Greinar miðvikudaginn 30. júní 2010

Fréttir

30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

27 milljarðar tapað skattfé

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Í ljós er komið að afskrifa þurfti 27,6 milljarða kr. skattkröfur ríkissjóðs á seinasta ári. Þetta er langtum meira en áætlað hafði verið eða sem nemur 176%. Urðu afskriftir skattkrafna í fyrra 17,6 milljörðum kr. Meira
30. júní 2010 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Afríka á dýrustu borgina í fyrsta skipti í sögunni

Lúanda, höfuðborg Afríkuríkisins Angóla, er orðin dýrasta borg heims, að því er fram kemur í árlegri úttekt fyrirtækisins Mercer. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Andrés endurkjörinn formaður

Ný stjórn og ný siðanefnd var kjörin á aðalfundi Almannatengslafélags Íslands sem fram fór sl. mánudag. Andrés Jónsson var endurkjörinn formaður félagsins. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 100 orð

„Málamyndasátt“

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi seðlabankastjóri, segist hafa frétt af því eftir Alþingiskosningarnar árið 2007 að forystumenn Sjálfstæðisflokks væru í viðræðum við Samfylkinguna. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

„Samkeppnin kostar helling“

Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Íslensku olíufélögin hafa mörg hver offjárfest í eldsneytisstöðvum og segja viðmælendur Morgunblaðsins að kostnaðurinn við að reisa og reka fleiri stöðvar en þörf er á lendi á neytendum. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 45 orð

Brenndist illa við sprengingu í ofni

Starfsmaður Járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í ofni í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands að Landspítalanum í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans. Meira
30. júní 2010 | Erlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Bretaprins skiptir út þrírétta málsverðum fyrir hanastél

Niðursveiflan í Bretlandi hefur víða áhrif og er nú svo komið að Karl Bretaprins hefur séð sig knúinn til að draga úr útgjöldum vegna gestamóttaka við hirðina. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Börnin fá áframhaldandi meðferð

Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Starfsmenn Götusmiðjunnar munu áfram sinna börnunum sem þurftu frá að hverfa þegar Götusmiðjunni var lokað, en nú á vettvangi Vímulausrar æsku. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert

Stór klukka eða lítill maður? Klukkan góða á Lækjartorgi hefur tifað í áttatíu ár. Engum sögum fer af því hvort hún hefur stækkað á þeim tíma eða hvort iðnaðarmaðurinn sé svona... Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Enn engin ákvörðun í stjórn ÍLS

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur enn ekki gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra sjóðsins en Guðmundur Bjarnason, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1999, lætur af störfum í dag. Starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs var í apríl sl. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Erfiðara að bregðast við efnahagsáföllum með evru

Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í fréttum RÚV að erfiðara yrði fyrir stjórnvöld að bregðast við fjárhagsáföllum með evruna. Sveigjanleiki krónunnar skilaði hagvexti um þessar mundir. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Fyrstu hvalirnir flensaðir

Fyrstu hvalir þessarar vertíðar voru dregnir á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi, við mikinn fögnuð áhorfenda sem safnast höfðu saman. Um var að ræða þrjár langreyðar og virtust öll dýrin nokkuð vel á sig komin. Hvalur hf. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fötlunarfræði

Í fyrradag undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, tvo samstarfssamninga um kennslu og rannsóknir á sviði fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 560 orð | 3 myndir

Hvergi færri um hverja bensínstöð

Fréttaskýring Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Bensínstöðvum hefur fjölgað mjög á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum og eru íbúar um hverja stöð líklega hvergi í Evrópu jafnfáir og í Reykjavík. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Ísland í efsta styrkleikaflokki fyrir HM

Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð frá 13.-30. janúar á næsta ári. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Játuðu að hafa flutt inn kókaín

Tveir karlar og tvær konur hafa játað kókaínsmygl samkvæmt ákæru ríkissaksóknara. Eru þau ákærð fyrir að hafa flutt til landsins 1,7 kg af kókaíni í þeim tilgangi að selja það hér á landi. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Kjartan G. Ottósson

Dr. Kjartan G. Ottósson, prófessor í íslensku við Oslóarháskóla, er látinn. Kjartan fæddist 14. janúar 1956, sonur hjónanna Gyðu Jónsdóttur og Ottós A. Michelsen. Meira
30. júní 2010 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Kröfðust mettryggingar

