Greinar fimmtudaginn 13. maí 2010

Fréttir

13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

70% telja Hönnu Birnu standa sig vel

Um 70% Reykvíkinga telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi staðið sig vel í starfi borgarstjóra. Þetta kemur fram í könnun Markaðs- og miðlarannsókna. Könnunin var gerð 4.-10. maí og 816 borgarbúar á aldrinum 18-67 ára tóku þátt í henni. Meira
13. maí 2010 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Abhisit hótar taílensku Rauðskyrtunum valdbeitingu

Stjórnvöld í Taílandi hótuðu í gær að loka fyrir rafmagn, vatn og símaþjónustu við stjórnarandstæðinga, Rauðskyrturnar svonefndu, sem hafast við í búðum í höfuðborginni Bangkok. Meira
13. maí 2010 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Aðeins einn lifði af flugslys

Líbýsk stjórnvöld segja að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk þegar nýleg líbýsk farþegaþota Afriqiyah-félagsins af gerðinni Airbus 330 brotlenti rétt við flugvöllinn hjá höfuðborginni Trípólí í gærmorgun. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Afrísk stemning á Listahátíð

Yfir sextíu viðburðir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík sem sett var í Hafnarhúsinu í gær. Malísku hjónin Amadou og Mariam, sem spiluðu ásamt stórri hljómsveit í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, riðu á vaðið en hljómsveitin Retro Stefson hitaði upp. Meira
13. maí 2010 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Aquino heitir baráttu gegn spillingunni

Ljóst er að hinn fimmtugi öldungadeildarþingmaður Benigno Aquino verður næsti forseti Filippseyja. Hann er með um 40% stuðning þegar búið er að telja megnið af atkvæðum í forsetakjörinu á mánudag, búist er við lokatölum fyrir helgi. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 41 orð

Atvinnumiðstöð opnuð í Firðinum

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar var opnuð í fyrradag í Strandgötu 4. Þar verður sinnt svæðisbundinni vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Álagið á Gæslunni gríðarlegt vegna strandveiða

„Þetta er gríðarlegrt viðbótarálag á okkar starfsemi, við klárum okkur en það er ekki meira en svo,“ segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Strandveiðar hófust að nýju hinn 10. Meira
13. maí 2010 | Erlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

„Ríkisstjórn sem mun endast vel“

Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

„Umræðan hlýtur að breytast“

Una Sighvatsdóttir una@mbl. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

„Þetta fer í tóma vitleysu“

„Það ræðst ekki við neitt í fjárhúsunum þegar lömbin eldast. Þau fara um allt. Þetta fer í tóma vitleysu. Svo dugar ekki mjólkin og þau verða að fá eitthvað til að éta,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Beðið eftir myndatöku

Því miður er það ekki svo að besti vinur mannsins nái alltaf fermingaraldri og ósagt skal látið hvort hundurinn sem starði athugull út um glugga verslunar við Strandgötu í Hafnarfirði í gær hafi aldur til að fermast. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Eignir frystar

Önundur Páll Ragnarsson og Björn Jóhann Björnsson Ekki tókst í gær að birta Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sjálfum stefnu breska dómstólsins, sem hefur kyrrsett eigur hans um víða veröld. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 44 orð

Ekið á dreng

Bifreið var ekið á sjö ára dreng á Akurvöllum í Hafnarfirði um hálfníuleytið í gærkvöldi. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Fjárhagslegir erfið-leikar að sliga Kattholt

Una Sighvatsdóttir una@mbl. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 76 orð

Geðraskanir

Á laugardag nk. kl. 13-16 stendur Hugarafl fyrir málþingi í Bellatrix-salnum í húsnæði Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Frummælandi á málþinginu er dr. Daniel Fisher, geðlæknir við Riverside-geðheilsumiðstöðina í Wakefield, Massachusetts. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Gosvirkni áfram stöðug

Gosvirknin í Eyjafjallajökli virðist nokkuð stöðug en gosmökkurinn hefur minnkað lítillega. Ekkert bendir til þess að gosinu sé að ljúka. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Hjúkrunarheimili verður reist

Í fyrradag var undirritaður nýr samningur milli ríkisins og Akureyrarbæjar um fjármögnun og uppbyggingu 45 hjúkrunarrýma sem koma í stað rýma í Kjarnalundi. Í samningnum er kveðið á um að Akureyrarbær láti hanna og byggja nýtt hjúkrunarheimili. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Hvalafrumvarp verði afturkallað

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fréttar í Morgunblaðinu 11. maí, þar sem fram kemur að forráðamenn Hvals hf. sjá öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu í sumar vegna framkomins frumvarps um hvalveiðar. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Kattholt í vanda

„Ég held að bæjarfélögunum finnist gott að við séum til en það eru ekki nema þrjú sem greiða fyrir dýrin í sjö daga, hin bæjarfélögin greiða ekki neitt,“ segir Sigríður Heiðberg, forstöðumaður Kattholts. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 89 orð

Krefst aðgerða strax

Miðstjórn Alþýðusambandsins ítrekaði í gær þá kröfu sína, að nú þegar verði gripið til umfangsmikilla aðgerða í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 754 orð | 2 myndir

