Greinar fimmtudaginn 16. júní 2011

Fréttir

16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

98% nýrra hjóla ólögleg?

Í nýlegri könnun Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, á stöðu öryggisbúnaðar á nýjum reiðhjólum í verslunum sést að langflest reiðhjól sem til sölu eru í verslunum á höfuðborgarsvæðinu uppfylla ekki reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla eða nærri 98%. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 218 orð | 2 myndir

Aldrei séð það jafnsvart

Ástandið í kríuvörpunum á Snæfellsnesi hefur aldrei verið eins slæmt. Krían þarf að fara af landi brott eftir tvo mánuði en það getur tekið um 50 daga frá því hún klekur eggi þar til ungar verða fleygir. Hún er því á síðasta snúningi. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Andrea Gylfadóttir á Café Rosenberg

Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn hennar verða með tónleika á Café Ros-enberg laugar-daginn 18. júní. Nýútkominn diskur hljómsveitarinnar, Rain on me rain, hefur verið með þeim allra söluhæstu síðastliðnar vikur. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Atli hættur á Reykhólum

Starfsfólki Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum var tilkynnt á fundi í gærmorgun að Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, hefði látið af störfum. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Aukin velta í sérvörunni

Sérvöruverslun hefur glæðst það sem af er þessu ári frá sama tímabili í fyrra. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir að velta raftækjaverslana hafi verið 31,5% meiri fyrstu fimm mánuði ársins þegar leiðrétt hafi verið fyrir verð- og árstíðabundnum... Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Á þriðja tug mála til sáttasemjara

Ómar Friðriksson Janus Arn Guðmundsson Á síðustu dögum hefur alls tíu kjaradeilum verið vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

„Snúiðútúr“ þjóðhátíðarsýning

Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir og unnusti hennar Héðinn Finnsson verða með uppákomu 17. júní í Kaffistofunni Nemendagallerí. Verða þau með sérstaka hátíðarsýningu þar sem kastali, myndir, myndbönd, hljóð og hæ, hó og jibbíjei verða á boðstólum. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Bónus innkallar bragðarefinn

Bónus hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla Bónus-Bragðarefsís. Sælgæti í ísnum inniheldur soja-lesitín sem er ekki getið í innihaldslýsingu. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Búist við mikilli umferð um helgina vegna Bíladaga

Búist er við mikilli umferð til Akureyrar um helgina vegna hinna árlegu Bíladaga. Umferðarstofa vill hvetja gesti Bíladaga til að varpa ekki skugga á hátíðina með akstursmáta sem skapað getur hættu og óþægindi í umferðinni. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Dýpri og kynþokkafyllri FM Belfast

Ný plata gleði- og stuðsveitarinnar FM Belfast er lofuð í hástert af rýni Morgunblaðsins. Segir hann sveitina hafa þróast nokkuð frá síðustu plötu, sé dýpri og kynþokkafyllri um leið og einkennishljóminum sé haldið. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Eggert

Stuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir slíðruðu sverðin og slógu á létta strengi á síðasta þingfundi sumarsins, sem var í gær. Þá var minningarfundur á Alþingi í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 346 orð

Enn ríkir óvissa um lögmæti

Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Arion banki ætlar sér að endurútreikna gengistryggð lán sem falla undir nýfallinn dóm Hæstaréttar í svokölluðu Mótormax-máli. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Fagráð breytir vinnulagi sínu

Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota sendi Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur bréf í gær. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Fékk heiðursorðu

Hinn 23. maí sl. fékk Arnór Sigurjónsson sendifulltrúi afhenta heiðursorðu (Royal Order of Merit) af „Kommandör“ gráðu fyrir framlag sitt við að efla samstarf Noregs og Íslands á sviði öryggis- og varnamála. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Fimm konur og einn karl báru af

Sex nemendur sem útskrifast hafa úr grunnnámi í eðlisfræði og efnafræði við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum hlutu verðlaun úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi vorið 2011. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Fjármögnun ákveðin fyrir 1. september

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viljayfirlýsingin sem undirrituð var undir lok liðins árs um þátttöku sjóðanna í fjármögnun vaxtaniðurgreiðslna standi óbreytt. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Fyrsti slátturinn á Þorvaldseyri

„Ég er að slá,“ sagði Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í gærkvöldi. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Gengið um Grændal í Hveragerði

Í dag, fimmtudag, kl. 18 stendur Landvernd fyrir gönguferð um Grændal sem er jarðhitasvæði inn af Hveragerði. Sérfróðir leiðsögumenn verða með í för en það eru þeir Björn Pálsson, fyrrum skjalavörður í Hveragerði, og Sigurður H. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 39 orð

Gömul mynd

Gömul mynd Mistök urðu til þess að mynd frá kirkjuþingi sl. haust var birt með frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær þar sem fjallað var um kirkjuþing er kom saman á þriðjudag. Beðist er velvirðingar á... Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Hafnfirðingar leita til lífeyrissjóðanna

Hafnarfjarðarbær ætlar að leita til lífeyrissjóðanna eftir láni svo hægt sé að greiða upp 4,2 milljarða króna sem gjaldfallnir eru auk 5,1 milljarðs sem til greiðslu er 30. janúar nk. Þetta kemur fram í Fjarðarpóstinum sem kemur út í dag. Meira
16. júní 2011 | Erlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Hefur Facebook náð hátindinum?

