Einn var fluttur á slysadeild Landspítala vegna reikeitrunar á tíunda tímanum í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt um eld í íbúð á Álfaskeiði í Hafnarfirði.
Meira
Nýju skipi útgerðarfélagsins Óss í Vestmannaeyjum var gefið nafn í Skagen í Danmörku á laugardaginn. Þórunn Sigurjónsdóttir, móðir Sigurjóns Óskarssonar útgerðarmanns, gaf skipinu nafn föðurömmu hans.
Meira
Nýlega var haldið uppboð í Góða hirðinum. Alls söfnuðust 301.000 krónur sem renna óskiptar til Bjarkaráss, sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu. Uppboðshaldari var KK sem gaf vinnu sína. Alls hafa safnast 687.000 krónur til...
Meira
Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Vottorð þess efnis var formlega afhent í vinnslustöð fyrirtækisins á Akureyri.
Meira
Speglun Húsið á hvolfi í tjörninni hefur eflaust glatt börnin sem þar sátu við bakkann en ekki síður svanurinn hvíti sem heilsaði upp á þau og spjallaði við þau svona líka...
Meira
Tveir karlmenn voru fluttir á slysadeild Landspítala síðdegis í gærdag eftir að ekið var á þá. Annar mannanna fótbrotnaði en ekki fengust upplýsingar um líðan hins í gærkvöldi. Sá síðarnefndi varð á milli tveggja bifreiða á Sléttuvegi í Reykjavík.
Meira
Í svartasta skammdeginu – og þegar líða fer að hátíð ljóss og friðar – er nauðsynlegt að skreyta sem mest með björtum ljósum, til að bægja frá myrkri.
Meira
Vegfarendur sem staldra við í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni ræða fátt meira þessa dagana en áformin um vegtolla á Suðurlandsvegi, „og menn fara alveg heljarstökk í skoðunum á þessu,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson, framkvæmdastjóri...
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Maðurinn, sem talinn er hafa gert sprengjuárásina í Stokkhólmi á laugardag, fékk þjálfun í hryðjuverkum í Írak hjá hreyfingu sem tengist hryðjuverkanetinu al-Qaeda, að sögn sænskra fjölmiðla í gær.
Meira
Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íslenskir fornleifafræðingar horfa fram á mögur ár, sjóðir sem styrkt hafa rannsóknir eru nær tæmdir og framlag á fjárlögum er nú skorið niður við trog.
Meira
Baksviðs Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2011 fór fram í gær. Nokkrar breytingar verða gerðar á fjárhagsáætluninni.
Meira
Jólaaðstoð 2010 fékk í fyrradag afhent 5 milljóna króna framlag frá Bónus. Framlagið er í formi svokallaðra gjafakorta Bónuss. Fulltrúar Bónuss komu í húsakynni Jólaaðstoðarinnar að Skútuvogi 3 og afhentu gjöfina.
Meira
Í tilefni af 25 ára afmæli Kynfræðingafélag Íslands þann 9. desember sl. ákvað stjórn félagsins að heiðra einn aðila sem hefur með einum eða öðrum hætti eflt framgöngu kynfræða á Íslandi. Verða þessar viðurkenningar árviss viðburður.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meðaleinkunn nema úr Mennaskólanum Hraðbraut, sem þreyttu próf í grunnámi við Háskóla Íslands (HÍ) frá 2007 og þar til í ár, var alltaf undir meðaleinkunn hóps sem samanstóð af nemum úr fimm framhaldsskólum.
Meira
Í framhaldi af banni á notkun fosfata við framleiðslu á saltfiski til neyslu í löndum Evrópusambandsins eru tvö verkefni brýnust að mati forsvarsmanna Matís.
Meira
Lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur verið tilkynnt um ellefu innbrot í heimahús í Hafnarfirði og Garðabæ á undanförnum fjórum vikum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa langflest innbrotin átt sér stað að degi til en fáein að kvöldlagi.
Meira
Meirihluti allsherjarnefndar leggur til í nefndaráliti sínu að fram fari sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum sjóðsins sem hrint var í framkvæmd á árinu 2004.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Almennt gengur Íslendingum vel hér í Noregi og þeir eru eftirsóttur starfskraftur,“ segir Arna Grétarsdóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi.
Meira
Jólasveinarnir hófu að streyma til byggða um helgina, börnum landsins til ómældrar ánægju og tilhlökkunar. Þá fá allir sem hafa verið þægir eitthvað fallegt í skóinn sem skilinn er samviskusamlega eftir úti í glugga á hverju kvöldi til jóla.
