Greinar þriðjudaginn 12. október 2010

Fréttir

12. október 2010 | Innlendar fréttir | 284 orð

Afskrifa þyrfti 220 milljarða

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nái hugmyndir stjórnvalda og Hagsmunasamtaka heimilanna fram að ganga, um almenna niðurfærslu á höfuðstól íbúðalána, gæti þurft að afskrifa um 220 milljarða króna. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Alþingi kýs saksóknara í dag

Alþingi mun í dag kjósa saksóknara til að höfða mál gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Á dagskrá þingsins segir orðrétt: „Kosning saksóknara Alþingis og varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 340 orð | 4 myndir

Á samráðsfundum sem „áheyrnarfulltrúar“

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Mér finnst fullsnemmt að gefa þessu falleinkunn á meðan þetta er bara í vinnslu,“ segir Steingrímur J. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 183 orð

Dró sér 25 milljónir frá kirkjunni

Framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi hefur viðukennt að hafa dregið sér fé úr sjóðum kirkjunnar. Hann hefur látið af störfum. Fjárdrátturinn átti sér stað á sex ára tímabili, frá árinu 2004 til loka ágúst 2010. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir

Dýrara var að hætta við en halda áfram

Fréttaskýring Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa sótt um framlög frá ríkinu til að stækka farskipahöfnina í Helguvík við hverja endurskoðun samgönguáætlunar. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Eggert

Myndataka Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gengu í hjónaband 10.10.10 og héldu síðan veislu í Iðnó á eftir þar sem Sigmar Vilhjálmsson kom fólkinu í... Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 310 orð

Fáir hafa nýtt úrræði

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Minnihluti þeirra sem standa frammi fyrir því að missa fasteignir sínar á uppboði á næstu vikum hefur nýtt sér rétt sinn til þess að sækja um frestun nauðungarsölu. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Glæsihótel á Þingvöllum

Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is „Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og eftir að Hótel Valhöll brann sárvantar þjónustu á svæðinu. Það má segja að þetta hafi verið kveikjan,“ segir Ólafur M. Meira
12. október 2010 | Erlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Helguð fórnarlömbum 4. júní

Liu Xiaobo, sem tilkynnt hefur verið að fái friðarverðlaun Nóbels í ár, hefur helgað verðlaunin fórnarlömbum kínverskra stjórnvalda á Torgi hins himneska friðar 1989. „Þessi verðlaun eru handa hinum týndu sálum 4. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 938 orð | 3 myndir

Hver á að borga brúsann?

fréttaskýring Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stjórnvöld, ásamt umboðsmanni skuldara, hafa nú til skoðunar hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfærslu á höfuðstól íbúðalána. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 36 orð

Íbúafundur á Blönduósi

Vegna fyrirliggjandi tillagna um niðurskurð fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi halda sveitarfélögin í Austur-Húnvatnssýslu í samvinnu við Stéttarfélagið Samstöðu íbúafund þriðjudaginn 12. október kl. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Kanna ástand og útbreiðslu síldar

Reiknað er með að undir næstu helgi verði farið í leiðangur til að rannsaka útbreiðslu og ástand íslensku sumargotssíldarinnar. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 728 orð | 3 myndir

Kominn tími á október

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hitamet var slegið á nokkrum veðurstöðvum um helgina og það sem af er októbermánuði hefur veður verið með blíðasta móti. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 95 orð

Lausn Haustjafndægragátu

Mikil viðbrögð voru við haustjafndægragátunni og þakkar Morgunblaðið þátttökuna. Rétt lausn á gátunni er: Lifnar einstakt litaraft löturhægt í friði og spekt. Eftirtekt er allt sem þarft undravert í tómsins nekt. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Liu Xiaobo verði sleppt

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hvetur kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár, úr haldi. Haft er eftir Össuri á vef utanríkisráðuneytisins, að enginn eigi að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 129 orð

Lögreglan leitar manns vegna líkamsárásar

Seint í gærkvöldi hafði enn ekki tekist að hafa hendur í hári manns sem réðst á 16 ára gamla stúlku í Laugardalnum síðdegis í gær. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Mannlíf í trönunum

