Ágúst Ingi Jónsson Gísli Baldur Gíslason Goðafoss verður að öllum líkindum færður af strandstað í dag, en hann hefur setið fastur á skeri skammt frá Fredrikstad í Noregi síðan í fyrrakvöld.
Meira
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Aðstandendur vefsíðunnar kjosum.is afhentu í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, lista með nöfnum þeirra 37.
Meira
Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ákvörðun kjararáðs um að greiða skuli dómurum við Hæstarétt Íslands og Héraðsdóm Reykjavíkur tímabundið álag á laun, um 101 þúsund kr.
Meira
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í gær út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 65 þúsund tonnum og fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn.
Meira
Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Konudagurinn hefur haft veglegan sess í Garðaprestakalli síðastliðin fimm ár og verður hann að sögn sr. Jónu Hrannar Bolladóttur, óvenjustór þetta árið.
Meira
Ráðstefnan „Heilsuveisla 2011“ verður haldin um helgina. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu milli kl. 8:30 og 17:00 bæði á laugardag og sunnudag.
Meira
Um leið og velferðarsvið Reykjavíkurborgar fagnar umræðunni um börn og heimilisofbeldi, í kjölfar útgáfu skýrslu Barnaheilla á fimmtudag, bendir það á ákveðnar rangfærslur sem í henni má finna.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir að bókaútgefendur telji að þeir tapi um 50 milljónum króna á gjaldþroti Máls og menningar við Laugaveg.
Meira
Síðastliðna helgi var stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur í IKEA. Markmiðið var að safna fé til styrktar samtökunum Heilaheill, sem vinna að hagsmunamálum einstaklinga sem hafa orðið fyrir heilablóðfalli.
Meira
Fíkniefnasalar hafa í auknum mæli brugðið á það ráð að skilja á milli framleiðslu á marijúana og sölu, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Þetta er kaka sem er í stíl við það besta sem fólk fær úti í heimi, en úr íslensku hráefni,“ segir Sigurður M. Guðjónsson bakarameistari.
Meira
Platan Go, sem Jón Þór Birgisson, Jónsi, sendi frá sér á síðasta ári, hlaut í gærkvöldi Norrænu tónlistarverðlaunin, sem veitt voru í Ósló, fyrir bestu norrænu plötu síðasta árs.
Meira
Nokkuð er um að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé kölluð út vegna ósættis um tölvunotkun unglinga. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögregla bregðist við útköllum sem þessum enda þótt hún hafi í nógu öðru að snúast.
Meira
Á mánudag nk. kl. 21:00 halda samtökin OA (Overeaters Anonymous) kynningarfund í húsnæði SÁÁ, VON, Efstaleiti 7. Á fundinum munu þrír OA-félagar segja sögu sína. Allir eru velkomnir. Matarfíkn getur verið stórt vandamál í lífi fólks.
Meira
Töf hefur orðið á því að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leggi fram frumvarp sem veitir Íbúðalánasjóði skýrari heimild til að færa íbúðalán niður í 110% af markaðsvirði, líkt og bankarnir hafa boðað.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Nú fer að síga á seinni hluta þorra og hefur hann farið mjúkum höndum um Skagfirðinga og þarf að róta djúpt í það „sem elstu menn muna“ til að finna samanburð við veðurblíðuna á þessum árstíma.
Meira
Í dag, laugardag, kl. 11-16 verður opið hús í Háskóla Íslands. Í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.
Meira
Krummi krunkar úti Þessum hrafni leist heldur illa á það þegar annar hrafn gerði sig líklegan til að tylla sér hjá honum. Er engu líkara en hann sé að segja honum að hafa sig á...
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Reiði og sorg einkenndi fjöldamótmæli í mörgum borgum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda í gær þegar fólk flykktist út á göturnar eftir föstudagsbænir í moskunum.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögfræðingar sem höfðu framsögu um hugtakið þjóðareign á auðlindum á málþingi Landssamtaka landeigenda á Íslandi voru sammála um að hugtakið væri gildishlaðið og merkingarlítið og ónothæft í rökræðu.
