Greinar föstudaginn 9. apríl 2010

Fréttir

9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

100 þúsund manns á bráðamóttökuna

GERT er ráð fyrir því að um 100 þúsund manns, sem svarar til tæplega þriðjungs þjóðarinnar, komi á ári í sameinaða bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

19 læknanemar um fimm stöður

„ÞAÐ er mjög skemmtilegt og jákvætt að finna þessi miklu viðbrögð. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri ferðamenn í mars

26 ÞÚSUND erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í mars sl. og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í marsmánuði. Árið 2009 voru þeir tæplega 24 þúsund í sama mánuði eða um tvö þúsund færri. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Áminning í ósamræmi við lögin

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 36 orð

Á móti vegtollum

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt hörð mótmæli við áformum um veggjöld á stofnbrautum út af höfuðborgarsvæðinu „Með innheimtu vegtolla á ákveðnum leiðum er verið að skekkja búsetuskilyrði á landinu með þeim hætti að ekki verður við unað. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Barnahjálp í Tógó kynnt

MAGNFRÍÐUR Júlíusdóttir fjallar um kvennastýrð heimili í Simbabve og Alda Lóa Leifsdóttir ræðir um aðstæður ungs fólks í Tógó á UNIFEM-umræðum í húsnæði Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42 klukkan 13 á morgun, laugardag. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

„Skemmtilegt og fræðandi“

MEISTARANEMAR námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði stóðu í vikunni fyrir svonefndum Grænum dögum í Háskóla Íslands, en þeim lýkur í dag. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Blóðgjafabikarinn veittur í HÍ

LÝÐHEILSUFÉLAG læknanema veitti í gær nemendafélaginu Komplex blóðgjafabikarinn, farandbikar í tilefni blóðgjafamánaðar Háskóla Íslands í mars. Kveikjan að átakinu var hin mikla þörf Blóðbankans fyrir nýja blóðgjafa, sérstaklega úr hópi ungs fólks. Meira
9. apríl 2010 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

British Airways og Iberia semja um sameiningu

FORSVARSMENN breska flugfélagsins British Airways og spænska ríkisflugfélagsins Iberia tilkynntu í gær að þeir hefðu undirritað samkomulag um samruna í þeim tilgangi að stofna eitt stærsta flugfélag heims. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Bændur sendir í „heilaþvottaferðir“ til Brussel?

Þeir sem hlynntir eru Evrópusambandsaðild reyna að höggva í samstöðu bænda gegn aðild með „heilaþvottaferðum“ aðila úr bændastétt til Brussel á vegum ESB. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Elín launahærri en Ásmundur í Landsbankanum 2009

Fram kemur í ársreikningi Landsbankans fyrir árið 2009 að Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri, hafði ríflega 19,3 milljónir króna í laun á því ári. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 106 orð

Enn ásókn í vottorð vegna atvinnuleitar í Evrópu

Vinnumálastofnun gaf á síðasta ári alls út um 4.300 vottorð fyrir fólk sem hugðist leita sér að vinnu í Evrópu. Þar af voru gefin út um 3.300 vottorð, sem sanna að viðkomandi hafi verið atvinnuleysistryggður hér á landi sl. þrjú ár. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 439 orð | 3 myndir

Enn sótt í störf erlendis

Annríki hjá Evrópsku vinnumiðluninni, Eures, er ennþá töluvert og mikið um fyrirspurnir frá fólki í atvinnuleit. Þó hefur eitthvað dregið úr útgáfu vottorða, sem atvinnuleitendur þurfa að hafa með sér héðan, miðað við 2009. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Erindi um Gunnar Thoroddsen

Á ÞRIÐJUDAG nk. kl. 12.05 mun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, flytja fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands undir heitinu „Gunnar Thoroddsen og dómur sögunnar“. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Fleiri leita athvarfs

AÐEINS einu sinni í 27 ára sögu Kvennaathvarfsins hafa fleiri konur verið skráðar en á síðasta ári. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Foss glóir á ný í Hvannárgili

Slokknað er í eldri gígnum á Fimmvörðuhálsi, en sá nýi hélt áfram með stöðugum krafti í gær. Hraun úr honum hefur steypst alla leið niður á botn Hvannárgils. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 81 orð

Frumkvöðlar kynna starfsemi sína

Í DAG, föstudag, munu íslenskir frumkvöðlar kynna starfsemi sína á fjárfestingaþinginu Seed Forum Iceland sem haldið verður í höfuðstöðvum Arion banka. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Furðar sig á fundargerð

„ÉG furða mig á þessari fundargerð,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á nýlegum flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar fjallaði utanríkismálanefnd flokksins m.a. um Evrópumálin. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 641 orð | 2 myndir

Fyrirmyndir að veggjöldum í Noregi og Hollandi

Íslendingar þurfa ekki að finna upp hjólið ef ákveðið verður að taka upp veggjöld í stað eldsneytisgjalda til að fjármagna vegakerfið. Veggjöld hafa talsvert verið rædd í Evrópu undanfarinn áratug, og víða verið tekin upp. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Fyrsta alheimsútgáfa Kimi Records

