Greinar laugardaginn 5. júní 2010

Fréttir

5. júní 2010 | Erlendar fréttir | 223 orð | 2 myndir

Aukinn æskuljómi og gáfur

Norður-Kóreumenn fóru ánægðir inn í helgina enda ekki lítið afrekið sem vísindamenn einræðisstjórnarinnar höfðu unnið upp á eigin spýtur. Reka mætti meðalstórt ríki í langan tíma fyrir það fé sem varið hefur verið í kaup á hrukkukremum. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 271 orð

Áfram vakandi auga á eldfjallinu

„Þetta er ekki alveg búið,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en aukinn gosórói var í Eyjafjallajökli síðdegis í gær og í gærkvöldi og sást svartur mökkur rísa frá toppi fjallsins. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Árangurinn er gríðarlega góður

„Við höfum áhuga á því að stækka hótelið og bjóða upp á læknismeðferð samhliða hinni hefðbundnu heilsumeðferð. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

„Hluti af klassísku námi“

Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is „Þetta eru fjórir mótorar, vinnuborð og rafmagnsskápar sem á að leggja niður. Þetta er hluti af klassísku námi. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Burstabær opinn

BURSTABÆRINN Krókur á Garðaholti í Garðabæ verður opinn almenningi til sýnis á hverjum sunnudegi í sumar frá kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis. Aðsókn að Króki hefur verið góð og hefur fólk á öllum aldri komið í heimsókn. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Dagur Besta flokksins

Jón Gnarr er næsti borgarstjóri í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs. „Ég verð skemmtilegur borgarstjóri,“ sagði Jón á blaðamannafundi í gærdag þegar nýr meirihluti var kynntur. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 551 orð | 3 myndir

Dýrara viðhald á góðærisvegum

Fréttaskýring Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Framlög ríkisins til viðhalds á vegum og þjónustu verða um 10% lægri í krónum talið á þessu ári en í fyrra, samkvæmt samgönguáætlun sem Alþingi er með til umfjöllunar. Raunlækkun frá 2007 nemur um 28%. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 16 orð | 1 mynd

Eggert

Listræn uppstilling Þessi kona í galleríinu Art67 á Laugavegi kann þá list að stilla upp... Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 297 orð | 2 myndir

Engu nær eftir fund með Má

Efnahags- og skattanefnd Alþingis ræddi launamál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í gærkvöldi, að ósk Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Erfið ár framundan en ekki leiðinleg

Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Verkaskipting nýs meirihluta í borgarstjórn er enn í vinnslu en Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs. Ekki hefur verið skipað í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fá ekki fulltrúa í skattanefndinni

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur hafnað beiðni ASÍ um beina aðild sambandsins að starfshópi sem á að endurskoða skattkerfið. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Fyrirtækin keyra áfram á gufunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar-flokksins, segir að lífið liggi við að Alþingi takist að afgreiða þingmál fyrir sumarhlé, sem muni taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Gefur upp hluta styrkja

Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk 24,8 milljónir króna í styrki vegna prófkjörsbaráttu sinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, árið 2006. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 560 orð | 2 myndir

Gera sér grein fyrir andstöðunni á Íslandi

Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Við erum alveg undir það búin að Ísland felli samning um aðild að Evrópusambandinu,“ segir háttsettur embættismaður í stækkunardeild Evrópusambandsins. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 236 orð

Grafið undan innstæðum

Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Forgangur 260 milljarða króna skuldabréfs skilanefndar Landsbankans á nýja Landsbankann (NBI), ef til greiðslufalls hans kemur, var forsenda samkomulagsins sem íslensk stjórnvöld gerðu við skilanefndina 16. desember í fyrra. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Gæsla staðfest yfir tveimur piltum

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir tveimur piltum, sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í tugi sumarbústaða á Suðurlandi og Vesturlandi. Þriðji pilturinn situr einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði er vistaður á Stuðlum. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Herinn frekar en slippinn

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kristján Valdimar Valdimarsson hefur átt þann draum lengi að fara í herinn. Hann er einn þriggja vina sem sótt hafa um í danska hernum. „Þetta er svona þriggja manna plan. Meira
5. júní 2010 | Erlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Hirð ráðgjafa á spenanum

Fráfarandi ríkisstjórn Verkamannaflokksins undir stjórn Gordons Brown forsætisráðherra varði 1,8 milljarði punda eða sem svarar 340 milljörðum króna í ráðgjafaþjónustu í fyrra. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 95 orð

Hugarafl sjö ára

Í dag, laugardag, heldur Hugarafl upp á sjö ára afmæli sitt. Haldið verður upp á daginn kl. 13 með rúmruski, þ.e. rúmi verður ýtt frá bráðamóttöku geðsviðs LSH við Hringbraut niður á Kaffi Rót þar sem boðið verður upp á afmæliskaffi. Allir eru... Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Hugsanlega kemur til uppsagna

Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is „Við höfum ítrekað óskað eftir viðræðum við landbúnaðarráðuneytið um nýjan samning. Meira
5. júní 2010 | Erlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Hænublundur í hádeginu

Hann er hvíldinni feginn kínverski farandverkamaðurinn þar sem hann unir sér í heimi draumanna fyrir framan skrifstofuturn í Peking. Kjör verkamanna sem reisa glerhallirnar eru ekki beysin miðað við laun þeirra sem þar sitja. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Í sjöunda himni í flugferðinni

„Þeim finnst þetta alveg ofsalega gaman,“ sagði Arnar Jónsson flugmaður þegar hann var nýlentur á Tungubakkaflugvelli með fötluð ungmenni sem Flugklúbbur Mosfellsbæjar og flugklúbburinn Þytur buðu í skemmtiflug. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Jonathan Pryce hrifinn af Íslandi

Breski leikarinn Jonathan Pryce er mjög hrifinn af Vesturporti og segist hafa rætt við Gísla Örn um að leika með hópnum. Pryce var staddur hér á landi í vikunni til að vinna við nýja kvikmynd Ólafs Jóhannessonar. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Kútterinn Westward Ho til landsins

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kútterinn Westward Ho kom fyrst hingað til landsins árið 1974 en von er á honum til Reykjavíkur í dag. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Litríkar sjómannadagshátíðir um helgina

Sjómannadagurinn er á morgun og af því tilefni eru hátíðahöld víða um land um helgina. Sjóarinn síkáti er sjómanna- og fjölskylduhátíð þeirra Grindvíkinga sem halda veglega hverfakeppni þar sem íbúar hverfanna keppa í skreytingum og sprelli. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Mikið mistur og svifryk mældist langt yfir heilsuverndarmörkum

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Í Reykjavík var þétt öskumistur yfir borginni frá hádegi í gær og mældist mest 1413 míkrógrömm á rúmmetra klukkan fjögur, en var komið niður í rúm 700 míkrógrömm um kvöldmatarleytið. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Nýr bæjarstjóri þekkir Kópavog út og inn

Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Guðrún Pálsdóttir er þriðja konan sem gegnir embætti bæjarstjóra í Kópavogi. Hún er nú sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Ný útvarpsstöð útrýmir fordómum

Ö-FM – 106,5 er ný útvarpsstöð sem er farin í loftið. Hún er rekin af ungum hressum hreyfihömluðum piltum. Þessir sömu drengir hafa starfrækt heimasíðuna www.oryrki.is frá árinu 2006. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 3364 orð | 3 myndir

Okkur liggur lífið á

Viðtal Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við formennsku í flokknum í janúar 2009, í miðjum „Hrunadansi“, þá rétt að verða 34 ára gamall. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Pétur Sigurgeirsson biskup

Pétur Sigurgeirsson biskup er látinn, 91 árs að aldri. Hann gegndi embætti biskups Íslands frá árinu 1981 til 1989. Pétur fæddist 2. júní árið 1919. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 104 orð

RKÍ safnar fötum um allt landið

Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land í dag í samstarfi við Eimskip. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sjómannadagsblað Austurlands komið út

Sjómannadagsblað Austurlands kom út í gær, föstudag, og er það um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað ljósmynda prýða blaðið. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Skógarsýning um Ronju ræningjadóttur

Það er vel við hæfi að sýna leikrit um náttúrubarnið Ronju ræningjadóttur úti í skógi en það voru nemendur 6. bekkjar Rimaskóla sem settu upp sýningu í grenndarskógi skólans í gær. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins villtist inn í skóginn voru nemendur 3. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Skráningu Haga frestað til hausts

Skráning Haga í Kauphöllina frestast fram á haust, að sögn Höskuldar H. Ólafssonar, sem tók við stöðu bankastjóra í Arion banka í vikunni. Til stóð að skrá félagið á markað í þessum mánuði. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 660 orð | 3 myndir

Starfa við spilamennsku

FRÉTTASKÝRING Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Vinsældir pókers á Íslandi fara vaxandi. Pókerspilurum fjölgar með hverju árinu og smátt og smátt stækkar umgjörðin um þessa iðju. Í augum flestra er póker aðeins leikur. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 483 orð | 3 myndir

Strandsiglingar álitlegar

Fréttaskýring Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Álitlegt kann að vera að hefja strandsiglingar við landið að nýju, enda virðist eftirspurn eftir slíkri þjónustu séu flutningsgjöld samkeppnishæf því sem gerist í landflutningum. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 62 orð

Strandveiðarnar éta aukinn þorskkvóta

Tíu þúsund tonna aukning þorskkvóta mun að miklu leyti hverfa þar sem afli strandveiðimanna mun dragast frá aflamarkinu. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Stæðist vart íslensk lög

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Yfirlýsingar forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), Pers Sanderud, um ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðum á Icesave-reikningum myndu tæplega standast íslensk stjórnsýslulög, að mati Lárusar Blöndal hæstaréttarlögmanns. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Tímamót í Rangárþingi eystra