Meira
Krossgátubók ársins 2011 er komin í verslanir. Bókin hefur komið út árlega í 29 ár og ætíð notið mikilla vinsælda hjá áhugafólki um krossgátur. Krossgátubókin er mikil að vöxtum og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir.
Meira
„Ég mun fyrst og fremst leggja til og mæla með því að við leysum málið á þessum hagstæða grundvelli sem nú er í boði og vonast eftir því að breið samstaða takist um það,“ sagði Steingrímur J.
Meira
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hættumat bendir ekki til þess að auknar líkur séu á að hryðjuverk verði framin á Íslandi og ekki er hafin rannsókn nema lögreglu berist upplýsingar um vísbendingar sem réttlæti slíka aðgerð, að sögn Jóns F.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Talið er að um 35.000-40.000 lifandi jólatré seljist á Íslandi á ári og þar af er fjórðungur til þriðjungur innlend framleiðsla.
Meira
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Notkun fosfata við framleiðslu á saltfiski var svar við kröfu kaupenda á Spáni, Ítalíu og Grikklandi um að upprunaleg gæði og litur fisksins væru varðveitt.
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur vísað máli varðandi starfsemi öryggissveitar við bandaríska sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík áfram til ríkissaksóknara.
Meira
Samningur sjálfstætt starfandi heimilislækna og heilbrigðisyfirvalda fellur úr gildi um áramótin. Endurskoða á samninginn og viðræður hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu. „Þetta er svolítið viðkvæmt mál.
Meira
Klukkunni á Íslandi kann að verða seinkað um eina klukkustund ef þingsályktunartillaga sem fjórtán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi nær fram að ganga.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt enn einu sinni velli á þingi landsins í gær og sýndi að það er aldrei hægt að afskrifa hann þótt öll spjót standi á honum.
Meira
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir að sjálfsmorðsárás íslamista í Stokkhólmi á laugardag hafi ekki breytt viðhorfi sínu gagnvart óskum um að íslenska lögreglan fái öflugri heimildir til forvirkra rannsókna.
Meira
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að næst á dagskrá, eftir að dómstóll í New York vísaði frá dómi máli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex öðrum, væri að leggjast yfir málið og...
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir mikil og óvenjusnörp veðrabrigði á landinu. Það snöggkólnar í dag og útlit fyrir frost víðast hvar um landið síðdegis.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Reykjavíkurborg rekur sjö sundlaugar. Með styttri afgreiðslutíma lækka heildarútgjöld vegna þeirra um tæpar 50 milljónir á næsta ári, gangi fjárhagsáætlun eftir.
Meira
Áformuð innheimta vegtolla til að fjármagna vegaframkvæmdir á stofnbrautunum að höfuðborgarsvæðinu mælist illa fyrir. Ekki síst þar sem vegfarendur hafi ekki val um aðrar leiðir og ekkert liggi fyrir um að álögur á eldsneyti verði lækkaðar á móti.
Meira
Kínverskt ríkisfyrirtæki hefur gert samning við norska olíufyrirtækið Statoil um að bora eftir olíu í Norðursjó þrátt fyrir reiði stjórnvalda í Kína yfir því að kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels.
Meira
Svíar áfrýjuðu í gær niðurstöðu dómara héraðsdómstóls í Bretlandi um að leysa bæri Julian Assange, aðalritstjóra uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks, úr haldi gegn tryggingu þar til fjallað hefur verið um beiðni sænskra yfirvalda um að hann verði...
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst draga úr framlögum til tónlistarskóla. Lækkunin tekur gildi um áramótin, á miðju starfsári skólanna. Borgin er með þjónustusamninga við 18 tónlistarskóla og greiðir með um 2.
Meira
Frægt varð þegar flogið hafði vítt og breitt að Mark Twain væri allur og svo barst tilkynning frá höfundinum um að fréttir af andláti hans væru orðum auknar. Oft hafa borist fréttir af pólitísku andláti Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu.
Meira
Kór Bústaðakirkju heldur í kvöld, miðvikudag, jólatónleika undir yfirskriftinni Jólaljós . Sérstakir gestir kórsins verða Örn Árnason leikari og söngvarinn Ívar Helgason sem nýverið gaf út geisladiskinn Jólaljós .
Meira
Bandaríski leikarinn Nicholas Cage missti stjórn á skapi sínu fyrir utan næturklúbb einn í Búkarest í Rúmeníu um sl. helgi og hellti sér yfir ónefndan karlmann og tvær konur. Atvikið náðist á myndband sem m.a. má sjá á vefnum PopEater (popeater.com).