Retaliate er fyrsta plata Benna Hemm Hemm þar sem hann syngur á ensku, en stuttskífan kemur út í dag og er fyrsta útgáfa Kimi Records sem kemur út á Íslandi og annars staðar í heiminum á sama tíma. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Glitnismál ekki hjá saksóknara

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁKVÖRÐUN Glitnis um að veita FS38, dótturfélagi Fons hf., sex milljarða króna lán er ekki til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 232 orð

Greiðir 700 milljónir í leigu

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RÍKIÐ mun greiða sveitarfélögunum um 700 milljónir króna á ári í leigu fyrir hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er að reisa. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 137 orð

Harka hlaupin í viðræður um hvalveiðar

BANDARÍKJAMENN hafa sett fram þá kröfu að afurðir hvalveiða verði aðeins nýttar á heimamarkaði. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Heillaóskir sendar til Vigdísar

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, verður áttatíu ára 15. apríl nk. Af því tilefni vill Alliance Francaise bjóða öllum sem vilja senda henni árnaðaróskir að skrá sig á heillaóskalista á vef félagsins, www.af.is. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 449 orð | 2 myndir

Hrafnista hætti við

Aðeins Grund bauð í rekstur hjúkrunarheimilisins við Suðurlandsbraut 66. Búist var við því að Hrafnista tæki þátt, þar sem loka á tveimur heimilum hennar og veita starfsfólki og vistmönnum forgang á nýja heimilið. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Íbúðarhúsnæði verði komið í not

„MARKMIÐIÐ er að mæta ástandinu eins og það er í dag. Verkefnið skapar störf, sem er brýnt velferðarmál, og býður fólki upp á fjölbreyttari búsetukosti en áður,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Knýjandi afl fyrir bæði túrista og túrbínur

HITI kraumar víðar en undir iljum fólks á Fimmvörðuhálsi. Á Reykjanesi snýr jarðhiti gufutúrbínum nótt sem nýtan dag og varð engin undantekning þar á þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flögraði framhjá í gær. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 457 orð | 2 myndir

Lýstu áhyggjum af VG

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „NOKKRAR áhyggjur komu fram vegna ríkisstjórnarfélaga okkar í Vinstri grænum. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum og andstöðu við Evrópusambandið. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Miði númer 39 á sýningu 39 á 39 þrepum

Í gamanleiknum 39 þrep takast fjórir leikarar á við 139 hlutverk. Verkið er sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar en sýningum lýkur 17. apríl. Oddný Stefánsdóttir keypti miða númer 39 á sýningu númer 39 á 39... Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 132 orð

NBI hagnast á fyrsta starfsárinu

LANDSBANKINN (NBI hf.) skilaði um 14,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrsta heila starfsári sínu. Þetta kom fram í tilkynningu frá bankanum, með birtingu ársreiknings fyrir 2009 í gær. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Óku upp á hraunið til að sýna hættuna við gosið

TILRAUNAAKSTUR breskra sjónvarpsmanna yfir nýrunnið hraun á Fimmvörðuhálsi var aðeins gerður fyrir myndavélarnar til að sýna áhorfendum Top Gear-þáttanna hversu hættuleg umgengni við gosstöðvarnar er. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Páskasalan minni en í fyrra

VIÐSKIPTAVINUM í vínbúðunum fækkaði um hátt í 1.700 í vikunni fyrir páska miðað við sömu viku á síðasta ári. Þá virðist hver viðskiptavinur hafa keypt minna í ár en í páskavikunni í fyrra. Samdrátturinn nam tæplega 20 þúsund lítrum eða 3,5%. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

RAX

Skemmtileg vísindi Sápukúluborðið, Ísprinsessan, Vatnshrútur, Sólarofninn, Kúlubekkurinn, Brunnurinn skjálfandi, Ölduvaggan, loftpúðaborð, spéspegill, hvirfilflöskur og orkuhjól. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Réttirnar verði sólúr úr stuðlabergi

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is STUÐLABERG verður uppistaðan í nýjum Hrunaréttum skammt frá Flúðum en vænst er að hægt verði að hefja framkvæmdir við þær nú í sumar. Meira
9. apríl 2010 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Rússar bjóða aðstoð

RÚSSAR hafa boðið ráðandi öflum í Kirgisistan aðstoð og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hafa verið sendir til höfuðborgarinnar Bishkek vegna ástandsins, en talið er að meira en 70 manns hafi látist í átökunum. Meira
9. apríl 2010 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Samkomulag um hæðina á Everest

KÍNA og Nepal hafa um árabil deilt um hæðina á tindi Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, sem er á landamærum landanna. Nepal hefur sagt fjallið vera 8.848 m hátt og hefur sú hæð almennt verið viðurkennd síðan 1955. Kína segir að hæðin sé 8. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Sauðfjárbændur segja hvíta kjötið í boði bankanna

EKKI verður við það unað að lambakjöt hafi látið í minni pokann fyrir hvíta kjötinu, sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í setningarræðu á aðalfundi samtakanna í gær. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Sáttaferli um hvalveiðar í uppnámi