Úr bæjarlífinu Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Rangárþingi eystra Í dag er vika liðin frá sveitarstjórnarkosningunum. Meira
5. júní 2010 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Tókst að dæla hluta olíunnar í tankskip

Olía lekur nú í tanka olíuborunarskipsins Empire úr borholunni á botni Mexíkóflóa sem valdið hefur versta olíuslysi í sögu Bandaríkjanna á undanförnum vikum. Óljóst er hversu öflug uppdælingin er og hversu stór hluti olíunnar berst nú í flóann. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Verst setti hópur barna og ungmenna hefur það verra

Fréttaskýring Andri Karl andri@mbl.is Þrátt fyrir að líðan íslenskra barna og ungmenna bendi til þess að þeim líði alls ekki verr en fyrir efnahagshrunið segja slíkar rannsóknir ekki alla söguna. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 59 orð

Veruleg hækkun á verði til bænda

Frá og með næsta mánudegi mun verða veruleg hækkun á afurðaverði Sláturhússins á Hellu. Þannig munu allir kjötflokkar, utan kálfakjöts, hækka um 8%. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Væntanleg plata með Sigga Ármanns

Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og upptökustjórinn Birgir Jón Birgisson klára lokaplötu tónlistarmannsins Sigga Ármanns sem lést 22. maí sl. Meira
5. júní 2010 | Innlendar fréttir | 966 orð | 7 myndir

Þorskstofninn að braggast

Fréttarskýring Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „Styrking hrygningarstofns þorsks er skólabókardæmi um hvernig aðgerðir í fiskveiðistjórnun geta skilað árangri,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Meira

Ritstjórnargreinar

5. júní 2010 | Leiðarar | 435 orð

Gjaldskrárspuni

Umræðan um gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur tókst skyndilega á loft eftir kosningar með fréttum af því að stjórnendur fyrirtækisins teldu að gjaldskrá þess þyrfti að hækka um tugi prósenta til að ná rekstrarmarkmiðum. Meira
5. júní 2010 | Leiðarar | 140 orð

Horfið hálmstrá

Íslendingar hafa aldrei verið spenntir fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Trúboðar þess hér á landi áttuðu sig loks á þessu. Og þeir fundu jafnframt að sumir gældu við að upptaka evru kynni að vera álitlegur kostur. Meira
5. júní 2010 | Staksteinar | 194 orð | 1 mynd

Leiktjaldapólitík

Nú er gaman í Reykjavík. Jón Gnarr Kristinsson ætlar næstu fjögur árin að skemmta Reykvíkingum með aðstoð hnyttinna manna og skemmtilegra þar sem Dagur B. Eggertsson fer fremstur í flokki. Meira

Menning

5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

50 Cent bætir á sig

Rapparinn 50 Cent er farinn að bæta á sig kílóunum á ný eftir að hafa létt sig allsvakalega fyrir hlutverk krabbameinssjúklings í kvikmyndinni Things Fall Apart . 50 Cent var á vökvafæði í níu vikur og missti tugi kílóa. Meira
5. júní 2010 | Fjölmiðlar | 181 orð | 1 mynd

Afbragðsþættir um lífið

Náttúran kemur sífellt á óvart. Ríkissjónvarpið hefur á mánudögum sýnt þætti frá breska ríkisútvarpinu, sem nefnast Lífið og hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með þeim. Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt orgelsumar í 18. sinn

Upphafstónleikar tónleikaraðarinnar Alþjóðlegt orgelsumar 2010 í Hallgrímskirkju verða haldnir í dag kl. 12:00. Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 227 orð | 1 mynd

Bandið leikur metaltónlist og Seth syngur soul

Soul- og heavymetal-tónlist í einni blöndu hljómar kannski ekki vel í eyrum margra, en eins og bland í poka kemur það á óvart. Hljómsveitin Nammidagur leikur einmitt metal- og soul tónlist en söngvari hennar er Seth Sharp. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Beðmál og barnavagnar

Fyrsti Mömmumorgunn Sambíóanna var haldinn í gærmorgun og flykktust mæður með ungbörn á sýningu á kvikmyndinni Beðmál í borginni 2 , eða Sex and the City 2 . Meira
5. júní 2010 | Kvikmyndir | 80 orð | 2 myndir

Craig sem Blomkvist?

