Greinar laugardaginn 20. febrúar 2010

Fréttir

20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 404 orð | 2 myndir

Allt tekur styttri tíma en á stærri flugvöllunum

Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is „AÐ HLUTA til nýtur Keflavíkurflugvöllur góðs af því hvað hann er lítill, þrátt fyrir að umferð um hann sé töluverð,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi flugvallarins. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Auka lýðræði í sjóðunum

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ALLS sátu 85 fulltrúar frá 53 aðildarfélögum ASÍ tveggja daga fund um málefni lífeyrissjóðanna sem lauk á Selfossi í gær. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 70 orð

Árvakur festir kaup á tímaritinu Monitor

ÁRVAKUR hf., útgefandi Morgunblaðsins og fréttavefjarins mbl.is, hefur fest kaup á tímaritinu Monitor. Til stendur að samnýta Monitor með Morgunblaðinu og mbl.is. Nú er unnið að nánari útfærslu á því, að sögn Óskars Magnússonar útgefanda. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

„Þaulmúsíkalskt næmi“

SÆUNN Þorsteinsdóttir fær glimrandi gagnrýni fyrir leik sinn á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrrakvöld. Segir þar m.a. að einleiksstrófur Sæunnar Þorsteinsdóttur hafi svifið á ýmist seiðandi þrótti eða einlægri syngjandi. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 78 orð

Besta flugan til Krabbameinsfélagsins

KRABBAMEINSFÉLAGIÐ í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið efnir til hnýtingakeppni um silungsflugur. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 585 orð | 2 myndir

Bifröst fyrir Hæstarétt

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur nú fellt dóm í deilumáli verktakafélagsins Selfells ehf. og Nemendagarða ehf., undirfélags Háskólans á Bifröst, vegna vangoldinnar leigu síðan í nóvember 2008. Meira
20. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Bíódagar í Kibera

HANN nostrar við krítartöflu Bethlehem-kvikmyndahússins ungi pilturinn í Kibera, fátækrahverfi í Nairobi, höfuðborg Keníu. Eins og sjá má er Scorpion King, bandarísk ævintýramynd með hasarhetjunni The Rock, fyrst á efnisskránni. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 110 orð

Blaðamannafélagið mótmælir dómi

STJÓRN Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að eyða réttaróvissu vegna úreltra prentlaga. Meira
20. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Egyptar fagna ElBaradei sem hetju

Fyrir fjórum árum var Mohamed ElBaradei sæmdur æðstu viðurkenningu Egypta, en nú þykir hann ógna veldi Hosnis Mubaraks. Er hann kom til Kairó í gær var honum fagnað sem hetju. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Ekki áhrif á inngöngu í ESB

ÖSSUR Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir breytt viðhorf forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja til Evrópusambandsins, ekki hafa áhrif á það inngönguferli sem íslensk stjórnvöld hafa hafið. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 297 orð | 2 myndir

Fékk rétt til bóta þrátt fyrir að látast í sama slysi

Tekist var á fyrir dómi um dánarbætur til erfingja tveggja farþega skemmtibáts sem létu lífið í hörmulegu slysi á Viðeyjarsundi í september 2005. Deilt var um hvort dauðsföllin væru einn atburður eða tveir. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Félagið vill koma að kjarasamningum við Norðurál

FÉLAG vélstjóra og málmtæknimanna lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóm Félagsdóms á fimmtudag, en dómurinn hafnaði kröfu félagsins um að það fengi að koma að gerð kjarasamnings fyrir hönd félagsmanna sinna í álverinu á Grundartanga. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Fjármagnsleysi hindrun

Eftir Andra Karl andri@mbl.is DÓMSMÁLARÁÐHERRA er mjög fylgjandi stofnun millidómstóls og lagði það til að mynda til við þáverandi ráðherra í október 2008, þá sem formaður álitsnefndar um milliliðalausa sönnunarfærslu. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Fjölgun brota vegna stóraukins eftirlits

HRAÐAKSTURSBROTUM hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og eru þau nú nokkur þúsund í hverjum mánuði. Á síðasta ári voru hraðakstursbrot 43.109, sem eru fleiri brot en öll umferðarlagabrot á árinu 2005. Heildarfjöldi umferðarlagabrota var 55. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Framtakssjóður bauð í Sjóvá

ÞEIM sex aðilum sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í söluferli hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. ber í síðasta lagi að leggja fram formleg tilboð næstkomandi mánudag. Skv. Meira
20. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fremdardýr í hættu

SJALDGÆFAR tegundir refapa og górillna eru á meðal 25 prímatategunda sem talið er nánast öruggt að deyi út verði ekki gerðar ráðstafanir til að bjarga þeim, að því er fram kemur í skýrslu sem alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN birtu í gær. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Frumskógarstemning í stóra salnum

GÓÐ stemning var í Háskólabíói í gærkvöldi þegar Emilíana Torrini lék fyrir fullu húsi. Hún hélt síðast tónleika hér á landi fyrir rúmu ári en síðan þá hefur hún notið umtalsverðra vinsælda erlendis, t.d. með laginu Jungle Drum . Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Góðverkadagar í fyrirtækjum landsins

DAGANA 22.-26. febrúar nk. stendur skátahreyfingin fyrir „góðverkadögum“ í fyrirtækjum landsins. Góðverkadagar voru fyrst haldnir í fyrra og tókust ákaflega vel. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 86 orð

Gripnir fyrir hraðakstur á Gullengi

BROT 19 ökumanna voru mynduð í Gullengi í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullengi í vesturátt, við Laufengi. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 205 orð | 3 myndir

Grunur um leynimakk

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BLIKUR kunna að vera á lofti hvað varðar þá þverpólitísku samstöðu sem skapast hefur um viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave. Innan stjórnarandstöðunnar hafa verið grunsemdir síðustu daga um að Steingrímur... Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 62 orð | 2 myndir

Halla ritar sögu Guðrúnar

Til stendur að gefa út ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur , fyrrverandi alþingismanns. Halla Gunnarsdóttir , fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og áður þingfréttaritari Morgunblaðsins, hefur fengið verkefnið og verður bókin í viðtalsformi. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Heiðmerkurkanínum fjölgar stöðugt á úrkomulitlum vetri

„KANÍNURNAR hér í skóginum hafa dafnað vel í vetur og stofninn stækkað talsvert. Fyrsta got hjá þeim er væntanlega núna í apríl og síðan koma tvö önnur yfir sumarið. Meira
20. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Hollywood-formúlan afhjúpuð

BANDARÍSKIR vísindamenn við Cornell-háskóla í New York hafa gert þá merku uppgötvun að afurðir draumaverksmiðjunnar í Hollywood fylgi formúlu, nánar tiltekið stærðfræðiformúlu þar sem lengd atriða tekur mið af athyglisgáfu áhorfenda. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 203 orð

Hægt að nota smugur í fíkniefnalöggjöfinni til að smygla?

HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja beri gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í Leifsstöð í desember með 3.736 g af svonefndu 4-flúoróamfetamíni er líkist mjög amfetamíni. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Íslendingur í úrslitum í handritakeppni

Handritshöfundurinn Hrafnkell Stefánsson var einn af átta sem komust í úrslit í sjónvarpshandritasamkeppninni Scriptapalooza TV. Keppnin fer fram tvisvar á ári og að þessu sinni bárust meira en 600 handrit. Hrafnkell hefur m.a. Meira
20. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Kínverjar fordæma fund Obama með Dalai Lama

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „SKREF Bandaríkjastjórnar var gróft inngrip í kínversk innanríkismál sem særði þjóðerniskennd kínverskrar alþýðu og olli alvarlegum skaða á samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 529 orð | 5 myndir

Kræktu í eina eintakið

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hinn árlegi bókamarkaður í Perlunni hófst í gærmorgun. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kröfufundur á Austurvelli

Í DAG, laugardag, kl. 15.00 standa Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland fyrir ellefta kröfufundi sínum á Austurvelli. Á mælendaskrá eru María Jónsdóttir og Sigurður Hreinn Sigurðsson. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 104 orð

Kvótinn aukinn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út aukinn loðnukvóta. Aukningin felur í sér að kvóti Íslands verður aukinn um tæplega 20 þúsund tonn. Þetta þýðir að heildarkvóti Íslands verður tæplega 110 þúsund tonn. Friðrik J. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Leiðslur í sundur í Laugardal

BILUN kom upp í heitavatnsæð á gatnamótum Laugalækjar og Sundlaugavegar í Reykjavík um miðjan dag í gær. Þetta olli því að þrýstingur á heitu vatni um Laugarneshverfið í gær var lítill. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Mikið álag á dómurunum

MIKIÐ álag er á dómurum í Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum úr dómasafni dæmdu tveir dómarar í yfir 300 málum hvor en einn í 165 málum í fyrra. Hafa verður í huga að mál eru afar misjöfn að umfangi. Meira
20. febrúar 2010 | Erlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Ógn af öfgastefnu

Eftir Baldur Arnarson og Guðna Einarsson RÓTTÆKIR íslamistar njóta vaxandi hljómgrunns í Noregi á meðan fylgi við öfgastefnur til hægri og vinstri er nánast óbreytt, þrátt fyrir efnahagssamdrátt í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Páll Óskar fagnar fertugsafmæli með Hjaltalín

Hafin er miðasala á midi.is á tónleika Hjaltalín og Páls Óskars í tilefni af fertugsafmæli þess síðarnefnda. Meistarinn á afmæli 16. mars og verður blásið til veislu á NASA. Liður í hátíðarhöldunum eru tónleikar hinn 18. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 158 orð

Prófkjör á þremur stöðum

AÐ MINNSTA kosti þrjú prófkjör fara fram í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 29. maí næstkomandi. Prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness við val á Neslistann verður haldið í Valhúsaskóla kl. 10 til 15. Átta gefa kost á sér og í 1. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Ráða rektor án auglýsingar

ÁGÚST Einarsson lætur af embætti rektors háskólans á Bifröst í júní eftir þriggja ára starf og verður eftirmaðurinn ráðinn án auglýsingar, að sögn formanns stjórnar skólans, Andrésar Magnússonar. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 103 orð

Rukkarar flúðu af vettvangi

ÞRÍR handrukkarar voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina í Borgarnesi í liðinni viku. Mennirnir höfðu komið að heimili á Hvanneyri og ætluðu að innheimta skuld hjá syni húsráðanda. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ræddu um mál bankanna

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að fela ráðherranefnd um efnahagsmál að taka til umfjöllunar laun þeirra sem sitja í skilanefndum banka og annarra fjármálastofnana og jafnframt að skoða hvernig bankarnir hafa staðið að sölu stórra fyrirtækja til fyrri... Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Skoða tímabundið eignarhald annarra að virkjunum

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Skylmingar, bogfimi og axarkast fyrir ferðamenn

Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is „HUGMYNDIN er að hafa sýningarsvæði með tjöldum þar sem handverksfólk í búningum sé við hefðbundin störf víkinga og sýni og kenni gestum handbrögðin. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 170 orð | 2 myndir

Sprengjugengi sýnir kúnstir

HÁSKÓLAR landsins munu í dag kynna námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 57 orð

Stefán og Árni kepptu fyrstir

FYRSTU Íslendingarnir kepptu loks á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í gærkvöld. Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson voru báðir á meðal keppenda í risasvigi, sem er reyndar aukagrein hjá báðum. Stefán varð í 45. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Súkkulaðibragðið áberandi

„ÞAÐ er snilld að fá sér köku með kaffinu um helgina. Þessi kaka er afskaplega ljúffeng og súkkulaðibragð hennar og svipur er mjög áberandi ,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir, liðsstjóri karlalandsliðsins í handbolta. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Tekinn með kíló af kókaíni

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði í síðustu viku tæplega sjötugan Íslending sem reyndist vera með um eitt kíló af kókaíni í ferðatösku sinni. Maðurinn var stöðvaður við komuna frá Kaupmannahöfn. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Tímabundin spjöll geta orðið vegna borana

RANNSÓKNABORANIR í Gjástykki í Þingeyjarsveit munu tímabundið rýra verndargildi svæðisins en ekki framtíðargildi þess, að sögn Skipulagsstofnunar. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Tíu sækja um stöðu skólameistara

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ rann út mánudaginn 15. febrúar sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust tíu umsóknir um stöðuna. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Um 10.000 bókatitlar

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM 10.000 bókatitlar eru á árlegum bókamarkaði í Perlunni sem hófst í gær og lýkur sunnudaginn 7. mars. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 493 orð

Vantreysta Steingrími

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BLIKUR kunna að vera á lofti hvað varðar þá þverpólitísku samstöðu sem varað hefur um nokkurra daga skeið um viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð

Varast ber ýmsar veðurspár sem bjóðast á netinu

Mikilvægt er að fólk treysti ekki um of ýmsum vafasömum veðurspám á netinu, segir í grein sex sérfræðinga í Morgunblaðinu í dag sem þeir rita í tilefni af vélsleðaslysinu á Langjökli fyrir skemmstu. Þeir benda á að nákvæmni sé mismunandi mikil. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 127 orð

Vilja forða nemum frá eiturlyfjum

STJÓRNENDUR Tækniskólans segja að þeim sé mjög annt um velferð nemenda sinna og orðspor skólans. Neysla fíkniefna sé bölvaldur sem skólinn vilji forða nemendum sínum frá og í þeim tilgangi einum hafi verið gripið til fíkniefnaskimunar í skólanum 11. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 173 orð | 2 myndir

Þjóðaratkvæðagreiðslu ekki frestað

JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin verði frestað, jafnvel þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði ekki komin út 6. mars þegar atkvæðagreiðslan er fyrirhuguð. Meira
20. febrúar 2010 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Þverpólitísk sátt um birtingu allra skjala

Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVÆR þingsályktunartillögur sem varða aðdraganda stuðningsyfirlýsingar Íslendinga við innrásina í Írak árið 2003 voru til umræðu á Alþingi fyrir helgi. Meira

Ritstjórnargreinar

20. febrúar 2010 | Leiðarar | 324 orð

Engin áhrif innan ESB

Varaforseti Evrópuþingsins, Diana Wallis, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í fyrradag. Meira
20. febrúar 2010 | Staksteinar | 208 orð | 1 mynd

Grímulaus misnotkun

Nýjar tölur frá Capacent um auglýsingamagn í dagblöðum gefa ótrúlega mynd af misnotkun á Högum til hagsbóta fyrir fyrrverandi eigendur fyrirtækisins. Meira
20. febrúar 2010 | Leiðarar | 294 orð

Móttökur fæla frá fjárfesta

Franz Árnason, formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, var gagnrýninn í garð stjórnvalda á aðalfundi samtakanna í gær. Meira