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Stórbætt heilsugæsla á Selfossi

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl. Meira
9. apríl 2010 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Tímamótasamningur

BARACK Obama, forseti Bandaríkjanna, og Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, lýstu yfir ánægju með afvopnunarsamninginn, sem þeir undirrituðu í Prag í Tékklandi í gær. Bandaríkjaforseti sagði að samningurinn væri sögulegur. Meira
9. apríl 2010 | Erlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Uppgangur og niðurrif

MIKILL uppgangur er í Kína og í sumum tilfellum bitnar hann á íbúum sem er gert að yfirgefa heimili sín án þess að þeir hafi endilega í önnur hús að venda. Landið er dýrmætt og í stað núverandi húsnæðis á að byggja stærra, betra og dýrara. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Veldur þú slysi í umferðinni um helgina?

Föstudagar voru hættulegastir daga í umferðinni á síðasta ári en þá urðu flest umferðaróhöpp og -slys. Og þó svo ölvunarakstursbrotum hafi farið fækkandi milli ára er víst að á höfuðborgarsvæðinu einu verði akstur fimm til fimmtán ökumanna stöðvaður yfir helgina. Meira
9. apríl 2010 | Erlendar fréttir | 147 orð

Vígbúnaður vekur athygli

SÉRFRÆÐINGAR telja líklegt að Venesúela verði hernaðarlega háð Rússlandi eftir að Hugo Chavez, forseti Venesúela, samdi í liðinni viku við Rússa um að kaupa hergögn fyrir sem samsvarar fimm milljörðum dollara. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

Vorið kom klukkan níu í morgun

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „JÁ, það kom í morgun klukkan níu. Þá gerði fyrstu skúrina og fuglarnir sungu mikið og voru kátir,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, spurður um vorkomuna. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Vorsólin skín jafnt á menn og dýr

ÞAÐ er freistandi á sólskinsdögum sem þessum að hugsa sem svo að nú hljóti vorið að vera komið. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Þekkir þú einhverja íslenska vætti?

Forlagið auglýsir nú eftir ábendingum um sögur um íslenska vætti sem vantar í Íslenskt vættatal eftir Árna Björnsson. Í bókinni, sem nú hefur verið endurútgefin, eru taldir upp íslenskir hollvættir og meinvættir. Meira
9. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 41 orð

Þjófnaðir í borginni

NOKKUR innbrot voru tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu sl. miðvikudag. Tölvuskjá var stolið úr húsi á Seltjarnarnesi og úr íbúð í vesturbænum hurfu skartgripir, tölva og sparibaukur. Meira

Ritstjórnargreinar

9. apríl 2010 | Staksteinar | 168 orð | 1 mynd

Er enn tími?

Hafa má ýmsar skoðanir á Evu Joly eins og öðrum og jafnvel fremur en flestum því hún hefur afgerandi skoðanir og flíkar þeim. En lítill vafi er á að koma hennar inn í íslenskt andrúmsloft eftir bankahrun var mjög gagnleg. Meira
9. apríl 2010 | Leiðarar | 239 orð

Kostur og ókostur

Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Kosts, fær ekki fyrirgreiðslu í íslenskum bönkum. Honum finnst þetta skjóta skökku við og bendir á að keppinautar hans hafi fengið og fái enn mikla fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Meira
9. apríl 2010 | Leiðarar | 370 orð

Upplýsingar vekja ugg

Haft er eftir viðskiptaráðherranum á fundi í Bandaríkjunum að búast megi við „hrollvekjandi upplýsingum“ í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Aðeins eru þrír dagar þar til að sú skýrsla birtist loks. Meira

Menning

9. apríl 2010 | Leiklist | 247 orð | 1 mynd

Einstök sýning á verkinu Nei, Dorrit! í Iðnó

HÓPUR listamanna ætlar næstkomandi mánudag að setja upp sýninguna Nei, Dorrit! í Iðnó. Meira
9. apríl 2010 | Myndlist | 83 orð | 1 mynd

Ekki er allt gull sem glóir

SAMSÝNING nemenda við myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ verður opnuð í dag, föstudag, kl. 16:00 í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu í Pósthússtræti. Meira
9. apríl 2010 | Kvikmyndir | 165 orð | 1 mynd

Epískur hasar og geggjað gríndúó

Tvær myndir verða frumsýndar í dag, stórmyndin Clash of the Titans 3D og gamanmyndin Date Night . Clash of the Titans Perseus (Worthington) er hálfguð, sonur Seifs (Neeson), en alinn upp sem sjómaður í borginni Argos. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 308 orð | 1 mynd

Er ekki ennþá búin að fá sér páskaegg!