Ýmsar sögur hafa heyrst um það hvaða leikari muni leika Mikael Blomkvist í væntanlegri endurgerð Davids Finchers á Konur sem hata karla , og hefur Brad Pitt m.a. verið nefndur. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Engin kvöldstund með Hilton í boði

Samkvæmisljónið Paris Hilton hefur varað samkvæmisljón í Egyptalandi við því að ekkert sé hæft í auglýsingum næturklúbbs sem býður upp á kvöldstund með henni gegn þúsunda dala greiðslu. Meira
5. júní 2010 | Myndlist | 151 orð | 1 mynd

Fínt að fá að vera í friði

Listamaðurinn Árni Valur Axfjörð heldur nú sína fyrstu einkasýningu í Dauða galleríinu á Laugavegi 29, bakhúsi. Meira
5. júní 2010 | Myndlist | 85 orð | 1 mynd

Fruss og flæði Helgu í Iðu

Helga Sigurðardóttir opnar sýningu sem hún nefnir Fruss og flæði í listasal Iðuhússins í dag kl. 16:00. Meira
5. júní 2010 | Kvikmyndir | 897 orð | 2 myndir

Gæti vel hugsað sér að stíga á svið á Íslandi

Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Svítan á Hótel Sögu, eða Radisson SAS Blu eins og hótelið heitir víst í dag, er full af fólki þegar blaðamann ber að garði. Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 38 orð | 1 mynd

Heimildarmynd um Iceland Airwaves

* Vefurinn Rjóminn segir frá því að gerð hafa verið ný heimildarmynd um Iceland Airwaves tónlistarhátíðina undir heitinu Where's The #@&%! Snow. Höfundar hennar eru Bowen Staines og Gunnari B. Guðbjörnsson. Stiklu úr myndinni má finna á... Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 422 orð | 2 myndir

Húrra fyrir Grímunni!

Af verðlaunum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í ár verða Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, aðeins afhent af sviðslistafólki, engir ráðamenn munu þar koma við sögu eða aðrir sem ekki tengjast listgreininni beint. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 68 orð | 5 myndir

Kvennabíó og skvísupartí

Sambíóin buðu til sérstakrar sýningar fyrir konur á kvikmyndinni Sex and the City 2 í fyrrakvöld. Meira
5. júní 2010 | Myndlist | 83 orð | 1 mynd

Kyrralíf í íslenskri samtímalist

Hafþór Yngvason sýningarstjóri Vanitas - Kyrralíf í íslenskri samtímalist flytur fyrirlestur um hugtakið „vanitas“ og skoðar í kjölfarið sýninguna með gestum í Listasafni Reykjavíkur á morgun kl. 15. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 47 orð | 1 mynd

Landkynning í anda grínarans Benny Hill

* Íslendingar hafa verið iðnir við að senda nýtt landkynningarmyndband af vefsíðunni Inspiredbyiceland.is. Nýja og enn skemmtilegri útgáfu má nú finna af myndbandinu á YouTube undir heitinu Very Inspired by Iceland! Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 370 orð | 3 myndir

Lífgar upp á sálartetrið

Sena 2010 Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 31 orð | 1 mynd

Ljósmyndara vantaði

Í grein sem birtist í blaðinu miðvikudaginn sl. um SPOT tónlistarhátíðina í Árósum láðist að merkja ljósmynd af bassaleikara Blue Van á sviði. Ljósmyndina tók Jesper Hedemann, á vegum SPOT... Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 354 orð | 1 mynd

Lokapunktur Listahátíðar

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lokapunktur Listahátíðar í Reykjavík 2010 verður einsöngstónleikar Kristins Sigmundssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í dag þar sem hann syngur eftirlætisaríur sínar. Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 50 orð | 1 mynd

Markús leikur lög af plötu í Bókabúð M & M

* Tónlistarmaðurinn Markús Bjarnason leikur í dag lög af nýútkominni plötu sinni í Bókabúð Máls og menningar klukkan 16. Markús er mörgum kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Skátar, sem er að vísu hætt, og Sofandi sem er í fullu fjöri. Meira
5. júní 2010 | Fjölmiðlar | 76 orð | 1 mynd

Nýtt helgarblað á að efla gagnrýna hugsun

* Krítík heitir nýtt helgarblað sem litið hefur dagsins ljós á netinu, á slóðinni kritik.is. Um blaðið segir að það sé óháð eigendum, stjórnvöldum og hverskonar félögum, s.s. stjórnmálaflokkum. Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 269 orð | 2 myndir

Plata Sigga í vinnslu

Tónlistarmaðurinn Sigurður Ármann, eða Siggi Ármann eins og hann var kallaður, féll frá 22. maí sl. Siggi var að vinna að plötu með Kjartani Sveinssyni úr Sigur Rós og verður sú plata kláruð og gefin út. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Rooney dansar best

Enski landsliðsmarkvörðurinn David James segir Wayne Rooney dansa best allra í enska knattspyrnulandsliðinu. Á því sé enginn vafi. James segir engan syngja vel í landsliðinu en dansfimi Rooney bæti fyrir það. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Stewart biðst afsökunar

Leikkonan Kirsten Stewart segist iðrast þess að hafa líkt myndum laumuljósmyndara (paparazzi) af sér við myndir af konu sem verið væri að nauðga. Meira
5. júní 2010 | Tónlist | 234 orð | 1 mynd

Stofutónleikar í sumar

Safn Halldórs Laxness er rekið á heimili hans á Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Meira
5. júní 2010 | Leiklist | 103 orð | 1 mynd

