Það gerist ekki á hverjum degi að seglskútur verði olíulausar, en það henti einmitt skútuna Santa Maria frá Hamborg fyrir helgina, þegar hún var stödd um 140 sjómílur vestur af Reykjavík.
Meira
Þorsteinn Pálsson var ráðherra dóms- og kirkjumála þegar mál Ólafs Skúlasonar biskups komust í sviðsljósið árið 1996. Hver voru hans afskipti af málum biskups? „Þetta mál sem slíkt kom aldrei inn á mitt borð,“ segir Þorsteinn.
Meira
„Þetta var bæði óskaplega átakamikið og áhrifamikið,“ sagði Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan Þjóðkirkjunnar, en hann var í hópi nær fimmtíu presta sem hlýddu á frásagnir Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur...
Meira
Spænskur ferðalangur, sem óskað hafði aðstoðar vegna bensínleysis á fjöllum, fannst um klukkan 21.30 í gærkvöldi en þá hafði hans verið leitað í 3-4 klukkutíma. Staðsetning sem hann gaf upp samkvæmt GPS-tæki reyndist vera röng.
Meira
Tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir tók í gær við sænsku Polarverðlaununum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs en Björk fékk verðlaunin í ár ásamt ítalska tónskáldinu Ennio Morricone. Björk sagði það mikinn heiður fyrir sig að hljóta verðlaunin.
Meira
Kaup þýska knattspyrnuliðsins Hoffenheim á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni frá enska liðinu Reading reynast uppeldisfélagi hans, Breiðabliki, sannarlega happadrjúg.
Meira
Fréttavefur Financial Times hefur það eftir ónefndum embættismönnum að ECA, hollenska fyrirtækið sem hyggst setja upp aðstöðu fyrir herþotur á Keflavíkurflugvelli, sé nálægt því að fá samþykki íslenskra stjórnvalda með skilyrðum en viðræður hafa staðið...
Meira
Eiður Smári Guðjohnsen hélt til Englands í morgun ásamt föður sínum og umboðsmanni, Arnóri Guðjohnsen, og er förinni heitið til Stoke þar sem þeir fara í viðræður um hugsanleg félagaskipti sem þá þurfa að ganga í gegn í dag.
Meira
Á morgun, miðvikudag, bjóða Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands til hádegisfundar með dr. Jyrki Iivonen, yfirmanni upplýsingadeildar finnska varnarmálaráðuneytisins. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu kl. 12.
Meira
Fangi? Þessi ungi maður mætti í réttu litunum til að styðja sína menn í gær þegar KR mætti FH á heimavelli, en eitthvað virðist hann lítið glaður með úrslit leiksins, 1:0 fyrir...
Meira
Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is GSM- og 3G-farsímakerfi taka á morgun við hlutverki NMT-kerfisins en Síminn hættir rekstri þess á morgun og slekkur á sendum þess.
Meira
Högni Egilsson, kenndur við Hjaltalín, tekur nú þátt í Popppunkti ásamt sveit sinni. Hugur er í sveitinni, eins og sjá má á þessari fésbókarfærslu Högna: „Popppzpunktur-sjampóið á móti Lights on the Highway, allt að gerast.
Meira
Jóhannes Jónsson vék í gær úr stjórn Haga hf. Jóhannes gerði samkomulag við Arion banka sem felur í sér að hann kaupir eignarhlut í færeyska félaginu SMS ásamt sérvöruverslununum Top Shop, Zara og All Saints. Kaupverð þessara eigna er 1.
Meira
Útvarpsstöð Einars Bárðarsonar, Kaninn, fagnar eins árs afmæli á morgun. Opið hús verður í hádeginu í höfuðstöðvum Kanans í Skeifunni og daginn eftir verður risaafmælispartí á Nasa með fjölda...
