Greinar fimmtudaginn 10. júní 2010

Fréttir

10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

660 þúsund lömb í sauðburði

Ætla má að um 660 þúsund lömb hafi fæðst í nýafstöðnum sauðburði. Þetta er mat Ólafs Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands. Vetrarfóðraðar ær og annað fullorðið fé var um 470 þúsund og má því gera ráð fyrir að um 1. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Aðsóknarmet í Viðey

Aðsóknarmet var slegið í fyrstu þriðjudagsgöngunni í Viðey, fyrr í vikunni, þegar um 150 gestir mættu með myndavélar til að skoða og mynda fuglalífið í eynni. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Alþingishátíðin 1930 í tónum á Þingvöllum

Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur og forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, hefur fimmtudagskvöldgöngur þjóðgarðsins á Þingvöllum í kvöld. Bjarki mun fjalla um Alþingishátíðina 1930 í tónum. Gangan hefst við fræðslumiðstöðina kl. 20. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 638 orð | 2 myndir

Áfram verður byggt á veiðireynslu

Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Meira
10. júní 2010 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bandaríkjaþing íhugar hertar skaðabótakröfur

Þingnefndir á Bandaríkjaþingi ræða nú hvernig stórherða megi skaðabótakröfur á hendur olíufélögum í kjölfar tjónsins sem olíuslysið í Mexíkóflóa hefur valdið. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Básar vin í eyðimörkinni

Fram hefur komið í fréttum að Þórsmörk liggi öll undir ösku og þar sé bara um að litast eins og í eyðimörk. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá ferðafélaginu Útivist, segir að þetta eigi ekki alveg við um Goðaland og umhverfi félagsins í Básum. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 219 orð | 2 myndir

„Gríðarlegur hiti í húsinu“

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Stórtjón varð í eldsvoða á trésmíðaverkstæðinu Selósi á Selfossi í gærkvöld. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

„Úlfurinn sestur að snæðingi“

„Þessi stöðugleikasáttmáli er rúmlega ársgamall. Það hefur engin grafa farið í gang og enginn hamar farið á loft út af þessum samningi ennþá,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 843 orð | 4 myndir

Bjarni Ben samdi drögin að stjórnarskrá Íslands

Baksvið Egill Ólafsson egol@mbl.is Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, samdi 26. gr. stjórnarskrárinnar um vald forseta Íslands til að staðfesta eða synja lögum sem Alþingi hefur samþykkt. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Bændur um allt land bíða eftir rigningunni

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „Nú bíða bændur um allt land eftir rigningu,“ segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands. Heyskapur er að hefjast í sveitum landsins og nokkrir bændur eru þegar farnir af stað. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Engin smápeð á Laufásborg

Undanfarnar þrjár vikur hafa krakkarnir á Laufásborg lært innganginn að skák, undir leiðsögn hjónanna Lenku Ptácníková, stórmeistara kvenna og fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins, og Omars Salama sem er starfsmaður leikskólans. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 44 orð

Ferðamaður lést við fall í Látrabjargi

Þýskur ferðamaður lést við fall í Látrabjargi síðdegis í gær. Hann hrapaði um 150 metra niður í fjöruna fyrir neðan. Maðurinn hafði verið á ferðalagi um Ísland ásamt konu sinni. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 546 orð | 2 myndir

Fjórðungur myndi hætta að borga

Fréttaskýring Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Ýmislegt bendir til að viðmið í samfélaginu hafi að einhverju leyti breyst í kjölfar efnahagshrunsins. Þannig segist t.d. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Forseti Eistlands á einkatónleikum

Forseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi, er mikill aðdáandi tónlistarmanna hjá útgáfufélaginu Bedroom Community. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Frjómagn óvenjumikið

Frjómagn í andrúmsloftinu í Reykjavík var langt yfir meðallagi í apríl og maí skv. frjómælingum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Munar þar mestu um öflugt birkitímabil. Asparfrjó voru yfir meðallagi en þó færri en þrjú undanfarin vor. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 69 orð

Frumvarp um fækkun klárt

Frumvarp um fækkun ráðuneyta úr 12 í 9 var lagt fram á Alþingi í gær. Meðal breytinga er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti falla undir atvinnuvegaráðuneyti. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Gamba stjórnar Sinfóníunni í síðasta sinn

Í kvöld sveiflar breski stjórnandinn Rumon Gamba tónsprotanum í síðasta skipti sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2002. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Hera heldur fimm tónleika á Íslandi

Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er á leið til landsins eftir tveggja ára dvöl á Nýja-Sjálandi og ætlar að halda fimm tónleika á Íslandi í júlí. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Hrapaði fram af Látrabjargi

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Banaslys varð við Látrabjarg síðdegis í gær þegar þýskur ferðamaður hrapaði fram af bjarginu niður í grýtta fjöruna fyrir neðan. Talið er að fallið hafi verið um 140-160 metra hátt. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð

Humarveisla

Humarveisla verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 11.-13. júní nk. Fyrsta flokks humar, sérinnfluttur frá Kanada, verður matreiddur beint á diskinn. Meira
10. júní 2010 | Erlendar fréttir | 390 orð | 5 myndir

Kemur flugheiminum í opna skjöldu með risapöntun á stærstu risaþotunni

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er ekki kreppubragur á flugfélaginu Emirates þessa dagana. Um það leyti er fjöldi flugfélaga rær lífróður eftir þá miklu röskun sem hlaust af eldgosinu í Eyjafjallajökli blæs félagið til mikillar sóknar. Meira
10. júní 2010 | Erlendar fréttir | 471 orð | 4 myndir