Sú var tíð að fiskur var hertur á trönum vítt og breitt um landið og ágætis pening mátti hafa upp úr því að hengja upp fisk og taka síðan niður skreiðina fyrir Nígeríumarkað. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 95 orð

Málþing á vegum Faxaflóahafna

Í dag, þriðjudag kl. 16:00, standa Faxaflóahafnir fyrir málþingi fyrir notendur Faxaflóahafna í Sjóminjasafninu við Grandagarð. Fundurinn er öllum opinn en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna eru sérstaklega hvattir til að mæta. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Meiri meðalhiti en oft í júní

Meðalhiti í Reykjavík það sem af er október er nú 9,6 stig, sem er um hálfu stigi meira en meðaltal alls júnímánaðar 1961-1990 og 4,2 stig yfir meðallagi. Það er með því hæsta sem finna má fyrstu tíu dagana í október. Hlýrra var þó 1959, 11,0 stig. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Mæðginin og hryllingssamband þeirra

Kvikmyndasafn Íslands sýnir í ár nokkrar af þekktustu myndum Alfreds Hitchcocks. Á morgun mun Psycho verða sýnd í Bæjarbíóinu í Hafnarfirði klukkan 20:00 en það er ein frægasta mynd hans. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 442 orð | 2 myndir

Niðurskurðurinn þýðir hrun

Una Sighvatsdóttir Björn Björnsson „Forstöðumenn heilbrigðisstofnana fóru yfir tillögurnar að niðurskurði og hvað þær þýddu og þær þýða í rauninni bara algjört hrun í sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir,... Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Ný starfstengd námsbraut í augsýn

Úr bæjarlífinu Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Ný námsbraut er nú í farvatninu hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Næst er það úrslitakeppnin í Danmörku

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu fagnaði að vonum í Skotlandi í gærkvöldi eftir 2:1 sigur á Skotum enda tryggði það sér sæti í átta liða úrslitakeppni Evrópumótsins, sem verður í Danmörku í júní á næsta ári. Gylfi Þór Sigurðsson (nr. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Október sýnir lit og er kominn í metaham

Veðurblíðan það sem af er október hefur verið einstök og hitamet hafa verið slegin á nokkrum veðurstöðvum á landinu. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 70 orð

Óvíst að Landhelgisgæslan geti leigt þriðju þyrluna

Tilboð í leigu á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna verða opnuð á morgun. Áformað var að leigja þyrlu til viðbótar þeim tveimur sem fyrir eru. Meira
12. október 2010 | Erlendar fréttir | 513 orð | 2 myndir

Peningaflóðgáttirnar opnast

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Allt stefnir í að kosningarnar, sem haldnar verða í Bandaríkjunum í nóvember, verði þær dýrustu, sem haldnar hafa verið milli forsetakosninga. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Skemmtu sér vel í skólarjóðrinu

Mikið var um að vera hjá nemendum og kennurum Fellaskóla á Fljótsdalshéraði í síðustu viku. Þá var verndarsvæði Fellaskóla, skólarjóðrið, vígt. Í tilkynningu segir að stundin hafi verið hin skemmtilegasta. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Stór hluti útlána í vanskilum

Lán, sem eru í vanskilum eða nálægt vanskilum, eru tæplega 65% af heildarútlánum bankakerfisins hér á landi ef miðað er við nafnvirði lánanna. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Tilraunakenndir tónleikar á Faktorý

Í kvöld og annað kvöld verða haldnir raftónleikar á Faktorý þar sem brautryðjendur í tilraunakenndri tónlist á Íslandi leika. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 577 orð | 1 mynd

Vel fylgst með gæðum og umgengni íssölufyrirtækja

Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Matvælaeftirlit Reykjavíkur framkvæmdi nýverið árlega könnun á gæðum og umgengni við ísvélar og ísblöndur í Reykjavík. Sýni voru tekin hjá 42 íssölufyrirtækjum og stóðust 72% þeirra rannsóknina í fyrstu umferð. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 89 orð