Kyrrsett um allan heim

Björn Jóhann Björnsson og Guðrún Hálfdánardóttir Skili Jón Ásgeir Jóhannesson ekki lista um eignir sínar innan tveggja sólarhringa frá því að honum hefur verið birt stefna um kyrrsetningu eigna, eða gefur upp rangar upplýsingar, þá á hann yfir höfði sér... Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Lestur á Morgunblaðinu hefur aukist

Lestur á Morgunblaðinu hefur aukist síðustu mánuði samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent. Meðallestur á hvert tölublað Morgunblaðsins var 34,8% í könnuninni nú en var 32,3% í síðustu könnun. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 46 orð

Lést þegar svifvængur hrapaði

Maðurinn sem lést, er svifvængur hrapaði með hann í hlíðar Ingólfsfjalls um miðjan dag á mánudag hét Grzegorz Czeslaw Rynkowski. Hann fæddist í Póllandi 13. mars 1976, en var búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Nýr formaður LMFÍ

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður var í gær kjörinn formaður Lögmannafélags Íslands, á aðalfundi félagsins. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 721 orð | 3 myndir

Óvissan er allra verst

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Gosið er enn í fullum gangi og sagan sýnir okkur að ekki er víst að því fari að ljúka. Við vitum því ekki hvað við fáum. Það er verst,“ segir Þórarinn Eggertsson, bóndi í Hraungerði í Álftaveri. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Rannsóknarnefnd í Kópavog

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, lagði til á fundi bæjarráðs í gær að skipuð yrði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hefðu það verkefni að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Kópavogsbæjar í ljósi skýrslu... Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

RAX

Erfitt líf í öskunni Gosaskan hlóðst svo á framrúðu dráttarvélarinnar í gærmorgun þegar Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, sótti rúllur að rúðuþurrkurnar höfðu ekki... Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 81 orð

Reyndu að brjóta sér leið inn í salinn

Fjöldi manns reyndi að brjóta sér leið inn í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær er fyrirtaka fór fram í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem ákærðir eru m.a. fyrir brot gegn valdstjórninni vegna atburða við Alþingishúsið í desember 2008. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Segir skilyrði sín vera alvanaleg

Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 368 orð

Sérlega gróf ofbeldisbrot

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Hæstiréttur hefur dæmt Bjarka Má Magnússon í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og sérlega gróf og alvarleg kynferðisbrot gegn þáverandi sambúðarkonu sinni. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 536 orð | 3 myndir

Skráð atvinnuleysi minnkar um 2,6%

Fréttaskýring Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skráð atvinnuleysi í apríl var 9% og minnkaði það um 2,6% frá mars eða um 390 manns að meðaltali, en alls voru 15.932 manns atvinnulausir í apríl, 10.837 á höfuðborgarsvæðinu og 5.095 á... Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Skref fram á við í áætlun um visthæft eldsneyti

Iðnaðarráðuneytið mun næstu tvö árin hafa afnot af nýjum fjögurra manna MiEV-rafbíl frá Mitsubishi, og var Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra afhentur bíllinn í gær. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 128 orð

Skuldbindingar vanmetnar

Það hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar útreikningi á lífeyrisskuldbindingum lífeyrissjóðanna gerir það að verkum að skuldbindingarnar eru líklega stórlega vanmetnar. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 613 orð | 2 myndir

Upplausn í dómsal 101

Andri Karl andri@mbl.is Ónotakennd ríkti í dómsal 101 þegar fyrirtaka fór fram í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem ákærðir eru fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu vegna atburða í desember 2008. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 854 orð | 20 myndir

Verður „þjóðstjórn“ án þjarks?

Fréttaskýring Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 41 orð

Vinnuslys varð á Akureyri

Lögreglunni á Akureyri barst á fjórða tímanum í gær tilkynning um vinnuslys í Flutningamiðstöð Norðurlands. Þar var verið að afferma bifreið þegar ker datt á starfsmann með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Meira
13. maí 2010 | Innlendar fréttir | 279 orð | 2 myndir

Vinstri grænt listaverk

Veggverk er líklega óvenjulegasta gallerí landsins; hvítur húsveggur á gömlu húsi á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Meira
13. maí 2010 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Þreyttir bangsar geta nú farið í frí

Í Finnlandi hefur verið stofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir leikfangabangsa. Ferðin kostar jafnvirði 18.000-28.000 króna. Bangsarnir fara m.a. í heimsókn til jólasveinsins og í hreindýrabúgarð. Meira
13. maí 2010 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Þöggun í Noregi?