Menning

20. febrúar 2010 | Myndlist | 90 orð | 1 mynd

Alexander Zaklynsky sýnir fálka

ALEXANDER Zaklynsky myndlistarmaður opnar í dag sýningu í Reykjavík Art Gallery við Skúlagötu. Sýningin verður opnuð klukkan 16. Sýning Zaklynskys nefnist Chase Series . Á henni eru verk sem sýna fálka elta hver annan á veggjum gallerísins. Meira
20. febrúar 2010 | Kvikmyndir | 547 orð | 2 myndir

Allt að vinna

Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalleikarar: Morgan Freeman, Matt Damon, Adjoa Andoh, Tony Kgoroge. 135 mín. Bandaríkin. 2009. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 600 orð | 2 myndir

Auglýsa eftir leikurum

Eftir Hólmfríði Gísladóttur holmfridur@mbl.is UM helgina verða haldnar áheyrnarprufur fyrir hlutverk í nýrri íslenskri fjölskyldumynd. Meira
20. febrúar 2010 | Tónlist | 454 orð | 2 myndir

Á háglansandi als oddi

Stravinskíj: Scherzo. Dvorák: Sellókonsert. Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Sæunn Þorsteinsdóttir selló; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Susanna Mälkki. Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 19:30. Meira
20. febrúar 2010 | Hugvísindi | 76 orð | 1 mynd

Áhrif mannsins á kolefnishringrásina

SIGURÐUR R. Gíslason jarðefnafræðingur flytur erindi um áhrif mannsins á kolefnishringrás jarðar hjá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi næstkomandi mánudag. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 93 orð | 2 myndir

Ástfangin á ný

LEIKKONAN Reese Witherspoon mun vera búin að fara á a.m.k. tíu stefnumót með Hollywood-umboðsmanninum Jim Toth. Witherspoon lauk tveggja ára sambandi við Jake Gyllenhaal á síðasta ári. Meira
20. febrúar 2010 | Kvikmyndir | 111 orð | 1 mynd

Bond-myndirnar „rusl“

DANSKI leikarinn Jesper Christensen mun ekki leika í fleiri myndum um James Bond. Christensen telur myndirnar óttalegt rusl en hann lék óþokkann hr. White í tveimur síðustu Bond-myndum, Casino Royale og Quantum of Solace . Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 121 orð | 2 myndir

Brown á beinu brautinni

VANDRÆÐAGOSINN Chris Brown er nú loksins að koma lífinu á réttan kjöl. Söngvarinn, sem var dæmdur fyrir árás á Rihönnu í ágúst síðastliðnum, tekur nú út refsinguna í heimaríki sínu, Virginíu. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Handónýt Gettu betur síða á RÚV-vefnum

*Ekki gagnaðist hún nú vel við ritun Gettu betur greinar, Gettu betur síðan sem vistuð er undir hatti ruv.is. Síðasta uppfærsla þar er frá 15. febrúar, upplýsingar um keppnislið kvöldsins engar og undir myndaflipa voru myndir úr útvarpskeppninni. Meira
20. febrúar 2010 | Hönnun | 328 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun og arkitektúr í Danmörku

HÖNNUNARSÝNINGIN Íslensk samtímahönnun – húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr verður í sviðsljósinu næstu tvo mánuði í Kaupmannahöfn, en sýningin verður opnuð föstudaginn 26. febrúar nk. í hinni virtu hönnunarmiðstöð Dana, Danmarks Design Center. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Jesús samkynhneigður, að sögn Elton John

TÓNLISTARMAÐURINN Elton John lét þau ummæli falla í viðtali við bandaríska tímaritið US að Jesús hefði verið samkynhneigður. Meira
20. febrúar 2010 | Leiklist | 508 orð | 1 mynd

Jóhann er höfuðskáld

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is JÓHANN Sigurjónsson er einn af okkar helstu rithöfundum, þótt ekki hafi hann náð að skila miklu dagsverki sem skýrist meðal annars af því að hann lést innan við fertugt. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Kroppateppin vekja athygli um víðan völl

*Nýjasta lína hönnunarverkefnisins Vík Prjónsdóttir, kroppateppin, voru frumsýnd á hönnunarvikunni í Stokkhólmi á dögunum og eru þegar farin að vekja athygli á málsmetandi tískubloggum og –miðlum. Meira
20. febrúar 2010 | Myndlist | 93 orð | 1 mynd

Listamannaspjall í Ásmundarsal

GUÐRÚN Gunnarsdóttir sýnir nú í Listasafni ASÍ Ásmundarsal myndverk sem unnin eru út frá fíflum, en á sýningunni er ekki verið að endurgera fífla, heldur miðla upplifun á formi og litum fíflanna út frá skapandi vinnu og horft er á fíflana frá ýmsum... Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 48 orð | 1 mynd

LungA 2010 auglýsir eftir umsóknum

*Hönnuðir, hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á LungA 2010 gefst hér með tækifæri á að sækja um. LungA verður haldin á Seyðisfirði dagana 12. - 18. júlí 2010. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2010. Allar umsóknir sendist á á... Meira
20. febrúar 2010 | Fjölmiðlar | 135 orð | 2 myndir

MH og Versló gerðu jafntefli

FYRIR viku var á síðum þessum keyrð nokkuð kersknisleg spurningakeppni þegar tvö fyrstu liðin til að keppa í Gettu betur í Sjónvarpinu voru fengin til að svara nokkrum laufléttum menningartengdum spurningum. Meira
20. febrúar 2010 | Fjölmiðlar | 191 orð

Orð skulu standa

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðrún Kristjánsdóttir blaðamaður og Pétur Tyrfingsson sálfræðingur. Þau fást m.a. við „dixill“ og „tímulaus“. Fyrriparturinn er svona: Góan lofar ljúfri tíð þó liðinn sé ei vetur. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 736 orð | 4 myndir

Pilsaþyturinn mikli

Sérkennileg umræða hefur skapast í kringum fatahönnun Birtu Björnsdóttur undir merkinu Júníform. Meira
20. febrúar 2010 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Rotting Christ spilar á Andkristnihátíð

ANDKRISTNIHÁTÍÐ verður haldin 9.-10. apríl nk., en þessar tónlistarhátíðir hafa verið haldnar reglulega undanfarin tíu ár, iðulega um jólaleytið. Í ár verður tíu ára afmælinu fagnað með stæl á Sódómu Reykjavík helgina 9.-10. apríl. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Samdi Dikta hið fullkomna Ólympíulag?

*Tónlistarbloggið offtheradio.com kemst að sérkennilegri niðurstöðu, það er að stórgóða lag Diktu , „Thank You“, sé hið fullkomna Ólympíulag. Meira
20. febrúar 2010 | Fjölmiðlar | 76 orð | 1 mynd

Sautján ára verslunarskólamær er Solla stirða

LEITINNI að Sollu stirðu er lokið. Hún fannst í Verslunarskóla Íslands, heitir Unnur Eggertsdóttir og er 17 ára. Áheyrnarprufur fóru fram um síðustu helgi og sóttu mörg hundruð stúlkur um að fá að klæðast kjólnum bleikröndótta. Meira
20. febrúar 2010 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Skringileg íþrótt

EINS og kunnugt er hefur manneskjan ótrúlega aðlögunarhæfileika. Skyndilega getur hún lifað sig inn í aðstæður og hátterni sem aldrei hafði hvarflað að henni að hún gæti haft áhuga á. Meira
20. febrúar 2010 | Tónlist | 55 orð | 1 mynd