Þingmenn hafa sært landið djúpu sári

Samfylkingarfélag Fljótsdalshéraðs (SFF) lýsir í ályktun yfir óánægju með framgöngu þingmanna Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu á Alþingi nýverið um hvort ákæra ætti nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Þurrt land komið á vínyl með kóða á netið

Á morgun gefur Bloodgroup út síðustu plötu sína, Dry Land, á vínyl. Hún kom út á geisladisk í desember á síðasta ári. Öllum seldum eintökum fylgir kóði svo hægt sé að nálgast stafrænt niðurhal af... Meira
12. október 2010 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Þyrluleiga LHG í uppnámi

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Litlar líkur eru á því að Landhelgisgæslan geti tekið björgunarþyrlu á leigu, eins og vonast hafði verið til. Fjárframlög til stofnunarinnar dragast saman um 8% á milli ára, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Meira

Ritstjórnargreinar

12. október 2010 | Leiðarar | 393 orð

Lygileg reynsla og léleg ráð

Hvernig gat óvenjuleg reynsla stórumsvifamanns leitt til andstöðu við séreignarstefnuna? Meira
12. október 2010 | Leiðarar | 182 orð

Saksóknari fyrir rangri sök

Dómsmálaráðherrann hljóp á sig. Það færist á reynsluleysi í starfi Meira
12. október 2010 | Staksteinar | 203 orð | 1 mynd

Sláandi líkt

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra dóms- og menntamála um langt skeið, var mjög starfsamur og kom ótrúlega mörgu í verk í sínum ráðuneytum. Meira

Menning

12. október 2010 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Abramovic og Hegarty semja óperu

Performanslistakonan Marina Abramovic og söngvarinn Antony Hegarty, úr sveitinni Antony and the Johnsons, vinna um þessar mundir saman að óperu. Meira
12. október 2010 | Tónlist | 119 orð | 1 mynd

Alþýðutónlist

Sérhver sem ætlar sér að ná frama í menningarheiminum á Íslandi ætti sem fyrst að afneita Breiðbandinu og búa til velvalda hótfyndni um lágkúru bandsins. Það er auðvelt að safna kaldhæðnum kommentum um hljómsveit einsog Breiðbandið. Meira
12. október 2010 | Tónlist | 844 orð | 2 myndir

„Er ég virkilega að fara að segja þetta?“

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Þegar ég flutti út til Danmerkur á sínum tíma var planið að gerast venjulegur skrifstofumaður,“ segir Jónas blaðamanni. Við sitjum saman í mötuneyti Morgunblaðsins í hæstvirtum Hádegismóum. Meira
12. október 2010 | Hugvísindi | 75 orð | 1 mynd

Björg Thorarensen fjallar um stjórnlög

Í hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélags Íslands í dag, þriðjudag, fjallar Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, um spurninguna Hvað eru stjórnlög. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Bourne-dagar að baki

Leikstjórinn Tony Gilroy hefur staðfest fregnir um að leikarinn Matt Damon muni ekki leika njósnarann Jason Bourne í næstu Bourne-mynd. Damon hefur farið með hlutverk njósnarans í þremur myndum. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 399 orð | 1 mynd

Breiðbandið er feitasta bandið

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Breiðbandið er hljómsveit sem varð til fyrir tilviljun. Þrír vinir hittust reglulega og glömruðu á gítar sér til skemmtunar en þegar vinkona þeirra gifti sig ákváðu þeir að búa til smá prógramm í tilefni af því. Meira
12. október 2010 | Hugvísindi | 70 orð | 1 mynd

Fjallar um fornt skart og smiðjur

Fornmálmfræði er efni fyrirlestrar sem Björn Gustafsson Ny heldur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag, þriðjudag, klukkan 16.00. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Georg minn...