Norski sagnfræðingurinn Synne Corell segir að sagnfræðingar hafi reynt að fela með alls kyns orðhengilshætti raunverulega þátttöku innlendra lögreglumanna í að ofsækja gyðinga þegar landið var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld, að sögn... Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 2010 | Leiðarar | 300 orð

Gjaldþrotaleiðin

Greinargerð sem starfshópur um endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu pantaði um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja liggur nú fyrir. Meira
13. maí 2010 | Staksteinar | 228 orð | 1 mynd

Gull í munn

Fréttaritstjóri Stöðvar 2 hefur verið látinn hætta. Ekkert hefur ennþá frést af viðbrögðum af skrifstofum norrænu blaðamannasamtakanna. Enginn getur efast um að pöntun á yfirlýsingum hafi þegar verið lögð fram. Meira
13. maí 2010 | Leiðarar | 280 orð

Réttur tími fyrir rannsókn

Framganga Arionbanka og Landsbanka Íslands bendir eindregið til þess að það sé stefna Samfylkingarinnar að koma Íslandi aftur í hendurnar á gömlu svindlurunum sem hafa verið í svo þéttu sambandi við flokkinn. Meira

Menning

13. maí 2010 | Tónlist | 98 orð | 1 mynd

Ási í Bæ, Oddgeir og Atli Heimir

Tríó Blik flytur lög eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson í Norræna húsinu í dag kl. 17:00. Á dagskránni eru meðal annars lög Ása í Bæ sem ekki hafa heyrst áður sem fundust á gamalli upptöku. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 696 orð | 1 mynd

„Dálítið eins og saumaklúbbur“

Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Pétur Þór Benediktsson og Einar Tönsberg gáfu nýverið út lagið „Come on come over“ sem margir þekkja úr auglýsingaherferð Nova. Þeir vinna nú saman að plötu. Meira
13. maí 2010 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Djass og þjóðlög í Skrúðgarðinum

Kvartett Maríu Magnúsdóttur heldur tónleika í Kaffihúsinu í Skrúðgarðinum á Akranesi í kvöld kl. 21. Meira
13. maí 2010 | Kvikmyndir | 227 orð | 2 myndir

Fín afþreying en þó ekki stórbrotin

Kvikmyndaritið Hollywood Reporter gefur kvikmyndinni Prince of Persia: The Sands of Time , sem Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk í, prýðilega gagnrýni. Meira
13. maí 2010 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Fyrirlestur Harri Pälviranta

Finnski ljósmyndarinn Harri Pälviranta flytur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 12:15. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Fölnandi kýprusviður

Helstu talsmenn kannabisneyslu í tónlistarsögunni, félagarnir í Cypress Hill, slógu í gegn í upphafi 10. áratugarins með mjög svo grípandi rapplögum, klassíkerum á borð við „Insane in the Brain“ og „When the Shit Goes Down“. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Glaðlegt og kúl retro-popp

Head First er fimmta breiðskífa Alison Goldfrapp og Will Gregory. Á henni má finna skemmtilegt gleðiskotið danspopp undir sterkum eitís-áhrifum. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Haffi Haff á styrktartónleikum á Spot

Í kvöld kl. 20.30 fara fram tónleikar til styrktar Margréti Andrésdóttur, búsettri á Egilsstöðum, sem hefur allt síðan 2004 barist við erfiðan langvarandi sjúkdóm sem veikir hjá henni ónæmiskerfið. Tónleikarnir fara fram á Spot í Kópavogi og fram koma... Meira
13. maí 2010 | Tónlist | 188 orð | 1 mynd

Halda partí fyrir mótmælendur

Páll Óskar Hjálmtýsson, Hjaltalín, KK og Ellen, Vilborg Dagbjartsdóttir, RASS, Ari Eldjárn, félagar úr Hjálmum, Parabólurnar, Jón Atli Jónasson, Varsjárbandalagið o.fl. munu taka þátt í uppákomu á Austurvelli á laugardaginn, 15. maí, kl. Meira
13. maí 2010 | Myndlist | 307 orð | 1 mynd

Horft inn og út í dularfullan heim

Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Katrín Elvarsdóttir hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima fyrir sem og erlendis. Í dag kl. 17 opnar hún sýninguna Equivocal: The Sequel í Galleríi Ágúst. Meira
13. maí 2010 | Myndlist | 85 orð | 1 mynd

Innsetning í gluggum Auga fyrir auga

Á morgun, föstudag, kl. 18:00 verður innsetningin Volcanic bedroom eftir Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur afhjúpuð í gluggum Auga fyrir auga á Hverfisgötu 35, á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Meira
13. maí 2010 | Tónlist | 265 orð | 1 mynd

Jákvæður sprengikraftur

Í dag heldur strengjakvartett þeirra Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Sifjar Tulinius fiðluleikara og Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara í víking vestur um haf. Meira
13. maí 2010 | Myndlist | 46 orð

Leiðrétt

Í frásögn af sýningu Gary Schneider var rangt farið með hvenær hún er opin. Rétt er að sýning hans í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Nekt , verður opnuð næstkomandi laugardag kl. 15 en ekki á sunnudag eins og missagt var. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Ljósmyndir í Kubbnum

„Það á ekki að líta á þessar myndir sem ljósmyndir. Það á að lesa ljósmyndirnar sem sjálfstætt myndlistarverk,“ segir Erla S. Haraldsdóttir, gestakennari við Listaháskóla Íslands. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 43 orð | 2 myndir

Margverðlaunuð í Berlín

Bandaríska söngkonan Lady Gaga fékk fjórar platínuplötur og þrenn ECHO-verðlaun í Berlín á þriðjudaginn. Hin 23 ára tónlistarkona var verðlaunuð fyrir sölu á tveimur plötu sínum í Þýskalandi áður en hún hélt tónleika í borginni. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Mun White kynna Óskarinn?