Meira
Horfur eru á góðri kornuppskeru á Suðurlandi þetta árið. Einstaklega sólríkt sumar með miklum hlýindum, sem nú er senn að baki, hefur mest með það að gera.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hratt hefur gengið á makrílkvótann undanfarið og eru mörg skipanna langt komin með heimildir sínar. Skipin hafa í auknum mæli lagt áherslu á norsk-íslensku síldina síðustu dagana og hafa reynt að forðast makrílinn.
Meira
Niðurstaða alþjóðlegs fagráðs vísindamanna sem falið var að leggja mat á störf loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) er sú að gera þurfi róttækar breytingar á starfsemi hennar.
Meira
Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við sjúkraflutninga í gær. Slökkviliðið hafði sinnt nærri sextíu sjúkraflutningum klukkan níu í gærkvöld frá því klukkan hálfátta um morguninn.
Meira
Á laugardag nk. verður afhjúpaður minnisvarði um Guðmund Bergþórsson rímnaskáld (1657-1705) á Stöpum á Vatnsnesi en hann er talinn fæddur á þeim bæ.
Meira
Frá og með morgundeginum verður sungin gregorsk messa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 08:15 alla miðvikudaga. Eftir messuna er boðið upp á léttan morgunverð í safnaðarheimili kirkjunnar. Tónlistin er í höndum sönghópsins Lux aeterna.
Meira
Það var fjörugur hópur ungmenna í Vesturbæjarskóla sem tók á móti alþjóðlega Friðarhlaupinu í gær, er Íslandshluti Friðarhlaupsins hófst. Krakkarnir í 5.-7.
Meira
Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „Dagurinn er haldinn fjórða september í 27 löndum í fimm heimsálfum,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir, formaður Kynfræðifélags Íslands.
Meira
Orkustofnun er að skoða forsendur fyrir ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka verð á dreifingu raforku um 40%. Orkustofnun þarf að samþykkja hækkunina áður en hún tekur gildi.
Meira
Þórður Gunnarsson, Helgi Bjarnason, Ómar Friðriksson Fari svo að kaup Magma Energy á HS Orku verði ógilt, mun óvissa um verðmæti skuldabréfs sem Magma Energy tók yfir frá Geysi Green Energy og er í eigu Reykjanesbæjar aukast enn frekar en nú er.
Meira
Fréttaskýring Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Margt þarf að færa til betri vegar í málefnum fatlaðra á Íslandi, ef marka má nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var sl. föstudag. Þannig kemur t.a.m.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í vikulok verður haldinn í Reykjavík strandríkjafundur Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga um veiðar á úthafskarfa.
Meira
Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samhliða síðustu vaxtaákvörðun tilkynnti Seðlabanki Íslands að bankinn myndi hefja kaup á gjaldeyri á millibankamarkaði nú um mánaðamótin.
Meira
Olíuframleiðsla Norðmanna hefur minnkað um 40% á síðustu tíu árum og sérfræðingar spá því nú að tekjurnar af gasframleiðslu Norðmanna verði miklu minni en gert var ráð fyrir. Þeir telja nú að gastekjurnar verði um 1.
Meira
Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Árvökulir vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu séð til álútra ungmenna á gangi yfir grasi þaktar umferðareyjar.
Meira
Margir starfsmenn danska ríkisútvarpsins, DR, lögðu niður vinnu í einn dag í gær í mótmælaskyni eftir að Kenneth Plummer, forstjóri þess, tilkynnti að 104 starfsmenn stofnunarinnar hættu störfum. Þar af var 67 sagt upp en 37 hafa gert...
Meira
Þegar norska öryggislögreglan handtók þrjá menn 8. júlí vegna gruns um að þeir hefðu áformað hryðjuverk fann hún efni til sprengjugerðar í kjallara íbúðar í Ósló.
Meira
Þúsundir manna flúðu heimkynni sín í norðurhluta eyjunnar Súmötru í Indónesíu í gær eftir að eldfjallið Sinabung tók að gjósa í fyrsta skipti í fjórar aldir. Flugvélum var sagt að forðast öskuskýið sem raskaði flugsamgöngum á norðanverðri eyjunni.
