Árið 2009 fæddust 5.027 börn hérlendis, 2.561 drengur og 2.466 stúlkur. Það eru 192 fleiri börn en ári áður, en þá fæddust hér 4.835 börn. Aldrei áður hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári hér á landi.
Meira
Stefáni Einarssyni hönnunarstjóra voru í gær afhent fyrstu verðlaun í samkeppni Sameinuðu þjóðanna um bestu auglýsinguna til að vekja athygli á baráttunni gegn fátækt í heiminum. Soffía Spánardrottning stýrði athöfninni í Madrid.
Meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að manni í Laugardalnum og við Laugalækjarskóla í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um ósæmilega hegðun og þukl á barni sem tilkynnt var um hálfsjöleytið. Maðurinn fannst ekki og eftir nokkra stund var leitinni hætt.
Meira
Sú stefna bandaríska hersins, sem kölluð hefur verið „ekki spyrja – ekki segja frá“ er ólögleg samkvæmt niðurstöðu dómara við alríkisdómstól í Kaliforníu.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Réttadagurinn er mikilvægur fyrir samfélagið. Fjölskyldurnar hittast. Börnin koma heim til að hjálpa til og vera með störfunum,“ segir Steinar Halldórsson í Auðsholti, fjallkóngur Hrunamanna.
Meira
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. á Selfossi átti lægsta tilboðið í rannsóknarboranir vegna Vaðlaheiðarganga, en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni. Fyrirtækið bauð tæpar 37 milljónir króna í verkið eða 78% af kostnaðaráætlun. Geotækni...
Meira
Líkt og laufin falla af trjánum á hverju hausti er það fastur liður að sjá bændur Bæjaralands í Þýskalandi fylgja kúahjörðum sínum ofan úr Ölpunum og niður á grösuga haga láglendisins til vetrarbeitar.
Meira
Írönsk stjórnvöld ætla í dag að sleppa bandarísku fjallgöngukonunni Söruh Shourd sem var handtekin í landinu í júlí sl. ásamt tveimur félögum sínum. Voru þremenningarnir sakaðir um njósnir fyrir bandarísk yfirvöld og að hafa komist ólöglega til...
Meira
Marilyn Young, sem hélt því fram að hún ætti barn með skákmeistaranum Bobby Fischer, hefur nú farið fram á að tekin verði lífsýni úr tveimur systursonum Fischers, sem gera einnig kröfu um arf eftir hann, og þau borin saman við sýni úr Fischer sem tekin...
Meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær þegar beiðni um aðstoð barst vegna bíls sem fastur var á leiðinni upp að Axarfossi á Mýrdalssandi, svonefndri Öldufellsleið.
Meira
Vel hefur gengið í forskráningu áskrifta að Skjá Golfi, nýrri íslenskri golfsjónvarpsstöð, að sögn Hilmars Björnssonar, sjónvarpsstjóra stöðvarinnar sem hefur útsendingar hinn 27. september.
Meira
Í dag, laugardag, verður farið í hina árlegu fjölskyldugöngu á umhverfisdegi Kópavogs. Markmiðið er að gefa Kópavogsbúum færi á að kynnast nokkrum helstu náttúruperlum bæjarins. Lagt verður af stað frá Náttúrufræðistofu Kópavogs kl.
Meira
Íslensku gæsastofnarnir halda áfram að blómstra. Það sýna tölur úr talningum sem gerðar voru á vetrarstöðvum gæsanna í Bretlandi á liðnu hausti. Dr. Arnór Þ. Sigfússon, dýravistfræðingur á Verkfræðistofunni Verkís, er nýbúinn að fá tölurnar í hendur.
Meira
Gæsastofnar á Íslandi standa afar vel samkvæmt talningum sem gerðar voru á vetrarstöðvum þeirra í Bretlandi. Grágæsastofninn stækkaði um 11% á milli ára og heiðagæsastofninn er á uppleið.
Meira
Ríkisstjórnin hefur heimilað að þriðja björgunarþyrlan verði tekin á leigu til að efla björgunargetu Landhelgisgæslunnar, en dómsmálaráðherra tók málið upp á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.