Sönglög og aríur

MARÍA Jónsdóttir sópransöngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari koma á morgun, sunnudag, fram í 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Efnisskrá tónleikanna er býsna fjölbreytileg. Meira
20. febrúar 2010 | Tónlist | 211 orð | 2 myndir

Urmull og ellefu aðrir á Aldrei fór ég suður

ROKKHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður verður haldin í áttunda sinn á Ísafirði um páskana, eða 2. og 3. apríl næstkomandi. Meira
20. febrúar 2010 | Leiklist | 100 orð | 1 mynd

Útvarpa í New York

LEIKHÓPUR er kallar sig The Constant Reality Theater er þessa dagana með daglegar útsendingar á útvarpsleikritum sem send eru út frá The Watermill listamiðstöðinni í Watermill, sem er bær í New York-ríki. Meira
20. febrúar 2010 | Kvikmyndir | 114 orð | 2 myndir

Wilson í næstu mynd Allen

LEIKARINN Owen Wilson mun fara með hlutverk í næstu kvikmynd Woody Allen en af öðrum leikurum má nefna Cörlu Bruni-Sarkozy, eiginkonu Frakklandsforseta. Reyndar mun forsetafrúin fara með mjög lítið hlutverk. Meira
20. febrúar 2010 | Fólk í fréttum | 232 orð | 2 myndir

Woods viðurkennir framhjáhald og iðrast gjörða sinna

KYLFINGURINN Tiger Woods hélt blaðamannafund í Flórída í Bandaríkjunum í gær og baðst voteygur afsökunar á framferði sínu, sagðist hafa verið sjálfselskur. Hann væri fullur iðrunar. Meira

Umræðan

20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Að byggja upp viljastyrk og sjálfsaga

Eftir Ingrid Kuhlman: "Viljastyrkur og sjálfsagi gefa okkur stjórn á daglegu lífi, hjálpa okkur að breyta venjum okkar og hegðun, og eru lykillinn að árangri." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 678 orð | 1 mynd

Alþjóðastarf Rótarýhreyfingarinnar

Eftir Vigdísi Stefánsdóttur: "Íslenskir rótarýklúbbar hafa styrkt hjálparstarf víða með t.d. kaupum á bátum á Sri Lanka, byggingu vatnsbrunna á Indlandi og sambýli í Suður-Afríku" Meira
20. febrúar 2010 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Forfallinn – III

Pappírsfésbókin er fín. Aldrei að vita nema ég opni líka þá stafrænu við tækifæri en þessi miðill hentar sumum miðaldra karlmönnum betur. Eða er þetta kannski blogg? Hér koma engin komment. Og þó, sjáum til. Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Framtíðin er björt í Kópavogi

Eftir Jóhann Ísberg: "ÞRÓUN Kópavogs síðustu tvo áratugina hefur einkennst af stórhug og áræði sem hefur skilað sér í 30.000 manna bæ í fremstu röð á öllum sviðum. Þessi uppbygging á að halda áfram." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Frístundahúsaeigendur í þjóðgörðum

Eftir Sveinn Guðmundsson,: "Á næstsíðasta starfsdegi Alþingis fyrir jólin samþykkti þingheimur breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Breytingin reynist mjög afdrifarík fyrir marga" Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Hugleiðing um samgöngur og ferðaþjónustu

Eftir Björn Sigurðsson: "Eitt af því óæskilega á Húsavík er þjóðvegurinn sem fer um miðjan bæinn okkar í stað þess að hafa hann í hæfilegri fjarlægð og lofa þeim sem eiga erindi að koma hér og njóta þess sem hér er ..." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 296 orð | 1 mynd

Hvaða vit er í þessu?

Eftir Björn B. Björnsson: "Þau 100 störf sem ríkisstjórnin þurrkar hér út eru einmitt störf þeirrar tegundar sem við þurfum á að halda. Störf sem ungt fólk hefur áhuga á." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 866 orð | 1 mynd

Kynferðisbrot og unga fólkið

Eftir Sigríði Hjaltested: "Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs. Þar til að þeim aldri er náð ber foreldrum að vernda barn sitt og leiðbeina því." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 193 orð | 1 mynd

Nýtum kosningaréttinn

Sigurjón Sigurðsson: "Í DAG ganga Kópavogsbúar til kosninga í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í skugga efnahagslegra hamfara og þeirrar spillingar sem á mesta sök á óförum þjóðarinnar. Uppgjör við fortíðina er jafnóumflýjanlegt og það að sækja fram og byggja upp á ný." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 330 orð | 1 mynd

Prófkjörið í Kópavogi fer fram í dag

Eftir Ármann Kr. Ólafsson: "Í DAG fer fram prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi. Niðurstaða þess er mikilvæg fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bænum sem og á landsvísu." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 1446 orð | 9 myndir

Réttar og rangar veðurspár

Eftir Harald Ólafsson, Guðrúnu Nínu Petersen, Einar Magnús Einarsson, Hálfdán Ágústsson, Ólaf Rögnvaldsson og Theodór Frey Hervarsson.: "Gæta þarf varúðar við túlkun sjálfvirkra veðurspáa fyrir tiltekna staði og skynsamlegt er að skoða bæði veðurspákort og lesa textaspár." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Safnahúsið hverfur gjörsamlega í skugga Þjóðmenningarhússins

Eftir Halldór Þorsteinsson: "Menn virðast vera svo lygilega fljótir að gleyma öllu því góða og gamla." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 317 orð | 1 mynd

Seltirningum býðst opið prófkjör Neslistans

Brynjúlfur Halldórsson: "Í DAG, 20. febrúar, fer fram prófkjör Neslistans, framboðs Bæjarmálafélags Seltjarnarness í komandi sveitarstjórnarkosningum 29. maí." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ setja sér siðareglur

Eftir Martein Magnússon: "Mikilvægt er að íbúarnir geti treyst því að þeir sem kallaðir eru til starfa á hverjum tíma fyrir bæjarfélagið gegni skyldum sínum innan ramma laganna" Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Umsókn Taívans um aðild að Alþjóðaflugmálastofnuninni

Eftir Arthur Cheng: "Alþjóðaflugvöllurinn í Taipei er sá fimmtándi annasamasti í heiminum. Af þessu sést hvers vegna ICAO myndi hagnast á aðild Taívans, þó ekki væri nema á sviði flugöryggis." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 753 orð | 3 myndir

Valkostir við vistun í hjúkrunarrými: fjármál, hindranir og tækifæri

Eftir Pálma V. Jónsson, Ingu V. Kristinsdóttur og Unni V. Ingólfsdóttur: "Einblínt er á hjúkrunarrými þegar langveikur einstaklingur getur ekki lengur búið óstuddur á eigin heimili. Tækifæri er til þróunar samfélagsúrræða." Meira
20. febrúar 2010 | Velvakandi | 411 orð | 1 mynd

Velvakandi

Enn um kvótakerfið – nú verður að nota skynsemina MIKIÐ hefur verið skrafað og skrifað um kvótakerfið að undanförnu og því miður flest á neikvæðum nótum. Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 724 orð | 1 mynd

Það er lágmark að fólk tali saman

Eftir Bergþór G. Böðvarsson: "Dagdeild iðjuþjálfunarinnar er einstök og hún hefur hjálpað mörgum í gegnum árin." Meira
20. febrúar 2010 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Ærumeiðingu hafnað, afsökunarbeiðni æskileg

Eftir Arnar Guðmundsson: "Opinberar ásakanir og árásir á nafngreinda einstaklinga gerast vart alvarlegri en samt fylgja engar röksemdir aðrar en að ég vann hjá Landsbankanum." Meira