Kjósendur láta reiði sína í ljós

Kvenframbjóðendur unnu margir hverjir góða sigra í forvali í tólf sambandsríkjum Bandaríkjanna fyrir þingkosningarnar í haust. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Landkynning lukkast

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is Hálf þriðja milljón manna hefur séð landkynningarmyndbandið Inspired by Iceland sem var sett á netið fyrir um tveimur vikum. Meira
10. júní 2010 | Erlendar fréttir | 128 orð

Mannréttindi lykill að markmiðum SÞ

Samtökin Amnesty International skora á Sameinuðu þjóðirnar að leggja áherslu í mannréttindi í baráttunni fyrir að ná þúsaldarmarkmiðunum, sem sett voru árið 2000. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Mikil fjölgun starfa í stjórnsýslu frá 2008

Starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað mikið frá árinu 2008, en á sama tíma hefur störfum í einkageiranum fækkað til muna. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Niðurstöður um áhrif öskunnar líklega í næstu viku

Áhrif öskufoksins á menn eru óðum að koma í ljós. Fjöldi vísindamanna vinnur baki brotnu við rannsóknir á áhrifum eldfjallaöskunnar á heilsufar manna og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Ný stjórn Öldrunarráðs Íslands

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, var kjörinn nýr formaður Öldrunarráðs Íslands á aðalfundi félagsins hinn 28. maí sl. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 540 orð | 2 myndir

Óvissa um forsendur strandsiglinga

Fréttaskýring Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Huga ætti að strandsiglingum sem álitlegum kosti í flutningum innanlands. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Sakhæf börn fari á heimili

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Sakhæf börn, sem dæmd hafa verið í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu, eiga að afplána á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu en ekki í fangelsi. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 103 orð

Seabourn í jómfrúferð til Íslands

Nýjasta skipið í skipaflota Yachts of Seabourn lagði í jómfrúferð sína á sunnudag eftir að hafa fengið nafnið Sojourn við hátíðlega athöfn á föstudag, frá guðmóður sinni Twiggy. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Semja um breytt frumvarp um stjórnlagaþing

Skúli Á. Meira
10. júní 2010 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Smíðar þyrluna sjálfur

Hann var að vinna við skrúfuna Kínverjinn Gao Hanjie þegar ljósmyndara bar að garði í Shenyang, Liaoning-héraði, í Kína. Félagar hans lögðu hönd á plóginn en Gao, sem er grafískur hönnuður að mennt, hefur varið um mánuði til smíðinnar. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 273 orð

Sökkva í skuldafen

Björn Jóhann Björnsson og Hlynur Orri Stefánsson Heimilum í fjárhagsvanda er að fækka en vandi þeirra er að aukast, að sögn Marinós G. Njálssonar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Tæmdu viðgerðasjóð áður en félagið fór í þrot

Fyrrverandi eigendur Apple-umboðsins á Íslandi héldu ekki til haga upphæð sem hið alþjóðlega Apple-fyrirtæki hafði greitt með hverri seldri tölvu hér á landi og nota átti til að greiða fyrir viðgerðir á tölvunum. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 679 orð | 3 myndir

Vandi heimila vanmetinn?

FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er hægt að lesa það út úr útreikningum Seðlabankans að í stað þess að bankahrunið hafi fjölgað heimilum í vanda um að minnsta kosti 9. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Verður Dómkirkjunni lokað?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til að guðsþjónustu í Dómkirkjunni 17. júní verði lokað fyrir almenningi. Tillagan verður tekin fyrir á fundi skipuleggjenda hátíðarhaldanna í næstu viku. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er ósammála tillögunni. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 376 orð | 2 myndir

Verður erfitt að fá atvinnuleyfi

Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Við höfum markað þá stefnu að takmarka veitingu atvinnuleyfa til borgara þeirra ríkja sem við erum ekki skuldbundin að veita atvinnuleyfi,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vilja þjóðfund í stað stjórnlagaþingsins

Frumvarp um stjórnlagaþing var tekið af dagskrá Alþingis í gærkvöldi. Semja á um breytingar til að ná sátt um það. Allsherjarnefnd fundar aftur fyrir hádegið í dag um það. Sjálfstæðismenn lögðu til að stuttur þjóðfundur 2. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Víkingahátíð

Dagana 11.-20. júní nk. verður haldin víkingahátíð í Hafnarfirði fyrir alla fjölskylduna. Lögð verður áhersla á tónlistaratriði en sérstakir gestir verða sönghópurinn The Harvard Din & Tonic frá Bandaríkjunum. Meira
10. júní 2010 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Þrotabú Fons hafði sigur

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Skriflegt samþykki stjórnarmanna Securitas lá ekki fyrir þegar öll hlutabréf fyrirtækisins voru veðsett NBI í október 2008, og þar af leiðandi var veðsetningin í trássi við hlutafélagalög. Meira
10. júní 2010 | Erlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Öryggisráðið herðir að Írönum

Karl Blöndal kbl@mbl.is Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að herða refsiaðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar íranskra stjórnvalda þrátt fyrir andstöðu Brasilíumanna og Tyrkja. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 2010 | Leiðarar | 279 orð

Enn ein staðfestingin

Íslandsbanki gaf í gær út skýrslu um íslenskan sjávarútveg, þýðingu hans fyrir þjóðarbúið, stöðu hans og framtíðarhorfur. Meira
10. júní 2010 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd

Hvað eru stjórnvöld að fela?