Ellismellurinn Betty White kom fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live nú á dögunum og sló heldur betur í gegn. Aðstandendur þáttarins voru yfir sig hrifnir af frammistöðu leikkonunnar, enda rauk áhorf upp og hefur ekki mælst hærra í 18 mánuði. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Ofboðslega ásættanlegt

Hljómsveitin Nada Surf var stofnuð fyrir átján árum. Þeir hafa gefið út plötur með reglulegu millibili, en If I had a hi-fi er sjötta hljóðversplata þeirra. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 28 orð | 1 mynd

Pétur Ben og Eberg vinna saman að plötu

Tónlistarmennirnir Pétur Þór Benediktsson, Pétur Ben, og Einar Tönsberg, Eberg, vinna nú saman að plötu. Platan er enn nafnlaus en þeir stefna að útgáfu öðruhvorumegin við áramót. Meira
13. maí 2010 | Tónlist | 159 orð | 2 myndir

Pottþéttir smellir

Þótt undarlegt megi virðast eru hvorki Dikta né Jónsi á toppi Tónlistans þessa vikuna. Safnplatan Pottþétt 52 er í fyrsta sætinu, Dikta í öðru og Jónsi í fjórða. Á Pottþétt 52 má finna flesta smelli undanfarinna mánaða, m. Meira
13. maí 2010 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Snillingar í sjónvarpssal

Íslenski boltinn nefnist þáttur Sjónvarpsins um íslensku knattspyrnuna. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Spottarnir spila á Rósenberg

Æringjarnir í hljómsveitinni Spottunum efna til tónleika á Rósenberg í kvöld. Sveitina skipa Eggert Jóhannesson feldskeri sem syngur og plokkar gítarinn, Magnús R. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 42 orð | 4 myndir

Stjörnur á Cannes

Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og var opnunarmynd hátíðarinnar, kvikmynd Ridleys Scotts um Hróa hött, frumsýnd í gærkvöldi. Meira
13. maí 2010 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Styrkur til efnilegs söngnema

Árlega úthlutar Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar styrk til efnilegra söngnema til framhaldssöngnáms erlendis. Að þessu sinni hlaut Andri Björn Hróbjartsson styrk að fjárhæð 700.000 kr. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Uniform Sierra sýnd á Reeldance í Ástralíu

Stuttmynd Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Uniform Sierra, verður sýnd á Reeldance-tvíæringnum í Ástralíu í sumar, en kvikmyndahátíðin fer fram í 13 borgum þar í landi og endar svo á Nýja-Sjálandi. Meira
13. maí 2010 | Myndlist | 544 orð | 4 myndir

Varð ljósmyndari fyrir tilviljun

Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl. Meira
13. maí 2010 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Vill líta út eins og Ronaldo

Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe undirbýr sig nú fyrir næsta hlutverk sitt, en hann mun túlka gluggaþvottamann í leikritinu How To Succeed in Business Without Really Trying, sem sýnt verður á Broadway. Meira

Umræðan

13. maí 2010 | Aðsent efni | 536 orð | 1 mynd

Bankahrunið: Þáttur númer 2 hafinn

Eftir Lúðvík Gizurarson: "Lánin hækka daglega. Fólk borgar og borgar. Sparar jafnvel við sig mat. Er í skilum með öll lán en á samt alltaf minna og minna í íbúðinni." Meira
13. maí 2010 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Besti borgarstjórinn

Á nýlegum fundi með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík spurði fundargestur hvort einhver frambjóðendanna treysti sér til að halda því fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði ekki verið góður borgarstjóri. Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 293 orð | 1 mynd

Brúarsmíð í Kópavogi

Eftir Guðríði Arnardóttur: "Tveir stærstu flokkarnir í Kópavogi hafa báðir brúarsmíði á stefnuskrá sinni. Þessar brýr eru þó ólíkar bæði að gerð og eðli. Samfylkingin kallar tillögu sína í atvinnu- og húsnæðismálum Kópavogsbrú. Um 400 íbúðir standa nú hálfbyggðar í bænum." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Frasar stjórnmálamannsins eða raunverulegur valkostur?

Eftir Elfi Logadóttur: "Íslenska þjóðin hefur upplifað rússíbanareið undanfarin tvö ár. Afleiðingarnar fyrir sálartetrið eru miklar, vantraustið algjört og skotgrafirnar svo djúpar að þær ná næstum því til Kína. Þjóðin kallar á breytingar við þessar aðstæður." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Hvers vegna nýtur Mosfellsbær trausts?