Elma Lísa Gunnarsdóttir er um þessar mundir að æfa fyrir meinfyndna og flugbeitta leikritið Dúfur, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun. Hún ætlar að verða hamingjusöm þegar hún verður stór og myndi örugglega borða pitsu með banana. Meira
9. apríl 2010 | Bókmenntir | 83 orð | 1 mynd

Fimm ára Norðurlandameistari

SKUGGA-BALDUR, skáldsaga Sjóns, kemur nú út í hátíðarútgáfu í tilefni þess að fimm ár eru liðin síðan Sjón varð Norðurlandameistari í bókmenntum, en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir Skugga-Baldur. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Fjallar um betra líf, ástina og djammið

Í dag kemur út þriðja plata taktsmiðsins og upptökustjórans Steves Samplings . Breiðskífan heitir Milljón mismunandi manns og „fjallar um ungan mann í leit að betra lífi og ástinni eina langa nótt í lífi hans“. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 443 orð | 2 myndir

Hvort er kúlara að vera kúl eða ókúl?

Kannski er nú á dögum orðið svo kúl að vera ókúl að það er kúl að vera kúl aftur. Meira
9. apríl 2010 | Tónlist | 194 orð | 1 mynd

Kvöldstund með Þórunni Lárusdóttur

Í KVÖLD og annað kvöld hrindir Þjóðleikhúsið úr vör dagskrá sem kölluð hefur verið Kvöldstund með listamanni , en þar mun listafólk Þjóðleikhússins setja saman dagskrá eftir sínu nefi. Meira
9. apríl 2010 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Milljónir í norræna menningu

NORRÆNI menningarsjóðurinn styður ýmislegt menningarstarf um gjörvöll Norðurlönd og lauk fyrir stuttu fyrstu úthlutun fyrir árið 2010. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 177 orð | 7 myndir

Nálægð eða fjarlægð?

LEIKARARNIR Jennifer Aniston og Gerard Butler ferðast víða um þessar mundir til að kynna nýjustu kvikmynd sína, The Bounty Hunter . Meira
9. apríl 2010 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Reykjavík nafli alheimsins hjá RÚV

REYKVÍKINGAR telja sumir borgina vera nafla alheimsins, aðrir grínast með það. Á miðvikudagskvöldið flutti María Sigrún Hilmarsdóttir frétt um bensínverð í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Saman á ný

NÝLEGA sást til leikkonunnar Cameron Diaz og söngvarans Justins Timberlakes skellihlæja og skemmta sér saman. Voru þau við tökur á nýrri rómantískri gamanmynd, Bad Teacher , en bæði fara með hlutverk í myndinni. Meira
9. apríl 2010 | Tónlist | 302 orð | 1 mynd

Samtal við Adagio Jóns Nordal

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is JÓN NORDAL er eitt helsta tónskáld Íslendinga og hlaut nýverið heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

SHADOW DJ's spila „lounge“ á Pósthúsinu

Félagarnir Nökkvi Svavarsson og Kiddi Big Foot (Kristján Jónsson) hyggja nú á samstarf að nýju og er það „lounge“-tónlist sem á hug þeirra allan um þessar mundir. Meira
9. apríl 2010 | Myndlist | 191 orð | 1 mynd

Skynjanir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

LJÓSMYNDASÝNING Jónu Þorvaldsdóttur, Skynjanir , er nú í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á morgun, laugardag, frá kl. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Vantar hugrakkar íslenskar konur

Søren Rønholt er danskur ljósmyndari sem er um þessar mundir að vinna að verkefni um fegurð hinnar norrænu konu. Hann ætlar sér að ljósmynda tíu konur frá hverri Norðurlandaþjóðanna naktar á heimilum sínum. Meira
9. apríl 2010 | Fólk í fréttum | 341 orð | 2 myndir

Verksmiðjuleikhúsið Norðurpóllinn

NORÐURPÓLLINN er leikhús sem var sett á laggirnar í desember síðastliðinn. Leikhúsið er draumaverkefni fjögurra listamanna sem allir hafa einhvern tímann komið að leikhúsi, ýmist við leik, leikstjórn eða framleiðslu. Meira
9. apríl 2010 | Tónlist | 785 orð | 3 myndir

Yfirupptökustjóri í hljóðveri í Lundúnum

Eftir Matthías Árna Ingimarsson matthiasarni@mbl.is ÞAÐ var fjölmenni á Súfistanum í Hafnarfirði þar sem blaðamaður sötraði svart kaffið og beið eftir viðmælanda sínum. Meira
9. apríl 2010 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Þingvellir í Sláturhúsinu

NÆSTKOMANDI laugardag kl. 16:00 opnar Helgi Kúld málverkasýningu á efri hæð Sláturhússins, menningarseturs á Egilsstöðum. Meira

Umræðan

9. apríl 2010 | Aðsent efni | 624 orð | 1 mynd

Fjöreggin klekjast út í Tilraunalandinu í Vatnsmýrinni

Eftir Max Dager: "Börn þurfa að fá í hendurnar verkfæri og stuðning sem eykur hugmyndaflug, hugrekki og sköpunarkraft, til að gera Ísland að besta landi í heimi." Meira
9. apríl 2010 | Pistlar | 457 orð | 1 mynd

Friður og spekt í Evrópu

Eins og flestir vita hefur stórstríð ekki verið háð í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vissulega hafa íbúar álfunnar þurft að þola smærri stríð á þessu tímabili, og var borgarastyrjöldin í Júgóslavíu þeirra alvarlegust. Meira
9. apríl 2010 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Kunna stjórnvöld til verka?

