Eftir Egill Ólafsson egol@mbl.is EFTIR að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu hafa viðræður um aðild Færeyja að EFTA verið lagðar til hliðar.
Meira
SVO kann að fara að taka muni þrjá mánuði að mynda nýja ríkisstjórn í Hollandi eftir þingkosningarnar um mánaðamótin maí/júní enda útlit fyrir að margir stóru flokkanna tapi töluverðu fylgi.
Meira
YFIR þúsund manns hafa skráð sig í baráttuhóp á samskiptasíðunni Facebook um bílalán fjármögnunarfyrirtækjanna Avant, Lýsingar og SP-Fjármögnunar.
Meira
LAGASTOFNUN Háskóla Íslands hefur að beiðni Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra samið frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að auka vernd þeirra sem leita hér hælis.
Meira
GUNNAR I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að nokkur hundruð kjósendur Samfylkingar og Framsóknarflokks hafi tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um síðustu helgi. Gunnar lenti í 3. sæti en hann stefndi á 1. sætið.
Meira
Stofnað hefur verið félagið Staðganga, stuðningsfélag staðgöngumæðrunar á Íslandi. Reynir Tómas Geirsson, prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans, er verndari félagsins en það mun stofna vefsíðu á næstunni.
Meira
NIÐURSTÖÐUR forvals í hönnunarsamkeppni vegna nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík voru kynntar í gær á fundi sem verkefnisstjórn nýs Landspítala efndi til að viðstöddum heilbrigðisráðherra.
Meira
„ÉG VIL ekki sjá Framtakssjóðinn notaðan til þess að endurreisa einhverja víkinga sem hafa skilið eftir sig slóðina af afskrifuðum skuldum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ).
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞINGMENN úr öllum flokkum lögðu í gær fram til fyrstu umræðu frumvarp um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála vegna gengistryggðra lána.
Meira
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur kært stjórnarformann Landsvaka, peningamarkaðssjóða Landsbankans, til sérstaks saksóknara fyrir alvarlegt brot á bankaleynd, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Samkvæmt fréttinni á stjórnarformaðurinn, Stefán H.
Meira
SÖGUBÍLLINN Æringi, sem er í eigu Borgarbókasafnsins, fagnar um þessar mundir tveggja ára afmæli sínu. Af þessu tilefni verður í vikunni sannkölluð afmælisstemning um borð í bílnum, hann verður mikið skreyttur og Sóla sögukona verður í afmælisskapi.
Meira
Á TÓNLEIKUM Emilíönu Torrini sem haldnir voru um síðustu helgi sá hin argentínska Mía Maestro m.a. um upphitun. Lék hún eigin tónlist og eitt argentínskt lag við annan mann og var stemningin einlæg og dulúðug.
Meira
Í grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Húfur sem fá nafn eftir eiganda sínum“, þar sem segir frá handverki Reynis Katrínarsonar, var rangt farið með nafn húfu Ragnhildar Sigurðardóttur. Húfan heitir Gagga.
Meira
HANN nostrar við ísblokkirnar pilturinn á Haítí þar sem hann stendur með hjólbörur sér við hlið. Ísinn kemur í góðar þarfir enda er hin blásnauða þjóð enn að átta sig á eyðileggingunni í hamförunum í janúar.
Meira
Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna er nú orðinn formlegur aðili að Háskóla SÞ. Fyrir eru starfandi hér á landi tveir slíkir skólar, Sjávarútvegsskóli og Jarðhitaskóli. Starfsemin er hluti af þróunaraðstoð Íslendinga.
Meira
Stjórn Kennarasambands Íslands (KÍ) hvetur í ályktun stjórnir lífeyrissjóða til að fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn aðila sem áður hafa valdið sjóðunum alvarlegu fjárhagstjóni.
Meira
MENNIRNIR tveir sem urðu fyrir súrefnisskorti um borð í Hoffellinu við löndun á Fáskrúðsfirði eru komnir heim af spítala. Þeir eru á góðum batavegi. Slysið vildi þannig til að annar mannanna missti meðvitund við löndun á gulldeplu.
Meira
YFIRHEYRSLUR yfir grunuðum og vitnum er tengjast eignarhaldsfélaginu Milestone fóru fram í húsakynnum sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Mbl.is.
Meira
BÍLBELTI og góður öryggisbúnaður komu í veg fyrir alvarleg slys á fólki í hörðum árekstri jeppa og rútu á Fagradal í gær. Níu voru fluttir á sjúkrahús en eru ekki alvarlega slasaðir.