Meira
Fullorðinn sílamávur sást í Sandgerði í fyrradag. Þar með er líklega „fyrsti eiginlegi farfuglinn“ kominn til landsins eins og segir á vef fuglaáhugamanna í Hornafirði, fuglar.is. Svartfuglinn settist upp í Vestmannaeyjum 9. febrúar.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson Gísli Baldur Gíslason Með tveimur olíugirðingum tókst í gærdag að ná tökum á olíulekanum úr Goðafossi, sem strandaði í fyrrakvöld nokkrar sjómílur út af Fredrikstad í Noregi.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Már Guðmundsson rithöfundur skorar á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að standa við orð sín og neita að staðfesta nýja Icesave-samninginn.
Meira
Vísindamenn víða um heim fylgdust í gær með áhrifum mesta sólblossa sem orðið hefur í fjögur ár. Slíkir blossar geta truflað gervihnetti, fjarskipti og rafveitunet á jörðinni.
Meira
„Að sjálfsögðu verður stefnan sett á að hampa skálinni á ný, það er ekki annað hægt,“ segir Jón Baldursson, fyrrverandi heimsmeistari í bridge, sem ásamt sjö öðrum spilurum hefur verið valinn í lokalandsliðshóp Bridgesambands Íslands fyrir...
Meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag að veita tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af eða niðurfellingu á fráveitugjöldum fyrir árið 2011. Tillagan var lögð fram að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og var hún samþykkt einróma.
Meira
Ritstjórn Morgunblaðsins, Fréttastofa RÚV og Fréttastofa Stöðvar 2 hlutu sameiginlega tilnefningu fyrir bestu umfjöllun ársins þegar tilkynnt var um Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2010 í nótt.
Meira
Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir að bókaútgefendur telji að þeir tapi um 50 milljónum króna á gjaldþroti Máls og menningar við Laugaveg.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heildartekjur ríkissjóðs af vanrækslugjaldi vegna ökutækja sem ekki voru færð til aðalskoðunar eða endurskoðunar voru orðnar 523,6 milljónir um síðustu áramót. Innheimta gjaldsins hófst 1. apríl 2009.
Meira
Heildartekjur ríkissjóðs af vanrækslugjaldi vegna ökutækja sem ekki voru færð til aðalskoðunar eða endurskoðunar voru orðnar 523,6 milljónir um síðustu áramót. Innheimta gjaldsins hófst 1. apríl 2009. Um áramótin síðustu voru óinnheimtar 206,3...
Meira
Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu eru iðnir við að stofna samtök, ekki síst svokölluð þverpólitísk samtök. Ein slík litu dagsins ljós í vikunni og eru kölluð Já Ísland, en ættu frekar að heita Nei Ísland, eða að minnsta kosti Já Evrópa.
Meira
Áheyrnarprufur verða haldnar í dag frá kl. 13 í Listasafni ASÍ og eru þær hluti af sýningu Gunnhildar Hauksdóttur og Kristínar Ómarsdóttur, Gjöf til þín, yðar hátign.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Caput-hópurinn, undir stjórn Guðna Franzsonar, flytur í dag klukkan 14 og 15 nýtt tónverk Hauks Tómassonar, Moldarljós , í Listasafni Íslands.
Meira
Í minningu Isang Yun er yfirskrift tónleika Caput hópsins í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 15.15. Caput flytur þá úrval verka eftir Isang Yun (1917-1995), sem var helsta tónskáld Kóreu á 20. öld.
Meira
Á morgun, sunnudag, verður dagskrá um Sigvalda Kaldalóns tónskáld á Hólmavík. Dagskráin hefst í Hólmavíkurkirkju kl. 14. Kirkjukórinn syngur og farið verður yfir lífsferil Sigvalda Kaldalóns og flutt tónlist eftir hann.
Meira
Myndlistamennirnir Inga Þórey Jóhannsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson taka á morgun, sunnudag, þátt í leiðsögn um sýninguna Án áfangastaðar sem stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögnin hefst klukkan 15.
Meira
Tónlistarkonan Lady Gaga mætti í heldur óvenjulegum fatnaði, eins og hennar er von og vísa, í morgunsjónvarpsþáttinn Good Morning America fimmtudaginn sl.
Meira
Gradualekór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, flytur Krýningarmessuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart á tónleikum í kirkjunni annað kvöld, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 20. Allir einsöngvarar utan einn eru fyrrverandi félagar kórsins.
Meira
Helga Mjöll Stefánsdóttir hms6@hi.is Íris Stefanía Skúladóttir stendur í ströngu þessa dagana við að skipuleggja tónlistarhátíðina Bergen-Reykjavík-Nuuk, sem fer fram dagana 24.-25. febrúar.
