Þýska landbúnaðarráðuneytið skýrði frá því í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að dýrafóður, sem notað var í kjúklinga- og svínabúum í Þýskalandi, hefði innihaldið 77 sinnum meira af díoxíni en leyfilegt er. Um 4.
Meira
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Breytingar á lögum um almannatryggingar, sem gerðar voru árið 2009, gera það að verkum að frá og með byrjun ársins í ár reiknast 5,5% ársvextir af eftirstöðvum krafna Tryggingastofnunar ríkisins vegna ofgreiðslu bóta.
Meira
Alls horfðu 72,7% landsmanna á Áramótaskaup RÚV samkvæmt mælingum Capacent. Uppsafnað áhorf var 75,1% Ekki voru tiltækar samanburðartölur fyrir árið 2009 en nokkru fleiri horfðu á Skaupið 2008 eða 76,9%. Uppsafnað áhorf það ár var 79,8%.
Meira
Mál hestamanns sem flutti notuð reiðtygi til landsins í nóvember á síðasta ári hefur verið kært til lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Hestamaðurinn hefur keppt fyrir Íslands hönd erlendis.
Meira
Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára eða úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.
Meira
Á fundi umhverfisnefndar Alþingis um málefni sorpbrennslustöðvarinnar Funa við Skutulsfjörð í gær var ákveðið að fela Ólínu Þorvarðardóttur það verkefni, ásamt nefndarritara og lögfræðingum þingsins, að fara yfir löggjöf sem lýtur að þeim og skoða...
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nordic Smile, íslenskt fyrirtæki sem byggir á sænsku hugviti í tannígræðslum, verður opnað um miðjan mánuðinn á Höfðatorgi í Reykjavík.
Meira
Um jólin sameinast vinir og fjölskyldumeðlimir gjarnan og taka í eitt borðspil eða svo. Birta Björnsdóttir greinir frá einu slíku í pistli en það kallast Dixit.
Meira
Jafnréttisstofa í samstarfi við Stígamót og fleiri stofnanir og samtök, hefur gefið út bækling um mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi.
Meira
Svanhildur Eiríksdóttur „Dvölin hér hefur stækkað mig. Það sem er sérstakt við Ísland er að náttúran er svo lifandi og svo nálægt manni,“ sagði listamaðurinn Clay Apenouvon í samtali við blaðamann.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Einn aðdáandi með arnarauga hefur grafið upp lag sem gæti verið fyrsta stuðningsmannalag sögunnar, samið fyrir meira en 100 árum.
Meira
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Háskóli Íslands fagnar á þessu ári hundrað ára afmæli sínu en hann var stofnaður á Alþingi 17. júní 1911.
Meira
Rúmlega 200 manns mættu í gær á hádegisverðarfund Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Reykjavík Nordica hótel til þess að hlusta á Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta, ræða um íþróttir og rekstur fyrirtækja.
Meira
Helga Sigurjónsdóttir kennari lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 5. janúar, 74 ára að aldri. Helga fæddist hinn 13. september árið 1936 í Vatnsholti í Flóa í Árnessýslu.
Meira
Geðhjálp skorar á hjálparstofnanir að taka höndum saman við yfirvöld og móta nýtt fyrirkomulag neyðarstoðar við fátækt fólk í landinu. Ölmusumatargjafir með tilheyrandi biðröðum eru lítilsvirðandi fyrir það fólk sem þarf á sértækri aðstoð að halda.
Meira
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Árið 2009 fækkaði komum barna til tannlæknis um 15%, sem m.a. mátti sjá á minni útgjöldum Sjúkratrygginga vegna tannviðgerða barna.
Meira
Úr bæjarlífinu Kristín Ágústdóttir Neskaupstaður Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður Sveinn Fannar Sæmundsson er íþróttamaður Þróttar í Neskaupstað og íþróttamaður Fjarðabyggðar. Sveinn Fannar var fyrirliði í 2.
Meira
Furðuverk Starfsmenn Orkuversins í Svartsengi settu litaðar plötur fyrir útikastaralýsingu til að skapa gufustróka og byggingar í öllum regnbogans litum yfir...
Meira
„Salan tók strax við sér með lækkun vörugjalda. Verð á Porsche fór niður um nærri eina milljón. Í vikunni höfum við selt fjóra bíla og nú er Porsche uppseldur fram í mars,“ segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna.
Meira
Hörður Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Bændablaðsins. Hörður hefur síðustu ár starfað á Viðskiptablaðinu. Hann hefur margháttaða reynslu af blaðamennsku og hefur m.a.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þýska fyrirtækið UFA-Sports seldi sýningarréttinn á HM í handbolta til 365 miðla í ágúst sl. en upphæðir í þeim samningi fást ekki uppgefnar.