Sviðsljós Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Útbreiðsla Facebook á sér engin fordæmi. Notendur skipta hundruðum milljóna en nú eru blikur á lofti. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Herkynningar í skólum verði bannaðar

Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, vill að herkynningar í framhaldsskólum landsins verði bannaðar. Skólastjórnendur eiga von á bréfi þess efnis frá ráðuneytinu á næstu dögum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hestur féll á konu á Svínaskarðsleið

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi til að sækja slasaða konu á Svínaskarðsleið, milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 586 orð | 3 myndir

Hillir undir sættir í deilu um Dyrhólaey

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samningur Umhverfisstofnunar (UST) og Mýrdalshrepps um að sveitarfélagið annist umsjón og rekstur friðlandsins í Dyrhólaey bíður staðfestingar umhverfisráðherra. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Hjólar til styrktar Grensásdeild

Hinn 22. júní nk. leggur Ísfirðingurinn Hávarður Tryggvason upp í hjólreiðaferð um Vestfirði til styrktar Grensásdeild. Lagt verður af stað frá Ísafirði og hjólaðir vesturfirðirnir og komið við í flestum þorpum á leiðinni. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 258 orð | 2 myndir

Hlaupa síðasta sprettinn í dag

Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is „Þetta hefur gengið vel en við erum öll orðin svolítið þreytt og líkaminn er farinn að kvarta. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Horfðu á sirkusatriði á sumarhátíð

Börnin á Kvistaborg í Fossvogi héldu upp á síðbúna sumarkomuna í gær. Þau byrjuðu á að fylkja liði í skrúðgöngu um hverfið, skemmtu sér síðan hið besta yfir æsilegum kúnstum Sirkuss Íslands og gæddu sér loks á pylsum og íspinnum. Meira
16. júní 2011 | Erlendar fréttir | 58 orð

Hvergi í heiminum verra að vera

Afganistan er versti staður á jarðríki fyrir konur að búa á. Lönd á borð við Indland, Kongó, Pakistan og Sómalíu eru ekki mikið skárri að teknu tilliti til ofbeldis gegn konum, fjölda nauðgana, gæða heilbrigðisþjónustu og fátæktar. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd

Í óvissu en klukkan tifar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ASÍ og Samtök atvinnulífsins þurfa að ákveða í seinasta lagi næstkomandi þriðjudag hvort allar forsendur eru fyrir hendi svo ákveðið verði að nýju kjarasamningarnir skuli gilda til næstu þriggja ára. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 266 orð | 3 myndir

Kajakmenn komnir á fulla ferð meðfram suðurströndinni

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ferð þeirra Riaans Mansers og Dans Skinstad í kringum landið hefur sóst hægt undanfarnar vikur en nú hefur heldur betur rofað til. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Keyptu skútu fyrir fermingarpeningana

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að spá í hvert við getum farið á henni,“ segir ungur skútueigandi á Ísafirði. Þrír fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára hafa keypt sér skútu í félagi og eru að lagfæra hana fyrir sumarið. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Knútur Jeppesen

Knútur Jeppesen arkitekt lést í gær á Landakotsspítala í Reykjavík. Knútur fæddist í Vejen í Danmörku 10. desember árið 1930. Hann lauk námi í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn árið 1964. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kvennasöguganga og samkoma 19. júní

Hinn 19. júní nk. verða liðin 96 ár frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Í tilefni dagsins verður farið í kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Minjasafninu kl. 10. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Lundi er verðmætur ferðamannafugl

Útlendingar flykkjast tugþúsundum saman í sérstakar lundaskoðunarferðir, m.a. út í Akurey á Faxaflóa. Þar hefur enginn lundi enn verpt, síðast þegar fréttist. Hrynji stofninn molnar undan ferðaþjónustunni. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Opið í sumar hjá Fjölskylduhjálpinni

Opið verður í sumar hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Bágstaddir geta sem fyrr leitað þangað til að fá mataraðstoð. Opið verður á miðvikudögum en þó ekki fyrsta miðvikudag í mánuði. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Óvissa um fjárfestingar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki liggur enn fyrir hvernig efnd verða stór fyrirheit um fjárfestingar o.fl. í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Mikil óvissa er uppi um framgang þeirra bæði í orku- og iðnaðarmálum og stórframkvæmdir í vegagerð. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Siðareglur fyrir Bíladaga á Akureyri

Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar verða haldnir um helgina en þeir hafa verið árlegur viðburður síðan 1996. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 86 orð

Skógakortið „Rjóður í kynnum“ komið út

Í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011 hafa Skógræktarfélag Íslands og Arion banki gefið út kortið ,,Rjóður í kynnum“ en í því er að finna upplýsingar um 50 útivistarskóga um land allt. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Sveitarfélögin geri úttektir á öryggi sundlauganna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent bréf til allra sveitarfélaga þar sem vísað er í hertar öryggisreglur á sundstöðum og mælst til þess að úttekt verði gerð varðandi öryggisþætti. Meira
16. júní 2011 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Sýknaður í „blóðdemanta“-máli

Fyrrverandi stjórnarformaður barnasjóðs Nelsons Mandela hefur verið sýknaður af suðurafrískum dómstól af ákæru fyrir ólöglega vörslu blóðdemanta. Maðurinn hafði tekið við demöntunum úr hendi bresku fyrirsætunnar Naomi Campbell. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Sækja fé eftir öðrum leiðum

Þó niðurstaðan hafi orðið sú á seinustu starfsdögum Alþingis að falla frá ákvörðun um að leggja tímabundinn skatt á lífeyrissjóðina, á það ekki að leiða til þess að tafir verði á sérstakri vaxtaniðurgreiðslu til handa skuldsettum einstaklingum. Meira
16. júní 2011 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Tvífari breskrar risaeðlu fundinn

Eitt lítið steingert bein hefur fengið blóð fornleifa- og risaeðlufræðinga heimsins til að ólga í æðum þeirra. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Verðlaunaður fyrir steypurannsóknir

Doktor Ólafur H. Wallewik, forstöðumaður grunnrannsókna á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík, hlaut nýverið æðstu heiðursverðlaun Norræna steinsteypusambandsins. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 565 orð | 3 myndir

Versta ástand í vörpunum

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Þetta lítur vægast sagt mjög illa út. Meira
16. júní 2011 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Vilja þyngri refsingar yfir unglingum

Háskólanemar í Níkaragva komu saman á götum úti í borginni Managva í gær til að mótmæla morði á ungum manni, Evans Ponce í síðasta mánuði. Hópur unglinga réðist að Ponce, og myrtu er þeir reyndu að stela farsímanum hans. Meira
16. júní 2011 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Vinkonurnar Anna Rakel Gunnarsdóttir, Ragnhildur Sól Guðmundsdóttir og...