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður benti á það á þingi í gær að nú væru liðnir meira en 40 dagar frá því að hann spurði Gylfa Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra að því hverjir eigendur Íslandsbanka og Arion banka væru. Meira
10. júní 2010 | Leiðarar | 279 orð

Varnarmál í uppnámi

Utanríkisráðuneytið lýtur mjög veikri forystu um þessar mundir. Evrópumálin eru sögð hafa þar allan forgang en þó er framgangan þar einnig í skötulíki. Meira

Menning

10. júní 2010 | Fólk í fréttum | 557 orð | 3 myndir

Að finna ljósu punktana við HM

Af fótbolta Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Fáum við ekki örugglega sjónvarp,“ spurði samstarfsmaður minn örvæntingarfullur þegar HM í fótbolta barst í tal, en nú styttist óðfluga í þann viðburð. Meira
10. júní 2010 | Myndlist | 43 orð | 1 mynd

Á bláum og hráum nótum á Café Rosenberg

* Café Rosenberg við Klapparstíg heldur áfram að bæta við tónleikahald á höfuðborgarsvæðinu og annað kvöld koma þar fram söngkonan Hrund Ósk Árnadóttir og hljómsveitin Park Projekt. Sveitina skipar m.a. Pálmi Gunnarsson á bassa. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
10. júní 2010 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Ágætis hlustun

The Victorian America er önnur plata bandarísku þjóðlagasöngkonunnar Emily Jane White. Hún er þekkt fyrir að semja djúp og þjakandi lög, og virðist ekki breyta venjum sínum hér. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Áhugaleiksýning ársins í Kassanum

Rokk , sem var valin áhugaleiksýning ársins 2009-2010 í byrjun maí, verður sýnd í Kassanum, litla sviði Þjóðleikhússins, í kvöld og annað kvöld. Leikhópurinn Hugleikur stendur að baki sýningunni. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Björk syngur í nýju lagi frá Ólöfu Arnalds

* Lag Ólafar Arnalds „Surrender“ er nú komið í spilun á tónlistarsíðunni Pitchfork.com, en í laginu fær hún Björk Guðmundsdóttur til liðs við sig. Meira
10. júní 2010 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Glaumgosinn Bieber

Söngvarinn Justin Bieber ljóstraði því upp fyrir skömmu að hann væri brennandi heitur fyrir raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Það skot virðist ekki hafa enst lengi, því nú er kappinn kominn með nýja draumadís, söngkonuna bresku Cheryl Cole. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 402 orð | 3 myndir

Hárbeitt og bráðskemmtilegt

Record Records, 2010. Meira
10. júní 2010 | Fólk í fréttum | 414 orð | 1 mynd

Hera kemur heim

Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir heldur í tónleikaferðalag um Ísland í júlí en hún hefur dvalið á Nýja-Sjálandi síðustu tvö ár. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Kvintett Stínu Ágústs á Jómfrúnni

Sumartónleikaröðinni Sumarjazz Jómfrúarinnar við Lækjargötu verður fram haldið næstkomandi laugardag þegar kvintett söngkonunnar Kristínar Ágústsdóttur, Stínu Ágústs, leikur kl. 15. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Landsmenn hlusta á Evróvisjón og Kean

Evróvisjón-sönglagakeppnin virðist enn eiga hug og hjarta landsmanna en diskur með lögunum sem tóku þátt í keppninni í Noregi er mest seldi diskur landsins. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 231 orð | 1 mynd

Margþættur Markús úr Skátum

Markús Bjarnason, fyrrverandi söngvari hljómsveitanna Skáta og Sofandi, sem ekki hafa verið starfandi hin síðustu ár, gaf út sólóplötuna Now I Know hinn 4. júní síðastliðinn. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Mjaðmarmenn blása til stórsóknar í Iðnó

*Knattspyrna og tónlist verða allsráðandi í Iðnó annað kvöld þar sem Knattspyrnufélagið Mjöðm blæs til stórsóknar með tónlistarveislunni Bjúddarinn 2010 . Hljómsveitirnar Hjaltalín, Retro Stefson, Agent Fresco & Mjaðmbó Kings, sem inniheldur m.a. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 89 orð | 1 mynd

Myrkrið ávallt handan við hornið

Það eru liðin hátt í fjögur ár frá því að hljómsveitin Deftones sendi frá sér plötuna Saturday Night Wrist og hefur margt gengið á síðan þá. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 120 orð | 1 mynd

Nýr vefþáttur um íslenskt tónlistarlíf

Tónlistarvefritið Rjóminn.is frumsýndi í vikunni fyrsta þáttinn í vefþáttaröðinni Sleepless in Reykavik, en aðalumfjöllunarefni þáttanna er einmitt tónlistarlífið í landinu. Meira
10. júní 2010 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Perry með vindgang

Vandræðagemsinn Russell Brand líkti unnustu sinni, Katy Perry, við vindgangs-verksmiðju í útvarpsviðtali við rapparann Nick Cannon í gærmorgun. „Það sem kemur út um munninn á henni er ekkert á við það sem kemur út um óæðri endann! Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Rámur einfari syngur um lífið

John Hiatt er einn af þessum rámu körlum sem gera út á sérvitra einfarann í tónlist sinni. Hiatt er gamall í hettunni, hefur verið að síðan 1973, þegar hann var 21 árs. The Open Road er hans tuttugasta plata. Meira
10. júní 2010 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Rihanna er hamingjusöm