George Michael ræddi við blaðamenn fyrir utan heimili sitt í London í gær þar sem hann var nýkominn úr steininum. „Ég vil bara fá að byrja upp á nýtt,“ sagði hann. Meira
12. október 2010 | Tónlist | 151 orð | 1 mynd

Hver er tilgangurinn?

Um er að ræða geisladisk og mynddisk með upptökum frá tónleikum til heiðurs Elvis Presley í Salnum 27. mars 2010. Ekkert er til sparað til að láta þessa útgáfu líta vel út en innihaldið er heldur rýrt og stendur ekki undir útgáfu. Meira
12. október 2010 | Tónlist | 250 orð | 1 mynd

Kristinn með öðrum Frostrósum

Jólatónleikar Frostrósa hafa notið vinsælda tónleikagesta undanfarin ár. Í vetur verður boðið upp á tónleika á tólf stöðum víða um land, en auk þeirra verður nú í fyrsta skipti boðið upp á eina klassíska tónleika í lok tónleikaraðarinnar, 19. Meira
12. október 2010 | Menningarlíf | 732 orð | 2 myndir

Kynlegir kvistir

Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hallgrímur Ólafsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir Leikmynd og búningar: Snorri... Meira
12. október 2010 | Myndlist | 165 orð | 2 myndir

Milljónir handgerðra fræja

Í gær var opnuð í Tate Modern í London hin árlega sýning í Unilever-seríunni, þar sem Ólafur Elíasson sýndi „Veðurverkefni“ sitt fyrir fimm árum. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 580 orð | 1 mynd

Myndbandaleigan komin heim í stofu landsmanna

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is VOD (Video On Demand) er myndbandaleiga á Skjánum (kallast þar Skjárbíó) sem hægt er að komast í ef menn eru nettengdir og með myndlykil frá Símanum. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Ný plata frá Retro Stefson

Hljómsveitin Retro Stefson gefur út sína aðra breiðskífu mánudaginn 18. október eða daginn eftir að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lýkur. Platan heitir Kimbabwe og kemur út hjá Kimi Records. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Órói á ellefu tungumálum

* Íslenska bíómyndin Órói verður frumsýnd á fimmtudaginn. En það er unglingamynd sem Kisi framleiðir og er fyrsta bíómynd leikstjórans Baldvins Zophoníassonar . Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Sean Lennon við sköp móður sinnar

* Eftir tónleika Yoko Ono og Sean Lennon í Laugardalshöllinni spruttu upp líflegar umræður á netinu. Eftirtektarverðar voru umræður á fésbók tónlistarsérfræðingsins Dr. Meira
12. október 2010 | Fólk í fréttum | 280 orð | 1 mynd

Steindi snýr aftur með látum

Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Strákarnir á bak við hinn geysivinsæla sjónvarpsþátt Steindinn okkar eru allt annað en aðgerðalausir um þessar mundir. Meira
12. október 2010 | Kvikmyndir | 122 orð | 2 myndir

Sveppaður Sveppi

Eftir fjórar vikur á toppnum yfir aðsóknarmestu bíómyndir í íslensku kvikmyndahúsunum er bíómyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið komið niður í annað sæti listans. Myndin sem slær Sveppa við er bandaríska bíómyndin The Town . Meira
12. október 2010 | Leiklist | 594 orð | 2 myndir

Til hvers að eiga hest?

Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is TIL hvers að eiga hest? Er ekki skemmtilegra að eiga Harley Davidson? Hvers vegna að rækta eigin matvæli þegar hægt er að flytja þau inn og kaupa vægu verði? Hvers vegna að halda í sjálfstæðið? Meira
12. október 2010 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Tríó Sigurðar Flosa og Jacob Fischer

Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar heldur tónleika í Risinu, Tryggvagötu 20, í kvöld, þriðjudaginn 12. október. Hefjast tónleikarnir klukkan 21:30. Meira
12. október 2010 | Fjölmiðlar | 174 orð | 1 mynd