Minningargreinar

20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 1590 orð | 1 mynd

Ásdís Karlsdóttir

Ásdís Karlsdóttir fæddist á Siglufirði 7. ágúst 1930. Hún lést 10. febrúar 2010. Ásdís var dóttir hjónanna Sigríðar Ögmundsdóttur frá Beruvík á Snæfellsnesi og Karls Dúasonar úr Fljótum í Skagafirði. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 2495 orð | 1 mynd

Björn Helgason

Björn Helgason fæddist á Fossi á Síðu 6. desember 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 12. febrúar. Foreldrar hans voru Helgi Eiríksson, bóndi á Fossi á Síðu, fæddur þar 17.6. 1900, d. 9.5. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 625 orð | 1 mynd

Dorothy J. Irving

Dorothy J. Irving, fyrrverandi sendiherrafrú á Íslandi, fæddist 15. apríl 1922 í Buffalo í New York-ríki, en flutti ung til Providence í Rhode Island. Hún lést 8. febrúar sl. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 392 orð | 1 mynd

Guðjón Skagfjörð Jóhannesson

Guðjón Skagfjörð Jóhannesson fæddist 13. júlí 1914 í Garði á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 11. febrúar síðastliðinn. Guðjón var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 17. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 472 orð | 1 mynd

Guðný Guðbjartsdóttir

Guðný Guðbjartsdóttir fæddist í Hafnarfirði 15. október 1923. Hún lést 5. febrúar síðastliðinn. Útför Guðnýjar fór fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 11. febrúar sl. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 985 orð | 1 mynd

Guðný Þorvaldsdóttir

Guðný Þorvaldsdóttir fæddist á Deplum í Stíflu 24.1. 1929. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. janúar sl. Guðný var ein af fimm börnum hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar, f. 10.5. 1899 á Þrasastöðum í Stíflu, d. 21.7. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 1672 orð | 1 mynd

Ingi Jón Jóhannesson

Ingi Jón Jóhannesson fæddist í Reykjavík 24. maí 1964. Hann lést sunnudaginn 7. febrúar sl. Hann var sonur hjónanna Lovísu Margrétar Eyþórsdóttur, f. 25. okt. 1921 á Grund í Svínadal, d. 2. febrúar 1991, og Jóhannesar Haraldar Jónssonar, f. 30. nóv. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 1243 orð | 1 mynd

Jóna Einarsdóttir

Jóna Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1927. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut í Reykjavík 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson í Túni á Eyrarbakka, f. 1887, d. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 2535 orð | 1 mynd

Neil Ófeigur Bardal

Neil Ófeigur Bardal, útfararstjóri í Winnipeg í Kanada og fyrrverandi ræðismaður Íslands, andaðist aðfaranótt laugardags 13. febrúar, tæplega sjötugur að aldri. Hann fæddist í Winnipeg 16. febrúar 1940 en var ættaður frá Svartárkoti í Bárðardal. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 2540 orð | 1 mynd

Sigurlína Jakobína Sigurðardóttir

Sigurlína Jakobína Sigurðardóttir fæddist í Nolli, Laufássókn, S-Þingeyjarsýslu 15. janúar 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 11. febrúar 2010. Kjörforeldrar hennar voru hjónin Sigurður Jóhannesson, skósmiður á Ólafsfirði, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 851 orð | 1 mynd

Stella Olsen

Stella Olsen fæddist í Keflavík 21. febrúar 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. febrúar 2010. Stella var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 18. febrúar sl. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 214 orð | 1 mynd

Walter Hjaltested

Walter Hjaltested fæddist í Reykjavík 14. mars 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. febrúar sl. Útför Walters var gerð frá Dómkirkjunni 19. febrúar 2010. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2010 | Minningargreinar | 1987 orð | 1 mynd

Þórir Heiðmar Jóhannsson

Þórir Heiðmar Jóhannsson fæddist 23. desember 1941 í Litlu-Hlíð í Víðidal, V-Hún. Hann lést 9. febrúar 2010 á Landspítalanum í Fossvogi. Móðir Þóris var Jósefína Á. Þorsteinsdóttir, f. 26.3. 1906, d. 3.10. 1987. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 50 orð

Danskur lífeyrissjóður setur fé í vogunarsjóði

Stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, ATP, hefur ákveðið að fjárfesta fyrir um 25 milljarða króna árlega í vogunarsjóðum. Alls eru ríflega 15 þúsund milljarðar króna í stýringu hjá sjóðnum. Meira
20. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 1 mynd

Eftirspurn eftir löngum, óverðtryggðum bréfum

Lánamál ríkisins kláruðu skuldabréfaútboð í gær á óverðtryggðum skuldabréfum til 11 ára og 25 ára. Tilboð í 11 ára bréfin námu alls 11,7 milljörðum, en tilboðum fyrir 8,7 milljarða var tekið. Meira
20. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 305 orð | 2 myndir

Iceland-arðurinn 2007 fjármagnaður af Landsbanka

Í apríl 2007 seldi Icebox Holding öll hlutabréf Iceland til Iceland Food Stores Limited á 560 milljónir punda. Landsbankinn lánaði fyrir helmingi kaupverðs en bæði félög voru í eigu sömu aðila. Meira
20. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Segir skattahækkanir halda verðbólgu hærri lengur

VERÐBÓLGA mun halda áfram að dragast saman, en mun engu að síður haldast yfir verðbólgumarkmiði fram á mitt ár 2011 vegna skattahækkana ríkisstjórnarinnar. Þetta er mat Þórarins G. Meira
20. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Sekt Haga staðfest í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Samkeppniseftirlitið í gær af kröfu Haga um að ógilda sekt sem eftirlitið beitti Haga vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu árið 2005. Hagar þurftu þá að greiða 315 milljónir króna í sekt. Meira
20. febrúar 2010 | Viðskiptafréttir | 50 orð

Skuldabréf hækka

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í gær nam 12,3 milljörðum króna. Mest var veltan með löng, óverðtryggð ríkisskuldabréf, en krafan á 25 ára óverðtryggð skuldabréf er nú tæplega 7,6% . Meira

Daglegt líf

20. febrúar 2010 | Daglegt líf | 268 orð

Ekki latir heldur vantar sólarljós

TÁNINGAR sem eiga erfitt með að komast á lappir á morgnana eru ekki latir heldur líða þeir fyrir skort á sólarljósi. Unglingar nútímans eyða alltof miklum tíma innandyra og fá þar með ekki nægan skammt af náttúrulegu ljósi, sérstaklega á morgnana. Meira
20. febrúar 2010 | Daglegt líf | 1177 orð | 3 myndir

Hyllti Kristján konung tíunda

Miklar eru þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi frá því hún Sigurrós fæddist fyrir hundrað árum. En áhersla hennar á að vera almennilega til fara hefur ekkert breyst á heilli öld. Meira
20. febrúar 2010 | Daglegt líf | 517 orð | 2 myndir

Þórshöfn

Ágæt tíð hefur verið hér á norðausturhorni landsins núna á þorranum, snjólétt og milt þar til leið að öskudegi. Þá tók við norðanátt með snjókomu og kuldalegt veður. Meira

Fastir þættir

20. febrúar 2010 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

60 ára

Einar Bragi Bergsson verður sextugur mánudaginn 22. febrúar. Hann verður með kaffi og kleinur fyrir ættingja og vini í Mosarima 8 í Grafarvogi á mogun, sunnudag, kl.... Meira
20. febrúar 2010 | Í dag | 175 orð