Tilnefnt til leiklistarverðlauna

Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, voru kynntar í gær. Listann má sjá á mbl. Meira
5. júní 2010 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Ættleiddi aftur

Tónlistarkonan Sheryl Crow er orðin tveggja barna móðir. „Ég hef spennandi fréttir að færa ykkur. Wyatt hefur eignast bróður,“ skrifaði Crow á vefsíðu sína í gær. Árið 2007 ættleiddi Crow son sinn, Wyatt, sem er nú þriggja ára. Meira

Umræðan

5. júní 2010 | Pistlar | 452 orð | 1 mynd

Afi Gestur og ærin Dorrit

Stundum eru fréttir svo tíðar og svokölluð stórtíðindi svo stór að það er erfitt að átta sig á atburðarás, hvað þá túlka tíðindin. Þá er oft betra að leyfa stóru málunum að líða hjá, loka dagblöðum, slökkva á neti og sjónvarpi og njóta hins smáa. Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

„Ríkisstofnanir vilja utanvegaakstur“

Eftir Hjört Leonard Jónsson: "Í flestum þessum umræðum í fjölmiðlum er hún ekki á jafnréttisgrundvelli, það er aðallega skammast út í utanvegaakstur en ekki bent á úrlausnir." Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Börn og tóbaksreykingar

Eftir Þórð Þórkelsson: "Flestum foreldrum er ljós skaðsemi óbeinna reykinga á börn og forðast því að reykja í nánasta umhverfi þeirra." Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 664 orð | 2 myndir

Enginn veit hvað átt hefur

Eftir Gunnar Baldvinsson: "Ef stjórnvöld ákveða að breyta skattlagningu séreignarsparnaðar gæti vantað skatttekjur í framtíðinni fyrir þriðjung lífeyrisþega." Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Hvaða fólk er bara venjulegt fólk?

Eftir Guðmund Oddsson: "Getur verið að þeir sem starfa í stjórnmálahreyfingum séu verra fólk en þeir sem starfa hjá öðrum hreyfingum?" Meira
5. júní 2010 | Bréf til blaðsins | 187 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir og Tryggingastofnun rannsökuð

Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur: "Óviðunandi að starfshættir lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar verði ekki rannsakaðir með sama hætti og hrunbankarnir." Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 100 orð

Móttaka aðsendra greina

Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Nú megum við ekki bregðast

Eftir Ólöfu Nordal: "Ástæða er til að leggja öll önnur þingmál til hliðar en þau sem snúa að bráðavanda heimilanna." Meira
5. júní 2010 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin láti af niðurskurði í velferðarmálum

Eftir Björgvin Guðmundsson: "Hvernig dettur ríkisstjórninni í hug að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja, sem hafa svo lágan lífeyri að hann dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu?" Meira
5. júní 2010 | Velvakandi | 244 orð | 1 mynd

Velvakandi

Blettur á samfélaginu Ég vil taka undir skrif dýravinar í Velvakanda 1. júní og benda á að það er stór blettur á samfélaginu hversu illa er staðið að því að styrkja nauðsynlega starfsemi eins og Kattholt og Dýrahjálp. Meira

Minningargreinar

5. júní 2010 | Minningargreinar | 234 orð | 1 mynd

Anna Vilborg Jónsdóttir

Anna Jónsdóttir fæddist í Eskifjarðarseli 20. október 1915. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, 26. maí 2010. Foreldrar hennar voru Jón Kjartansson, f. 12.11. 1873 í Eskifjarðarseli og Eiríka Guðrún Þorkelsdóttir, f. 14.7. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 1213 orð | 1 mynd

Bergvin Svavarsson

Bergvin Svavarsson var fæddur í Ólafsfjarðarkauptúni 27. júlí 1937. Hann lést á Lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri 30. apríl sl. Foreldrar Bergvins voru hjónin Svavar Antonsson, f. 12.1. 1913, d. 22.12. 1983, og Guðný Ingimarsdóttir, f. 18.2. 1916, d. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 2361 orð | 1 mynd

Geir Þórir Bjarnason

Geir Þórir Bjarnason fæddist á Höfn í Hornafirði 21. apríl 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Valgeirsdóttir húsfreyja, Uppsölum, f. 12. september 1918, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 3974 orð | 1 mynd

Guðleifur Sigurjónsson

Guðleifur Sigurjónsson fæddist í Keflavík 1. október 1932. Hann lést á heimili sínu í Hveragerði 28.maí 2010. Foreldrar hans voru Sigurjón Sumarliðason, f. 7. október 1909, d. 16. september 1942 og Margrét Guðleifsdóttir f. 8. maí 1913, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 1824 orð | 1 mynd

Jóhanna Steinunn Þorsteinsdóttir

Jóhanna Steinunn fæddist í Siglufirði 10. des 1941 og lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 23. maí 2010. Foreldrar hennar voru Sigríður Pétursdóttir, fædd 30. apríl 1915, d. 18. nóvember 1991 og Þorsteinn Sveinsson, fæddur 6. febrúar 1906, d. 20 apríl 1965. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 327 orð | 1 mynd

