Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu segist hafa náð fullri stjórn í fátækrahverfinu Vila Cruzeiro, þar sem herinn hefur staðið í átökum við eiturlyfjagengi alla vikuna.
Meira
Bakstígur, sem liggur samhliða Sogavegi og með aðkomu frá Tunguvegi að bílageymslum nokkurra íbúðarhúsa, er kominn með nafn. Skipulagsráð hefur samþykkt tillögu byggingarfulltrúa um Leynigerði en skammt frá eru götur eins og Skógargerði og Litlagerði.
Meira
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ verður með sölu á fallegum munum í dag, laugardag, kl. 12-15 í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna. Kl. 14 verður uppboð á fallegu málverki og handprjónaðri Öskubusku/prinsessu.
Meira
„Fyrir mig persónulega skipti þessi ferð sköpum. Ég borga ákveðna upphæð á mánuði sem heimsforeldri en þarna áttaði ég mig á því í raun hvað lítið skiptir miklu máli og hversu áríðandi er að gefast ekki upp.
Meira
„Ef það er rétt, sem fram kemur hjá ykkur á netinu, varðandi þessi frumvarpsdrög, þá er þetta bara dæmi um kommúnismann í framkvæmd,“ sagði Friðrik J.
Meira
Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið verða sameinuð í eitt embætti um næstu áramót samkvæmt frumvarpi sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Verkefni þessara stofnana falla vel saman og eru samlegðaráhrif sameiningarinnar talin margvísleg.
Meira
Þingmenn úr öllum flokkum samþykktu mótatkvæðalaust nýtt lagaákvæði um ábyrgðarmenn í mars 2009, en Hæstiréttur telur þau stangast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og því marklaus.
Meira
Efnahagsleg áhrif Háskólans á Bifröst á nærsamfélagið eru metin á 750 milljónir króna á ári. Áhrif Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri eru minni.
Meira
Metár var í sölu Bleiku slaufunnar í ár en alls seldust rúmlega 47.000 slaufur í átaki Krabbameinsfélags Íslands. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun slaufunnar í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands og bar Ragnheiður I.
Meira
Búið er að fjarlægja yfir 30.000 m³ úr hafnarmynni Landeyjahafnar og rennunni fyrir utan það. Dýpkun hefur gengið vel að undanförnu og merki eru um að verulega sé að draga úr sandburði.
Meira
Ekkert samkomulag náðist um hlut Íslands í makrílveiðum á næsta ári á lokafundi strandríkja í Ósló í gær. Ljóst þykir því að Íslendingar muni því aftur gefa út einhliða makrílkvóta fyrir íslensk skip á næsta ári. Að sögn Tómasar H.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Umdeild tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla og trúar- og lífsskoðunarhópa hefur ekki verið afgreidd af borgarstjórn.
Meira
Aðrir tónleikarnir í Fuglabúrinu, tónleikaröðinni á Rósenberg, fara fram nk. þriðjudagskvöld og að þessu sinni koma fram feðginin Rúnar Þórisson og Lára...
Meira
Flestum starfsmönnum í landvinnslu útgerðanna Auðbjargar ehf. og Atlantshumars ehf. í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp. Alls missa um 40 manns vinnuna. Guðbjartur Örn Einarsson útgerðarstjóri segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.
Meira
Alls var 70 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hjá sýslumönnum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Er þetta meira en verið hefur að undanförnu en á síðustu tólf vikum hefur að meðaltali 45 kaupsamningum verið þinglýst á svæðinu í hverri viku.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugsanlegt er að byrjað verði þegar á næsta hausti að fylla upp í skurði til að endurheimta votlendi, samkvæmt samningi sem Alcan á Íslandi og Votlendissetur Landbúnaðarháskóla Íslands hafa gert.
Meira
Afmælisgleði Ljóti kórinn brá á leik þegar haldið var upp á 60 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík í húsnæði sveitarinnar í gær. Stúlkurnar virðast hvumsa yfir...
Meira
Úr Bæjarlífinu Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla Veturinn virðist kominn til að vera því ekkert hefur hlánað frá því um miðjan október. Allt sauðfé er löngu komið á gjöf og gjafatíminn verður lengri en oft áður.
Meira
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Marel kynnti í gær allsherjarendurfjármögnun á skuldum félagsins. Hollensku bankarnir ING Bank, Rabobank og ABN Amro eru veigamestir í endurfjármögnuninni, sem nemur alls 350 milljónum evra.
Meira
Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars Þorsteinssonar, forstöðumanns Krossins, hafnar þeim ásökunum sem fyrrv. eiginmaður hennar hefur verið borinn síðustu daga.
Meira
Hið árlega jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway við Ármúla á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Þar verður á boðstólum glæsilegt kaffihlaðborð með brauði, kökum og tertum sem Hringskonur hafa sjálfar útbúið.
Meira
Jólakort Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru komin út. Barnabókahöfundarnir Björk Bjarkadóttir, Gerður Kristný og Þorvaldur Þorsteinsson leggja Barnaheillum lið við gerð jólakortanna.
Meira
Jólakort MS-félagsins er komið út. Á kortinu er myndin „Sofandi englar“ eftir Karólínu Lárusdóttur. MS-félagið er hagsmunasamtök MS-sjúklinga. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind félagsins. Átta kort saman í pakka kosta 1.000 kr.