Af fjöllum og frænku

Hörður Björgvinsson er eins og fleiri hagyrðingar sem stigið hafa fram upp á síðkastið – hann á sér uppáhaldsfjall: Fegurð heillar hvar sem er heims á ferðaleiðum, Vék þó vart úr huga mér Vörðufell á Skeiðum. Meira
20. febrúar 2010 | Árnað heilla | 156 orð | 1 mynd

Bílpróf í brjáluðu veðri

„ÉG ætla að hafa kaffiveislu heima fyrir fjölskyldu og vini í tilefni dagsins og hafa það náðugt með mínum nánustu,“ segir Sigurborg Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, sem verður þrítug í dag. Meira
20. febrúar 2010 | Fastir þættir | 152 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Furðuleg endastaða. Meira
20. febrúar 2010 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gullsmára fimmtudaginn 18. febrúar. Úrslit í N/S Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. Magnúss. 190 Sigurst. Hjaltested – Þorleifur Þórarinss. 185 Lilja Kristjánsd. – Guðrún Gestsd. 184 A/V Samúel... Meira
20. febrúar 2010 | Í dag | 1932 orð | 1 mynd

(Matt. 4)

ORÐ DAGSINS: Freisting Jesú. Meira
20. febrúar 2010 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir...

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24. Meira
20. febrúar 2010 | Fastir þættir | 92 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp á Kornax-mótinu, Skákþingi Reykjavíkur, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Þorvarður Fannar Ólafsson (2.217) hafði svart gegn Herði Garðarssyni (1.888) . 50.... Be3! 51. Dxe3 Rf4+ 52. Rxf4 Hh2+! 53. Meira
20. febrúar 2010 | Í dag | 20 orð | 1 mynd

Söfnun

Hafey Lipka Þormarsdóttir og Björk Ragnarsdóttir söfnuðu flöskum og dósum í Mosfellsbæ og gáfu Rauðakrossdeildinni í Kjósarsýslu andvirðið, 2.000... Meira
20. febrúar 2010 | Fastir þættir | 307 orð

Víkverjiskrifar

Víkverja finnst óskaplega gaman að fara í bíó en engu að síður þarf mjög lítið til að raska ánægjunni og jafnvel skemma bíóupplifunina. Yfirleitt er þar um að ræða hegðun annarra bíógesta. Meira
20. febrúar 2010 | Í dag | 67 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

20. febrúar 1882 Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta íslenska kaupfélagið, var stofnað á Þverá í Laxárdal að frumkvæði Jakobs Hálfdanarsonar. 20. febrúar 1943 Skömmtun hófst á bensíni. Eigendur smábifreiða fengu 1,5 lítra á dag. Meira

Íþróttir

20. febrúar 2010 | Íþróttir | 286 orð | 2 myndir

„Hugarfarið skiptir máli“

ÞAÐ er vel þekkt bragð í aðdraganda stórleikja að mæra andstæðinginn. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur virðist hafa mikla trú á Haukaliðinu ef marka má svar hans þegar hann var inntur eftir helstu veikleikum Haukaliðsins. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 228 orð | 2 myndir

„Vörnin vinnur titla“

FRIÐRIK Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga er þrautreyndur þegar kemur að bikarúrslitaleikjum en þetta verður í 11. sinn sem hann upplifir stemninguna í Laugardalshöll sem leikmaður og þjálfari. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

„Það er vont að missa góða drengi“

„ÞAÐ er vont að missa tvo góða drengi úr okkar A-hópi en það var aðdragandi að þessu hjá þeim báðum og þeir hætta í góðri sátt við okkur,“ sagði Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Morgunblaðið í gær. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

„Það var gott að ná úr sér sviðsskrekknum“

„ÉG skíðaði ekki vel að þessu sinni enda er þetta ekki mín grein. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

„Ætlum að njóta dagsins“

INGI Þór Steinþórsson er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Snæfells en hann er að upplifa bikarúrslitaleik í þriðja sinn sem þjálfari. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 565 orð | 1 mynd

Boðið upp á þriggja stiga skotsýningu?

GRINDAVÍK og Snæfell mætast í úrslitum Subway-bikarkeppninnar í karlaflokki í Laugardalshöll og hefst leikurinn kl. 16. Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í úrslitaleik. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Enn óvissa um endurkomu Tigers

ÓVISSAN um endurkomu Tigers Woods er enn til staðar og yfirlýsing hans á Flórída í gær breytti litlu þar um. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 1372 orð | 2 myndir

Fimmtándi deildabikarinn

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is FLAUTAÐ verður til leiks í deildabikar KSÍ í fimmtánda skipti í dag þegar Valur og FH mætast í Egilshöllinni klukkan 13. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 312 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Mikið er um forföll í liði Chelsea sem sækir nýliða Wolves heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjö úr leikmannahópi liðsins verða ekki til staðar á Molineux og meðal þeirra er Frank Lampard. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 348 orð

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Afturelding – Þróttur 28:18...

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Afturelding – Þróttur 28:18 Víkingur – Selfoss 27:33 Staðan: Selfoss 131102409:30922 Afturelding 131012359:29021 ÍBV 12804355:31616 Víkingur R. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

Haukar í tveimur hörkuleikjum á Spáni

HAUKAR mæta spænska liðinu Naturhouse tvívegis um helgina í 16-liða úrslitum EHF-bikarsins í handknattleik karla. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Spánverjanna í Logrono og er leikið í kvöld og aftur annað kvöld. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Norðmenn náðu í gullin

NORÐMENN höfðu heldur betur ástæðu til að fagna í gærkvöld. Skíðafólkið þeirra hirti hvor tveggja gullverðlaunin sem þá voru í boði á vetrarólympíuleikunum í Vancouver. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 67 orð

Sara tryggði Blikum sjötta sigurinn í röð

BREIÐABLIK varð í gærkvöld Faxaflóameistari kvenna í knattspyrnu með því að sigra Stjörnuna, 2:1, í hreinum úrslitaleik á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Þetta er í sjötta skiptið sem Blikar vinna mótið, í þau sex ár sem það hefur verið haldið. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

Spennustigið er mikilvægt

„ÞAÐ er mitt verkefni sem þjálfari að halda spennustiginu niðri. Í svona leik, þar sem liðin eru mjög svipuð í styrkleika, held ég að þjálfararnir hafi ansi mikið um það að segja hvernig fer. Meira
20. febrúar 2010 | Íþróttir | 576 orð | 1 mynd

Tekst Pálínu að halda aftur af Ezell?