Meira
Félag um átjándu aldar fræði minnist Skúla Magnússonar landfógeta á málþingi í Þjóðarbókhlöðunni í dag, laugardag. Hefst dagskráin klukkan 13. Flutt verða fimm erindi eftir þau Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur, Hrefnu Róbertsdóttur, Gísla Gunnarsson, Jón Þ.
Meira
Bandaríska tónlistarkonan Miley Cyrus er heldur ósátt við viðtal sem tekið var við föður hennar, Billy Ray Cyrus, fyrir tímaritið GQ. Í því talar Billy Ray afar opinskátt um fjölskyldu sína og segir m.a.
Meira
Á fimmtu og síðustu tónleikum starfsárs Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, verða fluttir tveir strengjaoktettar, eftir Felix Mendelssohn og George Enescu.
Meira
Hljómsveitin Radiohead sendi frá sér nýja breiðskífu í gær og ber hún heitið The King Of Limbs. Síðasta hljóðversskífa Radiohead, In Rainbows, kom út árið 2007 og stóð til að nýja platan kæmi út í dag en hljómsveitin flýtti útgáfunni.
Meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin á Grundarfirði 4.-6. mars nk. Leikstjórinn Romain Gavras, sonur Costa Gavras, verður viðstaddur hátíðina og sýnir brot úr mynd sinni Notre Jour Viendra sem Vincent Cassel fer með aðalhlutverk...
Meira
Kvikmyndin Blue Valentine var ekki frumsýnd í Bíó Paradís í gær og hefur sýningum á henni verið frestað fram í mars. Í gær var fjallað um kvikmyndina í frumsýningargrein í Morgunblaðinu en þegar hún var skrifuð stóð enn til að frumsýna myndina.
Meira
Íslenski Sönglistahópurinn, ásamt strengjakvartettinum Sardas og Helga Má Hannessyni píanóleikara, heldur tónleika í Iðnó á morgun, konudaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 18 og á efnisskránni eru sönglög og dúettar úr þekktum söngleikjum frá 1920-1960.
Meira
Leikkonan Adrianne Palicki hefur verið ráðin í hlutverk ofurhetjunnar og amasónunnar Undrakonunnar í sjónvarpsþáttunum Wonder Woman sem sjónvarpsstöðin bandaríska NBC framleiðir. Palicki kannast þeir við sem horft hafa á þættina Friday Night Lights.
Meira
Næstu fjóra sunnudaga flytur Útvarpsleikhúsið þáttaröðina Vort dramatíska líf á Rás 1 kl. 14. Í þættinum á morgun verður m.a. fluttur fléttuþátturinn Í Briminu eftir Þorgerði E. Sigurðardóttur, en hún hreppti 4.
Meira
Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Af mikilli „næturvinnu“ við lyklaborðið hélt ég að ráðherrann hefði tamið sér tækni veraldarvefsins og tileinkað sér svör Hr. Google."
Meira
Full ástæða er til lýsa sérstakri ánægju með þann úrskurð kjararáðs að hækka hallærislega lág laun hæstaréttardómara og dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur tímabundið um 100 þúsund kall á mánuði, frá 1. febrúar sl.
Meira
Eftir Gústaf Adolf Skúlason: "Grundvöllur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu hefur frá öndverðu verið í sjálfheldu vegna eina stefnumáls ríkisstjórnarinnar."
Meira
Eftir Einar Kristin Guðfinnsson: "„Það er því um tómt mál að tala að öðruvísi verði farið með aflaaukningu en aflaminnkun. Enda augljóst að slíkt fær engan veginn staðist.“"
Meira
Uppgjöf Góðvinur minn benti mér á, að komnir væru til valda stjórnmálamenn sem ekki hefðu þann baráttuvilja sem einkenndi Íslendinga, einkum á síðustu öld. Þetta er alveg rétt, því miður er þetta staðreynd.
Meira
Albert J. Kristjánsson fæddist að Sundstræti 33 á Ísafirði 3. október 1920. Hann lést 3. febrúar 2011. Útför Alberts fór fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 11. febrúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Bjarney Ágústsdóttir fæddist í Hróarsholti í Hraungerðissókn 5. september 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 13. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Ágúst Bjarnason, bóndi í Hróarsholti, f. 18. ágúst 1878, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Björn Jóhannesson fæddist á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal 25. nóvember 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 9. febrúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Erlendsson, f. 8.8. 1888, d. 29.7.