Kristín María Georgsdóttir Bagguley

Kristín María Georgsdóttir Bagguley fæddist 12.12. 1950. Hún lést 26.5. 2010. Foreldrar hennar voru Þórdís Helga Sigurjónsdóttir frá Dalvík og Georg Bagguley frá Leeds. Alsystkini: George Willian, kvæntur Hafdísi Alfreðsdóttir. Alice sem dó nýfædd. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 4056 orð | 1 mynd

Ólöf S. R. Brynjólfsdóttir

Ólöf Sigríður Rebekka Brynjólfsdóttir, húsmóðir, fæddist á Akureyri 2. febrúar 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 27. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 152 orð | 1 mynd

Rakel Jónsdóttir

Rakel Jónsdóttir fæddist á Djúpavogi þann 15. júní 1927. Hún lést á Akranesi 17. maí 2010. Útför Rakelar fór fram frá Akraneskirkju 28. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 773 orð | 1 mynd

Skarphéðinn Jónsson

Skarphéðinn Jónsson var fæddur 14. ágúst 1917 að Kringlu, Miðdölum, Dalasýslu. Bóndi í Kringlu. Hann lést á hjúkrunardeild Seljahlíðar þriðjudaginn 25. maí 2010. Hann var sonur hjónanna Jóns Nikulássonar, f. 1.6. 1876, d. 4.9. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2010 | Minningargreinar | 1672 orð | 1 mynd

Þuríður Guðmundsdóttir

Þuríður var fædd í Bæ á Selströnd 19. júlí 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík 28. maí sl. Þuríður var dóttir hjónanna Vigdísar Sigríðar Guðmundsdóttur frá Bæ á Selströnd f. 1895, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 419 orð | 2 myndir

Frumvarp tryggir greiðslu Icesave-krafna

Örn Arnarson ornarnar@mbl. Meira
5. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 328 orð | 1 mynd

Hefur kostað yfir 350 milljarða

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Vaxtastefna Seðlabanka Íslands sem rekin er í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur kostað íslenskan almenning meira en tap Seðlabankans af veðlánaviðskiptum við hina föllnu íslensku banka. Meira
5. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Lítið upp í kröfur í bú BT

Lítið fékkst upp í 1,2 milljarða kröfur á hendur BT verslunum ehf., sem teknar voru til gjaldþrotaskipta í nóvember. Skiptum á búinu er nú lokið, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu . Alls fengust rúmar 12 milljónir, eða 35%, upp í forgangskröfur. Meira
5. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 238 orð | 1 mynd

Óvissa um stórar skuldbindingar

Líkt og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu í vikunni voru stóru viðskiptabankarnir með fjórar áhættuskuldbindingar á bókum sínum sem námu yfir 25% af eiginfjárgrunni, og stangast það þar með á við reglur Fjármálaeftirlitsins. Meira
5. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 655 orð | 1 mynd

Umsvif Seðlabankans skýrð

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl. Meira
5. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 85 orð | 1 mynd

Vöruskipti jákvæð í maí

16,8 milljarða króna afgangur varð á vöruskiptum í maímánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður hagstæður um rúma 7,4 milljarða króna. Meira

Daglegt líf

5. júní 2010 | Daglegt líf | 107 orð | 1 mynd

Afmæli BMW Mótorhjólaklúbbsins

Í dag heldur BMW Mótorhjólaklúbburinn á Íslandi upp á þriggja ára afmæli sitt með því að bjóða öllum hjólamönnum sem hjóla á BMW hjólum og öðrum áhugamönnum um BMW hjól og hjólamennsku að hitta félagsmenn kl. 11 á planinu við Smáratorg í Kópavogi. Meira
5. júní 2010 | Daglegt líf | 80 orð | 1 mynd

...djassið í Ráðhúsinu

Á morgun, sunnudag, leika nemendur úr Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Álftaness léttan djass undir handleiðslu Jakobs Hagedorn-Olsen í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fram koma úr T.S. Meira
5. júní 2010 | Daglegt líf | 111 orð | 2 myndir

Garðurinn og Tilraunalandið

„Ef veðrið verður gott þá ætla ég að vera eitthvað í garðinum heima og sinna því sem þarf að sinna þar. Kartöflurnar eiga enn eftir að fara niður og svo er aldrei að vita nema ég taki niður jólaseríuna. Meira
5. júní 2010 | Daglegt líf | 141 orð | 1 mynd

Lífsstílsráð og fleira gagnlegt

Á vefsíðunni Lifehack.org má finna mikið af góðum lífsstílsráðum og greinum, skrifuðum af föstum pennum síðunnar sem eru fjölmargir. Uppsetning síðunnar er einföld og auðvelt að finna það sem maður hefur áhuga á. Meira
5. júní 2010 | Daglegt líf | 895 orð | 5 myndir

Má bjóða þér sjálfgerjaðan?