Meira
Þeir eru ófáir Eyjapeyjarnir og Eyjapæjurnar á öllum aldri sem hafa sveiflað sér garpslega í kaðli í klettunum í Vestmannaeyjum og æft sig í hinu bráðskemmtilega sprangi.
Meira
Árni Páll er enginn Pétur og Páll. Hann er algjörlega einstæð tegund. Spyrjið bara Runólf. Sérstök stjórn stýrir málefnum Íbúðalánasjóðs ásamt forstjóranum. Þegar Guðmundur Bjarnason lét af störfum eftir farsælan feril þá þurfti að skipa nýjan...
Meira
* Allt er nú hægt að finna á alnetinu. Ekki þarf að fjölyrða um hversu vel gulldrengirnir okkar í Sigur Rós eru búnir að staðsetja sig á alþjóðavettvangi og ná áhrif þeirra víða og inn á ótrúlegustu svið.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í kvöld kemur bresk-austurríska raftónlistarkempan Peter Rehberg, eða Pita, fram á tónleikum með helmingi Reptilicus, Stilluppsteypu og Evil Madness á tónleikastaðnum Venue við Tryggvagötu.
Meira
„Ég snæddi kvöldverð með Bruce Willis í gærkvöldi. Ég vil að hann leiki ofurskúrk í Expendables 2 . Hvað finnst ykkur?“ tísti leikarinn og leikstjórinn Sylvester Stallone á Tweeter í gær.
Meira
Hasarharðhausamyndin The Expendable s, eða Hinir fórnanlegu, heillar enn landann og er tekjuhæsta kvikmyndin í íslenskum kvikmyndahúsum að liðinni helgi.
Meira
Garðar Thór Cortes syngur á fyrstu hádegistónleikum haustsins í Hafnarborg næstkomandi fimmtudag kl. 12:00. Á dagskrá eru aðallega þekktar íslenskar söngperlur.
Meira
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Danshátíðin Reykjavík Dance Festival verður haldin í sjöunda sinn í vikunni í Hafnarhúsinu, Norðurpólnum og Brimhúsinu.
Meira
Næstkomandi föstudag verður opnuð sýning á verkum Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Um einskonar innsetningu er að ræða þar sem unnið er með ljós og myrkur, veggverk og skúlptúra.
Meira
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Hymnos op. 45 eftir Hafliða Hallgrímsson. Píanókonsert op. 16 eftir Edvard Grieg. Sinfónía nr. 9, Úr nýja heiminum, eftir Antonín Dvorák. Einleikari Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson.
Meira
Bókaútgáfan Ókeibæ gaf nýverið út bókina „Hver er maðurinn?“ en eins og nafnið gefur til kynna er þar að finna uppástungur að skemmtilegum persónum í samnefndum leik sem allir Íslendingar ættu að kannast við.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Grænlenska hljómsveitin Nanook kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. Nanook var stofnuð fyrir þremur árum af bræðrunum Frederik K. og Christian K. Elsner, sem báðir leika á gítar og syngja.
Meira
Við vinkonurnar eru sammála um að norski framhaldsþátturinn Hvaleyjar sem sýndur er á RÚV standist engan veginn samanburð við annan þátt, sem einnig gerist á norskri eyju (séu Hvaleyjar eyjar yfir höfuð), þ.e. hinn ágæta þátt Himmelblå.
Meira
Í kvöld verða haldnir lokatónleikar sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesinu. Fram kemur Tríó Esja sem skipað er þeim Arngunni Árnadóttur klarinettuleikara, Gretu Salóme Stefánsdóttur fiðluleikara og Hákoni Bjarnasyni píanóleikara.
Meira
Tónlistarhátíðin Melodica Acoustic Festival fór fram í Reykjavík um helgina. Í þetta skipti voru um 50 atriði á hátíðinni og þar af þrír alþjóðlegir listamenn.