Heimastjórnin á Grænlandi hefur krafist þess að tvö olíuvinnslufyrirtæki, sem hafa fengið leyfi til að bora eftir olíu við strönd landsins, leggi fram tryggingu að andvirði nær 60 milljarða danskra króna, sem svarar 1.200 milljörðum íslenskra. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Kyrrsetning felld úr gildi á næstunni

Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Landsmenn hvattir til að gefa blóð

„Okkur vantar blóð. Lagerbirgðirnar eru í lágmarki hjá okkur og það má ekkert koma upp á. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 579 orð | 2 myndir

Langstæð óánægja gróf um sig í Framsóknarflokknum

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 548 orð | 3 myndir

Mat á 94% íbúða landsmanna lækkar

Fréttaskýring Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Gangverð húsnæðis á landsvísu lækkar um 8,6% að meðaltali miðað við nýtt fasteignamat fyrir árið 2011 sem Fasteignaskrá Íslands kynnti í gær. Meira
30. júní 2010 | Erlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Njósnararnir höfðu lítið upp úr krafsinu

Málsskjölin vegna saksóknar á hendur tíu meintum njósnurum Rússa í Bandaríkjunum minntu stundum á reyfara um njósnir í kalda stríðinu. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Reiðhjól samkvæmt lögum?

Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is El-go-rafmagnsvespur komu á markað hér á landi í vor. Þær hafa selst drjúgt það sem af er sumri að sögn Kolbeins Pálssonar, sölumanns í Suzuki-umboðinu. Meira
30. júní 2010 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Reynt að sefa regnguð hindúa

Hindúaprestar sitja í pottum fullum af vatni og fara með sérstaka bæn til að sefa Varun, einn af guðum hindúa, í borginni Ahmedabad á vestanverðu Indlandi. Varun er guð himinsins, vatnsins og regnsins í goðafræði hindúa. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 79 orð

Setja siðareglur

Settar hafa verið nýjar siðareglur fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar. Markmið þeirra er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni af sér við störf sín fyrir bæinn. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Sérstökum saksóknara bárust 469 starfsumsóknir

Ráðningar standa nú yfir hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættinu bárust 469 umsóknir eftir að auglýst var eftir starfsfólki 25. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 7. júní. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Skaftá rennur í hlað á bænum Skál á Síðu

Skaftárhlaup er komið heim í hlað á bænum Skál á Síðu. Hlaupið hefur nú náð hámarki sínu að mati Odds Sigurðssonar, sérfræðings í jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, en hann flaug yfir Skaftárhlaup í gær. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Skógarmítill getur valdið heilabólgu

„Skógarmítillinn getur borið borrelía-bakteríuna [Lyme-sjúkdóm] og veiru sem veldur heilabólgu,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir, en kveður að ekki hafi komið upp tilfelli slíks smits frá mítlinum hér á landi ennþá. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Spá miklum vexti út árið

Gangi mestu bjartsýnisspár eftir gæti útflutningsverðmæti hugverkaiðnaðarins á Íslandi aukist um ríflega 54 milljarða króna í ár og samanlögð greinin því farið fram úr matvælaiðnaði, að sjávarútvegi og landbúnaði meðtöldum, hvað snertir verðmæti... Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 626 orð | 3 myndir

Stefnir í skort á tæknifólki

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það eru um 700 nemendur í tölvunarfræði og þeim verkfræði- og raunvísindagreinum sem nýst gætu í fyrirtækjum tengdum hugverkageiranum hér við verkfræði- og náttúruvísindasviðið. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 325 orð | 2 myndir

Tónlistarhúsið opnað í hörpu

Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Íslandsvinurinn Vladimír Ashkenazy mun fyrstur stíga á svið í fullkláraðri Hörpu hinn 4. maí á næsta ári. Þar mun hann stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands, eins og hann hefur svo oft gert. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Tvívegis tekinn ölvaður undir stýri

Lögregla höfuðborgarsvæðisins stöðvaði akstur níu ökumanna vegna ölvunar um liðna helgi. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 72 orð

Undrast fálmkennd viðbrögð við dómi

Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands smábátaeigenda héldu í gær fund um dóm Hæstaréttar vegna gengistryggðra lána. Ákveðið var að gefa út sameiginlega yfirlýsingu. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 124 orð

Uppgerð lán dregin fram á nýjan leik?