MeiraKaupa minningabók
Guðríður Anna Guðjónsdóttir fæddist á Nýlendi í Deildardal í Skagafjarðarsýslu 4. febrúar 1920. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 12. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jóhannsson, f. 10. ágúst 1887, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Helga Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist á Öxl í Austur-Húnavatnssýslu 30. apríl 1915. Hún lést 7. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Björnsson, f. 10.12. 1886, d. 27.5. 1973, og Þuríður Þorvaldsdóttir, f. 25.5. 1892, d. 9.10. 1945.
MeiraKaupa minningabók
Hinrik Ólafsson fæddist á Baugsstöðum 1. september 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. febrúar 2011. Útför Hinriks var gerð frá Stokkseyrarkirkju 12. febrúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Marta Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. október 1927. Hún lést á Sólvangi 9. febrúar 2011. Útför Mörtu fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. febrúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Metúsalem Kjerúlf Björgvinsson fæddist á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal 7. desember 1929. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 9. febrúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Metúsalemsdóttir Kjerúlf og Níels Björgvin Sigfinnsson.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörn Þorgrímsson fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1976. Hann lést 7. febrúar 2011. Útför Sigurbjörns var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. febrúar 2011.
MeiraKaupa minningabók
Sverrir Ólafsson var fæddur á Selfossi 4. desember 1949. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 10. febrúar 2011. Sverrir fæddist í Árgerði sem nú er Árvegur 4. Flutti með fjölskyldu sinni á Kirkjuveg 22 árið 1953. Foreldrar hans voru Ólafur Nikulásson, f.
MeiraKaupa minningabók
Arion banki vill koma því á framfæri að enginn stjórnarmanna bankans eða varamanna í stjórn hafi fallið á prófi Fjármálaeftirlitsins , sem snýr að hæfi og hæfni til stjórnarsetu í íslenskum fjármálafyrirtækjum.
Meira
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Aukin alþjóðleg samkeppni á flugleiðum milli Norður-Ameríku og Evrópu mun höggva skarð í tekjur Icelandair á þessu ári. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri samstæðu Icelandair Group, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Óverðtryggð ríkisskuldabréf, en langflest skuldabréf íslenska ríkisins eru óverðtryggð, hafa fallið umtalsvert í verði frá áramótum og hefur stærstur hluti lækkunarinnar orðið í febrúarmánuði.
Meira
Hópur spænskra sparisjóða, með Caja Madrid í broddi fylkingar, mun líklega setja upp „slæman banka“ til að taka við lélegum eignum og auðvelda skráningu hópsins á hlutabréfamarkað.
Meira
Alþjóðatorg ungmenna og Gerðuberg standa fyrir bráðlifandi bókasafni í kaffihúsi Gerðubergs í dag, laugardag, frá kl. 14-16. Á Lifandi bókasafni geta gestir fengið að láni lifandi og talandi bók til að fræðast og skemmta sér um leið.
Meira
Það eru engin takmörk fyrir því hvað okkur mannfólkinu dettur í hug. Á vefsíðunni Heroofswitzerland.blogspot.com má sjá mörg dæmi um hvað við erum hugmyndarík.
Meira
Helga Hallbjörnsdóttir, starfsmaður hjá mannúðar- og mannræktarsamtökunum Hendinni, verður sextug á morgun, 20. febrúar. Helga fagnar deginum í faðmi fjölskyldu og vina í Skarfinum, Skarfagörðum 8,...
Meira
Sigríður Gísladóttir, húsmóðir Hofsstöðum, Garðabæ verður níræð á morgun, 20. febrúar. Af því tilefni ætlar hún að taka á móti gestum í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Vídalínskirkju kl. 15 á...
Meira
Feðgarnir unnu Butlerinn á Suðurnesjum Feðgarnir Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson sigruðu í fimm kvölda Butler sem lauk sl. miðvikudagskvöld.
Meira
Fjölskylda og veiðifélagar Skúla Péturssonar eiga aldeilis von á góðu í kvöld þegar hann býður þeim til matarveislu í tilefni þess að hann er fimmtugur í dag.
Meira
Reykjavík Stefán Kári fæddist 25. mars kl. 11.17. Hann vó 3.340 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Gréta Sif Sverrisdóttir og Ólafur Atli...
Meira
Neskaupstaður Jóhann Trausti fæddist 25. september kl. 15.12. Hann vó 4.270 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Sigrún Íris Eysteinsdóttir og Vignir Örn...