Eftir Harald Sverrisson: "Rekstur Mosfellsbæjar hefur gengið vel á undanförnum árum. Á síðustu tveimur kjörtímabilum eða síðan árið 2002 hefur samanlagður afgangur af rekstri verið rúmur milljarður króna." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 275 orð | 1 mynd

Höfuðborgarsvæðið ein heild

Eftir Guðnýju Dóru Gestsdóttur: "Undanfarin ár hafa skipulagsmál sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu einkennst af gegndarlausri útþenslu og samkeppni í lóðasölu. Ummerkin blasa við. Hálfkláruð hús, ófrágengin hverfi og verkefnalausir kranar." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Keynes er dauður – jörðum hann

Eftir Geir Ágústsson: "Hvenær lærist okkur að hagfræðingurinn Keynes hafði rangt fyrir sér og stefna hans hefur nú beðið endanlegt skipbrot?" Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 299 orð | 1 mynd

Mosfellsbær er bær tækifæranna

Eftir Evu Magnúsdóttur: "Það skiptir okkur máli hverjir veljast til þess að stjórna bænum okkar. Það vita Mosfellingar manna best. Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn undanfarin átta ár í Mosfellsbæ og fjögur síðustu ár ásamt Vinstri grænum." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 177 orð | 1 mynd

Nýtt framboð – Frjálslyndir

Eftir Helgu Þórðardóttur: "Frjálslyndi flokkurinn býður fram í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga. Þetta er í fyrsta skiptið sem Frjálslyndir bjóða einir fram í Reykjavík og er því í raun um nýtt framboð að ræða." Meira
13. maí 2010 | Bréf til blaðsins | 290 orð | 1 mynd

Orkuveitu Reykjavíkur svarað

Frá Steinþóri Jónssyni: "Það er beinlínis rangt að mér hafi verið kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir Orkuveitunnar og tímaáætlun þeirra. Ekki einn einasti starfsmaður Orkuveitunnar hafði samband við mig til að gera mér grein fyrir umfangi og tímaramma framkvæmda." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Ólöglegt ofríki Húseigendafélagsins

Eftir Magnús Sigurðsson: "Samkvæmt samþykktum Húseigendafélagsins skal það gæta hagsmuna allra eigenda fasteigna í landinu með óvilhöllum hætti." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 329 orð

Upp úr skaflinum

Undarlegt loforða- og launamál hefur verið í gangi er varðar stjórnarráð og seðlabanka. Steininn tók úr þegar staðgenglar Ragnars Reykáss birtust í hlutverkum stjórnarformanns og stjóra bankans undir bakröddum stjórnarráðsins, handan hólsins. Meira
13. maí 2010 | Velvakandi | 261 orð | 1 mynd

Velvakandi

Silfurkross tapaðist Stór, gamall silfurkross í langri silfurkeðju tapaðist föstudaginn 16. apríl sl., sennilega í sundlaug Seltjarnarness, Melabúðinni eða Kringlunni. Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Völukast úr glerhúsi

Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur: "Öðruvísi mér áður brá. Þarna flugu steinvölur úr glerhúsi sjálfstæðismanna sem sjálfir sitja í flokki þar sem allt logar stafnanna á milli." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Þjóðin og stjórnmála mennirnir

Eftir Albert Jensen: "Eftir reynslu af vinstristjórn á Íslandi virðist engu skipta hvaða flokkur er við völd. Við öll stjórnarskipti heldur sama ferlið áfram. Gamalt fólk og fatlað verður afskipt." Meira
13. maí 2010 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Önnur atburðarás, ekkert hrun?

Eftir Kristin Karl Brynjarsson: "Til þess að þjóna þessum nýfengnu tengslum var náð í Ingibjörgu Sólrúnu úr stól borgarstjóra til þess að vera forsætisráðherraefni flokksins, enda þótti hún hafa mun meiri „kjörþokka“ í því hlutverki en þáverandi formaður ..." Meira

Minningargreinar

13. maí 2010 | Minningargreinar | 2333 orð | 1 mynd

Hinrik Karl Aðalsteinsson

Hinrik Karl Aðalsteinsson fæddist á Siglufirði 2. júlí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði 5. maí 2010. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónatansson, vélstjóri og verkamaður á Siglufirði, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 712 orð | 1 mynd

Kristín Ísleifsdóttir

Kristín Ísleifsdóttir fæddist í Miðkoti, Fljótshlíð, 3. desember 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 23. apríl sl. Útför hennar fór fram frá Háteigskirkju föstudaginn 30. apríl 2010. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 1238 orð | 1 mynd

Kristjana Jónsdóttir Bilson

Kristjana Jónsdóttir Bilson (Jana) fæddist á Ísafirði 28. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Helga Valdimarsdóttir, f. í Hnífsdal 26. febrúar 1890, d. 31. mars 1977, og Jón Barðason, skipstjóri, f. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 1542 orð | 1 mynd

Kristján Jóhann Guðmundsson

Kristján Jóhann Guðmundsson fæddist 3. apríl 1929 á Vattarnesi í Suður-Múlasýslu. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað hinn 8. apríl 2010. Útför Kristjáns Jóhanns fór fram frá Eskifjarðarkirkju 16. apríl 2010. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 285 orð | 1 mynd

Kristjón Pálmarsson

Kristjón Pálmarsson fæddist á Unhóli í Þykkvabæ 13. maí 1927. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 24. apríl sl. Útför Kristjóns fór fram frá Þykkvabæjarkirkju 8. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 1201 orð | 1 mynd

Óli Jóhann Pálmason

Óli Jóhann Pálmason fæddist í Vestmannaeyjum þann 8. júlí 1952 en ólst upp í Kópavogi. Hann lést á Ryhov-sjúkrahúsinu í Jönköping í Svíþjóð 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Anna Jóhannsdóttir og Pálmi Rögnvaldsson. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 883 orð | 1 mynd