Vinkonurnar Anna Rakel Gunnarsdóttir, Ragnhildur Sól Guðmundsdóttir og Berglind Líf Jóhannesdóttir stóðu fyrir hlutaveltu í hverfinu sínu og söfnuðu 6.261 krónu, sem þær styrktu Rauða krossinn... Meira

Ritstjórnargreinar

16. júní 2011 | Leiðarar | 300 orð

Biðin langa eftir aðgerðum

Fjármálaráðherra bíður enn niðurstöðu nefndar í stað þess að lækka eldsneytisverðið Meira
16. júní 2011 | Staksteinar | 172 orð | 1 mynd

Ný löggæslusvið

Jón Magnússon, fv. alþingismaður, skrifar um að í bígerð sé átak gegn „svartri atvinnustarfsemi“ og „...fjöldi nýtísku lögreglumanna eigi að mæta á vinnustaði og grípa til viðeigandi lögregluaðgerða. Meira
16. júní 2011 | Leiðarar | 350 orð

Vökul augu

Pukrarar og feluleiksmenn geta ekki verið í forsvari upplýstrar umræðu Meira

Menning

16. júní 2011 | Leiklist | 142 orð | 1 mynd

Benedikt um Hross um oss

Leikarinn, hestamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Benedikt Erlingsson fjallar um samskipti manna og hesta, manninn í hestinum og hestinn í manninum, á Kjarvalsstöðum kl. 15 á laugardag í tilefni af sýningunni Jór! sem þar stendur yfir. Meira
16. júní 2011 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

Bjartir dagar Halldóru

Halldóra Helgadóttir opnar sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á föstudag kl. 16. Á sýningunni, sem hefur yfirskriftina „Bjartir dagar“, eru olíumálverk og vatnslitamyndir. Meira
16. júní 2011 | Myndlist | 459 orð | 2 myndir

Blóðhreinsun andans

Sýning stendur fram eftir sumri 2011. Opið alla daga kl. 9-20. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Ólöf Nordal. Meira
16. júní 2011 | Fólk í fréttum | 33 orð | 3 myndir

Búggí, búggí, búggí...

Skúli mennski og hljómsveitin Grjót stóð fyrir brakandi Búggíveislu á dögunum á Rósenberg, en Skúli og félagar hafa verið iðnir við hljómleikahald að undanförnu. Ljósmyndari blaðsins lét sveifluna ekki fram hjá sér... Meira
16. júní 2011 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd

Daníel í úrvalsflokk

Verk tónskáldsins Daníels Bjarnasonar, Bow to String, var nýverið valið í flokk tíu úrvalsverka á Alþjóða tónskáldaþinginu IRC sem haldið var í Vínarborg. Verkinu verður í kjölfarið útvarpað víða um heim á næstu mánuðum. Meira
16. júní 2011 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Flókið en seyðandi

Battles vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu plötu sína, Mirrored, sem kom út fyrir fjórum árum síðan. Meira
16. júní 2011 | Tónlist | 269 orð | 3 myndir

Gleði, hamingja og stuð

Morr Music 2011. Meira
16. júní 2011 | Hugvísindi | 208 orð | 1 mynd

Hagþenkir úthlutar starfsstyrkjum

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar handrita fræðslu- og heimildamynda. Meira
16. júní 2011 | Fólk í fréttum | 210 orð | 1 mynd

Hvaðan kom þetta?

Ég var að lesa Uncut inni á klósetti í gærmorgunn, einu sinni sem oftar, og rekst þar á grein um þessa sveit, White Denim. Kauðar eru frá Austin og greinin í þessum hefðbundna „framtíð rokksins“ stíl. Meira
16. júní 2011 | Hugvísindi | 72 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson og Reykjavík

Minjasafn Reykjavíkur býður til sögugöngu í kvöld kl. 20. Lagt verður upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, og gengið um slóðir Jóns Sigurðssonar í miðbæ Reykjavíkur undir leiðsögn starfsmanna Minjasafnsins. Meira
16. júní 2011 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Leitað að krökkum í nýja íslenska stuttmynd

Aðstandendur Ártúns, nýrrar íslenskrar stuttmyndar, leita nú að krökkum á aldrinum 11-15 ára í áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverk sem og ýmis aukahlutverk myndarinnar. Meira
16. júní 2011 | Fjölmiðlar | 217 orð | 1 mynd

Meiri kómík og kátínu í sjónvarp

Ég ætla að vera hreinskilin og viðurkenna að ég horfi nánast aldrei á sjónvarpið. Ef ég girnist sófann og sjónvarpsgláp tek ég leigumynd, hendi flakkaranum í gang eða einfaldlega set gömlu Friends-þættina í tækið. Meira
16. júní 2011 | Tónlist | 522 orð | 2 myndir

Mennirnir á bak við Bubba

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Nýja platan hans Bubba hefur vakið mikla athygli enda allt annar hljómur á henni en fólk á að venjast frá þessum listamanni. Það er sterkur soul-fílingur á disknum og jafnvel svolítill fönk fílingur. Meira
16. júní 2011 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Natalie Portman eignaðist son á dögunum

Natalie Portman eignaðist son á dögunum með unnusta sínum Benjamin Millepied. Portman tilkynnti opinberlega að hún væri með barni í desember síðastliðnum og hefði í hyggju að giftast Millepied sem er vel þekktur franskur ballettdansari. Meira
16. júní 2011 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Ragnheiður á Gljúfrasteini

Söngkonan og píanóleikarinn Ragnheiður Gröndal kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag kl. 16. Meira
16. júní 2011 | Myndlist | 387 orð | 2 myndir

Skrásett áhrif uppbyggingar

Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Pétur Thomsen ljósmyndari opnar sýninguna Ásfjall í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 17. Samfara opnuninni verður gefin út bókin Ásfjall sem inniheldur meðal annars öll verkin á sýningunni auk annarra. Meira
16. júní 2011 | Myndlist | 134 orð | 1 mynd

Snorri og Gunnar sýna saman

Snorri Ásmundsson og Gunnar S. Magnússon, GSM, sýna verk sín í Gallerí 46 á Hverfisgötu 46. Á sýningunni eru málverk og teikningar. Snorri Ásmundsson málar og fæst við gjörninga en meðal gjörninga hans eru t.d. Meira
16. júní 2011 | Tónlist | 203 orð | 2 myndir

Spilagleði og gamansemi

Sú ágæta hljómsveit My Morning Jacket, hugarfóstur gítarleikarans og söngvarans Jims Jones, hefur alltaf verið hálfgert furðuverk. Meira
16. júní 2011 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd

Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R.