Meira
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Stofnfjáreigendum Sparisjóðs Svarfdæla var kynnt þátttaka í stofnfjáraukningu sjóðsins árið 2007 sem allt að því áhættulaus fjárfesting. Þetta segir Jóhann Ólafsson, stofnfjáreigandi í sjóðnum, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Nokkrir bílar sem stóðu á bílastæðinu við Landeyjahöfn í gærmorgun eru sandblásnir og mattir eftir sandbyl sem gekk yfir hafnarsvæðið. Rúða brotnaði í einum og var þykkt sandlag í honum þegar eigandinn kom frá Eyjum.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í gær að kristnir minnihlutahópar í Mið-Austurlöndum stæðu frammi fyrir „trúarlegum hreinsunum“ eftir nokkrar mannskæðar árásir á kirkjur í þessum heimshluta.
Meira
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Ég hefði óskað þess að síðustu 20 árin hefði legið fyrir skýr framtíðarsýn fyrir Ísland, skarpari forgangsröðun á því hvað skiptir máli og ábyrgari grunnur að öllum ákvörðunum.
Meira
Fyrr á þessu ári var hleypt af stokkunum stórri alþjóðlegri faraldsfræðirannsókn sem fjármögnuð er af ESB, en tilgangur rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um heilsufar og áhættuþætti sjúkdóma hjá eldra fólki. Íslenskur vísindamaður, dr.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum í viðbragðsstöðu og förum um leið og Vegagerðin opnar. Vonandi verður eitthvað komið í allar búðir um eða upp úr hádegi,“ segir Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri Mjólkursamsölunnar á...
Meira
Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Kópavogi í fyrrinótt. Um var að ræða hass, marijúana og amfetamín en talið er að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu.
Meira
Hið virta tónlistartímarit Paste Magazine verðlaunar bestu tónleika síðasta árs í nýlegu hefti. Jónsi okkar hafnar þar í þriðja sæti en fyrir ofan hann eru Janelle Monáe og Atoms for Peace.
Meira
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti 21. desember sl. að fela Margréti Kristínu Blöndal og Þóreyju Vilhjálmsdóttur undirbúning verkefnis sem snýr að verkaskiptingu og jafnrétti inni á heimilum.
Meira
Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Ítarleg umfjöllun dagblaðsins DV um fjárhagsmálefni Eiðs Smára Guðjohnsen, leikmanns enska knattspyrnuliðsins Stoke City, í desember árið 2009 er fordæmalaus, að mati lögmanns Eiðs Smára.
Meira
8. janúar 2011
| Innlendar fréttir
| 1577 orð
| 3 myndir
VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, hefur verið formaður Snorrasjóðs frá byrjun. Hann lét af störfum á aðalfundi sjóðsins í desember sl.
Meira
Yfir 300 milljónir Kínverja reykja reglulega, ef marka má könnun sem gerð var á reykingum á tveimur síðustu árum á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í samstarfi við sjúkdómavarnastofnanir í Kína og Bandaríkjunum.
Meira
Bandaríski leikarinn Robert De Niro verður formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár en nefndin sér um að velja bestu kvikmyndina í aðalkeppnisflokknum, þá sem fær Gullpálmann.
Meira
Rapparinn Eminem, réttu nafni Marshall Mathers, átti ágætan leik í kvikmyndinni 8 Mile frá árinu 2002 og nú virðist hann ætla að leika aftur í kvikmynd, ef marka má frétt á kvikmyndavefnum Empire.
Meira
Til stóð að setja upp söngleik þeirra Benny Andersson, Björn Ulveus og Tim Rice, Chess, upp í Hörpu í sumar. Sýningunni hefur hins vegar verið frestað um ófyrirséðan tíma að sögn Páls Baldvins Baldvinssonar, en hann stendur að sýningunni.
Meira
Ef þú hefur ekki heyrt nafnið Jessie J ennþá eru allar líkur á því að það breytist og nafn hennar verði tamt tónlistarunnendum áður en árið er úti.
Meira
Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á ljósmyndum í anddyri Norræna hússins í dag kl. 14. Björg er menntuð í myndlist í Reykjavík, Stuttgart og París.
Meira
Brasilíski myndlistarmaðurinn Marcellvs L. opnar í Nýlistasafninu, Skúlagötu 28, klukkan 17 í dag, laugardag. Sýnd verða verk úr hljóð- og myndbandsverkaröðinni VídeóRísóm .
