Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast um helgina. Um 100 verkefni af ýmsum toga komu á borð hennar frá miðnætti á laugardagskvöld til hálfsjö í gærmorgun.
Meira
Arion banki hyggst loka útibúum sínum á Suðurlandsbraut, í Hverafold í Grafarvogi og í Hraunbæ í Árbænum. Þeirra í stað mun bankinn opna eitt stórt útibú í sama húsnæði og Húsgagnahöllin er til húsa í við Bíldshöfða.
Meira
Sígarettuframleiðendum er brugðið yfir þeim áformum breskra yfirvalda að selja sígarettur í einföldum brúnum eða gráum pökkum enda umbúðirnar lykilatriði í uppbyggingu vörumerkis.
Meira
Þórunn Ólý Óskarsdóttir, forstöðukona unglingasmiðjanna Traðar og Stígs, hlaut viðurkenningu samtakanna Barnaheill – Save the Children á Íslandi árið 2010 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda.
Meira
Glansandi Gissur Rannveig Edda Asterlund og Rannveig Gísladóttir dást að Gissuri Páli Gissurarsyni en hann fagnaði útgáfu plötu sinnar, Ideale, í Salnum í Kópavogi á...
Meira
Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn um helgina á Húsavík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hélt þar ræðu og fjallaði um helstu málefni íslenskra stjórnmála.
Meira
Um helgina komu 829 hreinræktaðir hundar af 81 hundategund, ásamt eigendum og áhorfendum, saman í reiðhöllinni í Víðidal. Þar fór fram hundasýning Hundaræktarfélags Íslands en í henni dæmdu sex dómarar frá fjórum löndum. Á sýningunni mátti m.a.
Meira
Bókasafn Seltjarnarness verður 125 ára núna í nóvember. Af því tilefni heiðrar landsbókavörður, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, safnið með fyrirlestri í dag, mánudag, kl. 17. Fyrirlesturinn nefnir hún Lestrarfélög á Íslandi – upphaf og þróun.
Meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að í stað svars við beiðni sinni til forseta landsdóms um skipan verjanda hafi hann fengið afrit af bréfi til saksóknara Alþingis.
Meira
Jón Sigurðsson Blönduós | Bútasaumskonurnar í Bútós á Blönduósi afhentu á dögunum Brynjari Bjarkasyni, forstöðumanni Sambýlisins á Blönduósi, fjögur rúmteppi fyrir íbúa sambýlisins.
Meira
baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta var einstaklega velheppnað og langt umfram okkar væntingar. Móttökurnar voru frábærar og það komust strax á viðskiptasambönd og samningar.
Meira
Gunnar Nelson lagði Michael Russel að velli í lokaviðureign Fitness Expo-mótsins í Laugardalshöllinni um helgina. Russel mætti sterkur til leiks og varðist vel í byrjun en Gunnar náði undirtökunum og sigraði Russel eftir fjögurra mínútna glímu.
Meira
„Í útliti er myndin algjört gúmmelaði, allar brellur og tölvuteikningar listavel gerðar og teiknimyndin sem sýnd er um miðbik myndarinnar, sagan af dauðadjásnunum, er hreint augnayndi,“ segir í dómi um Harry Potter.
Meira
Nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins, sem hefur unnið að endurskoðun heilbrigðisþáttar fjárlagafrumvarpsins, kynnti tillögur sínar fyrir Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra í gærkvöldi.
Meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir ræðir um Fíusól í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? kl. 12 í dag í sal þrjú í Háskólabíói. Hún hyggst fara í yfirreið yfir svæðið sitt og segja frá tilurð hinna vinsælu bóka.
Meira
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Írska ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að óska eftir láni úr neyðarsjóði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Meira
Fjölsmiðjan verður með opið hús og „heimagerðar veitingar“ í Víkurhvarfi 2 í Kópavogi á morgun, þriðjudag, frá kl. 16 til 18. Um er að ræða nýlegt húsnæði Fjölsmiðjunnar, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum í lífinu.
Meira
Vaxandi ógn er nú af al-kaída liðum á Arabíuskaganum sem hafa heitið fleiri sprengjuárásum í líkingu við þær sem gerðar voru í síðasta mánuði og var ætlað að granda tveimur flutningavélum á leið til Bandaríkjanna.