Svo kann að fara að þeir sem gerðu upp gengistryggð lán við bankana fyrir fall þeira eigi þess kost að lýsa kröfu í þrotabú þeirra, hafi gengistengingin verið þeim óhagstæð. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Upptendraðir af góðu gengi

Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 386 orð | 2 myndir

Verðbólga ekki mælst minni síðan árið 2007

Fréttaskýring Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Verðbólga á ársgrundvelli mælist 5,7% samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur ekki mælst minni síðan við árslok 2007. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Verjandi segir réttarhöldin „háð undir lögreglustjórn“

Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Þónokkur hópur fólks beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun þar sem tekið var fyrir mál nímenninganna, sem svo eru nefndir, en þeir eru m.a. ákærðir fyrir brot gegn Alþingi og valdstjórninni. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Þakkaði Íslandi fyrir Vigdísi

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands fyrir 30 árum hafði mikil áhrif á umheiminn. Vigdís var fyrsti kvenforseti í heiminum og því gríðarlega stórt skref stigið fyrir jafnréttisbaráttuna. Meira
30. júní 2010 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Önnur er Rússi en hin frá Kasakstan

Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Önnur konan sem handtekin var fyrr í mánuðinum fyrir stórfellt amfetamínsmygl er rússnesk, en hin er frá Kasakstan. Báðar eru þær með þýskan ríkisborgararétt. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 2010 | Leiðarar | 158 orð

Dýpri kreppa með evru

Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, er óvenjulega afdráttarlaus um gildi krónunnar fyrir íslenska þjóðarbúið. Meira
30. júní 2010 | Leiðarar | 388 orð

Icesave, AGS og ESB

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa líklega aldrei talað eins skýrt um tengsl fyrirgreiðslu sjóðsins og Icesave-málsins og á blaðamannafundi sínum á mánudag. Meira
30. júní 2010 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

Lýðræðisskertir af límingunum

Sjálfstæðisflokkurinn tók afgerandi afstöðu til aðlögunarviðræðna að ESB. Það var gert í lýðræðislegri kosningu á langstærsta stjórnmálafundi helgarinnar, en þeir voru ekki færri en þrír. Meira

Menning

30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Ben Frost meðal Rolex-verðlaunahafa

* Tónlistarmaðurinn Ben Frost er einn af sex listamönnum sem í ár hljóta Rolex verðlaunin í listum, en verðlaunahafarnir voru tilkynntir í Genf á dögunum. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 61 orð | 9 myndir

BET-verðlaunin afhent

BET-verðlaunin voru fyrst veitt árið 2001, en þau voru sett á stofn af sjónvarpsstöðinni Black Entertainment Television í þeim tilgangi að veita viðurkenningu blökkumönnum í Bandaríkjunum sem þótt hafa skara fram úr á sviði lista og íþrótta á liðnu ári. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 36 orð | 1 mynd

BET-verðlaunin afhent í Los Angeles

Hin virtu BET-verðlaun voru veitt í Los Angeles síðastliðinn sunnudag. Mikið stjörnuregn var á hátíðinni og glamúr, bæði á rauða dreglinum og sviðinu. Meðal annars var tónlistarmaðurinn Prince heiðraður fyrir ævistarf sitt í þágu tónlistar. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Chris Brown brotnar niður á tónleikum

Söngvarinn víðfrægi Chris Brown, sem hrakti Rihönnu tónlistarkonu úr sambandi þeirra með ofbeldi, brotnaði niður á hinni virtu BET-hátíð í Los Angeles sem verðlaunar svarta listamenn. Meira
30. júní 2010 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Dagskráin klár fyrir Iceland Inspires

* Dagskráin fyrir tónleikana Iceland Inspires á fimmtudaginn er klár og búið er að ákveða hverjir munu spila í Hamragörðum á tónleikunum og í netútsendingunni. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 332 orð | 1 mynd

Dansað til að muna

Nýr dansviðburður, Var það gangári? á sér stað með óhefðbundnum hætti á Humarhátíðinni á Höfn, hinn 3. júlí 2010. Um er að ræða dansgöngu sem fólki er boðið að fara í en hún er samofin sögulegri leiðsögn um bæinn. Meira
30. júní 2010 | Bókmenntir | 90 orð | 1 mynd

Eiríkur Örn á Hróarskelduhátíðinni

Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl er nú á leið til Danmerkur að lesa upp á Hróarskelduhátíðinni. Meira
30. júní 2010 | Tónlist | 512 orð | 2 myndir

Fönk í „funky Reykjavík“

Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is „Þetta verður ógeðslega skemmtilegt,“ segir Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, um tónlistarhátíðina Funk í Reykjavík, sem haldin verður í fyrsta skipti dagana 1.-3. Meira
30. júní 2010 | Myndlist | 169 orð | 1 mynd

Hrefna sýnir í Café Karólínu

Hrefna Harðardóttir opnar sýningu í Café Karólínu á Akureyri næstkomandi laugardag. Á sýningunni er myndverkið Tengja sem samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum við Eyjafjörð sem allar eru virkar í menningarlífi Akureyrar. Meira
30. júní 2010 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Hvar eru gamanþættirnir?