Sigrún Gísladóttir

Sigrún Gísladóttir, húsmóðir, fæddist 22. maí 1930. Hún lést að Fossheimum 20. apríl 2010. Sigrún var fædd á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson sjómaður og Jóna Ingibjörg Einarsdóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2010 | Minningargreinar | 518 orð | 1 mynd

Örn Forberg

Örn Forberg fæddist í Reykjavík 15. október 1933. Hann lést 12. mars 2010 á heimili sínu Rosenvegen 6, 232 54 Akarp, Suður-Svíþjóð. Kveðjuathöfn og bálför fór fram í Lundi, Svíþjóð, 26. mars 2010. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

13. maí 2010 | Neytendur | 637 orð

Helgartilboðin

Bónus Gildir 12.-16. maí verð nú áður mælie. verð My heimilisbrauð, 385 g 129 147 335 kr. kg Gouda ostur mildur 972 1.227 972 kr. kg KS frosið lambalæri 998 1.139 998 kr. kg KS frosið lambafilet 2.698 2.998 2.698 kr. kg KF ungnautaborgarar, 12x120 g 1. Meira
13. maí 2010 | Daglegt líf | 72 orð | 1 mynd

Kúmen kemur í veg fyrir strok

Kúmen er annað vinsælasta krydd heims, næst á eftir svörtum pipar. Það er vinsælt í matargerð á Indlandi, í Pakistan, Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum, á Srí Lanka og Kúbu. Meira
13. maí 2010 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

...látið ekki síðustu daga Græna ljóssins fram hjá ykkur fara

Nú eru síðustu forvöð að sjá vinsælustu kvikmyndirnar sem voru sýndar nýlega á hátíðinni Bíódögum 2010, sem Græna ljósið stóð fyrir. Meira
13. maí 2010 | Ferðalög | 850 orð | 2 myndir

Njólastappa, kríuegg og fleira að hætti höfðingja

Jörundur hundadagakonungur sat höfðinglega veislu úti í Viðey árið 1809 og nú stendur til að leyfa bragðlaukum nútímamanna að smakka það góðgæti sem þá var á borðum. Sumardagskráin í eyjunni fögru verður opnuð formlega á laugardaginn með djassveislu en fjölmargt verður þar í boði í allt sumar. Meira
13. maí 2010 | Daglegt líf | 224 orð | 2 myndir

Sauðburður og annar fróðleikur

Nú þegar vorið er komið, sauðburður í hámarki og lömbin skjótast úr kindunum um allt land, er ekki úr vegi að kynna sér íslensku sauðkindina og alla hennar kosti. Meira
13. maí 2010 | Daglegt líf | 269 orð | 1 mynd

Teriyaki-kjúklingur

Þessi kjúklingur er undir japönskum áhrifum þótt ekki sé hann hreinræktaður japanskur, líklega nær því að vera amerísk-japanskur. Slær yfirleitt í gegn hjá öllum kynslóðum. Meira
13. maí 2010 | Daglegt líf | 153 orð | 1 mynd

Vissara er að þvo selleríið sitt

Mamma sagði alltaf að það ætti að þvo allt grænmeti og alla ávexti fyrir notkun. Það er mikið til í því, þú veist aldrei hverjir eru búnir að þukla eplið í búðinni eða hvernig það var meðhöndlað hjá framleiðandanum. Meira

Fastir þættir

13. maí 2010 | Í dag | 217 orð

Af Kötlu og lúpínu

Jón Jóhannesson bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafirði orti þegar Katla gaus árið 1918: Nú er sveitum voðinn vís versnar beit á landi Katla hreytir eldi og ís ösku og heitum sandi. Jón er langafi Ingólfs Ómars Ármannssonar í föðurætt. Meira
13. maí 2010 | Fastir þættir | 157 orð

Brids - Guðmundur S. Hermannsson | ritstjorn@mbl.is

11 niður Norður &spade;KG432 &heart;8 ⋄9732 &klubs;832 Vestur Austur &spade;Á8 &spade;-- &heart;76 &heart;K1053 ⋄ÁKDG1085 ⋄64 &klubs;104 &klubs;ÁKDG975 Suður &spade;D109765 &heart;ÁDG942 ⋄-- &klubs;6 Suður spilar 5⋄ redoblaða. Meira
13. maí 2010 | Árnað heilla | 196 orð | 1 mynd

Hyggst þeysa til fjalla

Þorvaldur Guðmundsson, framhaldsskólakennari, ökukennari og bæjarfulltrúi á Selfossi, er sextugur í dag. Hann ætlar að fagna áfanganum í sumarbústaðnum með sínum nánustu. Meira
13. maí 2010 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur...

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42. Meira
13. maí 2010 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Sesar Logi fæddist 4. janúar kl. 20.39. Hann vó 3.190 g og var...