Útvarpsmessan og rútubílalög

Kjaftaþátturinn Vikulokin sem hefur verið á dagskrá Ríkisútvarpsins undir hádegi á laugardögum í áratugi er nú endurfluttur undir miðnættið. Þetta er fínt. Í kvölddútli er gott að hlusta á þáttinn þar sem oft koma fram bærilega vitræn sjónarmið. Meira
12. október 2010 | Kvikmyndir | 488 orð | 2 myndir

Visinn og bagaður Stiller

Leikstjóri: Noah Baumbach. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Greta Gerwig, Rhys Ifans. 107 mín. Bandaríkin, 2010. Meira
12. október 2010 | Tónlist | 324 orð | 2 myndir

Það er í góðu lagi, að vera hugsandi gæi

Ekki er nema eðlilegt að mann hafi rekið í rogastans er maður heyrði fyrstu plötu Jónasar Sigurðssonar fyrir réttum fjórum árum. Ég vissi að Jónas hafði verið í hinu galgopalega bandi Sólstrandargæjunum og átti því ekki von á miklu, en BAMM... Meira

Umræðan

12. október 2010 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Er heilbrigðisþjónusta Íslendinga komin á vonarvöl?

Eftir Unni Þormóðsdóttur: "Undanfarin ár hefur verið skorið stíft niður. Við erum löngu búin með alla fitu, vöðvarnir eru orðnir rýrir og varla nokkuð eftir nema beinahrúgan." Meira
12. október 2010 | Aðsent efni | 1115 orð | 1 mynd

Framtíðin og frelsið til að velja

Eftir Össur Skarphéðinsson: "Samningaferlið snýst því um að veita Íslendingum frelsi til að velja. Hafi það einhvern tíma verið tímabært er sú stund runnin upp." Meira
12. október 2010 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

Frestunarárátta ráðamanna

Undarleg er þessi tilhneiging vinstrimanna úr öllum flokkum til þess að velta vanda á undan sér. Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gengur út á að fá lán frá sjóðnum til að greiða önnur lán, sem eru á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári. Meira
12. október 2010 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Hvernig verðmetur maður líf?

Eftir Ingigerði Erlingsdóttur: "Nú blasir það við að barnsfæðingar séu orðinn lúxus þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þyrfti ekki frekar að bæta þjónustuna en skera hana niður?" Meira
12. október 2010 | Aðsent efni | 774 orð | 1 mynd

Skipulagsstefna Reykjavíkurborgar – hver er hún?

Eftir Ragnhildi Kolka: "Borgarfulltrúar Besta flokksins hafa ekkert umboð til að hneppa miðborgina í fortíðarfjötra og því síður að lauma þeim upp á borgarana." Meira
12. október 2010 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

Tryggjum góða heilsu

Eftir Kristin Tómasson: "Óstöðugleiki í heilbrigðismálum er ógn við alla sjúka auk þess sem það veldur öllum almennum borgurum umhugsun og eftir atvikum áhyggjum." Meira
12. október 2010 | Velvakandi | 320 orð | 1 mynd

Velvakandi

Heyrnartæki tapaðist Síðastliðinn fimmtudag eða föstudag týndist heyrnartæki í Sjálandinu í Garðabæ. Skilvís finnandi hringi í Pál í síma 565-7772. Fundarlaun. Meira
12. október 2010 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Það er dýrt að búa á Álftanesi

Eftir Tuma Kolbeinsson og Elsu Báru Traustadóttur: "Máltíð fyrir nema í Álftanesskóla kostar nú 468 kr. Í Hafnarfirði kostar máltíðin 272 kr. og í Reykjanesbæ 242 kr." Meira

Minningargreinar

12. október 2010 | Minningargreinar | 444 orð | 1 mynd

Erla Ingimundardóttir

Erla Ingimundardóttir fæddist í Hveravík í Strandasýslu hinn 17. desember 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. september 2010. Útför Erlu fór fram í kyrrþey 27. september 2010. Meira  Kaupa minningabók
12. október 2010 | Minningargreinar | 1617 orð | 1 mynd