Meira
Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni í Heiðmörk verður opnaður í dag og verður opið allar helgar fram að jólum milli klukkan 11 og 17. Þetta er í fjórða sinn sem markaðurinn er haldinn í Heiðmörk.
Meira
Um 700 leikskólabörn í Hafnarfirði tóku í gær þátt í því að skreyta Jólaþorpið, en hefð er fyrir því að börnin annist skreytinguna. Þorpið verður opnað í dag, en það er við Strandgötuna á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar.
Meira
Fréttaskýring Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Kosningar til stjórnlagaþings fara fram í dag, en kjörfundur hefst víðast hvar klukkan 9 og lýkur klukkan 22.
Meira
Íslandspóstur, sem sá um dreifingu á kynningarblaðinu vegna stjórnlagaþingsins, hafnar því að „töluverður misbrestur“ hafi verið á dreifingu blaðsins, en það hefur komið fram í fjölmiðlum síðustu daga.
Meira
Bandarísk yfirvöld hafa lokað fyrir enn eina smyglleiðina frá Tijuna í Mexíkó yfir landamærin til Kaliforníu og í kjölfarið handtekið marga menn og lagt hald á ótilgreint magn af maríjúana.
Meira
Síðustu mánuði hefur starfsfólk á vinnustofum Skálatúns unnið hörðum höndum að listsköpun og handverki. Afraksturinn verður til sölu á glæsilegum jólamarkaði sem fram fer fimmtudaginn 2. desember nk. kl. 11-17.30 í gróðurhúsi staðarins.
Meira
Hestamaðurinn sem flutti inn óhrein reiðtygi og reiðfatnað frá útlöndum hefur keppt undir merkjum landsliðsins í hestaíþróttum. Aganefnd Landssambands hestamannafélaga mun taka málið fyrir.
Meira
Helsti verslunardagur Bandaríkjanna, hinn svonefndi Svarti föstudagur, var í gær og nokkrum klukkutímum áður en verslanir voru opnaðar safnaðist fólk fyrir utan í þeirri von að gera góðu kaupin. Um 7.
Meira
Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsemi háskólanna í Borgarfirði hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið. Rannsókn sem unnið er að leiðir í ljós að með margfeldisáhrifum eru efnahagsleg áhrif Háskólans á Bifröst um 750 milljónir króna á ári.
Meira
Nöfn misrituðust Í dálkinum „Þetta gerðist“ í miðvikudagsblaðinu misrituðust nöfn tvíburabræðra sem náðu 95 ára aldri. Rétt nöfn eru Dagbjartur Kristinn Gunnarsson og Guttormur Ármann Gunnarsson. Beðist er velvirðingar á þessum...
Meira
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Þetta vegrið verður ekki tekið niður í bili. Það er komið þarna upp og við vitum að það er kostnaður við að taka það niður,“ segir Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Meira
Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir samráðsfundi með forsætisráðherra og fjármálaráðherra vegna skuldavanda heimilanna. Ósk um fundinn var send ráðuneytinu 16. nóvember sl. en ekkert svar hefur borist.
Meira
Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lagaákvæði um ábyrgðarmenn sem samþykkt var á Alþingi í lok mars 2009, hefur nú í Hæstarétti verið talið stangast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og er því að engu hafandi.
Meira
Röng tafla var birt í blaðinu í gær með umfjöllun um álit Skipulagsstofnunar á sameiginlegu umhverfismati virkjunar- og stóriðjuframkvæmda á Norðausturlandi.
Meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Andra Vilhelm Guðmundsson í 2½ árs fangelsi og Gunnar Jóhann Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir mörg brot, m.a. frelsissviptingu og líkamsárás.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rúmlega 100 íslensk börn og unglingar eru með sykursýki. Þau bera ekki sjúkdóminn utan á sér, en hann getur haft veruleg áhrif á líf þeirra.
Meira
Ofbeldi gagnvart konum hefur aukist mikið í Pakistan. Það sem af er árinu hafa um 1.200 konur verið myrtar í landinu og þar af um 100 eftir að þeim var nauðgað.
Meira
Hljómsveitin Valdimar gaf út plötuna Undraland fyrir stuttu og í tilefni þess blæs hljómsveitin til heljarinnar útgáfutónleika í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík. Með hljómsveitinni mun leika sérskipuð tíu manna blásara- og ásláttarsveit.
Meira
Íbúðalánasjóður mun aflétta veði af íbúð við Grettisgötu á næstunni. Veðið er vegna 20 milljóna króna láns sem var svikið út úr sjóðnum með fölsuðum gögnum. Í kjölfarið verður íbúðin, sem var seld með svikum, skráð á réttan eiganda.
Meira
Framkvæmdastjóri SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segist mjög ánægður með niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Svíþjóð sem staðfesti í gær að þrír forsvarsmanna sænsku skráaskiptisíðunnar The Pirate Bay skuli sæta fangelsisrefsingu og greiða sekt.
Meira
Niðurskurður til sjúkrahúsa verður 1,3 milljarðar króna á næsta ári en ekki þrír milljarðar króna eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.
Meira
Samanlagt tap þeirra sem höfðuðu, án árangurs, mál gegn Landsbankanum og Landsvaka vegna rýrnunar á peningamarkssjóði Landsbankans nam samtals tæplega 300 milljónum króna.
Meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi 125 bíla á tæpri klukkustund til að grennslast fyrir um ástand ökumanna. Mjög sýnilegt eftirlit verður með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri fyrir þessi jól og áramót sem endranær.
Meira
Auðvitað eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar örþreyttir og engin ástæða til að fjalla um það af léttúð þó að þeir barmi sér vegna vinnuálags. Það getur enginn maður verið vel sofinn eftir að hafa skipað í 150 nefndir umfram það sem lagaskylda býður.
Meira
Bjöllukór Tónstofu Valgerðar spilar í Borgarbókasafni - Ársafni fyrsta sunnudag á aðventu, á morgun, kl. 15-15.30. Stjórnandi kórsins er Valgerður Jónsdóttir.
Meira
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það eru engin sérstök tíðindi að áhugaverð sýning sé haldin í Ásmundarsal þar sem þar hefur verið öflugt starf um árabil.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Útgáfa Hins íslenska bókmenntafélags er þróttmikil í ár og ekki að sjá að aldurinn hægi á félaginu. Það var stofnað árið 1816 og er því 194 ára.
Meira
Þórhallur Gunnarsson bauð síðastliðið þriðjudagskvöld metsöluhöfundinum Yrsu Sigurðardóttur til sín í sjónvarpsspjallþáttinn Návígi. Yrsa er skynsöm og jarðbundin kona og ekki upptekin af sjálfri sér.
Meira
Í dag, laugardag, milli 13 og 15 verður haldið málþing í Þjóðminjasafni þar sem leitað verður svara við spurningunni hver var W.G. Collingwood? Málþingið er í tengslum við sýningu Einars Fals Ingólfssonar, Sögustaðir – í fótspor W.G.
Meira
„Jólagala“ verður í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld, laugardagskvöld, kl. 18.30. Flutt verða lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, Julian M. Hewlett, Magnús Þór Sigmundsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Egil Ólafsson og fleiri.
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Sverrir Stomsker bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, það er fyrir löngu ljóst, og þegar ný plata kemur frá pilti má síst búast við einhverju hefðbundnu miðjumoði.
Meira
Breska kvikmyndaeftirlitið klippir mjög sjaldan eitthvað út úr bíómyndum sem eru hvort eð er bannaðar innan 18 ára aldurs en á því varð breyting í ár.
Meira
Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna fór fram í fyrsta sinn í gær en Marteinn Sigurgeirsson stendur að hátíðinni í samstarfi við Kópavog og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Keppt var í tveimur aldursflokkum og fjórum greinaflokkum.
Meira
Sýningu Erlings Jónssonar myndhöggvara lýkur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi á laugardaginn. Safnið er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma.
Meira
Tónleikar Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg á morgun, sunnudag, verða helgaðir pólska tónskáldinu Frédéric-François Chopin og bera heitið Klassík við kertaljós .
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Skúli Sverrisson tónlistarmaður hljóðritaði í fyrra aðra plötu sína í Seríu-syrpunni í hljóðverinu Sundlauginni í Álafosskvosinni og er sú nú komin út, Sería II .
Meira
Kynning og útgáfufögnuður fjórðu teiknimyndasögunnar um eineygða köttinn Kisa eftir Hugleik Dagsson fer fram í Bókabúð Máls og menningar í dag kl. 15.00. Höfundurinn verður á staðnum og mun árita.
Meira
Eftir Atla Gíslason: "Vilja menn færa fiskveiðilögsöguna úr 200 sjómílum aftur í 12 sjómílur? Til lítils var þá barist hatrammlega við Breta og fleiri Evrópuríki fyrir 50 og síðar 200 sjómílna lögsögu."
Meira
Eftir Gróu Friðgeirsdóttur: "„Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ Þannig skrifar Kahlil Gibran í Spámanninum um gjafir. Daginn sem Vigdís, okkar ástsæli fyrrverandi forseti, var kosin forseti vitnaði hún í þetta sama ljóð."
Meira
Frá Guðmundi F. Jónssyni: "Mikill fengur er í nýju vefsíðu Landspítala – háskólasjúkrahúss „haskolasjukrahus.is“ í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og lífeyrissjóðanna. Ýmislegt fróðlegt kemur þar fram."
Meira
Eftir Gunnar Grímsson: "Vald spillir. Ekki þarf að leita langt aftur í söguna til að sjá að það er staðreynd. Þeir sem hafa völdin trúa því að þeir viti best, hafi bestu lausnirnar og að engum öðrum sé treystandi."
Meira
Eftir Theódór Skúla Halldórsson: "Engin ástæða er til að umbylta núverandi stjórnarskrá landsins eins og hún sé eitthvert ónýtt rusl. Óhætt er að fara varlega. Stjórnarskráin hefur staðist tímans tönn merkilega vel."
Meira
Eftir Harald Sigurbjörn Holsvik: "Við Íslendingar höfum oft sýnt það í verki að við höfum unnið okkur út úr ýmsum vanda og áföllum. Sumir segja að ekki beri að túlka það sem svo að stjórnarskrá okkar hafi brugðist okkur þegar fjármálahrunið reið yfir þjóðina."