Meira
FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hélt fund um helgina í Hagaskóla í Reykjavík.
Meira
Jóhann Páll Símonarson, sjóðfélagi í Gildi lífeyrissjóði, segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort hann muni kæra þá niðurstöðu FME og ríkislögreglustjóra að láta rannsókn á sjóðnum niður falla, þar sem honum hafi ekki verið kynnt niðurstaðan.
Meira
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjárfestahópur undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar hefur sagt sig frá söluferli Sjóvár. Endanleg sala fyrirtækisins hefur hingað til strandað á stjórnarformanni Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf.
Meira
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Eigandi sumarbústaðar gat brugðist skjótt við þegar hann fékk myndir af innbrotsþjófum í bústaðnum sendar í farsíma sinn, á heimili sínu í Reykjavík.
Meira
Fréttaskýring Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Fái stjórnvöld í Úkraínu einhverju um það ráðið gætu sveppir og annað grænmeti sem og ávextir frá ökrum í námunda við kjarnorkuverið í Chernobyl komið í verslanir fljótlega.
Meira
Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að banna trúartengd verkefni í grunn- og leikskólum borgarinnar eru runnar undan rifjum Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Meira
Loka varð þjóðveginum við bæinn Sólbakka í Víðidal í A-Húnavatnssýslu í nærri tvo tíma í gærkvöldi vegna alvarlegs umferðarslyss. Flughálka var á vegum landsins í gær og urðu víða óhöpp af þeim völdum.
Meira
Á annan tug aðila gerði tilboð í framkvæmdir á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi og Norðurbakka í Hafnarfirði, en tilboðsfrestur rann út á föstudag. Dótturfélag Arion banka, Landey ehf.
Meira
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Á fundi leiðtogaráðs Atlantshafsbandalagsins um helgina var samþykkt ný grundvallarstefna bandalagsins sem felur m.a.
Meira
Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Fjölskyldur tuttugu og níu námamanna, sem festust inni í kolanámu í Pike River á Nýja-Sjálandi eftir metansprengingu á föstudag, bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort takist að bjarga mönnunum úr...
Meira
Fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin á Íslandi hefur samþykkt innan Nato að tekið verði upp sameiginlegt eldflaugavarnarkerfi fyrir Evrópu og Norður-Ameríku. Þjóðin hafði ekkert um málið heyrt áður en frá því var gengið.
Meira
Það er bæði róandi og notalegt að horfa á matreiðsluþætti. Á BBC er reglulega sýndur matreiðsluþáttur eða kannski er réttara að segja matarboðsþáttur. Nokkrir þátttakendur bjóða hver öðrum heim og keppa um það hver eldar besta matinn.
Meira
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Forlagið sendir frá sér fjölda barnabóka þetta árið. Guðrún Helgadóttir er höfundur bókarinnar Lítil saga um latan unga sem fjallar um unga sem vill ekki fara úr hreiðrinu.
Meira
Tónlistarmennirnir Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari leggja í tónleikaferð um norðurslóðir í dag. Ferðin hefst með tónleikum í Dómirkjunni í Reykjavík í kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Miðvikudagskvöldið 24.
Meira
Dagatalsbókin Konur eiga orðið allan ársins hring 2011 er komin út hjá Sölku. Var því fagnað í Iðuhúsinu á föstudaginn. Þar var líka opnuð sýning á nokkrum af þeim myndum sem hafa prýtt dagatalsbækurnar síðustu fjögur...
Meira
Um helgina fór fram líkamsræktarkeppnin Icelandic Fitness and Health Expo í Íþróttahúsinu í Mosfellsbæ og Laugardalshöllinni. Um er að ræða sýningu, ráðstefnu og keppni í hverju því sem viðkemur líkamsrækt og heilsu.
Meira
Leikarinn Ryan Reynolds hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn á lífi af bandaríska tímaritinu People. Reynolds hafði ekki áður komist á listann í þau 25 ár sem tímaritið hefur valið kynþokkafyllsta karlmanninn en stökk nú á toppinn.
Meira
Bandaríska myndlistarkonan Suzanne McClelland heldur fyrirlestur í Bakherberginu, kynningaröð myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, í hádeginu í dag, mánudaginn 22. nóvember, kl. 12.30 að Laugarnesvegi 91.