Söngkonan Rihanna segist vera afskaplega hamingjusöm í einkalífinu í viðtali við júlí útgáfu Elle-tímaritsins. „Ég er svo hamingjusöm, mér líður mjög vel og þetta er svo auðvelt,“ segir hún um samband sitt og unnusta síns, Matt Kemp. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 611 orð | 2 myndir

Rumon kveður Sinfóníuna

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í kvöld sveiflar breski stjórnandinn Rumon Gamba tónsprotanum í síðasta skipti sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2002. Meira
10. júní 2010 | Kvikmyndir | 169 orð | 1 mynd

Sérsveit hefnir sín

Sambíóin frumsýna í dag kvikmyndina The Losers , sem þýða mætti sem Tapararnir eða, ef maður leyfir sér að sletta, Lúserarnir. Meira
10. júní 2010 | Myndlist | 63 orð | 1 mynd

Tannlaus á hvolfi

Ljósmyndakeppni mbl.is og Canon hófst 1. júní sl. og stendur til 1. september. Mikill fjöldi mynda hefur borist og má hver þátttakandi senda eins margar myndir og hann vill. Meira
10. júní 2010 | Tónlist | 284 orð | 1 mynd

Ungu fólki gefið tækifæri á tónlistarsviðinu

Söngdívurnar Sigga Beinteins og María Björk standa fyrir nýrri söngkeppni sem ber nafnið Röddin , en hún er ætluð krökkum á aldrinum 12 til 16 ára. Markmið keppninnar er að veita ungu fólki tækifæri og reynslu á tónlistarsviðinu. Meira
10. júní 2010 | Myndlist | 326 orð | 2 myndir

Veruleikaljóð

Listahátíð. Til 20. júní 2010. Opið alla daga. kl. 12-17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis. Meira
10. júní 2010 | Myndlist | 84 orð | 1 mynd

Þingvellir í fókus í Tjarnarsal

Fókus, félag áhugaljósmyndara, opnar ljósmyndasýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun kl. kl. 18.30. Meira
10. júní 2010 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Þú ert að hlusta á BBC

Fyrir marga er aksturinn í og úr vinnu eflaust sá tími dags sem helst gefst til þess að hlusta á útvarpið. Á það allavega við um ofanritaðan, sem kýs þá fréttastöðvar fram yfir tónlist í flestum tilvikum. Meira

Umræðan

10. júní 2010 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli

Eftir Davíð Viðarsson: "Þess eru dæmi að heilsuhraust fólk sé farið að finna til í öndunarfærum og er það ekki bara rétt byrjunin?" Meira
10. júní 2010 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Allskonar úr kössunum – allt í rusli

Eftir Geir R. Andersen: "Ýmsar framkvæmdir sem ríkið er að skuldbinda sig fyrir eru hins vegar ekki bara vafasamar, heldur líka algjörlega óþarfar og sliga samfélagið allt." Meira
10. júní 2010 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd

Fyrirsláttur heilbrigðisráðherra

Eftir Öddu Sigurjónsdóttur: "Suðurnesjamenn vilja að skurðstofur á HSS fáist leigðar svo að megi flytja þjónustu í byggðarlagið og skapa þar atvinnu og gjaldeyristekjur." Meira
10. júní 2010 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Íslenskir skattgreiðendur – takk fyrir mig

Eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur: "Þetta hafi þið, skattgreiðendur góðir, gefið okkur mæðginunum, dýrmætar stundir sem verða aldrei frá mér teknar." Meira
10. júní 2010 | Aðsent efni | 640 orð | 1 mynd

Mannréttindi og tilfinningar manna

Eftir Toshiki Toma: "Mannréttindi eru ekki einkamál hvers og eins og við getum ekki varpað ábyrgðinni frá okkur." Meira
10. júní 2010 | Pistlar | 24 orð | 1 mynd

Ómar

Prófastar Uppstoppaðir lundar í nýrri minjagripaverslun við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn. Hvers konar vörur, sem tengjast lundum, renna út eins og heitar lummur í... Meira
10. júní 2010 | Bréf til blaðsins | 283 orð | 1 mynd

Rannsóknaniðurstöður affluttar

Frá Jónasi Bjarnasyni: "Eins og nokkuð kunnugt er hafa staðið yfir deilur um dragnótaveiðar á tilteknum svæðum á grunnsævi í fjörðum vestan-, norðan- og austanlands að undanförnu. Ráðherra hefur bannað veiðarnar en margir sjómenn og sveitarfélög hafa verið á móti þeim." Meira
10. júní 2010 | Pistlar | 439 orð | 1 mynd

Reglur skulu ráða!

Þýska gamanþáttaröðin „Ordnung muss sein“, sem snara má sem „Reglur skulu ráða“, segir frá Dieter Krause, smámunasömum húsverði í sambýlishúsi í Köln. Meira
10. júní 2010 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Stíflusmiðir

Eftir Tryggva Þór Herbertsson: "Einu raunhæfu leiðirnar til að taka á vanda ríkissjóðs eru annars vegar að breikka skattstofnana með auknum umsvifum og hinsvegar að lækka rekstrarkostnað ríkissjóðs." Meira
10. júní 2010 | Velvakandi | 134 orð | 1 mynd

Velvakandi

Breiðavíkurdrengirnir Mig langar að spyrja hvort Breiðavíkurdrengirnir séu nokkuð gleymdir í allri þessari umræðu um launakjör vítt og breitt? Kristín. Meira

Minningargreinar

10. júní 2010 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

Auður Róberta Gunnarsdóttir

Auður Róberta Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1957. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. maí síðastliðinn. Útför Auðar fór fram frá Hallgrímskirkju 7. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 910 orð | 1 mynd