Meira
Fréttaskýring Karl Blöndal kbl@mbl.is Það er engu líkara en Thilo Sarrazin hafi lagt eld að þýsku samfélagi með bók sinni um innflytjendur í Þýskalandi og gagnrýni á aðlögun þeirra að þýsku samfélagi.
Meira
Skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar á að kynna þingflokkum klukkan 15 í dag, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Meira
Danski skákmaðurinn Bent Larsen er látinn, 75 ára að aldri. Hann var sexfaldur Danmerkurmeistari í skák, fyrst árið 1954, og varð alþjóðlegur stórmeistari árið 1956, liðlega tvítugur. Larsen var um árabil einn af sterkustu skákmönnum heims.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sanddæluskipið Perla var væntanlegt að Landeyjahöfn nú í morgun. Skipið lagði úr höfn í Reykjavík um klukkan 15.00 í gær. Óttar Jónsson, skipstjóri, áætlaði að siglingin tæki um 16 klukkustundir.
Meira
Maðurinn sem brenndist í vinnuslysi á KFC í Kópavogi seint á fimmtudagskvöld er með tiltölulega alvarleg brunasár en hann er kominn af gjörgæslu að sögn læknis á lýtalækningadeild. Líðan hans er eftir atvikum góð.
Meira
Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Verð á húshitun er um þrefalt hærra í dreifbýli hjá Rarik en hjá Orkuveitu Reykjavíkur þrátt fyrir 35% hækkun á heitu vatni hjá OR. Eftir hækkun kostar 5.407 kr. á mánuði að hita hús í Reykjavík en 15.332 kr.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hrafn sem gerði sig heimakominn hjá fjölskyldu í Mosfellsdal í fyrradag er líklega ættaður úr hrafnslaup sem var í gjánni við Suðurlandsveg í vor.
Meira
Hótanir litla, kristna safnaðarins í Flórída, um að brenna Kóraninn í dag, 11. september, níu árum eftir hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnanna, hafa haft áhrif víða um heim.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú stendur yfir endurnýjun á upplýsingakerfum allra strætisvagna Strætó bs. sem mun gera fyrirtækinu kleift að bæta þjónustu sína umtalsvert á komandi misserum.
Meira
Tilkynnt hefur verið um ráðningu fjögurra aðstoðarmanna ráðherra í vikunni. Tveir þeirra munu aðstoða Ögmund Jónasson. Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ögmundar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu.
Meira
„Þarna koma saman ólíkir straumar sem áhugavert verður að sjá mætast,“ segir Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og forstjóri Flugstoða, nú prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Meira
Skuldastaða Reykjanesbæjar er slík að óhjákvæmilegt er að grípa til umfangsmikilla aðgerða ef ekki á að koma til gjaldþrots sveitarfélagsins. Sveitarfélagið skuldaði í lok síðasta árs um 43 milljarða króna.
Meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist í gær hafa skoðað hvort ákæra á hendur ráðherrum gæti leitt til gjaldþrots ríkissjóðs, líkt og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur bent á.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugmyndir að Selfossvirkjun grundvallast á því að byggja í einu mannvirki stíflugarð með flóðgáttum og brú. Verði hugmyndin ekki könnuð áður en ráðist verður í byggingu brúar, verður ekki af virkjun.
Meira
Flöskuhálsar við Kalkofnsveg hafa verið daglegir viðburðir í sumar vegna framkvæmda sem staðið hafa yfir í tengslum við byggingu nýja tónlistarhússins Hörpunnar. Til stóð að framkvæmdum væri lokið en þær hafa dregist aðeins.
Meira
Réttir Haustið er tími fjár- og stóðrétta og þeim fylgir gjarnan mikil stemning. Heimtunum var vel fagnað í Hrunaréttum í gær, en tæplega sex þúsund fjár komu af fjalli þetta...