Meira
Eftir Reyni Grétarsson: "Ég tel mikilvægt að þeir sem veljast á stjórnlagaþing hafi ólíkan bakgrunn. Það er hins vegar nauðsynlegt að þeir sem þangað veljast hafi góða þekkingu á lögfræði því hver einasta breyting gæti haft lögfræðilegar afleiðingar."
Meira
Frá Guðvarði Jónssyni: "Mér fannst ansi hressilegur tónn í forseta Alþýðusambandsins er hann ræddi um kjaramál verkafólks og skammaði forustu stéttarfélaganna fyrir að standa ekki vörð um samningsbundin réttindi fólksins."
Meira
Eftir Hauk Nikulásson: "Á komandi stjórnlagaþingi er stefnt að því að búa þjóðinni nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. Þar hef ég eins og margir áhuga á að sjá breytt ný kosningalög sem sameina prófkjör, flokkakjör og persónukjör í eina kosningu þar sem landið er eitt kjördæmi."
Meira
Eftir Þorstein Hilmarsson: "Ég býð mig fram til stjórnlagaþings vegna þess að ég tel að ný stjórnarskrá þurfi að vera skýr og einföld en eigi ekki að markast af deiluefnum og hagsmunagæslu um einstök baráttumál."
Meira
Eftir Egil Örn Þórarinsson: "Núna þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu til að kjósa þá einstaklinga sem koma til með að skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Íslands er margt sem kemur upp í huga fólks, hverju þarf að breyta og hvað má haldast óbreytt."
Meira
Eftir Tryggva Hjaltason: "Þrátt fyrir að margvísleg vandamál steðji að Íslandi um þessi misseri þá hefur umræðan aldrei verið á þá leið að stjórnaskrá Íslands sé um að kenna. Stjórnarskrá Íslands er góð og hefur staðist tímans tönn vel, þessu má ekki gleyma."
Meira
Eftir Björn Ragnar Björnsson: "Nú horfa þúsundir fjölskyldna, sem ekkert hafa til saka unnið, upp á efnahag og líf sitt í rúst. Stór hluti landsmanna sem hefur verið næsta áhrifalaus um gang mála í samfélagi okkar horfir fram á margra ára eða áratuga þrautagöngu. Það er öllum nema e."
Meira
Eftir Toshiki Toma: "Það er auðvelt að leita skjóls í menningu og hefðum af hálfu kristinnar trúar, en ég tel að slík tilraun svipti trúna sínum styrkleika."
Meira
Mundu að fara í Primark og New Look, H&M, JD Sports og Argos. Kíktu eftir það í HMV og farðu svo aftur í Primark. Skilaboðin voru skýr þegar ég bjó mig undir stutta ferð til Englands fyrir rúmri viku.
Meira
Eftir Hjört Smárason: "Stjórnarskráin er grunnskjal hins íslenska stjórnkerfis. Hún er ramminn sem við setjum löggjafarvaldinu, framkvæmdavaldinu og dómsvaldinu."
Meira
Eftir Sæunni Þorsteinsdóttur: "Um allt land ræðir fólk um stjórnarskrána. Við ótal eldhúsborð, í setustofum og úti á götu hittist fólk og gleymir jafnvel að ræða um veðrið. Fólk spjallar um lýðræði, þingræði, flokksræði, peningaræði, forsetavald og valdhafa almennt."
Meira
Frá Jóhannesi Einarssyni: "Iðnskólinn í Hafnarfirði tók nýlega í notkun nýja og sérhannaða kennslustofu fyrir rafvirkjanema sem eru að ljúka námi sínu við skólann."
Meira
Eftir Grím Sigurðarson: "Undanfarið hafa margir frambjóðendur til stjórnlagaþings lýst yfir vilja sínum til að breyta íslensku þjóðfélagi mikið. Það vilja menn gera með því að breyta ýmsu í stjórnarskrá lýðveldisins."
Meira
Eftir Pétur Guðjónsson: "Með örfáum undantekningum hafa stjórnarskrár ekki verið búnar til af öllum þegnum viðkomandi lands þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar um að þær endurspegli vilja fólksins og þjóni hagsmunum fjöldans."
Meira
Eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur: "Það er hlutverk umdæmissjúkrahúss að sinna grunnþjónustu í umdæminu. Það hefur verið gert á HSS þrátt fyrir mikið aðhald."
Meira
Stjórnlagaþing - fátækt Getur einhver svarað því hvað þessar stjórnlagaþingskosningar kosta í peningum þegar upp er staðið? Hvaðan koma peningarnir?
Meira
Eftir Sigurgeir Örn Jónsson: "Ég vona að niðurstöður kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar og að umræddir gallar spilli ekki fyrir kosningunni."
Meira
Birkir Þorsteinsson fæddist á Ísafirði 29. nóvember 1940. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 15. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Helga Guðmundsdóttir, f. 11. janúar 1914, d. 31.
MeiraKaupa minningabók
Edel fæddist í Slagelse í Danmörku 13. júní 1907. Hún lést í Skælskør í Danmörku 18. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Vigfús Guðmann Einarsson, kaupmaður í Maribo, og Valborg Einarsson ljósmyndari. Systkini Edel eru Irene, f. 1904, d.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Gíslason fæddist á Fossi V-Barðastrandarsýslu 8. mars 1931. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 14. nóvember 2010. Foreldrar hans voru hjónin María Petrína Finnbogadóttir, f. 28. nóvember 1898 á Patreksfirði, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
Páll fæddist á Seyðifirði 7. ágúst árið 1955. Hann varð bráðkvaddur í Óðinsvéum 15. nóvember 2010. Foreldrar hans eru hjónin Helga Þorgeirsdóttir, f. 1935, og Jón Kristinn Pálsson, f. 1930, d. 2004. Systkini Páls eru Margrét, f. 1952, Þorgeir Guðjón, f.