Meira
World Class ætlar að opna tvær nýjar líkamsræktarstöðvar síðar á þessu ári, í Kringlunni þar sem prentsmiðja Morgunblaðsins var til húsa og við Ögurhvarf í Kópavogi þar sem Húsasmiðjan var með verslun.
Meira
LÍÐAN mannsins sem fluttur var á spítala eftir að eldur kom upp í húsi hans í Stykkishólmi á sunnudag er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn, sem er um þrítugt, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.
Meira
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FORMENN stjórnmálaflokkanna vildu í gær lítið segja um efnislegt innihald svarbréfs við tilboði sem Bretar og Hollendingar gerðu Íslendingum fyrir helgi.
Meira
RÍKISÚTVARPIÐ hefur leiðrétt frétt sem lesin var í útvarpsfréttum 17. febrúar síðastliðinn, en hún var byggð á frétt sem birtist í Morgunblaðinu sama dag. Í fréttinni var sagt að danski FIH-bankinn væri orðinn eign Seðlabanka Íslands.
Meira
HLJÓMSVEITIN Seabear mun fylgja nýjustu plötu sinni, We built a fire , eftir með stífu tónleikahaldi erlendis. Fyrirhugað í þessum mánuði er tónleikahald í Þýskalandi, því næst verður farið til Bandaríkjanna og loks ferðast um Evrópu í maí.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BRÆÐURNIR Pétur og Skúli Gunnarssynir eru mjög fjölhæfir íþróttamenn og unnu til fimm Íslandsmeistaratitla á liðnu ári, Skúli í þremur greinum og Pétur í tveimur. Þeir stefna báðir á atvinnumennsku.
Meira
Staðgöngumæðrun gæti aukið mjög lífsgæði lítils hóps Íslendinga, segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir og verndari nýstofnaðs félags til stuðnings staðgöngumæðrun á Íslandi.
Meira
Mikil óvissa er uppi í hollenskum stjórnmálum eftir stjórnarslitin. Erfitt er að spá um framhaldið en heimildarmenn Morgunblaðsins eru sammála um að Icesave-málið sé í aukahlutverki.
Meira
SKÁTAFÉLAGIÐ Skjöldungar hefur undanfarið staðið fyrir söfnun á ýmsum munum innan félagsins, svo sem fatnaði, leikföngum og svefnpokum, handa skátasystkinum sínum á Haítí.
Meira
Eftir Guðna Einarsson og Kristján Jónsson FUNDUR í Flugvirkjafélagi Íslands um nýgerðan kjarasamning við Icelandair verður væntanlega haldinn í kringum næstu helgi, að sögn Kristjáns Kristinssonar, formanns samninganefndar félagsins.
Meira
Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Í BRÉFI sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sendi Bretum og Hollendingum í gær, í nafni ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu, sem svar við tilboði þeirra um nýjan Icesave-samning frá því sl.
Meira
FRIÐBJÖRN Sigurðsson læknir tók á móti 75 til 100 sjúklingum á dag þann mánuð, sem hann var við hjálparstörf á Haítí, og einn daginn voru sjúklingarnir 200.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann í fimm mánaða fangelsi fyrir mörg þjófnaðarbrot. Maðurinn er aðeins tvítugur en á að baki langan brotaferil. Hann hefur tvívegis rofið skilorð vegna fyrri dóma.
Meira
VERÐ á bæði bensíni og dísilolíu hækkaði um fimm krónur lítrinn í gær hjá N1. Segir fyrirtækið hækkunina skýrast af ört hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti og stöðu krónunnar gagnvart dollara.
Meira
BARACK Obama Bandaríkjaforseti greindi í gær frá nýjum málamiðlunartillögum í deilunni um heilbrigðisfrumvarp demókrata sem ætlað er að koma til móts við gagnrýni repúblikana á ýmis atriði í frumvarpinu.
Meira
Um 30% heimila safna skuldum, ganga á aðrar eignir eða hafa dregið svo mikið úr neyslu að „hefðbundin“ lágmarksviðmið íslensks samfélags eiga ekki lengur við hjá þeim.
Meira
KARL á þrítugsaldri hefur viðurkennt að hafa stolið þvottavél úr sameign fjölbýlishúss á höfuðborgarsvæðinu nýverið. Fleiri slík mál eru til rannsóknar hjá lögreglu en í síðustu viku fannst illa fengin þvottavél í bifreið sem var stöðvuð í borginni.
Meira
Það verður ekki af Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni Vinstri grænna, tekið að hann er hrifinn af Icesave-samningnum sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson gerðu fyrir hann við Breta og Hollendinga. Sjónvarpsfréttir mbl.