Meira
Ögmundur Jónasson birtist í Kastljósi um daginn. Hann var svo kátur, lífsglaður og afslappaður að maður varð alveg steinhissa. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru yfirleitt þjáðir og þjakaðir af ábyrgð þegar þeir birtast í sjónvarpi.
Meira
Á morgun, sunnudag, mun Sigga Heimis iðnhönnuður ganga um sýninguna á verkum sínum í fylgd Ásdísar Olgeirsdóttur sýningarstjóra. Þær munu spjalla saman um verk Siggu og velta upp ýmsum spurningum um ábyrga umhverfisvitund í hönnun og framleiðslu.
Meira
Á morgun, sunnudag kl. 14, mun Sigríður Melrós Ólafsdóttir, deildarstjóri í Listasafni Íslands, verða með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Karls Kvaran sem nú stendur yfir í safninu.
Meira
Góðir farþegar. Vegna ókyrrðar í lofti verður ekki boðið upp á kaffi að þessu sinni. Ég vona að ferðin verði ykkur engu að síður ánægjuleg, en minni á að kveikt verður á sætisbeltaljósum alla leið og bið ykkur því að hafa beltin vel spennt...
Meira
Eftir Ragnar Önundarson: "Takist Framtakssjóðnum að selja verksmiðjur Icelandic fylgja þeim verulegar skuldir úr landi og ámóta greiðsla í gjaldeyri inn í landið"
Meira
Eftir Einar K. Guðfinnsson: "Það sem vekur sérstaka athygli er að forsætisráðherra kallar á að nýtingarrétti orkuauðlinda og fiskveiðiauðlindarinnar sé skipað með sambærilegum hætti."
Meira
Eftir Bjarna Pétur Magnússon: "Í samningaviðræðunum eigum við að semja um að krónan komist í var. Tökum okkur hins vegar góðan tíma í að ákvarða hvort við skiptum henni út fyrir evru."
Meira
Frá Nadíu Lind Atladóttur, Stefáni Björnssyni og Símoni Orra Sævarssyni: "Mikið hefur verið fjallað um fjármál Menntaskólans Hraðbrautar í fjölmiðlum undanfarið. Þeir sem hafa kynnt sér málið sjá fljótt að þetta snýst um pólitík. Þessi umfjöllun hefur komið slæmu orði á skólann."
Meira
Eftir Guðbrand Sverrisson: "Á sama hátt eru reyndir veiðimenn hæfastir til að stjórna og sjá um fækkun í dýrastofnum sem ákveðið er að þurfi að grisja."
Meira
Frá Benedikt Traustasyni: "Nú hefur stjórn Strætó bs samþykkt að ráðast í umtalsverðar gjaldskrárhækkanir á fargjöldun sínum og tóku þær gildi um áramótin."
Meira
Frá Guðmundi Ármanni Péturssyni: "Það hefur ekki í seinni tíð reynt jafn mikið á íslenskt velferðarkerfi og nú og því miður hafa komið í ljós allt of miklar brotalamir á kerfi sem margur hélt að væri öðrum þjóðum til eftirbreytni."
Meira
Gullarmband Gullarmband tapaðist í Reykjavík í desember. Ef einhver hefur fundið það vinsamlegast látið vita í síma 868-4450. Manstu eftir mér? Mig langar að komast í samband við stúlku sem var í Langholtsskóla á árunum 1964-1973.
Meira
Anna Þorsteinsdóttir fæddist 13. maí 1919 í Laufási í Vestmannaeyjum, hún lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 18. des. 2010. Foreldrar hennar voru Elínborg Gísladóttir fædd 1. nóv. 1883, dáin 4. mars 1974 og Þorsteinn Jónsson fæddur 14. okt.
MeiraKaupa minningabók
Arnheiður Þórðardóttir fæddist 27. ágúst 1964. Hún lést 2. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Þórður Ö. Jóhannsson og Þórunn Á. Björnsdóttir. Arnheiður ólst upp í foreldrahúsum í Hveragerði ásamt systrum sínum Guðrúnu f. 1960 og Svövu Hólmfríði f. 1962.
MeiraKaupa minningabók
Björn Jónsson fæddist í Geitavík í Borgarfirði eystri 6.7. 1916. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 30. desember 2010. Björn fæddist og ólst upp á Geitavík. Hann tók á unga aldri tók við búinu og stundaði þar bústörf sinn starfsaldur.