MeiraKaupa minningabók
Sæmundur Salómonsson fæddist á Ketilsstöðum í Mýrdal 20. mars 1928. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hjallatúni 15. nóvember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gunnarsdóttir, f. 30. sept. 1892 í Fagradal, d. 19. maí 1990, og Salómon Sæmundsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Valborg Guðmundsdóttir fæddist á Eyjólfsstöðum í Fossárdal 26. september 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 22. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Margrét Guðmundsdóttir frá Ánastöðum í Breiðdal, f. 28. maí 1899, d. 4. des.
MeiraKaupa minningabók
Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þrátt fyrir að hafa fengið afskrifaðar skuldir upp á milljarða króna fékk útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf.
Meira
Eins og fram kemur hér til hliðar er enginn hægðarleikur að læra keilu. Þeir sem komast ekki í kennslustund geta lesið allt um keilu á vefsíðunni Helpwithbowling.com en eins og nafn síðunnar bendir til er þar allt að finna um keilu og miklu meira til.
Meira
Bráðum koma blessuð jólin og börnin fara að hlakka til og um að gera að skella sér á Jólagleði fjölskyldunnar sem verður í Safnahúsinu á Egilsstöðum í dag. Hún hefst klukkan 14 og í boði verður alls konar jólaföndur, m.a.
Meira
„Ég ætla að syngja einsöng í Skálholtskirkju í dag og hlakka mikið til,“ segir Sveinn Dúa Hjörleifsson stórtenór þegar hann er inntur eftir því hvað hann ætli að gera í dag.
Meira
Níræður er í dag Jón S. Einarsson, húsasmíðameistari og kennari, Miðgarði 3 í Neskaupstað. Hann dvelur í dag með fjölskyldu sinni á æskuslóðum sínum á...
Meira
Ég hitti karlinn á Laugaveginum og sagði við hann si-svona: „Er ekki allt gott af þér og þínum að frétta?“ og hann svaraði: Því er svo háttað í þetta sinn að þreytt er hún orðin kerlingin, þeytist um bæinn út og inn í ati við jólabaksturinn.
Meira
Í grúski mínu hef ég rekist á margar skemmtilegar auglýsingar. Ein hin eftirminnilegasta birtist í Morgunblaðinu 6. apríl 1915 undir fyrirsögninni „Stjörnuhrap“.
Meira
Ég er ekki viss um að þetta þjóðlagaþing skili nokkrum árangri. Spurningin er líka hvort það þurfi nokkuð að breyta þessum lögum? Og hvernig á að velja úr öllum þessum frambjóðendum?“ spurði kunningi Víkverja grafalvarlegur.
Meira
27. nóvember 1939 Dagný eftir Sigfús Halldórsson var valið besta íslenska danslagið sem út hafði komið þetta ár. Lögin voru leikin á Hótel Íslandi og gestirnir greiddu þeim atkvæði „hver eftir sínum smekk,“ eins og Morgunblaðið sagði.
Meira
1. deild karla Selfoss U – Víkingur 36:32 Grótta – FH U 35:24 Staðan: Grótta 9711256:21715 ÍR 9612272:23413 ÍBV 8431217:20411 Stjarnan 8503237:19410 FH U 9405244:2598 Víkingur R.
Meira
Viðtal Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýráðinn þjálfari A-landsliðs karla í íshokkí, Olaf Eller frá Danmörku, var staddur hér á landi í vikunni og fylgdist með tveimur leikjum á Íslandsmótinu.
Meira
VIÐTAL Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fékk slæma útreið í fyrsta leik sínum af þremur á æfingamóti sem fram fer í Noregi nú um helgina í aðdraganda Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrju næsta mánaðar.
Meira
Gróttumenn eru einir á toppi 1. deildar karla í handknattleik eftir öruggan sigur á FH-U í gærkvöldi, 35:24. Grótta, sem leikur undir stjórn Geirs Sveinssonar , er með tveggja stiga forskot á ÍR sem er í 2. sæti.
Meira
Jón Ólafur Jónsson úr Snæfelli og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík fengu flest atkvæði aðdáenda félaganna í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik þegar kom að því að velja í stjörnulið höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar sem etja kappi í...
Meira
Stella Sigurðardóttir er tvítug að aldri og er rétthent skytta í íslenska landsliðinu í handknattleik sem tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í Danmörku í desember.
Meira
Ein fremsta knattspyrnukona Danmerkur um árabil, Cathrine Paaske-Sörensen, hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna og gerast hjúkrunarkona frá og með 1. desember.
Meira
John Ward, knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Colchester United, hefur áhuga á að fá Matthías Vilhjálmsson, fyrirliða FH-liðsins í knattspyrnu, til liðs við sig.