Meira
Miðasala á Iceland Airwaves 2010 hefur gengið með afbrigðum vel og nú eru um 3500 miðar seldir á hátíðina. Tilboðið „Early Bird “ hefur slegið í gegn og aldrei hafa fleiri miðar selst svo snemma í forsölu. Hinn 1.
Meira
Kókaín fannst í fórum Paris Hilton samkvæmisljóns þar sem hún var stödd við hótelið Wynn í Las Vegas um helgina en málsvörn hennar gæti orðið sú að lögreglan hafi ekki haft heimild til að leita á henni.
Meira
*Party Zone – dansþáttur þjóðarinnar eins og hann er gjarnan kallaður – stendur fyrir 20 ára afmælishátíð 4. september næstkomandi á NASA. Fram koma m.a. Gus Gus og Margeir og Árni E. verða með sérstakt viðhafnarsett.
Meira
* Alþjóðleg málstofa um tengsl dægurtónlistar og fræðimennsku fer fram í sal FÍH, Rauðagerði, kl. 14.00. Fyrirlesarar eru dr. Sarah Baker , dr. Gestur Guðmundsson og dr. Njörður Sigurjónsson. Stjórnandi er dr.
Meira
* Söngkonan Rúna Stefáns verður með tónleika á Rósenberg í kvöld þar sem hún syngur sín uppáhaldslög ásamt hljómsveit. Á dagskránni eru lög eftir Randy Crawford, Stevie Wonder o.fl.
Meira
Myndbandavefurinn YouTube, sem er í eigu fyrirtækisins Google, ku eiga í viðræðum við kvikmyndafyrirtæki í Hollywood hvað varðar mögulega leigu á kvikmyndum á vefnum. Kvikmyndaleigan yrði sk. pay-per-view-leiga, þ.e.
Meira
Verkið Þá skal ég muna þér kinnhestinn eftir dansfélagið Krumma verður frumsýnt í Norðurpólnum á fimmtudaginn á vegum Reykjavík Dans festival. Aðeins verða tvær sýningar á verkinu, fimmtudag og föstudag, kl. 20:00 bæði kvöldin.
Meira
Fjölskyldubíll heimilisins er 14 ára. Hann gengur eins og klukka enda sæmilega vel við haldið. Á dögunum tikkaði kílómetramælirinn yfir 200 þúsund en eftir að tímareiminni í gripnum var skipt út fyrir nýja er hann klár í næstu 100 þúsund.
Meira
Eftir Ellert Ólafsson: "Kannski kemur ráðherrann auga á að 40% fall í framhaldsskóla með tilheyrandi harmleikjum í einkalífi og framtíð ungs fólks er alveg óviðunandi."
Meira
Eftir Þórhall Heimisson: "Þjóðkirkjan íslenska er frjálst og sjálfstætt trúfélag. Hún ræður öllum sínum innri málefnum sjálf innan lagaramma ríkisins."
Meira
Eftir Þór Jakobsson: "Lýst er í örfáum orðum hugmynd að „Sæmundarvöllum“ umhverfis hins sögufræga Odda á Rangárvöllum, framtíðarverkefni sem huga skyldi að strax."
Meira
Eftir Steinþór Jónsson: "Þessi árstími hefur því miður oft reynst erfiður í umferðinni en árið 2006 létust t.d. 8 einstaklingar í umferðarslysum í ágústmánuði einum saman."
Meira
Eyrnalokkur týndist Gulleyrnalokkur tapaðist 27.8. í miðbæ Reykjavíkur eða nágrenni. Finnandi hringi í síma 554-0472, 861-6939 eða 421-1841. Breyskur kirkjunnar þjónn Biskup Íslands telur að orðið „breyskur“ feli m.a.
Meira
Eftir Sævar Sigbjarnason: "Kannski fer best á að segja umbúðalaust að auðlind getur ekki farið á hausinn nema fyrir beinan eða óbeinan stuld – eða orkan sé seld langt undir kostnaðarverði bæði til stóriðju og almennra nota."