Meira
Tískusýning er orðin árlegur viðburður hjá nemendum textíl- og hönnunarbrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti og eru hún stór hluti af lokaáfanga brautarinnar.
Meira
Hinn 19. nóvember var útgáfuhóf bókarinnar 19. nóvember eftir Hauk Guðmundsson haldið í Eymundsson við Skólavörðustíg. Í bókinni fjallar Haukur um...
Meira
Taívönsku kvikmyndaverðlaunin, Gullni hesturinn, voru veitt á laugardaginn. Taívanska kvikmyndin When Love Comes var valin sú besta á hátíðinni. Myndin er fjölskyldudrama og fjallar um líf fjögurra kvenna.
Meira
Eftir Lýð Árnason: "Aðild Íslands að Evrópusambandinu telja sumir nauðsyn, aðra hryllir við tilhugsuninni. Umræðan sem átti að vera upplýst er það engan veginn og tala menn um þúfnagang og landráð."
Meira
Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur: "Nú fer að líða að kosningum til stjórnlagaþings og ég vil hvetja alla íbúa landsins til þess að kjósa þá einstaklinga sem þeir treysta. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og því skal vanda valið."
Meira
Þrjár kýr urðu til þess að járnbrautarlest fór út af sporinu í gær. Engan sakaði af þeim 45 manneskjum sem voru um borð. En ekkert stóð um afdrif kúnna í fréttinni á Mbl.is. Lestin brunar beina leið, sagði skáldið.
Meira
Frá Braga Leif Haukssyni: "Tryggingastofnun undirbýr nú útreikning lífeyrisgreiðslna 2011. Við þann útreikning er afar mikilvægt að áætlun um aðrar tekjur sé eins nærri lagi og hægt er. Þannig verða greiðslur réttar og litlu þarf að breyta við endanlegt uppgjör í júlí 2012."
Meira
Eftir Björn Zoëga og Ingólf Þórisson.: "Tugir íslenskra arkitekta og verkfræðinga vinna nú að hönnun nýs Landspítala og eru fyrstu útboð verklegra framkvæmda fyrirhuguð á næsta ári."
Meira
Frá Stefáni Inga Stefánssyni: "Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) heldur Dag rauða nefsins í þriðja skiptið á Íslandi föstudaginn 3. desember. Hugmyndin að baki deginum er einföld: Að nota grín og spé til að koma alvarlegum skilaboðum á framfæri."
Meira
Eftir Pál Steingrímsson: "Ástæða þess er m.a. sú að umræðuna leiða stjórnmálamenn eins og Ólína, sem byggja málflutning sinn á slagorðum en skeyta minna um staðreyndir."
Meira
Eftir Sigurjón Árnason: "Komandi stjórnlagaþing er stórkostlegt tækifæri fyrir okkur almenning í þessu landi til að hafa áhrif á hvernig samfélagi við viljum búa í og hvaða gildi við viljum að verði undirstaða samfélags okkar."
Meira
Hvert stefnum við? Ég horfi á sjónvarpið. Það er mynd af biðröð fólks að bíða eftir matargjöf. Mig rámar í slíkt fyrir ótal árum, en þá var líka öldin önnur. Ég hef sem betur fer ekki þurft að fara í biðröðina – ekki ennþá.
Meira
Erla Sigurjónsdóttir er fædd í Glaumbæ í Skagafirði 9. október 1936. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Jónsson píanóleikari fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, fimmtudaginn 11. nóvember. Útför Guðmundar fór fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Hilmar fæddist á Siglufirði 23. apríl 1934. Hann lést á Droplaugarstöðum, Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 7. nóvember 2010. Útför Hilmars fór fram frá Áskirkju 15. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Hörður Gunnlaugsson var fæddur 28. nóvember 1955. Hann lést á heimili sínu 5. nóvember 2010. Útför Harðar fór fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, 12. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Kristjana Guðmundsdóttir fæddist í Naustvík, Árneshreppi, Strandasýslu 22. júlí 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Guðmundur Árnason, f. 29.5. 1889, d. 2.4.
