfir verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf, GAMMA: GBI, hækkaði í gær um 0,025%. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu í verði, um 0,032%, og sömuleiðis óverðtryggð skuldabréf, um 0,008%.
Meira
Hækkun vaxtaálags erlendra lána til útflutningsfyrirtækja er til marks um breytt umhverfi þessara geira. Margt bendir til þess að fjármögnunarkostnaður muni hækka enn frekar og að afleiðingarnar verði víðtækar fyrir íslenskt efnahagslíf.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.