Á sumrin sækir fólk gjarnan í létta afþreyingu. Má í því efni t.d. nefna svokallaðar sumarmyndir í kvikmyndahúsum en þær einkennast oftar en ekki af þunnum söguþræði, kúlnaregni og barsmíðum ásamt mátulegum skammti af gríni. Meira
30. júní 2010 | Kvikmyndir | 87 orð | 1 mynd

Klovn fær fimm milljónir

Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam fá fimm milljónir danskra króna frá hinum danska kvikmyndasjóði til gerðar kvikmyndar eftir gamanþáttunum Klovn. Það jafngildir rúmum 105 milljónum íslenskra króna. Meira
30. júní 2010 | Myndlist | 51 orð | 1 mynd

Leitað að mynd Valtýs

Gudmundur Ingólfsson ljósmyndari vinnur nú að skrásetningu verka Valtýs Péturssonar og leitar að einni mynd Valtýs til að ljósmynda hana og mæla. Myndin, sem sést hér fyrir ofan, heitir Á svörtum grunni og var máluð 1951. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 376 orð | 2 myndir

Listin að þefa og ilmvatnsgerð

Af ilmvatni María Ólafsdóttir maria@mbl.is Að þefa er list. Í það minnsta í heimi ilmvatnsins og kannski líka ef maður er jólasveinn að nafni Gáttaþefur. Meira
30. júní 2010 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Matthías Hemstock Quartet á Múlanum

Næstu tónleikar Sumartónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans verða næstkomandi finmmtudag, og þá leikur Kvartett Matthíasar Hemstocks. Meira
30. júní 2010 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Orgel og sópran í Hallgrímskirkju

Á fimmtudag verða fyrstu hádegistónleikarnir í sumartónleikaröðinni Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju sem haldnir eru í kirkjunni í samvinnu við Félag íslenskra organista. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 84 orð | 4 myndir

Pollapönk á Patró

Síðasta laugardag fór Pönk á Patró fram í fyrsta skipti og þar var gleðin í fyrirrúmi. Fram kom hljómsveitin Pollapönk en fyrst stýrði sveitin tónlistarsmiðju fyrir börn og unglinga áður en hún hélt tvenna tónleika í Sjóræningjahúsinu. Meira
30. júní 2010 | Myndlist | 203 orð | 1 mynd

Síbreytileg altaristafla í Vídalínskirkju

Altaristaflan í Vídalínskirkju í Garðabæ hefur á undanförnum misserum tekið reglulegum breytingum en söfnuðurinn tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum ásamt sr. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Snipe gefur lag með Snorra Helgasyni

* Lagið „Ólán,“ með Snorra Helgasynin sem finna má á sumarstuð plötunni Hitaveitan sem nýlega kom út á vegum Kimi Records, er nú hægt að hala niður ókeypis á vefsíðu breska nettímaritins Snipe. Meira
30. júní 2010 | Myndlist | 415 orð | 1 mynd

Stefnt á árlegan Æring á Stöðvarfirði

Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Listahátíðin Æringur verður opnuð í Salthúsinu á Stöðvarfirði næstkomandi laugardag. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Stiller vinnur með Yahoo

Veffyrirtækið Yahoo hefur gert samning við leikarann og leikstjórann Ben Stiller um gerð netþáttar þar sem málefni líðandi stundar verða tekin fyrir. Foreldrar Stillers verða í aðalhlutverki í þáttunum. Meira
30. júní 2010 | Tónlist | 166 orð | 1 mynd

Tónleikar með Elízu Newman á Café Rosenberg

Tónleikar verða haldnir á Café Rosenberg klukkan 20, fimmtudaginn 1. júlí næstkomandi og kostar 500 krónur inn. Tilefni tónleikanna er heimkoma Elízu Newman, fiðluleikara og söngvara Kolrössu krókríðandi en hún hefur átt viðburðaríkan vetur í Lundúnum. Meira
30. júní 2010 | Myndlist | 62 orð

Úrvalið til Danmerkur

Sýningin Úrvalið, íslenskar ljósmyndir frá 1866 til 2009 , verður opnuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 10. júlí næstkomandi. Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast 150 ára langari sögu ljósmyndunar á Íslandi. Meira
30. júní 2010 | Kvikmyndir | 261 orð | 1 mynd