Meira
Langtímamarkmið skilanefndar Glitnis er að lánardrottnar gamla bankans taki við stjórn bankans, að sögn Árna Tómassonar. Þetta er sama lausn og í tilfelli Straums, en helstu kröfuhafar hafa nú tekið yfir stjórn hans.
Meira
sviðsljós Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Samtök kvenna í Mið-Austurlöndum og Suðvestur-Asíu telja Sameinuðu þjóðirnar vanmeta umfang sæmdarmorða verulega en þau segja morðin um 5.000 á ári. Líklegra sé að þau séu yfir 20 þúsund.
Meira
Í skýrslu nefndar á vegum forsætisráðherra frá 1999 var bent á að vafi léki á því að refsiákvæði laganna væru nægjanleg skýr, miðað við þær kröfur sem nú væru gerðar til ákvæða í lögum um refsingar.
Meira
Á miðvikudag sl. var haldinn borgarafundur um fátækt í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem lagt var til að stofnað yrði embætti Upplýsingafulltrúa bótaþega.
Meira
Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur samkvæmt tillögu Ögmundar Jónassonar dómsmála- og mannréttindaráðherra verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 10. september.
Meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt að ganga til samninga við Gylfa Þór Þórisson, framkvæmdastjóra, um að taka við starfi sveitarstjóra í Reykhólahreppi. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum.
Meira
Hugmyndir að Selfossvirkjun grundvallast á því að byggja í einu mannvirki stíflugarð með flóðgáttum og brú. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er áhugi á að nýta nýja brú yfir Ölfusá jafnframt sem stíflu rennslisvirkjunar í ánni.
Meira
Ítrekað hefur komið fram hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega forystumönnum hennar, að þeir eru undir gríðarlegu vinnuálagi og eru orðnir alveg ofboðslega þreyttir.
Meira
Fréttastöð Stöðvar 2 er mikið fyrir að reikna út alls kyns sparnað. Eins og til dæmis hvað Þjóðleikhúsið myndi spara á því að hætta að senda út boðskort og hvað Reykjavíkurborg myndi spara á því að hætta að sprengja flugelda á menningarnótt.
Meira
Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is „Ég er nú bara staddur hér á flugvelli í Noregi á leiðinni heim,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson glaður í bragði.
Meira
Á morgun kl. 14 verður flutt leikritið Djúpið eftir Jón Atla Jónason. Um verkið segir á vef ríkisútvarpsins: „Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi með sígarettum, kaffi og veltingi.
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Kristján Freyr Halldórsson, framkvæmdastjóri Kima á Íslandi, situr og fer í gegnum diska á lager Kima er blaðamaður heilsar upp á hann.
Meira
Leikstjóri söngleiksins Spider-man: Turn Off the Dark , Julie Taymor, hrósar U2-kempunum Bono og The Edge fyrir tónlistina sem þeir sömdu fyrir verkið.
Meira
Blaðamenn Reuters á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum segja enga mynd standa með áberandi hætti upp úr þeim fjölda kvikmynda sem þar eru sýndar og slagkraftinn vanti í hátíðina þegar að kvikmyndastjörnum komi.
Meira
Hluti sýningar listakonunnar Yoko Ono í galleríinu Haunch of Venison í Berlín hefur vakið þó nokkra athygli erlendra fjölmiðla: stór gluggarúða með gati í eftir byssukúlu.
Meira
* Hinn mjög svo ágæta öfgarokkssveit Gordon Riots mun halda sína lokatónleika í kvöld á Faktorý (áður Grand Rokk) ásamt We Made God og At Dodge City.
Meira
Sýningar á hinum vinsæla gamanleik Harry og Heimir hefjast að nýju í Borgarleikhúsinu á morgun. Í verkinu leika Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson en verkið er byggt á samnefndum framhaldsþáttum sem fluttir voru á Bylgjunni...
Meira
Það verða Hjálma-jól í ár því væntanleg er bók með myndum ljósmyndarans Gúnda, Guðmundar Vigfússonar, af hljómsveitinni en henni mun fylgja plata með áður óútgefnum lögum Hjálma.