MeiraKaupa minningabók
Svanhildur Edda Bragadóttir hjúkrunarfræðingur fæddist á Siglufirði 21. mars 1943. Hún lést á Landspítalanum 26. desember 2010. Útför Eddu var gerð frá Fossvogskirkju 5. janúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Grétar Áss Sigurðsson fæddist í Reykjavík 22. október 1935. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 22. desember 2010. Grétar Áss var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. janúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar B Stefánsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1922. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 27. desember 2010. Foreldrar hans voru Stefán S. Guðlaugsson, útvegsbóndi frá Gerði f. 6.12. 1888, d. 13.2.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Ellertsson fæddist 24. janúar 1965 á Blönduósi. Hann lést umvafinn fjölskyldu sinni á heimili sínu, Bjarnastöðum í Vatnsdal, að kvöldi Þorláksmessu 23. desember 2010. Foreldrar hans eru Ellert Pálmason f. 16.4.
MeiraKaupa minningabók
Gunnlaugur Jóhannsson fæddist á Breiðabólstað á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu 8. október 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. desember 2010. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurðsson bóndi, f. 7.12 1886, d. 14.2.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Jóhanna Ólafsdóttir fæddist á Kárastöðum í Þingvallasveit 8. sept. 1912 og lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 29. des. 2010. Foreldrar hennar voru Ólafur Halldórsson frá Litlu-Fellsöxl og Jóhanna Margrét Halldórsdóttir, Kárastöðum.
MeiraKaupa minningabók
Jón Gunnar Grjetarsson, fréttamaður og sagnfræðingur, fæddist í Reykjavík 9. janúar árið 1961. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. desember árið 2007.
MeiraKaupa minningabók
Jón Laxdal Arnalds var fæddur í Reykjavík 28. janúar 1935. Hann andaðist á heimili sínu 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir Laxdal, kaupkona í Reykjavík, f. 1. mars 1914, d. 7. sept.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Sölvi Einarsson fæddist á Siglufirði 13. september 1933. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði sunnudaginn 2. janúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörg Pálsdóttir fæddist 22. júlí 1920 á Böðvarshólum í Húnavatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 1. janúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Soffía Guðmundsdóttir fæddist á Landamóti á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði 3. júlí 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 31. desember 2010. Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefán Bjarnason, fæddur í Tjarnarhúsum á Seltjarnarnesi 9.7. 1889, og d....
MeiraKaupa minningabók
Flest viljum við koma meiru í verk en við gerum í raun. Verkefni í vinnu, skóla og heima fyrir hrannast upp á meðan glápt er á litla kettlinga renna á rassinn á YouTube eða slúðrað á Facebook.
Meira
Að vera boðaður í vinnuviðtal er afrek út af fyrir sig, en þýðir ekki að björninn sé unninn. Feilspor geta gert út um alla möguleika á að hreppa starfið á meðan góður undirbúningur og smá þjálfun í viðtalstækni getur fleytt hæfum umsækjanda langa leið.
Meira
Að klæða sig rétt í vinnunni getur skipt öllu fyrir frammistöðu, ímynd og frama. Snyrtileg föt, í formlegri kantium og í takt við stöðu og vinnustað, er það sem þarf.
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að leita skuli álits EFTA-dómstólsins á því hvort það samrýmist EES-samningnum að íslenska ríkið hindri íslenskan ríkisborgara, búsettan í Bretlandi, að flytja íslenskar krónur, sem hann keypti á aflandsmarkaði í...
Meira
Kristín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Skipta hf. Hún hefur starfað sem fjármálastjóri félagsins undanfarin átta ár og jafnframt verið staðgengill forstjóra á þeim tíma. Hún tók við nýju starfi frá og með gærdeginum.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og annað hvort sitja í eða vinna í þágu skilanefnda eða slitastjórna fjármálafyrirtækja munu þurfa að reikna sér mánaðarlaun upp á 1,5 milljónir króna á þessu ári.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Á síðustu mánuðum liðins árs voru uppi hugmyndir um að breyta enn á ný reglum um hvernig skattleggja ætti arðgreiðslur úr hlutafélögum.
Meira
Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla (SpSv) var á þeim tíma sem uppgangur hans var mestur að langmestu leyti drifinn áfram af gengishagnaði hlutabréfa.
Meira
„Ég vakna alltaf snemma, um klukkan hálf sjö til sjö, og byrja daginn á því að hugleiða og gera æfingar. Ætli það verði ekki jóga á morgun, ég reyni að blanda æfingunum og að gera ekki alltaf það sama,“ segir Guðrún G.
Meira
Þau voru þung skrefin sem ég tók inn í Heilsuakademíuna í Egilshöll einn kaldan morgun nú í vikunni. Jólakonfektið dinglaði á mjöðmunum, smákökurnar létu fara vel um sig á lærunum og kvíðahnúturinn stækkaði í maganum og ekki að ástæðulausu.