Meira
Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur fæddist í Álftafiði 29. nóvember 1933. Hún lést mánudaginn 23. ágúst, 76 ára að aldri. Agnes var jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. ágúst 2010.
MeiraKaupa minningabók
Bogi Ingimarsson fæddist 16. júní 1929 í Reykjavík. Hann lést 4. ágúst síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Bogi var jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. ágúst 2010.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Benóný Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 7. október 1921. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. júlí 2010. Útför Friðriks fór fram í kyrrþey 23. júlí 2010.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Þorsteinsson Löve fæddist í Reykjavík 30. júlí 1935. Hann lést á Líknardeild Landspítalans 19. ágúst 2010. Foreldrar hans voru Þorsteinn Carlsson Löve f. 21. ágúst 1910, d. 7. febrúar 2004, og Elín Vilborg Jóhannsdóttir, f. 30. júlí 1911, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Pálína Jónsdóttir fæddist í Norðurhjáleigu, Álftaveri, Vestur-Skaftafellssýslu, þann 23. janúar 1923. Hún lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum 7. ágúst sl. Foreldrar hennar voru: Jón Gíslason hreppstjóri og alþingismaður f. 11.1. 1896, d. 12.4.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Vilhelm Bernhöft fæddist í Reykjavík 3. júní 1932. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. ágúst 2010. Útför Ragnars fór fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 30. ágúst 2010.
MeiraKaupa minningabók
Sigmar Grétar Jónsson fæddist á Eskifirði 20. febrúar 1929. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 21. ágúst 2010. Útför Sigmars Grétars fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. ágúst 2010.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Pálsdóttir fæddist í Hnífsdal 6. janúar 1916. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 16. ágúst 2010. Útför Sigríðar fór fram mánudaginn 30. ágúst 2010.
MeiraKaupa minningabók
Sigtryggur Sigtryggson fæddist á Þrúðvangi við Akureyri 31. ágúst 1933. Hann andaðist á heimili sínu 9. júní 2010. Sigtryggur var sonur hjónanna Sigtryggs Þorsteinssonar, starfsmanns Kaupfélags Akureyrar, og Sigurlínu Haraldsdóttur prjónakonu.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Jóhann Jóhannsson fæddist 8. júní 1953 á Ísafirði. Hann lést á Landspítalanum 14. ágúst 2010. Foreldrar hans voru Jóhann Jóhannsson, f. 1910 á Ísafirði, d. 1973, og Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 1919 á Ísafirði, d. 2003.
MeiraKaupa minningabók
Vilborg Jónsdóttir fæddist 27. maí 1943 í Reykjavík. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 10. ágúst 2010. Útför Vilborgar var gerð frá Garðakirkju 18. ágúst 2010.
MeiraKaupa minningabók
Vilborg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí 2010. Útför Vilborgar var gerð frá Kópavogskirkju 27. júlí 2010.
MeiraKaupa minningabók
Fréttaskýring Þórður Gunnarsson Helgi Bjarnason Skuldabréf sem Magma Energy tók yfir frá Geysi Green Energy virðist vera eina eign Reykjanesbæjar sem hægt er að grípa til, takist ekki að endurfjármagna 12 milljóna evra lán frá þýskum banka sem gjaldféll...
Meira
„Annars sá maður og fann á hrossunum að þau eru ekki í sínu besta formi, þau eru miklu minna þjálfuð þetta árið en önnur ár en mótið var samt gott,“ segir Viðar Ingólfsson knapi um Íslandsmeistaramótið í hestaíþróttum.
Meira
Næstkomandi laugardag, 4. september, fer hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fram. Allir hlauparar og hjólreiðamenn verða ræstir á Ölfusárbrú. Hjólreiðar hefjast kl. 11, hálfmaraþon kl. 11.30 og aðrar vegalengdir kl. 12.
Meira
Þótt þér finnist allir í kringum þig vera að byrja í ræktinni núna til að ná af sér aukakílóunum er ekkert sem segir að þú þurfir að gera það líka. Ekki vera hópsál í líkamsrækt, finndu hvað hentar þér og þínum líkama best.