Hermann Guðjónsson

Hermann Guðjónsson fæddist í Rifshalakoti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu 22. nóvember 1927. Hann lést á Landspítalanum 24. september 2010. Foreldrar Hermanns voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir, f. 27.9. 1888, d. 25.1. 1980, og Guðjón Einarsson, f. 25.7. Meira  Kaupa minningabók
12. október 2010 | Minningargreinar | 3255 orð | 1 mynd

Jóhanna Guðfinna Jónsdóttir

Jóhanna Guðfinna Jónsdóttir fæddist á Finnbogastöðum í Árneshreppi í Strandasýslu 6. nóvember 1934. Hún lést 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Guðjónsdóttir, f. 12.12. 1898, d. 27.7. 1964, og Jón Jóhann Samsonarson, f. 8.9. Meira  Kaupa minningabók
12. október 2010 | Minningargreinar | 1886 orð | 1 mynd

Jóhanna Pétursdóttir

Jóhanna Pétursdóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 23. júní 1921. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 29. september 2010. Foreldrar hennar voru Valrós Baldvinsdóttir, f. 1887, d. 1958, og Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri á Hjalteyri, f. 1880, d. Meira  Kaupa minningabók
12. október 2010 | Minningargreinar | 2819 orð | 1 mynd

Ragnheiður Valdemarsdóttir

Ragnheiður Valdemarsdóttir fæddist á Möðruvöllum í Eyjafirði 2. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Reykjavík, 5. október 2010. Meira  Kaupa minningabók
12. október 2010 | Minningargreinar | 591 orð | 1 mynd

Sigþrúður Guðmundsdóttir Blöndal

Sigþrúður Guðmundsdóttir Blöndal fæddist á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, A-Hún., 18. ágúst 1926. Hún lést á heimili sínu 5. október 2010. Útför Sigþrúðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 157 orð | 1 mynd

AGS tjáir sig ekki um skuldaniðurfellingu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að svo komnu máli ekki tjá sig um yfirlýsingar íslenskra ráðamanna um að reynt verði að skoða hvort efnhagslegt svigrúm sé til þess að stjórnvöld beiti sér fyrir flatri niðurfellingu á höfuðstól lána. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 60 orð | 1 mynd

Erindi um stofnun fyrirtækja í Kína

Magnús Oddsson vélaverkfræðingur flytur erindi í Háskóla Íslands í dag kl. 15, um nokkrar hliðar þess að stofna fyrirtæki og fást við viðskipti í Kína , en hann stofnaði og stýrði verkfræðideild Össurar í Shanghai frá 2006-2009. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Erlend hlutabréf draga sjóðina niður

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris lækkaði um 6,6 milljarða króna í ágúst, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 233 orð | 1 mynd

Helmingur í vanskilum

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Lán, sem eru í vanskilum eða nálægt vanskilum, eru tæplega 65 prósent af heildarútlánum bankakerfisins hér á landi ef miðað er við nafnvirði lánanna. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

Hlutu hagfræðinóbel

Tilkynnt var í gær að Peter Diamond, Dale Mortensen og Christopher Pissarides hefðu hlotið Nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrir kenningu sem valnefndin segir að geti m.a. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Lækkun í kauphöllinni

Skuldabréfavísitala GAM Management, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,9% í gær, í 11,1 milljarðs króna viðskiptum. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd

Svartsýni smitar

Fjárfestar stjórnast af hjarðeðli þegar kemur að því að meta áhættuálagið sem fylgir kaupum á ríkisskuldabréfum þeirra evruríkja sem standa hvað verst í efnahagslegu tilliti. Meira
12. október 2010 | Viðskiptafréttir | 100 orð | 1 mynd

Tap 2009 - hagnaður nú

365 miðlar ehf. töpuðu 344 milljónum króna á árinu 2009, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. EBITDA-hagnaður var 808 milljónir króna á árinu, en afskriftir og fjármagnsliðir voru 1.152 milljónir. Meira