Meira
Í bók sinni Séra Baldur segir Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði frá bernsku sinni á Hofsósi, en þar var faðir hans kaupmaður og póstafgreiðslumaður, en afgreiddi einnig skip Eimskips og „hafði svokallaðan bringingarbát til að flytja vörurnar í...
Meira
19. febrúar 1976 Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta vegna flotaíhlutunar þeirra innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Þetta var í fyrsta sinn sem til stjórnmálaslita kom milli tveggja aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins.
Meira
1. deild karla ÍR – Selfoss U 28:23 Fjölnir – Víkingur 25:35 Stjarnan – FH U 22:17 Staðan: Grótta 141121413:32624 ÍR 151113441:39123 Stjarnan 151014429:35621 ÍBV 14635362:36915 Víkingur R.
Meira
Sundsvall, lið Hlyns Bæringssonar og Jakobs Sigurðarsonar, vann í gær sinn 20. leik af 21 í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik og er efst í deildinni.
Meira
Bikarúrslit Kristján Jónsson kris@mbl.is KR og Grindavík koma með ólíkt veganesti inn í úrslitaleik karla í Powerade-bikarnum í Laugardalshöll í dag.
Meira
Guðmundur Kristjánsson, miðjumaður úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í knattspyrnu, verður til skoðunar hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann í næstu viku.
Meira
Endurkoma Gretu Mjallar Samúelsdóttur í íslenska landsliðið í knattspyrnu eftir þriggja ára fjarveru vekur mikla athygli í skóla hennar í Bandaríkjunum.
Meira
Markmenn Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Þeir sem hafa séð til karlaliðs Akureyrar í handbolta nú eftir áramótin hafa eflaust tekið eftir því að Sveinbjörn Pétursson, markvörðurinn snjalli, hefur staðið á milli stanganna berleggjaður.
Meira
Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety varð hlutskarpastur í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á skíðum í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í dag. Frakkinn Cyprien Richard varð annar og Austurríkismaðurinn Philipp Schörghofer þriðji.
Meira
England Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur leikmenn utandeildaliðsins Crawley Town en seinnipartinn í dag rennur upp stór stund hjá leikmönnum liðsins. Þeir mæta nefnilega Manchester United í 5.
Meira
Það var að duga eða drepast fyrir leikmenn KFÍ í gær þegar þeir fengu Hamar í heimsókn í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Búið var að fresta leiknum tvisvar vegna veðurs á Ísafirði.
Meira
Bikarúrslit Kristján Jónsson kris@mbl.is Búast má við hörkuleik þegar stórveldin í körfuknattleik kvenna, KR og Keflavík, eigast við í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll í dag.
Meira
Bikarkeppnin í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni í dag. Þar eiga ÍR og FH titla að verja en í fyrra varð FH bikarmeistari í karlaflokki og ÍR í kvennaflokki. ÍR-ingar unnu síðan heildarstigakeppni félaganna.
Meira
Leiknir R. byrjaði deildabikar karla í knattspyrnu vel þegar liðið sigraði ÍBV í gær 3:1 en staðan í hálfleik var jöfn 1:1. Pape Mamadou Faye skoraði fyrsta markið fyrir Leikni R. en Tryggvi Guðmundsson jafnaði metin fyrir Eyjamenn.
Meira
Ef þér er alvara með að innrétta básinn þinn verðurðu að hafa einhverjar bækur uppi við. Og ef þér er alvara með að slá í gegn á skrifstofunni eru Star-Wars bókastoðirnar málið.
Meira
Í huga sumra er prílið upp á toppinn stanslaust stríð. Og til að vinna stríð þarf auðvitað réttu hertólin. Hér er kominn þessi fíni slöngvivaður til að verja básinn eða slengja smámunum í kollegana.
Meira
Ekki er langt síðan það þótti agalega smekklegt og sniðugt að hafa lítinn zen-sandkassa á skrifborðinu. Þar mátti raka hvítum sandi og raða upp steinum til að skapa hugarró í amstri dagsins. En hver þarf hugarró þegar hann hefur dreka og riddara?
Meira
Þeir sem ferðast mikið í viðskiptaerindum ættu að þekkja vel þá reglu í öryggishliðinu á flugvöllum að taka verður fartölvuna upp úr töskum og leggja í sér bakka.
Meira
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Miðað er við að skipað verði í embættin hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu, að því er segir í tilkynningu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.