S.L.Á.T.U.R., samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, efnir til Tónsmíðaviku í Garði á Suðurnesjum 19.-25. júní næstkomandi. Meira

Umræðan

16. júní 2011 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Brottfall glæsilegrar niðurstöðu

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Er hér um að ræða hina „glæsilegu niðurstöðu“ eins og Steingrímur nefndi samning þeirra Svavars og Indriða við Breta og Hollendinga." Meira
16. júní 2011 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Helförin og hamfarir Palestínu

Eftir Jón Guðmundsson: "Sagan hefur kennt okkur að göróttustu kokkteilar mannkynssögunnar verða til þegar trúarbrögðum, þjóðrembu og hjávísindum er blandað saman við stjórnmál." Meira
16. júní 2011 | Pistlar | 464 orð | 1 mynd

Hjartadrottningin snýr aftur

Refsiglatt samfélag getur aldrei verið af hinu góða. Í slíku samfélagi gleymist mennskan og stöðug hætta er á því að mistök séu flokkuð sem stórglæpur. Maðurinn sem gerði mistök er þá leiddur fram eins og glæpamaður. Meira
16. júní 2011 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Opið bréf til Arnar Friðrikssonar, fyrrverandi prófasts á Skútustöðum

Eftir Önnu Bentínu Hermansen: "Staðhæfing þín að það sé „þekkt staðreynd“ að konur ljúgi stundum um ofbeldi eiga sér því enga stoð í veruleikanum." Meira
16. júní 2011 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Um sjálfstæðissinna og einangrunarsinna

Eftir Ragnar Arnalds: "Kjarni sjálfstæðisbaráttunnar var einfaldlega að færa völdin frá meginlandi Evrópu til Íslands. Efnahagslega var það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt." Meira
16. júní 2011 | Aðsent efni | 847 orð | 1 mynd

Vekjum börnin

Eftir Mörtu Eiríksdóttur: "Við eigum ekki að svæfa hæfileika barna heldur að vekja þau í skólunum, fá þau til að hugsa, velta fyrir sér og hugleiða." Meira
16. júní 2011 | Velvakandi | 278 orð | 1 mynd

Velvakandi

Giftingarhringur tapaðist Karlmannsgiftingarhringur tapaðist, líklega í miðbænum, 12. júní sl. Inni í hringnum stendur Guðrún. Upplýsingar í síma 553 3683 eða 895 5422. Meira

Minningargreinar

16. júní 2011 | Minningargreinar | 664 orð | 1 mynd

Guðrún Halldóra Ásgeirsdóttir

Guðrún Halldóra Ásgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 2. júlí 1945. Hún lést í Svíþjóð 31. maí 2011. Foreldrar hennar voru Ásgeir Elías Sigurður Ólason sjómaður, f. 26. apríl 1925 á Ísafirði, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 365 orð | 1 mynd

Guðrún Jakobsdóttir

Guðrún Rebekka Jakobsdóttir fæddist að Kvíum í Jökulfjörðum 28. mars 1925. Hún lést 8. júní 2011. Foreldrar hennar voru Jakob Falsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Guðrún átti fimm systkini og eru þau öll á lífi. Hinn 10. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 1010 orð | 1 mynd

Jónína Alexandra Kristjánsdóttir

Jónína Alexandra Kristjánsdóttir, Fossvegi 6, 800 Selfossi, fæddist á Blönduósi 25. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. maí 2011. Útför Jónínu var gerð í kyrrþey frá Selfosskirkju 4. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 2581 orð | 1 mynd

Sigurður Heiðar Jónsson

Sigurður Heiðar Jónsson fæddist á Akureyri 2. maí 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 7. júní 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eðvarð Jónsson, f. 11.4. 1908, d. 19.1. 1993, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 8.12. 1907, d. 18.11. 1996. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 1698 orð | 1 mynd

Steinunn Ingimundardóttir

Steinunn Karólína Ingimundardóttir fæddist í Grenivík 29. mars 1925. Hún lést á Droplaugarstöðum 7. júní 2011. Útför Steinunnar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 10. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Trausti Jakobsson

Trausti Jakobsson húsasmíðameistari var fæddur í Vestmannaeyjum 5. febrúar 1933. Hann lést að heimili sínu, Hólagötu 25 í Vestmannaeyjum, 3. júní 2011. Útför Trausta fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 11. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 1045 orð | 1 mynd

Þorsteinn Sigurðsson

Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 22.11. 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27.5. 2011. Útför Þorsteins fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2011 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

Þórunn Guðmundsdóttir

Þórunn Guðmundsdóttir fæddist í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði 7. maí 1920. Hún lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 14. apríl 2011. Útför Þórunnar fór fram frá Siglufjarðarkirkju 30. apríl 2011. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

16. júní 2011 | Daglegt líf | 84 orð | 1 mynd

...fræðist um Papana

Á morgun, 17. júní, verður boðið til málþings á Þórbergssetrinu í Suðursveit. Málþingið hefst kl. 13 en að því loknu verður farið inn í Papbýli og skoðaðar fornar rústir. Meira
16. júní 2011 | Neytendur | 599 orð

Helgartilboðin

Fjarðarkaup Gildir 18.-16. júní verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði 1.498 2.098 1.498 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði 998 1.398 998 kr. kg Lúxus svínakótelettur, orange 1.498 1.898 1.498 kr. kg KF einiberjakryddað lambalæri 1.398 1. Meira
16. júní 2011 | Daglegt líf | 157 orð | 1 mynd