Reykjavík Sesar Logi fæddist 4. janúar kl. 20.39. Hann vó 3.190 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Björgvinsdóttir og Hafsteinn... Meira
13. maí 2010 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. a4 c5 13. d5 c4 14. Bc2 Rc5 15. a5 g6 16. b4 cxb3 17. Rxb3 Hc8 18. He3 Rfd7 19. Rxc5 Rxc5 20. Ba3 f5 21. exf5 gxf5 22. Rxe5 dxe5 23. Meira
13. maí 2010 | Fastir þættir | 309 orð

Víkverjiskrifar

Kaupum gull,“ stendur á skilti á gangstétt í Pósthússtræti og Víkverji veltir fyrir sér hvort þetta sé tímanna tákn; nú selji örvæntingarfullir Íslendingar sín síðustu verðmæti í kreppunni. Meira
13. maí 2010 | Í dag | 180 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. maí 1776 Gefin var út konungleg tilskipun um póstferðir á Íslandi. Fyrsta póstferðin var þó ekki farin fyrr en í febrúar 1782. 13. Meira

Íþróttir

13. maí 2010 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Á hraðri uppleið

Ólafur Björn Loftsson, Íslandsmeistari úr Nesklúbbnum, hefur farið upp um tæplega 500 sæti á heimslista áhugamanna í golfi í vetur með frábærum árangri í bandaríska háskólagolfinu. Ólafur er nú í 117. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 576 orð | 2 myndir

„Fæ góð ráð frá pabba“

Viðtal Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Arnar Sveinn Geirsson, 18 ára táningur í liði Vals, sló í gegn með Hlíðarendaliðinu í 1. umferð Pepsi-deildarinnar þegar Valsmenn gerðu 2:2-jafntefli við Íslandsmeistara FH-inga. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

„Fögnum vel saman ef Eyjafjallajökull lætur okkur í friði!“

„Við gerum okkur ekki ennþá grein fyrir því hvað við höfum afrekað en það kemur að því. Við verðskulduðum sigur í þessum leik frá byrjun. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 501 orð | 1 mynd

„Pressa á okkur“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Boston með undirtök gegn Cleveland

Boston Celtics er komið í lykilstöðu í undanúrslitum Austurdeildar NBA eftir glæsilegan útisigur á Cleveland Cavaliers, 120:88, í fyrrinótt. Boston er þar með komið í 3:2 og fær tækifæri til að gera út um einvígið á sínum heimavelli. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Forlán uppfyllti Evrópudraum Atlético

Úrúgvæinn Diego Forlán er maður Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í ár en hann sá um að tryggja Atlético Madrid 2:1 sigur í framlengdum úrslitaleik gegn litla Lundúnaliðinu Fulham í Hamborg í gær. Sigurmarkið gerði Forlán á 25. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 402 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ó lafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen í sjö marka sigri á Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi, 34:27. Liðin höfðu þar með sætaskipti og RNL komst upp í 4. sæti deildarinnar. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 340 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Katherine Loomis , bandarískur markvörður, er komin til liðs við kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu. Hún ver líklega mark liðsins gegn Fylki í fyrstu umferð Íslandsmótsins á Kópavogsvellinum í dag. Loomis er 24 ára gömul og kemur frá sænska 1. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 460 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Arnar Sveinn Geirsson , sem rætt er við hér til vinstri, er ekki algjör nýliði í Valsliðinu þó ungur sé að árum. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 315 orð

Framleikurinn tók ÍBV 28 klukkutíma

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Þegar knattspyrnumenn frá Vestmannaeyjum tóku þátt í fyrsta Íslandsmótinu fyrir 98 árum, 1912, voru þeir tvo daga á leið sinni til Reykjavíkur. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Fyrsta úrvalslið tímabilsins

13. maí 2010 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Fyrsta úrvalslið tímabilsins

Úrvalslið Morgunblaðsins í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsideildarinnar, má sjá hér til hliðar. Eins og undanfarin ár verður „lið umferðarinnar“ ávallt birt að henni lokinni og það er byggt á einkunnagjöf blaðsins, M-gjöfinni. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 288 orð

Grátlegt hjá Dönum á HM í íshokkí

Norðurlandaþjóðirnar hafa gert það gott undanfarna daga á HM í íshokkí sem haldið er í Þýskalandi. Svíar og Finnar hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum og Norðmenn geta komist í þann hóp. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 275 orð

KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA Úrslitaleikur í Hamborg: Fulham &ndash...

KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA Úrslitaleikur í Hamborg: Fulham – Atlético Madrid 1:2 Diego Forlán 32., 116. – Simon Davies 37. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Mikið undir hjá Ásdísi

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni kom til Doha í Katar í gærkvöldi þar sem hún tekur þátt í fyrsta stórmóti sumarsins í frjálsum íþróttum. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 75 orð

Nýtt nafn í úrvalsdeildina

Cardiff vann í gær sigur á Leicester í vítaspyrnukeppni þegar liðin áttust við öðru sinni í undanúrslitum umspilskeppninnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 191 orð

Ólíklegt að Helga Margrét keppi í Götzis

Allt útlit er fyrir að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni taki ekki þátt í fjölþrautamótinu sterka í Götzis sem fram fer 29.-30. maí. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Ólína sneri til baka í jafnteflisleik

Knattspyrnukonan Ólína G. Viðarsdóttir spilaði í gær sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar lið hennar Örebro gerði markalaust jafntefli við stórlið Umeå. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Patrekur fékk lengri frest til umhugsunar

Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik, liggur enn undir feldi en hann er með tilboð um að taka að sér þjálfun þýska 2. deildarliðsins TV Emsdetten. Meira
13. maí 2010 | Íþróttir | 196 orð