Meira
Kvikmyndasafn Íslands sýnir Ísland í lifandi myndum , eftir Loft Guðmundsson næstkomandi þriðjudag kl. 20:00. Loftur Guðmundsson var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og jafnframt einn kunnasti ljósmyndari Reykjavíkur um sína daga.
Meira
* Og meira RIFF því Íslendingur sá um kvikmyndatöku í tékknesk/þýsk/slóvösku kvikmyndinni 3 Seasons in Hell sem sýnd verður á hátíðinni, Karl Óskarsson.
Meira
Verk Joan Miró verða sýnd í Tate-safninu undir yfirskriftinni The Ladder of Escape . Þetta er í fyrsta skipti í yfir 50 ár sem verk Miró, sem var einn af höfuðlistamönnum súrrealismans, verða sýnd á heildstæðan hátt.
Meira
Bókaverslunin Útúrdúr hefur hafið sölu á tímaritinu FUKT en blaðið sérhæfir sig í nútímalegum teikningum í víðum skilningi. Ingvar Högni Ragnarsson, einn eigenda Útúrdúrs, segir tímaritið vera veglega viðbót við tímaritaflóru verslunarinnar.
Meira
Undanfarna daga hefur staðið í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, Óperusmiðja Garðabæjar, sem er námskeið fyrir nemendur í framhaldsnámi og unga atvinnusöngvara.
Meira
Heimildarmyndin (eða gerviheimildarmyndin) I'm Still Here fær skelfilega útreið í umfjöllun fréttavefjarins Slate. Segir í upphafi greinar að það versta við myndina sé að hún sé til. Þá skipti litlu hvort um gerviheimildarmynd sé að ræða eða ekki.
Meira
Pétur Gunnarsson flytur fyrirlestur í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, kl. 17.00. Fyrirlesturinn nefnist: „Ef ég gæti ekki elskað þessa þjóð...
Meira
Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson: "Morgunblaðið gaf tóninn fyrir afvegaleidda umfjöllun um mál nímenninganna, strax daginn eftir að atburðurinn sem leiddi til ákæranna átti sér stað."
Meira
Skapti Hallgrímsson: "Ekki heyrði ég betur á ljósvakanum í gær en netundrið Facebook væri orðið vinsælla en Google-leitarvélin. Líklega vegna þess hve ég er duglegur að rekja þar hvað ég hef fyrir stafni frá morgni til miðnættis."
Meira
Eftir Össur Skarphéðinsson: "Ég hef ekki átt samtöl við nokkurn nefndarmann um hugsanlegt efni niðurstöðu nefndarinnar, hvorki fulltrúa míns eigin flokks, né annarra, og engan úr forystu flokksins."
Meira
Eftir Ragnar Önundarson: "Bankastjórar erlendu bankanna féllu á prófinu. Rannsaka ber skaðsemi glæfralána þeirra og meta stórfellt tjón heimila og fyrirtækja."
Meira
Eftir Ólaf Grétar Gunnarsson og Valgerði Snæland Jónsdóttur: "Foreldrar eru fyrstu og mikilvægustu kennarar í lífi barna sinna og hafa úrslitaáhrif á líðan þeirra og námsárangur, jafnt drengja sem stúlkna."
Meira
Eftir Sigurjón Þórðarson: "Verður áróður Ingva Hrafns, sem á stundum fer út í það sem vel getur kallast öfgar, skilgreindur sem hatursáróður og bannaður?"
Meira
Frá Guðmundi Karli Ásbjörnssyni: "Ég gat ekki varist hlátri er ég las frétt í Morgunblaðinu 4. sept. varðandi geirfuglsstyttuna sem afhjúpuð var upp á Valahnjúk á Reykjanesi og það fjaðrafok sem þessum fugli fylgdi."
Meira
Eftir Sigurð Oddsson: "Svo stígur nýi seðlabankastjórinn fram á sviðið, eins og álfur út úr hól og segir að háir vextir skipti engu máli fyrir atvinnulífið."
Meira
Eftir Úlfar Finnbjörnsson: "Við eigum að umgangast náttúruna og bráð okkar af 100% virðingu og fullnýta þau dýr sem við fellum eins og mögulegt er."