Hin forna list að segja sögu

Flestir hafa gaman af því að hlusta á aðra segja sögur og svo eru þeir sem hafa unun af því að segja sögur. Sagnaþulir eru skemmtikraftar, kennarar, leiðsögumenn, græðarar, foreldrar, ömmur og afar og allur almenningur. Meira
16. júní 2011 | Daglegt líf | 542 orð | 3 myndir

Innleiða útikennslu og umhverfismennt

Náttúruskóli Reykjavíkur hefur það að markmiði að efla útikennslu í grunn- og leikskólum og að skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfisstefnu borgarinnar. Meira
16. júní 2011 | Daglegt líf | 135 orð | 3 myndir

Matur er mannsins megin

Mataruppskriftir á veraldarvefnum eru óteljandi og það er gaman að sækja sér þangað eitthvað nýtt til að prófa. Erla Kristín Birgisdóttir heldur úti góðum uppskriftavef á slóðinni uppskriftir.seia.is en þar er að finna allar hennar 1.630 uppskriftir. Meira
16. júní 2011 | Daglegt líf | 283 orð | 1 mynd

Má ekki fullyrða að sólarvörn sé vatnsheld

Eftir að hafa grandskoðað málið í 33 ár ákvað Bandaríska alríkisfæðu- og lyfjaeftirlitinu (U.S. Food and Drug Administration (FDA)) að taka skrefið á þriðjudaginn og setti nýjar reglur um sólarvörn. Meira

Fastir þættir

16. júní 2011 | Í dag | 119 orð

Af súldarvotti og sænginni hjá Jóni

Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum orti að gefnu tilefni: Sunnanáttin súldarvott sendir yfir landið. Er því bágt að þurrka þvott, – þetta er meira standið. Hjálmar Freysteinsson var ekki seinn til svars: Á Íslandi er alltaf hreint úrhelli og gjóla. Meira
16. júní 2011 | Fastir þættir | 161 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sögulegir punktar. S-Allir. Norður &spade;K83 &heart;KG ⋄K76 &klubs;DG1095 Vestur Austur &spade;72 &spade;ÁDG5 &heart;9764 &heart;8532 ⋄G54 ⋄10832 &klubs;Á872 &klubs;K Suður &spade;10964 &heart;ÁD10 ⋄ÁD9 &klubs;643 Suður spilar 3G. Meira
16. júní 2011 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar...

Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15. Meira
16. júní 2011 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Rd7 6. Rf3 h6 7. Be2 a5 8. a4 g5 9. 0-0 Bg7 10. Re1 Db6 11. Rd3 Re7 12. Bd2 Dc7 13. f4 Rg6 14. fxg5 hxg5 15. Bg4 c5 16. Bxf5 exf5 17. Rbxc5 Rxc5 18. Rxc5 Bxe5 19. De2 0-0-0 20. dxe5 Dxc5+ 21. Meira
16. júní 2011 | Árnað heilla | 198 orð | 1 mynd

Syngjandi á afmælinu

Björn Þór Ólafsson íþróttakennari er 70 ára í dag. „Ég ætla ásamt bræðrum mínum, fjölskyldu og vinum að vera með söngskemmtun,“ segir Björn Þór aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni afmælisins. Meira
16. júní 2011 | Fastir þættir | 296 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er hrifinn af skyrtertum Mjólku og þá sérstaklega sólberjakökunni. Hann hefur hins vegar í tvígang rekið sig á að myndin utan á öskjunni utan um kökuna er ekki í neinu samræmi við kökuna sjálfa. Meira
16. júní 2011 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

16. júní 1909 Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa, þegar vatni úr Elliðaánum var hleypt „í pípurnar til og frá um bæinn,“ eins og það var orðað í Lögréttu. Í byrjun október fór Gvendarbrunnavatn að renna um dreifikerfið. 16. Meira

Íþróttir

16. júní 2011 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

„Erfitt að kyngja þessu“

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólafur Björn Loftsson sýndi klærnar á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í Southport á Englandi í gær. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

„Vildi hlaupa inn á völlinn“

Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, var að sjálfsögðu sáttur með öll stigin gegn Þór/KA. „Þetta var bara barátta út í gegn og ekki sérlega fögur knattspyrna. Sigurinn var gríðarmikilvægur því nú eigum við sex stig á þær. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Einar Daði bætti sig í þraut í Kladno

Hinn ungi tugþrautarmaður Einar Daði Lárusson úr ÍR náði sér vel á strik á fyrri keppnisdegi á alþjóðlegu tugþrautarmóti í Kladni í Tékklandi í gær. Hann var með 3.939 stig að fyrri keppnisdegi loknum og var í 14. sæti. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 469 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Eiður Smári Guðjohnsen , landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur hafnað samningstilboðinu sem enska úrvalsdeildarliðið Fulham gerði honum á dögunum. Vefsíðan Fótbolti. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 327 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ulrik Wilbek , landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, segist vera að velta fyrir sér að senda B-lið sitt til leiks á Evrópumótið í Serbíu í janúar á næsta ári. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Haukar gegn ÍA Haukar tóku á móti ÍA á Ásvelli í Hafnafirði í 1. deild...

Haukar gegn ÍA Haukar tóku á móti ÍA á Ásvelli í Hafnafirði í 1. deild karla í... Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 282 orð | 2 myndir

Hólmar til liðs við Bochum

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson í Álaborg gummih@mbl.is Hólmar Örn Eyjólfsson miðvörður U21 árs landsliðsins í knattspyrnu gengur til liðs við þýska 2. deildar liðið Bochum eftir úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Þróttur R...