Ásgerður Sigurbjörnsdóttir

Ásgerður Sigurbjörnsdóttir fæddist 17. maí 1936 á Björgum í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. júní 2010. Foreldrar hennar voru Björg Grímhildur Sigurðardóttir, f. 5. sept. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 349 orð | 1 mynd

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1943. Hann andaðist eftir erfið veikindi á Landspítalanum 29. maí 2010. Foreldrar hans voru Guðmundur Á. Magnússon járnsmiður, fæddur í Reykjavík 13. maí 1913, og Svava Scheving, húsmóðir, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 2806 orð | 1 mynd

Bragi Reynir Friðriksson

Bragi Reynir Friðriksson fæddist á Ísafirði 15. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum 27. maí 2010. Útför Braga var gerð frá Vídalínskirkju 8. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

Jón Emilsson

Jón Emilsson var fæddur 28. nóvember 1929 í Hafnarfirði og átti þar heimili alla sína tíð. Hann lést að morgni mánudagsins 31. maí síðstliðins eftir stutta legu á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar hans voru Guðmundur Emil Jónsson, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 720 orð | 1 mynd

Kristín Ingvarsdóttir

Kristín Ingvarsdóttir fæddist í Hvammsvík í Kjós 22. júní 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 31. maí síðastliðinn. Útför Kristínar var gerð frá Hallgrímskirkju 7. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 1139 orð | 1 mynd

Magnþóra Kristín Þórðardóttir

Magnþóra Kristín Þórðardóttir fæddist á Kvíabryggju, Snæfellsnessýslu 4. apríl 1932. Hún lést 2. júní 2010. Foreldrar hennar voru þau Þórður Þorvaldsson fæddur á Skerðingsstöðum, Snæfellsnessýslu 22. ágúst 1906, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 3711 orð | 1 mynd

Sigursteinn Haraldur Hersveinsson

Sigursteinn Haraldur Hersveinsson fæddist á Njálsgötu 10 í Reykjavík 13. desember 1928. Hann lést á Landspítalanum 27. maí 2010. Útförin var gerð frá Hallgrímskirkju 8. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2010 | Minningargreinar | 560 orð | 1 mynd

Stefanía Jóhannsdóttir

Stefanía Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri þann 10. janúar 1936. Hún lést 8. maí 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Jónsson vélstjóri og Ágústa Hinriksdóttir. Stefanía var elst þriggja barna þeirra hjóna, Hrönn er fædd 1. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

10. júní 2010 | Daglegt líf | 847 orð | 2 myndir

Glóðað gómsæti er gulli betra

Jú, þeir segja sem þekkja að gull sé bragðlaust þegar í munn er komið og því er um að gera að leita á önnur mið til að gleðja bragðlaukana. Glóðaður matur er eitt af því sem einkennir íslenska sumarið og grillin eru dregin fram í hverjum garði. Meira
10. júní 2010 | Daglegt líf | 158 orð | 1 mynd

Grillaðar kjúklingabringur með hvítlaukssmjöri

Það er best að nota kjúklingabringur á beini í þessari uppskrift. Ef þið finnið ekki slíkar er alltaf hægt að búta heilan kjúkling niður og grilla lærin með. Meira
10. júní 2010 | Daglegt líf | 641 orð | 1 mynd

Helgartilboðin

Bónus Gildir 10.-13. júní verð nú áður mælie. verð Kjörfugl ferskur heill kjúklingur 565 598 565 kr. kg K.S. frosið lambafillet 2.698 2.998 2.698 kr. kg K.S. frosið læri í sneiðum 1.259 1.398 1.259 kr. kg K.S. frosin svið 209 269 209 kr. Meira
10. júní 2010 | Daglegt líf | 95 orð | 1 mynd

...horfið til himins

Í góðu kvæði er komið inn á það hversu gott er að liggja í mjúkum mosa, mæna upp í himininn og brosa. Júnímánuður hentar sérlega vel til slíkra gjörninga því þá er hægt að kasta sér í jörðina að degi sem nóttu, himinbirtan dugar allan sólarhringinn. Meira
10. júní 2010 | Daglegt líf | 153 orð | 1 mynd

Lífrænum lífsstíl gerð góð skil

Vefsíðan Organicauthority.com er helguð lífrænum lífsstíl. Síðuhaldarar trúa því að það að vera heilbrigður, að njóta lífsins og að bjarga plánetunni séu markmið sem haldist í hendur. Meira

Fastir þættir

10. júní 2010 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Aðdáendur geta heimsótt leiði Michaels Jacksons

Aðdáendur Michaels Jacksons fá takmarkaðan aðgang að garðinum þar sem söngvarinn er jarðsettur þegar ár verður liðið frá andláti hans. Meira
10. júní 2010 | Fastir þættir | 157 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Lánleysi Zia. Norður &spade;D843 &heart;G63 ⋄94 &klubs;KD63 Vestur Austur &spade;52 &spade;G1097 &heart;87542 &heart;10 ⋄ÁKG87 ⋄D10653 &klubs;10 &klubs;Á95 Suður &spade;ÁK6 &heart;ÁKD9 ⋄2 &klubs;G8742 Suður spilar 3G. Meira
10. júní 2010 | Í dag | 153 orð

Dagur í lífi borgarstjóra

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum yrkir um nýjan borgarstjóra: Eflaust telst hann afbragðs skinn þó oftast sé sem reittur hani. Háskóla gráður hefur fimm og hefur Dag sem kúsk á plani. Meira
10. júní 2010 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

Ein vinkona fyrir hvert ár

„Ég ætla að bjóða vinkonum mínum heim í veislu síðdegis. Þetta verður svona dömuboð,“ segir Gerður Kristný Guðjónsdóttir kát en hún fagnar fertugsafmæli sínu í dag. „Ég býð 40 vinkonum, einni fyrir hvert ár,“ segir hún og hlær. Meira
10. júní 2010 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Þorbjörg Anna Gísladóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Rán Christer héldu „gamaldags tombólu“ með númeruðum vinningum, við Sóleyjarima í Grafarvogi. Þær færðu Rauða krossinum ágóðann, 5.540... Meira
10. júní 2010 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur...

Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32. Meira
10. júní 2010 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Hanna Sóley fæddist 4. mars kl. 9.03. Hún vó 3.410 g og 50 cm...

Reykjavík Hanna Sóley fæddist 4. mars kl. 9.03. Hún vó 3.410 g og 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Hannes Guðmundsson og Árný Inga... Meira
10. júní 2010 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Ronja fæddist 17. desember kl. 15.16. Hún vó 2.330 g og var 44...

Reykjavík Ronja fæddist 17. desember kl. 15.16. Hún vó 2.330 g og var 44 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín María Dýrfjörð og Halldór... Meira
10. júní 2010 | Fastir þættir | 128 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 a6 8. De2 Dc7 9. a3 b5 10. Ba2 Hb8 11. 0-0 Be7 12. Rxc6 Dxc6 13. Bd4 0-0 14. f4 b4 15. axb4 Hxb4 16. Dd3 a5 17. Hfe1 Bd8 18. Kh1 a4 19. Rd1 e5 20. c3 Ba6 21. Df3 Hb5 22. c4 Hb7 23. Meira
10. júní 2010 | Fastir þættir | 272 orð

Víkverjiskrifar

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst á morgun ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Einna athyglisverðast verður að fylgjast með gengi Argentínu á mótinu. Meira
10. júní 2010 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

10. júní 1958 Útvarpsþátturinn „Lög unga fólksins“ hóf göngu sína. Þátturinn var á dagskrá á þriðjudögum og var einn vinsælasti tónlistarþátturinn í marga áratugi. 10. júní 1986 Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Meira

Íþróttir

10. júní 2010 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Á HM með kúlu í höfðinu?

Salvador Cabanas, besti leikmaður Paragvæ í undankeppni HM í knattspyrnu sem lauk síðasta haust, gæti orðið á meðal áhorfenda í Suður-Afríku þegar hans menn mæta Ítölum í fyrsta leik sínum á mánudaginn. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Ásdís keppir í Tékklandi og Helga í Ísrael

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, fjölþrautarkona úr Ármanni, mun ekki keppa á móti í Kladno í næstu viku eins og hún hugðist gera, en hún er nýstigin upp úr meiðslum. Þess í stað keppir hún í Evrópubikarnum í fjölþraut í Ísrael 26. júní. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

„Gott lið sem stefnir hærra“

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, er orðinn leikmaður belgíska 1. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 663 orð | 4 myndir

Fáeinum sentímetrum frá enn einu jafntefli við Dani

Á vellinum Ívar Benediktsson iben@mbl.is Aðeins munaði rúmlega hársbreidd á að Ísland og Danmörk skildu jöfn í sjöunda sinn í síðustu tólf leikjum þjóðanna í handknattleik karla á undangengnum nærri fimm árum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Fisher var bjargvættur Lakers

Derek Fisher, fyrirliði og leikstjórnandi Los Angeles Lakers, tók liðið á sínar herðar í lokaleikhluta þriðja leik lokaúrslita NBA-deildarinnar gegn Boston Celtics í fyrrinótt. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 319 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

I ngimundur Ingimundarson leikur ekki með þýska liðinu GWD Minden á næstu leiktíð. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðustu tvö árin en það féll úr þýsku 1. deildinni í handknattleik á dögunum. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Guðbjörg góð í óvæntum sigri

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, átti góðan leik með Djurgården í gærkvöld þegar lið hennar vann óvæntan sigur á fyrrverandi Evrópumeisturum Umeå, 2:1, í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

Heiður og viðurkenning

Ívar Benediktsson og Guðmundur Hilmarsson iben@mbl.is/gummih@mbl.is Aron Pálmarsson er nýliði ársins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Það voru lesendur þýska handboltavikuritsins Handball-Woche í samvinnu við netmiðilinn Sport1 sem stóðu að valinu. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 73 orð

Hreinar línur í F-riðlinum

Ef allt verður með felldu í F-riðlinum eiga ítölsku heimsmeistararnir að sigla örugglega áfram. Þeir hafa þó oft hikstað gegn lakari liðum en það væru undur og stórmerki ef þeir ynnu ekki riðilinn. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Íslendingar spila ekki æfingaleiki

Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er ánægður með baráttuna og einbeitinguna í liðinu í þessum tveimur leikjum á Íslandi. Ástæðan er sú að Íslendingar kunna eða vilja ekki spila æfingaleiki. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 476 orð

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna A Þróttur R. – Álftanes 13:0 Staðan...