Meira
NÝJASTA kvikmyndin og sú síðasta í Millennium-þríleiknum, Loftkastalinn sem hrundi , er tekjuhæsta kvikmynd liðinnar helgar í íslenskum kvikmyndahúsum. 5.579 aðgöngumiðar voru seldir á hana og nema heildartekjur af miðasölu um 4,9 milljónum króna.
Meira
Í samtali við tónlistarmiðilinn Gigwise segir Jónsi, Jón Þór Birgisson , söngvari Sigur Rósar og nú líka sólólistamaður, að lagi Sigur Rósar, „Hoppípolla“, hafi verið „nauðgað“ í bresku sjónvarpi.
Meira
DAVID Byrne er ekki við eina fjölina felldur; ekki er bara að hann hefur góð tök á dægurtónlist og þjóðlegu poppi, heldur er hann líka lipur ljósmyndari og forvitnilegur rithöfundur.
Meira
Á SÍÐASTA ári gáfu þau Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson út disk með verkum sænska söngvaskáldsins Cornelis Vreeswijk; Guðrún söng og Aðalsteinn snaraði textunum.
Meira
Avatar, Avatar, Avatar. Alls staðar er verið að tala um þessa kvikmynd sem heimsbyggðin hefur flykkst á seinustu mánuði. Gríðarleg velgengni Avatar er mörgum ráðgáta og hafa margir leitast við að skýra hana út.
Meira
* Ein mikilvægasta tónlistarhátíð Norðurlanda, By:Larm, fór fram í Osló 18.-20. febrúar. Vefsíðan Spinner nefnir fimm hljómsveitir sem menn verði að hlusta á af þeim sem fram komu og er Kira Kira þeirra á meðal, líkt við tælandi og brosmilda...
Meira
* Fyrirsætan og fótboltaeiginkonan Ásdís Rán leggur körlum línurnar í færslu á Pressunni frá 19. febrúar, Strákar: 10 leiðir til að tæla konur . Reyndar eru hér kynntar fyrstu fimm leiðirnar og ætlar Ásdís að koma með næstu fimm á næstu dögum.
Meira
BRESKI leikstjórinn Guy Ritchie hefur frestað því að gera kvikmynd upp úr teiknimyndasögunum um Lobo til að gera framhaldsmynd um Sherlock Holmes. Þetta segir framleiðandi fyrstu myndarinnar, Joel Silver. Myndin um Holmes og dr.
Meira
Ástralska leikkonan Abbie Cornish hefur sagt skilið við unnusta sinn, bandaríska leikarann Ryan Phillippe. Þetta staðfestir talsmaður hennar við tímaritið People.
Meira
KVIKMYND Kathryn Bigelow, The Hurt Locker , var tvímælalaust mynd kvöldsins þegar Bafta-verðlaunin voru afhent í fyrrakvöld. Hún hlaut sex stór verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd og besta upprunalega handrit.
Meira
MEÐ merkustu kvikmyndum Orson Welles er Touch of Evil , sem frumsýnd var 1958, en meðal leikenda í henni voru Orson Welles sjálfur, Charlton Heston, Janet Leigh og Marlene Dietrich.
Meira
ÓP-HÓPURINN heldur hádegistónleika í Íslensku óperunni í dag kl. 12.15. Fram koma allir meðlimir hópsins, en sérstakur gestur á tónleikunum er Hrólfur Sæmundsson barítónsöngvari, sem syngur um þessar mundir við óperuhúsið í Aachen við góðan orðstír.
Meira
CHRIS Martin og félagar hans í Coldplay ætla að senda frá sér plötu á árinu. Sveitin mun vera sveitt við upptökur og spilamennsku í hljóðveri sínu í London sem ku vera fyrrverandi kirkja.
Meira
* Ólafur Páll Gunnarsson eða Óli Palli, umsjónarmaður Popplands á Rás 2, varð heldur hissa í gærmorgun þegar maður nokkur hringdi í þáttinn og skammaði hann fyrir að hafa hafa kallað sig fyllibyttu og þjóf viku fyrr er hann hringdi inn og bað um...
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FYRSTA upphitunaratriðið á tónleikum Emilíönu Torrini nú um helgina lét ekki mikið yfir sér; argentínsk söngkona og gítarleikari sungu lágstemmd lög saman; eitt lagið frá heimalandinu en restin frumsamin.
Meira
BRESKI knattspyrnumaðurinn Ashley Cole er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Cheryl og beðið konuna sem hann hélt við að halda því leyndu.
Meira
SÓLEY Stefánsdóttir er 23 ára tónlistarkona úr Hafnarfirði og meðlimur í hljómsveitinni Seabear, sem ætlar að gefa út nýja plötu, We built a fire, í mars og fylgja henni eftir með stífu tónleikahaldi erlendis.