Vampírur og morðingjar

Tvær myndir verða frumsýndar í bíóhúsum í dag. Killers Ashton Kutcher og Katherine Heigl leika hjón í þessari gamanhasarmynd. Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 33 orð | 1 mynd

Ævisaga Vigdísar í Þýskalandi

Á næstu misserum mun ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís – Kona verður forseti, koma út í Þýskalandi. Gengið var frá samningum við bókaforlagið Orlanda í gær, sem sendi inn tilboðið á þjóðhátíðardaginn, 17.... Meira
30. júní 2010 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Öðlingar gefa tónleika Baggalúts

Í vetur var átakið Öðlingurinn 2010 stofnað til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, en þá voru m.a. boðnir upp tónleikar með Baggalúti. Meira

Umræðan

30. júní 2010 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Dýrasta leiðin valin til að taka á skuldum heimilanna

Eftir Lilju Mósesdóttur: "Það er m.ö.o. komið undir ógæfu hvers og eins hvort hann/hún fær lausn sinna skuldamála í gegnum velferðarkerfið og gæfu hvers og eins hvort hann/hún fær lausn sinna skuldamála í gegnum dómskerfið." Meira
30. júní 2010 | Pistlar | 483 orð | 1 mynd

Fyrirmyndarfólk

Þegar ég var lítil þóttist oft ég vera strákur sem héti Kalli. Við Anna vinkona mín bitumst um það þegar við lékum okkur enda fannst okkur Kalli langflottasta strákanafnið. Meira
30. júní 2010 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Hagfræði Jóns og Gunnu

Eftir Pálma Pálmason: "Rauði þráðurinn er að stjórnvöld, alþingi og stjórnmálamenn taki af skarið og gangist fyrir þjóðarsátt um myntlán og verðtryggð lán ársins 2008." Meira
30. júní 2010 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Hugsum áður en við framkvæmum – Ökum edrú

Eftir Guðna Björnsson: "Látið engan ógna lífi ykkar með ofsaakstri eða ölvunar- eða fíkniefnaakstri." Meira
30. júní 2010 | Aðsent efni | 719 orð | 1 mynd

Kerfisvillan er trúnaðarmál, bundin þagnarskyldu og varin með bankaleynd

Eftir Ragnar Þór Ingólfsson: "Þekkt nöfn úr fyrra viðskiptalífi heyra brátt sögunni til. Ný nöfn og nýjar blokkir taka við á nákvæmlega sömu forsendum og hinir föllnu gerðu." Meira
30. júní 2010 | Velvakandi | 233 orð | 1 mynd

Velvakandi

Geltandi karlmenn Ég var á göngu með fjóra hunda af tegundinni Griffon. Þegar við gengum framhjá Landsbankanum í Hafnarfirði (Bæjarhrauninu) var þar indæl kona sem vildi spjalla við hundana sem nutu þess að fá klór og klapp. Meira

Minningargreinar

30. júní 2010 | Minningargreinar | 511 orð | 2 myndir

Arnheiður Helga Guðmundsdóttir

Arnheiður Helga Guðmundsdóttir fæddist í Ásakoti í Sandvíkurhreppi 26. desember 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, 24. maí 2010. Foreldrar hennar voru Guðmundur Alexandersson, f. 3.3. 1912, d. 11.10. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 1673 orð | 1 mynd

Helga Fanney Stefánsdóttir

Helga Fanney Stefánsdóttir fæddist á Mýrum í Miðfirði 11. júlí 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júní 2010. Foreldrar hennar voru Jónína Pálsdóttir frá Þverá í Miðfirði, f. 14.5. 1888, d. 15.11. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 582 orð | 1 mynd

Hjalti Bjarnason

Hjalti Bjarnason fæddist á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd 18. maí 1917. Hann lést að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 13. júní 2010. Útför Hjalta var gerð frá Stærri-Árskógskirkju 18. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 2078 orð | 1 mynd

Ingveldur V. Óskarsdóttir Thorsteinson

Ingveldur Vilborg Óskarsdóttir Thorsteinson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Óskar Jónasson, kafari, f. 11. janúar 1898 í Reykjavík, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

Jóhann Björn Dagsson

Jóhann Björn Dagsson fæddist á Eskifirði 14. júlí 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Matthíasdóttir, f. 5.6. 1891, d. 12.10. 1953, og Dagur Jóhannsson, f. 31.10. 1892, d.30. 6. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 268 orð | 1 mynd