Meira
Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir er ekki óvön því að setja upp rauða nefið, sem er einkennismerki dags rauða nefsins hjá UNICEF. Halldóra fór nýlega í ferð til Úganda þar sem hún hitti meðal annars fyrrverandi barnahermenn. María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Meira
Útivera er góð leið til afslöppunar á aðventunni. Safnað í jólaföndrið í Þórsmörkinni. Áramótaferð í Landmannalaugar. Vetrarsólstöðuferð á Esjuna.
Meira
Kátt í kvosinni við Varmá. Fjölbreytt starfsemi, meðal annars kaffihús og gallerí. Fjör í falinni paradís. Verk listamannsins Dieters Roths til sýnis.
Meira
Jólagjafirnar eru oft ekki síður fallegar að utan sem innan. Þeir allra myndarlegustu skreyta gjafir eftir kúnstarinnar reglum svo úr verður listaverk sem þiggjandinn tímir varla að opna.
Meira
Hrekkjavakan er búin. Á einni nóttu hafa skrímslagrímur og haustlitað sælgæti horfið úr búðahillunum og í staðinn komið jólaskraut og rautt, hvítt og grænt nammi. Undirheimarnir hafa, í bili að minnsta kosti, tapað orrustunni gegn gleði og gjafmildi.
Meira
Árni Erik Kolbeinsson Schenk, 4 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Mig langar í disk sem er með svörtum haus. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Stekkjarstaur. Hvað borðarðu á jólunum? Bara allt. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?...
Meira
Ásta Maya Houghton, 4 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Prinsessudót. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Rauði jólasveinninn. Hvað borðarðu á jólunum? Kökur. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?...
Meira
Karlakór Reykjavíkur flytjur m.a. Halelújakórinn á aðventutónleikum sínum. Tónleikagestir fá að syngja með völdum lögum og heyrist langar leiðir.
Meira
Handmáluð jólakort Sigurrósar Baldvinsdóttur hafa glatt vini og ættingja í um þrjá áratugi. Kortin eru ólík milli ára og engir englar eða jólasveinar sjáanlegir.
Meira
Hjónin Dagný Ásta Magnúsdóttir og Leifur Skúlason Kaldal búa til girnilegt konfekt fyrir jólin. María Ólafsdóttir fékk þau hjónin til að deila nokkrum girnilegum uppskriftum með lesendum jólablaðsins.
Meira
Chisom Elva Osuala, 4 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Sundlaug. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Leppalúði. Hvað borðarðu á jólunum? Kjöt. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?...
Meira
Jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið fyrir jólin eins og þeir hafa gert í rúm tuttugu ár. Gömul jólatré verða til sýnis auk þess sem nýr jólavefur verður tekinn í gagnið.
Meira
Saltfiskurinn hefur sama sess í hjarta og maga Mexíkóa og hangikjötið eða rjúpan hjá Íslendingum. Mexíkóska jólamáltíðin er engin smásmíði enda fjölskyldurnar stórar.
Meira
Heimavinnsla á kjöti færist í vöxt. Á Skarðaborg í Reykjahverfi er unnið hangikjöt samkvæmt gömlum norðlenskum hefðum. Sígildur matur sem er á borðum á allflestum íslenskum heimilum á jóladag, borið fram með jafningi og grænum baunum.
Meira
Þar sem jólasveinarnir eru dyggir lesendur Jólablaðs Morgunblaðsins er ekki úr vegi að taka saman fyrir þá nokkrar góðar hugmyndir af gjöfum sem gott er að lauma í litla skó í gluggum. Þær eiga það sameiginlegt að kosta lítið en geta glatt talsvert.
Meira
Svo þurfti nú að fara að búast við jólunum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka, og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir.
Meira
Hanna Sigga Daðadóttir, 5 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég var einmitt að hugsa um eitt sem ég sá í dótabúð. Það var Barbie-dúkka og hún var með vængi. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Ég veit ekki hvað þeir heita allir. Hvað borðarðu á...
Meira
Hangikjöt er hátíðarmatur Íslendinga. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum kom fram að um 90% landsmanna hafa hangikjöt á borðum um jólin, að því er fram kemur á vef Landssamtaka sauðfjárbænda.
Meira
Á Íslandi er vart að finna það jólatré þar sem ekki leynist undir, í einum pakkanum, áhugaverð bók. Bókaflóðið er orðið stór hluti af jólahátíðinni og fastur liður í tilverunni hjá mörgum að slappa af eftir ys og þys ársins, með góða jólabók í annarri hendi og köku- eða konfektskál í hinni.
Meira
Ungt par virðir fyrir sér árlegar jólaskreytingar í verslanamiðstöð í Búkarest í Rúmeníu. Full ástæða er til að gefa skrautinu gaum þar sem það komst í Heimsmetabók Guinness í fyrra fyrir fjölda ljósapera, en þær eru alls 449.658 talsins. birta@mbl.
Meira
Helga Möller fær oft að heyra að hún þyki með afar jólalega rödd. Það er kannski vegna þess að hún hefur sungið mörg af vinsælustu jólalögum síðustu áratuga og segist sjálf vera mikið jólabarn.
Meira
Herdís Anna Sveinsdóttir, 4 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar að fá Barbie. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn ? Leppalúði. Hver á afmæli á jólunum? Ég á afmæli 2. janúar. Hefur þú fengið kartöflu í skóinn? Nei. Hvað borðar þú á...