Menn hafa drukkið öl frá örófi alda og bjór er þriðji vinsælasti drykkur heims, á eftir vatni og tei. Þessu og ýmsu öðru komast nemendur Bjórskóla Ölgerðarinnar að, læra að hella bjór rétt í glasið og fá einnig að smakka hið alræmda bjórlíki en það er, í stystu máli sagt, algjör viðbjóður. Meira

Fastir þættir

5. júní 2010 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

35 ára

Helena Hans myndlistarkona er þrjátíu og fimm ára í dag, 5. júní. Í tilefni þess býður Helena vinum og öðru fólki upp á gjörning kl. 20 í kvöld á heimili sínu á horni Rauðarárstígs og Háteigsvegar. Helena gerir... Meira
5. júní 2010 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

70 ára

Ásdís Árnadóttir Skarðshlíð 2e, Akureyri, skemmtana- og fararstjóri hjá ÚÚ, er sjötug á morgun, 6. júní. Meira
5. júní 2010 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

80 ára

Gunnar Guðmannsson (Nunni í KR) verður áttræður á morgun, sunnudaginn 6. júní. Í tilefni af þessum tímamótum, væri honum og konu hans Önnu S. Guðmundsdóttur, sönn ánægja að sjá vini og vandamenn í KR heimilinu að Frostaskjóli 2, á afmælisdaginn milli... Meira
5. júní 2010 | Árnað heilla | 195 orð | 1 mynd

„Við erum hundgömul“

Kristján Friðbergsson fagnar áttræðisaldri í dag og mun halda upp á það með veislu. Veislan verður haldin í Básnum í Ölfushreppi á morgun, sunnudag, frá kl. 17. Aðspurður hvort húsið verði opið fyrir gesti og gangandi svarar Kristján því játandi. Meira
5. júní 2010 | Fastir þættir | 143 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Pólitískt bros. Norður &spade;ÁK53 &heart;Á7 ⋄G932 &klubs;K43 Vestur Austur &spade;764 &spade;G1098 &heart;G10863 &heart;D54 ⋄Á4 ⋄K6 &klubs;G92 &klubs;10765 Suður &spade;D2 &heart;K92 ⋄D10875 &klubs;ÁD8 Suður spilar 3G. Meira
5. júní 2010 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Þuríður Lára Ottósdóttir og Magnús Þorsteinsson, Bæjarholti 1, Hafnarfirði, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli á morgun, 6. júní. Þau voru gefin saman á sjómannadaginn 1960 í... Meira
5. júní 2010 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

Hulda Róselía Jóhannsdóttir og Jóhannes Óli Garðarsson eiga fimmtíu ára...

Hulda Róselía Jóhannsdóttir og Jóhannes Óli Garðarsson eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 5. júní. Þau dvelja á Flúðum í dag og spila golf með niðjum sínum og halda upp á 2 ára afmæli langömmu- og langafabarns síns, Alexanders... Meira
5. júní 2010 | Í dag | 1565 orð | 1 mynd

(Lúk. 16)

ORÐ DAGSINS: Ríki maðurinn og Lasarus. Meira
5. júní 2010 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi...

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10. Meira
5. júní 2010 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 exd5 5. Rgf3 Rc6 6. Bb5 Bd6 7. dxc5 Bxc5 8. O-O Rge7 9. Rb3 Bd6 10. He1 O-O 11. Bg5 Bg4 12. Be2 He8 13. c3 Dc7 14. h3 Bd7 15. Rbd4 a6 16. Bd3 Rg6 17. Dc2 Rf8 18. Rf5 Bxf5 19. Bxf5 h6 20. Be3 Had8 21. Had1 Re6 22. Meira
5. júní 2010 | Fastir þættir | 268 orð

Víkverjiskrifar

Framtakið Þjóðin býður heim er til fyrirmyndar. Þetta er skemmtileg hugmynd. Stúlkan sem missir stjórn á tilfinningum sínum í byrjun myndbandsins er sæt og brosir sínu breiðasta. Svo dansa hún og íslensku vinirnir hennar um Ísland. Meira
5. júní 2010 | Í dag | 34 orð

Þetta gerðist...

5. júní 1920 Brjóstsykursgerðin Nói var stofnuð. Hún hóf starfsemi í kjallara við Túngötu í Reykjavík. Nói er nú hluti af fyrirtækinu Nói-Síríus, en starfsmenn eru á annað hundrað. Dagar Íslands | Jónas... Meira

Íþróttir

5. júní 2010 | Íþróttir | 590 orð | 1 mynd

44 ára bið loks á enda?