Daglegt líf

12. október 2010 | Daglegt líf | 158 orð | 1 mynd

Fyrirlestrar og námskeið

Mikið er um að vera í versluninni Maður lifandi í Borgartúni 24 á næstunni. Nýr tveggja kvölda fyrirlestur með Matta Ósvald Stefánssyni fer fram 13. og 21. október. Meira
12. október 2010 | Daglegt líf | 177 orð | 1 mynd

Hlaupandi prímadonna

Jamie er vinsæll hlaupabloggari. Hún kallar sig Running Diva Mom eða hlaupandi prímadonnu-móður. Hún byrjaði að hlaupa fyrir um tveimur til þremur árum síðan þegar dóttir hennar var átján mánaða. Meira
12. október 2010 | Daglegt líf | 118 orð | 1 mynd

...prófið Boot Camp-bókina

Út var að koma bókin Boot Camp – Hámarksárangur eftir Arnald Birgi Konráðsson og Róbert Traustason. Meira
12. október 2010 | Daglegt líf | 433 orð | 1 mynd

Við erum að bjóða fólki að ganga með okkur allt árið

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslenskir fjallaleiðsögumenn kynntu nýverið þrjá nýja fjallgönguhópa þar sem þátttakendur eiga það sameiginlegt að ganga á fjöll árið um kring. Hóparnir nefnast Léttfeti, Fjallagengið og Brattgengið. Meira
12. október 2010 | Daglegt líf | 859 orð | 4 myndir

Þurftum að reka kýr af hjólaveginum

Þeir hjóluðu um Mont Blanc-fjallgarðinn og lentu í ýmsum ævintýrum, hjóluðu fram á geitur og kýr og þurftu að bera hjólin framhjá þeim skepnum sem ekki vildu fyrir nokkurn mun víkja. Meira

Fastir þættir

12. október 2010 | Í dag | 144 orð

Af konum og körlum

Á landsmóti hagyrðinga komu fram konur úr Kveðanda. Hólmfríður Bjartmarsdóttir var spurð hvort konur töluðu of mikið og svaraði: Á hlutum þarf að hafa eitthvað lag og hjónabandið verja doða og falli. Meira
12. október 2010 | Fastir þættir | 148 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Furðuskepna. Norður &spade;KD4 &heart;762 ⋄76 &klubs;ÁK1052 Vestur Austur &spade;95 &spade;Á8632 &heart;ÁD103 &heart;G95 ⋄DG102 ⋄543 &klubs;873 &klubs;G4 Suður &spade;G107 &heart;K84 ⋄ÁK98 &klubs;D96 Suður spilar 3G. Meira
12. október 2010 | Fastir þættir | 130 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir Íslandsmeistarar Um helgina var fór fram Íslandsmót kvenna í tvímenningi. Þátttakan var fremur dræm eða 17 pör. Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir unnu mótið sannfærandi en þær tóku forystuna um miðbik móts. Meira
12. október 2010 | Árnað heilla | 195 orð | 1 mynd

Fyrsta veislan í tólf ár

„Þetta eru svolítil viðbrigði, ég er farinn að finna fyrstu gráu hárin,“ segir Jónas Örn Helgason háskólanemi léttur í bragði. Hann tók forskot á sæluna um síðastliðna helgi og hélt upp á árin tuttugu og fimm í fyrsta skiptið í langan tíma. Meira
12. október 2010 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og...

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34. Meira
12. október 2010 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 c5 5. e3 0-0 6. Bd3 d6 7. Rc3 b6 8. 0-0 Bb7 9. De2 Bxc3 10. Bxc3 Re4 11. Bxe4 Bxe4 12. Hfd1 De7 13. dxc5 bxc5 14. Rd2 Bb7 15. Rb3 Rc6 16. Hd2 Ba6 17. Df3 Hac8 18. Had1 Hfd8 19. Dg3 e5 20. Dg4 f5 21. Dxf5 Bxc4 22. Meira
12. október 2010 | Fastir þættir | 318 orð