Meira
„Hraðinn og spennan eru það sem heillar, en þetta er eins og hver önnur íþrótt sem snýst um að ná völdum á ákveðinni tækni og það gerir þetta krefjandi,“ segir Jón Ingi Þorvaldsson sem er efstur eftir 2. umferð í Íslandsmeistaramóti í gokart.
Meira
Ef þú hefur mikinn áhuga á hestum en hefur hvorki aðstöðu, heilsu, fjármagn né tíma til að eiga hest og ríða út er ein leiðin að ríða út inni á Horseland.com. Á Horseland.com er nefnilega hægt að spila tölvuleiki um hesta og með hestum.
Meira
Hafir þú áhuga á útivist, ferðalögum og skemmtilegum félagsskap getur verið að björgunarsveitir séu akkúrat málið fyrir þig. Flestar björgunarsveitir eru með kynningarfundi á næstu dögum, þar sem nýliðastarf sveitanna er kynnt.
Meira
„Ég var einmitt að ræða það við dóttur mína í gær þegar maður hlustaði á textann við When I'm Sixty-Four árið 1967 og hversu órafjarri þetta var þá.
Meira
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 26. ágúst. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmss. 241 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss.
Meira
Guðmundur Guðmundsson (1849-1937) var bókhaldari í verslun Lefoliis á Eyrarbakka um áratugi, en jafnframt bóksali þar og viðriðinn flest menningarmál.
Meira
31. ágúst 1805 Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi dó í tugthúsinu í Reykjavík, 36 ára. Hún var dysjuð við alfaraleið á Skólavörðuholti og grjóti kastað að dysinni, Steinkudys.
Meira
Viðtal Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson verður leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Hoffenheim í dag en landsliðsmaðurinn ungi skrifar undir fjögurra ára samning við félagið fyrir hádegi.
Meira
Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, var í gærmorgun kallaður inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Norðmönnum í undankeppni EM í knattspyrnu á Laugardalsvelli á föstudag.
Meira
Aron Jóhannsson úr Fjölni, markahæsti leikmaður 1. deildar karla, er á förum til danska 1. deildarliðsins AGF. Fjölnismenn tilkynntu í gærkvöld að félögin hefðu náð samkomulagi um félagaskiptin en Aron væri í viðræðum við Danina um kaup og kjör.
Meira
Á vellinum Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar kom að stórleik KR og FH í Frostaskjólinu í gærkvöldi, hafði KR unnið alla sex deildaleiki sína frá því að Rúnar Kristinsson tók við liðinu.
Meira
Noregur Brann – Viking 3:3 • Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Brann og lagði upp annað mark liðsins. Gylfi Einarsson sat á varamannabekknum. • Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason léku með Viking frá upphafi til enda...
Meira
Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Eiður Smári Guðjohnsen hélt til Englands í morgun ásamt föður sínum og umboðsmanni, Arnóri Guðjohnsen, og er förinni heitið til Stoke þar sem þeir fara í viðræður um hugsanleg félagaskipti.
Meira
Viðtal Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslendingar eignuðust þrjá Norðurlandameistara í frjálsum íþróttum um nýliðna helgi þegar Norðurlandamót unglinga var haldið á Akureyri.
Meira
Á vellinum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ég verð að vera hreinskilinn og játa að ég sé Selfyssinga ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni eftir að hafa horft á þá tapa 2:3 fyrir Val á heimavelli í gærkvöld.
Meira
Þór/KA komst með nokkuð fyrirhafnarlitlum hætti upp í annað sæti úrvalsdeildar kvenna, Pepsí-deildarinnar, með fjögurra marka sigri á næstneðsta liði deildarinnar, FH, 5:1, á Þórsvelli í gær.
Meira
TSG 1899 Hoffenheim er nafn þýska liðsins sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá þessu félagi sem varð til árið 1899 þegar 20 fimleikamenn stofnuðu það undir merkjum Turnverein Hoffenheim.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.