Fréttaskýring Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Áfram heldur svikalognið í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, eftir mikinn átakafund sem stóð með hléi frá hádegi í fyrradag og fram á kvöld.
Meira
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þeir einstaklingar sem fengu lán til að taka þátt í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Svarfdæla í lok árs 2007 gætu þurft að borga 50.000 krónur á mánuði næstu 15 árin til að gera upp skuld sína.
Meira
Í fyrradag fékk Barna- og unglingageðdeild Landspítalans að gjöf tvo bíla frá Lionsklúbbnum Fjörgyn. Klúbburinn ætlar jafnframt að veita árlegt framlag til að standa straum af rekstrarkostnaði bílanna næstu 3 ár.
Meira
Hópur galvaskra Búlgara dansar í ískaldri á, Tundzha, í bænum Kalofer í Búlgaríu á þrettándanum í gær þegar minnst var komu vitringanna þriggja að jötunni í Betlehem.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bjargráðasjóði og Viðlagatryggingu Íslands miðar ágætlega við að gera upp tjón sem íbúar á Suðurlandi urðu fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Nokkur mál sem brenna á íbúum hafa þó ekki verið leidd til lykta.
Meira
Flogið var í gær með grænlenskan mann aftur til Nuuk á Grænlandi með flugvél Mýflugs en hann hafði verið sóttur þangað og fluttur til meðferðar á Landspítalanum á aðfangadag eftir að hann hafði fengið heilablóðfall.
Meira
Um helgina verður opnuð í Ráðhúsinu í Reykjavík sýning á lengsta trefli landsins, svonefndum gangatrefli, sem var prjónaður í mörgum bútum og settur saman í þeim tilgangi að tengja saman Fjallabyggð, Siglufjörð og Ólafsfjörð, þegar Héðinsfjarðargöng...
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við gengum einn og hálfan metra fyrir framan bílinn og fikruðum okkur þannig áfram eftir versta kaflanum,“ sagði Sigurður Sveinsson, leiðtogi í kerskála álvers Alcoa Fjarðaáls í gærkvöldi.
Meira
Árið 2010 voru gerðar 528 erfðafjárskýrslur vegna fyrirframgreidds arfs hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar af 321 í desember. Þetta er mun meira en árið 2009 þegar alls 275 slíkar skýrslur voru gerðar.
Meira
Fasteignafyrirtækið Stóreign auglýsti í gær eftir hentugu húsnæði fyrir rekstur matvöruverslunar, ýmist til leigu eða sölu, en þess er ekki getið hverja um sé að ræða. Fyllsta trúnaði er jafnframt heitið.
Meira
Frá 1. janúar sl. hefur Þjóðskrá Íslands tekið að sér þróun og rekstur vefsvæðisins Ísland.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita fyrir ríki og sveitarfélög. Markmið Ísland.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarísk rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að sprengingu, sem olli olíulekanum í Mexíkóflóa á liðnu ári, megi rekja til ýmissa mistaka og ákvarðana sem voru líklega teknar til að spara peninga og tíma.
Meira
Trúðsleikur Dönsku trúðarnir Casper og Frank komu til Íslands í gær í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar Klovn. Í stráksskap sínum lék Casper sér með bolta þar sem þeir voru í...
Meira
Vetrarsólstöðugátan 2010 fól í sér ferskeytlu í reitum 1-104. Lausnin var vísa: Gott ef höndlað gætir þessi ráð hér, góði minn þér myndi líða betur. Hentu öllu hugarangri frá þér, horfðu fram á við í allan vetur.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Glæpamennirnir og ofbeldisseggirnir sofa ekki á nóttinni og konurnar eru því oft andvaka í flóttamannabúðunum á Haítí.
Meira
Viðtal Andri Karl andri@mbl.is Vitundarvakningu þarf í samfélaginu um höfuðáverka. Yfirlæknir á Grensásdeild hefur áhyggjur af því hversu lítil þekking virðist vera um hættuna sem fylgir höfuðhöggi, eða ofbeldi gegn höfðinu.
Meira
Eric Besson, iðnaðarráðherra Frakklands, sagði í gær að Frakkar stæðu nú frammi fyrir „efnahagsstríði“ eftir að franski bílaframleiðandinn Renault skýrði frá því að upplýsingaleki og iðnaðarnjósnir ógnuðu fyrirtækinu.