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna A Þróttur R. – Álftanes 13:0 Staðan: Keflavík 330021:29 Þróttur R 220015:06 HK/Víkingur 32016:56 Völsungur 21015:53 Draupnir 31022:183 Tindast./Neisti 20021:40 Álftanes 30034:200 3. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 277 orð | 1 mynd

Kringlukastari og lyftingakappi

Gianluigi Buffon, besti markvörður heims að margra mati og sterkasti hlekkurinn í varnarkeðju ítölsku heimsmeistaranna, á ekki langt að sækja sinn líkamsstyrk. Móðir hans var kringlukastari og faðir hans lyftingakappi. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Kyntröll og sendiherra Paragvæ

Roque Santa Cruz er líkast til þekktasti fótboltamaður Paragvæja síðan markvörðurinn sókndjarfi José Luis Chilavert skemmti mönnum með óhefðbundnum töktum um allan völl. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 593 orð | 4 myndir

Mikilvæg barátta í regni og vindi

Á vellinum Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Erfiðar aðstæður voru á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar Vormót ÍR í frjálsum íþróttum fór fram. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 290 orð | 3 myndir

*Reyndir jaxlar mynda hryggjarstykkið í liði Ítala. Kóngurinn Gianluigi...

*Reyndir jaxlar mynda hryggjarstykkið í liði Ítala. Kóngurinn Gianluigi Buffon leikur í markinu og fyrir framan hann er Fabio Cannavaro, besti leikmaður HM 2006, sem reyndar er orðinn 36 ára. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 587 orð | 1 mynd

Skipulagið og seiglan

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í F-riðlinum á HM í Suður-Afríku leika Ítalía, Paragvæ, Slóvakía og Nýja-Sjáland og keppni þar hefst á mánudaginn. Ítalía mætir til leiks sem ríkjandi heimsmeistari og hefur fjórum sinnum unnið styttuna eftirsóttu. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Tveimur skotum of lítið

„Ég varði tveimur skotum of lítið. Hefði ég varið tveimur skotum meira þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, að loknum stórleiknum við Dani í Laugardalshöll í gærkvöldi. Meira
10. júní 2010 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Þórir þarf að fara í aðgerð

Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, þarf að fara í speglun á öðru hnénu á næstu dögum. Það ræðst af því hvort Þórir fer með landsliðinu til Brasilíu í æfinga- og keppnisferð á sunnudaginn hvenær hann fer í aðgerðina. Meira

Viðskiptablað

10. júní 2010 | Viðskiptablað | 418 orð | 1 mynd

Aðsóknin hefur bara aukist í kreppunni

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Margir myndu telja það sannkallað draumastarf að starfa hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 322 orð | 1 mynd

Að öllu óbreyttu eru hagvaxtarhorfurnar sótsvartar

Niðurstöður mælinga Hagstofunnar á landsframleiðslu fyrsta fjórðungs eru ískyggilegar og horfurnar framundan dökkar. Dálítill hagvöxtur mældist vegna aukningar birgða samhliða vetrarvertíð. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 124 orð

AGR selur til Bretlands

Hugbúnaðarfyrirtækið AGR hefur nýverið náð samningum við Pets at Home um uppsetningu á innkaupa- og birgðastýringarhugbúnaði fyrirtækisins, Inventory Optimiser. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 228 orð | 1 mynd

Almenn skynsemi er því miður ekki svo almenn

Í stjórnarfrumvarpi sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi eru lagðar til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Þarf svo sem engan að undra, enda hefur það komið skýrt fram í kjölfar hrunsins að víða var pottur brotinn. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 110 orð | 1 mynd

Bandarískir bankar fjötraðir

Á sama tíma og að fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings vinna hörðum höndum að lokaútgáfu lagafrumvarps um hertar reglur á fjármálamörkuðum gætir aukinnar spennu vegna Volcker-reglunnar svokölluðu. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 389 orð | 1 mynd

„Stundum er hindrunarhlaup besta vörnin“

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ju-jitsufélag Reykavíkur heldur reglulega, samhliða venjulegum æfingum, sjálfsvarnarnámskeið fyrir hópa undir merkjum Sjálfsvarnarskólans (www.sjalfsvorn.is). Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 389 orð | 1 mynd

„Stundum er hindrunarhlaup besta vörnin“

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ju-jitsufélag Reykavíkur heldur reglulega, samhliða venjulegum æfingum, sjálfsvarnarnámskeið fyrir hópa undir merkjum Sjálfsvarnarskólans (www.sjalfsvorn.is). Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 146 orð

Eftirlitskerfi sem hugsa

Ragnar segir Öryggismiðstöðina leiðandi í notkun svokallaðra ip-öryggismyndavéla sem eru tengdar stafrænu eftirlitskerfi. „Áður fyrr voru upptökurnar gerðar á VHS-spólur og í besta falli hægt að leita þar að vísbendingum eftir á. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Gosið jók á viðskiptahalla Bretlands

Viðskiptahallinn í Bretlandi jókst í apríl samkvæmt opinberum hagtölum. Ástæðan er rakin til samdráttar útflutnings vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á flugsamgöngur í mánuðinum. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 216 orð | 1 mynd

Hagfræðimenntaðir vilja minni afskipti

Ný rannsókn seðlabankans í New York gefur til kynna að eftir því sem fólk hafi lært meiri hagfræði í háskóla sé það meira fylgjandi minna regluverki og minni afskiptum ríkisvaldsins af verði á vörum og þjónustu. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 2044 orð | 4 myndir

Hagnaðurinn til eigenda en tapið lendir á skattgreiðendum

Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ríkisábyrgð á skuldbindingum einkafyrirtækja, einkum banka og fjármálafyrirtækja, hefur verið mikið í umræðunni hér á landi sem annars staðar frá því að kreppan hófst fyrir tveimur árum. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 541 orð | 2 myndir

Heimilið á að vera öruggt skjól

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Securitas hóf starfsemi árið 1979 og þá var fyrirtækið varla nema einn maður sem ók um Smiðjuhverfið í Kópavogi og hafði gætur á að þar væri allt í lagi. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 154 orð

Hver á leið um fyrirtækið?