Meira
STJÖRNUPARIÐ Angelina Jolie og Brad Pitt hafa dvalið undanfarið í Feneyjum með börnum sínum og fengið óvænta heimsókn frá föður Jolie, leikaranum Jon Voight. Samband Jolie og Voight hefur skv.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNLISTARSAFN Íslands var opnað með viðhöfn í Kópavogi á síðasta ári. Hitann og þungann af starfseminni hefur borið Bjarki Sveinbjörnsson, sem átti hugmyndina að því með Jóni Hrólfi Sigurjónssyni.
Meira
Eftir Kjartan Brodda Bragason: "Þrátt fyrir þessa óvissu virðist sem skuldir sjávarútvegsins hafi minnkað, yfir nótt, um 150-250 milljarða króna við yfirfærslu á eignum frá gömlu bönkunum til hinna nýju."
Meira
Eftir Jón Þorvarðarson: "Hróbjartur Jónatansson hdl. skuldar skýringu á hvers vegna Avant dulbjó afleiðusamninga sem neytendalán án heimilda til að stunda slík viðskipti."
Meira
Eftir Jóhannes Kára Kristinsson: "Samningur Sjónlags og Sjúkratrygginga Íslands um framkvæmd 800 augasteinsaðgerða á tveimur árum boðaði sparnað í heilbrigðiskerfinu og styttingu biðlista."
Meira
Nánast er óumdeilt, að íslenska ríkinu ber engin skylda samkvæmt lögum til að greiða hina svokölluðu Icesave-skuld. Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa farið yfir rökin fyrir þeirri niðurstöðu í greinum, sem ekki hefur verið efnislega mótmælt.
Meira
Eftir Guðbjörgu Evu H. Baldursdóttur: "Það frumvarp sem er nú í meðförum þingsins er réttlætismál sem ennfremur er til þess fallið að stuðla að margbreytileika í stjórnum fyrirtækja en í því felst farsæld og auður."
Meira
Eftir Andrés Magnússon: "Stækkandi hópur fólks vill sjálfur fá að ráða ferðinni í þessum efnum og þá hafa augu stjórnvalda í mörgum ríkjum opnast fyrir þeim kostnaði sem fylgir löngum biðlistum í læknisaðgerðir."
Meira
Eftir Kristján Guðmundsson: "Rangur framburður gefinn fyrir dómi vísvitandi eða af gáleysi er refsiverður og getur varðað fangelsi allt að sex árum."
Meira
Sigmundur Davíð Fréttamenn sátu um formenn stjórnmálaflokkanna þegar þeir funduðu í fjármálaráðuneytinu í gær um nýtt tilboð frá Bretum og Hollendingum í...
Meira
Eftir Þórarin Hjartarson: "Í íslenskri söguendurskoðun er marxískri stéttgreiningu stundum beitt til að stimpla sjálfstæðisbaráttuna afturhaldssama."
Meira
Háttvirti félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason MÉR er spurn: Hvenær ætlið þið að hætta að herða hengingarólina á þeim sem reka sín heimili í landinu?
Meira
Haraldur Eggertsson fæddist í Reykjavík 30. október 1936. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Bjarni Kristjánsson stýrimarður, f. í Krossadal í Tálknafirði 26.5. 1892, d. 29.9.
MeiraKaupa minningabók
Hinrik S. Vídalín Jónsson fæddist í Hafnarfirði 25. ágúst 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringraut 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Vídalín Hinriksson, f. 8. desember 1904, d. 20. apríl 1961, og Guðrún Helga Einarsdóttir, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Kristbjörg Tryggvadóttir fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. september 1980. Hún lést 13. febrúar síðastliðinn. Sigrún lætur eftir sig tvo syni, Patrik Orra Jóhannsson, f. 10. júní 1999, og Geir Örn Jakobsen, f. 8. nóvember 2006.
MeiraKaupa minningabók
Tryggvi Gunnarsson var fæddur í Eystri-Ásum í Skaftártungu 26. maí 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 29. janúar 2010. Foreldrar hans voru Gunnar Kristinn Þorgilsson, f. 1898, og Kristín Pálsdóttir, f. 1893.
MeiraKaupa minningabók
Þrátt fyrir að LIBOR-vextir séu lágir um þessar mundir bendir flest til þess að þeir muni hækka mikið á komandi árum. 275 punkta álag ofan á þá gæti því þýtt mjög háar vaxtagreiðslur.