Meira
Dagsetning páskadags getur verið allbreytileg ár frá ári og bar hann til dæmis upp á 4. apríl í fyrra en er 24. apríl í ár. Páskadag getur raunar borið upp á fimm vikna tímabil, frá og með 22. mars til og með 25. apríl.
Meira
Rafmagn fór af stærstum hluta Þingeyjarsýslna upp úr klukkan 10 í gærkvöldi. Háspennulína á milli Akureyrar og Laxárvirkjunar slitnaði og í kjölfarið slógu vélar Laxárvirkjunar út.
Meira
Stjórnvöld í Þýskalandi reyndu í gær að sefa ótta almennings vegna frétta um að mikið magn af díoxíni, þrávirku lífrænu mengunarefni, hefði verið í allt að 3.000 tonnum af dýrafóðri sem notað var í um það bil þúsund kjúklinga- og svínabúum í landinu.
Meira
Á sunnudag nk. kl. 14 hefst KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur. Þetta skákmót verður nú haldið í 80. sinn og er það nú öðru sinni haldið í samstarfi við KORNAX ehf. hveitimyllu.
Meira
Verktaki á vegum Siglingastofnunar er byrjaður á framkvæmdum við að flytja ósa Markarfljóts austar en nú er, til að draga úr aurburði fyrir Landeyjahöfn.
Meira
Talið er að á annað þúsund Íslendinga fái árlega slíkt höfuðhögg að alvarlegar afleiðingar geti af því skapast. Er þá um að ræða höfuðáverka þar sem heilahristingur er vægasta birtingarmynd en heilaskaði sú alvarlegasta.
Meira
Kristján Möller veit að þau gjöld sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar myndu með hefðbundnum hætti duga til að standa undir þeim vegaframkvæmdum sem stjórnvöld bjóðast til að fara í nái þau að leggja nýja skatta á hina sömu.
Meira
Fyrir skömmu hafði ég aðeins aðgang að Ríkissjónvarpinu og Omega á mínu heimili. Þá var ekki mikið um að vera í imbakassanum en þó var alltaf stöku náttúrulífsþáttur til að gapa yfir, áhugaverðar heimildamyndir eða artí og kitlandi evrópskar kvikmyndir.
Meira
Hinir árlegu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. – Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík – verða haldnir á morgun, laugardag, kl 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Flutt verða ný verk eftir „Sláturmeðlimi.
Meira
* Rás 2 hefur birt lista yfir þau 100 lög sem oftast voru leikin á stöðinni árið 2010 og er lagið „Gamli grafreiturinn“ með Klassart þar í efsta sæti. „Thank You“ með Diktu er í 2. sæti.
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þorsteinn Magnússon gítarleikari er líkt og Sigurður Bjóla einn af þekktari huldumönnum íslenskrar tónlistar. Einn af gítarguðum þjóðarinnar, staða sem hann innsiglaði með sveitum eins og Eik og Þey.
Meira
Kvikmyndahúsið Bíó Paradís mun sýna fimm kvikmyndir um Bleika pardusinn, dagana 7.-13. janúar, í minningu leikstjórans Blake Edwards sem lést 15. desember sl.
Meira
Bók Áhugaleikhúss atvinnumanna 2010, lárétt rannsókn kom út 31. desember í tengslum við sýningu leikhússins á annál ársins 2010, 12 örverkum um áráttur, kenndir og kenjar.
Meira
Aðalskona vikunnar er fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir. Hún gegnir lykilhlutverki í besta hópfimleikaliði heimsins í dag, Evrópumeistaraliði Gerplu og hafnaði nú í vikunni í þriðja sæti í valinu á íþróttamanni ársins.
Meira
* Heimildarmyndin Uppistandsstelpur verður sýnd í Bíó Paradís í dag en hún segir af uppistandshópi ellefu kvenna sem orðnar voru leiðar á kvennaleysi í uppistandi hér á landi og ákváðu að stofna hópinn Uppistandsstelpur .
Meira
Myndlistarmennirnir Ásmundur Ásmundsson og Ragnar Kjartansson standa fyrir sínum árlega jólasveinagjörningi í Nýlistasafninu í dag, föstudag, klukkan 17.30.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á laugardaginn verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði sýningin Brot úr náttúrunni en á henni getur að líta abstraktverk sem Eiríkur Smith (f. 1925) málaði á árunum 1957-1963.