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Nú er komið að kynningu á liðunum sem leika í C-riðlinum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en í honum leika: England, Bandaríkin, Alsír og Slóvenía. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 89 orð

Andrés Ellert hættur með Stjörnuna

Andrés Ellert Ólafsson er óvænt hættur sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu eftir skamman tíma við stjórnvölinn en hann tók við liðinu af Þorkeli Mána Péturssyni eftir síðustu leiktíð. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 724 orð | 1 mynd

„Allt að verða vitlaust fyrir vestan“

Kristján Jónsson kris@mbl.is Úrslitarimma Boston Celtics og Los Angeles Lakers í bandaríska NBA-körfuboltanum er hafin með öllu því fjölmiðlafári sem því fylgir þar vestra. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 228 orð

„Með ógeð á óvissunni“

Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þegar tímabilið úti var búið fór ég að skoða í kringum mig í Þýskalandi. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 193 orð

„Skil alveg að þjálfarinn sé fúll“

Dag-Eilev Fagermo, þjálfari landsliðsmarkavarðarins Árna Gauts Arasonar hjá Odd í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er alls kostar ósáttur eftir að Árni sneri heim frá Íslandi eftir landsleikinn við Andorra á laugardag, meiddur á nára. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

„Við förum til að sækja titilinn“

,,Við förum til að sækja titilinn í Grosswallstadt og það er ekkert sem heitir. Við ætlum að vinna,“ sagði Aron Pálmarsson, nýkrýndur Evrópumeistari með Kiel, við Morgunblaðið í gær rétt áður en hann hélt í flug til Grosswallstadt. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Donovan lét sjálfan David Beckham heyra það

Aðaldriffjöðrin í bandaríska liðinu er Landon Donovan. Hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, hefur lagt flest mörkin upp og er leikjahæstur þeirra leikmanna sem Bandaríkjamenn tefla fram á HM. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Eldgosið raskaði skylmingamótinu

Alþjóðlegt mót í skylmingum með höggsverði verður haldið í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 446 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild HK um tvö ár en hann kom til félagsins frá Akureyri fyrir síðasta tímabil og vakti talsverða athygli. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 69 orð

Fullt hús hjá Englandi

Allt annað en fyrsta sætið í riðlinum er óásættanlegt hjá Englendingum og það yrði algjör hneisa ef þeir kæmust ekki áfram í 16-liða úrslitin. Morgunblaðið spáir því að lærisveinar Capellos standist pressuna og vinni riðilinn með fullu húsi. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Gerrard þarf að finna leikgleðina

Steven Gerrard mætir til leiks á HM sem leikreyndasti leikmaður Englendinga en fyrirliði Liverpool-liðsins á að baki 80 leiki fyrir þjóð sína. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Gísli samdi við nýliðana til tveggja ára

Handknattleiksmaðurinn Gísli Kristjánsson samdi í vikunni við FIF Håndbold um að leika með liðinu næstu tvö árin hið minnsta. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 146 orð | 3 myndir

Grótta – Íslandsmeistari í 4. flokki karla

Strákarnir í 4. flokki Gróttu í handknattleik urðu bæði deildar- og Íslandsmeistarar á nýliðnu keppnistímabili. Þeir sigruðu FH, 30:27, í úrslitaleik Íslandsmótsins. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Heiðmar til Grossburgwedel

Heiðmar Felixson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, var í gær ráðinn þjálfari og leikmaður þýska 4. deildarliðsins Grossburgwedel til næstu þriggja ára. Hann mun jafnframt sjá um uppbyggingu yngri flokka félagsins. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 83 orð

Ísfirðingar í handbolta á ný

Tíu lið hafa skráð sig til leiks í 1. deild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Þrjú ný lið bætast við deildina og eitt þeirra er Hörður frá Ísafirði sem verður þá með í deildakeppninni í fyrsta skipti síðan 1999. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 446 orð

KNATTSPYRNA VISA-bikar kvenna 2. umferð: Þróttur R. – ÍBV 1:3...

KNATTSPYRNA VISA-bikar kvenna 2. umferð: Þróttur R. – ÍBV 1:3 Fjarðabyggð/Leiknir – Sindri 4:1 *ÍBV og Fjarðarbyggð/Leiknir eru komin í 16-liða úrslit en dregið verður til þeirra á mánudag. 3. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Sannfærandi byrjun hjá Lakers

Los Angeles Lakers hélt uppteknum hætti á heimavelli og sigraði Boston Celtics allörugglega, 102:89, í fyrsta úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í nótt. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Skilaboð frá Powell

Jamaíkumaðurinn Asafa Powell sendi helstu spretthlaupurum heims skýr skilaboð í Ósló í gær þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á 3. demantamóti ársins í frjálsum íþróttum. Meira
5. júní 2010 | Íþróttir | 323 orð | 3 myndir

* Wayne Rooney er helsta vopn enska liðsins og verði hann í ámóta formi...

* Wayne Rooney er helsta vopn enska liðsins og verði hann í ámóta formi og lengstum með Manchester United á nýliðnu tímabili og í undankeppni HM aukast möguleikir Englendinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.