MeiraKaupa minningabók
Markús Hjálmarsson fæddist í Fíflholts-Vesturhjáleigu 27. desember 1918. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 18. október 2010. Útför Markúsar fór fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 13. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Soffía Guðmundsdóttir fæddist í Bolungarvík 15. október 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans 11. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jakobsson, f. 26.2. 1912, d. 20.6. 1985, og Guðfinna Gísladóttir, f. 8.1. 1912, d. 30.11. 1981.
MeiraKaupa minningabók
Tryggvi Georgsson fæddist í Brekkugötu 21 á Akureyri 17. febrúar 1932. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2. nóvember sl. Útför Tryggva fór fram frá Akureyrarkirkju 12. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gagnrýnir lagafrumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um breytingar á eftirlitsgjaldi á fjármálafyrirtæki harðlega.
Meira
Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Útbreiðsla fríblaða minnkaði um 57% milli áranna 2008 og 2009 ef marka má nýjar tölur Hagstofu Íslands um blaðaútgáfu árið 2009.
Meira
Það er alltaf gott að tileinka sér fleyg orð hinna ýmsu manna, máltæki með djúpri visku eða bara skondin tilsvör. Á vefsíðunni tilvitnun.is er að finna mikinn fjársjóð fólginn í tilvitnunum, spakmælum, slagorðum og fleiru í þeim dúr.
Meira
Steinar Berg, ferðaþjónustubóndi í Fossatúni í Borgarfirði og barnabókahöfundur, hitti fyrir glaðlega tröllkonu í fossi við heimili sitt fyrir fimm árum og hóf út frá því að skrifa barnabækur um tröll í Borgarfirði en þriðja tröllasaga Steinars var að...
Meira
Að skilja ætlun annarra er mikilvægur eiginleiki hjá t.d. lögmönnum og stjórnmálamönnum, en samkvæmt nýrri rannsókn er þetta hæfileiki sem jafnvel smábörn hafa, segir á vefsíðu The New York Times.
Meira
Alltaf kemur nokkuð út af ljóðabókum fyrir hver jól og er einnig svo nú. Það eru líka til ógrynnin öll af gömlum og nýjum ljóðabókum, eftir fræg sem ófræg skáld, á öllum bókasöfnum og heimilum.
Meira
Eldri borgarar Akureyri Spilaður var tvímenningur hjá bridsklúbbi Félags eldri borgara á Akureyri 18. nóvember. Efstu pör urðu í N/S: Páll Jónsson – Gunnar Berg 136 Bragi Jóhannss. – Stefán Jónsson 135 Karl Jörundss. – Rúnar Sigmundss.
Meira
„Ég er að fljúga ennþá. Kannski maður lyfti sér á afmælisdaginn ef það verður gott veður,“ segir Dagfinnur Stefánsson flugmaður sem verður 85 ára í dag.
Meira
Meðan ég er að skrifa þetta vísnahorn heyri ég í útvarpinu að þátturinn Á sagnaslóð er að þessu sinni helgaður Guðbjörgu Jónsdóttur húsfreyju á Broddanesi, en bók hennar, Gamlar glæður, er klassísk heimild um líf alþýðufólks á Ströndum áratugina fyrir...
Meira
Ekki er laust við að Víkverja verði stundum hugsað til Aldous Huxleys og framtíðarsýnar hans í bókinni Brave New World, sem útleggst á hinu ástkæra og ylhýra sem Veröld ný og góð.
Meira
22. nóvember 1907 Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna. Alþingi féllst ekki á að allar konur fengju þennan rétt fyrr en tveimur árum síðar. 22. nóvember 1907 Vegalög voru staðfest.
Meira
Alfreð Gíslason hafði betur gegn Guðmundi Þórði Guðmundssyni þegar gömlu samherjarnir og herbergisfélagarnir hjá íslenska landsliðinu í handknattleik á níunda áratugnum og samstarfsmenn um tíma þegar Alfreð þjálfaði íslenska landsliðið leiddu saman...
Meira
Real Madrid og Barcelona unnu bæði stórsigra í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og tveir af bestu knattspyrnumönnum heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi skoruðu báðir þrennu fyrir sín lið.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta er sá titill sem ég hef ekki unnið með Santos og sá sem mig langar mest til að vinna,“ sagði Þórunn Helga Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá brasilíska liðinu Santos, við Morgunblaðið.