Meira
Kvikmyndaklúbburinn Arnarhreiðrið sýnir í kvöld kl. 20 áströlsku kvikmyndina Ghosts of the Civil Dead frá árinu 1988 í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar er John Hillcoat og samdi hann einnig handritið ásamt tónlistarmanninum Nick Cave.
Meira
Gospelkór Jóns Vídalíns heldur tónleika í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00. Kórinn er samstarfsverkefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Vídalínskirkju.
Meira
Félag áhugamanna um heimspeki og Kaffi Haítí standa að bókakynningu annað kvöld, fimmtudagskvöld. Verður hún á Kaffi Haítí, Geirsgötu 7, og hefst klukkan 20. Róbert H.
Meira
* Tónlistarmaðurinn Nico Muhly gaf nýverið út tvær plötur, I Drink the Air Before Me og A Good Understanding. Sú fyrri er gefin út af Bedroom Community í samvinnu við útgáfurisann Decca Classics og er nú komin í verslanir hér á landi.
Meira
Nú þegar aðeins NÍU dagar eru til jóla fer þeim að fjölga í sjónvarpinu blessuðu jólaauglýsingunum. Þetta væri auðvitað óþolandi nema af því að margar hverjar eru þær sniðugar, fallegar eða áhugaverðar að einhverju öðru leyti.
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Harðkjarnasveitin Cave In var eitt af leiðarljósum stefnunnar um og eftir miðjan tíunda áratuginn; óhrædd ævintýrasveit og ákveðin í því að binda sig ekki við nein höft sem stefnan bauð svo sannarlega upp á.
Meira
* Sagafilm gefur út tvær sjónvarpsþáttaraðir á mynddiskum nú fyrir jól í samvinnu við Senu, gamanþættina Martein og réttardramað Rétt II. Í Marteini segir frá veitingahússeiganda og samskiptum hans við eiginkonu sína og besta vin.
Meira
Í gagnrýni um kvikmyndina The Last Exorcism datt út orð í lokasetningu sem gjörbreytti merkingu hennar. Gagnrýnin endaði svo: „Þó er engin ástæða til að mæla með The Last Excorcism fyrir þá sem hafa gaman að skoplegum skrattamyndum...
Meira
Dagbók Kidda klaufa - Róbbi rokkar Eftir Jeff Kinney. Tindur gefur út. ***-Dagbækur Kidda klaufa eru margfaldar metsölubækur vestan hafs og ekki að ófyrirsynju; þær eru skemmtilega skrifaðar og myndskreytingar bráðsmellnar.
Meira
Hljóðbók.is gefur nú út sjö hljóðbækur. Bækurnar eru úr ýmsum áttum, fjórar koma í fyrsta skipti út á hljóðbók en þrjár eru endurútgefnar. Af mér er það helst að frétta eftir Gunnar Gunnarsson. Höfundur les.
Meira
Pétur Gautur opnar vinnustofu sína, sem er á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, á laugardaginn og mun hafa hana opna á hverjum degi fram að jólum frá klukkan 16-19. Djass verður spilaður á...
Meira
* Gylfi Ægisson heldur tónleika á Faktorý annað kvöld og hefjast þeir kl. 22. Gylfi ætlar að flytja mörg af sínum vinsælustu lögum og ekki er ólíklegt að „Sjúddírarírei“ verði þar á meðal. Húsið verður opnað kl....
Meira
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Electric Ethics og Extreme Chill verða með raftónlistarviðburð í kvöld á Faktory. Fram koma raftónlistarmenn og brautryðjendur í tilraunakenndri tónlist á Íslandi.
Meira
Tveimur málverkum eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson var stolið af skemmtistaðnum Bakkus/Venue um liðna helgi. Sigtryggur segir frá því á fésbókarsíðu sinni.
Meira
Í gær hófust sýningar í Bíó Paradís á útskriftarverkefnum nemenda í Kvikmyndaskóla Íslands. Þar verða sýnd samtals 95 kvikmyndaverk af öllum toga, stuttmyndir, sjónvarpsþættir og upptökur.
Meira
Hljómsveitin Valdimar og tónlistarmaðurinn Kalli, eða Karl Henry, ætla að fagna próflokum og jólafríi námsmanna með tónleikum í Frumleikhúsinu í Keflavík annað kvöld kl. 20.30.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn og minnast margir þess er hún flutti 2. píanókonsert Chopins með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir ári.