HAUKAR og Keflavík eigast við í úrslitaleik Subwaybikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll í dag en bæði eru stórveldi í íslenskum kvennakörfubolta. Haukar hafa unnið bikarkeppnina fjórum sinnum og Keflvíkingar ellefu sinnum, oftast allra. Meira

Ýmis aukablöð

20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 254 orð | 1 mynd

Arabískur pottréttur með lambakjöti

Mögulega er til lambasúpukjöt, lambaframhryggur eða aðrar lambakjötssneiðar í frystinum. Þá er tilvalið að skella sér í að laga góðan og framandi pottrétt. Þessi kemur úr arabaheiminum og er vel þess virði að prófa. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 225 orð | 1 mynd

Auðveld humarsúpa

Margir fá sér humar þegar mikið stendur til en gleyma oft að úr skeljunum er hægt að fá afar gott soð í humarsúpu. Skeljarnar lenda því miður of oft í ruslinu, sem er ekki nógu gott. Aðrir fá sér aldrei humar eða humarsúpu nema þegar þeir fara út að borða. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 525 orð | 1 mynd

Ástríðan hvetur mig áfram

Fabrizio Marino er ástríðufullur matreiðslumaður sem segir að eldamennska móður sinnar á sunnudögum hafi meðal annars orðið hvati að því að hann varð matreiðslumaður. Stundirnar þegar fjölskyldan safnaðist saman við matarborðið einkenndust af ást og hann kann að meta það enn þann dag í dag. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 146 orð | 1 mynd

Bleikja með súrmjólkurkremi og rauðbeðusalati

Forréttur fyrir 6 400 g bleikja 50 g salt 30 g sykur 250 ml rauðrófusafi 1 saxaður hvítlauksgeiri 10 g saxaður engifer börkur af einni límónu börkur af einni sítrónu Aðferð: Bleikja roðflett, verkuð og snyrt. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 231 orð | 1 mynd

Bleikju- og lúðurúlla með humargljáa

Bleikju- og lúðurúlla 1 stk. snyrt bleikjuflak ½ stk. snyrt lúðuflak 4 kvistar dill 1 kvistur timían börkur af einni sítrónu salt pipar Aðferð: Dilli, timían og sítrónuberki er blandað saman. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 185 orð | 1 mynd

Bleikju-tartar með eplageli

Sjávarfang og epli ¼ epli, sett í safapressu ¼ bolli límónusafi 1 tsk C-vítamínduft 2 stk. gelatínblöð 1 bolli síróp 1 bolli maíssterkja Aðferð: Látið gelatínblöðin liggja í bleyti í köldu vatni og kreistið vatnið úr þeim að því loknu. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 83 orð | 1 mynd

Borðaðu hnetur

Á sumum veitingahúsum, þó aðallega börum er boðið upp á hnetur sem nasl á meðan fólk bíður eftir matnum eða fær sér bjórglas. Ekki hika við að fá þér því hnetur því að í þeim er holl fita. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 229 orð | 1 mynd

Einn af þeim bestu

Matreiðslumeistarinn Jason Wilson var nefndur einn af tíu bestu nýju matreiðslumönnum í tímaritinu Food & Wine árið 2006 en það er mikill heiður fyrir ungan kokk. Jason Wilson rekur eigin veitingastað í Seattle í Bandaríkjunum en hann mun elda á veitingastaðnum Nauthól á Food & Fun. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 144 orð | 1 mynd

Ertu að fara út að borða í kvöld?

Það er engin ástæða til að svelta sig þótt til standi að fara út að borða. Nauðsynlegt er að borða góðan morgunverð, eins og alltaf, en hádegisverðurinn er ekki síður mikilvægur. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 451 orð | 1 mynd

Eykur áhuga á íslenskri menningu

Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Icelandair, hefur komið nálægt Food & Fun-keppninni allt frá upphafi, jafnt hér á landi sem erlendis. Hann telur að hátíðin hafi mikið að segja fyrir íslenskan ferðaiðnað og segist jafnan fá góð viðbrögð frá þátttakendum. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 520 orð | 1 mynd

Fékk kvenkokk til að koma á Food & Fun

Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, er mikill matgæðingur og gerir kröfur þegar hún fer út að borða. Þóra hefur einu sinni farið á Food & Fun-hátíðina, árið 2008, þegar spænski kokkurinn Maria José eldaði á La Primavera en Þóra hafði áhrif á að hún kom til landsins. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 343 orð | 2 myndir

Food & Fun fest á filmu

Ýmiss konar uppákomur hafa verið haldnar í kringum Food & Fun síðastliðin ár. Massimo Capra er einn þeirra sem kemur að hátíðinni án þess að koma nálægt eldavél en hann kemur hingað til lands í hópi kvikmyndagerðarmanna til að búa til þátt um Ísland og íslenska matargerð. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 346 orð | 1 mynd

Food & Fun þjappar samfélaginu saman

Owen Stewart fékk fyrst áhuga á eldamennsku þegar hann fylgdist með ömmu sinni í eldhúsinu sem lítill drengur en á Food & Fun-hátíðinni mun hann elda á Fiskmarkaðnum. Hann segir hátíðir eins og Food & Fun þjappa samfélaginu saman og allir geti lært eitthvað nýtt. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 341 orð | 1 mynd

Gnocchi með graskeri, fennel, rúsínum og Sambucca

Gnocchi Fyrir 4-6 manns 1 kg mjölmiklar bökunarkartöflur 200-300 g hveiti 1 stórt egg múskat Aðferð: Setjið vatn í pott og sjóðið kartöflurnar við vægan hita. Setjið kartöflurnar á bakka, skrælið og stappið þegar hægt er að handfjatla þær. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 517 orð | 1 mynd

Hef átt margar góðar upplifanir á Food & Fun

Steingrímur Sigurgeirsson er mikill sælkeri og hefur því farið oft á Food & Fun. Hann talar um að það skemmtilega við hátíðina sé að fólk geti farið út að borða fyrir tiltölulega lítinn pening. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 230 orð | 1 mynd

Hefur eldað fyrir fræga og fína fólkið

Marcus Jernmark er sænskur kokkur sem er á hraðri leið upp metorðastigann á matreiðslusviðinu. Hann var aðeins 14 ára þegar hann byrjaði að elda hjá einkagolfklúbbi. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 627 orð | 1 mynd

Hefur mikla þýðingu fyrir Reykjavík

*Food & Fun haldin í níunda sinn í ár *Þrettán veitingastaðir taka þátt *Keppnin verður sýnd á SkjáEinum Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 199 orð | 1 mynd

Humar með heimalöguðu beikoni og sellerírót

Það geta allir lagt svínasíðu í kryddlög, hún er ódýr og auðvelt að reykja hana til dæmis á útigrillinu. Humar er frekar dýrt hráefni og því er gott að blanda saman hráefni sem er fullkomið saman í bragði en tæmir kannski ekki budduna alveg. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 763 orð | 4 myndir

Ítalska matarorðabókin

Sífellt algengara er að sjá útlend orð á íslenskum matseðlum og ekki eru allir sem átta sig á því hvað þessi orð þýða. Mörg þessara orða teljast orðin alþjóðleg þar sem þau eru notuð á matseðlum víða um heim. Best er því að leggja þau á minnið svo engin vandamál skapist. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 380 orð | 2 myndir

Ítalskur frumkvöðull

Í fallegum, ítölskum hæðum rétt utan við Perugia eru ræktaðar ólífur og vínviður sem hvort tveggja er notað við framleiðslu víns og ólífuolíu innan fjölskyldufyrirtækisins Castello Monte Vibiano. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 45 orð

Kokkar og veitingastaðir

Dill Pekka Terävä Einar Ben. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 249 orð | 1 mynd

Lamb með beikonbláberjasósu og marineruðum sveppum

Lambafille fyrir 4 2 stk. lambafille 50 g ósaltað smjör 2 stk. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 418 orð | 1 mynd

Lax á að bragðast eins og lax

Viktor Eriksson verður á veitingastaðnum Við Tjörnina á Food & Fun en hann kann vel að meta norrænan mat. Hann segir mikilvægt að fela ekki bragð fisksins með kryddi því lax eigi að bragðast eins og lax. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 421 orð | 1 mynd

Matur sem aðeins sumir fá

Matgæðingar landsins ættu ekki að verða sviknir af dagskrá Food & Fun helgarinnar. Þá geta þeir bæði fengið sér gott að borða svo og glatt sálina á fyrirlestrum um þýðingu matar í bókmenntum í Norræna Húsinu. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 277 orð | 1 mynd