Meira
Mörg heimili á Íslandi eru skipuð IKEA húsgögnum, áhöldum og myndum í miklu magni. Sumir hafa ekki efni á öðru þótt þeir vildu gjarnan eitthvað sérstakara og verða því að sætta sig við að eiga húsgögn sem eru eins og margir aðrir eiga.
Meira
Leikfélag Ölfuss frumsýndi Stútungasögu fyrir áramót og sýndi í nóvember. Nú hefur leikfélagið ákveðið að sýna verkið þrisvar í janúar. Fyrsta sýningin er í kvöld kl. 20 í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn. Næsta sýningin er föstudaginn 14.
Meira
Reykjavík Húni Georg Douglas Valgeirsson fæddist 19. október kl. 3.31. Hann vó 4.000 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Ellen Douglas og Valgeir...
Meira
„Ég hélt hressilega upp á fimmtugsafmælið þannig að ég ætla bara að hafa það huggulegt með fjölskyldunni í kvöld,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Landsvaka, sem verður 55 ára í dag.
Meira
Að kljást við íslenskt mál getur verið áskorun en tungumálið okkar er í stöðugri þróun og er það vel. Nýyrðasmíði er viðurkennd dægradvöl á landinu okkar litla, sum lifa, önnur ekki.
Meira
8. janúar 1686 Svo mikið snjóaði á Suðurnesjum á tveimur dögum að snjórinn „tók meðalmanni yfir mitti á sléttu“, eins og sagði í Kjósarannál. 8. janúar 1873 Eldgos hófst í Vatnajökli og stóð fram á vor.
Meira
Viðtal Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Þorgerður Anna Atladóttir landsliðskona í handknattleik og fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar er á leið til Svíþjóðar.
Meira
„Við vorum ekki fjórum mörkum lakari í þessum leik,“ sagði Heiner Brand, þjálfari þýska landsliðsins, við Handball-World eftir tapið í vináttuleiknum gegn Íslendingum í Laugardalshöllinni í gærkvöld.
Meira
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru atkvæðamiklir í ellefta sigri Sundsvall Dragons í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og Logi Gunnarsson var í aðalhlutverki hjá Solna Vikings sem tapaði naumlega fyrir þeim, 75:76, í gærkvöld.
Meira
Kristín Ýr Bjarnadóttir, helsti markaskorari Vals í fótboltanum undanfarin tvö ár, hefur samið við félagið að nýju út næsta keppnistímabil. Kristín var markadrottning úrvalsdeildarinnar bæði 2009 og 2010 og skoraði 23 mörk hvort tímabil.
Meira
Það verða Íslandsmeistarinn Arnar Sigurðsson og Birkir Gunnarsson , sem báðir eru úr Tennisfélagi Kópavogs, sem mætast í úrslitaleiknum á Meistaramóti Tennissambands Íslands í Tennishöllinni í Kópavogi í kvöld.
Meira
Fréttaskýring Ívar Benediktsson iben@mbl.is Frá og með heimsmeistaramótinu í Svíþjóð, sem hefst í næstu viku, mun Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tryggja alla handknattleiksmenn sem taka þátt í mótinu.
Meira
Ingimundur Ingimundarson er varnarmaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni HM í Svíþjóð 13.-30. janúar. Ingimundur er 30 ára gamall, fæddur 29. janúar 1980.
Meira
Knattspyrnumaðurinn gamalkunni Sinisa Valdimar Kekic er ekki á því að leggja skóna á hilluna þó hann verði 42 ára í haust. Kekic hyggst spila sitt 16. tímabil hér á landi því hann hefur samið við Sindra á Hornafirði um að leika með liðinu í 3.
Meira
Á vellinum Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik rak svo sannarlega af sér slyðruorðið í gærkvöldi þegar það mætti Þjóðverjum eftir fremur slaka leiki í undankeppni Evrópumótsins í haust, lokatölur, 27:23.
Meira
Undankeppni HM U21 karla Ísland – Makedónía 37:24 Serbía – Eistland 33:32 Staðan: Ísland 110037:242 Serbía 110033:322 Eistland 100132:330 Makedónía 100124:370 *Ísland mætir Eistlandi í kvöld og Serbíu á morgun.
Meira
Ísland lagði Skotland að velli, 3:1, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti kvennalandsliða í blaki sem hófst í Lúxemborg í gær. Skotar unnu fyrstu hrinuna, 25:22, en síðan tók íslenska liðið völdin og vann 25:14, 25:19 og 25:18.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.