Meira
Eftir Gísla Pál Pálsson: "Með því að ganga hægt um gleðinnar dyr og skjóta rjúpur af hófsemi tryggjum við veiðimenn okkur áframhaldandi aðgang að þessari dýrmætu auðlind."
Meira
Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Svo orti þjóðskáldið hafísárið mikla 1888 og vakti að vonum landsathygli.
Meira
Frá Hallgrími Sveinssyni: "Íslenska þjóðin undraðist mjög er forsætisráðherra flutti fæðingarstað Jóns Sigurðssonar um set úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð í hefðbundinni ræðu á Austurvelli 17. júní í vor."
Meira
Eftir Ian Buruma: "Með því að sýna samstöðu verður Ísrael siðmenntaðri staður. Það heldur lífi í sómakenndinni, von um að koma megi á betra samfélagi – fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela."
Meira
Gefum gleði Í byrjun desember afhenti ÖBÍ hvatningarverðlaun. Þessi athöfn í Salnum var bæði hátíðleg og ánægjuleg. Ungu konurnar sem fengu verðlaunin ljómuðu og allir komust í hátíðarskap.
Meira
Andrea Kristín Hannesdóttir fæddist 9. september 1928 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. desember 2010. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðrún Stefánsdóttir fædd á Stokkseyri 12. maí 1900, d. 23. júlí 1985 og Hannes Jónsson f. 26.
MeiraKaupa minningabók
Bryndís Jóhannsdóttir fæddist í Holti í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 24. maí 1924. Hún andaðist 29. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Fanný Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1891, d. 4. júlí 1958, og Jóhann Guðmundsson, bóndi í Holti, f....
MeiraKaupa minningabók
Carl J. Brand fæddist í Regina, Saskatchewan í Kanada 25. ágúst 1918. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. nóvember 2010. Útför Carls fór fram frá Fossvogskapellu 30. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Einar Björgvinsson fæddist í Krossgerði á Berufjarðarströnd 31. ágúst árið 1949. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn. Útför Einars fór fram frá Laugarneskirkju 10. desember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Katrín Jónína Ólafsdóttir fæddist í Keflavík 9. október 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ 25. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún F. Hannesdóttir, f. 14. maí 1907, d. 28. ágúst 2000, og Ólafur S.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir, formaður LÍV, fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. nóvember 2010. Útför Ingibjargar var gerð frá Neskirkju 3. desember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Sigurjón Guðmundsson fæddist í Reykjavík 13. júlí 1916. Hann lést á Droplaugarstöðum 18. nóvember 2010. Útför Sigurjóns fór fram frá Bústaðakirkju 25. nóvember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Alls voru greiddar 405 milljónir króna í sektir vegna brota Haga, Kjarnafæðis , Kjötbankans, Kjötafurða-stöðvar KS, Norðlenska, Reykjagarðs og Sláturfélags Suðurlands á samkeppnislögum.
Meira
Um einn af hverjum tíu viðskiptavinum Avant, sem eiga endurgreiðslukröfu á fyrirtækið vegna ólöglegra gengislána, mun ekki fá kröfur sínar að fullu greiddar samkvæmt frumvarpi til nauðasamninga hjá félaginu.
Meira
Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þegar danski fjárfestingabankinn Capinordic Bank varð gjaldþrota í febrúar á þessu ári tryggði danska ríkið allar innistæður í danska hluta starfseminnar að fullu.
Meira
Skuldabréfavísitala Gam Management, GAMMA: GBI, lækkaði lítillega í gær, í 16,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu í verði um 0,1% og nam velta með þau 1,2 milljörðum króna.
Meira
Heyrnarhjálp og hópur erlendra kvenna sem standa að veitingahúsinu Veröldin okkar – Mömmueldhús á Akranesi, sameinuðust í að halda námskeið í tveimur hlutum þar sem fólk frá ólíkum menningarheimum fékk tækifæri til að hittast og deila reynslu,...
Meira
Þessa dagana fer Sinfóníuhljómsveit Íslands í jólaheimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin skiptir sér þá upp í minni strengjasveitir og blásarahópa sem fara á milli staða og leika létta og ljúfa jólatónlist.
Meira
Það eina sem kemst að hjá mjög mörgum um þessar mundi eru jólin. Vefsíðan Mymerrychristmas.com er tilvalin fyrir slíkt fólk þar sem það getur velt sér enn meira upp úr jólunum og öllu því sem þeim tengist. Síðuhaldari býr í Salt Lake City í Utah.