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Þróttur R 20 ÍR-völlur: ÍR – Leiknir R 20 3. deild karla: Kórinn gervig.: Stál-úlfur – Markaregn 20 Fagrilundur: Ýmir – Ægir 20 Tungubakkav. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 549 orð | 3 myndir

Króatar og Slóvenar eru nánast á heimavelli

EM Í SERBÍU Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 518 orð | 2 myndir

Markið enn „hreint“ eftir 450 mínútur

Í Frostaskjóli Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Liðunum í Pepsi-deild kvenna ætlar að ganga erfiðlega að koma boltanum í markið hjá nýliðum ÍBV. KR reyndi það í gær en tókst ekki þrátt fyrir að fá vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 118 orð

Meistararnir fá liðstyrk

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir átökin á næstu leiktíð. Valur greindi frá því á heimasíðu sinni í gærkvöldi að stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir hefði ákveðið að ganga til liðs við félagið. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Pepsi-deild kvenna Úrvalsdeildin, 5. umferð: KR – ÍBV 0:0 Þór/KA...

Pepsi-deild kvenna Úrvalsdeildin, 5. umferð: KR – ÍBV 0:0 Þór/KA – Stjarnan 1:2 Manya Makoski 39. – Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 24., Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir 81. Afturelding – Valur 1:4 Elín Svavarsdóttir 90. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

Skagamenn hafa unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í 1. deild karla

Kristján Jónsson kris@mbl.is Sigurganga Skagamanna í 1. deild karla í knattspyrnu hélt áfram í gærkvöldi en þá fóru fjórir leikir fram í 7. umferð. ÍA sigraði Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði 1:0. Markið kom úr vítaspyrnu strax á 14. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 189 orð

Stjarnan hirti mikilvæg stig

Þór/KA og Stjarnan áttust við í Pepsi-deild kvenna á Akureyri í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir liðin og ekkert nema sigur dugði þeim til að halda sér í toppslagnum. Baráttan var hörð en Stjarnan marði 1:2 sigur. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 661 orð | 2 myndir

Verðum að hafa trú á því að geta komist áfram

Í DANMÖRKU Guðmundur Hilmarson í Álaborg gummih@mbl.is „Úrslitin hingað til hafa auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Meira
16. júní 2011 | Íþróttir | 111 orð

Þrenna Kristínar á 12 mínútum

Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir er við sama heygarðshornið hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í knattspyrnu kvenna og undanfarin ár. Kristín skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Meira

Finnur.is

16. júní 2011 | Finnur.is | 58 orð | 1 mynd

16. júní

1723 Skoski heimspekingurinn og hagfræðingurinn, Adam Smith fæddist. 1890 Breski leikarinn og grínistinn Stan Laurel fæddist. 1940 Þýskur kafbátur sökkti breska herskipinu Andania suður af Ingólfshöfða. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 154 orð | 1 mynd

Aðlaga sig takmörkunum

Smábílar Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 84 orð | 1 mynd

Ástandið líkist olíukreppunni um árið

„Í dag er mikið spurt eftir smábílum. KIA og Toyota eru bílar sem eru mjög eftirsóttir í dag, sérstaklega ódýrari gerðir bílanna. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 601 orð | 1 mynd

„Ég er bara gæinn sem mætir“

Ég er búinn að komast að því að ef maður heldur sér örum og kemur sér í verkin þá einfaldlega gerir maður hlutina. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 100 orð | 2 myndir

„Þjónn, það er kanína í salatinu!“

Grænmeti sem ræktað er í garðinum heima smakkast alltaf best. Og salatið smakkast síðan enn betur ef það er borið fram í fallegu íláti. Svo skemmir ekki fyrir að hafa smá húmor með. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 478 orð | 3 myndir

Burt með sokkana

Fátt er sumarlegra en að sjá karlmann í léttum og huggulegum fatnaði en sokkalausan. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 377 orð | 4 myndir

Dáist að fólki sem getur unnið í verslun

Að syngja í óperukór er sú alskemmtilegasta vinna sem ég hef tekist á við. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 98 orð | 1 mynd

Eðalbíll Dýrlingsins 50 ára

Í ár heldur Volvo upp á 50 ára afmæli Volvo P1800-bílsins sem varð frægastur fyrir að vera bíll Dýrlingsins breska, The Saint, sem leikinn var af Roger Moore. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 597 orð | 2 myndir

Fór beint niður í fjöru og gleymdist

Foreldrar mínir keyptu Sörlaskjól númer eitt árið 1948. Sörlaskjól tilheyrir Skjólahverfinu í Vesturbænum sem byggðist á árunum eftir stríð. Gatan liggur meðfram ströndinni að mestum hluta til. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 704 orð | 2 myndir

Gleðistundir við matarborðið

Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi ráðherra, er formaður nefndar sem skipuð var til að minnast 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Mikil hátíðahöld verða á Hrafnseyri á morgun, 17. júní, af því tilefni þar sem Sólveig heldur hátíðarræðu. Hún gaf sér þó tíma til að gefa lesendum góða uppskrift. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 256 orð | 2 myndir

Gsm-sími með pappírssímaskrá

Síminn hans Jóns, John's phone, er kynntur sem „heimsins einfaldasti gsm-sími“. Hann er að sögn hinna hollensku framleiðenda svar þeirra við kröfum þeirra sem vilja bara síma til að tala í. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 234 orð | 9 myndir

Hugvitssamleg barnaherbergi

Flesta fagurkera dreymir um að búa börnum sínum falleg barnaherbergi. Æskilegast er að þar fari saman góð nýting á rými, glaðlegir litir eða eitthvað sem örvar ímyndunarafl barnsins. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 67 orð | 1 mynd

Hundrað ungmenni fá vinnu í skógrækt

Um hundrað ungmenni í Kópavogi frá átján ára aldri fá vinnu við skógrækt í bænum í sumar sem er liður í atvinnuátaki Kópavogsbæjar og skógræktarfélaga. Með því getur bærinn ráðið til starfa alls 710 ungmenni. Samningur um verkefnið var undirritaður í... Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 33 orð | 1 mynd

Hvað er klukkan?