Meira
Samband íslenskra myndlistarmanna, og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar bjóða til móttöku í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16, í dag frá kl. 17-19. Boðið verður upp á veitingar og opnuð sýning Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur, SÍM-ara...
Meira
Í nýrri bandarískri útgáfu Ævintýra Stikilsberja Finns , sem inniheldur þekktustu sögur bandaríska rithöfundarins Mark Twain (1835-1910), Stikilsberja Finnur og Tumi Sawyer , hefur orðalagi verið breytt nokkuð frá útgáfu höfundarins.
Meira
Sala á hljómplötum í Bandaríkjunum dróst saman um 12,8% á síðasta ári, miðað við árið 2009. Fjöldi seldra platna reyndist 326,2 milljónir að ári loknu en var 373,9 milljónir árið 2009. Árið 2009 hafði plötusala dregist saman um 20% miðað við árið 2008.
Meira
Í næstu viku verða um 300 myndlistarverk og munir úr eigu leikarans Dennis Hopper seldir á uppboði í New York. Átta mánuðir eru síðan Hopper lést úr krabbameini, 74 ára gamall.
Meira
Kvæðamannafélagið Iðunn hefur félagsstarf sitt á nýju ári með fræðslu- og skemmtifundi í kvöld, föstudag kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Rímnalaganefnd sér um dagskrá fundarins sem að þessu sinni verður með áramótasniði.
Meira
Fyrsta plata ársins kemur út í dag, plata þungarokkshljómsveitarinnar We Made God og nefnist hún It's Getting Colder. Á plötunni má finna tíu lög en hljómsveitin gefur sjálf út plötuna.
Meira
Gítargúrúinn Þorsteinn Magnússon er með sólóplötu í burðarliðnum. Þessi mikilhæfi gítarleikari, sem gerði garðinn frægan með Þey og Eik, segist sjaldan hafa verið brattari og horfir bjartsýnn fram á veginn.
Meira
Fjórar kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum í dag. Gulliver's Travels Gamanleikarinn Jack Black fer með aðalhlutverkið í þessari nútímaútgáfu af hinni sígildu sögu Gúllíver í Putalandi.
Meira
Eftir Pétur Hafstein Pálsson og Gunnar Tómasson: "Við sölu á saltfiski hefur alltaf fylgt skilgreining á gæðum, stærð og rakastigi þegar verðið er ákveðið."
Meira
Sagnfræðin er oft ósanngjörn og eins og klisjan segir er hún iðulega skrifuð af sigurvegurunum. Stundum er lítið við þessu að gera, því sigurvegarar í stríðum forn- og miðalda sýndu minjum og skjalasöfnum sigraðra óvina sinna sjaldnast mikla virðingu.
Meira
Eftir Indriða Aðalsteinsson: "Höfundur segir að tími sé kominn til að Steingrímur stígi til hliðar og Katrín taki við, þótt ólétt sé, og Lilja Mósesdóttir verði fjármálaráðherra."
Meira
Plastnotkun Það er ekki að undra þótt upp komi að eiturefni verði laus við bruna, berist út í andrúmsloftið og setjist að í jarðveginum en það hefur lengi verið vitað, að kolareykur til að mynda er afar óhollur bæði mönnum og skepnum.
Meira
Dóróthea Antonsdóttir var fædd í Vík í Mýrdal 30. október 1950. Hún lést á Sjálfsbjargarheimilinu Hátúni 12, þann 1. janúar sl. Hún var dóttir hjónanna Antons Guðlaugssonar f. 26.11. 1920, d. 22.8. 1993 og Charlotte Guðlaugsson f. 6.11. 1925.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Einarsson var fæddur í Kópavogi hinn 3. apríl 1962. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. desember 2010. Foreldrar Guðmundar eru Einar H. Guðmundsson frá Flekkuvík, f. 1923, d. 1985, og Margrét Jónsdóttir frá Gjörgi, f.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Þorbjörn Haraldsson fæddist í Vestmannaeyjum 21. apríl 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 30. desember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Matthildur Málfríður Gísladóttir, f. 22. janúar 1898 í Norður-Hjáleigu, Álftaveri, d. 31.
MeiraKaupa minningabók
Hilmar Tómasson fæddist á Siglufirði 17. júlí 1975. Hann lést af slysförum 27. desember 2010. Foreldrar Hilmars eru Sigurborg Jóna Hilmarsdóttir, fædd 22. júlí 1955, búsett í Reykjavík, og Tómas Leifsson, fæddur 20. janúar 1956, búsettur á Akureyri.