Víkverjiskrifar

Strætósamgöngur til og frá Kjalarnesi, 116 Reykjavík, gætu verið betri. Víkverji á til að mynda svolítið vont með að átta sig á því hvers vegna enginn vagn fer frá Kjalarnesi milli kl. 10 og 14 á daginn og milli kl. 18 og 22 á kvöldin. Meira
12. október 2010 | Í dag | 180 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

12. október 1581 Vopnadómur var kveðinn upp á Patreksfirði. Samkvæmt honum áttu allir menn á Íslandi að eiga vopn. Dómurinn komst aldrei í framkvæmd nema á Vestfjörðum. 12. Meira

Íþróttir

12. október 2010 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Antonio Houston vaknaði til lífsins

Bandaríkjamaðurinn Antonio Houston vaknaði til lífsins í liði Njarðvíkur í gærkvöld í 76:79 sigri liðsins gegn ÍR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland Express-deildinni. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 552 orð | 2 myndir

„Toppurinn á ferlinum“

Í Skotlandi Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Þetta er toppurinn á þjálfaraferli mínum. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd

Enginn yfirfrakki á Ronaldo

Portúgalskir blaðamenn virtust vera þess fullvissir í gær að Íslendingar myndu setja svokallaðan yfirfrakka á Cristiano Ronaldo þegar Ísland og Portúgal eigast við í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 78 orð

Guðrúnu Jónu sagt upp

Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að segja upp samningum við Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þjálfara kvennaliðs KR. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 1842 orð | 7 myndir

Hann bara söng í „sammaranum“

Ég hefði ekki viljað skipta þessu út fyrir að spila á móti Portúgal með A-landsliðinu Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Haukar byrja mótið af krafti

Nýliðar Hauka byrja Íslandsmótið í körfuknattleik vel en liðið hefur nú unnið báða leiki sína til þessa. Í gærkvöld höfðu Haukar betur gegn Tindastóli frá Sauðárkróki, 83:64. Staðan í hálfleik var 43:33 fyrir Hauka sem lögðu Hamar í fyrstu umferðinni. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Undankeppni EM karla: Laugardalsvöllur: Ísland &ndash...

KNATTSPYRNA Undankeppni EM karla: Laugardalsvöllur: Ísland – Portúgal 19.45 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna: Egilshöll: Björninn – SR 20.00 Akureyri: SA Valkyrjur – SA Ynjur 19. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 367 orð | 2 myndir

Meistararnir byrja af krafti

Umfjöllun Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistaraliðs Snæfells, hefur byrjað leiktíðina af miklum krafti. Pálmi skoraði 12 stig og tók 4 fráköst í gær í 90:81 sigri liðsins gegn Keflavík í 2. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 413 orð | 1 mynd

Snæfell – Keflavík 90:81 Stykkishólmur, Iceland Express-deild...

Snæfell – Keflavík 90:81 Stykkishólmur, Iceland Express-deild karla, 11. október, 2010 Gangur leiksins: (8:5, 14:15, 19:19, 25:21 , 33:24, 37:31, 46:37, 48:41 , 50:47, 57:49, 60:56, 67:63 , 70:67, 78:70, 86:72, 90:81 . Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Tilnefnd til Wooden-verðlauna

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er ein af 30 leikmönnum í bandaríska háskólakörfuboltanum sem tilnefndir eru til körfuknattleiksverðlauna Johns R. Wooden. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

Undankeppni EM U21 karla Umspil, síðari leikir: Svíþjóð – Sviss...

Undankeppni EM U21 karla Umspil, síðari leikir: Svíþjóð – Sviss 1:1 Bengtsson 15. – Khalifa 47. *Sviss komst áfram 5:2 samanlagt. Skotland – Ísland 1:2 Chris Maguire 75. – Gylfi Þór Sigurðsson 74., 80. Meira
12. október 2010 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Vildi svipta Ronaldo vegabréfinu

Ekki stóð á svari hjá landsliðsþjálfaranum í knattspyrnu karla, Ólafi Jóhannessyni, þegar portúgalskir blaðamenn spurðu hann hvernig hann hygðist stoppa þá Ronaldo og Nani, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni EM. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.