Skoskur varnarmaður til Valsara

Greg Ross, skoskur knattspyrnumaður, er genginn til liðs við Valsmenn og leikur með þeim í sumar. Hann kom til landsins í gær og er kominn með leikheimild með Hlíðarendafélaginu. Meira

Viðskiptablað

13. maí 2010 | Viðskiptablað | 448 orð | 1 mynd

Aðsóknin eykst en æfingagjöldin skila sér verr

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íþróttafélögin eru óneitanlega í lykilhlutverki þegar kemur að íþróttaiðkun og -áhorfi landsmanna. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 471 orð | 1 mynd

„Það þurfti að ná konum landsins út af heimilunum“

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 458 orð | 1 mynd

„Þú finnur ekki þetta úrval í venjulegri íþróttavöruverslun“

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það má segja að 95% af rekstrinum snúist um fótbolta og svo 5% um hinar boltaíþróttirnar: körfubolta og handbolta. Við höfum líka selt stöku blakbolta og tilheyrandi,“ segir Valdimar P. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 46 orð | 1 mynd

Björgunarsjóður og botnlaus hít

Þýskir skattgreiðendur bera hitann og þungann af nýstofnuðum björgunarsjóði ESB handa skuldsettum evruríkjum. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 1505 orð | 3 myndir

Blautt púður í vopnabúri evrunnar

*Björgunarsjóður Evrópusambandsins, sem kynntur var til sögunnar í upphafi vikunnar, kemur fyrst og fremst til þess að veita brúarlán til skuldsettra ríkja * Stofnun sjóðsins kann að létta á þrýstingi banka sem hafa stórar stöður í ríkisskuldabréfum skuldsettra evruríkja Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Breyta reglum um flug

ESB hefur breytt reglugerðum um flugumferð þannig að bannsvæði vegna öskuskýja frá eldgosasvæðum verður minna en áður. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 157 orð | 1 mynd

Fátt um svör hjá bönkum

Erfiðlega gengur að fá svör hjá fulltrúum Arion banka og skilanefnd Landsbankans um hvort stefnur slitastjórnar Glitnis, sem meðal annars eru á hendur hjónunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur, breyta nokkru um ráðstöfun eigna þeirra. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 515 orð | 1 mynd

Fjölskylduvæn heilsurækt fyrir venjulegt fólk

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þetta var miklu stærra skref en ég gerði mér grein fyrir. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 234 orð | 1 mynd

Freistnin varð kerfinu að falli

Þjóðin leitar að sökudólgum. Hún leitar að friðþægingu. Hún vill hengja stjórnendur og eigendur hinna föllnu banka í hæsta gálga. Reiðin er skiljanleg. Allur almenningur líður fyrir hrun bankakerfisins. Eignir hafa horfið, en skuldirnar standa eftir. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 480 orð | 2 myndir

Glitnir lagðist gegn kyrrsetningarbeiðni þrotabús

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 439 orð | 1 mynd

Hjólamenningin er að breytast til hins betra

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sumarvertíðin fylgir algjörlega veðrinu. Um leið og grasið fer að grænka, hitnar í veðri og sólin hækkar á lofti þá hefst hjólavertíðin og fer hratt af stað. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 424 orð | 1 mynd

Kaupfélag Skagfirðinga með tveggja milljarða hagnað

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga á dögunum kom fram að hagnaðurinn af rekstri samstæðunnar á síðasta ári nam um 2 milljörðum króna. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 255 orð | 1 mynd

Ofurillgresi hrellir bandaríska bændur

Bandarískir bændur eiga í sífellt meiri vandræðum í baráttunni við illgresi. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 209 orð | 1 mynd

Rekstrarbati hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 7,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Er það 5,5 milljörðum króna betri afkoma en á sama tíma ársins 2009. Samanlagður hagnaður síðasta hálfa ársins nemur 16 milljörðum króna. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 69 orð | 1 mynd

Sparisjóðir lækka vexti

Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um allt að 0,5% frá 11. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 72 orð | 1 mynd

Sveinn Þór Stefánsson tekur til starfa sem forstjóri Existu

Sveinn Þór Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri Existu, en Sveinn var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins. Magnús Magnússon, stjórnarformaður Existu, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 162 orð | 1 mynd

Umtalsvert tap hjá Atlantic

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways var rekið með tapi upp á 5,7 milljónir danskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Í íslenskum krónum nemur tapið því um 125 milljónum. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 1077 orð | 4 myndir

Vanmetin skuldbinding

Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Útreiknuð framtíðarlífeyrisskuldbinding lífeyrissjóðanna, þeirra almennu jafnt sem opinberu sjóðanna, er vanmetin, að mati tveggja tryggingastærðfræðinga. Meira
13. maí 2010 | Viðskiptablað | 165 orð | 1 mynd

Þjóðin skemmtir sér

Nú er stuð í skemmtana- og grínlífi Íslendinga. Segja má að gríðarleg endurnýjun hafi átt sér stað frá því straumhvörf urðu. Þau urðu þegar Einar Bárðarson setti upp frábæra útihátíð, Bankahrunið 2008. Geir H. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.