MeiraKaupa minningabók
7. janúar 2011
| Minningargrein á mbl.is
| 995 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Kristrún Sigurrós fæddist á Kirkjubæ á Eskifirði 6. júlí 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. desember 2010. Foreldrar hennar voru Stefnía Bjarnadóttir Melsteð f. 19.8. 1893, d. 16. október 1972 og Ásgeir Hraundal f. 1887, d. 1965. 7.
MeiraKaupa minningabók
Olga Guðmundsdóttir fæddist þann 17. desember 1924 í Geirshlíð í Miðdölum í Dalasýslu. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi á nýársdag.
MeiraKaupa minningabók
Ólafía Katrín Hjartardóttir (Lóa) fæddist 19. febrúar 1915 á Saurum, Laxárdal, Dalasýslu, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. desember 2010.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jónsdóttir húsfrú í Hafnarfirði fæddist í Nýjabæ í Garði 12. febrúar 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt mánudagsins 27. desember 2010. Foreldrar hennar voru Hrefna Klara Sigurlín Jósdóttir f. 1895, d.
MeiraKaupa minningabók
Skarphéðinn Árnason fæddist að Bæ á Selströnd í Steingrímsfirði, 31. mars 1924. Hann lést 27. desember sl. á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Foreldrar hans voru Árni Magnússon, útvegsbóndi, fiskmatsmaður og verkstjóri, f. 20. nóvember 1895, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Þórey Þorkelsdóttir fæddist á Sauðárkróki 1. desember 1947. Hún lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut hinn 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þorkell Sigurðsson, f. 12. okt. 1923, og Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 28....
MeiraKaupa minningabók
Atvinnuleysi á Írlandi mælist nú 13,4%. Rúmlega 12 þúsund manns bættust á atvinnuleysiskrá í desembermánuði. Margir Írar hafa misst vinnuna í vetur og miklir erfiðleikar eru þar í efnahagsmálum . Núna eru liðlega 437 þúsund Írar án atvinnu.
Meira
Tekjujöfnuður ríkissjóðs á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010 var neikvæður um 60 milljarða króna. Tekjur námu 412 milljörðum en gjöld 471 milljarði.
Meira
Skráð voru 117 ný einkahlutafélög í nóvember á síðasta ári samanborið við 208 einkahlutafélög í sama mánuði 2009, sem jafngildir tæplega 44% fækkun milli ára.
Meira
Eygló Hilmarsdóttir fer með hlutverk Höllu í kvikmyndinni Gauragangi sem nú er sýnd í bíóhúsum landsins. Um er að ræða fyrsta kvikmyndahlutverk Eyglóar sem er 18 ára MR-ingur með áhuga á leiklist og söng.
Meira
Nú eru flestar verslanir farnar af stað með útsölur. Janúarútsölur eru oft mjög góðar og það er sniðugt að nota tækifærið til að gera góð kaup fyrir vorið.
Meira
Öll ættum við að kannast við þessa baráttu, hvort sem við gengum í gegnum þetta tímabil sem börn, á unglingsaldri eða glímum enn þann dag í dag við þessar „betrumbætingar“.
Meira
Á síðasta ári nefndi Pantone Color Institute nokkra liti sem yrðu þeir heitustu árið 2011. Voru þar á meðal litir eins og hunangslitur, blár og ljósgrænn.
Meira
Áberandi og rauðglansandi varir hafa verið í tísku síðustu misserin en samkvæmt tískuspekúlöntum mun kveða við nokkuð nýjan tón árið 2011. Þá munu varirnar vilja snúa aftur til síns náttúrulega útlits og rósbleikir og mildari varalitir verða vinsælli.
Meira
Vefur fyrir drottningar er yfirskrift nýrrar íslenskrar lífsstílsvefsíðu sem opnuð var nýlega á slóðinni Bleikt.is, eða nánar tiltekið var opnuð um hádegi 10. desember 2010. Ritstjóri síðunnar er Hlín Einarsdóttir.
Meira
Það kallast dýrtíð þegar verðið bólgnar í landinu á sama tíma og launin lækka. Sigfús Steindórsson orti á sínum tíma: Afkoman er ekki fín, alltaf gengið lækkar. Bensín, smjör og brennivín bagalega hækkar.