Einhverjum gæti þótt ruglingslegt að lesa af þessari klukku. En þeir sem geta leitt tölustafina hjá sér og fylgst með vísunum ættu að vita hvað tímanum líður. Klukkan fæst í Minja á... Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 595 orð | 1 mynd

Jeppabreytingar krefjast sérþekkingar

Nissan DoubleCab titrar Spurt: Er í vandræðum með 35“ breyttan (hækkaður 3" á grind) Nissan Diesel DoubleCab árg.'04 vegna titrings í stýri sem lagast ekkert þótt hjól séu jafnvægisstillt eða víxlað á milli fram- og afturhásinga. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 61 orð | 1 mynd

Kallarnir afgreiddu sig sjálfir

Fyrsta sumarstarfið mitt var að sinna sem barn afgreiðslustörfum í verslun Indriða afa míns á Akureyri, Elektro Co sem verslaði með rafmagnsvörur. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 587 orð | 1 mynd

Listahönnuður heimilanna

Ég segi stundum við manninn minn í gamni að hann hefði átt að vita að smá málningarvinna myndi fylgja hjónabandinu. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 35 orð | 1 mynd

Lætur bara gossa

„Ég er búinn að komast að því að ef maður heldur sér örum og kemur sér í verkin þá einfaldlega gerir maður hlutina,“ segir Högni Egilsson. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 127 orð | 1 mynd

Minni dekk minni eyðsla

Á síðustu árum hafa dekk haft tilhneigingu til að stækka á nýjum bílum. Nú er dekkjaframleiðandinn Michelin aftur á móti að þróa afar lítil dekk sem létta munu smærri bíla verulega. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 128 orð | 1 mynd

Orsök hlaupastings fundin?

Sú kenning hefur verið ríkjandi að orsök hlaupastings sé að þindin hafi verið ofreynd eftir harðan hlaupasprett og byrji því að verkja í hana. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 84 orð | 1 mynd

Rannsakar prótein og þróar nýja tækni

Dr. Hörður G. Kristinsson rannsóknastjóri Matís hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2011. Tók Hörður við viðurkenningunni úr hendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem er formaður ráðsins. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 72 orð | 1 mynd

Ráðgera byggingu 300 stúdentaíbúða

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í sl. viku tillögur um breytt skipulag háskólasvæðisins í Vatnsmýri í Reykjavík. Er nú gert ráð fyrir að reisa þar þétta borgarbyggð með stúdentaíbúðum og háskólabyggingum. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 70 orð | 1 mynd

Salan jókst mikið

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hagnaðist meira en nokkru sinni fyrr á fyrsta ársfjórðungi ársins, eða um 425 milljarða króna. Salan jókst um 19% á milli ára og seldi Nissan 4,2 milljónir bíla frá 1. apríl í fyrra til sama dags í ár. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 106 orð | 1 mynd

Selja jörð í nýjum heimi fyrir norðan

Fasteignamiðstöðin er nú með á söluskrá rúmlega 200 ha. jörð, Grundarkot sem er innst í Héðinsfirði fyrir norðan. „Það er ekki oft sem svona eignir koma á söluskrá. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 790 orð | 2 myndir

Smábílar eru í mikilli í sókn

Víðtæk enduruppbygging Evrópu eftir síðari heimstyrjöld krafðist farartækja af öllum stærðum og gerðum. Fólksbílar urðu að vera ódýrir, rúma 4-5 manna fjölskyldu og eyða sem allra minnstu bensíni. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 140 orð | 3 myndir

Sólarhring undir stýri

Síðastliðna helgi fór fram árleg kappaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi. Kepnnin ber yfirskriftina 24 tímar í Le Mans og eins og nafnið bendir til tekur keppnin einn sólarhring í framkvæmd. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 761 orð | 6 myndir

Spari-bíll!

Það eru ekki margir bílar sem státa af því að eyða aðeins 3,8 lítrum á hundraðið og menga 99 g/km af CO 2 . Það gerir þó Volkswagen Polo, sem valinn var bíll ársins í Þýskalandi í fyrra. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 56 orð | 1 mynd

Spark og Aveo breyta stöðunni

Á fyrsta fjórðungi ársins seldi Chevrolet 1,1 milljón bíla og jók söluna mikið á flestum mörkuðum. Aukningin nam 23% í Bandaríkjunum og 17% í Kína. Chevrolet Cruze ryður brautina og Spark og Aveo-smábílarnir eiga einnig góðan hluta aukningarinnar. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 233 orð | 1 mynd

Sæmdur norrænum heiðursverðlaunum

Dr. Ólafur H. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 446 orð | 1 mynd

Umhverfisvænni ferðaiðnaður

Við sjáum oft hvalveiðibáta að veiðum í ferðum okkar en reynum að sjálfsögðu að forðast þá. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 82 orð | 1 mynd

Veldur vonbrigðum og langbaki lagt

Sú ákvörðun BMW að hætta að selja langbaksútgáfu BMW 5-línunnar í Bandaríkjunum virðist greinilega hafa verið röng. Í staðinn buðu þeir kaupendum vestanhafs BMW 5 Grand Tourismo, sem leysa átti langbakinn af hólmi, en kaupendur flúðu annað. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 128 orð | 1 mynd

Verðlækkun á bensíni var skyndiskot

„Þessi verðlækkun á bensíni í einn dag var aðeins markaðsútspil. Oft er brugðið á þetta ráð, t.d. í aðdraganda mikilla ferðahelga þar sem er reynt er laða að viðskiptavini með þessum hætti,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 28 orð | 1 mynd

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa er elsta steinhús í Reykjavík og stendur í Viðey á Kollafirði. Hún var byggð við hliðna á Viðeyjarkirkju á árunum 1753-1755 sem embættisbústaður af Skúla Magnússyni... Meira
16. júní 2011 | Finnur.is | 300 orð | 1 mynd

Þróunarkostnaður niðurgreiddur

Þýska ríkisstjórnin er reiðubúin að verja milljarði evra á næstu tveimur árum til að niðurgreiða þróun rafbíls, að sögn blaðsins Welt am Sonntag. Meira