Kristinn E. Guðmundsson

Kristinn E. Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 6. febrúar 1934. Hann lést í sumarbústað sínum á Þingvöllum 8. júní sl. Útför Kristins fór fram frá Bústaðakirkju 15. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

Lárus Hrafn Kvaran

Lárus Hrafn Kvaran fæddist í Reykjavík 8. mars 1951. Hann lést í Lúxemborg 5. júní 2010. Foreldrar hans eru Hrefna Lárusdóttir, húsmóðir, f. 3.4. 1929, og Ragnar G. Kvaran, flugstjóri, f. 11.7. 1927. Systkini Lárusar voru Ragnar, f. 14.8. 1947, d. 8.2. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 2024 orð | 1 mynd

Lilja Bernhöft

Lilja Bernhöft fæddist 18.10. 1938. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 21.6. 2010. Hún var dóttir Önnu Magnúsdóttur, f. 1905, d. 1985, og Vilhelms Ó. Bernhöft bakarameistara, f. 1890, d. 1967. Anna fæddist á Akureyri, dóttir Magnúsar Jónssonar, f. 1871,... Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Magnús Stephensen

Magnús Stephensen var fæddur í Reykjavík 12. desember 1939. Hann lést á líknardeild Landspítalans 17. júní 2010. Útför Magnúsar var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 25. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 1029 orð | 1 mynd

Sigríður Katrín Steinsdóttir

Sigríður Katrín Steinsdóttir var fædd 12. maí 1933 þar sem nú stendur Vesturgata 7 í Ólafsfirði. Hún lést þann 18. júní 2010 á Hornbrekku, dvalarheimili í Ólafsfirði. Foreldrar Sigríðar voru Júlíana Einarsdóttir og Steinn Jónsson. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2010 | Minningargreinar | 202 orð | 1 mynd

Sigurður Guðleifsson

Sigurður Guðleifsson fæddist í Oddgeirshólahöfða í Hraungerðishreppi 16. mars 1917. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. maí síðastliðinn. Útför Sigurðar var gerð frá Bústaðakirkju 7. júní 2010. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 85 orð

BBC minnkar lífeyri

Breska ríkisútvarpið, BBC , hefur ákveðið að hætta að bjóða nýjum starfsmönnum þær ríflegu eftirlaunagreiðslur, sem tíðkast hafa innan fyrirtækisins fram til þessa. Meira
30. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 281 orð | 1 mynd

„Bankaræningjarnir“

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Farið er óblíðum orðum um Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélaga hans í umfangsmikilli umfjöllun í nýjustu helgarútgáfu norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv. Meira
30. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 513 orð | 2 myndir

Glugginn opnast fyrir nýjar kröfur

Fréttaskýring Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Sú staða gæti komið upp að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána hefði neikvæð áhrif á þrotabú gömlu viðskiptabankanna. Meira
30. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

iPhone 4 rokselst fyrstu þrjá dagana í sölu

Forsvarsmenn Apple segja að á laugardag hafi fyrirtækið verið búið að selja 1,7 milljónir iPhone 4-snjallsíma, þremur dögum eftir að tækið var sett í sölu. Meira
30. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 72 orð | 1 mynd

Mikil viðskipti með skuldabréf í kauphöllinni í gær

Skuldabréfavísitala GAM Management, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,6% í gær, í miklum viðskiptum. Viðskipti með skuldabréf námu 17,5 milljörðum króna. Meira
30. júní 2010 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Ryanair dregur úr framboði

Evrópska flugfélagið Ryanair ætlar að draga úr flugframboði um 16% næsta vetur um breska flugvelli. Skýrist það af háum sköttum og flugvallargjöldum, samkvæmt tilkynningu frá Ryanair. Meira

Daglegt líf

30. júní 2010 | Daglegt líf | 169 orð | 1 mynd

Bjart og jákvætt trúarnet

Beliefnet.com er vefsíða þar sem finna má ýmislegt um trúarbrögð heimsins, andleg efni og innblástur. Þetta er afskaplega björt og jákvæð síða þar sem margt gagnlegt og áhugavert má lesa. Meira
30. júní 2010 | Daglegt líf | 765 orð | 3 myndir

Djúp innri sátt er fræið að velgengninni

Það var yfirvegað og rólegt andrúmsloft sem mætti blaðamanni þegar hann gekk inn á samkomu í hugleiðsluskólanum Lótushúsi þar sem Dadi Guizar og Jayanti Kirpalani frá Indlandi voru í heimsókn. Þær eru meðal áhrifaríkustu andlegu leiðtoga heimsins í dag. Meira
30. júní 2010 | Daglegt líf | 451 orð | 1 mynd