Meira
Eftir Guðmund Andra Skúlason: "Það sér hver sæmilega viti borinn einstaklingur að slíkt dómafordæmi mun lama alla skuldbindandi samningsgerð á Íslandi til framtíðar."
Meira
Áskorun til alþingismanna Íslensk þjóð hefur oft gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Það mun hún einnig gera nú með dugnaði og samstöðu á grundvelli sameiginlegra verðmæta, aukinnar menntunar og náttúruauðlinda.
Meira
Björn Guðmundsson fæddist á Siglufirði 21. janúar 1944. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar hinn 31. ágúst síðast liðinn. Hann var sonur hjónanna Brynhildar Einarsdóttur f. 1922 og Guðmundar Björnssonar f. 1915, d. 1950. Systur Björns voru Anna Lilja f.
MeiraKaupa minningabók
Hrefna Fönn fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 14. október 1987. Hún lést þriðjudaginn 31. ágúst 2010. Útför Hrefnu Fannar fór fram frá Akureyrarkirkju 9. september 2010.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Þórhallsson fæddist á Stóra-Hamri í Öngulsstaðahreppi 21. febrúar 1928. Hann lést á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 29. ágúst 2010. Útför Jónasar var gerð frá Munkaþverárkirkju í Eyjafjarðarsveit 7. september 2010.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Sigurjónsson fæddist í Hvammi, V-Eyjafjallahreppi, 10. mars 1914. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi 1. september 2010. Foreldrar hans voru Sigurjón Magnússon frá Hvammi, bóndi og smiður, f. 23.4. 1889, d. 22.9.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Hanna Eyjólfsdóttir var fædd í Björgvin á Stokkseyri 15. október 1922. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 31. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sigurðsson, formaður Stokkseyri, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
María Magnúsdóttir Ammendrup, húsmóðir og fv. kaupmaður, var fædd í Vestmannaeyjum 14. júní 1927. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 28. ágúst sl. Útför Maríu fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. september 2010.
MeiraKaupa minningabók
Rebekka Jónsdóttir fæddist á Birnustöðum í Ögurhreppi þann 22. september 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þann 24. ágúst 2010. Rebekka var jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju 28. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn var fæddur 2.10. 1919 á Efra-Núpi, Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík þá nítutíu ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Arndísar Jónasdóttur, frá Húki, f. 1.9. 1893, d. 12.2.
MeiraKaupa minningabók
„Þau lifðu af jarðskjálfta, erfiða veðráttu og eldgos sem stoppaði flugsamgöngur á stórum hluta hnattarins, en það virðist vera sem áætlanir um stórt, íslenskt gagnaver hafi verið skotnar niður af miklum ólíkindatólum; þeirra eigin...
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Þó að á heildina litið sé þokkalega hugsað um matarmálin þykir mér eins og þessi hluti starfseminnar sé sjaldan framarlega í forgansröðinni hjá fyrirtækjum,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir matvælafræðingur.
Meira
Svo undarlegt sem það kann að virðast þá er yfirleitt mun auðveldara að hangsa í tölvunni eða horfa á sjónvarpið en að koma í verk hlutum sem skipta máli.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Miðað við það verð, sem Hagar greiddu fyrir bréf stjórnenda fyrirtækisins árin 2008 og 2009 var markaðsvirði fyrirtækisins 22 milljarðar og var svokallað P/E hlutfall því um 30-40.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Nauðasamningar, sem fela í sér að lánardrottnar Straums hafa nú tekið við stjórn bankans, gætu verið fyrirmynd sambærilegra samninga um gömlu viðskiptabankana, einkum Glitni og Kaupþing.
Meira
Það er fátt betra fyrir sálina en að hlæja svolítið. Vefsíðan Hyperboleandahalf.blogspot.com er góð til að kitla hláturtaugarnar. Það er Allie Brosh sem heldur þessu fyndna bloggi úti og hún er mjög fyndin, oftast á kaldhæðinn hátt.