Meira
SIGURJÓN Pálsson er ennþá stjórnarformaður eignarhaldsfélags Haga, 1998 ehf., en annað kom fram í skjölum sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lagði fyrir þingheim í gær. Þingmaðurinn Sigríður I.
Meira
ÓSJALDAN er talað um að hundar líkist eigendum sínum og eflaust á það einnig við í tilfelli einhverra katta líka. Fæstir gæludýraeigendur ganga þó svo langt að fá sér andlitsmálningu í anda hins ferfætta félaga.
Meira
Eftir Erlu Maríu Davíðsdóttur „VIÐ kynntumst mörgu æðislegu fólki á ráðstefnunni og hlustuðum á sögur þess og raunir og margar voru hreint ótrúlegar.
Meira
Að þessu sinni fór gamli þorri mjúkum höndum um Skagfirðinga eins og raunar flesta landsmenn, og þó að nú sé hvít jörð við ströndina er nánast snjólaust til sveita og autt að fjallabrúnum.
Meira
Stefán Stefánsson frá Móskógum orti á sínum tíma, að því er fram kemur á Vísnavef Skagfirðinga: Konurnar ég mikils met og margar þekki og heldur vil ég hafa ket en hafa það ekki.
Meira
Akureyri Viktor Ernir fæddist 19. september kl. 22.15. Hann vó 3.815 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Jónsdóttir og Þröstur Ernir...
Meira
Ef Neytendastofa tæki nú virkilega til hendinni og grandskoðaði ýmsar þær fullyrðingar sem fyrirtæki halda fram í auglýsingum, þá gæti niðurstaðan orðið forvitnileg í mörgum tilvikum.
Meira
23. febrúar 1927 Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld lést, 79 ára. Hann bjó lengst af í Edinborg. Sveinbjörn samdi á annað hundrað tónverk en er þekktastur fyrir lofsönginn Ó, Guð vors lands! 23.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÉG er kominn með tilboð frá tveimur spennandi liðum í Þýskalandi og svo er ég í samningaviðræðum við AGK.
Meira
EYJÓLFUR Sverrisson, þjálfari 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær 18 manna hóp fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi sem fram fer ytra næsta þriðjudag, 2. mars.
Meira
„Já ég var bara nokkuð heitur í þessum leik, sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyrar, en hann skoraði 11 mörk þegar Akureyri bar sigurorð af Fram, 28:25, í N1-deild karla í handknattleik í gær á Akureyri.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,MIG langar að taka eitt til tvö ár til viðbótar hér í Þýskalandi og ég er svona að skoða hvaða kosti ég hef ásamt umboðsmanni mínum.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÓLAFUR Jóhannsson þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í gær 20 manna hóp sem mætir Kýpverjum í æfingaleik á Kýpur þann 3. mars.
Meira
Björgvin Björgvinsson er á meðal keppenda á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í kvöld. Hann tekur þá þátt í stórsvigi, sem er grein númer tvö hjá honum, en hans aðalgrein, svigið, fer fram næsta laugardag.
Meira
Bjarki Gíslason , UFA , sigraði í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþraut sem haldið var í Laugardalshöll um nýliðna helgi. Bjarki hlaut 4.882 stig. Elvar Örn Sigurðsson úr UFA varð annar með 4.
Meira
FH-ingar hafa hoppað upp um tvö sæti í síðustu tveimur umferðum í N1-deild karla í handknattleik og eru skyndilega komnir í 2. sæti deildarinnar. Í gærkvöldi sigraði FH lið Stjörnunnar 25:22 en Valur tapaði á sama tíma fyrir HK og öðru sætinu í...
Meira
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að lækka verulega miðaverð á um 30% þeirra miða sem eru í boði fyrir heimsmeistaramótið í Suður-Afríku í sumar en keppni hefst þann 11. júní með leik heimamanna gegn Mexíkó. Úrslitaleikurinn fer fram 11.
Meira
NORÐMENN fögnuðu sigri í liðakeppni í sprettgöngu á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada í gær. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum þar sem Petter Northug vann upp forskot Þjóðverja og tryggði Norðmönnum gullverðlaunin.
Meira
Stefán Geirsson, Umf. Samhygð, sigraði í sjöunda sinn þegar Skjaldarglíma Héraðssambandsins Skarphéðins fór fram á Laugarvatni sl. laugardag. Mótið var afmælismót en í ár eru 100 ár liðin frá því fyrsta mótið var haldið á Þjórsártúni árið 1910.
Meira
BJÖRNINN og Skautafélag Reykjavíkur mætast í kvöld í lokaleik Íslandsmótsins í íshokkí karla. Það er jafnframt úrslitaleikur um hvort liðið mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.