Fimm konur opna vefverslun

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þetta hefur farið vel af stað og við getum ekki verið annað en glaðar yfir viðtökunum. Meira
30. júní 2010 | Daglegt líf | 146 orð | 3 myndir

Fjólan fegrar salatið

„Uppáhaldsmatjurtin mín er grænkál. Af því það er svo hollt fyrir kroppinn,“ segir Sólveig Eiríksdóttir matgæðingur. „Margir halda að grænkál sé ekkert spennandi en það leynir á sér. Meira
30. júní 2010 | Daglegt líf | 168 orð | 1 mynd

Jákvætt viðhorf mikilvægast til að koma sér áfram í starfi

Að vera með rétta viðhorfið er betri leið að árangri í starfi en greindarvísitala, menntun og flestir aðrir þættir. Dr. Martin Seligman hefur fundið út að jákvæðar manneskjur eru heilbrigðari, í betri samböndum og ná lengra á vinnumarkaðinum en aðrir. Meira
30. júní 2010 | Daglegt líf | 94 orð | 1 mynd

...kynnið ykkur fjallaskála

Komin er út hjá Skruddu bókin Fjallaskálar á Íslandi eftir Jón G. Snæland. Í bókinni er í máli og myndum lýst hartnær 400 skálum, gömlum og nýjum, sem reistir hafa verið víðs vegar á Íslandi. Meira

Fastir þættir

30. júní 2010 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

80 ára

Gunnar Valgeirsson flugvirki er áttræður í dag, 30. júní. Hann er fyrrverandi yfirverkstjóri hjá Flugleiðum og starfaði í um það bil 50 ár hjá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum. Gunnar fagnar tímamótunum með fjölskyldu sinni og... Meira
30. júní 2010 | Í dag | 183 orð

Af galdri og fegurð

Helgi Seljan sendir þættinum skemmtilega kveðju að vanda: „Enn og aftur kærar þakkir fyrir Vísnahornið. Ég mætti jafnaldra á göngu og hann hafði orð á þessu með aldurinn og horfði fast á mig. Meira
30. júní 2010 | Fastir þættir | 153 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hittingur. Norður &spade;KG6 &heart;K1074 ⋄K843 &klubs;32 Vestur Austur &spade;D5 &spade;8432 &heart;G953 &heart;ÁD862 ⋄96 ⋄D &klubs;KG976 &klubs;D54 Suður &spade;Á1097 &heart;-- ⋄ÁG10752 &klubs;Á108 Suður spilar 6⋄. Meira
30. júní 2010 | Árnað heilla | 195 orð | 1 mynd

Leikur sér í hestakerru

Í dag fagnar Bjarni Magnússon þeim stóra áfanga að verða áttræður. Hann býr í Grímsey og var hreppstjóri þar til margra ára eða í nákvæmlega 40 ár, tvo mánuði og tvo daga eins og hann segir sjálfur. Meira
30. júní 2010 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og...

Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20. Meira
30. júní 2010 | Fastir þættir | 110 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. e3 Rf6 4. Rc3 e6 5. b3 Bd6 6. Bb2 O-O 7. Be2 dxc4 8. Bxc4 b5 9. Bd3 Bb7 10. Re4 Rxe4 11. Bxe4 f5 12. Bd3 Rd7 13. h4 De7 14. g4 c5 15. gxf5 exf5 16. Bxb5 Re5 17. Bxe5 Bxe5 18. Hc1 f4 19. O-O fxe3 20. Meira
30. júní 2010 | Fastir þættir | 274 orð

Víkverjiskrifar

Skelfilegt er að sjá hvernig farið hefur verið með körfurnar, sem settar voru upp við Hagaskóla í vetur. Körfuboltavöllurinn við Hagaskóla hefur verið himnasending. Körfur er að finna hér og þar í Vesturbænum. Meira
30. júní 2010 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

30. júní 1910 Laufey Valdimarsdóttir útskrifaðist sem stúdent frá Lærða skólanum (Menntaskólanum í Reykjavík), fyrst íslenskra kvenna. 30. júní 1964 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik varð Norðurlandameistari á móti sem haldið var í Reykjavík.... Meira

Íþróttir

30. júní 2010 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Aron og Arnór í markvarðaskóla í Svíþjóð

Tveir af efnilegustu handknattleiksmarkvörðum landsins, Aron Rafn Eðvarsson úr Íslands- og bikarmeistaraliði Hauka og ÍR-ingurinn Arnór Freyr Stefánsson eru þessa dagana á markmannsnámskeiði sem gömlu kempurnar Mats Olsson og Tomas Svensson standa fyrir... Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Ásgeir Börkur fékk þriggja leikja bann