Meira
Út er komin bókin Heimavinnsla mjólkurafurða – Ostagerð. Bókin byggir á efni sem tekið var saman vegna námskeiða sem Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hélt á fyrri hluta ársins 2009.
Meira
„Ég vakna eldsnemma og fer í réttir, Skeiðaréttir. Þar á ég um 250 kindur sem ég þarf að sækja. Um klukkan tvö þegar réttum er lokið rekum við kindurnar heim. Það tekur um þrjá klukkutíma enda um tíu kílómetra leið sem þarf að fara.
Meira
Úr Bæjarlífinu Björn Björnsson Sauðárkrókur Einstakur sumarauki hefur leikið við okkur Norðlendinga undanfarna daga, varla sést skýhnoðri á himni, og hiti í kringum tuttugu stig hvern dag.
Meira
Úrslitin í Bikarkeppni BSÍ um helgina Undanúrslit í bikarkeppni sumarsins verða laugardaginn 11. september í Síðumúlanum og hefjast kl. 11. Þeir sem í undanúrslitunum eru: Sveit H.F.
Meira
*Þessir strákar héldu tombólu og söfnuðu 8.646 krónum sem þeir gáfu RKÍ. Þeir heita Sævar Óskarsson, Kieron Breki Moore, Ási Benjamínsson. Allir eru í 2.ÓB í...
Meira
„Ég ætla að borða kjötsúpu í tilefni dagsins og bjóða með mér fámennum hópi vina og ættingja,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins, sem fagnar fertugsafmæli sínu í dag.
Meira
Ást Íslendinga á ís er alþekkt og jafnvel alræmd enda láta þeir hryssingslegt veðurfar ekki aftra sér frá því að eiga nánast heimsmet í ísneyslu. Miðað við höfðatölu að sjálfsögðu.
Meira
11. september 1755 Miklir jarðskjálftar urðu norðanlands. Flest hús á Húsavík féllu, svo og nokkrir bæir á Tjörnesi og víðar. Tveir bátar fórust þegar flóðbylgja skall á þeim. „Dranginn við Drangey hrapaði,“ sagði í Höskuldsstaðaannál.
Meira
„Þetta er nú stormur í vatnsglasi eftir því sem ég kemst næst. Það átti bara eftir að ganga formlega frá nokkrum samningum við styrktaraðila félagsins.
Meira
Umfjöllun Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Einn af úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum á morgun þegar topplið ÍBV tekur á móti KR-ingum.
Meira
Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Telja verður möguleika íslenska 21 árs landsliðsins í knattspyrnu á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar nokkuð góða eftir að ljóst var að liðið mætir Skotum í umspilsleikjum sem fram fara 8.
Meira
Billy Stark þjálfari 21-árs landsliðs Skota í knattspyrnu reiknar með erfiðri rimmu gegn Íslendingum í umspili fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldin verður í Danmörku í júní á næsta ári.
Meira
Læknir danska knattspyrnuliðsins OB sagði í gær að Rúrik Gíslason , landsliðsmaður Íslands, yrði látinn hvíla í dag þegar liðið mætir Nordsjælland í úrvalsdeildinni.
Meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék í gærkvöld sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Hann kom inná 13 mínútum fyrir leikslok þegar Hoffenheim sigraði Schalke, 2:0, á heimavelli sínum, Rhein-Neckar Arena.
Meira
Lið landsbyggðarinnar er með afgerandi forystu gegn liði höfuðborgarinnar, 9:3, eftir fyrri keppnisdaginn í KPMG-bikarnum sem hófst á Korpúlfsstaðavelli í gær.
Meira
Í dag gæti dregið til tíðinda í 1. deild karla í knattspyrnu en 21. og næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram og er flautað til leiks í öllum leikjunum klukkan 14.
Meira
Skotar, mótherjar Íslendinga í umspilinu, báru sigur úr býtum í 10. riðli í undankeppni Evrópumóts 21-árs landsliða í knattspyrnu. Þeir fengu 17 stig í átta leikjum, unnu fimm leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu einum leik, gegn Austurríkismönnum.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.