Eftir Magnús Axelsson: "Er ekki full ástæða til að núverandi stjórnvöld víki og störf seta í ráðuneytum verði auglýst laus til umsóknar og ráða fólk með reynslu af stjórnun?" Meira
9. apríl 2010 | Aðsent efni | 949 orð | 2 myndir

Útfærsla á kjarnavopnaáætlun fyrir 21. öldina

Eftir Hillary Rodham Clinton: "Öll þessi skref, allir samningar okkar, leiðtogafundir og refsiaðgerðir hafa það sameiginlega markmið að auka öryggi Bandaríkjanna, bandamanna okkar og fólks um allan heim." Meira
9. apríl 2010 | Velvakandi | 134 orð | 2 myndir

Velvakandi

Týndur köttur GRÁYRJÓTT kisa hefur ekki skilað sér heim, að Skildinganesi 7, síðan mánudaginn 29. mars sl. Krúsa er 17 ára, sjónskert, ólarlaus en eyrnamerkt (R5H029). Þá er líklegt að hún hafi komist inn um glugga hjá öðrum í Skerjafirði. Meira

Minningargreinar

9. apríl 2010 | Minningargreinar | 732 orð | 1 mynd

Agnar Urban

Agnar Urban fæddist 14. janúar 1940 í Önnubergi í Hveragerði. Hann andaðist á Landspítalanum Hringbraut 31. mars 2010. Foreldrar hans voru Richard Eugen Urban , f. 30. desember 1903, látinn, og Anna Sigríður Sigurðardóttir, f. 30 janúar 1905, d. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 1942 orð | 1 mynd

Árni Theódórsson

Árni Theódórsson fæddist í Reykjavík 11. janúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. apríl sl. Foreldrar hans voru Theódór N. Sigurgeirsson, f. 22. sept. 1895 á Efri-Brunná í Dalasýslu, d. 4. ágúst 1983, og Þóra Árnadóttir, f. 24. feb. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 1665 orð | 1 mynd

Birna Ragnheiður Þorbjörnsdóttir

Birna Ragnheiður Þorbjörnsdóttir fæddist 3. ágúst 1928 á Sporði í Línakradal. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 25. mars sl. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Leví Teitsson og Fríða Sigurbjörnsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 1414 orð | 1 mynd

Guðmundur Árni Bjarnason

Guðmundur Árni Bjarnason var fæddur í Reykjavík 27. júlí 1934. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 31. mars sl. eftir skamma legu. Móðir Guðmundar var Jónína Árnadóttir, f. að Áshóli í Ásahreppi 6. maí 1908, d. 16. sept 1998. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 758 orð | 1 mynd

Guðrún Lovísa Snorradóttir

Guðrún Lovísa Snorradóttir fæddist 27. febrúar 1925 í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra við sjúkrahúsið á Sauðárkróki 31. mars 2010. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 1038 orð | 1 mynd

Helga Björg Jónsdóttir

Helga Björg Jónsdóttir fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 10. nóvember 1920. Hún lést á sjúkradeild sjúkrahússins á Egilsstöðum 1. apríl 2010. Foreldrar Helgu Bjargar voru Guðný Jónasdóttir. f. 30. október 1891, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 597 orð | 1 mynd

Ingvar Einar Bjarnason

Ingvar Einar Bjarnason fæddist 2. mars 1922 í Reykjavík. Hann lést aðfaranótt föstudagsins langa sl., 2. apríl. Ingvar var sonur Bjarna Nikulássonar vélstjóra og Þórunnar Ingibjargar Pálsdóttur húsmóður. Systkini Ingvars voru Ragna, f. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 3506 orð | 1 mynd

Jónína Sigurðardóttir

Jónína Sigurðardóttir fæddist á Egg í Hegranesi í Skagafirði 30.4. 1914. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Jónsdóttir á Egg, f. 26.7. 1874, d. 14.11. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 1522 orð | 1 mynd

Kristín Guðmunda Halldórsdóttir

Kristín Guðmunda Halldórsdóttir fæddist á Akranesi 2. maí 1939. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 29. mars sl. Foreldrar hennar voru Halldór Guðmundsson skipstjóri frá Sigurstöðumi, f. 19. maí 1911, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
9. apríl 2010 | Minningargreinar | 1785 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Hálfdanarson

Vilhjálmur Hálfdanarson fæddist í Reykjavík 10. október 1957. Hann lést á Landspítalanum 29. mars 2010. Vilhjálmur var sonur hjónanna Hjördísar Vilborgar Vilhjálmsdóttur, f. 9. júní 1938, og Hálfdanar Þorgrímssonar frá Presthólum í Núpasveit, f. 24. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. apríl 2010 | Viðskiptafréttir | 160 orð | 1 mynd