Meira
Eftirlit með salmonellu í kjúklingum á Íslandi felst í því að allir eldishópar eru rannsakaðir bæði fyrir slátrun og við slátrun. Niðurstöður úr slátursýnum liggja fyrir þremur dögum eftir slátrun.
Meira
Mannabarnið Ísak og jarðarbarnið Jara berjast við þyngdaraflið í nýrri barnabók eftir Önnu Ingólfsdóttur og Elísabetu Brynhildardóttur. Stöllurnar hófu samstarfið á að vinna samkeppni um forsíðu Símaskrárinnar og hafa nú gefið út bók saman.
Meira
„Uppáhaldsjólasveinninn minn er Gáttaþefur og er það út af nefinu. Það er gott að hafa gott nef í ýmsum skilningi, t.d. að hafa gott nef fyrir hlutunum,“ segir Atli Þór Albertsson leikari kankvís, spurður hver sé uppáhaldsjólasveinninn hans.
Meira
Demonar og fóbíur nefnist ljóðasafn Sveins Auðunssonar sem komið er út, en á bókarkápu er honum lýst sem einum „af þessum íslensku alþýðumönnum sem eru þeirri sérgáfu gæddir að nær því allt í umhverfinu verður þeim að yrkisefni“.
Meira
Íslandsmótið í Butler Stefán Jóhannsson og Steinar Jónsson rótburstuðu andstæðingana í Íslandsmótinu í Butlertvímenningi sem fram fór um sl. helgi. Fengu 116 stig sem var 49 stigum meira en næsta par. Lokastaðan: Stefán Jóhannss. – Steinar Jónss.
Meira
Anna Axelsdóttir fagnar í dag 55 ára afmæli sínu og ætlar að gera sér dálítinn dagamun af því tilefni. „Ég ætla að byrja á því að fara á snyrtistofu og svo á eftir ætla ég í leikfimi og á kaffihús.
Meira
Eitt sinn stóð svokallað Skúlahús við Vonarstræti. Nú stendur það við Kirkjustræti. Þannig hræra borgaryfirvöld í Reykjavík. Hús eru flutt fram og til baka.
Meira
15. desember 1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var tekið í notkun. „Ein fullkomnasta bygging sinnar tegundar hér á landi,“ sagði Morgunblaðið. Þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga. Fyrsti yfirlæknir var Guðmundur Karl Pétursson. 15.
Meira
Alexander Petersson fór mikinn með liði Füchse Berlin þegar það skellti Hamburg, 31:27, í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld.
Meira
Danir og Rúmenar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Bæði lið unnu leiki sína í milliriðli 1 í gær. Danir burstuðu Króata, 31:19, og Rúmenar báru sigurorð af Svartfellingum, 23:21.
Meira
Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KR um þrjú ár en hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfari 2. flokks undanfarin tvö ár. KR-i ngar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar í 2.
Meira
Ein allra besta knattspyrnukona Noregs frá upphafi, Solveig Gulbrandsen, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Gulbrandsen er 29 ára gömul en er ólétt að sínu öðru barni og ætlar því að láta gott heita.
Meira
Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum með liði TCU að undanförnu í bandaríska háskólakörfuboltanum. Hún var heiðruð fyrir það á mánudaginn þegar hún var útnefnd besti leikmaður vikunnar í Mountain West-deildinni.
Meira
Norður-Írinn Graeme McDowell hefur átt frábæru gengi að fagna í golfheiminum í ár og hann var verðlaunaður fyrir það í gær þegar hann var útnefndur kylfingur ársins af samtökum golffréttamanna.
Meira
NBA-deildin Miami – New Orleans 96:84 Memphis – Portland 86:73 Utah – Golden State 108:95 Chicago – Indiana 92:73 Milwaukee – Dallas 103:99 Staðan í Austurdeild: Boston Celtics 2319482,6% Miami Heat 2618869,2% Orlando Magic...
Meira
Skotland Motherwell – Hearts 1:2 • Eggert G. Jónsson lék ekki með Hearts vegna veikinda. England Bikarkeppnin, 2. umferð: Hartlepool – Yeovil 4:2 • Ármann Smári Björnsson sat á bekknum hjá Hartlepool allan tímann.
Meira
Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við danska handknattleikssambandið og gildir samningur hans til ársins 2014.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kristinn Jakobsson verður fjórði íslenski knattspyrnudómarinn sem dæmir heimaleik hjá Liverpool á Anfield en hann flautar til leiks hjá Liverpool og Utrecht í Evrópudeild UEFA klukkan 20.05 í kvöld. Magnús V.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.