Öryggisþarfir fyrirtækja hafa breyst, ekki síður en þarfir heimila. Guðmundur bendir á að á meðan áður fyrr þurfti einkum að vakta atvinnuhúsnæðið yfir nætur og frídaga taki öryggisgæslan nú yfirleitt til alls sólarhringsins: „Oft er t.d. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 479 orð | 2 myndir

Kínverski drekinn spýr gjaldeyri á Seðlabankann

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Viðræður Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína sem hófust vorið 2008 báru í gær þann ávöxt að gjaldmiðlaskiptasamningur var gerður milli bankanna. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 184 orð | 1 mynd

Kínversk skjaldborg stjórnvalda

Skjaldborg ríkisstjórnarinnar nær ekki eingöngu yfir heimilin heldur heiminn allan. Sameignasinnarnir í Rauða alþýðulýðveldinu í austri virðast njóta sérstaklega góðs af. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 391 orð | 1 mynd

Ljós sem blekkja glæponana

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Öryggislausnir þurfa ekki endilega að vera dýrar til að virka og frumlegar uppfinningar jafnt sem hugvitssamleg notkun geta dugað til að auka á öryggið. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd

Lækka nettóskuldir um tæplega fimmtung

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Skuldir samstæðu Skipta lækkuðu um 8,7 milljarða í gær við söluna á danska upplýsingatæknifyrirtækinu Sirius IT. Kaupandi var norska fyrirtækið Visma. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 57 orð | 1 mynd

Lögmaður og endurskoðandi með málið

Tveir menn, lögmaður og endurskoðandi, sjá um rannsókn á máli Gunnars Andersen, forstjóra fjármálaeftirlitsins, fyrir stjórn FME, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 96 orð | 1 mynd

Markaðs- og auglýsingastofa sameinast

VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinað krafta sína undir merkjum VERT-markaðsstofu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. VERT, sem stofnuð var sumarið 2009, er sölu- og markaðsfyrirtæki. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 422 orð | 2 myndir

Mikilvægt að einblína ekki á slæma skuldastöðu

Fréttaskýring Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ríflega helmingur 50 stærstu útgerðarfyrirtækja landsins er í góðum rekstri og þarf litla eða enga fjárhagslega aðstoð til að mæta skuldbindingum sínum. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 144 orð

Mikilvægur styrkur

Ju-jitsu -félagið hefur m.a. átt í samstarfi við Stígamót. „Áhugi er fyrir því að efla þetta samstarf og gagnast þjálfun eins og við bjóðum upp á alveg sérstaklega einstaklingum sem lent hafa í ógnvekjandi aðstæðum heima fyrir,“ segir... Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 144 orð

Mikilvægur styrkur

Ju-jitsu -félagið hefur m.a. átt í samstarfi við Stígamót. „Áhugi er fyrir því að efla þetta samstarf og gagnast þjálfun eins og við bjóðum upp á alveg sérstaklega einstaklingum sem lent hafa í ógnvekjandi aðstæðum heima fyrir,“ segir... Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 149 orð

Milliliður í kaupum sjeiksins

Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu um kaup sjeiks Al-Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi, en DV birti á dögunum eftirrit símtals milli innri endurskoðanda Kaupþings og starfsmanns fyrirtækjasviðs, þar sem viðskiptunum var lýst. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 87 orð

Myndavélum fjölgar

Meðal þeirra breytinga sem greina má síðustu ár og misseri er fjölgun öryggismyndavéla, ekki aðeins hjá fyrirtækjum heldur einnig á heimilum. „Notagildið liggur t.d. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 147 orð | 1 mynd

NBI tapar um 800 milljónum á gjaldþroti BT

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is 134 milljónir króna gengu upp í veðkröfur þrotabús BT verslana, en skiptum þrotabúsins lauk fyrir skömmu. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Samdráttur á ný í Finnlandi

Samdráttarskeið er hafið á ný í Finnlandi. Landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð en samkvæmt opinberum tölum dróst hún saman um 0,4% á fyrstu þrem mánuðum ársins. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 100 orð

Sett upp hratt og örugglega

Guðmundur segir það alls ekki þurfa að valda miklu raski að koma upp öryggiskerfi, t.d. á heimili. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 147 orð | 1 mynd

Skuldir 100% af VLF

Heildarskuldir ríkissjóðs voru komnar í 99% af áætlaðri landsframleiðslu ársins í marslok. Við lok fyrsta ársfjórðungs námu skuldir ríkisins 1.536 milljörðum króna. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 320 orð | 1 mynd

Starfsmönnum í „stjórnsýslu“ fjölgar um 32%

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Mikil fjölgun hefur orðið starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu frá árinu 2008, en á sama tíma hefur störfum í einkageiranum fækkað til muna. Má sjá þetta á tölum, sem birtust í svari fjármálaráðherra, Steingríms J. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 400 orð | 1 mynd

Tækninýjungar auka á öryggið

Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á árunum 2006 til 2008 stækkaði Öryggismiðstöðin um ríflega 60% og gríðarlegur vöxtur var í eftirspurn. Meira
10. júní 2010 | Viðskiptablað | 148 orð

Öryggisstjóri fenginn að láni

Hér á landi er það ekki þekkt nema þá helst í stærstu fyrirtækjum landsins að þar starfi sérstakur öryggisstjóri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.