Meira
Það er ekki ofsögum sagt að hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sé boðið upp á fjölbreytt námskeið. Hinn 7. desember verður til að mynda boðið upp á námskeið eina kvöldstund sem ber yfirskriftina Súkkulaði... himneskt um jólin.
Meira
Malt og appelsín er drykkjarblanda sem tengist jólahaldinu hér á landi órjúfanlegum böndum. Jón Agnar Ólason fékk að vita meira um þennan eftirlætisdrykk íslenskra jólabarna.
Meira
Hrafnhildur Finnbogadóttir, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar að fá hoppukastala. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Kertasníkir, hann gefur mér oftast nammi. Hvað borðarðu á jólunum? Ég borða oftast rjúpu. Af hverju höldum við jól?
Meira
Hvort jólin verða hvít eða rauð í ár veit trúlega enginn, en hægt er að velja sér jólaskraut í næstum hvaða lit sem er til að skreyta heimili sitt.
Meira
Nýopnuð verslun H&M í Varsjá var sveipuð rauðum borða í tilefni opnunarinnar á dögunum. Ekki er ólíklegt að einhverjir heimamenn komi til með að finna jólafötin sín í versluninni...
Meira
Á síðustu árum hefur skapast hefð fyrir íslenskum jólabjór og margir bíða þess með eftirvæntingu að hann berist í áfengisverslanir og öldurhús. Sala á honum hefur aukist að sama skapi og er svo komið að margar tegundanna eru uppseldar löngu fyrir jól.
Meira
Jana Gajic, 5 ára Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég veit það ekki. Hvað borðarðu á jólunum? Piparkökur. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei, maður fær bara svoleiðis þegar maður er...
Meira
Það má nýta hina ýmsu hluti til jólaskreytinga. Það sannaðist best þegar þetta forláta jólatré var afhjúpað í Sydney í Ástralíu á dögunum. Efniviðurinn er eingöngu notuð reiðhjól sem fara aftur til notkunar á strætum Sydney milli jóla og...
Meira
Hjá sumum ríkir ekki minni eftirvænting yfir því að opna jólakortin en jólagjafirnar. Misjafnt er hvernig fólk hagar jólakortalestri sínum. Sumir opna umslögin jafnóðum og þau berast og stilla þeim upp í stofunni.
Meira
Jólamarkaðir eru haldnir víða um land og eru af öllum stærðum og gerðum þegar kemur að úrvali og fjölda sölumanna og viðskiptavina. Jólin eiga markaðirnir þó allir sameiginleg og það getur verið afar jólalegt að rölta um notalega markaði og kanna jólalegt úrval af handunnum íslenskum vörum.
Meira
Það er augljóst á öllu að hátíð ljóssins er gengin í garð í þessari verslunarmiðstöð í Berlín. Þar er greinilega öllu tjaldað til til að minna viðskiptavini á að jólin eru á næsta...
Meira
Marga dreymir eflaust um að halda jól allan ársins hring. Þau sem komast næst því eru hjónin Benedikt Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir sem reka Jólagarðinn á Akureyri.
Meira
Bókin Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum kom út árið 1932. Þar gefur að líta ljóðið Jólasveinarnir þar sem þessir þrettán synir Grýlu og Leppalúða eru kynntir til sögunnar með sínum sérkennum.
Meira
27. nóvember Skálholtsdómkirkja Karlakór Reykjavíkur flytur efnisskrá jólatónleika sinna klukkan 16. Menningarhúsið Hof Jólatónleikar Baggalúts kl. 20 og 23.
Meira
Jólaþorp og kökuhús úr föndurperlum, baðbombur, niðursoðið grænmeti, skartgripir, heklað fínerí og prjónles er meðal þeirra gersema sem altmuligkonan Margrét Hrönn Ægisdóttir töfrar fram fyrir jólin.
Meira
Það væri seint hægt að kalla það hófstillt jólaskrautið sem gnæfir yfir Oxford-stræti í Lundúnum. Ljósin voru tendruð á dögunum og lýsa nú upp skammdegið fyrir viðskiptavini sem skjótast milli verslana á þessari feiknastóru...
Meira
Íslenskar og franskar matarhefðir blandast saman á jólunum heima hjá Kristínu Jónsdóttur í París. Hún segir Fraka kunna vel að meta hangikjötið eldað og framreitt á hefðbundna vísu.
Meira
Jólagleði í Grímsnesi. Sólheimar eru sígildur staður og draga marga að. Handunnar vörur og lífræn framleiðsla. Markaður í borginni og margir í heimsókn.
Meira
Varla fyrirfinnst sú manneskja sem ekki tekur að minnsta kosti í eitt spil yfir jólin. Yfirleitt endar það svo að fólk hrekkur upp úr spilinu og áttar sig á að það hefur setið og spilað langt fram á nótt og allar nammiskálarnar orðnar tómar.
Meira
Kjartan Hugi Rúnarsson, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Star Wars-legó og Star Wars-mynd. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Hvað heitir hann aftur þessi litli, já Stúfur. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn?
Meira
Staðalmynd jólasveins nútímans er rauðklæddur, kátur og feitur karl með hvítt alskegg. En sveinki hefur ekki alltaf birst í þessari mynd og í raun eru það auglýsingar Kóka kóla sem hafa fest þessa mynd í sessi.