Fábrotin svör bankanna

BANKARNIR þrír, Arion banki, Íslandsbanki og NBI, vilja litlu svara um hvort þeir, sem nú hefur verið stefnt af Glitni í sex milljarða skaðabótamáli, muni hafa minni aðgang að fyrirgreiðslu en áður. Meira
9. apríl 2010 | Viðskiptafréttir | 279 orð | 2 myndir

FL Group var skuggastjórnandi Glitnis

Engin lög eru hér á landi um skuggastjórnendur, en í nágrannalöndum okkar eru ákvæði í lögum um skyldur slíkra aðila, sem stýra félögum á bak við tjöldin. Meira
9. apríl 2010 | Viðskiptafréttir | 174 orð | 1 mynd

FS38 var ævintýri

Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SKULDIR Fons, fjárfestingafélags Pálma Haraldssonar, við Glitni námu 29 milljörðum króna á þeim tíma sem sex milljarða lán var veitt til FS38. Meira
9. apríl 2010 | Viðskiptafréttir | 156 orð | 1 mynd

Segir stefnu Glitnis með öllu tilefnislausa

PÁLMI Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, sendi frá sér tilkynningu í gær vegna stefnu Glitnis á hendur honum og fleirum. Hann segir stefnu bankans vera tilefnislausa. Meira
9. apríl 2010 | Viðskiptafréttir | 61 orð | 1 mynd

Tjá sig ekki um ummæli Jóns Geralds

ÍSLANDSBANKI vill ekki tjá sig um ummæli Jóns Geralds Sullenbergers, framkvæmdastjóra Kosts, í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að hann fengi ekki neina lánafyrirgreiðslu í bankakerfinu, öfugt við keppinauta. Meira
9. apríl 2010 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Við suðumark

ÁVÖXTUNARKRAFA á grísk ríkisskuldabréf til tíu ára fór í 7,6% á fjármálamörkuðum í gær. Þetta þýðir að áhættuálagið umfram þýsk ríkisskuldabréf er tæplega 450 punktar. Á sama tíma féll gengi evrunnar gagnvart dollar og nálgast nú 1,3. Meira

Daglegt líf

9. apríl 2010 | Daglegt líf | 146 orð | 2 myndir

Hártískan í haust er „há“

Mikið hefur verið fjallað um að fléttur séu aðalhártískan í sumar. Við erum allar búnar að ná því en í haust virðist túperað hár snúa aftur. Meira
9. apríl 2010 | Daglegt líf | 517 orð | 1 mynd

HeimurMaríu

Þegar ég var enn ófermdur lítill ungi fannst mér fólk eldra en 20 ára vera fullorðið, svo ekki sé talað um fólk eldra en 25 ára. Það var augljóslega komið með alla vega eitt ef ekki tvö börn, mann, íbúð og draumastarfið. Meira
9. apríl 2010 | Daglegt líf | 56 orð | 3 myndir

Litríkt og hressandi

Georgíumenn héldu í fyrsta skipti tískuviku í höfuðborg sinni Tíblisi í lok mars. Tuttugu og einn fatahönnuður og tískuhús sýndu það nýjasta frá sér á þessari fyrstu tískuviku í Georgíu. Meira
9. apríl 2010 | Daglegt líf | 108 orð | 1 mynd

...lyktið lengi af Less is More ilminum

Ilmvatn að nafni Less is More er nýtt frá sænska snyrtivörumerkinu Make Up Store. Um létta lykt er að ræða með plómu-, moskus- og sjávarilm í grunninn, lilja, mangó og alpafjóla eru í miðið og ananas, tangerína og rauðar kúrenur aðaltónarnir. Meira
9. apríl 2010 | Daglegt líf | 558 orð | 3 myndir

Tilraunir, tæki og lögmál náttúrunnar

Það er alltaf gaman að ganga í barndóm og það fékk Ingveldur Geirsdóttir að reyna þegar hún heimsótti Tilraunaland í Norræna húsinu í gær og kannaði undraheim vísindanna ásamt hafnfirskum leikskólabörnum Meira
9. apríl 2010 | Daglegt líf | 183 orð | 1 mynd

Tískuslúður hjá Cocoperez

Margir þekkja slúðurprinsinn Perezhilton og fara reglulega inn á vefinn www.perezhilton.com til að sækja sér nýjasta slúðrið um stjörnurnar. Færri vita að Perez heldur líka úti tískubloggi undir nafninu Cocoperez, hvað annað. Meira

Fastir þættir

9. apríl 2010 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

45 ára

María Kristín Guðmundsdóttir er 45 ára í dag, 9. apríl. Hún mun eyða deginum með fjölskyldu... Meira
9. apríl 2010 | Í dag | 187 orð

Af rassi og afdráttarhætti

Baldur Garðarsson skrifar hugleiðingu um afdráttarhátt eftir að hafa rekist á nokkrar gamlar vísur í bókinni Um daginn og veginn eftir Jón Eyþórsson veðurfræðing frá 1969: „Fremsti stafur er felldur brott af sérhverju orði. Meira
9. apríl 2010 | Fastir þættir | 154 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Öryggisnet. Norður &spade;D64 &heart;KG ⋄10763 &klubs;10852 Vestur Austur &spade;K973 &spade;ÁG82 &heart;109873 &heart;652 ⋄K8 ⋄9542 &klubs;63 &klubs;94 Suður &spade;105 &heart;ÁD4 ⋄ÁDG &klubs;ÁKDG7 Suður spilar 3G. Meira
9. apríl 2010 | Árnað heilla | 175 orð | 1 mynd

Forréttindi að hitta börnin

„ÉG hef afskaplega gaman af því að halda upp á afmæli og nota til þess öll tækifæri,“ segir Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, sem verður sextugur í dag. Meira
9. apríl 2010 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi...

Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum. Meira
9. apríl 2010 | Í dag | 73 orð | 1 mynd

Parker og listafólkið

SARAH Jessica Parker hefur gert samning við Bravo um sýningar á nýjum raunveruleikaþáttum sem framleiðslufyrirtæki hennar, Pretty Matches, er að hefja gerð á. Meira
9. apríl 2010 | Fastir þættir | 143 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. cxd5 exd5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Rf6 7. O-O Be7 8. Rc3 cxd4 9. Rxd4 O-O 10. h3 Db6 11. Rxc6 bxc6 12. b3 Be6 13. Bb2 Hac8 14. Hc1 Hfd8 15. Ra4 Db5 16. Dc2 c5 17. Ba3 Hc7 18. Hfd1 Hdc8 19. e3 h5 20. Db2 Re4 21. Bxe4 dxe4 22. Meira
9. apríl 2010 | Fastir þættir | 283 orð

Víkverjiskrifar

Icelandair er fyrirmyndarflugfélag og Víkverji getur ekki annað en hrósað starfsfólkinu sem hann hefur átt samskipti við. Um páskana varð Víkverji strandaglópur í London á leiðinni til Íslands. Meira
9. apríl 2010 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

9. apríl 1869 Kristján Jónsson Fjallaskáld lést, 26 ára. Meðal kvæða hans eru Yfir kaldan eyðisand og Allt fram streymir endalaust. 9. apríl 1981 Heklugos hófst. Það stóð stutt og er talið framhald gossins árið áður. 9. Meira

Íþróttir

9. apríl 2010 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Alina ekki meira með?

ATLI Hilmarsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar í handknattleik kvenna, reiknar ekki með að Alina Tamasan geti leikið með liðinu í úrslitakeppninni sem hefst í kvöld. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 67 orð

Aron setti þrjú

SÓLARHRING eftir að hafa lagt Flensburg að velli í þýsku 1. deildinni báru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska meistaraliðinu Kiel sigurorð af þýska 2. deildarliðinu Post Schwerin, 35:22, í æfingaleik að viðstöddum 3. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 699 orð | 1 mynd

Batnar bara með aldrinum

„Já, já, vissulega batnar maður bara með aldrinum,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir að hafa lagt Njarðvík að velli, 103:79 í Njarðvík. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 471 orð | 1 mynd

„Risaeðlur“ golfsins eru enn á lífi

Tiger Woods mætti til leiks á ný í „vinnuna“ eftir fimm mánaða hlé þar sem stormasamt einkalíf kylfingsins hefur verið aðalumfjöllunarefnið. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 403 orð

Fjórar frá Fram í úrvalsliðinu

FRAM er heitasta liðið í kvennahandboltanum nú þegar úrslitakeppni Íslandsmótsins er að hefjast. Fjögur lið unnu sér rétt til þess að leika í úrslitakeppninni og fara fyrstu leikirnir fram í kvöld klukkan 19.30. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Flott vörn

„ÉG veit nú ekki hvort þetta er besti leikur okkar í vetur. Við höfum spilað mjög vel í nokkrum leikjum, en þessi verður í það minnsta ofarlega á þeim lista. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 274 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Átta íslenskir keppendur verða á Norðurlandameistaramótinu í karate sem fram fer í Tallinn í Eistlandi helgina 10.-11. apríl. Yfir 200 keppendur eru skráðir til leiks en keppendur koma frá Norðurlöndunum auk þriggja Eystrasaltsríkja. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 406 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Breiðablik tryggði sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitunum deildabikarins í knattspyrnu, Lengjubikarnum, með 1:0 sigri á ÍR-ingum. Það var framherjinn Guðmundur Pétursson sem skoraði sigurmark bikarmeistaranna á 11. mínútu leiksins. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 499 orð | 4 myndir

Framarar stóðust prófið

„Það er frábært og afar mikilvægt fyrir Fram að halda sæti sínu í deildinni en þetta hefur verið mikil prófraun á okkur eftir áramótin því við vorum aðeins með tvö stig þegar keppnin hófst á ný í febrúar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram,... Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 349 orð

HANDKNATTLEIKUR N1-deild karla: Haukar – Akureyri 30:34 HK &ndash...