Viðskiptablað

16. júní 2011 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Actavis vill nýjan samstarfsaðila

Actavis leitar nú logandi ljósi að samstarfsaðila við þróun og framleiðslu á flóknum líftæknilyfjum eins og krabbameinslyfinu Avastin frá Roche. Kemur þetta fram í viðtali sem Bloomberg tók við forstjóra Actavis, Claudio Albrecht. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Affleck leitaði til Weiners

Hinn félagslega meðvitaði leikari Ben Affleck leitaði til þingmannsins Anthonys Weiners, þegar hann undirbjó sig fyrir hlutverkið í myndinni State of Play , þar sem hann lék spilltan stjórnmálamann. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 34 orð

Bara tveir sjóðir með jákvæða stöðu

Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu 20 lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda er neikvætt um 6,3%, eða um sem nemur 145 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins. Aðeins tveir sjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega... Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 166 orð | 1 mynd

Bjarni hristir af sér slyðruorðið

Viðtal Péturs Blöndal í síðasta Sunnudagsmogga við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, var stórmerkilegt. Þar sagði formaðurinn það sem enginn stjórnmálamaður, að mér vitandi, hefur sagt áður, þegar hann skýrði orsakir kreppunnar. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 344 orð | 1 mynd

Ekki hræddur við hákarlana

Sumarið er líflegasti tími ársins hjá Finnbirni Finnbjörnssyni hjá Scuba Iceland (www.scuba.is). „Aðaltíminn hjá okkur eru þessir 5-6 mánuðir í kringum sumartímann. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 527 orð | 3 myndir

Fólksflótti skýrir að hluta til fækkun atvinnulausra

Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Brottflutningur vinnuafls og fjölgun háskólanema skýrir að hluta fækkun atvinnulausra í maí frá sama tíma í fyrra. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 410 orð | 2 myndir

Glæsileg niðurstaða J.M. Keynes fyrir hönd Breta

Ég læt það vera að útskýra hvers vegna ég hef verið að velta fyrir mér lánafyrirgreiðslunni frá Bandaríkjastjórn sem John Maynard Keynes tryggði breskum stjórnvöldum eftir síðari heimsstyrjöld. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 352 orð | 1 mynd

Jóni Ásgeiri einum stefnt vegna kaupanna á Högum

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þrotabú Baugs Group hefur höfðað skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna sölu á hlutabréfum í Baugi til félagsins sjálfs í júnílok 2008, en Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 79 orð | 1 mynd

Kynntu kínverska vörusýningu fyrir Íslendingum

Wang Zhiping, stjórnarformaður Canton-vörusýningarinnar í Guangzhou í Kína, var hér á landi í síðustu viku til að kynna næstu sýningu, sem haldin verður í október á þessu ári. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Nammigott í soðið

Það jafnast fátt á við að sækja sér ilmandi ferskan fisk á leið heim úr vinnu, smella honum í ólgandi pottinn og eta stappaðan með bráðnu smjeri og nýuppteknum kartöflum. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 184 orð | 1 mynd

Norskur banki í rusli

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Aðeins þrír bankar afgreiða stærstan hluta þeirra greiðslna sem renna frá grunlausum netverjum til þeirra sem senda út ruslpóst og er dótturfélag norska bankans DnB Nor eitt þeirra. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Ógnar Baldwin Bloomberg?

Borgarstjóri New York-borgar, Michael Bloomberg, segist vera hlynntur því að leikarinn og mannvinurinn Alec Baldwin bjóði sig fram til þess embættis. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 263 orð | 1 mynd

Sean Penn ver Hugo Chavez enn á ný

Góðleikarinn Sean Penn hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Hugo Chavez, forseta Venesúela. Í byrjun mánaðarins hjó hann enn í sama knérunn, þegar hann varði Chavez enn og aftur á bloggi sínu fyrir Huffington Post. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 495 orð | 1 mynd

Snýst um gott hráefni og gott starfsfólk

Guðmundur Arnfjörð er orðinn sannkallaður pitsukóngur í dag og með þeim allrastærstu á höfuðborgarsvæðinu. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 155 orð | 1 mynd

Sum kvótakerfi eru í náðinni

Alþingi samþykkti fyrir tæpri viku lög „um breytingu á lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir). Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 1528 orð | 3 myndir

Tekist á um þyngd myllusteinsins

• Gríska þingið hefur frest fram til mánaðamóta til þess að samþykkja aðhaldsaðgerðir fyrir tæpa 30 milljarða evra • Takist það ekki verður næsti hluti neyðarlánsins ekki greiddur út og greiðslufall blasir við • Aðildarríki ESB þurfa... Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 365 orð | 2 myndir

Tölvuþrjótar gera árásir í leit að „góðu gríni“

Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Tölvuþrjótarnir sem réðust á netþjóna EVE Online hafa áður ráðist á fjölda erlendra fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og leikjaframleiðenda. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 573 orð | 1 mynd

Urðu að opna annað útibú út af löngum biðröðum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Góður árangur veitingastaðarins Saffrans hefur verið lyginni líkastur. Á rétt röskum tveimur árum hefur reksturinn vaxið svo ört að nú eru útibúin orðin þrjú, og verið að leggja lokahönd á opnun þess fjórða suður í Flórída. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 691 orð | 2 myndir

Vaxtahækkun í sumarloftinu

• Seðlabankastjóri segir vaxtahækkun líklegri á næstunni en vaxtalækkun og að öllu óbreyttu sé ekki innistæða fyrir launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum • Sérfræðingar óttast að vaxtahækkun nú kæfi þann veikburða hagvöxt sem mælist og leiði til frekari verðbólgu Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 453 orð | 2 myndir

Víga-Bárður í Seðlabankanum

Mistök Seðlabankans felast í aðferðafræði miðstýringar í stað markaðshugsunar. Meira
16. júní 2011 | Viðskiptablað | 456 orð | 1 mynd

Þarf að vinna mikið áður en hægt er að slappa af

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hann Yaman Brikhan stendur vaktina á skyndibitastaðnum Alibaba í Veltusundi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.