Meira
Kristín Ingvadóttir, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar í litla tölvu. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Kertasníkir, því hann byrjar á K eins og ég. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei, það er bara ef maður er óþekkur.
Meira
Kristófer Geir Hauksson, 4 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mér finnst gaman að hoppa á trampólíni en það er ekki hægt að pakka inn svona stórum hlut. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Ég á bók með öllum jólasveinunum.
Meira
Fyrir marga er það ómissandi þáttur aðventunnar að vitja leiðis vina og ættingja sem fallnir eru frá, og koma þar fyrir skreytingum í tilefni jólahátíðarinnar. Þorgeir Adamsson er garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Meira
Líba Bragadóttir, 4 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Playmo. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Skyrgámur. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Já. Hvað borðarðu á jólunum?
Meira
María Þrastardóttir, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Dúkkuhús. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Gluggagægir. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei! Það er bara ef maður er óþekkur. Hvað borðarðu á jólunum? Jólakjöt,...
Meira
Hjá Odda er stór hluti jólabókanna prentaður. Törnin er tæpir fjórir mánuðir. Bækur eru stór hluti jólagleði þjóðarinnar og stemning í prentsmiðjunum.
Meira
Hálmur af kornökrum bænda er efniviður í aðventukrönsum. Grenið kemur erlendis frá. Margt fallegt má skapa úr flóru landsins, svo sem úr njólum og vallhumli.
Meira
Körfur með ostum og ýmsu góðgæti öðru eru vinsælar til gjafa. MS og Ostahúsið bjóða slíkar körfur og brydda upp á ýmsum nýjungum fyrir þessi jól.
Meira
Ólafur Þór Helgason, 3 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Krana-Legó. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Hurðaskellir. Hvað borðarðu á jólunum? Hafragraut með slátri. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei! Það er bara grænmeti.
Meira
Í jólamyndaumfjölluninni í ár reynir Sæbjörn Valdimarsson að finna þverskurð af þessari ómissandi skemmtun. Fjallað verður um þessar klassísku kvikmyndir sem fá má á næstu leigu eða kaupa á diski, margar hverjar.
Meira
Fátt jafnast á við að japla á góðum piparmintustaf í jólafríinu. Fátt jafnast heldur á við skemmtilegan jólagleðskap þar sem skálað er í góðum jólasnafs og kroppurinn skekinn í takt við jólasmellina. En skyldi vera hægt að sameina þetta tvennt?
Meira
Desember er mánuður bögglapósts og jólakorta. Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, fer ekki varhluta af annríkinu sem því fylgir frekar en aðrir sem þar starfa. En margar hendur vinna „létt“ verk.
Meira
Það er talsverð vinna að ferja 23 metra jólatré um Manhattan-borg og morgunljóst að það er ekki eins manns verk. Árlega eru tendruð ljós á himinháu jólatré við Rockerfeller-torgið á Manhattan og það verður gert þann 30. nóvember næstkomandi.
Meira
Jólasveinarnir hans Brians Pilkingtons eru engum líkir. Í meira en áratug hefur hann kafað ofan í íslenska jólasiði og komið til skila í skemmtilegum bókum sínum.
Meira
Jólakort Á tækniöld mundi maður halda að jólakort heyrðu sögunni til. Þvert á móti er sá siður fastur í sessi og hlýleg og hjartnæm jólakveðja ávallt kærkomin. Að fá jólakort er eins og viðurkenning á mikilvægi tilveru manns í lífi annars.
Meira
Tómas Friðriksson Magnus, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Það er eitt sem maður notar í fótbolta sem mig langar mjög mikið í og það heitir legghlífar. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei! Á ég segja þér hvað gerðist einu sinni?
Meira
Ef hver og einn eignast eina nýja spjör fyrir jólin er hægt að komast hjá því að lenda í jólakettinum. Af ýmsu er að taka en hér gefur að líta falleg föt fyrir yngstu kynslóðina sem myndu sóma sér vel á jólaballi, við jólatréð og yfir hátíðarnar.
Meira
Vanda Sólrún Ísarsdóttir, 4 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Bolta. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Jólasveinninn gaf mér einu sinni bók í jólagjöf. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei. Hvað borðarðu á jólunum? Ég borða...
Meira
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 28. nóvember. Margir koma sér upp aðventukransi fyrir jólin og kveikja samviskusamlega á kerti hvern sunnudag fyrir jól.
Meira
Komin er út ný bók með rúmlega 400 uppskriftum úr smiðju Jóa Fel. Uppskriftirnar eru úr þeim rúmlega 90 sjónvarpsþáttum sem Jói hefur gert undanfarin ár.
Meira
Jólamaturinn er á næsta leiti í allri sinni dýrð og að mörgu að huga þegar kemur að því að velja rétta vínið með matnum. Jón Agnar Ólason tók hús á Brandi Sigfússyni hjá heildversluninni Karli K. Karlssyni og fékk nokkrar góðar ábendingar.
Meira
Fjölskyldan minnist þess enn hvað jólakökur glöddu eftir flutninga frá Svíþjóð. Sænskar, vestfirskar og austfirskar hefðir mætast í bakstrinum á heimilinu.
Meira
Valdís Einarsdóttir á fáa sína líka þegar færni í piparkökuhúsagerð er annars vegar. Hún hefur meðal annars byggt Alþingishúsið og Höfða úr piparkökudeigi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.