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðvallarleikmaður Fylkis, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Darri Hilmars yfirgefur KR

Allar líkur eru á því að körfuknattleiksmaðurinn Darri Hilmarsson yfirgefi KR og gangi til liðs við Hamar í Hveragerði. Darri er á samningi hjá KR en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hann gert upp hug sinn. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 472 orð | 1 mynd

Evrópumeistararnir eru nú til alls líklegir á HM

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Betra liðið hrósaði sigri í viðureign erkifjendanna af Íberíuskaganum, Spánar og Portúgals, sem mættust í lokaleik sextán liða úrslitanna á HM í gærkvöld. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 433 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu gerði sér lítið fyrir og sló Venus Williams frá Bandaríkjunum út í átta manna úrslitum á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Tiger Woods heldur enn efsta sætinu á heimslistanum í golfi en forskot hans er orðið ansi tæpt. Landi hans Phil Mickelson hefur fengið nokkur tækifæri á undanförnum vikum til þess að velta Tiger úr sessi en ekki tekist. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 56 orð | 2 myndir

Föstudagur 2. júlí: Holland – Brasilía 14.00 Úrúgvæ – Gana...

Föstudagur 2. júlí: Holland – Brasilía 14.00 Úrúgvæ – Gana 18.30 *Sigurliðin úr þessum tveimur leikjum mætast í undanúrslitum þriðjudaginn 6. júlí. Laugardagur 3. júlí: Þýskaland – Argentína 14.00 Paragvæ – Spánn 18. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 176 orð | 7 myndir

Gleði og skemmtun er leiðarljós á Gogga galvaska

Hið árlega frjálsíþróttamót sem kennt er við Gogga galvaska var haldið í 21. árið í röð á Varmárvelli í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Keppendur voru vel á þriðja hundraðið en mótið er ætlað 14 ára og yngri. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Hyggst flytja aftur vestur

Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins hefur Ingvaldur Magni Hafsteinsson hug á því að flytja aftur í Stykkishólm og ganga til liðs við sína gömlu samherja í Snæfelli. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 327 orð

Ísland eitt fjögurra bestu

Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð frá 13. til 30. janúar á næsta ári. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 191 orð

KNATTSPYRNA 2. deild karla Höttur – Víðir 1:0 Högni Helgason. Hvöt...

KNATTSPYRNA 2. deild karla Höttur – Víðir 1:0 Högni Helgason. Hvöt – KV 3:1 Bjarni Pálmason, Mirnes Smajlovic, Milan Markovic – Björn Ívar Björnsson. Reynir S. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

Látið fótboltann í friði eins og hann er

Viðhorf Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar boltinn small í þverslá þýska marksins og innfyrir marklínuna, eftir þrumufleyginn frá Frank Lampard, hugsaði ég með mér: Jæja, nú byrjar þessi umræða eina ferðina enn. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 521 orð | 1 mynd

Paragvæ á óþekktum slóðum í Suður-Afríku

Kristján Jónsson kris@mbl.is Paragvæ braut í gær blað í knattspyrnusögu sinni þegar þjóðin komst í fyrsta skipti í 8-liða úrslit á HM í knattspyrnu. Paragvæ státar þó af talsverðri knattspyrnuhefð og tekur þátt í lokakeppninni í áttunda sinn. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Paragvæ – Japan (0:0)5:3 Vítaspyrnukeppni: Mörk Paragvæ: Barreto...

Paragvæ – Japan (0:0)5:3 Vítaspyrnukeppni: Mörk Paragvæ: Barreto, Lucas, Riveros, Valdez, Cardozo. Mörk Japan: Endo, Hasebe, Honda. Í þriðju umferð skaut Komano í þverslá. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 357 orð | 1 mynd

Til dönsku meistaranna

Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ingimundur Ingimundarson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifar að öllu forfallalausu undir samning við danska meistaraliðið AaB í Álaborg í dag. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Valsmenn eru með Ólaf í sigtinu

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru Valsmenn á höttunum eftir Ólafi Gústafssyni, stórskyttu í liði FH-inga. Meira
30. júní 2010 | Íþróttir | 137 orð | 3 myndir

Þrír íslenskir með Haugalandi í vetur

Þrír íslenskir handknattleiksmenn verða í herbúðum norska fyrstudeildarliðsins Haugalands á næstu leiktíð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.