Meira
Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslandsmeistarar Hauka veittu þýska liðinu Grosswallstadt verðuga keppni þegar liðin mættust fyrra sinni í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla í Grosswallstadt síðdegis á laugardaginn.
Meira
England A-DEILD: Blackburn – Aston Villa 2:0 Morten Gamst Pedersen 45., 66. Fulham – Man City 1:4 Zoltan Gera 70. – Carlos Tevez 6., 56., Pablo Zabaleta 32., Yaya Touré 35. Man Utd – Wigan 2:0 Patrice Evra 45.
Meira
VIÐTAL Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Það er búið að draga í töfluröð fyrir efstu deild karla og kvenna í fótbolta fyrir næsta sumar. Þá liggja fyrir fyrstu drög að leikdögum fyrir efstu deild karla. Samkvæmt þeim hefst mótið 1. maí og lýkur 1. október.
Meira
I ngimundur Ingimundarson komst ekki á blað þegar lið hans AaB Handball tapaði 32:36 fyrir spænska liðinu Valladolid í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Kristian Kjelling var markahæstur og skoraði 8 mörk fyrir AaB Handball.
Meira
David Rudisha , heimsmethafi í 800 m hlaupi karla frá Kenía og króatíski hástökkvarinn Blanka Vlasic eru frjálsíþróttafólk ársins 2010 að mati Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF.
Meira
Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is HK tapaði viðureign sinni við rússneska liðið HC Kaustik í Evrópukeppni Bikarhafa í handknattleik. Liðið spilaði tvo leiki, á laugardag og sunnudag í Rússlandi. Í fyrri leiknum tapaði HK með 5 mörkum 39:34.
Meira
Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þeir sem hafa í gegnum tíðina rekist á auglýsingar um umferðaröryggi vita vel að hraðinn drepur. Hið sama virðist vera uppi á teningnum þegar kemur að karlaliði KR í körfuknattleik.
Meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er 33 ára gömul og leikur sem skytta vinstra megin í íslenska landsliðinu í handknattleik sem fer á EM í Danmörku. Hún hefur um nokkurra ára skeið verið ein öflugasta handknattleikskona landsins og var m.a.
Meira
„Við vissum ekki neitt um þetta lið svo við undirbjuggum okkur eins og við værum að fara spila á móti sterkum mótherja,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir úr Fram eftir 31:24 sigur á Podatkova frá Úkraínu á sunnudaginn og þar sem Fram vann...
Meira
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hefur í dag lokaundirbúning sinn fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í sameiginlegri umsjón Dana og Norðmanna þriðjudaginn 7. desember. Æft verður tvisvar á dag þessa vikuna.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is Argentínumaðurinn Carlos Tévez er orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa skorað tvívegis í stórsigri Manchester City á Fulham á Craven Cottage í gær.
Meira
Marvin Valdimarsson var sjóðandi heitur þegar Stjarnan sigraði ÍR 89:76 í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi en leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ.
Meira
England Kristján Jónsson kris@mbl.is Mikið gengur jafnan á í Lundúnum þegar nágrannaliðin Arsenal og Tottenham eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Meira
Sif Atladóttir skoraði eina mark leiksins þegar Saarbrücken sigraði Leverkusen á útivelli 1:0 í þýsku knattspyrnunni í gær. Sif skoraði skallamark á 19. mínútu leiksins og tryggði Saarbrücken þrjú dýrmæt stig í fallbaráttunni. Saarbrücken er í 10.
Meira
Júlíana Grétarsdóttir hafnaði í 19. sæti og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir í 26. sæti af 38 keppendum í novice-flokki á Opna Varsjármótinu í listhlaupi á skautum um helgina.
Meira
Á VELLINUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við afsönnuðum skoðanir manna á okkur að við séum bara varnarlið, séum hægir í sókninni og bara með nokkra hæga jálka.
Meira
Á VELLINUM Einar Sigtryggsson sport@mbl.is SR fór norður til Akureyrar um helgina og atti kappi við SA-Víkinga í tveimur æsispennandi leikjum. Liðin eru efst í deildinni og óhætt er að segja að þau hafi boðið áhorfendum upp á frábæra leiki.
Meira
VIÐTAL Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði. Ragnar Ingi Sigurðsson, FH, varð Íslandsmeistari í 13. skiptið þegar hann vann opinn flokk.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.