Meistararakokkur með fjölbreyttan matseðil á Vox

Matreiðslumeistarinn Allan Paulsen mun gleðja bragðlauka gesta sem heimsækja veitingahúsið Vox á Hilton Nordica á Food & Fun-hátíðinni. Allan er danskur meistarakokkur sem starfar á hinum fræga veitingastað Henne Kirkeby Kro í Danmörku. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 205 orð | 1 mynd

Mjólk, lakkrís og kaffi

Kaffiís 1 l lífræn mjólk 1 dl espressobaunir 10 eggjarauður 250 g sykur Aðferð: Mjólk, 50 g sykur og kaffibaunir hitað saman upp í 83°C. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 302 orð | 1 mynd

Norskur ævintýramaður á Fiskfélaginu

Markus Peter Dybwad er ungur norskur matreiðslumaður sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi sínu. Hann ætlar að elda ofan í gesti Fiskifélagsins á Food & Fun-hátíðinni. Markus er aðeins 25 ára gamall og hefur ekki áður komið til Íslands. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 435 orð | 3 myndir

Ólympíuundirbúningur

Jonas Lundgren, einn dómara á Food & Fun í ár, hafði snemma mikinn áhuga á mat og eldamennsku. Sá áhugi hefur skilað honum góðum árangri en Lundgren varð í öðru sæti í einni þekktustu matreiðslukeppni heims, Bocuse D'Or, á síðasta ári. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 87 orð | 1 mynd

Pantaðu fisk

Fiskur er dýr matur og þess vegna er hann kannski sjaldnar á borðum en áður var. Þegar farið er út að borða er því upplagt að panta sér góðan fisk, matreiddan af meistaranum á staðnum. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 220 orð | 1 mynd

Rabarbara-Rúnar

Rabarbara-pannacotta Fyrir 4 1 blað matarlím (3,3 g) 280 ml rjómi 90 ml mjólk ¼ vanillustöng 45 g sykur 50 g rabarbaramauk Aðferð: Matarlímsblaðið er sett í bleyti í kalt vatn. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 277 orð | 1 mynd

Reglurnar á veitingahúsunum

Þegar fólk fer út að borða ætlast það til að maturinn sé góður, þjónustan fyrsta flokks og umhverfið hreint og fínt. Það er þó ekki alltaf þannig. Ef maður fer á dýrari veitingahús ætti slíkt þó ekki að valda áhyggjum – eða það gerir maður ráð fyrir. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 181 orð | 1 mynd

Sellerírótarmauk ásamt sellerírótarsósu og maltmold

Sellerírótarmauk fyrir 6 ½ sellerírót, forsoðin í saltvatni uns meyr 1 dl rjómi 50 g smjör salt sítrónusafi Aðferð: Setjið allt í blandara og maukið uns flauelsmjúkt. Smakkið til með salti og ögn af sítrónusafa. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 105 orð | 1 mynd

Smjörsteikt hörpuskel með blómkálsmauki

Smjörsteikt hörpuskel fyrir 4 Hörpuskel 8 stk. hörpuskel salt pipar smjör Aðferð: Steikið hörpuskelina á heitri pönnu í smjöri. Kryddið með salti og pipar. Blómkálsmauk ½ stk. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 199 orð | 2 myndir

Sólarglæta í febrúar

Sannarlega má segja að nú sé einn leiðinlegasti árstíminn. Við erum enn eftir okkur eftir jólin og horfum langeyg til vorsins sem virðist vera í órafjarlægð. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 250 orð | 1 mynd

Steiktur saltfiskhnakki með kartöflumús

Steiktur saltfiskhnakki, kartöflumús með sinnepi og blaðlauk, brúnað kryddsmjör og salat með sætum perlulauk Fiskur fyrir tvo 380 g saltfiskhnakkar, útvatnaðir olía til steikingar brúnað smjör 80 g ósaltað smjör 1 tsk. fínt skorinn skallottulaukur 1... Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 257 orð | 1 mynd

Súkkulaðifrauðkaka með cremé anglaise

Súkkulaðibotn 500 g dökkt súkkulaði 2 msk. Lyle's golden syrup 125 g ósalt smjör 4 egg 1 msk. sykur 1 msk. hveiti Aðferð: Súkkulaði, sýróp og smjör er brætt yfir vatnsbaði. Egg og sykur eru þeytt saman og hveiti er sigtað yfir. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 270 orð | 1 mynd

Svínakjöt í hnetusósu

Það er gaman að fara út að borða og fá ekta íslenskan mat en margir Íslendingar eru líka mjög hrifnir af austurlenskum réttum. Allir þeir framandi staðir sem sprottið hafa upp hér á landi bera þess merki. En hvernig væri að prófa eitthvað austurlenskt heima í eigin eldhúsi? Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 568 orð | 2 myndir

Tækifæri til að kynnast því besta í matargerð

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, viðurkennir að hún sé sælkeri og þyki gaman að fara út að borða. Í spjalli við Elínu Albertsdóttur segir Hanna Birna að Reykjavíkurborg sé þátttakandi í Food & Fun-hátíðinni og að hún sé ánægð með þetta skemmtilega framtak. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 142 orð | 1 mynd

Ummm súkkulaði

Það er óþarfi að neita sér um eftirrétt þegar farið er út að borða á Food & Fun. Ef í boði er súkkulaðikaka gerð úr eðalsúkkulaði er hún mjög holl fyrir líkamann. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 663 orð | 1 mynd

Veitingastaðir útvíkkun á stofum heimilanna

Matarmenning og veitingahúsaflóra á Íslandi hefur breyst gífurlega síðastliðna áratugi. Guðvarður Gíslason hefur komið víða við í veitingarekstri. Hann opnaði fyrsta pöbbinn á Íslandi en rekur í dag veitingastað þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 471 orð | 1 mynd

Vekur athygli á íslensku hráefni

Hátíðir á borð við Food & Fun eru góður vettvangur til að auglýsa íslenskt hráefni og gætu jafnvel aukið útflutning þess. Oft rata líka slíkar umfjallanir í erlend blöð, sem er mikils virði og góð landkynning. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 263 orð | 1 mynd

Villtur lax með lauk-pakoda-köku

Villtur lax með yuzu-misó og lauk-pakoda-köku Laxinn Aðalréttur fyrir 4 800 g laxaflök 50 g dökkt misó 50 ml mirin 50 ml vatn 50 g sykur 20 g möndluflögur Aðferð: Setjið mirin og vatn í pott ásamt sykrinum og fáið upp suðu. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 560 orð | 1 mynd

Þroskandi og skemmtileg reynsla

Nemendur í matreiðsludeild Menntaskólans í Kópavogi undirbúa móttöku á Food and Fun sem blaðamenn og matreiðslumenn sækja. Fagstjóri deildarinnar segir nemendur fá mikla reynslu og þekkingu úr þessu verkefni auk þess sem þetta sé skemmtileg reynsla. Meira
20. febrúar 2010 | Blaðaukar | 535 orð | 1 mynd

Ætlar að fá sér hákarl

Ben Pollinger, yfirmatreiðslumeistari á hinum þekkta og glæsilega veitingastað Oceana í New York, er að koma hingað til lands í annað skiptið á Food & Fun. Hann kom hér síðast árið 2008 og hreppti þá fyrsta sætið í keppni um besta eftirréttinn. Hann hlakkar mikið til að koma aftur á hátíðina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.