HANDKNATTLEIKUR N1-deild karla: Haukar – Akureyri 30:34 HK – FH 22:25 Valur – Grótta 25:20 Stjarnan – Fram 22:24 Lokastaðan: Haukar 211425548:51430 Valur 211236518:48427 Akureyri 211128567:53924 HK 211128557:53824 FH... Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Köning með Val í sumar

DANSKI sóknarmaðurinn Danni König mun leika með Valsmönnum í sumar en hann hefur verið til reynslu hjá Hlíðarendaliðinu síðustu dagana. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 608 orð | 4 myndir

Sendu gamla félaga í umspil

Leikmenn Vals sendu nokkra gamla liðsfélaga og fyrrum Hlíðarendahetjuna Geir Sveinsson í umspil um áframhaldandi veru í N1-deild karla í handknattleik með fimm marka sigri á Gróttu í gær, 25:20, í lokaumferð deildarinnar. Sjálfir enduðu Valsmenn í 2. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 536 orð | 4 myndir

Tankurinn tómur hjá HK

Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is ÞRA´TT fyrir öfluga viðleitni og 25:22 baráttusigur FH á HK í Digranesi í gærkvöldi dugði það ekki til að Kaplakrikaliðið kæmist í úrslitakeppnina, það verður að sætta sig við 5. sætið í deildinni. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Torres setti tvö og mætir sínu gamla liði

LIVERPOOL og Fulham halda uppi heiðri ensku liðanna á Evrópumótunum í knattspyrnu þetta árið. Bæði lið tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA. Meira
9. apríl 2010 | Íþróttir | 581 orð | 4 myndir

Varalið Hauka stóð í Akureyri

Akureyringum tókst að innbyrða sigur á varaliði Íslands-, deildar-, deildarbikar- og bikarmeisturum Hauka, 34:30, á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ekki blés þó byrlega fyrir norðanmönnum að loknum fyrri hálfleik en þá var staðan 16:10 fyrir Hauka. Meira

Bílablað

9. apríl 2010 | Bílablað | 82 orð | 1 mynd

60 milljóna tryggingakrafa

Áætlað er að viðgerð á Pagani Zonda S-sportbíl sem skemmdist við brautarakstur í Bretlandi kosti 60 milljónir króna og fram á þá upphæð fer eigandi bílsins við tryggingafyrirtæki sitt. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 145 orð | 1 mynd

Bílstjórinn gleypti sönnunargagnið

Bílstjóri ítalsks flutningabíls var ekki alveg á því að láta laganna verði í Sviss góma sig. Alla vega reyndi hann að eyða sönnunargögnum gegn sér. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 154 orð | 1 mynd

Bílum fækkar á breskum vegum

Bílum hefur fækkað á breskum vegum í fyrsta sinn eftir seinna stríðið, eða í 64 ár. Allt frá 1946 hafði bílum fjölgað ár frá ári en í fyrra fækkaði þeim í fyrsta sinn á friðartíma frá því skráning bifreiða hófst árið 1904. Í fyrra var á bifreiðaskrá 31. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 591 orð | 2 myndir

Börnum líður betur í sumum bílum

Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Vondar sjálfskiptingar Spurt: Ég keypti nýlega VW Passat station, sjálfskiptan með 2000 vél, árg. 2001, ekinn 139.000. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 169 orð | 1 mynd

Endurgreiðslum hætt í Bretlandi

Nú um síðustu mánaðamót hætti breska ríkið endurgreiðslum til kaupenda nýrra bíla ef skipt var út eldri bíl sem uppfyllti ákveðin skilyrði. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 171 orð | 1 mynd

Honda innkallar bíla vegna bremsugalla

Japanski bílaframleiðandinn Honda innkallaði nýverið 410.000 bíla í Bandaríkjunum vegna kvartana um ónóga bremsusvörun. Hefur gallinn gert bílstjórum erfitt um vik að stöðva bílana. Alls verða innkallaðar 344.000 skutlur af gerðinni Odyssey og 68. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 605 orð | 1 mynd

Hægt að stórfækka slysum með nýjasta öryggisbúnaði

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is BÍLGREINASAMBANDIÐ er á því, að leiða megi líkur að því að fækka mætti umferðarslysum á Íslandi um ríflega 1. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 174 orð | 1 mynd

Maybach látinn fjara út

Lúxusbílafyrirtækið Maybach heyrir hugsanlega sögunni til og það fyrr en seinna. Ástæðan er annars vegar dræm sala og hins vegar sú, að eigandi þess, Mercedes, hyggst heldur freista lúxusbílakaupenda með eigin s-klassa-bílum. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 131 orð | 1 mynd

Obama vildi tvinnlímúsínu

Barak Obama Bandaríkjaforseti hefur unnið margan sigurinn. Þó menn haldi að hann fái öllu sínu framgengt þá er ekki svo. Til að mynda vildi hann tvinnbíl sem forsetabíl en því hefur bandaríska leyniþjónustan (CIA) alfarið lagst gegn. Meira
9. apríl 2010 | Bílablað | 583 orð | 2 myndir

Sparibaukur frá Volvo

Eftir Finn Orra Thorlacius finnur@reykjavikbags.is HVAÐ eiga Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, framleiðendur tvinnbíla og bandarískir umhverfisverndarsinnar sameiginlegt? Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.