Meira
Kolbrún Ósk Sæmundsdóttir, bóndi og veðurathugunarmaður á Hjarðarlandi í Biskupstungum, fagnar 50 ára afmæli sínu í dag. Skammt er á milli stórafmæla á Hjarðarlandi því eiginmaður hennar, Egill Jónasson, varð fimmtugur 11. desember síðast liðinn.
Meira
Ekki er auðvelt að velja íþróttamann ársins hverju sinni og valið verður erfiðara eftir því sem afreksíþróttamönnum fjölgar. Sitt sýnist hverjum en kjör íþróttafréttamanna er lýðræðislegt og sá besti er valinn hverju sinni.
Meira
7. janúar 1730 Árni Magnússon handritasafnari og prófessor lést, 66 ára. Ásamt Páli Vídalín sá hann um manntalið 1703 og samningu jarðabókar en þekktastur er hann fyrir söfnun og vörslu norrænna handrita, einkum íslenskra. 7.
Meira
Arnór Atlason leikur sinn 100. landsleik í kvöld með A-landsliði Íslands þegar það mætir Þjóðverjum í Laugardalshöll kl. 18.45. Hann verður 48. landsliðsmaðurinn í handknattleik sem nær að leika 100 landsleiki eða fleiri fyrir Ísland.
Meira
Á vellinum Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Það var hinn dagfarsprúði Guðlaugur Eyjólfsson sem afgreiddi Njarðvíkinga í gærkvöldi með 5 stigum á síðustu 30 sekúndum leiksins þegar Grindvíkingar tóku á móti þeim grænklæddu í Iceland Express-deild karla.
Meira
Á vellinum Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þetta var sú byrjun sem við vildum sjá eftir fríið. Það er alveg klárt mál. Sigurinn var ekki alveg eins sannfærandi og hann leit út fyrir að vera undir lokin.
Meira
Viðtal Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í dag og um helgina í undanriðli um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Grikklandi síðar á þessu ári.
Meira
Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hófst að nýju í gærkvöld þegar tólfta umferðin var leikin. Fjögur efstu lið deildarinnar, Snæfell, Grindavík, KR og Keflavík, unnu sína leiki og staðan í toppslagnum breyttist því ekki.
Meira
Björgvin Björgvinsson náði ekki að ljúka fyrri ferðinni á heimsbikarmótinu í svigi sem fram fór í Zagreb í Króatíu í gær. Björgvin var 52. í röðinni af 81 keppanda en var einn af 16 sem komust ekki í mark.
Meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, skaust upp heimslista áhugamanna í golfi með frammistöðu sinni á Flórída á dögunum. Hann fór upp um 777 sæti á listanum og er í 1.935. sæti.
Meira
Viðtal Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í knattspyrnu framlengdi samning sinn um eitt ár við Djurgården sem spilar í sænsku úrvalsdeildinni.
Meira
„Við erum þegar farnir að búa okkur undir fyrstu leikina á heimsmeistaramótinu í handknattleik með því meðal annars að kortleggja leik andstæðinga okkar í tveimur fyrstu viðureignunum, Ungverja og Brasilíumenn,“ sagði Guðmundur Þórður...
Meira
Ítalía Inter Mílanó – Napoli 3:1 Bologna – Fiorentina 1:1 Brescia – Cesena 1:2 Cagliari – AC Milan 0:1 Genoa – Lazio 0:0 Lecce – Bari 0:1 Palermo – Sampdoria 3:0 Roma – Catania 4:2 Udinese – Chievo...
Meira
Magnus Andersson, landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik, var ekki ánægður með framgöngu sinna manna eftir að þeir mörðu Portúgala, 34:33, á heimavelli í seinni vináttulandsleik þjóðanna í gærkvöldi.
Meira
Á vellinum Björn Björnsson sport@mbl.is Ísfirðingar létu erfitt veður og færð ekki stöðva sig frá því að komast í leikinn gegn Tindastóli á Sauðárkróki í gærkvöld.
Meira
Keflvíkingar byrjuðu nýja árið með sannfærandi hætti þegar þeir burstuðu ÍR-inga 112:88. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik hjá Keflavík með 27 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst.
Meira
Sverre Andreas Jakobsson er varnarmaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni HM í Svíþjóð 13.-30. janúar. Sverre er 33 ára, fæddur 8. febrúar 1977.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.